Tottenham í síðasta heimaleik

Þann 28.nóvember 2010 mættu okkar drengir til norðurhluta Lundúnaborgar eftir að hafa unnið nokkra heimaleiki en aðeins einn útileik. Síðasti útileikur hafði farið illa, 0-2 tap í Stoke þar sem liðið var dregið niður í skotgrafirnar.

Þáverandi þjálfari liðsins kom með annað hugarfar á White Hart Lane, við komumst yfir og svei mér ef við spiluðum ekki ágætan fótbolta. Nokkuð sem ekki sást oft á þeim tíma! Í uppbótartíma fengum við á okkur mark sem skrifaðist á varnarmann sem þjálfarinn keypti og við fórum stigalausir. Eftir þetta tap hætti þessi þjálfari að reyna að spila fótbolta á útivelli, stigamunurinn milli þessara liða að leiknum loknum var 5 stig og jókst jafnt og þétt.

Á meðan Tottenham fór mikinn í Meistaradeild og hlaut hrós fyrir spilamennsku höktum við áfram og virtumst mörgum ljósárum á eftir toppliðunum.

Í janúar kom King Kenny og frelsaði ekki bara leikmennina heldur félagið allt. Smátt og smátt lagaðist spilið og við fórum að reita stig.

Það er vel ljóst þeim sem lesa þessa síðu að ég taldi það vera fáránlega tilhugsun að liðið gæti hrokkið svo vel í gír að við ættum möguleika að ná í eitthvað það sæti sem gæfi möguleika á evrópusæti.

Ó vei þér sem efist!!!

Eftir 36 leiki á vetri sem er án vafa mesti rússibaninn í sögu míns ástkæra félags síðan ég fyrst fór að fylgjast með því blasir sú ótrúlega staðreynd við að með sigri á sunnudaginn hefur liðið okkar náð fimmta sæti og þar með þátttökurétt í Europa League á næsta ári og bæting í töflu um tvö sæti milli ára. Í kjölfar næstbesta árangurs allra liða frá áramótum hefur liðið vaxið að styrk og stemmingu, jafnvel þó að Gerrard, Carroll og Agger hafi lítið spilað og nýfermdir kjúklingar hafi verið á ferðinni lengi.

Byrjunarliðið

Leikurinn á morgun verður úrslitaleikur fyrir bæði lið. Þegar liðið hefur á leiktíðina hefur King Kenny orðið íhaldssamari í liðsvali sínu, við höfum stillt upp sama liði í leikjum að mestu en þó með nokkur “twist” inn á milli. Helsta fréttin auðvitað að Maxi Rodriguez er mættur!

Í leik morgundagsins held ég að sama hugsun sé í kolli kóngsins og tippa því á þetta lið:

Reina

Johnson – Skrtel – Carra – Aurelio

Lucas – Spearing
Maxi – Meireles – Suárez
Kuyt

Á bekknum: Gulacsi, Soto, Wilson, Joe Cole, Shelvey, Flanagan og Carroll.

Svo verði á ákveðnum tímabilum í leiknum farið í 4-4-2 leikkerfi þar sem Maxi og Meireles verða kantmenn Suaréz og Kuyt uppi á topp.

Semsagt, Aurelio kemur inn og gefur Flanagan frí um stund en annars sama lið. Meireles hefur æft og það verður tekinn séns á honum en Carroll geymdur fram í síðari hálfleik. Ef Meireles verður ekki klár held ég svei mér við sjáum Shelvey byrja.

Mótherjinn

Tottenham er án vafa í lok þessa tímabils orðið oftalaðast lið deildarinnar. Þeir áttu mjög gott tímabil í fyrra og héldu áfram að eyða peningum í sumar til að ná langt í Meistaradeildinni og stjórinn gekk svo langt að segjast ætla að vinna deildina fljótlega á næstu árum.

