Miðað við hvernig þetta hörmulega tímabil hefur spilast var leikur dagsins með þeim mikilvægari á árinu, City er í 4 sæti og eiga leik til góða og því mjög mikilvægt að tapa ekki og helst vinna leikinn.
Til að leysa það verkefni valdi Benitez þetta byrjunarlið:
Carragher – Skrtel – Agger – Insúa
Lucas – Mascherano
Babel – Gerrard – Maxi
Kuyt
Bekkur: Cavalieri, Torres, Benayoun, Aquilani, Riera, Aurelio, Kelly.
Um þennan leik er svosem ekki mikið að segja annað en að hann einkendist af mikilli stöðubaráttu og líktist í raun hressilegum leik af skák, ef það er til. Það var varla að liðin næðu skoti á markið og eftir fyrri hálfleik hafði hvorugt liðið náð almennilegu skoti á markið. Liverpool voru þó öllu ferskari fyrstu 25.mínúturnar og pressuðu City ágætlega. Eftir það komust City ágætlega inn í leikinn og var þá Adam Johnson sem er nýkoninn frá Boro nokkuð líflegur. Á 42.mínútu hefum við þó átt að ná forystu í leiknum er Skrtel fékk nokkuð frían skalla eftir horn sem fór framhjá. En allavega ákaflega tíðindalítill fyrri hálfleikur.
Seinni hálfleikur var afar lítil bæting á þeim fyrri þó vissulega hafi færst örlítið meira líf í leikinn. Babel var skotinn niður á 52.mínútu eftir dágóða hornspyrnusyrpu hjá City en jafnaði sig á því. Tíu mínútum síðar var Maxi tekinn útaf og inná kom Yossi Benayoun. Argentínumaðurinn hefur heldur betur ekki heillað síðan hann mætti á Anfield sem er fúlt og því nokkuð gott að sjá Benayoun vera kominn aftur inn í myndina.
Á 74.mínútu var þó komið að skiptingu sem meira hefur verið beðið eftir, Fernando Torres kom loksins loksins inná í leik hjá Liverpool. Hann kom upp á topp fyrir Babel sem hafði reyndar að mestu spilað á kantinum án þess að sýna neitt af viti líkt og félagar sínar í sóknarleik Liverpool.
Þetta dugði þó ekki til í dag og niðurstaðan varð nokkuð sanngjarnt 0-0 jafntefli.
Ekki verstu úrslit í heimi en sigur hefði verið afar kærkominn í dag.
Leiðinlegt jafntefli, eina sem þarf að segja:-)
Come on Benayoun detta arrrg.
Hvernig er það, ef eitt lið fær sex gul spjöld í einum leik er það þá ekki sekt eða eitthvað álíka?
Annars hef ég sjaldan séð leik þar sem er jafn mikið af lélegum sendingum frá báðum liðum. Jafntefli bara réttlát niðurstaða held ég.
Váá leiðinlegur leikur ég man ekki eftir einu marktækifæri :S
Afhverju lét Benayoun sig ekki falla, það hefðu allir aðrir gert það. En já þetta var leiðinlegur leikur, samt mikilvægt að tapa ekki. Walton dómari gaf svo einum of mörg spjöld, þó mascherano hafi reyndar verið heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald, hann lét þó leikinn ganga vel, ekki endalaust flautandi.
Svo var Skrtel alveg merkilega góður í vörninni.
Afhverju datt Benni ekki? Maðurinn fór út með fótinn og þetta hefði ekki getað verið neitt annað en víti. Djöfullinn!
En er það bara ég eða á ekki fótbolti að vera skemmtilegur? Mig minnti að svo var hér í den.
Skrtel maður leiksins í annars leiðinlegum leik. Benayoun með góða innkomu og er leikmaður sem ég hef saknað. Hann er alltaf fljótur að ná sér eftir meiðsli, byrjar yfirleitt að spila vel strax eftir þau. Held að Torres þurfi einn ti tvo leiki.
þessi leikur ætti að dæmast -1 vs -1 , hrikalega döll leikur sem mátti svosem búast við . leiðinlegt að sjá kuyt fara útaf svona seint hefði mátt skipta honum miklu fyrr .
algerlega spilað eftir höfði rafa (HÖFUÐ SEM Á AÐ FJÚKA STRAX)
Rosalega leiðinlegur leikur og ef einhver átti að vinna hann þá var það shitty fannst meira gera sóknarlega hjá þeim en LFC.Djöfull er leiðinlegt að horfa á liverpool spila það er ekki ein einasta sóknarhætta hja okkur ekki einu sinni ur föstu leikatriðum.Einn besti framherji i heimi kemur inn á hja okkur og hann fær varla að snerta boltann og eg tala nu ekki um akkuru aqualini byrjar ekki i stað lucas þetta er svo mikið rugl sem maður skilur ekki.Lucas er sóknarheftur leikmaður auqualini er allvegna meiri ógn fram á við og bara betri leikmaður.Akkuru reynir bentiez ekki að sækja til sigurs þetta er svo hlægilegt að maður nánast grætur.Arsenal chelsea man utd villa tottenham myndu öll koma á þennan völl til að reyna vinna en liverpool kemur á þennan völl til að tapa ekki.Fyrirfram hefði maður verið sáttur með jafntefli en að horfa á lið sitt buin að akveða jafntefli fyrir leik er bara skömm og metnaðarleysi , leikmenn liverpool og stjórninn þurfa að fara gera eitthvað í sínum malum annars verður þetta bara hrun hjá LFC!!!
YNWA
Vá hvað þetta var leiðinlegur leikur og vá hvað það voru margir skelfilega lélegir í honum. Spurning um að fara kaupa handa þeim gönguskíði?
Það virtist vera sem að hvorugt liðið hefði brjálæðan áhuga á að vinna þetta. Jafntefli á útivelli gegn okkar helstu samkeppnisaðilum um fjórða sætið eru fín úrslit.
Næst er það Blackburn (H), Wigan (Ú) og Portsmouth heima. Við eigum að klára þá leiki áður en við förum svo aftur til Manchester. Á sama tíma á City Chelsea (Ú), Tottenham (H) og Sunderland (Ú). Talsvert erfiðara prógram hjá þeim.
Ok…flestir samála um að leikurinn hafi verið leiðinlegur.
En svona hlutlaust séð , var ekki víti á Agger fyrir hrindingu inn í teig ?
Ég geri mér fulla grein fyrir því að jafntefli verða að teljast ásættanleg úrslit ef tekið er mið af árangri Man City á heimavelli og því að þeir eru þrétt fyrir allt ofar en við á töflunni.
Af hverju er ég þá brjálaður eftir að hafa horft á þennann leik?
Ég var fyrir leikinn alveg viss um að við myndum vinna hann, en strax í byrjun mátti sjá spilamennsku hjá okkar mönnum sem kæfði algerlega þann draum, hræðilega sendingar trekk í trekk og gríðalegur ótti við að sækja inní teig andstæðinganna voru rauði þráðurinn í spilamennsku okkar manna, sendu boltann t.d. mun oftar til baka á Reina en á markmann andstæðinganna 🙁
Auðvitað er mjög jákvætt að fá Torres og Benayoun til baka enda mátti glöggt sjá muninn á sóknarleik okkar manna eftir að þeir tveir voru komnir inná, þá sérstaklega Benayoun.
Ætla ekki að velja neinn sem besta leikmann liðsins, allir voru álíka áhugalausir og lélegir.
Vona að Babel sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool enda tel ég að það sé mun raunhæfara að Pacheco fái sénsinn frekar.
Tottenham fara með sigri í dag (eru 0-1 yfir í hálfleik) í 5 sætið með 1 stigi meira en við.
Aston villa eru með jafnmörg stig og Liverpool eftir stórsigur þeirra gegn Burnley í dag en eiga leik inni þannig að þeir eiga séns á að komast 3 stigum yfir okkur.
Frábært alveg 🙁
Wittmann # 13.
Nei, það hefði verið fáránlega strangur dómur.
Liverpool er að fjarlægjast fjórðasætið,en gott að sjá að Yossi og Torres eru að koma til baka,því að við þurfum þá til að eiga séns í þetta sæti.
