Það er kannski við hæfi eftir þetta rússíbana-tímabil að síðasti heimaleikurinn eftir stanslausa hamingju undafarinna vikna skuli enda með vonbrigðum.
Liverpool er búið að leika frábæran fótbolta undanfarnar vikur og Dalglish skrifaði undir samning í vikunni og okkar dýrasti leikmaður kom aftur inní byrjunarliðið. En okkar mönnum var kippt niður á jörðina aftur þegar að Tottenham unnu Liverpool 0-2 á Anfield.
Carroll kom inn fyrir Mereiles, en annars var þetta svipað lið og að undanförnu.
Reina
Johnson – Carragher – Skrtel – Flanagan
Kuyt – Spearing – Lucas – Rodriguez
Suarez – Carroll
BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Robinson, Poulsen, Shelvey, Cole, Ngog.
Tottenham byrjaði betur og eftir aðeins 9 mínútna leik komust þeir yfir þegar að van der Vaart skoraði með góðu skoti, en þó með smá hjálp frá Glen Johnson.
Mestallan leikinn var Liverpool talsvert meira með boltann og Tottenham skapaði ekkert af viti, en Liverpool menn náðu aldrei að nýta yfirhöndina og skapa almennileg færi. Þegar stutt var liðið af seinni hálfleik gaf Howard blessaður Webb svo Tottenham vítaspyrnu þegar að Flanagan snerti fyrrverandi Everton-manninn Pienar. Modric skoraði úr vítinu.
Við það slokknaði á okkar mönnum og lítil hætta skapaðist. Á síðustu mínútunum var þetta orðið pínu einsog undir stjórn Hodgson með Cole og Ngog sem fremstu menn.
Maður leiksins: Þetta var ekki nógu gott í dag og það var í raun enginn sem skaraði framúr. Carroll og Suarez náðu sér alls ekki á strik í leiknum og liðið virtist ekki alveg vita hvernig átti að spila með Carroll í staðinn fyrir Mereiles. Kuyt var svo einnig slappur og þeir King og Dawson héldu okkar sóknarmönnum algerlega niðri. Á miðjunni voru Tottenham menn með Modric í fyrirrúmi sterkari.
Mörkin hjá Tottenham komu uppúr litlu og það er svo sem erfitt að vera brjálaður útí vörnina.
Ef ég á að vera algjör Pollýanna, þá má segja að það sé hægt að sjá margar jákvæðar hliðar við leikinn í dag.
- Við erum sennilega ekki á leið í Evrópudeildina. Það er jú galli að mörgu leyti, en vissulega líka kostur. Eflaust kemur Evrópudeildin með meiri pening í rekstur liðsins, en hún tekur líka dýrmætan tíma og orku. Ég persónulega horfði bara á 2 leiki í Evrópudeildinni hjá Liverpool í ár og það er einsdæmi að ég sleppi svo mörgum leikjum úr. En það segir sitt um áhuga minn á þeirri deild allavegna.
Ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég viljað sjá Liverpool í Evrópudeildinni, en maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega klikkaður til að sjá kostina við að sleppa þáttöku. Við munum þá geta einbeitt okkur agerlega að ensku keppnunum og hugsanlega leikið betur þegar að hin stóru liðin eru þreytt eftir Evrópuleiki.
- Við förum ekki inní næsta tímabil haldandi að við séum að fara að vinna deildina með vinstri hendi.
- Það sást augljóslega að breiddin í hópnum er ekki nógu góð. Þegar að Kuyt, Maxi og Suarez voru ekki að leika vel, þá var lítið á bekknum sem gat bætt úr því. Shelvey þarf 1-2 tímabil í viðbót og ég held að ég hafi ekki verið eini Liverpool aðddáandinn, sem var lítið spenntur yfir því að sjá Ngog og Cole inná sem varamenn. Liverpool liðið þarf að bæta við sig í sumar. Ég tel nú að Dalglish og Comolli hafi vitað það fyrir þennan leik, en það var allavegana staðfest ágætlega í dag. Bekkurinn í dag var auk varamarkvarðar: Kyrgiakos, Robinson, Poulsen, Shelvey, Cole, Ngog. Þetta gæti varla verið mikið minna spennandi.
Liverpool var ekki besta lið á Englandi eftir Fulham sigurinn og það er ekki allt ómögulegt í dag. Það er alveg einsog á mánudaginn ótrúlega margt jákvætt við Liverpool og hvaða stefnu okkar klúbbur er á. En það að lenda í sjötta sæti ensku deildarinnar í ár alveg einsog í fyrra er auðvitað óásættanlegt.
Comolli, Dalglish og FSG þurfa að nýta þetta sumar vel. Ef þeir gera það, þá hef ég enn fulla trú á því að þetta lið geti blandað sér hressilega í baráttuna um enska titilinn á næsta tímabili, sérstaklega ef okkar menn þurfa bara að keppa á enskum vígstöðum á tímabilinu.
Liverpool átti bara ekki nógu góðan leik í dag, punktur.
Howard Webb verður ekki kennt um hvernig fór, persónulega bauð mér við því hvernig Lois Suarez henti sér niður hvað eftir annað í fyrri hálfleik, en það var svo allt annað að sjá hann í þeim seinni.
Það var svo klaufaskapur hjá okkar unga Flanagan sem gaf víti, já já öxl í öxl en það er oft dæmt víti fyrir minni sakir en þetta, hundfúllt samt.
Liverpool náði aldrei að hrökkva í gírinn í dag gegn vel einbeittu liði Tottenham og því fór sem fór, að mínu mati gerum við engum kennt um nema leikmönnunum sjálfum.
You can’t win them all.
Liverpool á útileik gegn Aston Villa í loka umferðinni en Tottenham heimaleik gegn Birmingham, fyrirfram verður því að teljast ólíklegt að Liverpool sé að keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili, svo má deila um hvort þad sé gott eða slæmt.
P.s
Til lukku Lois Suarez með að hafa orðið Hollenskur meistari með Ajax í dag 🙂
Verður ekki hægt að fara frá þessum leik með því að setja fram frumvarp um það á englandi að Howard Webb má ekki koma nálægt leik Liverpool.
