Liverpool gerði jafntefli við Fulham í dag. Þetta byrjaði svona:
Johnson – Carra – Kyrgiakos – Agger
Mascherano – Aquilani
Maxi – Gerrard – Babel
Ngog
Fulham höfðu *nákvæmlega engan* áhuga á því að ná neinu öðru úr þessum leik heldur en 0-0 jafntefli og þeim tókst það. Schwarzer markvörður hefur eitthvað einstakt lag á Liverpool – skv. ensku þulunum hefur hann nú haldið hreinu í 12 af 24 leikjum gegn Liverpool. Það er hreint ótrúleg tölfræði hjá markmanni, sem hefur spilað fyrir Middlesboro og Fulham.
Þetta er þá endanlega búið – við leikum ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Ég er búinn að fara upp og niður með þetta, en andskotinn hafi það Man City og Tottenham hreinlega geta ekki verið svona miklir aular að tapa þessu niður. Liverpool menn geta engum nema sjálfum sér kennt um þetta klúður. Þessi tvö lið hafa gefið okkur öll tækifæri á að ná þeim, en okkar menn hafa aldrei klikkað á því að klikka.
Við áttum þennan leik í dag og í fyrri hálfleik var ég nokkuð rólegur því ég trúði ekki öðru en að við myndum skora. Svo í byrjun seinni hálfleiks hélt ég að þetta væri alveg að koma. En um miðjan seinni hálfleik var einsog okkar menn gæfust upp og varamennirnir bættu **nákvæmlega engu** við leik liðsins. Fyrirliðinn hengdi haus einsog ávallt þegar að á móti blæs á þessu tímabili. Liðið var kraftlaust og algjörlega hugmyndalaust. Það virðist enginn hafa áhuga á því að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Það er hægt að bjarga einhverju varðandi þetta tímabil með því að klára Atletico Madrid og svo úrslitaleikinn í Evrópudeildinni. Eitthvað minna en það og þá verður þetta án efa mest frústrerandi Liverpool tímabil sem ég man eftir á minni ævi.
**Uppfært (EÖE)**: Man City menn unnu Birmingham núna áðan stórt og eru þá komnir 6 stigum á undan okkar mönnum og **eiga leik til góða.** Með því að vinna alla þá leiki sem við eigum eftir þá getum við komist í 68 stig. Man City eru með 62 stig og eiga 5 leiki eftir. Þannig að til þess að slá okkar menn út þurfa þeir bara að vinna 2 af þeim 5 leikjum, sem þeir eiga eftir (þeir og Tottenham eru bæði með mun betra markahlutfall. Þetta er búið.
Sælir félagar
Ef einhver getur sagt eitthvað jákvætt um þennan leik þá vil ég biðja þann hinn sama að koma og skjóta mig. Ég get ekki lifa í sömu veröld og hann.
Það er nú þannig.
YNWA
í leikjum sem þessum, þar sem andstæðingurinn pakkar í vörn, þarf stjórinn að vera djarfur og prófa nýja hluti þegar ljóst er að ekkert er í gangi fram á við…. það mætti halda að það væri lögbann á að vera með fleiri en einn mann frammi… allar skiptingarnar voru staða fyrir stöðu eða með smá hrókeringu en engin breyting á kerfinu, enda breyttist voða lítið…
Kunnugleg skita hér á ferð því miður 🙁
Það er sorglega greinilegt að þegar Torres er ekki með þá hefur Gerrard ekki áhuga á að spila, heldur dettur niður í 2 flokk þar sem restin af leikmönnum liðsins er, að Reina undanskildum.
Menn geta sagt hvað sem þeir vilja um Rafa, en það er deginum ljósara að leikmenn Liverpool hafa ekki áhuga á að spila í CL á næstu leiktíð.
Djöfulsins leiðindi.
Það er eins og leikmenn liverpool trúi ekki á þetta mission að ná 4 sæti satt að segja þá er mer eiginlega bara alveg nákvæmlega sama ég er búin að gefast upp á þessu 4 sæti fyrir löngu löngu síðan.Og síðan kemur en og aftur umræðan við erum á heimavelli og við stillum upp einum framherja sem er 20 ára comon þetta er nátturlega bara grín finnst mer og ég tala nú ekki um dirk kuyt drengurinn gerði ekki shit þegar hann kom inn á.Ef það er einhver sem ég vill fá seldan í sumar þá er það kuyt þvílikt drasl sem þessi leikmaður er hann á 1 góðan leik af 7
Æiiiii fuck it ég hreinlega nenni þessu ekki lengur þetta liverpool er eins mikið rugl og bold & beautiful
Jesús, maður kíkir á stigatöfluna og sér núna að fjórða sætið er farið. Það er hægt að koma með einhverjar pælingar eins og “ef við vinnum Evrópudeildina á næsta ári fáum við jafn mikinn pening og fyrir að detta út í riðlakeppni meistaradeildar…” en staðreyndin er sú að þetta er ekkert grín fyrir félag eins og Liverpool. Fyrir það fyrsta er miklu erfiðara að fá leikmenn til liðsins. Haldið þið að menn eins og Ribery myndu nenna að spila ekki í meistaradeildinni þó Liverpool byði honum sama díl og Real?
Það sorglega er að við höfum fengið sjöþúsund sénsa til að hirða þetta helvítis fjórða sæti. Þurfti ekkert stórkostlegan árangur til, City og Spurs hafa nú ekki verið að brillera svo svakalega.
Mér finnst þetta frekar lúkka eins og leikmenn liðsins hafi ekki áhuga á að spila fyrir Rafael Benitez á næstu leiktíð. En hvað veit maður?
Það hrópar svo ofboðslega á mann þennan vetur hvað okkur vantar ALVÖRU sóknarmenn í þennan hóp okkar. Skil auðvitað ekki það að skipta Babel útaf en það að vinna ekki leik sem þú átt 20 skot að marki og 65 % með boltann segir einfaldlega eitt.
ÞÚ ERT EKKI MEÐ NÓGU GÓÐA SÓKNARMENN INNÁ!
Maxi, N’Gog, Benayoun. Einfaldlega vonlaust að reikna með því að svona leikmenn séu lykilmenn í meistaradeildarliði.
Enda er sá möguleiki farinn. Kominn tími á að hætta þessum heimskulega eltingarleik við CL sætið og fara að leyfa öðrum leikmönnum að fá mínútur. Ég heimta það að nú verði Kuyt og Maxi hvíldir vel um sinn.
Það er svo algerlega á hreinu að það er SKYLDUVERK að fá 3 HEIMSKLASSA sóknarlega sinnaða leikmenn í þetta lið. Umræða um leikkerfi og þjálfara skipta engu meðan þú ert að treysta þeim sem léku á köntunum og frammi í dag.
Hlaut að koma að því að liði tækist það á Anfield sem nær öllum hefur tekist á eigin heimavelli í vetur. Leggjast aftarlega og leyfa hugmyndasnauðum leikmönnum á köntunum okkar að hlaupa fram og snúa svo við, eða senda inní teig á leikmann sem ekki á möguleika að komast í færi gegn alvöru varnarmönnum eins og við sáum gegn okkur í dag!
4 Kuyt seldur? Get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast og ösku hans verður líklega dreift yfir grassvörðinn þegar hann leggur skóna á hilluna eftir 10 önnur titlalaus tímabil með Liverpool.
Hvernig stendur eiginlega á því að loksins þegar Kuyt (sem verður aldrei þreyttur) og Lucas gera eitthvað af viti þá eru þeir umsvifalaust teknir úr liðinu ? Nú er ég ekki að segja að ég vilji sjá þá félaga mikið í kringum liðið en hvaða skilaboð eru þetta eiginlega, vertu ömurlegur og þá ertu í liðinu en ef þú vogar þér að spila vel er þér hent út. Rafa er meistari í að gera fótbolta að einhverri fáránlega flókinni formúlu þegar þetta er svooo einfalt að það er eiginlega sorglegt. En jæja nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta bull …
Jæja þetta var frábær sigur í dag. Þetta er æðislegt.
Jæja mikið var þetta ömurlegt, engin áhugi á að vinna þennan leik þrátt fyrir að allir leikmenn komi hver á eftir öðrum í fjölmiðla til þess að tala um hvað þeir ætli sér að vinna alla 6 seinustu leikina og svo segja þeir verðum að vinna alla 5 leikina og svo koll af kolli en engin áhugi á vellinum.
Benitez stillti upp sterku liði í dag en það var eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu í dag af því að Torres var ekki með.
Aquilani var ágætur en alls ekki besti maður vallarins og sú hugmynd að setja Kuyt inná var fín en skilaði ekki því sem varð að skilast.
Pascheco fékk tækifæri en menn sennilega skjóta Benitez í kaf fyrir það þrátt fyrir að menn hafi beðið um það í allan vetur að hann fái tækifæri.
Fulham gerðu það sem þeir ætluðu sér og tóka það eina stig með sér sem þeir byrjuðu með og höfðu ENGAN áhuga á að reyna að sækja, meira að segja Duff var bara sem annar bakvörður í leiknum, en þeir urðu ekki að vinna leikinn en Liverpool varð að gera það en það tókst ekki í dag frekar en fyrri daginn og ég er búin að gefa CL upp á bátinn enda eru 0% líkur á því að við náum þessu 4 sæti.
Þetta tímabil er farið að minna frekar mikið á síðasta tímabilið undir stjórn Houllier, endalaus vonbrigði! Spurning hvort að það endi með því að Benitez verði rekinn og við taki annar stjóri. Þá byrjar uppbygging á klúbbnum og hópnum eftir hans höfði, sem þýðir að Liverpool vinnur ekkert næstu 3-4 árin.
Djö sjálfspyndingarhvöt að halda með þessu liði stundum!
Það voru tveir leikmenn í Liverpool liðinu sem mér fannst líklegir til að skora,Postulani og Babel..Nei en auðvitað var þessi stórkostlegi stjóri okkar búinn að ákveða þessar skiptingar áður en leikurinn hófst?.Og aldrei má bæta mönnum í sóknina..Hvernig er hægt að réttlæta það að þessi maður verði áfram með liðið??..Hvað erum við búnir að horfa á marga svona leiki síðan hann tók við? Hann hefur ekki grænan grun um hvernig á að vinna svona leiki. Þetta var leikur þar sem það skipti engu máli hvort við gerðum jafntefli eða töpuðum..En að þessi maður þori að taka sénsinn og hrúga framherjum inn á…NEI takk..betra að ná 0-0 jafntefli en 4 sæti..Er maður kominn með æluna upp í háls??..Já fyrir löngu síðan…
City er að valta yfir Birmingham. 4 sætið er úr sögunni.
