Jibbíkæj jeii m…. Mikið hrikalega finnst mér vera langt síðan síðasti leikur fór fram. Fótboltahungrið hjá manni er að nálgast hámark. Vonandi verður maður sæll og saddur annað kvöld eftir góðan sigur á Roy Hodgson og félögum. Það er ákaflega jákvætt að hann sé kominn á sinn stað og Kóngurinn sjálfur í sitt hásæti. Tíminn læknar ekki neitt, maður horfir til baka með sama hryllinginn í augum, eins og þegar þetta átti sér allt stað. Ég er klárlega á því að ráðningin á Roy séu ein mestu mistök sem gerð hafa verið hjá Liverpool FC (auðvitað undanskilin salan á félaginu til Knoll og Tott).
En sem betur fer þá er Roy hluti af fortíð Liverpool, en í 90 mínútur á morgun, þá verður hann þátttakandi í nútíðinni okkar. Mikið lifandis skelfing vona ég að við vinnum þennan leik, þó ekki væri nema bara hans vegna. Ég verð alveg að viðurkenna það að það hefur verið að fara talsvert í pirrurnar á mér hversu mikið er verið að mæra hann í viðtölum undanfarið. King Kenny hefur verið að gera það, Carra líka, Comolli og fleiri. Það er allt í lagi að sýna smá virðingu, en for crying out loud, hann var slæmur, mjög slæmur. Svara þessu einfaldlega að við séum að einbeita okkur að nútíðinni, tími hans sé liðinn. Honum þökkum við akkúrat ekki neitt, enda her manna í fullu starfi við að losa okkur undan hans schnilldar kaupum á leikmannamarkaðinum.
En hvað um það, leikur á morgun, best að fjalla aðeins um hann. WBA hafa að mínum dómi spilað skemmtilegan bolta í vetur, allavega það sem ég hef séð af þeim. Hef reyndar ekki séð leik með þeim eftir að Roy tók við af Di Matteo, en þeir hafa ekki verið að fara neitt ofan í skotgrafirnar. Þeir hafa skorað 41 mark í þessum 30 leikjum sem þeir hafa spilað, en vörnin hjá þeim hefur ekki verið upp á það besta, hafa fengið á sig 56 mörk. Þeir eru taplausir í síðustu 5 leikjum, en reyndar er þar bara einn sigur. Þar virðist aðal breytingin vera hjá þeim undanfarið, þeir eru hættir að tapa, en gera oft jafntefli. Þeir hafa reyndar bara unnið 2 af síðustu 14 leikjum sínum. Vörnin er klárlega þeirra veiki hlekkur og á hann þarf að herja, því eins og sagði hér að ofan, þá hafa þeir ekki verið að parkera langferðabílnum fyrir framan markið. Þeir hafa sem sagt skorað jafn mörg mörk og okkar menn hafa gert á tímabilinu.
Þeirra hættulegasti og lang markahæsti maður er Odemwingie, sem þeir fengu fyrir tímabilið. Sá hefur skorað 10 kvikindi í vetur, 6 mörkum fleiri en næsti maður. Ég hef lengi verið hrifinn af miðjumanni/kantmanni þeirra Chris Brunt, hann vakti athygli mína talsvert síðast þegar þeir voru uppi í Úrvalsdeildinni. Í markinu hefur okkar gamli samherji, Scott Carson, verið ansi hreint misjafn og hann er ekki orðinn sá leikmaður sem búist var við þegar hann var að brjótast til frægðar í Leeds liðinu fyrir mörgum árum síðan. Jerome Thomas er svo annar hættulegur tappi á miðjunni hjá þeim, en það verður að segjast eins og er að þetta lið er ekkert stútfullt af nöfnum. Tveir leikmenn þeirra eru á sjúkralistanum, þeir Dorrans og Pablo Ibanez.
