Velkominn “feel good factor”

Ánægjulegur mánudagur eftir góða helgi er ein af uppáhaldstilfinningunum mínum og þar sem ég skrifa pistilinn seint á sunnudagskvöldi hlakka ég til að finna greinar á morgun um þetta málefni, því ég er sannfærður um það að ég er ekki sá eini sem sá það í dag…

The feel good factor at Liverpool Football Club is back!!!

Áður en fyrsta boltanum var sparkað í dag labbaði Kóngurinn yfir til eins af mínuim uppáhaldsóvinum í stjórastétt, Steve Bruce og gantaðist við hann. Ég er alveg handviss um að Dalglish var að þakka Bruce fyrir að benda öllum á það augljósa, það að kóngurinn kom aftur til að leiðrétta misræmið sem Rauðnefur gamli hefur sett í gang varðandi titlafjölda. Það var kannski hugsað sem einhvers konar léleg tilraun fyrir “mind-game” en sannaði bara það sem við öll finnum.

Kenny Dalglish og Liverpool MEAN BUSINESS og þá erum við ekki að tala um eitthvað fimmta sæti, heldur að sækja titla á ný!

Svo hófst leikurinn og þrátt fyrir að Sunderland væru sterkir í byrjun var augljós yfirvegun í okkar mönnum. Mér fannst sérstaklega gott að sjá að í nokkrum stoppum á leiknum voru drengirnir strax komnir saman í litlum hópum til að fara yfir málin, ekki síst við Carroll til að reyna að vinna hann betur inn í liðið.

Skælbrosandi vinir fagna afkomanda eins þeirra!Svo kom fyrsta markið og allur hópurinn fagnaði með Lucas Leiva, sem var frábært að sjá! Lucas er stanslaus umræða á meðal okkar margra en hann er einn vinsælasti leikmaður félagsins, bæði á meðal leikmanna og starfsfólks. Þessi brasillíski drengur hefur verið að vinna sig ofar í metorðastiganum og þarna fékk hann mikla athygli frá félögum sínum.

Í síðari hálfleik hélt þetta áfram, menn voru augljóslega einbeittir og ákveðnir að vinna saman. Þegar Carroll fór útaf labbaði Kuyt strax til hans til að þakk honum hans framlag og móttökur KD og bekkjarins sýndu þetta sama, hann er metinn af verðleikum. Annað mark og aftur barnafagn, nú fyrir framan “Travelling Kop” sem eftir það sungu Suarez lagið stanslaust. Ég er búinn að læra það og fyrir þá sem vilja gera það líka er fínt að kíkja á þetta:

Luis Suarez lagið með texta (upphaflega Just can’t get enough með Depeche Mode)

Það jafnast engir aðdáendur í heiminum okkur þegar kemur að frumleika í söngvum, enn bætist nýr hljómur í stúkuna og hann hljómaði þvílíkt vel!!!

Stuttu síðar var Mensah rekinn útaf eftir að hann réð ekkert við Suarez (sem mér finnst vera blanda af Tevez og Cantona) og hvað gerðist? Margir leikmannanna gerðu sér ferð til að láta Úrú-Gæjann finna það að framlagið hans var metið. ´Næsta augljósa merki “Feel-Good-Factorsins” var þegar Meireles var skipt brosandi útaf og vel fagnað á bekknum og síðan sáum við gleðina í andliti kóngsins þegar Suarez kom á bekkinn.

Strax eftir leik var svo komið að John W. Henry að slást í hópinn og í Liverpool Echo í dag er flott viðtal við eigandann um nákvæmlega þessa gleði í hópnum og þar sýnir hann enn töluverða framför eigenda félagsins í því hvað skiptir klúbbinn máli. Hann vill ná fimmta sætinu en gladdist yfir frammistöðu leikmannanna og liðsins, náði að segja gáfulega hluti um leikmennina. Það tókst fyrri eigendum aldrei!!!

Hann klikkar ekki á gullsetningum heldur bendir mönnum á að einhver hafi talað um skort á hamingju innan Liverpool en það sé algert bull! Skiptar skoðanir er um hvern hann er að tala, Roy Hodgson eða hinn síbrosandi markaþurra framherja Kensington Russians FC en mér er algerlega sama um hvern nákvæmlega hann er að tala.

Hann er bara að segja það sem við erum að finna. Anfield og Melwood eru í dag staðir þar sem leikmönnum og starfsliði líður vel. Það er lykilatriði fyrir næsta skref sem er að sjálfsögðu að vinna leiki, stig og titla.

Í dag líður mér nákvæmlega þannig að ég bíð eftir sumrinu, þá mega þeir fara sem vilja ekki vera með í ævintýrinu því ég er sannfærður að um alla Evrópu og heiminn eru menn að bíða eftir því að umbinn þeirra hringi og segi:

“Hei þú, Kenny Dalglish var að hringja og vill fá þig”!!!

91 Comments

  1. Flottur pistill og eitthvað sem ég tók eftir þegar þeir fögnuðu. Fögn endurspeigla stemningu innan liðsins í mörgum tilfellum. Maður hefur ekki séð svona “öðruvísi” fögn hjá Liverpool í langan langan tíma. Brassar og leikmenn frá löndum sínum í Afríku hafa verið duglegir með dansa og vonandi að það bætist í danshóp Liverpool í sumar.

  2. Flott orð frá Henry hér varðandi framtíð Dalglish:

    “What is going on in that regard is private.