Ekkert jákvætt um þennan leik að segja. Og engar afsakanir um þreytu eða slíkt heldur, þar sem Fulham-liðið átti útileik á fimmtudag í Þýskalandi en við heimaleik, auk þess sem þeir eru með talsvert minni hóp.
Verkefni okkar manna í dag var að vinna leikinn. Fulham ætlaði bara að halda hreinu, ekkert annað, og því var þetta bara spurning um að ná að skora.
Hins vegar var Torres ekki með og þá náðum við ekki að skora. Það er staðreyndin.
Ég ætla að fara eitthvert og yppa öxlum í svona fimm mínútur. Ég nenni ekki að eyða púðri í eitthvað sem leikmennirnir höfðu greinilega lítinn sem engan áhuga á.
Sælir félagar
Ef ég væri stúrfullur af msókískum tilhnægingum þá mundi ég fara að ræða þennan leik. Þá mundi maður fara að ræða um skiptingar, getu einstakra leikmann, upplegg leiksins gegn liði sem varla hefur skorað mark á útivelli í deildinni. uppstillinguna og liðsskipan og svo framvegis og svo frmvegis.
En ég er ekki masókisti, ég hef ekki gaman af leiðindum á fótboltavelli og ennþá síður af að tala um þau. Því legg ég til að þessum leik og allu honum viðkomandi verði kastað út í ystu myrkur og látið verði eins og hann hafi aldrei verið til, aldrei verið leikinn. Þetta var þvílíkur viðbjóður að umhugsunin ein um að hann hafi verið framin er nóg til þess að manni verður ómótt og spýjan stendur uppúr manni.
Það er nú þannig
YNWA
Maður leiksins er klárlega Rafa Benitez, sýndi snildartakta þegar hann tók eina manninn í liðinu okkar sem hugsanlega gæti skorað í þessum leik útaf eftir 65 mínútur, þá á ég auðvitað við skiptinguna þegar hann tók Aquilani útaf.
Var Ngog inná eða??? 18 tilraunir í leiknum og mig minnir að hann hafi ekki átt neina af þeim.
Það er rétt sem hér kemur fram hjá Magga t.d. það vantar sóknarmenn til að leysa Torres af í veikindum, eitthvað sem var reyndar ljóst í upphafi vertíðar. Hitt er annað að skiptingarnar í leiknum kalla á ríkisendurskoðun hreinlega. Þrátt fyrir þetta, neita ég að trúa því að Liverpool og sá mannskapur sem þar er í dag dugi ekki til á ögurstundum til að sækja sigra á lið eins og Fulham og Birmingham. Því er ég hróplega ósammála Magga í því að umræða um þjáfarann skipti ekki máli eins og staðan er. Nú þykir mér endanlega ljóst að hann er ekki að valda verkefninu og það sé grunndvallaratriði að finna nýjan mann í hans stað.
Ég get samt ekki séð að Rafa hafi gert eitthvað rangt í dag, hann valdi sterkasta hópinn sem var í boði, kippti svo mönnum útaf sem voru búnir að klúðra sjénsum í leiknum fyrir ferska fætur. T.d. var ég mjög ánægður með að Pacheco kom inná þó svo að hann hafi ekki breitt neinu.
Sorgleg niðurstaða er staðreind og ég er nú að verða þess fullviss um að Gerrard fari í sumar fáist gott verð, var hann ekki að tilnefna Reina sem framtíðar fyrirliða í vikunni?
Sammála Magga með að nú væri gaman að sjá mikla uppstokkun á liðinu í deild enda ekki eftir neinu að slægjast þar lengur, inn með ungu strákana og út með Carra, Gerrard, Kuyt og marga aðra.
OMFG!
Hvað í fjandanum gengur eiginlega á! Það eru einfaldlega ekki til orð sem komast nálægt því að lýsa ómælanlegri óánægju minni!
Það þarf að selja Gerrard við fyrsta tækifæri, vegna þess að hann er eins og vindlaus fótbolti!
Sparar ekki yfirlýsingarnar utan vallar og skipar félögum sýnum að hafa upp hökuna og berjast!!!!
Er sjálfur eins og linur kúkur á vellinum sem gerir ekkert annað en að ergja sig á ömurlegu hlutskipti í lífi sínu.
Gerum honum greiða og látum hann fara eitthvert annað! Hann er einfaldlega FARÞEGI ! Fáum fyrir hann dágóða summu og kaupum fyrir hana leikmenn sem berjast fyrir heiðri og velgengni besta félags jarðar.
Gerrard er útbrunninn gúmmíkjúklingur !
Ég þori að segja það og finnst ég vera sexí fyrir það….
að horfa á þennan leik var afleit skemmtun. leikmennirnir höfðu einmitt, engan áhuga á verkefninu. fjandi sem það getur verið pirrandi. menn tala líka um að rafa sé ekki að drífa þá nóg áfram og hann sé frekar letjandi heldur en hvertjandi. kommon samt, vita þeir ekki að það eru mörg hundruð þúsund aðdáenda sem eru að fylgjast með hverjum einasta leik. ef það ætti ekki að vera nægilegt mótívatión, þá veit ekki hvað þarf til. það sést langar leiðir að það er eitthvað mikið að og margt þarf að bæta. hvort sem það er að skipta út lykilmönnum, meðalskussum, eigendum eða þjálfara. þá er morgunljóst að á næsta tímabili þurfum við að sjá róttækar breytingar.
næstu umferðir verða engu að síður afar þýðingarmiklar, þar sem city eiga fyrst scum á heimavelli og svo arsenal úti, og þar næst aston villa. gætu vel tapað stigum þar. að sama skapi etja tott’nam-menn kappi við arsenal, scum og chel$ki í næstu umferðum. eins súrt og það er, þá verðum við að treysta á góð úrslit í þessum leikjum og bara plís fokkans vinna okkar leiki.
Benitez getur bara engan veginn peppað menn upp í það að spila einhvern fótbolta í deildinni menn gjörsamlega með hausinn upp í rassgatinu á sér og liðið í hægagangi allan tímann, það hafði bara engan almennilegan áhuga á að vinna þennan leik. Það var allavega ekki eins og sæti í meistaradeildinni væri í húfi.
Engin afsökun að torres hafi ekki verið með við eigum að geta klárað svona lið eins og fulham á heimavelli.
Svo toppaði það allt þegar maður sá áhorfendur vera byrjaðir að fara 3mín fyrir leikslok það gerist nú ekki oft á Anfield 🙁
Benitez kominn á endastöð með þetta lið því miður, og þótt þeir vinni evrópubikarinn breytir það ekki minni afstöðu á herra Benitez.
Þessi leikur o.fl. sýna bara að þegar að þetta Liverpool lið fær ekki að sitja aftur og keyra hraðar skyndisóknir þá er ekkert í gangi. EKKERT.
Við verður aldrei Englandsmeistarar með svona hræddu leikskipulagi. ALDREI.
Vil nota tækifærið og óska Rafa til hamingju með að hafa hrakið alla sóknarmenn frá Liverpool undanfarin ár með þeirri afleiðingu að í algerum must-win leik erum við 20 ára strákling einan frammi gegn miðjumoðsliðinu Fulham. Hversu lengi á þessi skíthræddi þjálfari okkar fá að draga nafn Liverpool í svaðið?
Er einhver af síðustjórnendum enn nógu hrikalega naív til að halda að þetta muni breytast á næsta ári sama hversu góða eða sóknarþenkjandi leikmenn við kaupum í sumar? Mun Rafa fyrir kraftaverk breytast í kjarkmikið karlmenni ef eigendurnir fara frá?
Burt með Benitez. Áfram Liverpool.
Æji ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt að ná þessu fjórða sæti. Ætli maður þurfi ekki að þola Rafa lengur ef við náum því. Ég bara get ekki meira Rafa Benites.
ég vil ekki reka benitez ég vil nýja eigendur og að benitez fái að kaupa topp vinstri bak, topp miðvörð, topp kantmann , og 1 topp senter. selja benna, kuyt, aurelio, el zahar.. ágætt að sleppa þessari meistaradeild og einbeita ser af þessum fokking titli sem mig langar svo sjá Gerrard lyfta yfir höfuð sitt!!! ég allavega hef 3 atriði sem ég vil sjá gerast á næstu leiktíð: nýja eigendu, byrja að byggja þennan völl, og ENGLANDSMEISTARATITIL !!!!
Nákvæmlega! Það eru 40.000 manns á Anfield að hvetja þetta lið. Þarf Rafa Benitez virkilega að koma með einhverjar stórkostlegar ræður til að mótivera menn? Geta menn ekki bara drullast til að berjast og vinna leikinn? Milljónir manna spila fótbolta og berjast einsog ljón á hverjum degi án þess að einhver þjálfari peppi þá sérstaklega upp og án þess að fá borgað krónu fyrir það. Það að þessir 11 milljónamæringar geti ekki mótíverað sig sjálfa í svona leik segir manni einfaldlega það að þeir séu ekki menn, sem eiga rauðu treyjuna skilið.
Benitez fullyrti það í viðtali fyrir áramótin, um það leyti sem Torres meiddist first, að Kuyt og NGog væru nógu góðir til að leysa hann af..Þessi ummæli eru álíka fjarstæðukennd og þegar hann lofaði 4. sætinu….Þvílikur snillingur!!
Er tad a hreinu ad sigurvegarinn I europa league kemst i cl a naesta ari ?
Nei sigurvegari Europa League fær ekki sæti í CL.
Benitez hefur aldrei haft áhuga á ensku deildinni og hefur lítinn áhuga á að vinna hana. Hann er evrópumaður og mun halda áfram að leggja áherslur á evrópuleiki og þannig er það. Hann hefur hagað sér þannig frá upphafi. út með hann, heim með hann og megi hann fá Champinship manager í jólagjöf.
