Enn á ný reynum við að fylgjast með dómsal og atburðum dagsins.
Kl. 13:00 erum við aftur í dómsalnum.
Ég hef reynt að draga að mér fréttir hvað málið snýst um núna. Í stuttu máli er það þannig að Hicks grípur til þessa ráðs þar sem Kop Holdings er í upphafi félag skráð í Texas, sem með eyjaflækjum á svo félag í Englandi. Hann lagði fram í gær beiðni um lögbann á viðskipti með 29 blaðsíðna greinargerð.
Dómurinn ákvað að stoppa söluna á félaginu þar sem hún var yfirvofandi án þess að leita sér mótraka frá Liverpool. Félagið hefur nú ráðið sér lögfræðinga í Dallas sem eiga að hnekkja lögbanninu fyrir 25.október. Það eru taldar góðar líkur á því sökum þess að rökin sem við unnum málið á í gær munu líklega duga í Texas líka. Jafnvel gera menn sér vonir að þegar dómurinn sér rök LFC hendi þeir lögbanninu strax út og málið verði ekki tekið fyrir heldur bara vísað frá.
Hins vegar eru bæði RBS og NESV uggandi að halda áfram á fullri ferð þar sem fyrirtækin vilja ekki lenda í vanda í Texas, sennilega vegna núverandi eða framtíðarfjárfestinga sinna í fylkinu.
Málið sem liggur nú fyrir dómstólnum er fyrst og fremst hugsað til að staðfesta það að lögbannið gildi ekki í Englandi. Ekki eru allir sammála um aðalástæður þess að verið er að reka það núna. Sumir halda að með staðfestingu þess muni salan verða leyfð til NESV en aðrir meina að þetta sé gert þannig að andrými skapist fyrir félagið.
Ef það er rétt mun þá RBS bíða með að rukka lánið til 25.október og það yrði til þess að við töpum ekki 9 stigum. Skulum fylgjast með, vonandi fer maður að geta haldið upp á eignarhaldsskipti!!!
Uppfært
Lögfræðingar Hicks & Gillett eru ekki mættir við dómshaldið núna 35 mínútum eftir að málið hófst!
Peter Lim er búinn að gefa það út að hann ætlar ekki að bjóða í félagið!!! Dan Roan fréttamaður BBC twittar það á síðunni sinni
Ekki kom það á óvart, alltaf lítið “kredibility” í hans málflutningi. Það getur þó virkað í báðar áttir, H & G geta bent á hann sem einhvern sem var til í að borga hátt og gæfist upp á stjórn LFC en stjórnin getur nú enn frekar bent á að NESV hafi verið mun áreiðanlegri kostur og stjórnin hafi valið rétt að ganga til samninga við þá. Auðvitað gæti NESV líka stigið frá í þessari vitleysu allri.
Broughton lýsti því í dómsalnum áðan að ferill sölunnar hafi verið langt kominn í gær þegar lögbannið í Texas datt inn og menn ákváðu að klára það frá, en jákvæðir straumar séu í gangi milli aðila.
Uppfært x2
Farsinn heldur áfram. Um leið og dómsalir í Texas opnuðu voru Hicks og Gillett mættir þangað til að reyna að fá í gegn ógildingu réttarhaldsins í London. Ekki ljóst ennþá hvað það leiðir, einhver pása varð í London þegar þetta fréttist, en það er ljóst að enski dómstóllinn er lítt glaður.
Það er morgunljóst að þetta mál verður umtalað um langan tíma og er að verða hálfgert prófmál í því hvar völdin liggja í svo flóknum fjármálavef sem Liverpool lenti inní þegar Moores og Parry afhentu tveimur fjárglæpamönnum eignarhaldið í félaginu.
Upplýsingar um málatilbúnað H & G virðast benda til þess að þeir telji breska dómskerfið sýna hinu bandaríska “lítilsvirðingu” með fyrirtöku málsins í London í dag og því verði að vísa því frá. Aðrir reyndar tala um að þeir séu að reyna að fá inn leiðréttingar á rangfærslum þeirra sjálfra í lögbannskröfunni frá í gær….
Maður bara á ekki túskildingsorð!!!
Uppfært x3 – 15:01
Lord Grabiner fer á kostum núna, hamast á Hicks og Gillett, segir þá vera að reyna að gera grín að dómskerfinu, hafi verið með rangar upplýsingar og brotið alvarlega af sér með því að kreista fram lögbann á aðgerðir þriggja breskra fyrirtækja í USA. Þeir hafi skrifað uppá eðlilegan málatilbúnað í vor en nú þegar þeir séu ósáttir með úrskurð fari þeir langt út fyrir eðlileg mörk með því að reyna að grípa annað dómstig í öðru landi inn í málið og færa til staðreyndir til þess eins að tefja mál sem þeir geti ekki stoppað.
Aðgerðir þeirra séu óviðeigandi og valdi miklum skaða.
Lögfræðingar frá Bandaríkjunum hafa sent breskum fjölmiðlum sínar hugrenningar og þeir virðast sammála um að málatilbúnaður H & G standist ekki, því þetta hefði einungis verið mögulegt með samþykki stjórnarinnar. Það samþykki lá ekki fyrir!!!
Réttarhöldin í London eru nú farin að snúast um áreiðanleika Texas-dómstóls. Grabiner nefndi dómstólinn vera í “því heimsfræga dómssvæði” og réttarsalurinn sprakk úr hlátri. Í Bandaríkjunum er talað um að Texasdómstóll eigi að dæma í málum Texasmanna. Ummmmm
Komið í ljós hvað það er sem lögmenn LFC vilja.
