Wigan – Liverpool 1-0

Verkefni kvöldsins var hið misjafna lið Wigan á HRÆÐILEGUM heimavelli þeirra sem lætur mýrarboltavöllinn á Ísafirði líta vel út. Þeir eru nýbúnir að leggja nýtt gras á völlinn því hann var svo slæmur hjá þeim!! Ef hann var verri en þetta ætti vallarstjórinn líklega að fara leita sér að vinnu þar sem söngs ei krafist er, ef svo má segja.

Niðurstaðan var ÖMURLEGUR leikur okkar manna gegn slöppu Wigan liði sem við náðum þó að láta líta sæmilega út.

Að eiga skýrslu núna er ekki alveg málið því líklega væri best að slökkva á internetinu í 1-7 daga og láta renna af sér reiðina. En það er ekki í boði.

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Mascherano – Carragher – Kyrgiakos – Insúa

Gerrard – Lucas
Kuyt – Benayoun – Maxi
Torres

Bekkur: Cavalieri, Johnson, Aquilani, Agger, Riera, Babel, N’Gog

Okkar menn byrjuðu leikinn betur en heimamenn og áttu nokkrar misgóðar sóknir. Besta færið kom á 8. mínútu þegar hornspyrna frá Gerrard var skölluð á fjærhornið þar sem Fernando Torres beið einn á auðum sjó en viðstöðulaust skot hans fór í utanverða stöngina og framhjá.

Eftir kortersleik fóru leikmenn Wigan að láta meira til sín taka og voru þar með Charles N´Zogbia af öllum önnum í algjörum sérflokki. Mjög mjög mjög mikið var um misheppnaðar sendingar hjá báðum liðum og erfitt fyrir liðin að fóta sig á vellinum en virtust þau þó bæði vera að reyna að spila fótbolta eins og þau gátu.

Á 30.mínútu tók Benayoun mjög góðan sprett inn á teiginn og reyndi að finna Gerrard í teignum en varnarmenn Wigan náðu að verjast fyrirliðanum. Gerrard var annars með öllu ömurlegur á miðjunni í fyrrihálfleik og raunar var það aðeins Dirk Kuyt sem toppaði slæman leik hans í fyrri hálfleik. Það gerði hann er hann tók sína færgu móttöku á boltann eftir saklaust innkast, sendi beint á N´Zogbia (eina heppnaða sending Kuyt í dag) sem var í kjörstöðu á kantinum og sendi strax fyrir á Hugo Rodallega sem kláraði færið auðveldlega, 1-0 Wigan. Ömurleg mistök hjá Kuyt sem gerði fátt af viti í fyrri háflleik og kórónaði slæman fyrri hálfleik hjá flestum leikmönnum Liverpool.

Seinni hálfleikur var ekki mikil bæting þó ég hafi nú misst áhugann á því að punkta það niður sem var að gerast. Við vorum öllu sterkari en Wigan sem varðist af krafti og það var eins og nokkrir leikmanna Liverpool væru í keppni hver gæti spilað verst. Eftir fyrri hálfleikinn verð ég að viðurkenna að ég var hissa að sjá óbreytt byrjunarlið koma til leiks í seinni hálfleik! Engu að síður fékk þjálfarateymi Liverpool það út að líklega væri best að eyða aðeins meiri tíma með þessa tréhesta inná vellinum.

Fyrsta skiptingin kom ekki fyrr en Lucas meiddist og hann hafði líklega verið okkar skásti maður á miðsvæðinu, Johnson kom inná sem eru góðar fréttir en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn og líklega var þetta ekki góður leikur til að koma inn í eftir meiðsli.

Aquilani leysti Benayoun af hólmi um miðjan seinni hálfleikinn og var öllu ferskari og hefði eins og fleiri mátt koma mun fyrr inná.

Það tók Benitez síðan 82.mínútur að átta sig á því að Dirk Kuyt væri að spila einn sinn versta leik á ferlinum og jafnvel í sögu fótboltans (frá upphafi) og skipti þá Babel loksins inná. Hraði Babel hefði svo sannarlega getað nýst okkur betur fyrr í leiknum heldur en labbitúrar Kuyt og Maxi á köntunum.

Torres átti 3-4 mjög góð færi í þessum leik og hefði alveg getað reddað okkur í dag, það gerðist ekki og það sem var inná með honum gat ekki blautan skít og var alls ekki líklegt til að skora í leiknum. Hann dró sig mjög mikið út til hægri en líklega var það bara til að komast eitthvað í boltann.

Ef við skoðum aðeins liðið þá var Reina fínn í markinu og ekki hægt að kenna honum um neitt. Mascherano var líka að spila ágætlega í þessum leik bæði sem bakvörður og miðjumaður. Insúa var sæmilegur en eins og flestir aðrir með allt og mikið af vafasömum sendingum. Carragher og Kyrgiakos gerðu ekki mikið af sér þannig í leiknum Kyrgiakos þá klárlega sterkari heilt yfir en við hefðum alveg þegið Agger í dag.

Á miðjunni var Lucas skítsæmilegur en Gerrard með öllu ömurlegur, sérstaklega í fyrri hálfleik sem verður að teljast einn hans versti hjá klúbbnum. Völlurinn hjálpar ekki en er ekki næg afsökun.

Hvað Maxi Rodriguez varðar þá hugsaði ég á tímabili í leiknum um að hvað ég væri feginn að hann hafi ekki komið fyrir síðasta tímabil þegar hann var orðaður við okkur, hann hefur sýnst allt of lítið og alls ekki komið með kraft inn á kantinn eins og maður var að vona að hann myndi gera er hann kom í janúar.

Dirk Kuyt var síðan með öllu vonlaus í leiknum og líklega bara næst besti leikmaður Wigan í dag.

Torres átti hættulegustu færin og var sá eini hjá okkur sem virtist hæfur til að skora, það gerðist ekki.

Niðurstaða:

Ömurlegt kvöld, ömurlegur leikur, ömurlegt tímabil og meistaradeild ólíkleg á næsta ári.

Ég hata mánudaga.

Babú

104 Comments

  1. Maður er farinn að þrá að þetta tímabil fari að klárast. Meira er varla hægt að segja

  2. Geta Liverpool endalaust toppað lélegt gengi allir einsog hauslausar hænur og þjálfarinn þar verstur burt með hann ekki seinna en strax.

  3. Það er alltaf auðvelara að verjast liðum sem spila ekki með eigilega kantmenn. Sóknarleikur Poolara of mikið í gegnum miðjuna !

  4. Fare well champions leage ! Get ekki sagt annað. Dapur dagur og dapurt lið !

  5. Sælir félagar

    Það er ekki hægt annað en gleðjast yfir glæsilegri spilamennsku Liverpool undir stjórn Rafa Benitez. Lykilskipting hans á 82. mínútu hafði úrslitaáhrif á leikinn þegar hann tók þann útaf sem lagði upp mark Wigan og setti Babel inná. Þannig fjölgaði hann í liði sínu um einn mann og fækkaði í liði andstæðinganna. Ótrúlega magnað.

    Ég beinlínia táraðist af gleði þó ég skildi ekki því hann gerði þetta ekki fyrr. En ég er bara heimskur aðdáandi uppi á Íslandi svo það er ekki von. Leikskipulag og mótivering aðdáunarverð og stjóranum til sóma.

    Það getur varla aðra eins skemmtun í knattspyrnu eins og að horfa á Liverpool spila nú um stundir samkvæmt skipulagi Rafael Benitez. Dááááássaaaaaaaaaaamleeeeeeeeeeegt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. og hvað varð um sendingargetu liðsins, endalaus gagnlaus einstaklingsframtök miðlungsleikmanna.

    venjum okkur á europa league næstu tímabil

    við höfum ekkert að gera í cl með svona spilamennsku

  7. Jæja, nú verða menn sem eru á því að Benitez eigi að halda áfram með þetta lið segja mér afhverju. Það er heinlega með ólíkindum að í leik eftir leik erum við að spila hægan fyrirsjáanlegann bolta. Sumir segja að leikmennirnir verði að fara að gera eitthvað af viti, en come on, við erum með einn besta striker í heimi, við erum með besta markmann í heimi, við erum með einn besta miðjumann í heimi, við erum miðvörð sem hefur verið í hjarta varnarinnar í óra tíma, við erum með fyrirliða argentínska landsliðsins og við erum með mann sem á hægri bakvarðarstöðuna í enska landsliðinu, en samt eru ALLIR í liðinu að spila illa.

    Margir segja líka að það vanti leikmenn í þetta lið og að okkur vanti breydd, en miðað við það sem ég hef séð í vetur þá mundi ekki skipta nokkru einasta máli þó að Messi, Ronaldo og Rooney væru allir hjá okkur því þeir mundu bara detta á sama level og hinir, þ.e.a.s. spila leiðinlegan, hægan og mjög svo fyrirsjánlegann fótbolta.