En þá að okkar mönnum. Hvað gerir Kóngurinn á morgun? Setur hann Stevie inn? Jafnar Carroll sig af rifnu læri? Er Suárez klár? Fer Carra upp fyrir Rushy og upp í 4 sætið í spiluðum leikjum fyrir Liverpool FC? Það er allavega ljóst að Kelly og Aurelio eru frá vegna meiðsla. Það kom setback hjá þeim báðum í vikunni, en þeir voru byrjaðir að æfa af krafti. Gerrard, Suárez og Shelvey hafa þó allir verið í fullum æfingum síðustu dagana, þannig að þeir eru annað hvort klárir, eða mjög nálægt því.
Liverpool hefur sigrað 6 af síðustu 8 leikjum sínum í deildinni. Það er alveg hreint ágætis skrið og ef við náum sigri á morgun, þá hefur King Kenny jafnað Roy í fjölda sigurleikja í deildinni með félagið á tímabilinu. Það væri gert í 11 leikjum á móti því að Roy náði sínum 7 sigrum í 20 leikjum. Held að það segi meira en mörg orð, en ekki meira um það. Dirk Kuyt er nú markahæstur okkar manna með 7 mörk á tímabilinu, Raul er með 5 og Stevie 4. En allra augu Poolara beinast væntanlega að framherja dúett okkar, Carroll og Suárez. Carroll er væntanlega fun heitur eftir að hafa skorað sitt fyrsta landsliðsmark í vikunni, en Luis kallinn er búinn að vera að jafna sig af meiðslum. Ekki ætti nú Kuyt blessaður að vera þjakaður af skorti á sjálfstrausti eftir að hafa skorað 3 mörk í 2 leikjum með Hollandi í þessu hléi.
En hvernig stillir Kenny þessu upp? Það er alveg ljóst að vinstri bakvarðarstaðan er í tómu tjóni. Með meiðslum Kelly hægra megin, þá er nokkuð ljóst að allavega einn miðvörður verður að spila bakvörð. Annað hvort verður það Carra sem spilar hægra megin, eða þá Wilson sem kemur inn vinstra megin. Ég giska á það fyrrnefnda og Johnson spili enn og aftur vinstra megin. Skrtel og Agger sjá þá um miðvarðarstöðurnar.
Hvað miðjuna varðar þá er stóra spurningin hvernig Stevie er núna. Yfirleitt þá reynir maður að giska á það lið sem stjórinn er að spá í hverju sinni, en í þetta skiptið ætla ég bara að stilla miðjunni og framlínunni eftir því hvernig ég vil hafa þetta. Í mínu kerfi þá er Andy Carroll uppi á topp, Suarez og Kuyt nokkurs konar kantframherjar, Stevie og Raul inni á miðjunni og svo Lucas djúpur fyrir aftan þá. Hvort Kenny sé sammála mér eður ei, það verður að koma bara í ljóst. Þetta er frekar sókndjarft lið og kannski smá áhætta þar sem við erum ekki með rétta bakvarðarmixið til að gera þetta kerfi sem áhrifaríkast, en með Lucas mjög djúpan, fagnandi nýjum samningi, þá tel ég þetta ganga upp. Við verðum að nýta okkur veikleika WBA sem er vörn og markvarsla, til þess þá þarf að sækja og þessu liði treysti ég til að valtra yfir mótherjann.
Carragher – Skrtel – Agger – Johnson
Lucas
Meireles – Gerrard
Kuyt – Carroll – Suárez
Bekkurinn: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Spearing, Cole og Maxi.
Ef Stevie er ekki klár, þá reikna ég með Spearing inn í hans stað. Þetta verður ekki léttur leikur. Arsenal máttu teljast nokkuð lukkulegir í síðustu umferð að ná að jafna þarna eftir að hafa lent 2-0 undir. WBA er þó þannig lið að þeir geta legið illa, en þeir geta líka bitið hressilega frá sér. Við megum ekki gera okkur þetta erfitt og því verður mikilvægt að skora snemma og reyna að klára þá strax. Við erum að reyna að koma okkur í bullandi keppni um allavega 5. sætið og við megum ekki við því að tapa stigum í svona leikjum. Hversu sætt væri það nú ef hlutirnir gengju vel upp hjá okkur og Spurs og City myndu tapa stigum um helgina? Það myndi setja þessa baráttu á hvolf og því verðum við að næla í 3 stig í leikjum eins og á morgun.
