Bolton 0 – Liverpool 1

Okkar menn heimsóttu Bolton Wanderers í dag og náðu loksins, loksins, LOKSINS að innbyrða útisigur í Úrvalsdeildinni. Lokatölur urðu 0-1 í jöfnum og spennandi leik.

Roy Hodgson stillti upp óbreyttu liði frá því í sigurleiknum gegn Blackburn:

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Meireles
Rodriguez – Gerrard – Cole
Torres

**BEKKUR:** Hansen, Kelly, Poulsen (inn f. Meireles), Spearing, Shelvey, Jovanovic, Ngog (inn f. Cole).

Þetta var ekkert sérstaklega frábær frammistaða en menn voru þó að reyna að gera rétta hluti. Liðið byrjaði á sömu hápressunni og virkaði svo vel gegn Blackburn og gekk ágætlega að halda boltanum og stjórna leiknum framan af en bitleysi uppi við vítateig Bolton háði liðinu. Leikurinn jafnaðist svo þegar leið á hálfleikinn og eftir baráttuhálfleik var staðan í hléi markalaus.

Liðið byrjaði seinni hálfleik svo skelfilega illa að mínu mati. Botninn datt alveg úr spili liðsins, varnarmennirnir fóru í háu boltana upp á Torres sem var að spila við hæsta miðvörð deildarinnar, Zat Knight, þannig að hann gat lítið gert og miðjumennirnir þrír týndust algjörlega. Á þessum tíma óttaðist maður hreinlega að Bolton væru að fara að landa þessu en sem betur fer náði liðið aðeins að rétta úr kútnum og spila sóknarbolta aftur upp úr miðjum seinni hálfleik.

Það er kannski ósanngjarnt að leggja það á einn leikmann, en það verður samt að segjast að sóknarleikurinn fór í gang aftur eftir að Joe Cole meiddist á læri og þurfti að fara út af um hálftíma fyrir leikslok. Í hans stað kom inná David N’gog og Hodgson fór í 4-4-2 leikkerfi með Maxi vinstra megin og Meireles hægra megin. Í kjölfarið fór liðið að opna vörn heimamanna nokkrum sinnum og vantaði bara herslumuninn, á meðan heimamenn ógnuðu hinum megin líka og greinilegt að bæði lið voru að reyna að ná í öll stigin.

Það fór svo, fjórum mínútum fyrir leikslok, að okkar menn náðu sigurmarkinu. Meireles renndi boltanum í opið svæði á Torres sem sneri baki í markið. Torres sá gott hlaup **Maxi Rodriguez** inn fyrir vörnina og lagði boltann frábærlega innfyrir á hann með hælspyrnu. Rodriguez var undir pressu frá varnarmanni Bolton en náði að gera það sem þeir Gerrard, Torres, N’gog og Cole höfðu ekki getað fram að því í leiknum – hann potaði boltanum framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. Lokatölur 1-0 í miklum baráttuleik sem var ekki neitt sérstaklega vel leikinn en hefði getað farið hvernig sem er, svo það var mjög jákvætt að ná að sigra.

**MAÐUR LEIKSINS:** Sóknin hjá okkur var ekki góð í dag. Torres, Gerrard, Cole og Rodriguez voru að reyna en það vantaði alltaf aðeins betri lokasendingu eða örlítið meira sjálfstraust til að klára hlutina alla leið. Í raun átti enginn þeirra neitt sérstaklega góðan dag nema þá kannski helst Rodriguez sem vann mjög vel á hægri kantinum auk þess að skora sigurmarkið.

Á miðjunni voru Meireles og Lucas góðir og þá fannst mér Lucas ívið betri, en þó týndust þeir báðir framan af seinni hálfleik. En samt, ég sá lítið annað í dag en enn eina staðfestinguna á því að Lucas, Meireles og Gerrard eiga að vera þríeykið okkar á miðjum vellinum og að Poulsen á ekki að koma nálægt þessu byrjunarliði. Bakverðirnir voru slakir, varnar- og sóknarlega og nær allar sóknir Bolton-manna komu þegar þeir spiluðu upp völlinn framhjá Carra og Konchesky í bakvörðunum. Sem betur fer fyrir þá voru þrír bestu menn okkar í dag á milli Bolton-manna og marksins en þeir **Skrtel**, **Kyrgiakos** og **Reina** gerðu allt rétt í dag og héldu verðskuldað hreinu marki.

Það er nokkuð ljóst að Martin Skrtel er fastamaður í byrjunarliði hjá Roy Hodgson og um Reina þarf ekki að fjölyrða, hann er einn besti markvörður í heimi í dag. En frammistaða Sotirios Kyrgiakos síðustu vikurnar hlýtur að vera það jákvæðasta við þetta tímabil það sem af er og ég er hreint ekki svo viss um að Carragher eigi sjálfkrafa að fara aftur í miðja vörnina þegar Glen Johnson kemur inn heill. Hvort það þýðir að Hodgson hafi Johnson á bekknum og noti Carra áfram í bakverði (ég vona ekki) eða hvort það þýði að Carra missi stöðu sína í byrjunarliðinu þá er staðan bara sú að Carra er að verða 33ja ára, má muna fífil sinn fegurri og Grikkinn hárprúði er einfaldlega að spila betur en varafyrirliðinn í dag.

Hver er svo framtíðin? Eftir átta leiki hafði liðið náð sér í sex stig en hefur svo náð sér í sex stig til viðbótar í síðustu tveimur leikjum. Eftir sigurinn í dag er liðið komið upp í 12. sæti Úrvalsdeildarinnar:

Við erum með 12 stig í 12. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu en líka bara þremur stigum frá Tottenham í 5. sæti deildarinnar. Eftir að hafa rétt úr kútnum og unnið tvo leiki í röð er þessi deild skyndilega galopin fyrir Liverpool FC og alveg eins líklegt að blanda sér í toppbaráttuna eins og að halda áfram í fallbaráttu.

Stóra spurningin er að sjálfsögðu, er Roy Hodgson rétti maðurinn til að leiða þetta lið áfram upp töfluna? Eftir tapleikinn gegn Everton voru stuðningsmenn Liverpool nær einróma sammála um að hans tími væri þegar liðinn og hann hefur haldið áfram að gera smávægileg (en pirrandi) glappaskot í fjölmiðlum síðan þá. Á hinn bóginn komu fyrirliðinn og varafyrirliðinn fram fyrir skjöldu í síðustu viku og ítrekuðu stuðning leikmanna við Hodgson og báðu um tíma og þolinmæði á meðan liðið leiðrétti ástandið.

Tímann hafa þeir fengið og svarað áskoruninni, heldur betur. Ágætis frammistaða og jafntefli hjá „B-liðinu“ í Napolí var undanfari mjög góðrar frammistöðu og sigurs gegn Blackburn, og í dag náði liðið baráttusigri á útivelli gegn Bolton.

Fyrir mitt leyti hef ég ekki enn séð nóg til að sannfærast um að Hodgson sé rétti maðurinn til framtíðar, fjarri því, en á meðan hann er að gera réttu hlutina og bæta sig og liðið get ég lítið kvartað. Í dag stillti hann upp, annan leikinn í röð, mjög jákvæðu liði og lét það spila hátt uppi á vellinum og pressa andstæðingana. Frammistaðan var ekki frábær en það er ekki hægt að saka hann um það. Ef eitthvað er getum við farið að draga ályktanir um ákveðna leikmenn fljótlega – ég myndi t.a.m. ekki gráta það ef Joe Cole væri meiddur og myndi missa af Chelsea-leiknum – en Hodgson hefur svarað gagnrýninni með jákvæðri spilamennsku, uppstillingum til sigurs og tveimur sigurleikjum í röð.

Ég held mig enn við mína skoðun. Roy Hodgson er sennilega ekki maðurinn fyrir Liverpool FC. En megi hann halda áfram að afsanna þau orð mín sem allra lengst. Og hvað leikmennina varðar þá er ljóst að það þarf að kaupa smá gæði í þetta lið strax í janúar, en allar sögusagnir um að leikmenn styðji ekki við bakið á Hodgson eða að leikmennirnir séu ekki ánægðir hjá Liverpool? Ég stórefast um þær þegar ég sé svona myndir…

Mér sýnist liðið standa heilshugar í þessari baráttu þessa dagana. Þeir börðust í dag, spiluðu sóknarbolta, pressuðu andstæðingana og unnu 0-1 sigur á erfiðum útivelli. Á meðan Hodgson og strákarnir hans halda uppteknum hætti mun ég þegja.

YNWA

124 Comments

  1. Jæja útisigur hjá RH. Múrinn brotinn og stigin fara að rúlla inn hehehe i wish.

  2. Góð úrslit en spilamennskan alls ekki góð. Undarlegt að RH skipti ekki… meðan liðið er ekki undir þá er honum bara meinilla við að setja núja menn inná… en 3 stig í pottinn og það er það eina sem skiptir máli í dag 🙂

  3. Þvílíkur léttir, hjartað í mér slær öðruvísi eftir svona leik. Ekki hraðar eða hægar heldur léttar. : )
    Til hamingju með daginn Woy, þú slökktir eld sem var í rassgatinu á þér.

  4. Þessi sigur var klárlega taktík RH að þakka – NOT

    Stigin samt fín!!!

  5. Sko, ég skrifa leikskýrsluna síðar í kvöld (er með gesti í kvöldmat fyrst) en á meðan Liverpool er að vinna leiki styðjum við framkvæmdarstjórann okkar. Karlinn er búinn að kaupa sér gálgafrest og vel það með tveimur sigurleikjum í röð og á meðan hann heldur áfram að vinna mun ég slaka á gagnrýninni.

    Öndum aðeins rólega. Hodgson hefur unnið sér inn smá vinnufrið … í bili.

  6. Kyrgiakos maður leiksins skv. SKy. Hann er að bola Carragher út úr sinni stöðu.

  7. Spilamennskan til háborinnar skammar í dag og við vorum stálheppnir að ná í stigin þrjú.

  8. 3 stig. gott mál.
    enn þessi “taktík” er að gera mig geðveikan !!

  9. Fór hrollur um fleiri en mig þegar Poulsen birtist á hliðarlínunni í lok leiks?
    Annars algerlega lífsnauðsynlegur sigur þó hann hafi ekki verið fallegur. Torres sýndi loks smá vott af þeirri snilli sem við vitum að hann hefur yfir að ráða en mikið vona ég að hann hætti að hengja haus og haldi áfram að berjast.
    Vil ekki vera með leiðindi á sigurstundu en mikið er ég hræddur um að Chelski eigi eftir að refsa okkur grimmilega ef við spilum eins og í dag.
    En við unnum í dag og það er það sem skiptir máli.
    COME ON YOU REDS!

  10. Hvað eru menn að kvarta yfir spilamennskunni í þessum leik? Það hefur alltaf reynst erfitt fyrir okkur að leika á Reebok og það er bara alls ekki mörg lið sem komast þar upp með að spila einhvern samba bolta. Þetta eru alltaf baráttuleikir enda Bolton liðið enn eins og Fat Sam stillti því upp. Þetta var góður sigur hjá okkar mönnum, við vorum alltaf líklegri. Maxi er góður leikmaður sem ég vona að haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.
    Og bara til að hafa það á hreinu þá vil ég skipta um stjóra…

  11. Mér finnst mikil breyting á liðinu þó að það sé mikið eftir að gera ennþá betur, liðið er að pressa ofar á vellinum og við spilum ofar en það eru leikmennirnir sem eru að kluðra miklu og það kemur eftir því sem að sjálfstraustið eykst.

  12. nr.8
    Það þarf nú engan stjörnuleik til að bola Carragher útúr liðinu þessa dagana, hann er búin að vera á niðurleið síðastliðin 2 tímabil og hann á bara ekkert öruggt sæti í liðinu í dag.

