Arsenal 1 – Liverpool 0

Enn eitt árið heldur Liverpool frá útileik gegn Arsenal án þess að sigra, og í raun enn eitt tapið í Norður-London, sem virðist vera svæði sem Rafa Benitez á erfiðast með að herja á frá því hann kom til Englands.

Byrjunarliðið hans í kvöld var:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Maxi

N´Gog

Á bekknum: Cavalieri – Kelly – Degen – Aurelio – Babel – Riera og Spearing.

Ég verð að viðurkenna það að mér kom töluvert á óvart að sjá þetta lið í dag. Hundfúll að sjá ekki Riera inná og var handviss að Rafa færi eftir sínum eigin orðum og hvíldi N’Gog sem hann sagði nýlega vanta uppá líkamlega og sé að spila “of mikið” þessa leiktíð. En vissulega vann þetta lið síðasta leik og maður leyfði sér alveg að vonast eftir frammistöðu.

Fyrri hálfleikurinn í þessum leik held ég að hafi verið minnsta skemmtun milli þessara tveggja síðan Benitez byrjaði að klást við Wenger. Satt að segja bara eiginlega ekkert markvert, Bendtner klikkaði þó á færi fyrir heimamenn og gott skot Maxi fór í hönd Fabregas af þó nokkuð stuttu færi og þaðan yfir án þess að við gerðum okkur svo hættu úr hornspyrnunni.

Seinni hálfleikur hófst með töluverðum látum á báða bóga, Lucas skaut rétt yfir, N’Gog var kominn einn í gegn en Gallas náði honum og Rosicky missti boltann of langt frá sér einn í gegn. Var þá að refsa ný-innkomnum Degen sem leysti meiddan Carragher af hólmi. Miðað við fyrstu fréttir í kvöld virðist um aftanlæristognun hjá Carra að ræða sem er ekki gott….

Einhvern veginn fannst mér þetta vera að stefna í að verða 0-0 leikur en á 70.mínútu kom markið sem réð úrslitum. Fabregas slapp úr gjörgæslu Mascherano og sendi út á hægri kant þar sem boltinn var sendur inní. Agger náði ekki að skalla almennilega frá og beint á heimamann sem lagði strax aftur út til hægri þar sem kross kom inn í teiginn á óvaldaðan Diaby sem skoraði auðveldlega.

Eftir þetta ýttu okkar menn liðinu ofar á völlinn og smátt og smátt náðum við meiri pressu gegn Arsenal liði sem fór í að halda forystunni. Á 78.mínútu tók Rafa sig til og skipti! Lucas kom útaf og Babel inná, sennilega breytt í 442 (var samt ekki hreint þannig) og hrósa má Babel karlinum að þessu sinni. Hann var virkilega ferskur og komst næst því að skora þegar Almunia varði á ótrúlegan hátt þrumuskot hans á 85.mínútu. Sló þá neglu hans af 20 metrum í slána og yfir.

Smátt og smátt tikkaði leikurinn út en á 5.mínútu uppbótartíma fengum við fínt aukaspyrnufæri. Eftir töluvert japl hjá Fabregas negldi Gerrard boltanum að marki þar sem Fabregas sló hann frá án þess að Webb gerði nokkuð, enda oft leyfilegt hjá Arsenal gegn okkur að nýta svona veikleika markmannsins þeirra og bara hafa fleiri í marki.

En 0-1 tap staðreynd og ljóst að skammlífir draumar okkar um baráttu um annað en 4.sætið er úr sögunni, í bili allavega.

Viðurkenni vonbrigði með okkar leik í kvöld. Var gríðarlega ánægður með leik liðsins um helgina og átti von um betri tíð. Fyrri hálfleikurinn var reyndar jafn dapur hjá báðum liðum en í seinni hálfleik fannst mér koma í ljós að fleiri góðir fótboltamenn eru í Arsenal. N’Gog einfaldlega er, eins og Rafa sagði sjálfur, ekki líkamlega tilbúinn í alla leiki og að mínu mati alls ekki tilbúinn til að spila 90 mínútur gegn þeim stóru. En hann er efni, það skulum við hafa á hreinu. Degen er einfaldlega vonlaus varnarlega og um leið og hann kom inná hætti Kuyt að hlaupa fram á við. Hins vegar mega þeir eiga drengirnir að þeir börðust af krafti sem er nokkuð sem við greinilega eigum að venjast sem mestu kröfum í bili. Það er bara einfaldlega of mikið hjá okkur að hafa ekki Johnson, Benayoun, Aqua og Torres á meðan breiddin er ekki meiri. Ég var svakalega fúll í gær að Aquilani komst ekki með til London og í ofanálag er mér fyrirmunað að skilja framkomuna gagnvart Riera sem mér hefur fundist leika afar vel frá því hann kom aftur en fékk ekki eina mínútu í kvöld!

Svekktastur er ég að sjá að eftir mesta “kikk” liðsins í vetur er búið að skella því í jörðina aftur og ljóst að vel þarf að nota tímann fram að næsta deildarleik til að ná mönnum upp aftur.

Erfitt finnst mér að pikka út slaka og góða leikmenn. Varnarlínan og markmaðurinn var fín þangað til Degen kom inn, þá átti Arsenal sóknarfæri þar. Lucas og Masch léku sín hlutverk vel en vissulega er liðið töluvert varnarsinnað þegar þeim er stillt upp saman. Kuyt og Maxi áttu að geta gert töluvert betur. Maxi er að mínu mati klókur leikmaður sem mun nýtast okkur en er enn að læra, jafn mikið og Kuyt er fæddur til að leika gegn Everton á hann erfitt með að vera kantstriker gegn Arsenal. Gerrard fannst mér vera mesta hættan okkar og lék svo ágætlega þgar hann var kominn niður á miðju. N’Gog var einfaldlega ekki maður í þennan leik eftir lætin um helgina og Rafa gerði honum ekki greiða með að spila honum allan leikinn. Mann leiksins í kvöld vel ég Javier Mascherano.

Rafa fær svo mínus fyrir að skipta Babel of seint inná og annan fyrir að nýta ekki allar skiptingarnar í svona leik.

Næsta verkefni er Europa League, næstkomandi fimmtudag 18.febrúar kl. 20:05 gegn Unirea frá Rúmeníu á Anfield.

97 Comments

  1. Sanngjarnt tap??? Ég veit það ekki en við hengdum ekki haus eftir markið heldur var barist og barist og barist, það er ekki hægt að biðja um meira.

  2. Voðalega virðast Arsenal mega nota hendurnar svona undir lokin sbr. Fabregas og líka Senderos í Carling Cup, bæði stone cold hendi á 90 min….

    annars vonsvikinn, hefði viljað sja Riera inn fyrir Maxi og vonsvikinn með Degen sem virðist vera afar ó-agaður í varnarleiknum sínum

  3. Áttunda tapið í deildinni, og 12 leikir eftir, þám gegn Chelsea og Man Utd. Arsenal átti sigurinn skilið. Maxi alveg útá túni allan leikinn.

  4. Ég les þessa síðu daglega og það er stór hluti af leikdegi hjá mér að kíkja á upphitunina hérna, komment ekki oft en hef stundum skemmt mér konunglega yfir því að lesa öfga neikvæðu kommentin hérna eftir tapleiki.

    Langar ekki að skrifa neikvætt komment en ég verð bara að segja að þessi leikur var alveg hriiiiiiikalega dapur af okkar hálfu. Þangað til Arsenal skoraði markið þá var akkúrat ekki neitt að gerast fram á við hjá okkur og sóknin hjá okkur var jafn bitlaus og rúmteppi.

    Greinilegt að Rafa bjóst ekki við meiru en jafntefli í þessum leik og það kom laglega í bakið á honum. Sem er kannski ágætt þar sem þá eru minni líkur að hann geri þetta aftur (sénsinn)

    En, eftir gott gengi að undanförnu þá get ég ekki sagt að 1-0 tap á útivelli á móti Arse sé það versta sem gat gerst.

  5. Maxi Rodriguez ?????????? David N´Gog ???????????????????????

    Hvernig fengu þeir að hanga inná allan tímann ?????

    Jú, varnasinnaður varamannabekkurinn bauð ekki uppá meira !

    Vá hvað ég er viss um að ef Riera og Pacheco hefðu gert betur !!!!

