Það var gríðarleg spenna fyrir fyrsta leik Liverpool í UEFA Cup síðan 2004, þessi spenna var reyndar öll í hinum 17.þúsund manna heimabæ Uniera frá Rúmeníu en dó síðan jafnt og þétt út þegar leið á fyrri hálfleikinn.
En áður en ég fer út í leikinn er rétt að byrja á byrjuninni, liðinu sem Benitez stillti upp í leiknum:
Carragher – Skrtel- Agger – Aurelio
Aquilani – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
N´Gog
Bekkur : Cavalieri, Kyrgiakos, Babel, Lucas, Insua, Degen, Pacheco
Sem sagt sterkt lið og ljóst að ekki átti að vanmeta gestina neitt. Það verður þó að segja á móti að þetta lið okkar hefur ekki verið að spila neitt í grend við liðið sem jarðaði Real Madríd fyrir ári síðan og er meira í því að detta niður á nákvæmlega sama plan og andstæðingurinn. Það var einmitt það sem gerðist í fyrri hálfleik gegn Unirea. Liverpool er reyndar blessunarlega nokkrum klössum fyrir ofan miðlungsgott lið Unirea í gæðum en þeir reyndu eins og þeir gátu að komast niður á þeirra level, en úr varð hálfleikur þar sem boltinn var nánast að öllu leiti að færast milli leikmanna þeirra rauðu sem náðu ekki að skapa sér neitt af viti úr því.
Raunar punktaði ég bara þrjú atvik hjá mér úr fyrri hálfleiknum. Fyrsta kom á 10.mínútu þegar Kuyt reyndi misheppnaða sendingu innfyrir á N´Gog, hann hitti alls ekki og náði bara boltanum aftur sjálfur og náði ágætu skoti að marki sem leikmenn Unirea vörðu í horn. Næstu 25.mínútur hefði verið alveg jafn gáfulegt að blasta Bíum Bíum Bambaló í græjunum á Anfield og svæfa mannskapinn þannig. En á 35 mín náði Mascherano hörkuskoti fyrir utan teig sem stefndi á markhornið en varnarmenn Unirea náðu að komast fyrir það. Að lokum voru það síðan einu tilþrif N´Gog í fyrri hálfleik, en hann fékk góða sendingu frá Gerrard sem hann tók á kassann inn í teig, náði að koma sér í skotstöðu með þrjá í sér en skotið fór framhjá.Vel gert hjá frakkanum.
Ekkert af þessu var eitthvað mjög spennandi og því 0-0 eftir afar tilþrifalítinn fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði því miður á mjög svipuðum nótum og var þannig mest allann tímann, Liverpool með boltann en skapaði allt of litla hættu upp við mark andstæðingana og voru í raun bara alveg steingeldir frammávið. Sóknarleikur frá Unirea var síðan bara ekki til staðar nema rétt aðeins undir lokin og fengu þeir meira að segja horn á þeim kafla.
Uppfrá 60.mín fór þetta þó örlítið að frískast og byrjaði á því að Aurelio náði góðu skoti af marki fyrir utan teig sem var varið í horn af unga Litháanum í markinu. Tveimur mínútum seinna kom Babel loksins inná á kostnað Riera og frískaði hann töluvert upp á leik Liverpool manna. Sókn Liverpool þyngdist síðan jafnt og þétt uppfrá þessu. Á 74.mín kom að skiptingu sem mjög margir vildu sjá og það jafnvel fyrr, Dani Pacheco kom inná og fékk síðasta korterið til að sanna sig.
Þetta var það sem vantaði, tvo unga, fljóta sóknarþenkjandi menn sem virkilega langaði og þurftu að sanna sig og því var það við hæfi að það hafi verið Babel og Pacheco sem bjuggu til eina mark leiksins, fyrir enn einn ungan og sprækan, David N´Gog. Babel kom með góða fyrirgjöf frá vinstri kanti og beint á Dani Pacheco sem skallaði boltann fyrir N´Gog sem átti ekkert eftir nema að skalla boltann í autt markið. LOKSINS LOKSINS 1-0. Þar við sat og afar döprum leik lauk því 1-0.
Það var oft á tíðum átakanlegt að horfa á þennan leiðinlega leik og ekki gaman að sjá Liverpool alltaf svona djöfulli varkára, sama hverjir mótherjarnir eru. Þegar spilað er gegn Unirea Urziceni frá 17.þúsund manna bæ í Rúmeníu á hinum sögufræga Anfield Road þá á ekki að þurfa steingeldan Jamie Carragher í lykilstöðu í sóknarleiknum, en nútíma bakvörður er crusial til að opna lið eins og þetta ultra defensive Unirea lið er. Eins er Kuyt með öllu óþarfur í svona leik og nýtast afar fáir af hans helstu kostum gegn svona liðum, enda var maðurinn ekki að geta blautan í dag. Riera átti jafnvel ennþá tíðindaminni leik hinumegin á vellinum og maður spyr sig hvort hann sé nokkuð 100% match fit. Allavega fór hann fyrstur útaf.
Gerrard var áberandi bestur í fyrri hálfleik en hvarf svo alveg í þeim seinni og gerði sig aldrei líklegan til að klára þennan leik líkt og menn af hans caliberi gera svo oft gegn mótherjum sem þessum. Aquilani og Mascherano stjórnuðu svosem miðjunni en ekki mikið meira en það. Mascherano er þó aðeins að skána sóknarlega held ég, en það þurfti ekki mjög mikið til.
