Henry: gátum ekki valið betur en Dalglish

John W. Henry, aðaleigandi Liverpool FC, tjáði sig við fjölmiðla um ráðningu Kenny Dalglish:

“It’s still early, but in retrospect you could not have made, in our case it was very fortunate for us, but we could not have made a better choice. [..] I know he, for a long time now, has wanted to be in this position, so it’s a great thing for the club, for Kenny and for us.”

Það virðist verða líklegra með degi hverjum að King Kenny fái að halda áfram með liðið í sumar. Flott mál. Henry tjáði sig einnig um Anfield:

“The Kop is unrivalled. The atmosphere, I was really surprised because we’ve heard so much about needing a new stadium.

We were surprised at how beautiful Anfield was both viewing it as an empty stadium and then with the first game. It would be hard to replicate that feeling anywhere else.”

Sem sagt, King Kenny heldur áfram með liðið og Anfield verður endurnýjaður í stað þess að byggja nýjan völl. Eitthvað fleira sem þið vilduð svar við á föstudegi? 🙂

91 Comments

  1. Snilld!! enda þegar Kenny gerði eigendum og stjórnendum ljóst fyrir í sumar að hann vildi taka við var það eins og Michael Jordan myndi bjóðast til að þjálfa Bulls, álíka mikil legend hjá sínum klúbbum (Kenny hafði það bara framyfir að hann hafði sannað sig sem þjálfari). Segir okkur bara hversu miklir vitleysingar voru að stjórna klúbbnum..

  2. Gaman að þessu og vonandi verður Kenny áfram. En já það er reyndar eitt sem væri ágætt að fá svar við ef einhver veit eitthvað um það mál. Hvernig er staðan á Joe Cole? Af hverju fær hann ekki að spila? Mikið svakalega langar mig að sjá þennan frábæra fótboltamann spila meira fyrir Liverpool. Hann hefur ekki spilað eina mínútu eftir að Kenny tók við og er meira að segja hættur að komast á bekkinn. Hvað er í gangi eiginlega?

  3. Segi það enn og aftur: Spennandi tímar framundan og þá er ég ekki að meina bara næstu mánuðir heldur komandi ár…..mörg ár. King Kenny Dalglish verður áfram þar til hann nennir þessu ekki meir eða dettur niður dauður úr elli og þá verður kominn einhver sem hefur verið í læri hjá honum og tekur við kyndlinum og heldur áfram by the Liverpool way.

    Sé fram á að þegar ég verð orðinn hundgamall og sit í einhverjum djúpum stól á elliheimili (mörg ár í það) þá verð ég enn að skemmta mér yfir Liverpool leikjum. Það verða sko engar Stiklur eða Maður er nefndur í sjónvarpinu á mínu elliheimili.

  4. Er ekki bara verið að reyna gefa Cole merki um að hann megi fara e-h annað?
    Hingað til hefur allt of mikill peningur verið að fara í ekki neitt.

    Annars er það hreint útrúlegur munur sem er á liðinu sem var að spila í haust og því liði sem maður sér í dag! Kóngurinn er greinilega með hlutina á hreinu og ég ætla rétt að vona að hann fái áframhaldandi ráðningu eftir tímabilið!

    Það væri áhugavert að sjá hvað FSG eru að pæla sambandi við stækkun á anfield, sérstaklega þar sem það hefur hingað til ekki borgað sig. Mér finnst allavega hugmyndin um uppfærðann anfield frekar spennandi!

  5. ,,það hefur hingað til ekki TALIST GETAÐ borgað sig,, átti þetta að vera. 🙂

  6. Mjög gott mál með Kenny. Allt annað að sjá liðið spila þessa daganna, boltinn gengur manna á milli, allt liðið sækir fram á völlinn og liðið byrjar að verjast með fremsta manni.

    Hvað völlinn varðar þá vonandi finna þeir einhverja lausn á að stækka hann og færa hann í nútímabúning, yrði bara sáttur við það.
    Svona í lokinn þá er bara svo bjart yfir hlutunum hjá Liverpool með tilkomu nýju eigendana og ekki síður komu kóngsins og ég hef fulla trú á að það haldi áfram að birta til.

