Liverpool – Man City 2-2

Það þarf lítið að fara yfir það hvað þessi hádegisleikur gegn stóra liðinu í Manchester var mikilvægur fyrir okkar menn, okkur vantaði þrjú stig bæði móralskt og ennfrekar til að laga stigatöfluna. Megnið af þeim sem verið hafa verið meiddir voru sendir til töfralæknis í Serbíu sem er fjarskyldur ættingi Sjóðríks Seiðkarls og komu þeir allir heilir tilbaka. Aðeins Torres og Johnsons voru frá ásamt Kelly og Degen sem er i banni.

Því gat Benitez stillt upp nokkuð sterku liði og ágætum bekk:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Ngog

BEKKUR: Cavalieri, Kyrgiakos, Aurelio, Aquilani, El Zhar, Riera, Benayoun.

Þarna skiptir mestu að Gerrard var kominn á sinn stað og hann lét nokkuð að sér kveða á upphafsmínútunni og var að ógna marki City með Babel sem sitt sidekick. Á 4.mín fengu okkar menn aukaspyrnu sem Gerrard skellti fyrir markið, hún fór á einhvern inn í teignum og þaðan beint á Skrtel sem var í dauðafæri og náði góðum skalla að markinu sem Shay Given varði meistaralega. Auðvitað var það ekki nógu svekkjandi því Daniel Agger náði að vankast eitthvað eftir samstuð við Kolo Toure. Daninn lá óvígur og blóðugur eftir og var að lokum borin af velli. Hann fór því útaf og gríski vinur minn Guðmávitahvaðopolus kom inná.
a

Þannig að eftir 4. mín var liðið svona:

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Ngog

Smá óöryggi kom á liðið við þetta en lítið markvert gerðist fram að 13.mín en þá virtust Gerrard og Babel lenda saman er sá hollenski var að búa sig undir að skjóta og lágu báðir eftir. Þetta var þó ekki alveg svona þar sem mér sýndist Babel bara fá á sig tveggjafóta tæklingu og sá er hana framkvæmdi fór líka í Gerrard. Það var þó ekkert að fyrirliðanum en Babel þurfti líka að fara af velli stuttu seinna vegna þessara meiðsla…

svo að eftir rúmlega korter var liðið orðið svona.

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Ngog

Svo er röflað yfir að Benitez skipti aldrei inná fyrr en á 70.mín !

Þessi meiðsli eru mann samt lifandi að drepa.

Þessar tvær skiptingar riðluðu leiknum alveg og var það sem eftir lifði leiks frekar ósannfærandi hjá báðum liðum. Gerrard átti fínt færi á 27.mín er hann skaut í varnamann fékk hann aftur í ágætri stöðu en smellti boltanum yfir markið. Kuyt skaut síðan í Wayne Bridge og framhjá í ágætu færi. Undir lok hálfleiksins og raunar allann hálfleikinn tók Mascherano nokkar ansi slappar sendingar ásamt því að hann tók eitt af sínum trademark skotum sem fór beint á Given sem greip auðvitað boltann. Engu að síður klárlega framför hjá honum að hitta markið enda hefur það ekki gerst áður í vetur. Svona u.þ.b. sem ég var að verða búinn að blóta Mascherano nóg slysaðist hann á fína sendingu innfyrir á N´gog sem var frekar óákveðinn í sínum aðgerðum og City bægði hættunni frá.
0-0 í hálfleik sem var 6.mínútum lengri en vanalega vegna meiðsla Babel og Agger. (Baggi?)
Skrtel
Seinni hálfleikur byrjaði alveg ágætlega, City fékk reyndar ágætt færi í byrjun sem þeir klúðruðu klaufalega en hinumegin fengum við aukaspyrnu sem Steven Gerrard smellti innfyrir á markteiginn, þar var Martin Skrtel af ÖLLUM mönnum og afgreiddi blöðruna í netið. Flott fyrir Skrtel að ná loksins að pota inn einu marki og var hann alveg himinlifandi með það. En þessi gleði Skrtel varði ekki lengi, eftir markið fóru okkar menn aftar á völlinn og City aðeins að reyna að sækja. Á 60.mín var Bellamy duglegur við endamörkin og náði að koma hættulausum bolta fyrir sem Skrtel tók enga sénsa með og skallaði í horn. Sem er fáránlegt þar sem horn sem Liverpool fær á sig er hættulegra en víti. Það fór svo auðvitað svo að í horninu sleppti Skrtel bara alveg að dekka Adebayor, stærsta mann City, sem skallaði boltann í jörðina og upp í markhornið, vægast sagt hrikalega pirrandi 1-1.
ade
Carlos Tevez kom inná í liði City sem ólíkt okkur hefur tugmilljón punda framherja á lager, Tevez hleypti miklu lífi í lið City og það var auðvitað hann sem var arkitektinn að öðru marki City, hann vann boltann af Skrtel og kom honum á Saun (Ian) Wright-Phillips, hann fór framhjá Guðmávitahvaðopolus eins og hann væri ekki þarna og kom boltanum á Steven Ireland sem var einn á auðum sjó þó af honum lyktaði sterk rangstöðulykt. Líklega var hann þó samsíða boltanum þegar sendingin kom og staðan því orðin 1-2, hreint út sagt ótrúlegt, enn eina ferðina.

Okkar menn náðu þó örlítið að bjarga andlitinu í næstu sókn strax á eftir þegar N´Gog kom boltanum fyrir markið á Benayon sem jafnaði leikinn í 2-2 á 77.mín. Eftir þetta var leikurinn bara rugl, bæði lið sóttu mikið og pressuðu og hefði þetta hæglega getað dottið báðu megin. Annað markvert í restina var að Kyrgiakos meiddist á fímm mínútna fresti í lokin og hinn varamaðurinn tók þetta skerfinu lengra og fór útaf aftur og inn kom Aurelio.

Í lokin áttum við svo nokkur horn og aukaspyrnur og með réttu hefði Lucas átt að klára þennan leik á lokasekúndunum en hann auðvitað bara getur ekki skorað og klúðraði því færinu.

Hroðalega svekkjandi úrslit 2-2 staðreynd og þetta tímabil er bara ekki hægt.

Það er auðvitað ekki einleikið hvað þetta lið okkar er brothætt og það er ansi erfitt að spila leik eftir leik á tæpu liði og vitandi að það meiðist alltaf einhver nýr í hverjum leik. Það var agalegt að missa Agger útaf, sérstaklega þar sem þetta voru ekki einu sinni bakmeiðsl eins og hafa verið að hrjá hann. Eins var Babel frískur í upphafi leiks. Það er allt of mikið rót alltaf á liðinu, sérstaklega í vörninni og það er alls ekki að hjálpa okkur að ná einhverjum vott af stöðuleika.

Hvað leikmenn varðar þá var Reina fínn í dag, var að koma mikið út í teiginn og hirða lausa bolta enda tellja varnarmenn okkar það ekki vera sitt hlutverk. Carragher er bara alls enginn helvítis bakvörður og alveg vonlaus sóknarlega, hann gerði þó allvega sitt í dag en við þurfum hann í miðverðinum, alls ekki bakverði. Skrtel átti misjafnan leik, var sterkur mestan part leiksins og skoraði meira að segja, en á móti þá er hann ekki góður að koma með boltann út úr vörninni og hann var ekki að gera góða hluti í þessum mörkum City. Guðmávitahvaðopolus var heldur ekki neitt að heilla mig og vona ég að hans leikir verði sem allra fæstir í deild og meistaradeild. Insua var síðan mjög sterkur varnarlega og var með SWP í vasanum mest allann leikinn. Á miðjunni var Lucas sterkur og Mascherano líka þó hann skili boltanum hrikalega frá sér oftast nær. Gerrard var fínn í fyrri en greinilega alveg bensínlaus í seinni. Hann átti tvær frábærar aukaspyrnunr og önnur þeirra skilaði marki og hin skapaði mikinn usla í teignum. Á vinstri kanti var Babel frískur þegar hann var inná og Benayoun ágætur þó hann sé greinilega ekki heill ennþá. Hægra megin var Kuyt að spila svipað og undanfarið, þ.e. gat svo gott sem ekki neitt. Ég er virkilega farinn að vona að fréttir um kaup á nýjum hægri kantmanni í janúar séu réttar, hann þarf í það minnsta samkeppni um stöðuna.
Frammi átti N´Gog síðan ágæta spretti og átti m.a. stoðsendingu. Hann virkaði stundum svolítið einn þarna frammi enda Kuyt ekki mikið að hjálpa og Gerrard og Benayoun ekki á fullum hraða þegar leið á leikinn. N´Gog er samt engin Torres og það var augljóslega það sem okkur vantaði í dag. Eins voru bara of margir að spila aftarlega á vellinum (lesist Carra, Skrtel, Kyrgiakos, Mascherno) sem eru ekki góðir að skila frá sér boltanum og því enn verra að missa Agger útaf.

Maður leiksins: Það á þetta eiginlega engin skilið, mörkin sem Liverpool fékk á sig gera það að verkum að Skrtel fær þetta ekki, eins hvarf Gerrard alveg í lokin og Benayoun hvarf þó hann hafi verið líflegur um tíma, líklega set ég þetta bara á hann Lucas sem var fínn í þessum leik, fínn ekki frábær. Í öðru sæti væri síðan Insúa sem var ágætur í dag.

108 Comments

  1. Vonlausir!!! Ítreka það enn og aftur, eigum einungis 1 hreinræktana sóknarmann sem getur eitthvað, Torres!!!!!!!!!!

    Nennir maður að horfa á baráttu um 4. sætið??? Maður spyr sig…

  2. en áður en þið byrjið að hrauna yfir okkar menn þá eru mikil batamerki á leik liðsins, óheppir að ná ekki að sigra…

  3. Skrtel hefði verið minn maður leiksins ef hann hefði ekki klúðrað dekkningunni svona hræðilega á Adebayor í jöfnunarmarkinu. Ég segi það enn og aftur að Lucas er sóknarheftur, hann gæti ekki skorað þótt hann stæði einn á línunni með boltann og enginn nálægt honum. Erfiður leikur fyrir okkar menn, misstum Babel og Agger útaf snemma, De Jong átti að fá spjald fyrir þessa glórulausu tæklingu á Babel að mínu mati. N’gog er bara ekki nógu góður fyrir Liverpool og Insua átti svo sem ágætan dag en var alltof slakur sóknarlega. Kyrgiagos og Masch bestu menn vallarins að mínu mati, svo auðvitað frábært að fá Gerrard aftur inn.

  4. Erum við ekki með 1 sigur í 10 leikjum í öllum keppnum ? Segir það ekki það sem segja þarf, ekki hægt að tala um óheppni endalaust þó vissulega heppnin hafi ekki verið beinlínis á okkar bandi í nokkrum af þessum leikjum og í sumum þessara leikja höfum við bara hreinlega verið drullulélegir í bland við undarlegar liðsuppstillingar og innáskiptingar hjá þjálfara vor herra Benitez.

  5. svona án grins eg bara mann ekki eftir ad hafa sed sigurleik eg er ad reyna muna thad en eg bara mann ekki hvada lid vid unnum sidast.Liverpool lidid er adaendum sinum til skammar thad eru ekkert nema medalmenn i thessu lidi lucas carragher kyriagos kuyt babel ngog voronin og allt thetta drasl eru ekki verdaugir ad klædast thessari treyju.Eg bara veit ekki akkuru eg var ad nenna ad vakna fyrir thennan medalbolta og til hvers i andskotanum vorum vid ad kaupa agualini bara svo hann getur sitid a rassinum UTSALA I JAN OG BURT MED BENITFZ

  6. 4

    Skrtel var ekki nálægt því að vera maður leiksins, þótt hann hafi skorað mark þá var hann hræðilegur í þessum leik.

