Liðið gegn Birmingham

Liðið gegn Birmingham er komið og er svohljóðandi:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insua

Lucas – Gerrard
Kuyt – Benayoun – Rodriguez
Torres

Bekkur: Cavalieri, Agger, Aquilani, Babel, Ngog, Degen, Mascherano.

Greinilega aðeins verið að nota hópinn núna þar sem Mascherano, Babel og Agger fara allir úr hóp og inn koma Hercules, Benayoun og Maxi. Skil ekki alveg afhverju Babel fer út enda spilaði hann ekki mikið gegn Benfica og mun ekki spila á fimmtudaginn, en Agger og JM eru líklega bara hvíldir.

Kuyt, Yossi og Maxi koma svo líklega til með að rótera mikið í sínum stöðum. Hvað sem öllu líður þá er Torres alltaf frammi og þar með aukast vinningslíkur okkar umtalsvert.

Að lokum er ágætt að sjá Postulani á bekknum sem gefur til kynna að hann er ekki mjög mikið meiddur.

Vinnum þetta 1-2

87 Comments

  1. Greinilega verið að hvíla Agger og Masch eftir fimmtudagskvöldið. Benayoun karlinn þarf að sýna mér í dag hvers vegna hann á að fá mínútur….

  2. Af hverju þarf að taka Agger úr liðinu ?
    Mér líst illa á þetta byrjunarlið.

  3. Jæja maður getur nú ekki annað en glaðst yfir að Stevie sé kominn á miðjuna. Nú er bara um að gera að keyra yfir þetta lið og kaffæra það strax í byrjun, eina sem gengur. Svo sér Kyrgiakos um háu boltana þeirra, lýst vel á þetta

  4. Ég hefði viljað sjá Babel á v og Maxi á h með Yossi í holunni.

  5. SHHHHIT ekki er maðurinn að taka agger og masch úr liðinu… hvað er í gangi hérna ??? vinnum greinilega ekki í dag. miðað við árangur okkar á útivöllum sem er hræðilegur ! þá er ekki hægt að ætla að fara hvíla núna sestaklega ekki í jafn erfiðum leik og þessum ANSKOTINN rafa

  6. Fáranlegt að róta líðnu svona mikið. Hélt að ná 4 sæti væri í forgangi?

  7. HAHAHAHA, Postulani…þetta er með því betra sem ég hef heyrt lengi 🙂

    Annars er greinilegt að Benitez er ekki sammála magga um að Birmingham liðið muni sækja hratt á okkur fyrst hann stillir upp Hercules og Carra, ekki beint hraðir leikmenn þar á ferð.

    Ég er ánægður með að Gerrard sé á miðjunni og skal skilja hvíldina á Masch. En afhverju Babel er ekki inni er mér fyrirmunað að skilja.

    Mér finnst Rafa hafa farið svona millivegin í því sem ég vildi, hann er ekki alveg punglaus en þó engin stálpungur.

    Spá 1-2, Torres með bæði.

  8. að ná 4 er klárlega í forgangi ! ekki gott að hvíla á útivelli.. og ef hann er að hvíla af hverju byrjar babel þá ekki fyrir kuyt

  9. Algjörlega óskiljanleg uppstilling hjá meistara rafa í þetta skiptið eins og svo oft áður reyndar. það á ekki að hvíla nokkurn mann þegar að liðið okkar er að ströggla svona svakalega , að vísu gæti ég hugsanlega skilið afhverju hann hvílir agger en að hvíla masch í svona leik er í besta falli fáránlegt .

    Afhverju lætur hann babel á bekkinn þar sem að hann spilar ekki á fimmtudaginn ??? ef að það er verið að refsa babel fyrir hegðun sína í síðasta leik þá er það bara skandall ! maðurinn sýndi smá liðsanda og lét vita að hann væri ekki sáttur við meðferðina sem torres fékk í þessum leik og var ranglega sparkað af velli fyrir það .
    En þar sem að liverpool er mitt lið og hefur ávallt verið þá verð ég að trúa því að þetta veikt liverpool lið geti unnið MJÖG erfitt birmingham lið á útivelli .. með von um góð úrslit og helling af páskaeggjaáti kv einn ósáttur við coach rafa …

