Miðjan gegn Burnley + Efnilegir Púllarar

Í Liverpool Echo í dag er sagt frá því að þeir Javier Mascherano og Lucas Leiva séu báðir að ferðast heim frá S-Ameríku í dag (og sennilega e-ð á morgun líka áður en þeir ná á áfangastað) eftir landsleiki Argentínu og Brasilíu í nótt. Fréttin er svo sem ekki sláandi, ekkert nýtt að þeir séu tvísýnir fyrir deildarleik á laugardegi eftir þetta ferðalag, nema að núna eru þeir nánast sjálfgefið miðjupar okkar, sem hefur ekki alltaf verið raunin.

Hvað gerir Rafa ef annar eða báðir þeirra eru ekki klárir í að byrja gegn Burnley? Að mínu mati kemur tvennt til greina – hann getur fært Gerrard niður á miðjuna með öðrum þeirra og notað þá Plessis/Spearing með honum ef báðir forfallast, eða þá að hann getur haldið Gerrard í holunni og notað Plessis/Spearing með öðrum þeirra eða jafnvel þá báða saman á miðjunni ef báðir forfallast.

Að mínu mati er kominn tími á að Jay Spearing fái tækifæri í Úrvalsdeildinni. Hann skoraði í leik með varaliðinu í gær, báðir Suður-Ameríkumennirnir okkar eru dauðþreyttir eftir langt ferðalag og ná nánast ekkert að taka þátt í undirbúningi fyrir Burnley-leikinn. Einnig, með fullri virðingu, þá er þetta fokking Burnley á heimavelli. Ég veit þeir hafa unnið Man Utd og Everton á sínum heimavelli, en ef við getum ekki tekið örlítinn séns og blóðgað efnilegan strák eins og Spearing í svona leik, hvenær í ósköpunum fær hann þá séns?

Ég myndi persónulega vilja sjá Rafa hrista aðeins upp í þessu og hafa t.d. Spearing og Gerrard saman á miðjunni gegn Burnley, með tvo kantmenn og svo jafnvel Ngog með Torres í framlínunni. Ngog, af sömu ástæðu og Spearing, hefur unnið sér inn tækifæri í byrjunarliði í Úrvalsdeildinni. Það er kominn tími á að gefa þessum strákum sénsinn.


Í nátengdum fréttum, þá var ég eitthvað að forvitnast um einn ónefndan fyrrverandi framherja Liverpool í gær á netinu og rak þá augun í þennan lista yfir 100 efnilegustu knattspyrnumenn heims árið 2001. Það eru átta ár síðan þessi listi var gefinn út, og auðvitað eru svona listar í besta falli ágiskanir og í versta falli kjaftæði, en það er samt athyglisvert að skoða Liverpool-mennina á þessum lista og hvernig þeim gekk:

    01 – Djibril Cisse (STR, Auxerre)
    05 – Jermaine Pennant (R/WNG, Arsenal)
    07 – Florent Sinama-Pongolle (STR, Le Havre/Liverpool)
    09 – Anthony Le Tallec (AM/CFWD, Le Havre/Liverpool)
    14 – John Welsh (C/DM, Liverpool)
    21 – Milan Baros (STR, Liverpool)
    29 – Gregory Vignal (LB, Liverpool)
    38 – Chris Kirkland (GK, Liverpool)

Hef Pennant þarna með þó hann hafi ekki verið Púllari þegar listinn var gerður. Að mínu mati geta Le Tallec og Pennant bara sjálfum sér um kennt að hafa ekki staðið undir væntingum miðað við veru á þessum lista. Cisse og Kirkland voru síðan óheppnir með meiðsli á lykiltímum, hefðu jafnvel getað fest sig í sessi hjá liðinu ef þeir hefðu haldið sér heilum. John Welsh er súkkulaðikleinan í hópnum, var klárlega ekki nógu góður til að spila fyrir Liverpool, maður sá það strax, en þá eru eftir þeir Gregory Vignal, Milan Baros, Florent Sinama-Pongolle og mögulega Cissé eftir að hann kom inn úr meiðslunum. Að mínu mati eiga þessir leikmenn það sameiginlegt að hafa ekki fengið nægt traust hjá Benítez (Vignal hjá Houllier).

Að mínu mati, og nú ætla ég bara að koma út úr skápnum með skoðun sem ég hef legið á lengi, er aðeins eitt atriði sem hægt er að gagnrýna Rafa Benítez fyrir án nokkurrar varnar. Rafa er einfaldlega frekar slappur stjóri þegar kemur að því að hlúa að ungum leikmönnum, eða það sem tjallinn kallar “nurturing talent”. Ég kann vel við Rafa og eftir að hafa eytt fimm árum í að kynna mér hans aðferðir og sjá þær í verki get ég ekki sagt að ég sé ósáttur við kallinn, en ég get ekki varist þeirri tilhugsun að ég væri miklu frekar til í að hafa mann eins og Pongolle, Baros eða jafnvel Neil Mellor í hópnum okkar í dag en Andryi Voronin. Auðvitað er engin trygging fyrir því að þessir leikmenn hefðu blómstrað og staðið undir væntingum ef þeir hefðu fengið 100% stuðning stjórans, en það er alveg öruggt að það stoðar lítið að ætlast til einhvers af þeim ef þeir fá aldrei að spila.

Mér hefur einfaldlega fundist þetta vanta í liðið okkar síðustu fimm ár. Ég veit að Rafa er að byggja upp unglingahópinn okkar ár frá ári, og ég veit að Emiliano Insúa hefur brotið sér leið í gegn undanfarið, en hann virðist vera undantekningin sem sannar regluna. Ég man þegar Jack Hobbs yfirgaf klúbbinn í fyrra kvartaði hann yfir því að hafa enga sénsa fengið. Hann lék einn deildarleik frá byrjun, gegn Reading á útivelli fyrir tveimur árum. Sá leikur tapaðist, Hobbs (sem þá var átján ára) lék illa og fékk aldrei aftur að leika fyrir aðalliðið. Af því að hann gerði mistök sem átján ára miðvörður.

Kannski er þetta bull í mér, og ég veit að einhverjir eiga eftir að stökkva til í ummælunum (SSteinn ég bíð eftir svari frá þér) og hrekja þetta. En ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það vanti einfaldlega í stjórann okkar að sýna ungu strákunum smá þolinmæði. Ég veit að pressan á Rafa að sigra alla leiki er gífurleg en það hlýtur einhvers staðar að vera rúm fyrir ungu strákana.

Í dag eru strákar á borð við David N’gog, Jay Spearing, Damien Plessis, Martin Kelly, Stephen Darby, Daniel Ayala og Dani Pacheco að æfa með aðalliðinu og láta sig dreyma um að fá sénsinn. Krizstian Németh ætti að vera þar líka en var lánaður til Grikklands (vonandi kemur hann sterkur til baka þaðan). Þessir strákar þurfa að spila til að geta orðið betri, það mun enginn af þeim breytast skyndilega í næsta Thierry Henry eða næsta Robbie Fowler með því einu að spila varaliðsleiki þrisvar í mánuði. Í stað þess að láta njóla eins og Andriy Voronin, Philipp Degen og Andrea Dossena fá mínútur gegn liðum eins og Burnley eða Stoke, því ekki að leyfa þessum strákum að fá fleiri sénsa? Kannski er bara einn af þessum átta nógu góður til að vera reglulega í byrjunarliði okkar á næstu árum en ég vil frekar sjá Rafa gefa þeim séns og finna þennan eina, og láta þá hina fara, en að gefa þeim aldrei sénsinn og sjá þennan eina renna okkur úr greipum.

Við erum að spila við Burnley heima um helgina. Burnley. Með fullri virðingu fyrir því ágæta liði. Lucas og Mascherano eru tæpir og/eða þreyttir eftir langt ferðalag, Voronin, Dossena og Babel hafa ekkert sýnt á sínum mínútum í haust og sumir lykilmanna okkar eru þreyttir eftir strembna viku. Ég yrði ekkert brjálaður að sjá Spearing og Ngog í liðinu á laugardag, með 2-4 af hinum á bekknum og spilandi nokkrar mínútur sem varamenn, jafnvel þótt það kunni að kosta stig í einum og einum leik í vetur.

Spyrjið ykkur bara í hreinskilni, hefðu Robbie Fowler, Michael Owen og Steven Gerrard komið jafn sterkt í gegn ef þeir hefðu leikið undir stjórn Rafa sem unglingar? Þið vitið svarið við þeirri spurningu jafn vel og ég, og einmitt þess vegna er ég ekki bjartsýnn á að sjá unglingana gegn Burnley um helgina. Ég meina, David N’gog skoraði gegn Stoke sem varamaður í annarri umferðinni, og hefur ekki leikið eina mínútu síðan. Hvers vegna ekki?