  7. Besta mál allt saman.

    En hefur einhver hugmynd um hversu mikið má stækka Anfield?
    Erum við að tala um 60þ, 70þ?

    Er þetta ekki mikið háð samgöngum í kringum völlinn?

  8. Takk fyrir þetta Ssteinn. Vona að hann nái sér sem fyrst svo við getum farið að sjá meira af honum. Joe Cole í formi getur gert mjög góða hluti með Liverpool.

  9. Ég vil fá svar við því hvernig í andskotanum hann (Henry) náði í svona álitlegann kvennkost! 😉

  10. Dóri Stóri … hérna er uppskriftin… löng og flókin.

    1) Vertu ríkur

    2) Great success!

    Spyrjið bara Crouch – eins og hann sagði sjálfur, ef hann væri ekki fótboltamaður þá væri hann hreinn sveinn 😉

  11. Held að það sé ekki eftir neinu að bíða með Dalglish ! Hann er frábær manager og á að fá 5 ára samning bara strax í það minnsta ! En frábærar fréttir ef að eigendurnir eru farnir að sjá að þetta er rétti maðurinn í starfið ! Hann á eftir að færa félaginu, eigendum og þeim allra mikilvægustu, stuðningsmönnum, árángurinn sem allir kalla eftir !

  12. Þetta er frábær byrjun á þessari helgi og svo endum við hana vonandi vel .
    Ég hef alltaf verið þakklátur fyrir að velja LIVERPOOL sem minn klúbb sem krakki ( enginn í kringum mig sem var pollari) Síðustu ár hafa verið erfið og tala nú ekki um byrjunina á þessu tímabili .
    Núna finnst mér eins og allt sé að smella saman og við séum að fara inn í fallega framtíð með réttum eigendum og réttum þjálfara.
    Það er ekkert eins ömurlegt en að horfa á liðið sitt tapa því það lagði sig ekki fram en það er búið 🙂
    Góða helgi .

  13. Frábærar fréttir á föstudegi. Gaman að lesa það sem Carragher hafði um torres að segja. Carra er svo yfirvegaður.. svo vitur… eins og búdda í takkaskóm.

  14. afsakið offtopic, en ég var að velta því fyrir mér hvar ég gæti horft á leikinn á sunnudaginn á akureyri, er ekki einhver liverpool stemning þar :)?

  15. Arnar, það var allinn, held að hann sé hættur. Nú er það víst keiluhöllin.

  16. Hvernig væri að fá snemmbúna upphitun hérna inn í dag ?? Enda RISA leikur á sunnudaginn 🙂

  17. Flott grein Viðar. Gaman að heyra Shearer segja að framherjar blómstri undir stjórn Dalglish, gerir mann enn spenntari!

  18. Shearer ætti að vita það hvernig það er að blómstra undir Kenny. Þegar Kenny keypti hann til BB þá var hann 22 ára og búinn að skora einhver 20 mörk á þeim 5 árum sem liðin voru frá fyrsta leik. Það tók hann ekki langan tíma að ná í þessi 20 mörk hjá BB og hann hefur þakkað Kenny það í viðtölum.

    Annars frábærar fréttir, eða hint réttara sagt, og vonandi gengur þetta eftir.

  19. @10. ef þeir hefðu ætlað að byggja nýjan völl þá hefðu þeir mátt byggja uppí 61 þúsund. útaf samgöngumálum. þannig að ef þeir stækka Anfield þá hlítur að gilda það sama þar því nýji völlurinn átti nú bara að vera 2 metrum frá eða einhvað..

  20. Það að kóngurinn verði áfram til langtíma er það besta sem getur gerst fyrir okkar ástkæra klúbb. Gargandi snilld! Það má líka sjá í viðtölunum hérna í færsluni fyrir neðan af hverju leikmennirnir munu fylgja honum. Andy Carrol var greinilega stressaður og leið ekkert voðalega vel með allar þessar hundleiðinlegu spurningar sem hann var að fá þá kemur king kenny inn tekur upp hanskann fyrir strákinn. Síðan sér maður aðeins glitta í Carrol þegar king Kenny er búinn að styðja við bakið á honum og mér finnst ég sjá hvernig honum létti og var greinilega mjög ánægður með þessi comment frá Kenny. Svona hlutir gera allt í þessu, menn standa saman eru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og allir með sama markmið. Að vinna leiki og titla með Liverpool.