    Annars mjög góður og mikilvægur sigur, enda allir sigrar mikilvægir en þó sérstaklega þessi þar sem liðið lufsast uppí miðja deild með þessum mikilvægu 3 stigum.

    Ég er allaveg búin að taka tappan úr rauðvínsflöskunni og ætla að fá mér, mæli með því að sem flestir geri það……… allir er´að fá sér, allir er´að fá sér!

  13. Fannst liðið spila ágætlega, og það eru frábær úrslit að vinna Bolton á Reebok. Að mínu mati er margt MJÖG jákvætt við síðustu 2 leiki Liverpool, og þá er ég ekki bara að tala um stigin. Fannst við eiga þennan sigur skilið þó svo að Bolton hafi spilað mjög vel.
    Ef þið takið ekki eftir því þá er Hodgson farinn að færa liðið mun framar á völlinn og við erum farnir að pressa mun meira en við gerðum í byrjun tímabils. Það var kannski ekki jafn áberandi í þessum leik og gegn Blackburn, enda eðlilegt, Bolton er afar erfitt heim að sækja og fyrsta tap þeirra á heimavelli í vetur.

    Það er að birta til og það er mun skárra að horfa á töfluna núna þó svo að það sé langt í land. Kannski aðeins að spara sprengjurnar á Hodgson í bili? Ég veit ekki, batnandi mönnum er best að lifa og vonandi er þetta byrjunin á því sem koma skal.

  14. 3 stig, en mér líður samt ekki eins og við höfum unnið leikinn.! ! !

  15. Var ekki búinn að lesa commentið NR 14 hjá Ásmundi, er hjartanlega sammála því. Fannst ekkert að upplegginu hjá Hodgson í þessum leik (ólíkt mörgum öðrum leikjum) en leikmenn hefðu mátt vera skarpari í sóknarleiknum því við fengum fullt af breikum, þetta var til dæmis töluvert langt frá því að vera besti leikur Gerrard sem tapaði boltanum ansi oft og klúðraði nokkrum tilvölnum skotfærum.

  16. Þetta var fínn sigur, frábært að fá mark í lokin og mjög flott að það var Maxi sem kláraði þetta, sigur gegn Chelsea og staðan er alls ekki eins slæm. En leikur liðsins var hinsvegar mikið áhyggjuefni og hugmyndaleysi Hodgson engu minna áhyggjuefni og því er maður ekki beint bjartsýnn fyrir CFC.

    Maður leiksins fyrir mér var nú Pepe Reina en Kyrgiakos, Lucas og Maxi eiga líka allir hrós skilið. Löngum stundum var eins og boltinn væri hreinlega sjóðandi heitur og liðið vildi alveg ómögulega vera með hann lengi, sendingar út um allt og aldrei gefið sér tíma til að byggja upp sókn. Gerrard og Torres voru svo hvorugur með einbeitinguna í lagi í dag þó þeir hafi báðir verið töluvert ógnandi allann leikinn. Standardinn er hár þegar kemur að þeim og í dag voru þeir ekki góðir. Torres kom þó með úrslitasendinguna sem kláraði leikinn. Eins fannst mér Meireles vera hálf dapur í dag og það þarf að koma mikið meira út úr honum.

    Einhver talaði um að okkur vantar svona kantmann eins og Nani eða Bale og meðan við höfum Cole og Maxi á köntunum er auðvelt að taka undir það enda vantar þá báða að því er virðist hraða og almennilegan sprengikraft til að gera eitthvað, þó báðir séu góðir leikmenn.

    En versta vandamál okkar manna eru bakverðir liðsins, það var á köflum eins og Carragher og Konchesky væru í keppni hvor gæti verið lélegri. PK með sendingar út um allt og sjaldnast á samherja, tæpur oft í vörninni og bauð ekki upp á neitt sóknarlega. Hinumegin var svo Carra í keppni við sjálfan sig að reyna hitta Zat Night á sem fjölbreyttastan hátt, þetta var farið að jaðra við kynþáttahatur er hann bombaði hverjum boltanum á fætur öðrum í risann. Ég gjörsamlega þoli ekki að hafa Carra þarna í bakverðinum og svei mér ef Kyrgiakos er ekki búinn að slá hann út í miðverðinum líka.

    En í nokkrar mínútur áður en kom að markinu tóku okkar menn allt í einu yfir leikinn, héldu boltanum og sendu þetta meðalgóða Bolton lið alveg í kaðlana og það var ekki lengi að skila árangri. Liverpool á að spila mikið mikið ofar á vellinum, sérstaklega gegn liði eins og Bolton. Til að ná því held ég að það væri ágætt að byrja á því að skipta við Bolton á þjálfurum.

  17. Hundleiðinlegur leikur tveggja jafnra liða. Lítið um færi og enn minna um tilþrif. Roy Hodgson er þó að kaupa sér vinnufrið í a.m.k. tvær vikur í viðbót. Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið fallegt í dag enda vinna fá lið Bolton á Reebok fallega. Leikurinn gegn Chelsea verður áhugaverður, spurning hvort liðið komi með sjálfstraust í leikinn eða droppi til baka.

  18. Ég held að liðið eigi eftir að gjörbreytast þegar við fáum Glen Johnson og Fabio Aurelio í bakverðina enda eru Carragher og Konchesky mjög slappir fótboltamenn og eiga alls ekki að vera að spila sem bakverðir hjá stóru liði eins og Liverpool FC.
    Setja Carragher í miðvörðinn með Soto Kyrkiakos með Glen Johnson og Fabio Aurelio í bakverðina og þá munum við sjá betri vörn með bakverði sem geta sótt fram og hjálpað mikil til.

  19. Hvernig er hægt að segja að þetta hafi verið til skammar? Þið sem haldið það ættuð að draga andann tvisvar áður en þið skirfið hérna inn. Svona skrif dæma sig sjálf. Hér eru fæstir aðdáendur Roy H, en við skulum ekki taka það af leikmönnum að þeir lögðu sig fram, þrátt fyrir að fegurð fótboltans hafi ekki verið mikil. Að sigra á þessum velli er meira en að segja það. Okkar úrslit þarna hafa ekki ferið góð, þannig að stigin þrjú ættu að vera meira en nóg til að gleðja okkur. Ekki tapa ykkur í gagnrýni… þetta er á þokkalegri leið, en varla meira en það. Skulum ekki gleyma að næsti leikur er gegn chelski og ef við náum úrslitum þar, er sjálfstraust leikmanna komið!

  20. afskaplega lélegt og leiðinlegt og sendingar afleitar hjá liverpool er ekki hægt að kenna þessum mönnum nákvæmi til að byrja með ég get ekki hrópað húrrað fyrir þessum livleik en aftur á móti spiluðu Bolton menn að míni mati alveg ágætlega og áttu að fá eitthvað fyrir jafntefli sanngjarnara

  21. NR 23: átti ekki örugglega að vera p þarna í nafninu þínu frekar en b ?

  22. Hvaða uppstilling var á liðinu eftir að Ngog kom inn. 4 2 2 2 ???

    Þetta allavegana opnaði leik okkar manna til muna og við herjuðum vel á Bolton menn síðustu 10- 15 min fyrir markið.

  23. Fannst okkur ganga mjög illa að skapa eitthvað, helst að maður spennist eitthvað þegar liðið fær horn og Soto kemst fram. Fyrir mér er sá leikmaður orðinn kostur númer eitt í miðverðinum. Fínn leikur hjá honum í dag. Bolton spilaði með tvo framherja sem eru gríðarlega erfiðir við að eiga þó svo þeir séu ekki flinkustu fótboltamenn í heimi. Bolton skapaði sér ekki mikið og ef þeir gerðu það fannst mér það vera okkur að kenna. PK tók t.d. innkast beint á leikmann Bolton þegar Reina varði frá Holden í fyrri hálfleik og þegar þeir áttu að fá víti (hendi á Carra) þá gerðist það eftir að við áttum innkast upp við endalínu Bolton megin. PK tók innkast þar, gaf aftur að miðlínu á Lucas sem kom svo með þversendingu á Carra sem lenti í bölvuðu basli og BW sótti hratt.

    Langar líka til að hrósa Lucas. Hef ekki alltaf verið sérlega ánægðu með hann en í dag var hann okkar besti miðjumaður. Maxi var líka fínn og vonandi er þetta nú smá saman að koma. Mikilvægt að fá framlag frá öllum leikmönnum og þessir tveir gerðu það svo sannarlega í dag.

    Tek undir með Babu varðandi bakverðina. Þeir voru mjög slakir og ég hlakka mikið til þess að við getum farið að stilla upp sterkari mönnum í þessar stöður. Var líka heldur óhress með stjörnurnar okkar tvær allt þar til Torres átti þessa frábæru sendingu sem skóp sigurmarkið. Finnst allt eitthvað voða erfitt hjá Torres, lélegar sendingar og lélegt touch (allt þar til í markinu).

    Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir Chelsea leikinn þó svo að ég geri mér grein fyrir því að liðið þarf að spila betur þá en í dag.

  24. Það er ekkert að marka þennan leikí stóra samhenginu. Ef við hefðum við í efsta sæti þá hefðum við talað um meistaraheppni í erfiðum leik. En vegna núverandi stöðu er enginn leið að átta sig á því hvort liðið sé að fara að spila betur almennt eða bara beljast í gegnum mótið í einhverjum kraftabolta.

  25. Áður en ég byrja vil ég taka það fram að ég er ekki aðdáðandi RH nr 1, ennnnnnnnnnn í dag unnum við Bolton, það höfum við átt erfitt með á þeirra heimavelli, þeir pressa út um allan völl, eru með stóra og sterka framherja og berjast eins og ljón. Uppleggið í þessum leik var annað en í síðustu útleikjum, við pressuðum hærra og baráttan var meiri, og hefði Gerrard verið á pari hefði hann amk sett eitt í þeim fínu skotsjensum sem hann fékk. Við stóðumst áhlaup Bolton, vissulega vorum við daprir framan af seinni þegar við fórum í kýlingakeppni bakvarða. Hefði viljað sjá fleiri skiptingar, og hjartað tók aukakipp þegar pulsan kom inná. Ennnnnnnnn RH fær það prik sem hann á skilið, við fengum 3 stig og sveimér ef það hefur ekki vaxið á hann smá pungur með djarfara uppleggi.

  26. Mér finnst fyndið þegar að menn segja að Carra geti ekker í bakverðinum og geta ekki beðið eftir því að Johnson komi inn! Á hvað eru menn að horfa, ok Carra er hrikalegur sóknarlega en Glen Johnson hefur skitið uppá bak á þessu tímabili og nánast allt það síðasta líka…

  27. Var að skoða Chalkboards hjá Guardian (http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/create) fyrir síðustu 2 leiki og tók Lucas sérstaklega fyrir.

    Í Blackburn leiknum var hann með samtals 41 sendingum þar af 1 sem endaði hjá mótherja. Á móti Bolton fór þetta upp í 48 sendingar og þar af 2 til mótherja. Enginn annar í liðinu er nálægt því að jafngott hlutfall heppnaðra sendinga.

    Að mínu mati þá var Lucas maður leiksins í dag.

  28. Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er Liverpool aðeins 5 stigum frá CL sæti. Sigur gegn Chelsea í næstu umferð gæti verið vendipunktur tímabilsins. Á meðan liðið vinnur leiki þá nenni ég ekki að vera gagnrýna Hodgson enda ekki til neins þar sem hann nýtur friðhelgi á meðan sigrarnir koma í hús. Hver sigur eykur sjálfstraust leikmanna sem gerir það að verkum að menn þora að fara framar á völlinn og taka meiri sénsa í sóknarleiknum.

    Það að vinna Bolton er góður árangur og e.t.v. ósanngjarnt að gera kröfu um einhvern glæsilega fótbolta gegn liði sem vill helst ekki hafa boltann mikið niðrá jörðinni og stýlar algjörlega á föst leikatriði. Það sækir ekkert lið auðveld 3 stig á Reebok stadium í ensku úrvalsdeildinni og það er mjög jákvætt að ná þeim árangri þó svo að liðið hafi ekki sýnt sinn besta leik.