Ég er ansi hreint bjartsýnn á þetta og ætla að spá okkur 1-2 sigri á morgun. Carroll mun opna markareikning sinn og Suárez bæti við öðru, þeir sem sagt stimpla sig inn á morgun sem “deadly combo”. Er þetta ekki bara ágætis díll?
Flott upphitun.
Vona innilaega að þessi uppstilling standi og að við völtum yfir RH og Co.
Hver er Roy Hogdson ?
Er ekki Andy Carroll frá út tímabilið 🙂
fínn dílll… líst vel á þetta og getékki beðið eftir að sjá mina menn spila eftir óratíma hlé := áfram liverpool
svo vil ég fa voronin til baka sem fyrst
Við sýnum jafteflisdýrkandanum R.H. hvernig á að spila knattspyrnu og vinnum leikinn 0-3 🙂
Þetta er skyldusigur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Spearing byrjar á miðjuni á kostnað Gerrard!var að horfa á viðtal við Kenny þar sem að hann sagði; Af hverju að spila Gerrard sem er ekki 100% þegar að Spearing er að spila vel!
#5 Heiddi
Sergei Rebrov er víst falur líka!
Voronin + Rebrov = Winning
Tilhugsunin ein að fá ekki nem jafntefli eða god forbid tapi í þessum leik væri svo mikill skömm að það væri hörmung, sammála Hafliða í komenti #6 og við rúllum yfir þessa menn. Carrol með 2 bæði úr skalla.
Fjandinn, Loftur nr. 3 var á undan mér.
Massa upphitun þó mér hafi orðið nóg um öll þessi blótsyrði svona á föstudegi.
(Í orðabók Babu er Roy Hodgson flokkað sem blótsyrði).
Tékkaði á meiðslalistanum hægra megin á síðunni en þar segir: “Carroll back from Funjury 1st of April” Hann verður því með eftir allt saman.
StatManJon kom með athyglisverða tölfræði á Twitternum sínum: #Liverpool have won each of 9 #EPL games against #Albion, scoring 25 goals and conceding none.
0 – 5 ef allt er edlilegt
Já hljómar vel og held að við tökum þetta! vona reyndar að hann bíði með gerrard ekki beint í byrjunarliðið allavega! eigum alveg að geta klárað þá án hans og svo henda kappanum bara inn í seinni. og svo langar mig að væla smá,eru menn alveg sáttir við þessa standartmenn? ekki alveg að fíla þessir aðdróttanir þeirra í viðtölum hljómar nánast eins og hótanir og heimta svo asíu búa í liðið sem er svo sem allt í lagi ef hann er góður en þetta eru ekki góðir samstarfsmenn ef þeir eru að koma fram í viðtölum með svona stæla að mínu mati.
annars klár sigur á morgun 3-0 pottþéttur suares og vonandi carrol svo virðist kuyt vera í gírnum
Travelling with the equipment for the match of tomorrow. Very satisfied to be here with them, already I am much better of the injury!!
Segir Luis Suarez!
Tökum þetta og Carroll opnar markareikninginn og Suarez heldur áfram að brillera, 0- 2eða3. Held samt að Raul M komi með 1 kvikindi og rauli lagstúf á eftir.
@ 16
Þetta er nú bara alveg rétt hjá Standard Chartered, þó svo að þeir hefðu alveg mátt sleppa því að vera svona opinskáir í blaðaviðtali, frekar óska eftir þessu við eigendur Liverpool fjarri eyrum fjölmiðla.
