Áhugi fyrir því að gera upp tímabilið 2010/11 var ekki mjög mikill að þessu sinni. Síðustu mánuðir tímabilsins gefa okkur þó von á ný og við fengum nokkur augnablik sem hægt er að horfa til með bros á vör. Liverpool bloggið átti engu að síður nokkuð viðburðaríkt ár með hápunktum sem tengdust því miður fótbolta mest lítið. Við vorum fimm sem sáum um að uppfæra síðuna á þessu tímabili og gerðum einfalda könnun okkar á meðal um þetta helsta, þ.e. leikmaður ársins, mestu vonbrigðin, bestu kaupin og leikur ársins.
Fimmmenningarnir eru Einar Örn, Kristján Atli, Maggi, SSteinn ásamt undirrituðum og völdum við topp 3 í hverjum flokki. Efsta sætið gaf s.s. 3 stig og því mest hægt að fá 15 stig.
Leikmaður ársins:
1. Lucas Leiva 15 stig
Hver hefði trúað því fyrir þetta tímabil að Lucas Leiva fengi fullt hús stiga og væri allt að því óumdeilanlega besti leikmaður tímabilsins? Hans hlutverk varð mun skýrara þegar Javier Mascherano yfirgaf Liverpool og loksins fékk hann að njóta sín sem djúpur miðjumaður frekar en arftaki Xabi Alonso. Lucas á svo sannarlega allt hrós skilið sem hann fær því hann hefur ekki alltaf verið hátt metinn meðal stuðningsmanna Liverpool og ávallt tekið því karlmannlega og með því að leggja á sig meiri vinnu í stað þess að væla yfir vondri og ósanngjarni meðferð. Lucas er greinilega mjög vel nothæfur leikmaður og rúmlega það og frábær karakter. Comolli sagði það hafa verið eitt af sínum fyrstu verkum að skoða samningsstöðu Lucas og tryggja að hann færi ekki frá Liverpool á næstunni. Sæmilegt hjá Lucas þó maður voni nú að hann verði ekki valinn á næsta ári, vanalega eru sóknarþenkjandi leikmenn menn ársins hjá sigurliðum.
2. Dirk Kuyt 8 stig
Hollendingurinn vinnusami gæti reyndar líka fengið nafnbótina hjá einhverjum spekingum og við setjum hann afgerandi í annað sætið yfir bestu leikmenn tímabilsins. Hann átti stundum í basli undir stjórn Hodgson en var frábær eftir áramót og lofar mjög góðu eftir áramót. Liverpool virðist vera bæta við sig sóknarþenkjandi mönnum sem krefjast athygli í grend við vítateig andstæðinganna og með þannig menn í kringum sig er Kuyt með alla sína vinnusemi stórhættulegur, hann þarf smá tíma en þegar hann fær hann þá er hann fljótur að sýna afhverju hann skoraði öll þessi mörk sem sóknarmaður í Hollandi.
3. Raul Meireles, Suarez 3 stig
Nýju leikmennirnir eru síðan jafnir í þriðja sæti. Meireles var eini ljósi punkturinn eftir leikmannakaup síðasta sumars og sýndi vel hversu öflugur hann er þegar hann var færður framarlega á miðjuna og fór að finna sig á Englandi. Suarez byrjaði ekki að spila fyrr en í febrúar og líklega langar flestum til að velja hann samt leikmann ársins. Rosalega spennandi leikmaður og ef hann á eftir að finna sig betur á Englandi þá segi ég bara guð hjálpi varnarmönnum andstæðinga Liverpool á næsta ári. Hann verður aftur í þessari upptalningu á næsta tímabili og líklega ofar.
Mestu vonbrigðin
1. Roy Hodgson 14 stig
Eina sem kemur á óvart hér er að hann fékk ekki fullt hús stiga meðal okkar pennana og skrifast það á mig þar sem ég orðaði svarið öðruvísi. Enginn okkar er ánægður með skipti á Benitez og borga fúlgur á milli til þess eins að fá Roy Hodgson. Mest allur veturinn fór í að ræða þennan mann og þar sem við losnuðum við hann er líklega fínt að vera ekki að eyða orku í það hérna.