  7. Við vorum betri aðilin í leiknum, alveg þangað til við skoruðum markið og þá fórum við að leyfa Man.City að vera með boltann. Þetta gerðist líka á móti Lyon og líka á móti Birmingham. Fyrir þetta gagnrýni ég Benitez. Ekki hvað hann hafur verslað eða hvort hann sé að fagna eða brosa í viðtölum. Við verðum að fara að klára þessa leiki sem við komumst yfir.

  8. Það er bara allt í mínus hjá okkur. Mér finnst vera öld síðan við unnum leik. Þetta er hrein og tær hörmung.

    Vörnin hjá okkur er orðin aðalvandamálið. Það rignir á okkur mörkum. Við höfum fengið á okkur 20 mörk í 13 leikjum í deildinni, tveimur minna en Wolves. Varnarmennirnir eru úti á túni alla leiki. Maður verður skíthræddur í hvert einsta sinn sem andstæðingarnir komast inn á okkar vallarhelming. Það þarf að hreinsa út alla miðverðina og fá nýja í staðinn. Kaupa Gary Cahill og Mathew upson strax í janúar, þó það kosti hellings pening. Það verður að endurstilla vörnina upp á nýtt.

    Góð minn almáttugur hvað þetta var léleg dekning hjá Skrtel í fyrra marki City. Lélegasta dekning ársins.

  9. Sammála Stóra. Við hættum eftir að skora. Var Lucas ekki maður brasilísku deildarinnar einhvern tíma? Var það utandeildin þá?

  10. aaaahhhh. Ætla að reyna að vera ekki neikvæður, sannjörn urslit að mínu mati og ljóst að liðið hefur ekket sjálfstraust þessa dagana sem sást best á því hvernig við lögðumst til baka eftir að komast yfir á heimavelli.

    Tvennt get ég þó ekki annað en minnst á, fyrst hvað er Benítes að meina með því að skipta Benayoun út þegar jafnt er og skammt til leiksloka fyrir Aurelio, hvor er líklegri til að skapa eitthvað óvænt sem tryggt gæti 3 stig!!!!.

    Svo hitt, Aguilani er sagður leikfær og búin að vera það í mánuð, hvenær á maðurinn að fá séns. Það er ekki að ganga upp að hafa Masherano og Lucas saman á miðjunni, setjið Aguilani inn. Ef hann er ekki tilbúin þá Gerrard á miðjuna og Benayoun í holuna, ekki berja bara höfðinu endalaust i sama steininn og halda áfram með formúlu sem er ekki að ganga upp. 2+2 verða aldrei 5 sama hversu oft menn reyna að reikna dæmið.

    Benítez verður að sýna að hann geti brugðist við vandamálum ekki bara haldið áfram alltaf nákvæmlega eins þegar dæmið gengur ekki upp.

    Er ekki að gera lítið úr því að við höfum verið óheppnir á þessu tímabili en er heldur ekki tilbúin að gera lítið úr því að Benítez er aftur og aftur að gera mistök að mínu áliti, eins og td þessi endalausa uppstilling á Lucas og Masherano saman á miðjunni og svo innáskiptinginn a yossi og Aurelio.

  11. Allavega er einhverstaðar krabbamein í liðinu og það fer að greinast illkynja . HJÁLP !!!!!!!!!!

  12. Mér sýndist nú bekkurinn hjá City gera gæfumuninn…ekki slæmt að hafa eitt stykki Tevez að henda inná í seinni hálfleik…hann gjörbreytti leik sinna manna, hélt boltanum vel og bjó til eitt stykki mark. Var einhver striker á bekknum hjá Liv? Kemst Vornin ekki á bekkinn eða er hann meiddur? Á bekknum hjá Liv voru 5 leikmenn að stíga upp úr meiðslum, 3 eftir legköku aðgerð, einn eftir endalaus öklameiðsli og einn eftir erfið hnémeiðsli…sem sagt erfitt ástand.

  13. Ég er ekki sammála því að Skrtel hafi verið lélegur í leiknum. Í fyrri hálfleik var hann að peppa menn upp, fór grimmur í alla bolta, bar boltann upp og sýndi mikil batamerki. Það bara greinilega EKKI HÆGT að gera sumum aðdáendum Liverpool liðsins til geðs. Liðið hefur ekki unnið leik í mjög langan tíma, sjálfstraustið búið að vera í molum en í þessum leik mátti sjá mikil batamerki í leik liðsins. Þetta var jú Man City sem eru sagðir vera með eitt besta liðið í deildinni. Og fyrir ykkur sem hatið Benitez og segið hann aldrei sýna viðbrögð, þá var hann syngjandi með laginu okkar fyrir leik og hann hrósaði Benayoun þvílíkt fyrir frammistöðu hans í leiknum þegar hann fór útaf sem sást alveg greinilega.
    Reynið nú aðeins að slaka á neikvæðninni, í guðanna bænum. Maður verður bara þunglyndur á að lesa ummæli frá mörgum besservissum hér.

  14. Það borgar sig ekki að ergja sig yfir meðalmennsku, jafnvel þótt liðið standi manni nær. Liðið er bara ekki betra en þetta og það gengur ekki til lengdar að lifa á fornri frægð. Kem aftur þegar liðið verður aftur fyrir ofan meðallag. Hugsanlega eftir eitt ár eða svo.

  15. Ætla að klára mig áður en ég fer að ryksuga.

    Liðið lék vel í 55 mínútur en illa í 25 mínútur. Það þrátt fyrir mikil áföll í upphafi, allir sem hafa spilað fótbolta vita hversu erfitt er að finna rythmann þegar tveir leikmenn úr byrjunarliðinu fara útaf meiddir. Enn einn ganginn þarf Aquilani að horfa á leik vegna meiðslaáfalla!

    Gegn liði eins og City má ekki slökkva mikið á. Okkar ágæti markaskorari Skrtel átti að gera mun betur í báðum mörkunum og mér fannst Reina eiga að geta betur í því fyrra.

    En ég ætla að vera ósammála því sem ég sé hér að ofan með Lucas og Kyrgiakos. Ef að Lucas er heftur sóknarlega þá er Masch karlinn hvað? Vandi þeirra er að þeir eru of líkir leikmenn og við þurfum Aquilani inn með öðrum hvorum þeirra til að liðið fari að stjórna leik OG skapa mikið sóknarlega. Auðvitað átti Lucas að gera betur í skallafærinu í uppbótartíma en fram að því fannst mér hann gera meira fyrir liðið, sóknar- og varnarlega en Mascherano.

    Sotiris Kyrgiakos sá ég ekki gera feil í þessum leik. Væri gaman ef einhver benti mér á þann feil. Skallaði ALLT frá sem kom að vörninni okkar og skilaði boltanum undantekningalaust vel frá sér. Auðvitað er hann í vanda gegn mönnum eins og Tevez og Bellamy. Nákvæmlega sama vanda og meistari Hyypia hefði verið, á erfitt með að ráða við hraða leikmenn. Sá hann eiga stórleik gegn Úkraínu í miðri viku og vill hann í liðið, ALLTAF frekar en Skrtel þessa dagana!

    N’Gog er auðvitað ekki tilbúinn, en þar er að mínu viti mikið efni á ferð sem spilaði rullu í báðum mörkum okkar, fyrst brotið á honum og síðan var skotinu hans “deflectað” að Yossi. Hann hefur þar með átt stóran þátt í síðustu fjórum mörkum okkar sem er bara flott!

    Vonbrigði dagsins, auk Skrtel, var Dirk Kuyt. Ég var ekki að fíla hann lengi vel en hann hafði unnið mig á sitt band. Hins vegar hefur hann að mínu mati átt hvern slaka leikinn á fætur öðrum að undanförnu, svei mér ef ég vill ekki bara fara að sjá karlinn hvíldan!!

    Ég gagnrýndi Benitez mikið í leiknum að setja ekki Aquilani inná, en þegar ég sá að Benayoun fór útaf þreyttur og Rafa kyssti hann á kinnina verð ég að viðurkenna það að sennilega tók Rafa séns á Yossi sem svo virkaði.

    Það er alls ekki alslæmt að gera jafntefli heima gegn City þegar svo mikið hefur gengið á og meiðsli riðla uppleggi liðsins. Það að Given varði í upphafi og Lucas klikkaði lykillinn í því að við unnum ekki.

    En við lékum mun betur en áður í vetur og nú treysti ég því að Alberto Aquilani hefji leik í Ungverjalandi og hvíli annað hvort Lucas eða Masch.

    Rússibaninn heldur áfram…

  16. nr 16.

    Alls ekki sammála þér. Enginn batamerki á liðinu. Sama gelda miðjan og taugaveiklaða vörnin, sömu vandamál i föstum leikatriðum. Sama skrýtna uppstillingin. Sömu furðulegu innáskiptingar á lykilmómentum (aurelio-yossi)

    Er það ekki 1 sigur í 10 leikjum, þú talar um neikvæðni stuðnungsmanna og að sumum sé ekki hægt að gera til geðs. Ég spyr nú bara HVENÆR ER KOMIÐ NÓG AF ÞESSARI SÖMU FORMÚLU BENÍTEZ. Hann á skilið hrós fyrir margt sem hann hefur gert en að sama skapi hlýtur maðurinn að þurfa að axla einhverja ábyrgð þegar hann ítrekað drullar upp á bak.

  17. Meinti auðvitað lék vel í 65 mínútur!

    Svo gleymdi ég einu. Er starfandi knattspyrnudómari og tel mig ágætan við það.

    Frammistaða dómarans í dag var alveg ofboðslega léleg, en vissulega ekki í lykilatriðum. Nigel De Jong fékk að brjóta stanslaust af sér án þess að dæmt væri og City liðið lék svakalega “physical”, togandi í peysur, hlaupandi í bak manna og hrindandi í bakið. Í einni hornspyrnu okkar beinlínis tók Lescott utan um Kyrgiakos. Í öllum löndum Evrópu nema Englandi væri það víti.

    Arnar Björnsson tuggði að dómarinn hafi dæmt vel, en því var ég svakalega ósammála. Lítil leikbrot sem drepa tempó leiks eða taka jafnvægi frá mótherjanum kemur oft í veg fyrir flæðandi fótboltaleik. Það gerðist í dag.

    Svoleiðis finnst mér ekki í þágu íþróttarinnar eða leiksins sem maður horfir á.

    óver and át. Ryksugan á fullu…..

  18. By the way, Benayoun bað um skiptingu. Ég hefði viljað fá Riera inn en það varð ekki…

    Lofa óver and át.

  19. tími Benites er komin hann á að fara OG ÞAÐ STRAX í 1 lagi eru skiptingarnar ömurlegar í öðru lagi Aquilani á að vera búinn að vera leikfær í síðustu leikjum en er altaf á bekknum benites sparar hann edalaust og eins og það er búið að koma framm stoppum við bara þegar við skorum og leifum andstæðingunum að vera með boltan og mér finst alt í lagi að fagna mörkum þegar liðið skorar

  20. Auðvitað má gagnrýna Benitez fyrir margt, en áföllin á þessu ári hafa verið svakaleg. 2-2 jafntefli við City eru ekkert slæm úrslit þannig séð. Eins og ég sagði hér áðan þá hefði Skrtel verið MINN maður leiksins ef hann hefði ekki klikkað svona í dekkningunni. Annars fannst mér hann sjálfur sýna batamerki í sínum leik þó svo auðvitað að ein mistök hans þýði mark á okkur. Þegar að þú missir 2 leikmenn útaf vegna meiðsla svona snemma þá riðlar það leik liðsins alveg svakalega en ég er sammála Magga því að við áttum ekki að hleypa City svona inní leikinn eftir markið okkar. Mikil mistök en við vorum með 2 menn sem eru að koma upp úr meiðslum, eða tæpir og þeir geta ekki haldið uppi stanslausri pressu í slöku formi.