47 Comments

  1. Góðar vangaveltur, og ég er sammála þér með þetta. Ef ekki að gefa kjúklingum séns í svona leik, hvenær þá? Í Carling Cup kannski, en það er bara ekki það sama. Það er kannski í besta falli mitt á milli varaliðsins og Úrvalsdeildarinnar, í besta falli.

  2. Sammála með Spearing væri flott að sjá hann með Gerrard á miðjunni. Minnir að þeir hafa spilað saman bara ágætlega á undirbúningstímabilinu. Er einhvernveginn meira hrifin af að hafa Spearing en Plessis. Einnig er möguleiki að hafa Fabio Aurelio þarna á miðjunni þar að segja ef hann er tilbúinn í leikinn las einhvernstaðar að hann ætti að vera ready í þennan leik. Hann spilaði flottan leik á miðjunni á móti Portsmouth í fyrra.

  3. Eg vaeri mjog gladur ef Rafa gaefi Ngog sensin um helgina og faerdi Gerrard nidur a midsvaedid.
    Ngog hefur synt med innkomum synum ad hann er med gott markanef og hefur thad sem tjallinn kallar “predatory instincts”.
    Med Gerrard a midsvaedinu maetti svo henda inn Plessis sem mer hefur thott eiga misjafna leiki en ekki vid odru ad buast af ungum leikmanni.

  4. Vil endilega sjá Spearing á miðjunni um helgina. Klassaleikmaður. Ef Mascherano og Lucas verða báðir frá þá vil ég sjá Gerrard á miðjunni með Spearing og N’gog frammi með Torres í 4-4-2. Einnig má velta því fyrir sér að vinstri kanturinn hefur ekki verið að standa sig sérstaklega vel undanfarið, og því væri gaman að sjá Pacheco þar mögulega.

  5. Vinstri kannturinn hefur verið veikur þar sem Babel sem átti greinilega að fá sénsinn í byrjun tímabils stóð sig hrikalega illa á móti tottenham. Riera var ekki í formi á undirb.tímabilinu en er allur að koma til. Við þurfum léttleikandi menn eins og Riera og Benayoun til þess að brjóta upp vörn Burnley. En er alveg sammála því að það eru margir mjög spennandi ungir leikmenn í varaliði Liverpool um þessar mundir. Sérstaklega Pacheco og Ecclestone og auðvitað Ngog og Spearing sem eru að banka á aðalliðið. Gaman að sjá Glen J. í landsleiknum í gær…hrikalega flottar fyrirgjafir frá honum.

  6. Þarna get ég verið sammála þér Kristján, góður pistill. Við þessa upptalningu mætti kannski bæta Warnock, sem hefur staðið sig mjög vel frá því hann yfirgaf Liverpool, og stóð sig reyndar mjög vel hjá Liverpool líka að mínu mati! Hann er allavega töluvert betri en 7,5 milljóna punda ítalski bakvörðurinn okkar. Ég skildi aldrei af hverju hann var látinn fara. Annar leikmaður sem ég hefði viljað hafa lengur er Danny Guthrie, sem hefur spilað vel hjá Bolton og Newcastle frá því hann yfirgaf okkur. Það var ákveðið ákveðið að eyða frekar fullt af milljónum í Lucas Leiva í stað þess vinna lengur með Guthrie og leyfa honum að þroskast hjá Liverpool. Ég skil ekki alveg hvers vegna, sérstaklega þar sem Lucas er ekki beint búinn að standa undir væntingum. Kristján nefnir líka Neill Mellor. Sá drengur hefði klárlega átt að fá að vera lengur. Hann var dálítið of þungur þegar hann fékk sénsinn fyrst, en það hefði vel verið hægt að vinna úr því með honum. Ferillinn hefur kannski ekki verið glæsilegur frá því hann yfirgaf Liverpool, en hver veit hvað hefði gerst ef hann hefði fengið meiri tíma til að þroskast hjá Rafa. Hann sýndi það með varaliðinu og þegar hann fékk sénsinn með aðalliðinu hann hann er fæddur markaskorari.

    Svona hefur þetta verið alltof mikið hjá Rafa. Það fer alveg í mínar fínustu þegar uppaldir enskir leikmenn eru látnir fara af engri sýnilegri ástæðu, og mjög svo misjafnir útlendingar keyptir í staðinn. Þetta gerðist enn og aftur núna í haust. Martin Kelly sýndi frábæra takta á undirbúningstímabilunu og var valinn í U-21 landslið Englands, en í staðinn fyrir að hann fengi sénsinn var að sjálfsögðu keyptur einhver grikki sem enginn hefur heyrt minnst á. Núna er hinn bráðefnilega Jay Spearing að gera tilkall til aðalliðsins. Ef hann fær ekki tækifæri á næstunni þá fer ég að missa alla trú á Rafa varðandi þessi mál. Í næst leik er dauðafæri til þess að leyfa honum að spila eins og Kristján nefnir.

  7. Ég held það sé ekki nokkur möguleiki á að við séum að fara að sjá Torres og N’Gog spila saman frammi. Benitez hefur á sínum ferli alltaf haldið sig við að spila með einn fyrsta striker og einn holuframherja. Þannig virðist hann alltaf hafa séð Torres og N’Gog fyrir sér sem fyrsta striker. Þetta var einnig ástæðan fyrir að við sáum Torres og Crouch aldrei spila saman frammi. Held að það sé töluvert líklegra að Kuyt, Benayoun eða Voronin verði settur í holuna. Það er alveg sama þótt við köllum leikkerfið 4-4-2 í stað 4-2-3-1 þá dettur alltaf annar framherjinn aðeins aftar í holuna og Benitez virðist hvorki hugsa N’Gog né Torres sem holuframherja.

    Annars er ég sammála því að ég vil sjá Spearing fá sénsinn. Þó mér hafi fundist Plessis standa sig ágætlega þegar hann hefur fengið sénsinn hef ég ekki mikla trú á því að hann eigi eftir að verða leikmaður í Liverpool klassa. Hins vegar hefur mér alltaf gaman að sjá attitúdið og áræðnina í Spearing í þessar örfáu mínútur sem hann hefur þó fengið að spila.

    Ég er að hluta til ósammála því að Benitez hafi ekki sýnt ungum leikmönnum nægt traust. Ég er nú frekar á því að það hafi bara vantað gæði í þessa ungu leikmenn. Það er hægt að benda á alla þessa leikmenn sem hafa farið og enginn þeirra er að spila sem fastamaður í liði sem er í sambærilegum klassa og Liverpool. Hvort að ástæðan sé svo að Benitez hafi “eyðilagt” þessa leikmenn eða hvort þeir hreinlega voru ekki nógu góðir eru svo erfitt að dæma um.

    Að lokum er þessi listi náttúrulega alger snilld. Ég veit að það er erfitt að setja svona lista fram en mér finnst það bara fyndið að sjá Essien í 78. sæti, Berbatov í 82. sæti og Kaka í 95. sæti og sjá svo nóbodís eins og Leandro Bonfim í 3. sæti, John Welsh í 14. sæti og Jay Lucas (WTF???) í 44. sæti, svo ég tali nú ekki um Jermaine Pennant í 5. sæti. Svo má náttúrulega benda á tvo aðra Liverpool leikmenn á þessum lista sem hafa þróast aðeins hvor í sína áttina: Fernando Jose Torres í 4. sæti og Ramon Calliste í 87. sæti 🙂

    Annars þakka ég bara fyrir að fá svona lesefni í þessari blessaðri landleikjapásu 🙂

  8. Ég er viss um það að ef allir leikmenn koma heilir heim þá muni Lucas Leiva spila á miðjunni gegn Burnley. Hann var ekki í hópi Brazilíu gegn Cile í gær og sat á bekknum allan tímann gegn Argentínu. Hann hungrar í að spila leik það er ljóst. Með honum verður Gerrard á miðjunni og Benayoun dettur í holun eða Kuyt. Mín spá er því að liðið verði Reina, Johnson, Carra, Skertl, Aurelio/Insua, Rierra, Lucas, Gerrard, Kuyt, Benayoun og Torres.

    Liverpool hefur ekki beint átt fljúgandi start þannig að Benitez mun ekki vera með neinar tilraunir í þessum leik. Auk þess held ég að Spearing sé á mörkunum með að vera nógu góður fyrir úrvalsdeildina, sama á við um Plessis. Þessir strákar munu fá sénsinn í deildarbikarnum og vonandi sína þeir þar að ég hafi rangt fyrir mér. Ef leikmaður er nógu góður þá fær hann sénsinn hjá Benitez eins dæmið með Insua sýnir.