Lögbanninu verði aflétt og rétturinn staðfesti að einungis sé hægt að krefjast lögbanns á sölu Liverpool Football Club í breskum dómstól.
Lögfræðingur H & G farinn að tala…
Í ljós er komið að lögfræðingur H & G er ekki þeirra maður lengur virðist vera, heldur bara fjallar um málið almennt frá öllum hliðum. Þeir virðast hafa ákveðið að hundsa réttarhaldið og beina öllum sínum kröftum í að fá málið fært til Texas.
Uppfært x4 – 15:36
Guardian segja að dæmt verði í málinu kl. 16 að íslenskum tíma!!!
Uppfært – 15:54
Dómarinn segir ljóst að málatilbúnaður í Texas hafi verið í undirbúningi í töluverðan tíma. Ljóst miðað við að þeir mættu ekki í dóminn í dag að þeir ætluðu sér þessa leið frá byrjun, flytja málið heim til USA. Sorry. SKÍTHÆLAR. Biðst aftur afsökunar á orðavali mínu, en mennirnir haga sér fullkomlega í anda þess orðs og er auðvitað skítsama um Liverpool Football Club.
Guardian síðan hrundi núna (15:55) – og mér sýnist stefna í að ég kaupi mér nýtt lyklaborð á morgun!!!
Uppfært 16:05
Dómarinn segir dóminn í Texas “pantaðan”. Við erum að fara að vinna þetta mál, en hvert er framhaldið?
Uppfært 16:15
Lögfræðingar NESV segjast nú eiga félagið en ekkert er komið upp á borð frá dómaranum varðandi það!
Uppfært 16:24
Við unnum aftur!
Dómarinn segir málatilbúnaðinn í Texas ólöglegan og dæmir RBS og stjórninni í hag.
Þetta mál kemur engum við í Texas, Hicks og félagar hafa ekkert leyfi til að fá lögbann á söluferlið, enda samþykkt í breskum dómstól
Sýnist stefna í að salan til NESV verði samþykkt í kvöld á Englandi en ekkert er víst að amerískir dómstólar séu hættir. Nú þarf ég að hverfa frá en er handviss um að ummælin verða hér í gangi áfram!
Uppfært: 19:35 (Babu):
Dómstóll í Texas hefur tekið sér hlé til morguns og kemur aftur saman klukkan 7:00 í því tímabelti sem Texas er sem þýðir á hádegi hjá okkur. Núna er beðið eftir næsta útspili Tom Hicks sem virðist svífast einskis og neita að gefa upp en það er erfitt að sjá hvaða möguleika hann á eftir. Dómurinn sem féll í London í dag gaf honum sólarhring til að sæta þessari niðurstöðu (að lögbannið hafi ekki verið leyfilegt og salan til NESV er lögleg og kemur Texas á engan hátt við). Ellegar verður hann sóttur til saka fyrir að vanvirða dóminn og gæti þurft að sæta sektum eða jafnvel fangelsi.
Fréttir herma annars að NSEV sé þegar búið að skrifa undir samning um að kaupa klúbbinn og séu því nánast að öllu leiti þegar komnir með yfirráð yfir félaginu þó ekkert gerist fyrr en þessi dómstóll í Texas hefur klárað þetta mál þar í landi. Lögfræðingar NESV eru vongóðir um að fá þessu lögbanni í USA hnekkt.
Annars bendir Einar Örn á góða grein um Tom Hicks í The Gaurdian (sem borðið hefur af í umfjöllun fjölmiðla um þetta mál). Sú grein endar á þessum orðum:
Can anybody quite believe that the future of Liverpool football club has been put at risk, and is being fought over, in a district court in Dallas, Texas?
Svarið er NEI, þetta kemur Texas ekkert við.
Sama hversu erfitt ég á með að trúa því að við séum að losna við Tom Hicks, þá ætla ég að hafa bjórinn í kæli og allavega tilbúinn því eins og staðan er núna bara hlítur morgundagurinn að vera dagurinn, góðir hlutir gerast vanalega á föstudögum.
Þið getið nálgast upplýsingar úr dómstólum hér http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/oct/14/liverpool-fc-sale-live-coverage
góði guð vertu svo vænn að losa okkur við þessa xxxxxxxxxxxxx
“Just received statement from Peyer Lim – he is pulling out of bidding!” tweets BBC’s Dan Roan.
Jæja þá erum við laus við þennan!
Það hlýtur að vera lykilatriði í þessu máli, hverjum lánaði RBS þessar 200 milljónir? Er það félagið í texas? er það félagið á cayman, er það félagið í Bretlandi eða er það sjálfur klúbburinn? Veit það einhver?
Úff hvað ég vona að leikmenn liðsins séu ekki að fylgjast með þessu rugli! Ég er að spá í að hætta að skoða allar fótbolta síður þangað til það er komið eitthvað staðfest, endilega sendið mér mail þegar það er eitthvað orðið staðfest í þessu máli, eða góðar fréttir allavega.
Bæ
The Board need to go to the Texas court and file a Rule 12 Motion to Show Authority.
Since the British High Court granted the board the right to conduct the affairs of the corporation(s), H&G were therefore without authority to seek a Texas TRO on behalf of KOP Holdings, et al.