  21. Maggi:
    Í seinna marki City þá tók Wright-Phillips Kyrgiakos ansi illa og snéri hann mjög auðvledlega af sér, sá gríski leit alls ekki vel út þar. Annars spilaði hann vel, en þú baðst bara um eitt atvik þar sem hann gerði ekki vel 🙂

    Annars var liðið rosalega lélegt í fyrrihálfleik, andleysið algjört. Síðan þegar við komumst yfir dettum við til baka til að verja 1-0 forystuna. Mjög slakur leikur af okkar hálfu fannst mér og ég er sammála mönnum sem tala um hvað Benitez er ófær um að bregðast við vandamálum sem þó blasa við fyrir framan hann.

  22. tími Benites er komin hann á að fara OG ÞAÐ STRAX í 1 lagi eru skiptingarnar ömurlegar

    Vá! Gáfulegt komment.

  23. Ég tók eftir einu athyglisverðu. Eftir að við skoruðum var Man. City að láta boltann ganga á milli sín rétt innan við miðju á sínum vallarhelmingi. Á skjánum sáum við þetta og alveg inn á miðjan vallarhelming Liverpool og við sáum einn Liverpoolmann í mynd………EINN. Þetta finnst mér sýna ásamt því að skipta Aurelio inn í lokin í stað Aquilani að Benitez hugsar meira um að tapa ekki frekar en að reyna að vinna leikina. Verja forskot í stað þess að reyna að ganga frá leiknum.

  24. Ég er svona bæði og eftir þennan leik. Liðið sýnir alls engin batamerki þegar það fær á sig tvö mörk eftir að hafa komist yfir. Ég sat og bað þess að liðið næði að halda hreinu. Varnarleikur liðsins var skelfilegur og það var aðeins fyrir léleg slútt og ákvarðanir að City skoraði ekki fleiri mörk. Carra, Kyrgiakos og Skrtel áttu í miklu basli með sína menn (sem eru reyndar ansi góðir) en Insúa og Mascherano spiluðu sinn part ágætlega.

    Jákvæðu punktarnir eru nokkrir. Reina kom tvisvar mjög öflugur lengst út í teig. Hann þarf að gera meira af þessu, sérstaklega þegar andstæðingurinn tekur útswing horn.

    Insúa var mjög góður. Hann hélt Wright-Phillips að mörgu leyti mun betur niðri en Carragher gagnvart Bellamy. Og talandi um Bellamy, þá væri ég miklu frekar til í að hafa hann þarna hægra megin frekar en Kuyt.

    N’Gog spilaði fantavel í þessum leik. Hann linkaði mjög vel og hélt boltanum yfirleitt ágætlega. Hann er auðvitað enginn Torres og vantar kannski snerpuna en hann er þrælmikið efni. Held hreinlega að Benítez ætti að skipta í 4-4-2, með Gerrard hægra megin og Aquilani með Mascherano á miðjunni. Eða Gerrard á miðjunni með Mascherano.

    Mascherano spilaði varnarhlutann mjög vel í dag, coveraði vel og djöflaðist fyrir framan vörnina. Við verðum að sætta okkur við það að Benítez er að ætla honum of mikið sóknarlega og það er Benítez að kenna, ekki Mascherano.

    Mér fannst Lucas skítlélegur í þessum leik. Hann getur greinilega ekki slúttað færum, átti almennt ekki góðar sendingar og var ásamt Kuyt lélegastur okkar manna í dag. Hann, eins og Mascherano ræður ekki við það hlutverk sem honum er ætlað. Get ekki verið meira ósammála Babú.

    En þetta er svona, við erum að missa Chelsea 14 stigum frá okkur í dag og ég get varla ímyndað mér að við getum náð því. Held að nú sé titillinn endanlega runninn allt of langt frá okkur, sama hversu góðu rönni við náum. Við verðum eftir þetta að stefna á top4 eitt árið enn. Og mér þykir líklegt að Benítez verði látinn hætta eftir tímabilið, rétt eins og var gert með Houllier. Benítez virðist ekki geta snúið þessu við. Því miður.

  25. Sorry Rafa er ekki að standa sig, þetta hlítur að vera komið gott. Er með liverpool hjarta þetta er ekki spurning um það heldur:

    Fiorentina 2 – 0 Liverpool

    Chelsea 2 – 0 Liverpool

    Sunderland 1 – 0 Liverpool

    Liverpool 1 – 2 Olympique Lyonnais

    Liverpool 2 – 0 Man Utd

    Arsenal 2 – 1 Liverpool

    Fulham 3 – 1 Liverpool

    Olympique Lyonnais 1 – 1 Liverpool

    Liverpool 2 – 2 Birmingham

    Liverpool 2 – 2 Man City

    10 leikir 1.sigur 3 jafntefli og 6 töp.

    Eftir frábært tímabil í fyrra er elsku Rafa kominn á endastöð með liðið.
    Bæbæ Rafa.

  26. ég er sammála að benitez á að fara Lengjan mín fór en og aftur í fokk þetta er ekki manni bjóðandi hver vinnur man utd sannfærandi en getur ekki unnið birnigham

  27. Tvö mál sem menn röfla yfir:

    Aquilani – menn vilja hann inn og er ég algjörlega sammála því. Ég vil sjá hann starta í Ungverjalandi á kostnað Mascha eða Lucas. Auðvitað hefði verið gaman að sjá hann í dag en þannig er það bara. Ég vill allavega fara að sjá kauða spila.

    Skiptingar Rafa – hvernig dettur mönnum í hug að gagnrýna skiptingarnar hans í dag. Agger varð að fara útaf, Babel varð að fara útaf og Benayoun bað um að fara útaf. Mér hefði ekki þótt skynsamlegt að henda Aquilani inn fyrir Benayoun en hefði þó kosið Riera fremur en Aurelio.

    Ágætis leikur fyrir utan agaleg mistök í fyrra marki City. N’gog er þó að mínu mati númeri of lítill fyrir svona leik þrátt fyrir að vera þónokkuð efni. En hann er alltaf betri kostur en Voronin. Það er klárt.

  28. Nú koma “smálið” á Andfield og gera sér vonir um sigur, ekki eins og áður, Þá pökkuðu þau í vörn og vonuðus eftir jafntefi. Við vorum heppnir að ná jafntefli í dag og það er ekki hægt að kenna meiðslum eða einhverju öðru um. Ég spyr, til hvers að kaupa þennan Ítala ef það á ekki að fara að koma honum í gang? Benni hefur þetta ekki lengur, því fyrr sem hann fer því betra.

  29. Ótrúlegt að menn séu að gagnrýna N’gog og segja að hann sé ekki tilbúinn. Hann er búinn að leika í 9 leikjum með liverpool í vetur, byrja 4 og koma inná í 5, og skora 4 mörk. Það er langt frá því að vera lélegt, og sýnir klárlega að hann er góður striker sem er brilliant að eiga á bekknum.

  30. ‘Eg ætla ekki að segja mikið im þennann leik,en það skeði fyrir mig í dag að ég horfði á Liverpool spila heilann leik og mér leið þannig að mér var bara alveg sama og það hefur aldrei skeð áður. Ég nenni sem sagt ekki lengur að svekkja mig á þessu liði lengur,en það þýðir samt ekki að ég sé hættur að styðja Liverpool, er bara farinn að sætta mig við ástandið eins og eiginkona alkahólista sem er hætt að grenja þótt kallinn sé að lemja hana. Það er jú ekki til peningar til leikmannakaupa og ekki heldur til peningar til að reka Rafa svo að það er annað hvort að sætta sig við þetta eða að hætta að halda með Liverpool og það mun ég aldrei gera.

  31. Ég er búinn að ákveða að tala ekki EITT íllt orð um leikmenn Liverpool eða Benitez,það er aðeins tveir hlutir sem ég hef áhyggjur af sem stuðningsmaður Liverpool,í fyrsta lagi hef ég áhyggjur af fjárhaghliðinni maður er drullu hræddur að amerísku eigendur Liverpool séu að sigla liðinu í gjaldþrot og í annan stað er ég hræddur um að liðið komist ekki í meistaradeildina,aðrar áhyggjur hef ég ekki af Liverpool,lífið heldur áfram hvort sem Liverpool vinnur eða tapar.

  32. Jæja, hvenær er tími kominn til róttækra aðgerða?
    Staðan er eftirfarandi:
    – EPL : 3-4 sætið nema að það gerist kraftaverk.
    – CL: grís ef við komumst áfram.
    – FA Cup : eini möguleikinn á dollu.
    – Run síðustu 10 leikir: 1-3-8?
    Svo les maður eitthvað blaður eftir Benitez um….
    Að mínu viti þarf að fara í endurskipulagningu og setja sér nýja mælikvarða. Þetta síson er ónýtt, byggjum upp fyrir það næsta. Náum í varaliðsdrengi og unglinga og hendum þeim í massavís fyrir ljónin. Sjáum hverjir verða að manni og hverjir ekki.

  33. Benitez er kominn á endastöð með liðið. Hann þarf að fara, svo einfalt er það.

  34. Jæja, hvenær er tími kominn til róttækra aðgerða?
    Staðan er eftirfarandi:

    • EPL : 3-4 sætið nema að það gerist kraftaverk.

    • CL: grís ef við komumst áfram.

    • FA Cup : eini möguleikinn á dollu.

    • Run síðustu 10 leikir: 1-3-8?

    Svo les maður eitthvað blaður eftir Benitez um….

    Að mínu viti þarf að fara í endurskipulagningu og setja sér nýja mælikvarða. Þetta síson er ónýtt, byggjum upp fyrir það næsta. Náum í varaliðsdrengi og unglinga og hendum þeim í massavís fyrir ljónin. Sjáum hverjir verða að manni og hverjir ekki.

  35. Ég skil ekki hvernig þessi svæðisvörn okkar virkar. Ég er búinn að horfa á Adebayor markið nokkrum sinnum og sé ekki betur en að Gerrard hlaupi af því svæði á eftir Ireland áður en Adebayor kemur inn í það og skallar óvaldaður. Skrtel er næstur honum en þarf að fara frá sínu svæði til að fara út í hann. Þannig að ég vil ekki kenna Skrtel um þetta. Vil frekar kenna þessari ömurlegu svæðisvörn um sem virkar ekki og veit ekki hvenær þrjóskan gefi sig og Benitez breyti þessu.

  36. Oddur, við erum búnir að spila þessa varnaraðferð frá því Rafa tók við liðinu með góðum árangri. Aðferðin virkar, það eru einfaldlega ákveðnir leikmenn sem eru ekki að vinna vinnuna sína. Það skiptir ekki þá máli hvort þú skiptir um aðferð eður ei. Menn verða einfaldlega að fara að sinna sínum hlutverkum og þá virkar þetta.

    Varðandi skiptingarnar í dag, þá held ég að þeir sem gagnrýni Rafa fyrir þær dag þurfi nú eitthvað að láta skoða heilabúið í sér. Rafa var aldrei í þeirri stöðu í dag að geta skipt inná manni til þess að breyta leiknum eða taktík. Hann þurfti að skipta viðkomandi mönnum útaf í hvert einasta skipti. Agger & Babel fara útaf vegna meiðsla, hann tekur sénsinn á Benayoun sem hafði ekkert æft í 10 daga fyrir leik og sá einfaldlega klárar tankinn sinn.
    Rafa var því t.d. aldrei í stöðu til að setja Aquilani inná í staðinn fyrir Lucas eða Mascherano nema með því að flytja þá t.d. Lucas útá kantinn en þá er nú frekar gáfulegra að setja Aurelio inná sem hefur nokkrum sinnum klárað leiki fyrir okkur með góðum spyrnum.

