Við höfum lítið skrifað um slúður á þessari síðu. SSteinn er að skrifa pistla, þar sem farið er yfir allar stöðurnar í liðinu en þar sem leikmenn Liverpool eru núna að mæta til æfinga hjá landsliðum þá eru blaðamenn auðvitað á fullu að búa til sögur tengdar liðinu.
Torres
Pepe Reina segir að Fernando Torres verði áfram hjá liðinu. Reina segir:
“I spoke to him about his future and he has told me that he intends to continue with us.
“Fernando suffered so many blows last season, but he is a professional and has always wanted to do well for us.
“That is what he remains – committed to this club.”
Þarna hafiði það frá besta vini Torres hjá liðinu.
Þið getið þó bókað það að blöðin á Englandi munu halda áfram að orða Torres við brottför frá liðinu í sumar, enda selur það fleiri blöð.
Gerrard
Steven Gerrard hefur gefið nokkur viðtöl, þar sem að aðalinntakið hefur verið að hann sé að fókusera núna á England en ekki Liverpool, sem er afskaplega skiljanlegt. Sky og fleiri miðlar reyna að búa til einhverjar sögur um að hann muni skoða sína framtíð eftir HM, en með því virðast menn vera að reyna að toga til það sem hann hefur sagt. BBC tóku meðal annars saman á vefsíðunni sinni punkta úr viðtali á BBC þar sem reynt var að gera skoðanir Gerrard á þessu eitthvað skrýtnar.
Í viðtalinu kom þó skýrt fram hjá Gerrard að hann hafi engan hug á því að fara frá Liverpool. Ég held að hann hljóti að gera sér grein fyrir því að þetta væri um það bil versti tíminn til að fara frá Liverpool, því það væri hætt við að hans orðspor hjá Liverpool myndi eitthvað skaðast ef hann færi eftir þetta ömurlega tímabil.
Um þetta er fjallað á Anfield Road.com:
Liverpool fans have enough problems trying to decipher the truth from the never-ending speculation and off-the-record whispering that fills the back pages on a regular basis. Hints are made, but those doing the hinting haven’t the courage to put their names to their suggestions about their enemies. Or perhaps in some cases their contracts prevent them from just coming out with it.
That’s why it’s always good to see some actual quotes. Obviously it doesn’t mean the speaker is being honest but at least we know what the speaker really said.
Except, it seems, when it’s the BBC reporting the quotes. Only they can say why they missed out a vital couple of answers from their exclusive interview with Steven Gerrard, on duty with England but finding himself being asked about his Liverpool future.
Their online report of what Gerrard said in an interview with their senior football correspondent, Ian Dennis, differs in emphasis from what supporters actually heard when it went out on Five Live this afternoon (2:08.26 in).
Of course there’s no saying Gerrard means what he said today, but he certainly seemed very much taken aback when asked if he’d still be at Anfield next season: “What do you mean? Well I’ve got three years left so I will be, yes.”
This wasn’t the sound of someone answering diplomatically; this was the sound of someone who meant it. And perhaps that’s why it was completely dropped from the online report of what he’d said.
Þið getið þó bókað það að blöðin á Englandi munu halda áfram að orða Gerrard við brottför frá liðinu í sumar, enda selur það fleiri blöð.
Benitez
Rafa Benitez hefur líka sagt að hann ætli að vera áfram hjá liðinu. Hann segist vilja vera hjá liðinu í allavegana 4 ár í viðbót. Benitez segir:
“My future is with Liverpool,” Benitez told reporters in Madrid. “I have four more years of contract and I want to succeed. I have no offer [from another club]. I hope to make a competitive team.
“My critics in London say that I am not a good manager and experts with an English accent here [in Madrid] say the same. But Liverpool has had an average of 69 points in the last 12 seasons. The club made a huge mistake, which was to start winning four trophies [under his management]. Then people will ask for more. [Sir Alex] Ferguson took seven years to win the Premier League.
Jose Mourinho, sem að ansi margir hafa nefnt sem kost númer eitt þegar við höfum rætt um hugsanlega arftaka Rafa, mun í vikunni taka við Real Madrid. Marca segja að það muni gerast á miðvikudag eða fimmtudag. Mourihno sá auðvitað til þess með blaðaviðtölum eftir leikinn í gær að allt myndi snúast um hann.