    Nú er bara að vona að liðið nái að byggja ofan á þennan sigur og taki 3 stig í næsta leik. Hef fulla trú á að liðið geti lagt Chelsea.

  29. Herra Roy Hodgson, viltu gjöra svo vel að finna þér eitthvað annað að gera. Sá sem tekur við af RH ekki undir neinum kringumstæðum nota leikmanninn Konchesky framar! Stigin þrjú eru góð. En… en… ha?

  30. fínt að fá sigurinn. Mér fannst Bolton betri en Liv í leiknum, pressuðu hærra og Liv lagðist allt of langt aftur og fór í að senda langa bolta fram á Torres einan frammi sem átti þá ekkert í fjóra varnarmenn Bolton.
    Það sem pirrar mig mest er að sendingar innan liðsins eru aldrei fyrir framan leikmennina, þeir sem fá sendingarnar þurfa trekk í trekk að stoppa hlaupið áfram eða fara aftur til að sækja boltann.
    Það mikilvægast af öllu var að innbyrða sigur sem ekki var sjálfgefinn.

  31. Ég sá viðtalið við Roy á BBC og karlinn var greinilega miklu rólegri en ég hef sæeð hann og long may it continyou . Það var gott að vinna í dag og það sást t.d á Carragher eftir leikinn að hann fagnaði þessum sigri eins og hann hefði unni úrstlitaleik á Wembley.Nú er alla vega þungri pressu létt af mannskapnum og þjálfaranum og spurning hvort Eyjólfur fari ekki að hressast.
    En Roy fær frið fyrir mér í bili og vonandi tekst okkar mönnum svo að leggja Chelsea,því að þá erum við komnir í topp 4 baráttuna, ein vika getur lagað mikið í fótbolta.

  32. Lélegur leikur en frábært 3 stig! Var orðinn frekar hræddur um að þetta myndi detta í 0 stig fyrir okkur en sem betur fer ákvað Torres að gera eitthvað gott og eiga góða sendingu á Maxi sem skoraði.

    Sammála með að bakverðirnir voru slappir og sömuleiðis Cole, og líka Gerrard og Torres sérstaklega miða við það sem við vitum að þeir geta. Maður leiksins ætla ég að gefa til Mr. Maxi, fannst hann hættulegastur og átti skárstu sendingarnar í leiknum ooog skoraði auðvitað sigurmarkið. En Reina og Skrtel eiga líka skilið að vera menn leiksins.

    I’m out! 6 stig í næstu 2 leikjum og ég verð MJÖG glaður, sérstaklega þar sem ég verð á Anfield þegar Liverpool vinnur Chelsea! 🙂

  33. Ég verð að segja það að mér fannst Bolton betri í þessum leik og í raun er sigur okkar heppnissigur. Feilsendingarnar voru ótal margar og bæði Torres og Gerrard voru áhugalausir. Skoraði Maxi ekki markið með tánni? Grikkinn var skástur ásamt Reina.

  34. Sama hvað gangan er löng eða stutt hún hefst á einu skrefi. LFC hefur stigið tvö mikilvæg skref og svo er svakaleg áskorun næst! Standist kapparnir hana erum við farnir að rokka eins og Bruce Springsteen.

    Sá leikinn og verð að segja hreinskilnislega að sumt af ummælunum hérna meikar álíka sens fyrir mig eins og viðtölin við Roy gamla. Þetta var hreinn og klár snilldarsigur á erfiðum útivelli með sigurmarki á 86′ mínútu!

    Svo eru menn að væla!

  35. Það sem breytti leiknum okkur í hag var Ngog og það að fá Gerrard aftur á miðjuna. Við þetta nær Ngog að halda bolta með mann í bakið og liðið fær tíma til að færast framar. Það að halda bolta með bakið í markið og týpíska enska miðverði í hálsmálinu er ekki sterkasta hlið Torres og ekki eiginleiki sem Gerard hefur nokkurntíma tileinkað sér. Það að Ngog nái að halda bolta á móti líkamlega sterkum Bolton mönnum gaf okkur allt annan sóknarbolta og sýnir kannski okkar helsta veikleika og hvernig eiginleika við þurfum í liðið fyrir enska boltann! Við það að geta ekki haldið bolta hátt uppi eftir hreinsanir úr pressu fáum við alltaf snögga seinni pressu ofar á völlinn og Boltan nýtti sér þetta vel í dag með sínum líkamlega styrk. Ég sé fyrir mér eitt stykki “Hersky-týpu” nema bara tæknilega betri … hvar sem við finnum einn slíkan?… kannski að láta Ngog lyfta meira?
    Áfram Liverpool!

  36. Frammistöður Kyrgiakos í síðustu leikjum hafa verið virkilega jákvæðar og ég vil alls ekki sjá hann detta út úr vörninni fyrir Carra. Reina var líka mjög öruggur í dag og virðist laus við óöryggið sem hrjáði hann fyrir stuttu. Mér finnst leiðinlegt að sjá hvað Torres og Gerrard virðast ekki ná saman og það vantar mikið upp á formið hjá þeim fyrrnefnda. Í næsta deildarleik fáum við Chelsea á Anfield og ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn, en útlitið er mun betra en það var fyrir 2 vikum.

  37. Ef við hefðum unnið Everton úti þá væru við fyrir ofan þá.
    Ef við hefðum unnið Man City úti þá værum við fyrir ofan þá.
    Ef við hefðum unnið Man Utd úti þá værum við 2 stigum eftir þeim.

    Ef við vinnum Chelsea erum við 10 stigum á eftir þeim. Það er alltof mikið.

    Af hverju erum við svona langt á eftir toppliði Chelsea?

    Mér dettur í hug að það sé vegna skorts á peningum til að kaupa leikmenn. T.d. var Meireles settur á kantinn þegar við förum í 442. Það hefði verið gott að hafa getað keypt hægri kantmann.

    Við erum með lið sem á marga leikmenn sem spiluðu á HM í sumar.

    Við erum með nýjan þjálfara sem þarf tíma til að aðlagast. Hann hefur fengið engan tíma sem gerir þetta erfiðar en það þarf að vera að búa til gott lið.

    Það eru líka meiðsli leikmanna og brotthvarf leikmanna. Torres er alltaf að berjast við að ná leikjunum. Spilar hálfmeiddur. Kuyt er meiddur. Marcherano fór.

    Við erum með þrjá leikmenn sem eiga eftir aðlagast liðinu og einn sem á eftir að aðlagast enska boltanum. Koncelsky og Cole eiga að vera vanir ensku deildinni en Meireles er nýr í deildinni. Það er Polusen líka og sá danski þarf meiri tíma og ekki tilbúinn í að vera lykilmaður á miðjunni. Það má ekki gleyma því að Poulsen var keyptur þrátt fyrir að Marcherano væri ennþá í liðnu.

  38. Ég vil benda á eina staðreynd í sambandi við Paul Konchesky, manninn sem allir á þessari síðu elska að hata.

    Paul Konchesky er með 40 sendingar í þessum leik og 10 þeirra eru misheppnaðar. Í leiknum á móti Blackburn er svipað upp á teningnum (11 misheppnaðar af 41). Það er bara ágætt. Það er líka þar af leiðandi frekar augljóst að þeim sem finnst eins og hann sé “alltaf” að missa boltann frá sér séu að horfa á leikinn með varúðarverðu hugarfari. Konchesky er miðlungsbakvörður í þessari deild en það þýðir ekki að hann geti ekki skilað góðri vinnu fyrir Liverpool á meðan hann er í liðinu. Bara svona til samanburðar er Ashley Cole með 9 misheppnaðar sendingar af 42 á móti Blackburn í dag. Konchesky var ekki jafn lélegur í dag og allir vilja af láta.

    Og af því það lítur út fyrir að á spjallborðum internetsins þá sé allt svart og hvítt þá ætla ég að benda á að ég er ekki að segja að Konchesky hafi verið besti maður Liverpool í dag eða að hann hafi verið frábær. Ég er bara að segja að hann hafi ekki verið hræðilegur, hann var í meðallagi. Það á að öllum líkindum einhver eftir að segja að “meðallagið” sé ekki nóg fyrir Liverpool og til þess að hafa það á hreinu er ég sammála því.

  39. Frábær sigur á gríðarlega erfiðum útivelli, þarna fara ekki mörg lið í vetur og sækja 3 stig. Það var kannski engin glans yfir spilamennskunni en að vinna leik undir lokin sem hefur verið frekar jafn eru alltaf sætustu sigrarnir og gefa leikmönnum bara meira sjálfstraust og trú á að þeir geti klárað leiki þrátt fyrir að stutt sé eftir og menn kannski ekki að spila sinn besta leik.

    Núna er bara að byggja ofan á þennan sigur og vinna Chelsea næstu helgi…

    Youll Newer Walk Alone

  40. Hápunktur leiksins (fyrir utan kannski markið) var þegar Poulsen fékk boltann rétt aftan við miðju og vandaði sig greinilega mikið, horfði fram völlinn og rakti boltann til hliðar og sendi svo hnitmiðaða sendingu (gott ef hann stakk ekki út tungunni, svo mjög einbeitti hann sér) upp að hornfána, eina staðnum á vellinum þar sem enginn leikmaður liverpool var nokkurs staðar nálægur né á leiðinni þangað.

  41. RISASTÓRA prófið hjá liðinu og Roy er næstu helgi á móti Chelskíí á fallega Anfield ! ef þeir skít tapa á ég erfitt með að sjá að hann sé á góðri leið með liðið þó Chelsea seu rosalega sterkir.. Enn ef Liverpool vinnur þennan leik með sannfærandi spilamennsku þá hlítur Hodgson verinn að fara að gera einhvað rétt.. ætla ekki að böggast yfir Roy eftir 2 sigra í röð en það verður forvitnilegt að sjá hvernig hann höndlar stóra prófið næstu helgi!

    svo er spurning. er ekki Napoli á Anfield í þessari viku? forvitniegt að sjá hvernig hann stillir upp þar. Ætli hann leggji evrópu keppnina aðeins til hliðar útaf þessum stóra/mikilvæga leik næstu helgi?? ég held að ég muni ekki kvarta þó svo að hann geri það. vil alltaf sjá sigur en sætti mig við jafntefli ef hann nær því með veikara liði og hvílir marga

  42. Ég skil ekki hvað sumir hérna geta verið neikvæðir eftir þennan leik. Jafnvel þótt liðið hefði spilað afleitlega (sem það gerði ekki), þá er þessi fyrsti sigur á útivelli svo mikilvægur sálfræðilega að það er ekki hægt neitt nema að gleðjast. Við erum komin með hafsent sem er stöðug ógn í föstum leikatriðum, argentínumann sem er farinn að sýna lit og vísi að mjög öflugri 3 manna miðju. Vissulega má gagnrýna margt, og margt sem hefur komið fram á fyllilega rétt á sér, en bölmóður á ekki rétt á sér, nú þegar er farið að blása í seglin.

    Að lokum vil ég minnast á að það hefði verið skemmtilegt að fá Shelvey fá séns á síðustu 20 mínútunum, en það verður bara að bíða betri tíma.

  43. Hvaða rugl er þetta, það er ekki nema eðlilegt að margir hérna séu ekkert á bleiku skýi eftir tæpan sigur á útivelli gegn Bolton! Ég ásamt mörgum er ekkert búinn að venjast því að sigur úti á Bolton eigi að vera “famous victory” eins og mér skilst að stjórinn hafi kallað þetta og langar ekkert til að venjast því. Þetta eiga að vera nokkuð líkleg þrjú stig, stjórinn, sumir leikmanna og einhverjir aðdáenda þurfa að fara átta sig á að við erum að tala um Liverpool FC. Held tillraunir stjórans til að tala liðið niður hafi verið eitt af stóru vandamálunum í byrjun móts og klárlega eitt af því sem hefur verið að gera mig alveg snar, alveg á það stig að ég erfitt með að horfa á viðtöl við Hodgson.

