Eftir góðan sigur gegn Benfica á fimmtudaginn þar sem Torres setti tvö góð mörk í 4-1 sigri mætir Roy Hodgson með lærisveina sína á Anfield en þetta Lundúnarlið hefur m.a. slegið út Juventus og Wolfsburg í Evrópudeildinni sem er frábær árangur miðað við að Roy tók við liðinu í fallbaráttu í fyrra.
Skv. netmiðlum gera flestir ráð fyrir því að Torres sé leikfær og tel ég næsta víst að Rafa muna stilla upp sterkasta liðinu í þessum leik. Insúa var í leikbanni gegn Benfica og Babel var í leikbanni gegn Birmingham, þeir koma væntanlega báðir inní hópinn.
Johnson – Agger – Carragher – Insúa
Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Bekkurinn: Cavalieri, Kyrgiakos, Degen, Aquilani, Babel, Pacheco og Ngog (eða eitthvað í þessa átt).
Eitt athyglisvert er að Ayala, Pacheco og El Zahr voru allir í leikmannahópi LFC gegn Benfica og gæti þá farið að styttast í að Guðlaugur Victor detti inní leikmannahópinn ef nokkra fastamenn vantar aftur.
En Fulham-liðið er spennandi lið og hefur staðið sig ótrúlega vel á þessu tímabili. Roy hefur gríðarlega reynslu sem stjóri og hefur m.a. stjórnað landsliðum UAE, Sviss og Finnlands en hann hefur einnig stjórnað nokkrum liðum í Skandinavíu m.a. Viking Stavanger, Malmö, Halmstad, Örebro og FCK. Hann er þess vegna með yfirgripsmikla þekkingu á öllum löndunum í Skandinavíu og kemur þess vegna ekki á óvart að í Fulham eru m.a. Brede Hangeland (Noregur), Elm (Svíþjóð) og Nevland (Noregur). Ég er persónulega hrifinn af þessu Fulham liði og á von skemmtilegum leik enda hefur Fulham liðið sýnt góða leiki undanfarið.
Ég vonast til að sigurinn gegn Benfica gefi okkur góða vítamínssprautu uppá framhaldið og gæti sigur á Fulham sett liðið á beinu brautina. Ég á von á því að Torres verði inná og ef hann er loksins búinn að hrista þessi meiðsli af sér og orðinn heitur þá má vel vera að þetta tímabil endi þolanlega þe. 4.sæti í deild og vinna Evrópudeildina.
Ég sé fyrir mér baráttu leik á morgun þar sem við náum yfirhöndinni í seinni hálfleik og vinnum þæginlega 3-1 þar sem Torres, Benayoun og Gerrard skora.
Áfram Liverpool.
Er Maxi ekki heill?? Getum við ekki átt von á því að hann verði þarna allavega á bekknum?
Flott upphitun en ég tek undir með Begga að því leyti að Maxi kemur nær örugglega inn í liðið. Benayoun var að spila fyrsta heila leik sinn í langan tíma fyrir okkur og því myndi ég halda að hann hoppi á bekkinn og óþreyttur Maxi komi inn. Þá gæti Babel svei mér þá komið inn í liðið líka.
Ég myndi halda að við spiluðum 4-4-2 á morgun með sömu vörn og þú spáir Aggi, Gerrard og Lucas/Mascherano á miðjunni, Maxi og Babel á köntunum og Kuyt og Torres frammi. En það er bara mín ágiskun.
Aldrei þessu vant, þá er ég sammála Kristjáni Atla. Benayoun og Lucas út, Maxi og Babel inn. Kuyt uppá topp með Torres(þar sem hann á að vera ef hann á að vera í liðinu) með Gerrard, Babel og Maxi fyrir aftan þegar við sækjum, en Gerrard og Kuyt detta niður þegar við verjumst. Sem sagt, blanda af 4-2-3-1 og 4-1-3-2.