    Ég gæti ekki verið meira ósammála þér nafni varðandi þá leikmenn sem þú telur upp frá 2001. Ferill þessara leikmanna frá þvi að þeir fóru frá Liverpool segir allt sem segja þarf. Mellor er að berjast fyrir sæti sínu í Preston í 1 deildinni, Baros floppaði hjá Aston Villa, Portsmouth og Lyon, Cisse var og er of einhæfur leikmaður enda spilar hann ekki í dag hjá toppklúbbi. Pennant er ágætur leikmaður fyrir miðlungslið í deildinni, hvar spilar hann í dag? Pongolle er hugsanlega eini leikmaðurinn af þessum lista sem ég væri til í að sjá í hópi LFC þar sem hann hefur staðið sig vel á Spáni.

    Það mun alltaf vera til staðar umræða um unga leikmenn hjá félögum og hvort þeir fá nóg af tækifærum til að sanna sig. Hvað varðar Liverpool þá fylgist Benitez mjög vel með öllu hjá vara- og unglingaliðinu þannig að ef einhver veit hvort viðkomandi leikmaður sé tilbúinn í erfiðustu deild í heimi þá er það hann.

    Kv
    Krizzi

  9. flottar vangaveltur herna, eg er alveg sammala tessu. Eg vaeri lika til i ad sja Ayala i vornini med carra, gefa honum sma sjalfstraust.
    Svo spiladi Pacheco frabaerlega vel i stodu Gerrards a undirbuningstimabilinu. vaeri gaman ad sja hann fyrir aftan torres med gerrard og spearing nedar a midjuni.
    Lata babel svo a haegri kantin og segja vid hann ad tetta er hans timi til ad sanna sig ad hann geti eitthvad.

  10. Góður pistill KAR, veit þó ekki alveg hvort ég sé sammála öllu.

    Ég er all for it að sjá hvort Spearing geti staðið sig á miðjunni en ég er ekki mjög spenntur fyrir að sjá hann á miðjunni MEÐ JM, Lucas og alls ekki Plessis. Þetta eru að mínu mati allt leikmenn sem spila sömu stöðuna hjá Liverpool miðað við leikkerfið í dag og ég sé þá ekki passa saman. Frekar vill ég sjá Aurelio (eða Gerrard/Benayoon) á miðjunni með einum af þessum þegar Aquiliani er ekki heill. Burnley er eins og þeir hafa sýnt alls ekki gefin þrjú stig og gefa ekki tilefni til mjög mikllar tilraunarstarfsemi (sé samt lítið að því að gefa Spearing séns).

    Varðandi það að Benitez vinni ekki vel úr ungum leikmönnum þá hafa vissulega ekki verið að koma margir leikmenn upp úr unglingastarfinu, en að sama skapi höfum við ALLS ALLS ekki verið að sjá neinn Owen, Fowler eða Gerrard í þessum liðum. Þeir voru allir mikið mikið betri heldur en restin og sköruðu mun meira framúr en þeir sem spila í dag eru að gera (eða þeir sem hafa verið í varaliðinu undanfarin ár).
    Fowler kom t.t. í liðið ungur hjá Souness eftir mikla pressu stuðnngsmanna Liverpool, hjálpaði honum líka að liðinu gekk ekkert of vel og ef ég man rétt þá voru lykilmenn meiddir. Owen fékk séns í lok tímabils sem hann nýtti frábærlega og leit aldrei til baka og það hefur nýr Gerrard verið á leiðinni úr akademíunni síðan Gerrard kom sjálfur úr henni.

    Að sama skapi held ég að það sé bara orðið töluvert erfiðara að komast upp úr unglingastarfinu í dag hjá klúbb eins og Liverpool, sérstaklega fyrir uppalda heimamenn þar sem klúbburinn reynir að keppa við bestu klúbba í heiminum um bestu leikmenn í heimi, bæði í unglingaliðum og aðalliði. Við höfum verið að stelpa ungum leikmönnum frá Real ob Barca undanfarið sem var að ég held ekki eins mikið upp á teningnum þegar Fowler, Owen og Gerrard komu upp.

    Af þeim ungu leikmönnum sem farið hafa frá Liverpool er ekki einn sem maður grætur sérstaklega, Pongolle er svona sá sem komst næst því og ég vildi alltaf sjá hann fá meiri séns hjá okkur.
    Vinur hans Le Tallec hefur hæfileikana en ekki hausinn og var kominn á bekkinn hjá Sunderland. Mellor er í Preston (eða var það Cardiff) og ég efa að hann sé að fara mikið hærra upp en það.
    Guthrie er í Newcasle og átti ágætis mót hjá Bolton en svona í alvöru…sjáið þið það fyrir ykkur að hann væri lykilmaður hjá Liverpool? Það voru allavega fjórir mikið betri en hann á undan honum þegar hann fór frá klúbbnum.

    Warnock er og hefur verið decent leikmaður en hann bætti litlu við t.d. Riise og fékk ekki að spila nóg og því fór hann. Dossena kom löngu eftir að hann fór og því bull að vera tala um að Benitez hafi verið að klúðra málunum þar. Þar fyrir utan þá er Dossena nú í landsliði ítala og því varla alveg vonlaus, þó þetta hafi ekki verið að ganga hjá honum hjá Liverpool. Mikið til vegna stráks sem er að koma upp úr unglingastarfi klúbbsins, Insua!!!

    Cisse og Baros hafa síðan ekki beint farið uppávið á sínum ferli eftir að þeir fóru frá Liverpool, FAR FROM IT og það sama á við um flest alla aðra, ef ekki alla.

    Það sem ég er að reyna að koma að er að það hefur ekki komið neitt upp úr unglingastarfinu sem hefur náð að slá út það sem fyrir er í aðalliðinu, aðalliðið hefur verið með 1-2 reynda landsliðsmenn í hverri einustu stöðu svo það er skiljanlega ekki létt fyrir þessa pjakka.

    Eitt af fyrstu verkum Benitez þegar hann kom til klúbbsins var að kaupa hrúgu af ungum leikmönnum og því hefur hann haldið áfram síðan. Það er stundum talað um að það geti tekið 2-4 ár að koma ungum pung í gegnum unglingastarfið og ég er ekki frá því að við séum byrjaðir að sjá þessa stefnu bera ávöxt núna undanfarið.

    Insua er fyrsti leikmaðurinn í mörg ár sem ég sé fyrir mér að verði í byrjunarliðinu næstu árin. Spearing hefur verið með gott orð á sér afar lengi, kannski út af því að hann er scouser en hann er allavega sá mest spennandi nýji Gerrard/Carra sem kemur í gegn síðan John Welsh var í unglingaliðinu, þó ég sjái hann ekki fá mikið meira en deildarbikar í ár og kannski nokkrar múnútur hér og þar.

    Hinn ungverski Nemeth hefur svo verið einn mest spennandi striker sem verið hefur hjá okkur síðan við heyrðum af endalausum markaskorunum Neil Mellor. Vonandi nýtir hann sénsinn í Grikklandi og verður aðalliðsmaður Liverpool á næstu árum (Beckham fór t.d. á lán þegar hann var hjá United í den). Mellor fékk sinn séns og var bara ekki nógu góður fyrir EPL og það hefur lítið verið reynt að fá hann aftur í þá deild.

    Sá leikmaður sem ég er þó spenntastur fyrir að sjá í aðalliðinu á næstu árum er svo Dani Pacheco, það er svakalegt efni og með svona eftirvæntingu á sér sem ég man ekki eftir síðan Gerrard og Owen voru á sama stað (man ekki eftir því hvernig þetta var með Fowler).

    Þar fyrir utan eru núna í hóp ungir leikmenn sem hafa verið keyptir, Babel og Lucas (þeir eru bara 22 ára). Ayala spilaði leik um daginn 18 ára gamall og Martin Kelly hefur verið að komast á bekkinn, N´Gog er að fá leiki af og til og er líklega næstur til að komast upp úr varaliðinu og margir af ungu leikmönnum Liverpool undir stjórn Benitez hafa fengið séns, þó hann sé vissulega mismikill.

    Að fá 1-3 í aðalliðshópinn á ári úr unglingastarfinu er nokkuð mikið og við erum alveg klárlega að því núna og jafnvel rúmlega það. Einn er meira að segja að festa sig í sessi. Eins getur maður alveg séð 1-4 taka þetta stökk á næstu tímabilum.

    Þar fyrir utan hefur verið tekið mjög mikið til í þessari deild undanfarið sem segir manni að Rafa vill mun meiri árangur og betri leikmenn upp úr unglingastarfnu.