    Vissulega mjög ánægjulegt að þetta hafðist fyrir rest og frábært að fá þrjú stig en heimurinn er ekki alveg svartur og hvítur og alveg eðlilegt að gagnrýna það sem manni finnst gagnrýnivert eftir leik. Leikskýrslan súmmerar leikinn reyndar fínt upp.

  44. Frábært að fá þessi 3 stig og gríðarlega jákvætt að vera komnir með 2 sigra í röð núna.

    Ég skrifaði í kommentum við byrjunarliðið að mér fyndist spilamennska liðsins léleg og ég stend við það þrátt fyrir að við unnum leikinn. Sendingargetan gleymdist heima í hjá leikmönnum Liverpool og í hálfleik hafði ekki eitt einasta skot skilað sér á mark Bolton, en í seinni hálfleik breyttist þetta sem betur fer aðeins til betri vegar og heil 4 skot á rammann voru skráð þegar flautað var til leiksloka.

    Fernando Torres er skugginn af sjálfum sér, eins og hann hefur verið lengi og ef ekki hefði verið fyrir þessa fínu hælsendingu sem gaf sigurmarkið þá hefði leikurinn verið handónýtur hjá honum.
    Gerrard átti la la leik að mínu mati, eins og hjá öðrum voru sendingarnar ekki góðar en hann var þó að reyna eitthvað sem sjaldnast skilaði einhverju.

    Enn einu sinni er Grikkinn okkar hárprúði okkar besti maður í vörn og í sókn, hversu ótrúlegt er það?

    Það mætti segja mér að stuðningsmenn Bolton hafi upplifað þjófnað í dag og vel skiljanlega, þeir ógnuðu meira en við en sem betur fer náðum við að halda þessari fínu hefð að vinna Bolton fimmta leikinn í röð og stökkva uppí 12 sætið.

    Ég vona að þetta fyrsta skipti sem ég hef upplifað Liverpool í fallsæti verði einnig það síðasta.

  45. Góð þrjú stig í dag en það er áhyggjuefni þegar menn eins og Torres og sérstaklega Gerrard eru að spila svo illa leik eftir leik, Torres átti reyndar sinn þátt í sigurmarkinu en Gerrard gat hreinlega ekki neitt. Skotin hans fóru víðs fjarri, sendingarnar lélegar og sama áhugaleysið sem hefur einkennt hann meira og minna í allt haust. Torres er þó eitthvað að reyna en hann vantar greinilega ennþá sjálfstraust.

    Grikkinn og Maxi voru að mínu mati bestu menn Liverpool í dag og mér fannst Lucas komast ágætlega frá leiknum og nú er bara að fylgja þessu eftir. Einhver talaði um að það þyrfti að bæta markahlutfallið, mér finnst kjörið að nota Chel$ki leikinn til að laga það.

    Fjölmargir fengu hroll þegar Poulsen birtist á hliðarlínunni og ég er ekki frá því að það hafi snöggkólnað í húsinu hjá mér líka, satt best að segja varð ég þá viss um að Bolton myndi jafna. En þrjú stig í sarpinn í dag og taflan lítur betur út – ég vil samt Roy burt.

  46. Virkilega gott að innbyrða sigur í dag.

    Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Lucasar en í fyrra fannst mér hann stíga ágætlega upp og var nokkuð stabíll, og svo í ár hefur hann verið að vaxa mikið og síðustu 2 leikir hafa verið mjög góðir hjá honum. Það er deginum ljósara að hann er góður fótboltamaður sem reynir alltaf að halda boltanum niðri og spila einfalt, svipað og Xabi Alonso gerði þegar hann var hjá okkur þó svo að ég geri mér fyllilega grein fyrir að Lucas sé ekki í sama klassa og Xabi.

    Í dag fannst mér Lucas, Maxi og Kyrgiakos vera bestir og Carra er að mínum dómi búin að missa sæti sitt í liðinu. Ég myndi frekar vilja sjá Kelly spila í bakvarðarstöðunni á meðan Glen Johnson er meiddur.

  47. Í upphafi tímabils sagði Roy Hodgson að það þýddi ekkert að skoða töfluna strax, heldur ætti að dæma liðið eftir 10 leiki. Í dag er liðið búið að leika 10 leiki og situr í 12. sæti eftir að hafa núna fyrst lyft sér upp úr fallsæti. Paul Tomkins skrifar pistil og dæmir liðið eftir 10 leiki, eins og Hodgson bað um.

    Hodgson fær 3 af 10 í einkunn hjá Tomkins. Mér finnst það sanngjörn einkunn.

  48. 2 sigrar í röð , þetta lítur betur og betur út .Ef við vinnum napoli og chelsea hlýtur að koma svolítið mikið sjálfstraus í liðið. Svo lítur allt út fyrir það að torres nái gamla forminu sínu aftur (þó að langt sé í land með það) en 2 sigrar í röð lítur vel út. RH hefur unnið sér a.m.k 2 vikur í viðbót EN ég held að hann sé einfaldlega ekki rétti maðurinn í jobbið, en það má svo sem vera rangt

  49. Tek undir með Hirti að margir eru alltof neikvæðir eftir leikinn. Þetta var mjög góður vinnusigur. Menn sýndu amk baráttu og héldu áfram til loka leiks. Það er jákvætt. Maxi hefur verið að koma til og átti m.a. frábær tilþrfi með hjólhestaspyrnunni. Það hefði orðið skuggalega flott mark. Annars er Grikkinn snjalli að koma manni virkilega skemmtilega á óvart. Berst linnulaust og er ógnandi í föstum leikatriðum. Hann er klárlega miðvörður nr.1 hjá okkur í dag. Ég hef nú aldrei verið hrifinn af Lucasi en hann hefur staðið sig virkilega vel í síðustu 2 leikjum. Heilt yfir mikil batamerki á leik okkar manna og risaslagur við Chelsea framundan.

  50. Æi, það er best að ég hendi mínum 50 centum í þessa umræðu svona eins og einu sinni…

    Ég kann ekki að gera quote hérna , og treysti því á síðuhaldara til að sjá um “umbrotið” á þessu hjá mér, enda vandfundnir betri grafíkerar en Babú og KAR…

    En þetta voru þrjú stig í dag, og fyrir það er maður glaður, en spilamennskan var ekkert til að fækka fötum fyrir !!!
    Ég er sammála því að við byrjuðum leikinn vel, og mættum þeim hátt (pressa er einfaldlega ekki rétta orðið), en það lifði aðeins fyrstu 20 mínúturnar. Síðasta korterið í hálfleiknum voru svo allir á pöbbnum farnir að tala um segulómsvið, selgskútur og svitalyktaeyði ( maður verður að hafa þetta stuðlað: ), svo slappt var það.
    Bolton byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og okkar menn voru gersamlega týndir, og mér dettur ekki einu sinni í hug hvað Woy hefur geta sagt við þá , sem gerði það að verkum Bolton virtist á þeim tíma ætla að senda okkur heim, með ekkert stig og kúkbragð í munninum, eftir fast spark í rassgatið. ! … En þegar líða fór á seinni hálfleikinn, þá róaðist maður nú aðeins, en ég þakka það hvorki morfíni né Woy Hodgson. Ég þakka það því, að liðið fór að spila aðeins betur, og síðasta korterið fórum við aðeins hærra upp, og hreinlega mættum þeim !!! Það hefur margsinnist sannast að þegar við mætum liðum hátt uppá velli, þá erum við erfiðir viðureignar.
    Markið kom, sem betur fer… en því fer fjarri að það hafi legið í loftinu. !

    My god hvað þetta var erfið fæðing, og það er áhyggjuefni hvað við virðumst þurfa að hafa fyrir öllum mörkum sem við skorum.! Þetta hafðist í dag, og við tókum solid 3 stig í síðasta leik, og ef við höldum svona áfram,þá vil ég bara endileg hafa Woy Hodgson sem lengst….en það þýðir ekki að ég sé eitthvað bjartsýnn á að það gerist….. því miður… ég hef enn, sem fyrr, ekki trú á þessum stjóra. En bite me, slap me, og fucking rape me hvað ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, og að hann taki orð mín og troði þem í stafsrófsröð beint aftur ofaní kokið á mér !!!

    En þá að fyrri ummælum ;

    KAR við byrjum, tökum slaginn snemma, því við erum elstir 😉

    • “En frammistaða Sotirios Kyrgiakos síðustu vikurnar hlýtur að vera það jákvæðasta við þetta tímabil það sem af er og ég er hreint ekki svo viss um að Carragher eigi sjálfkrafa að fara aftur í miðja vörnina þegar Glen Johnson kemur inn heill. Hvort það þýðir að Hodgson hafi Johnson á bekknum og noti Carra áfram í bakverði (ég vona ekki) eða hvort það þýði að Carra missi stöðu sína í byrjunarliðinu þá er staðan bara sú að Carra er að verða 33ja ára, má muna fífil sinn fegurri og Grikkinn hárprúði er einfaldlega að spila betur en ”

    Ég vona ekki ? Af því að Glen Johnson hefur verið að heilla alla uppúr skónum í vetur eða ? það má taka nánast hvern einasta Liverpool leikmann, og fletta af honum skinninu fyrir hversu lélegur hann er búinn að vera í vetur, en GJ hlýtur að vera fyrsti maðurinn í þeirri fjandans röð !! Hann hefur gersamlega breyst úr því að vera fyrnasterkur bakvörður, í að vera átakanlega slappur fótboltamaður! Og Carra á slöppum degi, er búinn að vera talsvert betri en hann , það sem af er hausti… En algerlega er ég sammála því að Hercules sé að verða búinn að skjóta flestum ref fyrir rass… og rössum ef því er að skipta !!! Hann er einfaldlega leiðtoginn sem hefur stigið upp, og gert sitt, þegar aðrir hafa verið með hugann við geimflaugar !!!

    30 Mummi :

    • “Í Blackburn leiknum var hann með samtals 41 sendingum þar af 1 sem endaði hjá mótherja. Á móti Bolton fór þetta upp í 48 sendingar og þar af 2 til mótherja. Enginn annar í liðinu er nálægt því að jafngott hlutfall heppnaðra sendinga.”

      Really Mummi… are we going there… nú skal ég ekki vera fyrsti maðurinn til að rengja tölfræðina hjá þér, því fer fjarri, svo heimskur er ég ekki. En hversu margar af þessum sendingum hjá Lucas eru acctually að skila einhverju ? Í þessum leik og Blacburn leiknum, okey, fairenough.. en að Lucas hafi góða tölfræði í sendingum, yfirhöfuð er ekki eitthvað sem heillar mig.. það eru fáar stoðsendingar þarna, og Lucas er mikið í því hlutverki að senda boltann beint til hliðar, eða til baka. Make no mistake, að Lucas var fínn í þessum leik, eins og í svo mörgum öðrum, en þessi tölfræði segir okkur fátt.

    Maggi #41

    • “Og af því það lítur út fyrir að á spjallborðum internetsins þá sé allt svart og hvítt þá ætla ég að benda á að ég er ekki að segja að Konchesky hafi verið besti maður Liverpool í dag eða að hann hafi verið frábær. Ég er bara að segja að hann hafi ekki verið hræðilegur, hann var í meðallagi. Það á að öllum líkindum einhver eftir að segja að “meðallagið” sé ekki nóg fyrir Liverpool og til þess að hafa það á hreinu er ég sammála því. ”

    Yup, ég skal þá bara vera fyrsti maðurinn til að segja þér það, að Konchesky sökkaði í þessum leik. Jú sjáðu til .. frammistaða bakvarðanna okkar verður nefnilega ekki metinn eftir sendingagetu þeirra í prósentustigum !!! Það að hann hafi aðeins fokkað upp 25% af sínum sendinum.. sem nóta bena er fjórða hver sending sem hann reynir, segir okkur ekki að hann hafi spilað vel. Það segir okkur heldur ekki að hann hafi spilað sæmilega.. það segir okkur reyndar ekkert um það hverngi hann spilaði. En þar sem hann er nú einu sinni bakvörður, þá segir það okkur helling, þegar hann er trekk í trekk, allt of seinn í tæklingar, missir menn framhjá sér og guð má vita hvað og hvað…. og er svo nauða sköllóttur í ofanálag !!!! það varð engin bæting á vinstri bakvarðarstöðunni í sumar.. from my point of view !!

