Best að klára skýrsluna, ætla ekki að finna myndir og slíkt í dag. Bara sorry!
Byrjum á byrjunarliðinu:
Johnson – Carragher – Agger – Insua
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres
bekkur Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Babel, Ngog, Kelly
Eins og ég hafði reiknað með þá var Rafa að stilla upp liði til að loka á hægri vænginn og liði sem ætti svo að beita skyndisóknum. Og byrjunin var verulega flott, strax á 5.mínútu rifum við okkur í gang með góðri skyndisókn þar sem Dirk Kuyt sendi inní og Fernando Torres stangaði boltann í fjærhorn, óverjandi fyrir Van der Hvar. 0-1 og allt í góðum gír…. Eða?
Strax sjö mínútum síðar tók leikurinn aðra stefnu, Insua og Mascherano klúðruðu algerlega vörn á Antonio Valencia sem stormaði í átt að marki þar sem Masch braut á honum. Víti og gult. Rétt hjá dómaranum. Reina varði vítið en sló boltann í fang Shrek Rooney sem jafnaði, 1-1.
United tók þar með stjórnina á leiknum en sköpuðu sér ekki mörg færi, við aftur á móti duttum aftarlega á völlinn og sóttum á ákaflega fáum mönnum. Meira ekki í fyrri hálfleik og jafnt.
Í upphafi seinni hálfleiks fannst mér LFC aðeins vera að ná tökum á leiknum, en svo kom að næstu mistökum lykilmanns, Rooney fékk boltann framan við teiginn okkar, Carragher af óskiljanlegum ástæðum setti í bakkgír og gaf honum færi á að senda sendingu auðvitað á Valencia Fletcher (var greinilega kominn með Valencia á heilann 😉 ) sem klíndi boltann inní. Carragher hugsaði ekki um neitt nema Rooney og Park stangaði hann inn, 2-1 eftir 60 mínútur.
Það sem eftir lifði hægðu United á sér og smátt og smátt færðumst við framar. Torres fékk eitt gott færi og eitt dauðafæri sem hann klúðraði illa, bæði eftir góðar sendingar Gerrard. Mér lá við sjálfsvígi að sjá Nevillesysturina fagna við lokaflautið, þegar 1-2 tap var staðreynd.
Ég vel Daniel Agger mann leiksins.
Að lokum
Ég veit að ekkert sem ég geri mun breyta ummælum hér á eftir sem munu snúast um Rafa, Lucas, Kuyt og Babel að mestu leyti. Í dag var liðið alls ekki arfaslakt, en lykilmenn í stórum hlutverkum klikkuðu. Carra, Masch og Torres. Gerrard var ekki að leika nógu vel og leik Dirk Kuyt lauk á 5.mínútu, það er bara svoleiðis.
Í sumar verður að aðalmálið að fjölga hæfileikaleikmönnum í okkar hópi, við þurfum einfaldlega öflugri sóknartengla en alla sem við eigum. Enginn er þar undanþeginn. Ég arga þegar ég hugsa að Rafa langaði í Valencia en átti ekki séns í hann. Í dag var munurinn á þessum liðum kantspilið og síðan neyðist maður til að viðurkenna að Rooney er í svakalegu standi!
Þrautagangan heldur áfram, það dökknar stöðugt útlitið og vonandi áttar félagið sig á því að til að verða besta lið í heimi þarf að kaupa alvöru leikmenn!!!
Vona að við vinnum Evrópudeildina því þá getum við farið í hana á næsta ári sem meistarar.
FOKK!
Hvað er málið þegar ein mínúta er eftir og við VERÐUM að skora að það sé einn í sókn, maðurinn sem er heimsmeistari í tuði og pirring. Hvað á hann að geta gert?
Sælir félagar
Hvílikur leikur hjá Glen Johnson. Hvað er eiginlega að manninum. Hann er bara elliheimilismatur. Agger hvað??? Og svo eru menn að tala um aulasendingar frá Carra út úr vörninni. Og svo leikur liðsins eftir að þeir fá á sig seinna markið Skelfilegur.
Besti dómari Englands???? Segir allt um gæði dómgæslu á Englandi. En sem sagt, hvar var barátta liðsins í seinni hálfleik. Hvílík mótivering og karekterhjá þessu liði. Fullkomlega sáttir við að tapa. Ég nenni ekki að hafa álit á þessu liði lengur. Maður bíður bara eftir að þessari leiktíð ljúki og þar með þessari hörmung.
Það er nú þannig.
Við hverju var að búast þegar meistarar meðalmennskunnar mæta sennilega besta liði deildarinnar, liði sem vill þó vinna dollu? Fannst ykkur Liverpool menn ákafir í að vinna eitthvað sérstakt í dag? Fimm skot á mark! Skýrir 10 tapleiki í vetur. Horfumst í augu við staðreyndir: Liverpool er lélegt í vetur og spilar lengstum leiðinlega bolta, þökk sé skræfunni stjóranum frá Spáni. Lið með þrjá aðeins afburða menn (Reina, Gerrard, Torres) á ekki séns. Það hjálpar heldur ekki til þegar betra liðið fá ómælda hjálp frá þeim svartklædda. Sjötta sætið er nokkuð öruggt.
Áður er en fólk missir sig í ruglinu og fer að tala illa um mitt uppáhaldslið, Liverpool, þá vil ég minna á það að við vorum að spila á móti toppliði á þeirra heimavelli. Við eigum enga kröfu á því að fá stig á þessu velli.
Þessi staðreynd stoppar ekki geðsjúklingana að hrauna yfir liðið mitt.
Það er enginn að hrauna, Zero, ekki nema jarðskjálftafræðingar. Við erum aðeins að tala um vondar staðreyndir. Óþægilegt að taka á því, veit ég vel. Ég hef zero-samúð með mönnum sem horfast ekki í augu við veruleikann eins og hann er.
Jæja…………
nr #4 LOL geðsjúklinga ??????????? er ekki í lagi með þig drengur ????? það er öllum skítsama hvað uppáhaldsliðið þitt er !!! farðu eitthvað annað með þetta aumkunarverða VÆÆÆLLLLL !!! og ef við “getum” ekki farið frammá stig úr svona leik þá á að skrá þetta lið í neðri deildirnar !!!!
Það er ekkert meira pirrandi en að tapa fyrir United! Spilamennskan var ekki neitt æði og liðið virkaði bensínlaust í lokinn sem er kannski eðlilegt miðað við mun á vikum hjá þessum liðum.
United á Old Toilet er ekki léttasta verkefnið, þeir fengu víti og svo held ég að skallinn hjá Park hafi verið það eina sem fór á markið og var einhver alvöru hætta upp við mark Liverpool í leiknum!!
Eins og svo mjög oft áður á þessu bölvaða tímabili féll þetta ekki með okkur.
Þegar við eigum það ekki Zero er bara jafn gott að hætta þessu.
