Man.Utd á morgun

Það er óhætt að segja að það sé mikil tilfinningareið að fylga sínu liði í boltanum. Það er alveg með ólíkindum hversu mikil áhrif spilamennska örfárra manna af erlendu þjóðerni, í mörg þúsund kílómetra í burtu, hefur áhrif á skapið hjá manni. Svei mér þá, allt Icesave kjaftæði og mis gáfaðir stjórnmálamenn sem tjá sig í fjölmiðlum, blikna í samanburði við ástand manns andlega eftir erfiðan tapleik hjá Liverpool. Ég meira að segja hugsa að ég myndi láta mig hafa það að vera lokaður inni í herbergi í 5 tíma og þurfa að hlusta á ræðu hjá Guðfríði Lilju allan tímann, svo framarlega sem Liverpool myndi vinna. Ég gengi meira að segja talsvert lengra ef mótherjinn væri Man.Utd, eins og á morgun.

Já, það hafa ekki verið neitt sérstaklega ánægjulegir tímar undanfarið. Reyndar hefur mér fundist skrattinn oft á tíðum málaður full mikið á vegginn, mér fannst við ekki eiga slakan leik gegn Chelsea, og eins fannst mér liðið sannfærandi stóran hluta leiksins gegn Lyon. Ég er einnig á því, alveg sama hvað hver segir, að það hefði breytt ansi miklu ef réttilega hefði verið haldið á málum gegn Sunderland og við ekki fengið þessa ísköldu vatnsgusu framan í okkur strax á 4 mínútu. En það er liðin tíð og þýðir ekkert að röfla neitt yfir því. Við erum ennþá með gott lið og ég er algjörlega sannfærður um það að þessi leikur á morgun kemur á hárréttum tíma fyrir okkar menn. Auðvitað getur það komið í ljós eftir leik að hann hafi verið á kölröngum tíma, en maður reynir jú alltaf að spá í hlutina fyrirfram og veit hreinlega ekki hvað gerist. Það er nefninlega alveg hreint fáránlega heimskulega auðvelt að vera vitur eftirá, og það er sko enginn smá fjöldi af fótboltastuðningsmönnum sem eru algjörir heimsklassa snillingar í vitrun eftirá. En af hverju tel ég þetta hárréttan tíma fyrir leik sem þennan?

Er það út af því að það sé gott að mæta Man.Utd þegar þeir eru búnir að vera á góðu “rönni” og við á einu okkar versta hin síðari ár? Nei. Er það vegna þess að allir lykilmenn hjá okkur séu heilir og búnir að vera það undanfarið? Nei. Er það út af því að það ríkir svo góð eining hjá félaginu, allt frá eigendunum og niður í skúringardömurnar? Nei. Er það út af því að hlutirnir eru hreinlega að falla með okkur, hvort sem um ræðir dóma eða önnur atvik? Nei. HVAÐ ÞÁ? Jú, ef menn koma ekki band, snar, kolvitlausir og mótiveraðir til leiks á heimavelli gegn nágrönnum okkar, liðinu sem stal af okkur titlinum á síðasta tímabili, liðinu sem kemur á Anfield með Gary Neville (sonur Neville Neville, btw. hverjum er svona illa við einhvern að skíra hann þessu nafni?) og viðrininu frá Chester. Þrátt fyrir að hafa byrjað þetta tímabil illa, þá getur mönnum tekist að minnka forskotið niður í aðeins 4 stig, og það er ennþá október. Ef þetta mótiverar ekki leikmenn, þjálfarateymið og stuðningsmenn, þá veit ég ekki hvað.

Það hefur mikið verið rætt um fjarveru lykilmanna Liverpool á morgun, en sem betur fer lítur allt út fyrir að bæði Glen Johnson og Torres verði klárir í slaginn. Við unnum þetta Man.Utd lið fyrir rúmu ári síðan, án Gerrard og Torres, og við getum alveg gert það aftur núna. Í rauninni finnst mér þetta Man.Utd lið ekki vera jafn sterkt og oftast áður, þeir búa fyrst og fremst að því að hafa spilað lengi saman og vita ekki hvað skortur á sjálfstrausti er. Fótboltalega séð eru fáir leikmenn hjá þeim sem myndu draga að sér áhuga stærstu klúbba Evrópu. En út á þetta gengur einmitt fótbolti, liðsheild, ekki einstaklinga. Þannig unnum við Man.Utd í fyrra og þannig ætlum við að vinna þá núna. Ákveðni, agi og sigurvilji, það þarf allt að vera á fullu blússi á morgun.

