Bolton á morgun

Eftir hörmungina síðasta þriðjudag er gott að það sé komið að næsta leik, og það á Anfield. Það er best að ná þeim leik út úr kollinum með því að sýna einhverja frammistöðu fyrir framan fullan leikvang okkar. Ég var froðufellandi af reiði eftir “frammistöðuna” gegn stórliði Úlfanna, gjörsamlega brjálaður. Sagði þá að eftirtaldir aðilar ættu að fara á fund með Purslow og gefa laun sín næstu tvær vikunnar til hjálparstarfs á Haítí: Rafael Benítez, Skrtel, Insúa, Kuyt, Lucas, Riera, Gerrard, Maxi og Ngog. Carra og Masch hefðu átt að leggja til 4 vikna laun, svo hörmulega slakir voru þeir. Þeir einu sem gátu farið frá þeim leik og var hægt að segja að hefðu lagt sig fram og verið á tánum voru þeir Pepe og Soto. En hvað um það, sá helvítis leikur er búinn, ekki orð um það meir (kannski þó slæðist eitthvað inn um hann síðar).

Á morgun er enn eitt stórliðið að fara að etja kappi við okkur, sjálfir Bolton. Bolton mega eiga það að þeir hafa verið eitthvað jafn leiðinlegasta lið deildarinnar undanfarin ár. Ég man varla eftir að hafa séð leik með þeim þar sem þeir spiluðu skemmtilegan bolta. Ég verð þó að viðurkenna það að ég þoli þá mun betur eftir að stórkjafturinn Sam hætti með þá. Við megum því enn og aftur búast við bardaga leik og nú þurfa menn að vera klárir í slíkt, menn þurfa að hafa fyrir hlutunum, menn þurfa að berjast. En það sem enn meira máli skiptir, menn þurfa að geta sent boltann sín á milli. Það gerir það enginn fyrir leikmennina sem inná eru, þetta eru atvinnumenn, landsliðsmenn, í öllum stöðum, og enginn, ENGINN, hvorki Rafa, né Sammy, né neinn annar úr þjálfaraliðinu, getur sent boltann fyrir þessa leikmenn sem inni á vellinum eru. Þetta er bara ekki flókið, þú þarft að geta sent boltann á samherja. Samherjinn þarf svo að HREYFA sig á vellinum, til að gefa sendingarmanninum það auðveldara að senda á hann. Flókið? NEI.

Meiðslalistinn okkar er sterkur þessa dagana, sem fyrr. Engar líkur eru á því að Torres, Johnson, Benayoun eða El Zhar geti verið með. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Agger eða Kelly verði með. Svo veit maður aldrei á hvaða vikudegi Aurelio er heill, líklega er hann meiddur. Gott og vel, ekkert nýtt að frétta á þessum bænum og það þýðir ekki einu sinni að spá í þá hluti. Ég vil meina að við getum stillt upp hörkuliði sem getur hreinlega rúllað yfir þetta Bolton lið, rúllað yfir það. En það er líka margt sem ég ekki skil, enda takmarkast fótboltakunnátta mín fyrst og fremst við það sem maður sér í sjónvarpinu, og les á netinu. Maður hefur ekki þann munað að geta tékkað á æfingasvæðinu á day to day basis. Því er það kannski barnalegt af manni að vera að stilla upp liði svona út í loftið, en þar sem þetta er nú einu sinni bloggsíða og akkúrat enginn heilagur sannleikur í gangi hérna, þá ætla ég að stilla upp “mínu” liði (eins og ég hef reyndar áður gert) en svo einnig liðinu eins og ég held að það verði. Mitt lið lítur svona út:

Reina

Degen – Carra – Soto – Insúa

Lucas – Aquilani
Maxi – Gerrard – Riera
Kuyt

Já, ég set Kuyt upp á topp, því ég tel að það þurfi að hamast í þessum varnarmönnum Bolton, alveg fram og aftur, sem ætti að skila sér í plássi fyrir Stevie sem afturliggjandi framherja. Ég vel Lucas fram yfir Masch þar sem að ég tel hann hafa verið okkar skársta miðjumann undanfarið og öruggari á boltanum. Ég hefði valið Aurelio í vinstri bakk ef hann væri heill. En svona held ég þó að þetta muni líta út:

Reina

Carra – Skrtel – Soto – Aurelio

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Riera
Ngog

Bekkurinn: Cavalieri, Degen, Darby, Maxi, Aquilani, Pacheco og Babel.

Fínt lið svo sem, ég vil bara ekki sjá Carra í bakverðinum og ég vil sjá Aquilani inni á miðjunni, því við þurfum ekki tvo varnartengiliði gegn Bolton á heimavelli.

Nánast alltaf, þá er það eina sem ég fer fram á hjá Liverpool, er að skila 3 stigum í hús. Svo er ekki fyrir að fara núna. Eftir þessa skitu á þriðjudaginn, þá vil ég sjá SANNFÆRANDI spilamennsku, ég vil sjá blóð á tönnum. “We’ve turned a corner” my arse, menn mega snúa í hvaða átt sem er, framhjá hvaða horni sem er kæri Gerrard, ég vil sjá passion, sendingar á milli samherja, fullt af færum og ekki hvað síst, FULLT AF MÖRKUM. Got it? Let’s sure hope so. Ég er með þá von í brjósti að leikmenn liðsins fá þessa upphitun þýdda fyrir sig í fyrramálið og að þeir fari eftir þessu. Með það að leiðarljósi, þá ætla ég að spá 4-0 sigri okkar manna, Stevie með 2, Ngog 1 og Riera 1. Koma svo…

P.S.
Þú þarna gamla kona, farðu heim og láttu manninn vera.

64 Comments

  1. Ef Rafa stillir upp einum varnartengilið á miðjunni þá spái ég 4-0, annars 1-0. Kuyt heldur áfram að gleðja okkur 😉

    Munið samt að það er bannað að gleðjast, brosa eða fagna marki ef svo ólíklega vill til að einhver leikmaður undir stjórn geldingsins skorar. Það eru jú dimmir tímar og engin ástæða til að leyfa sér þann munað.

    YNWA

  2. Nú er svo komið að ég í fyrsta skipti í áratugi, síðan á barnsaldri raunar, nenni bara alls ekki að horfa á Liverpoolleiki og nenni ekki að velta mér upp úr þessu í bili. Liðið er einfaldlega hundleiðinlegt á að horfa, stundum berjast menn og stundum eru þeir andlausir en alltaf eru þeir langflestir lélegir í fótbolta enda kosta gæðamenn peninga sem við eigum ekki.

    Illa spilandi varnarsinnað og leiðinlegt lið. Stundum íhugar maður afhverju ungir drengir og stúlkur velja í dag Liverpool sem sitt lið og ég verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju.

    Einu sinni spiluðum við bráðskemmtilegan sóknarbolta, allt liðið tók þátt og boltinn gekk manna á milli með jörðinni, á meðan voru flest önnur ensk lið föst í kick and run boltanum. Í dag á maður aldrei von á skemmtilegum leik okkar manna heldur vonar bara að hundleiðinlegur varnarboltinn skili inn einu tilviljunarkenndu marki meira en andstæðingurinn skilar í hús.

    Síðan var alltaf ákveðinn stíll yfir Liverpool, svokallaður Liverpoolway sem réð ríkjum og það var sá stíll og samstaða sem hreif menn til að leggja lag sitt við Liverpool, erfitt að lýsa þessum “stíl” en þið sem haldið með Liverpool vitið hvað ég er að fara. Hann heyrir nú sögunni til eins og allt of mörg dæmi sanna, td Klinsmann dæmið og mörg mörg mörg fleiri.

    Ef við vinnum einn leik koma menn og lofa leikmenn og Benitez en ef við töpum koma sömu menn og vilja hetjur gærdagsins burt og Benites i gálgann.

    Lítið á spá hér um byrjunarlið okkar á móti Bolton, finnst ykkur þetta vera sterkt lið!. Skiptir ekki máli hver er við stórnvölinn með þennan mannskap við munum ekkert geta.