2. Joe Cole 7 stig
Sumir okkar settu nú bara leikmannakaupin í heild (-Meireles) meðal mestu vonbrigða tímabilsins en Joe Cole stendur klárlega uppúr enda sá eini sem eitthvað var búist við af. Hræðilegur vetur hjá Cole og bara óskandi að við náum að selja hann í sumar. Hann getur þó svo sannarlega betur en þetta og fyrst Lucas Leiva getur orðið leikmaður tímabilsins ætla ég ekki alveg að afskrifa Joe Cole strax.
3. Salan á Torres 5 stig
Viðurkennum það, fyrir þetta tímabil var allt að því óhugsandi að missa Fernando Torres, þetta var okkar vinsælasti leikmaður um tíma. Þetta virðist hafa farið vel og Torres skríður í þriðja sætið hjá okkur á miklu vonbrigðatímabili. Það var þó úr nægu að velja í þessum flokki og Torres komst ekki einu sinni á blað hjá öllum.
Bestu kaupin
1. Luis Suarez 14 stig
Auðveldur flokkur í ár og Luis Suarez óumdeilanlega efstur og allt að því einn í kjöri um efsta sætið. Hann fær 14 stig þar sem undirritaður misskildi aðeins kosninguna og setti FSG og kaup þeirra á Liverpool og Dalglsih í efsta sæti.
2. Raul Meireles 9 stig
Eini leikmaðurinn sem kom í sumar sem var ekki hræðilega vandræðalega lélegur. (ATH Shelvey flokkum við sem ungling).
3. Andy Carroll 3 stig
Ekki margt annað í boði þó maður voni nú innilega að hann sýni betur á næsta tímabili afhverju hann var keyptur.
Leikur ársins
1. Chelsea á brúnni með Torres í bláu: 12 stig
Ef það var einn leikur í ár sem við þurftum, andlega meira en nokkuð annað, að vinna þá var það fyrsti leikur Fernando Torres fyrir Chelsea og á sama tíma fyrsti leikur Fernando Torres gegn Liverpool.
2. United á Anfield: 11 stig
Það er alltaf hressandi að vinna United en að rúlla þeim upp eins og var gert í þessum leik var mjög hressnadi. Suarez var gjörsamlega æðislegur í þessum leik og Kuyt setti þrennu.
3. Fulham 4 stig
Leikur sem var ennþá í fersku minni og frábær frammistaða hjá liðinu sem lofar góðu fyrir næsta tímabil.
Að lokum fórum við aðeins yfir helstu hápunkta tímabilsins en þeir eru nokkuð augljósir eftir þetta tímabil og allir á þann hátt að maður vill ekki sjá þá aftur í svipaðri upptalningu eftir næsta tímabil. Sala á félaginu var gríðarlegur léttir og gott að fá eigendur inn sem maður hefur sæmilega trú á. Raunar var maður kominn á það stig að vilja nánast bara hvað sem er annað en það sem við vorum með fyrir og sigur í dómssal var líklega ein mikilvægasta frétt tengd Liverpool í ansi mörg ár. Endurkoma kóngsins toppaði það þegar Robbie Fowler snéri aftur og sama dag var nafn Roy Hodgson hætt að tengjast Liverpool sem var mikill hápunktur að auki. Síðasti dagur leikmannagluggans fer klárlega í sögubækurnar enda öll helstu viðskipti þann dag með Liverpool í fararbroddi.
Fókusinn er nú þegar farinn að mestu yfir á næsta tímabil og ég á ekki von á mörgum fleiri færslum um það tímabil sem var að líða. Því viljum við auðvitað nýta tækifærið og þakka lesendum síðunar fyrir tímabilið, þetta var oft erfitt og síðan eins og stofa hjá sálfræðingi með hópáfallahjálp. Álagið í kringum sölu félagsins og nánast bara allann janúarmánuð hljóta að hafa verið toppar í 7 ára sögu Liverpool bloggsins og ágætis sýnishorn á hvað þetta er sterkt samfélag hjá okkur.
