Jæja byrjum á klisjunum: Það er ávallt gott að vinna leik og 3 stig eru 3 stig… hehehe en jú mikilvægast er að byggja á þessum sigri, laga það sem miður fór og halda því áfram sem var jákvætt. T.d. góð fyrirgjöf hjá Insúa á Gerrard þe. Gerrard má vera grimmari í boxinu til að létta álaginu af Torres. Aurelio er bakvörður eins og Bjarni Ólafur og þess vegna á kantmaður að vera í þeirri stöðu t.d. Yossi. Fín varnarvinna hjá Carra og Agger (héldu hreinu) og það verður að halda þannig áfram. Villa drullaði uppá bak gegn Arsenal og hljóta að vera búnir að fá að heyra það hjá bæði O’Neill og sínum stuðningsmönnum. Þeir ættu þess vegna að vera ákveðnir en líka svolítið stressaðir.
Varðandi byrjunarliðið þá held ég að Rafa breyti ekki miklu á morgun og gef mér að Kuyt komi inn fyrir Insúa og Aurelio detti í bakvörðinn.
Johnson – Carra – Agger – Aurelio
Lucas – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Bekkurinn: Cavalieri, Pacheco, Darby, Insúa, Spearing, Ngog, Skrtel.
Negullinn í því að sigra er að fá ekki á sig mark fyrstu 20 mín og setja mark á Villa helst í fyrri hálfleik. Ég held að þeir séu stressaðir (eins og við) og það lið sem nær fyrsta markinu nær að slaka á og byrja að spila knattspyrnu. Ef við náum því þá tel ég að liðið muni smátt og smátt ná sjálfstraustinu tilbaka.
A) Halda hreinu reglulega
B) Skora fyrsta markið og bæta í.
C) Réttar skiptingar (nota hópinn)
Það er mikið álag yfir jólahátíðina og þess vegna mikilvægt að dreifa álaginu á leikmenn. Torres, Gerrard, Carragher, Agger, Yossi, Lucas o.s.frv. munu ekki geta verið 100% í 5 leikjum á 17 dögum! En á móti kemur þá eru þetta gríðarlega mikilvægir leikir fyrir okkur og að vinna Villa á morgun sem og síðan Reading úti í FA Cup á 2.janúar er lífsnauðsynlegt. Í dag erum við 5 stigum frá Villa og með sigri gegn þeim erum við virkilega að setja okkur í baráttuna um 3-4.sætið. Með tapi er Villa komið 8 stigum frá okkur og hin liðin ennþá lengra… þetta verður þá orðið fjandi strembið. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í leikinn gegn Reading í bikarnum. Einn leikur í einu!
Það er deginum ljósara að liðið er í vandræðum og þá helst að lykilmenn eru að klikka og sjálfstraustið er lítið. Sigur gegn Villa gæti hjálpað okkur mikið en það er líka mikilvægt að liðið fari að spila sannfærandi og geisli svolítið af leikgleði og ánægju. Ef það gerist þá er ég þess fullviss að liðið nær sé á strik á næstu vikum ef ekki… já þá heldur þetta bara áfram eins og þetta er búið að vera í vetur.
Villa liðið er gott lið og þetta verður strembin leikur og þetta segir Rafa:
“We know they are dangerous from set pieces. They have some big players and we will have to be careful. They have some good players like Ashley Young, Gabriel Agbonlahor, James Milner who is playing really well and John Carew. They are very dangerous in attack.”
Líkt og Rafa segir þá er Villa hættulegt fram á við og þá sérstaklega í föstum leikatriðum en einnig í skyndisóknum. Það er jákvætt að Ashley Young er ekki með vegna 5 gulra spjalda og er Heskey tæpur vegna meiðsla. Friedel í markinu þekkjum við vel og er hann einn af traustari markvörðum deildarinnar, Luke Young er fínn bakvörður ásamt Warnock í vinstri bakverðinu (en hann er líklega einn af fáum leikmönnum sem við höfum selt og hefur staðið sig vel). Dunne og Cuellar í miðverðinu eru öflugir en ekki hraðir, mikilvægt að Torres sé ekki of mikið bara einn uppá topp. Á miðjunni eru hraðir og leiknir leikmenn einsog Downing, Milner og Petrov. Frammi eru væntanlega Carew og Agbonlahor sem eru dæmi um hávaxna manninn og litla hraða gaurinn. Það er fínt jafnvægi í þessu liðið og einnig öflugur bekkur með Beye, Reo-Coker, Sidwell og líklega Heskey. Villa er og verður ávallt öflugt lið en það er samt þannig að mér finnst við eigum að vinna þá bæði úti og heima. Í fyrri leiknum töpuðum við 1-3 heima og við megum ekki tapa 2 leikjum á sama tímabilinu gegn þeim.