    Hef ekki tíma í meira í bili, enda ekki fræðilegur möguleiki að nokkur maður nenni að lesa svona langloku, en að lokum vil ég segja þetta ;

    Það hræðir mig hvað Torres virkar áhugalaus… það hræðir mig hvað hann fær úr litlu að moða… það hræðir mig hvað við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í dag… og það hræðir mig að þurfa að bera ábyrgð á gjörðum mínum ef ég heyri setninguna “á erfiðum útivelli” einu sinni enn… það hræðir mig hvað við erum slappir sóknarlega.. og klárlega myndi það hræða mig, ef ég myndi mæta Kyrgiakos svöngum í dökku húsasundi….

    Maður leiksins…. Hercules !!!!!

    Insjallah… Carl Berg

  51. Ef það vill svo merkilega til að við vinnum Chel$ea og Tottenham tapar þá erum við orðnir jafnir þeim. En þessi spilamennska er að drepa mig, byrjaði að horfa á 25 min og slökkti á 60 min. Mér var bara ofboðið.

  52. Sælir félagar

    Að sumu leyti góð leikskýrsla en bullið um Carra er ótrúlegt. Sem bakvörður er hann ekkert sérstakur en er þó betri en landliðsmaðurinn Glenda.

    Á það ber að líta að þótt Carragher hafi leikið sem bakvörður á árum áður þá fór sól hans ekki að skína verulega skært í Liverpool liðinu fyrr en hann fór að leika í miðvarðarstöðunni. Hann er betri miðvörður en bæði grikkinn og slóvakinn. Af þeim mönnum sem hafa verið að spila þá stöðu undanfarið er Agger líklega sá eini sem hefur stundum spilað betur en Carragher.

    Að halda því fram að það hafi verið opin leið fyrir sóknarmenn Boltaon í gegnum hægri bakvörðin er í besta falli bull og í versta falli eitthvað sem ég vil ekki nefna hér. Styrkur Carra sem bakvarðar er fyrst og fremst varnarlegur. Sem sóknarbakvörður hefur hann aldrei verið sérlega góður. Það vita allir sem það vilja vita. Hann hefur því ekki sóst eftir að spila sem bakvörður en sem sannur liðsmaður gerir hann það og leggur sig allan í verkefnið eins og hann gerir í öllum leikjum liðsins, alltaf, hvar sem hann spilar. Mættu margir liðsmenn fara að hans fordæmi í því.

    Ég stend ekki reiðari en þegar menn finna smásál sinni farveg í því að níða skóinn af þeim góða dreng og legg til að menn sem telja sig Liverpoolmenn finni sér önnur og verðugri viðfangsefni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  53. Hættum þessu helvítis þunglyndi!

    Við unnum leikinn og fengum 3 stig, hitt kemur með kalda vatninu…

    YNWA!

  54. 3 stig og út á það gengur leikurinn að safna sem flestum stigum, ég er sáttur.

  55. Að mörgu leyti góð skýrsla en eitt stakk mig: ,,Ef eitthvað er getum við farið að draga ályktanir um ákveðna leikmenn fljótlega – ég myndi t.a.m. ekki gráta það ef Joe Cole væri meiddur og myndi missa af Chelsea-leiknum”. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera ekki ósáttur ef liðsmaður Liverpool er meiddur! Alveg sama hvað menn eru slappir þá óskar maður þess ekki að þeir séu meiddir. Varðandi Cole, þé held ég einmitt að það gæti verið ,,turning point” fyrir hann að spila gegn sínu gamla liði! En góður sigur í dag og liðið er á réttri leið. Nú þarf að byggja ofan á og sýnist mér mun meiri eldmóður í mönnum en síðustu vikur. Ég allavega er ekki lengur smeykur við að mæta Chelsea!

  56. Carl Berg:

    Mig langar lítið til þess að verja Paul Konchesky eitthvað sérstaklega á internetinu, ég hef lítið upp úr því. Mér finnst samt leiðinlegt þegar fullyrt er um mál án þess að það sé vísað í einhvern sannleik þar að baki.

    Þér finnst að sendingar sem rata til liðsfélaga segja ekkert um spilamennsku Konchesky og minnist síðan á að hann hafi “trekk í trekk” verið seinn í tæklingar. Gæjinn tæklaði 5 sinnum í leiknum, vann 2 og tapaði 3. Það er ekkert sérlega gott. Það gæti jafnvel verið hægt að segja að sé slæmt að bakvörður tækli bara 5 sinnum í leiknum. Þetta sýnir samt að skoðun þín á spilamennsku Konchesky í þessum leik er lituð af því að þér líkar hugsanlega ekki við leikmanninn. Hann var ekki seinn í tæklingar “trekk í trekk” af því hann tæklaði einfaldlega ekki “trekk í trekk.”

  57. Bíð spenntur eftir þessum fundi sem á að vera á milli Woy og Henry í vikunni og í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að kallinn verði látinn fara, hann sýndi það enn og aftur í dag að það er ekkert PLAN B. Það voru meiðsli Cole sem að neyddu hann til að gera þá skiptingu sem að breyttu gangi leiksins í með innkomu Ngog.

  58. Þrjú stig! Maður getur ekki annað en verið sáttur við þau þrátt fyrir að maður sé ekki beint sáttur við fæðinguna. Mér fannst þessi leikur á tímum svipaður leiknum gegn Aston Villa í fyrra þegar við spiluðum á Villa Park.

    Jákvæða: Ég sagði þetta eftir leikinn gegn Blackburn og ég segi þetta aftur. Mér finnst mjög jákvætt að menn sem voru taldir vera miðlungsleikmenn fyrir tímabilið, eru farnir að stíga upp og taka á sig meiri ábyrgð. Þeir eru farnir að skína og hættir að fela sig í skugganum fyrir leikmönnum eins og Gerrard og Torres!
    Kyrgiakos er auðvita búinn að vera frábær og enginn á skilið að taka af honum sætið í vörninni! Lucas er búinn að stíga meira upp þetta tímabil og hef ég ekki enn séð neinar svona vafasamar ákvarðanir hjá honum. Hann er orðinn leikmaður sem maður vonast til að sé í byrjunarliði. Hvort það sé vegna þess að við höfum ekki nægilega góða leikmenn á miðjunni eða hvort það sé útaf því að hann hefur tekið framförum verður hver að dæma fyrir sig. Persónulega segi ég bit of both.
    Maxi hefur komið mér skemmtilega á óvart og verið mjög sterkur í seinustu tveimur leikjum. Kórónaði það með ágætu marki í kvöld
    Að lokum langar mig að benda á Ngog! Hann hefur skorað vel fyrir okkur í vetur og hefur átt ágætis innkomur. Í kvöld sýndi hann engan stjörnuleik en hann var alltaf tilbúinn að fá boltann og búa til hættu. Hefur tekið gífurlegum framförum og er ég ánægður fyrir hans hönd!

    Neikvætt: Liðið strögglaði lengi vel og vann þetta af einskærri heppni en ekki yfirburðum. Roy er að mínu mati alltof lengi að skipta inná þegar skiptingar koma þá fá menn eins og Pacheco og Jovanovic ekki að koma, heldur Poulsen!! Ekki mínar tvíbökur!!
    Ekki næg hætta fyrir framan mark andstæðinganna og guð minn góður hvað það virðist vera erfitt að búa til færi fyrir sóknarmenn liðsins! Alltof alltof erfitt! Hvað varð um hugmyndafræðina veit ég ekki.

    Annars þrjú stig annað skiptið í röð! Kvarta ekki meðan þetta gengur svona en gamli er enn undir pressu frá mínum bæjardyrum séð!

    YNWA

  59. Sammála Sigkarli hættið að drulla yfir Carra hann berst þó fyrir liðið meðan aðrir hengja haus.

  60. Sammála #41
    Skil ekki hvaðan þessi andúð á manninum er sprottin. Stórefast um að einhver hefði fettað fingur út í Aurelio eða Glenn Johnson ef þeir hefðu sýnt svipaðan varnarleik og Konchesky sýndi í dag. Hann varðist vel, spilaði sig aldrei úr stöðu og gerði ekki nein teljandi mistök, þó sóknarleikur hans hafi verið nokkuð misjafn þá var hann alltaf fljótur að skila sér til baka. Og í raun hefur hraði hans komið mér skemmtilega á óvart. En ber að hafa í huga að við voru ekki að kaupa Ashley Cole eða Patrick Evra.

  61. Carra mun alltaf berjast eins og ljón en eigum semsagt að leyfa honum að spila þar til hann drepst. Wake the fuck up. Hann er legend en kominn á léttasta skeiðið.

  62. Sammála þér í mörgu Carl Berg og ósammála þér í mörgu líka 😉 Hjartanlega sammála með Lucas. Hann er þannig leikmaður að hann á ekki að vera dæmdur eftir sendingum því að ef allir aðrir sendu boltann eins og hann þá værum við sennilega með bitlausustu miðju deildarinnar og Torres myndi fá boltann 2 sinnum í öllum leiknum.

    Með Konchesky þá talaru um að hann hafi verið of seinn hvað eftir annað og hafi misst menn fram hjá sér trekk í trekk. Ég varð ekki var við að þetta hafi verið svona oft, vissulega komust menn nokkrum sinnum út að endamörkum til að gefa hann fyrir en fyrir utan tækklinguna sem gaf honum gula spjaldið var hann alls ekki hræðilegur í þessum leik fannst mér en heldur ekkert sérstaklega góður. Það sem hann hefur þó klárlega fram yfir Insua eru staðsetningar! Insua klúðraði hverri rangstöðugildruni á fætur annarri, hann virðist þó vera með það á hreinu og finnst mér hann mun heilsteyptari leikmaður en Insua þó hann sé ekki mikið meira en meðalmaður í þessu liði.

    Að þú hafir áhyggjur af því hvað það var erfitt að landa þessum sigri get ég ekki skilið! Ég man varla eftir leik þar sem lið hefur kjöldregið Bolton á sínum eigin heimavelli enda er Reebok viðurkenndur fyrir að vera með erfiðari heimavöllum og eru ófá skiptin þar sem stóru liðin hafa farið með skottið á milli lappana eftir viðureignir þar!

    Hins vegar er ég sammála þessu með Torres, hann virkaði mjög áhugalaus og ef að sendingarnar rötuðu ekki beint á hann þá leit hann ekki við þeim. Ég man eftir mörgum mörkum hjá honum, sérstaklega hitt í fyrra þar sem hann elti afleiddar sendingar uppi, slátraði varnarmanninum(Vidic) og skoraði.. Þetta heyrir nánast söguni til virðist vera. Það sem hann hefur ennþá er þetta magic moment sem þó skilaði okkur þessum 3 stigum.

  63. Get svo sem verið sammála mönnum að Liv, spilaði ekkert sérstaklega í gær en Bolton lét þá spila svona. Við vitum að lið á heimavelli getað ráðið spilamensku og brotið niður spilamensku eins og hjá Liv, í gær en er sáttur með sigur og 3 stig

  64. Djöfull er ég þreyttur á þessum kommentum hjá Roy. Eiga menn einhvern tímann að vera róglegir? Á ekki að mæta á völlinn og reyna vinna alla leiki?