Ljúkum þessu á því að velja formlega leikmann tímabilsins að mati kop.is
Leikmaður tímabilsins 2010/2011
- Lucas Leiva (51%, 313 Atkvæði)
- Dirk Kuyt (18%, 112 Atkvæði)
- Luis Suarez (12%, 72 Atkvæði)
- Raul Meireles (8%, 51 Atkvæði)
- Jose Reina (8%, 50 Atkvæði)
- Jay Spearing (1%, 5 Atkvæði)
- Jamei Carragher (1%, 4 Atkvæði)
- Maxi Rodriguez (1%, 4 Atkvæði)
- Martin Skrtel (0%, 3 Atkvæði)
- Steven Gerrard (0%, 2 Atkvæði)
- Einhver annar? (0%, 1 Atkvæði)
Fjöldi atkvæða: 617
Eins væri gaman ef þið mynduð svara sömu spurningum og við í ummælum.
Efstu 3 í hverjum flokki.
1. Leikmaður ársins.
2. Mestu vonbrigðin
3. Bestu kaupin
4. Leikur ársins.
Babú
Það munar ekki um það, 3 pósturinn í dag.
En Lucas er virkilega vel að þessu kominn.
1. Leikmaður ársins
Lucas Leiva
Dirk Kuyt
Pepe Reina
2. Mestu vonbrigðin
Útileikurinn gegn Braga
Heimaleikurinn gegn Braga
Roy Hodgson
3. Bestu kaupin
Danny Wilson
Luis Suarez
Raul Meireles
4. Leikur ársins
Man Utd – Liverpool x 3
Að auki vil ég benda á að Liverpool ætti að kaupa einn Beardsley. Þá getum við byrjað að vinna titla aftur, höfum engan deildartitil unnið síðan ég var seldur. TIL EVERTON, KEEGAN!!!
http://www.youtube.com/watch?v=6Q0X6-RsrmY&feature=related
1. Leikmaður ársins.
Lucas
Kuyt
Meireles
2. Mestu vonbrigðin
Gengi okkar í deildinni
Torres (ekki salan, bara hann sjálfur..)
Hodgson
3. Bestu kaupin.
Luis Suarez
Meireles
Enginn
4. Leikur ársins.
Liverpool Vs chel$ki (Ég var á vellinum!)
Liverpool Vs manchester united
Liverpool Vs man$hitty
1. Leikmaður ársins.
1 Ég verð að gerast djarfur og segja bara Luis Suarez, man ekki eftir neinum jafn skemtilegum leikmanni koma til Liverpool og það sem hann gerði fyrir okkur þessa 4 mánuði nýkomin frá Hollandi finnst mér bara verðskulda það að vera útnefndur maður tímabilsins.
2 Lucas Leiva, kannski besti leikmaðurinn svona heilt yfir og afar lítið hægt að setja útá hans leik og það er alveg á hreinu að þessi leikmaður er ekkert á leiðinni útúr þessu liði okkar.
3 Pepe Reina, þessi leikmaður held ég að sé ja jafnvel mikilvægasti maður liðsins okkar um þessar mundir og þó ég gæti valið hvern sem er til þess að koma í markið hjá okkur þá vil ég samt engan nema Pepe Reina, mér finnst hann besti markvörður heims, KLÁRT MÁL
Mestu vonbrigðin
ROY FOKKING HODGSON. Hann á alveg 10 efstu sætin þar.
Joe Cole var auðvitað líka ofboðslega mikil vonbrigði
3. Bestu kaupin.
Luis Suarez
Meireles
Var eitthvað annað jákvætt???
4. Leikur ársins.
Chelsea – Liverpool á brúnni og ég á vellinum, ekki slæmt það
Suarez – Man Utd
Fulham – Liverpool
Lucas tók miklum framförum þetta tímabil og er ágætlega að því kominn að vera valinn leikmaður ársins. Hann var lúsiðinn, dró úr heimskulegum brotum og fór að senda boltann fram völlinn af mikilli fagmennsku. Vonandi heldur hann áfram að dafna.
En skemmtilegasti leikmaðurinn var án nokkurs vafa Suarez. Vonandi fáum við fleiri slíka skemmtikrafta í okkar lið í sumar og með Dalglish við stjórnvölinn efast maður eiginlega ekki um það.