  37. það er ekki neitt sem heitir að einhver eigi að passa þetta eða hitt,,, menn eiga að SKORA SKORA SKORA

  38. Mummi, Benayoun æfði tvo síðustu daga vandræðalaust, eða svo sagði Benitez. Það sem menn skilja ekki held ég er að í stað þess að skipta Benayoun útaf, maður í toppformi hlítur að þola 5 mínútur í viðbót, afhverju ekki að setja meiri þunga í að leita að sigrinum, skipta Ítalanum inná í stað Lucas sem var afleiddur. Sama gerðist um daginn þegar hann skipti Torres útaf þegar þrjár mínútur voru eftir til að hvíla hann, heldurðu að þessar þrjár mínútur hafi gert eitthvað úrslitaútslag fyrir Torres? enda virkaði Torres hundfúll með þá skiptingu sem og allir stuðningsmenn held ég. Allir átta sig á að meiðslin í fyrrihálfleik hjálpuðu ekkert, en þessi eina skipting sem hann hafði fannst mér hann enn og aftur skipta bandvitlaust. En þetta er auðvitað bara álitamál 🙂

  39. Fín leikskýrsla en hefur enginn tekið eftir því að Agger er kominn aftur í lið nr. 3 sem á að gilda eftir að Babel meiðist ?

  40. Þessi úrslit eru hrikalega svekkjandi og það er greinilegt að það er afar lítið sjálfstraust í liðinu sem stendur. Eftir fyrsta markið þá hætti liðið algjörlega að spila sinn leik, menn lögðust til baka og hættu að halda boltanum innan liðsins, það virtist bara vera tímaspursmál hvenær City myndi jafna.

    Í sambandi við framistöðu leikmanna þá spilaði Reina sinn leik, átti ekki sök á mörkunum og var öruggur í sínum aðgerðum, búinn að vera einn besti maður liðsins á tímabilinu sem er skrýtið miðað við hversu mörg mörk liðið hefur verðið að fá á sig. Skrtel spilaði sinn besta leik í langan tíma, vann flest návígi og var alltaf í bakinu á mönnum en gerði sig sekan um hræðileg mistök í fyrra marki City. Kyrgiakos átti fínan leik, vann sín návígi og var yfirvegaður í sínum aðgerðum, hefði vissulega getað gert betur í seinna marki City. Carra og Inzúa voru alveg steingeldir sóknarlega en ágætir varnarlega.

    Miðjan var alls ekki nógu beitt, ég er mikill aðdáandi Kuyt en hann var slakur í dag eins og hann hefur því miður verið þetta tímabilið. Lucas og Mascherano voru fínir varnarlega en afskaplega daprir sóknarlega, Lucas þó mun skárri. Benni skoraði markið en það sást langar leiðir að hann var ekki tilbúinn í heilan leik. Gerrard var fínn fyrstu 30 mín en sýndi lítið eftir það og munar um minna. Ngog var með ágætis hlaup en virkaði frekar einmana í framlínunni en það er klárt mál að hann á eftir að verða lykilmaður í þessu liði, því miður verður það ekki fyrr en eftir 1-2 ár.

    Það er ljóst að liðið er ekki að fara að vinna deildina þetta tímabilið og það er agalega svekkjandi, sérstaklega eftir væntingar sem maður hafði eftir síðasta tímabil. Nú þarf liðið að hætta að svekkja sig á stöðunni í bili og einbeita sér að tryggja 3-4 sætið, það er nokkuð ljóst að sú barátta verður harðari en nokkru sinni. Ég er ekki sammála þeim fjölmörgu sem vilja reka Rafa, hef trú á að hann geti snúið liðinu á sigurbraut og vil að hann klári tímabilið. Eftir það geta menn lagt verk hans í dóm og vonandi tekið skynsamlega ákvörðun.

  41. Af hverju að bíða fram á vor með breytingar þegar klassa stjóri eins og Guus Hiddink er laus núna væntanlega fyrst Rússar komust ekki á HM, hann hefur reynslu úr enska boltanum sem stjóri Chelsea og alþjóðalega boltanum eftir að hafa stjórnað mörgum landsliðum með góðum árangri svo ég ætla að krefjast afsagnar Benitez ef við vinnum ekki Everton um næstu helgi takk.

  42. 43 Gunnar Ingi, þegar erum að ræða svona vöðvameiðsli eins og Benayoun var í þá er mjög líklegt að menn meiðist aftur á sama stað (og þá verr) ef þeir ofreyna sig of fljótt. Þess vegna er mikilvægt að passa þá og taka útaf um leið og þeir eru orðnir mjög þreyttir.

  43. Benitez var sáttur eftir leikinn en Hughes brjálaður. Það segir bara ýmislegt þegar að við erum sáttir að NÁ jafntefli á heimavelli en gestirnir brjálaðir.
    Mér fannst Kuyt áberandi verstur í dag og ég heimta að Benitez muni versla hægri kantmann í jan.
    N’gog finnst mér virkilega spennandi leikmaður og ég er sannfærður um að hann muni ná langt hjá Liverpool.
    Við vorum enn og aftur hrikalega óheppnir með þessi meiðsli sérstaklega þegar þetta voru ekki einu sinni þeir menn sem voru tæpir fyrir leikinn eða Agger jú kannski í baki en fór útaf vegna höfuðmeiðsla.
    Ég bíð ennþá eftir leikmanninum sem að Benitez er að þjálfa grimmt upp match fitness, hvernig er það eiginlega verða menn ekki að spila leiki til þess að verða sér úti um match fittness ?

  44. Liðin sem við mætum eru öll komin í sama pakka, detta vel aftur og í hvert einasta skipti erum við í stökustu vandræðum með að leysa þetta. Alveg með ólíkindum hvað allt virkar tilviljanakennt og að Benitez sé ekki búinn að vinna í því að finna lausnir á þessum málum. Einu færin sem við fáum eru úr föstum leikatriðum eða þegar við náum að setja það mikla pressu á liðin að þau gera feila á hættulegum stöðum. Ngog er alveg rosalega lítið ógnandi leikmaður og á það til að týnast tímunum saman. leikmenn virðast eiga mjög erfitt með að finna hann og einu hlaupin sem að hann er að bjóða sig í eru beint upp að hornfána, ekki mikil ógnun í því. Fannst Mascherano eiga skínandi góðan leik í dag, bara get ekki skilið þá sem að fannst Lucas gera meira fyrir liðið bæði sóknarlega og VARNARLEGA enda fær Mascherano 7 í einkun hjá skysport en Lucas einungis 5. Mjög eðlilegt mat.

  45. Af hverju þarf að fara í einhverjar nornaveiðar eftir svona leik? Af hverju þarf að stökkva til og álykta að þessi eða hinn sé handónýtur? Hvaða þörf er þetta hjá mönnum að alltaf sé hrokkið til og gerðar gagngerar breytingar á ÖLLU þegar liðið tapar stigum?

    Nokkrir punktar:

    01: Ég hef mjög oft gagnrýnt Benítez fyrir innáskiptingar en ef það er einhvern tímann ekki hægt þá er það núna. Þrjár skiptingar, allar tilneyddar vegna meiðsla manna. Benayoun kom inn í neyð, gerði það sem hann gat (var klárlega ekki heill í dag), náði að skila marki af sér og var svo (vonandi) tekinn út af áður en hann meiddist illa aftur. Ég efast ekki um að Aquilani hefði spilað einhverjar mínútur í dag ef við hefðum ekki lent í tvöfaldri meiðslaskiptingu á fyrsta kortérinu.

    02: Að sama skapi finnst mér erfitt að fella einhvern stóradóm um Benítez eða liðið í dag af því að þessi meiðsli einfaldlega settu allt úr skorðum. Planið sem lagt hafði verið upp með, rythmann í liðinu og áætlanir þjálfara með innáskiptingar. Það er því að mínu mati erfitt að fella stóra sleggjudóma um liðið í dag.

    03: Að því sögðu var þetta alls ekki nógu gott. Við vorum betri aðilinn megnið af leiknum og komumst yfir, en um leið og það gerðist sá maður það sama og hefur gerst allt of oft undanfarið … liðið dró sig samstundis til baka, panikkaði á boltanum og virtist bara ekki þora að halda áfram að sækja. Allt þetta á meðan Benítez stóð á hliðarlínunni og gargaði á menn að færa sig framar á völlinn, gefa City-mönnum ekki eftir tvo-þriðju hluta vallarins. Allt kom fyrir ekki og kortéri eftir að við komumst yfir vorum við lentir 1-2 undir. Á Anfield. Skíthræddir við að spila fótbolta. Svona fer sjálfstraustið með menn.

    04: Mér finnst erfitt að velja mann leiksins, stóð enginn upp úr sem neitt sérstaklega góður. Ég myndi gefa Ngog heiðurinn fyrir að hafa spilað lykilrullu í báðum mörkum okkar, eða Carra fyrir að stúta Bellamy þeim megin, aðrir kæmu ekki til greina að mínu mati. Ég sé t.d. ekki hvernig Insúa átti að hafa verið góður, skilaði nánast engu sóknarlega og það var ekki honum að þakka heldur sofandahættinum í SWP í fyrri hálfleik að sá síðarnefndi hafði hægt um sig. Um leið og hann svo vaknaði í seinni hálfleik fór hann að vild framhjá Insúa.

    05: Þrátt fyrir jafnteflið í dag var jákvætt að Arsenal skyldu tapa og Aston Villa, sem og að sjálfsögðu Man City, skyldu gera jafntefli eins og við. Þannig að baráttan um Meistaradeildarsætin breyttist lítið utan þess að nú virðast Chelsea vera að skilja sig frá restinni af deildinni á toppnum.

    Næst: dómsdagur í Meistaradeildinni á þriðjudag. Við verðum að halda áfram að spila meidda menn í leikform, vona að Aquilani geti farið að fá fleiri mínútur (væri til í að sjá hann byrja í Ungverjalandi), vona að þessi ótrúlega meiðslaóheppni fari nú að hætta og krossleggja fingur um að við náum einhvers staðar, fljótlega, að vinna heppnissigur sem hægt er að byggja framhaldið á. Sá sigur einfaldlega neitar að koma þessa dagana.

  46. Já, og varðandi fyrra mark City finnst mér ómögulegt að dæma Skrtel fyrir það. Við spilum svæðisvörn og boltinn kemur ekki á hans svæði = ekki honum að kenna. Skoðið endursýninguna – Gerrard yfirgefur akkúrat þetta svæði til að elta Stephen Ireland rétt áður en fyrirgjöfin kemur. Það er því Gerrard sem klikkar ef einhver. Adebayor stendur meter utar en Skrtel, fyrir utan hans svæði, þarf að bakka til að ná skallanum og nær svo nánast fullkomnum skalla í jörðina og upp í markhornið, óverjandi. Það þarf ekki að vera með einhverjar nornaveiðar í þessu tilfelli, þetta var bara frábært mark hjá Ade og varla við nokkurn að sakast. Ef menn hins vegar bara verða að sakfella einhvern ætti það að vera Gerrard sem yfirgaf þetta svæði rétt áður en boltinn kom fyrir markið.

    Seinna markið var hins vegar lélegt frá A til Ö. Skrtel lét Tevez fara illa með sig, Kyrgiakos missti algjörlega af Wright-Phillips og Ireland var svo algjörlega óvaldaður í teignum. Skelfileg vörn þar.

  47. Fletcher og Carrick að skora fyrir Man Utd. Það væri eins og að Mascherano og Lucas Leiva mundu báðir skora í sama leiknum hjá okkur. Ef það gerist einhverntíman þá skal ég aldrei gagrýna neitt framar 🙂

  48. Ekki batnar það. Ég spái að við gerum jafntefli við Debrecen og töpum fyrir Everton og það verði kornið sem fylli mælinn hjá Senior Benitez. Menn tala hér um að kerfið hans virki en mennirnir ekki, kannski bara gott að prufa nýtt kerfi og sjá hvort að menn virki betur þá ! Guus Hiddink takk fyrir !