  10. hér er góður linkur (sopcast), reyndar á portúgölsku eða eitthvað … allavega sop://broker.sopcast.com:3912/91878 (1.4mbits)

  11. Ég er á því að Babel sé ekki í liðinu vegna þess að hann er í banni í næsta leik og sá sem mun koma inn fyrir hann er Yossi, og einsog við vitum hefur Yossi lítið spilað vegna meiðsla og þess vegna telur Benitez það réttmæta ákvörðun að koma Yossi í smá spilform í þessum leik. Ég geri samt ráð fyrir því að Babel komi inná á 67 mínútu fyrir Yossi þannig að við eigum eftir að sjá hann í dag 😉

  12. ætli leikmennirnir seu með einhver fyrirmæli um að reyna að skora í dag frá rafa ?? ætli torres meigi skjóta á margið ef hann er með bolltan ?

  13. Mér finnst Maxi vera búin að vera okkar besti maður í dag, en það þarf eitthvað mikið að gerast ef við ætlum að vinna þennan leik. Ég væri til í að fá Aquilani og Babel inn snemma í seeinnihálfleik.

  14. Eins og reikna mátti með. Skákin í algleymingi, Birmingham ferlega skipulagðir og viðbúið að við svekkjum okkur á þverslánni.

    Fá Babel inn fyrir Benayoun fljótlega. Held að verið sé að spila Yossi og Kyrgiakos í stand fyrir fimmtudaginn…..

  15. sammála @22… Maxi búinn að vera flottur í fyrri hálfleik, vinna vel, fínar sendingar og óheppinn að skora ekki…. enn já maður hefur alveg séð fjörugri leiki

  16. Rafa er svo klár að það skilur hann enginn. Það væri allt í lagi ef leikmennirnir sjálfir skildu hann.

  17. Ég held að Maggi hafi hitt naglann á höfuðið þarna með að það sé verið að spila Yossi og Kyrgiakos í stand. Kyrgiakos kemur sennilega inn í liðið, og Agger dettur í bakvörðinn gegn Benfica. Liðið eins og því er stillt upp í dag er fínt sóknarlið, það er bara synd að það er ekki að sýna það. Maxi sennilega okkar besti maður í fyrri hálfleik.

  18. Boring boring Liverpool. Algjörlega hugmyndasnauðir. Hvernig væri nú Rafa að sýna smá balls of steal og henda Kuyt og Lucas út og inn með Babel og Aquilani…sækja síðan á mun fleirri mönnum!

    Skil ekki þessa hræðslu í Rafa við þeta Birmingham lið því þeir geta ekkert! Skora fá mörk og skapa litla sem enga hættu….sem minnir mann leiðinlega mikið á spilastíl Rafa!

  19. Skrítinn fyrri hálfleikur, kunnuglegt áhugaleysi komið í hópinn og þrátt fyrir að við eigum hættulegasta færið enn sem komið er finnst mér Birmingham líklegri til þess að skora 🙁
    Vonandi koma menn ákveðnir í seinni hálfleik, held að Torres troði uppí púandi aðdáendur Birmingham, skil reyndar ekki af hverju þeir púa, þetta var klár aukaspyrna.
    Kooooma svo!

  20. þetta birmingham lið er svo lélegt að aðeins eitt af topp 10 liðunum hafa farið með sigur í burtu þaðan í vetur..og það voru villa…

  21. Það var ljóst fyrir leikinn að þetta yrði erfiður leikur enda Birmingham einungis tapað tveimur heimaleikjum í allan vetur.
    Ljóst að Liverpool þarf að leika betur í seinni hálfleik ef liðið ætlar sér 3 stig. Væri hlynntur því að taka smá áhættu í þeim seinni þar sem 1 stig er sama og tapaður leikur.

  22. Hvað á maður að segja við svona skiptingu í stöðunni 1-1 í leik sem VERÐUR að vinnast?

  23. Er Rafa algerlega búinn að missa vitið?
    Torres útaf ómeiddur í 1-1 stöðu!
    Ég á varla til orð 🙁

  24. Bíddu er maðurinn orðinn geðveikur?????mTorres útaf???
    Hvað er í gangi???? hélt að markmiðið væri að bæta frekar í sóknina og freista þess að vinna þennan leik!!

