Tölvupóstur, Twitter og frjáls framlög (UPPFÆRT)

Dagurinn eftir leik og helgin rétt að rúlla af stað. Heil umferð í Úrvalsdeildinni framundan – muna ekki örugglega allir eftir að uppfæra Draumaliðin sín fyrir helgina?

Annars þarf ég að koma þrennu á framfæri:

Fyrst, tölvupóstur. Ég hef verið að fá nokkuð af tölvupósti tengdum síðunni að undanförnu, eins og venjulega. Hins vegar hefur mér verið bent á að síðustu daga gæti eitthvað af pósti hafa lent í ruslsíunni á tölvupóstinum mínum og verið eytt sjálfkrafa áður en ég náði að sjá hann. Þannig að ef einhver ykkar sem lesið síðuna hafið sent mér tölvupóst undanfarna daga en ekki fengið svar þá endilega sendið mér aftur póst á kristjanatli (hjá) gmail.com. Ég svara nær undantekningarlaust öllum pósti sem mér berst, hvert sem erindið er, þannig að ef þið hafið ekki fengið svar frá mér er það ekki af því að ég er að hunsa ykkur. Endilega sendið mér aftur póst ef það er raunin.

Í öðru lagi vil ég minna á Twitter-samfélagið okkar á Kop.is. Þetta fer sívaxandi og mér finnst alltaf fleiri og fleiri Íslendingar slást í hópinn. Liverpool Bloggið sjálft er með Twitter-síðu sem og við pennarnir þannig að endilega, ef þið hafið ekki tekið stökkið, sláist þá í hópinn, bætið okkur við Follow-listann ykkar og takið þátt í umræðunum yfir West Ham-leiknum á sunnudaginn. Þið verðið fljót að sjá kostina við Twitter ef þið prófið:

* Bloggið sjálft á Twitter
* Kristján Atli á Twitter
* Einar Örn á Twitter
* Babú á Twitter
* Maggi á Twitter
* SSteinn á Twitter

Í þriðja lagi þá kom lesandi síðunnar, Valli, með hugmynd í ummælum við síðustu færslu og hafa nokkrir tekið undir hana. Hugmyndin var sú að við á Kop.is settum upp einhvers konar kerfi til að taka á móti frjálsum framlögum frá lesendum síðunnar sem vilja geta styrkt síðuna. Síðan hefur verið í gangi núna í tæp sjö ár og við höfum aldrei krafist greiðslna eða styrkja frá lesendum síðunnar. Þetta hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og kostnaður við úthald síðunnar upphaflega borgað úr eigin vösum okkar Einars en með auglýsingum á síðustu tveimur árum.

Ég spyr því einfaldlega: er einhver áhugi fyrir því að við setjum upp kerfi fyrir frjáls framlög? Auðvitað yrði slíkt undir hverjum og einum komið og menn þyrftu alls ekki að greiða neitt frekar en þeir vildu. Þetta væri bara frjálst kerfi fyrir þá sem vilja sýna þakklæti sitt á einhvern hátt, sem mér sýnist allavega vera einhverjir. Ef mönnum finnst þetta vera góð hugmynd megið þið endilega láta okkur vita í ummælum við þessa færslu, eða með því að senda mér tölvupóst ef menn vilja ekki gera það opinberlega.

Munið: þetta er ekkert sem fólk verður að gera, bara hugmynd. Hvað finnst ykkur?

UPPFÆRT (Kristján Atli): Við höfum fengið góð og jákvæð viðbrögð við þessari hugmynd en ákváðum að þiggja ekki frjáls framlög frá lesendum síðunnar að svo stöddu. Ég útskýri þessa ákvörðun betur hérna. Þakka ykkur fyrir.

55 Comments

  1. Já maður myndi pottþétt styrkja ykkur eitthvað. Frábær síða og hefur maður nú eytt í margt miklu miklu vitlausara í gegnum tíðina. Áfram Liverpool og áfram Kop.is.

