Í gær fékkst það staðfest, sem við Liverpool aðdáendur höfum óttast í mörg ár – að Manchester United fóru fram úr okkur í titlafjölda. Eftir 22 ára titlaleysi hjá Liverpool hlaut þessi dagur að koma. Á endanum fannst mér þetta ekki það erfitt – eftir ömurlegheit síðasta tímabils þá var maður nú nokkuð viss um að þetta myndi gerast einhvern fyrr en síðar.
En okkar menn höfðu tækifæri til þess að koma okkur aðdáendum í gott skap þegar þeir mættu til London í kvöld. Og þeir gerðu það svo sannarlega með frábærum sigri á Fulham í gríðarlega skemmtilegum leik.
King Kenny stillti þessu upp svona í byrjun:
Flanagan – Skrtel – Carra – Johnson
Lucas – Spearing
Maxi – Meireles – Suárez
Kuyt
Á bekknum: Gulacsi, Soto, Wilson, Joe Cole, Shelvey, Poulsen og Robinson.
Fyrri hálfleikur var fullkomin einstefna af hálfu Liverpool og liðið var komið yfir eftir einhverjar 30 sekúndur þegar að Maxi skoraði eftir góðan undirbúning frá Suarez. Nokkrum mínútum síðar bætti Maxi við sínu öðru marki og eftir um korter hafði Kuyt bætt við þriðja marki Liverpool og leikurinn í raun og veru búinn. Liverpool héldu þó áfram að leika frábærlega vel.
Í byrjun seinni hálfleiks kom þó slappasti kafli Liverpool í leiknum. Menn virtust vera hættir og Fulham færðu sig mun framar. Þeir skoruðu á endanum mark og minnkuðu muninn í 1-3 og á tíma virtust okkar menn vera pínu stressaðir.
En hver annar en Maxi Rodriguez kom þá og kláraði þrennuna sína með frábæru langskoti. Stuttu seinna kórónaði svo Luis Suarez sinn leik með flottu marki eftir frábæra sendingu frá Jonjo Shelvey. Fulham minnkaði þó muninn stuttu fyrir leikslok.
Maður leiksins: Liverpool liðið var að leika gríðarlega vel í þessum leik. Í vörninni var Glen Johnson verulega góður í sinni stöðu í hægri bakverði. Carra, Skrtel og Reina eru sennilega ekkert alltof sáttir við það að fá á sig tvö mörk í kvöld og svo var Flanagan ekki nógu góður. Hann átti alltof margar sendingar á mótherja og það er að mínu mati augljóst hvar mesta þörfin er á styrkingu í sumar í þessu liði.
Á miðjunni voru Spearing og Lucas enn frábærir saman. Spearing steig varla feilspor og Lucas spilaði enn og aftur frábærlega. Að mínu mati er ekki nokkur spurning að Lucas er maður þessa leiktímabils hjá Liverpool. Fyrir framan þá var svo Mereiles góður í fyrri hálfleik (hann fór útaf fyrir Shelvey í byrjun seinni)
En þrír fremstu mennirnir voru bestu menn liðsins í dag. Kuyt skoraði gott mark og spilaði vel. Maxi Rodriguez skoraði svo aftur þrennu. Hann hefur þá skorað 10 mörk í deildinni fyrir Liverpool. Jafnmörg mörk og Wayne Rooney og Fernando Torres hafa skorað. Aðeins Dirk Kuyt hefur skorað fleiri mörk fyrir Liverpool á þessu tímabili (Carroll er með 13, en þau voru flest fyrir Newcastle).
Ég sagði eftir Birmingham leikinn að fyrir þrennu fengju menn nánast sjálfkrafa titilinn “maður leiksins” í mínum bókum. En ég ætla að gera undantekningu á því í kvöld.
Því það er augljóst hvaðan stærsta breytingin á sóknarleik Liverpool síðustu mánuði kemur. Jú, klárlega á Kenny Dalglish mikið hrós skilið, en það var samt þannig að við gátum ekkert skorað í Evrópudeildinni. Hvaða mann vantaði þá í liðið hjá okkur? Jú, úrúgvæjann magnaða Luis Suarez. Síðustu 10-15 ár höfum við haft frábæra framherja hjá Liverpool og við höfum séð Steven Gerrard vera einn besti framliggjandi miðjumann í heimi. En ég man samt ekki eftir mörgum mönnum, sem er jafn ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með og Suarez.
Hann er búinn að leika algjörlega frábærlega fyrir Liverpool síðan hann kom frá Ajax og honum tekst nánast alltaf að skapa hættu uppúr engu. Þessar ferðir hans upp vinstri kantinn og uppað endamörkum eru stórkostlegar og ég held að það megi bóka það að varnarmenn hafa oft ekki hugmynd hvað þeir eiga að gera gegn honum. Í dag sýndi hann á tímum frábæra takta og hann hefði með smá minni eigingirni geta skapað 2-3 mörk í viðbót (plús það að Dirk Kuyt átti að skora úr einu dauðafærinu, sem að Suarez skapaði). En það breytir því ekki að Suarez átti frábæran leik í kvöld og hann er minn maður leiksins.
Evrópudeildarsætið er núna í okkar höndum og ef menn vilja vera alveg í skýjunum eftir þennan sigur, þá er enn tölfræðilega mögulegt að við náum Meistaradeildarsæti, þótt að til þess þyrfti stórkostlegt hrun hjá Manchester City. En um næstu helgi fáum við Tottenham á Anfield og getum farið langleiðina með að tryggja okkur þar sæti í Evrópu á næsta tímabili.
Það gefur manni ástæðu til bjartsýni, en það sem gleður mig aðallega þessa dagana er hversu ofboðslega skemmtilegt það er að fylgjast með þessu Liverpool liði. Við erum ekki að vinna einhverja 1-0 varnarsigra, heldur erum við að pakka liðum saman með frábærri sóknarknattspyrnu. Sama hvernig síðustu leikirnir á þessu tímabili og sama hvernig okkar erkifjendum gengur, þá getum við verið bjartsýn fyrir næsta tímabil. Því hefði ég varla trúað fyrir nokkrum mánuðum.
Vaaaaaaaaaaaááá!!!! hvað það er gaman að vera Poolari þessa dagana ! og vá hvað við eigum þetta inni ! YNWA !
Lucas var eins og kóngur á miðjunni að venju og stjórnaði allri umferð í leiknum, Ég veit ekki hvað Kenny gerði við Maxi en það er að virka og það á reyndar við alla leikmenn liðsins og skiptir engu máli hver stígur inná völlinn í Liverpool treyjunni.
Og með Dalglish sem stjóra hjá Liverpool í heilt tímabil hlýtur að hræða alla sem halda með öðrum liðum.
DALGLISH DALGLISH DALGLISH!!!!!!! Æviráðningu á Kónginn!
Dalglish sem þjálfara Íslenska landsliðsins.
Það er heldur betur sætt að halda með þessum blessuðu mönnum! Ég elska Liverpool… Oh hvað ég elska þetta lið.
Var ad hugsa um ad fara a leikinn i kvold, en valdi golfvöllinn í stadinn.