N´Gog einn upp á toppi var síðan afar lítið að gera fyrir mig, jafnvel þó hann hafi stangað þetta mark inn. Babel lífgaði mjög mikið upp á leikinn og skapaði markið með Pacheco sem þarf að fara fá mikið fleiri mínútur heldur en hann er að fá. Ekki til að gefa honum séns á að sanna sig, heldur vegna þess að hann er líklega betri en meginið af því sem er í boði núna og töluvert hungraðari.
Niðurstaðan 1-0 sigur og svosem fínt veganesti í seinni leikinn, en mikið óskaplega var þetta ósannfærandi og leiðinlegur leikur. Þrátt fyrir að vera með 22 skot á markið og 70% af posession.
Maður leiksins: Ryan Babel og það er bara vegna þess að hinir voru ekki að gera mikið af viti.
“Flottur sigur” 80% með boltann er fínt á móti 11 manna vörn… fínt í seinni leikinn, EN….. HVAÐA ARFI VAR AÐ FLAUTA leikinn.
LFC
Snillingurinn Daniel Pacecho lagði að sjálfsögðu upp markið. Þetta ætti að tryggja honum áframhaldandi bekkjarsetu út tímabilið.
fínn sigur í leiðinlegum leik. Við hefðum verið að fagna 6-0 sigri hefði Gerrard sett hann í byrjun leiks. Maður var orðin frekar svartsýnn á 75 mínutu um að enn eitt leiðinda jafnteflið væri að koma.
Ég vona að Babel og Pacheco fái að sprikkla aðeins á næstunni. Það vita samt allir að benitez stillir upp sínu vanalega liði á sunnudagin.
Ég verð nú bara að segja að það er langt síðan ég hef séð jafn mikla baráttu í liði eins og þessu Unirea liði! Þeir börðust allir sem einn og fórnuðu sér endalaust. Frábær frammistaða hjá þeim! Seinni leikurinn á eftir að verða okkur erfiður.
Þetta Unirea lið er alveg með eindæmum leiðinlegt. Voru með 11 menn fyrir aftan boltann ALLTAF. Gott að við náðum að setja eitt mark þarna undir lokin en mér fannst Riera og Aquilani spila vel undir getu í þessum leik.
Maður leiksins gæti bara svei mér þá verið Babel en hann kom með nákvæmlega það sem okkar menn þurftu í þessum leik. Hann ógnaði með hraða sínum og opnaði leikinn töluvert þegar hann náði að taka leikmenn á og koma með fyrirgjafir.
Ég var mjög ánægður með skiptingarnar hjá Rafa þó svo að þessi Lucas skipting hafi ekki verið neitt sérstök þá hafði hún lítið að segja með leikinn eða úrslit hans. Menn voru að reyna, við fengum svona 20 hornspyrnur, vorum með boltann líklega um 70 % og fengum ágæt færi.
Hvort þetta dugi fyrir seinni leikinn verður að koma í ljós en ég er bjartsýnn fyrir sunnudaginn.
Ég komst að dálitlu í kvöld. Sennilega er það að vera Liverpool aðdáandi þessa dagana svipað og að vera harður Sjálfstæðismaður. Maður veit að liðið manns sökkar, en verður að þreyja þorrann og reyna að gleðjast yfir litlu sigrunum og fagna því þegar höfuðandstæðingarnir gera í buxurnar.
Það vantar TORRES, eða mann sem getur ógnað, þessar eilífu sendingar manna á milli sem gera lítið annað en ganga manna á milli, frekar óþolandi. Annars gott að vinna.
eruð þið að tala um að rúmenska liðið hafi verið leiðinlegt en omg hvernig var þetta liverpool lið ömurlegt
Sá ekki leikinn, en það virðist hafa vera sami matseðill í boði og áður miðað við leikskýrslu og ummæli. Hundleiðinlegur bolti. Gott að við læddum þó inn einu marki í lokin.
1-0 er sigur en ekki alveg nóg finnst mér hefði viljað 3-0 svo við getum hvilt leikmenn í utileiknum en what ever vona að bara að við tökum shitty á sunnudag
Sammála mörgum hér að ofan að lekurinn var afar dapur á að horfa.
Kantspil afar dapurt meiri hluta leiksins og færin í samræmi við það.
ngog hreinlega hörmung á að horfa og má setjast á bekkinn restina af tímabilinu, svo slakur er hann að mínu mati.
Jafnvel gefa babel sénsinn frammi.
babel með betri mönnum íkvöld, aðrir voru langt undir getu.
Leiðinlega rétt líklega Kiddi!! Góð samlíking!
En þetta súmmar leikinn líka vel upp http://www.guardian.co.uk/football/2010/feb/18/liverpool-unirea-urziceni-europa-league
Góða kvöldið
Ég ætla byrja strax á því að taka hattinn ofan fyrir Unirea. Þeir voru algerlega meðvitaðir um að þeir myndu aldrei fá neitt út úr þessum leik ef þeir myndu reyna að spila fótbolta. Þeir vörðust stíft á 10 mönnum í 90 mínútur, ég held að ég hafi séð vítateiginn þeirra tóman í 2-3 skipti í leiknum. Það er einfaldlega ofboðslega erfitt að spila gegn svona liði.
Staðreyndin er sú að þegar leikurinn er í 32-liða úrslitum euro-league og LFC er að spila á móti Unirea. Þá er ekki spurning um hvoru liðinu langar meir að komast áfram. Auðvitað segja menn í viðtölum að þetta sé alvöru keppni osfv… En leikmenn Unirea voru í kvöld að spila leik sem þeir eiga eftir að tala um það sem eftir lifir.