    Andskotans djöfull !!!!!!!

    Áfram LFC !!!!!!!!!!!!

    p.s. smá í glasi, mér er bara alveg sama, hvar voru sóknarmennirnir á bekknum ? er ekki Pacheco miklu betri en N’Gog ? Jú !!! skot á markið 3 !

  6. Ætla ekki að blammera Maxi. Hann þarf sinn tíma.
    Vil bara að menn hugleiði, í hvaða lið sem kallar sig stórlið kæmust menn eins og Degen, Lucas og Ngog í?

    Ég segi bara að þessi úrslit voru einfaldlega eftir bókinni. Alltof mikið af farþegum í þessu Liverpool liði til þess að geta ráðið við topp lið. UEFA Cup næsti leikur…??? tilviljun…nei einfaldlega not good enough for CL.

  7. Rafa, þú veist að það er hægt að gera breytingar fyrr en á 70mín er það ekki? Og ef leikmenn eru að gera uppá bak eins og Dirk, N’Gog og Maxi þá er allt í lagi að taka þá útaf. Rieira átti flottan leik um daginn en hefur þurft að þola bekkarsetu síðan. Babel átti flotta innkomu í kvöld.

    Annars fannst mér átakanlegt hvað N’Gog var slakur…það alveg öskraði á að kippa honum útaf. Ég vildi fá Rieira eða Babel inn strax í hálfleik og Frakkan unga út. En nú er bara að vinna City og þá er allt opið ennþá.

  8. Það er rangt að þetta hafi verið verðskuldaður sigur Arsenal. Mjög ósanngjörn úrslit. Púra víti og rautt á svindlarann í lokin. Grátlegt tap, ekkert annað. En það vantar klárlega í sóknina hjá Liverpool, annan alvöru stræker. Ngog skortir allan hraða, snerpu og líkamlegt atgervi að hanga einn uppi.

  9. Og veit Benítez eitthvað meira en við hin…. Er ekki record N’Gog í markaskorun í Frakklandi ekki alveg hræðilegt ?? ÉG bara spyr……………

  10. Þetta var svekkjandi tap í aumingjalega spiluðum leik. Við lögðum svosem upp með svipaða taktík og United og Chelsea og það hefði alveg getað dottið okkar megin en við vorum bara ekki með leikmann inná sem gat klárað þetta (utan Gerrard auðvitað).

    Framlínan var ömurleg í dag og það gerðist í raun ekki baun í bala fyrr en Babel kom inná, en ég hafði kallað á þá skiptingu í góðar 15.mínútur á undan. Eins skil ég ekki afhverju Maxi er að klára tvo leiki í röð á meðan Riera sem var mjög góður þegar hann fékk tækifærið horfir á úr stúkunni. Annars þarf núna að fara prufa Babel í nokkra leiki í þeirri stöðu sem N´Gog er að spila núna, hann er það gáfulegasta sem við eigum uppá að bjóða á þessu MYRKU tímum í fjarveru Fernando Torres.
    Ég er frekar hræddur að CL sætið hafi farið full langt frá okkur í kvöld því ég held að City eigi eftir að bæta í frekar en ekki og sigla framúr Arsenal.

    Annars svakalega svekkjandi að þeir fái að nota þetta stórsniðuga bragð að vinna upp getuleysi Almunia með því fá að hafa bara fleiri leikmenn inná sem mega spila markið með honum! Fabregas ætti t.d. að vera horfa á eins leiks bann núna fyrir annað gult! Hvernig manninum tókst að sjá þetta ekki á lokamínútunni er alveg magnað. Eins virtist Vermalen vera ansi asnalega staðsettur með hendurnar í fyrri hálfleik.

  11. Mér virðist sem Benítez hafi ætlað að vinna leikinn. Í stöðunni 0-0 setur hann Degen inn á fyrir Carragher. Klár viðleitni til að troða tuðrunni fram hjá síðri Manúelnum. Svo setur hann Babel inn fyrir Lucas.

    Það var bara liðið inni á vellinum sem tapaði.

    Einnig hjálpaði ekki að Arsenal fékk einhverja undanþágu um notkun handa vegna þess að markvörður þeirra er svo lélegur.

  12. Það “góða” við kvöldið er að Aston Villa og Tottenham mistókst báðum að vinna leiki sína. En Man City eiga núna tvo leiki á okkur, en eru samt með jafnmörg stig.

    Ef þeir vinna okkur um þarnæstu helgi, þá eru þeir komnir þrem stigum á undan okkur og eiga samt tvo leiki til góða. Þá verður þetta orðið ansi erfitt. Við verðum einfaldlega að vinna City – annars gætum við verið í vondum málum.

  13. Þó það sé sárt að viðurkenna þá var þessi sigur sanngjarn, Arsenal reyndu bara mikið meira enda á heimavelli, við áttum þó klárlega að fá víti þegar Vermaalen varði með hendinni en svona er þetta.

    Nokkrir sem eru búnir að tjá sig hérna fyrir ofan og í commentum við “liðið komið” færsluna eru að kvarta yfir Maxi og N’Gog, gott og vel þeir áttu ekkert sérstakan leik og þá sérstaklega Maxi að mínu mati, en sá leikmaður sem ég er alveg brjálaður yfir heitir Steven Gerrard, hvað í helvítinu var hann að gera í þessum leik? Hann var algerlega skugginn af því sem maður ætlast til af honum! Eins gott að það komi frétt á morgun að hann sé kominn með ælupestina því annars mun ég aldrei fyrirgefa honum þessa anti frammistöðu.

    Annars vil ég bara segja að útileikur gegn Arsenal verður í besta falli 50/50 leikur og engin heimsendir þó hann hafi tapast, við tökum Man City svo um næstu helgi og setjum pressuna á 3 sætið!

    Y.N.W.A!

  14. Carragher fór útaf vegna tognunar í hamstring…Og hvað var Deggen að gera þegar við fengum á okkur markið…..Og hví í fokkinu skipti Rafa ekki strax eftir að við fengum á okkur markið.?????

  15. Ég er alveg jafn pirraður yfir NGog og Maxi einsog næsti maður. En annar þeirra er nýkominn til Englands og hinn er einfaldlega leikmaður sem er ekki tilbúinn að vera aðal striker hjá toppliði í ensku deildinni. Hann væri frábær sem 3-4 striker.

    En gætum við ekki fengið einn góðan leik hjá blessuðum fyrirliða okkar? Er það virkilega til of mikils ætlast? Djöfull er ég orðinn pirraður á leik hans í vetur.

  16. Það má alveg taka Maxi, Degen, Ngog og henda þeim í ruslið. Mér bara gæti ekki verið meira skítsama. Benitez og Kuyt mega líka alveg fara með þeim. Bara mitt álit sem þarf ekkert að endurspegla mat þjóðarinnar.

  17. Gerrard á miðjuna takk fyrir takk. Áttum ekket skilið úr þessum leik, ætluðum að taka vörnina á þetta og beita skyndisóknum en það er erfitt með ónýtann striker. Hef enga trú á Ngog, er kannski fínn svona second striker eins og Anelka með Drogba en alls ekki einn frammi, hann er ekki nógu líkamlega sterkur og mér finnst hann gefast of oft auðveldlega upp.

    Jæja ágætis úrslit úr öðrum leikjum en það er City sem ég held að verði okkar helsti keppinautur í ár.

  18. mér fannst þessi leikur vera í jafnvægi mest allan tíman það var ca 15 mín kafli sem Arsenal setti í gír og spilaði sinn leik sem endaði með marki… eiginlega eina færið þeirra í leiknum…. Twitter var síðan nálægt því að jafna þetta í restina og síðan gerði Fabregas “ve”l í að blaka boltanum í lokin, ætli hann hefði ekki fengið annað gula spjaldið sitt ef dómarinn hefði séð þetta

  19. Lucas var nú ekkert alslæmur í þessum leik, en Kuyt, Gerrard, Ngog og Maxi voru alveg hrikalega slappir. Sóknaraðgerðirnar voru illa útfærðar, sendingar að klikka og sumir voru bara farþegar inná vellinum. Mér fannst Arsenal lélegir í kvöld og það er frekar lélegt að hafa ekki nýtt sér það. Afhverju kom Riera ekki inn á og Babel hefði líka mátt koma fyrr inn.

    Svo er það Martin Skrtel… Þetta er bara leikmaður sem þarf að selja.

