Er Ashley Young skotmark númer 1?

Andy Hunter á The Guardian segir frá því dag að líklegast sé að Ashley Young hjá Aston Villa muni fara til Liverpool í sumar á um 15 milljónir punda. Talið er að hann velji Liverpool frekar en Manchester United, sem hafa verið sterklega orðaðir við Young.

Young verður á næsta tímabili á síðasta tímabili samnings síns og hann hefur dregið það að framlengja hann. Það verður því að teljast afar líklegt að Young fari frá Villa í sumar og einungis spurning hvar hann endar.

Einnig er tekið fram í greininni að Charlie Adam sé enn á óskalistanum auk miðvarðar og þá er helst talað um Phil Jones eða Gary Cahill.

59 Comments

  1. Hljómar mjög vel. En hversu vel? Gefum okkur það að Kenny breyti ekki taktíkinni sem hann hefur verið að nota í seinustu leikjum (afhverju ætti hann að gera það??) og haldi sér þá við þessa 3 fljótandi framherja í þessu tíbíska 4-3-3. Þegar ég segi fljótandi á ég við mikla róteringu og kannski enginn fastur í sinni stöðu. Fullkominn leikmaður í þetta kerfi er Suarez. Við viljum hafa framherja sem geta spilað í öllum þessum fremstu þrem stöðum. Corroll á hugsanlega í mestum erfiðleikum með það að færa sig út á kantinn af þessum mönnum en þegar hann dregur sig út á kannt losnar það fyrir aðra í þessu kerfi og gefur þeim oft beina hlaupalínu að miðju markinu.

    Kenny hefur leyst þetta kant vesen á okkar liðið ágætlega. Einfaldlega með því að festa ekki leikmenn út á kanti og hafa alla í þessar striker/kannt stöðu.

    Við höfum fyrir Carroll, Suarez, Kuyt (sem verður sennilega sóknarlínan okkar á næsta ári) Maxi, Cole, Ngog, Javanovic og Paceheco.

    Hvar myndi Young falla inn í hópinn? Ég hef mikið álit af þessum leikmanni og langar mjög í hann, en hvern ætlar hann að taka út? Væri hann eitthvað meira en bekkjarsetumaður hjá okkur? Svona ef við miðum við að allir séu heilir.

    Hann eykur gæðin í hópnum en við þurfum að losa okkur við leikmenn til að búa til pláss fyrir hann. Út fara líklega Javanovic, Ngog og Paceheco og gætu Ngog og Paceheco farið á lán. Ég vona það því ég vill ekki missa þá alveg strax. Gefum þeim smá spiltíma fyrst.

    Sóknarlínan okkar væri þá í byrjunarliði:
    Suarez – Carroll – Kuyt

    Á bekknum væru þá Cole, Young, Maxi.

    Breyddin væri góð og að sjálfsögðu meiðast einhverjir og fara í bönn (Carroll) og þá þyrfa menn að vera tilbúnir.

    Niðurstaðan mín er sú að við eigum ekki að eyða mikið meira en 15 milljónum punda í hann eins góður leikmaður og hann er. Ef við höldum okkur við þetta kerfi þá þurfum við hann kannski minna en við höldum og mættum eyða virkilega háum upphæðum í heimsklassa vinstri bakvörð og hafsent. Þar er okkar stæðsta vandamál.

  2. Kuyt verður 31 árs í sumar. Það er skemmtileg tilbreyting að við séum að vinna okkur í haginn með því að reyna að fá staðgengil áður en Kuyt hættir í staðinn fyrir að fá það í hausinn þegar það gerist 🙂

    Svo eru Kuyt og Young frekar ólíkir leikmenn og við erum alltaf sterkari með Young í hópnum okkar en ekki.

  3. Young gæti vel spilað í þessu kerfi sem við erum að nota núna, hann getur bæði farið í stöðuna hans Kuyt og Suarez. Einnig held ég að við munum ekki spila svokallað 4-3-3 í öllum leikjum og þá þurfum við snögga kantmenn og þar kemur Young hrikalega sterkur inn. Young er líka frábær í föstum leikatriðum (aukaspyrnur og horn) og það hefur okkur skort í langan tíma, þó hefur Suarez neglt nokkrum inn úr slíkum.
    En ég vona að ef að verðmiðinn á Young sé 15 millur þá komi hann til okkar. Þetta er ungur proven Enskur leikmaður sem skilar alltaf helling af stoðsendingum og mörkum.
    Þó svo að allt gangi vel hjá okkur í dag þá er það bara staðreynd að við höfum kvartað yfir kantmanna leysi í alltof mörg ár.