Ein versta ákvördun sem eg hef tekid, spiladi ömurlega ofaná allt saman!
Jack Wilshere
Liverpool look good going to be serious contenders for the Title next year! Hinn liðinn eru strax orðinn hrædd
Að skora 5 mörk á þessum velli og eiga nokkur dauðafæri til viðbótar, er ótrúlegt. Fulham eiga að vera með eina bestu vörnina í deildinni. Suarez tætti hana í sig hvað eftir annað í þessum leik. Eitthvað sem enginn annar en Messi hefði geta gert.
Svona er þetta bara orðið í hverjum einasta leik, andstæðingurinn sundurspilaður af liði sem er að skemmta sér í rauðri treyju og takkaskóm.
Liðsandinn er slíkur að ég man hreinlega ekki hvenær álíka stemmning var innan liðsins, menn uppskera stríðnisglósur frá samherjum þegar skot geigar og fagnaðarlæti og klapp á bak og bossa þegar mark er skorað, og ekki hefur vantað mörkin undanfarið 🙂
Þrátt fyrir að Fulham hafi komið til baka í seinni hálfleik, var sigurinn aldrei í hættu, allavega fannst Maxi Rodriques það ekki 😉
Ég ætla ekki að taka neinn sérstakan fyrir sem mann leiksins, allt liðið spilaði stórvel gegn liði sem hefur verið mjög erfitt heim að sækja undanfarnar vikur.
Risastórt skref til að tryggja 5 sætið var tekið í kvöld og opnað fyrir veikan möguleika á því fjórða.
Hver hefði trúað því í byrjun ársins?
P.s
Ég dýrka Lois Suarez.
djööfull ætla eg að fa mer Suarez treyju i sumar !
Úff hvað það er gott að líða vel núna eftir hvern leik! Þvílík breyting sem liðið hefur tekið eftir að King Kenny tók við liðinu, ef hann fær ekki 20 ára samning þá eru menn í ruglinu!
Maxi 7 mörk í síðustu 3 leikjum, Kuyt 9 mörk í síðustu 8 leikjum og LIVERPOOL 13 mörk í síðustu 3 leikjum! Hver hefði trúað þessu fyrir mánuði…
Frábær leikur og ánægður með þá að koma til baka eftir að hafa fengið á sig fyrra markið.
Eins og að undanförnu þá er bara varla hægt að velja einn mann leiksins þar sem allir eru búnir að vera frábærir. En maður verður að gefa Maxi þann heiður eftir aðra þrennuna í 3 leikjum, annað er ekki hægt. Svo auðvitað Suarez, Lucas, Kuyt, Spearing ooog restin af liðinu bara….
‘Maxi………
Maxi Rodriguez run down the wing for me
da da da da da……..
frábært
Bring on Spurs!
YNWA
og Suaresz er í Treyju nr.7 mikið er gaman að sjá leikmann standa undir númerinu.
Bara gaman að sjá þessa ágætis drengi skemmta sér svona líka í vinnunni sinni… Æviráðningu á Sir KKD og það strax!!! Svo er Suarez nátturulega bara of góður, myndi aldrei detta í hug að skipta á honum og Torres slétt… Og allt liðið að spila frábærlega, lifandi og flottur direct bolti, nautn að horfa á þetta!
King Kenny The world is yours
Hæsta einkunn Fullham leikmanna er 5.5 á goal.com, gudy með 4.5
Er kominn með nýtt lag á heilann….I just can’t get enough…
Sumarið er komið á Íslandi og það er heldur betur farið að vora hjá Liverpool. Vonandi verður það vor og komandi sumar endalaust lengi hjá okkur.
sir king kenny dalglish er einsog gandálfur er í lord of the rings…….
TÖFRAMAÐUR!!!!!!!!!!
kenndi maxi að spila fótbolta, ræður steve clark til að kenna skrtl að spila einsog maður, sýnir ÖLLUM að hann er maðurinn sem bjargar málunum……
KING KENNY MY HERO!!!!!!
hvað er King Kenny búinn að gera við Rodriguez og við Kuyt að þessi menn er búinn skora svo mikið mörk
Hver þarf Torres þegar maður hefur leikmenn einsog Rodriguez og Kuyt það verður mjög erfitt fyrir Gerrard og nýja leikmenn koma inn á þetta lið og mun það gera lið en betra.
Ég gjörsamlega sammála King Kenny hann Liverpool er ekki lengur tveggja manna lið heldur lið sem leikmenn einsog Maxi, Kuyt, Lucas getur verðir lykilmenn.
King Kenny ger gjörsamlega búinn að setja mottó Liverpool að enginn sé stærri en liðið og það er sem þetta lið er búinn sanna við minnstum Gerrard í meiðsli og Seldum Torres samt er Liðið búinn hvera skora svo margar þrennur og vera eitt besta liðið síðan Janúar Gluggann.
Einsog kóngurinn segir best :
Kenny Dalglish: Liverpool are no longer a two-man team
hér flott grein um þetta :http://www.guardian.co.uk/football/2011/may/09/kenny-dalglish-liverpool-fulham
YNWA
Það er tær snilld að fylgjast með okkar mönnum þessa dagana. Sérstaklega þríeykinu okkar þarna frammi sem hafa skorað slatta saman. Maxi má fá framlengingu á samningnum sínum og það væri flott ef það myndi gerast á sama tíma og Kenny og Clarke, sem ég held að verði í hádeginu á sunnudag, rétt fyrir Tottenham leikinn til að rífa upp stemmninguna á Anfield. Fór í fyrsta skipti í Suarez treyjunni minni á leik og ég er farinn að elska þennan mann svo mikið. Kuyt er magnaður, Lucas er magnaður og allir þeir sem voru inná eru magnaðir.
Rautt spjald á Hangeland hefði breytt miklu (einn sem finnst 5-2 ekki nóg) og hefði verið rétt ákvörðum og þar sluppu Fulham vel með skrekkinn.
Ég bíð spenntur eftir Sunnudeginum.
YNWA
Hvað er hægt að segja maður er orðlaus… Kóngurinn er að gera eitthvað mega lið… Nú man ég eftir Liverpool þegar þeir eru að spila þennan bolta, og þessi hreifing án bolta, Þetta er það sem einkendi Liverpool á áttunad og níunda áratugnum… og ekkert lið átt séns í þá…. þá var maður að nafini Kenny Dalglish i liðinu og hann er að stjórna því núna eins og þeir stjórnuðu því þá, B S & B P…. the old way og það bara svín virkar…. get ekki beðið eftir sumrinu og sjá hverjir koma og næsta tímabili….