    It is something called the Liverpool Way and you do these things behind closed doors.

    “I am not going to talk about these things. Kenny has done very well and we are working on the future.”

    Klassaeigendur sem við erum með núna og held það sé ekki nokkur spuring um að KKD verði stjórinn okkar á næsta tímabili.

  3. haha @Þröstur. Ég var einmitt að koma hingað inn til að setja inn sömu tilvitnun! Þetta finnst mér algjörlega frábært hjá eigendunum okkar.

  4. Ég legg það til að allir íslenskir Liverpool aðdáendur taki Lucas Leiva í sátt. Hann er greinilega hátt skrifaður í þessum hóp. Leikmennirnir kunna að meta hann, King Kenny kann að meta hann. Rafael Benitez hafði óbilandi trú á honum. Það er nóg. Ég vona að Lucas verði í Liverpool í fjölda mörg ár til viðbótar. Kominn tími til þess að þessi feel good factor nái til allra hérna á kop.is. Hættum að rífa niður mann sem er með fast sæti í byrjunarliði Liverpool.

    Liverpool er vaknað til lífsins, næsta tímabil verður frábært. Ég hlakka þvílíkt til að horfa á næstu leiki liðsins. Það verða pottþétt keyptir nokkrir gæða leikmenn í sumar og ég tel það næsta víst að Liverpool tryggi sér sæti aftur í Meistaradeildinni næsta tímabil.

  5. Þessi grein sagði bara nákvæmlega það sem ég hef verið að hugsa seinustu daga 🙂 þvílíkur munur að horfa á alla menn liðsins brosa meðan að þessum ” ánægða” framherji chel$kí er skipt útaf eftir 7 leiki án marks , það er klárt mál að það eitraða epli var að skemma mikið útfrá sér , suarez er líka allsvakalega involved í flestu og þeir sem eru með hann á facebook hjá sér sjá að hann leggur mikið uppúr því að vera í góðu sambandi við aðdáendurna ( væntanlega með marga menn í því fyrir sig 🙂 , birtir myndir af sér og liðsfélögum, gefur áritaðar treyjur . munurinn á þessum 2 leikmönnum varðandi það að linka saman liðið er himinn og haf. eina sem ég persónulega er smeikur um er að missa pepe því ég held að það sé fátt sem komi í veg fyrir það .. en daglish factorinn mun skila okkur alvöru markverði í staðin og þarsem það er 22 milljón punda verðmiði á reina þá getur sá peningur farið beint í alvöru keeper . Y. N . W . A !!!

  6. 22 milljónir punda fyrir Pepe? Það myndi ég kalla brunaútsölu. Bara annar markmannshanskinn hans er tvisvar sinnum verðmætari.

  7. Ef að svo er komið að við neyðumst til að láta okkar frábæra framherja Pepe fara og fyrir 22m pund að þá sé ég lítið annað hægt að gera en að byrja leitina að næsta markverði, væri Neuer ekki tilvalinn í það starf í staðinn. Ég hinsvegar eins og flestir aðrir vilja halda Pepe hjá Liverpool en stundum er sá vilji hreinlega ekki nóg og þá er ekkert annað að gera en að leita að staðgengli sem verðugur þeirri stöðu.

    En þessi good feel tilfinning er akkúrat það sem maður hefur upplifað í síðustu leikjum, menn taka slæmum leikjum og slæmum ákvörðunum og mistökum alvarlega og sýna ósætti sitt strax (samanber þegar Suarez brjálaðist yfir hugsunarleysi Carroll á móti Sunderland) en eru strax góðir vinir 1 mínútu seinna og reyna að finna aðrar leiðir til að gera betur. Svo eru menn miklu ánægðari á móti þegar vel gengur og eitthvað er vel gert.

    Það eru skemmtilegir tímar framundan.
    Y N W A

  8. Eftir að hafa lesið þessa grein og comment langar mér að sjá annan leik það strax í dag 🙁 meika ekki þessa 12 daga pásu 🙁

    Næstu 8 leikir verða bara skemmtilegir með hækkandi sól. Lucas umræða… úfff hann er fínn leikmaður en hann er alls ekki nógu góður, honum vantar svo margt, þessar sendingar til baka, og 2-3 auka snertingar eru að draga hann niður. Skapar mjög sjaldan sóknartækifæri og vinnur ekki skallabolta. Ef hann er svo góður í hóp væri fínt að fá nýjan leikmann í hans stöðu og hann tæki sæti Poulsen á bekknum.

    Áfram Liverpool.

  9. Skemmtilegur vinkill á leiknum og gaman að pæla í þessu.
    En þessi stað sem Lucas spilar verður alltaf vanmetin og leikmenn sem sinna þessu starfi á miðjunni fá aldrei það credid sem þeir eiga skilið.

  10. Flottur pistill og ekki hægt annað en að vera sammála honum í einu og öllu.

    Sumarið er tíminn söng Bubbi og það á sérstaklega við Liverpool í sumar 🙂

  11. Skemmtilegur pistill og mig langar að bæta við öðru mómenti úr leiknum, þar sem við sáum Mereiles skellihlæjandi með einhverjum öðrum á bekknum undir lok leiksins. Virkilega gaman að sjá og enginn Van Der Vaart fílingur í mönnum, strunsa inn í klefa!

    Liðsheildin skiptir öllu máli og KKD veit greinilega hvað hann er að gera í þeim efnum.