Herra Zero, við verðum að gagnrýna þetta lið sem spánverjinn er búinn að taka allan pung úr. Sú staðreynd að vera að tefla á móti besta manni í bransanum (Fergie) og koma ekki með neitt óvænt útspil, heldur bara gera allt samkvæmt Rafa bókinni er bara algjörlega óásættanlegt. Líka sú staðreynd gð tefla loks fram liði sem virkar (ala portsmouth) og stokka það svo upp afþví að við erum að spila á móti UTD er bara fáránlega heimskulegt. Enn og einu sinni segi ég… Brottför Alonso var ekki það sem eyðilagði vertíðina okkar heldur innávera Lucasar. Aðdáendur Liverpool í Liverpool borg verða að vakna og krefjast þess að Benitez pakki saman og taki við Keflavík.
Það var margt jákvætt við þennan leik okkar manna. Liðið varðist vel stærstan hluta leiks og ManU fengu fá góð færi. Við gátum skorað fleiri mörk en vissulega hefðum við mátt eiga fleiri góð færi. En svona leikir bjóða sjaldan upp á mörg færi. Það sem var neikvætt var að Insua stóðst ekki prófið. Það var einhvern veginn augljóst að Valencia, sem hefur verið að spila vel, myndi keyra á Insua, og það gerði hann með góður árangri fyrir ManU. Flestar hættulegar sóknir þeirra komu upp hægra meginn. Vonbrigði leiksins er þó leikur Gerrards. Hann gat bara ekkert og missti boltann fáránlega oft. Og það var varla að maður sá nokkurt keppnisskap í honum. Torres hefur þó keppnisskap fjandinn hafi það! Þó maður vilji stundum að hann tuði minna í dómaranum. Ég hefði viljað sjá Rafa taka Gerrard af velli á 65 mínútu fyrir Yossi, þó ekki nema bara til að sína að það er sama hvað þú heitir – ef þú getur ekkert ferðu í sturtu. Svo fer það orðið óstjórnlega í taugarnar á mér að sjá Carra vera með þessa löngu, hangandi bolta upp að vítateig andstæðinganna. Í dag, sérstaklega þegar við vorum komnir undir, tók hann uppá þessu og ég tók einu sinni eftir því að Aqua var alveg laus og bað um boltann, en nei nei, Carra sendi háan bolta yfir hálfan völlinn sem kollegar hans í ManU vörninni skölluðu frá. Varamennirnir komust ekki inn í leikinn, hjá hvorugu liðinu. Það er oft lenskan í svona leikjum að það er erfitt að koma inn í þá og ná takti. Enda skiptu báðir stjórar seint. (sem eru nú ekki fréttir fyrir okkur!) Niðurstaðan var sanngjarn sigur ManU í leik þar sem við spiluðum ágætlega en vantaði upp á sóknarleik og greddu.
Ef við höldum okkur við þennan leik og aðeins þennan leik þá voru nokkur atriði sem gerðu það að verkum að Liverpool tapaði.
Howard Webb. Þetta var alls ekki víti. Leikurinn hefði gjörbreyst ef Liverpool hefði haldið forystu lengur. United hefði opnað sig og gefið tækifæri á stórhættulegum skyndisóknum. Auk vítisins var hann mjög slakur, t.d. aukaspyrnan undir lok hálfleiksins og svo fjöldi dóma þar sem hann dæmdi algjörlega í aðra áttina, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Steven Gerrard. Var algjör farþegi í þessum leik. Hann á alls ekki tilkall til að spila alla leiki í 90 mínútur þegar hann er þetta slakur. Held að hann eigi varla tilkall til sætis í byrjunarliði um þessar mundir, hvort sem um er að kenna deyfilyfjum eða einhverju öðru.
Antonio Valencia, Darren Fletcher. Kraftur og dugnaður sem er engu líkur. Öflugir í sókn og vörn og Insúa átti ekkert í Valencia, reyndar var það frekar Maxi sem átti að taka við Valencia í markinu því að Neville kom í overlappið.
Dapur sóknarleikur. Liðið spilar ekki góðan sóknarleik. Þeir eiga í vandræðum með að spila boltanum á milli sín, lítill hreyfanleiki og sendingarnar eru ekki nógu góðar. Sóknarleikurinn er ekki nógu hraður og engar skiptingar milli kanta. Kantspil er lítið sem ekkert og allt of fáir krossar koma fyrir markið.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Æ hvað það er gott að geta beðið eftir tækifæri til að drulla svona yfir stjórann…sem hefur stýrt Liverpool til góðra sigra gegn Fergie þrisvar í röð með svipuðum hætti. Það hafa ekki margir gert það.
Markið kom eftir að Insua skallaði á andstæðing og dómarinn gaf þeim víti. Insua er flottur fram á við en hann vantar hæð og styrk í vörninni.
Ekki góður leikur. Skoðið svo þessi eigendamál sem allir eru að væla yfir. Á Old Trafford er annar hver maður með gulan og grænan trefil til að mótmæla Glazerunum. Samt er það ekki að trufla lið þeirra. Svo er ekki hægt að segja að þeirra lið hafi verið eitthvað sterkara á pappírunum. Alls ekki. Mér finnst augljóst að Gerrard hefur fengið nóg og lái ég honum ekki. Annaðhvort hann eða Rafa mun fara í sumar. Svo er Torres í sömu sporum að drepast úr pirringi, enginn vafi að hann elskar Liverpool en hann vill vera að berjast um 1. sætið.
Gerrard var ekkert frábær í þessum leik, en hann átti stóran þátt í markinu sem Torres skoraði og svo bjó hann til bæði dauðafærin hjá Torres í seinni hálfleik sem hann átti að nýta.
Það þarf kraftaverk til að við náum 4 sætinu. City eru að vinna Fulham núna. Þeir fara þá 2 stigum yfir okkur og eiga 2 leiki til góða. Tottenham eru 4 stigum fyrir ofan okkur og eiga einn leik til góða. Villa er stigi á eftir okkur en eiga tvo leiki til góða. Þetta er ekki að fara að gerast því miður. Við verðum meira að segja að halda virkilega vel á spöðunum til að ná 7 sætinu sem gefur UEFA cup sæti.
Ef við sleppum öllum tilfinningum og skoðum tölfræðina þá sést að öll lið fá fleiri stig á heimavelli en útivelli. Betri liðin hafa sérstaklega góðan árangur á heimavelli. Þ.e. standa sig ennþá betur á útivelli T.d. Morhino tapar mjög sjaldan á ákveðnum heimavelli og hefur ekki tapað í mörg ár á heimavelli sínum.
Ekkert lið aðkomulið á kröfu á að vinna á heimavöllum liða eins og Real Madrid, Barcelona, Inter, Chelsea, United, Bayern Munich eða Arsenal.
Þrátt fyrir að geta ekki krafist þess að sigra þá getum við krafist þess að við reynum að sigra. Fyrir mér eru þetta tveir ólíkir hlutir og hjálpa mér að komast í gegnum þennan ósigur án þess að verða geðsjúklingur.