    Ja hérna, það verður gaman að sjá karlinn svara fyrir þetta eftir leikinn ef þetta gengur ekki upp….

  25. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! halló LUCAS , BENNAJÓN !!!!!!!!!! EKKI TORRES !!!!

  26. Jæja….það sást svo greinilega á svipnum á Torres að hann var ekki meiddur, hann var svo hneykslaður á þessari skiptingu og ég held að allir séu það. Ef við vinnum ekki þennan leik á Rafa að segja af sér STRAX(hann átti reyndar að vera löngu búinn að því). Hvað er karluglan að spá?

  27. Hvað er að þessum fjárans stjóra ? Tekur Torres útaf og sáuði svipinn á Gerrard ?

  28. Ég held að viðbrögð Gerrard hafi endurspeglað viðbrögð ALLRA liverpool aðdáenda …. jedúdda mía…

  29. Sáuð þið svipinn á Torres á þegar sá númerið sitt á skiltinu? Sáuð þið svipinn á Gerrard þegar Torres skokkaði útaf?

    It’s all coming together.

  30. Ég á bara ekki til orð yfir svona fávitaskap eins og Benitez er að sýna okkur stuðningsmönnum, Þú tekur Torres aldrei útaf vellinum í svona leik.djöfull er ég reiður núna…..

  31. Númer 52, nei það eru stuðningsmenn B´ham, Ngog fiskaði víti gegn þeim á Anfield, sem var mjög vafasamt svo ekki sé meira sagt.

    Torres var ekki meiddur, ef svo væri hefði hann ekki verið svona hissa. ÉG er enn að klóra mér í hausnum

  32. Ef þessi leikur vinnst ekki þá held ég að Rafa hafi sitthvað til að svara fyrir. T.d. af hverju að taka langsterkasta sóknarmanninn útaf í stöðunni 1-1. Ég hélt að deildin væri í forgang, ekki evrópudeildin.

    Houllier Syndrome ?

  33. rólegir á yfirlýsingum áður en leikurinn er búinn og áður en þið vitið að torres er meiddur eða eitthvað…
    þið eruð farnir að hljóma eins og breska pressan

  34. Af hverju er Maxi enn inn á? Hvað er Benitez að hugsa? Ég fór að fagna þegar ég sá að Ngog væri að koma inn á og hugsaði “loksins koma eistun niður”. En þau virðast enn pikkföst í belgnum á Benitez.

  35. Mér þætti gaman að vita hvað Torres væri búinn að nýta mörg færi af þeim sem Ngog er búin að klúðra nú þegar ….

  36. Mér þætti gaman að vita hvað Torres væri búinn að nýta mörg færi af þeim sem Ngog er búin að klúðra nú þegar ….

  37. Þetta er alger lykilleikur fyrir þetta tímabil. Ef þessi leikur vinnst ekki og Ngog skorar ekki þá er þolinmæði mín gagnvart Benítes bostinn… það eru takmörk

  38. Ég hef aldrei áður gagnrýnt Benítez á þessari síðu og hann veit auðvitað allt um þetta mál en ekki ég.

    Hvaða skilaboð er hann að senda leikmönnunum inni á vellinum að taka Torres út af?

  39. Nú veit ég af hverju ég fæ mér bjór þegar ég er að horfa á Liverpool spila, það er svo ég geri ekki konuna og strákinn skíthrædd með öskrunum í mér þegar ég sé Liverpool klikka á hlutum sem 5. flokkur Hvatar gæti gert betur.

  40. voðalega þykir mér þetta dapurt við erum ekki að reyna að sækja þetta er alveg skelfilegt og þessar breytingar hjá honum eru alveg fáranlegar hvað er með youssi og svo þessi blessaði Lucas að gera þarna inná útafhverju var hann ekki tekinn útaf i staðinn fyrir kuyt ætlum við ekkert að reyna að vinna þetta

  41. hehe postulíni að gera góða hluti að verja markið… reyndar vitlaust mark en hey smá viðleitni 🙂

  42. Við getum þakkað fyrir að Bowyer kæmist ekki í hóp í 5. flokki Hvatar með klúðrum eins og við sáum rétt áðan. Þá væri 2-1.

  43. Maxi! Meiriháttar. Hefur þessi maður sýnt eitthvað síðan hann kom? Hvað með Aquilani? Meiri háttar kaup seinasta árið.