  2. skellið tessu upp á nùlleinni èg mun potttétt leggja inn a ykkur vid fyrsta tækifæri 😉

  3. ég er alveg tilbúin að leggja smá til svona virkilega góðs málefnis…..bara eftir mánaðarmótin 😉

  4. Sælir félagar

    Auðvitað mundi maður (og jafnvel kona 😉 leggja eitthvað smávegis af mörkum til stuðnings síðunni. Margt smátt gerir eitt stórt. Endilega gerið okkur þyggjendum kleyft að leggja okkar litla lóð á vogarskálarnar. Kop.is er besta fótboltasíða sunnan norðurpólsins svo þetta er ekki spurning.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Hef áður sagt það og segi enn að framlög til styrktar síðunni eru sjálfsögð hvað mig varðar og eflaust flestir aflögufærir um einhvern smá aur við og við !

  6. Þarf ekki að ræða þetta frekar, smellið inn leikningsnúmeri fyrir frjáls framlög. Hver veit nema viðtökurnar verði það góðar að þið getið keypt ykkur eyju í Karbíska hafiinu ?

    Mín vegna væri það hið besta mál fhyrir að hafa haldið úti þessari frábæru síðu í sjö ár fyrir eigin reikning. Ef þið viljið ekki eyjuna þá er örugglega hægt að nota aurinn til að t.d. kaupa aðganga að Tomkins og ámóta.

  7. Eins og við vitum er misjafn sauður í mörgu fé, og persónulega er ég alveg til í að styrkja síðuna enda er hún mér gríðarlega mikilvæg.

    Það sem ég velti hinsvegar fyrir mér er þetta:

    Kop.is er blogg og þó það sé ekkert óeðlilegt við að styrkja slíkt þá er ég hræddur við hvað gæti gerst ef admins fara að þyggja fé af lesendum sínum, sem margir hverjir eru nú þegar mjög viðkvæmir þegar síðuhaldarar voga sér að kommenta hvað þá annað.

    Vil bara velta þessu upp, held að “styrkir” gætu reynst tvíeggja sverð, og skuli aðeins gerast að mjög vandhuguðu máli.

  8. @Sigkarl #6 – já jafnvel konur myndu gera það 🙂

    Kærar þakkir til allra þeirra sem muna eftir okkur kvenkyns lesendum síðunnar (og skrifa t.d. “við öll” en ekki “við allir” og fleira í þeim dúr). Við erum kannski ekki mjög margar og látum of lítið í okkur heyra, en fylgjumst samt vel með 🙂

    Talandi um Twitter, þá var hér á kop.is fyrir einhverju síðan færsla um Liverpool tengdar síður, ýmsa blaðamenn, leikmenn og fleiri sem eru duglegir á Twitter. Það mætti endilega vekja hana aftur til lífs og jafnvel bæta við leikmönnum LFC sem hafa bæst á Twitter-hópinn. Eins er t.d. gaman að fylgjast með Babel þó hann sé farinn, hann er ofvirkur á Twitter og sendir allaf góðar kveðjur til stuðningsmanna Liverpool!

  9. Eruð þið frá ykkur? Auðvitað styrkja lesendur þessara síðu ykkur! enda er þetta besta blogg síða Evrópu 😉

    P.S Hvar er Insúa?

  10. Var að hugsa er er einhver sammála mér að við eigum að selja Ngog og pacecho og alla þessa sæmilegu varnarmenn(skrtel,agger,kyrgiagos,Auralio og.fl) og kaupa tvö heimsklassa varnarmenn í staðinn fyrir meðalmennina.

  11. Sammála öllum hér, maður er meira en til í að bjóða ykkur upp á svosem eins og einn sýndarbjór af og til fyrir vel unnin störf:)

  12. Agger er sko ekkert “sæmilegur” varnarmaður! Heill Agger gæti labbað inn í byrjunarliðið hjá Man Utd, Chelsea, Arsenal og fleirum… Mætti vel selja N´gog en ekki Pacecho, hann á eftir að verða mikilvægur einn daginn.

  13. Og já finst alveg meira en sjálfsagt að leggja mitt að mörkum til að fjármagna vinnuna á bakvið þessa síðu! 🙂

  14. ég set það ekkert fyrir mig að smella á ykkur einhverjum krónum…. síðan er klárlega þess virði

  15. Ég tek heilshugar undir það að sett sé upp styrkfyrirkomulag fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja síðuna. Fyrst (víst) að menn í vinnu hjá mbl.is, Vísi og fleiri vefsíðum fá greitt fyrir að þýða skítagreinar af S*n og álíka rusli um Liverpool og birta sem staðreyndir þá skil ég ekki af hverju þið ættuð að vera í 100% sjálfboðavinnu!