Skertl og Reina redduðu því að ekki færi ver og svo fannst mér Masserano duglegur að sópa boltanum frá hættusvæðonum. En spilið framá völlinn var alveg skelfilegt,það er eins og menn reikni alltaf með að einhver annar komi og hirði boltann .Hvað er eiginlega verið að gera á æfingum þarna á Melwood?
leiðinlegur leiðinlegur leikur þetta livpool getur ingenting það er fyrir víst og rafa má bara fara og inn með jOse
Já Hafliði #15 strangur kannski en maður hefur séð dæmt á minni hrindingar en þetta. Reyndar var dómarinn sjálfum sér samkvæmur allan leikinn svo þetta kom ekki á óvart.
Annars er stærsta vandamál Liverpool sú staðreynd að meistari Gerrard er að leika 30 % undir getu og virðist sérstaklega áhugalaus. Kannski sér hann ekki fram á meistaratiltil með Poolurum. Það er að mörgu leiti sorglegt að Gerrard einn albesti spilari á Englandi skuli ekki hafa náð titlinum einu sinni..
það er flott að Torres og YossyB eru að koma en 1 stig, tja,,,,, hefði geta orðið verra
Gerrard er ekkert að spila lengur, þetta er vaxmyndin hans þarna inná.
abri
HVAÐ bendir til þess að Jose myndi taka við Liverpool?
1. Hann stefnir með hraðbyri á Ítalska meistaratitilinn hjá liði sem hann fær pening eins og hann vill, hann ræður öllu sínu,afhverju ætti hann að vilja að fara þaðan?
2. Hann fær engan pening hjá Liverpool it seems, sjáðu Chelsea og Inter liðin hans, hann kaupir og kaupir og kaupir……
3. Sjáðu eigendurna, hann hætti hjá Chelsea útaf grúski behind the scenes, hann hætti hjá Benfica vegna behind the scenes, hvernig ætli honum líði með þess sauði þar sem hann fær engan pening, alltaf eitthvað vesen..
ég veit ekki með ykkur, en það er ekkert sérstakt charm yfir að taka við Liverpool
annars mikilvægast að tapa ekki, þetta var hrikalega varnarsinnað og sást að báðir þjálfarar settu upp með að tapa ekki leiknum, enda hefði Liverpool tapað hefðu þeir verið 4 stigum eftir 4 sæti, leik eftirá.. en núna á City erfitt leikjaplan, gegn bæði Tottenham og aston villa, báðum liðunum sem við erum að keppast við. Torres sneri aftur í þessum leik og verður frábært að fá hann aftur á fullt skrið, það er bara að vona að Johnson fari að koma aftur og liðið fái röð leikja sem allt first eleven fær að spila
Sælt veri fólkið
Að halda hreinu var dagskipun nr. 1 2 3. Jafntefli á þessum velli eru alls ekki slæm úrslit. Skrtel var minn maður leiksins. Spilaði algerlega Bull-shit-free varnarleik.
Það er ekki margt annað hægt að segja um þetta. Babel spilaði merkilega vel miðað við sinn standard. Maxi gat ósköp lítið. Fínn balance á miðjunni. Gerrard er greinilega á leið í burtu… og sitt hvað fleira smálegt.
13
tjjjjaaaaa. Ég veit ekki. Ef þetta hefði verið hinum megin held ég að ég væri ósáttur
-vantar edit button, sammála einhverjum hér sem minnast á Steven Gerrard – hann er með 6 mörk á þessu ári, man bara eftir einu þeirra gegn Tottenham úr víti, hann skoraði 24 mörk í fyrra í 44 leikjum… það munar um að hafa þessa ógn af miðjunni..
Wittmann # 18, algerlega sammála þér með Gerrard, ég hef einmitt minnst á þetta hér áður að hann hefur verið sorglegur í vetur. Varla hægt að afsaka þessa frammistöðu hans lengur með því að benda á að hann hafi verið mikið meiddur. Leiki eftir leik er hann í 2 gír.
Sælir félagar
Sammála leiðindunum. Hefi miklar áhyggjur af fyrirliðanum. Hann virðist vera komin í eitthvert far sem hann nær sér ekki uppúr. Hann spilaði ekki 30% undir getu heldur 70%. Það er eitthvað sem við megum ekki við.
Lucas er svo fullkomlega hefur sem sóknartengiliður eða sóknarmaður yfirleitt að það er skelfilegt. Uppleggið var greinilega að tapa ekki leiknum. Rafa hafði engar hugmyndir um að vinna en það að vinna er auðvitað það sem á að leggja upp með í hverjum leik. Vörnin hefur staðið sig í undanförnum leikjum og það er gott. Að halda hreinu er uppskrift fyrir vinningsleik svo fremi að menn hafi áhuga á vinningi. Sá áhugi virtist ekki vera fyrir hendi í dag.
Það er nú þannig.
YNWA
Aðeins að öðru, ég er að horfa á beina útsendingu frá leik Wigan-Tottenham, og þegar seinni hálfleikur hófst tók ég eftir að útsendingin er c.a. 5 mín á eftir actual leiknum.
Ætli þetta sé algengt með “beinar útsendingar” hjá Stöð2 Sport?
Ég held að Gerrard hafi gefist svoldið upp þegar hann sá titilinn hvefa í oktober. Menn voru með miklar væntingar fyrir þetta tímabil og þær fuðruðu upp. Kæmi mér ekki á óvart að Gerrrard vildi profa að spila fyrir stórklúbb á spáni áður en það er of seint.
ok, þetta comment # 26 er rugl, sorrý. Það er livescore.com sem er í ruglinu 🙂
Annars eru Tottenham komnir í 0-2 og þá er ljóst að við erum komnir í 6 sætið eftir umferðina og Aston Villa eiga leik á okkur 🙁
Ég vil sjá Gerrard á bekknum í næsta leik, hann er að spila ömurlega og alltaf vælandi og dettandi í grasið að biðja um hjálp frá dómurunum, hann þarf að hugsa sinn gang og hann á að fara á bekkinn og hugsa málið þar.
Núna er bara Glen Johnson á sjúkralistanum og það ætti að setja meiri pressu á menn að standa sig eða þeir fari á varamannabekkinn sem var rosalega sterkur í dag og það var virkilega gaman að sjá Yossi og Torres koma inná völlinn.
Hver er skýringin á því að Liverpool getur aldrei unnið þegar að United tapar í sömu umferðinni. Er þetta bara tilviljun?
Hafliði # 24
Gerrard var alltaf svo drífandi og dró liðið með sér í ákafanum. Það er horfið. Auk þess vann hann marga leiki fyrir Liverpool nánast upp á eigin spýtur með frábærum leik. Sem United manni þá var Gerrard en meiri drifkraftur en Keane var á sínum tíma. Vissulega hljóta það að hafa verið vonbrigði fyrir Gerrard að missa af titlinum síðast og það er rétt sem þú segir að eftir slæmt start þetta tímabili er eins og hann hafi gefist upp.
Jebb
Neibb!
Dæmigert, Pacheco stendur sig vel á móti Unirea og fær svo ekkert að vera með í næsta leik.
Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir okkar menn. Allnokkrir áttu ágætan dag og mér finnst alveg út í hött að bögga Lucas í dag. Hann var nokkuð öflugur á miðjunni ásamt Mascherano sem átti stórleik. Insúa var líka mjög góður, Skrtel virðist loksins vera að ná sér á strik, sem og Babel. Menn verða að gefa séns hérna, það eru allt of margir búnir að afskrifa menn áður en leikurinn byrjar.
En að leiknum: Hvorugt liðið mátti við því að tapa og því var eðlilegt að vörnin væri aðalsmerki beggja liða. Leikurinn sjálfur var alls ekki leiðinlegur að mínu mati þrátt fyrir að fara að langmestu leyti fram á milli vítateiganna. Flott tilþrif á köflum og klassabarátta.
