Okkar menn í Liverpool héldu skotæfingu á Anfield í dag gegn stórliðinu Sunderland og unnu **3-0 sigur** í leik sem hefði getað orðið miklu, miklu neyðarlegri fyrir gestina.
Rafa stillti upp sókndjörfu liði í dag:
Carragher – Agger – Insúa
Mascherano – Gerrard
Maxi – Kuyt – Babel
Johnson – Torres
**BEKKUR:** Cavalieri, Kyrgiakos, Lucas, Aquilani (inn f. Kuyt), Benayoun, El Zhar (inn f. Gerrard), Ngog (inn f. Torres).
Fyrri hálfleikurinn var sennilega besti hálfleikur Liverpool-liðsins í vetur. Nær linnulaus sókn að marki andstæðinganna og hreinlega ótrúlegt að staðan hafi verið aðeins 2-0 í hálfleik. Daniel Agger hefði getað skorað þrennu í fyrri hálfleik, hvað þá sóknarmenn liðsins, svo miklir voru yfirburðirnir. Um miðjan hálfleikinn hafði fínn þulur leiksins, Guðmundur Benediktsson, á orði að ef Liverpool hefði spilað svona í allan vetur væru þeir ekkert í neinni keppni um 4. sætið í þessari deild og var það hverju orði sannara.
Mörkin tvö voru glæsileg. Strax á þriðju mínútu skoraði **Fernando Torres** eitt af mörkum tímabilsins þegar hann sólaði tvo Sunderland-menn frá vinstri vængnum, lék inn á teiginn og gjörsamlega smurði tuðrunni upp í Samúel fjær, óverjandi fyrir Gordon í markinu. Um miðjan hálfleikinn fékk svo **Glenda Johnson** boltann fyrir utan teig, lék á einn Sunderland-mann og skaut í lærið á Michael Turner og svo í nærhornið, líka óverjandi.
Eftir um fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik kom svo góð sókn (ein af mýmörgum í þessum leik) sem lauk með því að Maxi skallaði háan bolta niður fyrir Johnson sem lagði hann á **Torres** sem lét markvörðinn leggjast og snúllaði boltanum svo laflaust í hornið. 3-0, Game Over Tóti Tölvukall.
Það var frábært að sjá Liverpool-liðið í þessum leik. Það hafði algjöra stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu og mörkin hefðu með réttu átt að vera miklu fleiri en þrjú í dag. Það skiptir þó ekki öllu í dagslok því við unnum auðveldan sigur og gátum m.a. leyft okkur að hvíla Torres og Gerrard í 15-20 mínútur undir lokin.
**MAÐUR LEIKSINS:** Fernando Torres. Hann er núna með 18 deildarmörk í 21 deildarleik og hefur sennilega notað svona helminginn af þessum deildarleikjum sínum í að spila sig í form. Er einhver efins um það að hann væri kominn í 35-40 mörk í öllum keppnum ef hann hefði verið heill í allan vetur?
Næsti leikur: Benfica á fimmtudag, í Lissabon. Meira af því sama þar, takk.
Til hamingju poolarar nær og fjær með glæsilegan sigur 😀
“Benitez ekkert hrifinn af þrennum”- Gummi Ben um skiptinguna á Torres
Moment of the match:
90 mínútur á klukkunni, 3-0 fyrir LFC. Myndavélinni beint að away-stúkunni þar sem stuðningsmaður S’land er að blása upp sundbolta. Bara verið að virkja leynivopnið … hehehe.
Annars stórskemmtilegur leikur þó að síðustu 20-30 mínúturnar hafi verið heldur rólegri.
Jæja mikið var nú ánægjulegt að fá svona góðan sigur og skemmtilegan fótboltaleik þar sem höfðu gaman að því sem þeir voru að gera á vellinum. Johnson var frábær í dag og virkilega gott að sjá að hann er að komast í sitt gamla form og er farinn að taka menn á og koma með góða bolta í teiginn, Babel fannst mér líka góður og kannski loksins núna er hann farinn að vinna vinnuna sína og er farinn að berjast á vellinum og skapar mikla hættu.