Hver er það sem mun taka lokaniðurstöðu í þessu máli ?
Jæja smá góðar fréttir handa okkur í þessu svartnætti en Torres mun spila á móti Everton um helgina. Mér finnst eins og ég sé að skrifa um fótbolta á lögfræðingarspjallborði 🙂
Ásmundur, viltu í guðanna bænum halda þig við efnið!!! Sheeesh, það sem fólki dettur í hug að tala um… 😉
Ætli þetta endi ekki sem milliríkjadeila sem leysa þarf á diplómatískum level…:)
Er þessi Torres í lögfræðingateymi RBS?
Hver er þessi lord grabiner???
Fyrir mér eru bara engar góðar fréttir fyrr en ég heyri að þessir trúðar séu endanlega farnir frá klúbbnum okkar og breytir þá engu hvort Torres spili á sunnudag eða ekki
Lord Grabiner er lögmaður Broughton og stjórnarinnar.
Hann mun eignast stuðningslag á The Kop ef honum tekst að hrista þessa dóna af okkur!!!
Svo lengi sem að þessir brandarakallar eiga félagið verður það ekki Torres sem er í Liverpool treyjuni á sunnudaginn, frekar heldur en þeir 10 sem með honum verða þar.
Heldur einhverjir hauslausir apakettir sem hafa ekki áhuga á að spila fótbolta fyrir sirkus, þetta höfum við bara séð í síðustu leikjum því miður :/
Hann mun eignast stuðningslag á The Kop ef honum tekst að hrista þessa dóna af okkur!!!
Hann þarf nú bara að fara huga að því að fá eitthvað af gróðanum þegar varningur í hans nafni verður settur á sölu ef hann púllar þetta aftur. Maðurinn er víst gjörsamlega að fara hamförum og gerði það líka í gær.
Chivers er reyndar lögmaður NESV í málinu, enginn frá trúðunum tveimur í dómssal virðist vera.
Það væri flott ef þið mynduð setja fyrir aftan uppfært textann kl hvað fréttin var uppfærð.
Já ég var nú ekki farinn að fagna þessum fréttum í gær. Þessir kanar eru bara meiri fífl en ég gat nokkurn tíman haldið. Ég er farinn að halda að þetta séu United menn sem eru að reyna að leggja Liverpool niður. Ég ætla ekki að skrifa hér hvað mér finnst að ætti að gera við þessa jólasveina því það er ekki prennt hæft.
Djöfull langar mér að D***A þessa fokkin*s *ávita! Hvað í anskotanum eru þeir að reyna gera, annað en að RÚSTA þessum klúbbi? Djöfull vona ég að LFC kæri þessa morðingja og fái góðar skaðabætur!
Er að verða klikkaður á þessu rugli, hélt að þetta væri komið í höfn í gærkvöldi…!
NESV lawyer: We are now the owners. The old owners beyond the grave are seeking to exercise with their dead hand a continuing grip on this company.
Þeir eru öruggir með sig. Sem er gott. Vonandi. Fuck off Hicks.
4.30pm: Apparently we’re looking at a ruling by Mr Justice Floyd by 5pm.
Sachin has confirmation that the owners have no legal team here. Their legal team were contacted and emailed back to say they would be out of the office all afternoon and would not be attending.
Manni líður eins og við séum komnir í vítaspyrnukeppni.
Paul Tomkins Twitter:
excellent texas lawyer tells me Dallas judge Jordan will roll over and do so very quickly. But needs to be a Dallas hearing
Vonandi er þetta rétt. virðast allir hallast að því að dómarinn muni henda lögbanninu út á haf um leið og fulltrúar RBS mæta fyrir réttinn
Þar sem allar líkur eru á að “Prins” John W Henry eignist LFC, koma atriði í hugann hvað tekur við?
Ég horfði á myndband sem John setti á Twitter síðu sína:
http://mlb.mlb.com/video/play.jsp?c_id=bos&content_id=12766377&tcid=fb_video_12766377
…og var hugsa er hægt að stækka eða betrum bæta Anfield? Nýji völlurinn á nú bara að taka einhverjum 10.000 sætum fleiri. Væri hægt að lappa upp á Anfield?
Kostirnir eru kannski ekki margir fyrir utan að sál félagsins er völlurinn
“This is Anfield” Kopið og Shankley.
Það er upplifun að koma á Anfield sem er engri lík. Stemmingin og sagan koma saman í eitt.
Viljum við að þetta verði einhver yfirstéttar stúka með engri stemmingu.
Auðvita er margt sem mætti lappa uppá.
En það sem hann gerði með Red Socks var að halda samaleikvangi en betrum bætan hann og halda sömu gömlu stemmingunni.
YNWA !
þvílík spenna…
Er verið að dæma i þessu i london núna eftir smá?
Hvað er þá að gerast í texas?
Loki haha vítaspyrnukeppni er alveg það sem ég var að hugsa. Þetta er miklu meira spennandi en leikurinn við Everton um helgina 🙂
Frábært framtak hjá ykkur að vera með svona live coverage
Fyrst Hicks er búinn að fara allar þessar krókaleiðir í þessu máli og fá lögbann á hitt og þetta, væri þá ekki sniðugt fyrir stjórn LFC að fá bara lögbann á Hicks sjálfan?? 😉 Það væri ekki það vitlausasta í stöðunni allavega.