    Eftir þessa langloku veit ég ekki alveg hvort ég sé sammála höfundi eða ósammála….held að þetta komi nokkurnvegin út á sléttu 😉

  11. Athyglisverð pæling varðandi ungu leikmennina og skortur á tækifærum. Held þetta sé margþætt. Heimurinn er alltaf að minnka útaf mörgum ástæðum og fleiri leikmenn frá fleiri löndum eru að fá tækifæri. Einnig eru meiri peningar í boltanum heldur en það var sem gerir það að verkum að umboðsmenn, njósnarar, félögin (uppeldisfélögin), leikmennirnir og forráðamenn/fjölskyldur þeirra hafa meiri fjárhagslega hagsmuni af því að kynna sína leikmenn. Af öllu þessu leiðir að það er mun betri, yngri og ódýrir leikmenn að finna utan Liverpool, utan Englands og jafnvel utan Evrópu. Það má alveg réttilega deila um þessa stefnu, en svona er þetta engu að síður. Fótboltafélög eru ekkert að gera leikmönnunum greiða með því að gefa þeim tækifæri með aðalliðinu. Ekki gleyma því að leikmenn sem fóru frá Liverpool til annarra atvinnumannaliða án þess að fá tækifæri að þeirra sögn með aðalliðinu hafa fengið ótrúleg tækifæri með Liverpool, í formi þjálfunar, æfingaraðstöðu, fjármuna sem sumir fá kannski aldrei. Liverpool skuldar uppöldu strákunum ekki neitt.

    Persónulega hef ég meiri áhyggjur af öðru sem tengist þessari umræðu beint og óbeint. Þessi umræða er afar viðkvæm því hún kemur illa við akedemíuna og það orðspor að Liverpool sé ekki að ala upp eins góða leikmenn og áður. Einna best væri að bera saman Liverpool og Everton, enda eru félögin í sömu borg og ættu að hafa sömu tækifærin til þess að ná til sín talenta frá Liverpool og nágrenni og ala þá upp. Hægt er að taka út ýmsa hluti sem hafa haft áhrif á uppeldisstefnu í Englandi með því að bera þessi liðin í Liverpool borginni saman. Ef skoðað eru uppaldir leikmenn frá Liverpool FC sem hafa brotið sér leið inn í byrjunarliðið síðustu 9-10 árin samanborið við Everton þá sýnist mér að það sé óhætt að segja að fleiri uppaldir leikmenn hjá þeim hafa náð árangri, ýmist hjá félaginu eða utan félagsins.

    Það eru að mínu mati átta leikmenn sem útskrifuðust frá akademíu Liverpool á 10. áratuginum, þessir leikmenn eru:

    Jamie Carragher
    Robbie Fowler
    Steven Gerrard
    Dominic Matteo
    Steve McManaman
    Michael Owen
    David Thompson
    Stephen Wright

    Frá árinu 2000 hafa tveir leikmenn útskrifast frá Akademíunni sem hafa einhverjum árangri náð að mínu mati, þessir leikmenn eru:

    Neil Mellor
    Stephen Warnock

    Á sama tíma frá árinu 2000 hafa mun sterkari leikmenn útskrifast frá akademíu Everton, t.d.:

    Wayne Rooney
    James Vaughan
    Tony Hibbert
    Leon Osman
    (svo eru þeir með þrjá unga leikmenn einnig, Baxter og Rodwell)

    Mér finnst þetta nokkuð merkilegt. Mér nefnilega dettur ekki til hugar að segja að akademía Liverpool sé að versna, miðað við aðrar akademíur í Englandi. Því hlítur maður að velta fyrir sér, að öllu öðru sögðu, að ungu strákarnir séu ekki að fá nógu mörg tækifæri hjá Liverpool.

    Tek undir með Þresti #7. Hver í andskotanum er/var Jay Lucas. Stend alveg á gati með hann.

    • Ef skoðað eru uppaldir leikmenn frá Liverpool FC sem hafa brotið sér leið inn í byrjunarliðið síðustu 9-10 árin samanborið við Everton þá sýnist mér að það sé óhætt að segja að fleiri uppaldir leikmenn hjá þeim hafa náð árangri, ýmist hjá félaginu eða utan félagsins.

    Það eru nú engin geimvísindi á bakvið þetta, það hefur verið mun auðveldara að komast upp úr unglingastarfinu hjá Everton heldur en Liverpool og MIKIÐ MUN líklegara að þessir guttar fái séns þar heldur en hjá Liverpool. Everton hefur á þessum tíma stundum verið í allskonar vandræðum og það er ekki fyrr en núna í seinni tíð sem þeir hafa verið að berjast við toppliðin aftur.
    Rooney er svona Gerrard og Owen talent, einstakur leikmaður sem kæmist upp úr flest öllum akademíum. Hina sé ég ekki fyrir mér í Liverpool… nema kannski Rodwell sem er að komast í liðið hjá Everton.

  12. Mér finnst þessi grein vera góð, en með nokkrum mjög skrítnum fullyrðingum þó, já eða pælingum….

    Þú spyrð hvort að Owen, Gerrard eða Fowler myndu komast í liðið undur stjórn Benitez og segir að hann hlúi ekki nægilega vel að ungu leikmönnum liðsins – þarna get ég ekki verið meira ósammála þér.

    Það er bara engin regla til sem segir að heimsklassaleikmenn komi upp úr varaliðinu á x-ára fresti. Það er happ og glapp, og ég tel ástæðuna frekar liggja í getuleysi leikmanna en skort á tækifærum. Þeir séu einfaldlega ekki nægilega góðir til að spila með aðal liði Liverpool.

    You cant have it both ways … eina leiktíðina eru menn pirraðir yfir að sterkasta liðið sé ekki valið leik eftir leik (rotation), þá næstu þegar hann er hættur að rótera fá ungir leikmenn ekki næga sénsa.

    Það er eitt lögmál í þessum bransa sem á vel við, ef þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall.

  13. Góður pistill og margt áhugavert í þessum efnum. Ef ég hef ekki rangt fyrir mér þá voru ´´demantarnir´´ keyptir í stað þessa að fá Cristiano nokkurn Ronaldo þannig að ég set spurninga merki við útsendarateymi Liverpool. Við sjáum Arsenal vera að pikka upp fullt af ungum leikmönnum sem byrja 17 ára gamlir að spila reglulega með aðalliðinu, sbr. Fabregas. Ég held að undanfarin ár hafi mestu talentarnir verið að fara til liða sem eru tilbúnir að leggja fram mikið fé í þá. Arsenal greiddi að mig minnir 10 milljónir punda fyrir Walcott, einhvern slatta fyrir Ramsey og svo frv. United greiddi 12 milljónir punda fyrir ungfrú Ronaldo, helling fyrir þess tvo Serba sem komu í janúar, helling fyrir brasílísku tvíbbana (Reyndar bara annar þeirra að fá einhvern séns) og áfram er hægt að telja. Á meðan erum við með vensla samning við eitthvert lið í Ungverjalandi og erum að fá fullt af leikmönnum þaðan. Ég þekki náttla ekki þann samning en ég hef ekki séð neitt þaðan ennþá. Ef Nemeth væri sami talentinn og þessir menn sem ég er búinn að telja upp hér þá hefði hann kannski ekki verið lánaður. En hver veit, Benitez hefur eflaust einhver plön. En meginmálið virðist vera það að við þurfum að punga út pening fyrir þessum leikmönnum ef við ætlum að ná þeim bestu. Eins sorglegt og það er nú ! Annars er ég sammála því að það mætti veita þessum strákum meiri sénsa. Auðvitað spilar pressan inn í að vinna hvern leik en einhvernveginn verða þessir strákar að þroskast og verða betri leikmenn. Þeir gera það pottþétt ekki í varaliðinu !!

  14. Skulum ekki gleyma því að Fowler var settur í gang af Souness og Owen af Roy Evans, Carragher mest af Evans. Houllier vissulega valdi Gerrard.

    Munurinn á Rafa og þeim er fyrst og fremst einn. Allir. Allir þessir leikmenn voru settir í gang þegar Liverpool hafði ekki að neinu að keppa. Fowler kom inn í arfaslakt Liverpool lið og Owen var notaður þegar Evans var sprunginn á limminu. Carragher byrjaði sem miðjumaður og síðan bakvörður þar til Rafa gerði hann af hafsent.

    Málið er einfaldlega það að LFC getur ekki lengur tekið inn góða menn til að “nurture” – ekkert frekar en United eða Chelsea. Einungis Arsenal hefur verið að reyna það og ég vill í dag alls ekki skipta við þá. Sjáiði alla “gríðarlega efnilegu” United mennina. Nýjasti er Frazer Campbell, en við getum t.d. nefnt Jonathan Greening og Kieran Richardson, kannski bætt við Ebanks-Blake. Eini ungi maðurinn sem er tilkominn frá síðustu Unitedkynslóðinni er Darren Fletcher og það er nú ekki alltaf urrandi samkomulag um hans getu.