    ÁFRAM LIVERPOLL!

  21. Að sjálfsögðu!

    Kóngurinn Kenny heldur þessu starfi, það er á hreinu.

  22. Sælir félagar.

    Veit ekki hvar er rétt að setja þetta en fyrst þetta er nýjasta bloggið þá ákvað ég að setja þetta hérna. Ef þið eruð að spá í að fjarlægja nafn svikarans af treyjunum ykkar þá er það lítið mál. Það sem þarf eru 2 hendur og hárblásari. Látið RR vera, blásið svo með heitustu stillingunni á einn staf í einu í svona 5 – 10 sek. (ekki lengur) og svo kroppið þið bara stafinn hægt og rólega af á meðan hann er enn heitur. Oft þarf að blása 3-4 sinnum á hvern staf þangað til maður nær honum öllum. Tek fram að hárblásari konunnar hætti að virka á tímabili (þurfti að kæla sig) og þá prófaði ég að nota straujárn og setti bara bökunarpappír á milli. Ég mæli ekki með því þar sem að stafirnir hitna þá of mikið og skilja eftir sig smá gúmmí. Ég keypti mína treyju í “Toppmenn og sport” á Akureyri og veit svosem ekki hvort þeir séu með sömu stafi og sömu græjur og aðrir. Í það minnsta er ég með í höndunum dýrindis Liverpool treyju sem á stendur RR og þar fyrir neðan 9. Svo fer ég með hana í verslunina á eftir og læt setja CA (RR) og OLL á hana. VOILA!

  23. Þrátt fyrir að mikið hafi borið á þessum boltum í slæmri tíð Woy þá eru boltarnir ekki slæmir. Ég var í víðtækri sjúkraþjálfunarmeðferð vegna brjósklos og þessir boltar gera kraftaverk. Spurning um hæfilega og rétta notkun og ég treysti Kenny, Clarke og Lee fullkomlega til þess að meta það.

  24. Hvað er eiginlega að gerast hérna? Tvær færslur í röð með minna enn 100 athugasemdir. Eru kopparnir orðnir værukærir eftir þrjá sigra í röð og meteyðslu í leikmenn?

  25. Það er allavega verið að vinna mikið með bolta á æfingum LFC. Það er jákvætt þó svo að æfingarnar virðist ganga út á að lækna brjósklos…

  26. nr 10 það er verið að spá 😉 í nýjan 85 þúsund sæti Liverpool & Ever
    Scuserfield park

  27. nr. 35.

    Ég veit ekki hversu sniðugt það er að panta á netinu. Ég gerði það fyrir c.a. 10 árum síðan, ætlaði sko að vera fyrstur á landinu að eignast nýja búninginn það árið. Smellti númeri og nafninu Heskey aftan á. Þegar búningurinn sem átti að kosta c.a. kr. 5.000,- á netinu var kominn til landsins var hann kominn í c.a. kr. 10.000,- þegar tollurinn bættist ofan á. Skammast mín ekkert lengur fyrir Heskey nafnið í dag, Owen og Torres hafa séð til þess.

    Þannig að þegar dæmið reiknað til enda þá þarf að gera ráð fyrir sendingarkostnaði og tolli.