….En hvert sem leikkerfið er og hverjir sem leikmennirnir verða, vonandi fáum við góðan og skemmtilegan Liverpool leik þar sem góð spilamennska og flottar sóknartilraunir verða allsráðandi og við stöndum uppi með sannfærandi stórsigur 🙂
Algerlega sammála Kristjáni Atla með liðsuppstillinguna. Benayoun væntanlega nokkuð lúinn og ég vænti þess að fá inn óþreytta menn s.s Insúa,Babel og Maxi. Þetta verður sigur á morgun 2-0
Vil endilega hafa AA og Babel inná, leikurinn gjörbreyttist um síðustu helgi þegar að þessir menn komu inná, en því miður hafði rb tekð Torres útaf sem hefði annars fengið úr miklu að moða, sem var ekki áður en hann fór útaf, endilega að fá Maxi á H/kannt. KOMA SVO, Torres með nokkur mörk, Babel með 1 og Maxi 1, kominn tími að menn séu ekki að þvælast fyrir þegar að Maxi þrumar eða að stela færi frá honum. 😉
Þar sem þetta er á Anfield, Fulham eru ekki þekktir fyrir góða framistöðu á útivöllum þá væri gaman að sjá þetta svona:
Johnson—–Agger—–Carra——-Insua
Maxi————Gerrard————Babel
Trúlega bara draumaórar hjá mér, en þetta yrði gaman
….þetta væri eina vitið tryggvi, sókndjarfasta liðið í dag.
“Liverpool have won their last eight top-flight games at Anfield, equalling their best ever run of home wins in the Premier League”
Merkilegt, jafn illa og búið er að ganga á tímabilinu getur liðið svo slegið met með níunda sigrinum í röð á heimavelli.
Við eigum og verðum að vinna þennan leik.
Fulham siglir lygnan sjó um miðja deild; 12 sæti með 41 stig og þeirra tímabil snýst núna um leikina gegn Hamburg. Liðið er í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Wolfsburg og það gæti unnið gegn þeim í þessum leik og sömuleiðis að þeir hafa þurft að ferðast mikið á síðustu dögum.
Við verðum að nýta okkur það og byggja ofan á frábærum sigri gegn Benfica. Það gerum við með öflugum sóknarleik frá upphafi og reynum að valta yfir Fulham liðið í þessum leik. Ég spái 3-0 sigri.
Akkuru ég bara spyr fær hann aquaman aldrei að spila með okkur ég hreinlega skil þetta ekki og það myndi ekki koma mer á óvart að hann yrði seldur í sumar þetta eru enn ein rugl kaup hjá Rafa.En annars spái ég okkyr 2-1 sigri gegn sterku liði fulham torres með 2
Ég er sammála Tryggva með uppstillingu á liðinu. Væri samt alveg til í að hafa bara Agger í vinstri bak 🙂 og Kyrgiakos í vörninni. Framherjar Fulham eru sterkir skallamenn og því ekki galið að hafa Grikkjann í vörninni.
Þó ég sé gallharður Kuyt-ari þá finnst mér að Maxi og Babel mættu taka kantana á morgun og þrái ég að hafa Aquaman á miðjunni. Jafnvel samt hafa Gerrard og Aqua róterandi því ég er ekkert viss um að ítalinn sé sterkastur aftarlega á vellinum. Ég óska þess líka að Benítez verði harðari í skiptingunum og setji menn inná fyrr en vanalega ef hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hins vegar ef við náum góðu forskoti væri gaman að fá kjúklingana Pacheco og El Zhar inná.
Það væri sterkt hjá okkur að skella á Fulham eins og flóðbylgja frá fyrstu mínútu. Gera þá skíthrædda fyrir úrslitaleikinn í Evrópudeildinni… 🙂
Ég er sammála um að Aqulaini þurfi nú að fá smá spiltíma, reyna að nýta þennan mann aðeins. Hins vegar langar mig líka að hafa Gerrard á miðri miðjunni og vera með tvo sóknarmenn í þeim Kuyt og Torres fremst. Babel og Maxi síðan á köntunum.