    En við skulum nú heldur ekki gleyma því að þegar Rafa tók við var unglingaliðið og varaliðið í sögulegri lægð. Sammy Lee þurfti að spila fyrir varaliðið því menn NEITUÐU AÐ GEFA KOST Á SÉR! Svo núna erum við komnir með unga menn sem njósnararnir hans hafa fundið, Insua fyrstur þar uppá dekk, og hafa verið þróaðir áfram á Anfield. Spái Insua í næsta landsliðshóp Argentínumanna og er nákvæmlega ástæða þess að ég sakna Warnock ekki neitt. Reyndar hægt að rifja það upp að Houllier var búinn að samþykkja frjálsa sölu Warnock til Coventry, en Rafa kippti því í liðinn á sama tíma.

    Svo sáum við Ayala í haust og ég er enn sannfærður um að við fáum að sjá Spearing. Skora á menn að líta á varaliðið ef þeir eiga möguleika á því, þar er allt annar bragur á síðustu þrjú árin en áður var. Er viss um að við eigum eftir að sjá 4 – 6 af þessum mönnum sem þar leika fá squadsess í LFC og þá er undir þeim komið að sanna sig. Er t.d. viss um að ef okkur vantar hafsent næsta haust þarf ekki að kaupa. Vonandi fær Stephen Darby almennilegt lið til að fara í sem lánsmaður og verður möguleiki í hægri bakvörð og ég er sannfærður um að við sjáum Jay Spearing í nokkrum leikjum í vetur.

    Ef Nemeth hristir af sér meiðslavandræðin í Grikklandi verður hann í hópnum næsta tímabil.

    Rafael Benitez skapaði sér nafn sem unglingaþjálfari hjá Real Madrid og á tíma sínum á Spáni kom hann mikið við sögu yngri leikmanna og kreisti vel úr þeim.

    Í dag þjálfar hann lið sem má ekki við því að tapa 1 – 4 stigum vegna mistaka ungra leikmanna. Þar liggur mikill munur!

  15. Skulum ekki gleyma því að á gullöld Liverpool, frá 1977 – 1991 held ég að bara Sammy Lee og Phil Thompson hafi komið úr unglingastarfinu. Veit ekki hverjir muna eftir Wayne Allison og John Durnin t.d.

  16. Góðir púnktar hjá þér Haukur, en það sem mér finnst líka oft vanta sem sumir aðrir þjálfarar hafa, samanber Ferguson og Wenger. Er að hafa trú á leikmönnunum og einfaldlega spila þá í gang, þó einhvert “talent” spili illa 2 leiki í röð þá á ekki að setja þá aftur í varaliðið og svo lána þá eftir ár.
    Mér fannst nú Ronaldo alls ekki góður fyrsta tímabilið hans, ótrúlega eigingjarn, og hans hæfileikar langt frá því að vera komnir í ljós. Ferguson spilaði hann samt aftur og aftur að því hann einfaldega vissi að hann yrði besti maður í heimi. Sama má jafnvel segja um Anderson, þessir menn fengu bara að spila og spila þangað til þeir duttu í gang.
    Svo er reyndar annar hængur á þessu. Að kannski átti Man utd og önnur lið, meiri möguleika til þess að hafa kjúklinga inná í sínum leikjum, því þeir hafa fleiri þessa svokölluðu match winning einstaklinga inn á, þó að 1 maður spilaði illa þá voru þeir með svo margar stjörnuleikmenn að það bitnaði ekki á liðinu þegar þeir voru að spila við lið úr neðri hluta deildarinnar. Þannig mun áhættuminna að leyfa kjúklingunum að spila en t.d. fyrir liverpool fyrir örfáum árum.

  17. Góðir punkar Tryggvi og ég er að mestu sammála, eitt sem ég er að spá samt, ef við hrósum Fergie fyrir traust til Anderson (og kannski Kristjönu sem að mínu mati var alltaf mjög augljóslega að fara meika það).

    • Sama má jafnvel segja um Anderson, þessir menn fengu bara að spila og spila þangað til þeir duttu í gang.

    Á þá Rafa ekki smá kudos inni núna fyrir t.d. Lucas?

  18. Ég ætla nú ekki að gefa mér það að Ferguson né Wenger hafi haft nokkuð annað fram yfir Benitez nema þá einna helst peninga til að eyða í þessa kjúlla. En þeir þurftu sinn tíma til að byggja upp unglingastarf, það gerðist ekki á einni nóttu hjá þeim. Benitez er þónokkuð mörgum árum á eftir Ferguson og Wenger hafði nokkur ár á Benitez. Eigum við ekki bara að segja að eftir 5 ár þá komi hver stórstjarnan á fætur annari upp úr unglingastarfi Liverpool !!! En góður punktur hjá þér Tryggvi !

  19. Já, það er margt í mörgu og eins og fram hefur komið hér að ofan, þá er ekki bæði sleppt og haldið í þessu. Menn vilja sjá sterkasta liði stillt upp í öllum leikjum, annars verður allt vitlaust og svo vilja menn líka sjá kjúllana fá sénsinn.

    Spearing er að mínum dómi John Welsh in the making. Ég hef ekki séð neitt til hans (og er ég búinn að sjá marga leiki með varaliðinu) sem segir mér að hann sé að fara að “meika’ða”. Hann er eins og Welsh, lítill kubbur með hörku mikla baráttu og er til í að leggja sig allan fram. Ég held menn átti sig ekki almennilega á því að Spearing er fæddur ’88 og Lucas ’87. Ég er því sammála Babu hér að ofan að það er verið að praise-a þann rauðvínslegna fyrir þolinmæði gagnvart Anderson, en Rafa fær ekki alveg sömu meðferð. Ronaldo var allt önnur Elín, enda sló hann í gegn fljótlega, þótt hann hafi vantað mikið upp á stöðugleikann.

    Kjúklingarnir hafa verið margir og misjafnir og flestir hafa þeir fengið tækifærin sín í Deildarbikarnum eins og gengur og gerist hjá stóru liðunum. Eftirtaldir leikmenn hafa þó fengið sénsinn í leikjum í PL og/eða CL undir stjórn Rafa í stjórnartíð hans: Welsh, Plessis, Insúa, N’Gog, Ayala, Warnock, Mellor, Guthrie, El Zhar, Ryan Babel, Darby, Spearing, Kelly, Lucas, Hobbs, Leto, Paletta, Peltier, Roque, Pongolle, Potter, Whitbread, Le Tallec, Barragan og Raven.

    Auðvitað hafa þessir kappar fengið mis mikinn séns og nýtt sér hann mis vel. Engu að síður þá sýnir þessi listi að Rafa hefur verið að leyfa þessum strákum að “líta inn” í alvöru keppnum. Stóra málið er GÆÐI. Margir af þessum leikmönnum hafa sýnt það og sannað að þeir voru ekki með það sem til þurfti og ekki margir þarna geta státað sig af því að hafa farið (þeir sem hafa farið) og málað bæinn rauðan annars staðar, því eins og hér kom fram í ummælum, þá fengu allir þessir strákar þann lúxus að æfa og keppa í kjör aðstæðum.

    Varðandi þessa leikmenn sem KAR telur upp, þá sé ég persónulega ekki eftir einum einasta þeirra. Baros þarf hreinlega ekki að ræða, ferill hans hefur útskýrt sig sjálfur og hefur hann aldrei náð þeim potential sem hann bjó ungur yfir. Hann eins og því miður með Le Tallec, þá virtist hausinn einfaldlega ekki skrúfaður á, á réttan stað. Welsh skorti gæði, sama með Vignal og í rauninni var það Sinama sem var næst því, en hefur ennþá ekki náð að þróast í virkilega góðan knattspyrnumann.

    Ég er sammála KAR í því að ég væri svo sannarlega til í að sjá Sinama hjá okkur sem varamann fremur en Voronin. Ég væri líka til í að sjá kjúllana fá fleiri tækifæri á kostnað eldri aðkeyptri manna (Darby vs. Degen – Nemeth vs. Voronin osfrv.). En pressan er mikil og oft er hreinlega öruggara að treysta á reynda landsliðsmenn þegar hver leikur skiptir miklu máli í baráttunni og því vinnst oft ekki tími til að horfa einhver ár fram í tímann. Við vitum það vel hér inni hversu þolinmóðir stuðningsmennirnir geta verið. Það er hrein vitleysa að mínu mati að tala um að leikmenn eins og Baros hafi ekki fengið nægt traust frá Rafa.