  20. Einar, pirringurinn er held ég svo sem ekki útí þessa leikmenn, meira útí Rafa fyrir að hafa ekki kippt þeim út þegar þeir eru í eins miklu bulli og í kvöld. N’Gog er langt frá því að vera tilbúinn/nógu góður og mér finnst ótrúlegt að Maxi fái að klára tvo leiki í röð án þess að geta rassgat á meðan Rieira situr á bekknum eftir frábæran leik um daginn. Þetta er hlutur sem ég bara fæ ekki skilið hjá Benitez.

  21. Sammála Einari Erni, David Ngog er 21 árs og á í raun að vera eased in, byrja leiki gegn Hull, Wolves ofl og kemur alltaf af bekknum og Maxi þarf smá tíma, hinsvegar er ég buinn að fá nóg af því að Gerrard láti sig detta fyrir utan boxið(buinn að gera þetta 2 leiki i röð)

    Finnst hinsvegar skrýtið að Riera hafi spilað 3 leiki vel í röð og farið svo á bekkinn og setið þar

  22. ooo hvað ég þoli ekki svona komment. Freki…… nr.13

    “Það var bara liðið inni á vellinum sem tapaði.” auðvitað !!!!!

    en hver mótiverar liðið inná vellinum í hálfleik ??? hver drífur liðið áfram ? hver stillir upp liðinu ? hver kaupir þessa leikmenn ????

    Jólaveinninn !!! hver annar………….

  23. dómarinn sá þetta alveg, þ.e.a.s. hendina á Fabregas hann þorði bara ekki að gefa gult og svo rautt af því að hann var nýbúinn að gefa honum gult..

    er pirraður, en það er svosem engin skömm að því að tapa á móti Arsenal en hinnsvegar má segja það að Liverpool stendur í lífróðri þessa dagana og þurfa hreinlega að vinna allt sem að kjafti kemur ef þetta blessaða 4 sæti á að verða að veruleika.

    Plís farðu nú að jafna þig Torres. Liðið er átakanlega slakt frammi þegar þú ert meiddur.

  24. þetta var bara ekki nógu gott í kvöld og það er hrikalegt, við hefðum þurft að draga arsenal inní þessa baráttu um 3-4 sætið. En nú er þetta þyngra og eins og Einar Örn benti á – leikurinn gegn man city verður bara að vinnast ! við eigum utd eftir úti og chelsea heima, það verður erfitt að vinna rest !

    En ég velti fyrir mér hvort úrslitin hefðu ekki orðið önnur hefði þessi Milos spilað í okkar liði í kvöld:
    http://www.youtube.com/watch?v=GTKKgbERdOM

    hann virkar hrikalega flottur og á youtube er hann mun flottari en Jovanovic.

  25. Súrt að liðið getur ekki unnið á Arsenal á útivelli. Það sem er ennþá súrara er að hugsa til þess að við erum ekki búnir að vinna þá á útivelli síðan í byrjun seinasta áratugar!!!!!

  26. Athyglisverður póstur frá Man Utd aðdáanda á Teamtalk, spurning hvort þetta sé sannleikurinn á bak við peningana í Premier League, amk hjá efstu fjórum?

    “BRACK66 (Manchester United fan)
    Posted Today @ 21:15 View all BRACK66’s posts
    Only_One, Trufooty et al. You will know by now that I speak as I see, and I do not shirk making a considered and principled stance. United have a long history of treating their fans with total and utter contempt. Some of you say the Glazers have not interfered with the playing side. Nonsense! Tickets prices are up FORTY SEVEN PERCENT since they took over, we have the automatic cup scheme, and yet we’ve spent £8M net in 5 yeears. Now we have the Glazer ‘mafia’ attempting to walk all over any voice of discontent. I do not think football is all about winning trophies, as I am aware some of you don’t either. A football club should serve its fans and conduct it’s business in a correct manner. The way United treated the man that WAS and STILL is Manchester United (Sir Matt Busby) in the 80s was truly disgusting. United are no longer a football club, in touch with their fans. They are a brand, to be hawked around to the highest bidder. I have long felt real disquiet about the way United do their business, as have thousands of others who now follow FC. The common man can no longer follow United, particulalry if they have a family. Old Trafford on match days is full of corporates and tourists! The atmosphere is frequently appalling! I cannot just turn a blind eye to what I see happening at United, purely because we continue to win trophies. As I’ve stated before, United were better in the 70s and 80s. They were at least a FOOTBALL CLUB then. I am not from Manchester, and, if push comes to shove, I will always choose to support my home town team first and foremost. I choose to take a view, to take a stance and I make no apologies for it. Football is on the road to implosion unless something is done to address the fact that many clubs in the Premiership spend around NINETY PERCENT of their turnover on players salaries etc! Portsmouth is but the tip of the iceberg.”

  27. Ekkert ósanngjarnt við þennan sigur hjá Arsenal. Þótt að dómarinn hefði séð þetta hefði það bara verið önnur aukaspyrna og það er ekkert “automatiskt” mark!! og ef mönnum finnst Arsenal fá að fara full frjálslega með hendurnar að þá þurfum við ekki að fara nema nokkur ár aftur í tímann en þá fengu Carragher og Henchoz að grípa boltann til skiptis í nánast hverjum leik.
    Í dag vantaði okkur bara betri leikmenn til að klára þetta, alltof margir farþegar sbr. N´gog, Degen, Insua og Maxi. Einnig er rosalega erfitt að liggja svona aftarlega þegar við eigum enga hraða menn til að sækja hratt, manni er svoítið farið að líða eins og maður sé að fylgjast með Íslenska landsliðinu, farinn að fagna öllum hornum og innköstum allsvakalega.
    Annars standa argentinumennirnir þrír svolítið upp úr eftir þennan leik, Maxi og Insua fyrir að hafa verið alveg skelfilega slakir og svo Mascherano sem að var að spila hrikalega vel og var okkar lang besti maður.

  28. Sko, mér fannst þetta ekki svo slæmt. Menn voru að berjast og með smá heppni hefði þetta getað dottið í jafntefli. Gallinn við Liverpool er að við höfum bara einn alvöru striker og hann er meiddur. Ég efast ekki um það að við höfum sterkasta liðið til að klára fjórða stætið. Ég sá Man City leikinn í gær og þeir voru engan veginn sannfærandi.

  29. Vá hvað ég er kominn með mikið ógeð af þessum ömurlega kick & hope fótbolta hans benitez. Menn titra úr stressi þegar þeir fá boltann og vita ekkert hvað þeir eiga að gera við hann. Það er enginn sem bíður sig og það er ekkert sem heitir kantspil og ef svo ótrúlega vill til að það kemur fyrirgjöf þá eru mesta lagi 2 leikmenn þar til þess að skalla hann! Gjörsamlega sóknarheft lið, engin útsjónarsemi. Svo þegar menn tala um að menn hafi allavega lagt sig 100% fram þá spyr ég bara, eiga menn ekki alltaf að gera það hvort sem er?
    Þetta var hendi en þetta var aldrei aukaspyrna hvort eð er.

  30. Í sjálfu sér ekki slæmt að fá á sig 1 mark á útivelli á móti Arsenal sem við eigum alltaf í vandræðum með. En Arsenal var ekki að leika vel og mér finnst ekki ólíklegt að með Gerrard á miðjunni, Riera á vængnum og Babel frammi hefðum við hreinlega unnið þennan leik.
    Nú verða okkar menn að taka vel á Man.city, það er nóg eftir.
    En mér er alveg fyrirmunað að skilja hvers vegna Ngog fær endalaus tækifæri í framlínunni á meðan Babel er í frostinu eða á vængnum.

  31. aukaspyrnan sem var dæmd í lokin var EKKI dæmd þegar Gerrard datt, heldur var dæmt þegar brotið var á Kuyt stuttu eftir það.
    Ég hefði viljað sjá Babel skipt inná fyrir Carragher. Mascherano þá í bakvörðinn, Gerrard á miðju. Babel hægri, Maxi vinstri og Kuyt í holunni fyrir aftan Ngog. Auðvelt samt að vera vitur eftir á.
    ég hef áhyggjur af vörninni ef Carra verður mikið frá.
    Skrtel hefur ekki verið að standa sig og svo Grikkinn í banni.
    Verðum bara að gjöra svo vel að vinna City og eins og staðan er í dag hef ég því miður ekkert allt of mikla trú á því.