Við verðum að halda áfram í deildinni, við gætum enn endað í 6. jafnvel 7. sæti ef menn rífa sig ekki upp. Ég hló þegar Leifur Garðarsson hélt því fram að Everton gæti orðið fyrir ofan Liverpool á þessari leiktíð en það er bara enn möguleiki. Og ef við endum ekki ofar en í 6. sæti jafnvel 7. ég nenni ekki að spá í 8. komumst við þá hrinlega Europa League á næsta tímabili. Menn geta sagt að við eigum að vinna alla leikina sem eftir eru kannski fyrir utan Chelsea sem verður erfiður, þá eru þarna 2 útileikir, höfum við unnið 2 útileiki í röð á þessu tímabili, bara man ekki eftir því.
Tímabilið hjá Liverpool kristallaðist í þessum leik, það er allt of mikill gæðamunur á sóknarmanni nr. 1 Torres og sóknarmanni nr. 2 Ngog þar liggur vandinn. Að hafa farið inn í þetta tímabil án þess að kaupa sóknarmann til að dekka sóknina með Torres er gjörsamlega að gera út af við liðið. Maður skilur ekki hvernig Tottenham getur spilað með 4 góða sóknarmenn í sínum hópi en Liverpool hefur bara pláss fyrir EINN. Þetta verður að bæta fyrir næsta tímabil og ætti að vera í algjörum forgangi.
Það sem gerði út um leikinn fyrir utan hugmyndasnauðan sóknarleik voru skiptingar Benitez. Að taka Aquilani út af sem var eini leikmaðurinn á vellinum sem virkilega var að koma sér í færi og bjóða sig öllum stundum er óskiljanlegt. Svo í framhaldinu að skipta út af næst mest ógnandi leikmanni síðari hálfleiks Babel toppaði allt. Maxi kláraði leikinn þrátt fyrir að geta lítið sem ekki neitt og ekki var hann að taka menn á út á kantinum. Miðað við leikinn sem ég var að horfa á hefði fyrsta skipting átt að vera Maxi útaf fyrir Kuyt, síðan Ngog fyrir Benna og að lokum varnarmaður t.d Carra fyrir sóknarmann, því jafntefli í þessum leik var sama og tap.
Mikið var leiðinlegt að horfa á karakterleysi fyrirliða liðsins, um leið og ljóst var að Torres myndi ekki leiða sóknina þá var einnig ljóst að Gerrard myndi ekki nenna þessu. Í svona leikjum treystir maður því að Gerrard stigi upp og klári þá upp á sitt einsdæmi. Hvar er hungrið?
Krizzi
Ekkert nema ömurlegt um þennan leik að segja. Liðið er algjörlega ráðþrota gegn liðum sem liggja til baka og það er frekar pínlegt að horfa upp á þetta leik eftir leik. Það er líka frekar pínlegt að sjá Captain Fantastic spila eins og í dag og það er hægt að halda lengi áfram með upptalninguna á ömurlegheitunum. Ég nenni aftur á móti ekki að láta Liverpool eyðileggja einn dag enn og ætla því að taka Pollýönnu á þetta og segja að City og Spurs geri upp á bak í næstu umferðum enda eiga bæði þessi lið mjög erfitt prógramm eftir og við tryggjum okkur 4 sætið í síðasta leik tímabilsins;)
Þá er það alla vegana komið í ljós að RB ber ábyrgð á því hvernig er komið fyrir með LIVERPOOL, með liðsuppstillingu og skiptingum (á 65 mín -72 mín) svo er RB að tjá sig núna fyrst að það þurfi mannskap, JÁ hann er ekki allt í lagi þessi polli,( krakki). RB má yfirgefa svæðið, takk.
Liverpool er í sömu vandræðum og Man. Utd. Þegar Rooney eða Torres eru ekki með geta liðin ekkert(jú geta fullt en eru eins og miðlungslið).
Ég skil ekki hvað stuðningsmenn Liverpool tala alltaf um að ná 4.sætinu. Það sæti gat Liverpool afskrifað fyrir löngu síðan. Síðan held ég á Liverpool ætti að selja Torres og kaupa tvo nýja framherja í staðinn fyrir peninginn. Hann er oftast meiddur og það lítillega. Algjör Cocapuffs strákur. Það hefur ekki verið gefinn mikil kjötsúpa á hans heimili.
Ömurlegur leikur sem endurspeglar þetta tímabil. Ég ætla ekki að horfa á þá leiki sem eru eftir, er alveg sama hvort við lendum í 5., 6. eða 7. sætinu.
Úr því að einhver skoraði á menn að finna jákvæða punkta úr þessum leik, þá ætla ég að gera það. Mér fannst Aqualani vera besti leikmaður Liverpool og svo var gaman að sjá Pacheco koma inn á. Hann náði lítið að ógna en sýndi þó góða tækni.
hérna er hann að væla
http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12602_6088173,00.html
8 Mangi: Eru leikmenn Liverpool almennt brenndir þegar þeir leggja skóna á hilluna? Það er svolítið hart
Við pollarar tökum eflaust þessa dollu sem er í boði, en kanski ekki hver veit, en 4 sætið BÆ BÆ BÆ, kæmi mér virkilega á óvart ef að Liverpool næðu 4 sætinu. Verð að segja það að ég er ekki að digga Maxi R, en kanski kemur hann til og Gerrard verður að fara að koma til baka, sjálfur fyrirliðinn
Benitez út, eigendurna út, nokkra vel valda leikmenn út !! Það þarf að stokka allverulega í öllu á Anfield fyrir næsta tímabil ! Góðu fréttirnar í dag eru þær að það virðist vera komin alvara í þessa blessuðu kana að selja klúbbinn ef að marka má fregnir á SKY. Fáum Chelsea mann til að bjarga okkur frá glötun. Það er bara fínt, mætti vera harður United maður mín vegna eins lengi og hann kemur þessum könum út og einhverja menn með eistu og djörfung í staðinn. Já svo ekki sé minnst á menn með fjármagn !!
Þetta tímabil er búið ! Takk fyrir mig og over and out !
…ég veit nú ekki alveg hvort ég er á einhverjum bjartsýnisskóm í dag en mér fannst liðið vera að spila fínan pressubolta. Mér finnst ekki líklegt að fulham hafi ákveðið fyrir leikinn að fara aldrei með neinn af sínum mönnum útúr eigin vítateig nema Zamora, en kannski. Þetta var kannski spurning um að einhver væri nógu graður til að taka góða rispu og setja hann en engum tókst það. Þeir sem voru líklegastir voru teknir útaf (Babel og Aquilani) og sá sem var að spila lélegan leik ( maxi) fór aldrei útaf. Líklega af því að hann er ekki gjaldgengur í evrópukeppninni. Mér fannst Babel góður, aquilani góður, macherano góður, vörnin góð, Gerrard var með betra lagi og átti nokkrar frábærar sendingar. N´gog var góður í seinni hálfleik og var sá eini sem hefði getað ógnað með sköllum inní teig en var svo tekinn útaf = enginn skallamaður. Við áttum um 20 skot á mark Fulham 2, ég get ekki sagt að þetta hafi verið eins slakur leikur og menn vilja vera að láta, boltinn datt bara ekki inn. Auðvitað vantar okkur sterkari sóknarmenn sem geta klárað þetta en það hefði hver sem er getað potað einu inn í dag, en það gerðist bara ekki.
N´gog góður í fyrri hálfleik átti þetta að vera…
42 thorir..ég er að mörgu leiti sammála þér með frammistöðu leikmannanna í leiknum.. En málið er að síðan Benitez tók við þessu liði, þá höfum við þurft að horfa á óteljandi svona leiki…Þessi leikur í dag var eins og endursýndur leikur, þar sem við áttum 20 skot á marki,70% með boltann,en samt varla eitt einasta dauðafæri.. hve oft hefur karluglan, þjálfarinn svo komið í viðtal eftir leik og þulið upp sömu rulluna, um að við vildum vinna,vorum mikið með boltann og bla bla bla..Þetta gefur bara ekki neitt, og þessi leikur í dag sýnir að Benitez hefur ekki grænan grun hvernig á að brjóta svona varnir niður..Hann er jafn glórulaus og þegar hann byrjaði með liðið…Hann virðist bara kunna eina taktík,en neitar að viðurkenna að hún virki ekki..Og þetta vonandi verður honum að falli..
(Ummæli ritskoðuð af því að Gunnar Ingi reynir ítrekað að tjá sig með því að uppnefna starfsmenn Liverpool FC. -KAR)
Mér finnst vanta uppá að menn hreyfi sig án bolta og reyni að koma sér í góða stöðu til að brjóta upp svona varnarmúr eins og við sáum í dag. Það þarf líka að sækja á nánast öllu liðinu þegar svona er, en ég held að það gerist aldrei hjá Benítez, hann er of varnarsinnaður stjóri til að jarða litlu liðin.
Það kom óvart fyrir á móti portsmouth um daginn, og við slátruðum þeim.
Það er svo sorglegt að sjá einn besta leikmann sem spilað hefur í Liverpool treyju að fjara út og missa áhugan á þessu.
Benitez LOFAÐI aðdáendum félagsins að Liverpool myndi ná 4. sætinu í lok leiktíðar. Þegar menn hafa brotið loforð verður trúnaðarbrestur. Ef Benitez er maður orða sinna og heiðarlegur maður ætti hann í lok leiktíðar að hafa frumkvæði á því að segja af sér, þar sem hann hefur svikið aðdáendur klúbbsins.
Ekkert sem við segjum mun gefa okkur þrjú stig, ekkert linast pirringurinn að hafa bara gert jafntefli á Anfield í svona leik.
Skoðaði leikmennina í City, með áherslu á sóknarmenn. Í byrjunarliði þeirra voru Bellamy og Johnson á köntunum, Tevez og Adebayor frammi, Wright-Phillips og Santa Cruz komu inná.
Ég held að Arnar Björnsson hafi hitt á nagla þegar hann spáði því í dag þegar hann var að lýsa leiknum við Fulham að Rafa fari til Real Madrid í sumar. Real hafa fjármagn til að kaupa upp samning Rafa við Liverpool og það er ljóst að Pellegrini er ekki að skila tilætluðum árangri þar á bæ þrátt fyrir að hafa getað keypt þá leikmenn sem hann hefur dreymt um.
Það er óþarfi fyrir menn að svara Gunnari Inga mikið frekar. Hann hefur verið bannaður frá síðunni vegna síendurtekinna brota á okkar einföldu, sanngjörnu reglum. Hann má hafa sína skoðun á Rafa Benítez eins og aðrir, enda er megnið af ummælendum hér fyrir ofan að gagnrýna knattspyrnustjórann og aðra í liðinu, en hann einfaldlega má ekki vera með skítkast eða uppnefningar. Þetta er ótrúlega einfalt og ef menn ekki fara eftir þessu verða þeir bannaðir.