Vandamálin eru þó heldur betur enn til staðar. Þrátt fyrir að Babel hafi staðið sig þokkalega í dag miðað við það sem hann hefur sýnt hingað til þá er hann varla í þeim klassa sem við viljum að hann sé. Miðjumennirnir bjóða sig lítið þannig að Skrtel og Agger eiga í vandræðum með að koma boltanum eitthvert annað en langt fram.
Og Steven Gerrard. Steven Gerrard. Hvar ertu? Hvert fórstu? Hvað fórstu að gera? Fyrirliðinn eyðilagði meira að segja skyndisókn þegar hann stoppaði Insúa í hlaupi með boltann. Hann bauð sig lítið og reyndi lítið. Hélt hann væri að koma til baka þegar hann tæklaði Lescott en annað hvort er hann á einhverjum hrikalegum painkillerum eða þá að hann hefur misst áhuga á að spila fyrir klúbbinn sinn.
Maxi hefur nánast ekkert sýnt síðan hann kom til liðsins sem eru mjög mikil vonbrigði. Kuyt er bara Kuyt, hann var ágætur fyrir sitt kaliber í dag en hann hefur bara ekki það til að bera sem þarf til að bera uppi sóknarleik liðs þar sem allir, já, allir hinir sóknarmennirnir eru slakir. Well below par.
Þegar staðan er svona í sóknarleiknum þá er ekki von á miklu, allavega ekki gegn betri liðum deildarinnar. Nú er bara að vona að Torres og Benayoun haldist sæmilega heilir þannig að við eigum séns á að skora meira en eitt mark í leik.
Góðu fréttirnar eru þær að varnarlínan er orðin nokkurn veginn eins og hún á að sér að vera. En mikið andskoti tók það langan tíma að ná þeim hluta í gott stand.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Benitez er meistari í að brjóta niður leikmenn eftir góða frammistöðu á liðnum vikum.. gott ef hann er ekki búin að bæta sitt eigið heimsmet á þessu ári !!
Voru ekki allir að heimta að Babel yrði í liðinu í dag? Og hvar var hann?
Það að 18 ára strákur eigi 15 góðar mínútur í Evrópudeildinni á móti rúmensku liði þýðir ekki að hann sé tekinn inná bekkinn umfram menn einsog Torres og Benayoun í einum mikilvægasta leik tímabilsins á útivelli.
Í seinna stríði byggðu Ítalir skriðdreka sem þóttu merkilegir fyrir þær sakir að þeir höfðu einn gír til að komast áfram en þrjá til að fara afturábak. Það skildi sótt hægt en örugglega á andstæðinginn en menn skildu vera snöggir að hörfa og koma sér í skjól ef illa gengi með árásir. Þessi merka tækni skilaði fremur döprum árangri eins og sagan vitnar um.
Einhverra hluta vegna fór ég að rifja þetta upp með mér við áhorf á leikinn í dag, því miður.
Gott að ná stigi. Jákvætt. Spilamennska liðsins veldur mér áhyggjum. Það er ekkert að gerast þversendingar og síðan tilbaka. City hafði heldur engann áhuga á að vinna leikinn. Gátu stjórarnir ekki samið um jafntefli fyrir leikinn og hlíft áhorfendum og stuðningsmönnum liðanna við þessu. Anderson var sænskur skákmaður og samdi um jafntefli eftir fimmtán leiki. Ef Benitez segist fara í alla leiki að vinna þá verður hann að fara að endurskoða það. Ég fékk Gerard Houllier flashback. Sorrý. En fínt stig!
Ef menn ætla að reyna að verja það að tefla fram Lucas og Mascherano saman á miðjunni þá vil ég bara benda mönnum á að skoða tölfræði. Þessir tveir leikmenn hafa skorað samanlagt 0 mörk og átt 0 stoðstendinar!!!
Í leiðinni vil ég benda mönnum á að skoða hvað aðrir miðjumenn hafa verið gera í deildinni af þeim liðum sem eru í topp 7. dæmi, Fabregas 11 mörk, Milnar 4 mörk, Lampard 10 mörk, Jafnvel Carrick 2 mörk.
Svo koma menn hér í röðum og taka upp hanskan fyrir Lucas Leiva vegna þess að hann vann nokkrar tæklingar og missti ekki boltann rosalega oft. Ég er á því að hann dregur úr framistöðu Mascherano þar sem að M þarf líka að fara sinna sóknarhlutverki sem hann er einfaldlega óhæfur í.
Þegar menn eru að leggjast í vörn fyrir Lucas segir bara til um hversu aumingjagóðir og umburðalyndir aðdáendur Liverpool eru orðnir.
En aðeins að leiknum. Ég er ekki frá því að Benitez hafi fengið tvöfalda fulln**** við að sjá 0-0 töflunni þegar flautað var til leiksloka. Allt gekk upp hjá honum, ekki færi á bæði lið í 90 mín og steindautt jafntefli. Skemmtalagildi Liveerpool í vetur hélt meðaltali sínu í 1 af 10 mögulegum í vetur. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að liðið nái 4. sætinu, það er eitthvað verulega rotið og illa lyktandi sem hefur fylgt liðinu og gengur illa losa sig við.
Jæja….kæru þjáningabræður! Það er er að verða ljósara og ljósara að þetta tímabil er búið. Við munum mjög liklega ekki ná þessu ömurlega fjórða sæti.
Það er ömurlegt að lið af þessari stærðargráðu sé að ,,reyna að ná” fjórða sætinu. Fjórða sætið er eitthvað sem við eigum að falla niður í eftir að hafa staðið okkur illa í að ná fyrsta sætinu en ekki að vera afrakstur þess að hafa staðið sig jafnvel eða betur en miðjumoðarar deildarinnar. Mér þykir einsýnt að það muni vera þrautin þyngri að sannfæra okkar bestu menn að vera áfram í Liverpool FC. Leikmenn hljóta að huxa sitt í vor. Rafa verður rekinn…það bara verður að gerast til að stjórnarmenn hafi einhvern trúverðugleika.
Það er ekki hægt að segja að Benitez hafi ekki haft nægt mannval eða hvaða
afsakanir aðrar sem honum dettur í hug að tefla fram. Hann hefur einfaldlega spilað illa úr því sem hann hefur haft og gert feila í leikmannamálum. Það átti að semja áfram við Hyppia á þeim nótum sem hann óskaði sjalfur. Það átti ekki að kaupa meiddan,dýran ítala sem óvíst hvað getur. Herra Benitez verður að axla ábyrgð og segja af sér og afsala sér
þessum fjórum árum sem eftir lifa af hans samningi. Það myndi sannur heiðursmaður gera.
Bara fyrst S.Jónss varðandi Hyypia, þá vildi hann fá að vera byrjunarliðsmaður. Það var ljóst að Agger og Carragher voru nr. 1 og 2 og Skrtel nr. 3. Það vorum við öll ásátt um í vor og Hyypia fór þess vegna, þrátt fyrir að hafa fengið gott samningstilboð.
Ég ætla annars að styðja Ívar Örn og Hörð. Mér fannst vel ásættanlegt að ná stigi en vildi auðvitað fá skemmtilegri leik. Það gleður mig að sjá að varnarleikurinn er í fínu lagi og við höfum lagað þá hlið liðsins algerlega. Það var ákaflega ánægjulegt að sjá Torres og Benayoun koma inná því að við eigum í töluverðum vandræðum með að skapa okkur almennileg færi á sóknarþriðjungnum ágæta. Þar liggur vandi liðsins, í því að við höfum ekki náð að fara á fullu á andstæðinga okkar.
Það er ferlegt að vera án Johnson og alveg ljóst að ef við ættum almennilega peninga hefði sá hluti liðsins verið styrktur í sumar. En nú kemur kafli með þremur leikjum sem við þurfum að fá níu stig út úr og vonandi koma Torres karlinum í gírinn aftur. Ég hef mikla trú á því að liðið okkar fái fullt af stigum í framhaldinu ef okkur tekst að halda liðinu heilu héðan frá.