  16. Já tað er ekki til sú síða sem er mér mikilvægari en kop.is nema kanski heimabankinn;) og ekki myndi liggja á mér ef svona kerfi verður sett upp…
    Einga síður deili ég sömu áhyggjum og Hafliði @10
    En nóg um það.. Vill enda á að þakka fyrir þessa frábæru vinnu sem þið leggið á ykkur fyrir okkur hinn hér …

  17. ég kem inná þessa síðu næstum daglega og tekur þessari síðu sem sjálfsögðum hlut.Allt í sjálfboða vinnu ekki vissi ég það.Auðvitað væri ég til í að leggja eitthvað í púkið endilega komið með reikningsnúmer

  18. Eins og mér finnst þið síðuhaldarar eigið allt gott skilið fyrir að halda úti LANG-bestu bloggsíðu landsins að þá sé ég ekki hvers vegna lesendur síðunnar ættu að borga fyrir að lesa það sem eru á endanum ykkar skoðanir og viðhorf.

    Bloggsíður eru og verða alltaf vettvangur fyrir bloggara til að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri og ég verð seint sannfærður um að borga fyrir að lesa þær. (Skil samt að þið eruð að tala um frjáls framlög, held bara að þarna gæti verið að ganga skrefi of langt.)

    Óska ykkur alls hins besta og vil jafnframt þakka ykkur endalaust fyrir að nenna að halda úti þessari síðu sem og að halda uppi gæðum umræðunnar (hvernig ætlið þið að banna/takmarka skrif einstaklinga sem að borga ykkur fyrir að halda úti síðunni)!

  19. Sýnist flestir ef ekki allir vera tilbúnir í að styrkja þetta fyrirbæri. Hafliði bendir samt réttilega á að þetta gæti fallið í misjafnan jarðveg. Kristján Atli, þú skrifar að síðan hafi verið rekin á auglýsingatekjum undanfarin 2 ár. Þrátt fyrir jákvæða og góða uppástungu Valla um frjáls framlög hlýtur að vera rétt að síðuhaldarar upplýsi fyrst um það hvort það sé yfirhöfuð þörf á framlögum, eða hvort auglýsingatekjurnar standi fyllilega undir síðunni.

    Ekki misskilja mig, ég er ekki að reyna að vera neikvæði gaurinn. Umræðurnar hér eru frábærar og síðan gull. En ef auglýsingatekjurnar duga og vel það finnst mér þetta á gráu svæði. Ef auglýsingatekjur eru á mörkunum með að duga og ekkert má útaf bregða, þá finnst mér þetta sjálfsagt.

  20. Styð þá hugmynd að henda inn frjálsum framlögum, enda ekkert leiðinlegra ef það yrði bætt inn fleiri auglýsingaplássum og maður yrði 3 mínútur að opna síðuna út af po-up og allskonar drasli (mbl.is)

  21. Segi bara WHY NOT!? Ég tékka á þessa siðu svona 5-10 sinnum á dag alla daga vikuna, oftar um helgar samt. Og hef oft spáð í því hvað þessi síða er mikil skhnilld!

    – Þó það væri ekki nema 500-1000kr á mánuði…

    YNWA!

  22. Og hvað er málið með þetta Twitter shit? er þetta ekki bara brauð með sultu eða?

  23. Klárlega myndi maður henda einhverjum aurum í púkkið! Meina sakar allavega ekki að henda þessu upp. Fólk borgar bara 10kr eða aldrei, bara what ever, meina fólk ræður náttúrlega hvort það er til í að sippa nokkrum aurum á ykkur eður ei! 😉

    Ps. Takk fyrir að minna mig á að breyta Draumaliðinu! Stein gleymdi því eftir þessar 2 vikur sem við spiluðum ekkert í PL!

  24. Ég tek undir það sem Hafliði #10 benti á og aftur Jóhann #25, fróðlegt að heyra hver kostnaðurinn er og framlög til að dekka hann en ég myndi segja að þetta sé fín lína…., því stór partur af síðunni er líka framlag lesenda, og á sama tíma þeirra sem skrifa en sjá ekki um síðuna, það er umræðan sem myndar líka ákveðna stemmingu – og fréttir / ábendingar koma frá mörgum lesendum síðunnar.