    Því miður verð ég að segja, þó svo að ég sé ekki mjög hrifinn af stjóraskiptum, að Rafa Benitez verður að fara og það er eina lausnin!!!

  8. Ég þori að veðja kippu að það muni koma holskefla af “rekum Rafa” kommentum í þessum þræði. Ástæðan, þessi leikur bauð uppá einhæfan sóknarleik sem einkenndist af löngum boltum á Torres og vona það besta (kick and hope). Þar sem Rafa sagði víst í einhverju viðtali að ástæðan fyrir því að Aquilani hafi ekki spilað mikið að undanförnu sé að liðið hafi spilað svona vel, kæmi mér ekki á óvart að sjá hann byrja næsta leik með Masch á miðjunni og Gerrard inn fyrir Benayoun fyrir aftan Torres.
    Ég vona bara það að deildarkeppninni fari að ljúka sem fyrst svo við getum farið að bæta hópinn þar sem þarf að bæta og koma svo samkeppnishæfari inn í næsta season.

  9. Jæja þá tel okkur Liverpool endanlega hafa sagt bless við meistaradeildina á næsta ári. Þvílik frammistaða og þvílikur jólasveinn sem stjórnar þessu liði.
    Af hverju í fjandanum er Aquilani ekki byrjunarliðsmaður ? Og svo setur hann Babel inná á 83 mín. Hvað er að þessum fjandans manni?
    Ég held að menn ættu bara að byrja að taka frá fimmtudaga á næstu leiktíð því að Gerrard nennir ekki að spila lengur fyrir Liverpool og flestir af hinum eru að smitast af því. Og svo má þessi þjálfari fara að koma sér í burtu og hann ætti að hafa mann í sér og segja sig frá þessu starfi því hann er engan veginn að fara í rétta átt me þetta lið.

  10. þetta liverpool lið er bara grín hugsið um það það kaupir enginn bol hja neinum leikmanni þarna nema gerrard og torres.Hver einasti leikmaður þarna á ekki skilið að vera þarna þeir eru hreint og beint grín þjálfarinn okkar er grín hann stillir upp lelegu liði leik eftir leik.Ég keypti 4bjóra fyrir þennan leik og ætlaði að slaka á yfir fotbolta i kvöld og skemmta mer NEIIII ég skemmti mer ekki neitt yfir þessum ömurlega fótbolta sem liverpool hefur upp á að bjóða.Ég ætla að hvila mig á liverpool núna ég get ekki horft á fótbolta sem bíður ekki upp á skemmtun né von ég er hreinlega kominn með nóg af þsuu rugli

  11. Ég sá fyrstu 40 mínútur leiksins og var nokkuð ánægður með fyrri helming þeirra. Leist ekkert á seinni 20 mínúturnar og svo, rétt fyrir mark Wigan, ákvað net/sjónvarpstengingin frá Símanum að hindra mig í að horfa á meira. Takk fyrir það, Síminn.

    Ég mun því ekki tjá mig um þessa hörmung. Miðað við umræðuna á Twitter voru Torres, Gerrard, Kuyt og Benayoun verstir allra í kvöld. Ekki árennilegur hópur það og ef þeir klikkuðu var sennilega aldrei séns á að ná neinu í kvöld.

    Er hræddur um að möguleikinn á 4. sætinu hafi farið fyrir lítið í kvöld. 🙁

  12. Ég á varla til orð en ætla í tilefni dagsins að pína nokkur uppúr mér. Í kvöld sá ég hjá Liverpool, álíka mikla knattspyrnu hæfileika og er að finna í einni súrmjólkurfernu. Að ég skuli hafa eitt mánudagskvöldi, misst af idol, og ekki sett í kerlinguna fyrir þennann leik er ekki ásættanlegt á neinn hátt. Þeir menn sem við höfum beðið eftir úr meiðslum og áttu svo að vera hluti af okkar afsökunum fyrir dræmu gengi vetrarins, voru ekki þess verðugir að klæðast treyju utan/þriðju deildar liðsins Afríku. Ég myndi ekki sætta mig við svo lélega frammistöðu hjá afgreiðslufólki á Metro. Eftir þessa frammistöðu þá tel ég nokkuð öruggt að það verði Evrópudeildin aftur á næsta ári og það bara ef við erum heppnir. Þetta er frammistaða sem má ekki sjást hjá liði eins og Liverpool en samt fær það að viðgangast. Ég hef fengið nóg og ef ekki verða róttækar breytingar hjá þessu liði í sumar þá sé ég ekki ástæðu til þess að horfa á hvern einasta leik með Lfc á næsta tímabili eins og ég hef gert í fjölmörg ár. Ég er ekki að segja að ég myndi hætta að halda með Lfc enda gerist það aldrei en áhuginn á fótbolta-áhorfi fer snar minnkandi með þessu áframhaldi.

  13. Það vantar 2 alvöru kantmenn í þetta lið og annan striker með Torres, helst einhvern hávaxinn, spilið hjá Liverpool var fáranlega fyrirsjáanlegt í dag! Fannst stundum eins og ég væri að horfa á leikinn í slow motion þegar Liverpool var að sækja! Fannst Macherano og Kyrgiakos einu sem komust þokkalega frá þessum leik! Og svo var Aqualani fínn og Babel ágætir eftir að þeir komu inná! En þvílík skita sem þessi fyrri hálfleikur var og ekki var sá seinni mikið skárri!

  14. Jæja, fer þetta ekki bara að verða komið gott. Allt útlit fyrir að við náum ekki fjórða sætinu. Ætla að veðja á að við endum fyrir neðan City, Tottenham og Aston Villa. 7. sætið verður það þetta árið. Það gleður mig samt ekki neitt. Og ég finn enga löngun til að argast út í þá sem hafa stutt Rafa fram að þessu, hvað þá að glotta sigri hrósandi framan í þá. Þetta er bara sorglegt ástand. En án allra stæla eða leiðinda, hvað segja stuðningsmenn Rafa núna? Er þetta búið hjá kallinum?

  15. Vonandi dettur Real Madrid út úr Evrópukeppninni gegn Lyon í vikunni. Það yrðu frábærar fréttir fyrir Liverpool aðdáendur.

  16. maður spyr sig hvað er i gangi þegar við erum 1-0 undir og við erum ekki að setja pressu á liðið. hann fer með alla menn á sinn vallarhelming og hann bíður eftir að þeir komi þetta er alveg stór furðulegt. Svo er hann Gerrard hann virðist ekki hafa neinn áhuga að spila með þessu liði lengur, þetta var ekki bara 1 lélegur leikur hjá honum því hann er ekki buinn að geta neitt allt timabilið útafhverju er Agger ekki þarna inná sáu þið carra i dag þvílikt rusl var áferðinni ég ætla að vona að Benitez verði núna lokssins rekinn þetta finnst mér alveg átakanlega lélegt svo munn hann ekki einu sinni hrauna yfir leikmenn liverpool á eftir og segja að þetta sé bara óheppni

  17. Til hvers að keppa um titil ef maður ætlar ekki að verja hann á næsta ári:(

  18. En án allra stæla eða leiðinda, hvað segja stuðningsmenn Rafa núna? Er þetta búið hjá kallinum?

    Ég gafst uppá leiknum rétt eftir hálfleik og fór að horfa á annað í sjónvarpinu. Ég gat ekki lengur réttlætt það fyrir kærustunni minni að horfa á þessa hörmung.

    Ég hef hallast að því að dæma þetta tímabil bara sem flopp hjá Benitez og talið að hann ætti að fá sjens í sumar – mér fannst hann eiga það skilið eftir stöðuga framför síðustu ár. En þá vildi ég líka sjá eitthvað sem gæfi það til kynna að hann ætti skilið að halda áfram með þetta lið. Með svona frammistöðu þá er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess.

    Það fer auðvitað eftir því hvaða kostir eru í stöðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja Rekum Rafa og sjáum bara hvað gerist. Ef einhver gæfi mér valmöguleika í dag hvaða þjálfara við værum að tala um, þá viðurkenni ég alveg að ég myndi hallast að nýjum þjálfara í einhverjum tilfellum.

    Það er einfaldlega einsog sumir leikmenn þarna inná nenni ekki lengur að spila fyrir Rafa.

    Ég bara skil þetta tímabil ekki lengur – ég skil ekki hvernig svona stór hópur af leikmönnum geti spilað svona illa leik eftir leik. Hvernig getur liðið bætt sig ár eftir ár og svo farið svona hræðilega aftur á einu tímabili. Ég bara fatta þetta ekki. Fyrir ári unnum við Real Madrid 4-0 og Man U 4-1 og spiluðum algerlega frábæran bolta. Núna geta nánast sömu 11 menn ekki blautan skít. Hvernig þetta gerðist skil ég ekki.

  19. Það þurfa ansi margir í Liv að fara að spila fótbolta, OG AÐ ÆFA SENDINGAR. Gerrard er ekki heilagur og hefði átt að fara útaf í GÆR. Gef öllu liðsmönnum 0,5 stig. Hef það á tilfinningunni að leikmenn vilji ekki ná 4 sætinu og vilji losna við RB.