  28. Sælir drengir.
    Mig langar að koma með smá innlegg í þessa stóruboltaæfingar eins og menn vilja kalla þær og finna þeim allt til foráttu. Málið er einfalt í mínum huga. Í sumar fékk Liverpool til liðs við sig mjög virtan og reyndan sjúkraþjálfara. Hann er vel metinn í þessum heimi og er að mig minnir eigandi að einni virtustu sjúkraþjálfunarstöð í Ástralíu, btw Ástralir eru mjög framarlega á sviði sjúkraþjálfunar. Tilgangur með þessum boltum er einfaldur ef rétt er með farið og efast ég ekki um að það sé tilfellið á Melwood. Þessir boltar þessi boltar einir og sér lækna ekki brjósklos en þeir eru frábær æfingatæki til þess að flýta bata og fyrirbyggja það. Það er sannað með vísindum að þeir auka vinnu, samhæfingu, úthald og hreyfanleika stöðugleikavöðva í kringum hrygginn. Allt þetta gerir það að verkum að stóru hreyfivöðvarnir ná fram betri hagkvæmni og vinna í því sem þeir eiga að gera í stað þess að þreyta þá fyrr þar sem þeir eiga það til að taka yfir litlu vöðva í kringum hrygginn og þreytast því fyrr. Einnig á þetta við um aðra samhæfingar, stöugleikavöðva í kringum stóru liðamót líkamans. En það er ávísun á álagsmeiðsli, ranga líkamsbeitingu osfr.
    Það skal enginn segja mér það að þetta séu einu æfingarnar sem gerðar eru á æfingasvæðinu en tilvalið er að sýna myndir af þeim í stað þess að vera að koma fram á vefinn með myndir sem menn kannski vilja helst ekki sýna.
    Án þess að ég geti sannað það eða rökstutt, að þá finnst mér eins og almenn meiðsli séu færri í okkar hóp en áður sem ekki má rekja til beinna áverka heldur álags. Vissulega eru þarna tilfelli líkt og Aurelio ofl en góðir hlutir gerast hægt.

  29. Helvíti er ég sáttur með Henry núna, mér var farið að þykja nokkuð líklegt að Kenny myndi fá lengri tíma með liðið en til stóð í fyrstu en gott að fá það staðfest og svo eru það frábærar fréttir einnig með Anfield því allir sem þangaqð hafa komið ættu að hafa tekið eftir því að þetta er svo miklu meira en einhver fótboltavöllur 😀

  30. Kiddi 36# Ekki hafa áhyggjur því Suarez er Alltaf brosandi, líka inná vellinum! 😉

    (annað en sumir)

  31. 42. “Í sumar fékk Liverpool til liðs við sig mjög virtan og reyndan sjúkraþjálfara.”

    Þetta er læknir 🙂 Dr. Peter Bruckner

  32. Í sumar fékk Liverpool til liðs við sig mjög virtan og reyndan sjúkraþjálfara.

    Bjartmar eins og þú ættir manna best að vita þá verða sjúkraþjálfarar aldrei virtir!!

    Annars flott innlegg og grunsamlega langt yfir getu hjá þér 🙂

  33. sáttur með að það verði bara stækkað Anfield enda væri mjög sárt að yfirgefa Anfield
    vonandi fær kenny bara langtíma samning því hann er svo sannarlega að gera góða hluti

  34. Þú munt alltaf spara pening með þessum aflsátti, þó reiknað sé með tolli, flutning og vask.

  35. Að sjálfsögðu eru einhver stórkostleg vísindi á bak við þessa stóru bolta. Menn líta bara alltaf jafn asnalega út á myndum þegar þeir juðast á þeim, skríkjandi eins og smástelpur. Nú, og svo má alltaf nota þá til að þjálfa leikmenn í því hvernig eigi að bregðast við ef sundbolti skoppar óvænt inn á völlinn…

  36. Verð að segja ykkur eitt. Ég eins og margir á Torres bol og svo er ég námsmaður og á mínir peningar á skortnum skammti. Ég fór á netið í gær og leitaði hvort hægt væri að fjarlægja nafn hans af bolnum. Vitir menn með naglalakkahreinsi og beittum hníf er þetta hægt. Þetta tekur tíma en bolurinn fyrir mér var ónýtur og á leið í ruslið. Svo fer maður og lætur merkja hann uppá nýtt.
    Allavega er ég stoltur eigandi af Liverpool bol nr 9 og aðsjálfsögðu er hann merktur Carroll.