Mér finnst alltaf jafn merkilegt að sjá skammirnar út í Gerrard! Hann spilar sem 2. framherji og það er miðjumannanna að koma boltan á hann og halda spilinu framar á vellinum. Því miður hefur Lucas ekki þá getu og kantarnir of hægir og því gengur lítið hjá Gerrard hálf einangruðum frammi. Meðan við eigum ekki fljótan öflugan miðjumann sem getur tekið menn á verður þetta bara staðan áfram… því miður:-( Þessi leikur var ekki alvondur en mikið þrái ég orðið fljóta leikmenn í ákveðnar stöður.
Það þýðir ekkert að kenna Rafa um þetta tap. Hann stillti upp í sama kerfi og hefur virkað svo vel gegn United áður og það var alveg að ganga upp. Við fengum fleiri dauðafæri í þessum leik en United sem var þó á heimavelli og eru búnir að vera hvað bestir á tímabilinu. Þeir fengu t.d. bara 1 horn.
Þetta tap skrifast hinsvegar á Howard Webb og Fernando Torres. Torres verður nátturulega að nýta amk annað færið af þessum tveimur dauðafærum sem hann fær í seinni hálfleik.
Nei Pétur F.
Þetta skrifast auðvitað algjörlega á SStein.
Þetta tap skrifast á andskotans Kóreumennina !!!!!
maður gerir engar væntingar orðið til þessa liv liðs. því miður
hvar var leikmaður nr8 í leiknum ég vil fá arbeloa aftur 100sinnum betri en johnson
Ok..Líklega sanngjarn sigur hjá mínum mönnum. Það sem samt stendur eftir hjá mér er hversu lélegur fótbolti var spilaður í þessum leik. Ég hélt stundum að Bury og Crewe væru að spila í fyrstu umferð bikarsins. Mjög hátt hlutfall misheppaðra sendinga á báða bóga og hraði var í algjöru lámarki. Það mátti ekki á milli sjá hvort liðið var lakar í dag.
Annars er ég sammála þeim hér fyrir ofan sem telja Gerrard slakan í dag en svo hefur hann verið mest allt tímabilið.
Akkuru er maður sem koststar 20M á bekknum en maður sem er keyptur í jan a free transfer í byrjunarliðinu þetta er hreint og satt bulllllllllll !!!!!!!!!!!!!
Fásinna að kenna Rafa e-ð um þetta. Við vorum góðir í dag fannst mér. Að spila á móti meisturum seinustu þriggja ára og á þeirra heimavelli. Við héldum þeim í skefjum og fengum fleiri dauðafæri. Við hinsvegar kláruðum ekki þessi dauðafæri og dómarinn færði þeim vítið. Fyrir nú utan það af gefa Fletcher ekki rautt þegar hann augljóslega sparkaði í Kuyt. Hvar annars staðar en á þessum velli má heimaliðið sparka í andstæðinginn án þess að fá einu sinni spjald!?
Gerrard slakur í dag? Já, a.m.k. miðað við Gerrard sem spilaði í fyrra, hinsvegar var þetta líklega með betri leikjum hans á tímabilinu núna 🙁
Ég bara skil ekki hvernig menn geta verið sáttir með eitthvað í þessum leik..Þetta var must win leikur….Benitez stillir auðvitað upp gömlu góðu uppstillingunni sem hefur ekki verið nálægt því að virka hingað til..Ok gott og vel..við skorum, fáum strax á okkur víti.. og eftir það átti að halda stiginu…Rétt áður en United skorar sigurmarkið kom það fram á Liverpool var búið að eiga 1 skot á rammann.og það var markið..SAMT..bíður maðurinn í korter í viðbót með skiptingu…Hann er bara ekki heill þessi gæi.
Ummæli Jamie Rednapp á SKY eftir leikinn útskýrir held ég hvað hvað er að hjá Gerrard..Væru ekki flestir leikmenn með metnað orðnir pirraðir á að vera látnir spila sömu taktíkina aftur og aftur með engum árangri..Ef Benitez verður ekki látinn fara í sumar þá fer Gerrard..Held að það sé augljóst..
Hef aldrei séð aðra eins dómgæslu. T.d. er brot utan teigs ekki víti þó leikmaður hlaupi þangað til að detta, og að liggja og spakra í menn er ekki tiltal, en það mátti búast við þessu á þessum velli.
Svo hefði Torres mátt jafna þarna í lokin öss.
Johnson og Gerrard arfaslakir
10 # Kiddi Keegan
Hvern andskotann áttu við 🙂 við í Keflavík höfum mikklu betri þjálfara en Liverpool, svo það sé á hreinu 🙂 svo ekki svona athugasemdir:)
Glen Johnson er ekki bakvörður frekar en ég. Steven Gerrard á bekkinn…. NÚNA. Að menn skuli ekki hafa metnað fyrir því að ná stiginu í svona leik er ógeðslega pirrandi! Hvert einasta stig núna getur verið margra milljóna punda virði. Nú er baráttan um Evrópusæti í algleymingi. Liverpool er sko ekki í neinni áskrift þar. Helmingurinn af liðinu þarf að vakna og lykta almennilega af kaffinu.
YNWA
Hvað á maður að segja. Held að loforð Rafa um að enda í 4 efstu sé alveg komið ofan í klósett og búið að sturta niður ! 7 sætið er staðreynd með City og Villa með 2 leiki til góða á okkur. Þó veit maður aldrei því það getur svo margt gerst í fótbolta á stuttum tíma.
Þetta tap í dag var samt sanngjarnt. Nenni ekki einu sinni að taka Rafa, Lucas eða aðra umræður. Þetta er bara slakt tímabil og margt að eins og kom fram í frábærum pistli sem var skrifaður hér um daginn !
Fyrir þá sem eru að þræta fyrir þetta víti:
http://www.fifa.com/mm/document/affederation/federation/81/42/36/lawsofthegameen.pdf – farið á síðu 15:
“If a defender starts holding an attacker outside the penalty area and continues
holding him inside the penalty area, the referee must award a penalty kick.”
Því miður er ekkert sem við getum sagt 🙁 klárt víti
Smá athugasemd við annars ágæta leikskýrslu: Það var Fletcher sem sendi fyrir á Park í seinna marki United en ekki Valencia.