  32. Hefðum þurft að ná hið minnsta einu stigi úr þessum leik….. 🙁 Þetta var ekki gott. Nú er það bara must að vinna City….

  33. Ágætur leikur hjá Liverpool gegn sterku liði Arsenal. Hefðum getað nappað stigi/stigum. Gaman að sjá Babel koma svona ferskan inn en hann skapaði meiri hættu á sínum 15 mín en Ngog og Maxi sköpuðu á sínum 180 mín. Lucas, Masch og vörnin áttu góðan leik en Ngog, Maxi, Gerrard og Kuyt voru vægast sagt slakir og þarf Stevie allverulega að fara að stíga upp, ekki nóg að eiga eina cross-field sendingu í leik! Held að við verðum að sætta okkur við að úrslitin hafi verið sanngjörn þrátt fyrir effort og vilja frá okkar mönnum.

    En mitt aðal-innlegg er: Velkominn aftur Martin Skrtel! Frábær leikur hjá Slóvakanum í kvöld, nánast óaðfinnanlegur. Hefði verið maður leiksins ef við hefðum náð jafntefli eða sigri.

  34. Sælir,
    maður er brjálaður eftir þetta.

    Þessi leikur var agalega dapur. Hreyfing án bolta, ENGIN! Hugmyndir og sköpun kringum boxið, ENGIN!

    Fannst bara vont að horfa á þetta stundum, menn fengu boltann og þá voru engin boltalaus hlaup og svo er erfitt að sækja þegar N’Gog einfaldlega er ekki nógu góður í svona leiki – vonandi verður hann nógu góður á næstu árum.

    Gerrard er týndur, Maxi þarf tíma, Aqua veikur og svona. Það er bara of stór biti fyrir okkur þar sem við erum ekki með endalaust af alvöru leikmönnum. Það eru nokkrir þarna sem einfaldlega eru ekki nógu góðir.

  35. Ég held að Gerrard sé fara að halda að hann þurfi ekki að gera rassgat þegar hann er inná !! hann gerði ekki mikið í leiknum nema væla í samherjum sínum útaf að þeir gerðu vitleysu á meðan hann er fyrirliðinn og á að vera hvetja menn og rífa þá upp!

  36. Haha Benítez segir að þetta hafi verið greinilegt víti þegar fabregas hélt að hann væri kominn í blak. Þetta var augljós aukaspyrna en ekki víti.

    en svo þetta
    ,,Í seinni hálfleiknum fannst mér við vera beittir fram á við og við hefðum getað fengið allavega eitt stig.”

    Beittir fram á við????

  37. ,,Það er bara einfaldlega of mikið hjá okkur að hafa ekki Johnson, Benayoun, Aqua og Torres á meðan breiddin er ekki meiri,, þetta var akkurat það sem ég sagði á 94min, lið má bara ekkert við meiðslum.
    Ég held að það þarf ekkert að ræða þetta frekar… starting 11 eru mjög góðir þegar allir eru heilir… en ég veit ekki af hverju menn eru svona svartsýnir, jú við töuðum en við vorum óheppnir að ná ekki jafntefli! þetta er á heimavelli arsenal (okkur hefur alltaf gengið mjög ílla þar)… En koma svo vill city í næstaleik og halda bara áfram.

    En comment 28 fannst mér snild, ég hló upphátt þegar ég las þau…

    En ég velti fyrir mér hvort úrslitin hefðu ekki orðið önnur hefði þessi Milos spilað í okkar liði í kvöld: http://www.youtube.com/watch?v=GTKKgbERdOM

    já það má lengi dreyma, ef við hefðum fengið simao, alves, c ronaldo, silva, pato, barry, haldið alonso… það má lengi dreyma en bara ekki skaða þig á þeim (liverpool á ekki krónu)

  38. Við vorum með 60 milljónir punda í sjúkrarúminu í kvöld. Það sást greinilega að liðið ræður engan vegin við að spila án þriggja lykilmanna. Breiddin er bara ekki næg. Held að leikplan Benítez hafi nánast gengið upp. N´Gog komst einn í gegn og svo áttum við nokkur hálffæri. Arsenal hefði reyndar líka getað skorað fleiri

    Í grunninn sanngjörn úrslit sem hefðu þó alveg eins getað dottið okkar megin. Við erum bara haltir eins og er og þá getum við varla ætlast til þess að við klárum topp3 lið á útivelli.

  39. Ég er allavega ánægður með að margir menn hérna inni deila minni skoðun á leiknum. Sko í fyrsta lagi þá vil ég fá Sigga Sveins (Degen) á sölulista eigi síðar heldur en áðan. Maðurinn er bara einfaldlega stórkostlega slakur í knattspyrnu og kann ekki að verjast. Ég veit ekki í hversu mörg skipti sem ég sá manninn hlaupa úr stöðunni sinni. Hann var eins og hundur að hlaupa á eftir bolta, hljóp bara til að hlaupa og það stóð ekki steinn yfir steini varnarleikurinn hans.

    N’gog………vá……….þessi N’gog. Hvað sér Benitez við þennan strákling. ALVÖRU STRIKER hefði klárað þetta færi sem hann fékk á móti Almunia. Þess í stað er hann alltof lengi að hugsa, alltof lengi að athafna sig og tekur oftar en ekki kolrangar ákvarðanir. Þessi gæji er bara 3 númerum of lítill fyrir Ensku Úrvalsdeildina.

    Maxi Rodriquez fékk nokkur hálffæri en náði ekki að nýta þau því miður en ég held að hann muni gagnast okkur á komandi vikum.

    Eðlilega var Gerrard pirraður á köflum, hann var að taka hlaup en fékk boltann afar sjaldan í fæturnar. Einn maður getur bara því miður ekki dregið vagninn þegar þú ert með 3-4 farþega í 11 manna fótboltaliði.

    Sammála vali á manni leiksins. Fannst Masch brilliant í þessum leik. Hann er ekki að fara neitt.

    Skrtel, N’gog og Degen á sölulista takk. Geta ekkert.

  40. Ngog efnilegur?? Drengurinn er orðinn 21 árs, skoraði 1 mark í 18 leikjum með Paris SG. og er búinn að skora 6 mörk í 24 leikjum með Liverpool. Samtals 7 mörk í 42 leikjum. Hef séð betra record hjá leikmönnum á þessum aldri. Því miður er þetta ekkert annað en leikmaður á sambærilegum caliber og D. Traore, Warnock og fleiri kappar sem hafa klæðst L’pool teyjunni undanfarin ár.

    Þegar liðið mætir einu af stóru liðinum í deildinni á útivelli þá minnir leikur liðsins á boxara sem er 50 kíló og er að fara mæta 100 kílóa þungaviktarboxara. Titturinn fer í hornið setur hendur yfir höfðið og lætur höggin dynja á sér og vonast til þess að standa í 12 lotur og jafnvel að ná einu rothöggi í síðustu lotunni þegar tröllið er orðið uppgefið.

    Hvaða þrjá lykilmenn vantaði í leikinn í kvöld??…Miðað við þann hóp sem Liverpool hefur þá vantaði aðeins einn lykilmann, Torres. Það er varla hægt að tala um Aquilani sem lykilmann þar sem hann hefur byrjað flest alla leiki á bekknum, jafnvel þó hann hafi verið heill undanfarið. Johnson hefur verið meira og minna meiddur í allan vetur og séu fyrstu tveir mánuðirnir undanskildir þá hefur hann alls ekki náð sér á strik í vetur.
    Ég held að það hafi ekki skipt neinu máli hvaða lið hafi verið inná í leiknum í kvöld. Leikurinn spilaðist einfaldlega eins og 90% af öðrum leikjum í vetur, kick and hope.