Fram að jólum var þetta á ágætri áætlun en síðan þá hefur dregið úr. Mikil orka fór í Meistaradeildina og frá því þeir unnu AC í Mílanóborg hefur deildarform þeirra verið afar dapurt svo ekki sé meira sagt. Ástæðan er einföld, mörkin hafa þornað upp hjá þeim. Ekki bara hjá framherjunum heldur í gegnum allt liðið. Gareth Bale meiddur og á síðustu mánuðum hefur fýlupúkinn í Sneijder Van der Vaart karlinum gert vart við sig og þá leiki sem hann spilar er hann á lítilli ferð að mínu viti.

Líklegt lið þeirra á morgun er:

Cudicini

Corluka – King – Dawson – Ekotto

Lennon – Sandro – Modric – Pienaar
Van der Vaart
Defoe

Svona fljótt á litið flott lið fram á við en frekar lágvaxnir og léttir til baka!

Niðurstaða

Tottenham hafa talað þennan leik niður þangað til í vikunni, hafa látið eins og hann skipti litlu máli því þeir voru að keppa að Meistaradeildarsæti og eins og allir höfðu þeir afskrifað aðra útkomu en að þeir yrðu í Evrópudeildinni ef verst færi.

Eftir tap þeirra fyrir City er ljóst að þeir munu ekki ná því sem þeir ætluðu sér og það er talsverð gremja á meðal stuðningsmanna Spurs yfir frammistöðu liðsins og nú síðustu vikur hefur mikil neikvæðni beinst í átt að Redknapp og þjálfaraliði hans.

Það eru því neikvæðir straumar um Tottenhamliðið þegar þeir mæta á völl sem þeir sjaldan ná miklum árangri á!

Liverpool bíða hjólgra*** eftir að komast í þennan leik eftir frábærar frammistöður í síðustu leikjum og eftir að minnst geymda leyndarmál vetrarins var loks opinberað, það að Dalglish mun verða við stjórnvölinn næstu þrjú ár hið minnsta verða stuðningsmennirnir í alveg verulega góðum gír.

Sólríkur dagur á Anfield þar sem hávaðinn mun blása enn meiri vígamóð okkar mönnum í brjóst en áður mun enda vel. Við vinnum þennan leik 2-0 með mörkum frá Suarez í fyrri og Carroll í seinni eftir að sá stóri kemur inná.

Það mun þýða 5.sæti í keppni vetrarins og að loknum leik þegar leikmennirnir munu þakka fyrir stuðninginn og taka við gleðinni frá aðdáendunum sem fylgir því að hafa snúið skútunni svona við sækir Carra sér skóflu tekur gröf fyrir aftan annað markið þar sem útivallargrýlan verður grafin ásamt skugga fyrri þjálfara.

Að því loknu fallast menn grimmir í faðma og ákveðnir í að gera tímabilið 2011 – 2012 að einhverju sem við viljum muna eftir frá upphafi, en ekki bara seinni hálfleik!

Koma svo!!!!!!!

47 Comments

  1. Gareth Bale meiddur og á síðustu mánuðum hefur fýlupúkinn í Sneijder karlinum gert vart við sig og þá leiki sem hann spilar er hann á lítilli ferð að mínu viti.

    þá er væntanlega verið að tala um hollenska bróðir hans van der vaart 🙂

    Liverpool verður í bardagahug og þeir taka þennan leik sannfærandi held ég.
    tippa á að spearing setji verðskuldaðan screamer….eða maxi éti frákastið hans og suarez með þrennu…. gengur ekki að maxi og duracell kanínan verði þeir einu með þrennu 🙂

  2. Ótengt – Michael Owen búinn að vinna fleiri deildarmeistaramedalíur (lesist eina) en Carragher og Gerrard til samans. Hvar er sanngirnin í þessum heimi?!?!

  3. Þarf maður ekki að hafa tekið þátt í 10-12 leikjum til að fá medalíu? Náði Owen því lágmarki?