    En skoðun okkar á Benitez hefur verið misjöfn og við skulum ekki fara að ræða hann hér, var hann góður, keypti vel eða hvað sem er en…., þetta er athyglivert viðtal hér við hann, það er gaman að hlusta á kallinn:

    http://www.bbc.co.uk/blogs/danwalker/2011/02/chess-loving_benitez_lays_out.html

    Mæli með því :).

  25. Allir styrkir til síðunnar ættu síðan að fara í skafmiða,lottó og spilakassa! kop.is ríkasta síða landsins 2017?

  26. ég vona bara að við getum strykt ykkur það mikið að þið getið hætt að vinna og einbeitt ykkur algjörlega af http://www.kop.is þá missir maður klárlega ekki af neinu þó að það é lítið sem að maður missir af nú þegar ef maður ls þessa síðu

  27. Þetta var frábært viðtal sem að gerrard #31 póstaði hér ! Er samt sannfærður um að brottför hans var rétt. Það var bara ekki rétti maðurinn sem að tók við af honum ! Ég allavega vil ekki fá Benitez aftur en hef samt óbilandi virðingu fyrir manninum og því sem hann hefur gert fyrir klúbbinn !

  28. Hvernig væri að byggja upp styrktarsjóð með frjálsum framlögum lesenda sem gæti kannski staðið fyrir því að senda aðdáendur sem minna mega sín á Anfield í fylgd með einhverjum af stjórnendum síðunnar einu sinni á ári. Eða tvisvar.

    Einn aðdáandi + einn aðstandandi + einn stjórnandi, smá forval og svo dregið. 200-400 þús. kall á ári.

    Reynt svo að láta auglýsingar standa undir beinum rekstrarkostnaði.

    Hagsmunaárekstrar eru ekki til í þessu flotta samfélagi

  29. Ekki smurning, til í þetta, eitthvað frjálst framlag eftir efnum og aðstæðum hverju sinni.

  30. Ég er einn af þeim fjölmörgu sem nýt þess að lesa pistlana sem skrifaðir eru fyrir þessa síðu og mynda mér skoðanir af innihaldinu og svörun þeirra fjölmörgu sem eru sammála, ósamála eða lýsa eigin skoðun á þessum skrifum. Ég er einn af þeim sem elska fótboltaliðið mitt og klúbbinn minn en ætti bágt með að kafa í málin eins og vinir mínir á Kop.is gera. Þess vegna vil ég gjarnan leggja eitthvað til ef á þarf að halda til að tryggja að áframhald verði á þessari skemmtun og fróðleik.

  31. Þessi síða á klárlega að hafa styrktarlínu. Ég er sammála Hafliða #10 að hættan sé á því að sumir sem leggja inn á ykkur framlög haldi að þeir hafi eignað sér brot af þessari síðu og gætu því brugðist verr við póstum sem þeir eru ekki sammála. Eins og við vitum þá er fólk f……misjafnt.

    Hinsvegar lýst mér vel á hugmyndina um að setja framlögin í eitthvað ákveðið verkefni líkt og Helgi #36 nefnir. Það myndi gera alla stolta sem tækju þátt í því, bæði síðuhaldrar og þá sem styrkja. Einnig myndi það vekja verulega athygli út á við. Gott fordæmi.

    Annað sem mig langar að segja er það hversu mikin höfðingja við höfum í liðinu okkar. Hann er alltaf jákvæður og er alltaf fyrstur til að hrósa mönnum sem gera vel en einnig aðstoða þá sem eiga erfitt uppdráttar hjá félaginu. Hann kann að syngja og er í raun engill í Shrek-líki.