Annars fannst mér þetta alls ekki slakur leikur á Liverpool og ef við hefðum spilað aðra leiki í deildinni eins og í dag værum við ofar í töflunni. Og það er ekki hægt að kenna Rafa um þennan leik per se, hann hins vegar ber ábyrgð á tímabilinu í heild. Leikir sem þessir eru hans styrkleiki og hann stillti liðinu vel upp í dag. Það eru leikir gegn liðum sem detta aftur á völlinn sem eru hans veikleiki.
síða 112 meina ég hah
Ragnar, þetta vita allir, en hann sleppir fyrir utan teig, þó Valencia detti inn í teig
Gerrard og Torres fara í sumar. Þeir hafa metnað. Það sjá allir. Nema Hiccup & Co.
mér finnst þetta víti, brotið byrjar fyrir utan en heldur náttúrulega áfram þangað til Valencia dettur þarna við vítateigslínuna (ekki eins og hann hafi dottið fyrir utan og rúllað inn í teiginn)… það var held ég svipað atvik í e-m af City – United leikjunum þá var dæmt víti á United, minnir að það hafi verið brotið á Bellamy fyrir utan og “brotið” hélt áfram inn í teiginn… þá vildu United menn reyndar meina að það væri ekki víti, en þeir eru væntanlega á annarri skoðun með atvikið í dag… skv. strangasta lagabókstaf væri væntanlega hægt að veifa rauðu líka þar sem Valencia var rændur upplögðu marktækfæri, þó mér finnist gult hæfileg refsing
… enn já mér fannst Webb arfaslakur, flauta allt of mikið ekki samt að það hafi komið meira niður á öðru liðinu… gott dæmi um slappa ákvörðun var í lok fyrri hálfleiks þegar hann gaf hagnað, United klúðraði honum og þá flautaði hann á atvikið dálitlu síðar…
…jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit, þetta var bölvað miðjuþóf og lítið um marktækifæri
…síðan má velta fyrir sér hvort það kveiki í fyrirliðanum að setja hann á bekkinn í eins og einn leik til að byrja með
Eftir leikinn í dag þá er mér ljóst að við þurfum 4 leikmen í heimsklassa til þess að vera bestir. Ekki bara í Englandi heldur besta lið heims. En frábær byrjun á leik. Dómari arfaslakur. Insúa er góður en því miður þarf hann hjálp. Enn ganga alltof margar sóknir og þ.m.t fyrirgjafir í gegnum hann. En þvílik gleðitíðindi eftir tap: Mourinho hefur áhuga á að taka við Liverpool. Svo er sagt áfram að: Mourinho hafi ekki áhuga á starfinu hjá Liverpool meðan að Tom Hicks and George Gillet eru eigendur félagsins. Liverpool á í viðræðum við Rhone Group sem vilja fjárfesta í félaginu. Hvað segir Mourinho ef við löndum ekki 4 sætinu? Náum dolluni sem er í boði og Mourinho í framhaldinu. Þá verður björt framtíð.
Liverpool er ekki með miðju og spilar ekki sóknarbolta = 5-8 sæti. Amen.
Jónsi #38. Í atvikinu þar sem Webb dæmir eftir að veita hagnað þá hefði hvort eð er líklega verið dæmd aukaspyrna fyrir seinni tæklinguna hjá Carra alveg við teiginn þannig að það breytti í sjálfu sér litlu.
Ég held að dómarinn hafi ekki skipt neinum sköpum í þessum leik.
17 :
Færð stóran putta niður fyrir að segja Bayern Munich.
Slökustu menn vallarins voru bakverðirnir okkar. Ekki voru þeir góðir varnalega og svo sannarlega ekki góðir sóknarlega. Gerrard var bara ekki að fá boltann nógu mikið. Hvernig á hann þá að komast í takt við leikinn. Í þau skipti sem hann fékk boltann skapaði hann sjálfur hlaupið og átti tvo frábæra bolta inn í teig þar sem Torres fór illa með færin. Hvað meira vilja menn ?? Átti hann ekki þátt í að leggja upp markið okkar líka? Ótrúlegar árásir hérna eftir leik þar sem sanngjörnustu úrslitin hefðu verið jafntefli. Man Utd var ekkert að skapa sér í þessum leik og ef þið viljið kenna einhverjum um seinna markið þá eru það kantararnir okkar Kyut og Maxi. Maxi var alltof seinn í aðstoðina og svo skilur Kuyt Johson eftir með tvo menn á sér (Park og Nani). Engin aðstoð kom frá Kuyt og þess vegna vorum við undirmannaðir í teignum. Hvað átti svo Carra að gera í seinna markinu, átti hann að sleppa því að makkera markahæsta mann deildarinnar og um leið hættulegasta mann Utd í vetur ??? Hvað bull er þetta. Ef Carra hefði hlaupið inná markteig og sleppt Rooney lausum og hann skorað hefðu menn keppst við að hrauna yfir Carra hérna og núna. Carra var maður leiksins þó svo að háu sendingarnar hans eru gjörsamlega ÓÞOLANDI.
Kantspil var EKKERT. Heimskulegt brot hjá Mascherano sem sýnir enn og aftur hvað maðurinn getur verið vitlaust. Kuyt, Maxi, Johnson og Insua voru mjööööööög slakir í leiknum. Johnson var eins hann væri með lóð á ökklunum. Hann er greinilega ekki í standi.
Það eru 21 stig eftir í pottinum. 18 af þessum stigum eigum við að ná í hús, svo er spurning með Chelsea leikinn. Ekkert er ómögulegt, höldum í trúnna.
Ragnar #33. Mascherano er búinn að sleppa Valencia áður en hann er kominn inní teig…sem sagt: aukaspyrna, ekki víti
42
ekki að það komi þessari skýrslu nokkuð við en þá hefur Bayern München bara tapað einum leik á Allianz Arena í vetur og það var á móti Bordeaux.
Annars þoli ég ekki að sjá Howard Webb dæma leiki hjá okkur. Mér finnst hann yfirleitt standa sig mjög illa. Ég skil reyndar ekki hvað Mascherano var að spá en mér fannst þetta samt ekki víti þó þetta hafi verið mjög vel fiskað hjá Valencia. Það hefði alveg mátt gefa Fletcher og Neville dömunni spjöld, sem hefðu bæði getað verið rauð.
En þessi ósigur skrifast ekki á Howard Webb.
Alveg magnað hvernig ,,stuðningsmenn” geta talað um liðið sem þeir segjast styðja. Ég hef alltaf verið verulega hrifinn af þessari síðu og er alger fastagestur hér þó ég hafi nú ekki blandað mér í umræðuna heldur lesið umræðuna og haft gaman af. Þá sérstaklega málefnalegum umræðum um okkar ástkæra lið.
Hinsvegar hefur það verið á þessu tímabili sem að ég hef orðið meira og meira hissa yfir því hvernig menn ræða um liðsmenn Liverpool með hinum og þessum lýsingarorðum segja lýsa eiginlega þeim sem fara með þau best. Það er nógu leiðinlegt að tapa svona leik þó maður fari ekki að lesa líka um það hvað allir eru ómögulegir, heimskir, glataðir, vitlausir og þar fram eftir götunni. Gagnrýni snýst ekki bara um það að hrauna ókvæðisorðum yfir allt og alla.
Ætli ég láti ekki vera að lesa þessar umræður hér eftir og einbeiti mér að leikskýrslunum sjálfum og greinunum sem klikka sjaldan sem aldrei.
Það er ekki nóg að þetta tímabil er orið að hreinni martröð,án þess að kenna einum eða neinum um,,,þá er næsta tímabil ónýtt líka,því ég tel akkurat einga möguleika á að Liverpool nái evrópusæti hvorki meistara né evrópusæti,,,þvílík martröð að vera stuðningsmaður Liverpool í dag úffff
Ég sé það alltaf best eftir svona leiki hvað ég elska Liverpool mikið, þetta eyðileggur heilu dagana fyrir mér.