  4. Mér líst mjög vel á að fá Ashley Young, en við höfum ekkert að gera við Charlie Adam. Við Höfum Gerrard, Meireles, Lucas, Spearing og Shelvey á miðjunni.

  5. Það sem Halli sagði.
    Adam er ekki að heilla mig, en af Kóngurinn vill fá hann þá hef ég eflaust rangt fyrir mér 😉

  6. Ég vil reyna að fá Leighton Baines í bakvörðinn vinstra megin. Einhverjir sammála?

  7. young er góður katmaður og getur spilað allstaðar á miðujuni sem er kostur og þá er Carroll eftir að skora meira af mörkum því að þá eru liverpool með  marga leikmenn sem geta send á hann.

  8.  Jörundur ég er sammála þér að fá hann í vinstribakvorðin en lík young en að fá aftur alonso til liverpool væri snild og lána þá  Shelvey.

  9. Ashley Young er frábær leikmaður og einn besti fljótandi sóknarkantmaður sem er til á englandi ef ekki sá besti, talsvert betri kaup en ódýrari útgáfan af honum, aron lennon er , frábær krossari sem skilar einnig mörkum. Held að þetta yrðu næst bestu fréttir sumarsins á eftir þeim bestu sem eru að Pepe Reina mun verða áfram á Anfield. Charlie Adam væri sóun á peningum, einbeita okkur að öðrum stöðum , og reyna að finna skapandi ungan passer á miðjuna, ekki 25 ára gamlan skota sem átti flott tímabil framanað en hefur heldur betur dalað seinustu vikur / mánuði, mitt mat , ekki Liverpool gæði þar á ferð, en þau eru það klárlega í Young

  10. Mjög gott mál að fá Ashley Young og hann mun styrkja hópinn gríðarlega vel. Verður 26 ára í sumar og á 6 mjög góð ár eftir í boltanum. Þó er ég hræddur um að við þurfum mun fleiri gæðaleikmenn en Young. Við þurfum nauðsynlega  að fá vinstri bakvörð, miðvörð, sóknarmann og ekki væri slæmt að fá góðan spilara á miðjuna og annan kantmann.

    Ef Charlie Adam fæst fyrir minna en 7 milljónir (gæti verið líklegt þar sem Blackpool virðist á leiðinni niður) þá gæti hann verið kjarakaup. Hann er á besta aldri og ég held að hann gæti vel staðið undir væntingum hjá stærra liði og tekið framförum sem leikmaður. Við höfum séð hversu frábær spyrnumaður hann sem kemur sér vel í aukaspyrnum og hornum sem hentar vinstri fótar leikmanni. Það sem hann þarf þó að laga er varnarleikurinn og þolið og ég tek að Kóngurinn geti vel leiðbeint honum í þeim efnum.

    Ég veit ekki með Phil Jones i miðvörðinn en af þeim fá leikjum sem ég hef séð með Bolton hefur Gary Cahill ekki heillað mig. Ég er mun spenntari fyrir Ryan Shawcross, hann er stærri, sterkari og ákveðnari.

  11. Liverpool edge ahead of Manchester United in £15m race for Ashley Young
    • England forward set to leave Aston Villa this summer
    • Charlie Adam, Gary Cahill and Phil Jones also on shopping list

  12. Mér finnst þetta einfalt…. Young JÁ TAKK

    Þarf ekkert að ræða það nánar

  13. eru fleiri en ég sem er smendur fyrir kaka í real madrid ? og ég er sammmála númer 8 að fá alonso aftur.

  14. Ég er a.m.k. ekki smendur fyrir Kaká – Liverpool f.c. á ekki að eltast við leikmenn á síðasta snúningi, og nýjir eugendur hafa einmitt gefið það út að sú sé ekki stefnan.
    Joe Cole, Fernando Morientes, Jari Litmanen o.s.frv. – allt frábærir leikmenn á sínum tíma og miklir atvinnumenn, en klárlega slök kaup. Nei við Kaká, nei við Ronaldinho og þar fram eftir götunum.

  15. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að fá C Adam til liðsins enda erum við vel mannaðir í þeirri stöðu, það er eitthvað verið að ræða að fá Cahill til liðsins og að Shelvey fari á láni til Bolton út næsta tímabil í staðinn.
    Það gæti verið mjög sterkur leikur enda þarf Shelvey að spila reglulega og held að sá strákur gæti orðið mjög öflugur fyrir okkur á næstu árum.