    Nefnið einhvern annan leikmann í ensku deildinni sem hringir í nýjan leikmann sem kemur til með að keppa um sömu stöðurnar í liðinu: http://www.liverpooldailypost.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/02/26/dirk-kuyt-inspiring-new-liverpool-fc-striker-luis-suarez-to-become-a-success-at-anfield-92534-28237752/

  32. Vona að ég hafi ekki verið að velta neinum steinum við sem hefðu máttu liggja…. Áthugunavert sem Hafliði er að setja fram hérna…. Skoðið þetta bara út frá öllum hliðum og ef þetta fer ekki í loftið núna þá vita allavega þeir félagar Kristján og Einar að við stöndum allir við bakið á þeim ef eitthvað bjátar á…. og er það sannur Liverpool andi… YNWA

    En að öðru… nú er svo gaman að vera púlari og bara gaman að vera til að það hálfa væri nóg… Ég var að ná mér í hin ýmsu Apps í iPhonin minn og þar á meðal Istanbull 2005 Apps, eflaust eigið þið þetta líka og búir að sjá þetta flestir en langr að setja þetta hérna inn, þetta eru orðin sem RB sagði í hlfleik…. og hvað þetta lísir því hvernig hin rétta hugsun sem þessi klúbbur er svo þekktur fyrir að hafa… hér kemur þetta bara til gamans…

    Rafa team talk, at half time…

    I walked in to the dressing room rehearsing what I was going to say to them but also how I was going to say it. It´s really difficult to come up with all the things you want to say it in a foreign language. I was trying to find the right English words.

    We talked about what we were ging to change. It´s tough enough motivating a team wich is losing 3 – 0 in Spanish. In English, it is much, much thugher.

    But the words came more easily than I could ever have hoped. The important aspect was to lift their spirits.

    I started with a motivational speech to get them fired up. I demanded they start working again and emphasised there were 45 minutes left and we had to come off the pitch prout of ourselves because we´d done evrything in our power…

    So I reminded them it had been a dard battle to reach such a massive game and that we owed somthing important to all the Liverpool people. I said if we scored we would totally change the course of the game. Iemphasised ti was the mort important challenge.

    I said: Don´t let your heads drop. We´re Liverpool. You´re playng for Liverpool. Dont´t forget that. You have to hold your heds high for the supporters. You have to do it for them.

    You can´t call yourselves Liverpool players if you have your heads down. If we create a few chances we have the possibility of getting back into this. Belive you can do it and you will. Bive yourself th chance to be heroes…

    Þvílík snild, það þarf ekki altaf að vera flókið og eins og maðurinn sagði þegar þú ert að koma einhverju til skila á sem bestan mögulegan máta þá gerðu það einfalt og hnitmiðað…. og með staðreindum… nákvæmlega það sem Bill Shankly sagði svo marg oft….. og það sem Daglish er að gera, enda alinn upp af BS….. Sko púlarar eru bara svo fjandi vel gefnir að það hálfa væri nóg..

    YNWA….

  33. Sammála Hafliða #10. Þetta er fín lína og ég held að eitt af því sem hefur einmitt gert þessa síða eins góða og raun ber vitni er að síðuhaldarar geta tjáð sínar skoðanir án þessa að þurfa að hafa áhyggjur af því að móðga einhvern. Við erum væntanlega ekki að tala um stórar upphæðir í frjáls framlög en dínamíkin breytist alltaf þegar það eru peningar í spilunum, sé alveg fyrir mér setningu eins og “ég borga fyrir þessa síðu og má því alveg drulla yfir hvern sem ég vill” eða eitthvað álíka. Er á því að bloggsíður eigi ekki að ganga lengra í þessum málum en að birta auglýsingar.

    Ég er að sjálfsögðu gríðarlega þakklátur fyrir þessa síðu og síðuhaldarar hafa unnið frábært starf og dekrað okkur hina í öll þessi ár. Í staðin fyrir frjáls framlög legg ég hins vegar til að við sameinumst um að aðstoða síðuhaldara við að selja auglýsingar á síðuna, hef sjálfur náð í eina, og þökkum fyrir okkur þannig. Meiri eftirspurn eftir auglýsingaplássi = hærra verð, allir sáttir og allir “frjálsir” 😉

  34. Fara bara í sama módel og Tomkins. Takmarkaður aðgangur þeirra sem eru ekki áskrifendur. Comment eru bara fyrir áskrifendur. Það sem gerði þessa síðu að því sem hún varð var augljós hærri meðalaldur lesenda og “þátttakenda” í spjallinu. Umræður voru á rökræðugrundvelli og minna um hleypidóma og upphrópanir. Það er orðið hlutfallslega of mikið af barnalegum ummælum. Þó ástandið sé ekki eins slæmt og á t.d. Liverpool.is.
    500kr. á mánuði fyrir aðgang að bestu Liverpool vefsíðunni er vel ásættanlegt.