  37. geturðu komið með frekari details varðandi notkun naglalakkahreinsis og hnífs við að losa Torres aftan af treyjunni ? er að meta hvort maður eigi að nota þá aðferð eða “hárblásaraaðferðina” sbr @33 …. er bara hræddur við að skemma treyjuna algjörlega með svona aðgerðum, nógu löskuð er hún fyrir með þessu nafni á 🙂

    held ég láti samt mína treyju bara hafa númerið 9 og sleppa nafni… .þá er gulltryggt að maður þurfi ekki aftur að fara í svona aðgerðir 🙂

  38. @55 – Hann er ógeðslega fýldur á þessari mynd svo er hann með stærri háls en haus, HVAÐ ER ÞAÐ ASNALEGT!?

  39. Eru ekki allir til í að hætta að tala um torres, hætta að spá í torres, hætta að linka á viðtöl við hann og hætta að nöldra yfir því að hann sé farinn? Einbeitum okkur að leikmönnum liverpool football club? Mér finnst þeir bara miklu skemmtilegra umræðuefni!

  40. @57 Carlito – Við erum bara komnir mislangt í 12 sporunum sumir 😉

  41. Ég hef nú ekkert skrifað um Torres málið,og er ekki enn búinn að jafna mig á því að hann sé farinn.En er samt ósammála mörgum vill ennþá eiga treyju með Torres aftaná,afhverju?
    Jú stóra málið er að þessar treyjur og nöfnin á þeim eru hluti af sögunni og Torres er hluti af sögu liðsins sem betur fer.En kannski er bara að geyma hana aðeins þangað til mönnum er runnin reiðin og held að seinna vilji maður eiga þessa treyju því þetta er einn sá besti sem spilað hefur með Liverpool.

  42. Nákvæmlega Bósi. Þetta er bara sorgar ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við verðum auðvitað að ath það að við vorum að missa súper stjörnu í fótboltanum ekki bara góðann fótboltamann. Mér dettur ekki í hug í fljótu bragði stærra nafn í boltanum á englandi í dag, svona á heimsvísu !!

    Ég skil líka Torres kallinn upp að vissu leiti. Það er enn langt í land hjá okkur og við erum ekkert að fara að berjast um titilinn eða titla strax.

    Torres er 26 og hans styrkur er mikill hraði. Svona strikerar eins og hann detta oft niður þegar hraðinn minnkar, það má búast við að það fari að gerast á næstu 2 árum. Hann hefði auðvitað getað drullast til að bíða til sumars en ég er ekki viss um að hann hefði verið að gera okkur einhvern sérstakann greiða með því. Við verðum auðvitað að ath það að við hefðum líka getað neitað honum um sölu og selt hann svo í sumar !

    Þessi drengur er búinn að borga sig upp margfalt fyrir Liverpol og hefur verið frábær fjárfesting. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel, verið hreint magnaður á stundum. Við erum að selja hann á þeim tíma er við getum fengið topp verð fyrir kauða. Þessi söluvara hefði ekki skilað 50 millum í kassann td sumarið 2012.

    Því segi ég bara far well my friend og takk fyrir allt en gangi þér samt ekkert sérstaklega í framtíðnni þeas á fótboltavellinum.

    Ég er sáttur í dag.

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/c/chelsea/9387938.stm

  43. Er ekki betra að beina reiði sinni að Gillett og Hicks. Þeir urðu til þess að Torres nennti ekki að hanga lengur, hann hefði eins getað verið áfram hjá Atletico.

  44. Gillett, Hicks, Mascherano, Alonso, Torres ásamt fleiri minni spámönnum. Takk fyrir allt og ekkert.

    Nýjir tímar framundan og spennandi ! Kóngurinn er mættur í brúna að stýra HMS Liverpool FC ! Framvegis eru fyrrum leikmenn Liverpool bara leikmenn annara liða og fá sömu meðferð eins og aðrir ! Nenni þessu væli ekki lengur ! Ég er leiðinlegur þegar ég væli og ég veit það ! Það er full ástæða til bjartsýni og ætla ég að tileinka mér það. Eins þá ætla ég að prufa Herbalife !