    Það er líka rétt að við höfum ekki verið að kaupa svona unga stráka jafn dýrum dómum og samkeppnisaðilar okkar. Í þau skipti sem það hefur gerst, þá hafa þeir fengið mikið af tækifærum (Babel og Lucas).

    Ég er svo algjörlega á því að ég vil sjá Derby, Kelly og Pacheco fá meiri tækfæri (myndi setja Nemeth á listann ef hann hefði ekki farið í útlán), en ég sé ekki í fljótu bragði fleiri í varaliðinu sem ættu að gera tilkall til slíks. Menn eins og Fowler, Owen og Gerrard eru unique dæmi í boltanum og svoleiðis kappar flæða ekki reglulega út úr unglingaliðunum. Ég er á því að við erum nokkurn veginn á pari við hin liðin í kringum okkur (fyrir utan Arsenal) þegar kemur að tækifærum unglinga. Ég er einnig sammála Babu með að ég væri samt ekki til í að skipta við Arsenal á stefnum og vera í þeirra sporum.

    Varðandi helgina, þá gæti ég alveg séð fyrir mér miðju frá Brasilíu. Aurelio stóð sig frábærlega þar síðast og ég reikna með að Lucas verði klár í slaginn. Vil það mun frekar en Spearing, sem ég hef litla trú á því miður.

  20. Ég reyndar er ekki á því að Darby myndi standa af sér bakvarðarstöðu gegn betri kantmönnunum og vill sjá hann fá að spila mikið í Championship deildinni með alvöru liði. Hann er enn of linur og lítt vöðvastæltur.

    Kannski er Jay Spearing annar Welsh, má vera. Fannst hann leika vel í fyrravetur en nú í haust finnst mér hann ekki hafa leikið vel. Plessis hefur ekki sannfært mig, sá hann reyndar í hafsent í varaliðsleik nýlega og leit ágætlega út.

    Svo er ég hjartanlega ósammála með Sinama, hann var klárlega ekki nógu góður að mínu mati og er ekkert að skána, annar Baros þar á ferð.

    • Ég er einnig sammála Babu með að ég væri samt ekki til í að skipta við Arsenal á stefnum og vera í þeirra sporum.

    Ég tek heilshugar undir þetta, en þarna ertu að tala um verk Magga sem sagðist ekki vilja skipta við leiklistarnemana 😉

  21. Bið Magga innilegrar afsökunar á því að hafa ætlað Babu þessi orð, ef maður spáir í því þá gætu þau ekki mögulega komið frá Babu, það var nefninlega ótrúleg viska þarna á ferðinni 🙂

    En er sammála með að Darby ætti að fara í útlán til að fá að spila reglulega og sjá hvort hann sé nægilega sterkur í þetta, en fer ekki ofan af því að hann sé ekki verri kostur en Degen, miðað við það sem ég hef séð af þeim Svissneska. En auðvitað þarf hann að fá benefit of the doubt eins og aðrir og gæti vel verið að hann sé bara góður spilari.

    En stend við það, Spearing verður ekki knattspyrnumaður í topp klassa, hann fer Welsh leiðina (vona samt svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér).

  22. Það má líka ekki gleyma því að Rafa er að undanförnu búinn að vera að ráða til sín nýja þjálfara og nýja starfsmenn til þess einmitt að virkja unglinga og varaliðsstarfið, sbr. King Kenny.

  23. þetta er ekki leikurinn til að láta ungu strakana spila burnley mun stilla upp 10-1-0 kerfi í þessum leik og ég er ekki að nenna svona stoke leik aftur og var í fyrra ég vill sterkasta liðið.Og engan Gerrard á miðjuna hann á að vera frammi var að skora 2 í gær og ég vill halda honum skorandi afram svona er það bara félagarnir minir

  24. Alveg sammála um Spearing og Ngog en gæti líka séð Benayoun/kuyt
    ofan í holunni og Stevie aftar og/ef kuyt færi ofan í holuna þá væri kjörið tækifæri fyrir El Zhar að sýn a sig og sannað að hann geti eitthvað og gert upp boro leikinn á síðustu leiktíð.

  25. Held það sé alveg ljóst að LFC myndi ekki ná miklum árangri með einhvern okkar við stjórnvölinn. Þótt liðið heiti Burnley þarf að stilla upp sterkustu og mest skapandi 11 leikmönnum sem klúbburinn býr yfir. Tek undir með Elíasi með það. Varðandi unglingana þá er mikið hægt að ræða einfaldan hlut. Eins og margir tala um hér að ofan þá hafa þessir strákar ekki verið nógu góðir til að gera tilkall, utan Insúa og Lucas. Það er mikill munur á því að komast í lið og hóp hjá Liverpool og Everton, sem t.d. voru í þvílíkum meiðslavandræðum í fyrra.

    Þessi umræða var að hluta til í gangi fyrr í sumar þar sem verið var að velta upp hverjir af þessum drengjum fengju sénsinn í vetur. Þar taldi ég að Insúa og Lucas yrðu þeir einu sem spiluðu einhverja rullu, en Ngog fengi að koma inn á öðru hvoru. Ég er enn á því og ég treysti Rafa fyllilega fyrir því að meta hverjir af unglingunum séu nógu góðir til að spila. Þetta er eilíf spurning hvort nota eigi heimalninga eða aðkeypta og ég held að framkvæmdastjóri eins og Rafa myndi aldrei hugsa það þannig að hann myndi frekar spila leikmanni eins og Voronin (keyptum af honum) frekar en heimaöldum leikmanni ef hann teldi að sá heimaaldi hefði meira fram að færa.

  26. Sælir félagar

    Fínn pistill og ennþá betri umræða. Allt sem ég hefi að segja hefir komið fram hér að ofan. Þó vil ég sérstaklega taka undir álit SSteins og fleiri á Spearing. Ég get ekki séð að hann verði annað en góður miðlungs leikamaður með mikinn baráttuvilja en hæfileikarnir (eða skortur á þeim) takmarka hann.

    Ég endurtek að þetta er mjög góð og málefnaleg umræða og er gott að fá hana í þessu landsleikjalimbói. Þó var ansi gaman að sjá SG setjann tvisvar í gær.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Með betri pistlum sem ég hef séð á þessari síðu, og ég er sammála: Benitez mætti gera meira af því að gefa yngstu leikmönnum séns, sérstaklega í heimaleikjum gegn liðum eins og Stoke, Burnley – liðum sem pakka í vörn á Anfield. Og af hverju lána Németh til að varðveita Voronin???

  28. já strákar þetta er allt gott og gilt en það sem gerir lið af meisturum í dag er peningar, peningar, peningar, peningar, peningar, góður framkvæmdastjóri og peningar. Lið eins og Liverpool þarf að geta eytt pening ekki bara í XI heldur einnig í unglingana. Svo þarf að finna talenta og ala upp. Það virðist vera vinnings formúlan í dag sama hvað menn segja eða gera. Sad but true !

    YNWA

  29. Flottar umræður hér. En mitt álit er einfallt Benitez á að hafa einhverja af þessum kjúllum á bekknum (þannig er það reyndar oftast) og henda þeim inn á þegar Liverpool og komið með nokkuð öruggt forskot þannig fá þeir tækifæri til að kynnast deildinni og um leið getur Benitez séð hvernig þeir spjara sig. Krafan er alltaf einföld Liverpool á að fara í alla leiki til að vinna þá annað er óásættanlegt. Við skulum ekki leyfa okkur að vanmeta Burnley.

  30. Menn eru þó sammála um að þetta sé spurning um einhvern skort á gæðum síðustu 10 árin og að ungu strákarnir hefðu getað fengið fleiri tækifæri í tíð Houllier og Benitez. Það er nefnilega frekar líklegt að Benitez verði þolinmóðari gagnvart uppöldu strákunum eins og Spearing, Kelly, Darby, Amoo og Eccleston útaf nýjum reglum UEFA. Spurning hvernig þeir eigi eftir að nýta þau tækifæri.

  31. Góð umræða

    En strákar og kannski sérstakelga KAR…

    hvað eru margir strákar að koma upp úr ungliðastarfi stærstu klúbba heimsins? (Ég tel Arsenal ekki með þeim)

    Einhvern tíma reyndi ég að bera saman Lucas og ungann Xabi. Munurinn er að annar spilar í einu af besta liði Evrópu, hinn spilaði í liði sem var í basli með að komast í CL.

    Mér finnst að LFC eigi ALLTAF að spila á sínu besta liði. Burnley eða ekki Burnley!

    Og Spearing er ekki tilbúinn, verður það líklega aldrei. Hef séð einhverja 25-30 leiki með honum. Í besta falli á pari með D. Murphy.

    Á laugardaginn verður miðjan Gerrard-Aurelio.