    Varðandi Pepe Reina þá eru 22 millur of lítið að mínu mati, sérstaklega ef hann fer til annars liðs í ensku deildinni. Reyndar eru verð á markmönnum alltaf töluvert lægri en á öðrum leikmönnum. Til að mynda fór Cech til Chelsea á 7 millur á sínum tíma. En Buffon er reyndar annað dæmi þar sem hann fór á rúmar 32 millur punda.

    Félagið á að gera allt sem það getur til að halda honum, kaupa gæðaleikmenn, gera hann að fyrirliða ef það skiptir máli, betri samning þó hann sé nýbúinn að skrifa undir og hvað sem hann biður um. Hann er mikilvægur sem leiðtogi innan og utan vallar, besti markvörðurinn á Englandi í dag, frábært distribution og verulega erfitt að fá mann i þetta skarð.

    Ef það þarf hins vegar að gera þá vill ég sjá Lloris í staðinn, mögulega Nauer en veit of lítið um hann.

  12. Líka gaman að heyra Liverpool menn segja það sem Kuyt segir í þessu viðtali um Suarez og Carrol:

    Kuyt saluted the efforts of strike duo Suarez and Andy Carroll, who started together for the first time.

    “They both played well – Luis scored a great goal and Andy was unlucky not to get one,” he said.

    “Andy is a very talented player and it’s just a matter of time before he knocks in the goals.

    “Without scoring he’s very important for us.

    “We knew what Andy could do from playing against him earlier in the season.

    “He’s very strong in the air and also holds the ball up, together with Suarez he was a real threat today.

    “Suarez is always hunting for a goal from every position in the box. I’ve seen him make a lot of goals like his one today.

    “It’s very enjoyable to have a player who is creative like that and can score from every position.”

    Frábært að heyra menn hrósa og byggja upp sjálfstraust hvors annars. Kuyt hefur alltaf verið frábær gaur off the pitch en ég efast ekki um að fleiri leikmenn Liverpool séu að tala eins um og við aðra leikmenn.

  13. Það sem mér finnst eiginlega merkilegast á síðustu tveim mánuðum er hvað samvinna sóknarparsins okkar er góð. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um Suarez og Kuyt. Ef ég man rétt þá hefur Kuyt “lagt upp” bæði mörk Suarez, og eins lagði Suarez upp tvö markanna sem Kuyt skoraði á móti United. Held það verði engu minna skemmtilegt að sjá þessa samvinnu á næstunni eins og það hvernig Carrol og Suarez eiga eftir að vinna saman.

  14. Ég held/vona að ef Liverpool gerir það sem við öll erum að vona að gerist í sumar, heldur áfram að styrkja hópinn og tekur þannig næsta skref í átt að titlum þá verði það nóg til að halda Pepe Reina hjá okkur. Hann hefur alltaf virkað á mig sem klár gaur og ekki þessi týpa sem stekkur frá borði um leið og gefur á.

    Frábær karakter og klárlega einn af bestu markvörðum í heiminum, hann á auk þess mörg góð ár eftir af allt verður eðlilegt.

    Ég vil í það minnsta alls ekki missa hann frá Liverpool, frábær markvörður sem meiðist nánast aldrei.

  15. Það er ótrúlega þægilegt að halda með Liverpool núna og bara síðustu vikur.

    Ef það á að selja Pepe þá vill ég fá 30-40 milljónir fyrir hann og ekki pundi minna. Kaupa síðan Lloris því það er markvörður sem á eftir að verða bestur í heimi einn daginn með tilboði sem Lyon geta ekki neitað.

  16. Djøfull er Torres slakur ! Madur helt ad vandmalid væri ad hann væri buin ad missa truna a LFC en thetta er greinilega eitthvad miklu meira. Eg held ad 50 milljona salan se einhver besti dill knattspyrnusøgunar.

    Hinsvegar verdur ad hrosa Chelski fyrir kaupin a Luiz….Hann er mjøg godur vægast sagt.

  17. pepe er ekki bara einn af bestu markvörðum heldur sá besti í heiminum.. kannski fyrir utan casillas, sem reyndar að mínu mati hefur ekki verið uppá sitt besta seinustu 2 ár . en já sá þessa grein áðan http://www.empireofthekop.com/anfield/?p=31148&utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter þrátt fyrir að þetta sé bara slúður þá ætla ég rétt að vona að þetta sé satt, að stækka anfield og missa ekki andan þaðan er ómetanlegt og alltaf verið mín tilfinning að það sé það sem mr. henry hefur viljað , einnig er líklegt að hann hafi ekki komið til englands bara til að sjá útileik á móti sunderland, þannig að eitthvað gæti verið til í þessu ( reyndar gæti hann bara verið að klára samningsboð til kóngsins )

  18. Þetta er alveg satt, og greinilegt þegar Kuyt skoraði, þá var hann að leita að Lucas til að fagna með honum. Kenny Dalglish hefur lyft þessu liði upp á allt annan stað en það var á og leikmennirnir taka rækilega undir með honum.

    Ég verð þó að vera leiðinlegur og nefna að það er ekkert langt í feel-bad faktorinn. Ég man nú ekki betur en að eftir 0-0 jafnteflið við Braga voru menn nú ekki par kátir og útlitið á liðinu var ekki sérlega bjart. Sama gerðist eftir 1-3 tapið gegn West Ham og spurning hvernig útlitið verður gegn Royson og félögum hjá WBA.