  20. Rauða liðið á skjánum heima hjá mér gat ekki komið frá sér almennilegum bolta og virtist helst áhugasamt um að þræða boltann tilbaka á bakverðina og hafsentana í hvert skipti sem Wigan gaf færi á hraðri sókn.

    Hvað eru sjö leikmenn að gera í nálægð við hægri bakvarðarstöðuna þegar liðið þeirra er 1-0 undir gegn Wigan og 20 mín eftir?
    Hvernig geta atvinnumenn ekki komið stórum hluta hornspyrna sinna yfir fremsta mann andstæðinganna?
    Hvernig er hægt að fá gult spjald á hálft liðið á móti Wigan á útivelli?
    Hvernig er hægt að hafa Babel á bekknum þar til á 82 mín þegar Kuyt er kominn í hitt liðið?

    Ef David Moyes getur motiverað Landon Donovan og Leighton Baines og Martinez getur motiverað Gary Caldwell og Titus Bramble þá hlýtur að vera hægt að finna einhvern sem getur motiverað Liverpool til að tapa aðeins minna en 9 leikjum á 3/4 af tímabilinu. Nema það sé satt sem sumir hérna segja að það sé bara alls enginn sem geti betur með þetta lið heldur en Rafa Benitez.

    Nema þetta sé liður í einhverju snilldarplani hjá Christian Purslow, þá erum við bara í virkilega, svakalega vondum málum!!!!

  21. Ég fór í Egilshöllina í kvöld og horfði á klassa íshokkíleik SA vs Björninn og sé sko ekki eftir því. Massíf skemmtun og þvílíkur hraði, blood on the ice, tvisvar!
    Hvað meira getur maður beðið um?
    Jú, sigur á Wigan hefði verið góður en það er víst of mikið að ætlast til þess.
    Ánægður með að hafa ekki horft á þennan leik, þá væri kvöldið ónýtt hjá mér.

  22. Eins og ég hef áður sagt..þessi maður hefur svo stórskrýtna sýn á fótbolta að maður er agndofa…..Hví í fjáranum……enn og einu sinni, gerir maðurinn ekki skiptingar strax í hálfleik…Þetta var svo dapurt í fyrri hálfleik að það var ótrúlegt..Hver einasti stjóri í Englandi hefði breytt einhverju…Neinei eyða aðeins meiri tíma í ekki neitt 1-0 undir….Og setja svo VARNARMANN inn á….ekki búnir að fá færi allan leikinn.. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn…Ég geri mér ekki aftur ferð til að horfa á þetta lið meðan þessi þráhyggjustjóri er þarna…Hvernig er hægt að gera svona einfaldan leik svona flókinn og leiðinlegan??

    .Nú spyr ég ykkur ágætu félagar…Hafið þið EINHVERNTÍMA sér Liverpoollið svona slakt???….Ég hef haldið með þeim síðan 1970 og ég segi nei….Ekki einu sinni þegar Souness var stjóri…sem var þó dapurt..

  23. Ég ætla ekkert að reyna að verja Benitez eftir þessa hörmung. Það er einfaldlega ekki hægt.

    Svo held ég að menn verði að fara hugleiða það í fullri alvöru hvað hægt er að fá mikinn pening fyrir Gerrard í næsta glugga!

  24. Þvílík tragedía! Hversu lengi eigum við að vera svona ömurlegir!, Ég neyðist til þess að bregða mér í hlutverk Þyrnirósar núna og sofa þangað til við eigum raunhæfa möguleika á að vinna titilinn!

  25. Ég ætla að sturta snöggvast í mig einum köldum og athuga hvort ég sjái einhverja ljósa punkta

  26. Jahá. Enn ein ánægjustundin sem Rafa og kónar hans töfra fram. Maður er farinn að hafa þónokkrar áhyggjur hvað verður um þetta blessaða lið okkar. Þeir sem eru ekki miðlungmenn í getu, spila sem miðlungsmenn, og stjórinn kemur með meðalmennsku og varfærni inn í allt saman. Enginn hraði, engar skyndisóknir…. ekkert.
    Með því versta er þó að Gerrard virðist vera búinn að fá jafn mikið upp í kok af þessu og við, og Torres búinn að fá nóg líka. Miðað við hverjir eiga liðið, hver stjórnar,hvernig menn eru keyptir og hvernig barátturnar um titlana ganga, þá kæmi manni ekkert á óvart þótt þessi tveir frábæru leikmenn létu sig bara hverfa í nánustu framtíð…. en við sætum uppi með vandamálin.

    Sem púllari hefur maður náð að temja sé þónokkra bjarsýni og æðruleysi í gegnum tíðina, en þetta fer nú að verða alveg passlegt.

  27. Já, Gerrard er í lægð. En setjið ykkur í spor mannsins, sjáið þið ekki að hann hefur nákvæmlega engan áhuga á þessu helvítis þófi með Rafa í brúnni? Gerrard hefur haldið þessu liði á floti árum saman og er kominn með nóg. Hann veit það að það verður hryllilega erfitt fyrir hann að fara frá liðinu og hann vill meira en allt vinna deildina með Liverpool en það eru takmörk fyrir öllu.
    Ætla að pústa aðeins um menn eins og Dirk Kuyt. Ég veit nákvæmlega að hann hefur lagt líf og limi að veði fyrir liðið og barist meira en góðu hófi gegnir. Skorað nokkur mörk og lagt upp. En staðreyndin er að hann átti að vera farinn fyrir löngu. Hann er alltof takmarkaður og einhæfur leikmaður til að vera í meistaraliði. En hann er holdgervingur þess sem Rafa er hjá Liverpool. Staðreyndin er sú að jafnvel ég sjálfur myndi skora og leggja upp nokkur mörk með menn eins og Gerrard og Torres í liðinu.
    Svo heyri ég oft að Gerrard og Carragher einfaldlega þoli ekki Rafa. Finnist hann drulluleiðinlegur og bara “fíli” ekki manninn. Það kemur mér ekki á óvart, sé Rafa ekki hafa það mannlega eðli sem þarf í þetta (og mér er drullusama hvað stendur í einhverjum sjálfsævisögum sem skrifaðar eru af einhverjum mönnum úti í bæ til að seljast sem mest).

  28. Ég ætla ekki einu sinni að minnas á Rafa eða hans störf. Ekkert sem bendir til þess að hann ætli að hætta eða að kanarnir hafi efni á að reka hann. Þreytt umræða og tilhvers að vera að eyða orku í það ! En ég vil breytingar og ég vil sjá þær strax. Við erum klárlega ekki að fara að spila í meistaradeildinni á næsta ári og kannski er það bara gott mál. Köld vatnsgusa sem menn þurfa kannski að fá upp á framtíðina. Ég segi eins og Einar Örn, það er óskiljanlegt að lið sem rústaði United og Real Madrid á seinasta tímabili geti ekki einu sinni lagt Wigan eða Portsmouth ! Ég bara neita að trúa að menn sakni Xabi Alonso svona mikið en brotthvarf hans er eina útskýringin sem ég get fundið. Leikmenn þarna inná eru bara ekki með hausinn í lagi ! Það er bara þannig og Rafa er ófær um að breyta þeim hugsunargang !

    • Svo heyri ég oft að Gerrard og Carragher einfaldlega þoli ekki Rafa.

    Hvar í ósköpunum heyrir þú þetta??????

  29. Og mest óspennandi framhaldssaga ársins heldur áfram. Franskar sjónvarpsmyndir frá 1963 á stöð 1 á sunnudagskvöldum eru skemmtilegri en þessi leikrit hans Rafael Benitez.

    Þegar leikmenn munda sig í skot í þessari undurfögru rauðu treyju þá verður maður álíka spenntur og þegar það er bein útsending frá skák í sjónvarpinu.

    Og það skemmtilega við þetta allt er að þeir hafa greinilega allir borgað sig inná hvern leik til að horfa á manninn með boltann, því að það er ekki nokkur ein einasta hreyfing án bolta og menn standa bara með puttann í rassinum og bíða eftir því að maðurinn með boltann sendi hann AFTUR’Á’BAK!!!

    “Kuyt” flott stoðsending hjá þér…

    Farið nú á Madam Tussó og náið í Steven Gerrard og setjiði nú vaxmyndina sem er alltaf inná vellinum á safnið í staðinn! Hann er ábyggilega orðinn hundleiður á því að standa þar allan daginn…

    Svo eitt að lokum með miklum kaldhæðnistón. Vá hvað það er mikill hressleiki og allir glaðir inná vellinum núna, greinilega að spila með hjartanu og fyrir Rafael Benitez…

    Good Night fellow men

  30. Já.

    Einar Örn segir nákvæmlega það sem ég hef hugsað í kvöld. Ég SKIL ekki hvað hefur gerst í vetur hjá þeim leikmönnum sem léku svo vel í fyrra. Þessi Xabi Aloson þvæla er svo löngu útjöskuð leið til að breiða yfir stærri mál.