Varðandi síendurtekna umræðu um Benitez, held ég að í dag hafi verið erfitt að velja þetta lið á annan hátt en hann gerði í dag. Aquilani hefði að ósekju mátt vera kominn fyrr inná, en að öðru leyti held ég að hann hafi lítið betra getað gert. Allavega ekki afgerandi betur í mínum huga, hann gaf Babel byrjunarliðssætið sem sá átti skilið, setti Insua aftur inn sem auðvitað átti að gerast eftir ömurleikaframmistöðu Aurelio og það er ljóst að hann treystir Aquilani ekki í að byrja tvo leiki í viku ennþá.
En mikið ofboðslega eru enskir dómarar lélegir. Maður minn lifandi, þessi í dag var alvvveeeeeeggggggg HROTTALEGA fáránlega slakur.
Ömurlegur leikur og ekki mikið meira um hann að segja.
Einar Örn þú segir Babel í byrjunarliðinu voru ekki allir að biðja um það, en ég get lofað þér að hann verður ekki þar í næsta leik þó hann hafi ekki verið lélegri en kuyt og fleiri menn þarna inn á.
Mér hefur fundist að hann hafi aldrei fengið sanngjarna meðferð hjá Benitez.
Og Hafliði þú vonar að hann spili aldrei aftur fyrir liverpool en samt kom hann inn á í síðasta leik og lagði upp markið ásamt pacheco og var bara nokkuð sprækur þar. Hann hefur allavega gert meira þessar fáu mínutur sem hann fær heldur en t.d. Lucas hvað er sá maður að gera þarna inn á hann getur ekkert sóknarlega og ekkert varnarlega Macherano sér um þetta allt varnarlega.
Ég vill bara Benitez og Lucas burt frá klúbbnum þeir eru hvorugir nógu góðir fyrir klúbbinn. En það er bara mitt álit ég er viss að það eru margir ósammála mér í því?
Sumir vildu fá Mancini til Liverpool í staðinn fyrir Bentez. Hvernig finnst fólki Mancini hafa staðið sig hingað til?
Mikið skelfing er þetta lið lélegt. Hver sendingin á fætur annarri rataði á mótherja. Algerlega steingeldir sóknarlega, enn og aftur. Eru aldrei fleiri en 2 í teignum í einu og síðan mega hinir ekki fara nær en ca sem nemur hálfa leið frá miðju SKELFILEGT, SKELFILEGT SKELFILEGT. Samansafn af lélegum leikmönnum og leikmönnum sem er gert að spila út úr stöðu og ekki nýttir þar sem þeir eru bestir. og það er þjálfaranum að kenna. Einhver þarf svo að sparka duglega í rassgatið á fyrirliðanum sem hefur akkúrat ekkert getað í allan vetur og munar nú um minna. Hann er annað hvort búinn að gera það upp við sig að fara í sumar eða lent upp á kant við þjálfarann því hann er ekki að gera neitt þrátt fyrir yfirlýsingar um að þetta sé allt leikmönnunum að kenna; hvernig væri þá að girða sig í brók og fara fyrir með góðu fordæmi.
Hryllilega er fólk svartsýnt hérna. Ég er að skoða síðuna núna fyrst eftir leikinn og átti von á einhverju kveini en vá, þetta kemur mér á óvart verð ég að segja.
Förum aðeins yfir þetta, allavega eins og ég sé leikinn í dag:
01: Man City hafa ekki tapað leik á heimavelli í vetur og hafa m.a. unnið Arsenal og Chelsea í deildinni og Man Utd í deildarbikarnum. Og við erum brjáluð yfir að hafa gert jafntefli þarna?
02: Paul Tomkins bendir á Twitter-síðu sinni á þá staðreynd að Man City-liðið í dag kostaði 121m. Liverpool-liðið í dag kostaði 63m. Þar að auki fengu þeir tveimur dögum lengra til að undirbúa sig fyrir leikinn. Og við erum brjáluð yfir að hafa gert jafntefli þarna?
03: Menn saka Benítez um að hafa stillt upp til að ná jafntefli. Að mínu mati er það algjört kjaftæði. Ef hann hefði verið að spila upp á jafnteflið hefði hann sett Kelly og Aurelio inná undir lokin, ekki tekið sénsa með Benayoun og Torres. Þú gamblar ekki með Torres í stöðunni 0-0 ef þú ert sáttur við jafntefli. Þannig að í gvöðanna bænum, ekki reyna þá ásökun.
04: Þetta var jafntefli á útivelli gegn Man City, lið sem kostar talsvert meira en okkar lið en virðist vera mjög áþekkt okkar liði í vetur. Innbyrðis viðureignir liðanna virðast allavega sýna tvö fáránlega jöfn lið sem núlla hvort annað meira og minna út. Niðurstaðan því sennilega sanngjarnt jafntefli. … Að því sögðu, þá var þetta að sjálfsögðu hundleiðinlegur leikur. Mér drepleiddist og ég skil vel að menn kvarti yfir því en það voru tvö lið á vellinum í dag og þau spiluðu bæði hundleiðinlega. Það er óþarfi að setja þetta upp eins og leikurinn hafi verið leiðinlegur af því að hið ömurlega varnarsinnaða lið Liverpool hafi gert allt til að stoppa flæðandi sambabolta City-manna. Það er einfaldlega ekki satt.
Ég er eiginlega sáttur við stigið í dag, þótt ég sé ósáttur við spilamennskuna. Leikurinn var dapur hjá báðum liðum en ég er ánægður með að hafa ekki tapað. Jafnteflið þýðir að mínu mati að við erum enn í góðum málum í þessari baráttu. Þeir eru stigi á undan og eiga leik inni en á móti kemur að þeir eiga erfiðara prógramm eftir – fyrir utan United úti og Chelsea heima erum við búnir með stóru liðin (1.-7. sætið) og nágrannaslagina báða. Næstu leikir City eru gegn Chelsea og Tottenham, okkar leikir eru gegn Blackburn, Wigan og Portsmouth. Það getur margt breyst í þessari baráttu í næstu leikjum.
Það eru ellefu umferðir eftir. Við erum 1-4 stigum frá 4. sætinu og eigum auðveldara prógramm eftir en hin þrjú liðin sem eru í þeirri baráttu með okkur. Ég er EKKI að verja frammistöðu liðsins í dag eða reyna að láta eins og þetta hafi verið frábær fótbolti, ég er bara að benda á að jafntefli var ákveðinn varnarsigur í dag og við erum enn í baráttunni og langt því frá að eiga engan séns lengur eins og sumir hér að ofan vilja meina.
Slökum aðeins á. Okkar menn klúðruðu engu í dag, nema kannski tækifærinu til að vinna sex stiga leik. Það hefur þó ekkert lið unnið þarna í vetur og Chelsea, Utd og Arsenal hafa öll tapað þarna. Um næstu helgi spilum við heima gegn Blackburn á meðan City heimsækja Chelsea og Spurs spila við Everton – heitasta lið deildarinnar í dag. Sjáum hvort þetta lítur ekki bara þokkalega vel út eftir viku.
Hvað er samt málið með Steven Gerrard? Mér finnst hann ekki vera að spila með hjartanu eins og fyrirliða sæmir, draga vagninn líkt og hann hefur gert síðustu ár.
Einar Örn, við erum að tala um t.d. Riera, Bellamy, Keane, Crouch og svo mætti lengi telja.. hef bara ekki tíma í að rifja þetta allt upp!
Aquilani mun enda í flokki verstu kaupa áratugarins.
Skil svo ekki af hverju sumir voru spenntir fyrir Maxi. Hann er skilgreiningin á Argentínumanni sem tekur sig til og dúndrar í samskeytin einu sinni á ári en getur ekkert þess á milli. Enda hefur hann ekkert sýnt síðan hann kom.
Hvað um það, fínt að tapa ekki leiknum í dag og þó City hafi tapað færri stigum held eg að við munum sigla nokkuð þægilega fram úr þeim.
Rafa fékk stigið sem hann stefndi að með þessu “varaliði” eins og ég kalla Liverpool þessa dagana.
….og gott stig í þokkabót svo ég klári að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa!
Ég var að reyna að telja þær sendingar sem fóru til andsk$%##$ hjá Liverpool því að sendingin var laus og með vitlausa stefnu en þar sem ég á dálítið erfitt með að telja yfir 10, þá missti ég töluna, en guð minn góður.