  4. spái fanta leik og sigri okkar manna 2-1 , ótrúlegt að vera svona spenntur og jákvæður fyrir leiki einsog maður er í dag , miðað við árið á undan seinustu áramótum . hvar værum við í dag ef kóngurinn væri ekki kominn aftur með endurlífgun og vakningu á trú og traust á liðinu okkar í framtíðinni ? allir á leið á klepp eftir úrslit dagsins eða   ? DALGLISH !!! DALGLISH !!! DALGLISH

  5. Maður er alltaf að spá naumum sigrum þessa dagana en svo taka leikmenn Liverpool og reka það upp í mann þvert með hverjum stórsigrinum á fætur öðrum. Ætla því að halda mig við það að þetta verði erfiður leikur þar sem sóknir verða á báða bóga. Liverpool vinnur nauman 1 – 0 sigur. 

    Koma svo!

  6. Síðasti heimaleikur, Kenny að enda við að skrifa undir samning…

    Leikmenn Liverpool munu mæta með mikið stolt á þétt setinn Anfield völlin og rústa þessum leik… reikna með að þetta verði svipaður leikur og gegn Manchester United eftir sextugs afmæli Kenny Dalglish.
     
    Ef Tottenham skorar þá kemur það mér mjög á óvart…

    Ætla ekki hinsvegar að spá fyrir hversu mörg mörk Liverpool skorar en vona bara að Kuyt takist að skora í 6. leiknum í röð 😀

  7.  
    maxi = 1
    suarez =2
    Meireles=1
    lucas =1

    við erum að fara að halda uppteknum hætti áfram, ég er alveg klár á því að þessi leikur endi 5-2 🙂
    við erum bara í alltof góðum gír fyrir hvaða lið á englandi myndi ég segja 🙂
    ‘afram Liverpool
    ‘afram SuareZ……………….
    og síðast en ekki síst KD langflottastur

  8. Hlakka til að sjá leikinn á morgun og okkar menn tryggja 5 sætið.

    4-1 fyrir okkur.

    Suarez 2, Kuyt 1 og Maxi 1 ( gæti farið 5-1 ef Carroll kemur eitthvað við sögu )

  9. Síðasti heimaleikurinn, man eftir seinasta heimaleiknum á seinustu leiktíð hann var ekki upp á marga fiska. Síðasti heimaleikurinn á undan honum var magnaður eins og þið flestir munið sá leikur var einmitt gegn Tottenham og þar kvöddum við eitt mesta legend sem Liverpool hefur átt (allavega síðustu ár). En nú er einmitt allt öfugt, við erum ekki að kveðja neinn heldur erum við að fagna heimkomu kóngsins og ekki síst erum við að fagna gengi liðsins og vonandi bjartari tíma sem bíða okkar.

    Ég spái hörkugóðum leik þar sem bæði lið koma brjáluð inn í þennan leik en eftir fyrstu tvö mörkin sem Tottenham fær á sig deyr allur mótkraftur í liðinu. 3-0 Kuyt,Suarez og Maxi

    Kóngurinn lengi lifi

    YNWA

  10. Ég hef sjaldan verið jafn spenntur fyrir einum leik og ég er fyrir leiknum á morgun. Ef Liverpool vinnur fæ ég bjórkassa og gífurlegan andlegan yfirburð gagnvart einum besta vini mínum, sem er svo óheppinn að vera Spursari.

    Auk þess að King Kenny er búinn að skrifa undir nýjan samning, ásamt Clarke og feiri tech starfsmönnum og uppáhalds leikmaður minn í Liverpool, er markahæstur, með flestar stoðsendingar og gæti skorað í 6 leiknum í röð á morgum, Dirk Kuyt, fyrir þá sem ekki vita.

    Eins og það sé ekki nóg er svo mikil unun að horfa á Suarez spila þessa dagana og óvænti snillingurin Maxi hefur fengið heilahristing og heldur annar lítill Argentínumaður.

    Ég spái 3-0 á morgun í skemmtilegum leik. Maxi skorar eftir frákast, Kuyt úr víti eftir að Suarez er felldur og Suarez nær einu í lokin.