Það er nú bara þannig að Standard Chartered er gríðarlega stór banki í Asíu og Miðausturlöndum, og mig minnir að Standard Chartered sé fyrsti vestræni bankinn sem nær að hasla sér völl á þeim slóðum.
Ég er hinsvegar alveg viss um að það, að fá leikmann til liðsins sem myndi auka veltu á varningi og treyjusölu í Asíu og Miðausturlöndum er eitthvað sem Liverpool er alveg meðvitað um, og á eftir að gera.
Hvort það verður Keisuke Honda eða einhver annar, jafnvel leikmaður frá Miðaustrinu á svo bara eftir að koma í ljós : )
Afsakið þetta en ég verð bara að setja þessa setningu inn!
Torres has scored 0 goals in 8 games since his January transfer from Merseyside providing an impressive goal scoring ratio of 0 in 8.
http://www.empireofthekop.com/anfield/?p=31456
Mér finnst þessi setning ekkert verri : )
There’s been no officially word from any Liverpool officials but the unofficial word is, ‘Chelsea can keep the blonde haired traitor and we’ll keep the £50 million we scammed them for!’
http://www.empireofthekop.com/anfield/?p=31456
Jæja drengir, og stúlka.
Mér leiðast alveg svakalega þessi endalausu skíta komment og leiðindi gangvart Torres. Maðurinn var ledgend hjá okkur einn daginn, og svo bara kúkalabbi þann næsta. Jú jú þetta var svosem ekki neitt æðislegt move hjá honum að biðja um transfer í lok Janúar en common, það var ekki eins og hann hafi farið frítt. 50 fokkings mills !!!!!!! (við hefðum líka getað haldið honum áfram)
Gaurinn er frábær fótboltamaður og sennilega einn sá albesti sem spilað hefur fyrir okkar lið. Þó að hann sé í lægð í auknablikinu, sem er bara fínt, þá mun hann að öllum líkindum koma til baka. Ég myndi segja að þetta sé jafn besti strikerinn í deildinni í dag og jafnvel frá upphafi úrvalsdeildarinnar. Sjáið Rooney hjá United, hann er ekki beint að raða inn mörkum en hann skilar sínu svo sannarlega.
Bottom line er að hann stóð sig algjörlega frábærlega fyrir okkur mest allann tímann, við fengum algjörlega top dollar fyrir drenginn og hann hefur aldrei sagt eitt einasta styggðaryrði um Liverpool og stuðningmenn þess. Hver veit nákvæmlega afhverju hann fór og örugglega margt sem býr að baki en þessi leiðindi á hann svo sannarlega ekki skilið. Er þetta ekki bara komið gott.
Elska að fá þennan leik á laugardegi. Finnst einfaldlega miklu skemmtilegra að setjast niður á laugardegi og horfa á fótbolta.
Verðum að vinna þetta léttleikandi, hraða og tekníska lið Roy Hodgson. Ef ég þekki hann rétt þá stillir hann upp í 3-4-3 með stanslausa pressu allan leikinn.
Alveg eins og Chelsea leikurinn skyldusigur.
Ég missi nánast ekki af leik. En mátturinn er bara þannig að ef ég missi af leik, þá gerist alltaf eitthvað gott. Því er ég nokkuð bjartur á 3 stig á morgunn. Suarez heldur áfram að skora en við verðum að bíða til betri tíma með Andy Carroll. Hann verður þó öflugur og það verður aðal ástæða þess að Dirk “potari” Kuyt (tjippari?) skori eitt af 30-40 cm færi. Suarez og Kuyt skipta með sér mörkunum í 2-0 sigri.
Wigan gera svo 1-1 jafntefli við Tottenham og 5ta sætið nálgast.
YNWA
veit einhver hvort að það er einhver pöbb í borgarnesi sem ad sýnir leikinn á morgun?
Nú hlakkar maður til að horfa á Liverpool. Hlakka til að horfa á Suarez. Hlakkar til að horfa á framlínuna.