    Því miður er það svo að peningar ráða öllu í dag og okkur vantar þá.

    Auðvitað mun ég áfram fylgjast með enda það eina sem óbreytt er við Liverpool sú staðreynd að stuðningsmennirnir eru og verða alltaf þeir bestu, því miður er að sama skapi ekki sjáanlegt að bestu leikmennirnir munu verða okkar á næstu misserum.

    Áfram Liverpool

  3. Við missum ekki trúna ef það fer að rigna.
    Við gefumst ekki upp þótt við séum 3 mörkum undir í hálf leik.
    Við syngum okkur hása ef við heyrum YNWA
    og við höldum áfram hvað sem það kostar…

    Áfram Liverpool…

    Það er ekki hvernig hinir gera, heldur hvað við gerum það sem skiptir máli!

  4. Davíð (#2) og fleiri … ég skil alveg pirringinn hjá þér og öðrum og upplifi hann alveg sjálfur. Það eru allir pirraðir á ástandinu, vonbrigðunum sem þetta tímabil ætlar að verða.

    Hins vegar skil ég ómögulega þegar menn segjast ekki nenna að horfa á Liverpool-leiki lengur. Er þetta virkilega svo slæmt í dag? Liðið í dag, með sitt lélega gengi í vetur, er samt betra heldur en það var undir stjórn Roy Evans og á köflum undir stjórn Houllier (svo ekki sé minnst á Souness). Það er ekkert nýtt að Liverpool geti ekki unnið titilinn, við höfum vanist þeirri tilfinningu undanfarin ár og ætti það því ekki að vera neitt sem gerir menn skyndilega þreytta á að horfa á liðið.

    Ég er ekki að segja að hlutirnir séu í lagi eða að við eigum að sætta okkur við sjöunda sætið eða þar um bil. Liðið á í vandræðum og leikirnir eru misleiðinlegir, og fáir skemmtilegir, þessar vikurnar. Hins vegar er ég ekki að horfa á Liverpool vegna síðustu leikja heldur vegna þess að það er alltaf von um að næsti leikur verði geðveikur.

    Það er bara andstætt mínu sjónarhorni á fótboltann að ætla að hætta að horfa á liðið. Ég skil ekki svoleiðis hugsunarhátt, verð að segja það. Ég hef alltaf áhuga á Liverpool og leikjum þess, þótt ég hafi skiljanlega misgaman af leikjunum. Hvað gera menn svo ef þeir sleppa því að horfa á einn leik eða nokkra leiki og liðið spilar glimrandi vel og þeir leikir eru skemmtilegir?

    Ég styð Liverpool. Fyrir mér felst stuðningur í því að maður heldur áfram að hvetja sitt lið þótt illa gangi og það gildir alveg jafnt um sófagláp á boltann eins og að fara á völlinn. Ég nýt mín í botn sem FH-ingur síðustu sumrin af því að ég hélt áfram að styðja liðið í upphafi áratugarins þegar liðið féll úr efstu deild og eyddi nokkrum tímabilum í að spila í næstefstu deild. Áfram mætti maður á völlinn og studdi liðið, hafði alltaf áhuga á liðinu þótt það væri ekki beint gaman að sjá það í miðjumoði í neðrideild. Nú er öldin önnur hjá FH og talsvert meira gaman að styðja liðið, en áhuginn er hvorki meiri né minni, stuðningurinn hvorki meiri né minni.

    Sama gildir um Liverpool. Ég styð liðið alltaf og hef alltaf áhuga á því, þótt það sé misgaman. Það var gaman að vinna Evróputitil, það var gaman þrennuvorið 2001, það var gaman í fyrravor að rúlla Real og Utd upp í sömu vikunni og sjá liðið spila ótrúlega flottan bolta, alveg eins og það var hundleiðinlegt að horfa á Wolves-leikinn. En alveg eins og það er víst að það er leiðinlegt að horfa á Liverpool núna er öruggt að það verður gaman aftur. Ég vil sjá þegar það gerist.

  5. Kominn bullandi föstudagur í KAR… En sammála honum.

    Á bekkinn með Gerrard og áfram Liverpool.

  6. Allt í lagi. Leikurinn gegn Wolves var jafn leiðinlegur og jólaplata með Helgu Möller en auðvitað hættir maður ekki að horfa á leiki með Liverpool. Ég er hins vegar sammála Mr. Victory Stone að á morgun vil ég sjá liðið mitt trampa á Bolton í moonboots.

  7. Sælir félagar

    Fín upphitun SSteinn og kröfurnar sem þú gerir sanngjarnar. Ég neita að trúa því fyrr en ég tek á því að Rafa reyni ekki að stilla upp sóknarliði með það upplegg að skora mörk og gjörsigra Bolton. Ef svo verður ekki mun ég fallast á að hann sé með’ pí… en ekki pung.

    Sú var tíðin að Bolton spilaði leiðinlegasta bolta allra tíma. Þannig hefur það verið í mörg ár. Ein vinkona mín sem er gallharður stuðningsmaður West Ham segir að þeir spili ekki fótbolta heldur anti-bolta. Það hefur mátt til sanns vegar færa. En mér hefur sýnst að þar sé að verða breyting á. Vonandi og þá gæti þetta orðið skemmtilegur leikur svo fremi að Liverpool spili fótbolta en ekki þann anti-bolta sem þeir spiluðu í síðasta leik.

    Ég tek undir með Kristjáni Atla að ég hætti aldrei að horfa á og styðja mitt lið – úr sófanum og stundum en alltof sjáldan á vellinum. Að vísu hafa þær stundir komið undanfarna mánuði að ég hefi staðið upp úr sófanum öllu viti firrtur vegna frammistöðu okkar manna. En ég hætti aldrei að horfa á og styðja mína menn. ALDREI!!!!

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Alveg sammála Kristjáni um að maður hættir ekki að styðja sitt lið en er samt sem áður ósammála því að liðið í dag sé skemmtilegra á að horfa en liðið undir stjórn Roy Evans. Við vorum vissulega með sleða í okkar liði en það var yndislegt að horfa á léttleikandi boltann þrátt fyrir að árangurinn léti á sér standa.

    Við fengum snilldartakta frá Macca, John Barnes, Robbie Fowler, Jamie Redknapp og meira að segja kunni Carra að sparka í boltann sem miðjumaður þarna. Hrikalega skemmtilegt að horfa á liðið og ungir og efnilegir leikmenn komu upp eins og Fowler, Carra, Owen og Gerrard.

    Varnarleikur liðsins var aftur á móti sér kapítúli fyrir sig þar sem menn eins og Björn Tore Kvarme, Phil Babb og Björnebye fóru mikinn.

    Myndi kjósa spilamennskuna undir stjórn Evans alltaf fram fyrir þetta sem við erum að bjóða upp á núna. Leikirnir við Newcastle þar sem Collymore fór á kostum er eitthvað sem ég væri til í að upplifa aftur. Leikirnir sem Benitez er að bjóða upp á þessa dagana vil ég ekki upplifa aftur.

  9. Gubb nenni ekki að horfa á þennan leik álika leiðinlegt og byrja að telja niður að jólum núna ég spái 0-0 og ekkert gerist í þessum leik þá meina eg gjörsamlega ekkert

  10. Þó maður sé pirraður og farinn að hungra í stöðugleika og betri árangur mun maður aldrei hætta að fylgjast með leikjum liðsins. Þannig er ég gerður sem stuðningsmaður og mun alltaf fylgja mínu liði í gegnum súrt og sætt. Tímabilið hefur vægast sagt verið mikil vonbrigði en alltaf heldur maður í trúnna og trúir því að næsti leikur verði betri.