    Leikurin mun að miklu leyti ráðast á því hversu vel okkur tekst að loka á Modric og Lennon, svo þarf Lucas að hafa sérstakar gætur á Van Der Vaart og ekki gefa honum neinn tíma á boltanum.

    En að öðru: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=108296

    Hversu sorglegt er þetta… Eftir að hafa fyrir löngu sætt mig við það að United taki fram úr okkur finnst mér ákaflega kjánalegt að horfa upp á Owen, “undrabarnið” úr Liverpool, fyrirheitna drenginn, rétt svo ná lágmarksfjölda leikja með erkifjendum okkar til að næla sér í deildartitilinn sem færir þá skrefi fram úr Liverpool.

    Svo lýsir hann þessarri æðislegu tilfinningu, eins og hann hafi átt eitthvað í þessu eða átt það skilið…

    Annars er United vel að þessu komið, búnir að vera bestir á Englandi í meira en áratug og það er bara jákvætt að hafa það að markmiði að rústa þeim, ekki að verja gamlan árangur. 

    Eins og Ferguson sagði, Liverpool verður tussugott á næsta tímabili, hann er ekkert búinn að gleyma hve stór skugginn af Dalglish var seinast þegar þeir áttust við…

  11. Vona að LFC haldi áfram þar sem frá var horfið í London síðasta mánudag.   Ótrúlegur viðsnúningur á Liverpool undir stjórn KKD.  Leiðin liggur upp á við.  Algjör synd að tímabilið sé ekki bara að byrja núna  😉  Vonandi verður þetta áfram skemmtilegur sóknarbolti þar sem leikgleðin skín úr andlitum leikmanna.  

    Númer 1 er að, núna er ég aftur farinn að hlakka til að horfa á Liverpool, ekki kvíða því eins og þegar RH var að stjórna. :-)))))))  Gleði, gleði.

  12. #12, komdu aftur hér inn í maí á næsta ári, og skríddu þá undan sama steini.

  13. Ekki nota púður í þennan manutd mann, alveg óþarfi.

    En að leiknum, þetta mun verða erfiður leikur held ég en Suarez mun taka þá í nefið.
    Þessi leikur fer 3-1 fyrir okkar mönnum þar sem Maxi heldur uppteknum hætti, skellir inn einu og Suarez hinum tveimur.
    Kóngurinn er kominn heim fyrir fullt og allt og okkar menn verða roooosalegir á morgun, honum til heiðurs!

    YNWA – King Kenny!

  14. gaman að vera lesa ummælin hjá harry nokkrum redknapp…… það er ekki svo langt síðan að maður var að svekkja sig á svipuðum ummælum hjá hodgson í garð van der vaart að hann hefði engin not fyrir hann í liverpool…. í dag gæti ég ekki verið meira sammála honum… hann kæmist ekki einu sinni í liðið hjá okkur

    en ég þykist vera handviss um að redknapp á eftir að blóta í sand og ösku þegar suarez setur hann á morgun

  15. leikurinn fer 3-0 mesti snillingurinn númer 7 <sem er á leiðina á nyju treyjuna mína) setur 2kvikyndi og Hollenska kyntröllid 1, Goða skemmtun. Elska Liverpool

  16. ég held að leikurinn endi 6-2 fyrir liverpool lifi lengi KD

                                   YNWA

  17. við erum ekkert að fara að fá á okkur mörk 6-0 veisla
     

  18. ég gkleimdi að segja hverjir ég spái að skor a maxi =2 suarez =2 kuyt =1 og speaing =1

    hja hinum skorar defo og peter crouc

  19. 4-o á morgun. Maxi, Suarez, Kyut og Lucas með neglu. 
    Guð,hvað næsta tímabil verður skemmtilegt.
    Spái því að að ári verðum við púllarar að fagna 19 meisaratitli okkar ástkæra félags.