En maður vonar bara að þetta mál vinnist sem fyrst svo að við getum fengið nýja eigendur á Anfield
Ein skemmtileg grein :
http://online.wsj.com/article/SB10001424052748704814204575508070757773784.html?KEYWORDS=liverpool+football
TIA : Judge rules that anti-suit injunction wanted by RBS and other parties (board) against owners action in Texas is granted. (Guardian)
ég er svo ánægður 😀
Er hann sem sagt að segja að úrskurður hans frá því í gær sé réttur og félagið megi skipta um hendur ?????
Bingó!
paul_tomkins
RT @schmuckdonald: that’s more wins in court than in the league this season! <- Ouch.
Sigur again utan vallar…..2-0….
Nú er spurning uppá hverju taka illfyglin í Texas??
Það er official – við höfum unnið oftar í dómssal en í deildinni þetta árið.
FRÁBÆRT….eru ekki komnir fleyri sigrar í réttinum en á knattspyrnuvellinum :-)….vonandi verður hægt að ganga frá þessu í kvöld
Góður Kiddi hehe
það er nú samt eitthvað sem segir manni að þessum skrípaleik sé ekki lokið… þessi viðbjóðslegu skítseiði hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta orð
það var enginn frá G&H á svæðinu í dag, þeir eru klárlega með plan c ef ekki bara plan d líka. Hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þeir reyndu varla að vinna þetta mál.
vá hvað ég vona að þetta standi og við getum haldið áfram að styðja liði okkar á vellinum…….
aðstandendur þessara síðu ættu að fá heiðursstúku á anfield….. takk fyrir frábæran fréttaflutning á réttarhöldunum
Sachin Nakrani from outside court:
39
Eða lögfræðingar þeirra í UK bara hreinlega ekki nennt að standa í þessu eftir vitleysuna í Texas í gær.
Djöfull ætlar þetta að taka á taugarnar maður!!! Ég er farinn að halda að þetta taki aldrei enda… þetta SVÍN í mannslíki virðist eiga endalaus leiðindi uppi í erminni. Og greinilega búinn að undirbúa þau í langan tíma. Svona menn eru náttúrulega hornsteinar alls sem er að heiminum í dag.
Ég ætla svo innilega að vona að hicks sitji eftir gjaldþrota og verði settur í steininn eftir þessa frammistöðu sína!
vá, ég ætla að reyna aftur. Biðst afsökunar
Sachin Nakrani from outside court:
Likely that court in Texas will still have to recognise this verdict.
But at moment it’s Liverpool 2 Owners 1
Ef að þetta mál verður mun lengra þá held ég að maður geti alveg eins strax hætt í skólanum þar sem ekkert verður að verki í svona ástandi. Ætti að vera hægt að refresha hausinn á manni eins og skjáinn. ÚFfffffff þvílíkur dagur.
Það er ein pæling í þessu samt: ef Hicks hefði haldið að þetta væri síðasti séns hans til að stöðva söluna, hefði hann þá ekki sent lögfræðing frá sér í dómstólinn í dag? Það að enginn hafi verið mættur til að tala máli Hicks gerir mig óstyrkan. Hann er örugglega með eitthvað fleira uppi í erminni.
Búin að liggja með hita síðustu 2 daga er allur að braggast.. líklega er það vegna þess minn elskulegi klúbbur er á blússandi uppleið
Eins og í lélegri spennumynd þá þarf að drepa vonda kallinn ansi oft áður en yfir lýkur. En það hefst nú yfirleitt á endanum 🙂
-Sýnist stefna í að salan til NESV verði samþykkt í kvöld á Englandi en ekkert er fyrst að amerískir dómstólar séu hættir-
ok sorry , smá off topic ,en hvernig er hægt að víxla orðunum “fyrst” og “víst” endalaust. Þessi setning hjá greinarhöfundi meikar ekkert sens .
@Kristjan #46.
Thad gaeti verid. En thad gaeti lika verid ad hann hafi bara attad sig a thvi ad thetta vaeri tapad mal og thess vegna gefist upp. Thad er allavega thad sem eg vona.
46
Ég held að Hicks hafi vitað að þetta væri lost case fyrir hann í UK. Hans barátta er í Texas.
Og eins og ég sagði ofar þá gæti ég líka alveg trúað að lögfræðingar hans í UK hafi hreinlega ekki nennt að standa í þessu eftir vitleysuna í gær í Texas.
En hann er klárlega ekki búinn að gefast upp á þessu máli í Texas.
Er ekki bara málið að drífa blekið á skjölin og klára þessi mál áður en drullusokkurinn kemur með annað útspil.
Alveg klárt mál að maðurinn er með eitthvað plot í gangi. Að hans lögfræðingar mæti ekki einu sinni í réttinn í dag er meira en lítið furðulegt ; ( Lýst bara ekkert á þetta.
Held að það sé öllum orðið ljóst að illfyglin ætluðu sér allan tímann að láta reyna á þetta fyrir USA dómstólum. Ég verð að játa að ég hef ekki mikla trú á bandarísku réttarkerfi en það sem gefur manni þó smá von er að nýjir kaupendur Liverpool eru frá Bandaríkjunum og kunna á dómskerfið þar og geta haldið uppi vörnum ef þess ber undir.
Nr.55
This case has nothing to do with Texas !
Þetta bara hlítur að verða raunin þegar upp er staðið og Hicks ætti að drífa sig í að snúa sér að Dallas Stars og baráttunni um að tapa þeim eins og öllum liðum sem hann hefur komið nálægt.