1. Leikmaður ársins : Hollendingurinn fjúandi Dirk Kuyt. Lucas kom mest á óvart mundi ég segja
2. Mestu vonbrigðin : Ráðning Roy Hodgson ; LFC barðist um fallsæti & TAP fyrir m.a Northampton Town. Joe Cole olli mér miklum vonbrigðum.
3. Bestu kaupin : Raúl Meireles og Luis Suarez
4. Leikur ársins : 3-1 sigur LFC á heimavelli gegn Manchester United og flott líka að taka chelsea með Torres í bláu…
YNWA
leikmaður ársins :
1. pepe reina
2. lucas leiva
3. unglinga akademían, martin kelly, flanagan, robinson, spearing, wilson ( sorrý en mér finnst það hrikalega spennandi að sjá umbrotin sem eru í gangi þar og einhverra hluta vegna er þetta season sem það hefur skinið í gegn, dirk kuyt kom líka inn en þegar ungir strákar brjóta sér leið í aðaliðið þá er það virðingavert)
mestu vonbrigði ársins:
1. roy fokking hodgson og skilningsleysi hans við mikilvægi liverpool….. hann leit á þetta sem vinnu með feitan launatékka og hagaði sér einsog fáviti
2. torres þ.e. gengi hans og viðmót- salan
3. joe cole
bestu kaupin:
1. suarez
2. meireles
3. carroll
besti leikur:
1. liverpool vs, manchester united
2. chelsea vs. liverpool
3. liverpool vs. man shitty
Leikmaður ársins
1. Lucas. Hefur vaxið gríðarlega og stóð sig mjög vel í vetur. Hefur stungið uppí marga með frammistöðu sinni unanfarið og þar á meðal mig. Lykilmaður hjá okkur næstu tímabil.
2. Dirk Kuyt. Markakóngur LFC í ár og var einnig með flestar stoðsendingar, 13 mörk, 7 stoðsendingar. Dirk Kuyt skilar alltaf sínu.
3. Luis Suarez. Það að maður sé að velja hann í þriðja sæti þrátt fyrir að hann hafi aðeins spilar í 4 mánuði á tímabilinu segir allt sem segja þarf. Hrikalega spennandi leikmaður.
Mestu vonbrigðin
1. Fernando Torres. Frábær leikmaður, stútfullur af hæfileikum og ótrúlegur markaskorari. Maður dýrkaði hann strax frá byrjun. Miðað við hvernig hann talaði þá hélt ég að hann elskaði Liverpool og myndi alltaf vera trúr félaginu. Ótrúlegt hvernig hann fór frá okkur. Blaut tuska í andlitið. Þvílík vonbrigði.
2. Roy Hogdgson. Taktíkin, viðtölin, árangurinn, vonbrigði frá A-Ö.
3. Joe Cole. Ég var mjög spenntur fyrir því að fá Joe Cole til okkar og þetta var hápunkturinn seinasta sumar þegar við náðum að semja við hann. Frammistaða hans í vetur með Liverpool var þó arfaslök. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist, því Joe Cole er mjög góður leikmaður. Það er óumdeilt og hann hefur margoft sýnt það með Chelsea og enska landsliðinu. Ég ætla því að gefa honum annan séns, og vil sjá hann hjá Liverpool á næsta tímabili. Form is temporary, class is permanent, sagði einhver.
Bestu kaupin
1. Luis Suarez. Það þarf ekkert að ræða þetta.
2. Raul Meireles. Frábær kaup. Meireles virðist smellpassa inn í enska boltann. Var ekki lengi að aðlagast og á bara eftir að verða betri.
3. Andy Carroll. Hann á eftir að verða frábær fyrir Liverpool, ég er handviss um það. Einn efnilegasti framherji sem ég hef séð.
Leikur ársins
1. Manutd á Anfield. Margir munu eflaust velja leikinn gegn Chelsea þar sem Torres spilaði sinn fyrsta leik og ég skil það vel. Það er þó fátt sem veitir mér meiri ánægju að að vinna Manutd, og hvað það flengja þá.
2. Chelsea á Stamford Bridge. Þetta var eitthvað sem maður þurfti virkilega á að halda á þessum tímapunkti.
3. Mancity á Anfield. Okkur vantaði marga lykilmenn, en við rúlluðum samt upp rándýru liði Mancity, þar sem Andy Carroll opnaði markareikning sinn með Liverpool.