  20. þú segir að það verði bara 2-0 fyrir okkur ertu að gleyma maxi og kuyt sem eru búnir að vera svakalegir plús það að tottenham eru hörmulegir með varnarvinnu sína ég held að þetta verði stór sigur!!

  21. Enn eitt gullkornið frá KKD.   Budgets are all very well and good but it doesn’t guarantee you anything.   Kallinn er ótrúlegur.   Allt sem hann segir meikar sense.   Hann er eins og Dalai Lama fótboltans.

  22. Tvennt í stöðunni, höldum áfram okkar striki og murkum það litla líf sem eftir er í Tottenham liðinu með 6-0 sigri (Suarez 2, Carrol, Kuyt, Maxi og Skrtel), eða töpum óvænt 0-1. Ég hallast frekar að því fyrra.

  23. Strákar bara að ganni en hérna læt ef eitt stk spjall sem ég átti við einn grjótharðan Arsenal mann sem hefur verið slíkur í ja einhver 25 ár mundi ég skjóta á.

    Ég segi…    váá
    hvað þinn klubbur má skamast sín, ég treysti eina ferðina enn á þinn klúbb til þess að bjarga andliti minna manna svo klúbburinn frá Manchester borg tæki ekki enn eina dolluna.

    Raggi Says

    nú hvað voru þeir að géra af sér núna?

    ég er allveghættur að fylgjast með þessu rugliég hef bara ekki tíma til að vera að svekja mig á þessu rugli og get  notað 180 mín á viku í að vera með börnunum mínum í staðinn heldur en að vera að pirra MIG á þessum miðlungsleikmönnum sem eru að spila fyrir klúbbinn

    Hér skrifa ég

    hey
    þetta er uppgjöf
    eg þekki þetta
    setti börnin i Arsenal gallann
    og vertu stoltur

    hann kemur aftur

    langur vegur frá því að við vorum með leikmenn eins og henry, bergkamp, pires og vieira allt vinnerar 
    mann langar að grenja þegar maðurs sér Denilson, Wallcott,diaby, og þessa cygan varnarmenn sem hann kaupir alltaf, að maður tali nú ekki um lélegasta markmann sem sést hefur í deildinni hann Almunia.

    Ég Svara

    jaja kannski er þetta rett
    en Raggi ekki gefast upp
    i alvöru
    settu börnin i Arsenal treyjiuna

    hann svarar

    Tilkynna
    þegar wenger fer skal ég byrja aftur
    ég  ætla ekki að  styrkja þennan skítaklúbb um 1 pund á meðan Wenger er þarna    

    Ég kem aftur

    þekki þessa tilfinningu svo
    en bara sem félagi
    hvað finnst þér um Liverpool i dag
    helduru að það se bjart hja Liverpool???

    hann svarar

    pool eru flottir, kenny að gera góða hluti 

    eg svara

    helduru að við seum að koma til baka???

    Hann Svarar

    já afhverju ekki

    þeir eiga séns ef þeir eyða einhverju af viti í góða leikmenn, annnars held ég  að City hafi byrjað á einhvjeru svaklegu í gær

    fótboltamenn eru bara á eftir laununum og ekki að ég sé neitt að setja út á það, myndi orugglega elta bestu launin sjálfur

    það sem mér fynst sorglegast við Arsenal er að það er til money fyrir leikmönnum en hann er bara svo þrjóskur helvítis kallinn

    Svona endaði þetta spjall okkar og ég tek það fram að hér er um fullorðinn einstakling að ræða sem hefur verið gallharður Arsenal maður í mjög langan tíma og farið á leiki með Arsenal OFT. Ég er ekki að setja þetta hérna inn til þess að gera lítið úr Arsenal ALLS EKKI, heldur þvert á móti þekki ég þessa tilfiningu afar vel þegar allt er á móti manni og á meðan ég átti þetta   SSPJALL vorkenndi ég þessum manni en um leið kannski leið mér vel og sá hvað væri bjart yfir hjá okkar mönnum…

    En Arsenal á svo sem ekkert slæmt skilið og vil ég bara óska þessum toppmanni og hans klúbbi sem hann elskar meira en allt eins og við elskum okkar klúbb alls hins besta á komandi árum….