    Munið bara hvar þið heyrðuð það fyrst 🙂

  32. Verð nú bara að leggja annað orð í belg. Sigurjón: Spearing er ekki einu sinni á pari með D. Murphy í allra allra allra bestu blautustu draumum sínum og verður aldrei. Murphy átti mjög gott tímabil í fyrra með Fulham og var með topp 10 flestar stoðsendingar í deildinni. Og við munum alveg hvað hann var góður hjá Liverpool.

  33. Er fullkomlega ósammála síðustu ræðumönnum með álit ykkar á Spearing ég held að hann eigi eftir að verða fastamaður í þessu liði á næstu árum.
    SSteinn þú segir að hann vanti hæfileikana sé bara með mikla baráttu. Nægir þá ekki að nefna nöfn eins og Kuyt, Mascherano og Carragher allt leikmenn sem hafa kannski ekki þessa “hæfileika” en eru samt alltaf í byrjunaliðinu hjá Benítez.
    Þessi strákur er tilbúinn að deyja fyrir klúbbin og ég hef kannski ekki séð 20-30 leiki með honum en ég sá hann aðeins á síðasta tímabili og fannst hann virkilega efnilegur svona einhver blanda af Mascherano og Alonso með mikla baráttu og fínar sendingar.
    Held að hann verði næsti Gerrard.

  34. hvað eru margir strákar að koma upp úr ungliðastarfi stærstu klúbba heimsins? (Ég tel Arsenal ekki með þeim)

    Það má t.d. benda á lið einsog Barcelona með Xavi, Iniesta, Pique, Fabregas og Messi. Það er ekki slæmt. Kannski hjálpar það þeim eitthvað að B-lið þeirra spilar í neðri deildunum á Spáni.

  35. Enn detta inn flottir punktar.

    Held að þetta stutta komment Einars Arnar sé lykilatriði og að mínu mati ein ástæða þess að spænska landsliðið er að verða það besta í heiminum.

    Spáið í það ef varaliðið okkar fengi í vetur að spila reglulega í League One, gegn Charlton, Leeds og MK Dons. 46 leikir í alvöru deild með öllu því sem fylgir. Hvað þá ef að þeir myndu nú vinna sig upp og fara að leika við Middlesboro’, QPR og WBA eins og varaliðin spænsku eru að gera.

    Því lykilatriði í þroskaferli leikmanna er að fá að spila. Það er ástæða þess að ég gladdist að sjá Nemeth fara í lán hjá alvöru liði og vona að Darby fari í svipaðan farveg núna. Við tölum núna t.d. um Jack Hobbs. Hann var lykilmaður í sigurliði Leicester í League One í fyrra. Liverpool sendi scout á 15 – 20 leiki þeirra í fyrra og ákváðu í framhaldi af því að hann væri ekki nægilega góður til að spila fyrir aðallið LFC. Sama ákvörðun var tekin varðandi Hammill sem fór til Barnsley og Anderson sem fór til Forest.

    Ég horfi á flesta varaliðsleikina. Maður sá strax að Lucas bar af þar þegar hann spilaði þá leiki. Yfirburðamaður á vellinum. Insúa leit virkilega vel út, en líka menn eins og Steve Irwin og Gabriel Palletta. Eins og Steini bendir á hér að ofan hafa sumir hverjir svo fengið sénsa með aðalliðinu en einfaldlega ekki litið vel út, t.d. Palletta. Þá hefur Rafa einfaldlega selt þá og fengið góðan pening. Flott mál að mínu viti!

    Ef að Liverpool ætti möguleika á að stilla upp liði sem spilar okkar taktík með okkar áherslum í neðri deildunum myndi það skila miklu betri árangri en nú er að gerast varðandi leikmenn sem “meika það”. Ég veit að enska deildin er íhaldsamari en allt og vill ekki taka upp svona kerfi og ég skil það alveg, því auðvitað er sjarmi yfir Chesterfield og Yeovil! En ef maður sér t.d. þessi nöfn sem Einar Örn bendir á léku Xavi, Iniesta og Messi töluvert með B-liðunum.

    Í dag horfi ég stíft á Kelly, Ayala, Pacheco, Bruna og Della Valle í varaliðinu, finnst líka gaman að sjá Victor okkar, Amoo og Ecclestone. Þetta eru afar efnilegir menn allir saman en allsendis óvíst hver þroskinn verður. Það að lána þá til Tranmere, Wrexham eða Leicester gæti gefið vísbendingar en að leika með varaliðinu í deild undir stjórn LFC þjálfaraliðsins yrði mun sterkara.

    Smám saman held ég líka að stórliðin gætu þá hætt að kaupa allra þjóða unglinga og gera í staðinn alvöru úr því að fá upp heimamenn.

    En ég held að Rafa sé búinn að átta sig á að hann fær ekki þessa (og mína) ósk uppfyllta og hefur því lagt töluverða áherslu á leikreynslu ungu mannanna. Auk unglinga- og varaliðsleikja hafa þessi lið verið dugleg að sækja mót utan Englands og leika æfingaleiki við neðri deildarlið í sameiginlegum pásum. Auk þess er nær liðin tíð að leikmenn úr aðalliðshópnum komi nálægt varaliðsleikjum. Reynsla fyrir nýliða gæti liðið heitið.

    Ég vill líka benda á íslenskt dæmi. Besti leikmaður íslensku deildarinnar í sumar að mínu mati er Atli Guðnason. Hann er ekki risi vöxtum, en var mikið efni í 2.flokki FH. Var ekki tilbúinn að mati FH-inga þá að leika með aðalliðinu og lánaður til Fjölnis. Sá Atla þar fara á kostum og sanna fyrir sjálfum sér og öllum efasemdarmönnunum (kannski á þeim tíma mér) að hann væri fullgóður í að leika lykilhlutverk með FH.

    Við þekkjum öll þennan besta á æfingunum sem aldrei meikaði það. Að vera efnilegur og góður hefur himin og haf á milli sín!

  36. Sumir sem segja hérna að það eigi að gefa kjúklingunum séns á heimavelli gegn liðum eins og Stoke ofl….

    Ég man nú ekki betur en leikirnir gegn stoke í fyrra hafi “kostað okkur titilinn” – hvað hefðu menn sagt ef úrslitin hefðu verið þau sömu en með nokkra kjúklinga í liðinu – það hefði verið allt vitlaust!

    Að leyfa ungu og efnilegu mönnunum að spila og fá að spreyta sig hljómar rosalega vel, en er erfitt í framkvæmd ef gæðin eru e.t.v. ekki til staðar – þó ég sé sammála því að það hefði e.t.v. mátt halda Nemeth en lána/selja Voronin.

    Eins og Guðjón sagði svo vel, þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.

  37. Var ekki ástæða þess að Nemeth var lánaður til að hann fengi að spila fullt, en ekki að koma inná í 5-15 mínútur, og þá oftast í leikjum sem er vonandi lokið.

    Hann á eftir að þroskast mikið þennan vetur og vonandi koma sterkur inn á næsta tímabili.

  38. Finnst þetta mjög góð umræða og er sammála mörgu þarna, en þá aðalega Magga með muninn á spænsku unglingaliðunum og þeim ensku. Það væri að mínu mati mun meiri reynsla og betra fyrir þá að spila undir stjórn Liverpool í þessum neðri deildum eins og spænsku liðin gera, en enskir virðast ekki vilja gera.
    Þá er ég samt með eina spurningu hvort það sé ekki hægt í Englandi að stofna lið í neðstu deild sem væri rekið af Liverpool en héti einhverju öðru nafni, og Liverpool myndi svo lána leikmenn sína þangað.
    Þetta hefur verið gert hérna á Íslandi í gríð og erg og var núna fyrsta “b-liðið” KV að komast upp í aðra deild.
    Veit ekki hvort þetta megi í Englandi en finnst þetta alveg skínandi góð hugmynd og held að þessir ungu strákar yrðu ekki lengi að vinna sig upp í fyrstu deild eða eitthvað álíka.

  39. Þú mátt held ég ekki fá fleiri en 4 leikmenn að láni í Englandi. Eða hvort það var að þú mátt ekki fá fleiri en 4 frá sama liði. Það eru allskonar reglur þarna sem koma í veg fyrir að eitthvað í líkingu við það sem að þú ert að leggja til Hafsteinn. En góð hugmynd samt. !!

  40. Það má ekki vanmeta Burnley-liðið, það hefur oft komið okkur í bakið á okkur að vanmeta smærri klúbba!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!

  41. Í tíð Houllier var Liverpool með gott og náið samband við Wrexham og Crewe. Spiluðum við æfingaleiki við þá og lánuðum þeim leikmenn. Í staðinn fengum við kannski forgangskaup á leikmönnum ef við hefðum viljað, veit ekki hvort það hafi verið nýtt. En hefur þetta ekki verið hætt núna? Miðað við að Crewe var að væla yfir Liverpool nýverið og að Liverpool eru hættir að spila þessa æfingaleiki við þessi lið þá mætti halda það.