    Árangurinn í deildinni lofar þó góðu og það er glettilega stutt í þetta blessaða fimmta sæti sem kemur okkur í Evrópukeppni (sem menn eru þó ekki sérlega spenntir fyrir).

  19. Hehe, að lesa þennan pistil og síðan “No mas” pistilinn hans Kristjáns Atla er nú soldið fyndið:) Bara gaman af því, og góðir pistlar báðir tveir.

  20. Man einhver eftir áfallinu við það að missa Ray Clemence? Hver kom í staðinn ? Jú einhver Suður-Afrískur markmaður. Það verður alltaf maður eftir mann (t.d. Keegan=Dalglish,Rush=Aldrige/Fowler,Torres=Suarez) Ætli Gulacsi geti eitthvað ? hann er nú búinn að eigna sér bekkinn og hlýtur þá að geta ýmislegt. En auðvitað væri maður til í Nauer. En allavega þangað til að hann kemur ekki og EF Reina fer. Þá vil ég gefa Gulacsi séns.

    YNWA

  21. Mér finnst nokkuð gaman að segja frá því að ég sjálfur hef skorað jafn mörg mörk fyrir Chelsea og Fernando Torres .. og ég hef spilað færri mínútur. Einhver tilbúinn að kaupa mína þjónustu fyrir 50 millur punda næstu árin?

  22. Mjöög flottur og skemmtilegur pistill!

    Og aaaaaaaaahh hvað er gott að sjá svona gleðipistil! Love it!

    Liverpool is back!

    King Kenny is back!

    The happiness is back!

    Það eru góðir tímar frammundan. Vá hvað er gott að halda með Liverpool, ást sem þú finnur hvergi annar staðar!

    YNWA!

  23. Sælir félagar

    Frábær pistill Maggi og segir það sem manni finnst vera að gerast í Liverpool hluta Liverpool borgar og þar með í stærstum hluta þeirrar góðu borgar. Við horfum öll með gleði í hjarta og von til framtíðar með vaxandi liði og skynsömum eigendum.

    Ég fylli ekki þann flokk sem hlakkar yfir afar slöku gengi FT. Hann gerði magnaða hluti fyrir liðið á Anfield og á ekki skilið óskir um ófarnað frá mér. Það er aldrei gleðiefni þegar fótboltamaður af hans gæðaflokki dalar svo svakalega sem raun ber vitni um.

    Gleðin og samheldnin sem skín út úr öllum leikmönnum, stjóra og starfmönnum ásamt eigendum sýnir að stefnan er tekin frammávið og allir þeir sem ekki verða með eiga eftir að harma það. Vonandi mun Pepe Reina taka þátt í þeirri framtíð og uppskera titla og sigurgleði.

    Til hamingju gott fólk, stuðningfólk LFC, með bjarta framtíð sem er hafin og nær fullnustu innan eins til tveggja ára.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  24. Mig grunar að Reina vilji bara halda möguleikum opnum, og ef eigendurnir svíkja loforðin um að styrkja liðið þá mun hann fara fram á sölu, en að öðrum kosti getum við sannfært hann um að vera áfram, nema tilboð kæmi frá Barcelona.

    Staðan er þó langt í frá þannig að Reina sé með framtíð Liverpool í lúkunum. Þessar 22+ milljónir færu líklega beint í liðsstyrkingu og margir klassamarkverðir eru á markaðnum í dag eins og Akinfeef, Neuer, Lloris, Stekelenburg, Given, Muslera, Adler ofl.

  25. Það er auðvitað engin spurning um að við erum á réttu róli og munum að sjálfsögðu styrkja liðið í sumar. Í raun hafa þessir eigendur ekki lagt nema örfáar millur í leikmannakaup ef við lítum til hvað við höfum selt. Við eigum því inni nokkuð góða styrkingu í sumar myndi maður halda.

    Held að það eina sem gæti virkilega lokkað Pepe í burt er að spila í Meistaradeildinni næsta vetur. Það er hinsvegar stórt spuningamerki um hvert hann gæti farið. Ef hann vill vera áfram á Englandi þá er það helst Arsenal sem manni myndi detta í hug, en hvað hafa þeir unnið undanfarin ár ???? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Þá er það bara eiginlega ManU og ég hef bara ekki trú á að hann né Liverpool myndu fara í þann pakka. (það væri einfaldlega fáránlegt)

    Mér finnst samt einhvernveginn hafa borið minna á honum undanfarna tvo mánuði, veit ekki alveg hvað það er en það er eins og það fari eitthvað minna fyrir honum ?? Er ég kannski bara að rugla eitthvað ?

    PS: afhverju er aldrei viðtal við Sammy Lee á Liverpoolfc.tv !

  26. Skemmtileg lesning ég er hinsvegarr byrjaður að vinna á lengjunni á liverpool þessa daga tók góðan money á móti sunderland ,manchester og chelsea leiðinlegt að king kenny hafi ekki verin ráðin í þetta job í ágúst þá hefði maður kannksi einhverja spennandi leiki til að horfa á.En what ever framtíðin er björt og vona að það gerist eitthvað stórkoslegt í sumar

  27. Ég er pínu sammála @24… Torres gerði magnaða hluti fyrir Liverpool og það má ekki gleymast, EN það kom því miður enginn titill á þessu tímabili sem dregur þetta record niður, finnst mér. En manni volgnar aðeins um hjartað að lesa þennan pistil eftir Þórsarann hann Magga 😉

  28. Ég er líka að deyja úr spenning yfir sumrinu. Liðið er greinilega alltaf á réttri leið og svo hvort sem við komumst í evrópukeppni eða ekki þá getum við samt fengið góða leikmenn til okkar næsta sumar.