Þetta er 2 “vítaspyrnan” sem hann gefur mótherjunum í vetur. Hann var vel staðsettur og ef suður afríku búinn gat ekki staðið í labbirnar á móti 17 ára gutta skal ég gefa honum árskort í einkaþjálfun og tek það sjálfur að mér.
Samkvæmt reglum má taka öxl í öxl og ef þessi snerting er brot þá var hún fyrir utan teig.
Hér með legg ég til að Howard Webb dæmi ekki leiki liverpool á næstu leiktíð eða til frambúðar, sama þótt hann stjórni hópsöng með you’ll never walk alone, örugglega Celtic maður.
Sælir félagar
Það er merkilegt hjá leikmönnum Liverpool að halda uppá ráðningu Kenny Dalglish með einhverri ömurlegustu frmmistöðu sem maður hefur séð frá því hann kom til félagsins. Andlausir, latir og gjörsamlega úti að skíta á öllum sviðum fótboltans. Menn eins og Caroll eiga bara ekkert erindi inn á völlinn í þessum leik. Seinn og tapaði að minnsta kosti öðrum hverju skallabolta og kom nákvæmlega ekkert út úr honum.
Howard Webb er svo kapituli útaf fyrir sig og ætti hann að fara beint heim og skjóta sig eftir frammistöðu sína í dag. Einhver ofmetnasti og ömurlegasti dómari sem dæmir leiki Liverpool og ætti auðvitað að banna honum að koma nálægt leikjum okkar liðs.
En það breytir ekki því að liðið var ömurlegt í dag og spilaði einhvern drullubolta sem er því ekki sæmandi eftir vikufrí og nýbúið að ráða King Kenny til þriggja ára. Lreikmenn mega skammast sín fyrir þessa frammistöðu þar sem þeir ná varla að ógna marki andstæðingingsins í eitt einasta skipti.
Það er nú þannig
YNWA
Féllum á prófinu gegn Tottenhamliði sem var klassa betri frá mínútu 1 til mínútu 90.
En er það ekki bara fínt í raun, við eigum enn raunhæfa möguleika á þessu EL sæti því Tottenham á leik gegn Birminghamliði sem fellur með öllu öðru en sigri á meðan við förum til Villa.
Bara það að við séum að leika um 5.sæti í lok tímabils er töluvert meira en ég reiknaði með alveg þangað til fyrir 3 vikum. Ég legg ekki allt upp úr evrópusæti heldur fá að sjá hvaða leikkerfi og leikmenn við ætlum að byggja á.
Vissulega vill ég sjá meira frá Carroll, en í dag fékk hann enga þjónustu og ég ætla ekki að dæma nokkurn mann út frá þessum hundlélega leik í dag.
Það stendur ef til vill upp úr eftir þennan leik að vörn Tottenham var geysivel skipulögð, sem og pressan frammi. Liðið kom einfaldlega þrælskipulagt til leiks og pressaði ofarlega og voru öruggir í sendingum þegar þeir voru með boltann, ólíkt okkar mönnum því miður. Þá má einnig segja að Andy Caroll sé ekki enn kominn í form, sem er auðvitað eðlilegt.
Ansi sárt, en svona er bara boltinn..
Besti leikmaður Tottenham var án efa hálfvitinn og fyrrum united leikmaðurinn Howard Webb.
Slepptu skýrslunni, þetta saug böll, komum með transfer gossip.
“Howard Webb er svo kapituli útaf fyrir sig og ætti hann að fara beint heim og skjóta sig eftir frammistöðu sína í dag. ”
Sigkarl, finnst þér þetta við hæfi?
Jæja það sannaði sig í dag að 4-4-2 leikkerfið okkar virkar ekki með 2 varnarsinnaða miðjumenn og hæga kanntara.
Liðið var lélegt og fannst mér hræðilegt að sjá okkar menn henda sér í grasið trekk í trekk í fyrri hálfleik og toppaði Maxi það með einhverri lélegustu dýfu sem ég hef séð lengi. Coward Webb hefði nú getað flautað á eitthvað af þessu en hann hefði reyndar getað rekið Suarez útaf fyrir að “sparka” í Dawson eftir dýfu frá honum en hann slapp með gult.
Hins vegar er alveg magnað að þessi “besti” dómari englands sé settur á stórleiki þar sem hann er alltaf í aðalhlutverki með öðru liðinu og oftast að mínu mati er maðurinn 12 maður mótherja okkar. Hins vegar er nú ekki alveg hægt að setja þetta tap á hann því okkar menn voru HÖRMULEGA ANDLAUSIR, aðeins 2 menn sem sýndu eitthvað Suarez og svo hinn ungi Flanno sem með öllu hefði ekki átt að labba af vellinum á bömmer yfir að hafa látið dæma á síg víti
Mér finnst þetta ekki við hæfi, við eigum að reyna að gæta almennrar háttsemi á þessari síðu, þótt menn séu eðlilega heitir eftir leik.
Liverpool voru ekki nógu góðir en það er erfitt að leika á móti flautunni…
Ég er ekki sammála Hafliða um Webb því hann átti að dæma okkur 2 vítaspyrnur og hann GAF Tottenham vítaspyrnu eftir öxl í öxl, sem var ekki brot og þar fyrir utan, ekki inni í teignum.
Webb á allavega ekki í hættu að vera photoshoppaður í Liverpool búning, það er á hreinu…
Getur einhver sagt mér afhverju Ngog er í þessu leikmannahóp? Ég hef aldrei og þá meina ég aldrei séð hann gera neitt af viti. Það bara hlýtur að vera einhver skárri sóknarmaður í þessu lið. Ég vona svo innilega að hann verði seldur í sumar en stór efast um það þar sem ekki nokkurt lið getur haft áhuga á honum.
Djöfull vona ég að Babel setji mynd af howard webb í tottenham búning inn á Twitter..
Við töpuðum leiknum á miðjunni. Meireles var sárt saknað og Spearing átti slakan leik. Mér fannst Kenny gera taktísk mistök með að skipta um leikkerfi.
Kuyt og Maxi duttu niður í þann gír sem maður þekkir þá best. Kuyt var þó ekki sem verstur.
