Það er víst risaleikur í heimsknattspyrnunni í kvöld: úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu veturinn 2010/11. Í úrslitum mætast Spánarmeistarar Barcelona og Englandsmeistarar Man Utd. Ég tel það víst að þessi leikur verði ræddur á síðunni og því er um að gera að hafa opinn þráð þar sem menn geta týnt sér í hasarnum.
Vonandi verður þetta góður og spennandi leikur. Það þarf enginn að taka fram með hverjum ég og flestir lesendur þessarar síðu halda í kvöld, en megi betra liðið vinna.
Fyrir mitt leyti þá læðist að mér sá grunur að United taki þetta. Barcelona eru besta lið heims í dag, betra lið en United held ég að jafnvel United-menn myndu viðurkenna, en það er ekki algilt í svona stökum úrslitaleik. Það spilar svo margt annað inní og ég held að eftirfarandi atriði muni tippa þessu United í vil:
Barca eru líklegri og ef þeir fá að spila sinn bolta óáreittir (70-80% possession, tiki-taka út um allan völl) vinna þeir að sjálfsögðu en ef eitthvað lið og þjálfari í heiminum getur stöðvað þá í dag þá er það Ferguson og United … á Wembley.
Mín spá: 2-1 fyrir United. Vona að ég hafi rangt fyrir mér, samt. 🙂
Áætlað að sigurvegarinn fá 21 milljarð í sinn hlut, verðlaunafé, sjónvarpstekjur og sala á ýmsum varningi. SÆLL!!
Þessi leikur fer 3-2 fyrir barca held ég Messi og Villa með mörkin hernandez skorar fyrir manutd og hitt verður sjalfsmark
fer 4-1 fyrir Barca samkvæmt Fifa leiknum mínum.
Ég spái …
Barca – Man U = 2 – 3
Ég vona innilega að Barca taki þetta. Þeir eiga það sannarlega skilið.
Ég hef ekki trú á því að miðjan og vörnin hjá United eigi svör við reitaboltanum.
Ef Pep mótiverar Barca þá er United ekki fyrirstaða.
Rauðnefur mun líklega byggja á afturliggjandi liði og treysta á fast break og set pieces til að skora. Ef Barca skorar snemma er planið farið og …. þá held ég að fjandinn sé laus.
Forca Barca !
Þetta fer annað hvort 2-0 fyrir Barca eða 1-0 fyrir Manchester United. Ég býst ekki við miklum marka leik en vonandi ná Barca að klára þetta þar sem ég hef ekki minnsta áhuga á því að sjá Ferguson jafna met Bob Paisley.
Veit einhver hvort leikurinn sé í opinni dagskrá eða ekki?
Guðni. Hann er í opinni dagskrá 😀
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109001
Mikið ROSALEGA vona ég að Manchester United fái EKKI dæmdar 2-3 augljósar vítaspyrnur. Langar svo rosalega að sjá hversu rauður SAF getur orðið…
Þetta sagði Carragher um leikinn (tekið að bbc):
Liverpool defender Jamie Carragher has conceded that if Sir Alex Ferguson wins a third Champions League title it will be a “fantastic achivement”. However, he also points out that former Reds boss Bob Paisley won three European Cups in six attempts, whereas it has taken Ferguson 17 campaigns to win two…so far.
Þakka þér fyrir skjót svör “Andy”.
Var að fara að bjóða félögunum heim í bjór og bolta, hefði verið svekkjandi ef leikurinn hefði verið læstur..
Góða skemmtun í kvöld allir/öll saman og áfram Barcelona…
Ég skoðaði byrjunarliðin sem Svenska Dagbladet var að spá í morgun. Ef ég ætti að velja sterkasta liðið úr báðum hópnunum, þá myndi ég velja 3 úr United hópnum (Ferdinand, Vidic og Van der Saar) en rest úr Barcelona (Alves, Abidal, Busquets, Iniesta, Xabi, Villa, Pedro og Messi).
