West Ham á morgun

Ég ætla svei mér þá að rétt vona það að leikmenn og starfsmenn Liverpool FC séu meira mótiveraðir en ég fyrir þennan leik gegn West Ham á morgun. Eftir úrslit helgarinnar er það orðið algjörlega ljóst að Liverpool verður ekki þátttakandi í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og því það eina sem keppt verður um í þessari deild er að ná inn í Europa League og svo heiðurinn. Engu að síður þá er fókusinn hjá manni fyrst og fremst orðinn á undanúrslit Europa League gegn A.Madrid. En þrátt fyrir þetta allt, þá þrái ég það að okkar menn endi tímabilið vel, tryggi sér sæti í Europa League á næsta tímabili, því eins og ég hef áður sagt, þá gengur þetta félag út á það að vinna titla, litla sem stóra og tilfinningin sem því fylgir er mögnuð alveg hreint. En ég verð að viðurkenna það að ég hef sjaldan verið jafn lítið spenntur svona daginn fyrir leik okkar manna eins og núna, ein ástæðan fyrir því er þessi fjárans tímasetning. Það á hreinlega að banna það að hafa leiki á mánudögum, það eru dagar sem eiga bara að vera í friði, þetta eru vondir dagar, verstu dagar vikunnar, og í Fowlers bænum hættið að troða fótboltaleikjum á þá.

En það er sama hvað ég jarma hérna, leikurinn fer fram annað kvöld og meira að segja Eyjafjallajökull getur ekkert gert í því. West Ham menn munu skrölta norður England í rútunni sinni og mæta þar á svæðið svell kaldir, enda með sigri í þessum leik, þá gætu þeir svo gott sem tryggt sæti sitt í deildinni. Þetta er þó ekki leikurinn sem þeir hafa reiknað með þremur stigum út úr, þeir eru væntanlega með mikinn fókus á leik þeirra sem fram fer næsta laugardag, sá leikur skiptir öllu máli fyrir þá, en þar spila þeir á heimavelli gegn Wigan, sem eru stigi fyrir ofan þá í deildinni. Ef Zola héti Mick McCarthy, þá myndi hann hvíla c.a. 10 bestu menn sína í leiknum, en sem betur fer er aðeins einn McCarthy og því fáum við örugglega hörku leik annað kvöld, því Zola mun ekkert gefast upp fyrirfram.

En okkar menn hafa ennþá eitthvað til að berjast um og reyna að gera eitthvað úr þessum hörmungar tímabili sem er sem betur fer rétt að klárast. Það eru einhver teikn á lofti með að handan hæðarinnar sé ljóstýra þegar kemur að eigendamálum og það væri svo sannarlega ákaflega ánægjulegt ef þau mál gætu klárast farsællega á stuttum tíma, þannig að hægt sé að læra af þessu tímabili og byrja strax undirbúning fyrir það næsta. En til að byggja í haginn fyrir næsta tímabil, þá þurfum við að tryggja okkur sem best sæti í deildinni og inn í Europa League. Ég hreinlega kæri mig ekki um það að vera algjörlega án Evrópukeppni á næsta tímabili, þó svo að það myndi þýða leiki á þessum viðbjóðlegu mánudögum.

En hvað um það, West Ham liðið getur verið skeinuhætt, en ef allt væri eðlilegt, þá ættum við að klára þá örugglega á Anfield á morgun. Það verður ekki horft framhjá því að okkar menn hafa verið góðir á heimavelli í vetur, síðasti leikur var undantekning, og vonandi mun hún sanna regluna og að við förum aftur í rétta farið á ný, spilum eins og þeir sem valdið hafa fyrir framan okkar stuðningsmenn og koma með sannfærandi sigur. En þá að liðinu.