Súr helgi að baki fótboltalega séð.
Webb stóð sig ekki vel í stóru ákvörðunum, en hvernig fórum við að því að klúðra þessum leik? Við vorum 2 stigum fyrir ofan þá. Fyrst og fremst átti Kenny að setja miðjumann inn fyrir miðjumann en ekki sóknarmann. Spilið verður mjög einhæft þegar Carroll er inná því hann er svo takmarkaður. Þegar það er svona lítið eftir af leiknum þá vill ég gera einsog Barcelona, henda sóknarmanni inn fyrir varnarmann. Við höfum ekkert að gera við Skrtel eða Carra þegar við liggjum í sókn. Mér fannst einnig miðjan ekki standa sig því Modric fékk allan tímann í heiminum á boltanum, það var enginn að pressa á hann. Ég er á því að Kenny hafi ruglað taktíkinni með að setja Carroll inn fyrir Meireles og ég ætla að leyfa mér að kenna því um.
Til hamingju howard webb. ´Þú ert ömurlegur dómara. Vona að þú farir að leggja flautuna á hilluna. LFC náði sér ekki á strik, ekki á móti 11 leikmönum, og ekki heldur á móti 12. Tökum næsta leik 🙂
Maður leiksins: Howard Webb. djöfull hata ég þennan náunga !!
@16
35 milljón punda maðurinn á bekknum semsagt? Ég er eiginlega sammála….. En Meireles var meiddur. Maður veit ekki hvernig hann hefði stillt þessu upp ef hann hefði verið heill.
Það er rétt að okkar menn voru bara lélegir í dag en hvað er málið með Howard Webb hann var skelfilegur í dag og ég fullyrði að ef Carra eða einhver annar en Flanagan hefði “brotið” (var aldrei brot) hefði hann ekki dæmt. Að mínu mati á Webb bara ekki að vera settur á LFC leiki hann fílar ekki liðið og það kemur berlega í ljós í hvert skipti sem hann dæmir hjá okkur.
Áttu Totteham menn eitthvað alvöru færi í þessum leik??
ég hata Howard Webb meira en bak hárin á mér.
Það sást best á þessum leik hversu mikilvægir menn eins og Meireles og Gerrard eru; þetta eru mennirnir sem bera upp boltann, koma honum í fæturnar á Suarez, taka hlaupið inní teig og valda einhverjum vandræðum. Það verður ekkert af Lucas tekið, hann er duglegur og sömuleiðis Spearing. En fyrstu mínúturnar gáfu fyrirheitin hvað koma skyldi; boltanum var bara einfaldlega ekki komið fram á Suarez. Sem er maðurinn sem lætur hlutina gerast. um þessar mundir.
Það er náttúrlega fáranleg óheppni að vera án bæði Meirels og Gerrard…
Kúdos á skýrslu Einars, svo sammála því sem þar kemur fram. Ekki ástæða til að henda sér fram af hamri í dag frekar en maður keypti kassa af kampavíni á mánudagskvöldið.
En mig langar að vera enn jákvæðari en Einar Örn og minna hann á að við urðum í sjöunda sæti í fyrra og munum því ná hinu klassíska markmiði “gera betur en síðasta tímabil”. Reyndar ekki í stigum en í sætum, hins vegar er númer 6 ekki ástæða til að opna eitthvað með upptakara!
Sumarið í sumar er málið og ég eins og Einar Örn mun ekki sakna leikja á fimmtudagskvöldi í Evrópudeildinni fari svo að við náum ekki inn í keppnina. En auðvitað verður skrýtið að vera ekki í evrópukeppni á næsta ári, vegna bikarsigurs Birmingham (sem sennilega falla) og úrslitasæti Stoke City í FA cup.
En svona eru jú reglurnar!
Sælir félagar
Nei Hafliði ég get alveg fallist á að þetta var ekki við hæfi. Þó ég hafi verið afar fúll útí aulann Webb þá er þeta samt ekki við hæfi og bið ég menn að fyrirgefa mér þetta ljóta orðaval. Þessi leikur var mér mjög mikilvægur af ástæðum sem ég fer ekki útí hér en samt… þetta var og er ekki við hæfi.
Það er nú þannig
YNWA
Já, ég steingleymdi því að Aston Villa voru líka fyrir ofan okkur.
Þetta var arfaslakt hjá okkar mönnum plús það að dómar féllu ekki með okkur heldur þvert á móti. Webb átti arfaslakan dag og ég get ekki séð hvernig þetta á að vera víti. Þetta er bara öxl í öxl og í þokkabót þá stigur Pienaar fyrir Flanagan en ekki öfugt. Frekar átt að vera brot á Pienaar en Flanagan.
Það er alveg ljóst að Webb hefur eitthvert horn í síðu Liverpool og það sást best á dómgæslu hans í dag!
paul_tomkins Paul Tomkins
RT @CrowdGoBananes: Howie Webb occasionally laughable, but could’ve sent Suarez off for kick, and should’ve booked Maxi for dive.
Fannst Liverpool ömurlegir í þessum leik en Tottenham virkilega góðir…
Howard Webb stóð sig ekki sem best, en að ætla að bölva honum og kenna um er vægast sagt fáranlegt. Liverpool átti hvað… 1 skot á markið? í 95 mínútur… Vorum virkilega lélegir…
Leikur okkar manna versnaði síðan þegar að Ngog kom inná fyrir Maxi… eftir það var Suarez allaveganna alveg týndur.
Menn vilja meina að þetta hafi ekki átt að vera víti… ég get tekið undir að þetta var ódýrt… en hver var munurinn á þessum dómi og vítið sem Lucas fékk gegn Arsenal.
Pienaar sótti þetta vel, steig fyrir mannin og kom í veg fyrir að hægt væri að kalla þetta öxl í öxl.
Brotið er inní teig þar sem línan er hluti af teignum… hefði allaveganna verið umdeildara að dæma aukaspyrnu þarna frekar…
Ég er hinsvegar þokkalega bjartsýnn um að við getum en náð 5. sætinu… Birmingham eru í harðri fallbaráttu og þurfa að vinna Tottenham um næstu helgi.