Hicks & Gillett need to withdraw claim by 3pm UK time tomorrow for the NESV deal to go through tomorrow, NESV’s lawyer said.
Jæja ekki er allt búið enn.
Nú er réttur settur í Dallas
6.07pm: Sky Sports News are reporting that there is a hearing in the court in Dallas taking place at 6pm UK time so that should be underway right now.
Er einhver sem veit hvort málið sé dautt núna?
Þetta er allt eitthvað voðalega furðulegt en mikið rosalega vonar maður að þessi ömurlega bíómynd með mjög langdregnum endi sé búin enda poppið og kókið löngu búið í bíóinu.
Málið er ekki dautt.
Breskur dómstóll hefur skipað H&G að draga lögbannskröfuna tilbaka annars er það óvirðing við réttinn sem getur þýtt sekt eða jafnvel fangelsisdómur.
Þeir hafa 20 tíma til að draga þetta tilbaka.
Ef þeir gera það ekki þá mega þeir eiga von á dómi en hinsvegar þarf að fella lögbannskröfuna úr gildi í Texas. Og það munu lögfræðingar RBS og co krefjast á eftir.
Þetta hefst víst klukkan 7 að breskum tíma í Texas.
“Er einhver sem veit hvort málið sé dautt núna?”
Ég sé ekki betur en að menn hérna séu með puttana á púlsinum Viðar. Ég persónulega refresha kop.is á c.a. 5 min fresti, langbesta umfjöllunin hér.
Býst við kæru frá Moskvu í kvöld svo frá Asíu á morgun
Þetta er langt frá því að vera dautt. Til að byrja með efast ég um að Hick & Co virði úrskurð dómarans í UK. En það fer kannski eftir því hvernig rétturinn fer í Dallas, sem hefst eftir smá stund.
En hvernig er það, samkvæmt dómnum þá þurfa þeir að afturkalla úrskurðinn frá Dallas fyrir klukkan 4pm (uk time) á morgun en er þá ekki klukkan 8 um morguninn í Dallas og þurfa þeir þá ekki að afturkalla þetta á eftir. Eða er ég að reikna tímamismuninn eitthvað.
Hafliði ég veit að menn eru með puttann á púlinum hérna enda síðan búin að vera opin hjá mér held ég bara síðan á þriðjudag og f5 notaður alveg látlaust, hélt kannski að þetta væri búið eftir nýjasta dóminn á Bretlandi, vissi ekki af því að það þyrfti núna að bíða eftir einhverju meiru frá Bandaríkjunum, hélt þð væri nóg að breskur dómstóll hefði sagt lögbannið ógilt.
Vona bara að maður geti sofnað ánægður í kvöld því það var alls ekki þannig síðustu nótt.
And now the Americans are fighting in the American court to block the blocking of the blocking of the English judge’s decision. Can we guess who’ll win that? How is this ever going to end?
Flýg til London á morgun í frí. Hótelið mitt er í göngufjarlægð frá London Court of Justice. Spurning með að taka röltið í hádeginu þangað og sýna minn stuðning.
66 Finnur : Þú tekur með því Íslenskan fána og sýnir stuðning fyrir okkur alla 🙂
vóó tiltuglega nývaknaður, ógeðslega þunnur og þetta blasir við mér
ég verð nú bara að seygja að ég er allveg hættur að skilja þetta !
getur eitther sagt mér hvað er að gerast í dalas núna ? og afhverju erum við að dómi þar núna
Liverpool Football Club have tonight issued a statement following today’s court hearing in London:
Sorry þetta kom eitthvað asnalega út.
Tilkynning komin á Offical vefinn:
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/liverpool-fc-statement-6
Ég tek undir með Dabba, hvað á að vera að gerast í Dallas núna þegar dómarinn á Englandi er búin að segja að í Texas hafi menn ekkert með málið að gera og þetta lögbann sé ekki réttmætt, þarf þá eitthvað að ræða þetta frekar?
Frábær síða þetta er . Frábært að geta fylgst með hér undanfarna daga, fá þetta svona beint í að frá ykkur er frábært. Frábært Frábært Frábært
Þið eruð snillingar kæru kop.is pennar.
legally nesvs are our new owners but until hicks injunction is lifted it wont be finalised if hicks dont comply with RBS restraining order he cud find himself in contempt of court in front of justice floyd and land himself in jail.
Hicks í fangelsi ef hann spilar þetta eins og ég held að hann geri.
The Texan Court has no jurisdiction to determine this case. H&G therefore face a choice: either they lift the injunction or be in contempt of the English Court anti-suit injunction, the punishment for which can include imprisonment. H&G would most likely not want to return to the UK with contempt proceedings hanging over their heads
Góð grein um Hicks í Guardian.
George Gillett sem fékk Hicks með sér í þetta Liverpool “ævintýri” er í London núna! Mátt kasta á hann kveðju frá mér, bókstaflega.
Thu matt kasta i hann kedju fra mer!
66
kveðjan sem þú kastar á G&H ætti helst að vera það köld að hún sé undir frostmarki.
Jæja það sem hefur gerst núna er að menn eiga að mæta til dómarans í Texas kl 07:00 á Texas tíma í klukkutíma og þar mun hann taka ákvörðun hvort hann taki þetta bráðbirgðarbann af eða ekki, en þetta er um kl 15:00 á Breskum tíma.
