Það hefur mikið verið rætt og ritað um Liverpool-liðið og gengi þess síðustu þrjár vikurnar. Fjögur töp í röð, sjö stigum á eftir Manchester United og þeir mæta á Anfield í næsta leik. Ég hef séð þennan leik fyrir mér í hillingum síðustu mánuði, að vissu leyti alveg síðan við unnum þá 4-1 á Old Trafford fyrir sjö mánuðum (vá hvað tíminn flýgur) en aðallega síðan í sumar.
Hins vegar hefur staðan breyst aðeins í síðustu viku frá því sem ég gerði ráð fyrir. Þökk sé fjórum tapleikjum Liverpool í röð og ýmsum atvikum þeim tengdum (s.s. strandboltanum, meiðslum Gerrard, Torres, Rooney og fleiri) hefur umræðan ekki fókuserað á það sem ég hélt að hún myndi fókusera á í aðdraganda þessa leiks.
Í raun mætti segja að vegna krísunnar á Anfield þessa dagana hafi lykilatriði leiksins á sunnudaginn gleymst.
Michael Owen. Michael fokking Owen. Eða O%#n, ritskoðað eins og önnur fjögurra stafa blótsyrði í ensku málfari. Þið þekkið kauða, hann er sá í United-treyju sem er að fagna með Ryan Giggs á myndinni hér að ofan. Þið vitið, gaurinn sem skoraði 118 mörk í 216 leikjum fyrir Liverpool.
Allavega. Daginn sem hann skrifaði undir samning við United í sumar sá ég ekkert annað fyrir mér en þennan leik. Daginn sem O%#n þyrfti að snúa aftur á Anfield og horfa framan í 45 þúsund Púllara sem biðu í ofvæni eftir að fá tækifæri til að láta hann vita hvað þeim fyndist um þessi meintu svik hans.
Oft höfum við leikið við United, oft höfum við viljað sigra þá en það var alveg ljóst að í þetta sinn bara mætti leikurinn ekki tapast. Og því enn fremur mætti O%#n ekki skora gegn okkur.
Ég er svo sem ekki einn af þeim sem finnst O%#n hafa svikið Liverpool FC. Hann margreyndi að koma aftur, eftir mistökin sem hann gerði upphaflega í að velja Newcastle sumarið 2005 frekar en að bíða þolinmóður fram til janúar 2006 og fara þá til Liverpool. Rafa vildi hann ekki, marggerði öllum sem vildu heyra það ljóst og því voru O%#n allar dyr lokaðar hvað okkar menn varðaði. Hins vegar er klárt að hann sveik stuðningsmenn Liverpool. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Ef Robbie Fowler hefði verið í þessari stöðu, án klúbbs í sumar og þurft að velja á milli Manchester United og minna liðs hefði hann valið minna liðið. Alltaf. Það er það sem gerir menn að Púllurum.
Ekki O%#n samt. Hann bjó um sitt rúm og fær nú að liggja í því líka. Ég sé ekki eftir honum, jafnvel þótt allir United-menn sem ég þekki keppist við að reyna að segja mér hvað hann sé frábær og hvað við værum betur settir með hann í liðinu. O%#n hefur skorað tvö mörk fyrir United í vetur, annað þeirra sigurmark. David Ngog er með sömu tölfræði eftir talsvert færri mínútur það sem af er tímabili. Hann mun líka ekki meiðast neitt í vetur, sem er eitthvað sem ég get lofað ykkur að mun koma fyrir O%#n fyrr en síðar.
Þannig að þetta snýst ekki um tölfræði. Þetta snýst ekki um krísu hjá Liverpool eða titilbaráttu liðanna. Þetta snýst um tilfinningar, ríg, hatur og örlög. Það verður mikið af þremur fyrstu atriðunum á dagskrá á Anfield á sunnudag, spurningin er bara hver örlög O%#n eru. Mun hann horfa á hjálparlaus af bekknum á meðan liðið hans spilar þennan leik? Mun hann, í líklegri fjarveru Rooney, fá óvænt stærri rullu en ella í þessum leik? Mun hið ómögulega gerast, að O%#n skori sigurmarkið gegn Liverpool fyrir framan The Kop?
Ég veit ekki hvað verður. En ég get ekki beðið. Okkar menn verða að snúa taphrinunni við, verða að þröngva sér inn í toppbaráttuna aftur, verða að stöðva þetta United-lið sem stefnir á að fara fram úr okkur í titlafjölda á Englandi, en fyrst og fremst bara má það ekki gerast að Michael fokking O%#n skori fyrir Manchester United gegn Liverpool á Anfield. Slíkt yrði nær örugglega upphafið að Ragnarökum.