Góð upphitun, sammála flestu. Nokkrir punktar:
Svekkjandi að tapa mögulega Evrópusæti með svona leik í síðasta Anfield-leik tímabilsins. En það breytir engu um það að við eigum að vera bjartsýn og setja markið hátt á næsta tímabili.
Mér fannst Sandro vera maðurinn sem vann miðjuna í dag. Lucas og Spearing áttu ekkert í hann og Modric. Fyrir mitt leiti var þetta fyrsti leikur sem við spilum þar sem er alvöru pressa á mönnum og við stóðumst EKKI prófið.
Verðskuldað hjá Tottenham og það verður gaman að sjá hvort Harry hrauni yfir Europa Cup þegar/ef hans menn komst í þá keppni. Annars er þetta tímabil loksins að enda og ég persónulega get ekki beðið eftir sumrinu og næsta tímabili.
YNWA
Þetta var vissulega hálf dapurt. Rétt eins og spennufall væri í hópnum eftir opinberu tilkynninguna um Dalglish. Það er ansi langsótt að kenna dómaranum um hvernig fór í dag. Þetta Howard Webb tuð pirrar mig nett rétt eins og leikaraskapurinn í s-amerísku snillingunum okkar. Minna af báðu skaðaði ekki. Okkar menn voru ekki nógu góðir í dag og töpuðu verðskuldað – punktur.
En þetta er enginn heimsendir. Liðið heldur áfram að spila boltanum og reyna að leika góða knattspyrnu. Þegar hvorki Meireles eða Gerrard eru með slitnar á milli varnar og sóknar sem gerði Tottenham auðvelt að verjast í dag. Mér fannst Suarez góður að venju og ungu mennirnir stóðu fyrir sínu en hef smá áhyggjur af Carroll. Skil ekki hreyfinguna á honum inni á vellinum. Dalglish þarf að vinna með hausinn á honum þ.e. það sem er inni í honum. Svona hægur og þungur striker þarf að vera klókur og finna staðina þar sem færin gefast. Carroll var á hálfgerðum þvælingi út á köntunum og virtist ekki með á nótunum á löngum köflum.
Þetta minnir okkur bara á að ekkert fæst gefins í þessu lífi. Annars tóm hamingja að vera Púlari.
Birkir, þetta er bara rangt.
Mér er sama hvaða Tomkins segir, Maxi átti að fá víti.
Liverpool sökkuðu, en voru Tottenham að eiga einhvern glimrandi leik? Við hefðum mátt fá 1 af þessum 2 vítum sem við áttum skilið, þeir ekki að fá vítið sem Webb gaf þeim. 1-1 hefði verið sanngjarnt, eða 2-2 ef þú villt hafa það þannig.
Ég veit þú ert hrifinn af tölfræði svo ég fann smá handa þér, Liverpool með fleiri skot, meira með boltann og fleiri hornspyrnur. Eina sem tottenham gerði vel var að verjast og hafa Webb með sér í liði.
Liverpool
Tottenham Hotspur
15(3)
Shots (on Goal)
11(3)
13
Fouls
8
11
Corner Kicks
5
2
Offsides
0
54%
Time of Possession
46%
2
Yellow Cards
1
0
Red Cards
0
1
Saves
3
Annars hafði Kenny þetta að segja:
Tottenham were able to double their advantage in the early stages of the second half when they were awarded a penalty after referee Howard Webb had adjudged John Flanagan’s shoulder charge on Steven Pienaar to be a foul.
Dalglish preferred to keep his own counsel on the incident when questioned by journalists, admitting he’d rather look at the performance of his own side.
He said: “It’s just unhelpful to everybody we can’t express our true thoughts and it’s even more disappointing that the officials get away scot free without coming in to explain their decisions as well.
“I think it’s safer for me to leave it at that and get on with the next question.
“It’s not a race for fifth place in my mind, it’s just disappointment there at the performance.
“You can have refereeing mistakes but you cannot legislate for that – we can only look after ourselves. We could have been a greater help to ourselves if we had started the game better than we did.”
Jæja, þetta klikkaði eitthvað… Pennarnir, henda kannski fyrra kommentinu út…
Ég er ekki sammála því að þetta hafi verið dýfa hjá Maxa, þetta var smá snerting. En þetta var vissulega ekki víti.
Þetta var ekki nógu gott. Sammála mönnum með að KKD hefði átt að setja inn miðjumann í staðinn fyrir Carroll. Það er óneitanlega þreytandi að sjá spilið á köflum þegar Carroll er með, oftar en ekki er há sending upp á hann það spil fram á við sem farið er í. Þetta pass and move fyrirkomulag var búið að virka vel í leikjunum á undan og ég hefði frekar viljað byrja með Shelvey í stað Carroll í þessum leik. Þótt Carroll sé sterkur þá er ekkert grín að þurfa berjast um alla háu boltana við Dawson og King.
Bekkurinn var eiginlega bara grín í dag og liðið gat ekki annað en veikst við innáskiptingu af bekknum, þetta er eitthvað sem þarf virkilega að bæta úr fyrir næsta season.
Hvað Tottenham varðar þá datt flest allt með þeim í dag, oftar en ekki þarf það í svona leikjum. Mér fannst hins vegar frammistaða Howard Webb alls ekki góð. Mér fannst hann frá upphafsmínútunum taka rangt á brotum til að mynda hefði Dawson átt að vera búinn að fá spjald sem strax hefði haft áhrif á hans varnarleik. Þessi vítaspyrna var síðan eintóm gjöf og hafði gríðarleg áhrif á þennan leik þar sem við vorum að sækja í okkur veðrið og einunigs marki undir.
Spilamennska liðsins heilt yfir fannst mér ekki góð og öfugt við önnur stærri liðin í deildinni þá áttum við ekki til menn sem gátu komið inná og skapað einhverja hættu í stað manna sem ekkert gekk upp hjá. Það var sárt að eiga slíka menn ekki í þessum leik.