  35. Maður myndi glaður leggja einhvern pening inn á síðuna enda er hún orðin stór þáttur í lífi manns. ManU félagar mínir dauð-öfunda mann að hafa aðgang að svona síðu.
    Ég tek undir með Gylfa – maður hefur eytt í svo margt vitlausara 😉
    Núna finnst mér alltaf gaman að hitta góða Poolara þannig að ég legg til að síðuhaldarar taki við framlögum. Taki sinn hluta fyrir kostnað síðunnar og rúmlega það með auglýsingum. Síðan taki þeir einhvern skerf og leigi sal og haldi gott partý einu sinni á ári 😉 Skilyrði væri að mæta í Liverpool bol, hafa styrkt síðuna og vera í góðu skapi 😉 Síðan væri kaldur til sölu á vægu verði 😉
    Mikið rosalega væri gaman að hitta síðuhaldarana og suma snillingana sem koma reglulega inn á uppáhalds síðuna mína !!!
    Ég skora hér með á síðuhaldara að kýla á þetta 😉

  36. Áskrift er of hamlandi fyrirkomulag fyrir svona samfélag.

    Mér finnst þessi síða bara fara vaxandi með hverju árinu af þroska og gáfumennsku. Kannski man maður bara mánuð aftur í tímann og skrifin í raun vísitölubundin við gengi klúbbsins.

    Opið samfélag kallar samt á að ruslakallarnir þurfa að mæta reglulega og tæma tunnurnar. Það pirrar mig ekkert þó það detti inn eitt og eitt verulega bjánalegt eða móðgandi scum komment. Síðuhöldurum er treystandi til að hreinsa út það sem fer yfir strikið.

    90 % samfélagsins heldur áfram að setja inn lesanlegar skoðanir og kenna “bjánum” hvernig umræða fer fram.

  37. Ég þakka góð svör og jákvæðar undirtektir við Framlaga-hugmyndinni. Við Einar Örn höfum rennt yfir viðbrögðin frá ykkur og rætt þetta okkar á milli og okkar ákvörðun er sú að við munum ekki þiggja framlög frá lesendum síðunnar að svo stöddu.

    Ég skal útskýra þá ákvörðun aðeins:

    01: Í fyrsta lagi þá þarf ég að taka skýrt fram að síðan er ekki í neinum vandræðum fjárhagslega né þeir sem reka hana. Við höfum aldrei falast eftir styrkjum af því að við höfum ekki þurft þess. Fyrstu fimm árin borguðum við Einar Örn þetta úr okkar vasa og síðan haustið 2009 höfum við selt auglýsingar á síðuna sem dekka allan kostnað við hýsingu og lén núna. Þetta eru ekki háar upphæðir sem við þurfum að borga til að halda síðunni gangandi og auglýsingasala sér alveg um það í dag. Þannig að þessi hugmynd var ekki viðruð af neinni þörf eða vandræðum við að halda síðunni gangandi. Hugmyndin kom annars staðar frá, í ummælum við síðustu færslu í gær, og mér fannst sjálfsagt að leyfa lesendum að taka þátt í umræðunni og tjá skoðun sína á þessu áður en við tækjum ákvörðun.

    02: Við Einar Örn kunnum öllum lesendum síðunnar bestu þakkir og það er virkilega gaman að heyra að fólk meti síðuna nógu mikið til að geta hugsað sér að „borga fyrir sig“, hvort sem þörf er á því eða ekki. Við höfum hins vegar keppst frá stofnun síðunnar við að hafa hana frjálsa og aðgengilega öllum og viljum alls ekki breyta því. Þannig að hið svokallaða Tomkins-módel, þ.e. að menn þurfi að gerast áskrifendur og borga gjald til að lesa pistlana á síðunni, er ekki möguleiki að okkar mati. Þetta er ekki vinnan okkar, við sem skrifum á þessa síðu erum allir í fastri vinnu við aðra hluti og við lítum enn á þetta sem áhugamálið okkar. Þannig að það er ekki takmark hjá okkur að hafa laun af þessari síðu. Allavega ekki ennþá.