En maður leiksins auðvitað Fernando Torres, sá er kominn í gang núna.
Flott mörk hjá TORRES, datt svo eftir það í rólegan og ekki spennandi bolta.
sæll hvað þetta var mikil snilld… sér í lagi fyrrihálfleikur…
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5188306/
Besti leikur Liverpool á þessu tímabili á nokkurs vafa,Torres var maður leiksins að mínu áliti,fyrra markið hans var hrein snild,svona vill ég sjá okkar lið spila það sem er eftir af þessu tímabili þá er ég viss um að 4 sæti verður okkar 🙂
Einu og Litlu skrefi nær 4 sæti vonandi er þetta startið á sigur runni sem eftir er af deildinni.Ef torres heldur áfram að brosa og njóta þessa að spila fyrir liverpool þá erum við óstöðvandi koma svo liverpool 🙂
Fernando Torres:
Leikir á Anfield 41
Mörk á Anfield 40
Loksins var gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta. Vonandi að þetta setji smá sjálfstraust í menn og þeir klári tímabilið með stæl.
Svo í sumar þarf bara að koma eigendunum frá og allir verða “happily ever after!”.
Þeir geta þetta, strákarnir. Gleðin rauk upp í dag.
Mikið ofboðslega er gaman að horfa á liðið svona…. og mikið ofboðslega vona ég að sjá þessa uppst á liðinu á fimmtudaginn.. nema ég væri til í að skipta kuyt út fyrir postulinið.. vill hann í holuna!! alltaf þegar við höfum séð hann þar þá hefur hann spilað flottasta boltan…. LFC “vini vidi vici”
Gummi Ben er maður leiksins, þvílíkur meistari sem þessi maður er í að lýsa leikjum!
Því miður fáum við ekki sömu uppstillingu í næsta leik þar sem Maxi er ekki gjaldgengur í evrópuboltanum 🙁 Það kæmi mér því ekki á óvart ef Gerrard færi upp til Torres, Kuyt hægra megin og Aquilani eða Lucas á miðjuna…mig grunar samt að það verði Lucas þar sem að við munum spila á útivelli gegn sterku liði.
http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12606_6060101,00.html#
Viðtal við markaskorarana Torres og Johnson eftir leik
Fyrri háfleikur er það besta sem ég hef séð til liðsins í vetur. Sannkölluð stórskotahríð að marki Sunderland og loksins, loksins er Steve Bruce lagður að velli í deildarleik. Hvar hefur þetta lið falið sig í allan vetur?!
Viðtalið við Steve Bruce sagði allt sem segja þarf um þennan leik… “They were just far too good for us this day” og “To be fair, we never had a foothold in this match, never”.
Frábær leikur, margir frábærir leikmenn eru í þessu liði og vonandi að þeir haldi sér gangandi út tímabilið. Þá megum við búast við 18 stigum.
Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var algerlega frábær frá a til z sem skilaði þessum fína sigri. Það eina sem mér fannst óþægilegt var hversu leikur liðsins datt niður síðustu 15 mín eftir nokkrar skiptingar.
Ef ég fengi það undirritað að Gummi Ben myndi lýsa öllum leikjum frá Enska boltanum (ómögulegt ég veit) þá myndi ég ekki hika við að punga út þeim þúsurum sem það kostar að vera í áskrift, algerlega frábært að hlusta á þennan mann lýsa leikjum.
Tli lukku öll með þessi 3 stig, og vonum að þetta sé það sem koma skal.
Af því að menn um allan heim eru að leka vatni útaf því hve Rooney hefur verið góður í vetur. Séu mörk skoruð miðað við spilaða leiki borin saman þá eru Rooney með um 0,85 mörk í leik og Torres 0,8 mörk í leik. Eini munurinn er að við vitum hvað Torres er góður meðan Rooney er að sanna sig í fyrsta skipti sem alvöru markaskorari.