    “Ef við hefðum komið inn í þennan leik í einhverju öðru sæti í deildinni og með nokkra sigra á bakinu þá hefðum við verið mun rólegri,” sagði Hodgson

    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=99522

  65. Sammála #50, held að 3 sé rétt einkunn miðað við árangur. Skemmtileg grein hjá Tomkins.

  66. það virðist vera orðin einhver keppnisgrein hérna á Kop.is að kafa ofan í hverja einustu málsgrein í viðtölum Roy til þess eins að hneykslast og pirrast… hann er vissulega ekki alltaf að segja réttu hlutina en öllu má nú ofgera….

  67. Mér fannst reyndar flestir vera að spila á pari í gær eða undir pari nema Pepe Reina…þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef við höfum ekki Reina eða hann myndi meiðast…Klárlega einn af fimm bestu markvörðum í heiminum í dag!!!!

  68. Rosalega er ég orðinn þreyttur á að hafa djúpan miðjumann sem reynir að spila alltaf stutt og gera hlutina einfalda. Hugsið ykkur ef við hefðum 11 Brassa í liðinu og þyrftum að horfa á samba fótbolta endalaust.

    Nei takk. Má ég þá frekar biðja um Kick and Run a la Wimbledon.

  69. Er ég sá eini sem tók eftir hvað Kevin Davies var að svindla á Kirgi ? alveg ótrúlegt hvað hann komst upp með og fékk allavega 2 aukaspyrnur á hættulegum stöðum! Svo var hann alltaf að láta sig detta inní teig, hefði alveg mátt fá gult spjald mín vegna. En góður baráttu sigur hjá okkar mönnum, það skiptir ekki máli hvernig við vinnum leiki sigur gefur alltaf 3 stig!

  70. Þetta er að verða eins og Barnaland hérna. Ég hef ekkert á móti því að fólk kvarti yfir hlutum en það er túlkunin á hinu og þessu sem fer í taugarnar á mér.

    Lucas: Það hefur bara víst mikið að segja hve margar sendingar Lucas á í leiknum og hve margar heppnast. Hans hlutverk er að dreifa boltanum og koma boltanum á menn sem eru lausir til að búa til hættur og þá segir fjöldi sendinga til um það hve mikið hann var inn í leiknum og heppnaðar sendingar hversu vel hann vinnur vinnuna sína. Það var t.d. LUCAS sem sendi boltann á Torres í markinu! (svo er statistic um tæklingar og fl. annnar handleggur).

    Skiptingar: Það var ekkert að skiptingunum í gær. Þegar Cole meiddist setti hann N’gog inná á 62’mín sem breytti leiknum að mínu mati. Ekki aðeins með að taka boltann niður og skapa hættulegar aðstæður, heldur var mikilvægara að hann losaði um aðra leikmenn sem opnaði leikinn og við byrjuðum að sækja meira. Við vitum auðvitað ekkert hvenær hann hefði gert þessa skiptingu en hún lá í loftinu þar sem Cole var týndur. En að segja að hann hefði átt að gera breytingar fyrir 60’mín er auðvitað bara þvæla. Að kvarta yfir skiptingunni á Paulsen er líka þvæla. Skiptingin var gerð á 90 mín, nokkrum mínútum frá sigri for crying out loud!

    Torres: Það gekk upp í fyrstu að hafa Torres einan frammi en nú stilla lið upp tví- og þrídekkningu þegar boltinn kemur í áttina að honum. Ég skil vel að hann sé stundum pirraður þegar hann fær aldrei pláss og þarf iðulega að vinna háa bolta á móti stórum varnartröllum eins og í gær. Þar að auki spilum við ekki leikkerfi sem byggir á kantmönnum sem sækja að endalínu og gefa fyrir (enda höfum við ekki leikmenn í það). Um leið og aðrir leikmenn stíga upp verður Torres betri og glaðari.

    Skrtel: Ég hef verið mjög ósammála gagnrýninni á Skrtel hérna undanfarið (og lofinu á Agger). Þrátt fyrir einstaka skrítnar sendingar. Hann er einfaldlega frábær varnarmaður og virkar líklega betur með Hercules en Carra. Í gær lét hann Herkúles um skítaverkin (Kevin Davies) en greip alltaf frábærlega inn í þegar þess þurfti á að halda. Ég get lofað ykkur því að hann er fyrsti maður inn í vörnina hjá Hodgson.

    Maxi: Ég hef alltaf sagt að hann er frábær í link-upi með Gerrard og Torres. Um leið og það kemur flæði í sóknarleikinn þá blómstrar Maxi. Í fyrra var hann nánast eini leikmaðurinn sem reyndi þríhyrninga og fléttur. Eeeeen þá var hann gagnrýndur hér eins og allt annað.

    Svo að lokum þá geta menn nú ekki heimtað sigur um næstu helgi. Chelsea er langbesta lið deildarinnar og það eina sem ég geri kröfu á er að menn detti ekki aftur heldur mæti þeim stál í stál (seim þeir gera pottþétt). Ef það gengur upp vinnum við leikinn með hjálp áhorfenda.

  71. úff ég fékk nokkra þumla niður fyrir að hafa liðið skringilega eftir sigurinn í gær….

    EN…. vona ég fái few thumbs up fyrir þetta….. DJÖFULL þoli ég ekki Kevin Davies….
    það var í hvert einasta skipti sem hann var snertur þá var eins og hann væri teisaður með stun-gun… verri en Drogba

  72. Kevin Davies var ótrúlega leiðinlegur í leiknum í gær, svo kom alltaf sama þvælan uppúr Arnari “hann er að nýta alla sýna reynslu”, “Hann er svo klókur” .. er Kevin Davies allt i einu orðin reyndasti maður Englands? Maður sér kannski oft gæja gera þetta en ekki við svona litla snertingu.

  73. Mikið er ég sammála Kanil, að blása alltaf það neikvæða upp. Þessi hitt og þessi þetta. Það er annar bragur á liðinu og ég er sannfærður um að hann mun aukast til hins betra…..
    Mikilvægur sigur, 3 stig og tak for de.

    Með vinsemd og virðingu/ 3XG

  74. Liverpool er í 12 sæti eftir 10 leiki það á því að reka Hodgson.
    Bolton er ömurlegt lið og við hefðum átt að vinna það örugglega 0-2.
    Svo kemur Hodgson vitleysingur og tjáir sig eins og hann gerir í fjölmiðlum. Hvað er málið með hann?

    Mig hryllir við að Hodgson fái peninga til að kaupa í janúarglugganum, það er því óskandi að við verðum kjöldregnir á Anfield þegar við mætum Chelsea í deildinni. Það er eina leiðin til þess að Nesv sjái hvers konar aumingja við höfum við stjórnvölin og HODGSON VERÐI REKINN.
    Heppnissigrar á móti Blackburn(sem getur ekki rassgat) og á móti Bolton(geta ekkert) komu okkur illa. Því ef Liverpool hefði tapað þeim þá værum við lausir við gerpið Hodgson.

    Svo ráðum við einhvern góðan þjálfara og rekum hann ef hann stendur sig ekki.
    Við erum Liverpool, við þolum ekkert kjaftæði. 3 stig er ekkert nóg, það þarf að vinna með klassa.

    Ef ég vil meðalmennsku og fallbaráttu þá get ég haldið með Fulham. Þið þarna Hodgson stuðningsmenn, þið vitið ekki rassgat um fótbolta.

  75. Ég er að mörgu leiti mjög sammála Kanil hér að ofan. Jú, vissulega var þetta langt því frá að vera góður leikur hjá okkur, en sigur er sigur og þegar við förum með 3 stig út úr leikjunum, þá er ég sáttur. Auðvitað væri það frábært að fara með 3 stig og einnig frábæra spilamennsku, en það er bara þannig stundum að menn verða að geta unnið “ugly” líka. En við vorum engu að síður heppnir í þetta skiptið, en heppni er eitthvað sem menn verða að fá í sinn hlut annað slagið líka, gott þegar hún er með okkur í liði.

    Mér fannst Lucas okkar besti maður úti á vellinum, aðeins Reina var betri af okkar mönnum að mínum dómi. Kyrgiakos og Skrtel áttu líka fínan leik og svo hefur Maxi svo sannarlega verið að stimpla sig inn í þessum 2 síðustu leikjum. Mér fannst reyndar Maxi vera oft á tíðum góður fyrir okkur þegar á leið síðasta tímabil, en ég var nú reyndar í minnihlutahóp með þá skoðun mína. Sömu sögu má segja um Lucas blessaðan.

    Ég hef svo akkúrat engar áhyggjur af honum Torres okkar. Hann á sín moment of brilliance og ég er sannfærður um að þeim fari fjölgandi núna. Hann skoraði úrslitamarkið um síðustu helgi, og svo bjó hann til þetta færi fyrir Maxi. Hver veit nema hann stimpli sig svo endanlega inn um næstu helgi, myndi nú ekki gráta það neitt mikið.

    Okkar stærsta vandamál þessa dagana eru bakverðirnir. Hvorugum þeirra (í þessum leik) líður vel með boltann og eiga afar erfitt með að skila honum sómasamlega frá sér. Þetta skapar plássleysi og úrræðaleysi þegar komið er framar á völlinn. Ég var að verða kresí í fyrri hálfleiknum yfir því hversu oft við vorum að lyfta boltanum inn á miðsvæðið, því Bolton unnu þar ALLA skallabolta. Nákvæmlega aðferðin sem Bolton vildu að við myndum beita. Boltinn með jörðinni, þar getum við tekið svona lið, og bakverðirnir voru ekki að höndla það.

    Tek líka undir með Sindra og Kristjáni V með Kevin Davies, hélt þetta væri jaxl af gamla skólanum, en hann var hendandi sér í jörðina í tíma og ótíma, og afar slakur dómari leiksins féll alltof oft í gildruna.

    Varðandi skiptingarnar, þá var ég farinn að öskra eftir að fá fljótan Jovanovic inn á völlinn seinni hlutann af seinni hálfleiknum. Í stað þess að færa Meireles til, þá hefði ég bara viljað fá hann inná með sinn hraða þegar leikmenn á vellinum voru byrjaðir að þreytast. En það skiptir jú litlu máli núna, leikurinn vannst og þá er maður bara happy.

    Við erum að spila á heimavelli gegn Chelsea næst í deildinni, þeir voru afar tæpir gegn Blackburn og andskotakornið, ég vil bara sigur í þeim leik. Þeir eru ekkert ósigrandi og við þurfum bara að fara á fulla ferð, allt í botn og stimpla okkur all rækilega inn í þetta tímabil.

  76. Ég hef tekið eftir því að breskir fjölmiðlamenn tala alltaf um að ensku leikmennirnir séu “klókir” þegar þeir láta sig detta en ef erlendu leikmennirnir gera það sama þá eru þeir teknir af lífi og kallaðir svindlarar!

    Þannig var það í gær, þegar Davis lét sig detta þegar Herkules rak hendina aðeins í síðuna á honum á miðjum vellinum þá talaði Andy Gray um að þetta væri klókt hjá honum.

  77. Kanill er með þetta. Ótrúleg neikvæðni hérna og ætlast til að hver maður sér galdramaður með boltann og geri engin mistök. ‘Eg hef séð fullt af leikjum í ár og mjög oft eru lið eins og ManU, City ofl ekkert að spila neinn gullbolta og eru litlu skárri en við löngum stundum.

    Staðreyndin er sú að þessi deild er bara drullu erfið og ekki hægt að ganga að neinu vísu og alls ekki hægt að heimta samba bolta á móti líkamlega sterkum liðum líkt og Bolton liðinu.

  78. Tek undir allt frá Steina hérna fyrir ofan en hef reyndar smá áhyggjur af Torres, finnst vanta svona 70% af hraða og krafti hans sem væri óskandi að kæmi eitthvað af til baka gegn Chelsea næstu helgi þvi eg er sammála því að Chelsea er ekkert ósigrandi og með Torres allavega 50-60% prósent þarna fremstan á vellinum þá er séns á að vinna þann leik.