    Allir lykilmennirnir voru ragir í kvöld, pirraðir frá byrjun og lítið á.

    Gerrard er ekki miðjumaður að mínu mati og sýndi það alveg í kvöld. Benayoun hefur ekki mikið að gera í þetta lið eins og hann spilar og það þarf margt að breytast.

    Þetta tímabil er að mínu mati farið og nú þarf bara að sætta sig við það. Láta Aquilani og Pacheco fá fleiri mínútur, sem og Martin Kelly. Þetta er bara orðið fínt í að eltast við 4.sæti í keppni og ekki neitt á því að græða.

    En Rafa ætla ég ekki að verja með neinum öðrum en því sem ég hef sagt áður, við brotthvarf hans hefur fimm ára plan félagsins verið aflagt og finna þarf aðrar leiðir og lausnir með þeim kostnaði sem því fylgir. Miðað við kvöldið í kvöld er hann á endastöð karlinn, en ég ítreka enn og aftur að það liggur á stærri stöðum en stjóranum einum að laga.

    Menn sem halda það að Mourinho t.d. komi að liðinu í því standi sem það er ættu nú bara að selja aðgang að bleika skýinu.

    Vonandi fáum við að vita hvað er að hjá félaginu okkar, mitt mat er að það sé mun meira en persóna Rafa Benitez.

    Þó ótrúleg þrjóska hans hafi komið honum svakalega í koll í kvöld og auðvitað bölvuðum við honum öll, að sjálfsögðu líka ég!

  31. Eftir leik kvöldsins er ljóst að líkur Liverpool á því að ná 4 sætinu eru nánast úr sögunni. Það er með ólíkindum hvað margir lykilmenn klikkuðu í kvöld, leikmenn sem einmitt í svona leikjum eiga að klárað dæmið. Þar fara fremstir Kuyt og Gerrard. Að Kuyt skildi spila í 80 og eitthvað mínútur með svona spilamennsku er ofar mínum skilningi. Svo verður Gerrard að vakna, hann er fyrirliði liðsins, hann á að vera öðrum hvattning, ekki hengjandi haus í hvert sinn sem liðið lendir undir. Lucas liggur vel við höggi en það er ástæða fyrir því HANN er ekki í nógu góður leikmaður og í kvöld varð engin breyting á. Insúa er hræðilegur varnarlega og kanturinn hjá honum var sem opin hlaupabraut í kveld.

    Jákvæða við leikin er að Johnson er kominn aftur, Torres bætti við leikformið sitt, Aquilani kom sterkur inná og Babel einnig.

    Annars var Macherano algjör yfirburðarmaður í Liverpool-liði kvöldsins og algjör sóunn á hæfileikum að nota hann í bakverðinum.

    Vonandi haldast lykilmenn heilir til loka tímabilsins svo að liðið nái í tryggja evrópusætið.

    Krizzi

  32. Prísa mig sælan að hafa verið upptekinn í kvöld! Ég ræð ekki lengur við pirringinn og gremjuna sem fylgir svona martröðum. Þetta tímabil er hætt að vera fyndið. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu okkar á völlinn í kvöld. Hugsið ykkur að borga sig inn á leik fyrir svona hörmung!

    YNWA

  33. Ég helda að Benítez eyði og mikilli orku að rífast við sjálfan sig í hljóði á hliðarlínunni. Þannig að hann gleymir að það er fótboltaleikur í gangi fyrir framan hann. Þverhaus!

  34. Ég held að Kuyt hafi sett heimsmet í töpuðum boltum og sendingum á mótherja í þessum leik. Mér er alveg ómögulegt að skilja af hverju hann fékk að hanga inn á í 82 mínútur, held að það hefði verið betra fyrir okkur að spila 10 í þessum leik…án gríns. Það versta við þetta er að þó að Kuyt hafi verið slakur var hann ekki lang slakastur því Gerrard, Benayoun, Maxi og Torres voru ekki mikið betri og það er einfaldlega of mikið.
    Ég ætla ekkert að gera lítið úr frammistöðu leikmanna í kvöld, hún var algjörlega til skammar en mér finnst orðið morgunljóst að Rafa er algjörlega ráðþrota. Hann virðist ekki eiga nokkurn möguleika á að mótivera liðið og hann virðist jafnframt ekki með nokkru móti geta brugðist við þegar illa gengur. Það fór ekki fram hjá neinum sem horfði á þennan leik að Wigan átti miðjuna með húð og hári, sérstaklega í fyrri hálfleik og það hefði svo sannarlega mátt gera breytingar í hálfleik en það gerðist að sjálfsögðu ekki. Ég get líka ómögulega skilið að menn hafi verið sáttir við fyrstu 20 min í fyrri?? Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega ömurlegur frá upphafi til enda og mér fannst augljóst í hvað stemmdi frá fyrstu mínutu. Sammála þeim sem vilja gefa Pacheco og fleiri kjullum tækifæri það sem eftir er af tímabilinu en ég held að Rafa sé því miður ekki sammála.
    Það kann svo vel að vera að vandamálin liggji á hærri stöðum en hjá Rafa en staðan er einfaldlega þannig að það er ekkert lið hrætt við að mæta Liverpool á þessu tímabili. Liðið er fyrirsjánlegt, spilar hægan bolta og það er lítið mál að kortleggja liðið eins of það hefur verið að spila undanfarið og þar ber Rafa alla ábyrgð.

  35. Ég skil ekki af hverju menn eru svona vonsviknir. Við áttum aldrei séns. Ég meina, Wigan er með stjörnur eins og Titus Bramble innanborðs…

  36. Djöfull er pirrandi að þurfa að spila leiki við lið sem geta ekkert í fótbolta, þá lýtum við svo illa út. Bara ef við fengjum að spila vikulega við Man.Utd og fleiri lið sem eiga að vera svo æðisleg

  37. Menn sem eru að tala um að ákveðnir leikmenn nenni eða vilji ekki spila fyrir Rafa Benitez.

    Ef það er rétt að leikmenn hafa ekki trú á Rafa þá þarf náttúrulega að skipta um mann.

    En þá eiga þessir sömu menn sem nenna ekki að spila fyrir Liverpool af því að þeir eru ekki ánægðir með Rafa að drulla sér í burtu hið fyrsta hvort sem þeir heita Gerrard eða Carragher.

    Ef að menn (eins og ýjað er að hér að ofan) eru að spila illa í treyju Liverpool til þess eins að koma þjálfaranum í burtu þá eiga þeir ekki skilið að klæðast þessari treyju.

  38. Sigurjón #33
    ég hef líka heyrt þetta frá leikmanni sem var eitt sinn í herbúðum LFC og heldur sambandi við Gerrard og Carra. Þeir segja að hann sé hreinlega “evil person” og þeir þola ekki manninn.

  39. Helgi: þeir virðast ekki getað losnað við hann öðruvísi en að ná ekki 4 sætinu og ef það verður svo þá verður RB að hætta. Gerrard og Carr vilja ekki fara en vilja losna við kallinn og þetta virðist vera eina leiðin…….það er mín skoðun og margra annara.

  40. Það er gott að menn eru að sjá rót vandans hægt og bítandi.

  41. Már: Þetta eru gjörsamlega ömurleg rök.

    Samkvæmt þér er málið s.s þetta.
    Liverpool er nálægt því að vinna deildina og enda tímabilið á þvílíku run-i með stigafjölda sem hefði yfirleitt dugað til að vinna deildina. En nei nei þá fara Gerrard og Carragher að plotta það að losna við Benitez af því að þeir þola hann ekki og ákveða því að spila illa til þess að lenda ekki í 4. sætinu því að þá verður Benitez rekinn?

    Og fengu þeir þá allt liðið með sér í þetta stóra og mikla plott?

    Væntanlega þá alla nema Reina og Mascherano þá af því að þeir eru að fara að skrifa undir nýja samninga og eru ekki að spila eins og asnar leik eftir leik.

    Já ég sé það núna að þetta meikar allt sens. Sniðugt hjá þeim félögum.

  42. Beggi #8 þú skrifaðir :við erum með einn besta miðjumann í heimi,…….. við erum með fyrirliða argentínska landsliðsins……….

    þú hlýtur að hafa verið að tala um sama mannin því það er enginn annar góður miðjumaður sem spilar með Liverpool en fyrirliði argentíska landsliðsin. við seldum þann besta síðasta sumar… vona að liverpool reyni að kreista út eins mikinn pening útur Inter fyrir Gerrard. það vantar nýa hetju á anfield.. sorry en það er satt.

    það var leðinlegt að horfa á lucas skipt útaf en ekki gerrard.. og leiðinlegt að kuyt var ekki tekin útaf frekar en benayoun.. en þessir tveir eru bara með áskrift af byrjunarliðinu. okei kuyt berst eins og hundur en sissoko var betri á bolltan en hann. og Gerrard shit guðmundur almáttugur ógeðslega lélegur alla þessa leiktíð. á bekkin með hann fyrir aguilani og láta hann berjast fyrir sætinu sínu..

    hættiði svo að rugla með að það eigi að reka Benitez það vita allir að hann tekur dolluna á næstu leiktíð !!!!

  43. HAHAHAHA þetta er fyndnasta rugl sem ég veit um að það se verið að reyna að grafa undan rafa innan liðsins!!! hvernig vitið þið þetta en enginn annar? ekki einu sinni fjölmiðlar???

    nr# 31 : Svo heyri ég oft að Gerrard og Carragher einfaldlega þoli ekki Rafa. hvar heyrðirðu þetta? frá þeim sjálfum?

    og nr# 43 hvern þekkir þú sem var í herbúðum Liverpool sem þú heyrðir þetta frá???
    ánægulegt að vita menn her á spjallinu þekki leikmenn Liverpool svona vel

  44. Meika ekki allar þessar Burt með Benitez umræður aftur !! 🙁 Kem ekki hérna aftur fyrr en eftir Portsmouth leikinn næsta mánudag þegar við erum búnir að vinna, allir hafa tekið Benitez aftur í sátt og Gerrard aftur orðinn besti miðjumaður í heimi..

  45. Jæja, menn loksins farnir að átta sig á hlutunum hérna.. Kuyt á engan veginn að spila fótbolta, efast um að hann myndi komast í liðið hjá KR. Og Benitez á bara vera spila póker eða e-h allt annað en stjórna Liverpool. Vonandi að mennirnir sem stjórna þessu liði fari að taka hausinn út úr rassgatinu á sér og gera eithvað í málunum. Og að horfa á Liverpool leik með utd og arsenal aðdáendur sér við hlið er góð leið til að fyrir fara sér. Takk fyrir og bless.

  46. Í sex af síðustu átta útileikjum höfum við ekki skorað mark. Þetta er ekki boðlegt. Ég er orðlaus yfir aumingjaskap þessa liðs okkar…og þeirra sem bera ábyrgð á. Það er ekki lengur hægt að réttlæta þessa ömurlegu frammistöðu.

  47. Staðreyndin er þessi: Liverpool er að öllu leyti miklu nær því að falla í flokk með liðum eins og Everton og Aston Villa heldur en að ná Chelsea, Arsenal og ManUtd. Hvernig á að koma í veg fyrir það bara veit ég ekki.
    Án þess að fara að bera saman árangur Rafa og Wenger er fróðlegt að skoða síðustu ár hjá þessum klúbbum. Í heildina hefur ekkert sama og ekkert gerst hjá Liverpool og liðið er í sjöunda sæti eða eitthvað. Arsenal hefur hins vegar byggt nýjan völl, er eina skynsamlega rekna félagið í deildinni, gert frábær leikmannakaup/sölur og ef Wenger hefði dregið hausinn út úr rassgatinu og keypt striker í janúar væru þær á hraðleið að meistaratitli.

  48. Èg býð öllum Pollýönnum, masókistum, spilafíklum með klinkfóbíur, mannvitsbrekkum og íslenskum Liverpool aðdáendum sem eru enn fastir með hausinn í rassgatinu á Paul Tomkins að slást nú í för með okkur og kyrja seiðinn.

    Rekum alla hrædda og grjótpassíva anda frá Liverpool borg og hefjum tímabil sigra og djörfungar.
    Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  49. Kveikjum í Emirates, Old Trafford og Stamford Bridge. Þá eru topp 4 liðin orðin jöfn aftur.

  50. Insua sæmilegur?!?!?! drengurinn var ásamt nokkrum öðrum jeppum að drulla langt upp yfir bak. N’Zogbia tók hann í þurrt r******** trekk í trekk í fyrri hálfleik.

  51. jæja bara svo við vitum það að þetta liv lið er hræðilegt hræðilegt á að horfa ég segi ekki annað ef hann er ekki þegar farinn hann rafa á hann að hætta í dag og svo eiga liðsmenn að hætta að vera svona ömurlegir á vellinun argir og pirraðir og beinlínis leiðinlegir og þar á meðal eru þaðTorres og gerrard þvílík framkoma

  52. Helgi: Ég nefndi bara Gerrard og Carr af því að þú sagðir að þeir ættu að fara sem fyrst ef þeir nenntu ekki að spila fyrir Liv. Ég er ekki að tala um plott á milli G og C en ef 2 eða 3 leikmenn þola ekki það sem RB er að gera og vinna ekki eins og þeir hafa gert áður, þá er það nóg til að draga allt liðið niður. Ég skil það vel ef menn eru fúlir út í RB vegna þess að við sem horfum á Liv í sjónvarpi þolum ekki þennan sviplausa mann sem gerir allt eins, og allt er fyrirsjáanlegt. Leikmenn virðast vera steingeldir í öllum aðgerðum, og ef eitthvað gerist snöggt og óvænt, þá er sá sem á að vera með, steinsofandi. Annað sem er mjög áberandi, þegar að er gefið á mann, þá stendur sá hinn sami kyrr og bíðu eftir að boltinn rúlli til hans, í staðinn fyrir að skokka á móti sendingunni, en þarna kemst oft mótherji inn í sendinguna. Mjög fúllt að horfa á þetta, og þetta er áberandi hjá Liv, hvers vegna????

  53. ekki nóg með að okkar menn seu búnir að eyðileggja þennan vetur heldur gengur þeim bara ansi vel með það að eyðileggja næsta vetur líka vegna þess að meistaradeildin er að verða erfitt dæmi að komast í sem þýðir enn minni leikmannakaup í sumar heldur en í seinustu gluggum og líklega veikir það liðið okkar bara enn frekar, eins og ég sagði herna snemma í vetur þá er útlitið skelfilegt og það er að koma á daginn, endurtek það aftur hérna, GÆTUM endað eins og Leeds ef eigendurnir fara ekki að hugsa um hvað er best fyrir klúbbinn og DRULLAST til að selja.

    Hefur engin hér áhyggjur af því að þetta versni bara og við neyðumst til að selja leikmenn og jafnvel vilja stærstu bitarnir okkar hvort eð er fara þegar staðan er svona.

  54. Sko, það að fara ekki í Meistaradeildina er EKKI heimsendir. Það hafa fulltaf liðum lent í því síðustu ár. Man U komst ekki uppúr riðlinum, Juve var þarna ekki, AC Milan var þarna ekki og svo framvegis. Það að við komumst ekki í Meistaradeildina þýðir ekki að næsta skref verði að enda einsog Leeds.

    Nota bene, þetta segi ég núna eftir að ég hef haft 2-3 mánuði til að sætta mig við þá staðreynd að við værum ekki að fara að spila í CL á næsta tímabili. Ég var alveg á því á tímabili að næsti vetur væri meira og minna ónýtur fyrir mér og Liverpool.

    Ég hef enga trú á að einhverjir leikmenn séu vísvitandi að grafa undan Rafa. Svo klókir eru þeir væntanlega ekki – og það skýrir ekki af hverju þeir voru svona góðir í fyrra. Einnig er Xabi Alonso engin útskýring. Hann spilaði vel í fyrra, en þar áður höfðum við leikið tvö tímabil þar sem hann var alls ekki góður. Plús það að Man U og AC Milan seldu sína bestu menn til Madrid síðasta sumar og Man U er á toppnum og Milan í öðru sæti í sínum deildum.

    En þótt að menn séu ekki vísvitandi að grafa undan Benitez, þá er eitthvað mikið að. Þegar að menn setja útá liðið þá er ekki einsog menn mótmæli öllum 11, heldur snýst umræðan alltaf um 1-2 menn (Kuyt, Babel, Lucas) – restin velur sig sjálf – þannig að það er ekki hægt að kenna Benitez einum um það hversu mikið liðinu hefur farið aftur. Þótt að menn reyni ekki vísvitandi að spila illa þá virðist það einfaldlega vera svo að sumir þarna inná hafi lítinn áhuga á að spila fyrir Benitez eða fyrir liðið okkar.

    Næsta sumar verður að verða sumar mikilla breytinga. Ég held að ég muni sætta mig við annaðhvort þjálfaraskipti (með alvöru þjálfara inn – Hiddink, Mourinho – ekki gamlar Liverpool stjörnur) eða stórar breytingar á leikmannahóp (4-5 breytingar). Ég mun alls alls ekki sætta mig við annað eins sumar einsog síðasta.

  55. Hræðilegur leikur að baki.

    Torres var ekki sjón að sjá. 13 skot en ekkert reyndi á kirkland.
    Alltof margar stuttar sendingar og við vorum allt of pirraðir.
    Vorum með alltof margar snertingar á bolta aftarlega á vellinum og komum honum ekki nógu hratt upp völlin.

    Maður leiksins var Kyrjakos eini maðurinn sem spilaði með sóma í gær.

  56. Það verða þær breytingar að Torres fer,hann verður ekki áfram ef liðið kemst ekki í meistaradeildina,ég efast um hann vilji vera í miðlungsliði eins og Liverpool,svo verður það mín spá að Gerrard fari það er ymislegt í hans spilamensku í dag sem gefur til kynna að hann sé orðinn þreyttur og er búinn að fá nóg og þarfnist breytingu,Gerrard er búinn að gefa allt í þetta lið og ég bara held að hann geti ekki meir,ég bara óska honum góðs gengi hvert sem hann fer,svo held ég að carra fari í annað lið einnig held ég að Masca fari í draumaliðið sitt Barcelona,þetta eru þær breytingar sem ég á von á að verði.
    Benitez verður áfram vegna þess að eigendurnir hafa ekki efni á öðru.
    Ég er einn af þeim sem sjá ekki bjarta framtíð hjá þessu liði,því miður.

  57. Einar Örn sagði það sem ég vil að segja að mestu leiti…. leikmenn voru bara á hælunum í þessum leik frá A-Ö, mér fannst enginn leikmaður vera að standa sig. Torres fékk 3 ágætis færi og hefði átt að skora, Gerrard gat ekkert og var pirraður eins og aðrir. Kuyt átti sinn allra lélegasta leik sem ég hef séð og Insua var eins og gataspjald í bakverðinum. Svo vil ég hafa liðið svona í næsta leik…

    Reina
    Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insua
    Mascherano – Gerrard
    Maxi – Aquilani – Babel
    Torres

  58. Þetta er sama sagan aftur og aftur og aftur. Benites er haldinn þráhyggju um að sanna einhverja hluti fyrir sér og fótboltaheiminum, hann getur ekki lesið leikinn og breytt samkvæmt því hvernig hannn spilast, hann er of ástfanginn af einstaka vinnuhestum sem hafa enga tæknilega getu og hann þekkir eina leið til að stilla upp liði og allur knattspyrnuheimurinn er löngu búinn að átta sig á þeirri uppstillingu sem gerir Liverpool liðið að auðlesnasta liði í ensku knattspyrnunni.
    Staðreyndir
    Insua er alltof líkamlega veikur til að spila bakvarðarstöðu, hann verst með höndum en ekki tækni og krafti.
    Lucas steingeldir miðjuna sóknarlega því að hann býður sig ekki fram þar og lamar allt spil.
    Kuyt er center, ekki Hollenskur fjárhundur sem hleypur í hringi á eftir rófunni á sér.
    Aquilani er knattspyrnumaður en sennilega of tæknilega góður fyrir Benites, því Benites vill ekki sjá tæknilega góða menn í liðinu. Vinnusemi fram yfir tækni er hans Mottó.
    Babel er knattspyrnumaður en sennilega of hraður fyrir Benites því Benites vill hafa spilamennskuna hæga allt þar til við spyrnum knettinum fram í von um að eini maðurinn í boxinu taki við honum og geri eitthvað.
    Kyrgiakos og Mascherano eru Liverpool menn og eru bestu menn leiktíðarinnar.
    Ef Torres pirrast í leik, þá er leikurinn búinn hjá honum og ekki von á neinu hjá þessum fýlupúka, en ef hann heldur sér brosandi eins og vel uppalin krakki þá framkallar hann snilld.
    Gerrard er staðnaður
    Johnson er ofmetinn
    Maxi… Hver er það?
    Benayoun er mjög klókur knattspyrnumaður en andlit hans er málað óöryggi sem gerir hann of mistækan.

  59. Reina
    Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insua
    Mascherano – Gerrard
    Maxi – Aquilani – Babel
    Torres

  60. Eins og ég tók fram þá neita ég að trúa að brotthvarf Alonso sé ástæðan fyrir þessu ástandi. Maður getur bara samt ekki annað en hugsað um það því að það hefur ekkert annað breyst. Fengum Johnson og Aqiulani inn í staðinn en annars sami mannskapurinn, sömu þjálfararnir og svo framvegis. Hefur æfingaprógrammið breyst ?? hafa leikaðferðir breyst ?? Hvað það er sem veldur þessu er eflaust erfitt að segja. Það er auðvelt að benda á brotthvarf Alonso en alls ekki augljóst. Ég er persónulega farinn að hallast að því að þetta er bara eitt af þessum tímabilum. Tímabil þar sem ekkert gengur upp og ekkert gott kemur út úr því. Flest lið ganga í gegnum slæm tímabil en slæmt tímabil hjá United er samt mun betra en okkar Liverpool manna að virðist. Ég er sammála þér Einar að það er langt í frá einhver heimsendir að komast ekki í meistaradeildina. Ég er viss um að það mun bara styrkja liðið og gera menn ennþá ákveðnari í að standa sig á næsta tímabili. En breytinga er þörf hverjar sem þær eiga að vera.

  61. Það er augljóslega eitthvað mikið að hjá liðinu, það sér hver einasta vitiborna manneskja. Meira að segja 3.ára sonur minn sagði ,,hvað er að´´ þegar að hann horfði á leikinn í gær.

    Liverpool hefur aldrei unnið á mánudegi undir stjórn Rafa og Wigan hafði aldrei unnið Liverpool sem gerði það að verkum að maður tippaði á jafntefli í þessum leik. Það ómögulega gerðist að Wigan vann Liverpool í fyrsta skipti í sögunni eftir stoðsendingum frá Kuyt og ég tapaði peningum, ekki í fyrsta skipti.

    Varðandi þessa mánudaga, þá á Liverpool næst leik í deildinni á móti Portsmouth og jú það er einmitt mánudagsleikur…..

  62. Ég get ekki þolað annað eins tímabil. 🙁 þetta er óþolandi að fara að fara og horfa á leik og geta ekki treyst á sigur :/ slæmt

  63. @69…
    Það á ekki að leyfa börnum að horfa á svona( þau fá örugglega bara martraðir eins og við hin) , það ætti að vera gult merki í horninu, bannað yngri en 12 ára, þetta var hryllingsmynd.

  64. Það er útilokað að það sé eitthvað eitt að. Það eru margir samverkandi þættir eins og í öllum góðum glæpasögum.

    1. Brotthvarf Alonso hefur mikil áhrif. Það er enginn vafi. Framan af vetri vorum við með tvo sóknarlega steingelda miðjumenn, já og erum oftar en ekki enn. Þeir eru báðir fínir ef þeir hafa miðjumann með sér sem þorir að gefa boltann fram á við.

    2. Lykilmenn hafa brugðist. Þarf ekkert að útskýra það nánar. Gerrard er þar fremstur í flokki. Hann hefur án efa verið að glíma við meiðsli því það er útilokað að hann missi allt í einu áhugann á því að spila fyrir félagið sitt. Carragher hefur verið slappur, Mascerano lengi í gang, Kuyt lengi í gang og dettur svo niður í ruglið öðru hvoru, Johnson meiddur, Skrtel lélegur, Torres meiddur. Þetta er bara allt of mikið.

    3. Lítil breidd. Við höfum ekki mannskap til að leysa þessa lykilmenn af, hvort sem þeir eru að spila illa eða eru meiddir. Þeir eru áskrifendur að sæti í liðinu, jafnvel hálf-meiddir því það er allt of mikið ójafnvægi í leikmannahópnum.

    4. Óstöðugur varnarleikur. Með tilkomu Glen Johnson og Emiliano Insúa þá var lagt upp með mun aggresívari bakverði en liðið var vant að spila. Það, ásamt því að Mascerano var að spila illa, skapaði óöryggi í varnarleiknum og það láku inn fjöldamörg mörk. Of margir tapleikir í upphafi móts gerði það síðan að verkum að Benítez ákvað að bakka með þetta og tefla fram mun varnarsinnaðra liði en oft áður. Árangurinn var ágætur á kafla, en síðustu tvo mánuði hefur liðið varla skorað mark og eins og bent er á hér að ofan þá nær það ekki að skora á útivelli.

    5. Rafael Benítez. Innáskiptingar. Liðsuppstillingar. 8 varnarmenn á vellinum í einu. Say no more.

    Þetta eru þau atriði sem mér dettur í hug, ekki í röð mikilvægis og án efa hægt að bæta fjölda atriða við. Ég velti fyrir mér hvort það eigi að gefa Benítez eitt ár enn. Getum við litið á þetta sem flopp ár og leyft honum að laga þau mistök sem hann og liðið hafa gert? Veit það ekki. Ég sé hins vegar enga ástæðu til að selja lykilmenn í sumar. Það þarf að kaupa öfluga squad-leikmenn, senter, kantmenn, bakverði, miðjumann og haffsent.

    ´nuff for now.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  65. Jan Mölby hefði skammast sín fyrir yfirferðina á Gerrard fyrstu 70 min.
    Var bara á röltinu eins og reyndar margir fleiri sem gerði pressuna hjá Wigan mjög auðvelda.