Þetta Barcelona lið er miklu sterkara, en ég er samt alveg hriiiikalega stressaður yfir þessum leik og óttast líkt og Kristján að United gæti tekið þetta. United menn gætu farið á nýtt stig í því að vera pirrandi ef það gerðist.
Er einhver með stream link á Sky Sports? Væri gaman að fylgjast með upphitun þar frekar en að þurfa að hlusta á vitleysingana hérma heima….
#12 finnst þér ferdinand án djóks betri en Puyol?
@14 – jámm, ég myndi frekar hafa Ferdinand í mínu liði.
Vona bara að Barca einbeiti sér að því að spila fótbolta, fari ekki í þetta rugl einsog gegn Real M og henda sér í jörðina og láta einsog þeir séu að láta lífið í tíma og ótíma. Ef þeir ná að sleppa því þá taka þeir þetta 2-1 🙂
Hvernig er það, afruglast stöðin um leið og leikurinn byrjar eða ? Það er ruglað hja mer eins og er, a það að vera svoleiðis? veit það eitthver ?
manchester united…… OJBARASTA…. ég fæ martraðir í nótt ef þeir vinna……..OJBARASTA
#17 opnast liklega nuna
Er það bara ég eða er Mascherano búinn að missa hraða síðan að hann var hjá okkur?
PEEEEEEEEEEEEEEEEDDDDDDDDDDDDDDROOOOOOOOOOOOOOOOOO
Guardiola why Barca isnt best ever:”This team is fresh in people’s minds, but they dont remember Milan under Sacchi or Liverpool from before”
MESSI!!!!!!!!! ELSKA ÞENNAN MANN NÁNAST MEIRA EN GERRARD
Sigur knattspyrnunar, mitt lið á Spáni og ekki verra að Man Utd voru niðurlægðir á “heimavelli” á öllum sviðum knattspyrnunar, þvílíkir yfirburðir hafa ekki sést í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árum saman.
Til lukku Barcelona.
Til lukku Pep Guardiola.
Viva Atletico!!!!
Það kom smá Istanbúl stemming yfir mig, þar sem ég hef lengi haldið með Barca.
Það hefði verið talsvert sætara að LFC væri í þesari stöðu, en …. Ég er bara ekki að sjá eitthvert lið taka þetta Barca lið. Það væri hægt að fara í kick and tacle leik við þá … en …
Mascherano er fyrirgefið og hann er aftur orðinn vinur minn
Macherano: “Liverpool supporters were sad (angry) with me when I left, but this is for them as well”
Þessi snillingur hefur svo sannarlega hækkað í áliti hjá mér
Flenging dagsins var í boði Barcelona!
Macha fékk klárlega plús í kladdann með þessu commenti!
En þvííílíkt fótbolta lið! Næst besta lið allra tíma alveg klárlega! (Liverpool auðvitað alltaf bestir;))
To be fair, United were without their star man…they just couldn’t compete without Howard Webb.
Ég held bara að Mascherano sé alfarið fyrirgefið hér með af minni hálfu!!
múhahahahahaha……….
3-1.. pff við gætum unnið manchester united 3-1, easy..
Eg er glaðasti bóndi i heim að manu skildi vera tekið i kenslustund i þessum leik .
Það er ekkert í heiminum sem toppar þá tilfinningu að sjá Liverpool vinna titla. En ef það er ekki í boði þá sætti ég mig vel við að horfa upp á Man Utd vinna þá EKKI! Til hamingju Barca menn, best spilandi fótboltalið sem ég man eftir að hafa séð og þá tel ég Liverpool 1987-1988 með 😉
Hverslags djöfulsins vitleysingur er þessi Kristján Atli eiginlega? Hvernig datt honum í hug að United ættu séns í þessum leik? Hvernig gat hann spáð því að Rooney myndi eiga kvöldið, eins og það væri sjálfgefið að Messi myndi drulla í brók? Gleymdi hann því að Messi, Xavi, Iniesta, Villa, Pedro, Busquets, Mascherano, Pique, Alves, Abidal, Puyol og Afellay eru allir í sama liðinu og að það er ekki lið Man Utd?