    Núna er aðalega spurning, á maður að kveikja á twitter í sumar og verða geðveikur eða á maður að hafa slökkt á tölvunni ?

  16. Dalglish virðist vera algjörlega á þeirri línu að kaupa leikmenn frá Bretlandseyjum. Gamla Liverpool liðið var að langmestu leyti byggt upp á bretum og í meistaraliðið Blackburn voru fyrir utan Henning Berg, nánast einungis bretar.
     
    Ég gæti trúað að Dalglish og Commolli hafi frekar ólíkar áherslur sem mig grunar að sé ástæðan fyrir því að ekki er enn búið að innsigla samninginn.
     
    En auðvitað ætti það að vera forgangsatriði að kaupa Young. Hann getur spilað á báðum köntum í 442 og líka í þeim stöðum sem Suarez og Maxi hafa verið í undanförnum leikjum. Það eina sem gæti blokkað þessi kaup væri ef Young vildi frekar fara til Man Utd.

  17. Held að það væri bara hreint magnað ef við náum að landa Young… Besti kantmaðurinn á Englandi í dag að mínu mati…Adam er svo spurning, ef Dalglish fær hann þá sér hann þá er ég ekki í vafa um að hann er að gera rétt og að hann geti notað hann á réttan hátt fyrir klúbbinn… Góður á boltan, yfirvegaður og góð sendinga geta, og kann að verjast og sækja… Mitt álit…

    En fyrst af öllu þarf að gera samning við Dalglish og það ekki seinna en strax, þá kemur hitt allt á eftir og það er ég viss um að það verða aðeins verslaðir leikmenn sem nýtast liðinu vel, það verður ekki verið að spá í hvað menn heita og hversu mikklar stjörnur þeir eru… Segi það enn og aftur það sem verður haft í huga er Liverpool leiðinn… og þar erum við með snilling í okkar röðum Kenny Dalglish…

    Afram LIVERPOOL, YNWA

  18. Elska Alonso en er ekki að skilja hvað allir vilja hann núna!! Kenny sagði við Lucas: Hey þú ert betri en Alonso. Lucas tók hann á orðinu.

  19. HAHA Atli, young væri aldrei á bekknum sama hvaða liði liverpool stillir upp.

  20. Voða núna eru menn allt í einu ekki til í að breikka hópinn því okkur er að ganga svo vel? Auðvitað eigum við en þá að kaupa 1-2 kantara, 1-2 vinstri bak og jafnvel 1 miðvörð. Þá verður bara enþá meiri barátta um sæti í liðinu og menn leggja sig fram allt tímabilið.

    Ef Carra væri svona 1-2árum yngri þá myndi ég segja að það sleppi að fylla í þá stöðu, en þar sem hann verður ekkert yngri og Agger mjög oft meiddur þá held ég að það sé fínt að kaupa 1 þangað. Og með kanntana þá eigum við engann svona Alvuru kanntmann svo að auðvitað er snild ef Young kæmi. Geri líka ráð fyrir að Jovanovic og Cole fari í sumar svo að..

    Semsagt breikka hópinn JÁ TAKK! Ef við ætlum að fara að gera atlögu að titilbaráttunni þurfum við að breikka hópinn með gæðaleikmenn 😉

    Ps. er sammála samt með Adam.. Þurfum ekki miðjumann erum með nógu marga góða þar, tala nú ekki um ef við myndum fá Aquilani á Anfield aftur.

  21. Þetta er líklega bara spurning um skilgreiningar, en fyrir mér hefur Kenny lengst af stillt upp 4-4-1-1 fekar en 4-3-3, með Suárez í frjálsu hlutverki fyrir aftan Kuyt eða Carroll. Í fyrradag fór Suárez framar og Meireles í holuna en miðjulínan hefur verið frekar solid tveir djúpir miðjumenn og tveir á köntunum. Gegn manchester liðunum var uppstillingin svona: http://www.zonalmarking.net/2011/03/06/liverpool-3-1-manchester-united-kuyt-x-3/ og svona: http://www.zonalmarking.net/2011/04/12/liverpool-3-0-manchester-city-liverpool-find-space-between-the-lines/ . Vængmenn á borð við Young ættu auðveldlega að passa inn í þetta kerfi, sérstaklega úti vinstra megin. Þá gæti Meireles oftar spilað sínar kjörstöður og nýtist mun betur þannig. Annar kantmaður, helst örfættur, væru líka góð kaup sérstaklega ef Maxi eða Cole fara í sumar.