Hins vegar er alls ekki öll von úti ennþá, Tottenham á eftir að spila við Birmingham sem munu berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það er alls ekki gefinn sigur þar. Ef við höldum okkar striki og tökum Aston Villa þá hef ég lúmskan grun um að það muni duga okkur.
síðan má Reina fara að verja víti!
var hann ekki nefndur vítabani?
Er einhver með linkinn á síðuna þar sem maður getur borið saman ákveðna hluta tímabilsins, eins og t.d. frá janúar til maí?
Verð að segja að mér fannst Flanagan maður leiksins. Flottur strákur þar á ferð sem er ekki hræddur við neitt og lætur sig vaða í allt.
Ég þoli ekki Howard Webb !!
Rosalega eruð þið tapsárir. Ykkar lið gat bara ekki blautan skít í þessum leik. Þið talið um að Tottenham hafi ekki átt færi, en ekki áttu liverpool neitt fleiri færi. Það er voðalega auðvelt að kenna dómaranum um tapið en hvernig væri nú frekar að líta á ykkar eigin frammistöðu í leiknum. Menn eins og Carroll og Suarez gátu ekki neitt, hvernig var það? var búið að taka takkana undan skónum hjá Suarez? Hann datt í hvert einasta skiptið sem hann fékk boltann. Þetta var bara sanngjarn sigur hjá Tottenham tápsáru vælukjóarnir ykkar! Þetta hljóta að vera kaup ársins að kaupa Carroll á 35 milljónir punda, þvílíkt djók. Það ætti að klippa þetta ógeðslega tagl af honum og senda hann aftur til Newcastle.
Maður leiksins: klárlega þessi félagi hér, hleypti lífi í leikinn um leið og hann kom inn á, hljóp eins og óður maður út um allan völl og barðist eins og ljón allan tímann sem hann var inn á!
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=108360
veit ekki betur en mark klattenburg sé alltaf í liverpooltreyjunni þegar hann dæmir leiki hjá ykkur,Howard webb er hátíð miðað hann.
Vissulega ekki nógu góður leikur hjá okkur og erfit verður að ná evrópusæti á næst tímabili, en við skulum alveg halda okkur á jörðinni, þetta er ekki búið fyrr en flautad verður til leiksloka í næstu umferð. Ef við náum að stilla strengina fyrir næsta leik við Aston Villa þá er alveg möguleiki, Tottenham eiga leik við Birmingham og þar sem Birmingham verður að vinna þann leik til að eiga von um að halda sér í deildinni…þá er enþá von og ég hef trúá að hún sé sterkari en menn þora að vona…. Ég ætla að reikna með okkur í Evrópudeildina næsta tímabil, þannig er nú það…
Áfram LIVERPOOL, YNWA…
Hjalti, vertu rólegur á lýsingarorðunum. Veit ekki alveg hvaða liði þú heldur með, en þú ert væntanlega ekki stuðningsmaður LFC og ef að ég hef rétt fyrir mér þar finnst mér allavega eðlilegt að þú gangir um þessa síðu af kurteisi.
Hins vegar með Carroll þá kemur í ljós á næsta ári hvernig við náum að koma honum inn í liðið, vandi dagsins var fyrst og síðast sá að það var enginn sköpun framávið svo að hvorki Suarez eða Carroll fengu þá þjónustu sem þeir þurfa.
Það lagast í sumar með alvöru vængmönnum og heilum SG og Meireles.
En það að hafa öflugan striker eins og Carroll auk 15 milljón punda í bankanum í stað Torres slagar upp í kaup ársins í mínum huga!
Nú horfði ég á leikinn og það var ótrúlegt að sjá Carragher negla honum fram á Carrol hvað eftir annað. Hvaða stræker í heiminum getur gert eitthvað við þessa fáránlegu fallhlífarbolta?
Carrol getur ekki virkað án þess að sendingarnar komi frá hlið, ekki frá miðjunni. Því miður var akkúrat þetta uppi á teningum í dag. þ.e. sendingarnar voru flest allar háir fallhlífaboltar.
Ef liðiinu tekst að setja boltann í lappirnar á Carrol þá getur Suarez spilað af honum.
Mér fannst samt sérkennilegt hjá KKD að skipta um leikkerfi svona, hversu oft hefur Liverpool spilað 4-4-2 á síðustu árum?
Kristján Atli #29.
Mjög góðir punktar og það er nákvæmlega þetta, verum bjartsýnir á gott sumar og næsta tímabil…
Áfram LIVERPOOL, YNWA…
Við getum nú ekki ætlast til að liðið spili alltaf eins og undralið, þetta var bara ekki nógu góð spilamennska hjá okkar mönnum en það lagast allt í sumar.
Mér finnst frekar leiðinlegt að sjá menn eins og “Hjalta” koma hér inn og drulla yfir okkur, auðvita erum sár og svekkt hver er það ekki sem horfir á liðið sitt tapa. Hér á Síðunni léttum við á okkur og veltum hlutunum fyrir okkur vitandi það að hér inni eru samherjar okkar sem hafa sömu markmið. Ég bara þoli ekki svona gæja sem þurfa að blanda sér í umræður sem þeim koma ekki við. Þeir skulu bara fara inn á spjallsíðu hjá sínu liði ( ef þeir eiga eitthvað) og tjá sig þar en láta okkur í friði nema þeir geti lagt eitthvað málefnalegt til málanna.
Ef við hefðum unnið þennan leik stórt eins og hina á undan þá hefðu væntingar okkar verið ansi miklar fyrir næstu leiktíð en við vitum að góðir hlutir gerast hægt og það er það sem gerist hjá okkar ástkæra Liverpool.
Áfram Liverpool
YNWA
þarna fengum við púllarar bara að éta hattinn okkar…
það er bara þannig ég átti sko alls ekki vona á tapi í dag heldur stórigra, eftir undangengna leiki, en það var annað upp á teningnum Tottenham voru bara betri í dag, og hafa meiri breidd í sínum hóp, við erum búinir að vera á svakalegu rönni. en þarna var sigurgangan stöðvuð, og þið sem eruð að drulla yfir liðið ættuð bara að halda þessu fyrir ykkur og ekki vera með þetta rugl hérna.
svona er bara boltinn þessir strákar eru búinir að standa sig vel undir stjórn kenny, þetta var bara ekki þeirra dagur í dag.
næsta tímabil verður betra en þetta , það er alveg á hreinu svo lítum bjart á tímana sem eru framundan hjá klúbbnum okkar… og þið þarna pappakassar sem styðjið ekki Fallegasta og besta lið á Englandi skrifið ykkar hugsanir annarstaðir…. þetta er poolara síða donkeys
ÁFRAM LIVERPOOL
YNWA.