Allavega, sjálfur er ég orðinn þreyttur á þessu tímabili í deildinni. Ég nenni fyrir mitt leyti ekki að ræða hverjum er um að kenna því ég held að það ættu allir – eigendurnir, Rafa, leikmennirnir – að líta í eigin barm og skammast sín. Of lítill stuðningur við liðið af hálfu eigenda, of mikil þrjóska og hugmyndaleysi af hálfu knattspyrnustjóra og of mikið andleysi og/eða ábyrgðarleysi af hálfu leikmanna = tímabil sem má fara til fjandans.
Fyrir utan leikina tvo gegn Atleti get ég ekki beðið eftir að þetta tímabil endi. Og trúið mér, það er í fyrsta sinn sem ég segi það um Liverpool FC.
Æji þetta er svo grátbroslegt ástand eitthvað. Man í sumar hvað allir voru bjartsýnir eftir að hafa verið svo nálægt því að vinna deildina í fyrra, en núna erum við meira að segja úr leik um fjórða sætið, og samt fjórir leikir eftir! Maður hefur nú lent í ýmsu varðandi þetta lið okkar en þetta slær öllu við.
Sammála ummælum #50 að öllu leyti.
Nóg sagt í bili!
Vonandi að menn hætti loksins að koma með skilti á borð við “yanks out, in Rafa we trust”. Á meðan þessir ómögulegu kanar eru við stjórnvölinn þá verður spánverjinn aldrei rekinn ef þeir halda að hann njóti stuðnings. Það er full mikið stokkhólms-heilkenni í gangi.
Ég perónulega vill ekki að Rafa verði rekinn af þeirri einföldu ástæðu að klúbburinn hefur ekki efni á því. Það kostar allt of mikinn pening og ég vill að sá peningur verði notaður í að styrkja liðið og látum Real eða Juve um að kaupa upp samning Rafa. Mér finnst líklegt að það komi fyrirspurn frá Real í Rafa núna í sumar og ég er farinn að hallast að því að það eigi að svara þannig fyrirspurn á mjög jákvæðum nótum.
Hvað gerist ef við lendum í 7. sæti og vinnum ekki Evrópudeildina. Komumst við þá yfirhöfuð í Evrópudeildina einu sinni?
Góðar líkur á því. Þurfum a.m.k. að treysta á að Aston Villa tapi stigum.
Ég vil bara þakka síðuhöldurum fyrir að gera þessa síðu jafngóða og hún er. Það er eflaust ekkert gaman að henda mönnum eins og Gunnari Inga út. Sérstaklega vegna þess að hann á öðru hvoru fullkomnlega “valid” pósta. En alltof oft hefur hann keyrt þverbakið.
Að leiknum.
Ömurlegt djöfulsins Shit. Þar með lýkur minni málefnalegri umræðu um þennan leik.
Í kvöld tökum við töltið einir…. 🙁
p.s.
Þar sem Gunnar Ingi getur ekki svarað mér hér er honum frjálst að senda póst á sigurjon15@ yahoo.com
Sem og reyndar öllum öðrum
Leikurinn í dag var nokkuð góður af okkar hálfu í dag. Okkar menn gerðu það sem fyrir var lagt en kannski var hæfileikinn ekki nógur til að klára þetta eða jafnvel sjálfstraustið eða bara gamla ólukkan (lesist: markmaður hins liðsins á sinn leik tímabilsins). Allavega 4.sætið farið og lítið úr deildinni að hafa þetta árið. Krafa um titil er þó enn til staðar eins og ávalt og við getum svalað henni með EU keppninni, þó auðvitað ekki að fullu.
Þráðrán!! http://www.guardian.co.uk/football/2010/apr/11/tom-hicks-george-gillett-liverpool-sale
Það virðist vera eitthvað sé að gerast á “bakvið tjöldin” í sambandi við eignarhaldið á klúbbnum. Það sem við aðdáendur klúbbsins getum tekið frá þessum fréttum er allavega það að verið er að taka framfaraskref í átt að breyttu eignarhaldi í klúbbnum. Þetta er auðvitað ekki Ísland 2007 þannig að hlutirnir taka aðeins lengri tíma en eitt símtal til bankastjóra al a stjórnarmenn Glitnis. En verum bjartsýn allt hefst þetta með hækkandi sól.
Jæja….
Þá er meistaratitillinn úr höndum minna manna og ljóst að Liverpool nær ekki fjórðasætinu. Þó að mér hafi aldrei líkað við Liverpool né Arsenal þá hefur maður alltaf borið virðingu fyrir þeim. EKKERT fer meir í taugarnar á mér í dag en þessi lið sem eru leikföng eiganda sinna. Þeir dæla í þetta endalaust af peningum , setja öll eðlileg transfer mál í tómt bull og svo maður tali nú ekki um launapakkann. Ég held að FIFA ætti að setja lög um að banna þetta bull , gera allavegana þá kröfu að innan 3ja ára sé liðin rekin eða minna en 10 % tapi.
Hvernig dettur mönnum í hug að Real hafi áhuga á að fá Benites í starf? Ég á afar erfitt með að ýminda mér það held þeir fari á eftir Mourinho og þegar þeir fá hann ekki þá reyna þeir við e-n sóknar þenkandi. Vona hins vegar ykkar vegna að þeir geri það…
Stalin, Real-menn hugsa ekki alltaf “rökrétt”. Benitez er að vissu leyti einhvers konar týndur sonur og mun fara til Real einn daginn. Vonandi verður sá dagur í sumar.
Eini leikmaðurinn sem var að gera sig eitthvað líklegann var auðvitað tekinn útaf fyrstur.
En það pirraði mig mjög að sjá ekki Benítez taka neina áhættu..jaftnefli eða tap skipti ekki máli, en sigur hefði getað haldið okkur aðeins í voninni.
Týpiskt að við vinnum restina af leikjunum okkar, förum í úrslit í evrópudeildinni og lendum á móti Fulham, töpum á móti þeim, og akkurat þessi leikur í dag væri ástæðan fyrir að við náum ekki 4. sæti og endum í fimmta.
hahahhahahah!
Þetta hlýtur að vera grín:
45Gunnar Ingi
þann 11.04.2010 kl. 19:00
(Ummæli ritskoðuð af því að Gunnar Ingi reynir ítrekað að tjá sig með því að uppnefna starfsmenn Liverpool FC. -KAR)
Ég hef áræðanlegar heimildir fyrir því að starsmenn Liverpool FC séu hreinilega niðurbrotnir vegna síendutekinna níðskrifa Gunnars Inga á kop.is. Eins eru niðrandir skrif um leikmenn liðsins hér á þessari síðu farin að valda miklum taugatitringi meðal leikmanna og andrúmsloftið í klefanum lævi blandið – eftir ítrekaða gagnrýni spekinga af kop.is
Strákar höldum aftur af okkur- stjórn og starfsmenn LFC þurfa að finna stuðninginn frá okkur, lesendum þessarar síðu. Þegar þeir koma hér inn í netrúntinum sínum vil ég sjá okkur alla berja í þá kjark og þor!
Kop.is: þar sem leikmann og starfsmenn Liverpool læra íslensku, gæti svo verið yfirskriftin í hausnum á síðunni í stað Youll never walk alone.
bráðhlægilegt alveg!
Gjörsamlega fárálnlegt að taka útaf þá 2 menn sem voru hvað líklegastir til að gera eitthvað.
Það er líka eins og Benitez hefi ekki enn fattað (eftir 6 ár) að við þurfum ekki að vera með 4 varnarmenn (5 ef þú telur Mascherano með) í svona leikjum.
Hann hefði tam mátt henda Grikkjanum í sóknina síðasta korterið.
Doddi #63
Einstaklega barnalegur og illa hugsaður pistill hjá þér vinur. Það sér það hver maður í hendi sér að til þess að það eigi að vera hægt að koma héra inn og lesa skoðanir annara og hafa gaman af verður að halda umræðunum á ákveðnu plani. Svo auðvitað eru engir niðurbrotnir starfsmenn á Anfield út af þessu, en þetta er lika ekki gert fyrir þá, þetta er einfaldlega gert fyrir mig og þig. Mér finnst stjórn síðunnar búinn að standa sig reglulega vel í þessu hlutverki á annars mjög erfiðum tímum.
Takk stjórn.
Diddi (65) svarar þessu kommenti Dodda (63) ágætlega.
Það bætir nákvæmlega engu við umræðuna um liðið okkar að vera að uppnefna einstaka leikmenn og þjálfarann. Það er hægt að gagnrýna liðið og þjálfarann á málefnalegan hátt á þessari síðu og svo hefur verið síðustu ár. En það sem aðskilur þessa síðu einmitt frá öðrum síðum er að í gegnum tíðina þá hafa menn haft þá gagnrýni á málefnalegum nótum.
Auðvitað heldur enginn að þjálfarar eða leikmenn muni nokkurn tímann lesa það sem um þá er skrifað á þessari síðu, en það breytir því ekki að við viljum halda umræðunni á háu plani.
Um leið og menn fara að gera grín að holdafari eða gáfum eða öðru varðandi leikmenn, þá dettur umræðan niður á lægra plan. Og við munum berjast gegn því. Það má vel vera að einhverjir séu miður sín yfir því, en það eru klárlega til önnur spjallborð á netinu þar sem menn geta fengið útrás fyrir slíkt tal.
1# (Sigkarl) sólin skein á grasið á Anfield þannig að það ætti að ná að jafna sig eftir þennan leik.
Sá einhver Gerrard í gær?? Er hann týndur??
Jæja, núna getum við leyft örðum að spreyta sig, setjum bara guttana í næstu deildar leiki og notum kraftana í þessa þrjá “alvöru” leiki sem eftir eru.
Torres eða enginn Torres
Hvernig spilum við á næsta tímabili ef við seljum Torres eða Gerrard í sumar??
Punktar:
– Við setjum 4. sætið sem markmið.
– Við verðum trúlega að selja einn lykill leikmannn í sumar.
– Við hrósum unglingaframleiðslunni hjá okkur en svo erum við senda þá alla frá okkur.