  49. Kristján, ég held að enginn okkar geti analyze-að hvernig við erum að verjast föstum leikatriðum og hver á að gera hvað. Þetta er orðið eitthvað hálf zonal, hálf maður á mann. Eina sem við vitum að þetta er ekki að virka.

    • “Rafael Benitez need not concern himself with the discussions about zonal marking or whatever system he is using – the simple fact is it needs improving.”

    Tekið af textalýsingu hjá http://www.bbc.com

  50. Rafa á að fara inn á að koma JOse nokkur og þó hafi sést bros á Rafa í byrjun leiks þá er það bara of seint.

  51. Það vantar allt hjarta í lið leiksins, þeir eru ekki að spila fótbolta af því þeir elska leikinn.

  52. Það er svakalega erfitt að lesa viðtal við rafa eftir alla leiki . alltaf er kallinn sáttur og setningin “með smá heppni” er að verða alltof algeng hjá hr rafa !! hvernig getur maðurinn verið að þjálfa LIVERPOOL og reynt að afsaka svona spilamennsku !!

  53. 51.

    Þetta er í annað skipti á mjög stuttum tíma þar sem mörk andstæðinga eru á einhvern óskiljanlegan hátt bæði óverjandi og algjör óheppni fyrir Liverpool menn.

    Jerome negldi honum inn lengst utan af velli. Óheppni. Óverjandi.
    Adebayor skallar inn úr hornspyrnu. Óverjandi. Engum að kenna.

    Jerome tók boltann niður eftir háa sendingu með mann í sér, vann það einvígi og fékk svo svæði til að taka frítt skot í vinkilinn. Reina varði ekki. Enginn blokkaði skotið.

    Adebayor skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Skallinn var kannski góður en það er hægt að koma í veg fyrir öll mörk. Þetta var nú einu sinni hornspyrna. Hreinsa boltann, dekka manninn betur, passa ákveðið svæði betur, markmaður að koma út og hirða boltann, markmaður að staðsetja sig betur, etc.

  54. ég skil ekki #56…. er búinn að horfa á þetta í smá stund og botna ekkert í þessu… þetta ummæli á að fara í Vangaveltur

  55. Ég held að ég sé búinn að fá nóg…

    Það kemur því ekkert við hvort Rafa fagnar mörkum eða ekki (Ég get reyndar alveg misst vitið yfir hvað fólk getur tuðað mikið yfir því.)

    Það kemur því ekkert við hvernig innáskiptingarnar hjá Rafa eru. Þær eru eins og þær hafa alltaf verið.

    Það kemur því ekkert við hvernig Rafa hefur verið á leikmannamarkaðinum. Það kvartaði enginn yfir því í fyrra í það minnsta.

    Hins vegar er komið í slík óefni. að breytingar hljóta að fara að verða óhjákvæmilegar. Þegar allt kemur til alls, þá er það þjálfarinn sem ber höfuðábyrgð á gengi liðsins. Um það hefur enginn talað meir en Rafa sjálfur.

    Það hefur ekki vantað afsakanir eða ástæður. Meiðsli, sundboltar, óheppni, landsleikjahlé, slæmir dómar osfrv… En einhvern tíman hljóta menn að klára kvótann sinn. Einhvern tíman hljóta menn að segja stopp.

    Auðvitað tækist Benitez að snúa þessu við einhverntíma, kannski (vonandi) gerist það strax á miðvikudaginn. Spurningin er bara hvert verður klúbburinn okkar elskaði kominn þá?

    Þegar power-player eins og Hiddink er á lausu, er það ekki skylda manna að staldra við í smá stund og hugsa málin?

    æjjj. ég veit það ekki…
    Ég er búinn að taka mér góða stund í að skrifa þessa athugasemd. Satt best að segja er ég vonsvikinn og sár. Liverpool fc. skiptir mig svo gríðarlegu máli (eins og okkur alla/öll). Ég er að reyna mitt allra besta til að vera yfirvegaður og málefnalegur. En reyndinn er að mér langar ekkert til þess. Ef ég hefði haft litla og sæta kanínu við hendina, í dag þegar shitty komst yfir, hefði ég breytt henni í karamellubúðing. Mér líður svolítið eins og eiginmanninum sem kom að konunni sinni í rúminu með besta vini sínum. Og besti vinurinn hefði sagt “hei verum málefnalegir hérna!”

    Rauður. Þangað til ég er dauður!!!!!!!!!!!!!

  56. Ég hef fengið nóg af því að horfa á leiki með Liverpool eða taka þátt í umræðum við einstaklinga sem berja hausnum í vegg og neita að gagnrýna Benitez eða líta á heildarmyndina – sem er hræðileg, við erum orðnir að aðhlátursefni. Þetta er farið að minna á Tottenham á tíunda áratugnum og byrjun þessa.

    Ekki hægt að taka ljósa punkta frá hverjum leik þegar við töpum stigum. Þar liggur munurinn á meðalliði og sigurliði, meðallið sætta sig við stig á móti liðum í kringum sig meðan sigurvegarar sætta sig ekki við neitt minna en sigur. Hugarfarið hjá liðinu er ekki gott, vantar meiri baráttu og sigurvilja sem Benitez nær greinilega ekki að blása í leikmenn.

    20 stig af 39 í deild. Það er ekki óheppni og deildin er ekki rétt að byrja, einn þriðji búinn og þetta er ekkert nema meðallið, meðalleikmenn að mestu og meðalstjóri. Vinnum ekki meira með Benitez. Burtu með hann. Burtu með Kuyt og Lucas úr byrjunarliðinu, þó mér finnist þeir ekki eina orsök frammistöðu okkar þá eiga þeir ekki áskrift að byrjunarliðinu skilið. Svo er svæðisvörn kannski ekki hörmuleg en hún er það þegar leikmennirnir geta ekki spilað hana vel, þá er kannski spurning um að leggja hana af tímabundið.

    Nú tek ég pásu frá því að horfa á liðið og röfla um frammistöðuna í bili. Skil þessa neikvæðni vel og meika ekki að lesa meira frá náhirð Benitez, minnir á SUS eða Hannes Hólmstein með sína Davíðsdýrkun.

  57. Jæja ! Hvað finnst mönnum um að vera með tvö miðjumenn sem skora bara ekki mörk !!! Og koma ekki inn í teig í hornum !!!!! Ekki eru þeir að koma í veg fyrir mörk !!!!!!!!!!!!!!!

    Veit, neikvæðnin yfirþyrmandi…. En, common………….

    Áfram Liverpool !!!!!!!!!!!!!!!

  58. leiðrétting, Lucas kom inn í teig á loka míns. Restina þekkjiði………….

  59. Vona að menn fari nú ekki að óska eftir því að hér verði eingöngu neikvæð umræða, og ummæli eins og “náhirð Benitez” eru skammarleg að mínu mati.

    Veit ekki hvort að Magnús í #63 heyrði það, minnst þrisvar í leiknum, að völlurinn söng nafn hans. Semsagt, náhirð þar á ferð….

    Veit að ég fæ ekki mínum vilja framgengt en mig langar svo að umræðan verði annað en “rekum Benitez”. Ég er ekkert alltaf glaður með hann, langt frá því.

    En það er auðvitað ekki hans eins að sjá um að liðið vinni leiki og ekki er hægt að kenna honum t.d. um meiðsli á fyrstu 15 mínútunum, sem allir sem leikið hafa knattspyrnu vita að breytir leikjum töluvert. Ekki síst þegar liðinu var breytt líka stutt fyrir leik útaf meiðslum.

    Svo hlýtur Magnús að vera það ungur að hann man ekki eftir t.d. öllu tímabili Souness, síðustu tveimur árum Evans og síðan Houllier eftir hjartaáfallið.

    Svo hlýtur líka að mega segja menn vera að berja hausnum við stein sem ekki átta sig á því að það að reka þjálfara 6 MÁNUÐUM EFTIR AÐ GERA VIÐ HANN 5 ÁRA SAMNING, þar sem reyndar líka 7 lykilmenn og nýtt þjálfarateymi skuldbatt sig í kjölfarið, mun kosta liðið um 20 MILLJÓNIR PUNDA.

    Miðað við nettóeyðslu liðsins síðustu tvö tímabil, sem er 2 milljónir punda, er ljóst að það að reka Rafa kostar okkur öll leikmannakaup af viti næstu ár.

    Í þessu samhengi hef ég fyrir löngu ákveðið að liðinu sé það ekki fyrir bestu að reka Benitez heldur standa við langtímaplanið, sem by the way var sett í maí 2009, og treysta því að slíkur þurrkur taki enda!

    Í dag var t.d. sjötta ólíka varnarlínuuppstillingin í sex leikjum og sú sjöunda varð svo klár eftir 5 mínútur.

    Ætli það skipti kannski meira máli en margt annað í því að lið sem undanfarin ár hefur verið yfirburðarvarnalið lítur nú illa á því sviði?

    Ég segi það aftur og segi það enn. Það hefur bara ekkert uppá sig að standa enn argandi um “burt með Rafa”, eins og hljómað hefur allan október- og nóvembermánuð. Leikkaflar eins og sá sem við nú erum að ganga í gegnum sýna þér algerlega hverjir eru tilbúnir að blæða fyrir félagið og hverjir ekki.

    Ég allavega vill meina það að lausn vanda liðsins sé einföld. Tvo ALVÖRU leikmenn í sóknarlínu liðsins, þ.e. vængsenter og öflugan senter, menn sem hvor um sig kosta 20 milljónir vantar svo að við komumst lengra. Óháð þjálfurum, Guus Hiddink mun ekki koma vegna þess að hann gerir ekkert nema að Abramovich samþykki það auk þess sem hann mun ekkert meira gera með þeim leikmönnum sem er fyrir.

    Heldur ekki José Mourinho. Fyrir utan að hvorugur þeirra mun fá meiri pening en Rafa og því munu þeir ekki vinna fyrir okkur.

    Það snýst um að ná því út úr þessu liði sem hægt er og t.d. tókst í fyrra frá 1.febrúar. Rafa tókst það þá og það er bara engin önnur option í stöðunni í dag en að stóla á hann og reyna að hvetja liðið sitt áfram.

    Ef það þýðir að maður sé orðinn einstaklingur í náhirð verður bara svo að vera, ég hef lifað MIKLU VERRI TÍMA en ganga nú yfir á Anfield og hef alltaf, alltaf borið höfuðið hátt og stutt þá sem búningnum klæðast og vinna fyrir liðið.

    Þ.e. þá sem fyrir það vilja vinna og leggja sig alla fram fyrir fuglinn á brjóstinu! Get alveg rifjað upp menn sem ekki gerðu það og ég HATA fyrir það, en ætla ekki að vera neikvæður.

    Ef ég verð talinn hafa lítið vit á fótbolta fyrir það að segja keikur að þetta lið okkar í krísu átti meira skilið að vinna trilljónalið City en þeir að vinna okkur þá bara verður að hafa það!!!

    Menn hljóta, hljóta bara að geta tekið af sér “Rafa burt” gleraugun og skoðað aðra þætti liðsins. Vonandi leggja menn í það – þrátt fyrir “náhirðarstimpilinn”….

  60. Ef það má ekki ræða stöðu stjórans núna, hvenær þá? Mér finnst það jafn fáránlegt og ef sá hópurmyndi reyna banna mönnum að styðja Benitez. Er þó sammála að menn verða að vera málefnanlegir og það er aðal málið.

  61. Það sem ég er að meina #65 er að umræðan hér fer nær eingöngu fram um stöðu stjórans, lítið fer fyrir pælingum um annað – er auðvitað ekki að banna neinum eitt eða neitt heldur bara að leggja inn það orð að við skoðum t.d. hversu erfiðlega gengur að stilla upp sama liði tvo leiki í röð, eða það hvaða leikmenn eru á grilljón og líklegir til að standa upp núna.