    Vildi bara leyfa ykkur að lesa þetta strákar og í leiðinni minna okkur alla á það að vera ALLTAF heiðarlegir og gera aldrei lítið úr vinum okkar sem jafnframt eru andstæðingar okkar þegar að enska boltanum er komið…

    Megi Arsenal ganga bara allt í haginn á næstu árum Raggi minn og ég get lofað þér því að annað sætið er alveg laust næstu áratugina en því miður verður sæti númer eitt frátekið fyrir klúbb sem heitir Liverpool um ókomna fframtíð…

    Youll Newer Walk Alone           

    Hér kem ég svo til sögu í lokin 

  24. Sama hvad mønnum finnst um raudnef tha er thetta godur puntur af teamtalk :

    It is the way of champions. It is the way of Ferguson, who long ago assumed the position of the best manager in British football history.
    This title merely confirms that. Better than Jock Stein, Bill Shankly, Bob Paisley, Brian Clough and Sir Matt Busby, all of whom would readily accept Ferguson’s superiority if they were here.
    They were true footballing men, too, ones who recognised the power of strong discipline, man-management and nurturing a culture of togetherness.
    It was those ingredients which secured the 2011 Premier League title. Fergie’s finest.

  25. Hverjum dettur í hug að skrifa um ferguson á þessari síðu???
     
     

  26. Eigum við ekki bara vera raunsæir, ég held að við séum ekki að fara rassskella tottenham, þeir eru með of gott lið til að fara að tapa stórt , aðalmálið er að vinna leikinn og tryggja okkur 5 sætið.

    Áfram Liverpool.

  27. Óstaðfest byrjunarlið: Reina, Johnson, Carra, Skrtel, Flanagan, Kuyt, Spearing, Lucas, Maxi, Carroll, Suárez

  28. Spyrjum að leikslokum nr 36. Kóngurinn ætlar sér að vinna, með alla markaskorarana frammi, 4- kanski 1.

  29. Vil biðja síðuhaldara að eyða út commenti #34. Þeim sem koma hingað inn til að mæra scum utd ætti að vera hent út strax. Þetta er ekki opið spjallsvæði um allt og ekkert heldur síða sem fjallar um LFC. Við sem heimsækjum þessa síðu á hverjum degi, og stundum oft á dag, komum ekki hingað til að lesa um afrek Ferguson.

    Andskotinn hafi það.

  30. The Reds team in full is: Reina, Johnson, Flanagan, Skrtel, Carragher, Spearing, Lucas, Maxi, Kuyt, Carroll Suarez. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Ngog, Cole, Poulsen, Robinson, Shelvey.

  31. #41

    Sennilega frekar að Carroll er heill og Kenny vill ekki taka Maxi út þegar hann er on fire.

  32. Hér er annars liðið hjá Tottenham: STARTING XI – Cudicini; Kaboul, Dawson, King, Rose; Lennon, Modric, Sandro, Pienaar; Van der Vaart; Crouch. SUBS – Pletikosa, Bassong, Bostock, Kranjcar, Livermore, Defoe, Pavlyuchenko.

  33. Já en Hjalti, þá væri hann samt sennilega á bekknum í staðinn fyrir Poulsen eða Shelvey.

  34. Eftir að hafa lesið innleginn hérna verð ég bara hræddur, alltof mikil bjartsýni þetta eru Spurs, ekki einhverjir aumingjar….
    1-0 er alveg nóg fyrir mig

  35. Grétar: Já ég hugsaði það um leið og ég var búinn að pósta. Hann er samt ekki á physioroom en þetta gætu þá verið mjög nýleg meiðsli.

Reina verður áfram

Liðið gegn Tottenham komið: