Byrjunarliðið mætt

Þá vitum við hverjir það verða sem fá það hlutverk að bera fuglinn fagra gegn höfuðóvinunum.

Byrjunarlið dagsins:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Maxi

Torres

bekkur Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Babel, Ngog, Kelly

Eins og ég bjóst við, karlinn heldur sig við þá uppsetningu sem hefur skilað honum þremur sigrum gegn United í síðustu þrem leikjum gegn þeim. Agger hefur staðist læknisskoðun og Maxi á að hjálpa Insua gegn hægri vængnum.

KOMA SVO!!!!!

35 Comments

  1. Lucas – Mascherano ég þoli ekki þetta combo vona bara að það dugi í þetta sinn

  2. Liðið hjá United:

    Van der Sar
    Neville – Ferdinand – Vidic – Evra
    Fletcher – Carrick
    Valencia – Scholes – Park
    Rooney

    Sem sagt, 4-5-1 nákvæmlega eins og hjá okkur. Lykilbaráttan í þessum leik verður Valencia vs Insúa fyrir þá og Torres vs Vidic fyrir okkur.

    Þetta verður styrjöld. Djöfull er ég orðinn spenntur.

  3. Er Aquilani eitthvað tæpur eða er Lucas tekinn fram yfir 20 milljón punda manninn?

  4. Það á að henda Babel inn gegn Neville en ekki hafa klaufann hann Kuyt þar. Þetta er veikasti hlekkurinn í liðinu þeirra og við verðum að nýta okkur það. Carrinn og Aggerinn verða að stöðva Rooney og spila hart gegn honum.
    Ætli Torresinn dragi sig ekki út á kantinn til að fífla Neville svo aldrei að vita nema Vidic fái ekki rautt í þessum leik.

  5. Ef maður skoðar liðin virðist ManUtd ekkert vera með betra lið á pappírnum en liverpool, samt er maður með í maganum yfir leiknum og vonast bara eftir stigi ?

  6. Lolli, hafðu það bak við eyrað að Kuyt stendur sig yfirleitt vel í stóru mikilvægu leikjunum.

  7. FOKK JÁ!!!!! Torres settann eftir sendingu af kantinum frá Kuyt. Glæsilegt 😀

  8. Helvítis fokking Mascherano. Hvað varstu að gera of afhverju fékkstu ekki rautt?
    Arghhh!

  9. Brotið var utan teigs en samt er Rauðnefur að rífa kjaft… tími á aðkallinn fái rautt

  10. Lol. Er að lesa frétt á visir.is um að Liverpool ætli að eyða í sumar. http://www.visir.is/article/20100321/IDROTTIR0102/880199874

    “Líklegt er að liðið selji leikmenn á borð við Albert Riera, Yossi Benayoun, Andrea Dossena og Andriy Voronin til að hafa meiri pening á milli handanna fyrir kaup á stórstjörnum.”

    Það væri náttúrulega snilld svona viðskiptalegs eðlis að ná að selja sömu leikmennina tvisvar og kassa inn meiri pening fyrir vikið.

    Að leiknum. Klárum þetta með stæl í seinni hálfleik.

  11. Carragher og Mascherano eru alltof æstir fyrir þennan leik. Útaf með þá í hálfleik og inn með Aquilani og Kyrgiakos!

  12. Gult spjald var réttur dómur en vítið rangur því brotið var utan teigs. Mascherano var búinn að sleppa þegar Valencia lætur sig detta inni í teignum. En hvað um það, svona er þetta bara:-)

  13. Á þá alltaf að dæma víti ef leikmaðurinn nær að hlaupa inn í teig eftir brotið? Gildir hagnaðarreglan þangað til maður er búinn að skora og ef ekki, fær maður þá víti? Er ALLTAF dæmt á andstæðinga Scum þegar það er klafs? Webb er bara í tómu rugli hérna. Skánaði reyndar eftir því sem á hálfleikinn leið enda róaðist leikurinn, en kommonn!!!

  14. Gott að fá svona gefins víti!

    Ef dómarinn hefði dæmt aukaspyrnu á brot sem byrjaði inn á vellinum, mundi hann láta taka aukaspyrnuna fyrir utan völlinn?

  15. Það góða við þennan leik er að við erum búnir að spila 47 mínútur án miðju og staðan er bara 1-1. Við verðum að fá knattspynumann á miðjuna til að dreifa spilinu og fá sókndjarfara lið. UTD er komið með 7 attempts á móti 1 hjá okkur. Disaster waiting to happen. En við vitum svo sem alveg hvernig þetta verður hjá Benitez. Babel inn á fyrir Maxi á 66. Benayoun inn á fyrir Kuyt á 79. og Aquilani inna´fyrir Lucas á 83. og 3- 1 tap vegna helvítis varkárni helvítis Benitez.

  16. Ef ekkert breytist á fyrstu 10 min. í seinni legg ég til að við setjum Aquilani inn fyrir Lucas og Babel fyrir Maxi

  17. Þessi þjálfari er auðvitað alger snilingur…Lendir 2-1 undir, liðið búið að eiga eitt skot á rammann, og breytir engu fyrr en 15 min seinna…Á hverju átti hann von?..Að þessi uppstilling myndi allt í einu virka í dag?..Þvílíkur djö..

  18. Ef helvítis Torres myndi einbeita sér meira af því að skora og minna af því að tuða hefði þessi legið inni. DJöfulsins FOKK. Veit ekki hvað það eru margir ræflar þarna inná sem eiga ekki skilið að spila í Liverpool búning. Eins og þeir nenna þessu ekki og séu alveg sama.
    Helvítis aumingjaskapur.

  19. Það er ótrúlegt að horfa á Gerrard á þessu tímabili. Hann bara getur ekkert drengurinn! Í þessum leik var hann næstlélegasti maður okkar. Insua var auðvitað lélegastur enda keyrðu þeir á strákgreyið. En maður gerir kröfur til Gerrard. Hann missti boltann örugglega oftast allra inná vellinum.

Manstu eftir United á morgun !

Man United 2 – Liverpool 1