Robert is at the George Allen this very moment, where attorneys representing New England Sports Ventures and Kop Holdings (which is to say, Tom Hicks) are squaring off over who owns Liverpool FC. In light of the UK judge’s ruling this morning, which basically tossed yesterday’s temporary restraining order, the attorneys (and assorted media) have gathered to see what the judge will decide, since Hicks owes the Royal Bank of Scotland close to $500 million dollars by tomorrow.
Right now, the judge is leaning toward a 7 a.m. hearing Friday to decide whether or not he will lift yesterday’s TRO. Court is scheduled to reconvene shortly. Updates forthcoming.
Update at 2:20 p.m.: Judge Jim Jordan has ordered all parties back in his courtroom at 7 a.m. tomorrow for an hour-long hearing, at which point he will decide whether or not to lift the TRO. Quotes forthcoming.
ég er strax byrjaður að fagna og þ.a.l opna einn ÍSKALDAN Stinnings Kalda… Þetta er búinn að vera hörku spennumynd sem vonandi endar ekki sem hrillingsmynd
sammála Babu maður rífur ekki upp bjórinn fyrr en á morgun.. vil fara að sjá mynd af þessum Henry standa inná Anfield haldandi á Liverpool trefil þá verð ég ílla sáttur.. svo vil ég að moores koma í viðtal og fara niður á hnén og gráta þegar hann biðst fyrirgefningar á að hafa eyðilagt síðustu 3 ár klúbbsins og sett liðið í þessa hættu!
Einar Örn (#74) – Það eina sem ég gat hugsað þegar ég las þessa grein um Hicks og hversu miklar ranghugmyndir hann hefur um meinta „velgengni“ LFC í hans stjórnartíð er, hvernig í fjandanum datt David Moores og Rick Parry í hug að selja þessum fávita klúbbinn? Miðað við allt sem maður les um manninn þá er hann eins og versta stereótýpa í bandarískri bíómynd (hugsið um Gene Hackman í The Heartbreakers). Algjör gunslinger, og hann er að haga sér sem slíkur núna, skýtur byssukúlum blint í allar áttir og vonar að ein þeirra rati í óvininn.
Ótrúlegt. Ég mun aldrei skilja til botns hvernig svona karakter gat eignast Liverpool FC, hvernig hinir ofurensku Moores og Parry gátu hitt Hicks án þess að hrökkva til við persónu hans.
Það skal tekið fram að Hicks er einn óvinsælasti maður í Texas eftir það hvernig hann fór með Rangers-liðið. Ég hef sjálfur komið til Texas og það eru langt því frá allir eins og Hicks er lýst. En það liggur bara samt við að hann hafi gert mann fráhverfan fylkinu eins og það leggur sig.
Það er bara of augljóst að Hicks hefur keypt einhvern dómara í Texas til þess að ganga sínu erindi til þess að flækja málin og gera þau enn erfiðari. Hann hefði átt að sjá sóma sinn í því að játa mistök sín og ganga frá með aðeins meiri reisn. Svona dauðakippir eru ekki til þess að bæta hans málstað.
Ég hef fylgst með umfjölluninni og hef sveiflast allan tilfinningaskalann, það er löngu tímabært að fara tengja tilfinningarnar við fótboltann á ný og þá vonandi jákvæðar tilfinningar.
Ég á 25kg KEÐJU sem þú mátt kasta í hann frá mér,kannski lætur hann hafa reikninginn fyrir magasárinu mínu.
Vonandi lýkur þessu á morgun annars þarf ég bara að láta leggja mig inn..
Skulum bíða með að hengja dómarann þar til hann er búinn að dæma í málinu.
Hann hefur ekki gert neitt óeðlilegt hingað til. Ef eitthvað er þá er hann búinn að taka tillit til þess að Liverpool vilja ganga frá kaupunum á morgun.
Hann boðar menn í réttarsalinn klukkan 7 um morgun svo að hægt verði að gera þetta fljótt.
“J. Jordan made it clear that he wanted “this matter resolved” so parties could close on 15th”
Minni á að í frægu handskrifuðu bréfi sem Moores skrifaði einu dagblaðanna eftir að hann afsalaði sér embætti heiðursforseta (ef ég man heitið rétt) sagðist hann ALDREI Á ÆVINNI HAFA SNERT Á TÖLVU! Hann hefur því væntanlega ekki kynnt sér feril Hicks með hjálp Google! Hvernig það fór fram hjá Pary get ég svo ekki ímyndað mér.
Ef að ég ætti það á hættu að tapa 200 milljónum punda, þá myndi ég alveg reyna hvað sem ég mögulega gæti til að breyta því.
Annars sammála Kristjáni um Hicks – þessi grein fannst mér nokkuð góð – hún sýnir ágætlega hversu klikkaður hann er ef hann heldur virkilega að hann skilji við Liverpool í betri stöðu. Já, kannski er markaðsdeildin aðeins virkari, en sæmilega vel þjálfaður simpansi hefði nú getað bætt hana.
Veit einhver hvað menn eru að rena að fá í gegn í Texas þegar dómurinn á Englandi er búin að segja að menn í Texas hafi bara ekkert með málið að gera???