  79. Chelsea er ósigrandi með Hodgson við stjórnvölin.

    SSteinn, hvernig getur þú vonað að Liverpool vinni Chelsea? Ef að gerist þá verður þjálfari Liverpool áfram með liðið. Þú vilt ekkert hafa Hodgson áfram er það nokkuð?

  80. Það má segja Hodgson eitt til hróss (nú verð ég örugglega tekinn af lífi), og ég tek það fram að ég vil fá hann í burtu. Að þegar Cole meiddist þá hefðu margir þjálfarar og þar á meðal Benitez sett kanntmann inná eða miðjumann, en sem betur fer setti hann sóknarmann inná.

    Það eiga allir skilið að fá hrós fyrir það sem er vel, sama þó það sé það eina góða sem þeir gera.

  81. 86

    Þótt að ég vilji RH burt þá get ég ekki séð af hverju ég ætti vonast til þess að liðið tapi. Maður vill aldrei að liðið sitt tapi.
    Ef leikurinn væri í síðustu umferð og eingöngu sigur gæti bjargað liðinu frá falli mundiru þá vilja að liðið mundi tapa eingöngu til að losna við stjórann?

  82. Páló, jú víst viltu að Liverpool tapi. Það er betra að liðið tapi nokkrum leikjum svo við losnum við Hodgson og fáum alvöru þjálfara sem vinnur miklu fleiri leiki en Hodgson. Þetta er einfalt reikningsdæmi.

  83. M&M

    vertu ekki með þetta helvítis rugl. Segðu mér þá hvar ég óska þess að liðið tapi.

  84. SSteinn, hvernig getur þú vonað að Liverpool vinni Chelsea? Ef að gerist þá verður þjálfari Liverpool áfram með liðið. Þú vilt ekkert hafa Hodgson áfram er það nokkuð?

    Nei, ég vil ekki hafa Hodgson áfram, en ég mun aldrei óska annars en þess að Liverpool FC vinni. Það eina sem gæti fengið mig til þess að óska þess að þeir ynnu ekki, væri ef leikurinn myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu liðsins, og tap gæti orsakað eitthvað verulega óhagstætt fyrir Man.Utd eða Everton. Það þarf samt að vera verulega slæmt. Fyrir utan það, alltaf sigur, hver sem stjórnar liðinu.

  85. SSteinn, til að þú losnir við Hodgson þá verður hann að tapa leikjunum. Eða heldur þú að það sé nóg að hann standi sig illa í viðtölum eða spili leiðinlegan fótbolta til að hann verði rekinn og þú færð þína ósk uppfyllta sem er að losna við Hodgson.

    • SSteinn, hvernig getur þú vonað að Liverpool vinni Chelsea? Ef að gerist þá verður þjálfari Liverpool áfram með liðið. Þú vilt ekkert hafa Hodgson áfram er það nokkuð?

    Ef Liverpool heldur áfram að vinna og þ.á.m. Chelsea þá skulum við klárlega bíða og sjá og gefa Hodgson smá meiri tíma. Trikkið er að flestir hafa ekki mikla trú á honum og þessi byrjun hans og ummæli í fjölmiðlum hafa verið skandall. En auðvitað viljum við sigur á Chelsea, við eiginlega verðum að vinna Chelsea.

  86. Páló, ég er ekki að leggja þér orð í munn. Ég er að segja þér hvað þú vilt en veist ekki af því.
    Sýndu þinn frjálsa vilja í verki með að segja að þú viljir ekki reka Hodgson ef hann vinnur nokkra leiki.

    Þetta er ekkert rugl og er ekkert flókið.

  87. Ef við vinnum alla leiki, þá skal ég glaður éta öll mín orð aftur og styðja kappann til góðra verka. Hef ekki mikla trú á honum, eins og fram hefur komið, en svo sannarlega vonast ég fyrst og síðast eftir velgengni hjá félaginu. Félagið er ofar öllum nöfnum sem eru tengd því, ef árangur er góður inni á vellinum, þá er ég ánægður. Sé hann slæmur, þá held ég áfram að kvarta og kveina.

  88. Fáranlegt að óska þess að Liverpool tapi leikjum til þess að Hodgeson verði rekinn.
    Ef hann heldur áfram vinna leiki er þá ekki markmiðinu náð?
    Er ekki markmiðið ekki að Liverpool vinni leikina sem þeir spila?

  89. Auðvitað setur maður félagið ofar öllu. Að mínu mati þá þarf Hodgson að tapa á móti Chelsea illa til að við losnum við hann. Já það er sárt að sjá Liverpool skíttapa á móti Chelsea. En hvað ef það skilar Hodgson 10 leikjum í viðbót. Þá erum við að fórna 3 stigum fyrir kannski 27(raunhæft 24 stig).

    Í skák þarf stundum að fórna mönnum til að vinna skákina. Í þessu tilfelli þurfum við að vona að Liverpool tapi til að gera það sterkara. Það er það sem við viljum allir, að Liverpool verði sterkara.

    Ég meina, við erum vissir að Hodgson sé kolrangur maður. Það er þá mikilvægt að Liverpool tapi svo við losnum við hann.
    Ef það er einhver sem efast um að Hodgson sé rangur maður. Spyrjið bara næsta Liverpool aðdáenda og það eru 95 af hverjum 100 sem vilja hann burt. Það er bara skilgreiningin á því að vera rangur maður hjá knattspyrnufélagi. Aðdáendurnir vilja viðkomandi burt.

    Get bara ekki gert að því gert en það er eitthvað rangt við það að vona að Liverpool vinni en vona að Hodgson sé rekinn. Þetta fer ekki saman, get greinilega ekki útskýrt það nægilega vel.

    Ætli það sé ekki að framtíð Hodgson og Liverpool eru samtvinnuð. Ef Liverpool gengur vel þá gengur þjálfaranum vel en ef Liverpool gengur illa þá gengur þjálfaranum illa og þá er hann rekinn.
    Til þess að losna við Hodgson þá þarf Liverpool að ganga illa. Ég sé ekki aðra leið til að losna við Hodgson. Nema kannski hann taki þátt í auglýsingaherferð fyrir skítablaðið sem kennir sig við sólina.

  90. M&M/Coke Zero/Zero það væri samt fínt ef þú færir að velja notendanafn og halda þig við eitt dulnefni sem þú, líklega í einhverjum sérstökum húmor hjá þér, notar til að reyna að æsa menn upp hér á síðunni. Eins svo að halda þig við eina skoðun, Ragnar Reykáfs karakterinn/brandarinn varð þreyttur 1990.

    Persónulega nenni ég ekki að svara þér lengur.

  91. Bjössi, málið er að Hodgson getur ekki neitt. Hann hefur slegið ryki í augu okkar með að sigra léleg lið eins og Blackburn og Bolton.

    Lestu bara þessa pistla eftir SSteinn og Kristján og þá sérðu að hann fer ekkert að vinna neina leiki. http://www.kop.is/2010/10/29/09.49.27/
    http://www.kop.is/2010/10/22/09.36.27/

    Við þurfum að vera klókir, vona að Chelsea vinni og þannig losnum við Hogdson. Já það er fáránlegt að vona að Liverpool tapi en ef maður skoðar það í stóra samhenginu þá er það ekki fáránlegt.

    Bjössi, heldur þú að Hodgson geti gert Liverpool að meistara? Ef svarið er já þá skaltu halda með Liverpool á móti Chelsea ef svarið er nei þá skaltu halda með Chelsea á móti Liverpool.

    Það er auka gulrót fyrir þig í þessu. Viltu að Chelsea eða United vinni deildina? Ég vil frekar að Chelsea vinni. Það minnkar vonandi óbragðið við að halda með Chelsea og vona að Liverpool tapi.

  92. Ekkert mál Babu minn.

    Það vantar samt endinn í þetta allt hjá mér þar sem ég á undraverðan hátt fer úr því að vilja Hodgson burt í að vilja hann áfram.

    Þetta var allt gert með góðum vilja og ég vona að þið dæmið mig ekki of hart.
    Góðar stundir.

  93. Brýt þetta strax og svara….en þú ert rosa sniðugur gaur, kíktu á er.is, (er það ekki barnaland?).

    Ættir að geta æst liðið upp svo um munar þar og eflaust hlæja þessi ósköp…einn með sjálfum þér.

  94. Mér finnst fáranlegt að óska þess að Liverpool tapi en ég held hinsvegar að Hodgeson verði ekki langlífur í starfi…. Finnst ekkert óeðlilegt við það.
    Trúi því bara að fyrrverandi stjórn hafi aldrei litið á Hodgeson sem langtíma lausn og ég held að ný stjórn geri sér alveg grein fyrir því.
    Augljósustu rökin fyrir því eru að maðurinn er orðinn 63 ára gamall.
    Hinsvegar finnst mér bara jákvætt að stjórninn fái andrými í nokkra mánuði til að finna nýja knattspyrnustjóra sem þeir treysti fyrir því að leiða liðið áfram um ókomnatíð.

    Ég ætla allavega að halda með Liverpool á móti chel$ki.

    Að lokum finnst mér raunverulegu mistökin hafa verið að reka Benitez þegar klúbburinn var í miðju söluferli, hefði verið mun skynsamlegra að bíða með það þangað til salan var gengin í gegn.

  95. Mér þykir þetta miður og ég bist afsökunar á þessu framferði.
    Mér er ekki hlátur í huga.

  96. Nóvember mánuður verður mikilvægur hjá liðinu og Roy Hodgson, það er algjörlega undir honum komið að sanna sig fyrir liðinu og stuðningsmönnum.

    Chelsea heima, Wigan úti, Stoke úti, West Ham heima, Tottenham úti. Ef hann tekur 13 stig úr þessum leikjum þá verð ég sáttur með hann. Jafntefli gegn Tottenham og vinna rest, kannski finnst einhverjum of mikið að ætlast til sigurs gegn Chelsea á heimavelli, en það er mín skoðun að við eigum að vinna alla leiki á Anfield, sama hver andstæðingurinn er.

  97. Ég er sammála þér, Kanill # 76 í mörgu , en þessi setning hjá þér um Skrtel er meira en lítið furðuleg:

    “Hann er einfaldlega frábær varnarmaður”

    Skrtel er jafn “frábær” varnarmaður og Lucas er frábær miðjumaður. Hann hefur verið mistækur í sínum leik allar götur síðan hann skrifaði undir samning við liðið og verið veikur hlekkur í okkar vörn alla tíð síðan. Menn virðast vera hrifnari af “bad-ass lúkkinu” á kallinum en af spilamennsku hans, það þarf ekki að fara lengra en í þar síðasta leik gegn Blackburn og skoða varnarvinnu hans í marki andstæðingana. Skrtel er eins mikill meðalmaður og þeir gerast, og þá er ég frekar að hrósa honum um of en að vera of harður í minni gagnrýni.

    Maður hefur nú lesið margt skrítið í gegnum tíðina, en ég held að ég hafi hvergi lesið þá fullyrðingu að Skrtel sé frábær leikmaður áður – bæði á íslensku sem og á “útlensku”. Ég er ekki að segja að maðurinn sé slakur fótboltamaður í alla staði, ég er einungis að segja að hann er ekki framúrskarandi á neinu sviði leiksins, og því fjarri því að geta talist frábær leikmaður.

    Hvað varðar lofið á Agger þá er ég sammála þér þar, til að menn geta talist góðir leikmenn verða þeir að spila á því leveli í langan tíma. Það sem skilur meðalmenn frá frábærum leikmönnum er stöðugleikinn. Agger hefur átt rúmt eitt gott tímabil í búningi LFC, síðan þá hefur hann eitt meiri tíma hjá sjúkraþjálfurum liðsins en inná vellinum. Það er erfitt að ætla að byggja upp vörn á manni sem getur ekki farið heill í gegnum 270 mínútur af fótbolta samfleitt. Menn virðast ekki alveg vera að átta sig á þessu, Nani segist sjálfur vera einn af bestu leikmönnum í heiminum af því að hann hefur verið góður í 6 mánuði eftir að hafa verið slakur í 24 mánuði þar á undan. Það ætti að senda manninn í pepp-up-talk hjá RH til að koma honum niður á jörðina (ekki að hann þurfi nú hjálp við það inná vellinum, en virðist þurfa hana utan hans).