Tölfræðin segir okkur að við eigum ekki að tapa þar sem við höfum ekki tapað á Villa Park síðan 1998 (Febrúar) heldur erum við búnir að vinna 6 leiki og gera 5 jafntefli (Villa hefur einungis skorað í 4 af þessum leikjum).
Mín spá: Ég trúi ekki á jólasveininn en samt trúi ég á sigur á morgun. Ég trúi því að liðið sé að komast úr út þessum vítahring og fari núna að byrja að spila af sannfæringu og með sjálfstrausti. Við skorum á fyrsta korterinu í leiknum og eftir það róast taugarnar og liðið spilar eins og þeir sem valdið hafa. Á endanum verður þetta 0-2 sigur þar sem Torres skorar bæði mörk okkar.
Er það komið á hreint með Young, verður hann örugglega í banni ?
Þetta verður fjandanum erfiðara en verður maður ekki að hafa trú á því að við vinnum þetta. Segi 0 1 fyrir okkur og Gerrard dregur vagninn.
Ég er ekki að fara sjá sigur í þessum leik, horfði á leikinn gegn Wolves og hann var hræðilegur, gátum bara skorað þegar við vorum einum fleiri. Mér fannst eins og við værum að spila á útivelli vorum svo aftarlega á vellinum. Villa á eftir að valta yfir okkur. Sorry ég verð bara að vera raunsær, hættur þessu helv…bjartsýni alltaf, vonbrigðin verða bara meiri fyrir vikið.
Ásmundur: Já skv. BBC Sport þá er Ashley Young í leikbanni.
Það hefur verið hörmung að fylgjast með liðinu í vetur og ég hef ekki verið svakalega bjartsýnn á gengi liðsins en ég er á því að sigurinn gegn Wolves og það lið sem við stilltum upp með muni gera það að verkum að við klárum Villa á morgun!
Við eigum mun auðveldara með að sækja þegar Aquilani er innanborðs á miðjunni með Gerrard og Lucas. Ég er bjartsýnn og segi 1-3 sigur og vörn Villa verður leikin grátt.
Engar breytingar á liðinu og halda Kuyt utan þess og þá er ég sáttur.
Aquilani skorar í þessum leik sem og Torres og eitt markanna verður sjálfsmark hjá Richard Dunne.
Rafa getur ekki treyst á rautt í hverjum leik,ef einhver ætti að fá rautt væri það hann þó fyrr hefði verið
Mikið andskoti hefur jólasteikin farið eitthvað illaf ofan í menn, þetta árið. Ég ætla að spá okkar menn sigri í kvöld, sem gefur svo tóninn fyrir framhaldið…
Liverpool kveðja… Carl Berg
H A L L ÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓ 5 KOMMENT OG (NÆSTUM) ÖLL NEIKVÆÐ
Hvað er í gangi hjá (ekki bara í Liverpool) okkur stuðningsmönnum BESTA LIÐS Í HEIMI!!!!!!!!!!????????????
Ég fékk mér bíltúr nánar til tekið í svíþjóð núna í morgunnsárið, bjarnarsafarí, sá engann, en það vara svo ferkst og gott loftið hérna að ég bara hreinlega hef ekki fundið eins góðann andardrátt í háa herrans tíð, þá meina ég að ég hef fyllst af þvílíku sjálstrausti, gleði, ángæju og hreinlega trausti til LIVERPOOL liðsins að ég bara veit ekki HVAAAAAAAAAAAAÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐÐ
Komið nú öll saman og gleðjumst yfir óförum okkar sem verða til þess að við komum okkur á rétta braut aftur og þá meina ég sko RÉTTA BRAUT AFTUR, hrópum upp og öskrum af gleði !!!!!!!!! ÁFRAM LIVERPOOOOOOOOOOOL !!!!!!