Er alls ekki samála þessari grein.
Meira
Insua er skelfilegur leikmaður
Glen getur ekkert í vörn
Satt best að segja er giska ólíklegt að Liverpool leiki í CL á næstu leiktíð. Það eru í senn góð og slæm tíðindi. Góðu tíðindin eru þau að tekjutapið sem blasir við mun neyða Gillett og Hicks til að selja félagið að hluta eða að öllu leyti. Í raun er alveg einu tímabili í CL fórnandi til að vera laus við þá kumpána að því gefnu að sterkari eigendur komi inn. Ég tel að einnig blasi við að Rafa fari frá Liverpool. Kapallinn sem fer í gang mun snúa að allsherjar endurnýjun á Anfield og nýtt plan fyrir félagið. Rafa mun því víkja og annar knattspyrnustjóri taka við.
Ef við gefum okkur að þetta verði þróun mála verður spennandi að sjá hver það verður. Mourinho er vitanlega mættur upp á dekk en ég vona svo sannarlega að hann þjálfi ekki mitt elskaða Liverpool. Ekki að kvikindið sé ekki snjall þjálfari en þrátt fyrir mikla kosti og nánast öruggan árangur er svo mikið vesen á karlskepnunni að hann er ekki erfiðisins virði. Ég væri alveg til í að skoða Felix Magath sem næsta þjálfara.
Vitanlega er langt í land enn og svona snakk kannski ekki tímabært en Rafa tíminn er liðinn að mínum dómi. Nú þurfa leiðir Liverpool og Rafa að skilja í kjölfar þess að nýjir eigendur eru í sjónmáli. Benitez verður örugglega ávallt minnst með virðingu á Anfield. Frábær knattspyrnustjóri sem varð fyrst og fremst fórnarlamb aðstæðna og vonlausra eigenda.
Án gríns, en gefur 7. sæti rétt til að leika í Evrópudeildinni? Eru það bara 5-6 sætið eða fer það eitthvað eftir því hverjir vinna FA cup?
Grunar það að ég neyðist til þess að kýla einn vinnufélaga minn í barkakýlið fyrir framan alla hina Manshitter aðdáendurna svo að ég geti mögulega fengið að lifa af morgundaginn í vinnunni.
hvað er að þegar arbeloa fer þá kemur gat í vörnina hann sótti og varðist heinsaði skitverkin efti jame carra.
Ég skil ekki alveg af hverju menn eru svonan neikvæðir útí liðið eftir þennan leik. Við vorum á útivelli gegn Man U og þurftum að sætta okkur við að fá á okkur bullvíti, sem að drap niður stemninguna eftir frábæra byrjun. Annars vorum við klárlega ekki lélegri aðilinn í dag.
Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit í dag en einsog áður í vetur, þá gengur ekkert upp hjá liðinu. Færið hjá Torres í lokin var náttúrulega bara rökrétt framhald á þessu tímabili.
Ég var nú búinn að sætta mig við það eftir Wigan leikinn að við færum ekki í CL, vonin fór svo aðeins upp en er alveg dáin núna. Við erum búnir að tapa 7 stigum fleiri en Tottenham og 8 stigum fleiri en Man City og við eigum 8 leiki eftir. Það er fræðilegur möguleiki á þessu ennþá, en mikið andskoti er hann lítill.
Já, og núna erum við búnir að spila á útivelli gegn 5 efstu liðunum í deildinni og niðurstaðan úr þeim fimm leikjum er eitt stig. Það verður ekki mikið verra en svo.
Neiðkvæðnin snýst ekkert meira um þennan leik frekar en um einhvern annan, held ég,málið er að liverpool er búið að TAPA 10 leikjum í deildinni,fyrir utan alla hina,neiðkvæðnin snýst um að Liverpool er búið að tapa 16 leikjum(held ég),ég er sammála þér Einar að möguleikinn að komast í meistaradeildina að ári er mjög lítill,og það er nóg til þess að neiðkvæðnin taki völdin af manni,svo er það óvissan um Liverpool og hvert þetta lið er að stefna,allir þessir óvissuþættir viðhald neikvæðni og gremju út í allt og alla sem tengjast Liverpool,hvort sem það er þjálfari,leikmenn eða eigendur,málið er að þetta er óþoland ástand sem er algjörlega óásættanlegt og verður að leysast svo maður hætti þessari neikvæðni út í liverpool,ég hef eingann áhuga á að vera neikvæður út í liverpool,,,,YOU’LL NEVER WALK ALONE
Jæja….hvað getur maður sagt. Síðasti sénsinn á að redda tímabilinu farinn. Sama grjótpassíva 4-2-3-1 long-ball tussuspilið og venjulega útúr vörninni og engin hreyfing án bolta. Fyrirsjáanlegt miðjumoð og ekkert kantspil eða hraði í ár frekar en áður. Varnarmenn alltaf jafn flatfóta og hræddir í vörninni. Takmarkið alltaf að halda aftur af mótherjunum í stað þess að sækja til sigurs.
Enn fokking einu sinni reynir Rafael Benitez að ná inn stigi og sigrum með skiptingum á c.a. 77.mín. (þrátt fyrir að vera undir í must-win leik.) Hann er orðinn alveg jafn vængefinn og gaurinn í Something About Mary. “No no no….not Six. I said SEVEN! 🙂 http://www.youtube.com/watch?v=vntyaIWlbmQ
Burt með Benitez. Áfram Liverpool.
Þetta er nú meiri steypan þessi leikskýrsla kop.is Agger maður leiksins? Rétt víti?? Kenna Carra um seinna markið? Nefna ekki karatespark Fletcher, maður gæti haldið að þetta væri ekki Liverpoolsíða.
Í fyrsta lagi, þá átti Agger að drullast til að stíga fyrir Valencia og þá hefði Webb ekki geta gefið þeim víti. Og í öðru markinu, þá er Carra með Rooney (þó það virðist nú vera sem Rooney haldi honum aðeins þar) rétt eins og nánast alltaf í leiknum (einusinni kom Rooney á Agger og þá labbaði hann framhjá honum og komst í eina færið sitt í leiknum fyrir utan vítið). Vandamálið er meira þar að hvorki Lucas né Mach fylgja Park inn í teiginn, heldur klóra sér í pungnum rétt fyrir utan hann.
Carra er búinn að vera í ruglinu á þessu tímabili, en í þessum leik fannst mér hann okkar besti maður, Agger olli mér hinsvegar vonbrigðum.
Sælir félagar
Ég vil bara benda Magga á komment 43 og 49 og val hans á manni leiksins er ótrúlegt bull. Maður leiksins var miklu frekar Carra sem hélt Rooney algjörlega niðri allan leikinn. Maður sem hefur verið að skora 2 og 3 mörk í frjálsum leik undanfarið skoraði eitt mark núna og það úr víti sem hann kom ekki nærri að fá.