1. Leikmaður ársins.
I. Lucas
II. Reina
III. Suarez
2. Mestu vonbrigðin
Cole
Hodgson, Konchesky, Poulsen (Ekki vegna þess hve illa þeir spiluðu, aðallega það að þeir skuli hafa fengið að klæðast Liverpool búning og fengið að spila með L’pool.
Gerrard/Torres
3. Bestu kaupin
Dalglish
Suarez
Meireles
4. Leikur ársins.
Liverpool – Man Utd 3-1
Chelski – Liverool 0-1
Lverpool – Chelski 2-0
1. Leikmaður ársins
Dirk Kuyt: Lucas var góður en Kuyt fær mitt atkvæði. 13 mörk og 8 stoðsendingar í deildinni sýnir vel hversu mikilvægur leikmaður hann er.
2. Mestu vonbrigðin
1. Joe Cole: Sagði ekki Gerrard að hann væri betri en Messi? Það væri fróðlegt að vita á hverju fyrirliðinn var þegar hann lét þessi ummæli falla.
2. Salan á Torres: Svo ég vitni í Brian Reade þá var brottför Spánverjans “…classless and insulting, and in the eyes of most fans he went from being a beloved legend to persona non grata.” Það að fara frá Liverpool til Chelsea á loka dögum janúargluggans og tala síðan um að nú gætirðu loksins spilað hjá stórum klúbbi er óafsakanleg hegðun. Ég hélt að Torres væri meiri maður en þetta, en með þessari ákvörðun sýndi hann sitt rétta andlit.
3. Bestu kaupin
Luis Suarez: Þarf ekki að ræða þetta neitt frekar, ótrúlegur leikmaður.
4. Leikur ársins
Það er alltaf ljúft á að horfa á Liverpool vinna Man Utd en að horfa á þá vinna svona fáránlega auðveldan sigur er hreinlega æðislegt.
1. Leikmaður ársins.
1. Lucas Leiva
2. Dirk Kuyt
3. Pepe Reina/Martin Skrtel
2. Mestu vonbrigðin
1. Leikirnir við Braga
2. Joe Cole
3. Engin Evrópa næstu leiktíð
3. Bestu kaupin
1. Suarez
2. Dalglish/Clarke kombóið
3. Meireles
4. Leikur ársins.
1. Wolves vs. Liverpool eftir að Dalglish tók við. Þá tók maður eftir breytingum á liðinu(31 sending + snerting frá Torres = mark)
2. Liverpool vs. MU
3. Chelsea vs. Liverpool
það að Lucas hafi verið besti leikmaður tímabilsins segir okkur hvað það var slakt.
1. Leikmaður Ársins
1. Lucas Leiva
2. Dirk Kuyt
3. Raul Meireles
2. Mestu Vonbrigðin
1. Roy Hodgson
2. Heimaleikurinn gegn Wolves
3. Að enda tímabilið titlalaust
3. Bestu Kaupin
1. Luis Suarez
2. Kenny Dalglish
3. Raul Meireles
4. Leikur Ársins
1. Liverpool 3-0 Newcastle United (svona útaf því að maður skellti sér út á þann leik 😀 )
2. Liverpool 3-1 Man Utd
3. Chelsea 0-1 Liverpool
1. Leikmaður ársins.
Kuyt.
2. Mestu vonbrigðin
Að hafa ekki ráðið King Kenny strax3. Bestu kaupin
Suarez
4. Leikur ársins.
United heima 🙂
Fyrir mitt leiti er Lucas alveg án efa leikmaður tímabilsins og er að koma sér á stall með betri varnarmiðjumönnum í heimi! Hann er vel af þessu komin!
Það er einfalt að segja að Roy Hodgson hafi verið mestu vonbrigðin en satt að segja þá átti ég aldrei von á góðu frá honum þannig að vonbrigðin urðu engin. Þannig að mestu vonbrigðin hvað mig varðar er að FSG menn hafi ekki rekið hann strax og þeir tóku við og réðu Kenny þá strax.