Mér hefur alltaf verið saman hvernig við vinnum leiki og ég er ekki að vellta mér upp úr því hvort andstæðingurinn missi mann útaf eða við hreinlega yfirspilum andstæðinginn, ég vil bara að við vinnu og á meðan við gerum það þá er ég bara ÁNÆGÐASTI LIVERPOOL AÐDÁANDINN SEM FINNST
Elsku bestu Liverpooolvinir, Liverpoolvinkonur og annar búfénaður sem kemur hingað inn – upp með húmörinn og góða skapið sama hvað á bjátar þá verð ég alltaf ALLLLLLLTAF LIVERPOOL STUÐNINGSMAÐUR – ég bara spur-cola sko – HVAÐ MEÐ YKKUR??????????????
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is
Vildi óska að ég gæti verið bjartsýnn fyrir þennan leik, en því miður þá verð ég að vera raunsær. Miðað við varnaruppstillingu liðsins undanfarið þá er ekki líklegt að við náum meira en stigi, í besta falli. Ég vonast samt eftir kraftaverki, það eru jú jólin ;-).
Rafa, þjálfarar og leikmen hljóta að vera búnir að laga það sem laga þarf og fara vel yfir þetta lélega spil sem hefur einkennt liðið undanfarið. Nú verður tekið á því og leikmenn geta alveg spilað 100 sinnum betur en þeir hafa gert. Koma nú LIVERPOOL og hættið þessum aumingjaskap og verið ekki að velta ykkur upp úr smá verkjum og hasperrum, KOMA núna annars verða launin ykkar lækkuð. 😉
http://www.visir.is/article/20091228/IDROTTIR0102/580558952
Sko á meðan koma einhverjir no name leikmenn þá er ekki hægt að ættlast að liverpool vinni eitt eða neitt,ég bara skil ekki þessa ands* stefnu að hrúga inn einhverjum jólasveinum sem geta ekki neitt….svo eru menn að halda því fram að Liverpool sé topplið…djö**er ég búinn að fá mikið ógeð.
Nr. 10
Guðbjörn tekur því að æsa sig yfir þessu strax? Það eru svona 50 manns á leiðinni í stað Dossena. Fer bara eftir blaði og degi sem þú lest slúðrið!
Því miður er ég ekkert of bjartsýnn fyrir þennan leik en eins og kemur fram í þessum ágæta pistli eru Villa menn nokkuð sterkir í föstum leikatriðum og það verður að segjast eins og er að við höfum verið afar slappir í að verjast gegn þannig liðum í vetur. Þá finnst mér Reina kallinn hafa verið frekar óöruggur undanfarið sem er líklega vegna þess að vörnin hefur verið með slappara móti.
Leikurinn gegn Úlfunum var í sjálfu sér ekkert til að hrópa húrra fyrir þó að sigur sé alltaf sigur. Maður vonast að sjálfsögðu eftir sigri í þessum leik eins og öllum öðrum en því miður sé ég okkur ekki ná meira en einu stigi útúr þessu í mesta lagi…
Talandi um leikmenn sem eru á heitir eftir t.d. Goran Pandev sem er nú laus við Lazio og Ruud Van Nistelrooy og Adriano en nei það á að leita eftir einhverjum norskum framherja meðan hinir fara til Inter eða Tottenham og hvað með Luca Toni
þetta verður 3-0 sigur hja villa Liverpool er bara lélegt meðallið sem getur ekki unnið lið eins og villa á heimavelli ég hef gjörsamlega enga trú á því bara sorry.Vanadamalið er að við stillum upp 1 framherja gegn öllum liðum sem er bara fáranlegt og öll lið eru bara buinn að læra á okkur Liverpool spilar leiðinlegan göngubolta sem er enginn ógn í við náum aldrei skynisókn né skorum mörk úr föstum leikatriðum eina leiðinn fyrir okkur til að vinna þennan leik er að við fáum víti á fyrstu mín og villa fær rautt fyrir það.Ég er harður poolari eg elska liðið mitt af öllu hjarta en ég er lika raunsær maður og ég veit að þetta verður en eitt Rafa kjaftæðið Dirk kuyt sem er buinn að spila svo vel á þessari leiktíð kemst í byrjunarliðið og mun ekki geta kúk.Síðan kæmi það manni ekkert á óvart að myndi stilla up dossena eða eitthvað álíka kjaftæði Og taka benayoun ur liðinu eftir að hann var að skora á móti wolves