Maður leiksins að mínu mati: Liverpool…
Þeir hljóta að vera að prufa einhver ný lyf á Maxí – er bara ekki að trúa þessu. Hann gat ekki skorað þó hann stæði einn metra frá markinu fyrir svo stuttu. Magnað lyf og greinilegt að sumir eru líka farnir að taka það en kannski í smærri skömmtum. Erum hreinlega komnir með nýtt lið og það hlýtur að vera þessu lyfi að þakka eða ??? Magnaður þessi fótbolti og að sjálfsögðu magnaðast að vera Liverpool aðdáandi – Alltaf svo mikið að gerast í kringum þetta lið – bæði mótlæti og sigrar. Eitthvað sem öðrum liðum tekst aldrei að toppa 😉
YNWA
Manni, þetta lyf heitir Kenny Dalglish! 😉
Maxi Rodriquez hefur bara umbreyst í Messi þessi maður bara hættir ekki að skora. Ég er alveg orðlaus hvað þetta lið er orðið gott undir stjórn SIR KING KENNY DALGLISH , STEVE CLARKE OG SAMMY LEE þetta er orðið alveg rosalegt. langar bara að byrja næsta tímabil núna í dag því ef við spilum svona á næsta tímabili og með fleiri menn innanborðs þá verður topp 4 okkar ef ekki bara topp 1
Það er ekki langt síðan að maður taldi liðið þurfa að kaupa 8 leikmenn til að eiga séns og auðvitað nýjan markmann því hann var að gefast upp. Nú veit maður varla hverjum á að fórna og þeir sem koma inná eru að spila frábærlega.
Svona á þetta að vera!!!!
Ég trúi ekki öðru en að við rústum (vinnum) Tottenham á Anfield næstu helgi… Redknapp er svo gott sem búin að gefa leikinn fyrirfram með því að gera lítið úr Evrópusætinu.
Var ekki Gerrard að ruglast á Maxi og Cole í upphafi tímabilsins?
Þetta er í rauninni fáránlegt! Algjörlega fáránlegt! LFC skipti um framkvæmdastjóra og fékk nýjan efnilegan leikmann frá Hollandi. Lítið skref fyrir tvo menn en risaskref fyrir félagið. Það er engu líkara að maður hafi sofnað blindfullur við hliðina á Klingenberg spákonu en vaknað við að Heidi Klum færir manni morgunmat í rúmið allsber!
Viðsnúningur LFC er algjör og ekki er verra að framgangur félagsins spillir lítillega ánægju sörsins og hans manna. Annars er mér í raun andskotans sama þótt þessi upphefð að hafa unnið flesta meistaratitla sé ekki lengur eign LFC. Fortíðardýrkun er ekkert sérstaklega uppbyggjandi. Scummarar mega rúnka sér yfir þessu mín vegna.
En nú komum við að ári og sýnum þeim hvernig á að spila almennilegan fótbolta.
Liverpool og Barcelona eru í dag að spila skemmtilegasta boltann í Evrópu.
Þeir voru flottir í framlínunni í dag. Maxi með sína aðra þrennu í síðustu þremur leikjum. Man ekki eftir að leikmaður hafi púllað það síðustu misseri hjá okkar ástkæra klúbbi. Kuyt skilaði svo sínu eins og við var að búast. Gaman að sjá að hann er líka að stíga vel upp á móti þessum svokölluðu “lakari” liðum. Eins og hann hefur nú oft fengið gagnrýni fyrir að standa sig ekki jafnvel á móti þeim og stóru klúbbunum. Svo hef ég það frá innanbúðarmanniar að hann var að hætta að hlaupa núna fyrir tæplega 5 mínútum. Gersamlega þindarlaus. Og að ógleymdum nýjasta gimsteininum. Suarez, Suarez. Svei mér þá, ég held að hann sé að fara taka við titlinum ‘the most feared player’ í ensku deildinni. Djöfull er hann flottur.
Annars virkilega vel gert að ná 5 mörkum gegn þokkalega sterku Fulham liði. Virkuðu reyndar ekkert voðalega sterkir, ekki frekar en flest lið sem Liverpool etur kappi við þessa dagana. En liðið spilar jú víst bara jafnvel og mótherjinn leyfir. Er það ekki þannig? Annars var nú ekki margt jákvætt við leik Fulham-manna í dag. Helst bera að nefna okkar mann, alltaf jákvætt að sjá hinn síkáta Eið Smára eða hlunkinn frá Katalóníu, og svo hins vegar óaðfinnanlega hárlínu mexíkóska bakvarðarnins Salcido. Tók einhver annar eftir því? Hún var alveg mögnuð. Segi það og skrifa.
Hlakka til sumarsins og sumarviðskiptanna. Ég hlakka jafnframt til næsta tímabils. Það verður spennandi að sjá hvort menn nái að láta kné fylgja kviði, eftir flottan seinnipart þessa season’s.
Að lokum. Veit einhver hvers vegna Reina fékk að líta gula spjaldið eftir fyrsta mark Fulham?
Og að endalokum. Ég elska þetta lið!
Áfram Liverpool.
#29 – Spjaldið kom fyrir að skýla boltanum eða sparka honum útaf eftir fyrsta mark Fulham.
Ef svo ólíklega vill til að Maxi verður seldur í sumar þá ætla ég að kaupa hann, það er nauðsynlegt að eiga einn slíkan á köldum vetrarkvöldum – eða bara til að hafa í garðinum
Gluteus Maximus!
Þetta virkaði svo auðvelt. Ekki þetta erfiði einsog hjá MU, Chelsea eða Arsenal.
Það var dásamlegt að fylgjast með einvígi þeirra Suarez og Hangeland. Ég held að sá norski vilji helst af öllu gleyma þessum leik sem allra fyrst og vona að Hughes verði ekki með klippur úr leiknum á næsta töflufundi. Ég hef séð Suarez fara illa með marga varnarmenn en aldrei jafnilla og hann fór með Hangeland í þessum leik. Maður spyr sig, af hverju var þessi leikmaður svona lengi óáreittur hjá Ajax?
Loksins, loksins sá ég ástæðuna fyrir því að Shelvey var fengin til liðsins. Eftir að hann lagði upp fimmta markið jókst sjálfstraust hans til muna og hann átti flottan leik restina af leiknum. Þetta var nákvæmlega það sem hann þurfti, eitt mark hefði kórónað leik hans. Það er alveg ljóst með auknu sjálfstrausti er þetta leikmaður sem getur haft ýmislegt fram að færa fyrir liðið.
Ég veit hreinlega ekki hvert þetta lið stefnir annað en á toppinn. Ef allir eru heilir er þetta rosalegt lið og jafnvel bekkurinn flottur líka.
Suarez – Carroll
Maxi – Gerrard – Lucas – Kuyt
Nýr – Agger – Carra – Johnson
Reina
Bekkur: Gulacsi, Skrtel, Kelly, Meireles, Spearing, Shelvey, Ngog/Nýr
Og þá eru eftir Robinson, Flanagan, Wilson, Ayala, Aurelio, Cole, Pacheco og þessi nýi frá Rennes sem á að vera svo gott sem kominn…
Þurfum klárlega vinstri bak, svo væri fínt að fá framherja og 1-2 kantara uppá breiddina, veit ekki hvort við þurfum miðvörð, auðvitað væri flott að fá einn öflugan, en getum líka notað Wilson og Ayala.
Það er sko gaman að vera Liverpool stuðningsmaður í dag.
YNWA
Tölfræði.
Fulham hefur aldrei fengið á sig 5 mörk á heimavelli í úrvalsdeildinni… þangað til í kvöld.
Afsakið double post, en getur einhver sagt mér afhverju Flanagan var í vinstri bak en ekki Robinson ef Johnson var á hægri?