Þið getið þó bókað það að blöðin á Englandi munu halda áfram að orða Benitez við brottför frá liðinu í sumar, enda selur það fleiri blöð.
Maður veit nú ekki hvernig þetta viðtal var sett upp, en maður er dálítið ringlaður. Þetta sagði Gerrard skv. Sky.
“I won’t consider my future or think about what is going to happen to me until after the World Cup.”
Hvað þýðir þetta? Svo á öðrum stað segist hann eiga þrjú ár eftir af samningnum og ætli að vera áfram. Líklega er verið að snúa útúr orðum hans. Það eru svona standard vinnureglur hjá ensku blöðunum.
Í framtíðinu, ef Gerrard vill ekki að það sé verið að snúa útúr orðum hans, eða þá að hann vill ekki það sé verið að bendla hann við önnur lið þá getur hann alltaf jarðað svona umræður méð því að segja eitthvað í þessa átt:
“I want to make one thing perfectly clear, I have no intention of leaving Liverpool this summer, but rigth now I’m only focusing on England.”
Gerrard kýs að gera það ekki, hvað svosem það þýðir.
Þetta er alveg magnað með blöðin á englandi. Þetta jaðrar við að vera hálf ógeðslegt stundum. Eins og þú segir þarna að ofan þá “sleppa” þeir bara þessu svari og snúa því uppí að hann útiloki ekki að vera að fara frá klúbbnum. Þó að fjölmiðlar á englandi geti verið frábærir þá eru þeir líka alveg skelfilegir þegar kemur að þessum málum.
Þar sem liverpool er í fjárhagsvandræðum þá er auðvelt að búa til trúanlegar fréttir um að leikmenn séu að fara frá liðinu. En ef maður pælir í þessu þá voru það leikmennirnir sjálfir sem klúðruðu síðasta tímabili og þeir hljóta að vilja sanna sig fyrir stuðningsmönnum Liverpool sem og öðrum liðum sem líta nú á Liverpool sem einhvern miðjumoðsklúbb sem hann er klárlega ekki.
Jæja, Mourinho á leið til Real Madrid. Það verður sennilega fáránlega öflugt lið, tala ekki um með Gerrard innanborðs. Er ekki málið að selja hann þangað núna á 40+ milljonir punda?
Ensk blaðamennska er handónýt, þar sem menn finna blóðlykt er hamast þangað til þeir ná sínu framgengt. Tókst að losna við Mourinho og Ronaldo og Rafa er bara næsta tilraun, eða Gerrard eða Torres.
Það sem selur er bara birt!
Ef maður vill vera viss um að hlutir séu réttir þá er bara að lesa Livepool Echo. Þar koma áræðanlegustu fréttirnar úr blöðum um LFC.
Vona að sem flestir hafi lesið pistil Degen á opinberu síðunni og séð það sem stóð um Gerrard þar, hann er klúbburinn holdi klæddur og við eigum að mínu mati ALDREI að selja slíka menn.
Mourinho er snjall að því leiti að hann tekur ansi mikla pressu af leikmönnum sínum með bullinu í sér. Ég held að það hjálpi leikmönnum liðsins mikið.
Annars er það nokkuð ljóst held ég að þremenningarnir verða áfram, þetta var bara eitt tímabil. Ég hef þó miklar áhyggjur af sumrinu þar sem menn þurfa gott frí eftir HM og verða varla byrjaðir að æfa þegar við keppum fyrsta leik tímabilsins í Evópudeildinni, 29. júlí.
Veit einhver hvort að Benitez hafi verið með sömu reglu og Ferguson segist gera ?
Það er að leikmennirnir sem eru á HM fá 28 daga frí frá þeirra seinasta leik í keppninni.
Eitt sem ég fór að spá um Mourinho eftir sigur Inter í gær. Hann sagði, skv. blöðum, að það væri ekkert meir fyrir hann að gera hjá Inter. Væri búinn að vinna allt. Hver er metnaðurinn hjá manninum þótt hann sé búinn að vinna allt? Hvað ætti traktorinn í næsta bæ að gera skv. svona metnaði? Sá er búinn að vinna allt og það fyrir löngu en samt er hann ennþá hjá sama liðinu. Alltaf að reyna að gera betur.