Ég reikna með að vörnin verði óbreytt, enda litlir möguleikar á að breyta henni á meðan Skrtel, Aurelio, Insúa og Kelly eru meiddir. Það verða sem sagt Johnson, Kyrgiakos, Carra og Agger sem sjá um þann part. Ég er þó í talsverðum vafa þegar kemur að miðjumönnunum, ef ég á að segja alveg eins og er. Rafa hefur verið að henda Aquilani inn í liðið, svo er spurning um Benayoun og Lucas. Ég er nokkuð pottþéttur á því að Maxi hefji leik hægra megin á miðjunni, en spurningin er hvernig restin verður. Ég ætla að skjóta á að liðið verði svona á morgun:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Carragher – Agger

Mascherano – Gerrard
Maxi – Aquilani – Babel
Ngog

Bekkurinn: Cavalieri, Ayala, Degen, Lucas, Benayoun, El Zhar og Kuyt.

Ég byggi þessa spá mína talsvert á því að Maxi getur ekki spilað útileikinn gegn A.Madrid í vikunni, og ég er sannfærður um að bæði Lucas og Kuyt muni verða þar í byrjunarliði og koma men alla sína orku inn í leikinn. Það gæti reyndar verið að Rafa myndi hvíla Jaiver og nota Lucas í leiknum, en ég held að hann muni nota menn eins og Gerrard í báðum leikjunum, því hann hefur hvort eð er ekkert verið að keyra sig út í leikjum hingað til, lítil hætta á ofreynslu hjá honum blessuðum þessa dagana. En hann er samt klárlega sá sem getur gert út um leikina og ég ætla hreinlega að spá því hér og nú að hann muni loksins sýna okkur að vaxmyndin af honum sé farin til London og hann sjálfur staddur í Liverpool. Öruggur sigur hjá okkar mönnum, 3-0 og Stevie með 2 þeirra. Eigum við ekki að segja að Maxi kallinn nái loksins að klára færið sitt og eigi þetta þriðja mark.

20 Comments

  1. “En þrátt fyrir þetta allt, þá þrái ég það að okkar menn endi tímabilið vel, tryggi sér sæti í Europa League á næsta tímabili, því eins og ég hef áður sagt, þá gengur þetta félag út á það að vinna titla, litla sem stóra og tilfinningin sem því fylgir er mögnuð alveg hreint.”

    Bara benda á það að það styttra síðan Portsmouth og Tottenham unnu titla en þetta “sigursæla” Liverpool lið

  2. Það er fyndið að lesa þetta og sjá að þú segir að Zola sé ekki McCarthy. Ég vill bara benda á að manchester united eru einu stigi frá toppi og liverpool gætu endað í 8. sæti. Svo það er ekki hægt að bera saman að spila við manchester og liverpool lengur, því miður.

  3. Get ekki séð betur en að nr. 3 er viljandi að snúa útúr hérna. ManUtd kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við. Heldur gunguháttur McCarthys að spila varaliði sínu á ot.

  4. Skemmtileg komment komin hér fyrir ofan, það er tvennt sem ég mun ekki sakna þegar þetta tímabil er búið og það er:

    1. Þetta tímabil.

    2. Þessi komment.

    Að þessu sögðu vil ég bara segja að ég hef ekki góða tilfinningu gagnvart þessum leik, og er því á öndverðum meiði við SStein. Þar sem mjög ólíklegt er að Torres spili þennan leik þá geri ég ráð fyrir bitlausu Liverpool liði gegn liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

    Set X2 á leikinn 🙁

  5. Djísús, ég hélt ég hefði skrifað upphitunina á Íslensku, þarf að tékka aftur miðað við #3 hér að ofan.

  6. Fín upphitun. Ég held að munum ströggla við að landa sigri en stoltið mun að lokum tryggja 3 stig. Babel skorar sigurmarkið á 86 mín.

  7. Þú talar um að eftir úrslit gærdagsins séum við endanlega úr leik í baráttunni um 4. sætið. City tapaði í gær og með sigri verðum við nær fjórða sætinu en fyrir helgi. Tottenham og City eiga eftir að spila innbyrði og Tottenham við ManUtd. Verðum að vinna á morgun.