Það er alveg ótrúlegt hvað andstæðingarnir ráða ekki við Suarez.
Enda var ekki hægt að sjá annað en að fyrirmælin í hálfleik hjá Hughes hefðu verið að þegar að Suarez fær boltann þá á næsti varnarmaður að grípa utan um hann og ekki sleppa.
Snilldin ein. Hver hefði trúað því fyrir nokkru að Liverpool færi fyrst að spila knattspyrnu eftir að Torres og Gerrard væru báðir utan liðs. Ekki það að ég hlakka til að sjá Gerrard koma aftur og geta tekið þátt í liðinu sem liðsmaður en ekki sem burðarás.
Áfram Liverpool.
Ég ætla að vona að Maxi fari ekki í lyfja próf!
þvílk umbreiting á þessum manni!!!
YNWA
Suarez > Torres
Ánægður með að hafa haft illilega rangt fyrir mér fyrir leik. Þessu liði okkar virðist bara engin takmörk sett þessa dagana og sóknarleikurinn er algjörlega magnaður. Liðið er að drepast úr sjálfstrausti og Kóngurinn hefur barið hugarfarið kóngssonum sínum í brjóst. Ég held að Dalglish sé einfaldlega langbesti þjálfari í heimi. Hann gerir allt rétt, telur leikmönnum greinilega trú um að þeir geti allt og með það í huga geta þeir allt. Skólabókardæmi um hvað hugarfarið skiptir miklu máli.
Þó má ekki gleyma Luis Suarez. Að hann hafi kostað helminginn af Torres er með ólíkindum. Hann er búinn að vera besti senter deildarinnar síðustu mánuði og býr til ótrúlega mörg svæði fyrir félaga sína.
Sælir félagar
Þvílík snilld, þvílikur leikur, þvílíkt lið. Besti maður vallarins var á hliðarlínunni. Sir Kenny og munurinn á honum og Sparky var risavaxinn.
Afburðaleikur hjá afburðaliði gegn öflugum andstæðingi sem þó aldrei náði vopnum sínum nema ef til vill í 10 mín. í byrjun seinni hálfleiks.
Það er nú þannig.
YNWA
Váá hvað ég er Sammála Einari í skýrslunni með Suarez, þarf ekki að fara taka lyfjapróf á drengnum? það er allavega eitthvað í matnum hans sem er ekki í matnum hjá flestum öðrum, MAÐURINN ER VANGEFINN. Að horfa á þennan dreng leika listir sínar á vellinum jaðrar við fullnægingu svo frábær er hann. Hann er sá langskemmtilegasti sem ég hef séð koma inní Liverpool liðið síðan ég fór að fylgjast með fyrir 20 árum síðan og þá má alveg taka Fernando Torres með í dæmið því hann á ekki breik í þennan snilling.
http://www.youtube.com/watch?v=bzvfqZGrMf0
veit einhver um link þar sem ég get séð leikinn?
Selja Gerrard í sumar og fá góðar 30 miljónir +. Mér finnst að við höfum ekkert við hann að gera þegar liðið spilar svona, getum fengið stór stjörnu fyrir þennan pening.
Hvernig er það, var Arnar Björnsson búinn að breyta nafni Fulham úr Fulham yfir í Eiður og félagar?
Vá, Maxi með 7 mörk í 3 leikjum.
Messi yrði stoltur!!
Hei, það er algjörlega bannað dissa Gerrard. Að vilja losna við einn besta miðjumann sinnar kynslóðar vegna þess að liðið sé að spila vel núna án hans er algjörlega út í hött hugsunarháttur. Einfaldlega úti í Skíraskóg. Jaðrar við guðlast. Einn besti miðjumaður í heimi og það kemur ekki til greina að selja hann. Þetta er leikmaður sem mun gera allt sem KK biður hann um. Gerrard á eftir að vera magnaður á næsta tímabili, sanniði til.
#31 – ég skal kaupa Maxi með þér efað hann verður seldur, ég væri allveg til í að hafa hann hjá mér á mömmuhelgum, allaveganna miðað við þessa frammistöðu, guð hvað mér er alltí einu farið að þykja vænt um þennan dreng!
Ég er að segja ykkur það, Sir King er töframaður, hann er annað hvort geimvera, eða Ás, eða bara eitthvað yfirnáttúrulegt, Hver hefði trúað því að Maxi nokkur Rodiguez myndi skora 7 mörk í 3 leikjum fyrir Liverpool, í úrvalsdeild? Enginn.
Allt sem að kóngurinn snertir verður að gulli, ég myndi treysta honum til að kaupa upp sænskt þriðjudeildarlið og spila úr því þannig að fólk héldi að þarna væri Brasilíska landsliðið frá ´94 mætt til leiks.
Ég elska þetta líf, djöfull er ég orðin fáránlega bjartsýn á framtíðina, vonum að það sé mér, og okkur öllum, hollt.
Annars langar mig bara að óska elskulegum 23 Carra Gold til hamingju með að verða orðin annar leikjahæsti maður í sögu liðsins: “It’s a nice achievement for myself – and it’s even better because we won,” Hann er lítillátur að vanda.
Annars er svar Sir King við 19. til scum það besta :”Anyone who wins the title is normally the best team in the league. I don’t think Manchester United are any different to that because they’ve got the most points.
Það verður ekki mikið flottara en þetta!
#46 Stór stjörnu ???????
Er Steven Gerrard orðinn of lítill fyrir þig ?
Frábær árangur hjá Kenny en ekki gleyma því að það eru leikmennirnir sem spila leikina og skora mörkin. Lið að leika frábærlega og liðsheildin firnasterk. Ég efast um að það sé betri leikmaður í úrvalsdeildinni en Luis Suarez. Hann er algerlega stórkostlegur leikmaður!!! Hugsa sér að þetta séu fyrstu 4 mánuðir hans í Liverpool treyju!!! Liverpool er komið með aðdráttarafl aftur og það verður fróðlegt að fylgjast með leikmannamarkaðnum í sumar. Til hamingju með kvöldið og svo er það að taka Tottarana og snýta þeim um helgina.
Óþolandi hvað þetta lið þarf að treysta á Torres og Gerrard!
Er Maxi ekki með 9 í 3leikjum? 4-2 og 3 núna?
nei hann er með 7 í þremur
Ef menn halda að Liverpool séu að spila vel núna, hugsiði hvað við værum ennþá betri ef við hefðum Gerrard 100% heilann. En sömu meiðsli hafa pjagað hann síðastliðin 2 ár og loksins fær hann góða hvíld og mætir sterkari en nokkurntímann til leiks næsta tímabil, sannið þið til sem efist um Stevie.
Ef ég væri Sergio Aguero, Ashley Young, Alvaro Negredo, Edin Hazard, Alex Sanchez eða einhver af þessum snillingum sem hafa verið orðaðir við okkur í sumar og ég hefði setið heima hjá mér og horft á þennan leik þá hefði ég ekki hikað við að hringja í umboðsmanninn minn og sagt “ÉG VIL SPILA ÞARNA!!”. Leikgleðin og sjálfstraustið sem þetta lið spilar með núna smitar þannig út frá sér að það er ekki annað hægt en að hrífast með.