El Zahr er að verða 24 ára í sumar þannig að ég veit nú ekki hvort að það sé rétt að tala um hann sem “kjúkling” lengur í þeirri meiningu að þar sé á ferð ungur upprennandi leikmaður. Til dæmis er Mascherano aðeins tveim árum eldri en El Zahr og ekki var Mascherano kallaður kjúklingur fyrir tveim árum, síður en svo…
Vissulega…
held að Rafa róteri aðeins á morgun… er nokkuð klár á að Maxi komi inn á kostnað Benayoun, síðan er spurning hvort markahrókurinn Lucas fari á bekkinn og annað hvort Babel komi inn og Gerrard færi sig niður á miðjuna eða Postulani komi inn á miðjuna í stað Lucas. Eins og margir hoppa ég ekki hæð mína af gleði þegar ég sé Lucas og Masch saman á miðjunni í heimaleik, þó það sé blóðugt að setja mann á bekkinn sem spilaði vel og skoraði síðast þá verður bara svo að vera.
Sá í upphitun Sky að Insúa er víst e-ð tæpur, þannig að það gæti verið að Agger verði áfram í vinstri bakverðinum.
Sammála með Benayoun, ég efast stórlega að hann verði í byrjunarliðinu á morgun. Það verður annaðhvort Babel eða Maxi.
Annars efast ég um að Rafa komi með einhverjar rótækar breytingar… enda ekki mjög rótækur maður. Sem hefur sína kosti og galla 🙂
Jæja að komast hreyfing á eigendamálin. Talað um í Times í dag (sem er mjög áreiðanlegur miðill) að Barclays sé komið í málið.
Ef Liverpool leikur eins og það heftur gert í síðustu fjórum heimaleikjum þá er ég ekkert smeykur fyrir þennan leik. Reyndar hefur Liverpool ekki tapað heima í deildinni síðan gegn Arsenal þann 13. des. 2009.
Þetta verður hörkuleikur þar sem Fulham liðið er vel skipulagt og erfitt við að eiga. Það sem ætti þó að drífa menn áfram ef hefnd fyrir tapið gegn Fulham fyrr á árinu þar sem þeim var veitt óþarfleg hjálparhönd frá dómaranum og einnig síðasti séns liðsins að halda í veika von á CL sæti.
Reina
Johnson – Carra – Kyrgiakos – Agger
Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres
Bekkurinn: Cavalieri,N’Gog,Babel,Ayala,Pacheco.
Ég held að þetta verði skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur. Við tökum þetta 2-0. Nú skorar Maxi, ég trúi ekki öðru! og Torres skorar hitt.
Spái 2-0… Stevie G með bæði
biðst velvirðingar á off-topic… en ég bara get ekki orða bundist, hvernig er hægt að fá út að þetta var ekki rautt spjald???
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5334419/
Webb er alveg ofan í þessu broti og Milner stálheppinn að fótbrotna ekki… fæ líka upp í kok að heyra annan lýsara ITV reyna að verja Terry (af því að boltinn sé skoppandi þá er ekkert eðlilegra en að fara með takkana á undan sér… + setningin ,,..he actually does take a slice of the ball…”)
Úfffffffffff Torres ekki með !
The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Agger, Mascherano, Aquilani, Babel, Maxi, Gerrard, Ngog. Subs: Cavalieri, Kuyt, Benayoun, Lucas, Degen, Pacheco, Ayala.
Er Torres þreyttur eða meiddur?
flott lið fyrir utan náttúrulega einn augljósan punkt…..segi samt 2-0 og Ngog með bæði 🙂
Á lfc.tv:
“David Ngog starts in place of the injured Fernando Torres against Fulham”
Þessi skipting á Aquilani fyrir Kuyt er með öllu óskiljanleg að mínu mati. Maxi er búinn að vera mjög slakur