    Ég set t.d. spurningamerki við Kuyt, Mascherano og Skrtel þar.

    Svo skil ég ekki þá sem ætla að snúa baki við liðinu og hætta að horfa á það. Slíkt gæti ég bara alls ekki, en það er bara ég. Horfði á alla leikina sem maður gat undir Souness og hörmungarleikina í lok Evans tímabilsins og hræðileg endalok Houllier-liðsins og var alltaf jafn glaður þegar mörk voru skoruð og fúll þegar við fengum á okkur.

    Liverpoolaðdáendur í Englandi eru á stalli með Newcastleaðdáendum sem segir þá vera þá hollustu í bransanum, standi með sínu liði í gegnum allt. Annað en “rækjuætur” annarra ónefndra liða.

    Úti í Liverpool er meira að segja farið að tala um á meðal loyal “Kop-ara” að “sófaaðdáendurnir” haldi uppi neikvæðri umræðu um LFC. Svoleiðis bara getur ekki hjálpað.

    Jafnvel þó menn kalli það málefnalega gagnrýni. Málefnaleg gagnrýni snýst um málefnaleg rök, jafnvel fyrir tilfinningum.

    En textinn í laginu okkar er innblástur þess að við brosum áfram í gegnum storm og regn, leitandi að gullna himninum. Man ekki eftir að hafa heyrt, “walk back from the storm, turn back from the rain”…..

    Halda höfðinu hátt og kyndilinn á fullu gasi!

  62. Ég hef alla tíð stutt Benitez sem stjórann hjá Liverpool. En því miður er hann ekki að virka. Byrjaði með látum, fékk fína dollu 25.5 2005 en síðan ekki söguna meir. Og þrátt fyrir þá staðreynd að hann fær engan stuðning frá heimskum eigendum þá gengur það ekki að hann kaupi menn, t.d. Kuyt, og notar þá í allt öðru stöðum en þeir voru frægir fyrir. Hvað er maðurinn að hugsa? Kaupum strætóstjóra og gerum hann að hárgreiðslumeistara. Þannig virkar Liverpool undir stjórn Rafa. Er hann búinn að ákveða sig með aðra lykilmenn?

  63. Ágætt að sjá að Gerrard og leikmennirnir virðast vita hvað þeir þurfa að gera, leiðinlegt að þurfa að vísa í NOTW, en geri það samt, því þetta er það sem ég vildi heyra hann segja.

    http://www.newsoftheworld.co.uk/sport/football/610650/PAINKILLING-INJECTION-FOR-STEVEN-GERRARD.html?OTC-RSS&ATTR=Football&utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+Score_Liverpool+%28Liverpool%29

    Hlaut líka að fara að koma að því að rætt sé um frammistöðu Mascherano eftir að ljóst varð að hann vill fara.

  64. Þetta fót eins og ég spáði, jafntefli. Mér finnst ég samt vera að sjá smá batamerki í leik liðsins. Næstu þrír leikir liðsins eru útileikir, fyrst debrechen, síðan derby leikur sem verður rosalega physical leikur. Ég verð að viðurkenna að ég er drulluhræddur um að postulínsdúkkurnar okkar nokkrar meiðist í þeim leik.

    En næsti leikur verður að vinnast til þess að við eigum einhver möguleika í CL.

    p.s. Ætli við getum ekki fengið einhvern helv töfralækni til þess að losa okkur undan þessum álögum, öllum þessum meiðslum. Held að einn sé á lausu eftir að ronaldo fór að spila aftur.

    Vonandi förum við að fá Torres aftur, lýsi og legkökur fyrir hann

  65. Þetta liverpool lið er það slakasta síðan Greame Souness var í brúnni. Það er ekki búið að byggja upp gott ,,lið”. Það er alltaf hægt að finna upp allskyns afsakanir en það er skelfilegt að vera Púlari í dag, við erum aðhlátursefni og ekki síst okkar eilífu lélegur afsakanar. Það eru allskyns skakkaföll hjá flestum liðum en þau væla ekki eins og kellingar! En auðvitað ber Rafa enga ábyrgð, hann er bara snillingur sem er með ómögulega yfirmenn og meidda leikmenn og fær engann pening til að versla leikmenn.

  66. Nú eru stuðningsmenn Rafa farnir að miða sinn mann við Souness,því að það dugar ekki lengur að horfa til Houlliers á sínu síðasta tímabili.
    Maggi og félagar ætla ekki að yfirgefa foringja sinn í bunkernum af því að hann vann einu sinni evrópubikarinn .
    Auðvitað er það bara Rafael Benitez sem ber ábyrgð á þessu liði og vonandi verður hann maður að meiri og hættir sjálfur fljótlega,það gerði þó Souness sem fór áður en hann var rekinn.

  67. 71.

    Versta lið síðan Souness var. Fá rök með því takk, sérstaklega skoða eins og ég hef áður nefnt síðustu ár Evans eins og Houllier.

    72.

    Maggi og félagar já. Síðast þegar ég gáði eru allir hér í einu liði, stuðningsmannahóp LFC. Vona að svo sé ennþá allavega, þrátt fyrir tilraunir til að búa til “með og á móti” hópa.

    Þið megið alveg lesa úr því sem ég skrifa eins og þið viljið, það er fín leið til að byggja upp málefnalega umræðu að skjóta svona undirbeltisskotum eins og þið eruð að gera með því að reyna að draga mig inn í að vera eitthvað metnaðarminni en ykkur með því að telja það ekki lykilráðið að reka þjálfarann.

    Þá skoðun tel ég mig hafa fengið með því að lesa töluvert mikið í kringum félagið og vera í sambandi við fólk sem býr á svæðinu og les í stöðuna þar.

    En kannski finnst ykkur þeð ekki rétta leiðin til að fylgjast með og þá verður það bara svo að vera. Kannski eyðið þið miklu meiri tíma í að kynna ykkur málin og hafið fengið allt aðrar upplýsingar en ég. Það er t.d. örugglega kolvitlaust að Rafa hefur náð betri árangri í fyrstu 200 deildarleikjum sínum en Ferguson, Wenger og Dalglish!

    Ég reyndar viðurkenni það að tenging ykkar við Souness fær mig nú ekki til að reikna með að þið hafið leitað ykkur mikilla upplýsinga eða viljið eiga rökfasta umræðu. Enginn nokkurn tíma mun bera árangur þeirra saman nema til að lýsa yfirburðum Benitez.

    Það eina sem ég heimta af ykkur er að þið brigslið mig ekki um það að vera stuðningsmaður Rafael Benitez. Ég er stuðningsmaður Liverpool Football Club og þeirra sem þar starfa af heilindum. Lýsið ykkar skoðunum þannig að fyrir þeim sé borin virðing og berið virðingu fyrir skoðunum annarra.

    Þannig verður umræðan skemmtilegust og skilar mestu!

  68. Maggi, ég man eftir Souness.

    93-94 – endaði Liverpool með 60 stig og í 8. sæti.
    09-10 – þegar rúmlega 1/3 er búinn af mótinu er liverpool með 20 stig og er í 7. sæti

    Bara staðreyndir. Þó að mér þyki ennþá svolítið vænt um Rafa. Endurtek að það þarf fyrst og fremst að skipta út þessu handónýta eigendaliði. En það þarf hreinlega kraftaverk til að snúa þessari skútu við.

    Var að skoða þetta, kannast einhver við umræðuna í kringum liðið? http://www.kop.is/2004/04/15/06.21.04/#comments
    1) Stjóri á rangri leið
    2) Ekki nógu sterkur leikmannahópur
    3) Getulausir eigendur og stjórnendur
    4) Árangur undir væntingum
    5) Alltof langt síðan Liverpool gerði eitthvað af viti
    6) Fáum okkur sjúss og vel af róandi

    Ég veit ekki með ykkur en vítahringur?

    Varðandi röksemdafærslu Magga um af hverju Benitez haldi starfinu, þá er áhugavert að skoða eftirfarandi:

    Ef Liverpool heldur Benitez einungis út af 20 m pundum sama í hvaða sæti hann lendir og liðið komist ekki í CL á næsta ári þá er tapið 20 m í þátttökuverðlaun í CL. (Gef mér þá tölu)

    Ef Rafa fer og nýr stjóri kemst ekki í CL þá er tapið 20 + 20 = 40 m

    Ef Rafa fer og nýr stjóri kemst í CL þá er komið út á sléttu.

    Þarna er vissulega mikil áhætta fyrir stjórnendur klúbbsins. Þeir ættu samkvæmt þessu bara að skipta út ef þeir væru handvissir um að nýji kapteinninn myndi stýra í rétta höfn.

    En þetta eru bara peningar. Til langframa bíður ímynd Liverpool mikinn hnekki og það má færa rök fyrir að það hafi byrjað fyrir löngu. Leikmenn fara að horfa á klúbbinn sem 2nd rate og kjósa frekar að fara annað. Gleðin sem ríkti þegar Torres kom var dæmi um slíkt enda langt síðan leikmaður af þessu kaliberi hafði valið Liverpool fram yfir önnur lið. Takið eftir því að sumarið 2007 var mjög óvenjulegt fyrir þær sakir að til Liverpool komu þrír topp kaliber leikmenn af transfer listanum, Torres, Babel og Mascherano (skrifaði undir þegar hann hefði getað farið annað). Það eru ár og dagar síðan slíkt hefur gerst og er varla tilviljun, því Liverpool hafði verið tvö ár af þremur í úrslitaleik CL og unnið stóra dollu. Þannig að þú þarft að vera á þeim slóðum eða að vinna dollur heimafyrir mjög reglulega.

    Ég hef enga trú á því að Liverpool nái að vinna sig í átt að Chelsea og Man Utd með þennan svakalega skuldahala sem hvílir á rekstrarfélaginu. Það þarf því að selja klúbbinn sem allra fyrst til fjársterkra eigenda, án skuldsettrar yfirtöku. Ég óttast svo að Rafa sjálfur hafi náð hámarksárangri 2005-2007 á meðan hann var ennþá ferskur. Það verður hinsvegar mjög erfitt fyrir hann að snúa skipinu við héðan í frá því það hefur of mikið gengið á og það dregur kraft úr bestu mönnum.

  69. http://www.kop.is/2004/04/15/06.21.04/#comments

    Einar Örn, þetta er skemmtilegt komment útaf Carragher 🙂

    “Ég vil ekki meina að Biscan, Carragher og Heskey yrðu betri undir öðrum þjálfara. Nei nei! Annar þjálfari myndi hins vegar hugsanlega vera nógu klár til að setja þessa leikmenn aldrei í byrjunarliðið”

    Benitez má þó eiga það að hann gerði Carra að topp varnarmanni 2004-2008. Kannski myndi nýr þjálfari í dag gera Lucas að nýjum Platini. 🙂

  70. “Held að Matti hafi í raun bent á ástæðuna fyrir því að frakkinn er þarna ennþá. Hann vinnur alltaf einhverja “sigra” á þeim tímapunkt þegar gagnrýnin er sem mest á hann og þá fyrirgefa honum allir.”

    Annað áhugavert komment úr sama þráð. Hvernig ætli hefði farið ef Man U hefði unnið á Anfield í haust?

    PS: er ekki að reyna að hanka einhvern á gömlum kommentum. á örugglega nokkrar gloríur hérna inni sjálfur. 🙂 er bara að benda á hvað umræðan hefur lítið breyst

  71. Þó svo að ég myndi glaður vilja sjá Guus Hiddink koma á staðinn þá held ég að eigendurnir hafi skotið sig í fótinn í sigurvímunni yfir 2.sætinu fyrra með því að bjóða Rafa og teymi hans langtímasamning. Þessi ákvörðun gerir það að verki að ekki verður fenginn nýr þjálfari nema að Rafa verði hreinlega keyptur.