Er að horfa á Real spila gegn Atletico. Liverpool mennirnir að búa til eitt glæsilegt mark. Alonso með “rugl” sendingu á Arbeloa sem gengur smekklega frá boltanum í markið. Annars fannst mér salan á Arbeloa fara frekar hljótt, maðurinn er fasta maður í Real M og við fengum hvað, 3-4 millur fyrir hann ???
Sammála 22.
Virkilega vel gert hjá Arbeloa. Ég held að hann hafi verið algjört “bargain” fyrir RM.
Hann átti mjög stutt eftir af samningnum og því fór hann svona ódýrt
Hvað gerist þegar Benitez stillir upp sóknarliðum þá eru öll úrslit á þennan veg. Hann á að bara stilla upp sókndjörfu liði gegn Benfica og í restinni á deildinni sama hvort við spilum á útivelli eða heimavelli.
Hann er alltaf með Lucas til að þétta miðjuna í þessum útileikjum og það hefur bara ekki skilað neinu nákvæmlega engu nema kannski lélegri spilamennsku og óöryggi á miðjunni.
Núna þarf hann bara að hætta sýna þessum liðum sem eiga að vera ,,lélegri” en við einhverja virðingu og spila bara sóknaleik í næstu leikjum.
þar kominn nýr guð í Anfield og arftaki Robbie Fowler hann heitir Fernando Torres þessi grein sannar það:
http://goal.com/en/news/1717/editorial/2010/03/28/1853516/liverpool-comment-fernando-torres-is-the-new-god-of-anfield
@22… frábærlega gert hjá Xabi, minnti pínu á bullsendinguna sem hann átti á Cissé hérna um árið (gegn Bolton eða WBA að mig minnir)… ekki nóg með það þá skoraði kappinn jöfnunarmarkið og fékk dæmt á sig víti fyrir að handleika knöttinn… þetta kallar maður að vera allt í öllu 🙂
Daði #10 Það er ótrúleg tölfræði og bara algjörlega frábær.
voru þeir ekki að leika móti Sunderland
Sælir félagar
Sá ekki leikinn því miður en óska sjálfum mér og öllum Liverpool mönnum til hamingju með hann.
Það er nú þannig
YNWA
Nú spyr maður sig, hvar hefur þetta lið sem er að spila núna verið í allan vetur? Það jákvæða við þetta er að liðið virðist trúa því að mögulegt sé að ná fjórða sætinu og það er rétta hugarfarið. Það er ennþá smá séns…
algjörlega frábær frammistaða í gær. ef leikmenn (lesist torres og agger) hefðu nýtt aðeins fleiri færi hefði þetta verið fullkomnun.
næsta helgi er gríðarlega krítísk fyrir okkur. þá eigum við feykierfiðan útleik við birmingham á meðan tottenham sækir sært sunderland lið heim. ef við minnkum bilið um næstu helgi held ég að þetta sé mögulegt. við þurfum augljóslega að klára birmingham og brúsi og co verða að stela allavega punkti á móti spurs. eftir þetta siglir tottenham inn í arsenal-united-chelsea þrennu og þar mun liðið vafalaust tapa nokkrum stigum.
Þau lið sem eru að keppast að þessu 4 sæti eiga öll töluvert erfiðara prógramm framundan heldur en við. Tottenham er alltaf að fara tapa stigum á móti Ars- Che og Man Utd. Aldrei að segja aldrei drengir og þá sérstaklega ALDREI AÐ GEFAST UPP.
Sa leikinn i Portugal med nokkrum godum breskum Poolurum og thar vorum vid allir sammala.
Thegar thessir leikmenn eru allir heilir, plus Aquilani, Lucas, Skrtel og Benayoun a bekknum er thetta lid naegilega sterkt til ad vera ad keppa um titla.