Það er eins og það sé enginn einbeiting í liðinu og það sem verra er : Þegar liðið er komið yfir á vallarhelmina andstæðinga, þá er eins og það sé ekkert plan/skipulag og menn (þá aðallega Lucas) vita ekkert hvað þeir eiga að gera. Ég ætla ekki að skella skuldinni á leikmenn hérna, því þarna á þjálfarinn að setja línurnar. Samspil kanta er einnig hryllilegt og það að sjá liðið dangla fyrir framan markteig þangað til þeir missa boltann er bara of mikið fyrir mig.
Sennilega er það merki um hversu mikið stórlið við erum, eða kannski frekar hvað við sættum okkur lítið við útkomu vetrarins að flestir hér eru sultandi neikvæðir með að ná stigi gegn City, sem er meira en flest önnur lið hafa náð þar í vetur. City hafa enn ekki tapað þar heimaleik og í mínum huga var ljóst að sigur þar hefði verið frábær útkoma, nokkuð sem mér fannst ólíklegt að reikna með.
Svo ítreka ég enn að ég hefði viljað sjá meiri sköpun, en þó var hún meiri hjá okkur en heimamönnum. Babel var að reyna, Insua overlappaði og Maxi var að blása á bakverðina. City varðist á átta leikmönnum á heimavelli sem sýndi mér að þeir lögðu leikinn upp varnarlega, sem kom mér töluvert á óvart.
Aðeins að sköpunarvandanum á lokaþriðjungnum. Gerrard hefur verið að ströggla í meiðslum í vetur, en við erum samt að gera til hans ómennskar kröfur finnst mér. Hann er hægt og bítandi að koma til baka, mér fannst hann alls ekki arfaslakaur í gær, en eins og svo oft að undanförnu einbeita liðin sem leika gegn okkur sér að því að pakka miðja vörnina og gefa færi á köntunum. Þangað til að við fáum öskuargandi fljóta kantstrikera eða öfluga vængmenn og Torres alheilann verður þetta sú hlið sem Liverpool þarf að sýna.
Það kemur auðvitað til af því að við höfum ekki haft efni á að kaupa þá leikmenn sem okkur hefur langað til í þessar stöður (Malouda og Wright-Phillips t.d.). Maxi Rodriguez er að detta inn í liðið okkar í þessu ástandi og hann mun koma til. Við hins vegar þurfum, eins og Carra segir, að fá 2 – 3 heimsklassa leikmenn framarlega á vellinum til að gera alvöru atlögu að titlinum næsta vetur.
Ég hef þó trú á því að með endurkomu Benayoun og ef að Riera og Babel haldast heilir munum við hægt og bítandi ná betra flæði í liðið, svipað og í haust þegar við skoruðum fullt, en fengum þá á okkur alltof mikið af mörkum. Fyrir þann leka hefur komist.
Og enn er talað um leikmenn sem verið er að “skemma”. Fyrst var talað um Riera. Hlýtur að vera grín. Þangað til núna að undanförnu hefur hann fengið mikla sénsa, en fullkomlega skildi ég að hann missti sæti sitt núna til Babel eftir ömurlega frammistöðu hans á fimmtudag.
Bellamy. Lestu bara ævisögu Carragher og fylgstu með Bellamy allan hans feril. Farangurinn sem hann ber með sér er einfaldlega of mikill, Mancini sýndi auðvitað bara af sér þann gunguhátt sem mun kollvarpa City í gær að láta manninn vera í hóp eftir enn eitt egótrippið. Þegar West Ham bauð sultuupphæð í mann sem var kominn út í horn hjá félaginu var því auðvitað tekið.
Crouch. Torres var betri en hann og leikkerfið virkaði svo að Crouch var dottinn úr liði og samningur að renna út. Hann vildi fá tryggingu fyrir að vera byrjunarliðsmaður, eða að fá minnst 75 þúsund pund í vikulaun. Hvorugt gekk upp hjá LFC. Pompey borgaði hátt verð og LFC lét hann fara, það var klárlega ekki eitthvað sem Benitez vildi, enda gerði hann þennan leikmann að því nafni sem hann er í dag. Ekki var svo lítið gert grín að kaupunum á honum á sínum tíma og sennilega hefur aldrei verið gert eins lítið úr Rafa eins og þegar hann var að sýna Peter Crouch það traust að spila fyrstu 17 leikina (minnir að það hafi verið málið) án þess að hann skoraði. Það er fullkomlega hlægilegt að menn nefni Crouch sem einhvern sem Rafa “skemmdi”.
Keane? Rick Parry ákvað að kaupa leikmann. Sá klúðraði hæsta hlutfalli dauðafæra í sögu félagsins, féll aldrei inn í æfingarútínuna sem var í gangi. Bæði Gerrard og Carragher hafa kurteislega sagt það að salan á honum “var réttast fyrir alla í stöðunni”. Með því að selja hann í janúar tapaði LFC sennilega ekki nema 3 milljónum á ævintýri Parry (sem m.a. þýddi að við misstum Barry). Skoraði 10 mörk í 35 leikjum þar og fór aftur í fýlu, nú var hann sendur til Celtic. Talað er um að hann verði seldur í sumar, einhvers staðar í kringum 5 milljónir. Skemmdur vissulega, en löngu áður en Rick Parry ákvað að eyða öllu budgetinu í hann.
En botnlínan er að við erum eina liðið af Big Four sem tókum stig af City á útivelli í vetur og erum alveg “game” í að taka 4.sætið ennþá, þó auðvitað sé kjánalegt að það gleðji mann!
Nei, hann verður væntanlega ekki inná vegna þess að hann gerði ekki neitt – ekki frekar en öll hin skiptin sem hann hefur fengið að byrja inná.
Annars er ég sammála Kristjáni Atla #46 – ég skil ekki þessa neikvæðni eftir þessi úrslit í gær. Þetta var leikur sem umfram allt mátti ekki tapast. Spilamennskan var jú einstaklega leiðinleg, en úrslitin voru ekki slæm.
Svo má Jamie Carragher alveg fara að hætta að spila bakvörð fyrir okkur – ég veit ekki hvort ég þoli það mikið lengur. Ég er til dæmis á því að það myndi talsvert meira gerast hjá Maxi Rodriguez ef hann væri með almennilegan bakvörð með sér á kantinum.
SSteinn reyndi einhvern tímann að saka mig um að fabrikera tölur til að réttlæta minn málstað. Ég get nú engan veginn skilið hvernig þú færð það út Kristján Atli að Liverpool liðið sem spilaði í dag kosti 63m punda, sérstaklega í ljósi slúðurs um að Man City ætli að bjóða 140m punda í Torres og Gerrard í sumar. Gerrard, Carragher og Insúa hljóta að hafa einhver verðmiða á sér þó þeir komi upp í gegnum unglingastarfið, annars er samanburður á verðmæti og getu liðanna bara marklaus.
Auk þess eru City að kaupa á rosalega inflated prísum, sem segir ekki allt um ofmetin gæði þeirra liðs.
Maður er orðinn ansi þreyttur á þessum endalausu afsökunum og tilraunum til að réttlæta stöðu Liverpool og því að setja fullkomlega bitlausan leik liðsins í eitthvað ægilegt heildarsamhengi þar sem pollyönnu útkoman er alltaf að 2+2=5.
Ég horfi á Liverpool árgerð 2010 og sé ekkert nema hálfkák, stöðuga hræðslu, algeran skort á hugmyndaflugi, áhugalausan fyrirliða og dauðhreinsað og löturhægt fótboltalið fullt af góðum leikmönnum sumum í heimsklassa og landsliðsmenn sem er búið að gelda með endalausum reitabolta og niðurnjörvuðum taktískum skipunum.
Það býr miklu meira í þessum leikmannahóp sem við höfum í dag og Benitez heldur liðinu einfaldlega í handbremsu ár eftir ár, lið sem hafa ekki sjálfstraust, hraða og leikgleði vinna einfaldlega ekki ensku deildina. Það er bara þannig.