    YNWA

  45. Myndbönd af leikmönnum annarra liða eða söngvar um þá eru einfaldlega ekki til birtingar á kop.is

    Sorgleg er sú staðreynd að áhangendur milljónamæringaliðsins frá Kensington eiga ekki íslenska spjallsíðu til að dást að sínum mönnum, en þeir munu ekki fá afnotarétt af athugasemdakerfi kop.is! Maggi

  46. Salan á Alonso er eitt mesta klúður í sögu Liverpool. Held að flestir séu sammála mér þar.

  47. Það er víst 65% afsláttur af öllum Torres vörum ef þið eruð að að leita af góðum kjörum 🙂

  48. Ekki skil ég af hverju umræða um að Henry hefði ekki getað valið betur en Dalglish fari að snúast að mestu um Torres. Það væri kannski ráð að búa til opinn þráð þar sem menn geta látið allar tilfinningar gagnvart þessari sölu flakka, þær eru greinilega miklar og djúpar.

    Góður punktur og fróðlegur frá bjamma og annars jákvæð yfirlýsing frá Henry, það ætti þá að þýða að hann heldur djobbinu út næsta tímabil líka ef fram heldur sem horfir.

    Ég get þó ekki annað en litið á þá staðreynd að liðið hefur unnið Wolves á útivelli og Fulham og Stoke á heimavelli, eitthvað sem undir eðlilegum kringumstæðum ætti að vera skyldusigrar. En það er auðvitað spilamennskan og upplyftingin á liðinu sem býr okkur von í brjóst um bjartari framtíð.

    Það er langt í land og ósigur eða jafntefli á sunnudaginn kæmi mér ekki á óvart og ef liðið spilar vel þá verð ég ekkert algjörlega ósáttur við það. Við verðum að muna að stilla væntingum í hóf, við erum ekki að fara í topp4 í vetur, við erum ekki að fara að vinna alla leiki sem eru eftir og við erum ekki með besta mannskapinn í deildinni, langt því frá. En það er hugur í mönnum og vonandi næst að stýra þessu þannig að liðið verði nálægt toppnum megnið af næsta tímabili. Við getum ekki búist held ég við alvöru titilbaráttu fyrr en tímabilið ’12-’13 í fyrsta lagi.

    En Dalglish er svo sannarlega á réttri leið og fær það vel viðurkennt af Henry og félögum. Enda viðsnúningurinn gríðarlegur og mjög bjart framundan núna. Við verðum bara að sýna þolinmæði núna, þótt við höfum reyndar fengið okkur fullsadda af því síðustu 20 árin eða svo…

  49. Já og í sambandi við völlinn, þá er nú Old Toilet ekki með mikið af almenningssamgöngum nálægt sér og þar eiga 75000 manns að troða sér. Reyndar “hrað” braut nálægt en það hlýtur að vera hægt að gera einhverjar umferðarráðstafanir þarna í kring þannig að völlurinn geti tekið 55-60 þúsund manns. Ég hef líka komið á ýmsa velli í Evrópu og það er upp og ofan hvernig samgöngum er háttað í kringum þá þannig að það ætti ekkert að vera eitthvað rosalegt mál að hafa umferðaröngþveiti aðra hvora helgi í kringum völlinn.

  50. Án þess að ætla að verða eitthvað of bjartsýnn þá myndi ég halda að ef vel til tekst á leikmanna markaði næsta sumar þá sé það ekkert fjarri lagi að vera bjartsýnn á að Liverpool berjist um titla á öllum vígstöðum næsta tímabil ! Það er ekki krafa um titil af minni hálfu heldur bara raunsætt mat á stöðuna ! Varðandi þetta tímabil þá eru 9 stig í 4 sætið og stærra stigabil en það hefur nú aldeilis verið brúað ! Ef að Liverpool nær að halda áfram að hala inn stigum þá er aldrei að vita hvar menn enda í vor ! Kannski fjarlægur draumur en hver veit. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum. Ef ég man rétt þá var Liverpool með þokkalega forystu á United tímabilið 2008-2009 um áramót en United endaði samt með titilinn ! Ég geri mér engar vonir um 4 sætið í ár en best að telja stigin í lok tímabils eins og Dalglish talaði sjálfur um fyrir stuttu síðan. Næsti leikur er Chelsea og hann vonandi fer vel :=)