Já sigríður #46 það er bara svona með sumt fólk eins og t.d. Hjalta, menn virðast fá meira út úr því að henda skít í aðra frekar heldur en að taka þátt í umræðunni á málefnalegan hátt, en það fer með honum. Eflaust ágætis drengur en bara leiðinlegt þegar umræður komast á þetta plan sem hann fór á. En það fer með honum, maður getur rétt ímyndað sér hvernig umræðan sé á spjall vef hans félags ef hann þá er til, kanski er hann bara einn af þeim sem langar að vera með en kann ekki að bera sig að því. Eigum við ekki bara að bjóða honum í okkar lið og kenna honum hvernig við bloggum og höfum gaman af…
Áfram LIVERPOOL, YNWA…
Hjalti hef bara eitt að segja við þig: Hahahahhahahaha… bæ
Ég myndi segja að þetta hafi verið sigur breiddarinnar hjá Tottenham, hlutfall góðra leikmanna hjá þeim er einfaldlega miklu hærra.
Nú þarf bara að treysta á að Tottenham tapi stigum á móti Birmingham sem eru í harðri fallbaráttu. Tapi þeir leiknum dugar Liverpool jafntefli svo öll von er ekki úti enn.
Breidinn og hispursleysi varð okkur að falli i dag.Þurfum fjora til fimm heimsklassalekmenn í sumar. Væri til i Canales , Cahill,Aguero , young Og Hazard/Sanchez/Perotti. Með thessu myndast Breydd!!!!!!
Jæja..Menn komnir nidur a jørdina ? I upphitun fyrir leikinn serist thetta ekki um hvort sigur myndist vinnast a Tottenham heldur hvort rullad yrdi yfir tha eda their nidurlægdir. A medan a leik stod kikti eg inna kommentin og eg verd ad segja thau voru ansi mørgum til skammar. Hefdi matt skilja thetta ef thessi sida væri fyrir LFC fans undir 12 ara.
Domarar a Englandi eru ekki i hædsta gædaflokki , thad er vitad en H.Webb er samt theirra skarstur ad flestra aliti. Ju ok thid erud ekki sammala en kannski er møguleiki ad einhverjir hafi meira vit a fotbolta domgæslu en thid 🙂 Eg get ekki sed hvernig kenna a H.Webb umurslit thessa leiks….Tottenham voru bara betri adilinn i dag !!!
Thad er einn adili sem ber af thegar kemur ad kommentum her a thessari sidu og thad er # 1 Haflidi.. Eg man ekki eftir skitkasti eda omalefnalegum kommentum fra honum. Annars eru her ansi margir sem ættu ad ihuga ad hætta ad fylgjast med fotbolta eda mattu skoda ad leita ser andlegrar hjalpar 🙂
Valli #48# ég er svo hjartanlega sammála þér, sýnum honum hvernig á að styðja sitt lið. Þetta er svona eins og með börnin okkar. Við erum svo stolt af þeim oghrósum þeim og gleðjumst yfir sigrum þeirra en við verðum líka að geta horfst í augu við það að stundum standa þau ekki undir okkar væntingum og þá eigum við líka að hvetja þau og styðja þau. Það er eins með liðið okkar þeir stóðu ekki undir okkar væntingum og Tottenham var bara betra en við gefumst ekkert upp og förum að halda með Manchester United….við ræðum málin ( málefnalega) og kennum ekki öðrum um.
YNWA
Niðurstaðan 0-2 er svekkjandi en ég er hins vegar ekki búinn að gefa 5. sætið uppá bátinn. Tottenham leikur gegn Birmingham í síðustu umferð sem hreinlega verður að vinna ef þeir ætla ekki að eiga það á hættu að falla. Liverpool leikur gegn hinu liðinu frá Birmingham á Villa Park sem unnu góðan útisigur á Arsenal í þessari umferð. Það er enn von.
Liverpool tapaði leiknum í dag vegna þess að þeir voru lakari aðilinn. Tottenham mættu tilbúnir til leiks á meðan heimamenn virkuðu stressaðir í byrjun. Þeir létu mótlætið fara í taugarnar á sér og eyddu miklu púðri í að pirra sig á dómaranum og andstæðingunum. Sú leikgleði og öryggi sem hefur einkennt liðið í undanförnum leikjum var ekki til staðar í dag. Með smá heppni hefði liðið getað jafnað leikinn í stöðunni 1-0, en það tókst ekki og annað markið var einfaldlega of mikið.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að safna liði og klára mótið með stæl á sunnudaginn. Hef fulla trú á að 3 stig gætu skilað liðinu 5. sætinu á sunnudaginn.
það er nú bara þannig að þetta var slakur leikur (allavega það sem ég sá) og tottenham náðu að stöðva suarez alveg með því að gef a honum ekki séns á að gera neitt, þeir vöðuðu bara í hann þegar hann fékk boltann. ég er viss um að fleiri en ég voru með áhyggjur af varamannabekknum okkar áður en leikurinn byrjaði, enda eru nokkrir lykilleikmenn meiddir. samt sem áður hef ég trú á að við náum 5 sæti enda er ég alltaf bjartsýnn:D (þótt mér sé í raun skítsama þótt við komumst í evrópudeild.)
að lokum vil ég endilega biðja menn um að spara það að drulla yfir okkur eins og við séum tapsárustu menn í heimi, allavega þangað til menn eru komnir með hár á punginn.
peace out
@HannesH
Liverpool var síðra liðið í dag en það er víst hægt að setja mjög mikið út á dómgæsluna í dag. Það verður að gæta að jafnræði þegar verið er að dæma leiki eins og þessa en það var því miður ekki tilfellið í dag. Margur hefði ekki dæmt víti þegar Pienaar stígur fyrir Flanagan og lendir með öxlina á sér á öxlina á honum. Þetta er frekar brot á Pienaar heldur en nokkurntíman vítið. Þetta er bara eitt dæmið í leiknum sem að hallar á Liverpool. Tottenham voru betri aðilinn fyrstu 20 – 30 min en svo tók Liverpool öll völd á vellinum. Náðu þvú miður ekki að skapa sér mjög mörg færi og því fór sem fór. Liverpool tapaði bæði vegna þess að þeir voru ekki nógu góðir í dag og vegna þess að dómarinn hallaði meira á Liverpool en Tottenham í þessum leik. (Staðfest)
Ef þú hefur eitthvað málefnalegt að segja, segðu það þá en ekki gaspra bara svona út í loftið!