Næ bara ekki þeim sem vilja fá þennan hrokagikk til liðs við okkur. Mundi hann fara ef hann næði að vinna deildina einu sinni? Búinn að ná takmarkin sem enginn hefur náð í 20 ár?
Held ég fari með rétt mál þegar ég segi að hingað til hefur engu liði tekist að verja meistaradeildartitilinn þ.e. eftir að núverandi keppnisfyrirkomulag var sett á. Fyrir menn með metnað, væri það ekki eitt takmark sem mætti setja sér?
Nú held ég að tíminn sé kominn !
Motormouth verður kominn innan skamms til Real og það hefur verið hans vilji allt frá því að hann kom til Englands að fá Gerrard til liðs við sig.
Seljum Goðsögnina (Stevie G.) og fáum fyrir hann 20+ milljónir punda til að versla einhvern annan mun yngri miðjumann (vonandi bara að við munum halda Javier Masch.).
YNWA
2 hlutir,
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1280690/Chelsea-eye-double-Blues-ready-bid-Liverpool-duo-Yossi-Benayoun-Javier-Mascherano.html?ITO=1490#ixzz0onB5lrto – whaaaat? Quote í Yossi og allt,
http://www.youtube.com/watch?v=FuNHtU_i_Iw&feature=player_embedded
lítur mjög vel út, held að hann verði bench warmer a næsta seasoni, fari beint i aðalliðshopinn
Jonjo á velli minnir mig á Steven Gerrard. Það er eins og hann hreyfi sig eins og SG, sem er gott, því þá þarf liðið síður að aðlaga sig að hans stíl, þar sem stíllinn er kunnur í liðinu.
er ekki í lagi hjá ykkur að vilja selja Gerrard á 20+?? þó hann hafi átt lélegt seinasta tímabil þá spyr ég ykkur bara átti ekki allt liverpool liðið skelfilegt tímabil??? á þá að selja allt liðið því þeir átti 1 lélegt tímabil?? Gerrard er einn af bestu miðjumönnum í heiminum og að selja hann á 20+ væri eitt það heimskulegasta sem liverpool gæti gert því við fáum ALLS ekki betri miðjumann en Gerrard á 20 millz… þó hann sé að eldast kallinn þá spyr ég bara er Giggsarinn ekki að standa sig ágætlega þó hann sé kominn á aldur?? maður spyr sig
http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/05/25/torres_heldur_kyrru_fyrir_hja_liverpool/
Það er kannski eitthvað að garast bak við tjöldin sem fær menn til að koma með svona yfirlýsingar. Ekki nema að menn séu að róa fjölmiðla fram yfir HM??!!
Ég vil ekki missa Gerrard, best að taka það fram strax.
Hinsvegar vilji hann fara þá er lítið hægt að gera og það vitum við.
Hinsvegar finnst mér soldið skondið að ef Gerrard á 1 slakt season sem hann átti skuldlaust í ár þá vilja sumir helst ekki heyra á það minnst. Riise átti eitt slæmt season hjá Liverpool, hann var seldur og vinstri bakvarðarstaðan hefur enn ekki jafnað sig á því og Riise hefur verið einn besti vinstri bakvörðurinn á Ítalíu í ár.
Það leysir ekkert að selja menn þó þeir eigi eina slaka leiktíð bara til að fá inn menn sem ekki þekkja leik liðsins. Ég vil halda hópnum sem við erum með í dag þó hann sé ekki sterkur og bæta við hann. Við þurfum breidd og hún kemur ekki með því að selja lykilmenn. sbr. Alonso, Arbeloa, Riise. Þessir voru allir lykilmenn í sinni stöðu að mínu mati og spiluðu allir betur en þeir sem spiluðu þeirra stöður í vetur.
Ég sé einn mann fara fyrir utan Aurelio sem fer frítt og það er Riera enda ekki velkominn hjá Rafa. Ef einhver annar ætti að víkja þá ætti það að vera Masch enda flott upphæð sem fengist fyrir hann sem og að hann þrífst ekki á Englandi. Nota svo peninginn fyrir þessa menn og styrkja hópinn en ekki losa sig við 5-6 leikmenn því þá verður sama ruglið á næstu leiktíð. Sérstaklega ef meðalmenn verða keyptir inn í staðinn.