Ég veit ekki með ykkur en mér fannst t.a.m næstum pínlegt að horfa á Gerrard í kvöld. Hann gat svo engann veginn leynt því að honum leið alls ekki vel að vera að spila í þessari keppni. 4 sinnum sá ég hann tapa bolta og gera ekki minnstu tilraun til að reyna ná honum aftur. 4 sinum!!! Fyrir þá sem telja Kuyt vera einhvern bagga á LFC þá má geta þess að ég sá hann 4 sinnum vinna til baka bolta sem voru tapaðir. Ég hef aldrei í lífinu orðið reiður yfir frammistöðu Gerrard áður. En hugarfarið og mótiveringin var klárlega fyrir neðan allar hellur.
Fyrir utan áðurnefndan Gerrard og Riera (sem var skelfilegur) er ég reyndar býsna sáttur við kvöldið. Þetta spilaðist greinilega eins og Rafa lagði upp með. Halda boltanum og bíða eftir að færinn dyttu inn. Menn misstu aldrei kúlið, og svo með góðum innkomum Babel og Pacheo datt þetta inn fyrir rest.
Minn maður leiksins er Monster Masch. Sá er búinn að vera á æfingasvæðinu. varnarvinnan er auðvitað frábær, eins og hún hefur alltaf verið, en minn er aldeilis búinn að taka sendingarnar í gegn. Ef hann getur bætt einstaka langskoti í vopnabúrið, erum við að tala um box-to-box miðjumann á Essien kaliberi.
Ég svo sem á fleiri orð um minn annars heittelskaða Gerrard, en ég ætla aðeins að sofa á þeim
Það var einhvern veginn þannig
Kiddi, þetta er bull hjá þér.
VG og Samfylking geta jafn mikið og darlington.
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_div_3/table/default.stm
hvernig geta menn verið að segja að þeir séu sáttir með sigurinn þetta er 1-0 sigur á móti skítaliði deildinn er ekki einu sinni i gangi hjá þeim núna og þeir ekki búnir að spila alvöru leik siðan 14 des. mér fannst þetta alveg hrikalega lélegt að vinna þá 1-0 og skapa akkurat ekki neitt, við fengum varla færi fyrir utan öll horninn og við náðum boltanum i 1 hornu það var þegar Skrtel skallaði yfir ég ætla rétt að vona að menn geti eitthvað meira á móti man city annars skítum við upp á bak á móti þeim. Vona að fyrirliðinn okkar fari nú að gera eitthvað af því sem hann gerði fyrir okkur i fyrra
Flottur leikur hjá Liverpool. Þetta er allt að koma. Barcelona tapaði 1 – 2 fyrir unirel þannig sigur hjá Liverpool er gott mál.
Það verður hörkuleikur á móti Man City. Við sendum góða strauma til Liverpool leikmanna og þjálfans.
Áfram Liverpool.
Sigurjón Njarðarson, er sammála þér í nánast öllu sem þú segir, nema með Mach. Jújú hann stóð sig vel í þessum leik gegn UNIREA!!! og að líkja honum við Essien er eins og að líkja Carra gegn Vidic, Lucas við Fletcher, Ngog við Anelka, Fridel við Casillas, Joe Cole gegn Giggs eða bara Nani gegn Ronaldo.
Liverpool voru miklu betri en verðskulduðu bara þetta eina mark, kannski 2. Unirea vörðust bara mjög vel. Og þetta er í eina skiptið sem rafa gat notað svæðisvörn án þess að skíta uppá bak og það var vegna þess að svæði varnarmanna var fyrir aftan miðju.
Hlutlaus? #18
Nei held bara ekki!
Mæli með að þú kynnir þér þessar svæðiðvörn, því fyrir utan þetta tímabil þá höfum við verið með eina bestu vörn (ef ekki þá bestu) seinustu ára þegar kemur að föstum leikatriðum…
hahhaaahh er einhver hér að halda að liv taki man-city hihihih kanntu annan
ami: Hull tók þá jess jess ha ha ha.
Ég beið alltaf eftir því að Benitez myndi sína ást sína á Liverpool og virðingu gagnvart stuðningsmönnum þeirra og skipta sjálfum sér útaf…þvílík hörmung þessi svokallaði sóknarleikur sem hann lætur okkur spila. Ég er algjörlega sannfærður um að hann hefur ALDREI æft sóknarfærslur eða sóknarleik yfir höfuð á Melwood.
Eftir þessa hörmung í kvöld get ég ekki ýmindað mér að einhver styðji þennan mann lengur…og ef einhver gerir það leyfi ég mér að efast stórlega um hollustu þess sama til Liverpool. Hversu lengi á þessi viðbjóður að fá að ganga?
BURT MEÐ RAFA, ÁFRAM LIVERPOOL!!!
Hve oft hefur maður séð Liv, vera 70-80% með boltann, sem svo endar með jafntefli eða kanski tapað?(ands$#”%) Ansi mörgu sinnum. Boltinn gengur manna á milli og enginn þorir að skjóta, endar jafnvel með því að Carr tekur svo skotið, og við vitum hvar það lendir svona yfirleitt.(helv”#$%$#) Annað virðist vera uppá teningnum þegar að TORRES er með, en samt hefur maður horft uppá þessa spilamensku þegar að hann er með og ekkert hefur gengið.(helv”#$%$) Það vantar meiri hreyfingu á menn, og þeir hlaupa ekki á móti fyrirgjöfum heldur bíða bara eftir að boltanum sé komið akkurat til þeirra, en þá gerist það, mótherji kemst á milli og þeir missa boltann, (ands#”#$% helv”#$%&%$) KOMA SVO liverpool.