  8. nr#8 til að Liverpool nái 4 sætinu verðum við að fá 12 stig af tólf mögulegum. tottenham verður að tapa 9 stigum af 12 mögulegum og mancity verður að tapa 7 stigum minnst af 12 mögulegum ! mjög mjög mjög ólíklegt

  9. Verðum helst að vinna með 3+ marka mun á morgun til að hressa smávegis uppá markatöluna. Ég segi 4:1 á morgun.

  10. really dont give a shit um þennan leik hann má enda þess vegna 7-0 fyrir westham myndi ekki breita neinu fyrir liverpool við náum aldrei 4 sæti þessa leiktíð nema eitthvað rugl kraftarverk gerist en hun er ekki buin að vera með okkur þessa leiktið.En annars spái eg 1-0 liverpool og vona að benitez hendi ungu strakunum inn á og prófar að spila fleiri en einum sóknarmanni en það nátturlega bara draumórar

  11. Strákar strákar.. það sem einkennir ykkur Liverpool fans er traustið sem þið hafið á ykkar liði. Hvar er það núna? Ég sem Man Utd fan, hef samt sem áður enn trú á Liverpool! Ég hef trú á því að þeir láti sparka aðeins í rassgatið á sér og taki þetta á endasprettinum.
    Það er ekki bara það að ég hafi trú á að þið (já ÞIÐ) getið þetta, heldur vil ég það líka!! Þrátt fyrir að ég sé Man Utd fan þá skiptir það mig miklu máli að Liverpool geri góða hluti, það bara hjálpar mér að lifa lífinu, þar sem ég er hrifinn af Liverpool manni og hann skiptir mig miklu máli.. Hann skiptir mig það miklu máli að það er farið að skipta MIG máli hvernig Liverpool gengur!!
    Svo strákar, ef þið hafið ekki trúna, hver hefur hana þá?

  12. Feelgood comment ársins hjá Stelpunni 🙂

    Bara það að ástir geti tekist hjá Man Utd fan og Licerpool fan segir manni að allt getur gerst 🙂

  13. Já það verður auðvitað að segjast að 09-10 tímabilið er búið að vera hrein hörmung hjá Liverpool. En þetta er eitthvað sem allir vita hér á síðunni. Nú er ekkert annað í boði en von um nýja og fjársterkari eigendur. Það er tilgangslaust að vera að velta því fyrir sér hvers vegna þetta tímabil var svona lélegt , vafalítið margar ástæður fyrir því.
    En eins og gamal Liverpool fan sagði eitt sinn : Við tökum þetta á næsta tímabili !

  14. Ekki góðar fréttir af Torres:

    “Very bad news for Reds fans tonight – Fernando Torres has been ruled out for the rest of the season after LFC confirmed he will undergo surgery on a knee injury later this evening. Full story at the link below. Fingers crossed for Nando tonight.”

    Þetta stendur á official Liverpool FC facebook síðunni.

    Sheize.

  15. 13 stelpan 😉

    Vel sagt.. vel sagt.

    Ótrúlegt að það þurfi Man.United manneskju til að benda okkur Liverpool mönnunum, á það, að það er akkúrat það sem skilur okkur frá öðrum og gerir okkur svo sérstaka, að við styðjum liðið fram í rauðan dauðan, og syngjum bara hærra, þegar illa gengur. Auðvitað fer gengið í geðið á manni, en ég hef trú á því að við vinnum þennan leik í kvöld, og svo koma batnandi tímar með blóm í haga.

    Fín upphitun Steini..

    Insjallah…Carl Berg

  16. Mér finnst að við ættum bara að prufa að henda Gerrard framm og hafa Aquilani fyrir aftan hann..og hafa svo bara restina af liðinu eins og er í upphituninni, nema þá myndi Lucas litli fara í stöðuna sem Gerrard er í hér að ofan.. Meina er ekki líklegra að Gerrard skori frekar þarna frammi heldur en Ngog? I think so.. um að gera að prufa eitthvað nýtt svona uppá funið 🙂

City vs Utd: Mórölsk Klemma

Torres frá út tímabilið!