+/- Margir segja að Anfield sé ekki nógu stór en hann er samt í 7 sæti yfir stærðstu fótboltavelli Englands. Völlurinn sem þeir G/H “ælta að” byggja er aðeins 5000 sætum fleiri. (þá mundum við fara upp í 5 sætið).
59 Stalin – Benitez er mjööög hátt metin hjá spænskum liðum í La Liga, leikmenn bera virðingu fyrir honum þar. Hann tók við hálf döpru Valenica liði og gerði þá spánarmeistara í fyrsta sinn í 31 ár, ekki einu sinni heldur tvisvar ! Það þarf pung til að geta staðið upp í hárinu á einveldunum Real Madrid og Barcelona. Einnig vann hann UEFA cup með Valencia. Hann þekkir deildina og liðin bak fyrir aftur og fram hingað og þangað þannig ég skil það mæta vel að Real hafi áhuga á honum, manni með reynslu. Óskynsamur perez reynir að fá mourinho sem er algjörlega reynslulaus í spænskudeildinni en risastórt nafn, en skynsamur perez reynir að fá benitez þar sem hann þekkir til deildarinnar og spilamennskuna í deildinni og einnig vegna þess að hann byrjaði ferilinn hjá Real með þjálfun á unglinga- og varaliðinu.
Hálf döpru Valencia liði???
Nú man ég ekki betur en að þeir hafi komist í 2 úrslitaleiki í CL í röð? 2000 og 2001?
Já og voru hálf daprir í bragði eftir það enda töpuðu þeir báðum 🙂
Auðvitað á Benitez skilið gagnrýni fyrir skiptingarnar en erum við ekki að oft að gleyma leikmönnunum sem voru inná ?? Það eru þeir sem eiga að koma sér í færin og það eru þeir sem eiga að KLÁRA FÆRIN þegar þeir komast í þau. Ég meina grikkinn fékk dauðafæri til að skora og gerði það ekki. Við fengum fín skotfæri fyrir utan teig sem geiguðu eða fóru beint á markmanninn. Maxi fékk færi einn á móti markmanni en klúðraði því. Hvernig er þetta Benitez að kenna ??? Ég bara spyr. Leikmennirnir á vellinum áttu að vera löngu búnir að klára þetta ömurlega Fulham lið, sem fögnuðu eins og sigurvegarar þegar þeir náðu í eitt stig.
Auðvitað gagnrýnir maður skiptingarnar á Babel og Aquilani en maður verður að gera kröfu til leikmanna að þeir standi sig þegar þeir spila fyrir klúbb eins og LFC.
@68
hheheheh…. bendi á að ,,reynslulaus” Mourinho skilaði deildarmeistaratitli hjá Chelsea og Inter á sínum fyrstu árum með félögunum þrátt fyrir að hafa enga reynslu af þjálfun á Englandi og Ítalíu
Það er alveg rétt sem maður að austan segir, að menn eigi að klára færin sín, og það hefur maður séð margann snillinginn ekki gera. En RB er fastur í einhverju bókarformúlu. Af hverju að breyta uppstillingu þegar að leikurinn á undan gekk svo vel? Af hverju að setja menn á bekkinn sem spiluðu vel síðast? Af hverju var Crouch settur á bekkinn eftir að hafa skorað þrennu? Hvers vegna, þegar að Keane fór loks að skora, þá var hann settur á bekkinn? Hvers vegna segir RB að menn verði að vinna sér sæi í liðinu og svo þegar að það gerist, eru þeir settir á bekkinn? Er von að menn spyrji, og þetta fer örugglega í skapið á leikmönnum og myndar mikinn pirring innan liðsins sem kemur svo í ljós þegar að menn eiga að klára færin sín. RB þú mátt fara heim (það er búið að hreinsa búrið þitt). 😉
Eins og ég sagði í einu af fyrstu kommentunum þá fer mest í taugarnar á mér við svona leiki þar sem lítið er í gangi í sókninni gegn liðum sem pakka í vörn hversu ragur Benitez er að breyta um leikskipulag. Augljós kostur í stöðunni var að t.d. snemma í seinni hálfleik að fara í þriggja manna vörn (vorum með þrjá hafsenta inná), setja Johnson á kantinn (sóknarbakvörður þ.a. ég vísa því til föðurhúsanna að þar væri verið að spila manni út úr stöðu, ef menn eru ósáttir við það mætti náttúrulega taka hann út í staðinn fyrir að taka Maxi útaf. En Maxi var svo arfaslakur að ég skil ekki hvers vegna hann fékk að klára leikinn) og Maxi út fyrir Kuyt sem færi fram með Ngog.
Auðvitað er ekki augljóst mál að þetta hefði borið ávöxt en breyting sem þessi hefði í það minnsta gefið manni trú á að Benitez væri að reyna að auka sóknarþungann og bregðast við ráðaleysinu fram á við. Í staðinn hélt hann sig við sama kerfið og því þurftu Fulham menn litlar áhyggjur að hafa enda réðu þeir ágætlega við veika sóknartilburði Liverpool.
Þetta var bara algjörlega fullkominn Benitez leikur á allann hátt. Hann hefur svo marg oft sannað og sýnt að hann bregðist aldrei við leikjum eins og þeir spilast, nei hann er alltaf með skiptingar ákveðnar fyrir leik, hverjir og hvenær. Algjörlega óháð stöðunni í leiknum eða spilamennsku leikmanna. Hans ofurtrú á einstaka leikmenn, hans liðs uppstilling, hans róteringar, hans inn á skiptingar og hans hugmyndasnauða “save, defencive, controlling the game, very good possesion kick and run” spilakerfi er ástæðan fyrir því að Liverpool er statt þar sem það er í dag. Eigendurnir koma þessu máli ekkert við. Hans djobb er að móta lið á ákveðnum árafjölda, hann fékk pening í það. Hans djobb er líka að mótivera og byggja upp leikmenn. Hann hefur klúðrað þessu öllu. Þannig að við getum alveg haldið sömu mönnum, en fengið nýjan 2nd striker og við getum líka haldið sömu eigendum en við verðum að losna við Benitez, helst árið 2007.
Kiddi Keagan … helst 2007 ?
Ég er ekki að taka afstöðu með Rafa, eða á móti honum. En þú vilt sem sagt losna við hann fyrir 2008/9 sem var besta tímabil í PL frá upphafi ? (Stofnun úrvalsdeildar þ.e.a.s.)
Hulier (ath stafs,) náð líka 2 sæti á sínu tímabili , en það eru kanski fleiri stig sem RB náði en 2 sætið er alltaf 2 sætið
Og annað sætið gefur bikar og titil eða er það ?? á Liverpool alltaf að stefna á 4 sætið á hverju ári Eyþór og ef þeir ná öðru sæti þá er það bara frábært að þínu mati ?? það er alveg sama hversu mikið menn reyna að þrjóskast við og kenna öllu öðru um en benites.
það er bara einn maður sem ber ábyrgð á endanum og þá meina ég á gengi liðsins og inn í það tvinnast svo leikmannakaup sem hafa verið mörg og dýr miðað við Liverpool og mörg þeirra ekki að skila neinu, og eins ber hann ábyrgð á því starfsfólki sem vinnur hjá klúbbnum þannig að miðað við gengi liðsins undanfarin 4 ár þá er það maðurinn sem ber ábyrgðina sem á líka að axla hana og segja upp því starfi sem hann er ekki að standa sig í.
Liðið sem Benitez fékk í hendurnar frá Houllier er mun betra en liðið sem hann hefur byggt upp og hefur á að skipa í dag. Einnig var UEFA sigurliðið 2001 mun betra en nokkuð lið í tíð Benitez.
Segir ansi margt.
Benitez byggði Valencia liðið ekki upp með eigin leikmönnum. Kjarni leikmannahópsins sem vann bæði 2001-02 og 2003-04 voru frá tíð Hector Cuper sem hafði náð í úrslitaleik CL tvö ár í röð. Valencia liðið var aldrei beint “liðið hans Benitez”. Arfleiddi góðan hóp og náði góðum árangri með honum. Rétt eins og hann gerði með Liverpool.
Í alvöru talað? Hefurðu horft á Liverpool í evrópukeppnum síðustu ár og hugsanlega borið saman við hvernig liðið var undir stjórn Houllier. Já, þetta tímabil er royal fuck, en það er fráleitt að halda því fram að liðið sem vann Alaves sé betra en þau lið sem að Benitez hefur teflt fram í Meistaradeildinni síðustu ár.
Og menn gleyma því líka annaðhvort viljandi eða ekki að síðasta á næstsíðasta tímabili Houllier lenti Liverpool í fimmta sæti. Þannig að Houllier hafði þá þegar átt ömurlegt tímabil þegar hann var svo rekinn eftir annað jafn slæmt tímabil. Benitez hefur núna átt eitt afleitt tímabil eftir frábært í fyrra.
Ég er vel til í að halda þeim möguleika opnum að við fáum nýjan þjálfara í sumar, en það er fráleitt að halda því fram að Liverpool hafi ekki tekið miklum framförum á fyrstu fjórum árum Benitez í starfi. Houller náði liðinu aldrei lengra en 8-liða úrslit í Meistaradeildinni – Benitez kom okkur tvisvar í úrslit og einu sinni í undanúrslit. Horfið á einhverja Evrópuleiki frá tímum Houllier og þá munið þið sjá muninn.
“það er fráleitt að halda því fram að Liverpool hafi ekki tekið miklum framförum á fyrstu fjórum árum Benitez í starfi”
Í algjörri hreinskilni og meina ég þetta ekki illa, en mér finnst liðið ekki hafa tekið miklum framförum á þessum fjórum árum. Kannski er þetta eitthvað sem ég tek ekki eftir.
Liðið í Istanbul maí 2005
DUDEK
FINNAN – CARRAGHER – HYYPIÄ – TRAORÉ
GARCÍA – GERRARD – ALONSO – RIISE
KEWELL
BAROS
Liðið á móti Fulham um helgina
Reina
Johnson – Carra – Kyrgiakos – Agger
Mascherano – Aquilani
Maxi – Gerrard – Babel
Ngog
Gott og vel. Takiði nú leikmennina pund fyrir pund. Hvort er liðið er sterkara á pappírnum? Ég er annars ekki á því, eins og margir, að Benitez hafi tekið við einhverjum brunarústum. En Liðið hefur jafnt og þétt verið að bæta sig. og ekki bara fyrstu XI heldur allur bragurinn á klúbbnum líka. Vara og unglingaliðin eru að breytast í “powerhouse” á sínum level.