    03: Ég passaði mig þegar ég skrifaði þessa færslu í gær og viðraði hugmyndina að láta hvergi koma fram hvaða skoðun ég hefði á þessari hugmynd. Ég hafði ákveðnar efasemdir en vildi leyfa ykkur lesendum að segja ykkar skoðun fyrst áður en þið heyrðuð mína skoðun. Við Einar Örn erum á sömu skoðun og Hafliði lýsir svo vel í ummælum #10 hér að ofan, þ.e. að það getur verið hættulegt, tvíeggjað sverð fyrir okkur að taka á móti fjárframlögum frá lesendum. Að mínu mati er ritskoðun okkar Einars á þessari síðu stór ástæða fyrir því að hún er jafn góð og vel liðin í dag og raun ber vitni. Það er, þetta er okkar síða, við borguðum fyrir hana, við eigum hana og okkar reglur gilda og við höfum getað framfylgt því til að viðhalda gæðum bæði í ritun pistla á síðunni og í umræðum.

    Vandamálið við framlög er að þeim gæti alltaf fylgt sú krafa að fá að ráða einhverju, að einhver sem t.a.m. leggi inn frjálst framlag til síðunnar fari svo að gera kröfur í kjölfarið. Og ef slíkar kröfur myndu stangast á við reglur og/eða ritstjórnarstefnu okkar Einars fyrir þessa síðu myndi það veikja stöðu okkar sem stjórnenda síðunnar ef viðkomandi gæti nánast reynt að nota fjárframlag til að hafa áhrif á okkur (t.a.m. með því að heimta endurgreiðslu ef viðkomandi fengi ekki að ráða einhverju).

    Þetta hljómar kannski eins og egóismi af minni hálfu, það verður þá að hafa það, en þessi síða gengur einmitt svo vel að mínu mati af því að við Einar Örn ráðum, erum mjög samstíga í flest öllum ákvörðunum varðandi ritun og umræður á síðunni og fólk virðir það vald sem við höfum hér inni. Fyrir vikið hefur „samfélagið“ sem hefur skapast á þessari síðu verið, með mjög fáum undantekningum, mjög siðmenntað og umhverfi skapast fyrir skemmtilegar umræður. Sem er jú það sem þið lesendur eruð greinilega svo hrifin af.

    Þannig að við ákváðum á þessum tímapunkti að þiggja ekki fjárframlög frá lesendum síðunnar af því að við þörfnumst þeirra ekki – síðan borgar sig sjálf nú þegar með auglýsingasölu, af því að við þurfum ekki og stefnum ekki á að hirða laun fyrir að halda síðunni úti og af því að við teljum að það gæti grafið undan valdi okkar sem eigendur og ritstjórar síðunnar sem gæti haft slæm áhrif á aðhald samfélagsins hér inni.

    Við þökkum ykkur öllum kærlega, enn og aftur, fyrir góðar móttökur og það er frábært að sjá að þið metið þessa síðu nógu mikils til að geta hugsað ykkur að láta fé af hendi rakna. Slíkt veitir okkur innblástur og við munum keppast við að gera síðuna enn betri í framtíðinni, vitandi hvað hún skiptir marga lesendur miklu máli.

    Þannig að, takk en nei takk. Klappið ykkur sjálfum nú á bakið fyrir að vera bestu lesendur í heimi! Það sannast hér hið forkveðna, you’ll never walk alone! 🙂

  38. Skemmtilegar pælingar. Leiðin sem einhver lagði til hér að við gætum gefið til styrktar einhverju hugnast mér best. Styrktarsjóður KOP.IS hljómar vel og maður myndi jafnvel skrá sig fyrir reglulegri mánðararlegri millifærslu ef það mætti vera t.d. til þess að styrkja það góða orð sem fer af stuðningsmönnum LFC. Hvað með að gera samstarfssamning við Liverpool um að fá frítt á völlinn fyrir x marga aðila sem minna mega sín á hverju ári og styrktarsjóðurinn borgaði ferðakostnað?
    Eða bara eitthvað sem snertir við Liverpool hjartanu í manni, t.d. gefa krökkum LFC treyjur og fl. þ.h.?