@ 56..
Domgæsla er oft : In the eye of the beholder…….Thad er thegar madur heldur med ødru lidinu tha eru atridi sem madur vill 100 % fa dæmt viti a en sidan telur madur ad sama atridi se ekki viti thegar thad er a hinn veginn. Domarinn hefur faar sek. til ad akveda thetta og stadsetning hans rædur thar miklu…Hann getur ekki eins og vid horft a thetta marg sinnis hægt 🙂 Eg veit ad svona getur verid svekkjandi en a heilu timabili tha oftast vafnast svona atridi ut……Eg er viss um ad her er ekki um FA samsæri ad ræda gegn LFC. Og ad LFC hafi tekid øll vøld a vellinu…ummmm ?????
Ég er ekki búin að útiloka fimmta sætið, tottenham á birmingham í seinast leik sem eru í bullandi fallbaráttu og held að þeir gætu alveg tekið stig. Svo eigum við villa sem hefur engu að vinna að og eru í einhverri lognmollu um miðja deild. Við tökum fimmta og nælum okkur í smá evrópubolta á næsta tímabili.
Án þessa að vera leiðinlegur þá segir maður “óðu” í hann, ekki “vöðuðu”. Þetta var bara svo svakalega sárt að lesa að ég var að segja eitthvað 🙂
Vona að menn átti sig á því að Gerrard á svo sannarlega erindi í þessu liði og rúmlega það.
Ferlegt að tapa þessu leik. Þetta var síðasta tækifærið til að klára “alvöru” úrslitaleik á tímabilinu og leikmenn féllu á prófinu… Ekki gott!
Er hjartanlega sammála #29 KAR með fyrsta punktinn… Það er veik pollýönnu taktík að tala niður Evrópu deildina af því við erum að klúðra sæti þar!!
Er ósammála #43 Magga í því að við gerðum kaup ársins! Það á svo mikið eftir að koma í ljós. Carroll er tabula rasa í þessum bransa. Ég fæ vatn í munninn við tilhugsina eina saman að hugsa um Suarez og Torres sem framherjapar. Mammon gleypti Torres… strákskömmin nagar sig pottþétt í handarbökin núna þegar hann horfir á Suarez. Það er hrikalegur missir af Torres…. alveg eins og það var hrikaleg blóðtaka þegar Alonso fór frá okkur. Bara herfilegur grefill… Hvarflar ekki að mér að tala þess leikmenn niður þó þeir hafi valið að fara. En það þýðir samt ekki að ég vilji hafa menn sem ekki vilja vera!
Koma svo Birmingham… mætið með blóðbragð í munninum á Hvíta Hjartað og litið það rautt. Svo er eins gott að við náum eins og einu stigi af Villa sem hafa að engu að keppa.
YNWA
@57 HannesH
Þetta er auðvitað bara bull. Liverpool er ekki að upplifa nein samsæri frá FA eða einstaka dómara gegn sér þótt manni finnist oft eins og Webb hafi eitthvað á móti Liverpool. Staðreyndin er sú að í flestum þeim leikjum sem Liverpool tapaði eða gerði jafntefli í var einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki nógu góðir. Í dag er sagan aftur allt önnur og þótt að svo hafi verið spilaði líka slök spilamennska inn í en ekki bara döpur dómgæsla!
Það er voða ódýr skýring á þessu tapi að kenna mjög lélegum dómara um hvernig fór. Okkar menn áttu bara mjög slakan dag og höfðu engann áhuga á að vinna leikinn!!!
Það vantaði hungrið sem hefur verið í undanförnum leikjum.
ÁFRAM LVERPOOL!!!!!!!!!!
Held að menn séu að lýta á þetta vitlaust, efast um að margir hér séu að kenna dómaranum einum um tapið. Okkar menn voru ekki nægilega góðir..
En það breytir því ekki að webb dæmdi vít þegar það átti ekki að vera víti, og því komust þeir í 0-2, í stað þess kannski hefðum við náð að jafna ef það hefði ekki verið þetta víti, eða bara þeir unnið 0-1 sem hefði verið skárra því þá hefðum við ekki fengið á okkur þennan asnadóm. Og já já meigið segja að við séum að væla og kenna dómaranum um stuðningsmenn annara liða, en get lofað ykkur að það hefðu öll lið vælt eitthvað yfir þessum dómi.
Leiðinlegt að tapa en svona gerist stundum hjá bestu liðum og svo heyrir maður að liðið vilji ekki sérstaklega spila í evrópukeppni og kannski er það rétt. Ég held að dómarar verði að laga sig til og þeir þurfa að fá gagnrýni frá stjórum án þess að stjórar fái sektir, margir eru ekki að vinna vinnuna sína og þessi í gær var Tott maður eða þannig.
Ég er svo glaður með viðsnúninginn á liðinu, liði sem ekkert komst áfram lungað af vetrinum. Gerrard og Agger búnir að vera frá í tvo mánuði og við erum komnir í 5 -6 sæti og einn leikur eftir.
KK er komin til að vera og nú verður spennandi sumar framundan fyrir okkur, eitthvað sem við höfum ekki haft lengi. Eigum við ekki að njóta síðustu vikunar og þeirrar vissu að sumarið verður magnað hjá Liverpool FC.
Horfði mér til skemmtunar á leik Chelsea og Newcastle fyrr um daginn og þar var langlélegasti leikmaðurinn sá nr. 9.