Það eru stórkostlegir tímar framundan hjá Liverpool Football Club.
Frábær leikur hjá stórkostlegu liði undir leiðsögn Kenny Dalglish.
Vonandi höldum við áfram á þessari braut á næstu leiktíð enda nýtur maður hverrar einustu mínútu þegar liðið er að spila.
Ég vil meina að það séu ekki stórkostlegir tímar framundan, heldur erum við að upplifa stórkostlega tíma með Liverpool akkúrat núna. Og megi Fowler gefa að svo verði um langa framtíð.
suarez….
Vááááááá ! ! ! ! !
Kenny, you’re fifth with two games to go, you must be happy? – BBC; “No, I want to be first” replied the King
Metnaður, annað en við þekktum fyrir áramót!
Flottur sigur. En hvernig verður þetta með Andy Carroll? Passar hann inn í svona hratt lið?
ÉG verð að fá að vera sammála þessu kommenti sem kom í Min by min – umfjöllun Guardian í kvöld:
<blockquote>”Yeah, of course Liverpool are better without Gerrard,” writes Nath Jones. “This first half-hour is the perfect example – quick, short passing, Meireles looking good in the middle rather than out on the left, no Hollywood balls and everyone getting a touch rather than looking for Gerrard with every pass. The new owners have improved the team by replacing Torres with Carroll and Suarez – have they got the bottle to replace Gerrard with two wingers?” </blockquote>
Alveg tær snilld… Gargandi snilld. Luis Suarez… Fowler minn góður! Og Maxi… takk takk fyrir að stinga svo allhressilega upp í mig að það stendur ennþá í mér!
Það er unun að horfa á mannskapinn og móralinn í liðinu okkar núna. King Kenny er engum líkur.
Varðandi eitt lið sem við nefnum helst ekki á nafn.. því það boðar ógæfu þá er nú óþarfi að smyrja á þá titlum fyrr en það er endanlega komið í hús. Það getur allt gerst í knattspyrnu. Svo það þarf nú ekki að taka formála í það í sigurleikskýrslu til að gefa manni martraðir fyrr en þörf er á!
Koma svo Liverpool… þetta er aftur komið í vorar hendur þetta blessaða fimmta sæti. Harry… be afraid.
YNWA
Og hafa menn tekið eftir því að við erum LOKSINS farnir að sigra mánudagsleiki eftir að Kóngurinn tók við?? Eitthvað sem að var virkilega sjaldgæft undir Benitez og Hodgson 🙂
Frábært alveg….
Skil ekki alveg þessi læti og hamagang, að ári verður staðan nákvæmlega eins og hún er í dag. Liverpool og mu verða með jafn marga tryggða Englandsmeistaratitla í safninu.
Mitt innlegg í Tottenham upphitunina: http://www.youtube.com/watch?v=TjHSWiqYcPc
STÓRKOSTLEGUR sigur okkar mann. Hef sagt það áður og segi enn að það er kraftaverki líkast hvernig umbreytingin á liðinu er eftir að hetjan mín Sir King Kenny tók við liðinu aftur. Það er svo gaman að vera púllari þessa dagana og vonandi munu menn klára þetta tímabil með stæl og svo fara inn í það næsta með sama sjálfstraust, sömu leikgleði og um leið sama árángri inn á vellinum. Við höfum verið ásakaðir um að tala alltaf um að Liverpool taki titilinn á næsta ár. Eins og Carra sagði í viðtali eftir leik þá er þetta eitthvað sem hefur viðgengst lengi að segja. En núna er bara tími til að vera bjartsýnn og halda inn í nýtt tímabil með gleði í hjarta. Hvar við endum kemur svo bara í ljós. Einn leik í einu. En ég er þess fullviss að ef að Dalglish verður áfram stjóri þá sé ekki langt að bíða þess.
Strákar til hamingju með sigurinn og næst er að afgreiða Tottenham. YNWA
Draumaúrslit næstu leikja:
Tottenham(+7): vinnur City(Ú), tapar á móti Liverpool(Ú) og vinnur birmingam(H) = 62 stig
City(+21): Tapar á móti Tottenham(H), gerir jafntefli við Stoke(H) og Bolton(Ú) = 64 stig
Liverpool(+18): Vinnur Tottenham(H) og Aston Villa(Ú) = 64 stig
Ef þetta fer svona endum við fyrir ofan City með betri markatölu, (í versta falli jafna)
Regnbogadvergur þarf að kasta snjóbolta í gegnum helvíti á meðan hann öskrar 7-9-13, bankar í við og tyggur lukku kanínu fótinn sinn til að þetta gangi eftir….. en ef EF, þá Halló Meistaradeild
Það er líka gaman að segja frá því að ég gerði veðmál við félaga minn sem er harður Spursari um hvort félagið myndi enda ofar þetta tímabilið og það er allt útlit fyrir úrslitaleik um það næsta sunnudag. Bjórkassi er undir og rúsínan í pylsuendanum er sú að þegar þetta veðmál var gert var Liverpool í 18. sæti og Tottenham að mig minnir í 3 sæti.Fuglinn er þó ekkert floginn enþá og ljóst að 2 erfiðir leikir eru eftir…
hvernig er það hver er staðan á Suarez hvað er hann kominn með mörg assist?
Ég veit ekki með ykkur en ég vill ekki sjá þessa euro cup keppni á næsta ári. hundleiðinlegt mót og leiðinleg lið að spila á því. týpiskur vettvangur til að slasa leikmenninga okkar. 4 eða sjötta takk fyrir
Sá því miður ekki leikinn en algjör snilld. Eina treyjan sem er skylda að fá sér núna er KING KENNY!!!
YNWA
Er hægt að fá gömlu góðu treyjurnar með King Kenny aftaná ennþá? Shit hvað mig langar í svoleiðis!!! Og þvílík sigling sem okkar menn eru á, það er unaður að horfa á þá og vonandi enda þeir tímabilið í þessum dúr og þá höfum við eitthvað til að fagna í lokin. Sigrar eru sigrar, sama hversu litlir þeir eru og þeim ber að fagna vel.
Að öðru… Kuyt alltaf fyrstur að hrósa mönnum (http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kuyt-hails-maxi-impact), þvílíkt gæðablóð og öðlingur sem þessi Hollendingur er! Mikill meistari.
Djöfull er gaman að horfa á Liverpool leiki núna maður, sendingar rata á samherja, leikmenn brosa og Maxi skorar þrennu, örugglega í næsta leik líka.
Frábær sigur og mögnuð stemning í öllum klúbbnum:) En nenniði plís að hætta tala um leikmenn á lyfjum og sonurdalglish; Auðvitað viljum við í evrópukeppni,Við erum Liverpool og eigum að sækjast eftir öllum dollum sem er mögulega hægt að vinna..
Eins og Fowler hafi skapað sinn einkason,segir Suarez,leyfið titlunum að koma til mín
Amen Sir King kenny Dalglish!