Ef liverpool á að vinna á morgun þá þarf torres að hætta að væla og eiga toppleik og sína hve mikið hann elskar klúbbinn.Gerrard þarf að sýna stórleik og vera sá fyrirliði sem hann var í fyrra og helst öskra á þessa meðalleikmenn sem eiga ekkert skilið að vera þarna og peppa þá upp. Bentiez þarf að öskra á þessa aumingja í hálfleik ef við erum undir en ekki gera shit!!! eins og hann er vanur að gera.En ég trúi því að ef við vinnum villa á morgun þá er liverpool mætt aftur og við munum éta tottenham í næsta leik vonum það besta kæru vinir og gleðilegt nytt ár 🙂
Af hverju að setja Aurelio í bak fyrir Insua,insua var með tvær stoðir á móti wolves
Næstum því …
Aurelio lagði upp seinna markið …
Það sást alveg á fagninu hjá Gerrard þegar hann skoraði á móti Wolves að það skipti hann mjög miklu máli. Ekki bara útaf 3 stigunum heldur bara uppá stuðningsmennina að gera. Andinn í liðinu var allt annar að mínu mati á móti Wolves. Ég hef fulla trú á því að við byggjum á sigri í síðasta leik og ég ætla að tippa á sigur. Ég held í trúnna og hef fulla trú á því að árið 2010 verði flott ár fyrir okkur. Við rífum okkur upp úr þessar lægð, fáum menn inn í janúar sem eiga eftir að hjálpa okkur og við endum í 3 sæti í deildinni. 1-2 sigur á móti Villa. Gerrard og Torres með mörkin. Þú sást það fyrst hér :0)
Sælir,
ætli það sé raunhæft að ætla að fá 6M fyrir Dossena, 3M fyrir Voronin, 2M fyrir Degen og 2M fyrir Kyrgiakos? Ef svo er þá gera þetta 13M, þennan pening væri ég til í að nota og kaupa Juan Manuel Mata frá Valencia. Þyrftum örugglega að punga út meiri en það fyrir hann en hann er þess virði. Fylgist nokkuð vel með spænska boltanum og þessi gaur er rosalegur.
Leikurinn á morgun verður erfiður. Kuyt kemur inn í liðið aftur er ég nokkuð viss um. Annars ætla ég að spá liðinu svona: Reina- Johnson, Carra, Agger, Aurelio-Kuyt, Aquilani, Lucas, Benayoun-Torres, Gerrard. Liverpool kemur til með að leggja meiri áherslu á varnarleikinn í fyrri hálfleik og vonandi ná Villa-menn ekki að skora í honum. Mér finnst samt líklegt að Villa skori mark í þessum leik, það hægir þó eitthvað á sókninni að Young skuli vera í banni. Því þurfa okkar menn að gera a.m.k. 2 mörk til að vinna. Torres skoraði ekki í síðasta leik og segir því tölfræðin manni að hann skori allavega eitt. Gerrard og Benayoun skoruðu í síðasta leik og því mun annar þeirra ekki skora á morgun. Aurelio og Johnson geta skorað á góðum degi en þar sem bakverðir okkar verða passívir í þessum leik er ekki líklegt að þeir skori. Liverpool eru búnir að vera steingeltir í hornspyrnum í vetur og því styttist í að við skorum úr slíku. Aquilani getur sett hann og það væri snilld ef hann næði því. Kuyt er þetta með 10-15 mörk á tímabili þannig að hann getur sett hann. Það eru því ekki nema 3-4 leikmenn sem eru líklegir til að skora á morgun og er það miður. Liverpool hefur ekki snúið mörgum leikjum í vetur því er krúsíal að lenda ekki undir. Það er of einfalt að verjast Liverpool, það eru of fáir leikmenn sem geta skorað reglulega. Ef við náum að fara inn í markalausan hálfleik eeeeeðða jafnvel marki yfir þá er von. Ef við lendum undir þarf liðið að sýna töluverða breytingu á hugarfari til að sigur náist. Ég er að vonast eftir 1-2 sigri okkar manna en jafnteflislykt er af þessum leik.
Vill sjá Pacheco koma inná aftur. Drengurinn er ekki að hika við að taka sénsa og það er einmitt það sem svona ungir strákar eiga að gera, nýta þessi tækifæri til fulls.
Leikurinn á morgunn er stærsti leikur liðsins í deildinni so far. Sannkallaður 6 stiga leikur og hefur mikið að segja uppá framhaldið. Hugsa til þess með hryllingi að lenda 8 stigum fyrir aftan Villa og þurfa fara eltast við það en hef þó fulla trú að liðið gæti samt sem áður náð þeim mun ef það myndi gerast.