    Helstu rök fyrir því að ég vil láta Rafa fara:

    Frá því að Rafa tók við þá hefur liðið lent í “slæmum kafla” á hverju einasta tímabili á haustmánuðum sem hefur gert það að verkum að liðið hefur ekki átt séns í bárátunni um dolluna. Þó svo að liðið hafi lent í 2. sæti átti liðið aldrei raunhæfan möguleika að landa titlinum nema að Utd. myndi misstíga sig illilega á lokasprettinum. Eftir áramót hefur liðið síðan náð góðum endaspretti og náð jafnvel að klóra í 4. sætið og þá eru allir voða sáttir. Til þess að verða meistari þá verður að vera stöðugleiki og það er ekki að nást undir stjórn Benitez.

    Allt frá fyrsta tímabili Rafa þá hefur Liverpool verið í bölvuðum vandræðum að stjórna leikjum og sækja gegn liðum sem liggja aftarlega. Sóknarleikurinn hefur alla tíð verið tilviljunarkenndur, lítið frumkvæði og liðinu gengið illa að skapa sér færi. Þrátt fyrir að hafa haft 5 ár á æfingasvæðinu til þess að leysa þetta vandamál þá er þetta vandamál enn til staðar í dag. Liðið er enn að missa stig á heimavelli gegn liðum eins og Birmingham, Fulham og hvað þau heita. Það er alveg klárt ef að liðið ætlar að verða meistari þá verður það að klára þessi lið á heimavelli og það er ekkert sem bendir til þess að það breytist undir stjórn Benitez.

    Ég ætla ekkert að fara útí leikmannakaupin eða skiptingarnar. Tel hann hafa gert góða hluti og slæma á báðum vígstöðum líkt og allir aðrir þjálfarar. Þá er starfsumhverfi Rafa ekki öfundsvert með tilliti til eigendamála. Það breytir hins vegar ekki þeirri afstöðu minni að ég tel að Rafa mun aldrei ná að vinna deildina undir hans stjórn og til að bæta gráu ofan á svart þá mun Liverpool aldrei vinna deildina með núverandi eigendur.

  72. Það er engin lausn að reka Rafa. Vonandi verða þau mistök ekki gerð í einhverju vitleysiskasti. Liverpool er í djúpum dal. Þeim versta sem Rafa hefur lent í. Hann á skilið þessa leiktíð hið minnsta til að reyna að snúa hlutunum við. Það er nýbúið að gera langtímasamning við manninn og það er bara ekki nokkur einasta glóra í því að breyta um mann í brúnni á þessu augnabliki. Alveg sama út frá hvaða sjónarhorni það er metið!

    Held reyndar að ef fer svo að Rafa verður keyptur frá sínum samning næsta sumar að þá er stór hætta á því að við missum Gerrard og Torres.

    Það sem var mest sláandi við leikinn í gær var hvernig okkar menn bökkuðu og gáfu eftir miðsvæðið eftir að hafa komist yfir. Það var óöryggi í liðinu og það vantaði sjálftraust á köflum. Lucas og Mach er ekki að virka saman á miðjunni. Rafa veit þetta sennilega mjög vel en hefur ekki aðra kosti. Það er svo sannarlega skarð fyrir skildi að hafa misst Xabi Alonso. En þetta á eftir að lagast. Ég er viss um að þetta lið á eftir að komast á fljúgandi skrið. Það verða kannski engir titlar þessa leiktíð en það er enginn vafi í mínum huga að Liverpool verður í topp fjórir.

    YNWA

  73. Góðir punktar hjá Daða hérna.

    Fyndið að sjá samanburðinn með Houllier-tímabilið eins og ég minntist á um daginn…

  74. vá ég hef aldrei hlegið jafn mikið á minni lífsleið. Lucas maður leiksins? er það hægt spyr ég nú bara? sá ekki leikinn, en ef þetta reynist rétt, þá þurfa menn að fara hugsa alvarlega sinn gang í þessu liði!

  75. Sælir

    Ég hef oft heyrt þá skýringu að gengi Liverpool liðsins sé hægt að skýra með kröfu stuðningsmannanna um árangur. Það að í raun sé liðið svo gott að það eigi að vinna titla en vegna óbærilegrar pressu sem stuðningsmennirnir setja á liðið þá falli það saman um þetta leyti á nánast hverju ári. Ég er ekki stuðningsmaður Liverpool en ég hef fylgst með þessari síðu lengi einfaldlega vegna þess að þetta er besta fótboltasíða skrifuð á íslenskri tungu. Því hef ég fylgst með gengi Liverpool ítarlega undanfarin ár. Ég kaupi ekki þessa skýringu hér fyrir ofan, lið eins og Man Utd, Arsenal og Chelsea þurfa að þola samskonar pressu frá stuðningsmönnum sínum en hafa öll skilað titlum á síðustu 6-7 árum.

    Er 20 ára fjarvera Liverpool frá titli ástæðan? Það voru liðin fleiri ár frá Evróputitli en samt skilaði Benítez honum í hús. Varla er það þessi tímalengd sem eyðileggur þetta hjá mönnum.

    Er Benítes slæmur þjálfari? Var Istanbúl bara martröð sem ég lifði? Nei hann er einn af bestu þjálfurum í heimi í dag. Þannig er það bara.

    Hverju er þetta þá að kenna? Við endum nánast alltaf á því að skoða sama hlutinn og hann æpir núna framan í okkur viku eftir viku. Breiddin í liði Liverpool er ekki nægilega mikil, liðið tapar stigum og leikjum þegar lykilmenn vantar, breidd getur maður skapað eftir tveim leiðum.

    Heimatilbúnir leikmenn og aðkeyptir leikmenn. Báðar leiðirnar kosta peninga og fyrir lið sem hefur ekki unnið titil í langan tíma er heimatilbúna leiðin miklu dýrari og erfiðari en fyrir lið sem annaðhvort hefur hefð fyrir að hleypa ungum leikmönnum í liðið(Arsenal, Man Utd) eða lið hvers sigurhefð hefur verið augljós á líftíma ungu strákanna(Arsenal, Man Utd og Chelsea). Líklegra er að ungir drengir sem vilja ná langt og eru það góðir að þessi lið eltast við þá velji liðin sem: a) borga vel b) geta sýnt fram á árangur á síðustu árum og c) eru líklegri til að hleypa þeim í leiki og jafnvel að þeir verði hluti af liðinu eða öðru úrvalsdeildarliði seinna meir.
    Liverpool þarf einfaldlega að borga meira fyrir þessa stráka, þeir eru ekki frá Liverpool í dag, heldur Brasilíu, Afríku, Evrópu o.sv.frv. það er eina leiðin til að keppa við hin liðin, borga meira. Staðreynd.
    Hin leiðin er sú að kaupa leikmenn til að búa til breiddina sem þarf. Til þess þarf annaðhvort peninga eða mikla útsjónarsemi. Í gegnum tíðina hefur Benítes fengið eitthvað af peningum til að byggja upp liðið sitt. Hins vegar hefur hann aldrei fengið alvöru upphæðir til að byggja upp liðið sitt eins og Mark Hughes, David O´Leary, Harry Redknapp og José M. hafa fengið. Bæði Ferguson og Wenger hafa eytt miklum peningum, Ferguson talsvert meiri. Benítes hefur ekki þessa peninga. Svo einfalt er það. Hann þarf að afla þeirra til að hægt sé að fjárfesta í leikmönnum.

    Benítes er ástæðan fyrir því að nokkrir af bestu leikmönnum heims spila í dag í Liverpool. Reina, Torres, Mascherano að ekki sé minnst á Gerrard sem hann sannfærði um að halda tryggð við Liverpool. Fyrir utan nokkur snilldarkaup sem fáir stjórar geta státað sig af. Yossi Benayoun og Dirk Kuyt eru að standa sig mun betur en vonir stóðu til. Agger og Skrtl, Riera er ekkert svo slappur og þessi Insúa er ekkert dónalegur heldur. Hann náði að kassa dónalegum upphæðum fyrir Arbeloa og Alonso(sérstaklega Alonso) og svo er Aquilani að komast hægt og rólega inn í liðið. Ekki gleyma því að hann var afskrifaður af læknateymi Roma fyrir tæpu ári síðan. Ekki furða að Benítes vilji hlífa honum til að byrja með. Auðvitað gerir Benítes mistök líka, en þau eru fá og langt á milli þeirra. Ef hann hefði meiri pening á milli handanna þá myndu þessi mistök fara í flokk með Djemba Djemba, Taibi og Manucho hjá United. Klink í vaskinn…en hei, þeir unnu nú deildina samt.

    Eigum við svo að líta á myndina eins og hún verður þegar búið verður að reka Benítes. Spánverjaherinn fer. Ég er viss um það. Þeir myndu horfa fram á önnur fjögur, fimm ár af uppbyggingu og það er einfaldlega of langur tími fyrir menn eins og Torres til að vinna titil. Gerrard. Ég er einfaldlega ekki viss um að hann myndi halda tryggð við félagið. Kannski ef peningum yrði sópað inn á mjög stuttum tíma og þeim yrði eytt í leikmenn. Ég sé það ekki í spilunum á næstunni. Við sem höldum með öðrum liðum í deildinni höfðum verulegar áhyggjur af Liverpool þetta tímabil. Af hverju? Af því að fyrstu 11 í þessu liði eru fullkomlega samkeppnisfærir við fyrstu 11 hjá öðrum. Jafnvel fyrstu 14. Vandinn er að þá vantar 10 manns. United á 20 í viðbót sem er ástæðan fyrir því að þeir vinna fjórða titilinn í röð. Chelsea á slatta, samt ekki nóg og Arsenal er með góða breidd.

    Ég er að segja ykkur það. Eitt ár í viðbót og smá viðbætur í sókn og vörn og þið verðið komnir með lið sem getur loksins keppt um titilinn. En… ég óttast að það verði ekki reyndin og G og H losi sig við Rafa fyrir Ramos eða einhvern þvílíkan og önnur hringekja byrjar. Sagði ég óttast… Ég meinti að sjálfsögðu vonast.

    Góðar stundir

  76. Ég er sammála mönnum hér að Rafa er ekki vandamálið. Vandamálið eru framherjar ,, við eigum ekki menn sem getað skorað nema TORRES

  77. Sælir félagar
    Ég horfði á þennan leik og er sæmilega sáttur með niðurstöðu hans. Ég held að hún hafi verið sanngjörn. Liðið er ekki betra en þetta nú um stundir og þannig er það bara. Ég æsti mig ekki yfir leiknum, ekki einusinni yfir yfirnáttúrulegu bullinu í Arnari um “góðan” dómara leiksins. Málið er að maður er orðinn dofinn og áhugalítill. Enn ein leiktíðin sem er lokið fyrir jól. Hvað eru þær orðnar margar. Fjórar eða fimm. Skiptir ekki máli en það er afar leiðinlegt þegar allar vonir um árangur eru brostnar nánast um leið og leiktíðin hefst.

    Að reka Rafa eftir þennan leik er auðvitað bull. Að reyna að búa til og kljúfa stuðningmanna hópinn í tvo hópa með og móti Rafa er aulagangur. Að vera drullusvekktur vegna gengis liðisins er eðlilegt. Ég er orðinn þreyttur, dauðþreyttur á vonbrigðum margra undangenginna hausta og nú er ekkert eftir annað en vona að við höngum í meistaradeildinni og bíða eftir næstu leiktíð.

    Það er nú þannig

    YNWA

  78. Að við séum orðaðir við Nistelrooy er ekki það vitlausasta sem ég hef heyrt, hefði ekkert á móti því að fá hann.

  79. Frábært innlegg nr #82.

    Algerlega frábært sjónarhorn, ætlaði að fara í að svara pistlum á undan en þetta svar verður bara ekki toppað.