    YNWA

  51. ótrúlegur árangur hjá efstu liðunum gerir það að verkum að topp 4 er fjarlægur draumur en ,ef liverpool kaupir klassa menn 1 til 2 næsta sumar þá er það raunhæf krafa að keppa um alla titla.veturinn 11-12 er veturinn fyrir LIVERPOOL, AND YOU WILL NEVER WALK ALONE

  52. “I never kissed the Liverpool badge,” qote frá júdas … djöfull væri ég til í að finna mynd sem afsannar þetta

  53. og já.. til allra sem eru að tala um suarez lög og carroll lög.. menn hafa yfirleitt þurft að sanna sig til að fá söngva sungna um sig á anfield, reyndar vantar þeim alveg sárlega hetju til að fylla inní tómið sem júdas skildi eftir maður heyrði það á því hversu innilega þeir sungu um steve g, fields of anfield road og nafnið hans dalglish þannig reyndar gætu komið söngvar mjög fljótt um suarez ef hann nær að “tap-a” inn 4-5 mörkum næstu 10 leiki 🙂

  54. Smá þráðrán en ég hef verið að skoða gamla leiki gegn stóruliðunum og það er eins og að Kuyt skori í hverjum einasta leik. Er það bara ég eða er Kuyt meðal þeirra vanmetnustu leikmönnum Liverpool.

  55. Mig hefur dreymt um að Liverpool verði aftur meistari í 20 ár. Núna dreymir mig að Liverpool verði meistari og leikmenn Chelsea segi við sjálfa sig ohh af hverju er ég ekki meistari eins og þeir í Liverpool.

    Þetta á við Arsenal og United. En þetta á sérstaklega við Chelsea þessa dagana.

    Í alvörunni gætu verið meira spennandi tímabil framundan? Nei, svipurinn á ákveðnum manni verður óborganlegur þegar við vinnum titilinn aftur.

    You´ll never walk alone

  56. Er ekki til neitt Pepe Reina lag? Búinn að vera hrikalega öflugur í markinu og mér finnst að hann eigi skilið flott lag.

  57. Gat ekki sofnað.

    Las viðtalið við Torres. Las svo um drykkjulæti Carroll.

    Verð að segja að ég er ekki bjartsýnn eftir að hafa lesið þetta.

    35 milljónir fyrir drykkjuhrút.

  58. Það er magnað að sjá að nokkur maður leyfi sér að hlera og hlusta á neikvæðnina sem fyllir Londonblöðin um Carroll á meðan að Torres er lýst sem manni sem “gat ekki beðið eftir uppbyggingunni hjá Liverpool”.

    Þvílíkt endalaust HRÆSNISBULL!!!

    Andy Carroll er enskur leikmaður og mun þar einfaldlega setja kross í þá reiti sem því fylgir. Hann er alinn upp í breskri menningu og hefur vissulega verið í sviðsljósinu í kjölfar atvika þar sem hann hefur farið að skemmta sér með vinum sínum. En hann varð 22ja ára í janúar og er á fyrsta vetri sínum sem stórstjarna. Hann er elskaður í gegn hjá Newcastle og ALLIR þeir sem komið hafa að þjálfun hans á undanförnum árum eru vissir um tvennt. A) Þar fer hæfileikaríkasti ungi sóknarmaður Englendinga, framtíðar-nían í því landsliði og B) það er einstök lukka fyrir Carroll að fá að vinna með Dalglish, Clarke og Lee því þar fari þjálfarteymi sem muni færa hann upp á næsta level.

    Hættiði nú að lesa fáránlega uppsettar blaðagreinar Lundúnapressunar sem er m.a. pirruð á því að hann valdi LFC framyfir ljósin í suðrinu og Spurs-liðið. Farið svo á Youtube og skoðið mörkin sem hann hefur skorað fyrir Newcastle í vetur. Þar er að finna mörk á móti okkur, Arsenal, City og Chelsea m.a. – skoruð með höfðinu, vinstri fæti og þeim hægri.