    Ég mun hlamma mér í sófann á slaginu kl 15 á morgun og sjá mína menn takast á við baráttuglaða Bolton menn sem verða sýnd veiðin en ekki gefin. Vonandi sjáum við Maxi og Riera á köntunum ásamt því að annað hvort Lucas eða Masch verði fórnað fyrir Aquilani. Svo vil ég Degen (ótrúlegt en satt) í hægri bak í staðinn fyrir Carra því að ég er kominn með leið á þessum háloftasendingum frá þeim síðarnefnda. Einnig má Skrtel alveg fara úr liðinu að mínu mati því ég held að hann hafi ekki gefið eina sendingu með jörðinni í síðasta leik, allar spyrnur voru háar og ekki einu sinni vænlegar til árangurs.

    Maður verður bara að sætta sig við að þetta tímabil er hörmung en vittu til kæri vinur við eigum eftir að ná þessu fjórða sæti. Um leið og við fáum Torres, Johnson, Agger, Benayoun og Aurelio til baka og í formi ásamt Riera, Gerrard og Maxi þá verðum við með hrikalega flott fótboltalið sem er illviðráðanlegt.

    Forza Liverpool

  11. nei ætla ekki að horfa á liverpool leiki fyrr en karlinn er hættur þetta er andlaust leiðindalið og ekki verður það betra ég held að þetta sé og verði ónýtt lið og þarf að breyta núna

  12. Hvernig nennir þú þá Elías Hrafn að vera sífellt inni á Liverpool síðu að gubba? Auðvitað fer gengi liðsins hryllilega í pirrurnar á manni, þó ekki jafn mikið og þegar þú er gubbandi hérna inni. Maður bíður bara eftir að fleiri lesi svo þú fáir þína reglulegu þumla niður og kommentin hverfa. Ef þetta er allt svona viðbjóðslegt, why bother?

    Annars algjörlega sammála KAR, ég mun ALDREI hætta að styðja mitt lið og ALDREI hætta að horfa á leiki þess.

  13. Skil ekki komment eins og #9&10, hver er tilgangurinn með þeim? Ekki eru þau innihaldsmikil og bæta engu við umræðuna. Ef menn hafa það virkilega ekki í sér að horfa á leikinn sem upphitunin fjallar um ættu þeir að sleppa því að kommenta.

    Annars er ég nokkur bjartur fyrir þennan leik, reyndar eins og fyrir alla leiki LFC og ég vona svo innilega að Rafa sýni að hann hafi pung og stilli upp sóknarliði. Við þurfum ekki Lucas og Masch báða á miðjunni og uppleggið þarf ekki alltaf að vera halda hreinu og vonast eftir því að pota inn einu marki. Væri alveg til í að sjá Pacheco í byrjunarliði og N´gog á toppnum.

    Annars held ég að boltinn sem þetta Bolton lið spilar eigi eftir að taka miklum breytingum undir stjórn Owen Coyle og gæti alveg trúað að við sjáum meiri áherslu á spil hjá þeim á morgun í stað Kick&Hope.

  14. Ég Hata það Hve mikið ég Elska Liverpool mér lýður bara alltaf illa að horfa á þá spila þessa daga þess vegna gubba ég yfir 5-4-1 kerfi i hverjum leik

  15. Já mikið eru menn svekktir með síðasta leik og skal engann undra. En nú hlýtur RB að fara að fatta það að þessir 1og1 tilviljunar kendu sigrar bara duga ekki, svo að ég hed að verði þrumu sókn á morgun, það veður bara að vera þannig. Annars skil ég ekki þessa leikmenn sem fá borgað fyrir að spila og gera ekkert annað, að þeir geti ekki spilað boltanum á samherja, og fari alltaf í þessa skotgrifju með þrumu eitthvað framávið. Geta þessir leikmenn ekki skilið það að svona háloftabolti er ekki að skila neinu en samt eru þeir alltaf að gera þetta, hlusta þeir ekki á þjálfaraliðið eða er þjálfaraliðið ekki að segja neitt, bara fatta þetta ekki. Tökum þetta á morgum 3-0 og kanski stærra, KOMA SVO liverpool.

  16. Ætlaði bara að pota því hér inn að það er viðtal við Gauta á LFCTV í Academy Review klukkan 20:00 á LFCTV í kvöld.

  17. ég vil sjá tígulmiðju.. mascherano djúpur, riera á vinstri, maxi á hægri, aquilani á miðjunni og kuyt og ngog frammi. á bekkin með gerrard hann er ekki orðinn nógu góður í byrjunarlið. hann er búinn að vera skítlelegur á þessu tímabili, vonandi bara útaf öllum þessum meiðslum.. en þegar hann er inná þá leita allir til hans og bíða eftir að hann klári hlutina og það er bara verra ef hann er ekki í toppformi. Aquilani virtist vera að koma sterkur inn sóknarlega á móti spurs en þá frysti hlandhausin hann á bekknum í næsta leik.. en ef Gerrard á að byrja þá vil ég hafa hann frammi með ngog. að hafa tvo djúpa miðjumenn á Anfield á móti bolton væri bara niðurlægjandi ! Þetta er Liverpool á þessum velli, það eru við sem eigum að vera með bolltan. !

    og með vörnina þá verða að vera alvöru bakverðir nenni ekki að horfa á kýlingar fram á Anfield ! vil sjá aurelio og helst kelly ef hann er orðinn klár(var einhvað byrjaður að æfa) annars degen !
    ‘AFRAM LIVERPOOL !!!!!!!!!!!!

  18. “Liðið í dag, með sitt lélega gengi í vetur, er samt betra heldur en það var undir stjórn Roy Evans ??????????????????”

    eeeee…. nei…

    Hef ekki haft geð á að blanda mér í umræðuna undanfarið en þetta er algjör misskilningur sem verður að leiðrétta. Fyrir utan Evrópubikarinn skiluðu Evans og Benitez báðir einni bikardollu… í deildinni stefnir Benitez á að vera á svipuðum slóðum og Evans, en munurinn er sá að maður gat allavegana hrifist af fótboltanum undir Evans. Það er bannað að tala um CL, vegna þess að þá þurftirðu að vera í 2. sæti í deildinni og Rafa er nú ekki búinn að ná því á hverju einasta ári hingað til. Kannski hefði Roy skilað einum stórum ef hann hefði fengið séns á hverju ári?

    Skil samt að það er kannski smekksatriði hvað telst góður fótbolti. Ef til vill er fullt af fólki sem kýs frekar að horfa á fótboltann sem Benitez hefur boðið uppá heldur en þann sem “Spice Boys” spiluðu. Að mestu leiti er samt árangurinn svipaður.

    En það mátti s.s. sjá það fyrir að eftir hörmulegan þriðjudag yrði búið að snúa umræðunni hér yfir í gleðipillupartý daginn fyrir næsta leik.

    Sammála KAR að menn eiga að styðja sitt lið út í rauðan dauðan. En ég skil samt voða vel að menn vilji kannski frekar þvo bílinn, viðra hundinn eða þvo og viðra konunni sinni heldur en að horfa á spilamennskuna eins og hún hefur verið undanfarið. Þeir eru eflaust ekkert verri stuðningsmenn Liverpool fyrir vikið þó þeir trúi því að það séu til aðrir þjálfarar í heiminum fyrir utan Rafa Benitez.

    Áfram Liverpool. 1-0 og Kyrigianniakopolus skorar markið.

  19. Grolsi (#8), Daði (#21) og fleiri – þið talið eins og 4-3 sigurleikirnir gegn Newcastle hafi verið daglegt brauð undir stjórn Evans? Eins og Evans hafi einhvern tímann náð jafn langt í Evrópukepni og Benítez hefur gert? Eins og liðið hafi undir stjórn Evans einhvern tímann náð í 80+ stig, barist af alvöru um titilinn eða verið það lið sem skoraði mest allra í deildinni, eins og okkar menn gerðu í fyrra?

    Ég veit að gengið er hörmulegt núna, en þið getið ekki valið að muna eftir einhverjum örfáum klassískum leikjum undir stjórn Evans og borið þá saman við þetta lélegasta tímabil undir stjórn Benítez og látið eins og Evans hafi þ.a.l. verið betri eða spilað skemmtilegri bolta. Eða fóru allir stórsigrar Evans á Real Madrid, Internazionale, AC Milan, Barcelona, Juventus og hinum stórliðum Evrópu framhjá mér?