    Við gætum líka sleppt því að auglýsa reikningsnúmer hér og haft fyrirkomulagið þannig að menn senda bara póst á snillingana sem eru síðuhaldarar og óska eftir að fá sent reikningsnúmer til að leggja inn á.

    Hvernig sem þetta verður, þá væri gott að fá að sýna þakklæti með smá framlagi og ekki verra ef það færi í eitthvað gott málefni sem á móti myndi auglýsa þessa góðu síðu frekar sem myndi skila sér í einhverjum auglýsingum og allir græða 🙂

  39. Kæru félagar (Kristján Atli og Einar Örn)
    Ég vona að ég hafi ekki verið að setja af stað einhverja umræður sem hefur valdið leiðindum…. ÞAÐ VAR EKKI ÆTLUNIN…. Rök ykkar eru fyrir því að halda þessu í óbreyttri mynd eru bara mjög sterk… og ég tók undir það hér á síðunni sem þið vitnið í hvað Hafliði kom með í umræðuna, mjög svo mikið til í þessu…
    ÞIÐ FÉLAGAR, VITIÐ ALLAVEGA AÐ ÞIÐ ERUÐ EKKI EINIR EF AÐSTOÐAR ÞYRFTI VIÐ, OG VERÐIÐ ÞAÐ ALDREI Á MEÐAN ÞIÐ ERUÐ Í LIVERPOOL…. YNWA…

    Nóg um þetta… og að örður
    West Ham á morgun… og nú bíður maður bara eftir færslu um þann leik….

  40. Ég held að það sé ekki verið að falast eftir mörgum þiðsundkörlum þannig að framlag kaupir varla forréttindi né friðhelgi. Ég er til í að leggja smá pening í rekstur Kop.is og geri engar kröfur um annað en að þetta sé umræða um LFC. Upphæðina ætlaði ég að reikna með eftirfarandi aðferðarfræði:
    Þá leiki sem ég vill sjá fer ég oftast á krá og horfi á með góðum vinum. Þá tel ég það nánast skyldu að kaupa bjór hvorn hálfleik eða kaffi. Enda vertinn að skaffa húsnæði og aðgang að leiknum. Sem sagt: horfa á leik er þetta um 1500 og það er það sem ég myndi að styrkja Kop.is um. Skilyrðislaust.

  41. Finnst það góð hugmynd að þið opnið fyrir að taka á móti frjálsum framlögum…

    Ef þið viljið ekki peningin þá væri samt frábært ef Liverpool samfélagið í kringum Kop.is gæti látið gott af sér leiða með því að styrkja góð málefni… og þannig breytt út Liverpool boðskapin 🙂

    Sé til dæmis fyrir mér að kop.is/Liverpool gæti fengið fjölmarga til að heita á sig í mottumars!

  42. Sýnist hér vera að kvikna frábær hugmynd.

    Hvernig væruð ef þið aðstandendur síðunnar stæðuð fyrir söfnun fyrir hönd Liverpool stuðningsmanna á Íslandi (allavega á Kop.is) fyrir eitthvert góðgerðarmálefnið. Þannig fengum við sem njótum síðu ykkar á hverjum degi að sýna þakklæti til ykkar í verki og þið um leið notið þess að haft góð áhrif á þúsundir manna.

    Hvar skrifa ég undir og legg inn 🙂

  43. Frábærar hugmyndir að spretta hérna.
    Góðgerðarsjóður er vel til fundið konsept.
    Þakka annars fyrir frábæra síðu.

  44. OK að sjálfsögðu geri þið það sem ykkur finnst best en það hefði verið hægt að nota framlögin í TD þegar að leikir eru ekki aðgengilegir (jól,nýársdag,páskar,vináttuleikir osf) og oft nær maður ekki leiknum á netinu með góðu móti, þá væri gott að Kop.is næði í leikina og þar væri hægt fyrir alla að sjá með góðu móti og þá væri borgað fyrir það með þessum pening og allir nytu góðs af, bara hugmynd. 🙂

  45. Kop.is kemur vel út í nýja símanum mínum! Nú getur maður loksins fylgst með í vinnunni. (HTC Wildfire)

Liverpool – Sparta Prag 1-0

West Ham á morgun