Áður en Benitez kom vorum við öll fullkomnlega sátt við að liðið væri í ströggli við að komast í meistaradeild (að ná CL-sæti ekki, var allavega ekki heimsendir), Áður en Benitez kom voru leikmenn á sama kaliberi og Torres, Mascherano og G. Johnson einfaldlega ekki inní myndinni.
Í stuttu máli….
Ef að staðan hefði verið tímabilið 2003-2004 sú að við værum ekki að ná 4. sætinu en ættum alla möguleika á spila um UEFA-cup titil. Hefði enginn talið að það tímabil væri “Royal fuck” (Svo ég vitni í Síðuhaldara)
Auðvitað er ég í jafnmiklu rusli og allir aðrir yfir því hvernig þetta tímabil er búið að þróast. Ég var 200% viss um ÞETTA í ágúst.
Væntingarnar voru miklar, en við skulum ekki gleyma hvað/hver bjó til þessa sömu væntingar.
Ætla menn í alvöru að halda því fram að liðið hans Houllier hafi verið betra en liðið sem Rafa hefur byggt upp? Tímabilið í vetur hefur verið hræðilegt og Rafa hefur (ásamt flestum öðrum) gert fullt af mistökum. En svona kenningar rústa málstaðnum.
Hér ber ég saman nokkra leikmenn sem Rafa annars vegar tók við og þá leikmenn sem hann hefur keypt í staðinn. Ég tek það fram að Rafa hefur í sumum tilvikum þurft að byggja þetta hægt upp, sbr. þróunina frá Owen til Torres:
dudek – reina
finnan – johnson
henchoz – agger
biscan – mascha
diao – xabi og nú aquilani
diouf – kuyt
smicer – benayoun/babel
owen – torres
Þess utan hafa Gerrard og Carra þroskast upp í það að verða heimsklassa leikmenn undir stjórn Rafa. Gerrard var vissulega góður áður en Rafa kom en hann var ekki orðinn dómínerandi afl eins og hann var þar til hann tapaði hreðjunum síðasta sumar. Carra var í skásta falli klaufi áður en Rafa kom. Síðan varð hann einn af betri miðvörðum Englendinga.
Houllier gerði margt gott en það er auðvitað fásinna að halda því fram að hann hafi arfleitt Rafa af einhverjum toppmannskap.
Ég er meira en til í að skoða þjálfaramál í sumar rétt eins og eigendamál og leikmannamál. Í draumaheimi mundi ég held ég vilja nýja eigendur, nýjan þjálfara, nýjan fyrirliða og ca. 80 milljónir punda. Það þarf að stokka upp í öllum kimum klúbbsins.
Ef Rafa fer í sumar vona ég að hann fari á góðan áfangastað og geri góða hluti. Mómentin sem hann og liðið hafa skapað hafa glatt mann ótrúlega en mér finnst menn vera fljótir að gleyma þeim. En núna gengur auðvitað illa og því gæti verið þörf á uppstokkun.
Andskotinn! Uppsetning á leikmönnunum klúðraðist. En þið eruð vel gefnir og áttið ykkur á þessu…
…og til að fullkomna þessa þrennu mína vil ég kvitta algjörlega undir ummæli Sigurjóns Njarðarsonar í nr. 82. Þetta er akkúrat það sem ég var að reyna að sýna fram á.
Æi, væri einhver til í að setja inn nýja færslu á bloggið? Það er ekki bætandi á þunglyndið að berja þetta augum. Plís?
80 EÖE,
Liverpool í Evrópukeppnunum í ár minnti ansi mikið á Liverpool í Evópukeppnunum undir Houllier.
83 JGP,
Af hverju berðu Mascherano saman við Biscan frekar en Hamann? Af hverju Benayoun saman við Smicer frekar en Kewell? Af hverju Kuyt við Diouf frekar en Murphy?
Alonso spilar ekki lengur fyrir Liverpool og Aquilani tapar samanburðinum við Diao (og í raun hvern sem er) af þeirri einföldu ástæðu að hann er varla enn kominn til Liverpool þó hann hafi af óskiljanlegum ástæðum verið keyptur síðasta sumar þrátt fyrir að geta ekki byrjað að spila almennilega fyrr en næsta tímabil.
Hvernig finnst þér svo N’gog standast samanburðinn við Baros, Heskey og Cissé sem voru allir þarna þegar Benítez tók við?
Hópurinn í heild sinni er kannski svipaður að gæðum í dag og þegar Benítez tók við. Stærsti munurinn er á þeim tveimur leikmönnum sem eru þarna ennþá.
Nýi Jamie Carragher skíttapar samanburðinum við gamla Jamie Carragher.
Nýi Steven Gerrard skíttapar samanburðinum við gamla Steven Gerrard.
Þarna erum við að tala um tvær algjörar lykilstöður sem eru verri í dag en þegar Benítez tók við. Þegar að menn eru að bera saman liðið í dag og þegar Benítez tók við og segja að Reina sé betri en Dudek, Torres betri en Owen o.s.frv. þá má ekki gleyma að bera þessa tvo saman líka.
Af þessari ástæðu finnst mér allt í lagi að hlusta á þá sem segja að liðið í dag sé ekkert endilega mikið betra en það sem Benítez tók við.
Hvaða gamli Carragher ert þú að tala um? Sá Carra sem var undir stjórn Houllier var í meðal-lagi góður hægri bakvörður sem var í liðinu útaf veikindum Babbel. Carra byrjaði ekki að brillera fyrr en Rafa tók við.
Gerrard undir stjórn Houllier var ekkert miðað við þann leikmann, sem hann hefur verið síðustu ár undir stjórn Benitez. Já, þeim báðum hefur farið aftur á þessu tímabili, en þeirra bestu ár hafa klárlega verið undir stjórn Benitez.
Já, enda er enginn að halda því fram að árið í ár sé gott. En hin árin undir stjórn Benitez, sérstaklega síðustu 2-3 hafa séð gjörbreytt Liverpool lið í Evrópu.
Tek undir með Einari # 88 enda ekki annað hægt, hvað ertu að bulla Hannes ? Ertu nýfarin að fylgjast með Liverpool FC eða er um algjört gullfiskaminni að ræða ?
Andskotinn! Uppsetning á leikmönnunum klúðraðist. En þið eruð vel gefnir og áttið ykkur á þessu
jgp # 84 :
Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki svo vel gefinn. ! Mér tókst þó að skilja þetta…svona nokkurnveginn.
Insjallah…Carl Berg
Eru menn kanski ekki að átta sig á því að við getum núna lent í 6 sæti og hvað segja menn við því. Carr hefur alls ekki verið að gera góða hluti á þessu tímabili og ekki Gerrard heldur, (til dæmis er Carr búinn að gera 7 sjálfsmörk í gegnum tíðina en gera 5 fyrir Liv) tek undir með Hannesi að RB er lítið betri en Houllier ef þá nokkð, en það í sjálfusér skiptir ekki máli RB er ekki að vinna traust manna og er búinn að tapa klefannum, enda kemur kallinn leiðinlega fram við leikmenn, og takið eftir því að ef RB fer þá verða margir sem munu tala í svipuðum dúr og Riera gerði.
Óþarfi að vera að metast um þetta en ef það er farið út í þá sálma, þá þarf líka að skoða málin með hliðsjón af styrkleika annarra liða. Á þessum tíma voru United t.d. með ógnarsterkt lið og Arsenal líka. Bæði þessi lið voru sterkari enn í dag.
Annars myndi ég segja að Dudek-Babbel/Finnan-Carragher-Hyypia-Riise-Kewell-Mcallister-Hamann-Gerrard-Owen-Cisse sé í raun mun balanceraða lið og líklegra til árangurs en grúbban í dag sem sumir hafa lagt fram sem sterkara lið en það sem Húlli var með. Ég hef fylgst með Liverpool frá ca 1976 og verð að segja að mér hefur sjaldan fundist liðið vera með fleiri veikleika en einmitt núna. Það vantar algerlega hraða og tækni á miðjuna og við erum bara með einn alvöru striker…það er ótrúlegt!
88 Einar Örn,
Ég er að tala um Carragher og Gerrard sem Benítez fékk upp í hendurnar, ekki hvernig þeir spiluðu undir öðrum stjóra. Ég myndi seint fara að hrósa Houllier fyrir nokkurn skapaðan hlut.
Houllier fattaði t.d. ekki að Carragher væri alltof klaufskur til að spila bakvörð, eitthvað sem öllum öðrum var fullkomlega ljóst. Benítez á því skilið mikið hrós fyrir þá snilld sína að færa Carragher í miðvörðinn og vera allt í einu kominn með 26 ára heimsklassa miðvörð.
Gerrard var svo 24 ára gamall þegar Benítez tók við og var því að fara að eiga bestu ár ferils síns á næstu árum sama undir hvaða stjóra það væri.
Auðvitað voru bestu ár þeirra undir Benítez. Er það Benítez að þakka? Er það ekki bara af því að þeir voru akkúrat að komast á þennan aldur þar sem leikmenn toppa?
Það eina sem ég er að segja er að þessir tveir lykilmenn voru betri þegar Benítez tók við (eða stuttu eftir það í tilfelli Carra) heldur en þeir eru í dag. Alls ekki halda að þetta sé enn ein Rafa-umræðan. Ég er að tala um hópinn sem hann er með í dag samanborinn við hópinn sem hann fékk.
Spurning hvort að Rafalution hefði ekki átt að halda almennilega áfram síðasta sumar með því að losna við Gerrard og Carragher frekar en Alonso, Arbeloa og Hyypiä.
89 Eyþór,
Ég er hvorki nýfarinn að fylgjast með Liverpool né með gullfiskaminni. Vertu kurteis.
91 Már Gunnars,
Þú ert að misskilja. Ég er alls ekki að segja að Benítez sé ekki betri en Houllier.
Hannes nr. 87.
Persónulega held ég að Smicer hafi ekki skilað klúbbnum minna en Kewell. Að mínu mati er Benayoun mun betri en þeir báðir. Ég hins vegar gleymdi Kewell í þessari upptalningu enda lá ég ekkert yfir þessu lengi.