  41. Mínar hugleiðingar:
    -Degen er alveg svakalega lélegur varnarlega. Í markinu horfir hann bara á – það var hans að dekka Diaby. Það sést greinilega í endursýningum. En hann bara horfir boltann og fylgist ekkert með manninum. Veit að hann hefur ekkert í hann að gera í skallanum en varnarmaður verður að stíga manninn út og láta hann a.m.k. hafa fyrir þessu. Held að Carra hefði komið í veg fyrir þetta mark ef hann hefði verið enn inná.
    -Skil ekki hvað Babel kom seint inn. Mér finnst reyndar að fyrst Rafa vill halda honum þá ætti hann að nota hann í svona leik í stað N’gog. Babel hefur hraða og tækni, gerir óvænta hluti sem liðið skortir mjög.
    -Ég er mjög hrifinn af Maxi og er viss um að hann á eftir að reynast okkur vel. Greinilegt að Rafa ætlar að koma honum í spilaform. Hefði samt viljað sjá Riera koma inná í þessum leik. Mér finnst hann með okkar bestu mönnum sóknarlega.
    -Gerrard gat ekkert í þessum leik og hefur ekkert getað á tímabilinu. Ég veit að það er erfitt að gera þær kröfur til að hans að hann eigi að bera liðið uppi en mér finnst hann hafa verið að spila langt undir getu allt tímabilið.
    -Held að við séum enn líklegasta liðið til að ná fjórða sætinu – sá Man. City í gær og finnst að við ættum vel að geta unnið þá á útivelli. Tottenham er að hiksta og Villa hefur ekki mannskap í að halda þetta út.

  42. Fannst við eiga skilið að vinna þennan leik, en það er víst of svona.. Babel var mjög góður, og ég vona barasta að Rafa selji hann ekki. Fabregas á að fá nokkra leiki í bann eftir þessa algjörlega fáránlegu snertingu. Hann lyfti hendinni yfir haus!? Er ekki í lagi með Webb að sjá þetta ekki?

    En við náum allavega 4. sætinu, sérstaklega eftir tap Tottenham í kvöld.

  43. Hvað fengum við mikið fyrir Gerrard og hvað kostaði þessi eftirherma af honum??????

  44. Átta mig illa á þessari gagnrýni á Gerrard. Ansi oft sá maður hann rjúka af stað í hlaup en meðspilarar hans höfðu einfaldlega ekki getuna til að senda boltann í svæðið sem hann var mættur í. Hann lagði sig vel fram í þessum leik að mínu mati. Hann átti vissulega sínar feilsendingar en er einfaldlega ekki með nógu góða leikmenn í kringum sig til að hæfileikar hans njóti sín til fulls. Frábær leikmaður sem þarf að hafa kvika og direct sóknarmenn til að spila á.
    Hann hefur algjörlega haldið liðinu á floti síðustu ár og sumir leikmanna liðsins mega teljast ljónheppnir (eða gæluverkefni RB) að fá að klæðast sama búningi og hann.

  45. Sælir. Smá leiðrétting á umfjöllun um leikinn.
    1) Maxi skaut í Vermaelen og það virtist fara í handlegginn á honum þar.
    2) Bendtner átti sendingu á Rosicky sem gaf hann fyrir og úr varð mark. Fabregas kom ekki við sögu þar.

    Varðandi hendina, þá fannst mér þetta vera hendi og aukaspyrna. Held að dómarinn hafi séð þetta þannig að Fabregas hafi lagt hendina fyrir höfuðið og þar með bolti í hönd, en ekki öfugt. Þrátt fyrir það þá er þetta hendi, sést vel í endursýningu. Þrátt fyrir það þá fannst mér heldur ekki aukaspyrnan upphaflega átt að standa þegar Kuyt dettur frekar auðveldlega.

    Annars gott gengi það sem eftir er.

    kv. Nallarinn

  46. Við erum að berjast um 4.sætið við Man City eingöngu. Úrslit í leikjum Tottenham og A.Villa koma málinu ekkert við.
    Ef við töpum gegn City næstu helgi þá erum við í skítnum, 3stigum á eftir og þeir eiga 2leiki til góða.

    Leikurinn áðan var “vintage” Rafa Benitez. Afburða vel skipulagður og rólegur Excel-fótbolti. Skilst að vistmenn á elliheimilinu Grund hafi flestir misst saur af hrifningu þegar leikurinn var sýndur þar á breiðtjaldi í kvöld. Menn þaðan sem muna tímana tvenna í boltanum segja að leikir Liverpool jafnist fyllilega á við Spaugstofuna í skemmtanagildi. Eins og í Spaugstofunni komast fjörkálfarnir hans Benitez í 1-2 góð færi í hverjum þætti til að skora en missa yfirleitt marks því þeir mega ekki taka áhættur.

    Leikhús fáránleikans segja aðrir, ég þekki frægan leikara sem er mikill Púlari og hann segir mér að upplifun hans að horfa á Liverpool núna sé eins og horfa á uppsetningu áhugamannaleikhúss á “Beðið eftir Godot” (Torres). Algjörlega absùrd leikrit þar sem ekkert gerist langtímum saman. Fyrirsjáanlegt handrit, löturhægur stígandi, súrrealískar innáskiptingar, enginn kemistría milli leikara, hjakkað endalaust í sama farinu og niðurnjörvuð persónusköpun. Með góðum leikurum geti þetta verið mjög gefandi sýning fyrir innvígða en nístandi hörmungarleiðindi í meðförum amatöra og lélegra leikstjóra.

    Sjálfur veit ég ekki hvort ég á að hlægja eða gráta þessa dagana þegar ég horfi Liverpool reyna spila íþrótt sem kallast fótbolti. Ég er allavega orðinn voða þreyttur á þessu leikriti og vil fara að sjá meira “Töfraraunsæi”. Segi því hiklaust sem fyrr…

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  47. Danni og aðrir hérna, Fabregast stendur á línunni, hendinn er fyrir ofan höfuðið (og aðeins til hliðar) svo ekki er hann að verja andlitið og þetta gerði dómaranum erfitt fyrir. Ef hann hefði dæmt, þá hefði hann orðið að gefa Fabregas seinna gula og vera þar með fyrstur dómara á þessu tímabili til að reka Arsenalleikmann útaf, auk þess sem hann hefði orðið að dæma vítaspyrnu.

    Vissulega hefði hann hugsanlega geta fært brotið út, en vítateigslínan er partur af teignum og það sem á henni gerist er því víti. Annars fannst mér vera enn meira víti þegar Vermaelen varði skot Maxi og mesta víti heims var að sjálfsögðu í fyrri viðureign þessara liða á Anfield þegar Gallas framkvæmdi líkamsárás á Gerrard og sami dómari dæmdi ekkert.

  48. verd bara ad hrosa domaraleiksins stoð sig eins og hetja hann fær 10 fra mer 😀

  49. Ein spurning pétur, ef boltinn er á línunni þá er hann inní teig segiru, en ef boltinn er á hliðarlínunni er hann þá farinn útaf?

    Línan er notuð sem afmörkun á milli svæða og boltinn þarf að fara yfir línu (allur yfir línu) til að hann sé kominn á annað vallarsvæði.

    Auk þess eru dýfurnar hans Gerrard farnar að vera vandræðalegar.
    http://www.youtube.com/watch?v=uVb2gbMtN3I
    http://www.youtube.com/watch?v=i1jvUjuzKn8
    http://www.youtube.com/watch?v=mwfgbHOZHE0
    http://www.youtube.com/watch?v=Abk9JSDBra4
    http://therepublikofmancunia.com/video-steven-diving-is-ruining-the-game-gerrards-dive-against-blackburn/

  50. langt síðan þú hefur sést hér kaldi! er búið að takmarka aðgengi þitt að tölvu?

  51. Af hverju erum við ekki að nota masc+gerrard á miðju með ngog og babel saman uppi á topp? Þeir gætu myndað hratt sóknar dúó með miðjumann með sendingargetu á bakvið sig (í staðinn fyrir sendingargetulaust miðjupar undanfarinna leikja).

    Svona rétt á meðan við bíðum eftir að Messías komi aftur úr meiðslum.

  52. ..er það ekki vegna þess að Benitez leggur upp með að leika einum framherja, nema þegar algjör neyð og skelfing grípur um sig hjá manninum? Vissulega er peningaskortur vandamál í þessu samhengi eins og ítrekað hefur komið fram á þessari góðu síðu undanfarið, góður framherji sem á að vinna með liði á toppi deildarinnar kostar sitt. Hitt er annað að slíkur framherji lítur varla á það sem spennandi kost að sitja á bekknum hjá Liverpool og vonast eftir því daginn út og inn að Torres, eini framherji liðsins fari að haltra, sérstaklega þegar stórmót eins og H.M er framundan, og menn á fullu að reyna að sýna sig. Það er því ljóst, að mínu viti, að það kostar meira en peninga, að leika aðeins einum framherja í leik.