Maður getur lítið sagt, eftir öll ummælin hér að ofan, bara sammála flestum. Suarez,,,, á bara ekki til orð um þennann dreng og menn teikuðu hann mestallann tíman og skelltu honum um víðann völl og í vítateig en dómarinn var hálf blindur. Kuyt skorar 5 leikinn í röð og slær nýtt met hjá Liverpool. Gamann gamann gamann. Maxi ???? hefur gjör breyst bara orðinn INN hjá manni. Heimta strax samning við KING KENNY.
Hvað heitir aftur þessi góði frá Argentínu?? eitthvað M….e…..s…. ahh nei alveg rétt hann heitir MAXI 🙂
Frábær sigur, og tek undir hrós á alla þá leikmenn sem hefur verið rætt um hér að ofan, en ég verð að hrósa einum leikmanni sérstaklega eftir leikinn í gær. Mér fannst Glen Johnson standa sig frábærlega… átti eina frábæra stoðsendingu, aðra ágæta stoðsendingu, var með Dempsey (sem er búinn að vera þeirra lang besti maður á tímabilinu) í vasanum, bjargaði einu sinni á marklínu og var bara mjög duglegur og alltaf tilbúinn að fá boltann.
Er ekkert að tala um hann sem mann leiksins en þessi maður hefur fengið þó nokkra gagrnýni á sig í vetur, en það þarf líka að hrósa þeim þegar vel gengur er það ekki annars? 🙂
Andy Carroll: “sæll stjóri. Ég finn ekki lengur fyrir meiðslunum og er óðum að nálgast mitt besta form. Ég treysti mér til að byrja gegn Tottenham og spila allan leikinn”.
Dalglish: “ehh,, já þú segir nokkuð. Látum okkur sjá… hefur þú einhvern tíman spilað vinstri bakvörð?”.
Tvær skemmtilegar staðreyndir frá því í gær (afsakið ef einhver var búinn að nefna þetta): Maxi skoraði í gær fljótasta mark deildarinnar á þessu tímabili – og Kuyt skoraði í gær í fimmta deildarleiknum í röð – nokkuð sem hafði ekki gerst hjá Liverpool-manni síðan Aldridge gerði það árið 1989. Tekið héðan: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1385261/Fulham-2-Liverpool-5-Maxi-hits-Reds-run-riot.html
Kiddi, reyndar skoraði Owen sjö mörk í fjórum leikjum í röð í lok tímabilsins 2000-01 og svo 2 mörk í fyrsta leik tímabilsins 2001-02
Hvaða maður gæti náð svona breytingum á skömmum tíma með Liverpoolöliðið nema KING KENNY, með Liverool-hjartað og metnað klubbsins. Þetta minnir á gamla tíma þegar Liverpool spilaði með hjartanu og enginn var stærri en klúbburinn. Síðast liðin 2-3 ár hefur lið treyst bara á tvo menn, Gerrard og torres. Nú eru þeir ekki lengur með og hefur Kenny gefið þeim tækifæri sem hann treysir. Og við Púllara sjáum árngurinn, gleðin og húmorinn skín út úr hverju andliti. Kenny hoppar hæð sína við hvert mark sem skorað er. Það er sárt að segja að við höfum ekkert að gera við Gerrard lengur, hann er góður knattspyrnumaður, en tekur alltof mikla athygli frá öðrum í liðinu. Við Púllara erum vanir að goðsögnum okkar sé stolið frá okkur. En alltaf kemur maðurí manns stað. Seljum Gerrard meðan að einhver vill kaupa hann. Knattspyrna er jú hópíþrótt og gengur best þegar að liðsheildin er góð.
ÁFRAM LIVERPOOL OG KENNY the KING:
#83 King Kenny mótiverar Gerrard á þann máta að hann verður aldrei betri… Og hann verður bara partur af liðsheildinni. Er viss um að gamla nían okkar étur neglurnar núna upp í kviku þegar hann horfir á Luis Suarez skapa allt pláss í heiminum í vítateig andstæðingana… Það er ótrúlegt hvað þessi strákur tekur til sín og er alltaf… alltaf ógnandi. Ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina eina … our number 7 og our old number 9!! En því var aldrei ætlað að verða! Allt er eins og það á að vera… 🙂
Svona móment upplifir maður vonandi þegar ég fer á leik með liverpool næsta haust:
http://www.youtube.com/watch?v=KVAxcndAOJw
Alltaf gaman að sjá þau frá áhorfendasjónarhorni 🙂
Mummi náttúrlega með puttann á púlsinum þegar kemur að staðreyndunum – ekki að spyrja að því. 🙂 Tók einmitt eftir því í leikskýrslu á Echo að það var tekið sérstaklega fram að þetta væri í fyrsta sinn sem þetta gerðist innan sama keppnistímabils frá 1989 og þá datt manni í hug að mögulega hefði þetta þá gerst milli tveggja tímabila í millitíðinni. Og sú varð raunin. Ekki slæmt annars fyrir Kuyt að komast í þennan hóp: Aldridge, Owen, Kuyt.
Menn sjá betur núna hvað spilið dreifist mikið meira núna eftir að Gerrard meiddist. Auk þess verður framtíðin þannig að Gerrard mun ekki eiga fast sæti í liðinu nema hann aðlagist spilamennskunni sem liðið er að spila undur Dalglsih. Spearing mun kannski ekki halda honum úti,, en Gerrard er ekkert að koma inn í liðið fyrir Meireles eða Lucas.
Þó Meireles hafi ekki átt neinn stjörnuleik í gær, þá sá maður greinilega hvað miðjan veiktist mikið við að missa hann. Frábær team player sem er auk þess grjótharður og verst mikið betur en Gerrard.
Það er allt á uppleið svo einfalt er það !
Það væri hægt að velta sér endalaust upp úr því hvaða leikmaður er betri en aðrir í hverjum leik… Það er bara þannig að það eru alltaf einhverjir leikmenn sem skara fram úr og svo mun verða áfram. Það sem maður er einna mest hissa á er hvað Suarez hefur verið fljótur að aðlagast Ensku deildinni, það hefur oft verið talaðum að það taki leikmenn í það minsta sex mánuði að aðlagast. Í raun hefur Suarez ekki aðlagast hann hefur blómstrað og er einn af okkar bestu mönnum, en það eru fleirri í liðinu og það er nákvæmlega það sem er að gerast undir stjórn Dalglish Liverpool er að spila sem heild og boltin gengur manna á milli með einni til tveimur sendingum og það er það sem er að gera gæfumunin… Það verður líka að taka það með í reikningin að Dalglish er með frábært teimi af aðstoðarmönnum með sér, rétt eins og i öðrum fyrirtækjum þá eru bestu stjórnendurnir þeir sem ná að laða til sín hæfasta fólkið, því þeir gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki gert allt sjálfir.