Bestu kaupin eru tvímælalaust Luis nokkur Suarez. Það kemst eiginlega enginn nálægt honum að mínu mati nema kannski Mereiles.
Leikur ársins hjá mér er útileikurinn á móti Chelsea og svo sigurinn á United á Anfield!
1. Leikmaður ársins.
Jose Reina
2. Mestu vonbrigðin
kaupin og Konchesky og Poulsen
3. Bestu kaupin
Luis Suarez og Kenny Dalglish
4. Leikur ársins.
þrennan hjá Kuyt gegn scum united
Vitiði hvort að það sé komið eitthvað svona season reveiw af þessu tímabili á netið.. Þ.e.a.s video með öllum leikjum og mörkum ??
1. Leikmaður ársins.
Lucas Leiva
Dirk Kuyt
Martin Skrtel
2. Mestu vonbrigðin
Roy Hodgson
Salan á Torres
Aquilani & Insua vs Poulsen & Konchesky
Evrópudeildin
3. Bestu kaupinLuis SuarezFSG -> Kaupin á Liverpool 🙂
Jonjo Shelvey4. Leikur ársins.
Liverpool – ManU (3-1)
Chelsea – Liverpool (2-0)
Liverpool – Chelsea (0-1) / Fulham – Liverpool (2-5)
Andy Carroll finnst mér ekki eiga heima sem góð kaup enda alltof dýr, en þetta sýndi vilja eigendanna til þess að gera vel og ég get vel trúað því að þetta hafi til dæmis haft jákvæð áhrif á viðhorf Pepe Reina til framtíðarinnar hjá LFC 🙂
Gleymdi náttúrulega Meireles í Bestu kaupin 🙂 … svo vixlaði ég stöðunni í Chelsea leikjunum, Svo vildi ég minnast á Blackburn leik sem einn af leikjum ársins… Tímamóta leikur þar sem Gerrard klúðraði víti og sá til þess að Hodgson yrði rekinn, leikurinn fór 3-1 f. Blackburn á Ewood Park
Svo má ekki gleyma Martin Kelly sem á eflaust heima einhversstaðar í upptalningu leikmanna ársins 🙂
Leikmaður ársins –
Lucas Leiva
Pepe Reina
Dirk Kuyt
Mestu vonbrigðin –
Roy Hodgson og allt sem kom frá honum.
Fernando Torres áður en hann var seldur.
ManUtd 1 – 0 Liverpool í FA!
Bestu kaupin –
King Kenny Dalglish á fyrsta sætið umhugsunarlaust!
Luis Suarez.
Raul Meireles.
Leikur ársins –
Suarez/Kuyt 3 – 1 manutd
Chelsea 0 – 1 Liverpool.
Liverpool 3 – 0 ManCity.
Mig langar að fá að henda hérna inn einum aukaflokki en það eru:
Framfarir ársins –
Martin Kelly.
Maxi Rodriguez
Lucas Leiva
Fannst við hæfi að bæta þessum flokki inn miðað við hvað sumir hafa stigið upp í fjarveru mikilvægra leikmanna og meiðsla. Kelly verður náttúrulega byrjunarliðsmaður á næsta tímabili, rooosalega solid leikmaður og gerur sig allan í þetta!
Þessi leiktíð var rosaleg rússíbanareið þar til það tók almennilegur stjóri við þessu. Leikgleðin var mikil hjá leikmönnum og leikmenn voru að springa út undir stjórn King Kenny. Ég hef verið að rabba við nokkra stuðningsmenn annara liða undanfarið og þeir eru smeikir við næsta tímabil. Miðað við gengi Liverpool eftir að Dalglish tók við hefur allt farið uppávið nema kannski seinustu tveir leikirnir má segja en framtíðin er björt.
Ég tel allavega að næsta leiktíð verði góð hjá okkar mönnum en ætla ekki að gerast svo brattur að spá þeim sigri í deildinni heldur að þeir verði að narta í þessi lið sem hafa verið fyrir ofan okkur.
Skál í botn félagar og fögnum því að Barcelona mun vinna í kvöld!! Skál!
YNWA – King Kenny Dalglish!
1. Leikmaður ársins.
*Pepe Reina
*Meireles
*Suárez
2. Mestu vonbrigðin
*HODGSON !