  53. Jú Jú, við mættum til að verjast en hvað lærðum við af þessum leik, enn og aftur? Við getum ekki reiknað með beittum sóknarleik með lúkas og masch saman á miðjunni. Við verðum að draga Gerrard niður í stöðu annars þeirra. Hafið þið tekið eftir því að Gerrard er nánast hættur að komast í skotstöður fyrir utan teig, á 20-30m. Hann liggur yfirleitt of framarlega í uppbyggingu sókna til að ná þessum stöðum. Síðustu leikir sanna að aðkoma N´Gog á að vera af bekknum. Ef velja á hraðan sóknarmann í dag, þá ætti það að vera Babel. Annars á Kuyt að byrja fremstur.
    Skrtel stóða sig annars vel í þessum leik. Ekkert við hann að sakast í þetta skiptið.

  54. Hlutlaus: Vítateigsínurnar eru hluti af vítateignum alveg eins og endalínur og hliðarlínur eru hluti leikvallarins, vertu með hlutina á hreinu áður en þú tjáir þig!

  55. Þá vitum við hvers vegna menn eru fúlir með RB. Það er vegna þess að hann notar ekki bekkinn og sér ekki þegar að menn eins og Ngog geta ekki blautann. Þetta er að bögga mann nánast í hverjum leik. Það voru nokkrir sem voru ekki að standa sig í leiknum og það hefði verið gott hjá RB að nota bekkin, og eins að skipta fyrr, en svona er RB í dag.

  56. Menn ræða hér leikkerfi sem er gott, tala um að það sé varnarsinnað og erfitt sé að fá menn til að leika undir Torres, sem er líka alveg rétt.

    Þetta leikkerfi er ekki varnarsinnað, enda verið leikið af flestum stórliðum Englands og Evrópu, United er t.d. að leika það í vetur. Vandinn er tvíþættur, annars vegar þarf framherjinn að vera góður að halda boltanum og síðan þarftu að eiga aggressíva kantstrikera. Besta útfærslan þessi árin hefur auðvitað verið Spánn þar sem argandi sóknarmenn spila í línunni undir Torres. Xavi, Silva, Joaquin, Riera……. Þannig að það að vera með einn mann í framlínunni er sem slíkt ekki varnarsinnað, þú þarft bara að eiga leikmennina í það.

    Þess vegna reyndi Rafa að halda Crouch, en sá stóri vildi ekki sitja á bekknum nema að fá verulega launahækkun sem LFC hafði ekki efni á og því fór Crouch. Hans skarð hefur að mínu mati ekki verið fyllt, en erfitt var að ætla að vera fúll yfir brotthvarfi hans eins og það bar að. Menn ræddu Owen í þessu samhengi. Í vetur er það orðið pínlega augljóst að hann getur ekki leikið þessa stöðu fremsta manns, þegar SCUM hafa reynt það lítur hann út eins og byrjandi, enda fær hann ekki lengur mínútur nema þegar ekkert er í gangi sem skiptir máli hjá þeim. Hann hefði ekki verið lausnin. Voronin átti að reyna en er einfaldlega ekki nógu góður og Kenwyne Jones var sennilega of dýr, sérstaklega ef Jovanovic var að klárast. N’Gog hefur að mínu mati mjög margt sem knattspyrnumaður, en hann á erfitt með að vera einn uppi á topp. En ennþá erfiðara þegar það er lítið af leiknum knattspyrnumönnum í kringum hann. Dirk Kuyt er ekki leikinn með boltann, Maxi er að læra og þó ég fíli Masch og Lucas þessa dagana eru þeir ekki urrandi sóknarmenn.

    Liðið í heild þarf að virka svo að 20 ára efnilegur framherji fái snertingu við leikinn á fullu. Það er stór munur að sjá N’Gog í leik gegn “þeim stóru” en “þeim litlu” og ég er langt frá því að afskrifa þennan strák.

    Mér fannst leikur okkar í gær vera í hnotskurn þegar Gerrard átti stórkostlega 50 metra sendingu beint á tána á Degen sem ætlaði að rekja boltann en rak vinstri löppina í hann og boltinn í útspark. Andlit Gerrards var zoomað inn og ég er viss um að hann hugsaði, “hvaða grínisti er að búa til þetta handrit”. Ég er með martraðir yfir því að Carra sé nú meiddur og Degen fái mínútur. Vona innilega að Kelly verði framar í röðinni.

    Þegar ég á við lykilmenn meina ég auðvitað það að þessir leikmenn heilir myndu væntanlega allir hafa átt að gegna lykilhlutverki í liðinu okkar og í dag erum við útreiknanlegir sóknarlega vegna þess að okkur skortir vopn. Gerrard er einfaldlega yfirdekkaður í öllum leikjum og Lucas/Masch/Maxi/Kuyt hafa ekki náð að ógna þannig að það þurfi að hafa áhyggjur af þeim. Á meðan svoleiðis er eigum við afar erfitt. Í fyrra steig Benayoun upp við svipaðar aðstæður en enginn er í þeim ganginum þetta árið.

    Því miður. Enda sjáum við muninn í leikjunum gegn þeim stóru. Í fyrra fengum við 77% árangur gegn þeim, en í dag er það hlutfall 25% árangur.

    Svo er það markið. Fabregas losnar úr gjörgæslu Masch og hleypur á vörnina þannig að Agger og Insua koma inn til að loka, hann á fyrri sendinguna út til hægri og þessir ágætu varnarmenn okkar voru þá komnir of langt frá því svæði til að koma í veg fyrir sendinguna, en líka að fylgjast það mikið með Cesc að Diaby gat læðst inn óséður.

    En það þarf að halda áfram og enn einn leikinn fáum við ekkert frá dómaranum og enn ein meiðsl lykilmanns. Ég er ekki að væla, en þennan vetur er ekkert að ganga með okkur!

  57. Sammála Magga að það er ekki leikkerfið sem slíkt sem er að fara með okkur. Frekar er það skortur á leikmönnum í það(og þá hlítur maður að spyrja sig afhverju Rafa aðlagar ekki leikkerfi að mannskapnum í stað þess að reyna aðlaga mannskapinn að leikkerfinu) og útfærsla á því sem Rafa lætur okkur spila. Sjáið Liverpool útfærsluna og svo Barcelona útfærsluna….hvora mynduð þið frekar vilja sjá?

  58. Mér finnst menn vera helvíti þungskýjaðir eftir þennan leik. Vissulega var þetta engin sambabolti hjá okkar mönnum en það er enginn skömm af því að tapa 1-0 á Emirates. Með smá heppni, eða kannski aðeins minni óheppni þá hefði jöfnunarmarkið getað dottið inn.

    Þriðja sætið færðist fjær eftir þennan leik en við erum ennþá með í baráttunni um fjórða sætið og þau lið sem eru að eltast við þann bita eru ekki að sýna mikinn stöðugleika þessa dagana. Við tökum Man City örugglega og höldum svo áfram rönninu sem liðið var að komast á.

  59. Er sammála flestum hér að ofan að leikurinn í gær var afar dapur af liverpool hálfu.
    David ngog er kannski efnilegur ungur strákur, en því miður hefur ekki líkamlega getu og styrk til að vera einn uppá toppi og halda bolta almennt, það er staðreynd.
    kuyt er fyrst og fremst framherji og á að spila sem slíkur, ekki sem vængmaður.
    Mín hugmynd að liðsuppstillingu væri einhvernveginn svona:
    reina
    johnson agger carragger insúa í vörn.
    Maxi aguilani javier riera á miðjunni
    kuyt og gerrard sem framherjar.
    Væri til í að sjá gerrard spila sem framherji og alberto aquilani spila á miðjunni í stað gerrard, semsagt 442.
    Annas vorum við sviknir um 2 vítaspyrnur í þessum leik sem og að fabregas átti að fá rautt og fjúka út af þegar gerrard tók aukaspyrnu í lok leik.
    Arsenal var heilt yfir sterkari aðilinn í gær að mínu mati.