    Við erum það stór klúbbur að menn eru líklegri til að taka sjensinn á að koma til okkar í von um að komast í meistó árið eftir og það er alveg góðar líkur á að við náum því. Vonandi náum við fleiri leikmönnum í Suarez,Carroll klassa til okkar.

    Væri til dæmis til í að að skoða Ade taraabt gaurinn úr QPR.

  29. Einu sinni Þorpari og alltaf Þorpari meistari Kristján #28!

    Ég er ekki að segja að mér líði eitthvað vel að sjá Torres ekki vera að leika vel, heldur gleðst ég yfir því að ákvörðun LFC og eigendanna að halda honum ekki er algerlega að sanna sig. Við vitum öll að hann var búinn að vera hundfúll x 14 í vetur og LFC menn í gegn eins og Carra og Gerrard búnir að pirra sig á hans hegðun.

    Mér finnst liðið einfaldlega standa meira saman og líða betur en oft áður, en ég er líka sammála StjB í #26 með að mér finnst Pepe Reina vera kominn í svolítið sérstakan gír þessa dagana og frerkar vera að hugsa um sína framtíð en liðsins.

    Ég elska þann markmann að öllu leyti, en hann verður að átta sig á því að félagið er núna á þeirri góðu línu að vera að stilla upp sterkum hóp og klúbbi án þess að nokkur verði stærri en félagið. Ef það er eitthvað sem hann fílar ekki þá bara verður að hafa það.

    Þessa dagana trúir maður því að við stjórnvölinn séu menn sem finna mann í manns stað. Ef Reina leysir markmannsvanda United eða Arsenal verðum við bara að sækja í þá markmenn sem þeir eru að skoða. Neuer, Adler, Lloris og Buffon eru allt nöfn sem myndu gera tilkall til þess.

    Því að Kenny Dalglish sagði það sem við öll eigum að gera að okkar orðum.

    “The most important people at the club is the people staying at the club”. Einfalt…

  30. Já maður er skíthræddur um hvað Reina er að spá þessa dagana og er það að valda mér miklum kvíða, mér finnst hann einfaldlega einn af bestu fótboltamönnum heims svo einfalt er það, get engan vegin hugsað þá hugsun til enda ef hann biður um sölu og endar í Man Utd sem mér finnst líklegt að gæti orðið niðurstaðan, getum alcveg fundið annan markmann en því miður engan betri en hann, það er bara einn til sem er að sama styrkleika og það er þá Casillas og hann fáum við ekki.

    Væri spenntastur fyrir De Gea hjá Atletico Madrid ef Reina færi, hann er þrælungur og svo sannarlega klassa markvörður, hef aðeins séð til hans í vetur í spænska boltanum.

    En vissulega rétt að það er bjart yfir þessu hjá okkur og nú verða bara eigendur okkar að rétta fram töluvert mikið magn af fé í sumar og þá er allt hægt.

    og já maður getur ekki hætt að brosa yfir Suarez, hann er hreint út sagt frábær leikmaður og að hafa borgað í kringum 20 milljónir fyrir hann er rán um hábjartan dag af hálfu okkar manna, hann er klárlega 40-50 milljón punda virði þessi drengur og á bara enn eftir að verða betri, þeir 2 hann og Carroll verða frábærir saman næsta vetur og algjörlega sniðnir fyrir hvorn annan, Suarez á eftir að dæla boltanum á hausinn á Carroll og hinn á líka eftir að stanga þá nokkra fyrir lappirnar á Suarez. Ef eg ber saman frábæran Torres haustið 2007 og svo Suarez núna 2011 þá finnst mér Suarez betri, hann hefur fleiri eiginleika en Torres, rosalegar spyrnur hjá honum og hann hefur mun meiri tækni líka, Suarez á bara eftir að verða betri og ég get ekki beðið eftir því núna að fá að sjá hann spila meira, hann er í raun það eina sem maður bíður eftir þegar okkar menn spila þessa dagana, gæti horft á hann spila í 6 klukkutíma á dag þvílík er skemmtunin.

  31. Ég tók saman smá statík nú þegar Dalglish er búinn að stýra Liverpool í 10 leikjum í deildinni. Hreint ekki svo slæmt hjá kallinum ef borið er saman við fyrstu 10 leiki hjá Benitez og Hodgson í deildinni.

    Dalglish – 10 leikir – 20 stig – 2 stig úr leik að meðaltali
    Hodgson – 10 leikir – 12 stig – 1,2 stig úr leik að meðaltali
    Benitez – 10 leikir – 17 stig – 1,7 stig úr leik að meðaltali

    Ef við gefum okkur svo að við höldum áfram að fá 2 stig úr leik til loka tímabilsins endum við með 61 stig… og fjandinn hafi það ef við náum ekki fimmta, eða jafnvel fjórða sæti á 61 stigi. Ég hef fulla trú á því.

  32. 3*38*2/3 dugar ekki til að vinna deildina. 76 stig eru ekki nóg.