Þetta er einn stæðsti factorin í því hvað við erum að gera vel þessa daganna, Dalglish hefur ásamt teimi sínu náð að flétta saman lið af reindum leikmönnum ásamt ungum og efnilegum strákum sem hafa allir staðið undir væntingum sem til þeirra voru gerðar og mun meira en það ef eitthvað er. Það er einfaldlega allt á uppleið sem getur verið á uppleið hjá klúbbnum, svo einfalt er það …
Ég verð að játa það að ég átti von á mun erfiðari leik gegn Fulham, það virðist engu máli skipta hvaða leikur er það sést langar leiðir hve leikgleðin er mikil innan raða Liverpool þessa dagana og þeir hafa óbilandi trú á því sem þeir eru að gera. Það var hrein unun að horfa á Suarez leika listir sínar og fífla varnamenn Fulham, hann hefði kanski getað gefið boltan út í tegin í tveimur þröngum færum en kaus frekar að skjótða sjáfur, en svona er þetta bara menn eru með metnað og vilja skora…
Það sem skilur Dalglish frá fyrri stjórum er að mínum mati, sú staðreind að hann þekkir Liverpool leiðina betur en þeir. Þegar hann spilaði sjálfur fyrir klúbbinn þá var það nákvæmlega svona bolti sem var spilaður, fáar snertingar á boltan og honum haldið á jörðinni einfaldlega vegna þess að það er best að stjórna honum þar. Stjórinn gerir ávalt lítið úr eigin árangri og lofar það sem leikmennirnir eru að gera… með öðrum orðum hann er að tala liðið upp og það er það sem góðir stjórar gera.
Liverpool leiðin mun færa okkur leikmenn !
Leikur Liverpool frá því Dalglish tók við, þar sem verið er að spila fótbolta sem stendur undir nafni mun að ég held verða til þess að leikmenn sem eru að hugsa sér til hreifings sjá Liverpool sem vænlegan kost og það er nákvæmlega það sem er verið að vinna að með hjá klúbbnum. Auðvitað vilja leikmenn spila i CL sem hefði verið bónus fyrir okkur að vera með í (er að vísu ekki ömögulegt, en harla ólíklegt), við eigum mikin möguleika á að ná Evrópu dleildinni og það mun líka hjápla til. En fyrst og síðast hef ég trú á að það sem ræðru úrslitum í að fá leikmenn er að það er verið að spila fanta góðan og flottan bolta og það sjá aðrir leikmenn og vilja vera með í því…
Gerrard
Það hefur nokkuð verið talað um að við þurfum ekki á Gerrard að halda þar sem við séum að gera svo vel án hans, þessu er ég ekki sammála. Persónulega finst mér Gerrard vera einn allra besti leikmaurinn sem spilað hefur í deildinni í mörg ár…Og langbesti leikmaður Liverpool í meira en tíu ár… Það eu fullt af leikmönnum sem hafa margt til að bera til að vera taldir góðir í deildinni, en það sem ég tel hann hafa fram yfir aðra er að hann er góður á öllum vigstöðum.
Sendingar geta frábær.
Skotviss
Kann að tækla
Leikskilningur framúrskarandi
Öflugur í vörn og sókn
Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir að han eisn og aðrir leikmenn geta átt slæman dag á vellinum, en heild yfir þá er þetta maðurinn sem er kjölfestan i liðinu inn á vellinum, og það að segja að hann sé ekki þarfur í Liverpool vegna þess að okkur gengur svo vel þessa dagana finst mér bara ekki rétt… Sjálfur Zidane lísti Gerrard einventíman á einfaldan hátt, he is the best midfilder that is around… og þessu er ég sammála…
Eigið góðan dag.
Áfram LIVERPOOL, YNWA
Leiðtogahæfileikar, framúrskarandi
Kiddi og Mummi eru þið ekki að misskilja eitthvað, Kuyt skorar 5 leiki í röð og það hefur engin gert en hvað mörkin eru mörg er ekki verið að tala um. En annars er þetta barasta allt dásamlegt. Taka svo 4 sætið það væri náttúrulrga snillllllld.
Nei, Einar Már – Mummi er væntanlega alveg með þetta rétt. Owen skoraði líka í fimm leikjum í röð – nema bara það kom eitt sumar á milli leiks nr. 4 og leiks nr. 5 hjá honum. 🙂
Ótrúlegt að skora 5 mörk á einum erfiðasta útivellinum í deildinni. Höfum verið í bölvuðu basli þarna síðustu ár. Suarez er svakalegur! Athyglisverð tölfræði sem bent er á í þessari grein á ágætu fótboltabloggi. http://deildin.wordpress.com/2011/05/09/luis-suarez/ Tel hann vera þann besta eftir áramót. Munurinn á LFC með og án hans er gríðarlegur sem bendir til þess að styrkja þurfi framlínuna frekar í sumar til að auka breidd. Þurfum 3 topp strikera.
Ég held sveimer þá að 19 englandsmeistaratitillinn sé á leiðinni
Það er svo gaman að sjá liðið spila þessa dagana að mig dauðlangar að sjá annan Liverpool leik strax í dag! Get ekki beðið eftir að sjá leikinn gegn Tottenham næst.
Sælir allir.
Það er eitt sem kannski ekki allir muna eftir að Kóngurinn hefur sýnt það í gegnm tíðina að hann hefur pung, allavega þegar kemur að því að kaupa leikmenn:
1. Hann keypti Peter Beardsley á 1,9 mpunda árið 1987 og hann var þokkalega góður (svo kallað understatement) og það var met í Bretlandi á þeim tíma.
2. Kenny keypti Alan Shearer til Blackburn á 3,3 punda árið 1992, einnig breskt met og hann kunni líka ýmislegt fyrir sér í fótamenntinni, sennilega einn albesti striker sem Bretland hefur alið.
3. Andy Carrol er dýrasti breski leikmaðurinn og hann lofar fáranlega góðu.
Ergo: Treystum Kónginum í leikmannakaupum. Hann kann þetta ennþá og hann veit að gæði kosta peninga og hann var s.s. sjálfur dýrasti leikmaðurinn á Bretlandi þegar hann var keyptur til Liverpool. Dagurinn sem hann skrifaði undir hlýtur í fyllingu tímans að hafa verið mesti happadagur klúbbsins. Spurning um að gera hann að almennum frídegi Liverpoolmanna (og kvenna !).
En með því að nýta betur ungu leikmennina sem við eigum þá hverfur þörfin fyrir að kaupa kannski 6-8 meðalleikmenn (sem við höfum verið of mikið í undanfarin ár), heldur verður vonandi verslað vel. Að mínu mati er það einn alvöruhafsent, vinstri bakvörður og vinstri vængmann/miðjumann. Kannski spurning að taka þetta alla leið og fá einn heimsklassa striker. En ég myndi telja að hinar þrjár stöðurnar eigi að hafa forgang.
Og eitt að lokum. Mikið rosalega er gaman að horfa á postmath viðtölin. Venjulega eru þau með fyrirsjáanlegum spurningum og svörum en þegar Sir Kenny er annar vegar má alltaf búast við einhverjum eitruðum kommentum. Munurinn á honum og rasshausinn sem hann tók við þrotabúinu af.
Djöfull eiga Maxi, Suarez, Kuyt, Spearing, Lucas og þessir menn sem hafa verið að spila eins og snillingar eftir að vera með góðar tölur í FIFA 2012 !!! hahaha
Leiðinlegt samt að sjá Man. Utd. landa sínum 19. titli þar sem við spilum eins og meistarar.
YNWA
OK KIddi en þar er munurinn á sitthvoru tímabilinu og á einu tímabili, gaman að þessu.
Held að Kuyt skori í næsta leik, nokkuð örugt.
