Liðið gegn Utrecht

Eins og búist var við stillir Roy Hodgson upp sterku liði gegn FC Utrecht í dag:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Kelly
Poulsen – Lucas
Kuyt – Meireles – JCole

Torres

**BEKKUR:** Jones, Kyrgiakos, Spearing, Maxi Rodriguez, Jovanovic, Babel, Ngog.

Sterkt lið á pappírnum en frekar varnarsinnuð uppstilling að mínu mati. Þetta gæti orðið erfiður leikur, sé okkur ekki beint dúndra skyndisóknum á heimaliðið með aðeins einn spretthlaupara (Torres) í liðinu.

Áfram Liverpool!

43 Comments

  1. Vitið þið um einhverja góða síðu sem hægt er að horfa á leikinn??

  2. Ég er fastur í martröð sem ég get ekki losnað úr. Leikur í kvöld og ég var búinn að heita mér því að hætta að kvelja mig og þar með hætta að horfa á leiki með Liverpool. Núna er leikurinn að byrja og ég strax orðinn eirðarlaus og þarf að fara að koma mér í ræktina til að horfa á leikinn…. Hvað er að manni???

  3. Eru menn alveg tómir í kollinum eða? Það er búið að nefna það hér í kommentum fyrir hvern einasta Liverpool-leik í ég veit ekki hvað langan tíma að málið er að fara inná atdhe.net eða myp2p.eu og tjekka á linkum þar. Ef það gengur ekki, leitið þá sjálfir. Notið Google eða einhverja aðra leitarvél, þetta er ekki beint flókið.

  4. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta, en ég sakna skipulagsins í vörninni sem Benitez var með (ég lofa að nefna Benitez aldrei aftur í öðrum þráðum en þeim sem tileinkaðir eru honum).

  5. Held að Lucas okkar hafi haldið að hann toppnum væri náð þegar hann skoraði þetta mark sitt í síðasta evrópuleik… Þessi maður getur ekki blautann skít, sorrý þið sem elskið hann, en það er staðreynd…

    Eins gott að við vinnum þennan leik annars drep ég mig! 🙂

  6. Það er ákaflega gott að vera með menn eins og Drésa sem tala um huglæga hluti sem hlutdræga.

    Annars er leikurinn að spilast eins og við var að búast. Heimamenn gefa sig alla í þetta en ekki gestirnir. Johnson er hugsanlega hættulegasti leikmaður vallarins; skapar færi á báða bóga.

  7. við lítum út eins og lélegt firmalið í föstum leikatriðum,,, ROY, please get Rafa’S notebook!!!!!!!!!!!

  8. Hann er með Rafa´s notebook, Lucas og poulsen!!!! hvaða helvítis hálvitagangur er þetta. Pínum karlinn til að horfa á leiki síðasta veturs, þetta er sama helvítis bullið….. Skokkbolti af bestu gerð.

    Með visemd og virðingu/3XG

  9. Skemmtilegt spjall, það er bara allt þumlað niður 😀

    Ef Þetta comment fær 100 þumla upp þá vinnum við 3-0 , Lucas, Kuyt og Ngog skora!

    😀

  10. þetta liverpool lið er það lélegasta sem ég hef séð,mín mesta hræðsla í dag er að ég drulluhræddur að liverpool falli niður í 1.deild,ég tala ekki um ef þeir missa 9 stig,en djöfull þarf mikið að breytast í spilamennsku og hugarfari leikmanna,,,það er skömm að horfa á þetta og ekkert annað,,,það sýður á mér hvernig er komið fyrir stórliði liverpool.

  11. Er ekki að horfa á leikinn en þetta er úr textalýsingu BBC: Liverpool boss Roy Hodgson has got a few options in terms of freshening things up at the break, although he could start by telling Lucas to stop giving the ball away.

  12. Þessi miðja er ekki líkleg til árángurs !! Spái 2-0 sigri Uthrect !

  13. Liðið gjörsamlega hugmyndasnautt. Leikmenn virðast varla vita hvað þeir eiga að gera inná vellinum eða hvaða stöðu þeir eru að spila… Það er einn leikmaður sem á skilið að vera í þessu liverpool liði og það er Pepe Reina. The underdogs salla á sig gulum spjöldum eins og á móti sunderland. Komin sjötugasta mínúta og það hefur ekki einu sinni sést varnarmaður liverpool hita…

  14. þetta er skelfilegt að horfa upp á þetta..og maxi að koma inná fyrir cole

  15. Þvílík skemmtun að horfa á þetta, það væri óskandi að tölvan tæki við peningum svo maður gæti líkað borgað fyrir þessa skemmtun…

  16. Það sem er hrikalegast við þetta er að það er ekkert skipulag í sóknarleiknum í þessu liði !

    Þetta var hrikalegt undir stjórn Benitez en ekki er það skárra nú !

  17. Bíð eftir ummælum Hodgson um að hann sé ánægður með stigið. Skömm af þessu, algjört andleysi og áhugaleysi. Þegar heill mannskapur hefur ekki áhuga á því að hífa upp um sig brækurnar er eitthvað mikið að.