Kiddi og Babu ef þið viljið líkja Liverpoolaðdáendum við sjálfstæðismenn held ég að þið ættuð að finna ykkur annaðhvort nýjann flokk til að styðja eða nýtt félag,því að flestir stuðningsmenn Liverpool eru sjósialistar og hata flest sem frá íhaldsmönnum kemur. Souness verður t.d aldrei tekinn í sátt fyrir stuðning sinn við íhaldsflokkinn,en Shankley var sjósialisti sem trúði á mátt samvinnunnar og var dáður af íbúum Liverpool fyrir það. Ég er samt ekki hrifinn af að blanda saman pólitík og fótbolta en það er gert út í Liverpool like it or not!!
En um leikinn get ég ekkert sagt þar sem hann var ekki sýndur á neinum canal sem ég hef aðgang að því ég reiknaði ekki með að þurfa að horfa á þessa keppni í vetur og þarf nú að súpa seiðið af því.
sjósíalisti? Eru þeir ekki bara að tala um kvótakerfið og sjávarútvegismál 🙂
Æii Tommi endilega reyndu að taka þetta úr samhengi eins og þú getur!! Það var enginn að segja að púllarar væru að megninu til sjálfstæðismenn…nema kannski þú!
En sú draumsýn að það sé þannig í dag að að allir aðdáendur Liverpool séu aðallega sósalistar er vel úr sér gengin þó að Shankly hafi verið það og innleitt mikið af sínum sjónarmiðum í klúbbinn. Liverpool borg er sögð vera rauð enda verkamannaborg, en ekki allir aðdáendur LFC útí Liverpool eru sósíalistar og alls alls ekki worldwide, flestir eru að ég held bara ekkert að blanda þessu saman.
Að lokum hefur þú lesið mjög rangt út úr þessu ef þú telur mig vera íhald.
Nenniði plíííís að hætta að tala um pólitík
Er annars einhver með link á markið?
jæja er ekki best fyrir alla aðila að halda pólitík fyrir utan þessar umræður ? 🙂
ég sá bara seinni hálfleik og var ekki hrifinn, mest allan tíman var boðið upp á hugmyndasnauðan göngubolta. Vona þó að þetta dugi til að klára þetta rúmenska lið… ég hefði viljað sjá Kuyt bara vera upp á topp með Ngog, sem maður sá stundum í mynd einan gegn 4-5 leikmönnum Unirea. Ég er ekki mesti aðdáandi Ryan Twitter en verð að gefa honum prik fyrir innkomurnar í síðustu tveimur leikjum. Þarna er greinilega á ferðinni maður sem vill sanna sig, hann var alltaf að reyna að ógna og þó það gekk ekki alltaf hjá honum hélt hann ótrauður áfram.
Sakna gamla góða Stevie, veit ekki hvort hann sakni sjálfur El Nino svo mikið og því nái hann sér ekki á strik þarna fyrir aftan senterinn. Aftur á móti er ég að fíla Mascherano í tætlur þessa dagana, hefði átt skilið mark þegar hann smellhitti boltann í fyrri hálfleik en einhver Unirea maður álpaðist fyrir.
Fyrirliðinn okkar er bara orðinn heilmikið áhyggjuefni. Hann hefur jú verið meiddur talsvert á þessu tímabili en þegar hann hefur spilað hefur hann oftar en ekki virkað áhugalaus, kannski er hann ekki 100% fit ég veit það ekki en þessi Gerrard sem hefur verið að spila fyrir okkur í vetur er bara því miður ekkert spes leikmaður. Það er í það minnsta alveg ljóst að til að eiga möguleika á meistaradeild á næsta tímabili þá þarf Cap. Fantastic að drullast til að pota sér í gallann og vinna vinnuna sína.
Babu; I am so sorry! ætlaði aldrei að gera þér upp pólitískar skoðanir,enda sagði ég að ég væri á móti að blanda saman pólitík og fótbolta,en ef þú hefur farið á pubb í Liverpool veistu að þeir eru flestir ansi rauðir þarna og þá meina ég ekki Liverpool rauðir.
Markið er hérna:
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/4799483/
Miðað við þetta, http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/manchester_city/article7033109.ece , þá er ósennilegt að Bellamy verði með City á sunnudaginn, City verður þá án sinna tveggja bestu manna í vetur eftir því sem ég best veit. Held að Tevez sé enn í Argentínu af persónulegum ástæðum.
Markið er inni á http://www.101greatgoals.com eins og öll mörk, alltaf 🙂 Mætti vera linkur á það hérna jafnvel!
Fréttir/slúður frá Spáni.
Sport says Real president Florentino Perez has lost confidence in coach Manuel Pellegrini after their Champions League defeat to Lyon and is now focusing on finding a replacement for next season.
Indeed, plans for new player signings have been put on the backburner for general manager Jorge Valdano, with Perez insisting they must sort out their coaching position.
Benitez was contacted immediately after Real’s Copa humiliation at Alcorcon earlier this season and now the communication line has reopened after the manner of defeat in Lyon.
Perez is a fan of Benitez’s man-management and despite having over four years left on his contract, Real know they have the spending power to bring the Spaniard back to his old club in the summer.
Ekki pólitík. PUNKTUR!!!
Að leik gærdagsins. Unirea er ekki arfaslakt lið, hafa sýnt það í Meistaradeildinni áður, það að við skulum telja okkur geta talað niður til þeirra finnst mér kjánalegt miðað við veturinn okkar.
