Eftir töluverða pásu frá deildarkeppninni sparka okkar menn frá sér í þeirri keppni á ný sunnudaginn 27.febrúar á óvanalegum tíma, kl. 13:30.
Ekki verður nú sagt að síðustu leikir liðsins okkar hafi valdið manni svefnlausum nóttum af spenningi. Döpur frammistaða gegn Wigan og í kjölfarið ákaflega tíðindalitlir evrópuleikir gegn Sparta-mönnum hafa aðeins kippt manni niður á jörðina eftir frábæra leiki þar á undan.
Verkefni morgundagsins verður einfalt, ef við ætlum okkur einhverja von um að stríða Chelsea og Spurs í baráttu um 4.sætið eru þrjú stig í rútuna heima skylda!!!
Erfitt er að rýna í byrjunarliðið núna þegar 24 tímar eru í leik. Ekkert hefur verið staðfest um meiðsli fyrirliðans, sem virðist vera “day-to-day” basis og sennilega ekki klárt fyrr en í fyrramálið hvað um hans þátttöku verður. Í upphafi vikunnar voru vangaveltur um að Andy Carroll yrði kannski í hóp, en ekkert hefur frést um það heldur. Svo út frá öllu þessu finnst mér afskaplega erfitt að átta mig á hvernig liðið verður. Ég ætla samt að tippa á þessa lausn:
Reina
Kelly – Agger – Carra – Skrtel- Johnson
Lucas – Meireles – Cole
Suarez- Kuyt
Semsagt, 3-5-2 til að bregðast við stórum senter sem fær mikið af boltum til að vinna áfram og hugmynd um að bakverðirnir verði sóknarmenn á frekar tæpa vörn West Ham. Ef Gerrard verður heill dettur Cole á bekkinn. Þetta er auðvitað bara fullkomlega út í loftið eiginlega og gæti allt eins orðið allt öðruvísi. Sjáum til…
Það er alveg ljóst í mínum huga að ef að liðið á að ná í öll stigin þarf að bæta verulega í frammistöður síðustu leikja. Við höfum ekki enn náð miklu sjálfstrausti í leiki okkar á útivelli en það þarf að vera til staðar frá fyrstu mínútu. Það hefur verið algerlega okkur ljóst að undanförnu hversu miklu máli Gerrard skiptir okkur svo þátttaka hans væri afar vel þegin.
Það verður þó að segjast að varnarleikurinn hefur verið flottur í þessum leikjum og það virðist liðinn sá tími að við lekum mörkum, viðfangsefni varnarinnar á morgun verður að kljást við Carlton Cole og Frederic Piquinne sem báðir eru ekki súperleikmenn en hafa haft gaman af því að skora gegn Liverpool.
West Ham eru afar brokkgengir í vetur, byrjuðu hörmulega en hafa náð ágætum leikjum á síðustu vikum og ljóst að þeir munu selja sig afar dýrt í þessum leik, enda í harðri fallbaráttu. Auk framherjanna sem áður eru nefndir hafa þeir fína miðjumenn í Noble, Parker og Hitzlsperger en vörnin hefur verið ansi lek enda margir varnarmanna þeirra eiginlega betri í sókn en vörn. Markmaðurinn Robert Green er ansi mikill sveiflupési, getur verið besti maður vallarins en svo líka gert sig sekan um ótrúlegustu mistök.
Þegar allt er tekið saman verður að segjast að leikurinn finnst mér afar óútreiknanlegur. En hann er fyllilega undir okkar mönnum kominn. Ef við náum frammistöðu áþekkri þeim sem við sáum fyrir nokkrum vikum vinnum við, en ef að síðustu þrír leikir verða viðmið um leikinn munum við ströggla.
Ég held að þetta verði ströggl, en eftir innkomu Steven Gerrard á 60.mínútu náum við að setja á okkur rögg og krækja í 1-2 sigur þar sem Suarez skorar í fyrri hálfleik, West Ham jafna en fyrirliðinn setur sigurmark í lokin.
KOMA SVO!!!!!!!!
Flott upphitun. Ég er þó aðeins bjartsýnni fyrir þennan leik en þú, sýnist mér. Við erum með mjög stöðuga og sterka vörn eftir innkomu Dalglish og Steve Clarke og ég er ekkert sannfærður um að West Ham geti brotið hana á bak aftur. Frammi verður gott að fá Suarez og Gerrard inn aftur en ég held að lykillinn að sigri gæti verið ef Glen Johnson getur spilað. Hann á eftir að jarða Wayne Bridge á hægri vængnum enda lánsmaðurinn frá Man City ekki beint verið heillandi síðan hann skiptir til West Ham.