    Ef liðið heldur áfram með þetta kerfi tel ég óþarft að fá annan djúpan miðjumann, sérstaklega þar sem Spearing er orðinn alvöru spilari. Síðan virðist Kenny mjög spenntur fyrir Shelvey og það er ekkert nema gott að hann fái fleiri tækifæri. Adam myndi í raun bara taka spilatíma af uppöldu leikmönnunum því hann kæmist aldrei framfyrir Lucas, Meireles og Gerrard.

    Meiri þörf er á svokölluðum fjórða framherja, leikmanni sem er tilbúinn að sitja á bekknum flesta leiki en nógu góður til að spila vel þegar hann fær tækifæri. N’gog er þessi maður eins og er en ég efast einhvernvegin um að hann sé rétti maðurinn í það hlutverk.

  22. #16 , Aaron Lennon hefur sýnt alltof óstöðugan leik seinustu ár , hann er ekki í sama klassa og Young sem hefur verið mjög stöðugur í 2-3 season í röð . Young er besti kantari englands í dag, og já ég er að telja Bale með, skapar miklu meira en Bale og er ekki síðri skorari

  23. Ég held að það sé alger draumur að fá Young til Liverpool enda rosalega góður knattspyrnumaður. Hann mun fitta mjög vel inn á Anfield og standa sig með prýði, sé hann að koma á annað borð. 

    En hvaða leikmenn koma og hvaða leikmenn koma ekki verður bara að koma í ljós. Það sem ég hef mestar áhyggjur af að ekki skuli vera búið að ganga frá samningi við Dalglish. Hvað sem veldur því þá finnst mér það meir en athyglisvert að ekki skuli vera frágengið með það en vonandi vonandi vonandi er Dalglish að fara að halda áfram því hann á stærstan þáttinn í þessar uppsveiflu án þess að ég sé þó að taka eitthvað frá öðrum faglega.

    Varðandi Charlie Adam þá hefur mér fundist hann afskaplega skemmtilegur leikmaður og er eflaust á listanum yfir innkaup í sumar miðað við hvað Liverpool reyndi mikið að fá hann í janúar.

    Mín spá yfir leikmenn í sumar er þessi:

    Young
    Adam
    Jones
    Aguero
    Baines
    Hazard

    Eða þetta er líka óskhyggja 🙂

  24. bara til að bæta við það sem ég var að halda fram hérna að Yount er með 7 mörk ( tekur reyndar vítin fyrir þá oftast ) og 10 stoðsendingar, á móti 3 mörkum og 3 stoðsendingum hjá Lennon

  25. Þessi Transfer Req, frá Pepe er bara djók. Ég held að hann verði áfram ef Þeir gera samning við Kenny, (sem þeir hljóta að gera). En Young er frábær kaup. Kenny er líka búin að segja að hann vilji menn sem geta krossað boltan og Young er betri krossari en Kuyt. Þannig að Young er pottþétt að fara að bæta Liverpool. Einnig líst mér vel á Phil Jones. Hann er efnilegasti varnarmaður Englendinga í dag og hann getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður. Þannig að ég vill endilega fá hann. Jones og Kelly saman í miðverðinum yrði pottþétt besta miðvarðarpar í heimi eftir nokkur ár.

  26. Young er sennilega númer eitt á mínum lista yfir leikmenn sem ég vil fá til félagsins, hef verið afskaplega hrifin af þessum leikmanni síðustu árin.

    En mér finnst við líka þurfa kantmann á hinn vænginn og hef ég nefnt N Zogbia sem raunhæfan kost þar, hann er hægt að fá og það á fínan pening sem ætti að vera í kringum 10 milljónir punda mundi maður skjóta á.

    Í villtustu draumum væri maður til í að sjá Young koma og setja svo Joe Cole uppí Aron Lennon hjá Tottenham og borga eitthvað í milli, það væri ekki slæmt að vera með Young og Lennon á sitthvorum kantinum, það ætti að geta boðið uppá töluvert meiri hraða í okkar leik og miðað við boltann sem við erum að spila þessa dagana þá væri ekki leiðinlegt að sjá þessa 2 einnig í liðinu.

    Charlie Adam er fínn player en ég er ekkert viss um að við þurfum miðjumann, finnst við einna best settir í þeirri stöðu á vellinum, þurfum mun meira hægri kantmann finnst mér en miðjumann, sætti mig alveg við að fá Adam samt ef við erum líka að fá vængmenn báðum megin.        