Þeir komu og stilltu upp 5-4-1 liði sem miðaði að því að loka á hryggsúluna okkar, þ.e. Gerrard, Aquilani og N’Gog og ljóst að þjálfarinn veðjaði á að við fengjum ekki mikið út úr kantmönnunum okkar. Þeir vörðust afar vel á NÍU leikmönnum og lokuðu afskaplega vel á Gerrard. Mér finnst við verða að hafa þetta í huga þegar við gagnrýnum Gerrard og Aquilani fyrir gærdaginn, þeir eru ekki leikmenn sem taka 3 leikmenn á og setja hann svo af markteig. Það átti að liggja til baka og kæfa þá, leikskipulagið þeirra gekk út á það.
Vandinn hjá okkur í dag liggur mest í því að “flair” leikmenn eru af skornum skammti í hópnum. Riera voru mér skelfileg vonbrigði og Kuyt er ekki maðurinn til að nýta sér svona svæði eins og Rúmenarnir gáfu í gær! Bakverðirnir okkar í svona leikjum eiga að sjálfsögðu að vera “overlapping” bakverðir eins og Insua og Johnson. Aurelio og Carra einfaldlega ekki góðir slíkir.
Babel og Pacheco áttu flottar innkomur en mér fannst Mascherano heilt yfir bestur.
En ég viðurkenni að vera fúll yfir því að mér fannst Rafa horfa meira á að spila mönnum (Skrtel, N’Gog og Aurelio) í form fyrir deildina, heldur en að leggja upp að vinna þennan leik almennilega.
Því miður held ég að áherslan sé fyrst 4.sætið og svo bikar. Nútímahugsun í fótboltanum en að mínu mati ömurleikinn hreinn!!!
Hérna er linkur á markið http://www.101greatgoals.com/videodisplay/4799483/
Annars er ég ánægður með Babel. Myndi vilja sjá hann byrja gegn Man City. Eins kemur Pachero með ferskan blæ inní liðið. Hann mætti líka fá fleiri tækifæri.
Varðandi #33. Ha???? Benítez orðaður við Real Madrid?????? Ég bara á ekki orð… Aldrei gerst áður…
Og Einar, markið er á http://www.101greatgoals.com, eins og öll mörk, alltaf 🙂 Ætti raunar að vera linkur á þá góðu síðu hér…
Maggi: þú talar um að Gerrard og Aquilani taki ekki 3 menn á osf, en þá hlýtur að losna um aðra sem ættu að geta komið sér í autt svæði. En það er sem ég segi að mér fannst menn ekki hreifa sig nóg og gefa sig eins og ég nefni á #23. Ég verð að tala um leikmann sem spilar með MU, hann er alltaf að leika sig lausann og er alltaf að skora, þetta finnst mér vanta td, hjá Ngog, hann var alltaf dekkaður og hann virtist ekki gera mikið í því að losa sig. En hvað um það eitthvað verða leikmenn að gera svo að mörkin verði fleiri.
ESB eyðilagði fóboltann með Bosman rulei…. grín
Mig langar að nefna fjölmiðlaumfjöllun um Liverpool í ljósti 1-0 sigurs þess á Unirea. Á soccernet er leiknum gefin 4 af 10 í einkunn. Og drullaði yfir Liverpool. Mér finnst það meira en lítið ósanngjarnt. Ég efast um að Barcelona hafi fengið 4 af 10 eða þaðan af verra fyrir 1-2 tap gegn Unirea fyrr í meistaradeilinni.
Þá gæti einhver sagt, já en Barcelona vann yfirburða afrek í fyrra og eiga inni virðingu þrátt fyrri að þeir tapi einum og einum leik. Plús þeir komust líka áfram, annað en Liverpool.
Hvernig getur mér fundist þetta ósanngjarnt? Jú þannig að ef leikurinn fær 4 af 10 í einkunn þá eiga aðrir leikir að fá það líka óháð því sem hefur gerst fyrr á tímabilum.. Það sem ég er að segja ef menn eru að gefa einkunn fyrir leik, þá að gera það á hlutlausan hátt. Ekki láta fordóma gagnvart Liverpool ráða hvaða einkunn leikurinn fær.
Aquilani verður nú að fara að sýna eitthvað – venjast nýju landi, liði, liðsfélögum og allt það…. fótbolti er ekki flókin íþrótt, og ég hef lítið sem ekkert séð frá þessum manni síðan hann hóf að spila sem réttlætir þá peninga sem (hugsanlega) voru greiddir fyrir hann.
Finnst hann koma með lítið í liðið eins og hann er að spila í dag, yfirferðin er lítil, hefur ekki getað varist síðan hann fór í rauðu treyjuna og mér finnst hann afskaplega getulaus frammá við einnig. Það má vel vera að hann þurfi meiri leikæfingu, en fyrr má nú vera.
Annars var þetta drepleiðinlegt í gær eins og fyrri daginn – þeir vörðust vel, en gæðin í okkar liði eiga að vera slík að við eigum að vinna þetta lið stærra.
Nú er bara að vonast eftir kraftaverki gegn City, og drekka þrefaldan expresso til að halda vöku í þessa tvo tíma n.k. sunnudag.
Síðast í haust var talað um að Aquilani ætti að taka við hlutverki Alonso í LFC. Miðað við það sem um er talað núna um hvað Aquilani á að gera hafa ekki margir horft á Xabi Alonso spila leiki fyrir LFC!
Xabi Alonso átti mest “sýnilega próduktiv” tímabilið sitt í fyrra, skoraði þá 4 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Í 40 leikjum.
Í dag er Alonso búinn að gefa 2 stoðsendingar í 7 leikjum og hefur held ég aðeins klárað 2 leiki af þeim. Í gær var hann klárlega að dreifa boltanum milli kanta og flytja milli svæða, var töluvert í boltanum en tapaði nokkrum boltum inni á miðsvæðinu.