Ég spái svona 0-2 sigri okkar manna.
Djöfull væri gaman að sjá Suarez stimpla sig almennilega inn í liði með svona eins og einu marki á morgun. Við tökum þetta West Ham lið 3-1, sigurinn aldrei í hættu. Gaman að vera orðin bjartsýnn aftur 🙂
Nokkuð góður ingangur hjá þér Maggi…
Það er talað um það í miðlum á Englandi að Agger, Kelly, Gerrard og Johnson verði látnir taka test í dag til að sjá hvort þeir séu klárir… í leikin. Persónulega held ég að við ættum ekki að vera að setja Gerrard í neitt vafasamt sem gæti verið til þess að hann misti af leiknum gegn Man Utd… Það verður fróðlegt að sjá hver uppstillingin verður… En ég er nokku klár á því að Kenny verður ekki með 5 manna línu aftast hef bara enga trú á því…. það er ekki hans stíll þó svo að það sé stór og stekur framherji hjá þeim og að við séum á útivelli…
Mín trú á liðinu…
Reina
Kelly – Carrager – Skrtl – Wilson
Cole – Lucas- Merieles – Johnsson
Kuyt – Suarez
Hef trú á að þetta verði eitthvað í þessa áttina, eða eiginlega vona ég það… Vill endilega sjá Wilson þarna inni… hefur bara verið góður í síðustu tveimur leikjum og þarf bara að fá meira að leika… og held að þetta sé góður leikur til þess. Uppsetningin held ég að verði 4 – 4 – 2 eða 3 – 4 – 1 – 2 og hvort heldur sem notað verður, ef ég reinist sannspár þér eru útfærslunar margar og mismunandi sem hægt er að setja upp á þessi kerfi og það er bara spurnig um hvað Kenny leggur upp með, sem verður vonandi að pressa og sækja, það er jú ekkert annað í boði 3 stig takk. Hve stór sigur inn verður er ekki aðal málið bara að við vinnum… Sem ég veit að við gerum…
Þvílíkur dagur á morgun…. West Ham – Liverpool og svo stórleikur í Kórnum Þar sem FH (Besta Íslenska liðið) tekur á móti littla liðinu í Hafnarfirði…. Haukum….
Áfram Liverpool og FH…
Ég er alveg sammála Kristjáni Atla, vörnin er orðin þrusu sterk, skil ekki hvað menn halda að við séum að fara fá á okkur mark 😉 :o) Í síðustu 7 leikjum erum við búnir að fá á okkur 1 mark (gegn Wigan)
Spái 2-0, Suarez og Meireles!
YNWA!
Held nú að Demba ba spili frammi en ekki Frederic Piquionne og Demba ba er miklu hættulegri en Piquionne.
En mér er samt drullu sama um hvort hann spilar við vinnum þennan leik 3-0 og suarez setur 1 og Meireles heldur uppteknum hætti og skorar 2.
Las í gær að Demba Ba væri meiddur og hélt að hann væri út.
Svo reyndar finn ég ekki út frétt um það í dag…
2-0 kuyt með bæði… setur eitt úr víti í fyrri hálfleik og klárar þá svo í lokin með öðru
Meðan mér var að mistakast að sofa út í morgun fór ég að hugsa um Reina og hans framlag síðustu ár. Fór að velta fyrir mér af hverju það virðist ekkert lag hafa verið samið um hann, en ef einhver á slíkt tribute skilið þá er það pilturinn milli stanganna hjá okkur.
Og einhvern veginn datt í hausinn á mér þetta hér – sem á náttúrlega aldrei eftir að verða notað nema í einhverjum hliðar-raunveruleika þar sem Liverpool er borg á Íslandi:
(sungið til sóknarmanns andstæðinganna þegar Reina hefur átt enn eina snilldarmarkvörsluna)
Þú reyndir allt
Til þess að kom’onum inn
Langskot, skalla, pot
en allt á markvörðinn
Það gekk – ekkert hjá þér
Því Pepe Reina er í marki hér
Reyndu aaaaftur
Pepe ver frá þér
Reyndu aaaaftur
Pepe ver frá þér
Reyndu aaaaftur
Pepe Reina, hann ver allt frá þér
🙂
West Ham United
R Keane Calf Muscle Strain no return date very doubtful
J Tomkins Calf Muscle Strain no return date doubtful
M Upson Achilles Tendinopathy May 11
P Kurucz Knee Injury May 11
Þetta er held ég meiðslalistinn hjá Hömrunum 😛
Hefði viljað sjá Agger taka Ba og bara gleyma honum í rassvasanum en hann er víst mögulega meiddur.
D Agger Thigh Muscle Strain no return date slight doubt
Ég er nokkuð sanfærður um sigur á morgun, segjum við ekki bara 3-1 og Suarez smellir 2 ásamt því að Kuyt hnoðar einum yfir línuna 😀
http://www.youtube.com/watch?v=dm6-S6T_nGk
good times
Humm…
Ef allt væri eðlilegt þá ætti Rooney að vera í banni á móti okkur þann 6. mars.
En þar sem þetta er United þá gerir maður ekki ráð fyrir því að FA geri nokkurn skapaðan hlut.
Enn einusinni er herra clattenburg grjótharður manure maður og hefur ekki kúlur til að vísa ungfrú rooney í sturtu . Flott upphitun en mikið vona ég að joe cole verði ekki í liðinu, þvílík sóun á treyju nr 10 hjá liverpool, vona að þessi maður hirði launin sín ekki lengur en til sumars, gjörsamlega týndur leikmaður.
Getur FA skoðað þetta atvik með Rooney aftur og ákært hann? Ef svo er, þá er þetta klárt 3 leikja bann.
Gamli sómapopparinn kominn upp í Kidda (8), synd að hann skuli vera hættur.
Verðum að vinna og við gerum það, en verður þetta ekki 3-5-2 eða þannig? Held að Suarez klæi að spila á morgun og setji nokkur kvikindi, 0-3 já REINA með markið HREINA.
Hvað gerði Rooney kallinn?
13 Bjössi, ja FA getur skoðað atvikið hjá Rooney og þar sem hann fékk ekki spjald á hann von á einhverjum leikjum í bann, vonum bara að hann verði í banni á móti okkur… Fínt að vera laus við hann…
Rooney sló Wigan leikmann með olnboganum, dómarinn sá það ekki en myndavélarnar náðu því…
Ég verð að vera ósammála þér #12 hoddij, Joe Cole er að ég held mjög góður leikmaður allir sem hafa fylgst með fótbolta held ég að séu sama sinnis… RH fékk hann til liðsins, þegar RH var að stjórna Liverpool var engin að spila vel (skoðið árangurinn) er hægt að ættlast til þess að einn maður standi seg betur en aðrir þegar mórallin er fyrir neðan núll eins og var þegar RH var við völdin hjá okkur, nei ég held ekki… Joe Cole er búinn að vera meiddur og er fyrst núna að koma til baka… og það að mér finnst bara nokkuð vel…. var bara nokkuð góður á móti Sparta Prah… þarf meira úthald og leik form sem kemur mjög fljótt hjá honum…. Að segja að hann að það sé sóun að hafa þennan mann í Liverpool treyju finst mér bara ekki rétt….Auðvitað er það bara þín skoðun og ég virði hana alveg fullkomlega… En eins og ég segi þá er ég ekki sammála því…. sem betur fer erum við ökki öll eins… 🙂
Held að þetta sé liðið
Reina
Skrtel-Carra-Wilson
Kelly———————Johnson
Lucas – Meireles – Cole
Suarez- Kuyt
Þá, þetta verður hörku leikur sem endar 3-0 fyrir okkar mönnum, Suarez tekur tvö og Johnson með það þriðja í leik þar sem dómarinn verður aðalpunkturinn!
En hvar getur maður sér þetta mál með Shrek, langar að sjá hvað verið er að tala um.
finn ekkert video af þessum olnboga hja rooney! veit einhver um link ??
Í sambandi við J. Cole þá er hann, að mínu mati, svo sannarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem gott er að hafa í hópnum en ég bara treysti ekki að hann muni/geti sýnt okkur nægilega stöðuga leik til þess að teljast “first team player”.
Í sambandi við launamál hans, þá verða bara aðilar innan klúbbsins að ákveða hvort að hann sé að fá réttmæt laun, það kemur mér sem stuðningsmanni félagsins ekkert við.
Og í lokinn þá verð ég að segja að þetta sem hann sýndi í leiknum á móti spörtu…þar sem að hann forðaði sér fyrir atgangi markvarðarins var skammarlegt að mínu mati. Veit að hann er ekki stór maður en bjóst samt við því að hann væri með stærri kúlur en þetta.
Ég vona samt að hann fá nú samt “decent run” í liðinu á næstu vikum.
Hef ekki séð neitt á netinu af þessu olnbogaskoti hjá Shrek….(rétt nefni)… En ég sá þetta og ef maðurinn fær ekki bann fyrir þetta þá er eitthvað mikið að, þetta er hreinn ásetningur og hreint með ólíkindum óíþróttamanslegt. Ég trúi því ekki að FA láti þetta afskiptalaust… en hvað veit maður annað eins hefur nú skeð…
klárt rautt spjald hjá SHREK….
Nr. 14 Helgi J
Erum við þá að tala um Mumma og félaga hérna? http://www.youtube.com/watch?v=D2a4iTyah9k
Skandall að þessi sveit hætti 😉
Flott upphitun annars frá Meistara Magga og ég er nokkuð spenntur fyrir þvi að fá smá aukin gæði í sóknina hjá okkur aftur eftir ömurlega leiki gegn Sparta Prag.
Nákvæmlega Babu – Grandi Vogar!
#23 markmaðurinn kemur á móti honum sparkandi… ef hann hefði haldið áfram hefði hann fengið skóinn í andlitið, hefðu lang flestir stoppað þegar þeir kæmu á móti þessu
Flott upphitun.
Mín spá 0-2 fyrir okkar mönnum, hef ekki trú á að West Ham nái að brjóta varnaleik okkar.. Suarez 1 og Meireles 1!
YNWA!
Liverpool tekur þetta 3-0 með mörkum frá Luis, Dirk og Raúl. West Ham byrja ágætlega í leiknum en svo tekur Liverpool á skarið og skorar á 32. mín. Byrja seinni vel og skora á 49. mín og klára á 84. mín.
(Staðfest)
Ég er ekkert svakalega bjartsýnn fyrir þennan leik.West Ham eru að bæta sig helling í síðustu leikjum.En ef að Agger,Kelly og Gerrard verða með þá held ég að við vinnum.Gæti líka verið smá þreyta í okkar mönnum eftir evrópuleikinn held þess vegna að Cole verði ekki í byrjunarlinu.
Vonandi verður bara spilaður góður fótbolti af okkar mönnum og þá hlýtur þetta að hafast.
Ég þori ekki öðru en að vera hógvær fyrir þennan leik… í hvert sinn sem við hitum upp hérna og erum með 3-0 eða þvíumlíkar spár þá vinnum við með einu og stundum heppnis… en það eru fallegir sigrar líka og þar með held ég að við löndum þessu með einu á 60. mín og verjumst svo vel út leikinn.. einnig spái ég því að Reina heldi hreinu enn einn leikinn 😉
ég vona að Carroll sé komin í smá form þannig að maður fái að sjá hann spóka sig um völlinn í 10 mínutur eða svo. Svo má hann byrja inná móti scum united og setjann!
einhverjar fréttir af Carroll samt ?
Hann er ekki í hóp fyrir þennan leik.
http://soccertvlive.blogspot.com/2011/02/video-wayne-rooney-elbow-will-fa-look.html
Myndband af olnboganum hans Rooney, ásamt einhverju eldra með Gerrard.
Man eftir þessu atviki en man svo sem ekki hvort að dómarinn hafi skipt sér af þessu og þá er auðvitað ekki hægt að dæma menn í bann. Annars, þá gerði hann þetta við Michael Brown og hefur líklega bara sloppið með það enda Brown einn sá allra leiðinlegasti sem spilað hefur í þessari deild! 😉
dómarinn gerði minnir mig ekkert í þessu með Gerrard í fyrra og ekki FA heldur. slapp frekar vel þar. þettar er klárlega rautt eða bann á Rooney ! og þetta hjá Gerrard reyndar líka (slapp líklega af því að þetta var Brown) en ég held að Rooney sleppi því hann dæmdi aukaspyrnu á þetta. samanber þetta hér: http://www.youtube.com/watch?v=OnBK-_tZrgo
Bosingwa var ekki refsað því línuvörðurinn dæmdi innkast!svo finnst manni stundum eins og menn eins og eimmitt Rooney, Gerrard, og Terry og Ferdinand þessir “aðal” Englendingar sleppi oft vel við svona refsingar
Rooney á klárlega að fara í bann fyrir þetta. Þrátt fyrir að Brown sé einn leiðinlegasti leikmaður í ensku deildinni þá átti Gerrard vissulega að fara í bann á sínum tíma fyrir þetta brot. Held að allir Liverpool aðdáendur geti viðurkennt það að fyrirliðinn fór langt yfir strikið þarna, í stöðunni 3-0. Því miður er einn af fáum veikleikum Gerrard að hann missir stundum stjórn á skapi sínu sem kemur niður á liðinu sbr. rauða spjaldið gegn Utd.
Þessi obinna er búinn að vera þeirra heitasti maður undanfarið
sælir félagar, hér er ein svolítið skemmtileg lesnin sem hefur svosem ekkert leik dagsins að gera;
http://paisleygates.com/?p=2818
Hvað finnst mönnum? Er þetta málið í dag? Á að gera einhverjar breytingar á þessu einstaka merki eða er þetta eins fallegt og það getur orðið?
Frábært myndband hjá Toto nr 10. Var mikið að pæla hvaða dökkhærði gaur þetta væri í markinu hjá okkur ; = ) Er þetta síðasti titillinn sem við unnum eða hvað ? Dálítið sárt.
Gæti verið búið að taka myndbandið út af Rooney, sé það allavegana ekki. Hinsvegar er Red Nose flinkur gamall karl og kann að koma sér útúr svona málum. http://www.football365.com/story/0,17033,8699_6782474,00.html
Hann örgrar pressunni og segir að fólk ætti að fylgjast með hvernig þeir munu reyna að taka Rooney af lífi fyrir þetta. Sniðugur. (mjög gróft hjá Gerrard þarna í myndbandinu og hefði hann að sjálfsögðu átt að fá bann fyrir þetta)
Varðandi nýtt Crest þá væri ég vel til í að sjá einfaldara merki, meira í líkingu við gömlu merkin, hvítt og einfalt. Held að við ættum líka að prófa að vera svoldið kaldari varðandi búningamálin. Hverfa aftur í tímann og vera svoldið retro á þessu. Eitthvað í áttina að þessu: http://www.anfield-online.co.uk/store/retrolfcclothing.htm
Annars spái ég þessu 2-0 í dag fyrir okkar mönnum að sjálfsögðu. Ætli Kuyt eða Meireles sjái ekki um þetta fyrir okkur í dag.
Maður er orðinn spenntur fyrir leikinn og verður gaman að sjá Suarez aftur og núna í mun betra formi en gegn Wigan enda æft eins og vitlaus maður í 2 vikur og mætir verulega graður í dag og tréverkin verða ekki fyrir honum í dag hann sagði mér það sjálfur í draumi mínum í nótt. Við vinnum 0-2 í dag og Suarez setur bæði.
#40
Mig langar ekki að breyta merkinu. Mér finnst það gullfallegt eins og það er og ég held að titlaleysi hjá Liverpool komi merkinu engan vegin við.
#42 Ég er allavega alveg klárlega sammála þér. Engin ástæða til að breyta þessu einstaka merki okkar.
True dat!
Mikið svakalega varð hún fallegri eftir að hún skellti sér í Gerrard treyjuna.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=104816
Nýjustu fregnir herma að Carroll sé núna of feitur og Gerrard verði með. Spái 1-1 eða 1-0 fyrir okkur.
Ég myndi láta 500 kílóa Carrol spila frekar en N’gog!
The Liverpool team in full is: Reina, Johnson, Kelly, Carragher, Skrtel, Wilson, Lucas, Gerrard, Meireles, Kuyt, Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Poulsen, Spearing, Maxi, Ngog.
Danny Wilson !!!!
Flott lið, þetta er sigur…
Liverpool vinnur West Ham 0-3 á eftir, Suarez með 2 og Meireles með 1 🙂
Snilld… Vona að Kelly sé hægri, Johnson vinstri og Wilson svo vinstri miðvörður af þremur í staðin fyrir Agger. Þá ætti þetta að ganga smurt og bókaður sigur með þessu liði!