Bentitez stillir liðinu væntanlega upp á svipaðann hátt og síðast enda ekki mikil breidd. Taktíkin verður varnarsinnuð og treyst á skyndisóknir enda lykilatriði að halda hreinu á morgun. Ég gæti jafnvel trúað Benitez til þess að láta Benayoun byrja útaf fyrir Kuyt og freistað þess að setja hann inná þegar líður á leikinn enda spiluðu Villa-menn síðast í gær og sjálfsagt dregur af þeim undir lokin. Það væri því möguleiki að refsa þeim með því að reyna keyra upp tempóið undir lokin. Liverpool ættu nú ekki að vera óvanir að spila leiki með 3ja daga millibili úr CL.
Ég tel að stærsta tækifæri Liverpool liggi í þessum aukadegi og held trú á að þeir noti tækifærið og vinni leikinn 1-2 með sigurmarki á 89 mín 🙂 Gerrard klárar leikinn. Þetta verður upphafið að komandi sigurhrinu…….
Þessi leikur er skuggalega mikilvægur. Ef við töpum erum við heilum 8 stigum frá CL sæti sem er mjög slæm staða. Þetta Villa lið er ansi erfitt heim að sækja og því er maður ekkert ofur-bjartsýnn á þennan leik. Hallast að jafntefli en það er bara fyrir löngu kominn tími á að þetta Liverpool lið rífi sig almennilega upp og klári svona leik. Vona að við fáum jólagjöf frá okkar mönnum og þ.a.l. von.
Það sást greinilega að það eru veikleikar í þessu Villa-liði í leiknum á móti Arsenal. Villa voru öflugir í byrjun en síðan dró verulega af þeim og Arsenal gekk á lagið með Fabergasinn í fararbroddi.
Insua er slakur barkvörður, getur ekki dekkað og skallað frá og er of hægur. Aurelio í bakvörðinn og stilla upp sóknarþenkjandi kantmanni í staðinn. Persónulega hefði ég viljað sjá Gerrard í baráttuna á miðjunni og láta Benayoun eða Aquilani setja upp fyrir Torres í framlínunni.
Afhverju vann Villa vann á Old Trafford? Afþví að Man Und er stórlega ofmetnasta liðið í deildinni og Villa gekk á lagið.
ég held svei mér þá að ég myndi sætta mig við jafntefli úr þessum leik og hef varla efni á að fara fram á meira … annars verður frekar spennandi að sjá hvað gerist með kuyt , persónulega held ég að hann byrji á kostnað insua þá myndi aurelio fara í sína stöðu sem er vinstri bak eða bennajún .
Sælir félagar
Það er lítið sem segir manni að þessi leikur vinnist. Það er ekkert sem segir Villa mönnum að þeir tapi þessum leik. Þette eru þær staðreyndir sem mun vinna með okkur.
Þó jafntefli verði að teljast góð úrslit fyrir okkur miðað við gengi liðanna undanfarið þá hallast ég að sigri okkar manna. Með mikilli baráttu og vanmati Villa á okkar liði munum við vinna nokkuð sannfgærandi 1 – 3.
Það er nú þannig.
YNWA
ég er ósammála þér í að skora snemma í leiknum. Mér finnst eins og að við höfum skorað snemma í alt of mörgum leikjum, og eftir markið höfum við hætt að spila algjörlega, og síðan tapað leiknum, eða gert jafntefli. En svo í leiknum gegn úlfunum skoruðum við ekki snemma, og unnum. Bara mínar pælingar.
Það byrjar aldeilis vel hjá Mancini með City, þarna er kominn stjóri á miðju tímabili og er að gera betri hluti en sá sem fyrir var, allavega nú eins og er. Svo ekki segja að megi ekki skipta um hest í miðri á. Enda hefur Mark H ekki verið ofarlega á þjálfunarferli sínum. En að leiknum, Liv lætur nú skína í vígtennurnar og rúllar þessu upp, enda virðist kallinn vera loksins eftir öll þessi ár farinn að hlusta á leikmenn og meðhjálpara sína. 😉
Verður bara annað skref í að sjá hvaða leikmenn eru þess umkomnir að leika fyrir Liverpool Football Club.