Því miður finnst mér of margir búnir að ákveða að hann verði vond kaup, eins og Everton munnbullurnar Andy Gray og Gary Lineker, og leggja einhverjar allt aðrar mælistikur á hæfileika hans en talað var um í upphafi! Þetta er afar hæfileikaríkur fótboltamaður sem er að falla inn í leik liðsins og hafði gott af gærdeginum. Hann er að spila í liði sem á í svakalegum erfiðleikum með flæðið sitt, en er algerlega að flytja boltann á þau svæði sem honum eru ætluð.
Ef menn vilja auðvitað bara hafa þetta eins og fyrrnefndir froðusnakkar er það bara svoleiðis, geta þá tekið skrefið líka og gleymt t.d. kaupunum á Youri Zhirkov til Chelsea, já eða Lescott til Man. City.
Svo sennilega vita UEFA ekki af því hvað Unirea eru lélegir. Það var víst óvart sem þeir unnu Sevilla heima í haust og stútuðu Rangers 1-4 í Glasgow!
Zero.
Af hverju talar þú um að Barcelona hafi tapað fyrir Unirea fyrr í vetur í Meistaradeildinni? Af hverju blandar þú þeim inn í þessa umræðu og lélegan leik hjá Liverpool? Barcelona hefur aldrei spilað gegn Unirea.
Barcelona tapaði 2-1 fyrir Rubin Kazan sem er allt annað lið en Unirea og frá allt öðru landi 😉
38# Maggi
Í dag er Alonso búinn að gefa 2 stoðsendingar í 7 leikjum og hefur held ég aðeins klárað 2 leiki af þeim. Í gær var hann klárlega að dreifa boltanum milli kanta og flytja milli svæða, var töluvert í boltanum en tapaði nokkrum boltum inni á miðsvæðinu.
Þú ert væntanlega að meina Aquilani er það ekki ?
Hann á væntanlega við AA þarna í Alonso umræðunni.
En álit Andy Gray á umræddum leikmanni hefur ekkert með álit mitt að gera – mitt “first impression” af leikmanninum er ekki neitt æðislegt. Menn eru duglegir að drulla yfir Babel, Lucas og jafnvel Gerrard vegna spilamennsku þeirra undanfarið, en svo fer fyrir brjóstið á mönnum ef minnst er á AA.
Maðurinn er að koma úr meiðslum, er í nýju landi og hjá nýju félagi. Allt í góðu með það, það gerir manninn samt sem áður ekkert hafin yfir gagnrýni – auðvitað vonum við allir að hann komi sterkur inn, en staðreyndin er samt sú að hingað til hefur hann ekki komið með neitt inní leik liðsins sem bætir hann að mínu mati, að minnsta kosti ekki hingað til, spilið er jafn steingelt hvort sem hann er á miðjunni eða hinn alræmdi Lucas.
Og hverja þetta lið hefur sigrað í keppninni hingað til segir afskaplega lítið, þetta er lið sem við eigum að geta gert kröfu um sigur gegn (á anfielf), og það sannfærandi. Efast til að mynda um að eh reyni að upphefja Pompey upp vegna úrslita þeirra gegn okkur í PL á tímabilinu.
Sælir félagar
Það er bara þannig með helv… íhaldið og djö… samfylkinguna og andsk.. vinstri græna að ég minnist ekki á fjandans framsóknarmennina að þeir koma þessu máli ekkert við. Meira að segja Hreyfingin og Þráinn koma fótbolta ekkert við.
Ég var sæll með sigurinn en sá ekki leikinn. Ef til vill guði sé lof. Veit ekki en hann virðist ekki hafa verið skemmtilegur. Mestu tíðindin eru að Rafa skipti fyrir 70. mínútu. Það er magnað. Af hverju ekki fyrr – það er spurning? Af hverju byrjaði Babel ekki inná í senternum – það er önnur spurning?
Það er fullt af spurningum í gangi um allan fjandann sem varðar þennan leik, liðið, þjálfarann, fyrirliðann, leikmennina alla og eigendurna og hver veit hvað. En samt, þessi sigur var kærkominn, sanngjarn en ekki fyrirsjáanlegur.
Þjálfarar hafa í áratugi átt í vandræðum með að brjóta niður 11 manna varnir. Það er ekkert nýtt. Og hvað er svo sem nýtt undir sólinni ef út í það er farið?
Það er nú þannig.
YNWA
Alveg sammála Eyþóri með Aquilani, hann hefur voða lítið sýnt með Liverpool eða hann komi til með að plumma sig í þessum mikla hraða og hörku á Englandi. Ef hann væri með eitthvað rosa fyrsta touch, fótboltaheila, sendingahæfni og tækni þá væri hann að stjórna miðjunni þó hann væri ekki alveg 100% líkamlega en sannleikurinn er bara sá að fyrir utan Tottenham leikinn þá hefur hann.
Formleysi er væntanlega ekki eina ástæða þess að Benitez lætur hann spila lítið, það er engin furða að hann var um daginn þegar orðaður við Juve á 16m punda. Kannski er AA bara að sýna svo lítið á æfingum með Liverpool að Benitez sér að hann er ekki nógu góður fyrir Liverpool og sparar hann því svo hann hríðfalli ekki í verði.
Ég ætla ekki að halda því fram að allir ítalskir leikmenn séu rusl en það er alveg ljóst að ítalska deildin er langt langtífrá jafnsterk í augnablikinu og sú enska og spænska, jafnvel rússneska deildin er komin í hærri gæðastandard en sú ítalska. En þar sem Rafa Benitez dýrkar AC Milan og fylgir þeirra ítölskum þjálfunarleiðum útí ystu æsar þá horfir hann því miður áfram til Ítalíu þegar kemur að leikmannakaupum og hefur ekki lært af mistökunum þegar Dossena var keyptur.