  18. það er bara ekkert öruggt heldur að við tökum þetta blessaða hodgson….þ.e. eitt stig

  19. Bara benda mönnum að samkvæmt coefficients, sem er notað til að reikna út styrkleika liða og hvort þau eru seeduð eða ekki þá er: Liverpool Eng 115.371, FC Utrecht ** Ned 7.309, sem sagt það á að vera all mikill munur á þessum liðum…

  20. eftir að vera búinn að horfa á þennan evrópuleik hjá liverpool þá skilur maður alveg afhverju þetta lið er í evrópudeildinni en ekki í meistaradeildinni…enda hafa þeir ekkert þangað að gera eins og er…leik lokið 0-0

  21. Það er alltaf sama jákvæðnin hér. Við erum á útivelli í evrópukppni og menn heimta glimrandi spilamennsku!!! Ég held að fyrst þegar púlarar fara að bera virðingu fyrir andstæðingnum, hver sem það er, þá fer leiðin að liggja upp á við hjá liðinu. Liðið er í lægð, nýr þjálfari þarf tíma til að byggja upp sjálfstraust hjá liðinu. Nýir og nýlegir leikmenn eru helmingur af lðinu.

  22. Jæja BABU

    “En það er eitthvað mikið myglað hjá Liverpool þessa dagana og ef Hodgson bregst við þessu jafntefli sem við rétt merjum á morgun með þeim orðum að jafntefli á þessum velli séu góð úrslit á ég eftir að raka mig sköllóttan með berum höndum,,

    það stittist í þetta…….

  23. Ég er kominn með svo slæmann hausverk að mig er farið að verða flökurt!
    Hélt að það gæti ekkert toppað skelfilega frammistöðu okkar manni frá því á síðasta tímabili.
    Þetta er orðið það slæmt núna að kærastan mín spurði mig “má ég finna nýtt lið fyrir þig”, “Afhverju helduru ekki með betra liði bara, þá verðuru ekki svona pirraður alltaf”…

    🙁

  24. Hörmung er orðið sem ég nota en það nær ekki að lýsa þessum ósköpum. Sagði eftir Birmingham leikinn að þetta gæti ekki versnað, en hafði svo rangt fyrir mér. Nenni ekki að ræða þetta einu sinni, en ef RH sér eitthvað jákvætt út úr þessum leik, fer ég fram á hann verði lagður inn á hæli hið snarasta!

  25. er vont/gott kerfið farið á fyllerí?…..eða eru 130 aðilar að smella á sömu sekúndu?
    hef ekki séö þetta áður en kanski hópast bara stuðningsmenn hingað til að geta tjáð sig með einhverjum hætti 🙂

  26. KAI Þú ert einhvað ruglaður, Við vorum að spila í evrópukeppnini – Rétt! En við vorum að spila gegn ponsulitlu liði í Hollandi, Hefði verið sáttur með jafntefli gegn Ajax eða PSV, en þetta er UTRECHT! Ef ég hefði ekki vitað að Dirk Kuyt væri þaðan, þá hefði ég haldið að þetta væri álegg!

    Okei, allt í lagi að bera virðingu fyrir liðum, en ef þú horfðir á þennan leik, og finnst allt í góðu með liðið, þá annaðhvort ertu vel klikkaður, eða verður að fá þér sterkari gleraugu, við vorum í SVÖRTUM búningum í kvöld sko!

  27. Það er gaman að sjá að einhver er búinn að taka yfir þumlakerfið á þessari síðu. Ef svo er ekki, heldur meðvitaða hrokafullaafstöðu liverpúlmanna til sjálfs síns og þeirrar afleiðar sem liðið stendur fyrir, þá verð ég að aldeilis að hugsa minn gang. Ekki vill maður draga börnin sín inní slíkan félagsskap.

  28. Er einhverstaðar hægt að sjá viðtölin við leikmenn og þjálfara eftir leik í beinni?
    Nú eða bara eitthvað aðeins á eftir. Núna er aðalspennan fólgin í því hversu ánægður Hodgson verður með stig á “erfiðum” útivelli!!!

  29. Það er augljóst að einhver var að leika sér að þumlakerfinu hjá okkur.

    Ég er búinn að breyta stillingunum, núna er bara eitt atkvæði leyfilegt á hverja IP tölu (áður var notuð cookie, sem hægt er að rugla í ef menn nenna því).

    Núna ætti þetta því að vera í lagi.

  30. Hálfleikurinn hjá Man City-Juve var skemmtilegri og meira spennandi heldur en allur okkar leikur í dag

  31. Fyndið að heyra hvað menn eru hneykslaðir á að gera jafntefli eða tapa fyrir svona litlum liðum! Ég segi bara velkominn í hópinn Liverpool FC. Við erum bara ekkert betri en þetta greinilega.

    Roy Hodgson er svo hræddur að sækja því það er meiri möguleiki á sigri að hann pakkar í vörn, það er betra að fá stig en ekkert!!!!!! Wanker!

Utrecht á morgun

FC Utrecht – Lið í Liverpool búning 0-0