Annars nenni ég þessu ekki lengur eins og ég hefi áður sagt. Maður bíður bara eftir að þessu tímabili ljúki og annað og skárra tímabil taki við í haust.
Það er nú þannig.
YNWA
Tek undir með sumum hér uppstilling dagsins er ekkert til að kvarta yfir, þetta er nánast sama lið og hefur unnið manu í þremu síðustu leikjum. Heilt yfir áttu hvorugt liðið mörg dauðafæri þó að manu hafi verið sterkari og meira með boltann. Hvaða lið mætir á Old T og sækir allan tímann, ekkert. Ef þú vilt ná sigri þar þá þarftu að verjast vel og ná vel útfærðum skyndisóknum. Það tókst í eitt skipti og þá kom mark, eftir það var þetta meira barátta en fallegur fótbolti. Annars stórskrítið að Fletcher skildi ekki fá rautt fyrir að sparka í Kuyt.
Carra klárlega maður leiksins.
Nokkrir punktar:
Johnson og Insua verða að bæta varnarleik sinn fyrir næsta tímabil annars verður vörnin í vandræðum.
Babel á skilið að fá næstu leiki á kantinum, eini kantmaður liðsins sem hefur hraða og tækni til að taka menn á.
Evrópukeppni félagsliða verður hlutskipti Liverpool á næsta ári, það er enginn heimsendir. Bayern Munich endaði í 4. sæti tímabilið 2006/2007 (í Þýskandi) og spilaði árið eftir í Evrópukeppni félagsliða. Þeir hafa heldur betur risið úr öskunni.
Það sem skiptir öllu málið í sumar er hvernig Liverpool bregst við á leikmannamarkaðnum. Bayern brást við þessu lélega tímabili (2006/2007) með því að kaupa nokkra gæða leikmenn með Franck Ribery sem sín stærstu kaup. Þannig þarf Liverpool að bregðast við, bæta gæðin í liðinu og setja stefnuna aftur á toppinn.
Krizzi
Með smá heppni hefðum við geta náð jafntefli en United átti skilið að vinna, Því miður. Kjarkleysið, kraftleysið og andleysið mikið í þessum leik eins og flestum leikjum í vetur. Allt hlutir sem fyrirliðinn okkar var vanur að bjóða uppá síðasta vetur og náði að rífa aðra með sér. Maðurinn er ekki svipur hjá sjón og var einn slakasti maðurinn okkar í dag. Gerrard er ekki allt í einu orðinn svona slakur, ég held bara að hann sé búinn að gefast uppá Rafa. Það er mín kenning. Punktur.
Ég ætlaði að skrifa ,,Allt hlutir sem fyrirliðinn okkar var EKKI vanur að bjóða uppá síðasta vetur og náði að rífa aðra með sér.
Enn einu sinni á að leika þann leik að fara að velta manni leiksins upp til að hamast svolítið á leikskýrslunni. Hef svo svakalega oft sagt að þegar að liðið tapar er það svo algerlega það síðasta sem skiptir máli. Menn mega þá bara nota orð eins og “ótrúlegt bull” eða segja “það mætti halda að þetta væri ekki liverpoolsíða”. Það fást engin stig fyrir að vera maður leiksins og ég hef áður nefnt að ég telji það yfirleitt skapa meiri neikvæðni á þessari síðu en jákvæðni. Reglan er sú að maður verður að velja mann leiksins og ég gerði það, án þess að það skipti mig nokkru þegar engin er stigin.
Svo þykir mér leitt að vera á andstæðri skoðun við Rafael Benitez varðandi vítið. Þetta var að mínu mati pottþétt víti og Webb gerði hárrétt í að gefa gult spjald. Ég vildi alveg að ég væri á annarri skoðun, en það er ég ekki. Við sátum einhverjir 15 Poolarar þarna saman og ég sá engan okkar reiðast yfir því. Þannig að það sé á hreinu þá erum við alvöru Poolarar þó að við höfum ekki drullað yfir dómarann þar….
Ég fór út og andaði áður en ég gerði þessa leikskýrslu, var alveg svaðalega svekktur og vildi ekki verða sá niðurrifsseggur sem ég var fyrst á eftir lokaflautið (ekki síst út af Neville).
Niðurstaðan í skýrslunni er sú sama og er hjá mér núna í kvöld. Þeir leikmenn sem léku þarna í kvöld voru dæmi um þann styrk sem býr í LFC, sem er einfaldlega ekki nægur. Þeir voru að leggja sig fram og hefðu alveg getað stolið stiginu. Það sem þarf að breytast er þessi staðreynd. Það vantar betri kantmenn, betri en Babel, Benayoun, Kuyt og Riera, Maxi hefur enn verið of stutt til að dæma hann. Það er ósanngjarnt að ætla Insua að vera aðalmaður heilan fyrsta veturinn sinn. Það er skelfilegt að ætla Glen Johnson að koma bara í byrjunarlið eftir rúmlega tvo mánuði frá og spila glimrandi leik á Old Trafford.
Það mun ENGU breyta hver stjórnar þessu liði á meðan að félagið býr við þessa staðreynd. Það þarf að hreinsa til í leikmannahópnum og kaupa heimsklassaleikmenn í stað gæðaleikmanna.
Það er punkturinn eftir þetta tap á Old Trafford í dag. Sagt af djúpu Liverpoolhjarta og án niðurrifsneikvæðni. Vonandi átta eigendur félagsins á því að þetta er raunveruleiki þess að eiga lið í ensku deildininni, nema að þú viljir keppa um 5. – 8.sætið við Villa, Tottenham og Everton.
Sammála Magga með vítið og það kemur mér hreinlega stórkostlega á óvart að sjá menn hér að ofan segja þetta hafa verið gjafavíti. Þetta var algjörlega hreint og tært brot, því miður.
skil ekki hvernig menn geta verið á þeirri skoðun að þetta hafi verið víti þegar það á sér ENGINN snerting stað innan vítateigs !! mscherano er einhvað aðeins að trufla hann með höndunum, veit ekki hvort lappirnar snertast en þetta gerist allt fyrir utan teig! svo hnígur Valencia niður eins kellíng!!! aldrei víti því brotið var fyrir utan teig ef þetta var þá einhvað brot !!!!!!!!!
karma is a bitch 😀 http://i42.tinypic.com/20qe0d1.jpg
Því miður þá held ég líka að þetta hafi verið rétt ákvörðun með vítið. Masch sleppir ekki Valencia fyrr en alveg á línunni og hún er víst partur af vítateignum. Minnir einmitt að United hafi fengið á sig svona víti gegn City þegar brotið var á Bellamy eins og einhver nefndi hér að ofan. Ég hefði allavega orðið mjög súr ef ekki hefði verið dæmt víti á þetta ef þessu hefði verið öfugt farið.
Við spiluðum bara ekki nægilega vel í dag, verðum bara að horfast í augu við það. Mér finnst persónulega alltaf jafn hallærislegt þegar menn detta í það að kenna dómurunum um allt sem miður fer. Við töpuðum ekki leiknum í dag út af honum.