  33. Jæja strákar mínir. Það er ekki allt sem áður var. Ég man eftir seinasta titil í deildinni eins og það hafi gerst í gær. Þá aðeins að verða 11 ára gamall með háa drauma um að einn daginn myndi ég spila undir stjórn Kenny Dalglish á Anfield. Það skip hefur siglt sinn veg því miður. Ég náði ekki einu sinni að spila fyrir minn ástkæra klúbb Þór Akureyri nema í yngri flokkum. En svona er það bara, ekki öllum gefið að vera góðir í fótbolta 🙂 Þess vegna er alveg ómæld ánægja að geta horft á þessa drengi spila með sömu leikgleði og maður sá hér áður fyrr hjá leikmönnum LFC. Þetta er svo rétt hjá þér Maggi að feel good factor er komin aftur á Anfield og svo fyrir okkar Þórsara þá er hann komin líka í Þorpið :):):):)

    Varðandi okkar ástkæra Reina þá verð ég að segja að ég skil alveg hvert hann er að fara með því að segja að Liverpool verði að styrkja sig. Hann hefur líka rétt fyrir sér. En hann á að vita það einnig að forráðamenn og þjálfarar ásamt öðru backroom staffi veit þetta alveg fullkomlega vel einnig. Þú þarft ekki annað en að lesa viðtöl við eigendur liðsins þar sem það kemur berlega í ljós. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af því að Liverpool verði ekki duglegt á leikmannamarkaði og það sem meira er ég hef aldrei verið eins viss á ævi minni með að það á að kaupa gæði. Ekki bara kaupa til að kaupa eins og hefur verið gert undanfarin ár. Það á virkilega að kaupa gæði í leikmannahópinn. Ekki veitir af á sumum sviðum.

    Ég hef verið að segja United vinum mínum (Ekki gáfulegir btw enda United menn) að Luis Suarez er samblanda af Eric Cantona og Carlos Tevez. Ég veit að þetta eru tveir fyrrum Scummarar en engu að síður þá sé ég svo margt í þessum dreng sem að báðir þeir knattspyrnu menn búa og bjuggu yfir. Hann hefur hraðann, sendingarnar, aukaspyrnurnar, markanefið, eljuna, vinnusemina, ástríðuna og geðveikina!! Hann hefur í raun allt sem að fleiri leikmenn þurfa að hafa! Leikmenn þurfa að hafa þessa eiginleika til að vinna titla! Hann er eins og Bróðir Sheen myndi segja, winning!!

  34. Ég get sagt ykkur að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af Reina. Hann er bara að biðja um að liðið styrki sig til að berjast um titla OG það verðu gert.
    Annað mál er að eftir að Kenny tók við liðinu hefur það halað inn flest stig allra í deildinni og meðan man.city og Tottenham halda svona áfram þá lendum við í 4.sæti 🙂
    Nei segi svona, það má láta sig dreyma en það vantar samt gæði í leikmannahópinn.
    En þetta er alveg ótrúlega fljótt að breytast í fótbolta því nú er Chelsea skyndilega í 3.sæti 9 stigum á eftir scum udt og á leik til góða, og svo líka eftir að spila við udt… og þetta allt þrátt fyrir að hafa aftur lennt í shevshesko kaupum.
    Verst það virðist bara vera um jól og páska sem Liverpool á leik, sem reyndar er ágætt með Gerrard er að jafna sig. Hvað er annars að frétta af honum?

  35. Mér er alveg skítsama hvað Reina er að hugsa og ég nenni ekkert að pæla í því.
    Ég vil bara hafa Kenny frænda í stjóra stólnum og brosandi kalla eins og Suarez, Carrol, Kuyt, Lucas og alla hina gríðar hressu púlara áfram í góðum fíling ! 🙂
    Ég er líka farinn að hlakka til að sjá Gerrard “Mølby” eldast í hlutverki play-maker dauðans með þessa brosandi brjálæðinga í kringum sig (ekki má gleyma Raul) og síðan verða vonandi keyptir 2-3 góðir efnilegir brosandi snillingar í viðbót í sumar sem mega keppa við pjakkana í Akademíunni um stöður á næstu árum. Ég vona að Reina verði áfram en ég veit að það kemur bara betri maður til Kenny frænda ef að Reina fer í sumar.

  36. #34-Fimmta frumefnið…

    3*38*2/3

    Rosa fancy formúla hjá þér en hefði ekki bara mátt skrifa 38(leikir) x 2(stig í leik) = 72 í staðin fyrir að margfalda og deila með 3? ;D

    En er annars svo hjartanlega sammála ykkur með bjartsýnina og gleðina. Það sem einn maður getur smitað út frá sér er ótrúlegt. Bros Kenny, fas og fögn gera það að verkum að hópur rauðklædds fólks á Íslandi og víðar er farið að brosa meira dags daglega og skrifa jákvæða hluti hér inn.

    Annars er mjög ánægjulegt að sjá nokkra hérna sem halda einnig með Þór. Þetta ætti að verða tvöfalt spennandi sumar fyrir okkur sem gera það! Áfram Þór og Liverpool 🙂

  37. Þvílík breyting á hliðarlínunni frá því Benitez var, þegar við skoruðum þá leit hann undan og skrifaði á blaðið sitt: 1 núll fyrir okkur. Daglish hoppar af kæti, smitar klárlega út frá sér.

  38. Verð nú bara að fá að vera með í Þór umræðunni líka, ég er þórsari og er bara að spá hvort það séu bara þórsarar að skrifa hérna inná síðuna?