Sannfærist stöðugt meir um það að þessi kafli í vetur mun skilja á milli þeirra sem eru með kraft og karakter í að vera leikmenn okkar og svo hinna sem eru ekki með það sem þarf. Tel t.d. alveg orðið ljóst að Babel, Voronin, Dossena og Degen verða kvaddir formlega en í staðinn fáum við að sjá yngri mennina eins og Pacheco og Spearing.
Miðað við viðtalið við Carra í síðustu viku held ég að þessi ferill sé í rauninni það sem nú er í gangi og við sjáum töluverðar tilraunir til breytinga á leikmannahóp í janúar.
Fólk hefur verið að pirra sig á Wolvesleiknum en mér fannst mjög margt jákvætt þar á ferð, jákvæðast að ná að halda hreinu og að sjá Gerrard og Benayoun leika vel, brosa og taka ábyrgð. Við erum komnir ofan í holuna fyrst og síðast vegna slakrar frammistöðu leikmannanna sjálfra að mínu mati og þeir þurfa einfaldlega að koma okkur upp úr holunni. Við vitum öll að getan liggur hjá þeim og það er bara þeirra að sýna það!
Ég reyndar tippa á að Aquilani fái hvíld í leiknum frá byrjunarliði, er einfaldlega enn að vinna líkamann í gang og Gerrard fari niður á miðjuna. Kuyt, Aurelio og Benayoun þar fyrir framan.
Svo er mér fyrirmunað að skilja umræðu um það að Insua sé hægur! Þessi stórefnilegi bakvörður okkar er vissulega lágvaxinn (þó hærri en t.d. Evra og Ashley Cole) og á það til að missa menn frá sér í dekkun á fjærsvæðinu en er alveg frábær fram á við og var að mínu mati besti leikmaður liðsins gegn Wolves. Hann og Aurelio ná vel saman því Fabio kann auðvitað bakvarðarstöðuna vel og því fékk Insua mikið leyfi til að “overlappa” upp kantinn.
Leikurinn verður endurtekning haustsins. Villa munu pressa okkur hátt og öllu máli skiptir hvernig okkur tekst að leysa það, auk þess sem öll föst leikatriði verða erfið gegn þessu hávaxna og líkamlega sterka liði.
Verður erfitt, en spái sigri, 0-1 eða 1-2.
Þetta er besta lið sem liverpool hefur stillt upp lengi.þannig að ég er nokkuð vissum um að við fáum sigur í kvöld.
Ég er sammála Magga, Insua klárlega einn sá efnilegasti lengi. Algerlega sammála því líka að liðið er statt í holu, bara spurning um hver heldur á skóflunni sem gróf hana og hvort hann hætti nú ekki að grafa fljótlega….
Hvernig líst mönnum á þennan Arda Turan?
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1239160/Liverpool-spend-10m-Galatasaray-star-Arda-Turan-Ryan-Babel-Andriy-Voronin-Andrea-Dossena-sold.html
Þetta verður 0-2 fyrir Liverpool. Hinir þungu miðverðir Villa munu ekki eiga séns í Torres sem setur bæði mörkin. Er sannfærður að Liverpool sé að fara inn í gott run sem tryggi okkur 4. sætið. Villa mun gefa eftir sem og Tottenham. Er hræddastur við Man. City sem er komið með frábæran stjóra í Roberto Mancini.
Sagan segir okkur allavega að Villa gefi alltaf eftir um áramót enda keyrir O’Neill alltaf á sama mannskapnum og Agbonlahor skorar oftast mjög lítið eftir áramót en Villa keyptu marga leikmenn í sumar og því gæti orðið breyting þar á en vonandi fyrir okkur þá munu þeir halda áfram að vera slappir eftir áramót. Ég hef rosalega miklar áhyggjur af Man City enda eru þeir loksins núna komnir með rosalega færan þjálfara sem er sigurvegari og veit hvernig á að gera hlutina.
City hafa núna unnið báða leikina undir stjórn Mancini og ekki fengið mark á sig.
En þessi leikur í kvöld er make or brake fyrir okkur enda eru Villa menn allt of langt frá okkur og við einfaldlega megum ekki missa þá 8 stigum á undan okkur.
Áhugavert að lesa þessa grein þar sem Ryan Babel svarar aðdáendum. Það er svo greinilegt að Benitez einfaldlega er búinn að eyðileggja þennan leikmann með því að frysta hann trekk í trekk. Las tölfræði um daginn sem sagði að Babel hefur á sínum ferli hjá Liverpool setið að meðaltali 2 leiki á beknum eftir hvert mark sem hann hefur skorað….vel farið með frábært talent Benitez! Síðasta setningin í svari hans segir allt sem segja þarf.