  44. Held svei mér þá að það sé meiri skemmtun að horfa á málningu þorna!! Maður fer að velta því fyrir sér hvort að leikurinn sé sýndur í hægri endursýningu slíkur er hraðinn á sóknaruppbyggingunni hjá okkar mönnum og hefur verið í alltof mörgum leikjum í vetur. Spurning um að setja leik með Barcelona í spilarann hjá Rafa til að sýna honum hvernig á að sækja hratt????

  45. jæja, enn eitt jafnteflið að verða staðreynt.
    Fjórða sætið færist fjær.
    Gleðilega páska.

  46. og Ngog skítur í brækurnar enn og aftur. Þrjú góð færi enda með kúk í brók. Af hverju er maður að kvelja sig svona helgi eftir helgi?

  47. Kræst, menn eru búnir að klúðra færi eftir færi eftir færi. Er það ósanngjörn krafa á þessa menn að setja allavega einn bolta inn…svona miðað við hvað þeir fá mikið borgað.

  48. Ef þetta er allt sem Liverpool á til þegar liðið er að berjast fyrir lífi síni þá veit ég ekki hvað skal segja…

  49. Sorry,,,nenni ekki að vera málefnalegur en Benitez…….what a Wa****er

  50. Ömurleg frammistaða framkvæmdastjórans hér í dag! Óverjandi ákvörðun sem mun þýða það að Rafael Benitez tapar trausti margra. Þetta er ólýsanlega ömurlegt og ég vorkenni ungu mönnunum í þessu liði okkar, Insua, Lucas og N´Gog að vera settir undir þá pressu að eiga að leika lykilhlutverk í svona leik.

    Ömurlegt að nýta ekki færin sín í svona leik, áttum að stúta honum.

    Djö****

  51. Rafa, í guðanna bænum farðu að sjá sóma þinn í að segja af þér.

  52. Verið hjartanlega velkomnir í Evrópudeildina að ári (vonandi náum við því alla veganna)!

  53. Þá er meistardeildarsæti út úr myndinni og stjórn félagsins getur núna rekið Hr. Benitez.

  54. Þetta gengur ekki lengur – að nota ekki þann besta mannskap sem þó er til í svona leik er algerlega óverjandi.

  55. flottar skiptingar í dag sér í lagi torres útaf og svo setti hann aquaman inná til að verja skot frá maxi !!! hann gerði 2 skiptingar í leiknum sem hann átti að gera FYRIR LEIK ! og svo er það mér hulin ráðgáta afhverju lucas er að spila á miðjuni !!!!! þetta lið var að spila flottan fótbolta um daginn og þá var liðið ekki stillt upp svona … hvað hvað hvað hvað hvað er RAFAEL BENITEZ EKKI AÐ FATTA ??????? er maðurinn í alvöru heimskur ??? ég er farinn að hallast að því að maðurinn hreinlega keyri ekki á öllum ventlum !! SÍÐAST EN ALLS EKKI SÍST BBBBBUUUUUUUUURRRRRRTTTTT MEÐ RAFA !!!!!!!!!!!!

  56. Ég er endanlega orðlaus núna…..Þessi taðhaus er haldinn einhverjum ofskynjunum…Hann sér leikina spilaða allt öðruvísi en allir aðrir..Hann hlýtur að vera sáttur við þetta stig..HANN ER AÐ RÚSTA ÞESSUM KLÚBBI!!!

  57. Er hugsanlegt að Rafa sé að reyna að fá sig rekinn til að geta labbað burtu með milljónirnar? Í alvöru ég get ekki skilið þetta, hann er að ögra bæði leikmönnum og stuðningsmönnum.

  58. Benitez tók áhættu sem klikkaði. Eftir meðferðina sem Torres fékk á móti Benfica og leikina sem eru framundan þá skilur maður hann að sumu leiti. Torres er búin að vera mikið meiddur og ekki viljum við að hann meiðist aftur.
    En…ég held samt að ég sé sammála…það átti ekki að taka hann út af..þessi leikur bara varð að vinnast. Nú eru líkurnar ansi litlar á meistaradeildarsæti.

Birmingham City á St. Andrews

Birmingham – Liverpool – 1-1