  60. Arsenal voru einnig heilt yfir mjög slappir…. þeir settu í gír í u.þ.b. 15-20 mínútur (á ca 55-75. mín) og yfirspiluðu liverpool algjörlega á þeim kafla, að öðru leyti sköpu þeir lítið (eins og Liverpool reyndar líka)… fannst muna mikið um það að missa Carra af velli, held að Diaby hefði þurft að hafa meira fyrir markinu ef Carra hefði verið ennþá inná vellinum. Í það minnsta hefði hann ekki horft á aðgerðarlaus eins og Degen gerði sig sekan um.

    Mér finnst Gerrard vera að koma til og er ósammála gagnrýni á hann í þessum leik. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá til hans þegar hann datt niður á miðjuna síðustu 15-20 mínúturnar.

    Twitter kom sterkur inn en ég hefði einnig viljað sjá Riera fá sénsinn í stað Maxi. Helst frá byrjun en amk koma inná þar sem lítið bólaði á Maxi í þessum leik.

  61. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að það verður svakalega erfitt að ná þessu 4 sæti. Man City eru með afar gott lið, og eins og staðan er í dag þá eru þeir að spila betri bolta en við og virðast sterkari. Hjá okkur er lamaður sóknarleikur m.a. að drepa okkur. Það má alveg búast við að fá á sig 1 mark á Emirates, en að ætla að treysta á að halda hreinu og læða inn einu marki, með lamaða sókn, er ekki vænlegt til árangurs á útivelli gegn liði eins og Arsenal. Kuyt og Maxi á köntunum er eins og að stilla upp ömmu og afa þarna. Enginn hraði og tæknin takmörkuð. Ngog er engann veginn tilbúinn að halda dampi og delivera einn frammi og Gerrard nýtist ekki í sóknarleiknum með alla þessa tréhesta með sér. Ekki að ég sé að fría hann allri ábyrgð, hann hefur veruð óvenju dapur í vetur. Riera og Babel hefðu mögulega getað hjálpað til en Rafa var greinilega á öðru máli. Hver skilur þessar ákvarðanir hans? Ég verð að viðurkenna að eins og oft áður í vetur þá skil ég ekki okkar ástkæra stjóra.

  62. Man City eru með afar gott lið, og eins og staðan er í dag þá eru þeir að spila betri bolta en við og virðast sterkari

    Kosturinn við Man City er að þeir þurfa að spila helming sinna leikja á útivelli. Þar hafa þeir ekki getað blautann.

    Annars tek ég undir komment #61 hjá Magga – mér finnst það mjög gott innlegg.

    Og varðandi #64 – ég hef ekki séð neinn hérna inni kenna óheppni eða meiðslum um öll vandamál liðsins. En það hafa verið margir (ég þar meðtalin) sem hafa haft orð á því að þessi meiðsli og þessi óheppni og þessi dómgæsla hefur bætt gráu oná svart. Okkar menn hafa verið fullfærir um að klúðra hlutunum sjálfir í vetur án þess að þurfa á aðstoð dómara eða meiðsla til þess.

  63. Menn eru mjög duglegir að kenna meiðslum, sundboltum og ég veit ekki hvað og hvað um. Þó vissulega höfum við ekki verið heppnasta liðið í heimi þá er ég þeirrar skoðunar að menn skapi sína eigin heppni. Það er ekki heppni þegar lið klára leiki á 90+ mínútu eins og við gerðum nokkrum sinnu í fyrra, það var afþví að við héldum áfram að reyna og berjast. Mér finnst það vera hlutverk litla mannsins að kenna óheppni um og fyrr skal ég hundur heita en að viðurkenna Liverpool sem litla manninn :p

    Hættum að væla um óheppni og spýtum í lóana…klárum þetta helvítis fjórða sæti, helst þriðja sæti!

    • Man City eru með afar gott lið, og eins og staðan er í dag þá eru þeir að spila betri bolta en við og virðast sterkari

    Ég er nú bara alls ekki sammála þessu. Horfði á City-Bolton á þriðjudaginn. og City var nú bara alls ekki að gera sig fannst mér. Mjög mikið óöryggi í vörninni, gátu ómögulega haldið boltanum á miðjusvæðinu og allur leikur liðsins byggir á einhverju happa-glappa og einstaklingsframtökum. Ef þeir ætla að spila svona þarnæstu helgi, þá einfaldlega snýtum við þeim.

    Talandi um City…

    Þá eru þar nokkur skemmtileg nöfn sem sem fá afar lítinn spilatíma þessa dagana. Ireland, Cruz, Richards… svo ég nefni einhverja. Allt menn sem myndu gagnast LFC töluvert, og eru örugglega á viðráðanlegum verðum sem og launakjörum.

    Um leikinn í gær er svo sem lítið að segja. Jafntefli hefði verið meira en sanngjarnt, en það er lítið hægt að kvarta yfir tapi á Emirates. Þetta hefði náttúrulega aldrei tapast nema vegna meiðslana hjá Carragher (Fowler lofi að þau séu ekki slæm).

    Svo er bara að taka Unirea eftir viku. Það þyrfti að senda Don Roberto á völlinn og láta hann berja stemningu í menn 🙂 🙂 🙂

  64. Eru ekki önnur lið byrjuð að fatta þetta 6-5-1 kerfi hja liverpool þetta er frekar sorglegt hvernig Rafa stillir upp í hverjum leik það er ekki ein einasta ógn fram á við Og hvað þá að hafa 19 ára gutta einan frammi pfff er engan vegin að ganga

  65. Við eigum þrjú topplið eftir, Man U, Chelsea og Man City.

    Man City eiga eftir Man U, Chelsea, Liverpool, Arsenal. Tottenham og Aston Villa.

    Topplið kalla ég þau lið sem eiga raunhæfan möguleika á meistaradeildarsæti.

  66. @71: Ég er heitur fyrir Ireland! … knattspyrnulega séð, þ.e.a.s. 😉

  67. í fyrsta lægi spiluðu liverpool hit and run bótbolta altaf neglandi framm í staðin fyrir að reyna að halda boltanum innan liðsins og svona virkar það ekki á móti stórliðum sjáiði td leikin á móti man utd þá var ekki endalaust verið að negla farmm og alllir að berjast

  68. 61 :

    Besta útfærslan er að sjálfsögðu Roma en ekki Spánn. Meistari Spalletti innleiddi þetta í lok árs 2005 og öll stórliðin öpuðu þetta eftir honum.

  69. Spalletti innleiddi kerfi án framherja þar sem Totti spilaði sem fremsti maður í stöðu sem væri svipuð þeirri sem Gerrard spilar í hjá Liverpool. Alls ekki sama kerfi og það 4-2-3-1 sem Spánn og Barca spila með flottum árangri og Liverpool með misjöfnum árangri.
    Er samt spurning hvort lið eigi að spila kerfi sem hentar ekki leikmönnum þess. Stigafjöldi síðasta árs virðist þó benda til þess að það sé vel hægt að rökstyðja þetta leikkerfi.

  70. Það er held ég bara fínt að miða við það að taka sem minnst mark á The Daily Mail ! En það var engu að síður talað um lok febrúar hvað Torres varðar ef ég man rétt!

    Sama á við um þig Grezzi, Gerrard er ekkert alltaf að reyna að standa í lappirnar en það er oft svo ofsalega blásið upp af stuðningsmönnum annara liða sem langar svo að sverta fyrirliðann okkar til að breiða yfir leikarana í sínu eigin liði að það er magnað. Hann má varla detta án þess að það sé túlkað sem leikaraskapur.

  71. Ég neita bara að ræða þetta Gerrard-mál. Hann lét sig ekki detta í eitt einasta sinn á miðvikudaginn, menn tala um aukaspyrnuna í lokin þar sem dæmt var á endanum á brotið á Kuyt en Gerrard lét sig ekki detta þar og bað ekki um aukaspyrnu fyrr en búið var að brjóta á Kuyt.

    Var það ekki annars Bendtner sem fékk gult fyrir að reyna að fiska víti í þeim leik? Eða var það Gerrard í Arsenal-treyju?

  72. Þó ég sé Liverpool maður… þá er það nú bara þannig að þetta var klárlega hendi þarna undir lokinn… en við verðum að átta okkur á því að þetta var dífa hjá Gerrard og ekkert annað sem hefði þá átt að dæma brot og gefa honum gult nákvæmlega eins og Bendtner í fyrri hálfleik… þannig við getum ekki verið að tuða yfir því að við hefðum átt að fá víti þarna undir lokinn svo var hann ekki einu sinni inn í teig…. Þoli ekki þegar menn eru að kenna dómaranum um þegar liðin eru að tapa

  73. 85: hvort sem þetta var dýfa eða ekki hjá Gerrard í lokin þá er búið að koma fram að það var ekki dæmt á það heldur á það þegar Kuyt var felldur stuttu á eftir því.