Hvað gerist ef dómarinn í Texas dæmir með Hicks en dómurinn í englandi með okkur??? Maður er engan veginn að fatta þetta,maður hefði haldið að eftir dóminn í London í dag væri málið dautt, sakan gengi í gegn og Hicks gæti hoppað uppí rassgatið á sér
The motion for contempt filed by Hicks legal team asks for Liverpool chairman Broughton and associates to be jailed
Viðar, menn vilja fá þetta lögbann þar einfaldlega hreinsað í burtu þar sem RBS og NESV eiga jú tölvuverðra hagsmuna að gæta þar. Þeir vilja ekki gera eitthvað sem gæti komið aftan að þeim síðar meir. Um leið og þetta er farið, þá munu menn klára þennan samning hið snarasta. Ef þetta gengur eftir á þessari klukkustund (sem dómarinn í Texas áætlar í þetta) á morgun, þá verður klárað að færa félagið milli handa fyrir lokun banka á morgun.
Þannig að við verðum aftur á vaktinni á morgun, þriðja daginn í röð í þessari mestu drama viku sem Liverpool hefur upplifað frá stofnun félagsins.
Ssteinn skrifaði frábæran pistil í febrúar eftir yfirtökuna 2007: http://www.kop.is/2007/02/06/16.25.32/
Hann byrjar á skemmtilegum orðum: “Jæja, 6. febrúar mun framvegis verða stór dagsetning í sögu Liverpool FC. Verður hennar minnst með mjög jákvæðum hætti eða mjög neikvæðum? Það mun ekki verða ljóst fyrr en seinna meir þegar menn byrja að horfa tilbaka og meta það sem gerst hefur.”
Skemmtileg upprifjun 🙂
Þessi hér verður í réttarsalnum á morgun, lögmaður frá Dallas og Liverpool-stuðningsmaður. Eftir að það fréttist rauk Twitter-follow-ið hans upp úr undir 100 í yfir 1000 á hálftíma: http://twitter.com/imhoffjosh
Hjalti (#90) – takk fyrir að grafa þessa grein SSteins upp. Mér fannst þessi setning sérlega skemmtileg:
Greyið Steini. Greyið við. Allir orðnir svo þreyttir á eigendatali í febrúar 2007 … og þá var öll aðalsagan eftir. Ef einhver hefði hvíslað að Steina í febrúar 2007 að nýir eigendur ættu eftir að keyra klúbbinn í svaðið, búa til sápuóperu úr rekstri félagsins, draga allt og alla fyrir dómstóla og gera okkur öll að taugatitrandi, Twitter-háðum lögfræðinemum er ég hræddur um að hann hefði orðið gráhærður við tilhugsunina.
Febrúar 2007. Þá fannst okkur árin þar á undan hafa verið flókin og langdregin. Mikið voru tímarnir einfaldir þá.
Frábær grein í Guardian, takk fyrir það Einar Örn.
Missi af málaferlum morgundagsins, var bara að fatta í rauninni í dag að það er leikur á sunnudaginn. Maður er farinn að reyna að grafa upp á Google þýðingar á lagafrösum í Texas. Það vekur mér þó von að menn eiga að mæta til dómara strax kl. 7 að morgni.
Dómarinn áttar sig sennilega á mikilvægti dagsins.
En David Moores minn. Þú VERÐUR að játa þína ábyrgð í þessu öllu og taka Rick Parry vin þinn með þér. Ég get ekki ímyndað mér það að þú sért velkominn á Anfield annars. Sem er auðvitað svakalegt í raun…..
Krossum fingurna og treystum á Texasdómarann Jordan. Er sannfærður um að hann áttar sig á mikilvægi málsins fyrir réttlætið í ríkinu sínu og hann er vanviti ef hann áttar sig ekki á ábyrgðinni sem hann ber á morgun. Alheimurinn bíður með kvakandi andarstegg í hálsinum.
Treysti því að fá lýsingu af atburðum dagsins hér á morgun, missi af þeim að mestu þangað til að þeim loknum og þá veit ég hvar ég finn gáfulegustu umræðuna!!!
Mummi takk fyrir þetta en er ég að skilja þetta rétt að í raun og veru hefði verið hægt að ganga frá þessu í dag eftir að dómstóllinn í London dæmdi okkur í hag og í raun og veru breytir þessi dómstóll engu þarna í texas nema kannski fyrir NESV OG RBS vegna þeirra hagsmuna? Er þessi dómstóll aldrei að fara að stoppa söluna á félaginu?
Ég vil svo þakka öllum sem hingað skrifuðu í dag og í gær, þetta er búið að halda manni vel upplýstum eða eins og hægt er miðað við allt þetta fíasko.
Viðar, já, mér skilst að þessi dómstóll í USA sé aldrei að fara að stöðva söluna en þú verður líka að hafa í huga að dómarinn tók þar afstöðu án þess að hafa heyrt báðar hliðar málsins. Hann heyrði bara hina mjög svo fegruðu hlið Hicks.
Það verður að segjast að þessi linkur og grein hjá SStein er svakaleg og smá grátlega kómísk núna. Það er allavega ljóst að ef þetta gengur í gegn á morgun og svipaður pistill á dagskrá er nokkuð ljóst að þeir fá svo sannarlega ekki að njóta vafans eins vel.
Eins er þetta líka ákaflega kvikindislegt hjá Hjalta að grafa þetta upp og legg ég til að hann bjóði Steina einn kaldann á sunnudaginn á Players í sárabætur 🙂
Fyrst að Hicks gat farið með málið fyrir dómara í Texas getum við þá ekki notast við þesslensk skaðabótalög og farið í mál við hann þar vegna andlegra kvala af hans hálfu??? Smá pæling bara 😛
Ég vil þakka öllum sem standa fyrir þessari síður fyrir mjög góður upplýsingar um þetta mál. Þetta er síðan sem maður þarf að vera á til að fá réttar fréttir af þessu máli á íslensku. Þið eruð að standa ykkur MJÖG vel.