    Hvað eru menn svo að bulla um Alonso? Sá maður vildi fara aftur til Spánar og spilar nú fyrir þann klúbb sem alla Spánverja dreymir um að spila fyrir, hann er lykilmaður þar og af hverju ætti hann að vilja koma núna aftur til Liverpool? með öðrum orðum ALONSO ER EKKI AÐ KOMA……

    Væri svo meira til í að fá Baines frá Everton eða Clichy frá Arsenal heldur en Enrique frá Newcastle í vinstri bakvörðinn.

    Held svo að gott væri að losa okkur bara við Kyrgiakos og fá Gary Cahill inn í staðinn.

    Minn draumur er að fá inn 5 klassa spilara, vinstri bak, miðvörð, báða kantmennina og 3 öfluga senterinn með Carroll og Suarez og láta þá mann á miðjuna bíða bara.

  27. AY er godur og ørugglega 15 millu virdi..Ja hann er betri en Lennon heillt yfir , allaveganna mun stabilli leikmadur.  Eg skil vel ad AY velji LFC frekar en United…Hann mun eiga mjøg erfitt med ad komast i lidid thar.

  28. Inn:
    Ashley Young – 15 mil
    Charlie Adam – 8 mil
    Charles N´Zogbia – 10 mil
    Eden Hazard – 20 mil
    Leighton Baines – 12 mil
    Ryan Shawcross – 12 mil
    Sergio Aguero – 30 mil
    Samtals 107 milljónir punda og launakostnaður upp á sirka 440 þúsund pund á viku.

    Út:
    Alberto Aquilani – 14
    Brad Jones – 2,5
    Christian Poulsen – 2,5
    Daniel Agger – 8 
    Daniel Ayala – 1,5
    David N´Gog – 4 
    Joe Cole – 6,5
    Milan Jovanovic – 4,5
    Fabio Aurelio – 2
    Paul Konchesky – 3
    Sotirios Kyrgiakos – 2
    Samtals 50 milljónir punda og launakostnaður upp á 580 þúsund pund á viku.

    Þetta þýðir að þá eru 140 þúsund pund á viku sem ganga upp í uppborgun á þessum 57 milljónir sem þýðir að þetta borgar sig upp á 407 vikum eða á tæpum 8 árum. Svona myndi ég líta á hlutina ef ég væri John Henry. Reyndar ef ég væri John Henry væri ég eflaust gjaldþrota og trúðarnir tveir ættu ennþá liðið sem væri núna að spila sína síðustu leiki í úrvaldseildinni í að minnsta kosti ár.

    En án gríns, það er vel hægt að styrkja liðið gríðarlega vel fyrir um 60 milljón pund plús leikmannasölur. Þessa upphæð borgaði Man City til að fá Milner, Boateng og Balotelli. Það er því vel hægt að fjárfesta gáfulega á markaðinum og þessir leikmenn gætu breytt liðinu okkar í heimsklassalið á einu sumri með leiðsögn frá kónginum.

    Reina/Gulacasi
    Johnson/Flanagan – Shawcross/Kelly – Carragher/Skrtel – Baines/Robinson
    Mereiles/Spearing – Lucas/Adam
    Young/Kuyt – Gerrard/Hazard – N´Zogbia/Suarez
    Carroll/Aguero 

    Aðrir leikmenn:
    Hanssen – Wilson – Maxi – Shelvey – Ecclestone – Pacheco.

    Þetta er flottur hópur sem er blanda af uppöldnum Púlurum og reyndum leikmönnum úr úrvaldseildinni ásamt nokkrum heimsþekktum stjörnum. Ég vona að Henry og co fatti að það þarf að styrkja þetta lið verulega til að geta barist um meistaradeildarsæti að ég tali nú ekki um tititlinn.

  29. Loftur ég er nú hræddur um að launakostnaður þessara manna sem þú nefnir yrði hærri en 440 þús pund á viku og einnig held ég að við fáum ekki alveg þessar summur fyrir sölu á þeim leikmönnum sem þú nefnir.