  98. Ég er nú ekki mikið inní þessum þjálfaramálum og vissi lítið um R B þegar að hann kom og sama með R H en mér var sagt af fótboltapælara að R H ætti got skor, svo má hann ekki sína hvað hann getur og fjármálin að komast í betra far og það virðist peppa leikmenn. Svo sjáum hvað verður fram að janúarglugga.

  99. Eyþór Guðjóns. #108

    Skrtel datt verulega niður um mitt tímabil í fyrra, var óöruggur og eiginlega alveg út á túni.
    Enn…..í undanförnum leikjum hefur hann verið mjög góður. Það góður að ég myndi ekki skipta honum út fyrir marga varnarmenn í deildinni…..mér dettur aðeins Terry og Vidic í hug (þó Liverpool stoltið myndi útiloka það sem raunverulegan kost).

    Þar sem þetta á að vera besta deild í heimi og mín persónulega skoðun er að hann sé einn af betri miðvörðum í deildinni þá segi ég hiklaust að hann sé frábær leikmaður þegar hann er í formi og með fullt sjálfstraust eins og núna. Ég skal viðurkenna að hann hefur auðvitað ekki sannað sig til lengri tíma…..hann þarf að halda þessum dampi út tímabilið svo hann geti kallast
    “great player”.

    Annars Googlaði ég hvað Hyypia hefur sagt um Skrtel:
    “Skrtel, He’s proven to be a great signing. A very solid centre half who is sure to be at the heart of our defence for many years to come”.

  100. Auðvitað hefur það EITTHVAÐ að segja með heppnaðar sendingar hjá Lucas en er sammála Sigga í kommenti 65 að því leitinu að hann á ekki einungis að vera dæmdur á fjölda heppnaðra sendinga.

    Ég hef OFT lesið þetta þus um að Lucas hafi VÍST verið góður því hann var með 80% sendinga á samherja.. Samt átti hann kannski tussu leik, missti menn frá sér hvað eftir annað, tapaði tæklingum, skapaði ekki neitt og hægði yfirgengilega á sóknarleik liðsins!

    Get hins vegar verið sammála því að Lucas átti góðan leik gegn Blackburn og Bolton en fram að því hefur mér fundist hann arfa slakur!

  101. Ég skil ekki alveg hvað málið er með fjölmiðlana í bretlandi og Liverpool. Var að skoða “gossip” dagsins og þar er verið að tala um að bæði Juventus væri að reyna að fá Johnson og Arsena/Tottenhaml væru á eftir Agger. Engar fréttir um að aðrir klúbbar væri að reyna að næla í leikmenn Arsenal, Chelsea eða ManU ! Svona er þetta búið að vera undanfarna mánuði.

    Við erum einn af “stóru” klúbbunum í deildinni. Við erum með nýja metnaðarfulla eigendur sem stefna á að vinna titla með Liverpool, við erum SKULDLAUS klúbbur sem ekki margir geta státað af í dag !

    Samt er verið að gera grín að Liverpool, menn með alskonar brandara, slúðrir heldur áfram um okkar leikmenn osf osfr líkt og við værum í frjálsu falli. Í raun ættu menn að vera skíthræddir við Liverpool því fáir klúbbar eiga viðlíka aðdáendur um allann heim sem og eins góða skuldastöðu. Við vorum að borga hátt í 40milljónir punda í afborganir af lánum undanfarin ár, nú erum við væntanlega að borga einhverja smáaura. ManU er að borga yfir 60 milljónir punda árlega í vexti, í vexti !!!!!!

    Ég skil þetta bara ekki og þetta fer alveg létt í taugarnar á mér…….

  102. Það er gott að hluti stuðningsmanna séu orðnir bjartsýnir og séu ánægðir með þessa sigra. Gott að menn séu ánægðir með leikmennina og þjálfarann. Það breytir hins vegar ekki því að annar hluti aðdáenda liðsins er ekki sannfært um ágæti þjálfarans þrátt fyrir sigra í tveimur síðustu leikjum. Ég held líka að flestir sem vilja sjá, sjái að það er ansi langt í land með að gera þetta lið að virkilega góðu liði. Vandamálin núna eru t.d. fleiri ef eitthvað er, en þegar Benítez var að gera í brók með liðið á síðasta tímabili. Nokkur atriði:

    • varnarlínan er slök. Kyrgiakos hefur haldið þessu gangandi síðustu tvo leiki og það er ekki af því að hann er allt í einu orðinn að heimsklassa haffsent heldur vegna þess að aðrir hafa skriðið ofan í skel sína. Carragher og Konchesky í bakvörðunum eru ekki þar til framtíðar- eða sem blússandi sóknarbakverðir í frábæru liði. Þeir eru tímabundin – skammtímalausn á vanda sem þjálfarinn skóp að nokkru leyti sjálfur.

    • Miðjuspilið er ekki mjög flæðandi enn sem komið er. Enn er töluvert um kýlingar úr öftustu línu þegar miðjumenn bjóða sig ekki eða eru pressaðir of hátt. Liðið nær ekki oft að byggja upp spil frá markmanni. Hodgson virðist þó vera búinn að finna tríóið sem virkar best, Lucas-Meireles-Gerrard. En það vantar enn upp á að linka sóknarleikinn með sóknarmönnunum(manninum).

    Til að tapa sér ekki í neikvæðninni verður líka að benda á það sem gott er. Varnarleikurinn hefur verið að braggast þótt ákveðin heppni hafi fylgt, sbr. hendi á Carragher og nokkur færi Blackburn á síðustu helgi. Torres á sín moment nú orðið þótt hann eigi nokkuð í land. Pressuvörnin er byrjuð að virka og liðið er farið að þvinga fram mistök hjá andstæðinunum.

    Stóra testið er síðan á næstu helgi, heimaleikur gegn Chelsea sem er langbesta lið deildarinnar þessar vikurnar. Ef liðið nær jafntefli í þeim leik verð ég sáttur. Það þarf þó að vinna töluvert af næstu leikjum til að kólni undir sæti Hodgson. Ef hann nær því þá verð ég mjög sáttur. Ef hann nær að koma sér í baráttuna um fjórða sætið verð ég sáttur.

  103. Þetta tekur bara sinn tíma Stjáni, gefum þessu þetta tímabil og ég er viss um að næsta sumar fer umræðan um Liverpool að verða jákvæðari. Vonandi hagnaður og verður farið að orða liðið við góða leikmenn.

  104. StjániBlái 113, við erum í 12 sæti. Við eigum skilið að það sé gert smá grín að okkur;) en þetta fer vonandi að batna.

  105. Góður, dóri. Ég var reyndar byrjaður að brosa áður en ég sá pönslænið.

  106. Já já allt í gúddí að gera svoldið grín að okkur(ég myndi gera grín að ManU ef þeir væru í fallsæti) en að vera endalaust að gaspra um að hinir og þessir leikmenn séu á útleið er orðið frekar þreytt dæmi.

  107. Veit ég kem seint inn í þessa umræðu hér, var að koma frá London og auðvitað byrjar maður á Kop.is.

    Horfði á leikinn í sjónvarpi á Piccadilly Circus með fullt af Púlarabretum og ætla ekki að lýsa látunum þegar Maxi skoraði eða þegar lokaflautið gall, menn voru algerlega loftlausir af gleðistressi og ég var til í að labba heim til Íslands eftir þessi þrjú frábæru stig.

    Mér fannst auðvitað ekki neinn silkifótbolti á ferð og Bolton átti þátt í því. En uppleggið í fyrri hálfleik var dapurt í meira lagi og því miður ekki það sem ég vonaði, var satt að segja fúlbrjálaður fyrstu 60 mínúturnar.

    En svo lagaðist leikur liðsins og smátt og smátt fannst mér öryggið meira, auðvitað vorum við heppin þegar Davies skallaði rétt framhjá en Gerrard átti auðvitað líka að gera betur úr sínum færum.

    Ég styð leikskýrsluna alveg en hefði viljað velja Lucas mann leiksins. Ég fer bara ekki ofan af því að hann er að eiga frábært tímabil þrátt fyrir lélegt gengi liðsins. Hann er að spila VARNARTENGILIÐ þar sem hans fyrsta og sterkasta hlutverk er að brjóta upp sóknir andstæðingsins, verja hjarta liðsins framan við hafsentana og flytja boltann til þeirra leikmanna sem eiga að skapa. Þessi strákur er nú kominn með þetta hlutverk í brasilíska landsliðinu sem auðvitað á að segja okkur ýmislegt. Sem og það hvernig Mascherano lítur út í Barcelona og þá kannski ættum við aðeins að átta okkur á því hver vandinn er. Varnartengiliðir eru ákveðnar týpur leikmanna sem þarf að skoða sem slíka. Ég allavega segi fyrir mig að ég tel engann í LFC geta spilað þessa leikstöðu betur en Lucas Leiva og ef að hann heldur áfram að bæta sig verðum við bráðum öll hætt að væla um hann. Liverpool mun ekki stilla upp þriggja manna miðju án varnartengiliðs og færið mér Lucas fram yfir Poulsen og Spearing alla daga morgna og kvöld!

    Svo er það næsti Lucas, hann Konchesky. Ólíkt Lucas er hann Breti og á BBC í gær sá maður það þar sem Kevin Phillips og Mark Lawraenson fóru yfir leikinn. Þeir drógu fram jákvæða hluti bakvarðanna og lýstu þeirri skoðun sinni að vörnin öll hafi náð að standa Bolton vel af sér, vissulega sé Carra ekki bakvörður að upplagi og Konchesky er enn að finna fæturnar, en come on! Það að segja Konchesky hafa sparkað boltanum út í vitleysuna endalaust og misst sinn mann stanslaust fram hjá sér er alger della. Hann var partur af þessari vörn sem hélt hreinu og er smám saman að falla betur inn í leik liðsins.

    Þessir tveir eru týpur sem þjálfarinn kýs og fara vel út úr því hlutverki sem þeim er skaffað.

    Svo er ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af Torres. Hann og Gerrard eru enn að komast í gang og þegar það fer að gerast verðum við glaðari.

    Og það er ekki nokkur ástæða til annars en að gleðjast yfir því að við færumst ofar í þessari baráttu. Lykillinn að árangri í vetur er að liðið verði í einhverri stöðu í janúar því lið sem liggur í 12. – 19.sæti er ekki að fara að sópa til sín stjörnum.

    Gleðin ein, þrátt fyrir að verulega þurfi að bæta leik liðsins. Það vonandi kemur!

  108. Ég ætla að óska mér til hamingju með að í fyrsta skipti er ég algjörlega sammála Magga #121

  109. Eftir úrslit laugardagsins var ljóst að 1 stig myndi redda LFC upp úr fallsæti og það gæti hafa litað nálgun RH og allra hinna á leikinn.

    En sigur er sigur og nú er jafn langt í 5. sætið og fallsvæðið.

  110. Sælir félagar

    Ótrúlega gott innlegg hjá Magga og tek ég undir hvert orð þar. Ég er einn af þeim mönnum sem mest bölvuðu Lucas Leiva og víst hefur hann átt erfiða daga hjá Liverpool. En í síðustu leikjum hefur hann sýnt ótrúlega bætingu sem varnartengiliður og nákvæmlega á því hefur Maggi áttað sig. Varnartengiliður. Þar með gerir maður ekki kröfur á að hann eigi stöðugt lykilsendingar og sé sá skapandi miðjumaður sem er hlutverk Meireles og Gerrard.

    Það er nú þannig

    YNWA

Liðið gegn Bolton

Fernando Torres