Þessi Kristján Atli veit greinilega ekki rassgat um fótbolta! Húrra fyrir því!!
Einnig: WE WON IT FIVE TIMES! WE WON IT FIVE TIMES! IN ISTANBUL … WE WON IT FIVE TIMES! 🙂
Frábær leikur hjá Barca og þetta lið þeirra er ÓTRÚLEGT.
Af hverju eru menn að hæla Barca eitthvað sérstaklega fyrir að vinna Man Utd 3-1? Man ekki betur en að við höfum verið að gera það nákvæmlega sama fyrir skömmu síðan! Liverpool og Barca tvö bestu lið í heimi, það held ég nú bara! 😉
Mælimeð því að myndin af Rooney og Hernandes verði fjarlægð af síðunni. Þetta á ekki heima hér inni.
Drengir, drengir… (og stúlkur, afsakið)
Þið getið í alvöru ekki verið alltíeinu einhverjir Mascha aðdáendur af því hann fer í betra lið til að vera yfirleitt varamaður og segist svo vera að þessu fyrir ykkur?
kommonn?
Ég man slæmu árin hjá United og er Víkingur og ef eitthvað svipað kæmi fyrir mig ( Jón Jónsson færi í FH og ynni bikarinn ‘fyrir Víkinga’) myndi ég sannarlega æla.
Ég hef ákveðnar áhyggjur af að á næsta ári muni okkar lið mætast á meiri jafnvægisgrundvelli (í deildinni) og þá er hægt að taka þetta mano-a-mano en ekki í gegnum þriðja aðila.
Michael Owen, where whore you in ISTANBUL, WEW’E won it 5 times, újeee
@41
Kannski ekki aðdáendur en ekki verið í eins mikilli fýlu og fyrir leikinn eða þá ef utd hefði unnið úrslitaleikinn.
Ég var t.d. ekkert voðalega sáttur með hvernig hann fór frá okkur og neitaði að spila City-leikinn í upphafi nýliðins tímabils en er þó ekki eins fúll útí hann núna fyrst hann var í liði sem vann utd í úrslitaleik.
Þessi síða er með mestu minniáttarkend sem fyrir finnst. Til lukku með 6.sætið fockers…..
O´shea á fleiri medlíur en allir poolarar til samans. Það segir allt sem þarf. Gott að fara ekki í evrópukeppni ? hvernig er það ekki gott. Alltaf reynt að finna e-ð jákvætt á því neikvæða. liverpool var stórveldi en er langt frá því í dag. Til lukku enn og aftur með 6.sætið og enga evrópukeppni á næsta ári…..
Hlítur að vera yndislegt að vera poolari, nallari eða chelsea maður í dag…
Man utd 19
Barca liðið magnað – United liðið langt frá því að eiga einhvern séns.
Einhvers konar “gamaldagsást” í liðsvali Fergie, Giggs spilar allan leikinn og Scholes fékk að koma inná til að enda ferilinn í úrslitaleik. Gef ekki túkall fyrir virðingu fyrir þeim, ætla bara alls ekki að taka þátt í lofi á þetta lið United, sem verður hlutað upp í sumar.
En mikið óskaplega vona ég að við fáum að njóta krafta Rodolfo Borrell áfram um sinn. Hann á stóran þátt í uppeldi þessara leikmanna og það gefur manni von um að við fáum að sjá eitthvað í ætt við þennan stöðuflutningsfótbolta með endalusum sendingum og hápressu.
Glæsilegt, eina liðið sem fann einhver svör við Barca í vetur var Real Madrid. Önnur áttu ekki séns!
Var að heyra að að áhorfendur á Wembley voru 87695….En eftir að flautað var af var 11 áhorfendum bætt við þessa tölu…Þeir voru víst allir hvítklæddir lol
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=214661991899151&set=a.118473454851339.11920.118450714853613&type=1&theater
stevie G er allavega sáttur við úrslitin!