  66. Wikipedíaði Jan Mölby þar sem ég þekki ekki nógu mikið til hans og verð ég að segja að ég skellti uppúr við að lesa innganginn.

    Jan foxy Mølby (born 4 July 1963 in maccies) is a former Danish international football player who spent much of his professional football career at home eating chicken nuggets on his xbox

  67. Eins og menn hafa nefnt hér þá er brotthvarf Alonso ekki aðal ástæða lélegs gengis. Hins vegar má segja að lélegur vetur lykilmanna sé ástæða þess að Liverpool er í þeirri stöðu sem blasir við í dag. Gerrard var valinn í heimsliðið 2009 vegna frábærar spilamennsku síðasta vetur. En í vetur hefur skuggi hans mætt á völlinn, hver svo sem ástæðan er. Að algjör lykilmaður eins og Gerrard spili leik eftir leik án þess að sína þá hæfileika sem eru til staðar breytir bara ansi miklu fyrir lið eins og Liverpool. Ef hann er í stuði er liðið í stuði er oft sagt, það er mikill sannleikur í því.

    Annar leikmaður sem átti frábært tímabil í fyrra hann Kuyt okkar hefur algjörlega spilað undir pari. Sennilega er þetta hans lélegasta tímabil í búningi LFC. Sá þriðji Riera var að spila eins og engill Á KANTINUM fyrri-hluta síðasta tímabils, í vetur hefur hann ekkert sýnt aðalega vegna meiðsla og skorts á tækifærum. Eftir áramót síðasta vetur tók svo Benayoun við með snilldartakta leik eftir leik Á KANTINUM, það hefur ekki orðið framhald á því í vetur. Torres var líkt og Gerrard valinn í heimsliðið 2009 fyrir spilamennsku sína síðasta vetur, en þessi vetur hefur einkennst af meiðslum hjá honum. Veturinn hjá honum í hnotskurn er svona: sitjandi upp í stúku eða spilandi meiddur. Meiddur Torres er góður en samt ekki jafn góður og hann var á síðasta tímabili.

    Til viðbótar við þetta var vörnin gríðarlega stöðug með nánast sömu leikmenn (í sínum stöðum) leik eftir leik. Arbeloa spilaði held ég flesta leiki liðsins í fyrra og stóð sig fanta vel í bakvarðarstöðunni, enda spilar hann með Real Madrid í dag. Carra var í fantaformi og át allt sem kom að vörninni. Á þessu tímabili hefur maður gert sig sekan um að efast um hæfileika hans og jafnvel fundist kallinn orðin gamall. Aurelio spilaði fleiri leiki en Insúa síðasta vetur sem skilaði sér í mun betra spili úr vörninni og MIKIÐ betri varnarvinnu, þ.e meiri stöðuleika.

    Þáttur Benitez og eigendanna liggur fyrst og fremst í kaupum sumarsins, þau veiktu liðið frekar en að styrkja það.

    Það eru margir þættir sem valda þessu lélega gengi, en að mínu mati eru þetta stærstu ástæður þess að liðið sem vann næstum deildina síðasta vetur er í baráttu um evrópusæti þetta tímabilið.

    Krizzi

  68. eruð þið ekki að skilja að rafa þarf að fara hættið að berja hausinn við steinninn kýr skýrt vissulega

  69. Eina vonandi jákvæða er ,,,,,,,, að þetta getur ekki versnað. VONANDI ! ! !

    Ég er búin að halda þessu liði í næstum því 40 ár, og held bara að þetta sé versti tíminn so far.

  70. Takk fyrir skemmtilegar umræður drengir. Þær snúast í mörgu um það hvað sé að hrjá lið sem er að leika undir getu. Það er hægt að velta þessu vel og lengi fyrir sér og hafa af því töluverðar áhyggjur. En hvort sem það er nú eitt vandamál eða eitthundrað sem valda því að liðið sem spilaði vel í fyrravetur, reyndar titlalaust, nær ekki nokkrum árangri nú á þessari leiktið skiptir það ekki öllu máli. Það sem er þó augljóst er hitt, að það er hlutverk knattspyrnustjóra liðsins að leysa þau. Það hefur hann ekki gert. og virðist ekki vera nálægt því.

  71. Ég hef nú ekki verið að láta þetta gengi liverpool pirra mig upp á síðkastið, ég hugsaði með mer fyrir 2 mánuðum að þetta tímabil yrði gott ef við myndum enda í UEFA Cup. sorglegt en satt, Við verðum bara að fara átta okkur á því að Aston Villa – Tottenham – Man city er öll komin með fleiri leikmenn en liverpool sem geta unnið leikinna.

    Meðan við viljum helst ganga með boltan og senda hann aftur fyrir leikmanninn þá eigum við ekki skilið að vera í baráttu um 4 sætið. Annarrs er alltaf hægt að tala um leikmenn eigi slæmt tímabil en fjandinn hafi það að allt liðið eigi slæmt tímabil, Er þá ekki eitthvað að innanborðs. og það versta við höfum ekki skorað meira en 3 mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan 30 okt, Þannig að maður verður bara bíta á jaxlinn og sætta sig við hvernig þróunin á liðinnu er, Stórveldi í UEFA Cup á komandi árum 🙁

  72. jæja, núna er ég alfarið hættur að horfa á leiki lpool þetta tímabil, ætla gera eitthvað uppbyggilegt í staðinn.. td horfa á videos af Drogba að fá flogaköst..

  73. Rólegur að flestu leyti en minni enn og aftur á…..

    Xabi Alonso VILDI fara frá Liverpool. Alveg eins og Kaka vildi fara frá AC Milan og Ronaldo frá Man United. Hvers vegna í ósköpunum er það orðið stærra mál í alheiminum að Xabi fór en hinir?

    Vilja Liverpoolaðdáendur virkilega halda leikmanni sem vill fara annað? Ég segi fyrir mig að hver sá sem ekki vill klæðast treyjunni á að fara. Fyrr en seinna! Alveg sama hver hann er og hvað hann getur…..

  74. Svo þeir sem segja þetta tímabil verra en öll önnur hafa klárlega ekki horft á liðið seinustu tvö tímabil Souness eða síðasta tímabilið sem Evans stjórnaði einn.

    Á sama hátt var síðasta tímabil það besta sem LFC hefur átt síðan Dalglish hætti, ekki bara árangur, heldur líka knattspyrnulega.

  75. Maggi við vorum með lélegt lið á tíma Souness,Evans og Houllers,þá vorum við með miðlungs lið og vissum af því,það var ekkert leyndarmál.
    En núna síðust 3 til 4 ár höfum við haft þokkalega gott lið allavega samkeppnishæft lið til að berjaast á toppnum í fyrra var okkar besta tímabil í nærrri 20 ár og fyrir þetta tímabil bjóst ég við mikklu miðað við síðasta tímabil og ég er enn á því að man u hafð stolið af okkur titlinum,og þessvegna er virkilega sárt að horfa upp á þessa hörmung,því við getum mikklu mikklu betur,og fyrir mér er þetta tímabil það lang vesta tímabil síðustu 20 ára eða svo,þetta er svo leiðinlegt að það liggur við að maður leiti sér sálfræðiaðstoðar….You’ll Never Walk Alone

  76. Maggi, afhverju vildi Alonso fara? Afþví að Rafa reyndi að bola honum út sumarið á undan og þá fór traustið. Rafa getur bara sjálfum sér um kennt og engum öðrum.

    ÚT með Rafa STRAX, áfram Liverpool!

  77. En Gunnar Ingi á sama tíma getur Alonso algjörlega þakkað Rafa fyrir að gefa honum það spark í rassinn sem Alonso þurfti til að færa leik sinn upp á nýtt level, enda átti hann ekkert betra skilið þetta sumarið en að vera seldur. Hann hafði hreinlega bara ekki verið neitt sérstakur í 2 heil tímabil áður en Rafa reyndi að selja hann. Framför hans sést best í því að Juve týmdu ekki að borga 14 milljónir punda fyrir hann sumarið 2008 en Real borguðu svo 30-35 ári seinna.

    Annars er þessi frammistaða liðsins ólíðandi. Fyrirsjáanlegt leiðinlegt lið með of marga ofdekraða leikmenn sem hreinlega nenna þessu ekki. Hvar er passionið eins og sést í mönnum eins og Rooney og Lampard ? Gæjar sem hreinlega bara elska að spila fótbolta. Þetta er sjaldgæfur eiginleiki í Liverpool liðinu í dag það er staðreynd. Út af hverju er erfitt að segja en þetta er blanda af mörgu. Eigendurnir smita út frá sér, stjórinn þorir ekki að taka áhættu og sýna pung og fyrirliðinn er að eiga sitt versta tímabil á ferlinum.

  78. Kannski, en hugsanlega fór Rafa eitthvað illa að þessu. Ég man eftir viðtali við Alonso þar sem hann segir að á þessum tímapunkti hafi hann áttað sig á að hann yrði að fara.