Sælir félagar Kuyt er annar í deildinni þetta tímabil að ná 5 mörkum í fimm leikjum í röð, sá fyrsti er Odemwingie hjá W.B.A. hann skoraði í sínum 5 leik á sunnudaginn.
Hamlet.
“Að mínu mati er það einn alvöruhafsent, vinstri bakvörður og vinstri vængmann/miðjumann. ”
Afhveju þurfum við hafsent. Síðan að Kenny tók við (sennilega á S.Clark líka helling í því) þá er bara eitt lið sem hefur fengið á sig færri mörk en Liverpool, en við samt með betri markamun en það lið (Chelsea). Við eigum Carra og Skrtel (sem hafa að mínu viti verið að spila glimrandi vel) og svo eigum við Agger og Wilson og jafnvel Kelly.
Ég er alveg sammála þér með vinstri bakvörð og kanntmann en ég er ekki alveg viss með þörfina á því að eyða einhverjum 15-20 millum í miðvörð þegar hlutirnir ganga eins og þeir ganga núna.
Vill frekar kaupa tvo snillinga í hinar tvær stöðurnar heldur en 3 miðlungs í allar stöðurnar 🙂
#88 Valli
Þú ert að vitna í tveggja ára gömul ummæli Zidane um Gerrard. Allt sem þú segir um hann minnir sannarlega á Gerrrard tímabilið 2008-9. En því miður hefur leikur hans dalað mikið síðan þá.
Reyndar vil ég ekki missa Gerrard því ég hef fulla trú á að hann geti aðlagast vel í liði Dalglish. Hins vegar efast ég um að hann verði aftur þessi madonna sem skyggði á flesta meðspilara sína, og allir tippluðu á tánum í kringum. Heldur verður hans eins og allir hinir sem þurfa að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.
Þessa mynd verður maður að sjá: http://www.youtube.com/watch?v=IF9qLY8P2Q0&feature=player_embedded
Nettur Istanbul-hrollur við að horfa á þennan trailer.
Var að skoða vefinn og rakst á þetta. Segir allt um okkur í augnablikinu
Varð að deila með ykkur held að enginn hafi gert það. Nú ef svo er þá bara
munið Þetta með góðu vísuna og að hún er aldrei of oft kveðinn
http://www.guardian.co.uk/football/2011/may/10/kenny-dalglish-liverpool-fulham-europe
Fólk hefur sagt að Arsenal spili skemmtilegasta boltann síðastliðinn ár. Þeir komast ekki nálægt Liverpool þessa daganna hvað varðar flotta spilamennsku.
There´s nothing Damien Comolli can teach Kenny Dalglish about football… besta setning sem ég hef lesið í dag, Kóngurinn á alltaf að fá að eiga lokaorðið í öllum kaupum ÞEGAR að hann verður ráðinn full time .. virðist vera stóra málið sem samningaviðræðurnar á milli Kenny og fsg eru fastar á
Nýjasta slúðrið á twitter er endurkoma Alonso á Anfield í sumar, yrðu menn sáttir með það ?
Já!
Verð líka að segja að þrátt fyrir frábæra fótbolta hæfileika hefur mér Alonso aldrei fundist hafa fundið sig í Madrid. allavega aldrei náð sömu hæðum og hjá Liverpool.
Kenny í viðtali í gær:
BBC:”Kenny, you’re fifth with two games to go, you must be happy?” – Kenny: “No, I want to be first”
fá King Kenny til að semja og útsetja lag fyrir næsta Júróvisjón og við vinnum!
TWITTER:Does Nuri Sahin to Real Madrid means Xabi Alonso back to Liverpool ???
GÓÐ SPURNING
Xabi Alonso verður þrítugur á þessu ári. Við erum með gríðarlega efnilega miðju núna, Lucas og Spearing, og eigum auk þess Gerrard, Meireles og Shelvey. Við eigum ekki að vera að bæta inn öðrum miðjumanni, sérstaklega ekki manni um þrítugt sem þarf að borga ofurlaun. Xabi Alonso kaus auk þess að yfirgefa Liverpool á sínum tíma.
Og þar með endanlega eyðilagði Crouch sénsinn okkar á Meistaradeild, þar fór draumaspáin mín fyrir lítið…
Eine klein Frage; ef Man Utd vinnur Meistaradeildina; sem við vonum auðvitað að gerist ekki; gefur það Englandi aukasæti í meistaradeildinni ?, þ.e. sem meistarar og síðan fjögur lið ????
…og fyrir þá sem sjá glasið sem hálf-fullt: Crouch tryggði okkur endanlega 5 sætið þegar tvær umferðir eru eftir.
114: Nei, aukasætið er bara fyrir sigurvegara CL ef liðið kemst ekki í keppnina eftir hefðbundnum leiðum.
Jæjja þar fór 4.sætis ofur draumurinn. En jæjja getum allavega þá hugsað bara um 5.sætið og með sigri shitty þá gaf það okkur enþá meiri möguleika til að ná því! En veit einhver hvaða leik Tottenham á eftir okkar leik?
115 – Ekkert er öruggt en Liverpool klárlega í bílstjórasætinu
Málið er nú ekki flókið. Sigur gegn Tottenham á sunnudaginn á Anfield tryggir liðinu 5. sætið. Jafntefli í tveimur síðustu leikjunum dugar líka til þess að ná 5. sætinu. Ef leikurinn tapast á sunnudag að þá verður Liverpool að treysta á að Tottenham tapi stigum gegn Birmingham á heimavelli.
Hef ekki trú á að Liverpool hafi nokkurn áhuga að vera flækja þetta og við niðurlægjum þetta ómótstæðilega og stórkostlega lið Harry Redknapp, sem rétt missti af enska meistaratitlinum, CL titlinum, CL sæti og EL sæti á sunnudag.
Mig minnir eftir fiascoið þegar Liverpool var sett inn í fyrstu umferð eftir Istanbul 2005, hafa orðið til þess að UEFA hafi breytt reglunum þannig að hámark 4 lið geti komið frá hverju landi. En jafnframt tryggt að ef meistarar lendi utan þessara fjögurra sæta, missi liðið i fjórða sæti í deildinni réttinn til evrópumeistaranna.
Og núna eru miðlar eins og The Mirror og The Times að segja að Liverpool séu núna í bílstjórasætinu um það að fá Ashley Young í sumar, Man Utd ekki lengur að dragast aftur úr í kapphlaupinu um hann.
Það er nú skemmtilegt að bera þessi tvö mörk saman:
http://www.youtube.com/watch?v=9xXkydFvIKA&feature=player_detailpage#t=95s
http://www.youtube.com/watch?v=6vQuBNPaYvM
Að horfa á Suarez spila fótbolta er standingur fyrir allan peninginn
Selja Suarez og kaupa Romelu Lukaku hjá Anderlecht. Þá getum unnið alla skallabolta sem Carragher sendir fram, með Carroll og Lukaku.
Hagalín Bóndi þú ert meiri húmoristinn! hahaha….
Hver þarf Fernando Torres þegar hann hefur Luis Suarez í sínu liði?
Að Suarez hafi kostað 27,5 milljónum pundum minna en Torres eiginlega bara rán.