“Hi Ryan,
I feel sorry about the situation you are facing with rafa and liverpool, you should be playing more minutes every game, quality footballer mate, said it from your first season at anfield. hope you stay with us and fight for your place at Liverpool , would be a shame to lose such a talent! quality to watch mate, you and torres upfront would scare defences!! good luck in the future buddy, hopefully with Liverpool.”
Hi Chris, thanks for the support.. I need it.. I’m also hopin that I can stay and can be important for the team.. I have faith and confidence in myself but others need to have those as well to give me a chance.
http://www.fobazo.com/en/latest_news.asp?AjrDcmntId=7580
Annars er ég sammála Magga að leikmenn hafi spilað illa og séu komnir ofaní holu. Það er hins vegar munur á okkar skoðunum því af mínu viti er það Benitez sem á alla sök þarna á og þarf að taka alvöru törn á skóflunni og fá leikmenn með sér. Ég vona það besta þetta tímabil en með Benitez sem stjóra óttast ég það vesta.
Eins og fram hefur komið í athugasemdunum, þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur. Við verðum að komast á gott run ekki seinna en strax. Tímabilið er ekki búið þó við töpum þessum leik en þá erum við að gera okkur verulega erfitt fyrir.
Óskar Barnes #31 segir að hinir þungu miðverðir Villa ættu ekki sjéns í Torres.
Hann Torres okkar lét hafa það eftir sér eftir síðasta leik á móti Villa, að þetta væri erfiðasta vörnin að spila á móti.
Þessi leikur verður gífurlega erfiður og hann mun taka á taugarnar. Við getum ekkert annað gert en að styðja okkar lið og vona að við verðum ofan á í baráttunni.
Leikurinn fer 0-1 fyrir Liverpool, Kuyt skorar um miðjan seinni hálfleik.
Þetta verður rosalega stembinn leikur í kvöld. En ég held að okkar menn fari loksins að spila alvöru fótbolta og fari að sýna sitt rétta andlit. Núna þegar Aquilani er komin á miðjuna sér maður að gerrard er strax farin að njóta sína betur. Allavegana fannst mér það á köflum á móti Wolves. Ég þess vegna ætla að spá góðum 4-1 sigri þar sem Torres setur 2 Gerrard 1 og Kuyt 1 .
Svo var ég að skoða þennan Arda Turan. Mér líst bara helvíti vel á þennan strák. með 55 mörk í 88 leikjum það er alls ekki slæmt.
En ég held að það sé algjör lykilatriði fyrir liverpool liðið að festa kaup á Ruud van Nistelreoy í janúar og jafnvel með honum fá Goran Pandev og Luca Toni. Það gerir ekkert til að hafa úr nokkrum framherjum að velja úr. En Nistelreoy er “MUST BUY” fyrir okkur í janúar.
Ég ætla að spá 1-1, Benayoun skorar á 13. mínútu og Villa-menn jafna á 79. mínútu.
þetta fer 2-0 fyrir okkur torres setur bæði…. hann er búinn að vera frekar slakur (að mínu mati) undafarið hann bætir upp fyrir það í kvöld með 2 kvikindum 🙂
http://liverpool.is/News/Item/13101
flottur kauppakki sem LiverpoolKlúbburinn á Íslandi gerði en það eru bara þrír leikmenn sem ég myndi fá af þessum pakka eru Victor Moses, Ruud Van Nistelrooy og Lassana Diarra sem er að klassa eftirmaður fyrir Javier Mascherano en aðrir sem myndi ég vilja en eru að fara til önnur lið einsog Keisuke Honda í VVV sem nú að fara til CSKA Mocsow og Luca Toni sem fer til AS Roma og Pandev sem er að fara til Inter.
Leikmenn sem væru flottir einsog Milos Krasic, Adriano , Hatem Ben Arfa sem Man Utd eru á eftir
Ég trúi nú frekar á Jólasveininn heldur en sigur í þessum leik..3-1 fyrir Villa og Rafa verður rekinn og 2010 verður yndislegt ár…
Er Babel meiddur, veit það einhver?
Babel er ekki meiddur en ég gæti trúað að hann sé einfaldlega úti kuldanum hjá Benitez.