  79. Mér finnst menn vera alltof dómharðir í garð Torres í þessum leik. Torres var eini leikmaður Liverpool sem náði að valda einhverjum usla í vörn Wigan. Miðað við mann sem var að koma upp úr meiðslum og greinilega ekki orðinn 100% þá fannst mér hann standa sig frábærlega.

    Vandamálið er ekki hjá honum, heldur leikmönnunum sem spila í kringum hann. Það er kvartað yfir þessum þremur færum sem hann klúðraði en varla minnst á að þetta var það þrennt sem hann fékk að moða úr allan leikinn. Ókei ég skal viðurkenna það að hann hefði átt að gera betur þegar hann skaut boltanum yfir í seinasta færinu af þessum þrem. En hin tvö færin voru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Þegar hann skaut í stöng, þá náði hann þó að skjóta í stöng undir svona þröngu færi í fyrsta og undir öllum kringumstæðum er erfitt fyrir stræker að klára í fyrsta, bolta sem kemur fyrir aftan hann.

    Þetta voru færin þrjú sem hann fékk allan leikinn. Eitt sem á að teljast dauðafæri fyrir mann eins og Torres og tvö önnur, þar sem hann þurfti að vinna alla vinnuna. Ég sá hérna einhversstaðar fyrir ofan að einhver var að kvarta yfir því að hann væri að hanga úti á hægri kannti. Málið var bara að það var svo auðvelt fyrir varnarmenn Wigan (Titus Bramble sérstaklega , hann átti mjög góðan leik) að einangra Torres frá spilinu afþví að sóknarleikur Liverpool er eins og handbolti án leiktafar. Til þess að fá boltann í fætur þurfti Torres hreinlega að fara að sækja hann þangað. Og það að sjá Torres vera þann sem sendir kross inn í teig á kollana á tröllum eins og Kuyt og Benayoun er bara pínlegt.

    Þetta lið stórvantar einhverja kreatíva tækni. Þeir eru teljandi á fingrum annarar handar, leikmenn sem geta tekið andstæðinginn á í þessu liði. Og einungis tveir leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi þegar svo ber við, og mér finnst eins og þeir tveir séu komnir með hugann eitthvert annað.

  80. ég vill frekar hafa liðið stjórnlaust og með engan hægri kantmann, heldur en að hafa Rafa Benitez og Dirk Kuyt sem hægri kanntmann. Og að vera að drulla endalaust yfir Gerrard, finnst mér andskoti lélegt af Liverpool mönnum. Veit ekki betur en að hann (ásamt Torres og Alonso) báru höfuð og herðar yfir alla leikmenn á síðasta tímabili. Hann varð ekkert bara lélegur á einu ári, það er e-h meira að hjá þessu liði en bara spilamennskan hjá honum. Svo var talað um engan heimsendi ef við komumst ekki í CL, við erum ekki einu sinni í þessari deild og verðum það ekki næstu árin með þetta pókerface á hliðarlínunni. Og það er heimsendir fyrir mér…

  81. Og að vera að drulla endalaust yfir Gerrard, finnst mér andskoti lélegt af Liverpool mönnum. Veit ekki betur en að hann (ásamt Torres og Alonso) báru höfuð og herðar yfir alla leikmenn á síðasta tímabili

    Frábær lógík! Það er semsagt í lagi að skamma þjálfarann sem að skilaði okkur öðru sæti í deild í fyrra, en það er ekki í lagi að skamma leikmann af því að hann lék svo vel í fyrra.

  82. Liverpool tapaði annarsvegar 8 og 9 leikjum af 38 undir stjórn Roy Evans tímabilin 1997 og 1998.

    Rafa er kominn í 9 þannig að hann má vara sig á að sigla ekki framúr Evans.

  83. Menn eru mikið að velta fyrir sér afhverju menn eru meira fúlir útí þjálfara sem hefur náð vissum árangri og titlum með þetta lið frekar en menn voru með þjálfara í den sem gerðu ekki miklar rósir. En staðreyndin er sú að þegar að árangur næst þá aukast kröfurnar nánast sem því nemur, og að sjálfsögðu er fallið meira frá öðru sæti í fyrra í það 5-6-7-8 núna heldur en það hefði verið ef við hefðum endað neðar. Ef Gerrard og fleiri eru vísvitandi að spila illa til þess eins að losna við Rafa, þá vil ég losna við þá, en einhver verður að taka ábyrgð á þessu gengi og ef það er ekki hlutverk þjálfarans þá veit ég ekki hver ætti að gera það. Þegar Benitez setti fram loforð um 4 sætið þá setti hann pressu á leikmenn sem þeir eru ekki að standast og setti pressu á starf sitt sem hann er ekki að standast. Það hlýtur að vera auðveldara að losa sig við þjálfarann heldur en 5 leikmenn. Hvenær það gerist veit ég ekki en það hlýtur að fara að detta.

  84. Burt með Benitez, ég er búinn að fá nóg!!!! Fá King Kenny til að taka við, hann veit hvernig á að spila flottan og árangursríkan bolta – fæddur sigurvegari!!!!

  85. Það verður að koma eitthvað nýtt blóð í þetta lið. Guð minn góður hvað það er leiðinlegt að horfa liðið spila. Allt svo fyrirsjáanlegt og dapurt. Enginn neisti til staðar. Þótt ég hafi verið á þeirri skoðun nokkuð lengi að Rafa ætti að fara þá er engan veginn hægt að skrifa þetta allt á hann. Ljóst að það er fullt af mönnum þarna að spila langt undir getu. En við getum víst ekki rekið þá alla. Það er ekkert hægt að hrófla við neinu fyrr en eftir þetta tímabil. Þangað til verðum við væntanlega að þola þessa hörmung. Því er nú andsk… verr.

  86. Smámunasemi, eeeeeeen er ekki næsti leikur á fimmtudag á móti Lille ? Fíni dálkurinn hérna hægra megin er nefnilega eitthvað spenntari fyrir Portsmouth leiknum !

  87. shit og sá dálkur er ekki réttur #96 því sá leikur er ekki fyrr en á mánudagskvöldið næsta. Rafa hefur aldrei unnið leik með Liverpool á mánudagskveldi ! ætli við náum botninum ekki bara í þeim leik, með því að tapa öðrum leiknum við portsmouth á þessari leiktíð og það á anfield. nei djöfull ég trúi því ekki

  88. Babu …Insua sæmilegur…

    Hvernig færðu það út?? N´Zogbia tók hann og skeindi honum 3-4 sinnum og við voru mjög opnir vinstra megin. Insua er hins vegar ungur og það ætti að mínu mati að nota hann sem backup. Þap hlýtur að vera forgangsmál að kaupa almennilega LB í sumar.

  89. Babú .. burt með Rafael …. ég hef verið stuðningsmaður Rafa frá upphafi og varið hann síðan þá. En stjóri sem kemur ekki liðinu í topp 4 sem er krafa stuðningsmanna, má víkja. Hann hefur fengið tækifæri og nú er 4 sætið úr sögunni… (varla að sjá að city og spurs séu að fara tapa sínum leikjum)…
    Nýjan stjóra í sumar, og peninga til að kaupa leikmenn… David Villa efstur á óskalistanum….

    Bless Rafa þetta er komið gott

    • Babú .. burt með Rafael …. ég hef verið stuðningsmaður Rafa frá upphafi og varið hann síðan þá.

    Hví ertu að beina þessu til mín eitthvað sérstaklega?

    • Nýjan stjóra í sumar, og peninga til að kaupa leikmenn… David Villa efstur á óskalistanum

    Benitez hefði nú líklega alveg þegið þetta líka og að öllum líkindum náð betri árangri í vetur…

  90. Já Rafa hefur ekki fengið neinn pening og vissulega gert mest allt sem hann getur með þessi takmörkuðu fjárráð og vonlausa eigendur, en ábyrgðin liggur líka að stórum hluta hjá honum. Það er t.d. hann sem ákveður að mæta á Britannia Stadium með 8 varnarmenn og líka hann sem þrjóskast endalaust með Lucas og Masch á miðjunni saman og spila einhvern fyrirsjáanlegasta fótbolta allra tíma

  91. Sælir

    Burt með þá sem hafa viljað Benitez í burtu.
    Kv. alvöru Liverpool aðdáandi

  92. Hættið að tala um að hann hafi mætt með þetta og þetta marga varnarmenn í þennan og þennan leik, það er bara rugl. Ef minni mitt svíkur mig ekki var hann með 3 miðverði og 3 bakverði, Aurelio á miðjunni og Johnson og Insua á köntunum. Kantbakverðirnir voru þá í sókndjarfara hlutverki með minni varnarskildu og Aurelio á miðjunni að spila sem miðjumaður en ekki bakvörður…og síðast þegar ég vissi þá var ekki slæmt að hafa miðjumann sem getur varist vel og sent góðar sendingar.

Liðið gegn Wigan

Ný færsla