Þessi leikur í gær var enn einn Rafa Benitez klassíkin. Spil Liverpool svo fullkomlega fyrirsjáanlegt og auðlesið að jafnvel rúmenskt smálið sem hafði ekki spilað alvöru leik í 3mánuði og vann lélegt utandeildarlið aðeins 1-0 í æfingaleik fyrir stuttu náði auðveldlega að hægja á öllu gegn Liverpool og ráða algerlega tempói leiksins.
Enn eina andskotans ferðina fer Liverpool ofurrólega og væmið inní leiki með 1 framherja og leyfir öllum andstæðingum að spila sinn leik og öðlast þannig sjálfstraust. Það hefði á tímabili mátt heyra saumnál detta á Anfield í gær svo hugmyndasnauður og litlaus var leikur Liverpool. Það er gjörsamlega ekkert að gerast inná vellinum sem áhorfendur hafa ástæðu til að æsa sig yfir nema þegar Gerrard lætur sig detta kringum vítateiginn og menn vilja vítaspyrnu.
Já Sigkarl, það er sko ekkert nýtt að lið eigi erfitt með að spila gegn 10manna varnavegg, en það er alveg glænýtt í knattspyrnuheiminum að rembast í mörg ár eins og þroskaheft rjúpa við staurinn að spila alltaf gegn svona liðum með eingöngu 1 framherja og löturhæga kantmenn alveg þangað til á 70-80mín.
Ef Rafa gerir sér grein fyrir að hann hefur ekki nógu hraða kantmenn til að spila 4-2-3-1 leikkerfið af hverju í brennisteinsrjúkandi teflon-húðuðum andskotanum prófar hann þá aldrei neitt nýtt og æfir sóknarleikinn með 2-3 framherjum gegn liðum sem pakka 10 mönnum í vörn gegn okkur leik eftir leik?
Burt með Benitez. Áfram Liverpool.
Takk fyrri leiðréttinguna 40#. Punkturinn stendur vonandi þrátt fyrir leiðréttinguna.
liverpool er bara ömulegt lið
Ok, ég átti ekki þetta fáranlega comment hérna númer 46.
Bill Hicks #44, mikið er ég sammála þér……Hvað erum við eiginlega búnir að horfa á marga svona leiki síðan Rafa tók við?? Fyrri hálfleikur, engin færi, göngubolti, og EKKERT að frétta. Aldrei neinu breytt í hálfleik, korteri af seinni eytt í sama viðbjóðin, og þá segir excelskjalið honum að skipta Babel inn á og reyna að pota einu í lokinn..Er maðurinn með svona stórfurðulega sýn á knattspyrnu að honum finnist í lagi að spila í heilan klukkutíma án þess að fá færi, og bregðast aldrei við?? Nú eru komin rúmlega 5 ár af þessum niðurdrepandi hræðslufótbolta…..Eiga menn virkilega von á breytingum meðan þessi maður er stjóri?..Nei þessi maður á heima í NFL deildinni sem varnarþjálfari….Djöö er ég er kominn með upp í kok að horfa alltaf á sama fótboltaleikinn sama hver andstæðingurinn er. PIRR PIRR PIRR
og hver ert þú með leyfi
Babu horfið á leikinn aftur og kannski þá tekur þú eftir því að Carra var að ógn meira sóknalega en Aurelio. Fyrirgjafirnar hans voru sennilega fleiri og mun betri en hjá Kuyt. Taktu svo eftir því að varnalega var hann 100%.
Óþolandi hvað menn sem skrifa á þessa frábæru síðu sjá suma leikmenn ekki og leyfa sér að drulla yfir þá.
@ maggi #34
-Þeir vörðust afar vel á NÍU leikmönnum og lokuðu afskaplega vel á Gerrard. Mér finnst við verða að hafa þetta í huga þegar við gagnrýnum Gerrard og Aquilani fyrir gærdaginn
Öll lið sem spila á móti LFC leggja upp með að loka á Gerrard. Auðvitað. Til þess að ná góðum úrslitum er dagskipunin einföld, loka á Gerrard. Ekkert nýtt í því.
Það var ekki einu sinni að Gerrard hafi átt dapran leik í gær. Miðað við gæsluna sem hann fékk, var hann meir að segja bara helvíti fínn. Það sem mér blöskraði var hins vegar andleysið í honum. Trekk í trekk gerir hann enga tilraun til að vinna til baka bolta sem hann tapaði. Allt hans fas í gær sagði mér (ekki að ég sé neinn hugsanalesari samt) að hann væri í rusli yfir því að LFC, og hann sjálfur, væri að spila í Euro-league. Í ævisögunni sinni talar hann sjálfur um að það væri skelfilegt að spila tímabil eftir tímabil án þess að “challenga” EPL titil. Þetta er árið sem það átti að gerast. Í gærkvöldi birtist mér íþróttamaður sem var yfirbugaður og sorgmæddur yfir stöðunni. Sem auðvitað er ofur-skiljanlegt. En sem fyrirliði LFC má það bara alls ekki gerast.
Það sagt… Þá eru kröfunar sem maður hefur til Gerrard kannski óraunhæfar. Hann getur auðvitað ekki alltaf komið og bjargað okkur á síðustu stundu. En nákvæmlega þessar kröfur hefur enginn búið til nema Gerrard sjálfur.