Þessir útileikir nýlega gegn Arsenal og City eru leikir sem þarf framvegis að spila til sigurs í, ekki að reyna forðast tap. Eins og Carragher talar um núna er Liverpool bara 2-3 heimsklassa kaupum frá því að vera með að mínu mati klárlega besta byrjunarlið á Englandi.
Þá þarf líka þjálfara sem hæfir slíku gæðaliði og lætur það spila af ástríðu og samheldni. Lið sem hefur getu og þor til að spila til sigurs í hvernig aðstæðum sem er.
City reyndu að spila nákvæmlega eins og við í gær og tókst það og liðin núlluðu hvort annað út í hrútleiðinlegum leik. Í svona aðstæðum þarf fyrirliðinn og leiðtogi liðsins okkar að sjá hvað er í gangi, gefa skipanir, öskra menn áfram og jafnvel að breyta um leikaðferð til að sigrast á svona taktískum andstæðing.
Ég fylgdist sérstaklega með Gerrard í þessum leik og hann…..bara hvarf inní fjöldann. Annaðhvort hefur hann ekki þor eða getu til að virkilega stjórna liðinu eða að Benitez sé búinn að niðurnjörva allt leikskipulag liðsins frá 1-90mín og ekkert rúm sé fyrir breytingar.
Hvort sem það er þá verður Liverpool aldrei meistari ef það hefur ekkert plan B-C í leikjum, það verður EKKERT lið Englandsmeistari sem spilar varfærið í 70mín og reynir svo að stela sigrum með 3skiptingum í lokin. Þessi uppáhaldsleikaðferð Rafa tókst ekki í gær, enn eina ferðina. Samt er þetta búið að vera saga Liverpool síðustu 6 leiktíðir.
Hættum þessum handbremsu fótbolta, hreinsum út í sumar og förum að hugsa og spila eins og sigurvegarar.
Burt með Benitez. Áfram Liverpool.
Djöfulsins skita var það þegar Arnar Björns hélt að City ættu víti…
Bill Hicks #55. Sammála! Benitez fær Stoke, Hull og þessi lið í heimsókn og spilar 4-5-1 og reynir að pota inn einu marki og halda svo hreinu. Þessi göngubolti er alveg óþolandi! Ein spurning sem ég væri til í að fá svar við. Hefur Benitez nokkurn tímann gerst svo djarfur að gera tvöfalda skiptingu í leik? Ég man eftir einni hálfleiksskiptingu en það var af því að það var einhver meiddur.
Nenni ekki að hafa þjálfara sem hugsar bara um að tapa ekki frekar en að ætla að vinna hvern einasta leik.
Jæja þetta var ekki góður leikur hjá okkur en við héldum hreinu á erfiðum velli og fengum 1 stig þó að flest allir hérna hefðu viljað öll sem voru í boði.
En góðu fréttirnar eru þær að núna er Benitez kominn í vandamál með að velja í liðið þar sem að eingöngu Johnson er á meiðslalistanum.
Núna er bara að vona að Gerrard vakni þegar að Torres er mættur á svæðið enda hefur Gerrard verið ömurlegur í vetur og þarf svo sannarlega að drulla sér á völlinn og gera eitthvað.
Maggi.. ég var nú ekki að biðja þig að fara í sauman á því hver vildi kaupa hinn og þennan, málið er bara það að þegar að Keane spilaði vel og skoraði, var hann settur á bekkinn í næsta leik. Sama má segja um Crouch og svo núna Riera, Babel (fyrir utan þennan eina leik) Pacheco er auðvitað ungur en þau 4 skipti sem hann hefur fengið að fara inná hefur hann alltaf staðið sig frábærlega, vill sjá meira af honum. og ég er ekkert sá eini sem er að tala um þetta. Ef þú sérð þetta ekki þá ertu blindur.
Bill Hicks (#55) segir:
Tölfræði um kostnað liða byggist ekki á slúðri heldur staðreyndum. Hvað kostuðu leikmennirnir í liðinu? Gerrard og Ireland kosta ekkert, en Given og Adebayor kosta helmingi meira en Reina og Babel. Simples.
Bill Hicks segir einnig:
Þetta heitir að mála skrattann á vegginn. Þvílík bölsýnismynd sem þú dregur upp af liðinu að það hálfa væri nóg. Auðvitað er þetta ekki gott tímabil en þú talar eins og liðið sé heppið að vera ekki löngu fallið niður um deild.
Dassi (#57) segir:
Við unnum Stoke 4-0 og Hull 6-1 á Anfield í vetur. Á ég að nenna að lesa eitthvað fleira sem þú skrifar?
Annars finnst mér bara verst að maður sem gagnrýnir Benítez svona harkalega skuli ekki einungis ekki þora að gera það undir nafni, heldur finnst mér extra sorglegt að hann skuli kjósa að kenna sig við besta grínista allra tíma. Bill Hicks var ekkert ef ekki raunsæismaður og ég verð að viðurkenna að það fer örlítið í pirrurnar á mér að þurfa að svara óraunsæjum dylgjum “Bill Hicks” á þessari síðu nær daglega orðið. Mér líður eins og ég sé að rífast við átrúnaðargoðið mitt. 😉
Ég held að fáir af þessum hérna sem eru að skrifa “svartsýnis comment” haldi því fram að þetta hafi verið slæm úrslit, en óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort ekki hefðu fengist 3 stig úr þessum leik ef einhver, bara einhver hefði nú drullast til þess að sækja á markið, eða í það minnsta bara skotið á markið fyrir utan teig ef ekki varð komist nær.
Hversu mörg mörk hafa t.d. United skorað bara með því að dúndra á mark andstæðinganna, stundum með viðkomu í varnarmanni?
Maður skorar ekki nema maður skjóti á markið, simple.
Sælir félagar
Eins og ég hefi áður sagt þá er það ekki inn í myndinni að Rafa fari fyrr en í fyrstalagi í sumar. Þegar leiktíðinni lýkur verður hún gerð upp. Rafa fer ef árangur er óviðunandi (ekki meistaradeildarsæti og ekki úrslit í Evrópudeildinni) Þangað til er bull að heimta hann burtu eins og nokkrir hafa fyrir sið að enda komment sín á.
En eins og allir sem hér skrifa, bæði pistlahöfundar (síðuhaldarar) og allir aðrir, hafa sagt þá er ýmislegt sem Rafa hefur gert í uppstillingum, skiptingum og uppleggi leikja með þeim hætti að það er í besta falli umdeilanlegt og stundum jafnvel fáránlegt. En Rafa er ekki einn um að fá þá gagnrýni. Ég hefi talað við marga aðdáendur allra liða hvar sem þau eru stödd í deildinni og allir þessir menn og konur hafa gagnrýnt stjóra sinna liða. Og stundum all harkalega. Svo Rafa er ekkert einsdæmi hvað gagnrýni varðar.
Hins vegar held ég að enginn þessarra stjóra hafi í raun verið í jafn djöfullegri aðstöðu og Rafa. Umgjörð eigenda kringum klúbbinn er með þeið hætti að nánast einsdæmi er í ensku úrvalsdeildinni og algjört einsdæmi í kringum LFC. Þó gagngrýna megi ýmislegt hjá kallinum í brúnni þá hefur hann að líkindum spilað ótrúlega vel úr þeim spilum sem hann hefur á hendinni. Kaup hans á Maxi og AA eru þó ekki eitt af því sem er gagnrýni vert að mínu mati. Áþað er ekki komin sú reynsla að hægt sé að skera úr um það.