4-0 fyrir villa,segi það til að blása ekki upp neinar væntingar,nú ef Liverpool vinnur sem ég tel ekki líklegt þá verður það bara ánægjulegt.
Hafa unnið Stoke og Wolves! Svaka byrjun 🙂
Liverpool var miklu betra liðið í fyrri leik liðanna í deildinni en tapaði, ég myndi sætta mig að það snerist við í dag.
Sælir,
Ég var nú pínu svekktur á sínum tíma þegar Warnock var seldur. Hann hlýtur að vera veikleiki í Villa liðinu sem Benitez nýtir sér (úr því að hann seldi hann). Ef Insúa verður í liðinu er alveg tilvalið að bera þá saman.
Ég væri allavega frekar til í að hafa Warnock sem er Enskur nagli heldur en Dossena eða Aurelio í bakverðinum.
Í mörgum viðtölum þá voru leikmenn Liverpool að tala um hvern væri best að forðast á æfingum þá var það Warnock því að drengurinn væri virkilega fastur fyrir og mætir í allar tæklingar af fullum krafti.
Þetta er af sky sport
Possible starting XIs:
Aston Villa: Friedel, L Young, Cuellar, Dunne, Warnock, Petrov, Milner, Downing, Sidwell, Agbonlahor, Carew
Liverpool: Reina, Carragher, Johnson, Agger, Insua, Gerrard, Lucas, Benayoun, Aquilani, Kuyt, Torres
Þarna eru 4 leikmenn sem ég held að myndu labba inní Liverpool liðið, Dunne, Milner, Downing, Agbonlahor ef við myndum spila 4-4-2 en heilt yfir þá finnst mér hópurinn vera sterkari en hjá Villa.
út með lucas og carra þá kemur kannski eithvað flæði á spilið og inn með ítalann
Hafa unnið Stoke og Wolves! Svaka byrjun.. Liv vann Wolves á heimavelli 2-0 eftir að Wolves voru 1 færri. MC vann þá á útivelli 0-3 er það ekki góð byrjun þegar að MC hefur ekki unnið nema 1 leik á útivelli áður, allavegana betra en hjá Liv, en vonandi fara Liv leikmenn að vinna fyrir kaupinu sínu, tökum þetta á eftir, það verður svo að vera 1 – 3 jess jess……
3-1 tap eins og í fyrri leiknum og benitez fagnar ekki markinu sem kemur okkur í 0-1 😉
Nr 46 …
Milner og Agbonlahor – allt í lagi, ég get tekið undir þetta.
Downing og Dunne samt ? Dunne hefur reyndar byrjað ágætlega hjá Villa, en það er stöðugleiki sem einkennir góða leikmenn, ekki góðir 3 mánuðir – og Dunn var nú ekkert frábær hjá City, svo að vægt sé til orða tekið.
Downing er annars meðalmennskan uppmálið að mínu mati.
Koma svo – hefnum fyrir tapið á Anfield fyrr í vetur, sækjum 3 stig á Villa Park! YNWA
Maggi samkvæmt öruggum heimildum er Insúa lágvaxnasti leikmaðurinn í deildinni. Hann hefur verið okkar helsti veikleiki í vetur því miður. Enn að leiknum sé ekkert því til fyrirstöðu að vinna leikinn í kvöld spái dramatískum 1-2 sigri með marki frá Glenn
The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Benayoun, Lucas, Aquilani, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Skrtel, Aurelio, Kyrgiakos, Babel, Ngog, Spearing.
Að mínu mati okkar sterkasta lið í dag. Er bjartsýnn á þetta.
evra er 175cm og insua 176cm þess vegna er þetta ekki rétt hjá þér þórhallur… og er alls ekki sammála með því að hann sé búinn að verið okkar mesti veikleiki.. og ashley cole er 173cm..
…og Shaun Right-Phillips er 121 cm
Þórhallur, Shaun Wright-Phillips er 1.68 sem er talsvert minna en Insua. Meira að segja er Mascherano sentímetra minni en Insua.
þá verð ég að lemja heimildamanninn. En gef mig ekki með fótboltagetu hans. Hann á í miklum erfiðleikum að passa sitt svæði í vörnini og sóknarlega hefur hann gefið okkur lítið ef frá er talin frábær fyrirgjöf hans á móti Úlfunum. Aurillio er mun betri sóknarlega en er því miður aldrei í topp formi vegna meiðsla