“Stúlkan” hefði ekkert á móti því að fá upplýsingar um tímasetningu leikja í þessum annars fínu upphitunarpistlum. Hef ekki alveg þolinmæði í hið sk. textavarp Sportrukkunarfyrirtækisins.
Fyrir stúlkuna:
http://www.myp2p.eu/competition.php?&competitionid=&part=sports&discipline=football&allowedDays=7&p=3
Þetta stendur nú nokkuð greinilega hérna hægramegin á síðunniþ
Næsti leikur
WBA
Premier League
The Hawthornes
lau. 2.apríl
kl. 14:00
Ef við vinnum leikinn á morgun mjög öruggt (0-3 eða meira) og sínum alveg frábæra spilamennsku *þáhjácarrol+suarezsérstaklega* þá er fer ég að líta ansi hýrum augum á 4 sætið í deildinni. Menn búnir að vera tala um bjartsýni að spá 5 sætinu, en hvað með 4 ?? Það er bara ekkert svo fráleitt ! Eigum bæði eftir að spila við Man City og Tottenham og ef við vinnum báða þá leiki (mjög svo mikið mögulegt) þá er þetta nánast í höfn, við erum bara á svo frábæru róli.
Allavega hér og með EEEEF við vinnum flottan sigur á morgun þá spái ég okkar mönnum 4 sætinu í maí, leikurinn 5.maí verður pjúra úrslitaleikur um sætið.
YNWA
Off-Topic, en ég varð bara pínu reiður þegar ég heyrði þetta.
Mér hefur nú alltaf líkað ágætlega við Keys greyið en sheeeeeeeeeeeeet,. Hver segir svona lagað: http://www.101greatgoals.com/videodisplay/richard-keys-insults-liverpool-fans-talksport-8914485/
Keys argues that the 39 dead Juventus fans was a direct result of an attack by Roma fans on Liverpool fans a year earlier. The now-radio presenter said: “Liverpool fans were looking for revenge the next time they were playing an Italian team.”
Hvað finnst mönnum um þetta. Mínar tilfinningar eru best summaðar upp í þessu myndbandi: http://www.youtube.com/watch?v=cWaBs8u-VGM
Karma er hættulegt fyrirbæri – og eftir að hafa lesið upphitanir/umræður um leikinn hér og á fleiri síðum þá er ekki laust við að maður sé orðin smá stressaður fyrir leikinn. Ég man að í gegnum tíðina hafa leikmenn aldrei spilað jafnvel og eftir að maður hefur drullað yfir þá. Vona að það nái ekki yfir fyrrum þjálfara einnig.
Ég hef ekkert gott um RH að segja – en ég hef heldur ekkert slæmt um hann að segja heldur (já eða held því útaf fyrir mig og blóta honum í hljóði). Horfi einfaldlega á hans tíma hjá LFC sem hörmungar sem þurftu að gerast að tvennum ástæðum. A) Fá kenny til baka & b) að fá stuðningsmennina sameinaða um eitthvað innan sem utan vallar. Ég efast samt sem áður ekki um að hann var að gera sitt besta – hann var bara ekki starfinu vaxinn, ekkert meira um það að segja, algjör óþarfi að vera að dvelja í fortíðinni þegar LOKSINS framtíðin er orðin björt og von er á betri tímum.
En að leiknum. Það er náttúrulega fjarri lagi að þetta sé venjulegur leikur gegn WBA. Þeir eru í bullandi fallbaráttu, við erum að berjast um að komast í evrópu , nokkrir leikmenn LFC vilja eflaust eiga góðan leik í dag (Agger myndi ekki leiðast að setjann af 30 metrunum) , nokkrir leikmenn WBA vilja eflaust spila vel fyrir stjórann í dag og RH vil eflaust “hefnd” þó að stjórar og leikmenn forðist það orð sama hvaða aðstæður þeir standa frammi fyrir.
Ofaná þetta allt saman verður heitt á milli stuðningsmannana ef marka má spjallborð WBA manna og erlendar síður eins og RAWK & YNWA.