    Já, Evans var með McManaman, Fowler og Owen í sínum röðum. Benítez er með Gerrard og Torres, Luis García og Yossi Benayoun, Albert Riera og Craig Bellamy, Peter Crouch og Jermaine Pennant og núna Maxi Rodriguez. Ekki reyna að halda því fram að það hafi verið fleiri skemmtilegir leikmenn í liði Evans, og enn síður reyna að halda því fram að afrek McManaman og/eða Redknapp fyrir Liverpool hafi jafnast á við það sem Gerrard hefur verið að sýna á vellinum undir stjórn Benítez. Ætlið þið kannski að segja mér að Björn Tore Kvarme og Stig Inge Björnebye hafi verið betra bakvarðapar heldur en Glen Johnson og Emiliano Insúa? Að Neil Ruddock, Mark Wright og John Scales hafi verið betri en Carra, Hyypiä, Agger og Skrtel? Að David James, upp á sitt versta, skáki Pepe Reina?

    Ég bara kaupi ekki svona rök. Ef þið viljið tína til klassíska leiki undir stjórn Evans þá skulum við bara bera það saman snöggvast:

    Voru það ekki tveir 4-3 sigrar gegn Newcastle? Liverpool-liðið gerði tvö 4-4 jafntefli í fyrra auk þess að eiga besta comeback allra tíma í Istanbúl 2005. Vann Evans ekki United einhvern tímann 2-1 á Old Trafford, á meðan Houllier sérhæfði sig í 1-0 sigrum þar? Benítez fór þangað í fyrra og vann 4-1. Og svo framvegis, og svo framvegis.

    Svo eru það eins og áður sagði sigrar gegn flestum af stórliðum Evrópu síðustu fimm árin. Hvaða stórlið Evrópu vann Evans?

    Ég er ekki að gera lítið úr Evans. Hann er goðsögn innan klúbbsins, hafði hjartað á réttum stað og reyndi sitt besta til að tylla liðinu aftur á toppinn í Englandi en það tókst ekki. Benítez er enn að reyna að vinna deildina en hann hefur unnið Meistaradeildina, komist í hana á hverju ári hingað til og var síðasta sumar búinn að standa sig svo vel í Evrópu að Liverpool-liðið var númer eitt á lista yfir bestu liðin í Meistaradeildinni sl. fimm ár.

    Í deildinni hefur hann svo barist um titilinn, þótt ekki hafi enn tekist að vinna hann, og náð a.m.k. tvisvar ef ekki þrisvar eða fjórum sinnum á fimm árum betri stigafjölda en Evans náði nokkurn tímann sem stjóri.

    Það er einfaldlega ekki hægt að velja úr ljúfustu minningarnar úr tíð Evans og bera þær saman við þennan myrkasta tíma undir stjórn Benítez og láta eins og það sé marktækur samanburður. Benítez hefur farið með liðið í hæðir sem Evans gat aðeins látið sig dreyma um og á köflum spilað frábæra knattspyrnu, sérstaklega í fyrra. Þess vegna þykir mér frekar þreytt að þurfa að hlusta á það í dag að Benítez sé bara sá leiðinlegasti og ömurlegasti sem hefur komið nálægt þessu Liverpool-liði. Liðið er í molum í dag en það hefur engan veginn verið svoleiðis undir stjórn Benítez síðustu fimm árin.

    Er þetta nógu mikið gleðipillupartý fyrir þig, Daði? 😉

  20. Hvaða Evans bull er þetta ??????? Maðurinn var glórulaus stjóri, hvað gaf hann okkur marga sigurleiki í CL ? Meðan Rafa gaf okkur CL tiltil og sigurleiki á móti Real, Barca, Inter, Milan, Roma, Chelsea, Arsenal og svo framvegis. Við erum búnir að vera stórveldi undir stjórn Benitez í virtustu keppni í heimi CL, og menn bera hann saman við Evans ??? Togið nú aðeins hausinn úr rass…… Og verið sanngjarnir það má alveg gagnrýna Benitez en ekki bera hann saman við Evans

  21. Ég væri alveg til að sjá Ian Rush sem stjóra Liverpool.

    Hann er margbúinn að sanna sig sem frábær þjálfari á hinum ýmsu knattspyrnunámskeiðum hjá Þrótti Reykjavík.

  22. Ég get ekki annað en stutt tillögu Didda. Þegar ég varð tvítugur á síðustu öld þá fékk ég Liverpool búning með nafni Ian Rush á bakhliðinni í afmælisgjöf. Með gjöfinni fylgdi feykilega smekklegt gerviyfirvaraskegg. Það slitnar ekki slefið á milli Rush og mín.

  23. Evans var með liðið 4 heil tímabil. Hann skilaði liðinu í 4. sæti ’94-’95, 3. sæti ’95-96, 4. sæti ’96-’97 og 3. sætið ’97-’98.
    Rafa hefur skilað liðinu í 5. sæti ’04-’05, 3. sætið ’05-’06, 3. sætið ’06-’07, 4. sætið ’07-’08 og svo 2. sætið í fyrra. Árangur Evans þótti algjörlega óásættanlegur og því var Houllier fengin inn. Núna er liðið í hvað, 8. sæti? og menn vilja í alvöru halda Rafa ennþá og benda á fjóra mánuði seinni hluta síðustu leiktíðar sem einhverja sönnum um hvað hann sé frábær…sem er meiri undanteknin en regla. Auðvitað hefur Rafa gert góða hluti í CL og það skal ekki af honum tekið, en að hann hafi staðið sig eitthvað betur en Evans í deildinni er auðvitað bara rugl eins og sagan sínir. …svo fyrir utan auðvitað það augljósa, skemmtanagildið á spilamennskunni.

    Annars er ég algjörlega sammála SSteini með upphitunina nema ég vil Dirk Kuyt eins langt frá þessu liði og hægt er og svo er ég alveg hrópandi óssamála síðustu setningunni hans. Annars góð upphitun 🙂

    1. 5.sæti, 3. sæti, 2. sæti, 5. sæti, 5. sæti, 3. sæti

    Þetta var árangur eins framkvæmdastjóra okkar yfir sex ára tímabil. Fólk grét á götum borgarinnar þegar hann hætti.

  24. Ef þið sjáið nakinn íslending hlaupa inná völlinn í seinni hálfleik með IceSave fána, þá hef ég náð að lenda í Liverpool-borg í fyrramálið.
    Þessir peningar sem ég eyddi í þennan miða verða af gulli þegar Gerrard setur þrennuna fyrir fram KOP.
    YNWA!

  25. 1-1 við komumst yfir í fyrrihálfleik og svo hafnar stórt og stæðilegt lið Bolton úr föstu leikatriði….
    p.s mikið væri ég til í maðurinn minn (okkar) muni halda framhjá með gömlu konunni 🙂
    YNWA

  26. Ef það á að fara að tala um fótbolta og konur þá sér það hver heilvita maður að miðað við fótboltann sem benites lætur Liverpool spila á þessari leiktíð þá hefur hann akkúrat ekkert í unga konu að gera svo ég held að best sé fyrir hann að taka fyrstu flugvél til Ítalíu og drífa sig á þá gömlu.
    þar gæti hann staðið sig með prýði.

    En að leiknum þá fáum við sjálfsagt að sjá varnarsinnað lið þar sem Bolton er sennilega eitt af erfiðari liðum deildarinnar til að fá í heimsókn (reikna alla vega með að lesa það eftir leik) en trúi ekki öðru en að við vinnum þá með einhverju hnoði og giska á 2-1.
    En þar sem maður er haldinn sjálfspíningarhvöt horfir maður að sjálfsögðu á leikinn og eins og einhver orðaði það vonar að nú sé komið að því.

  27. Það er frekar skondið að renna yfir þessa síðu og skoða svo Liverpool.is spjallið.
    Hérna eru Benitez menn í meirihluta en á Liverpool.is virðast anti – Benitez mennirnir vera komnir í meirihluta.