Hvað var samt málið með Torres og þetta tuð? Heppinn að sleppa með að sparka í vítapunktinn líka. Hann má ekki láta allt fara svona í pirrurnar á sér, held hann spili bara verr fyrir vikið…eins og kannski sást á lokamínútunum þegar hann hitti ekki boltann, mjög ólíkt honum en hann er víst mannlegur eins og við hinir.
En það eru enn 21 stig eftir í pottinum fyrir okkur. City, Tottenham og Villa eiga öll erfiða leiki eftir. Við þurfum bara að hugsa um að klára einn leik í einu og vona svo það besta, er ekki að sjá þessi lið í kringum okkur fara í gegnum síðustu leikina með fullt hús stiga. Held reyndar að City og Tottenham verði okkar keppinautar um 4.sætið, hef á tilfinningunni að Villa eigi eftir að klúðra sínum málum á lokasprettinum.
Það kemur dagur eftir þennan dag. Sem betur fer. Næsta leik takk fyrir.
nr. 26 Stefán Andri, það er svona pínulítið steinkast úr glerhúsi þetta komment hjá þér. Þetta er ekki ílla meint en það má vel vera að Flecher hefði átt að fá rautt fyrir það sem hann gerði en að tala um að það hafi bara verið af því að hann var MU maður á OT að hann ekki fékk spjald er pínulítið steinkast. Vil bara minna á að það er ekki svo langt síðan að Gerrard slapp með augljóst rautt spjald fyrir glórulaust atvik og það á Anfield. Þannig að það eru fleiri en bara MU menn sem fá einhverja sér medferð.
En er samt alveg á þeirri skoðun að það þyrfti að taka upp gæðastjórnun á enskum dómurum það er náttúrulega ekki nokkur hemja að með lélegri dómgæslu geti þeir eyðilagt leiki sem þeir dæma. Þeir eiga náttúrulega að þora að senda menn útaf þó þeir heiti Gerrard á Anfield, já eða Flecher á OT eða hvað sem er. Maður hefur oft séð dómara hika þegar þeir fatta hver braut og hvar þeir eru, þetta á ekki að geta átt sér stað.
“Svo þykir mér leitt að vera á andstæðri skoðun við Rafael Benitez varðandi vítið. Þetta var að mínu mati pottþétt víti og Webb gerði hárrétt í að gefa gult spjald. Ég vildi alveg að ég væri á annarri skoðun, en það er ég ekki. Við sátum einhverjir 15 Poolarar þarna saman og ég sá engan okkar reiðast yfir því. Þannig að það sé á hreinu þá erum við alvöru Poolarar þó að við höfum ekki drullað yfir dómarann þar….”
Tek hjartanlega undir þetta. Dómarinn var fínn. Nákvæmlega ekkert að klaga upp á hann. Hann lét leikinn fljóta vel. Einhvern tíma höfum við séð dómara “týna” því algjörlega á gamla wc og spjalda menn út í bláinn fram og til baka. Webb hélt kúlinu og talaði við menn. Hann var bara mjög góður í þessum leik.
Ef skórinn hefði verið á hinum fætinum varðandi þetta víti…. 🙂 Já góðan daginn! Einhver hefði kannski sleppt því að dæma víti þarna og dæmt aukaspyrnu í staðinn.. En það hefði ekki verið sanngjarn dómur. Maður hefði ekkert grátið svoleiðis dóm. Þó það hefði bara verið til að sjá Sörinn tapa glórunni á hliðarlínunni.
Því miður er LIVERPOOL að lenda í 5-7 sæti og er þetta þá í annað sinn sem það gerist hjá þessum líka frábæra þjálfara, hvað segir það okkur, jú ég held að hann sé ekki eins góður þjálfari og sumir hafa haldið fram.
Þar sem ég er í neikvæða gírnum eftir leikinn í gær langar mig að telja upp nokkur atriði sem eru bara langt frá því að vera í lagi hjá liðinu. Geymi jákvæðu punktana þangað til seinna. Vona að það fyrirgefist.
Nokkrir hér að ofan hafa hrósað Carrager og sagt hann vera mann leiksins. Því er ég ósammála. Nánast allt spil manu fór í gegnum Rooney. Það gerði það að verkum að þeir gátu fært liðið framar og losnað undan pressu. M.ö.o Rooney var allt of mikið í boltanum og það er það sem hafsentar eiga að koma í veg fyrir. Ferguson hrósaði Ferdinand og Vidic í hástert eftir leikinn. Af hverju – jú þeim tókst nánast alltaf að koma í veg fyrir að Torres fengi boltann.
Annað sem er að há þessu liði stórlega og það er spilamennskan fram á við. Carrager er enginn snillingur, það þarf ekki að fjölyrða um það. En með Lucas inn á miðjunni náum við aldrei að byggja upp spil. Sendingageta Alonso gaf vængmönnum nánast alltaf tíma til að snúa við og sækja. Lucas er honum langt að baki. Af hverju Aquilini fékk ekki að byrja í gær skil ég bara ekki.
Það þriðja er hinn varnarsinnaði sóknarmaður Dirk Kuyt. Það er út af fyrir sig vandamál að sendingar úr vörn og frá miðju mættu vera betri en þegar hæfileikar til að taka á móti boltanum eru af skornum skammti verður ekki mikið um sóknartilburði. 13 mörk skoruð á útivelli segir allt sem segja þarf.
Í fjórða lagi get ég alls ekki tekið undir með þeim sem segja að Insúa sé góður leikmaður. Í mínum huga er hann ekkert annað en meðalmennskan uppmáluð. Slakur varnarlega, sóknarlega, í loftinu, sendingarlega og frekar flatur karakter. Eins langt frá því að vera á Liverpool standard og hugsast getur. Gætum alveg eins keypt Steve Finnan aftur og látið hann spila vinstra meginn. Hélt ég ætti ekki eftir að segja þetta – er Riise á lausu?
Í fimmta lagi – Maxi. Af hverju hafa Babel, Riera og Benayoun ekki spilað meira. Klárlega með hæfileikaríkari knattspyrnumönnum í liðinu. Maxi er þeim langt að baki en honum skal spilað. Í raun smækkuð útgáfa af Kuyt. Hef beðið vini mína að hringja í mig þegar hann tekur leikmann á í fyrsta skipti. Það var fyrir mánuði síðan. Skil vel pirringinn í Riera þó ekkert afsaki hlaup hans í fjölmiðla.
Nóg í bili. Varð bara að koma gremju minni á framfæri.
Áfram Liverpool!