Thad er hins vegar skortur a breidd sem er ad kosta okkur thann moguleika, i raun annad arid i rod, eg er enn sannfaerdur ad ef Torres hefdi verid heill allt timabilid i fyrra vaeri titill nr. 19 kominn.
Malid er einfalt.
Kaupa KLASSALEIKMENN i sumar!!!!
Mér finnts þú gleyma þætti Benitez Maggi. Heill Torres og þrjóskulaus Benitez hefðu klárlega gert okkur mun samkeppnishæfari.
Spilamennska liðsins í þremur af síðustu fjórum leikjum hefur verið til fyrirmyndar og í slíkum ham standast fá lið liðinu snúning. Það er vonandi að liðið nái að fylgja þessu eftir og nái að toppa núna restina af tímabilinu.
Allt tal um léttara prógram er bara blindsýn eins og þessi vetur er búinn að vera. Birmingham úti er ekkert auðveldara prógram en eitthvað lið í topp fimm. Held að Arsenal taki alveg undir það.
Þá á Liverpool eftir Chelsea og nokkur lið í botnbaráttunni og allir þekkja það að það er ekki auðvelt að sækja stig þangað undir lok tímabila.
Því miður er staðan bara þannig að það eru tvö lið í betri stöðu en Liverpool og því verður að treysta á að þau misstigi sig.
Ég ætla alls ekki að vera með leiðindi og ekki taka það þannig, en ég verð að sega það,,,,, svaka lega er gott að hafa Lucas á bekknum eða bara í vorfrýi.
Koma svo allir:
1, 2, 3 og Áfram Wigan í kvöld!
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-announce-new-appointment
Þetta eru góðar fréttir. Vonandi verður þetta til þess að leikmenn okkar meiðist ekki jafnmikið og undanfarið. Ef við náum að halda öllum leikmönnum heilum í gegnum mest allt næsta tímabil, þá eigum við að vera að berjast um titilinn eftir ár.
http://visir.is/article/20100329/IDROTTIR0102/602910126
Er þetta eitthvað betra sem ussarinn gerir heldur en Babel var að gera á Twitter síðunni sinni ?
Jah hann er í Arsenal sem er bara allt annað lið og hefur alveg sínar reglur í þessum efnum! Eins er AA líklega ekki að uppljósta neinu leyndarmáli (og er ekki að væla yfir því að vera ekki í hóp og skilja ekki þá ákvörðun stjórans).
Annars var þetta jafntefli þeirra auðvitað vellinum að kenna 🙂
Mér finnst nú alveg talsverður munur á þessu Ásmundur. En hvernig væri nú bara að gleyma þessari heilatognun hjá Babel. Hann virðist vera búinn að ná sér að fullu og fær núna talsvert að spila og stendur sig vel.
Að öðru. Staðan í leik City og Wigan er 0-0 í hálfleik, og Wigan nær því að skora. City líta mjög illa út í þessum leik. Vonandi heldur seinni hálfleikur eins áfram.
Wigan einum færri en samt að yfirspila man city
Tevez með þrennu, djöfull er þessi tappi góður…gott að eiga pening…
mikið svakalega langaði mig í Tevez til LFC í sumar og mikið hefði verið gott að hafa hann þessa leiktíð!!! en svona er þetta bara ….
Gaman að sjá hlutverk Maxi í þessum leik:
http://www.thisisanfield.com/2010/03/29/talking-tactics-maxi-floats-while-babel-stays-left/
Einnig er merkilegt að sjá að eftir tapleiki þá rjúka ummælin strax upp fyrir 90 en eftir sennilega mest sannfærandi sigurleik liðsins í langan tíma að þá drattast þau varla yfir helming þess á 2 dögum. Hvar eru Grolsi og félagar?