  28. “Carra og Masch hefðu átt að leggja til 4 vikna laun” – SSteinn að fara á kostum. Fyrirliðin okkar átti hræðilegan leik og sinn slakasta á ferlinum en samt nær hann að setja Carra í 4 vikna flokkinn. Carra var allveg ágætur (miðað við aðra í leiknum). Ef hann er að negla fram eins og margir eru þreyttir á getur það ekki verið útaf því að það er engin í boði til að gefa á og hann er ekki að fara að taka menn á. Þetta er okkar besti leikmaður, alltaf stendur hann fyrir sínu. Hefur átt 2-3 slæma leiki þetta tímabil. En ! hann spilar alltaf, skiptir ekki máli í hvaða stöðu hann fer alltaf stendur hann sig. Og skil ég ekki hvað fær menn til að drulla alltaf yfir hann. Hann er ekki með aflitað hár eða tattoo. Er það málið aflitað hár, tattoo og nafn. Ég er líka sammála því að Degan ætti að vera í hægri bak og ef hann er ekki þá á bara að setja Kuyt þangað. Kuyt er bara varnarmaður. Skil ekki afhverju það er verið að hrósa honum fyrir að vera duglegum endalaust og hann er alltaf frammi. Ef þú ert góðr í því sem varnarmaður þarf. Þá áttu að spila sem slíkur.

  29. Skv. fréttum var Liverpool aftur að hafna boði Birmingham í Babel uppá 9 millj. pund. Verður fróðlegt að sjá hvort Rafa muni þá vilja nota hann eitthvað. Amk vill hann ekki selja hann fyrir 9 millj. pund. Ég veit það ekki en mér finnst þetta furðulegasta mál. Rafa vill ekki selja hann en ekki nota hann! Ég er enn á því að Babel sé hörkuleikmaður sem engan veginn hafi notið sannmælis hjá Rafa. Á meðan menn eins og Lucas og Kuyt eru undir endalausum verndarvæng hans.

  30. http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/01/29/tveimur_tilbodum_birmingham_hafnad/

    af hverju selur benitez hann ekki bara? ég get ekki séð að hann sé neitt að fara að nota hann ! þetta samband þeirra á milli hefur ekki verið neitt annað en asnalegt fjölmiðlakjaftæði.. það er að verða nokkuð ljóst að við verðum sentera lausir stærstan hlutan af því sem er eftir fyrir utan ngog. kuyt er ekki senter og ekki gerrard heldur! ég vil fá alvöru markaskorara! en þessi leiktíð er víst farin í hundana.

    ætli Man city taki ekki við sem eitt af topp 4 og við förum í þessa evrópu baráttu með villa, spurs og fokking everton ! fokking drasl eins og mer fannst síðasta leiktíð nú skemmtileg en er búinn að vera með eintóm magasár og slæma geðheilsu þessa..

  31. Vantaði þetta í lokin: Myndi einhver Liverpool maður hafna því að selja Kuyt eða Lucas fyrir 9 millj. pund?

  32. Ég mundi hafna 9 milljón punda tilboði í Lucas, alveg klárlega. Hann er búinn að standa sig virkilega vel í vetur, er kornungur og á leiðinni í að verða varnarmiðjumaður í heimsklassa.

  33. Þið sem allt vitið um Liverpool. Hver er pælingin í því að vilja ekki losa sig við Babel fyrir 9 millur?

  34. GK 39, það gæti mögulega verið að við kaupin á Babel hafi verið Sell on Clause sem rennur út kannski mögulega næsta sumar.

  35. Veit einhver hvaða stöðu Lucas spilaði í Brasilíu þegar hann var leikmaður ársins? Var það ekki framarlega á miðjunni þar sem hann átti oft baneitruð langskot utan af teig sem enduðu mörg inni? Er ég að fara með fleypur?

    Annars ætla ég að gerast svartsýnn fyrir leikinn á morgun og spá 1-1 jafntefli í afspyrnuslöppum leik. Goggi með markið fyrir okkur.

  36. Fyrir hið fyrsta, þá neitaði Liverpool aldrei fyrra boðinu, heldur var það leikmaðurinn sjálfur sem gerði það.

    Í annan stað þá er það einstakt bull að halda því fram Babel hafi verið fótum troðinn. Hann hefur fengið sín tækifæri en aldrei nýtt þau almennilega, og þau stöku mörk sem hann hefur skorað, sama hve mikilvæg þau eru, vega lítið upp á móti því hve slakur hann hefur verið. Ekki bætti heldur úr skák það að í lok þarsíðasta tímabils þá meiddist hann og missti af EM. Svo var hann varla kominn af hækjunum þegar hann ákvað að fara heldur á ÓL sem eldri leikmaður en að eyða undirbúningstímabilinu með liðinu. Síðan strax hálfu ári seinna, í janúar á síðasta ári þá var hann kominn í umbann sinn til að reyna að fá knúin fram lánssamning við Ajax. Og aftur síðasta sumar og í vetur var hann að tjá sig óheppilega við hollenska blaðamenn. Svo bregsta hann trausti liðsins með því að fara kvöldið fyrir leik að tjá veröld og hundi það að hann spili ekki daginn eftir.

    Ég hef það einhvern vegin á tilfinningunni að þetta mögulega einhver sá ófagmanlegasti knattspyrnumaður sem stigið hefur á grænan völl síðan Collymore lagði skóna á hilluna.

    Og til að drepa menn ekki úr spenning, þá var þetta árangur Shankly tímabilin 66-67, 67-68, 68-69, 69-70, 70-71 og 71-72. Árið eftir þá vann hann deild og Júfa bikar, og svo síðasta tímabilið sitt endaði hann í öðru sæti og vann FA bikarinn.

  37. Lolli það er rétt hjá þér að Lucas var framanlega á miðjuni, hvernig heldur samt að hann væri þar núna alltaf að senda langar sendingar til baka á miðverði eða markmann. en hann var víst einu sinni góður i Brasiliu en hefur ekki verið góður hér. Grétar hvernig geturu sagt það að þú mundir ekki vilja selja Lucas á 9 mills. og þú segir að hann geti orðið djupur miðjumaður á heimsmælikvarða shit hvernig getur þú séð það hvað er það sem að hann gerir vel og hefur gert vel? þið nefnið alltaf 1 leik þegar hann spilaði vel á móti man utd og síðan ekkert meir hann á aldrei úrslitasendingu Brýttur oft heimskulega af sér og við höfum fengið mark á okkur úr því hann skorar ekki og leggur ekki upp né býr til hálffæri hann kann ekki að skalla nema þá kannski til að hreinsa, hann er semsagt ekki góður i neinnu.
    en i sambandi við leikinn á morgun verður hann með sömuvörn þar sem að hann er svo sáttur með af hafa haldið hreinu og verður með 2 djúpamiðjumenn kæmi mér ekki á óvart að hann væri með samalið nema kannski breyttu og setji Gerrard út og Aquliani inn samt býst ég við sama lið og flottum háloftaboltum á morgun

  38. Ég gæfi sko mikið fyrir að vera jafn bjartsýnn og þú Ssteinn. Annars flott umfjöllunn, vil samt sjá Kuyt og Lucas út, inn með Maxi og Aquilani

  39. Ég er nánast til í að fullyrða það að Rafa muni hætta hjá Liverpool í sumar og taka við Juventus. Það má lesa það úr svörum hans við fjölmiðla undanfarið. Þetta er augljóst. Flott move hjá Rafa og gott fyrir Liverpool. Þetta verður væntanlega til þess að Liverpool munu ekki þurfa að greiða upp samninginn hans. Rafa er fínn stjóri, en því miður þá hefur hann ekki það sem þarf til að gera Liverpool að enskum meisturum. Ég mun þó alltaf hugsa vel til hans enda gerði hann fína hluti fyrir félagið og vann tvo stóra titla. Ég spái því svo að hann endi starfið sitt hjá Liverpool með sæmd og skili okkur inn í meistaradeildina á næsta ári.