Jafn áhugalaus og pirraður og hann hefur verið nú um langt sinn og auðvitað hlægilegt að búið sé að skipa Ancelotti að spila honum allan leikinn. Það er mín samsæriskenning allavega, maðurinn var sorglegur í alla staði, óháð því að hann er steinhættur að skora. Kæmi mér ekkert á óvart að sjá Rafa taka við Atletico í sumar og Chelsea skipta á Torres og Aguero – heimþrárveiki Spánverjanna virðist hrjá hann ansi vel þessa dagana.
Ég er einfaldlega að segja það að ég tel það verulega góð viðskipti að losna við mann sem hefur tapað eldmóðnum og augljóslega orðinn baggi (lykilmennirnir sögðu ALLIR að það hefði verið best fyrir alla að hann fór, og Dalglish gerði það óbeint með sínum ummælum um söluna og kaupin á Carroll). Hvað þá að fá fyrir hann metfé.
Svo treysti ég Dalglish, Shearer og Capello fyrir því að hafa vit á framherjum, þeir eru allir sannfærðir um að við höfum eignast skrímsli (beast) í framherjastöðunni til frambúðar.
Hitt er annað mál að við þurfum að auka gæðin í því að koma boltanum á framherjana, Spearing, Lucas og Maxi klikkuðu á því í gær og ég er handviss um að Dalglish veit það betur en við. Það hlaut að koma að því að við söknuðum okkar besta leikmanns, Gerrard.
Svo þegar við vitum af því að okkar eini vel spilandi hafsent (Agger) er í burtu og sá miðjumaður sem mest skapar utan Captain Fantastic (Meireles) dettur út líka, þá er kannski skiljanlegt að við dettum niður á dapran leik sem við gerðum í gær.
Sem var að mínu mati óvænt, fannst liðið vera í flottum gír, en hápressa Spurs-ara svínvirkaði og kippti okkur niður á jörðina, sem er bara hið besta mál.
Þegar miðlungsleikmenn fara að spila aftur eins og miðlungsleikmenn þá erum við bara ekki nógu góðir og því fór sem fór. Vorum algerlega yfirspilaðir á miðjunni og framherjarnir fengu enga þjónustu. Vantaði allan vilja, brodd og greddu og vorum algerlega getulausir fram á við. Þessum endalausu sendingum frá miðverði á framherja verður að linna en það þýðir þá að Carra verður að fara á bekkinn. Vorum líka pínu óheppnir,óverjandi mark frá Van der Vart og svo gaf Webb vítið, en við áttum ekkert skilið út úr þessum leik. En verður maður ekki að vona að það séu bjartir tímar framundan. Gerrard nái einhverju formi, Suarez og Carrol komi ferskir eftir sumarið, Agger nái sér af sínum eilífðarmeiðslum og hópurinn verður styrktur í sumar, það er algerlega nauðsynlegt.
Það er alveg greinilegt að við þurfum að kaupa a.m.k eitt stykki Creative midfielder.
Ég segi Charlie Adam. Hann var stórkostlegur á Laugardaginn, held að hann hafi lagt upp 1 og skorað svo sigurmark Blackpool.
Hann er enginn miðlungsmaður skal ég segja ykkur!
Tottenham fær víst evrópusæti vegna háttvísi (uefa) þannig það gæti virkað letjandi á þá í lokaleiknum.
En efast samt ekki að þeir vilji enda í 5 frekar en 6 sæti. En ef þeir ná 5 sæti fær Fulham evrópusæti v.fárra spjalda í vetur.
Hefðum við haft flinkann mann á miðjunni hefði þetta spilast örðuvísi. Shelvey hefði átt að byrja leikinn í stað Spearing.
Þar sem Mike Riley yfirmaður dómaramála virðist á engan hátt geta séð hvað Howard Webb greinilega hatar Liverpool er hvergi hægt að skrifa á einhverja undirskrifarlista til að maðurinn komi ekki nálægt Liverpool leikjum. Það er ekki hægt að Howard Webb ákvarði hvort Liverpool komist áfram í bikarkeppnum eða í hvaða sæti þeir lenda.
Ég er svo bjartsýnn að spá okkur fimmta sætinu, rökin eru þau að Tottenham heldur sig vera í bílstjórasætinu, slakar á fyrir vikið gegn liði Birmingham sem er í bullandi fallhættu. Liverpool er hins vegar að spila gegn Aston Villa sem siglir lygnum sjó.
Ég spái því 0-5 útisigri á sunnudaginn á meðan spurs tapar 1-2 heima. Ókei?
einar b afsakið ég er nýfluttur til landsins eftir langa dvöl erlendis.. 🙂 ég var alls ekki að særa þig viljandi
http://visir.is/island-fimmta-prudasta-knattspyrnuthjodin-i-evropu/article/2011110519209
Fer þá ekki sjötta sætið í evrópudeildina líka? Eða er ég eitthvað að misskilja?
Sigríður #53 nákvæmlega rétt hjá þér, góð samlíking hjá tér… Og svo allir í Krikan í kvöld að sjá HF vina Víking
Áfram LIVERPOOL OG FH…YNWA…
Okkar nýjasti leikmaður : http://www.youtube.com/watch?v=fCEmDceZk40
Einungis það að hann sé uppalinn Manc , og að allir stærstu klúbbarnir á Englandi hafi viljað þjónustu hans , en hann hafi neitað þeim og meðal annars Man Utd , klúbburinn sem hann studdi, fyrir Liverpool , vegna þess hversu spennandi framtíðin þar sé , er nátturulega tær snild.
Svo lengi sem Dalglish lætur Mancara verða Poolara þá er allt á fleygiferð uppá við .
http://www.anfieldtalk.com/2011/05/ashley-young-ready-to-join-lfc-for.html
Young tilbúinn að skrifa undir ? Hljómar vel ..
Framtíðin er því afarbjört hjá LFC
fréttir hafa verið mjög mismunandi seinustu daga með hvað young gerir , þannig þetta er ekki meitlað í stein, og langt í frá öruggar heimildir sem verið er að benda á . en þetta væri óskandi og á að vera ” skotmark ” nr eitt hjá okkur í sumar .