Suarez heill, Carroll tæpum 60 mínútum nær “match fitness” , Gerrard í hóp , Agger heill … vantar eingöngu Kelly (og auðvitað Aurelio, en það er ekkert nýtt því miður). Þetta verður hörkuleikur, ætla að spá honum 2-3 fyrir okkar menn. Suarez 1, Meireles 1, Carroll með sitt fyrsta.
mér líst ekkert á að Shelvey sé búinn að jafna sig á meiðslunum
Þorri: Fótboltinn er vanalega í boði á bensínstöðvunum sem að eru svo frasæknar að selja bæði bjór og léttvín. Efri hæðin á Olís, mættu snemma og pantaðu þér Liverpool-leikinn. Vertu allavega á undan Scums mönnunum…Svo er þetta líka í gangi á Hyrnunni.
Að leiknum, Suarez er algjör lykilmaður í sóknarleiknum, hann verður að vera með eigi að nást sigur í dag. Jafntefli er alveg líklegt en Suarez og Carroll gætu breytt því í sigur. Sammála uppstillingunni, varnarlínar er nánast örugglega svona, hef þó frekar trú á að Dalglish stilli Spearing inn á miðjuna með Lucas og Meireles.
spái því að við skíttöpum 3 0 í dag
þýðir ekkert að vera með meiddan mann inni á vellinum(Gerrard) hann hefur ekki verið að skila sínu
Ég er svo hræddur um að Woy sé að fara fá einhverja uppreista æru í dag 🙁
Nei djók…. Við mölum þá 0 – 4
Afhverju getur Roy ekki bara hugsað um sitt lið heldur en að hugsa um að hann er ekki vinur dalglish og afsakar sig með lélegu gengi þannig þvílikur rasshaus
Ég vonast eftir því að sjá þetta lið
Reina
Carra – Agger – Skrtel – Johnson
Suarez – Lucas – Gerrard – Maxi
Carroll – Kuyt
Ástæðan fyrir því að ég vill sjá Suarez á hægri kant er að hann er miklu sneggri og teknískari en Kuyt og getur komið með hættulegar fyrirgjafir á Carroll, svo getur hann einnig tekið af skarið inn í teig og valdið usla, sömuleiðis virkuðu Kuyt og Carroll ágætlega saman í Europa League þó að úrslitin hefðu mátt vera betri. Á móti liði eins og W.B.A. er best að spila hraðan bolta með góða kantmenn og ég vill frekar sjá Lucas á miðjunni í dag heldur en Meireles aðallega vegna þess að þeir eru með andskoti snöggan framherja og hraða leikmenn svo ekki veitir af aðstoð við að passa skyndisóknir W.B.A. Ef að þetta myndi ekki ganga upp gæti hann Kenny smellt þessu kerfi inn síðar í leiknum:
Reina
Carra – Agger – Skrtel
Johnson – Lucas – Meireles – Gerrard – Kuyt
Suarez
West Ham búnir að skora á móti ManU… West Ham 1 – 0 ManU
Evra flottur!
Ég hefði verið brjálaður ef þetta hefði verið varnarvinna hjá Liverpool manni, með hendurnar út í loftið.
Nú er Cole-arinn búinn að fiska annað (sem var reyndar fyrir utan teiginn). Góð skita hjá vini okkar Vidic!
2-0
GO west ham
Það skiptir engu máli hversu mörgum stigum Man Utd mun tapa af því að Wenger og “ungliðar” hans munu einfaldlega tapa fleiri.
Get svarið það…. Ef West Ham sigrar Man U þá er ég bara sáttur við peningana sem fara í Icesave!
Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Spearing, Lucas, Meireles, Suarez, Kuyt, Carroll.
SB #22 farðu ekki að grenja
7-1 suarez-carroll2-maxi2-agger-reina/kuyt :))
Stúlka þakkar ábendingar, einkum þá sem benti henni á hinar augljósu upplýsingar á kop.is
🙂