    Svo sem góður punktur að nefna spænsku deildina og varalið þeirra. Ef ég er ekki að fara með rangt mál þá er þýska deildin einnig með varalið sem spila í neðri deildum. Svo er t.d. ítalska deildin er ekki með neina varaliðsdeild og engin varalið þar sem spila leiki. Þar eru leikmenn lánaðir út alveg villt og galið, miklu meira en í enska boltanum. Mér finnst fyrirkomulagið í ensku deildinni ekkert svo slæmt. Varaliðin eru andskoti sterk hvort sem er. Ég mundi halda að það væri betra fyrir kjúklingana að spila gegn varaliði Man Utd heldur en Accrington Stanley.

  42. Ekki sammála Jóhannes. Fyrir það fyrsta, þá hafa fregnir um að Crewe hafi kvartað undan Liverpool verið hraktar og í raun ekkert sem komið hefur fram, bent til þess að Liverpool hafi verið að reyna eitthvað á bakvið tjöldin gagnvart Crewe.

    Ítalska deildin er hreinlega fucked up, þar eru leikmenn í eigu tveggja liða oft á tíðum, ekki bara lánssamninga, heldur gengur þetta á milli eins og bara hvaða hlaupakefli sem er.

    Það er ekki hægt að tala um að varalið séu svo og svo sterk eða ekki. Varaliðin eru að spila fáránlega fáa leiki á hverju tímabili og um það snýst málið. Guttarnir þurfa að fá fleiri leiki, það skiptir litlu máli styrkleiki liðanna ef þeir eru að spila einu sinni í mánuði eða eitthvað álíka.

  43. Ssteinn: Gott að fréttir varðandi Crewe hafa verið hraktar. Breytir því þó ekki að Liverpool hefur ekki spilar gegn Crewe og Wrexham síðan 2007. Í stað þeirra hafa komið leikir gegn liðum í Evrópu og í Asíu.

    Væri gaman að sjá hvað Jay Spearing er að spila marga leiki fyrir varaliðið og aðalliðið samanlagt. Ég held að þeir séu nú alls ekkert fáranlega fáir. Ekki gleyma einu, að ef Liverpool væri með varalið sem spilaði í 5. deild Englands þá gæti Spearing ekki flakkað á milli aðalliðsins og varaliðsins svo auðveldlega, nema þá í þartilgerðum gluggum (e. transfer windows). Það mundi þýða að hann gæti t.d. ekki spilað deildarbikarleiki, bikarleiki og þýðingarlausa leiki í deild eða evrópukeppni. Það er líka gríðarlega mikilvægt reynsla sem ég hugsa að hann mundi geta misst af ef varaliðið væri að spila í deildarkeppni aðalliða.

  44. Ég vil taka það fram að ég las ekki það sem á undan var gengið hér í spjallinu svo ég bið ykkur að afsaka ef ég er að endurspegla skoðun einhvern annars spjallverja hér á þessu mæta spjalli. Ég er einfaldlega svo sammála þessari grein að ég gat ekki setið á mér og farið yfir þessi 45 ummæli áður en ég varpaði af mér..

    Ég spyr? Hvenær fengum við síðast góðan leikmenn uppúr þessari Academíu okkar? Það sem meira er, hvenær kom síðast góður englendingur uppúr Akademíunni??

    Síðasti skammur var (ef mig misminnir ekki) : Steven Gerrard, Jamie
    Carragher, Michael Owen. Ákveðnir hornsteinar í Liverpool-liðinu síðustu ár.

    Aðrir: Steven Warnock, Neil Mellor og mögulega Jon Ostemobor (spilaði nokkra leiki man ég).

    Erlendir leikmenn sem komið hafa upp: Damien Plessis, Nabil El Zar, Le Tallec, Pongolle,

    Ég er þeirrar skoðunar að þegar við berum saman Liverpool við Man United þá er Rafael Benitez með áherslu á mögulega þar sem við vitum ekki hvað hefði orðið einfaldlega ekki að spila rétt úr þessu. Sir Alex hefur í mörg ár núna spilað þessum strákum í League Cup, sama hefur Arsene Wenger gert, bara á drastískari máta. Rafa hefur vissulega gefið þessum mönnum sénsa, en þá einatt í League Cup og þá ekki með nógu sterka menn sér við hlið. Sir Alex hefur hent þessum ungu strákum sínum – 1 til 2 í einu inní fullskipað United liðið. Hvað þýðir það? Það þýðir að það hvílir ekki eins mikil byrgði á öxlum þessara drengja að stíga inní lið skipað 9 byrjunarliðsmönnum sem kunna systemið eins vel og mögulegt er. Þetta verður til þess að menn eins og Macheda, Fletcher (sem er ekki toppleikmaður, en ég vil meina að hann sé mögulega Steven Warnock okkar), John O´Shea, Wes Brown, Johnny Evans, Kieran Richardson, Brassabræðurnir (amk hægri bakvörðurinn) eiga hægara um vik. Mistök eru ekki eins dýru verði keypt, útaf því að það er betri mannskapur til að þrífa þau upp, sendingamöguleikarnir eru fleir þar sem það eru menn sem kunna systemið inná vellinum til að auðvelda flæðið. Plús það að andleglegi þátturinn er sjálfsagt allt annar en þegar þú færð tækifærið ásamt 5-6 öðrum fringe leikmönnum og ungum upcoming. Þetta er það sem Benitez er að flaska á.

    Vissulega hafa ekki allir þessir leikmenn orðið eitthvað en flestir hafa þeir orðið dýrkeyptir role-players og nokkrir álitlegir byrjunarliðsmenn. Ég sé Warnock einmitt sem mögulegan leikmann sem hefði getað nýst okkur það vel að við hefðum aldrei þurft á Dossena að halda og þ.a.l getað einblínt þessu fjármagni í aðra staði.

    Menn eins og Wes Brown, John O´Shea, Darren Fletcher eru ekki bestu leikmenn í bransanum. Einn þeirra hefur reyndar snúið mér rækilega og það er Fletcher sem ég man eftir fyrir tveim til þremur tímabilum síðan sem leikmanni sem ég hló að. Núna er hann meira en brúkhæfur leikmaður sem er sífellt að taka á sig meiri ábyrgð og er farinn að minna á dýrari týpuna af Ray Parlour sem var svipaður.

    Ég er vonsvikinn yfir þessu hjá Rafa og sé ekki mikla breytingu þarna á. Daniel Ayala fékk sénsinn um daginn. Hvernig hefði verið að sleppa kaupunum á Kyrgiakos og staðnæmast og hugsa, hvenær á þessi drengur að fá tækifæri svo ég taki einhvern sem dæmi… svona dæmi er heill mýgrútur af hjá Liverpool. Við fögnum því þegar við sjáum skemmtileg tilþrif hjá Dani Pachedo, Kristian Nemeth, Damien Plessis og þar fram eftir götunum. En hvernig væri að gefa þessum mönnum sénsinn með þeim bestu og sjá hvernig þeim farnast. Ekki stilla þessum mönnum upp, klappa þeim á öxlinni og segja; “núna er þitt tækifæri – þitt eina tækifæri”

    Kv
    Oddur

  45. Ég vil taka undir það að þessi umræða er skemmtileg og ég vildi ekki commenta fyrr en ég var búinn að lesa þau sem komin eru og þakka ég góða umræðu.

    Ég var að horfa á varaliðsleik um daginn og þar minntist Jan Molby (held ég) á að þegar hann kom var varaliðið að spila milli 40-50 leiki meðan nú er liðið að spila í kringum 20 (leiðréttið mig ef mér skjöplast). Þetta getur spilað sína rullu…

    Ég er sammála mörgu sem hér hefur komið fram, t.d. með útfærsluna á Spáni; það að spila Lucasi o.fl. En ég hef nefnt það hér áður sem Unnar Oddur kemur inná, þ.e. að skella einum og einum kjúlla inní byrjunarliðið með þeim stóru sem þrífa þá (vonandi) upp mistök þeirra (dæmi: Plessis gegn Arsenal og Ayala gegn Stoke). Unnar bendir réttilega á að þetta hefur Ferguson verið að gera og hefur skilað honum þónokkrum ‘uppfyllingar-leikmönnum’ (e. squad players), nokkra sem hann nefnir. Vil bæta Nani þar við. Ég hef lítið álit á kauða og undrast þolinmæði sörsins gagnvart honum.

    En sigur verður að vinnast í dag!!!
    YNWA
    kv. Sæmund

Arthur

Burnley á morgun