Þúsund þakkir fyrir svon grjótharða síðu !!! maður getur ekki verið við tölfu allan daginn en þegar maður kemst þá er allt sem mann vantar hér á einum stað og gott betur en það!!!!
takk fyrir mig 😉
Takk fyrir frábæra síðu. Alger snilld að geta gengið að öllum helstu upplýsingum og fréttum á einum stað.
Takk strákar kærlega fyrir frábæran fréttaflutning. Ég hef ekki þurft að kíkja á neitt nema kop.is og linkana sem þið setjið inn. Ég mun drekka aukabjór ykkur til heiðurs! Þið eigið mikið lof skilið
http://farm4.static.flickr.com/3019/3065192298_7959ca4fa8.jpg
Takk fyrir frábæra fréttavakt hjá ykkur á kop.is. Fréttastofur landsins mættu taka ykkur til fyrirmyndar. Maður er virkilega vel upplýstur um gang mála og ætli maður eyði ekki restinni af kvöldinu í að horfa á Law and order.
Lengi lifi Kop.is
Það bíða nokkrir ískaldir í ískápnum
Sammála #99 til #104, magnað að geta lesið allt um þetta eigendavesen á einum stað, á bestu Liverpool síðu í heimi. Allavega á ég enn eftir að finna einhverja sem er betri en þessi. Takk kærlega fyrir!
Frábær grein í Guardian, Einar – og kvikindislega skemmtilega sorgleg upprifjun á grein Steina, Hjalti. Held að þeir sem eru ekki manna klárastir í sögu Liverpool síðustu ára ættu einmitt að lesa grein Steina og svo fara beint í Guardian greinina um Hicks… segir alveg svart á hvítu hversu skítlegt eðli fyrirfinnst í manninum. – Skiljanlegt að fjárfestar vilji græða en þegar skýrt kemur fram hvað þeir ætluðust til með kaupunum á klúbbnum (lesið þýddar tilvitnanir hjá Steina um ást þeirra á íþróttum og ástríðunni sem því fylgir, og forréttindunum að taka þátt í uppbyggingu á Liverpool), þá getur maður ekki annað en hugsað: Helvítis f-ing fíflið!
Áfram Liverpool ávallt!
Tek undir með góðum mönnum hér að ofan – fréttaflutningur hjá http://www.kop.is hefur verið til fyrirmyndar. Ómetanlegt, hafa eflaust sparað fyrirtækjum á Íslandi milljónir í vinnutapi, sem annars hefðu glatast er púllarar landsins re-freshuðu þrjár eða fleiri erlendar síður á sama tíma til að fá fréttir.
Dagur þrjú í geðveikinni að byrja … besta að setja fingurinn á F5 og koma sér í stellingar! 😉
mér langar að þakka þeim sem standa að þessari síðu fyrir frábæran fréttaflutning af þessu leiðindarmáli sem liverpool hefur verið að standa í þetta er með betri fréttasíðum á landinu:)
takk æðislega fyrir mig YNWA og kop.is YNWA
Gamli búinn að skrifa undir nýjan 2 ára samning ! frábært !
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/carragher-signs-new-deal
And here we go again … hefst þá rússíbani dagsins!
According to 5 Live, Hicks & Gillett have lifted the TRO in an attempt to conclude their deal with Mill Financial
Steini á inni öl hjá mér þegar hann kemur norður næst 😉 Ekkert við hann að sakast að skrifa þetta 2007 þó, þeir bjánar sögðu allt rétt á þessum tíma…
Minni á að taka NESV með smá fyrirvara, þetta leit líka vel út 2007. NESV hefur ekki gefið neitt út með upphæðir til styrkingar á leikmannahópnum, kannski eru það 10 milljónir, kannski og vonandi nær 40. Ólíklegt þó.
Þeir segjast einnig ætla að taka sér tíma í að skoða nýjan leikvang. Það verður því enn mikil töf á því ef þarf að ganga í gegnum allt hönnunarferli aftur….
Hrósa annars einnig þessari frábæru síðu, ég hef ekki skoðað neitt annað en þessa og Guardian í þessu öllusaman.
Ég ætlaði að uppfæra þessa færslu en hætti við, ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast núna!!
En það lítur út fyrir að boðberi hins illa hafi verið sl. 2 sólahringa að reyna að ná samkomulagi við Mill Financing um að taka lánin hans yfir og það bókstaflega á síðustu stundu. Núna herma fréttir að þeir hafi dregið lögbannið, SEM VAR EKKERT ANNAÐ EN PLOTT TIL AÐ TEFJA, til baka.
Sjáum við hvað gerist en þetta ætti að gerast hratt á næstu misserum
http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/oct/15/liverpool-fc-sale-live-coverage-dallas-hicks-henry
Ég er búinn að setja inn nýja færslu fyrir föstudagshasarinn. Höldum umræðunni áfram þar til að flækja þetta ekki of mikið.
Nú kapphlaupið komið í gang … staðfest að lögbannið i USA hefur verið dregið til baka. Hicks er að reyna að selja Mill bréfin sín.
Spurningin er hvort félagarnir MP, CP, IA verði fyrri til og klári málið með NESV.