Nenni ekki að ræða þetta meira en bíð vors með að fella lokadóm minn á Rafa og liðinu.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég held að vandræði Liverpool á leiktíðinni séu ekki bara vegna eignarhaldsins. Benitez hefur skotið sig í fótinn og verður að taka fulla ábyrgð líkt og aðrir stjórar þurfa að gera. Það er vitað að hann hefur þurft að selja leikmenn til að kaupa. Hann keypti tvo stóra leikmenn fyrir tímabilið. Glenn Johnson á 18 milljónir punda og Alberto Aquilani fyrir svipaða upphæð. Johnson hefur verið meiddur lengi og áður en hann meiddist þá virtist hann ekki alveg vita á hvort markið hann var að spila á. Vörnin hefur stórbatnað eftir að hann meiddist. Aquilani var meiddur þegar hann var keyptur og var enn meiddur þegar ljóst var að Liverpool myndi ekki blanda sér í toppbaráttuna. Ég setti stórt spurningamerki við þessi kaup hans á Ítalanum. Aquilani kemst ekki einu sinni í liðið. Þessi tvo stóru risakaup Benitez fyrir tímabilið mistókust fullkomlega því miður. Staðreynd. Hann verður því að axla þá ábyrgð líkt og Gerard Houllier þurfti að gera þegar heilaga þrenningin var keypt á sínum tíma, Bruno C, Salif Diao og hrákurinn (El Diouf). Ég hef verið mikill Rafa maður. Ég vil hann ekki í burtu en hann verður að fara að hugsa hlutina upp á nýtt. Þessi hræðslufótbolti, fyrirsjáanlegu skiptingar og almenn leiðindi verða að taka enda. Þetta snýst ekki bara um Man City leikinn. Síðan eru þessi ummæli hans eftir leiki farinn að að taka verulega á taugarnar. “We were working very hard and tried too win” Kannast einhver við þetta?
Kristján Atli. Vill byrja á því að hrósa þér fyrir það að skrifa undir nafni þó svo ég sé engu nær hver þú ert þar sem ég held að það séu nú fleiri en 1 á landinu sem heita þetta. Þú ert greinilega sá sem veist allt um Liverpool og hvað er best fyrir Liverpool þannig að ég held að það þurfti ekkert að rökræða við þig um það. Allt sem þú segir er satt og best. Svo er ég heldur ekkert að neyða þig til að lesa það sem ég skrifa þannig að þú ræður því alveg hvort þú kýst að gera það eða ekki. En ég tók svona til orða með Hull, Stoke og þessi lið þegar ég talaði um að stilla upp 4-5-1 og reyna að pota inn einu marki en það vildi svo skemmtilega til fyrir þig að það hitti akkúrat á tvo stærstu sigrana á tímabilinu sem komu í annarri og sjöundu umferð(19 ágúst 2009 & 26 sept 2009(6-7 mánuðir síðan)(ásamt 4-0 gegn Burnley í 5 umferð). Liðið var einmitt að spila fínan sóknarbolta fyrstu 7 umferðirnar en í dag er engan veginn hægt að segja það sama. Liðið er búið að skora heil 2 mörk í síðustu fjórum leikjum sem sýnir hversu skelfilegur sóknarleikurinn er orðinn. Vonandi að Torres breyti því…
Dassi (#57) segir:
Við unnum Stoke 4-0 og Hull 6-1 á Anfield í vetur. Á ég að nenna að lesa eitthvað fleira sem þú skrifar?
Dassi má spinna þetta eins og hann vill, í minni sveit er svonalagað kallað “FACE” 🙂
Vá, þetta er dapurt.
Kristján Atli skrifar undir þessu nafni og hann er ritstjóri þessarar síðu. Hérna hægra megin á síðunni er nánari umfjöllun um hann. Það fer ekki á milli mála hvaða mann er verið að tala um, ekki frekar en aðra pistlahöfunda á þessari síðu.
Mikið ofboðslega er ég sammála þér SigKarl um önnur lið!
United vinir mínir voru brjálaðir á laugardagskvöldið þegar að United réð ekki við líkamsstyrk Everton, sem við þó gerðum einum færri! Arsenal menn voru stútvitlausir eftir tapið gegn Chelsea og höfðu fengið nóg. Svona bara er þetta! En munurinn finnst mér vera sá að við komum þessu öllu á Rafa. Sem hlýtur að þýða að það er honum að þakka þegar vel gengur, er það ekki?
Svo auðvitað þarf ekki að orðlengja hversu sammála ég er ummælum KAR varðandi Hull og Stoke, minni einmitt á hvernig okkur gekk með þessi lið í haust áður en meiðslahrúgan hófst fyrir alvöru. Við skoruðum eins og vindurinn í haust með þetta leikkerfi okkar á meðan lykilmenn þar voru í standi. Sem þeir hafa svo ekki verið að undanförnu. Veit ekki hversu oft þarf að ræða um að þetta er líka leikkerfi United og Barcelona t.d. sem skora töluvert. Þetta snýst um leikmennina.
Grellir. Hvaða leiki sást þú Keane spila vel? Ég man eftir Everton leiknum á Goodison og þá byrjaði hann næsta leik. Svo man ég eftir heimaleik gegn WBA og þá byrjaði hann næsta leik gegn Bolton og var ágætur, svo var hann góður á Emirates, byrjaði svo á móti Bolton og skoraði þar en var svo reyndar ekki í byrjunarliðinu í næsta leik þar á eftir, en liðið vann 1-5 í Newcastle án hans og ekki gagnrýnivert takk! Svo að það er tilbúningur að hann hafi lent í því að skora mikið og fá svo ekki að spila næsta leik!
Ég man hins vegar eftir STINKER leikjum hans, t.d. 0-0 jafnteflum gegn Fulham og West Ham þar sem hann fékk sitteradauðafæri sem hann klúðraði fullkomlega! Eftir þá báða var hann AÐ SJÁLFSÖGÐU tekinn út úr liðinu, enda virkaði hann sem Marsbúi á jörðinni lengst af í alrauða búningnum.
Albert Riera lék 28 deildarleiki af 35 mögulegum í fyrra, 9 af 10 CL-leikjum og alla FA-bikarleikina.
Með Riera núna ertu væntanlega að tala um Evertonleikinn þar sem hann fékk ekki mínútu og ég var sammála því þá, en að ætla að leggja upp með það að allt sé farið á milli hans og Rafa og verið sé að skemma hann er að mínu mati að mála skrattann á vegginn eins og góður maður bendir á hér.
Það er einfaldlega orðið þannig hér á kop.is að verið er að hamast áfram í því að telja einfalt svar leysa vanda liðsins og það að þjálfarinn sé ástæðan. Frammistaða eins og t.d. gegn formliði Everton breytir greinilega engu og krafa okkar er að vinna City á útivelli, þó engum hafi tekist það í vetur. Það finnst mér langt frá því að vera raunhæf krafa eins og mál standa.
Ekki það að þetta Manchester City lið ætti að vera víti til varnaðar. Tilkoma Mancini hefur eingöngu veikt þetta lið og dregið úr því tennurnar, menn hér kepptust um að benda á frammistöðu þeirra eftir fyrstu fjóra leikina (gegn botnbaráttuliðum) en hafa auðvitað þagnað þegar þeir sjá að árangur Mancini er þegar orðinn verri en hjá Hughes!
Vandi LFC núna tengist miklu meira en Rafa, en auðvitað þarf að skoða málið vandlega í sumar, eins og SigKarl segir. Fram að því þurfa menn að fá að berjast og við að taka þann slag með þeim.
Ok sorry ég skal halda kjafti
Er það ekki rétt hjá mér að ef lið sem lendir í fjórum efstu sætunum vinnur meistaradeildina, þá muni 5 sætið í deildinni gefa meistaradeildarsæti?
@69 – held alveg örugglega ekki. Það var það allavegna ekki þannig þegar að Man U vann Meistaradeildina 2008. Það ár lenti Everton í 5. sæti en fór bara í UEFA cup. Sjá hér
Hörður Magg (#63) ég skal taka undir með þér að Benítez tók áhættu sem sprakk í andlitið á honum varðandi Aquilani. Sá leikmaður átti að vera orðinn leikfær innan tveggja mánaða en það kom á daginn að það var ekki fyrr en í desember sem Benítez fór að treysta honum í liðið og enn í dag, í lok febrúar, þorir hann varla að láta hann spila tvo leiki í röð. Það getur enginn haldið fram að þau kaup hafi verið jákvæð fyrir þetta tímabil, þótt auðvitað voni maður að hann borgi sig þá bara fyrir okkur á næstu tímabilum í staðinn.