    En já sumarið verður afar spennandi og ég get ekki beðið eftir því svo einfalt er það

  39. Ja, við erum greinilega nokkrir hér inni. Áfram Þór og Liverpool!

  40. þú getur verið alveg viss um að það eru ekki bara þórarar sem skrifa hér og lesa 🙂 þó þeir geti verið nokkrir.

    en já gaman að sjá gleði og jákvæðni í kringum liðið; svo er bara að halda áfram að kaupa réttu mennina.

  41. #38 Fancy formúla og allt það…….eeen 38×2 eru bara alls ekki 72. Þannig að #34 hefur bara heilmikið til síns máls þó aðferðafræðin sé lengri.

  42. Carl Berg er að sjálfsögðu Þórsari líka… það þarf ekkert að flækja þetta… rautt og hvítt !!! – Það rímar 😉

    Insjallah…

    Carl Berg

  43. Er ekki aðalástæðan fyrir því að minna hefur borið á Reina undafarna tvo mánuði (tíminn sem KKD hefur verið við stjórnvölin) sú að vörnin er ekki sama gatasigtið og hún var og hann þarf ekki að grípa eins oft inn í?

  44. Það er skondið hvað við poolarar erum alltaf í skýjunum eftir sigurleik og síðan kemur tap á móti kúka liði og við erum aftur lagðir í þunglyndi. Svona er tímabilið búið að vera en þessi “feel good factor” kemur og fer.

    En auðvitað er séns á 5 sætinu og jafnvel 4. sætinu. Fjölmiðlar skrifa og ræða um að Chelsea sé komið aftur í toppbaráttu en engin talar um að Lfc er komið í baráttu um 4. sæti. Chelsea eru 9 stigum á eftir efsta sætinu og Lfc er 8 stigum á eftir 4. sætinu. Chelsea er að keppa við mun betri lið en Lfc um að ná sínu sæti. Ég tel að við eigum meiri líkur í þetta 4. sæti en Chelsea í fyrsta.

    En til að halda í þennan litla möguleika verðum við að vinna West Brown í næsta leik og halda áfram að ná í góð úrslit annars hverfur “feel good factorinn” jafn skjótt og hann kom!

  45. Voða mikið af þórsurum hérna inni sem er ágætt svosem en ég sem Aftureldingsmaður langar að minna á frábært samstarfverkefni Liverpool og aftureldingar um Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi.

    “Liverpoolskólinn”

    Afturelding hefur gert einkasamning við hið heimsþekkta enska knattspyrnufélag Liverpool um að halda knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi. Skólinn verður starfræktur á Tungubökkum í Mosfellsbæ og verður fyrsta námskeiðið dagana 7.til 9.júní í sumar fyrir fimmta, sjötta og sjöunda aldursflokk, bæði stelpur og stráka.

    Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á þjálfun barna og unglinga og hefur alið af sér heimsklassa leikmenn eins og Steven Gerrard. Félagið sendir sjö af þjálfurum sínum til Íslands og mun hver þjálfari vinna sérstaklega með minni hópum þannig að allir þáttakendur njóti leiðsagnar þeirra. Þjálfarar frá Aftureldingu verða þeim til aðstoðar og munu m.a. sjá um að tungumálasamskiptin við börnin gangi vel.

    Þetta fyrsta námskeið verður haldið samkvæmt nákvæmri forskrift frá Liverpool og verða takmörkuð sæti í boði. Iðkendur Aftureldingar munu fá nánari upplýsingar og skráningarblöð á æfingum í vikunni og njóta forgangs fram til 10.febrúar n.k. þegar skráning verður opnuð. Foreldrar eru hvattir til að leita sér upplýsinga hjá þjálfurum og á bloggsíðum yngstu flokkanna eða með að senda tölvupóst á afturelding@internet.is

    Og p.s ég er að fíla feelgoodfactorinn og er mjög bjartsýnn á framtíðina.
    YNWA

  46. Ákvað að eyða bullinu í þessum ágæta manni, en gef smá sýnishorn af gáfumennsku ummæla hans.

    OG SVO ER WES BROWN HELMINGI BETRI EN CARRAGHER.

    Vertu úti vinur!
    kv.,
    Maggi

  47. Alltaf gaman að málefnalegum Man U aðdáendum :).
    En varðandi formúluna #34 þá er 3*38*2/3 =38*2=76. En er sammála að það myndi nú líklega ekki duga til sigurs.

    En fínn pistill og gaman að sjá að leikmenn eru alla vega farnir að hafa gaman af fótbolta. En það er líka rétt að það er ekki langt í feel bad factorinn þegar það blæs á móti líkt og á móti Braga.

  48. Merkilegt hvað þessi manjú menn eru miklir rasshausar. Halda að þeir geti komið hérna inn og dissað okkur með barnalegum kommentum, vona að menn láti þetta ekki eyðileggja annars góða umræðu. Hélt nú samt að svona gaurar ættu að vera í (barna)skólanum núna að læra að lesa, skrifa og almenna mannasiði en þessi krakkar komast víst í netsamband hvar sem er nú til dags.

  49. Vá hvað það er frábært að fá svona skemmtilega og þroskaða united menn hingað inn á spjallið. Svona ummæli gefa þessu svo mikið meira gildi. Úff… svona öskur er ekki einu sinni svara vert. Vertu úti!!!

  50. Vorum við ekki örugglega að spila við Man Utd í leiknum á undan Sunderland !!!!!!!!!!!!

  51. Síðustu tveir leikir í PL á móti lélegum liðum? manu og Sunderland? Sunderland eru reyndar ekkert svo lélegir – við hittum á slæman dag hjá þeim. En ég er sammála þér með hitt liðið.

  52. Djöfull náðirðu að skíta í buxurnar þarna drengur !!
    Þú ert ekki beint beittasti hnífurinn í skúffunni er það ? Braga hefur aldrei verið í PL, og þetta var mátuleg skita hjá þér, að benda okkur Liverpool mönnum á, að United sé lélegt lið…..

    Þú ert svo með þetta… 😉

    Insjallah..
    Carl Berg

  53. skita.. skita… og aftur skita…. farðu og skeindu þig drengur.. !!

    Þið gerðuð líka jafntefli við þá árið 2010 , fáránlegi sauðurinn þinn, og voruð stál heppnir að skít tapa ekki þeim leik…

    Þú ert svo búinn að skíta á þig drengur, og ég er hissa á að þau spörk sem þú hefur fengið í afturendann hérna, orsaki bara ekki talsvert kúkabragð í munninum á þér.

    Farðu nú að halda áfram með heimalærdóminn vinur…

    C.B

    p.s:
    Var ég búinn að segja þér, að þú skeist alveg uppá bakið á þér ?

  54. Komment nr. 54

    Ég hló upphátt þegar man utd maðurinn drullaði uppá bak í þessu kommenti

  55. Nenniði vinsamlegast að hætta að svara þessum einstaklingi, þetta er svokallað “troll” sem þrífst á svona svörum eins og þið eruð að gefa honum og svarar með einhverju algjöru bulli sem reitir ykkur til reiði.

    Alþekkt fyrirbæri á internetinu og mæli ég með því að þið “don’t feed the troll”.

    Obvious troll is obvious.

  56. Man u, caps lock virðist vera fastur inni hjá þér, hann er vinstra meginn á lyklaborðinu…stendur caps lock eða svona píla upp með striki undir ef þú ert að nota Mac. Þarft ekkert að þakka mér fyrir, verði þér að góðu.

  57. haha Arsenal maður að spurja okkur hvenar við ætlum að vinna titil? Just made my day.

    YNWA

  58. Þegar maður sér skrifin hjá þessum manchester stuðningsmanni þarna þá hugsar maður bara eitt.. Hátt glymur í tómri tunnu!

  59. Vááá ég hélt að Man U menn þyrftu ekki að vera svona bitrir! Náð frábærum árángri undanfarin 20 ár. En það er líka bara ágætt, þeir þurftu nú að bíða í 26 ár eftir að þeirra dagar kæmu á ný sem er met!

    Taktu nú hausinn úr rassgatinu á þér United maður.

  60. ekki vera að svara þessum náunga, hann er bara hérna til að pirra okkur …..

  61. Æji þið hefðuð ekki átt að eyða kommentinu hjá Man u manninum þar sem hann nefnir það að seinustu tvö lið sem við kepptum gegn í deildinni væru léleg. Synd

  62. Ekki haldið þið í alvöru að þetta hafi verið Man U maður? Enginn er svona heimskur, þetta var troll.

  63. #57 var ekki kjánaskapur. Var bara að svara Manu bjánanum.

    En út í annað. Hvað haldið um möguleika okkar að ná 4. sætinu?

  64. Ekki möguleiki á 4. sætinu nema eitthvað stórkostlegt gerist hjá City. En ég þori að fullyrða það að á næsta tímabili verðum við í Topp 4.

  65. Maður vonar alltaf auðvitað en 4. sætið er bara of langt í burtu hugsa ég!

  66. #82 – Ég las samt einhverstaðar, man ekki hvar, að Suarez hefði dregið sig úr landsliðshópi Úrúgvæ útaf meiðslum í nára.

  67. Ef að Chelski á sjens í fyrsta sætið með striker sem skorar ekki þá mundi ég segja að fjórða sætið væri en þá raunhæft fyrir Liverpool með besta leikmann deildarinnar kominn í stuð og fyrsta markið hans Carroll rétt handan við hornið.
    Daglish er klár og segist taka einn leik fyrir í einu og með því tekur hann pressuna af leikmönnonum en svo lengi sem að það er tölfræðilegur möguleiki á fjórða sætinu þá er það takmarkið hjá kónginum og ekkert minna en það , um það þurfum við ekkert að efast.

  68. Líst vel á þessar stöðuhækkanir,vonum að þetta reynist vel:)

    Svo verður Anfield stækkaður og King Kenny fær samning,gæti verið verra:)

  69. Þórsarar nær og fjær, haldið ykkur bara réttu megin við Gleránna og þá eru allir sáttir 😉

    Þessi umræða um Þór minnir mig þó á skemmtilega sögu sem ég heyrði fyrir margt löngu. Þegar KA vann titilinn í handbolta 96/97 átti old boys lið Þórs leik í fótbolta daginn eftir…þeir spiluðu víst allir með sorgarbönd þann daginn. Og svo var einhver sniðugur Þórsari sem hringdi í lögguna og tilkynnti um þjófnað í KA heimilinu þegar KA vann titilinn.

    Æji, þeir eru nú svosem ágætir Þórsararnir 😉

  70. hahaha Dóri Stóri, er KA að spila í úrvalsdeildinni næsta sumar?? Held ekki 😉 Annars er ég einn af þeim sem vil sameina þetta. Sést best á hvað það gengur vel í handboltanum :):):)

Sunderland 0 – Liverpool 2

Ian Ayre og Damien Comolli fá stöðuhækkun