Að vanda munu þeir sem hafa verið “tæpir” hjá Man.Utd, spila á morgun. Það er búið að vera að ræða það við mig alla vikuna af félögunum, að blóðtaka United verði líka mikil þar sem Evra, Fletcher, Giggs og Rooney séu meiddir. Ég hef svarað því til að það sé líklegt að þeir verði allir með í leiknum, í mesta lagi einn þeirra muni missa af honum, og það yrði ekki Rooney. Hann mun sem sagt hefja leik og O%#n mun sitja sem fastast á bekknum og fá yfir sig helling af full verðskulduðum svívirðingum þar. Hann var kominn á listann hjá mér yfir fyrrverandi leikmenn sem ég hefði lítið álit á, en hann gjörsamlega útilokaði aðra frá því að komast í efsta sæti á honum með því að ganga til liðs við þennan klúbb. Þessi listi inniheldur ekki marga einstaklinga, en þeir munu ekki eiga fræðilegan möguleika á að slá júdas af toppnum. Hann hefur marg sýnt það að hann er ekki með neitt hjarta þegar kemur að fótboltanum, og það er hreinlega móðgun við allt og alla að segja að hann hafi einhvern tíman haft Liverpool hjarta, honum er algjörlega nákvæmlega sama hvaða lið ól hann upp, peningar tala og siðferði ekki til í hans huga.

Rafa hefur verið gagnrýndur fyrir að taka ekki O%#n síðasta sumar, ég hefði allavega gagnrýnt kallinn mikið fyrir það. En Rafa hefur líka mikið verið gagnrýndur fyrir úrslitin undanfarið, og er hún svo sannarlega verðskulduð. Við sættum okkur að sjálfsögðu ekki við að tapa mörgum leikjum, hvað þá að tapa mörgum leikjum í röð. Það er algjörlega ljóst að hlutirnir þurfa að breytast og það fljótt, annars getur farið mjög illa. Ég er þó algjörlega á því að við eigum ekki einu sinni að hugsa um það á þessum tímapunkti að skipta um stjóra í brúnni, ekki einu sinni að spá í því. Það getur vel verið að það sé gamaldags hugsunarháttur, en ég hef ekki getað séð lið njóta góðs af því undanfarin ár að vera að breyta um mann í brúnni. Það lenda allir stjórar í lægð, það höfum við séð hjá þeim rauðvínslegna, hjá Wenger og svo hjá Mourinho. Sá síðast nefndi var einmitt rekinn þegar slíkt kom upp, og hvað gerðist hjá Chelsea þá með sinn gríðarlega sterka hóp? Jú, þeir voru í tómu tjóni í talsverðan tíma og mikið umrót í kringum liðið. Hvernig hafa hlutirnir verið hjá Real Madrid? Hvar eru Newcastle í dag? Nei, ég er á því að lausnin sé ekki að reka stjórann og byrja upp á nýtt. Liðið á síðasta tímabili sýndi það og sannaði að það getur unnið alla, og það að ná 86 stigum í deildinni þá sýnir svo ekki verður um villst að þessi vitlausa mýta að Rafa kunni ekki á ensku deildina, á ekki við rök að styðjast.

En að liðinu á morgun. Það er ekki létt verk að ráða í það hvað Rafa gerir á morgun. Ég reikna ekki með Stevie með liðinu, og Aquilani er ennþá ekki orðinn leikfær fyrir aðalliðið. Þar fyrir utan eru þeir Riera, Kyrgiakos og Dossena frá vegna meiðsla. Ég reikna sem sagt með því að Torres og Glen verði með frá byrjun. Ég var hrifinn af Carra og Agger síðast, og vona svo sannarlega að þeir haldi áfram saman í miðvörðunum, enda er Skrtel búinn að vera í tómu tjóni undanfarið, spurning um hvort hægt sé að fá vátryggingamatsmann á svæðið, því þetta tjón hlýtur að vera skaðabótaskylt. Svo er það spurningin með vinstri bakvörðinn. Fyrir leikinn gegn Lyon hefði ég sagt strax að Insúa ætti að hefja leik, en þar var hann svo fíflaður upp úr skónum að ég myndi veðja á Aurelio á morgun. Reynslan sem hann býr yfir ætti að koma honum til góða, sem og gott að hafa hann í föstum leikatriðum (munum eftir einu slíku á Old Trafford fyrr á árinu).

Kuyt verður að vanda á hægri kanti og ég ætla að tippa á að Babel byrji vinstra megin, Benayoun í holunni og Torres á toppnum. Ég væri sjálfur alveg til í að prófa að setja Kuyt í holuna fyrir aftan Torres, Kelly í hægri bakvörðinn og Glen Johnson á kantinn. En það er bara ég. Ég ætla því að spá liðinu svona á morgun, liðinu sem er að fara að leggja Man.Utd í þriðja leiknum í röð:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Aurelio

Mascherano – Lucas
Kuyt – Benayoun – Babel
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Kelly, Skrtel, Insúa, Voronin, Spearing og Ngog

Sigur, sigur og sigur, það er ekkert annað sem ég sætti mig við á morgun en sigur. Ég ÞOLI EKKI að tapa fyrir Man.Utd, bara þoli það ekki. Ég er svo ótrúlega bjartsýnn á þennan leik að ég hef nánast áhyggjur af því. Mér finnst ég sjálfur vera að undirbúa leikinn, og ég er búinn að mótivera mig svo fáránlega upp að mér finnst ég ekki geta tapað, samt er ég ekki að fara að spila? Ég er bara að fara á Players og horfa? Vonandi þó er það sama uppi á teningnum hjá leikmönnum liðsins (ekki þó að þeir séu á leið á Players) og þeir mæti svona vel stemmdir til leiks. Ég gleymi ekki fyrstu sekúndunum í leik Liverpool og Real Madrid á Anfield í fyrra, þá fengu gestirnir höggbylgju á sig eftir að dómarinn flautaði til leiks, slíkt vil ég sjá á morgun. Keep things simple og eitt svona lykilatriði, skorum MÖRK og sýnum einnig að við getum varist. Varnarleikurinn hefur verið okkar stærsta vandamál, leysum það á morgun. Málið dautt og 2-0 sigur okkar manna. Segjum bara að Yossi og Babel setji fyrir okkur. KOMA SVO, YNWA

42 Comments

  1. Fín upphitun og til þess fallin að koma manni í gírinn… maður er að verða hrikalega spenntur fyrir þessari viðureing. Ég segi það sama og þú, það þýðir ekkert annað en sigur í þessum leik, og ég er sannfærður um að við getum klárað þetta verkefni.
    Varðandi vinstri vængin hjá okkur, þá væri ég mest til í að sjá Insua og Aurelio bara báða inná. Insua í v.bak og Aurelio á kantinum. Og ef menn vilja sjá Kyut í holunni, þá vil ég bara fá Babel á hægri kantinn í staðinn. (þó ég vilji reyndar ekkert frekar sjá Kyut í þessari support stöðu) Mér hefur alltaf þótt Babel koma öflugri inn hægra megin, en vinstra megin, ef út í það er farið. Svo hef ég alltaf verið hlyntur því að sjá Aurelio leika aðeins framar á vellinum… vil sjá hann eiga nokkur eitruð skot á markið.

    En það er alveg klárt að við getum unnið þennan leik, og ég verð mættur snemma á heimavöll okkar norðanmanna til að hvetja liðið áfram og vonandi njóta leiksins…

    Áfram Liverpool !!!!

    YNWA Carl Berg

  2. Ég er alveg sammála með það að hafa babel hægra megin, hann hefur alltaf verið bestur þar, og það kemur bara ekkert úr honum annarsstaðar.

  3. Þá er Stoke búið að ná okkur að stigum. Hvernig væri að kaupa Fuller við hlið Torres?

    Salif Diao er maður sem við hefðum aldrei átt að láta fara. Javier M. kostaði 17 milljónir punda, af hverju notuðum við ekki helming þeirrar fjárhæðar til að kaupa Salif aftur?

    Við getum huggað okkur við það að við erum með betri markatölu en Stoke.

    Áfram Liverpool!

  4. Fín upphitun. Ég gæti reyndar trúað því að við sæjum Insúa áfram í bakverði og Aurelio á kantinum eins og gegn Lyon í vikunni.

    Annars leggst þessi leikur illa í mig, eðlilega. Þetta er að öllum líkindum tap en gleymum því ekki að þegar liðin mættust á Old Trafford í vor voru okkar menn nýbúnir að tapa illa gegn Middlesbrough, 2-0 á útivelli og United voru á algjöru flugi. Þá skutum við þá gjörsamlega niður og komum okkur heldur betur á beinu brautina, þannig að það er ekkert sem segir að það sama geti ekki gerst á morgun.

    Vonum það besta. En bjartsýnn er ég samt ekki.

  5. Er hún Krista að biðja um að við notum helminginn af peningunum sem Mascherano kostaði til að kaupa Salif Diao? Getur það verið að einhver sé að misskilja þessa íþrótt svo svakalega?

  6. Jóhann, Diao var nokkuð góður í þessum leik gegn Tottenham. Ef menn ætluðu að dæma leikmenn bara af nýjustu frammistöðu (sem er algengara en maður heldur) þá gæti einhver hæglega haldið að Diao væri betri en Mascherano. En við Púllarar vitum aðeins betur, er það ekki?

  7. Mér finnst nú samt Kristján Atli svolítið skrýtið hvað margir leikmenn sem Rafa losar sig við byrja að blómstra þegar þeir eru komnir eitthvað annað.
    En leikurinn á morgunn verður skemmtilegur og mín tifinning er góð fyrir þessum leik og ef hepnin verður okkar megin sem við eigum orðið inni,þá vinnst þetta og þar með snúast hkutirnir okkar m0nnum í hag í baráttunni sem er framundan.

  8. Tommi.
    Viltu endilega koma með nokkur dæmi um þessa menn.
    Einnig vill ég ekki meina að við þurfum heppni til þess að vinna Man U. Við þurfum trú á okkar eigin getu.

  9. Hefur liðin mæst í stærri leik á þessum áratug? Ég bara held ekki.

  10. Bjammi (#8) nákvæmlega. Þegar ég renni í fljótu bragði yfir Liverpool-menn sem Rafa lét fara detta mér bara Bellamy (sem stoppaði stutt) og Hyypiä í hug sem leikmenn sem eru að gera það gott sem fastamenn í toppliðum (Sami er á toppi Bundesliga með Leverkusen). Aðrir hafa annað hvort ekki náð að festa sig frekar í sessi hjá öðrum stórliðum en þeir gerðu hjá Liverpool (Crouch, Keane, Pongolle, o.s.frv.) eða hrapað eftir að yfirgefa Liverpool (Baros, Morientes, Pennant, o.s.frv.).

    Þannig að ég skil þessa ásökun Tomma ekki.

  11. það er ekki gott að spá i leikinn á morgn en maður vonar að sjálfsögðu að LIVERPOOL VINNI………

  12. Síðan auðvitað Voronin en hann var í láni svo spurning hvort það sé tekið

  13. Maður er hálfkvíðinn fyrir morgundeginum. Vonum hið besta.

    En ég skil ekki þennan kala sem menn bera til Owen og manni finnst fullhart að segja að hann hafi ekki hjarta.

    Ef maður les ævisögur Liverpool manna undanfarin ár, Fowler, Owen, Gerrard, Carragher þá má sjá að stemningin var ekki upp á marga fiska þegar Houllier var að fara og Benitez að koma. Owen hafði átt að vera sá sem reddaði liðinu í mörg herrans ár. Skvt. Carragher hittu þeir þrír Benitez í Portúgal á EM2004 og sögðu við hann að hann gerði sér væntanlega ekki grein fyrir því í hversu vondum málum klúbburinn væri.
    Maður les það í gegnum línurnar að einhver þessara þriggja hefði þurft að fara á þessu tímabili og hættan var jafnvel sú að Gerrard hefði líka farið.

    Owen fékk lítið að spila hjá Real, en Liverpool átti ekki peninginn til að fá hann tilbaka a’la Rush og því endaði hann fyrir norðan og neðan. Svo komu félagsskiptin í sumar. Sagt er að hann sé á bónustengdum launum hjá Utd. og hans mótivation er að spila á HM. Ekki vantar manninn peninginn. Því trúi ég því engan veginn að hann hafi farið til Man Utd af neinum annarlegum hvötum. Liverpool vildi hann ekki og þar af leiðandi gat hann valið um Man Utd., eða lið á borð við Stoke eða Hull.

    Hvernig í ósköpunum er hægt að álasa manni sem hefur þessa kosti, burtséð frá öllu öðru? Séns á öllum titlum í boði, frábær aðstaða og leikmannahópur og frábær möguleiki á að sýna sig fyrir HM. Eða þá sama leiðindaruglið og með Newcastle.

    Ég lái honum ekki að hafa tekið áhugaverðasta tilboðinu undir lok ferilsins. Maðurinn hélt Liverpool á semi-respectable leveli í fjölda ára og á þakkir skildar frekar en skít.

    Eða það er allavegana mín skoðun. Rafa einfaldlega tók Voronin, Babel og N’Gog framyfir Owen.

  14. Smá útúrdúr í framhaldi að þessari Owen umræðu.

    Málið er ekki bara það að Owen hafi farið yfir til united, heldur eru menn að benda á að þetta er eitthvað sem Fowler hefði aldrei gert. Þessir menn hafa verið bornir saman ótal sinnum í gegnum tíðina og á samanburður þeirra tveggja jafn vel rétt á sér í þessu tilviki. Vissulega eru svona fullyrðingar barnalegar og ætla ég ekki að þræta fyrir það en það breytir því víst ekki að Owen fór til United.

    Varðandi leikinn á morgun þá er ég ekki viss um að horfa á hann. Ég er búinn að horfa á alla þá leiki á þessu tímabili sem ég hef mögulega getað horft á, en ég er bara hreinlega of stressaður fyrir leikinn á morgun. Ég hef hingað til verið talinn til þess hóps sem kallaður hefur verið Stuðningsmannahópur Benitez, en ég er ansi hræddur um að leikurinn á morgun hafi mikil áhrif á veru mína í þessum klúbb. Liðið hefur á þessu tímabili spilað einstaklega illa(með örfáum undantekningum) og ef það breytist ekki á morgun má nánast því segja að tímabilið sé úti.

    Kv. Hinn Dramatíski.

  15. Þetta áttu ekki að vera neinar ásakanir,en ég veit að Kewell og Baros standa sig vel í Tyrklandi og Ponglole á Spáni,en sá maður sem ég sé mest eftir er Wernock sem er núna að gera það gott hjá Villa og ég vil meina að sé betri heldur en allir þrír vinstri bakkarnir sem við höfum í dag.Hann er svo ofaní kaupið enskur og uppalinn hjá Liverpool sem mér hefur fundist eina ástæðan í haust fyrir veru Carrhagers í liðinu, en það var því miður ekki nóg fyrir Wernock.

  16. Það að fara til man utd og fá eitthvað um 50.000pund á viku í kaup fyrir að hanga á bekknum er ekkert annað en peningagræðgi!
    Ef hann ætlaði að sanna sig fyrir HM þá hefði hann farið í klúbb þar sem hann fær að spila … Það að hanga á bekknum hjá Man utd og spila sama og ekkert er ekki að fara að skila honum á HM… Ef hann hefði farið til Stoke\Hull þá væri hann væntanlega fastamaður í byrjunarliði þeirra og væri eflaust að skora mörk.. allavega hef ég ekki enþá séð hann í plönum hjá Englandi og stór efast um að þeir fari að velja mann sem hefur það hlutverk að hanga á tréverkinu hjá manutd. Owen er hálviti og á ekkert skilið annað en fjandsamlegar móttökur á morgun og ég mun sjálfur búa í sófanum í hvert skipti sem hann kemur á skjáinn!
    Fyrir utan það að hann mun aldrei geta gengið um götur Liverpool á þess að vera með 4 lífverði með sér.

    en að leiknum, þá spái ég því að hann fari 3 – 2 fyrir okkar mönnum og agger, kuyt og benayoun setjann fyrir okkur í seinni eftir að manutd komast 2-0 yfir í fyrri hálfleik.

  17. Tommi.
    Ég get næstum því verið sammála þér með Warnock sökum þess að hann er enskur og uppalinn hjá liverpool, en mér finnst hann samt ekkert vera að blómstra neitt svakalega. Hinir leikmennirnir finnst mér ekkert vera að blómstra þó svo að þeir hafi ekki floppað í liðunum.
    Mér finnst bara óskiljanleg þessi umræða um að Liverpool hafi eyðilegt hina og þessa leikmenn eða þeir floppað á meðan það eru líka til nokkur dæmi um það hjá Man U ef menn nenna að rýna í listann hjá þeim og það augljósasta sem mér dettur í hug er FORLAN sem Ferguson stal á flugvellinum frá Middlesb. fyrir framan nefið á þeim. Og hann náði sér aldrei á strik með Man U og hefur gjörsamlega blómstrað hjá Atletico.
    Baros var svarthol þegar hann fékk boltann og mér fannst hann fljótur að hengja haus, Kewell var meiðslapési og vistaskipti hafa sennilega gert honum gott og og nýtt umhverfi sennilega létt aðeins á pressunni sem komin var á kauða í Liverpool þar sem stuðningsmenn voru búnir að bíða í mörg ár eftir hinum sanna Kewell.

  18. Ég reikna með að Liverpool haldi áfram sínu ömurlega gengi, því miður mínir kæru púllarar. Holninginn á liðinu er því miður bara ekki nógu góð. Það verður bara að segjast. Reyndar reikna ég með því að Liverpool eigi eftir að spila vel á morgun, það er vegna þess að Gerrard verður ekki með. Ég held því að menn muni stíga upp á morgun og eiga góðann leik en það mun ekki duga því að Utd er mun sterkara.

    kveðja úr Hveragerði.

    Hveramaðurinn.

  19. Þetta verður svakalegur leikur á morgun. Það væri hryllingur ef tímabilinu væri nánast lokið í október. Það má bara ekki gerast. Annars finnst mér þeir Lucas og Macherano ekki geta verið saman á miðjunni. Við verðum að fara að fá Aquilani sem allra fyrst. Hef trú á að Mach fari að sýna sitt rétta andlit fái hann alvöru miðjumann með sér. Því miður er Lucas ekki í þeim gæðaflokki að geta verið byrjunarliðsmaður hjá Liverpool. Ef Gerrard væri klár myndi ég vilja sjá hann á miðjunni og Benayoun í holunni. Liðið hefur svo oft komið sterkt til baka þegar það er komið upp við vegg. Trúi ekki öðru en það gerist líka núna. Áfram Liverpool!

  20. Mjög flott upphitun og kemur manni í gírinn fyrir morgundaginn.

    Ég er hins vegar sammála Daða (13) með Owen…ég skil ekki þetta blinda hatur á Manjú og lýsir frekar einhverri minnimáttarkennd. Owen er klassa leikmaður sem hefði auðvitað átt að vera hjá Liverpool allan sinn feril en hann er hálfpartinn búinn að “klúðra” með röngum ákvörðunum í félagsskiptum sem skýrist reyndar helst af meiðslasjúkdómi hans. Hann hefur horft til HM með þessari ákvörðun auk þess að hafa séð möguleika að spila með toppklúbbi í öllum keppnum síðustu árin af ferlinum. Ég er nokkuð viss um að peningar hafa ekkert með þetta að segja og ég er líka pottþéttur á því að “Liverpool” sé tattóverað á hjartað í honum.

  21. Allt hefur fallið gegn okkur s.l. vikurnar – ég held að það verði eins á morgun. Við verðum mun sterkari aðilinn en Owen setur hann á 76 min, 0-1 tap staðreynd og fleiri en Krista fara að biðja um Diao til baka.

  22. Ef allt er með felldu verður þetta þægilegur útisigur og tímabil ykkar búið í október enn eitt árið.

  23. L Böggið það er auðvellt að segja svona núna en þetta er ekki búið fyrr en sú feita er búinn að þú veist.

  24. Góður pistill og ég er eins og þú SSteinn það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina, við höfum alla þá leikmenn sem við þurfum að hafa til að geta unnið þennan leik. Ég er einn af þeim sem óskaði Owen góðs gengis með Man Utd (það gerði ég hans vegna og vegna hans ferils) en ég vona að hann getri upp á bak í dag með félögum sínum og vona bara að það gangi ekkert upp hjá honum… Held að hann fari á taugum þegara hann fær púið á sig…. En enn og aftur það verður SIGUR og ekkert annað í dag…. Áfram Liverpool…

  25. nr 22. Hvað er að þér eiginlega, ég hef aldrei vitað til að aðdáandi spái tapi , ég tel að við vinnum alla leiki, þar með talinn leikinn i dag, og ég held að við gerum það sanfærandi.

  26. Eftir þessa lesningu á commentum hérna fyrir ofan finnst mér sumir ekki vera með rétta hjartað gagnvart klúbbnum. Ég hef alltaf talið að maður standi alltaf á bak við liðið sitt, sama á hverju gengur (líkt og núna). Ef að okkur gengur illa þýðir ekki að hengja haus og spá tapi og snúa bakinu við okkar mönnum, eða það tíðkast ekki hjá mér!

    Ég spái okkar mönnum 2-1 sigri í dag með tveimur frá Kuyt, held að hann vakni.

    Hef spjallað við nokkra United menn seinustu daga og þeir eru mjög stressaðir fyrir leikinn, vitiði hver ástæðan er?? – Vegna þess að Liverpool hefur tapað seinustu 4 leikjum og ER EKKI AÐ FARA AÐ TAPA ÖÐRUM LEIK, HVAÐ ÞÁ Á HEIMAVELLI!
    Ég hef sömu tilfinningu og þessir menn og held að okkar menn komi með blóðbragðið á tönnunum inní leikinn og sýni það í verki!

    YNWAL Rafa Benitez.

  27. akkúrat, við töpum ekki það mörgum leikjum á heimavelli, og við eigum að einbeina okkur að því að styðja okkar lið enga svartsýni, við höfum ekki staðið okkur svona vel í 15 ár, verið svolítið jákvæðir, please.

  28. Hveramanninum er farið að hlakka mjög til þessa leiks. Hveramanninum dreymdi fyrir um þennan leik og hann fer 1-3 fyrir Man Utd. Það þykir Hveramanninum miður. Nei það þykir honum ekki.

    Darren Fletcher > Allir miðjumenn Liverpool.

    Kveðja úr Hveragerði,

    Hveramaðurinn.

  29. Hveramaður. Nennirðu ekki að gera heiminum greiða og halda þessum hveralyktandi og miður fyndnu athugasemdum fyrir sjálfan þig. Þú ert með þeim leiðinlegri sem villst hafa hingað inn.

  30. Sammála Nonna, alltaf leiðinlegt þegar fólk er að leyfa börnum að vafra um á netinu

  31. við erum bestir Poolarar. YOULL NEVER WALK ALONE

    EN Owen you ALWAYS WALK ALONE hér eftir!

  32. Það eru sumar IP tölur sem á að banna á netinu, þarna er ein. Mæli með að stjórnendur síðunnar geri það 😉

  33. Það skal tekið fram að Hveramaðurinn er ekki berdreyminn. 😉

  34. hei þetta er rétt hjá ( Hveramaðurinn )
    nema þetta er öfugt hann horfði í spegil ekki 1-3 heldur 3 -1

  35. The Liverpool XI in full is: Reina, Johnson, Insua, Carragher, Agger, Mascherano, Lucas, Aurelio, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Voronin, Babel, Ngog, Spearing, Degen, Skrtel.

  36. The Liverpool XI in full is: Reina, Johnson, Insua, Carragher, Agger, Mascherano, Lucas, Aurelio, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Voronin, Babel, Ngog, Spearing, Degen, Skrtel.

O%#n

Liðið gegn Man U