Hins vegar er ég ekki sammála þér með Johnson. Hann byrjaði feykivel og menn töluðu meira um hann sem ljósið í myrkrinu en e-ð annað eftir fyrstu 1-2 mánuðina. Hann er frábær sóknarlega og ekki jafn slæmur varnarlega og af er látið (þó enginn Carra) en að mínu mati er frekar hægt að skrifa lélega vörn okkar í haust á þá staðreynd að Carragher, Skrtel, Agger og Mascherano voru hreinlega ekki með, og þá sérstaklega voru Carra og Masch langt frá því að spila skv. getu. Um leið og þessir leikmenn fóru í gang fór liðið að halda hreinu og skipti þá engu hvort Johnson, Degen, Carra eða Mascherano er að spila í hægri bakverðinum. Þannig að mér finnst frekar hart að ætla að kenna Johnson um varnartilburði liðsins í haust.
Hitt er svo annað mál að menn verða að sjá hlutina aðeins í samhengi. Við erum að keppa við lið eins og City sem borgaði metfé í Englandi fyrir Robinho og lánaði hann svo frá sér í janúar af því að það dæmi gekk ekki upp. Þeir gátu lánað dýrasta leikmann sinn frá sér (og eru eflaust enn að borga stóran hluta launa hans) en samt keypt Adam Johnson í staðinn. Tottenham seldu engan en gátu samt bætt enn frekar við sig í janúar, fengu bæði Kaboul og Eið Smára til sín. Á meðan þurfti Rafa að selja leikmenn – Voronin, Dossena, Buchtmann – og hafði samt bara efni á að fá Maxi Rodriguez til sín á frjálsri sölu.
Við erum einfaldlega ekki að keppa á jöfnum grundvelli við þessi lið.
Einar Örn.
Hvaða öll skipti eru það, Babel hefur nú ekki byrjað marga leiki fyrir okkur poolarana. Ég t.d. man ekki eftir því að hann hafi nokkurn tíman byrjað tvo leiki í röð fyrir klúbbinn þá er alla vega mjög langt síðan.
Á meðan menn eins og kuyt,riera,Lucas o.fl. hafa oft ekkert getað marga leiki í röð en eru samt alltaf í byrjunarliðinu.
Þannig ég skil ekki þessa alhæfingu hjá þér að hafi hann ekkert getað á hann ekki að byrja næsta leik það voru fleirri en hann sem gátu ekkert í leiknum. En samt fá þeir endanlaus tækifæri.
Og í sambandi við það menn séu brjálaðir og neikvæðir útaf úrslitunum í leiknum held að það sé ekki alveg málið ég held að menn séu aðallega að pæla í spilamennsku liðsins og hvernig hún er búina að vera á þessu tímabili.
Fyrirfram fín úrslit jafntefli en spilamennskan hörmuleg og leikmennirnir eiga nátturlega stóra sök en þjálfarinn á að mótivera leikmenn fyrir hvern leik. Hann verður að fara axla einhverja ábyrgð og hætta að koma fram í fjölmiðlum og segja að þeir hafi verið góðir þegar allir sjá eitthvað annað.
AF HVERJU HREYFA MENN SIG EKKI ÁN BOLTA. Þegar boltinn fer fram yfir miðju er eins og allir standi í stað og svo er svona 10% líkur á að bolti fari á samherja því það býður sig aldrei neinn. Þeir einu sem hreyfa sig af viti eru þeir sem eru nýir s.s. Aquilani og Maxi því það er ekki enn búið að stimpla inní hausinn á þeim að standa kyrrir inná miðjum vellinum. Að auki er alltaf verið að senda á mann sem er í verri stöðu en sá sem gaf boltann og leiðir það oftar en ekki til þess að liðið missir boltann (það þarf kraftaverk til þess að það gerist ei!).
En þrátt fyrir það að gengið liðsins er algjörlega út í Hróa Hött þá kemur maður alltaf til baka til þess að fá meira. Ég verð að segja eitthvað jákvætt um klúbbinn þó að það sé ekki merkilegra en þetta, þolinmæði og hungur til þess að vinna leiki er það sem mun rífa liðið upp. Honestly þá held ég að það sé ekki um marga að ræða sem GÆTU leyst Rafa af, hann er mögulega besti kosturinn í stöðunni.
En málið er að viljinn er til staðar, viljinn til þess að vinna leikina. Það vilja allir hjálpa til við að bæta leik liðsins. Ég er handviss um að á næstu vikum með endurkomu Torres, Benna og Glenny þá lagast þetta til muna. (Carra fer þá að lokum úr verstu stöðunni sinni).
Eina liðið sem græðir á gjaldþroti Portsmouth er Liverpool.
I have a cunning plan: safna innlánum í Bretlandi og kaupa Portsmouth, fá Eggert Magnússon til að stýra liðinu.
Það mun þýða að Portsmouth verður örugglega gjaldþrota og Liverpool græðir 3 stig.
Þetta plan er til að hindra að Portsmouth verði bjargað.
jbk; þetta hef ég einmitt verið að tala um, en hef fengið þumal niður. Er sammála þér.
Finnst skrýtið að menn eins og Kristján Atli nefna ekki Astona Villa ekki sem eitt af þeim liðum sem munu berjast um 4. sætið.
Kristján Atli talar um prógram Tottenham og Man. City um næstu helgi en það gleymist að Aston Villa er með 45 stig eins og Liverpool og á leik til góða þar að auki.
Þeir eiga frí um helgina í deildinn enda leika þeir til úrslita við Man. Utd í Deildarbikarnum á sunnudaginn en næstu leikir þeirra eru heima gegn Sunderland, Stoke (úti), Wigan (úti), Wolves (heima), Chelsea (úti) og Bolton (úti). Eru menn alveg að útiloka menn Martin O’Neill?
Liverpool á Blackburn heima, Wigan (úti), Portsmouth (heima), Man. Utd (úti), Sunderland (heima) og Birmingham (úti). Mjög svipað prógramm sem þessi tvö liða eiga í næstu sex leikjum.
Sjáum hvað setur en það er á hreinu að Aston Villa verður ekki langt á eftir Liverpool að loknum þessum sex leikjum.
Er sammála Kristjáni Atla og félögum. Við megum ekki alveg missa okkur niður í svartsýni og böl.
Staðreyndir er bara sú að við erum með jafn góð lið og City, Tottenham og Aston Villa og það er engin tilviljun að þessi lið séu að berjast um 4 sæti. Man.Utd og Chelsea eru bara klassa fyrir ofan. Þannig er bara staðan í dag þótt það sé erfitt að sætta sig við það. Taflan lýgur ekki né úrslit í evrópu og bikarkeppnum.
Við verðum bara vona að liðið okkar nái að bæta sig á milli ára eins og þeir hafa reyndar vanalega gert fyrir utan í ár!
Ef við sigrum Evrópudeildina þá er það kannski neistinn sem kemur Liverpool á flug aftur!
Hörður magg kemur með góðan punkt, Benítez þarf að taka ábyrgð á leikmannakaupum sínum. Ég er þó ekki á því að Johnson hafi verið slæm kaup, varnarleikurinn hefur jú verið góður meðan hann hefur verið fjarverandi, en held að það sé þí meira því að þakka að Agger er farinn að spila reglulega, góð innkoma Kyrgiakos og Mascherano sinnt varnarhlutverkinu vel eftir áramót. Hinsvegar hefur sóknarleikurinn verið afar dapur frá því að Johnson meiddist, það hefur ekki verið nein ógnun frá hægri vængnum.
Svo er annað mál með Aquilani, þegar hann spilar þá vil ég sjá hann fara að taka meiri þátt í sóknarleiknum, dúndra boltanum á markið (samkvæmt youtube hefur hann sett nokkrar sleggjur af löngu færi), einnig þarf hann að passa sig betur á þversendingum. En ég get ekki neitað því að peningnum hefði verið betur eytt í einhvern mjög góðan kantmann eða sóknarmann.
Ég er nú bara nokkuð ánægður með Bill Hicks og Dassa og fleiri sem ná öllu því besta út úr Kristjáni Atla og félögum;)
En mikið er ég nú annars sammála Kristjáni Atla #71.
http://www.knattspyrna.bloggar.is