Varðandi N’Gog held ég að hann standist vel samanburð við Heskey/Baros/Cisse. Allir þessir leikmenn eru númeri of litlir. Þú talar eins og Heskey/Baros/Cisse séu einhverjir toppmenn sem séu að gera frábæra hluti. Reyndar er Baros að salla inn mörkum í Tyrklandi en það geta allir verið sammála um að hann var númeri of lítill fyrir okkur.
Varðandi Super Danny Murphy…þá er hann að mínu viti miðjumaður og ég reyndi að halda mig við ákveðnar stöður. Kuyt leikur nákvæmlega sömu stöðu og Diouf gerði forðum. Það þarf ekkert að fjölyrða um gæði Murphy. Hins vegar fékk Houllier ekki Murphy til Liverpool en það skiptir kannski ekki öllu máli.
Houllier gerði margt frábært, t.d. það að fá Finnan frækna til liðsins. Hins vegar er öllum ljóst að hann skildi eftir afar athyglisverðan hóp. Það nægir einfaldlega að kíkja á byrjunarliðið í leiknum við Juventus árið 2005. Þar voru menn að nafni Antony Le Tallec og Djimi Traore í byrjunarliði.
Svo hlýtur þú einfaldlega að vera að grínast með að líkja gamla Carra við nýja Carra. Sá Carra sem við höfum séð í vetur hefur minnt mig óþægilega mikið á gamla Carra en í mínum huga er það morgunljóst að Rafa hefur hjálpað honum að verða einn af betri miðvörðum Englands.
Tapar sá Gerrard sem við sáum í fyrra samanburðinum við þann mann sem var undir stjórn Houllier? En Gerrard árið áður? En árið fyrir það? Ekki misskilja mig…Gerrard var frábær áður en Rafa kom en hann hefur þróast yfir í að vera heimsklassa hvort sem það er Gerrard sjálfum eða Rafa að þakka eða jafnvel þeim báðum. Sá Gerrard sem við höfum séð á þessu ári jafnast hins vegar á við El Hadji Diouf. Hann hefur verið eins og frekt ofdekrað barn alla leiktíðina og hagað sér með þeim hætti sem ekki er sómi af. Ef Madrid eða Inter vilja þiggja hann í sumar…þá gjörið svo vel.
Niðurstaða: Houllier gerði margt gott og á allt (allavega flest) gott skilið. Það sama hef ég að segja um Rafa. Hann hefur fengið stórkostlega leikmenn til liðsins og skilað okkur góðum árangri ef frá er talin yfirstandandi leiktíð. Það breytir þó ekki því að það getur vel verið að það sé komið að leiðarlokum hjá honum.
jgp,
Ég nennti nú ekki að fara út í neinn alvöru samanburð. Fannst bara athyglisvert hvaða leikmenn þú notaðir frá gamla hópnum, ekki endilega þá bestu.
Smicer var góður leikmaður og Benayoun er enn betri. Kewell er samt bestur! (með þeim fyrirvara að ég er Kewell stuðningsmaður nr. 1 á Íslandi).
Þú getur borið N’gog saman við Sinama-Pongolle. Báðir efnilegir framherjar. Hinir þrír voru miklu meira en efnilegir þó ég sé algjörlega sammála þér að þeir hafi allir verið númeri of litlir. N’gog er það bara líka, allavega ennþá.
Diouf var ekki meðal þeirra 11 sem voru oftast í byrjunarliðinu tímabilið áður en Rafa kom. Gerrard og Murphy minnir mig að hafi frekar skipst á að taka hægri kantinn.
Þú velur svo einn af þremur leikjum sem Le Tallec byrjaði inná tímabilið sem þú nefnir.
Ég er ekki að grínast með að bera saman nýja Carra við gamla Carra. Nýi Carra er klaufski miðvörðurinn í hjarta Liverpool varnarinnar í dag, ekki í fyrra. Gamli Carra er leikmaðurinn sem var unun að fylgjast með fyrsta tímabilið hans Benítez.
Sama með Gerrard. Ég er að tala um Gerrard í dag, ekki undanfarin ár.
96 Hannes.
Það sem skilar að heimsklassaleikmenn og meðalljónin er stöðugleiki – Þó að Gerrard eigi eina slaka leiktíða er ósanngjarnt að fella dóm á hann og/eða meðhöndlun á honum eftir 5 frábærar leiktíðir þar á undan.
Það verður að dæma leikmenn og þjálfara út frá lengri tíma en 8 mánuðum.
Þetta er aldeilis líflegt ! Að halda því fram að Liverpool lið Houllier standist liði Benitez er fásinna að mínu mati. Ég meina com on ! Diao er einn leikmaður sem verður seint tekinn inn í frægðarhöll Liverpool. Diouf sem var keyptur í stað Anelka btw ( JÁ HOULLIER KEYPTI DIOUF FREKAR EN ANELKA). Diouf mun aldrei fá virðingu sem leikmaður á fjölum Anfield ! Demantarnar sem kom svo seinna í ljós að voru engir demantar. Ég reyndar skal viðurkenna að Pongolle hefði verið betri kostur en Ngog. En ég spyr þá aftur hvað er Pongolle að gera í dag ?? Vermir hann ekki bara eitthvert varalið á Spáni ? Djimi Traore, Milan Baros, Cisse, Biscan, Vignal, Cheyrou, Medjani, Diomede, Xavier og eflaust fleiri sem hægt er að nefna sem gjööööööörsamlega sökkuðu feitt ! Ég get ekki nefnt svona marga leikmenn í liði Benitez sem sökka eins feitt ef frá er dregið þetta tímabil !
Tölum um það góða sem Houllier gerði. Hann fékk Hypia, Finnan, Hamann, Babbel og hann var duglegri að gefa ungum mönnum tækifæri en Benitez. Owen er besta dæmið um það ! Þegar öllu er á botninum hvolft þá átti Houllier eitt gott tímabil þegar við unnum ´´þrennuna´´ þar að segja evrópudeildina, FA cup og deildarbikar ásamt að ná öðru sæti á eftir Arsenal að mig minnir ! Lið Houllier og Benitez er varla hægt að bera saman, svo mikill er gæðamunurinn á þeim !
En ég ætla samt ekkert að afsaka Benitez. Vil losna við hann ásamt eigendunum og nokkrum leikmönnum sem eiga ekkert erindi í Liverpool FC eða nokkurn annan toppklúbb !
Hannes nr. 96
Ég er mjög sammála þér með Carra og Gerrard í dag. En málið er að mér finnst það ekkert vera bara Rafa að kenna að þeir séu búnir að vera hræðilegir í vetur. Að mínu mati mættu þeir líta í eigin barm og þá sérstaklega Gerrard.
97 Eyþór,
Algjörlega sammála þér með að heimsklassa leikmenn eigi að vera með stöðugleika. Stöðugleiki er eitthvar varanlegt, sem menn sýna alltaf. Gerrard hefur ekki sýnt þennan stöðugleika í vetur.
98 Haukur,
Ég hugsa að liðið sem Rafa tók við myndi vinna liðið í dag ef báðum liðum væri stjórnað af Benítez. Stærsta ástæðan er hversu mikið betri Gerrard og Carra voru.
Hinsvegar er ég sammála þér með Houllier. Ég á mjög erfitt með að fyrirgefa honum að kaupa Diouf frekar en Anelka.
99 jgp,
Enda var ég ekki að segja að það væri Rafa að kenna.
Ég er nú ekki frá því að frammistöður Gerrard og Carra hafi verið nokkrum ljósárum betri undanfarin ár heldur en undir stjórn Houllier! Þá er ég að horfa á sl 5-6 ár ekki bara þetta ár. Carra fór úr bakverði sem er alls ekki hans staða og Gerrard fór að skora fullt af mörkum.
Svo má nú ekki mála lið Houllier of dökkum litum, þetta var alls ekkert alvont lið sem hann skilaði af sér eins og margir þeirra sönnuðu árið eftir, þó Alonso og Garcia hafi verið frábærar og nauðsynlegar viðbætur í þann hóp (Garcia í CL).
101 Babu
Það virðast allir halda að ég sé að bera saman Gerrard og Carra öll þau ár sem Houllier var hjá klúbbnum við öll þau ár sem Rafa hefur verið hjá klúbbnum. Augljóslega eru þeir báðir búnir að vera nokkrum ljósárum betri undir stjórn Rafa en Houllier.
Ég er að segja að í dag, 13. apríl 2010 eru þeir báðir orðnir verri leikmenn en haustið 2004. Þó að þeir hafi vissulega toppað þarna í millitíðinni einhversstaðar. Ekki skilja þetta þannig að Rafa sé búinn að gera þá að verri leikmönnum, alls ekki. Hann gerði þá fyrst að betri leikmönnum en nú virðast þeir vera búnir.
Það er bara kominn tími á svo mikla endurnýjun hjá liðinu. Eigendurnir, Benítez, Gerrard, Carra og fleiri. Sorgleg staðreynd.
Ég er handviss um það, ef RB fer, þá mun Gerrard og jafnvel Carr spila betur en þeir hafa gert á þessu tímabili, það er bara pottþétt að það er eitthvað AÐ á milli RB og flestra leikmanna, sem svo brýst út í lélegri spilamensku.
Hannes nr. 102
“Það er bara kominn tími á svo mikla endurnýjun hjá liðinu. Eigendurnir, Benítez, Gerrard, Carra og fleiri. Sorgleg staðreynd.”
Algjörlega laukrétt. Ég sé það núna að við vorum nánast sammála frá upphafi. Eitthvað þarf að gerast hvort sem allt ofangreint eigi sér stað eða bara hluti af því. En það er ljóst að eitthvað þarf undan að láta. Ef Rafa verður áfram þá þurfa þeir menn sem standa ekki að baki honum að víkja. Að mínu mati eru það Gerrard, Carra, Yossi, Riera og mögulega fleiri. Ef Rafa fer hins vegar til Ítalíu eða Spánar er vonandi að menn taki sig saman í andlitinu, þreifi eftir hreðjunum og sýni gamalkunna takta. Um eigendurna eru hins vegar allir sammála…þeir þurfa að víkja.