    Held þetta yrði nær þessu  

    Inn:
    Ashley Young – 100 þús pund á viku 
    Charlie Adam – 50 þús pund á viku
    Charles N´Zogbia – 50 þús pund á viku
    Eden Hazard –  100 þús pund á viku
    Leighton Baines – 60 þús pund á viku
    Ryan Shawcross – 50 þús pund á viku
    Sergio Aguero – 100 þús pund á viku 

    þetta er 510 þús pund á viku sem væri svo sem alltí lagi fyrir þessa kalla.  Væri til í þennan lista en fá Cahill inn í stað Shawcross en held að við fáum aldrei all þetta en engu að síður skemmtilegar pælingar.  
    Samtals 107 milljónir punda og launakostnaður upp á sirka 440 þúsund pund á viku.
    Út:
    Alberto Aquilani – 14
    Brad Jones – 2
    Christian Poulsen – 2
    Daniel Agger – 6
    Daniel Ayala – 1
    David N´Gog – 3
    Joe Cole – 5
    Milan Jovanovic – 3
    Fabio Aurelio  0 samningslaus
    Paul Konchesky – 2
    Sotirios Kyrgiakos er hann ekki samingslaus líka??? er ekki viss

    Þetta eru um 34 kúlur í sölu sem ég mundi frekar skjóta á og auk þess myndi eg vilja halda Agger allavega eina leiktíð í viðbót og þá eru þetta 28 millur í sölu.

    En ég er að vona að eigendurnir setji út 50 á móti þessum 28-30 sem við fáum í sölur og þá ætti að vera hægt að gera ágætis hluti á markaðnum í sumar.

    Hvernig væri að fá Cahill í vörnina 15 kúlur

    Enrique, Baines eða Clichy í vinstri bak á 10 kúlur

    Young á kantinn á 15 kúlur

    Setja Joe Cole uppí Lennon og borga 10 á milli

    og kaupa svo einn alvöru senter fyrir 20 kúlur til þess að hafa með Carroll – Suarez og Kuyt. Ekki væri verra ef sá maður gæti verið Aguero en tel það ekki raunhæft, væri kannski meiri líkur á að fá bara Defoe ef Tottenham ætlar að losa sig við hann.

    En þetta eru allt bara pælingar og auðvitað veit maður ekkert nákvæmlega hverja við getum selt, hvað við fáum fyrir þá, hverja við getum fengið og hvað þá hvað við þurfum að borga þeim mönnum í laun en engu að ´síður afar skemmtilegar pælingar.

    En ég er alveg klár á því að ef eigendurnir setja ekki lágmark 40-50 milljónir út plús sölur leikmanna til þess að styrkja liðið að þá munum við ekki verða alsælir með sumarið og fá alvöru leikmenn í þessar 4-5 stöður sem við erum að tala um að við viljum leikmenn í og þar af leiðindum ekki getað ógnað efstu sætum deildarinnar. En djöfull verður þetta spennandi sumar, ÉG GET BARA EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ GLUGGINN OPNI OG FÁ AÐ SJÁ HVAÐ OKKUR VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ.

    Að lokum legg ég það til að menn drífi í að semja við KÓNGINN og það STRAX              

  30. Er það ekki rétt hjá mér að “deadlineið” fyrir Juventus að kaupa Aquaman sé 18. Maí???

    Annars held ég að við séum ekki að fara að kaupa neinn miðvörð i sumar, Carra og Skrtel verið virkilega solid, Kyrgiakos verður samningslaus, og þá eigum við Kelly, Agger og Wilson sem að Kenny vill öruglega frekar notast við heldur en að kaupa inn nýjann mann.. 🙂

    Baines væri alger draumur í bakvörðinn, ne oliklegt að Everton selji, þannig að ég held að Enrique endi þarna.. og Wengerinn er ekki að fara láta Clichy til okkar.

    Miðjan.. Rock solid. Þurfum ekki einu sinni að tala um það að fá C. Adam.. Væri sóun á peningum.. Shelvey mun blómstra sjáiði til 🙂

    Svo eru það fremstu menn, væri frábært að fá tvo kanntara eins og Young og Hazard eða Gervinho og anna til þess að berjast við Carrol og Suarez um Strikerinn. Væri jafnvel gaman að næla í Klose í sumar frítt 🙂

    Yfir og út

  31. Agger er ekkert á leiðinni í burtu.  Held að menn séu að vaða villu ef þeir halda að hann fari.  Þrátt fyrir að vera meiðslapési er hann drullu góður og um að gera að hafa hann um borð.  Ef hann dregur Kjær til Liverpool er það fínt.   Eina staðan í vörninni sem þarf virkilega að kaupa í er vinstri bakk.  Robinson / Johnson gætu svosem alveg gengið þar ef þá Kelly og Flannó verða hægra meginn, en þar sem Kelly er að upplagi miðvörður er spurning hvort hann bæti ekki við svosem einum vinstri bakverði. 

    Svo vantar alltaf kanta bæði vinstri og hægri.  Annars er þetta fínt lið sem við erum með.  Að verða enskt og ungt sem er mjög gott.  

    Þrándur í götu alls þessa virðist vera innanbúðarbarátta milli Comolli og Dalglish þar sem Dalglish virðist ætla að setja sem skilyrði að hann hafi úrslitavald með öll leikmannakaup.

  32. Jan Vertonghen er orðaður við flest öll stóru liðin í Englandi þessa dagana í Hollensku blöðunum! Vinstrifótarmaður sem getru spilað miðvörð(oftast) v-kabvörð og v-kant ásamt afturliggjandi miðju! Fjölhæfur 24 ára Belgi. Einnig spenntur fyrir kantmönnum Sevilla þ.e. Jesus Navas og Diego Perotti!  Þurfum ekki Baines frá bláa hluta Liverpool að mínu viti.

  33. Þessi grein um kjaer er meira en árs gömul hann er núna hjá wolfsburg ef mig mynnir rétt.

  34. 36 Árni Jón skrifar:

    “Þrándur í götu alls þessa virðist vera innanbúðarbarátta milli Comolli og Dalglish þar sem Dalglish virðist ætla að setja sem skilyrði að hann hafi úrslitavald með öll leikmannakaup.”

    Mig langar að spyrja hvort þetta sé þín eigin túlkun eða geturðu vísað í einhverja heimild(ir) til að bakka þetta upp?

  35. 42 Haukur

    Skemmtileg pæling en ég hugsa að ég myndi þó láta Gerrard og Meireles skipta, hafa Gerrard frjálsari í holunni en Meireles á miðjunni með Lucas.

  36. 22 ára í U-21 landsliðið? Hljómar ákaflega vel. Skv. lfchistory.net er hann fæddur 1988. Rock solid frétt!

  37. Auðvitað þurfa Liverpool að kaupa miðvörð. Carrah og Skrtle hafa verið fínir í síðustu leikjum en mig langar lítið að sjá einhver löng spörk til Carroll næsta vetur. Agger er eini af þessum þrem “aðal” miðvörðum sem er vel spilandi, líkt og Pique og Ferdinand. Væri til í annan vel spilandi miðvörð ef Agger verður ekki heill. 
    Maður hefur séð það svo oft að lið loka á miðjuna hjá LFC og þvinga miðverðina til að sparka fram. Með vel spilandi miðvörð/miðverði þá er þetta ekki hægt. Wilson er ekki tilbúinn og ég vil sjá Kelly í hægri bakverði.

    Það vantar einnig vinstri bakvörð. Þó að Flanagan og Robinson séu að standa sig með ágætum núna þá vantar “nafn” í vinstri bak. Þeir eru klárlega mikil efni og hlakka til að sjá þá, en þeir verða ekki í liðinu strax.

    Svo að öðrum punkti. Ég sé fyrir mér Johnson spila hægri kannt/framherja. Hann er teknískur, góðar sendingar og hraður, hann hefur allt að bera þarna hægrameginn. Hafa þá Kelly í vinsti bakverði og eiga Carroll/Kuyt uppá topp. Svo sýnist mér Young vera á leið til liðsins, og þá erum við með Suarez – Carroll Kuyt, eða jafnvel Young – Kuyt – Johnson. Fín breidd.

    Að miðjumönnunum, ég þarf líklegast að éta allt sem ég sagði um Lucas fyrr í vetur, þvílík bæting hjá honum. En sumir segja ,,Form er tímabundið, gæði eru varanleg”, er hann að sýna gæði eða er hann að spila yfir getu. Það þarf meira en eitt gott tímabil til þess að sanna gæði. Meireles er flottur leikmaður, Spearing hefur fyrir mér ekkert sannað. Hann kom inn í lið á mikilli siglingu og flaut með, en hann hefur annars ekkert sýnt mér sem aðrir leikmenn gera ekki betur. Gerrard, Meireles, Aquilani og Lucas er fín breidd á miðjuna.
    En ég væri mikið til í að fá Adam þar sem býður uppá annað en hinir. Gerrard hefur allt, tæklingar, skot, sendingar(stuttar og langar). Aquilani er sóknarsinnaður og góður á boltann, stutt spil og góður skotmaður. Lucas er “holding” fínn varnarlega en hefur ekki á skot á markið á þessu ári. Charlie Adam hefur svo það sem Alonso gerði svo vel, góðar lengri sendingar, góður skotmaður og stórhættulegur í föstum leikatriðum (sem hann tekur). 

    Svo eigum við fullt af ungum mönnum sem eru flottir. Wilson, Flanagan, Shelvey, Pacheco, Cody, Suso, Spearing og fleirri. 

    Ef ég lista þá upp liðið með kaupum í sumar. – Eru í LFC – keiptir – selja – ungir

    Markmenn – Reina, Jones, Gulasci –

    Miðverðir – Agger, Carrah, Skrtle, Kelly, Conor Coady, Alaya, Cahill/Jones, Kyrgiakos

    Bakverðir – Johnson, Kelly, Wilson, Flanagan, Robinson. +1keiptur, Aurelio, Konchesky,

    Miðjumenn – Gerrard, Aquilani, Meireles, Lucas, Spearing , Jonjo, Adam, Poulsen.

    Kanntmenn/framherjar – Suarez, Kuyt, Carroll, Cole, Maxi, Pacheco, Amoo, Suso, Young. Jovanovic, N’gog. 

    Ég er einnig á því að í sumar eigi að kaupa gæði framyfir magn. 2 – 4 leikmenn væru óskandi  en ekki 5 -6. Við erum ekki City. Frekar að eyða hærri upphæðum í fáa leikmenn, minni upphæðum í marga leikmenn. Það borgar sig ekki að fá inn of marga leikmenn í lið sem virðist vera spila mjög vel saman þessa daga, en auðvitað hefur liðið gott af styrkingu.

  38. Okei, það er greinilega ekki hægt að gera underline og strike-through. Kyrgi, Aurelio, Konchesky, N’gog, Jova, Poulsen eru leikmenn sem mega fara/þurfa að fara.  =)

  39. Væri klárlega til í Young. En rosalega finnst mér allir stressaðir varðandi samninginn hjá Kenny. Miðað við hvernig karakter hann er þá kæmi það mér ekkert á óvart að hann væri í rauninni kominn með samning en hann sjálfur vilji bíða með að tilkynna það þar til tímabilið er búið. En kannski er ég bara að bulla. Allavega ef Henry og félagar gera ekki samning við Kenny þá hljóta þeir að eiga sér dauðaósk. Ég er í það minnsta ekki vitund stressaður yfir þessu.

    Ég skal kaupa mér hatt og borða hann ef Kóngurinn verður ekki sá sem mun stýra liðinu á komandi tímabili.

  40. @45 ef hann var 21 árs þegar undankeppninn byrjaði þá má hann taka þátt í þessu móti. Það eru leikmenn í íslenska liðinu sem eru 22 ára

  41. Ef þú ert fæddur ’88 þá geturðu spilað með u 21. Þannig það verða einhverjir 23. ára “guttar” með á mótinu í sumar.

  42. #53 Árni Jón: Ég mundi ekki telja þetta vera neina heimild. Eina sem þarna stendur um þetta er: In an ideal world, the Scot, cast from management’s old school, would probably like a longer contract with greater power over recruitment than the club’s owners would willingly afford him, but his results are unarguable.
    þ.e. probably… Ég hef ekkert séð um þetta og flokka þetta því sem sögusögn þar til ég fæ eitthvað bitastæðara en þetta og ætla ekki að ganga svo langt að segja að það séu einhver “innanbúðarbarátta milli Comolli og Dalglish.”
     

  43. Vonandi verður þetta ekkert conflikt milli Commoli og Kenny, en hugmyndir FSG og Kenny um hlutverk Stjórnans eru ólík.  Þetta er allavega mín skoðun á málinu.  Kannski er þetta of sterkt orðað að það sé innanbúðarbarátta en vonandi sorterast allt fyrir helgina eða snemma í næstu viku.

  44. Algjör óþarfi að áætla að það sé eitthvað konflikkt á milli kenny og eigandanna, finnst það frekar fjarstæðukennt.
    Ég held að ástæðan fyrir því að kenny sé ekki kominn með nýjan samning sé sökum þess að það er bara engin ástæða til þess og ágætt að allir aðilar geti einbeitt sér að því að ná 5 sætinu þangað til að deildinni er lokið og svo verða þessi mál kláruð í júni.
    Henry hefur marg oft talað um það að hann og Werner séu í skýunum með þann árangur sem kenny er að ná, camolli hefur marg oft sagt að hann sé aldrei að fara að kaupa leikmenn sem þjálfarinn vill ekki nota.
    Fyrir mér hljómar þetta ekki eins og innanbúðarkonflikkt

  45. #46 

    Ég veit að þú sagðir að Lucas hefði ekki skotið á marki á þessu ári. En á þessu tímabili skoraði hann m.a þetta mark http://www.youtube.com/watch?v=1uWkAvC2zIQ 

    Þvílíkur bjúddari

Fulham 2 – Liverpool 5

Peningar Manchester City