    John W. Henry er búinn að lýsa því sem var okkur ljóst. Við vildum eiga 15 milljónir í afgang af Torres sölunni þegar við vorum búin að kaupa Carroll og því skiptir talan engu máli fyrir eigendurna að öðru leyti. Ekki hef ég séð marga velta því fyrir sér að lið sem skilar 70 milljóna tapi á síðasta ári og borgar 40 milljónir meira í laun en það næsta í PL var að eyða langhæsta verði sem greitt hefur verið í Englandi fyrir meiðslapésa og fýlubrók. En jú, alveg rétt, hann er svo metnaðarfullur að hann fer frá Liverpool til Chelsea…. GIVE ME A BREAK við gott lag frá Eighties áratugnum!!!

    Svo þetta innantóma blaður um langan tíma sem Liverpool þarf til uppbyggingar.

    Við erum á síðustu dögum búnir að endurheima margt fallegt hjá liðinu okkar. Á sunnudaginn förum við í prófsteinsleik þar sem þetta ógurlega metnaðarfulla lið með allt í himnalagi mun taka á móti okkar liði sem á víst langt í land með að fara í toppbaráttuna á ný. Við skulum bara sjá hvað verður. Með ÞREMUR klassauppfærslum í okkar lið erum við einfaldlega komnir með háklassa fótboltalið. Heimsklassa hafsent, vinstri bakvörður og kantmaður munu einfaldlega gera þetta lið samkeppnisfært á öllum vígstöðvum.

    Ég er sannfærður, ALGJÖRLEGA, um það að salan á Torres mun einfaldlega ýta fastar við Comolli og eigendunum. Þeir finna áhuga fólksins á Anfield og eru alveg pottþétt reiðari en við að hlusta á þvæluna í blöðunum og hlægileg ummæli Torres á blaðamannafundinum í gær.

    Það er EKKERT sem segir það að við verðum ekki samkeppnisfærir næsta vetur.

    EKKI TRÚA ÞVÍ þó Londonsneplar skrifi um það. Hvað hafið þið lesið margar greinar um aldurinn á Chelsealiðinu t.d.? Ég man ekki eftir mörgum dálkum um það og það eitt á að geta sagt ykkur hvað þið viljið lesa ef þið viljið vita það rétta um það félag sem við öll elskum.

    Times og Guardian eru að mínu viti EINU Lundúnablöðin sem maður á að líta í og jafnvel þar dettur inn ýmislegt sérkennilegt. Blöðin spila ekki inni á vellinum og ég bíð spenntur eftir 1.september 2011 þegar okkar leikmannahópur verður klár í slaginn að berjast á fullu í hæstu hæðum.

    Og ég er ekkert búinn að afskrifa þennan vetur sem skemmtilegan, það á ýmislegt eftir að gerast!!!

  59. Maggi #87 hvað þarf ég að gera til þess að fá þig til að skrifa Don Maggi og Don Roberto Á ALLT SEM ÞÚ SKRIFAR? Ég kann svo vel við skrifin þín og … lof jú mann og takk takk takk.

    Einnig vil ég SÉRSTAKLEGA þakka ÞESSUM HERRA MÖNNUM SEM EIGA SÍÐUNA og öðrum pennum sem hér skrifa fyrir að ALLTAF GERA MÉR LÍFIÐ LÉTTARA FYRIR LEIKI OG UPPÁKOMUR.

    AVANTI LIVERPOOL – http://WWW.KOP.IS

  60. Maggi mark þú ert æðislegur , þetta er eins og talað úr mínu hjarta . Kominn með ógeð af að menn er að velta sér upp úr því hvað hann kostaði.

  61. Það er sko alveg á hreinu að Maggi mark (Húddarinn) er með þetta! Hann hefur aldrei verið að velta sér uppúr neikvæðninni! Enda ekki skrítið þegar maður hefur það í huga að hann spilaði lengi vel með KS!

King Kenny um Suarez og Carroll

Viðtal við John W. Henry