    Næsti stjóri okkar verður Gus Hiddink eða Jurgen Klinsmann spái ég. Ef menn eru að leggja pening undir þá myndi ég veðja á Klinsmann.

  40. Mér finnst nú skotið svolítíð hátt yfir markið þegar menn segja að Lucas sé ekki góður í neinu. Hann er að mínu mati fínn spilari og hefur möguleika á að verða enn betri. Ég held að stærsta vandamálið hjá Lucas sé Rafa og ég er á því að ef hann hefði fengið að spila sína stöðu sem framliggjandi miðjumaður væri hann allt annar leikmaður í dag. Mér finnst svo augljóst að honum vantar sjáflstraust til þess að gera flóknu hlutina, hef fulla trú á að hann hafi getu til þess en það er oft á tíðum eins og Rafa negli menn í eitthvað hlutverk og kerfi sem menn einfaldlega þora ekki að brjótast úr úr. Rafa spilar mjög kerfisbundinn bolta og það er ekki að ástæðulausu að Kuyt og Lucas spila nánast alla leiki Liverpool…þeir einfaldlega gera það sem Rafa leggur upp. Kuyt er annað dæmi um þetta, hann kom frá Holland með frábært record í markaskorun, ef ég man rétt betra en RVN, en Rafa virðist ekki sjá neitt annað í honum en hlaupagetu og setur hann því í stöðu þar sem hlaupagetan nýtist betur.

  41. ég myndi borga 10 millur þótt ég eigi þær ekki til að losna við lucas. þetta tal um að hann sé að bæta sig hann er duglegur jú jú kuyt duglegur jú jú þetta eru bara miðlungsmenn punktur og pasta. auðvitað veit ég að þetta eru ekki einu sökudólgarnir því allir eru að kúka uppá bak.Insúa nei nei verður góður mér er alveg sama því ef þú spilar fyrir liverpool þarftu að vera góður ekki efnilegur eða eitthvað. fjandinn hafi benna fáum gumma gumm.

  42. Sæll Almar.
    “þið nefnið alltaf 1 leik þegar hann spilaði vel á móti man utd og síðan ekkert meir” – Hvaða Manure leik ertu að tala um? 2 – 0 eða 1 -4? Hann var með bestu mönnum í þeim báðum. Tony Pulis nefndi hann víst líka sérstaklega eftir 4-0 sigurinn í haust. Og vel er í rýnt þá má finna fleiri leiki.

    “hann á aldrei úrslitasendingu” – Hvað er það sem þú kallar “úrslitasendingu”? Markið sem hann lagði upp fyrir Gerrard gegn NUFC, markið sem hann lagði upp fyrir Ngog gegn Blackburn? Eða má telja með færið sem hann bjó til fyrir Gerrard gegn Debrechen, eða hlut hans í fyrra marki Babel gegn Hull? Eða færið sem hann bjó til fyrir Ngog í einhverjum bikarleiknum hér um daginn?

    “Brýttur oft heimskulega af sér” – Má ég biðja þig um að koma með einhver dæmi þar um? Get lofað þér að ég get bent þér á svipaða eða verri hluti sem aðrir hafa gert.

    “og við höfum fengið mark á okkur úr því” – Og? Það hafa aðrir líka gert. Á að taka og það sem útlendingurinn kallar “double standard”, þar sem þeir leikmenn sem þér langar til að líka við eru dæmdir eftir einu, meðan þeir sem þér líkar síður við eru dæmdir eftir öðru.

    “hann skorar ekki” – Newcastle, Chelsea, Crewe og Havant & Waterloville eru því ósammála.

    “og leggur ekki upp né býr til hálffæri ” – Svarað hér að ofan.

    “hann kann ekki að skalla nema þá kannski til að hreinsa” – Þú gerir þér máski ekki grein fyrir því hvurslags peð hann er? Hann er sumsé í því sem deildin kallar 33-53 sæti yfir minnstu menn deildarinnar. Samt er hann oft að vinna skallabolta af sér mun stærri mönnum. Þú ert væntanlega að dæma hann útfrá þeim tilvikum þegar hann reyndi með stuttu millibili að sneiða boltann í fjærhornið. Slíkt getur gerst fyrir bestu menn. Ég man eftir því þegar Gerrard skallaði í utanverða stöngina gegn Birmingham, og þegar Agger náði ekki að hitta bolta sem var honum í höfuðhæð. Mæli með því að þú skoðir þetta mark sem hann lagði upp gegn Blackburn í fyrra, það ætti að vera nóg til að sanna það fyrir þér að hefur fyrirtaks skallatækni, mögulega þá bestu í liðinu.

    Að lokum langar mig til að mæla með því við þig að þú temjir þér það að nota greinamerki er þú ritar á opinberum vettvangi. Þessi texti þinn var ákaflega torlesinn.

  43. Kristján Atli; Mér finnst skrýtið að þú skulir svara með ritgerð til baka eftir fyrri ummæli mín en það er í góðu lagi:)

    Ég var að benda á skemmtanagildið en ekki hvort liðið væri betra í dag eður ei. Ég og Daði vorum ekki að tala um hvort liðið hefði náð 80 stigum eða hvort þeir hefðu verið nálægt titli. Eina sem ég sagði var að mér hefði þótt skemmtilegra að horfa á léttleikandi boltann hjá liðinu heldur en þennan vélmannabolta sem Benitez býður upp á trekk í trekk. Reyndar þykir mér magnað að Evans hafi komið liðinu þetta langt með Phil Babb og Björn Tore Kvarme í broddi fylkingar:)

    Evans skilaði titli strax árið 1994 þegar liðið vann Deildarbikarnin og árið eftir töpuðum við grátlega fyrir Man. Utd í enska bikarnum 0-1 og 3. sætið varð niðurstaðan í deildinni með NÆST flest mörk skoruð eða 70 mörk og Robbie Fowler sjóðandi og Macca með 25 stoðsendingar. Collymore var svo betri en enginn með þeim kumpánum. Eitraðsta sóknarþríeykið í enska boltanum á þessum tíma sögðu enskir fjölmiðlar.

    Í desember og byrjun janúar var Liverpool að bjóða upp á stórbrotna leiki. 3-1 sigur á Arsenal, 2-2 jafntefli gegn Chelsea, 5-2 sigur á Bolton, 4-2 sigur á Nottingham Forrest og 5-0 sigur á Leeds var meðal efnis á þessum köldu vetrardögum.

    Eftir 4-3 sigurinn á Newcastle á Anfield þar sem Fowler og Collymore skoruðu sitthvor tvö mörkin fór liðið í næsta leik gegn Coventry og tapaði 1-0. Vissulega var þetta oft reyndin á þessum tíma en við buðum upp á hrikalega skemmtileg tilþrif oft á tíðum. Í dag er þetta 2-0 sigur gegn Tottenham og svo hörmung gegn Wolves, Stoke og fleiri liðum. Við erum ekki að gera neitt meira en að klára Tottenham. Ekkert extra sem fær mann til að gleðja augað aðeins meira.

    Þú segir að Evans hafi aldrei verið nálægt Englandsmeistaratitlinum Kristján. Er það byggt á minni eða staðreyndum? Ef það er byggt á minni þá er minni þitt gloppótt því tímabilið 1996-1997 var Liverpool í harðri baráttu við Man. Utd og Arsenal um titilinn. Þegar 32 umferðir voru búnir og aðeins sex leikir eftir var Liverpool þremur stigum á eftir Man. Utd og með jafn mörg stig og Arsenal. Á endanum tókst Man. Utd að síga fram úr og endaði liðið með 75 stig, 8 stigum á undan Liverpool.

    Árið 2009 þegar 32 umferðir eru búnir var Man. Utd með 74 stig á meðan Liverpool var með 71 stig en hafði þá leikið 33 leiki. Sama staða uppi en meira að segja verri staða þar sem Man. Utd átti leik inni. Á endanum misteig Man. Utd sig í næst síðustu umferð og gerði jafntefli og lokaniðurstaðan varð 90 stig á meðan Liverpool endaði með 86 stig.