    Algerlega sammála öllum rökum þarna.

    Staðreyndin að mínu mati er einföld. Inn í þennan hóp núna vantar 2 heimsklassaleikmenn og 3-4 góða leikmenn. Hugsanlega geta yngri mennirnir komið inn í þær stöður, en frábær sóknartengill og heimsklassa vinstri fótar maður, helst sóknarbakvarðartýpa eins og Johnson er og þá erum við samkeppnisfærir við öll lið heimsins.

    Ég held t.d. að Van Nistelrooy væru flott kaup á þessum tímapunkti, N’Gog verður flottur leikmaður en má ekki fá þá pressu núna að fylla skarð Torres. Svona 33ja ára leikmaður með haug af reynslu og “target player” er flottur skammtur á diskinn minn.

    Reynið t.d. að skoða liðin sem menn tóku við af Souness, Evans og Houllier í þeim samanburði.

    Takk kærlega fyrir góða heimsókn Bragi!

  80. já um að gera halda áfram í afneitun með þjálfarann hann á að fara eins og skot er ekkert að komast neitt með þetta lið nú né seinna já sláið bara hausnum í vegginn lengur en við endum í 5 sæti og ef það er ásættanlegt fyrir liðið hér að ofan þá verði ykkur að góðu

  81. Mikið var gaman að horfa á Tottenham skora átta mörk í einum hálfleik,virkilega gaman að horfa á svona fótbolta þar sem allir voru góðir,en Defoe og Lennon og þessi Kraoze eða hvað hann nú heitir voru rosalegir.Ef bara við hefðum Lennon frekar en Kyut og svo stóð Chraush sig vel í dag og það væri nú bara fínnt að hafa hann í dag og Anelka og Owen,æ bst að hætta áður en ég ferð deprimeraður!!

  82. Gott innlegg Bragi. Ég held samt að vandamálið sé frekar einfalt. Varnarleikurinn er í molum. Ég var að mörgu leyti ánægður með að sjá liðið bakka eftir fyrra markið og vonaðist eftir scrappy 1-0 sigri. Við þurfum að halda hreinu en óviðráðanlegur hringlandinn í vörninni gerir okkur erfitt fyrir. Og það má að nokkru leyti skrifast á skort á breidd en líka á slaka frammistöðu lykilmanna.

    Varðandi Benítez þá er ég kominn nálægt því að vilja hann burtu í vor. Ég kaupi ekki að ný uppbygging þurfi að taka 4-5 ár. Ef við fengjum mann á kaliberi Hiddink þá þyrfti hann 2 ár í uppbygginguna. En Benítez er að brenna inni á tíma gagnvart t.d. Gerrard og Carragher.

  83. Eftir 13 umferðir erum við jafnlangt frá Chelsea sem eru á toppnum með 33 stig og það er á botninn þar sem að Portsmouth eru með 7 stig.
    Ég vona virkilega að við fáum RVN frá Real og einnig væri ég til í að fá VDV frá þeim líka helst báða á láni þar sem við eigum enga peninga.
    Og vonandi að það sé hægt að fá inn einhvern klassa kantmann til liðsins enda eru Kuyt,Babel og Yossi engir kantmenn.

  84. 82 hljómar vel og ánægjulegt að aðdáendur annarra liða hafa svona jákvæða sýn, en endurtekur samt það sem maður hefur heyrt síðan 1997.

    Sérstaklega þessi setning sem ætti að fara að grafa í Liverpool búninginn:
    “Ég er að segja ykkur það. Eitt ár í viðbót og smá viðbætur í sókn og vörn og þið verðið komnir með lið sem getur loksins keppt um titilinn.”

  85. Það er bara bull og vitleysa að fara að reka Rafa á þessum tímapunkti. Við þurfum bara aðeins breiðari hóp, við eigum ekki peningana.

    Megum þakka fyrir að halda Rafa, ég myndi vilja gefa honum minnst tvö tímabil í viðbót, helst klára samninginn við hann. Tók það ekki gamla rauðnef allavegana 5 – 6 ár að vinna eitthvað hjá ManU ?

    Engu að síður athyglivert að hann hafi unnið eina titilinn á fyrsta ára með hóp frá Hollier. Var það bara grís ?

  86. Treble season, McAllister og Hamann á miðjunni…úff, væri til í það núna. Babbel í bakverðinum. Owen, Carra, Hyypia, Henchoz, Gerrard, Berger, Ziege, Smicer, Barmby, Heskey, Super-Dan…hmm..var þetta ekki bara betra og breiðara lið en við höfum í dag? Luca-Mascherano á miðjunni og Kuyt á kantinum með skylduáskrift í byrjunarliði er ekki að virka vel. Er þetta ekki líka vandamálið í dag fyrir utan slaka vörn? Sorry, þessi miðja er alveg handónýt. Það tekur núverandi miðjumenn lengri tíma að taka ákvarðanir en ríkisstjórn Íslands.

  87. Það ætlar að reynast erfitt að koma sér á beinu brautina og ég er ekki að sjá Benitez koma okkur þangað, það gæti reynst okkur dýrt.
    Hann virðist bara vera búinn að kreista það besta úr nokkrum leikmönnum og á lítið inni.
    Að skipta um þjálfara er ekki svo auðvelt, það getur brugðið til beggja vona, það fer svolítið eftir ástandinu almennt innann klúbbsins.
    Nýr þjálfari gæti komið með ferska vinda inn og fengið það besta útúr mönnum aftur, en svo gæti það gagnkvæma gerst, menn alveg misst móðinn.
    Tel að síðasta tímabil hafi liðið einfaldlega farið fram úr sér og sett of mikla pressu á sig, Benitez hreyfst með og misreiknaði stöðuna(liðið var í raun aldrei í keppni um titilinn eftir að Benitez klúðraði því í janúar, það er mun auðveldara að vinna leiki án pressu, en að vera á toppnum.)
    Liðið er ekki tilbúið að vera á toppnum og keppa þar.
    Hann keypti ranga menn í sumar og hélt hann þyrfti bara að laga nokkur atriði,lesist vinna Stoke og Wigan heima. Taldi sig bara þurfa að bæta ofan á þessi 86stig sem við fengum á síðasta tímabili.
    Það að halda að við séum eitthvað æðri en aðrir og rekum ekki þjálfarann, hvað er það? og hversu margir á Anfield sungu nafn Benitez, minnst 3svar á laugardag?öll stúkan?
    Er eitthvað sem bendir til þess að það sé ljós við endann?

  88. Dramb er falli næst. Eru menn ekki að súpa seiðið af því að hafa stært sig á síðasta ári yfir því að hafa lent í 2. sæti og spilað langskemmtilegasta boltann í fyrra?

    Annars er ég ánægður, mín lið Chelsea og United unnu í gær. Ég og mín lið eiga toppinn.

  89. Man Utd og Chelsea? 🙄

    Viltu ekki bara halda með Liverpool, Arsenal, Man City, Tottenham og Aston Villa líka? Þá eru svona 99% líkur á að þú getir fagnað hverjum einasta titli sem spilað er um í Englandi.

  90. Hann heldur líklega með tveimur liðum til þess að vera öruggari með það að geta alveg örugglega montað sig á hverju vori , sniðug hugmynd, greinilegt að hjartað er á réttum stað …..

    Já eða ekki, þvílíkur brandari.

  91. Halda með United OG Chelsea?
    Að halda með Liverpool og United væri ómögulegra, en ekki mikið.
    Ég myndi biðjast afsökunar á þessum meinta United stuðningsmanni, en held að það sé augljóst að þetta gerir að verkum að ekkert sem hann segir er takandi mark á.

  92. Er umræðan komin út í rugl hérna eða hvað ??? Ummæli um að menn haldi með einu eða fleiri liðum er bara ekki svaraverð, algjörlega þeirra mál eins fáránlegt og það er samt. Einhver sagði rauður þangað til ég er dauður, tek undir það.

    Annars Benitez að verja svæðisvörnina í fjölmiðlum í dag. Finnst það vera frekar hlægilegt Þar sem Liverpool hefur fengið flest mörk á sig úr föstum leikatriðum, FLEST !!!! Ertu að friggin kidda mig eða ?? Liverpool er búið að fá á sig FLEST mörk úr föstum leikatriðum á tímabilinu. Á ég að segja það einu sinni enn eða ?? Þetta er ljóslifandi dæmi um hvað maðurinn er gjörsamlega lokaður ! Nei veistu hummmm skipið er að sökkva ! Við getum bjargað því með að breyta um taktík jafnvel. Benitez hmmmm NEI NEI NEI við skulum halda áfram að sökkva svona, það er miklu betra !!!

    GUUUUUUUUUUUUSSSSS hvar ertu ???????

  93. uss ekki lítur það vel út fyrir leikinn á morgun !!!! menn eru meira og minna meiddir eða tæpir . torres fór ekki með til ungverjalands og þá eru glen , agger, gerrard,masch,babel og fleiri tæpir .

  94. Hvergi séð að Masch, Gerrard og Agger séu tæpir. Mátt endilega koma með heimildir.

    Þessir leikmenn sem þú nefndir eru allir í 18 manna hópnum að Babel frátöldum, hvergi komið fram í viðtölum að þessir leikmenn sem þú nefnir séu tæpir – nema auðvitað Glen J. sem missti af leiknum gegn City.

    Aftur á móti er ég pottþéttur á því að Aquilani byrji leikinn á morgun…

  95. 102 Haukur, hvað fékkstu þér að borða eiginlega? 🙂

    Varðandi hann Rafa er það samt ekki einmitt svo hann að vara með tölfræðina á hreinu “35% af mörkum á Englandi koma úr föstum leikatriðum”

    Til að bæta aðeins á furðulegheitin í umræðunni þá fullyrði ég að við vinnum meistara titilinn ekki fyrr en á næsta ári. Af hverju?

    Jú síðan við settum þetta Carlsberg merki á búninginn höfum við ekki unnið deildina, Carlsberg merkið heyrir sögunni til eftir þetta síson. Svo hef ég fulla trú á því að sú staðreynd að 20 ár verða liðin frá síðasta titli muni verða happa fyrir okkur, svolítið svona eins og fyrir Val fyrir hvað…..2-3 árum : )

    Hvað borðaði ég í hádeginu? 🙂

    • Fín leikskýrsla en hefur enginn tekið eftir því að Agger er kominn aftur í lið nr. 3 sem á að gilda eftir að Babel meiðist ?

    Hvað ertu að bulla maður ? 😉 copy/paste úr fyrsta liðinu klikkaði smá þarna

  96. Ég fékk mér svona helvíti fínan plokkara í mötuneytinu í vinnunni Hafliði. Hefðir átt að mæta, rann ljúflega niður hehehehe ……

    Ég er sammála þér með þetta að Carlsberg merkið er böl hahaha. Mitt lið í mínum gamla heimabæ Odense í Danmörku OB er reyndar að ganga ansi vel með merkið framan á og FCK hefur gert fína hlufi líka haha

  97. Sælir félagar

    Ég vil bara spyrja þá menn að einu sem vilja reka Rafa. Hvað stjóra haldið þið að sé hægt að fá inn í það umhverfi sem Rafa er að vinna í. Það er alveg morgunljóst að enginn þjálfari sem nær máli léti sér datta í hug að koma nálægt L’pool eions og búið er að liðinu af hálfu eigenda þess. Ekki einn einasti. Því liggur í augum uppi að verðum og eigum að styðja stjórann okkar því hann á litla sök á stöðunni í dag. Ég segji litla en ekki að hann eigi ekki einhvern hluta í henni enda væri það skrítið. Stjórinn verðu að taka á sig þá ábyrgð sem hann á en ekki meira en það.

    Það er nú þannig og burt með helv… kanana.

    YNWA

Liðið komið – Gerrard byrjar, Johnson ekki

Debrecen á morgun!