He he, ég var að taka eftir liðsuppstillingunni núna að Johnson er frammi með Torres! Hann var vissulega oft framar enn Maxi í leiknum 🙂
þetta var vel spilað hjá Liverpool og var það vitað að það yrði svoleiðis frá því byrjunarliðið var birt = engin lucas þar og hefur þetta verið svona í þeim leikjum sem hann er á bekknum eða ekki í liðinu, hann stoppar nánast alltaf allt spil liðsins og skapar akkúrat ekki neitt.
Benfica Benfica Benfica Upphitun Upphitun Upphitun!!!!!! Ég hlakka til að lesa stórgóðu Evrópu upphitanir Babú
Þráðrán: Fannst þetta eiga ágætlega inn í umræðuna sem hefur verið undanfarin ár varðandi Alex og árin sjö….
Blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðuna þar sem hann segir meðal annars: „Flestir telja að stöðugleiki varðandi knattspyrnustjóra tengist góðum árangri. Margir benda á 24 ára langa veru Sir Alex Ferguson hjá Manchester United varðandi þetta.”
Balague bendir svo á athyglisverða staðreynd.
Á þeim 24 árum sem Ferguson hefur verið hjá United hefur hann unnið 11 deildarmiestaratitla og tvo meistaradeildartitla. Auk annarra bikara.
Real Madrid? 24 stjórar á 24 árum, tíu deildarmiestaratitlar og þrír Meistaradeildartitlar. Auk annarra bikara.
Balague bendir svo fólki á að flýta sér hægt í því að gagnrýna stjórnarstíl Madrid. Það sé eðlilegt að vilja árangur.
http://www.visir.is/article/20100329/IDROTTIR01/832434306
Nú held ég að Real sé fáránlega rekið félag. En þetta er athyglisvert hvað fjölda þjálfara varðar og árangur.
Að leik kvöldsins, mikið var þetta fallegt að sjá Bayern stela þessu í lokinn. Þeir áttu þetta alveg skilið og svo fá þeir Robben kláran í seinnileikinn þannig að það getur allt gerst.
daði nr 50. það má samt líka taka inn í dæmið að þegar ferguson tók við united gátu þeir ekki rassgat voru í fallbaráttu og skít og voru að byggja upp. það var ekkert að gerast hjá þeim fyrstu 5-7 árin . en hjá real er alltaf til nóg af pening og stjórarnir geta keypt alla sem þeir vilja..
samt mjög atyglisvert ..
Í fysta lagi þá held ég að þetta Nr. 50 hjá Daða sé ágætlega í takti við það sem við erum að tala um ágætis þráðrán.
Tengist ekki færslunni en er áhugaverð pæling sem ekki hefur verið fjallað um annars og fær því auðvitað að lifa áfram.
En svo ég svari Daða þá skil ég nú strax hvað þú ert að fara og sérstaklega þessi lúmska ábending að það er í góðu lagi að skipta um stjóra (Benitez), það kemur ekkert niður á árangrnum. Ekki satt? 🙂
Persónulega finnst mér þetta ekkert svo rosalegt enda ekki tekið inn í myndina að Real Madríd setur jafnan metið í því að kaupa dýra leikmenn og það skiptir engu máli hvort kaupin heppnist eða ekki. Þetta geta voðalega fá lið önnur gert.
En ég skal alveg samþykkja það að annar stjóri gæti mjög líklega bætt árangur Benitez (eða hvaða stjóra sem er nánast) þetta tímabilið… sérstaklega ef hann fengi nú Alonso, Arbeloa, Kaka, Ronaldo (sama árið sjáðu til), Benzema og co til sín án þess að missa nokkurn einasta mann úr þegar ákaflega góðu liði.
Frábær leikur! Vonandi það sem koma skal í lokin til að ná þessu blessaða 4 sæti.
En mikið svakalega er ég ánægður með Torres og alltaf minnir það mig á þegar ég var að diskutera við einn þegar að Torres var keyptur.Hann hélt því fram að Torres væri FM gaur og með mest tapaða bolta á Spáni og hitt og þetta 🙂