Haukur # 98, þetta er ekki rétt “JÁ HOULLIER KEYPTI DIOUF FREKAR EN ANELKA”
Eins og ég man þetta þá var mikill spenningur í herbúðum Liverpool fyrir Anelka, en umboðsmaður hans á þeim tíma (bróðir Anelka) klúðraði samningaviðræðum með fáránlegum kröfum um kaupverð og laun og því samdist ekki. Anelka skipti svo um umboðsmann nokkru síðar 🙂
Svona man ég þetta í það minnsta 🙂
Már # 103. “Ég er handviss um það, ef RB fer, þá mun Gerrard og jafnvel Carr spila betur en þeir hafa gert á þessu tímabili”
Ég held að Gerrard og Carra muni spila betur á næsta tímabili einfaldlega vegna þess að geta varla spilað verr, sama hver þjálfar þá 😉
16.05.2001
Liverpool – Alaves, 5-4
Westerveld; Hyypia, Carragher, Henchoz, Babbel; McAllister, Hamann, Murphy, Gerrard; Owen, Fowler
Varamenn: Arphexad, Wright, Barmby, Smicer, Berger, Fowler
Vinnum UEFA Cup, FA og Carling Cup. Lendum í 3. sæti.
15.05.2004
Liverpool – Newcastle, síðastli leikur Houllier, 1-1
Dudek; Riise, Finnan, Hyypia, Carragher; Kewell, Gerrard, Murphy, Hamann; Heskey, Owen
Varamenn: Harrison, Henchoz, Cheyrou, Baros, Pongolle
Endum í 4. sæti.
04.04.2010
Birmingham – Liverpool, 1-1
Reina; Kyrgiakos, Insua, Carragher, Johnson; Lucas, Gerrard; Benayoun, Maxi, Kuyt; Torres
Varamenn: Cavalieri, Agger, Degen, Babel, Mascherano, Aquilani, Ngog
Erum í 6. sæti eftir 34 leiki og erum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
Byrjunarliðin frá 2001 og 2004 eru bæði sterkari en byrjunarliðið á móti Birmingham. 6 manna bekkurinn frá 2001 er álíka jafnárennilegur og 7 manna bekkurinn á móti Birmingham þó það megi deila um það.
Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er ekki það að Houllier hafi verið betri en Rafa heldur eingöngu að benda á að leikmannahópurinn frá 2001 og svo liðið sem Houllier skildi eftir handa Rafa eru báðir sterkari en leikmannahópurinn í dag (a.m.k. byrjunarliðið án nokkurs vafa). Ég er ánægður að Houllier hafi hætt á sínum tíma og tel að tími Benitez sé kominn. Liðinu hefur farið aftur og kominn tími á miklar breytingar á leikmannahóp og hugarfari.
Ég er ekki endilega að segja að Houllier sé með betra record en Rafa á leikmannamarkaðnum enda þyrfti þá að skoða hvað þeir höfðu mikið budget og eyddu á tímabili o.s.frv. Heldur er ég ekki að gera lítið úr framförum Gerrard og Carragher sem hafa átt sér stað á sama tíma og Benitez er stjóri, hvort það er honum einum að þakka má deila um. Rafa er ekki þekktur sem mikill man-management eða motivator heldur hugsar meira um liðið í heild.
Houllier vs Benítez
98-04 – Tími hjá Liverpool – 04-09 (ekki með núverandi leiktíð inni)
£119,450,000 – Heildareyðsla – £247,730,000
£57,090,000 – Leikmenn seldir – £134,080,000
£62,360,000 – Nettó eyðsla – £113,650,000
6 – Titlar – 4
Houllier:
League Cup – 01
FA Cup – 01
UEFA Cup – 01
FA Community Shield – 02
UEFA Super Cup – 01
League Cup – 03
Benítez:
FA Cup – 06
FA Community Shield – 06
UEFA Champions League – 05
UEFA Super Cup – 05
Má svo deila um hvort aðdáendur vilji frekar fleiri titla eða fleiri stig í deild. CL er klárlega stærri bikar en allir sem Houllier vann. Hins vegar hefur Rafa eytt mun meiri pening (brúttó og nettó) en Houllier. Miðað við hvað aðdáendur eiga slæmar minningar um Houllier þá má setja recordið (leikmenn + titlar og heildarárangur) hans Benitez í samhengi við það og spyrja sig af hverju Benitez verðskuldi það að fá meiri tíma hjá félaginu. Er liðið á uppleið eða niðurleið? Er liðið betur statt (burtséð frá eigendamálum, ekki var Houllier að fá neinn sand af seðlum) en þegar Rafa tók við því og eru betri tímar í sjónmáli undir stjórn hans. Það er þörf á gríðarlegum endurnýjunum og viljum við virkilega að Rafa sjái um þær? Maður heyrir ansi oft sömu gagnrýnisraddir í dag og undir lok tíðar Houllier.
…when Liverpool struggled to qualify for the Champions League despite substantial investment in players, with what was perceived as negative one-dimensional tactics and unattractive football, a poor youth policy, his constant mention of “turning corners” and a lack of support from fans led to Houllier’s departure.
Hljómar kunnuglega.
Ergó: Byrjunarliðin frá 2001 og 2004 undir stjórn Houllier eru sterkari en byrjunarlið Benitez í dag. Benitez er kominn á endastöð, megi hann sjá sóma sinn í að hætta.
Afsaka hvað samanburður á eyðslu og titlum kom ruglingslega út og útlistanir á liðunum og árangri þeirra einnig. Vona að það skiljist.
magnús nr. 106
hvað gerist ef við setjum okkar besta (og eina) framherja í liðið? ég held að það sé dálítið ósanngjarnt að miða við byrjunarliðið í síðasta leik og skilja þannig torres eftir. að mínu mati er okkar sterkasta byrjunarlið núna sterkara en öll byrjunarlið hjá houllier.
þetta breytir þó ekki því að ég get vel skilið heildarniðurstöðu þína.
Sæll JGP, ef þú hefðir lesið athugasemd mína sem þú hefur greinilega ekki gert heldur virðist bara hafa skimað yfir hann þá sérðu að ég valdi útileikinn gegn Birmingham einmit vegna þess að Torres byrjaði þar inn á. Hefði einmitt verið ósanngjarnt að velja leik þar sem hann er ekki með.
Þvert á móti valdi ég leik þar sem lítil sem engin meiðsli eru á lykilmönnum, Skrtel meiddur en breytir litlu. Athugaði ekki hvernig meiðsli hrjáðu Houllier leikmannahópana en breytir litlu. Hafði varamennina einnig með til að hægt væri að sjá hverjir væru fyrstu menn inn á og einnig svo menn væru ekki að kvarta yfir að Mascherano vantaði.
Stend við það að liðið sem Houllier skildi eftir er sterkara en eins og liðið stendur í dag.
Öll tímabil í ensku deildinni undir stjorn Rafa hafa verið slæm, líka tímabilið í fyrra. Það sem hinsvegar bjargaði seasoninu í fyrra voru 7 síðustu leikirnir og Benayoun. Eru allir búnir að gleyma öllum helvítis jafnteflunum út af varkárni Rafa í liðsuppstillingum?
Einmitt. Við höfum aldrei verið með í titilbaráttunni í einhverri alvöru og fyrir utan síðasta tímabil þá höfum við eiginlega verið dottnir út fyrir jól. Svo er einnig forvitnilegt að spá í það að Gerrard og Torres eru einu leikmennirnir í tíð Benitez sem hafa komist í lið ársins.
Vil ítreka að þetta snýst ekki um að segja að Houllier hafi verið betri heldur eingöngu að vekja aðdáendur til umhugsunar um hverju Rafa hefur náð fram síðan hann tók við. Má vel vera að Rafa komi vel út úr samanburði við Souness, Evans og Houllier þegar litið er á unna leiki og meðaltal stiga í deild en tölfræðingar geta kokkað up niðurstöður honum í hag út í rauðan dauðann. Raunveruleikinn er samt sem áður sá að við höfum aldrei verið með í titilbaráttu undir stjórn Rafa frekar en undir stjórn fyrri stjóra.
Svona samanburður milli leikmannahópa áranna 2001 og 2010 er tilgangslaus enda knattspyrna gjörbreytt sem íþrótt á þessum 9árum.
Rafa er fullkomnunarsinni sem nær því allra besta útúr góðum leikmönnum og sterkum persónuleikum eins Carragher, Torres og Gerrard. Hann hrósar þeim aldrei og mótiverar þá þannig. Svona mótivering virkar hinsvegar ekki á Spice-boys eins og Lucas, Postulini, Glen Johnson, Insua, Ngog o.fl.
Kaupin Rafa á símeiddum Postulini og Johnson fyrir 38m punda eru þessvegna alveg óskiljanleg, ekki bara vegna meiðslanna heldur eru þeir eru soft karakterar sem henta engan veginn í okkar leikmannahóp.
Postulini í stað Alonso eru jafn hörmulega mikil mistök og þegar Houllier keypti Diouf. Owen fór ári seinna þegar hann fékk ekki alvöru Striker með sér og sama gæti gerst með Gerrard næsta sumar. Burðarásar liðsins missa bara trú á þjálfaranum og framþróun hópsins.
Jafn þurr og varnarsinnaður þjálfari og Benitez mátti ekki við svona mistökum eftir gott tímabil í fyrra. Hann lét svo mikið í hendur Carragher og Gerrard eftir brottför Alonso að hann missti búningsklefann og sjálfstraust liðsins sjálfkrafa þegar andlegir leiðtogar inná vellinum sjá hversu skeikull og mistækur Benitez er. Eftir 5ára leit að hrósi frá manni sem þeir töldu snilling komu eintóm vonbrigði og liðið hrundi í framhaldinu af alltof háu spennustigi.
Benitez ofmat sóknarkraftinn frá Leiva, Kuyt og Johnson í upphafi tímabilsins og keypti enga sóknarmenn sem hann hefði átt að gera og fékk allt í andlitið. Nú sitjum við uppi gott byrjunarlið sem sárskortir jafnvægi, breidd, sóknarkraft, sjálfstraust, er farið að sýna veikleika varnarlega og þjálfarinn sem áður var óskeikull í þeirra augum nú rúinn trausti. Hvernig á að þróa þennan hóp áfram og taka framförum? Geta Benitez, Carragher og Gerrard unnið saman áfram?
Ég held ekki og ég get ekki séð að Benitez sé neitt nær því að skilja enska boltann eða hvernig eigi að spila gegn líkamlega sterkum liðum sem pakka í vörn og tvídekka Gerrard og Torres. Benitez verður að fara og við fá til liðsins leiðtoga á miðjuna sem getur rifið liðsheildina upp og förum að spila jákvæðari og mun hraðari fótbolta.
(Ritskoðað) – Áfram Liverpool.