    Það er ljóst að Roy Evans barðist alveg eins mikið um Englandsmeistaratitilinn árið 1997 og Rafael Benitez árið 2009 fyrst þú vilt bera þetta saman Kristján.

    1997-1998 skorar Liverpool undir stjórn Roy Evans 68 mörk eða næst flest mörk allra liða í deildinni. Liðið barðist á toppnum fram eftir móti og var 2. sæti deildarinnar þegar 26 umferðir voru búnir. Lokaspretturinn var ekki nægilega góður og endaði liðið í 3. sæti.

    Eftir þetta lýkur eiginlega stjóratíð Roy Evans því þá kemur Houllier inn í þetta. Undir það síðasta þá hrundi varnarleikurinn eins og tölurinn sýna bersýnilega þessa leiktíð. Liverpool skoraði 68 mörk, næst flest mörk allra liða og endaði samt sem áður í 7. sæti! Mörkin sem við fengum á okkur voru 49 aftur á móti.

    1. sæti, hljómar það kunnuglega? Svipað og við erum að gera núna. Evans var látinn fara. Aftur á móti skilaði Evans okkur flottum leikjum innan um hörmungarnar sem dundu á liðinu. Maður gat brosað eftir tvo sigra á Man. Utd á Old Trafford, annar í bikar og hinn í deild. Það var hægt að brosa eftir 7-1 sigur á Southampton eftir háðulegt tap gegn Middlesbrough á útivelli 3-1 skömmu áður.

    Í dag er allt annað upp á teningnum. Við sækjum ekki til sigurs líkt og Evans var vanur að gera með sína menn heldur förum inn í skelina og vonumst eftir því besta.

    Þú talaðir um rök Kristján. Við vorum ekki að færa nein rök fyrir okkar máli heldur segja okkar skoðun. Nú hef ég komið með mín rök og bent á það að Evans hafi skilað Liverpool í jafn mikla titilbaráttu og Benitez og jafnframt að liðið hafi í þrígang skorað næst flest mörk allra liða í deildinni sem ætti að vera ágætis árangur. Varðandi 4-1 sigur Benitez í fyrra sem var frábær þá er samt sem áður ljóst að honum tókst ekki að vinna Ferguson fyrr en árið 2008! Hann var ekki að skila stórkostlegum sigrum gegn Man. Utd ár eftir ár.

    Varðandi Evrópukeppnina þá er ljóst að samanburðurinn er kannski ekki sanngjarn fyrir Evans. Meistaradeildin var ekki í boði fyrstu árin þar sem fjögur lið fóru í keppnina. Aðeins Cup Winners Cup og UEFA Cup voru í boði. Evans datt háðulega út fyrir Bröndby og slæm töp gegn PSG og Strasbourg fylgdu árin eftir. Árangur Evans í Evrópu var slakur vissulega og því er ekki hægt að neita.

    Árangur Roy Evans í ensku úrvalsdeildinni.

    1994 – 1995; 4. sæti (74 stig, 15 stigum frá 1. sæti, 65 mörk)
    1995 – 1996; 3. sæti (71 stig, 11 stigum frá 1. sæti, 70 mörk)
    1996 – 1997; 2. – 4. sæti (68 stig, 7 stigum frá 1. sæti, 62 mörk)
    1997 – 1998; 3. sæti (65 stig, 13 stigum frá 1. sæti, 68 mörk)

    Árangur Rafael Benitez í ensku úrvalsdeildinni.

    2004 – 2005; 5. sæti (58 stig, 37 stigum frá 1. sæti, 52 mörk)
    2005 – 2006; 3. sæti (82 stig, 9 stigum frá 1. sæti, 57 mörk)
    2006 – 2007; 3. sæti (68 stig, 21 stigi frá 1. sæti, 57 mörk)
    2007 – 2008; 4. sæti (76 stig, 11 stigum frá 1. sæti, 67 mörk)
    2008 – 2009; 2. sæti (86 stig, 4 stigum frá 1. sæti, 77 mörk)

    Fyndið að báðir skuli lenda tvívegis í 2. sæti. Benitez lendir einu sinni í 4. sæti líkt og Evans og báðir fara þeir í titilbaráttu og enda í 2. sæti. Evans skorar fleiri mörk en Benitez á fyrstu fjórum tímabilunum sínum. Er Benitez svona frábær og Evans svona rosalega slakur? Ég fæ ekki séð það. Varðandi þennan 80 stiga múr þá skiptir engu hvort við náum honum ef titill fylgir ekki. Gætum alveg eins náð 100 stiga múr og lent í 2. sæti og ekki væri ég að fagna því.

    Það tekur enginn af Benitez sigra hans í Evrópu en við bíðum eftir þeim stóra og hann er ekki sjáanlegur næstu árin með hann við stjórnvölinn.

  44. RISASTÓRT LIKE GROLSI 🙂 Hvað ég gæfi mikið fyrir að geta skipt út Rafa fyrir sóknarþenkjandi þjálfara. Það má kannski við þetta bæta að á sínum tíma vildi Evans kaupa leikmenn eins og Teddy Sheringham(sem síðan fór til Man utd og stóð sig mjög vel), Desailly(Frábær með AC), Turam(fór til Juve og brilleraði) og fleirri en fékk ekki peninga og traust frá stjórninni.

    Annað, getur verið að Liverpool sé ekki að selja Babel því Guus Hidding sé verðandi stjói og vilji halda honum? …eða að Babel viti að Hidding sé að koma og vilji freista þess að fá sangjarna meðferð undir hans stjórn? Nei maður bara spyr sig.

  45. varmenni: þú nefnir öll hans 4 mörk i 100 leikjum sem hann hefur spilað fyrir liverpool er það svona hrikalega gott að miðjumanni að vera. svo þegar hann leggur upp markið á móti Blackburn var það á síðasta timabili eða því leikurinn fór 0-0 síðast er það ekki. og þó þú náir að nefna einhverjar sendingar i öllum þessum 100 leikjum þykir mér hann ekki nógu góður til að vera i Liverpool og þetta er þriðja tímabilið hjá honum jú kannski eru einhverjar framfarir en þær eru líka voðalega litlar. og ef hann þarf að brjótast úr einhverji skél þá er alveg kominn tími á það eftir 100 leiki þú getur ekki endalaust átt að vera efnilegur leikmaður.

  46. Grolsi (#49) – við skulum sjá hvort þetta er hæfilega langt svar fyrir þig:

    Þið Daði viljið sem sagt frekar sjá skemmtilegt lið en árangursríkt lið? Ég vil frekar vinna titla en að vera liðið sem spilar mestu markaleikina. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála um það.

  47. Bara það að Kristján Atli hafi verið að gera lítið úr Mark Wright dregur úr trúverðugleika hans. Maðurinn var STÓRKOSTLEGUR leikmaður áður en hann meiddist í landsleik með Englandi. Hann átti eitt lægðartímabil, annars var maðurinn langbesti varnarmaður Liverpool allan sinn tíma hjá klúbbnum.

  48. Varmenni, ég get ómögulega verið sammála þér að Babel hafi fengið sín tækifæri. Amk eru þau sorglega fá. Ég sé hvergi að hann hafi hafnað því að fara til Birmingham, eingöngu að Liverpool hafi hafnað 9 millj. GBP boði í hann. Ef þetta er rangt hjá mér má einhver gjarnan benda mér á annað. Ég tek sérstaklega út samanburðinn við Kuyt og Lucas þar sem mér finnst þeir hafa notið einstakrar velvildar hjá Benitez. Það má vera að Lucas sé ungur og efnilegur en ég fer ekki ofan af því að hann á ekkert erindi í byrjunarlið Liverpool. Sérstaklega ekki með Mach á miðjunni. Sú miðja er og hefur verið gjörsamlega steingeld sóknarlega. Mér sýnist Benitez ætla að leika sama leik með Aquilani. Loksins þegar hann var að komast af stað þá er hann frystur í hörmulegum leik gegn ,,stórliði” Wolves! Ég ætla alls ekki að spila mig sem sérfræðing en svona mál skil ég bara ekki. Það er alltaf hjakkast í sama farinu með liðið þótt ekkert gangi. Sömu mennirnir hanga endalaust inni á meðan aðrir eru frystir. Síðan þegar gott tilboð kemur í leikmann má hann ekki fara! Furðulegt.