  74. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki við fótbolta þá er það það að reyna að blekkja dómara með hinum ýmsu fim-leikum. Drogba og Ronalda koma strax upp í kollinn en (úlfur! Úlfur!) það hefur síðar komið niður á þeim…

    Í tilfelli Gerrards undir lok Arse-leiksins var um klára snertingu að ræða og reyndir leikmenn á borð við hinn háæruverðuga fyrirliða okkar kann að nýta sér tilfelli sem þessi.

    Hendin í kjölfar spyrnunar er annað mál sem ég nenni ekki að fara útí… Dómarinn hafði gefið fordæmi fyrr í leiknum sem ætti að telja en gerði það ekki, og ekki var verið að skýla andliti, sem hefði söksér verið punktur..

    eeeeeeen…..

    YNWA-kveðjur
    Sæmund

  75. Stundum er hægt að kenna dómara um þegar lið tapar, en kanski ekki í þessum leik og þó. Ef dómarinn hefði átt að sjá þessa dífu sem sumir vilja meina, hefði hann ekki átt að sjá þessar 2 hendur sem fer ekki á milli mála að voru. Það getur verið erfitt að sjá hvort er um leikaraskap að ræða eða ekki,þrátt fyrir endursýningu, en hendi (2var), það sést allavegana í endrsýningu og fer ekki á milli mála. Þannig að dómaradruslan vann leikinn fyrir Ars, það er minn dómur.

  76. Leikurinn tapaðist ekkert á þessu atviki undir lokin, fáir að halda því fram. Það er engu að síður magnað að ekki hafi verið neitt dæmt þar því þetta var svakalega augljós hendi. Við það gerist þrennt sem er allt Arsenal í hag:
    1. Fabregas stoppar nokkuð álitlegt skot frá Gerrard.
    2. Fabregas sleppur við að fá annað gula spjaldið sitt á innan við mínútu sem hann hefði fengið ef Webb hefði dæmt. Það myndi þýða bann.
    3. Við fáum ekki séns á að endurtaka leikinn og fá aukaspyrnu á ennþá hættulegri stað (leit meira að segja út sem víti við fyrstu sýn). Þetta er pirrandi í meira lagi en ekki ástæðan fyrir tapinu.

  77. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn og nenni ekki að ræða um hann. Hann var “leiðindahögg ´sera Benzi” og ekki meira um það.

    En á ekki að fara að opna eitthvað annað á toppi þessarar síðu? Mér leiðist satt að segja að sjá þetta Ars 1 – 2 Liverpool í hvert skipti sem ég opna kop.is

    Það er nú þannig.

    YNWA

  78. Þó svo að ég voni engum svo illt að verða reknir úr úvalsdeildinni þá verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í næstu viku hvað Portsmouth varðar http://visir.is/article/20100212/IDROTTIR0102/370952547/-1

    Þetta þýðir að við verðum komnir aftur í baráttuna um 3. sætið. Man einhver hvernig leikir City, Spurs og A.Villa fóru gegn P’mouth.

  79. Lýður, þetta er engu að síður ágætis mælikvarði á okkar tímabil! Við erum að “vona” að hið lánlausa og algjörlega vonlausa Portsmouth lið verði dæmt úr deildinni því við gátum ekki einu sinni unnið þá!

    Persónulega finnst mér reyndar fúlt hvernig komið er fyrir Pompey, flottur klúbbur og hörku aðdáendur.

  80. Eins dauði er annars brauð. Þetta væri sennilega það fyrsta sem fellur okkar megin í vetur ef af verður.

    Það verður hinsvegar forvitnilegt ef allt fer í hundana hvort að öll liðin samþykki þetta lán úrvalsdeidarinnar til Pompey og þá sérstaklaga hvað klúbburinn okkar gerir. En eins og þú segir réttilega Babu, þá er þetta ágætis mælikvarð á okkar tímabil í vetur.

  81. Góðan daginn.

    Þetta eru nú fyrstu skrifin mín, en ég hef fylgst lengi með þessum umræðum hér.
    Ég held að leikkerfin sem slík geti öll virkað með réttum mannskap og góðu skipulagi samanber UTD(djöfulegt að þurfa að taka þá sem dæmi) En þegar Ferguson vantar menn í ákveðnar stöður hikar hann ekki við að breyta um kerfi. Það gerir Benni ekki.
    Ég furða mig líka alltaf á því að við skömmumst endalaust út í hægri bakverðina okkar sem vissulega eiga það stundum skilið en það er eins og Insua sé stikkfrí. Í Ars leiknum kom fyrirgjöfin frá vinstri af því að Insúa var kominn úr stöðu, og þetta sér maður í nánast hverjum einasta leik. Kostir Insúa eru að hann er gríðarlega kraftmikill og kemur vel fram, en gallarnir eru að hann selur sig allt of oft ,er hægur og fyrirgjafirnar hans eru hrein hörmung með tveimur eða þremur undantekningum í vetur.
    Jæja hættur að skrifa bréfin mín verða alltof löng alltaf.

    kv Berger.

  82. http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=IDROTTIR0102&Template=Clip&Item=2426

    Skoðið sek 1.54-1.58 og athugið hvað líkamstjáning Fabregas segir ykkur ?

    Mig finnst sem hann setji hendina upp áður en skotið kemur, til þess að geta varið sig, þegar boltinn kemur svo á hann hallar hann höfðinu fram til að skalla boltann en þá er það of seint. Vissulega hendi en alls ekki viljandi.

    Á 14-17 sek á þessu vídeói: http://www.101greatgoals.com/videodisplay/4723826/

    Sést hvar Gerrard beitir leikaraskap, og eins og áður hefði komið fram hefði átt að fá gult spjald og Arsenal aukaspyrnu. Fyrir utan það sé ég ekki heldur leikbrot á Kyut, vissulega snerting en ekkert brot.

    Leikmenn liðsins eru farnir að beita ýmsum ráðum í örvæntingu sinni.

    Þá finnst mér liðið alltof varnarsinnað, og varnarþennkjandi (þeir sem vilja geta lesið leiðinlegt) til þess að ná stöðugleika í titilbáráttu gegn Man Utd og Chelsea.

  83. Andlitið á Fabregas nær alveg voðalega hátt miðað við þetta video, þetta er ekkert nema brot og gult fyrir að hindra góða tilraun að marki, þetta var sannarlega ekkert óviljandi hjá Fabregas sem hafði fram að þessu lagt sig allann fram við að tefja og tuða (m.a. unnið sér inn gult spjald fyrir).

    Varðandi Gerrard þá fannstu þarna alveg eðal dæmi um hreint Eboue-legan leikaraskap fyrirliðans, til hamingju og eins sést hvað hann reynir þvílíkt í örvæntingu sinni að óska eftir aukaspyrnu…sem síðan er dæmt fyri brot á Kuyt!!! Þetta var dæmt aukaspyrna og það eru fjölmörg svona atriði hverjum leik. En varðandi Gerrard þá má hann ekki detta án þess að það sé kallað leikaraskapur.

  84. Þetta #95 er án vafa einhver al slakasta tilraun til réttlætingar á hendi sem ég hef séð, og hefur maður nú séð margt. Átti ekki að dæma brot bara á Liverpool og bera við sjálfsvörn, já eða öllu heldur spjalda Steven Gerrard fyrir það að voga sér að skjóta í áttina að Cesc?

    Svo þetta með Gerrard, gult og aukaspyrna á hann, það er ekki svaravert. Var dæmd aukaspyrna á danska nærbuxnadrenginn þegar hann féll inni í teig? Nei, það er ekki gert. Gult spjald er gefið fyrir þannig leikaraskap, en það er ekki dæmd aukaspyrna. Spurning um að lesa eitthvað örlítið meira en bara Arsenal tengda dálka, og þar fyrir utan, þá ef þetta verðskuldaði gult hjá Gerrard, þá er ég hræddur um að það væru engir leikmenn að spila leiki vegna leikbanna.

    Magnað komment alveg 🙂

Liðið komið / Twitter yfir leik

Föstudagsslúðrið