Niðurtalningin er hafin …
Stórkostleg grein, hittir naglann algerlega á höfuðið með það að Guð hefði gert allt annað en að fara til Scum..
vá ég þori varla að sjá leikin
Sjitt, var búinn að steingleyma grasdvergnum í öllu hinu bullinu fyrir þennan leik… Nú þarf maður að stressa sig á því helvíti líka.
Owen átti semsagt, í þeirri stöðu að núverandi þjálfari Liverpool hafði gert það ljóst oftar en einu sinni að hann vildi ekkert með hann hafa, frekar að fara í stórlið eins og Hull (sem var eitt af skárri liðunum sem leituðust eftir kröftum hans í sumar fyrir utan Man Utd) til þess að hlífa tilfinningum stuðningsmanna Liverpool?
Ég geri mér grein fyrir því að stuðningur við fótboltalið er ekki alltaf rökréttur en verðum við ekki að gefa metnaði leikmanna smá séns líka?
Jú, heyrðu. Hvað hefur hinn metnaðarfulli Owen unnið marga bikara síðan hann fór frá lfc? Lét hann metnaðinn ráða þegar hann valdi að fara til newcastle frekar en lfc?
Það er svakalegur metnaður fyrir fyrrverandi knattspyrnumann Evrópu að fara 29 ára gamall til liðs þar sem hann verður klárlega alltaf varamaður.
Ég er nú á því að Michael Owen hafi gert meira fyrir Liverpool en Liverpool fyrir Owen. Það munu slatti af liði klappa fyrir honum.
Flott grein, og varðandi metnaðinn: þá held ég að það sé ljóst að Owen er aftarlega í goggunarröðinni hjá Fergie, hvað varðar liðsuppstillingar. Ég hef varið Owen og ég var eflaust titlaður Owen-maður, þrátt fyrir að hann hafi farið til Real og svo til Newcastle. Ég vonaðist hálfpartinn eftir því að hann kæmi einhvern tíma “heim”. En það er einmitt munurinn á honum og Fowler, … Fowler hefði aldrei gert aðdáendum þetta. Og þetta er ekki spurning um metnað finnst mér hjá Owen. Eins og bent hefur verið á: metnaður felst ekki í því að spila vasabilljard á bekknum hjá stórliði. Við höfum nú heyrt af mörgum knattspyrnumönnum sem hafa skipt um vettvang til þess að fá tækifæri að spila meira og koma sér mögulega í landsliðshóp.
Hefði Owen t.d. valið Hull hefði hann eflaust spilað mun stærri rullu og spilað meira. Annað eins hefur nú gerst að landsliðsmenn eru valdir úr “minni” liðum. Held að það hefði orðið erfiðara að horfa framhjá Owen með kannski 25 mörk yfir sísonið hjá Hull, eða eitthvað um tíu hjá Manure.
Hins vegar get ég skilið alveg Owen. Að velja “stórlið” og eiga möguleika á titlum. En metnaðurinn hans felst þá í því að vinna til þessara titla með því að leika vasabilljardinn á bekknum að mestu í vetur. Eða sjáið þið fyrir ykkur að Owen verði spilandi meira en 30 mínútur að meðaltali í leikjum Manure í vetur?
Fyrir mér yrði sætasta hefndin sigur á Manure, þar sem Owen fær þær móttökur sem hann á skilið.
Owen er nú bara þannig leikmaður að hann þarf góða menn í kringum sig til að skora mörk. Held að hann myndi aldrei skora fleiri en 10-15 mörk á tímabili með Hull eða öðru álíka liði. Getur örugglega skorað þessi 10-15 mörk í helmingi færri leikjum með Utd.
Ekki undir neinum kringumstæðum ætti Liverpool maður að fara í Manure búning. Vona að Owen fái slæmar móttökur. Hann má alveg skora fyrir mér, en ég tippa á 3-1 sigur okkar manna.
Reynir Leóss furðaði sig á því í spjallinu eftir meistaradeildina að Benitez hafi ekki fengið Owen því ,,sagan segði að Gerrard og Torres væru mikið meiddir” …. hann er greinilega vel að sér í meiðslasögu Owen 🙂
Ég vissi ekki hvort ég átti að leggjast í gólfið og grenja hástöfum eða fara út á svalir og öskra þegar O%#n gekk til liðs við Scums.
Í mínum huga sveik O%#n Liverpool þegar hann fór til Madrid. En það hefði aldrei…. aldrei hvarflað að mér að hann myndi leggjast svona lágt. Arfleifð hans á Anfield er dauð. Svona nokkuð gera menn bara ekki no matter fxxxing what.