  49. KAR #23 Það er einfaldlega ekki hægt að velja úr ljúfustu minningarnar úr tíð Evans og bera þær saman við þennan myrkasta tíma undir stjórn Benítez og láta eins og það sé marktækur samanburður.

    Ég er ekki að því. Ég er að bera saman allan tímann sem Evans og Benitez voru með liðið. Ég fylgdist mjög vel með liðunum þeirra beggja og þú mátt ekki snúa út úr mér með því að benda bara á einhvern einn eða tvo leiki. Eins og ég sagði er þetta smekksatriði um hvernig fótbolta menn fíla, en mér finnst þið margir vera byrjaðir að teygja ykkur ansi langt í að verja Rafa með svona villandi samanburði. Látið eins og allt hafi verið í rúst undir Evans og Houllier. Minni á að lengstum voru menn yfir sig hrifnir af Houllier en eftir hjartaáfallið fór tónninn að breytast. Þar til þá var honum hrósað fyrir sömu hluti og Benitez er núna. “að reisa við klúbb úr meðalmennsku, að kaupa spennandi unglinga, eitt æðislegt tímabil”

    Þetta með Evrópukeppnina telur ekki vegna þess að þá þurfti 2. sætið til að komast í CL. Það er ekki hægt að segja hvað Evans hefði og hefði ekki gert. Deildin er sanngjarn samanburður og eins og Grolsi segir þá er árangurinn mjög svipaður. Þú hinsvegar kýst að túlka það þannig að við viljum frekar horfa á skemmtilegan fótbolta en árangursríkan. Það er leiðinlegur útúrsnúningur. Ég tók það fram að misjafn væri manna smekkur á fótbolta og undir hverjum og einum að meta hvort hann kýs frekar, en árangurinn væri svipaður hjá þeim tveimur.

  50. Mér hefur alltaf fundist RB vera kallinn sem segir, hér er ég og ég ræð hér. Allir Liv aðdáendur sem ég þekki og Liv aðdáendur sem ég hef hitt á leikjum en þekki ekki vilja losna við Lúkas, þannig að hann er ekki nógu góður fyrir Liv, það verður bara að viðurkennast. Um Kuyt eru skiptar skoðanir. Ég er viss um það, að það er hægt að vera með betra lið á vellinum heldur en RB hefur stillt upp undanfarið, enda hafa þeir sem skrifa upphitun alltaf verið óhressir með það lið sem RB velur, en eins og einhver sagði, við vitum ekki ástand leikmanna. Koma svo 4-0 JESS JESS

  51. 56 ég er nokkurn veginn alveg viss um að margir stuðningsmenn hafi bara ekki hugmynd um hvort að Lucas sé nógu góður fyrir Liverpool eða ekki. Hann er búinn að spila alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni og er í Brasilíska landsliðinu svo það er ekki eins og þessi leikmaður geti ekki neitt.

    Ég er á því að margir stuðningsmenn séu bara algjörlega heilaþvegnir af þessari ófagmannlegu gagnrýni fjölmiðla sem vilja gjarnan nota hann sem blóraböggul þegar Liverpool gengur illa. Það er bara talað um Lucas eftir slæma leiki eða þegar illa gengur en þegar liðinu gengur vel þá mætti halda að Lucas hafi bara ekkert tekið þátt.

    Ég fylgdist með Lucas þegar ég fór á leik í vetur; hann var sívinnandi, vann boltann, kom honum snyrtilega frá sér og var mikilvægur hlekkur á miðjunni. Hann er enginn Alonso sem dritar boltanum út um allan völl svo sú samlíking á engan rétt á sér – öðruvísi leikmenn með öðruvísi leikstíl. Mér finnst hann ekki henta í þetta varnarsinnaða hlutverk sem hann hefur þurft að sinna, mér finnst að hann eigi að fá aðeins frjálsara hlutverk á miðjunni – svona svipað og Aquilani er að fá. Ég er viss um að þá muni leikur hans blómstra.

    Þó að Lucas fari stundum í taugarnar á mér fyrir það að vera kanski ekki eins og Alonso þá er hann alls ekki jafn lélegur og menn vilja gjarnan meina. Leikur Lucas er ekki áberandi við hlið Mascherano en þegar hann leikur við hlið Alonso, Gerrard eða Aquilani þá sér maður strax hvaða áhrif hann getur haft á miðjunni.

    Ég er alveg viss um að ef hann væri ekki nógu góður fyrir Liverpool þá hefði hann verið seldur því Rafa er ekki gjarn á að gefa leikmönnum sem ekki standa sig óendanlega sénsa ; nema það sé eitthvað spunnið í þá.

  52. 57# Já kanski er Lukas ekki að spila sína stöðu, en staðan sem hann hefur verið í hentar honum þá alls ekki og þess vagna eru margir ekki ánægðir með hann. Svo eru margir ekki að standa sig rosalega vel en eru alltaf inná, þannig að RB er ekki alltaf að nota þá sem stóðu sig vel í leiknum áður, og setur þá gjarnan á bekkinn, eins og komið hefur fram í þessum þætti.

  53. Tal um að Evans færi ekki yfir 80 stig er blaður. Á hans árum voru toppliðin ekki að fara eins auðveldlega upp í 90 stig og hefur verið raunin á tímum Benítezar. Ef Benítez er svona miklu betri en Evans þá ætti að vera hægt mál að leyfa Evans að njóta sannmælis í samanburði.

  54. he Reds XI in full: Reina, Insua, Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Mascherano, Aquilani, Gerrard, Riera, Kuyt, Ngog. Subs: Cavalieri, Agger, Rodriguez, Babel, Lucas, Darby, Pacheco.

  55. Almar, Þú sagðir:
    “hann á aldrei úrslitasendingu”
    “hann skorar ekki”
    “og leggur ekki upp né býr til hálffæri ”

    Ég kom með dæmi sem sýna að þú fórst með rangt mál. En mér er spurn. Alonso skoraði 19 í 210 á fimm árum, sem telst nú seint svakalegt. Þarf af var góður hluti föst leikatriði.

    Varðandi Babel og Birmingham þá kom þetta fram á einum blaðamannafundinum hér fyrr í mánuðinum.

  56. Kristján; Þú baðst um rök og ég færði rök fyrir máli mínu. Einföldum að segja að við viljum bara markaleiki en ekki árangur.

    Ég bjóst við svari frá þér en það er ljóst að rökin tala sínu máli þegar við skoðum samanburð Evans og Benitez eins og sést svart á hvítu. Getur þú mótmælt því núna að Evans hafi skilað Liverpool í sömu titilbaráttu og Benitez?

  57. já þú komst með dæmi og nefndir öll mörkinn, sem hann hefur skorað og hann hefur ekki skorað fleiri og 2 af þessum liðum eru skíta fótboltalið. en Alonso hann lagði upp þúsund sinnum fleiri mörk og skoraði fleiri vann miklu fleiri skallabolta og vann fleiritæklingar first þú vild vera að lýkja þeim saman.Lúkas gefur aldrei lengri bolta en þessar 5 metra sendingar. hann sendir aldrei langan bolta og skapar aldrei neitt nema þessi nokkur atriði sem nálgast kannski 10 stk i öllum þessum leikjum en alvöru menn gera þetta i nokkrum leikjum. ég var svona að vona ef Benitez færi mætti hann taka hann og Lukas með til Juve það var alveg snild en ég trúi ekki að það verði svo gott

  58. það er eitthvað sem segir mér að við munnum sækja frammá við á vinstri kantinum þar sem að carra og kuyt eru á þeim hægri en Lukas er ekki með hef trú á að það verði meiri spil i þessum leik hjá Liverpool en koma svo vinna þetta

Er Benayoun á förum til Moskvu?

Liðið gegn Bolton komið