@ Bill Hicks #44
-Kannski er AA bara að sýna svo lítið á æfingum með Liverpool að Benitez sér að hann er ekki nógu góður fyrir Liverpool og sparar hann því svo hann hríðfalli ekki í verði.
Já mr. Hicks. Það liggur í augum úti.
-og hefur ekki lært af mistökunum þegar Dossena var keyptur.
Þá eru mistökin væntanlega þau að ítalskur leikmaður er keyptur úr seria A. Þannig að þín sýn á leikmanna kaup felst í að hætta að kaupa leikmenn úr einni deild ef hann stendur ekki undir væntingum. Já ég sé það núna auðvitað átti strax að hætta að kaupa leikmenn frá La Liga eftir að kaupin á Josemi og Kronkamp reyndust vera mistök.
Jesús minn almáttugur!!!
-Það hefði á tímabili mátt heyra saumnál detta á Anfield í gær svo hugmyndasnauður og litlaus var leikur Liverpool.
Og hvernig hefði meistari Bill Hicks lagt þetta upp?
Herra Bill Hicks. Þú ert efalaust hinn vænsti náungi, og ég væri meira en lítið til í að setjast niður einn daginn með þér og ræða kosti og galla Benitez. En þetta, leyfist mér að segja, þvaður og vitleysa sem þú leggur á torg hér ítrekað er leiðinlegt og illa ígrundað. Það er í góðu lagi að meina hlutina og segja þá. En skrif þín eru, finnst mér, bjánaleg.
Rauður þangað til ég er dauður
Enn og aftur eru athugasemdinar mínar eitthvað undarlegar útlits. Ég er bara ekki betri net-maður en þetta. Afsakið það
Nú er kominn tími á að babel fái að spila reglulega .
Sigurjón #52.
Mér finnst ofurvænt um þig líka. Ef þú verður á Ölveri næsta sunnudag að horfa á City leikinn þá splæsi ég á þig hamborgaratilboði ef þú öskrar yfir salinn “Bill Hicks, mamma þín er mella”.
En að þinni gagnrýni. Já það getur vel verið að Rafa ætli sér að selja AA og notar hann því lítið, hann gerði það með R.Keane og er að því núna með Babel því lið myndu sjá hversu úthaldslaus og ofmetinn sá hollenski er ef hann væri mun oftar í byrjunarliðinu.
Hvernig hefði Meistari Bill Hicks lagt upp leikinn gegn Unirea? Hann hefði notað leikkerfið 3-5-2 og haft Ngog og Kuyt saman frammi, Aurelio og Degen í wing-backs og með AA/Pacheco fyrir framan Gerrard og Mascherano á miðjunni. Eða stillt upp í 4-4-2 með Gerrard og Riera köntunum og sömu framlínu.
Þú tókst væntanlega eftir að ég talaði um ítalska leikmenn (er Kromkamp spænskur?) Svo veistu vel að ítalska deildin er búin að vera á stöðugri niðurleið í áratug öfugt við þá spænsku. Auðvitað kaupir maður áfram úr bestu deild heims þó 2 kaup reynist mislukkuð. Að kaupa einhverja ofurviðkvæma mömmustráka með spagettívöðva er sem þora varla í tæklingar er miklu meira lotterí. Liverpool vantar auk þess klárlega fleiri sigurvegara í sitt lið, ekki meiðslahrúgur og wannabes frá Roma og Palermo, lið sem hafa enga sigurhefð.
O.s.frv.
Ætla að sleppa öllum gífuryrðum í þinn garð. Mættir samt vanda betur upp- og stafsetningu þinna skrifa. Þá mun þér syni Njarðar vonandi farnast vel í villuráfandi vafri þínu um veraldarvefinn.
Burt með Benitez. Áfram Liverpool.
@ bill Hicks
Vona að það sé á hreinu að ég vísa bara til skrifa þinna en ekki persónu þinnar. og hver veit nema ég geti kreist út frí í vinnuni og viðurhaft allskonar andstyggileg og særandi ummæli um móður þína á Player’s á sunnudaginn. 😉 😉
En samt er ÍTALÍA heimsmeistari í knattspyrnu
Haldiði ekki að litla liðið í Liverpool hafi verið að leggja Man Utd 3-1 🙂
Gaman að því 🙂
Sælir félagar
Þess vegna er mér ekki illa við Everton, litla liðið í Liverpool borg 🙂 🙂 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Ég var að horfa á þennan leik og Everton voru drullugóðir,þvílík barátta og flottur bolti sem þeir spiluðu.Ég held að okkar menn gætu nú lært ýmislegt af þeim!!Líka mjög góðir strákar að koma upp úr unglingastarfinu hjá þeim.Liverpool hefur ekki spilað svona skemmtilegan bolta ennþá á þessu seasoni.
Bara rosa ánægður með að 3ja besta liðið í Liverpoolborg hafi tekið MU i ras——–tið JESS JESS
Sælir aftur
Ólafur#59 Ég vil benda á úrslit síðasta leiks Liverpool gegn Everton þar sem okkar menn voru einum færri í 60 mínútur.
Það er nú þannig.
YNWA
Þetta var skemmtilegri leikur en ég hef séð með Liverpool á árinu, opin og skemmtilegur og ekki skemma úrslitin fyrir. Arsenal getur minnkað forskot ManU niður í 2 stg í dag, hver hefði trúað því. Þetta tímabil er búið að vera mjög skemmtilegt með mikið að óvæntum úrslitum. Ef við hefðum verið sæmilegir í vetur og sloppið betur við meiðsli þá hefðum við auðveldlega getað verið í baráttunni. Vona bara að þetta haldi svona áfram næstu árin og fleiri og fleiri lið berjist um topp 4.