Rafa Benítez stillir upp sterku og sókndjörfu liði gegn Bolton á Anfield í dag. Liðið er sem hér segir:
Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insúa
Mascherano – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Riera
Ngog
BEKKUR: Cavalieri, Agger, Darby, Lucas, Pacheco, Rodriguez, Babel.
Þetta er sterkt lið, ég er sérstaklega ánægður að sjá Ngog frammi og Riera áfram á vinstri kantinum. Hefði verið til í að sjá Maxi Rodriguez byrja fyrsta heimaleikinn sinn en hann kemur þá bara sterkur inn í seinni hálfleik. Eins er gott að sjá að það er nóg af sóknarkostum á bekknum – Pacheco, Rodriguez, Babel geta allir komið inn og bætt í sóknina.
Áfram Liverpool – YNWA
Hvar er Degen? Skil ekki það að Maxi fái ekki sénsinn heldur. 1-1 eða 2-1
Hvar er lucas nei nuna skil eg ekki Rafa ég helt að lucas væri alltaf í byrjunarliðinu hja LFC
Flott byrjunarlið vona ég
Ágætt byrjunarlið, loksins ekki JM og Lucas saman á miðjunni og Kuyt ekki upp á topp.
En trikkið með að eiga sóknarsinnaða menn á bekknum er að drullast til að setja þá inná þegar það sem fyrir er inná getur ekki blautan skít eins og síðasta leik
ég held samt að Babel sé ekki að koma inná í neinum leik… ekki fræðilegur
get ekki seð betur en að gerrard se á hægri og kuyt frammi… þeir byrja þannig allavega
Jæja fellow liverpool menn þá er komið að því að byrja tímabilið. EKki satt Benítez? hehe lol(Liverpool out luck). Carrager er númer 23, jordan knattspyrnunar? Varla. En gaman að fylgjast með sammy lee, alveg eins og Garey Busey, Tékkið á því. Ngog á eftir að skora, er besti skorarinn okkar inná vellinum. Kv. Eyvindurr
Þetta styður mína tilgátu um að Gerrard er farinn að stjórna hvar og hvenær hann spilar. Gerrard var frábær eitt tímabilið þegar hann spilaði mikið a hægri kanti og hann hefur líklega bara neitað að spila á miðjunni og krafist þess að Liverpool spilaði með 2 frammi svo að Kuyt væri ekki löturhægur á kantinum. Kuyt á að vera frammi með öðrum striker, hann spilar langbest inní teignum þegar hraðari maður opnar svæði fyrir hann.
Loksins alvöru sóknarlið þó ég sé hræddur við að Kyrgiakos geri einhverjar undarlegar gloríur í þessum leik.
Burt með Benitez. Áfram Liverpool.
þessar gloríur hja kirgiakos voru allavega ekki undarlegar ! bjargaði andlitinu á vörninni þarna! skirtl og insua úti að skíta!!!
Hvaaað er eiginlega i gangi ???
er einhver með link a leikinn 🙂
Jæja allavega búnir að skora
Hér eru linkar:
http://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=61620&part=sports
Best er að sækja sopcast forritið og nota það: http://www.myp2p.eu/softwareitem.php?softwareid=5&part=software
Aquilani og Kuyt að ná vel saman, eins og í spurs-leiknum. Bolton samt að fá of góð færi fyrir minn smekk.
Stórkostleg tilþrif hjá Herkúlesi þarna þegar hann bjargaði á línu, samhljóðatröllið (Skrtl) var hins vegar illa slæmur.
Goggi að klúðra færi ársins. Finnst þetta þó fínt að það séu 4 leikmenn inni í teig í fyrgjöfum að berjast um boltann í staðinn fyrir aðeins einn. Það eru framfarir.
Það er aldeilis Hicks – spurnin hvort að Gerrard verði bara ekki illmennið í næstu bond mynd.
10 þumlar niður, bara einelti … eða hvað ?
Ekki frá því að fjarvera Lucasar hafi virkilega góð áhrif á liðið. Ágætist hreyfing á miðjunni og boltinn að ganga ágætlega.
Værum komnir 2-0 yfir með alvöru senter. Ngog er bara Solskjaer af því leiti að hann á bara að koma inná ekki byrja.
útafhverju er hann að gera þessa skiptingu miðjan er búinn að vera svo miklu betri hafið þið séð hja Macca er með miklu meira pláss þegar að Lucas er ekki að þvælast þarna fyrir hann er búinn að vera með svakalegar sendingar þarna og það er ekkert verið að pressa á hann, hann fær að vera alveg frjáls þarna að stoppa með og sjá um það sem að hann er bestur í en þá dettur honum i hug að taka Aquliani útaf fyrir Lucas þetta er meira ruglið
B O B A
Þá ætti þetta að vera í höfn, koma svo – bæta við
Jæja,,,nú væri ég alveg til í að sjá Pacheco koma inná.
Hvernig væri nú að gefa Babel nokkrar mínútur í lokin ?
Insúa er maður leiksins. Frábær í dag.
Allt annar bragur á liðinu í dag. Auðvitað erum við á heimavelli en menn eru að reyna að spila boltanum, finna hvern annan í fæturna. gott að sjá 3 skiptingar og tvær þeirra sóknamiðaðar. Kuyt að skila góðu dagsverki, alveg ótrúlegt hvað menn leiðast ekki á að pönkast á honum. Liðið heldur áfram að sækja, gott mál.
þetta var bara nokkuð góður leikur og allt annað að sjá flæðið í spilinu þegar lucas er ekki fyrir á miðjunni. Skildi ekki skiptinguna þegar hann kom inn en það er stundum erfitt að skilja benites.
Annars sáttur við leikinn og gott að Tottenham fékk bara eitt stig í dag sjáum hvað setur í framhaldinu.
framtíðarstjarna eða hvað hjá Liverpool:
http://www.liverpoolfc.tv/news/features/new-starlet-why-i-chose-lfc