*Torres(Frammistaðan)
*Poulsen !
3. Bestu kaupin
*Suárez
*Meireles
*Carroll
4. Leikur ársins.
*2-0 vs. Chelsea á Anfield, Torres (2) var þar !
*1-0 á brúnni, þekkja allir ástæðuna….
*3-0 Man Utd !
Afsakið, meina nú 3-1 !
1. Leikmaður ársins.
Dirk Kuyt.
Lucas Leiva.
John Flanagan.
2. Mestu vonbrigðin.
Hodgson og synir ( Jova, Pulsan, Konuveski og Cold).
Torres frá A-Ö.
Evrópudeildin.
3. Bestu kaupin.
Dalglish, Clarke og Comolli.
Luis Suárez.
Meireles.
4. Leikur ársins.
Liverpool 3-1 Manchester United.
Chelsea 0-1 Liverpool.
Liverpool 3-1 Napoli.
1. Leikmaður ársins.
Lucas Leiva
2. Mestu vonbrigðin
salan a Fernando Torres
3. Bestu kaupin
Luis Suarez
4. Leikur ársins.
3-1 sigur á manchester
Leikmaður ársins:Raul Meireles
Mestu vonbrigðin:Roy Hodgons
Bestu kaupin:Luis Suarez
Leikur ársins: Kuyt 3 – 1 man utd
Leikmaður ársins – Lucas Leiva.
Það var erfitt að velja milli Lucas og Kuyt enda var Kuyt alveg gífurlega mikilvægur í sóknarleik Liverpool og skoraði mikið undir stjórn Kóngsins. En, Lucas sýndi loksins á þessu tímabili sitt sanna Brassaeðli. Hann hefur verið einfaldlega frábær á miðjunni og staðið að mörgum sóknum, og hann hefur verið afar duglegur í vörninni. Ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir ári síðan vildi ég þennan leikmann út. Ég bara vona að hann verði hjá Liverpool í fjölmörg ár, enda vel nothæfur leikmaður og þegar hann toppar ferilinn sinn þá á hann eftir að vera heimsklassa miðjumaður.
Mestu vonbrigðin – Liverpool 0-2 Tottenham.
Ástæðan fyrir því að ég set ekki El Nino hér inn er hann Luis Suárez. Í mikilvægasta leik leiktíðarinnar, þennan áttum við einfaldlega að gera betur í. Eftir að hafa skorað af vild í seinustu leikjum, réðum við einfaldlega ekki nógu vel við Tottenham. Flanno fékk á sig mjög ósanngjarna vítaspyrnu og við áttum að fá víti einnig, en svona er fótbolti.
Bestu kaupin – Luis Suárez.
Nýja stórstirnið á Anfield. Leikgleði og hæfileikar Úrúgvæans hafa fengið flesta Liverpool menn til að gleyma Fernando Torres, sem var einn af mínum stærstu stjörnum. Ég virði ”Strákinn” ennþá mjög mikið í dag enda verður maður að gera sér grein fyrir því sem hann gerði fyrir okkur. En Suárez hefur stimplað sig gífurlega hratt inn í enska boltann. Hraði og boltatækni hans eru algjörlega stórkostlegt sjónarspil, ásamt því hversu fljótur hann er að snúa. Ekki skemmir skapið hans fyrir enda höfum við beðið eftir svona ”Street fighter” í árabil. Hann verður að halda ró sinni um að bíta leikmennina ekki, en hann má láta finna fyrir sér enda gífurlega sterkur.
Leikur ársins – Chelsea 0-1 Liverpool.
Leikir á borð við 3-1 sigur á United og 5-2 sigur á Fulham eru náttúrulega ótrúlegir, en þetta var leikur sem við þurftum að vinna enda fyrsti leikur Fernando Torres fyrir Chelsea og jafnframt fyrsti leikur hans á móti liverpool. Það olli mér vonbrigðum að sjá ekki El Pistolero á lista en Raúl Meireles sá við Chelsea með sínu 4 marki í 5 leikjum. að mínu mati einn mikilvægasti leikur ársins og jafnframt sá besti, enda spiluðum við frábæran fótbolta á köflum.