Það er eins gott fyrir O%#n að sleppa því að snerta Liverpool merkið yfir útganginum þegar hann gengur út á völlinn. Ef hann gerir það og það næst á mynd þá er það bókstaflega eins og að snúa hnífnum í sárinu fyrir stuðningsmenn Liverpool.
hvernig er hægt að halda því framm að Owen hafi ekki svikið liverpool, hann kvaddi liverpool liðið með þeim orðum að hann þyrti að fara eitthvert annað til að vinna alvöru titla, og svo var klúsa á samningum hans hjá real, að ef hann vildi fara til liverpool aftur, þá myndi liverpool kaupa hann aftur á sömu upphæð, Liverpool gat ekki neitað því, og ekki Real Heldur
Hver er þessi Owen?
Owen hver?
fyrir mér er þessi gaur sama og dauður… og hann mun ALDREI geta gengið um götur Liverpool aftur svo mikið er víst! Eigendur klúbbsins ganga um með lífverði núna .. held að hann ætti að taka þá til fyrirmyndar…
http://www.youtube.com/watch?v=A-fCY4jUN_s&feature=related
Owen hélt lífi í Liverpool nokkur síson í röð með einstaklingsframtaki svipað Gerrard og Torres eru að gera í dag. Held að það sé ágætt að gleyma því ekki. Einnig voru nokkrir hér á síðunni sem vildu ólmir fá Heinze frá Utd.
Það sem Owen var fyrir liverpool, eins og sést í þessu videoi sem Einar Ó setti inn, algjör matchwinner. Það var Fowler líka. Í dag er staðreyndin bara sú að við höfum bara 2 matchwinner leikmenn, Gerrard og Torres, á meðan Man Utd er með miklu fleiri, Rooney, Giggs, Scholes, Owen o.fl. allir þessir leikmenn geta gert hluti uppá eigin spýtur og klárað leiki. Þetta er það sem Liverpool vantar. Ef að liðið ætlar sér að halda áfram að vera stórlið þarf það að fá fleiri heimsklassa leikmenn.
Hreint ótrúleg skrif hér. Við skulum ekki gleyma að Owen vildi koma til Liverpool í sumar. Lykilmenn börðust fyrir því, og sögðu meira segja í viðtölum að þeir vildu Owen til LFC. Einn maður vildi hann ekki, hann gat fengið hann, en vildi hann ekki.
Hvað átti Owen þá að gera? Fara í fallbaráttu? Eða berjast um enska titilinn?
Fyrir fótboltamann sem vill vera meðal þeirra bestu er svarið einfalt.
Ekki var ég hrifinn af þeirri ákvörðun hjá honum að fara til Man U en skil hana mjög vel. Liverpool vildi hann ekki, og þá valdi hann næst besta kostinn. Ég hefði gert það sama.
Já, það eru hreint ótrúleg skrif hérna, sbr. #7 og #20.
Ferguson bauð Owen að koma til M U eingöngu til að æsa Liv aðdáendur og mynda meiri mórall,,,,, það er bara þannig
Hvaða Owen rugl er þetta, höfum áhyggjur af okkar liði enda ástæða til er það ekki. Það hefði verið góður bisness að taka reynslumann fyrir ekkert í Owen í sumar og guð veit hann er betri en N gog mun nokkurntíman verða en Benitez vildi hann ekki og þar við situr.
Hef þvi meiri áhuga að heyra frá fróðum mönnum hér hvort Gerrard er leikfær, hvað með Torres og svo skilst mér að Johnson sé klár.´
Höfum ekki átt besta liðið lengi en eigum bestu stuðningsmennina og eg vona að við sönnum það a morgun með þvi að sýna Owen þá virðingu sem hann a skilið enda skilaði hann góðu verki fyrir okkur.
Ég veit ekki af hverju en í sannleika sagt er ég ekki alveg ennþá búinn að átta mig á því að Owen sé í ManUtd, þ.e.a.s. er ekki með alvöru hatur gegn honum eins og öðrum leikmenn þessara liðs.
Vona bara að hann skori ekki sigurmark á morgun og láti vita í hvaða liði hann er, þá eiga allir liverpool stuðningsmenn eftir að hata hann, without a doubt.
Owen kom ekki til Liverpool því þar er við stjórvöldin einhver spánverji með kleinuhringa skegg sem veit ekkert hvað hann er að gera. Owen gerði flott hluti fyrir Liverpool og á skilið virðingu fyrir það.
Liverpool tapar á morgun og Rafa rekin það er mín ósk sem stuðningsmaður LFC.
Bara svona til að hamra á einu Einar Ó, menn geta hreinlega ekki titlað sig sem stuðningsmenn ef menn óska liðinu sínu tapi, allavega ekki í mínum huga og ég veit að það eru fleiri á því.
Sammála SSteinn. Fáránlegt komment og lýsir furðulegum þankagangi takmarkaðs hóps Liverpool “áhangenda” í garð liðsins og Rafa.
13Jón H. Eiríksson
þann 24.10.2009 kl. 10:50
Það er eins gott fyrir O%#n að sleppa því að snerta Liverpool merkið yfir útganginum þegar hann gengur út á völlinn. Ef hann gerir það og það næst á mynd þá er það bókstaflega eins og að snúa hnífnum í sárinu fyrir stuðningsmenn Liverpool.
Ég efast um að hann nái svo hátt stubburinn atarna 😉
Kæru Púlarar. Það lýsir ykkur ágætlega að þið hatið manninn fyrir að fara í United þegar þið vilduð hann ekki, þegar hann hafði enga aðra alvöru valkosti. Eftir allt sem hann gerði fyrir liðið.
Ég get sagt ykkur það að flestir United menn voru ekki fúlír út í Carlos Tevez fyrir að fara í City, flestir voru fúlir því hann talaði illa um Alex Ferguson. Margir á Old Trafford klöppuðu fyrir honum, margir púuðu. Við skulum sjá hvort einhver muni klappa fyrir Owen.
Fyrir ykkur sem kallið Manchester United, “manure”. Þá skulið þið kynna ykkur hvaðan það nafn kom. Ég hef ekki séð United stuðningsmenn gera grín af Hillsborough eða Haysel, ekki á Íslandi.
Fótbolti snýst um tilfinningar fyrst og fremst og þessi maður hefur snúið svo gjörsamlega upp á þær hjá okkur Poolurum síðustu árin og brennt hverja eina og einustu brú að baki sér. Ef þú skilur ekki málið, þá bara verður svo að vera, vertu þá bara ánægður með að hafa hann, og ekki reyna að bera þetta saman við Tevez málið, þú hlýtur bara að vera það skynsamur að vita að þetta eru svo ólík mál að það hálfa væri c.a. helmingi meira en nóg.
Varðandi manure, þá hef ég alltaf talið að það væri orð yfir mykju, félagar mínir úti í Liverpool hafa talað um að þetta sé orð yfir algjöra mykju og ég hef aldrei nokkurn tíman heyrt þetta manure orð í tengslum við annað, hvað þá að það sé tengt við eitthvað jafn hræðilegt eins og slysin sem þú telur upp. Þú kannski fræðir okkur um þetta, því ekki virðast þeir sem nota orðið vera að nota það nema vegna þess hvað það þýðir. Að gera grín að Hillsborough eða Heysel vísvitandi væri afar dapurt, sama myndi gilda um Munich slysið, en að nota orð sem líkist nafni félags þíns og þýðir í raun mykja, það finnst mér svolítið annað. Velti fyrir mér tilganginum með þessu innleggi.
Annar United maður hér, verð bara að taka undir það sem SSteinn segir, þetta er ekkert tengt München. Ég tek þetta ekkert sérlega nærri mér, enda vitað mál að lífrænn áburður gefur bestu titlauppskeruna. Hins vegar sakna ég svolítið ‘ManUSA’, ekkert séð það nýlega, er einhver ástæða?
En með Mikka litla Owen, þá spyr ég ‘I am just Dimitar’ hvort hann sé búinn að glayma raðsvikaranum Paul Ince?
Væri fróðlegt að heyra I am just Dimitar segja í fullri alvöru hvað honum hefði fundist um Tevez ef hann hefði farið yfir í Liverpool…
Hvernig geta menn verið að líkja þessu við ef Tevez HEFÐI farið í Liverpool. Tevez er 1 ár hjá scum þar sem hann spilar ekki marga leiki í byrjunarliðinu en Owen er fæddur í liverpool og fer upp í gegnum alla yngri flokkana hjá Liverpool. Þetta er bara svo langt frá því að vera sama málið.
sælir piltar, nettur hnútur í maganum, eitthvað sem maður ætti að vera farinn að venjast verandi Liverpool maður, en veit einhver hvort hægt sé að horfa á leikinn á bar á Dalvík?
Persónulega þá var ég ekki að líkja þessum Owen svikum við möguleg Tevez svik. Man ekki betur en að Tevez hafi verið tvö síson hjá Manure en það er aukaatriði. Tilfinningarnar eru það sem skipta máli og það sem SSteinn kemur inn á. Þetta hefði farið fyrir brjóstið á mörgum Manure aðdáendunum.
En það er jú hnútur … og hann losnar þegar leikurinn byrjar. Þetta verður bara svakalega gaman! Áfram Liverpool!