Maggi, nú verða menn að hætta þessu eiganda væli. Eigendur eru bara kallar í viðskiptum og það er svoleiðis með öll liðin. Ef ég væri eigandi Liverpool og hefði leyft öll þessi kaup, 13 mills fyrir Babel, 18 fyrir Johnson, 20 fyrir Aquilani, 18 fyrir Keane og svo framvegis þá væri ég alveg brjálaður við Benitez fyrir að nýta ekki þessa menn, gera þá að stjörnum og leyfa þeim að blómstra fyrir allan peninginn. Undantekningin er kannski Johnson. En Benitez er bara of mikill þverhaus og það er hans lack of motivation og hans skortur á leikkerfum sem gerir það að verkum að liðið er lamað og hauslaust. Það sjá allir sem skoða liðið á pappírnum að þeir eru að spila langt undir getu. Þetta eru allt landsliðsmenn meira og minna og geta gert mikið mikið betur. Staðreyndin er bara sú að Benitez gæti gert Messi að meðal leikmanni ef hann fengi að þjálfa hann eitt season.
Fyrisjánleg úrslit miðað við gengi liðsins í vetur.
Strákar mínir, þið sem haldið því fram ennþá að þetta hafi átt að vera víti, getið þið bent mér á eitt myndskeið sem sýnir eh snertingu innan teigs???
Þetta er tekið vel fyrir í Match of the day á BBC í gærkvöldi og myndin fryst þar sem macherano sleppir Valencia, og þetta er ekki einusinni tæpt, þetta er vel fyrir utan teig þar sem hann sleppir.
Getið nálgast þáttinn hér http://thepiratebay.org/torrent/5452091/Match_of_the_Day_2_-_March_21st_2010
Get over it, hann dæmdi víti. Leikmaðurinn var hálfur inn í teignum og hálfur út úr honum auk þess sem hann var rændur upplögðu marktækifæri. Við spiluðum bara ekki nægilega vel, áttum tvö skot á rammann allan leikinn. Það segir alla söguna.
Eins og sjá má á myndinni hér þá byrjar Masch brotið ansi augljóslega:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1259679/Graham-Polls-Official-Line-Desperate-Liverpool-pay-price-unsporting-behaviour.html
Er svo enn að toga í hann hér:
http://pic40.picturetrail.com/VOL298/11664132/22957558/384608051.jpg
Mér fannst ekkert að dómaranum í leiknum, lét leikinn fljóta vel á köflum. Hinsvegar er ég persónulega ekkert alltof hrifinn af Howard Webb sem dómara, þessar serimóníur hans fara stundum í taugarnar á mér.
Varðandi leikmannakaup Rafa þá erum við að sjá enn eitt dæmið um tap á þeim. Riera sagður á leið til CSKA Moskvu og við fáum bara hluta upp í þær 8 millur sem við eyddum í hann. Hvað kostaði Valencia hjá United? 16 milljónir? Spurning hvort Rafa ætti frekar að kaupa leikmenn innan Englands.
Ég held samt að við mætum sterkir til leiks gegn Sunderland um næstu helgi. Vona að við fáum að sjá Aquilani byrja á miðjunni.
Lestu bara sjálfur hvað stendur í þessari grein sem þú ert að posta eftir Poll
“The initial contact by the Argentinian was clearly outside the penalty area and replays suggested that, being fully aware of where he was on the field, Mascherano let go of Valencia’s arm before he got into the area”
Þetta er sami dómari og dæmdi báða Arsenal leikina á þessu tímabili hjá okkur, í þeim fyrri sleppti hann augljósri vítaspyrnu þegar Gallas strauaði Gerrard, í þeim seinni sleppti hann að dæma víti á það að Vermalen verji skot með hendi og sleppti einnig Fabregas með að verja aukaspyrnu Gerrards á lokamínútunni (og átti amk að vera aukaspyrna).
Sami dómari færði United gefins víti gegn Spurs í fyrra þegar barátta þeirra við okkur stóð sem hæst og var færður niður í championship í refsingu fyrir það.
Já ég er búinn að lesa þetta. Nefnir einnig að líklega hafi samt réttlætinu verið fullnægt þar sem brotaviljinn er mjög einbeittur bara til að stöðva sóknarmanninn í að komast í dauðafærið.
Veit að hér hefði verið allt vitlaust ef þessu hefði verið öfugt farið og t.d. Fletcher hefði gert hið sama við Kuyt bara til að stöðva hann í að komast í dauðafæri. Masch hefði bara átt að hafa vit á því að sleppa fyrr og taka ekki sénsinn á þessu.
Ert þú að reyna að gera Poll trúverðugari með því að þylja upp öll mistökin hans sem dómara? Veit ekki alveg hvert þú ert að fara með að þylja það allt upp, sá list er langur. Ertu að segja að Poll hafi verið svona á móti okkur gegnum tíðina? Poll er dómari sem gaf leikmanni þrisvar gula spjaldið. Poll er dómari sem sagði að það yrði að hafa í huga hver leikmaðurinn væri (landsliðsfyrirliði Englands) áður en rauða spjaldið væri rifið upp (atvikið með Terry í fyrra minnir mig). Hef margoft lesið greinar eftir Poll þar sem hann er að segja sína skoðun á málum, misgóðar eins og hann sjálfur var sem dómari.
Það er voða auðvelt að skoða þetta atvik úr mörgum mismunandi sjónarhornum eftir á og analyza hvenær nákvæmlega brotið hættir, það er alveg á grensunni. En línuvörðurinn flaggaði líka og hann var með hliðarviewið á þetta atvik, þetta gerist auðvitað snöggt og Webb tekur mjög líklega meira mark á aðstoðarmanni sínum við ákvörðunina.
Eins og sést á myndinni fyrir ofan þá er leikmaðurinn hálfur inn í teig og hálfur úr honum þegar Masch heldur enn í hann. Ég er mikill aðdáandi Mashcerano en svona stundarheimska í honum fer ansi oft í taugarnar á mér, hann bauð hreinlega upp á þetta. Minn pirringur beinist meira að Masch heldur en Webb.
Hvað sem við tautum og vælum um þennan vítaspyrnudóm þá breytir það ekki þeirri staðreynd að við spiluðum bara ekki nægilega vel og töpuðum leiknum. Finnst alltaf mjög barnalegt að hengja sig í dómarann og koma með einhverjar samsæriskenningar eins og virðist oft vera venjan. Verðum bara að sætta okkur við úrslitin. Næst á dagskrá er Sunderland og þar eru 3 stig vital – eins og flest öll 3 stig sem verða í boði það sem eftir lifir leiktíðar.
Það var enginn að tala um Poll (nema bara greinin sem þú vitnaðir í og ég setti hluta af inn) ég var að tala um Howard Webb, sem dæmdi þessa Arsenal leiki og Man.Utd – Spurs leikinn í fyrra.
Ok, þá hef ég misskilið. Þú quotaðir Poll og fórst svo að tala um að þetta væri sami dómari og dæmdi báða Arsenal leikina o.fl. Vissi ekki að þú værir að tala um Webb 🙂
It pains me.
Torres er nýkominn úr meiðslum og Gerrard búinn að vera að dóla í 2 mánuði.
Báðir menn átta sig á því að tímabilið er búið.
Torres er að koma sér í leikform og Gerrard ætlar að taka skurk í 4 seinustu leikjunum til að tryggja sér miða.
Gangi ykkur vel í sumar drengir.