Maggi: Þú ert líklega mesti poolari sem fyrirfinnst. hvernig er ekki hægt að bera virðingu fyrir Giggs og Scholes ? Sýnir merki um óþroska hjá þér kannski ? Gamaldags, pifff þetta gamaldags vann ensku deildina, undanúrslit í enska bikarnum og úrslit í meistaradeild. Hvað er að frétta af þér og þinni fótboltasýn ?
Ekki svona svektur “Roy”. Vælubílinn er á leiðinni heim til þín…
Ha ha ha, hversu sorglegt er það þegar Man Utd aðdáandi ákveður að fara inná Liverpool blogg eftir að hafa tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni.
Kann Roy að skrifa “masókisti”?
Roy, afhverju ertu ekki bara á Man Utd spjalli og lætur okku Púllarana í friði ? Sýnir bara óþroska hjá þér…. Og að þurfa að koma undir dulnefni gerir það ennþá verra ! Þið Utd menn getið t.d. aldrei sagt ”ókei, Barcelona var betra í dag og áttu þetta skilið” heldur þurfið þið að koma á annan stað og rífa ykkur við aðra og kenna dómurum um og fleira. Þið eruð viðkvæmustu stuðningmenn í heimi !
Masókisti.. Held reyndar með Aston Villa eftir að ég bjó í B-ham. Finnst þetta bara svo fyndin síða. Þetta er svona muzzolini síða, einveldi. Ekkert málefnalegt, bara Lpool og ekkert annað. Gaman að því hvað menn eru blindir hérna!!!!
Omurlegt ad a Liverpool sidu se bara talad um Liverpool!
Er sammala thessu thyrftum klarlega ad taka einn aAston Vill pistil i hverri viku. 🙂
Já, öflum okkur smá upplýsinga um lið sem við virum ekkert um nema að Friedel er að koma, Downing skoraði á móti okkur og Young er orðaður við okkur ? Vita menn eitthvað meira um þetta STÓRVELDI ? Fyrirgefið, meina stórveldi Birmingham-borgar auðvitað 🙂
Maðurinn er ekkert að skrifa undir dulnefni, þetta er Roy Hodgson sjálfur, mættur hérna á síðuna, drullufúll og pirraður til helvítis út í eitt!
Ber virðingu fyrir Lpool og allt það. Þetta er auðvitað þannig síða. Spurning samt að fara út fyrir boxið, eins og t.d Maggi. Hvernig er ekki hægt að bera virðingu fyrir Giggs ? Hann hefur unnið fleiri titla en allt Lpool liðið til samans síðustu 20 ár eða meira. Menn verða að kunna sig. Það er því miður engin Villa síða á íslandi. Það vantar svona al-síðu fyrir ensku deildina. Vona að ég hafi ekki sært marga. Ég vil ekkert illt hér. Hérna er lífið á netinu, það er bara þannig.
Það vantaði alveg íslenska síðu fyrir A.Villa þegar við vorum slegnir út af Braga.. þá hefðum við getað farið þangað og skitið yfir hvað Villa er slappt lið.
Hahahahaha já Di Stefano !
Pique góður
http://mbl.is/sport/fotbolti/2011/05/28/skar_netid_ur_markinu_a_wembley/
Það sem gladdi mig mest fyrir utan að Barca hafi unnið var þetta:
A.Villa það er bara 3 sem geta spilað fótbolta þar og það er Darren Bent, Ashley Young, Stuart Downing
allt hitt er rusl.
man utd vöru keilur sem voru fyrir Barcelona í þesum leik þetta var svo ljett fyrir Barcelona en
Barcelona þeir þurtu ekki einusini að nota Bojan Krkic í þessum leik.
Ööööö….já. Þetta er Liverpool leikur og við tölum bara um Liverpool…@52
Samt er þessi þráður stofnaður um Barcelona og Man Utd – Ragnars Reykáss heilkenni.
“Þessi síða er með mestu minniáttarkend sem fyrir finnst. Til lukku með 6.sætið fockers…..
O´shea á fleiri medlíur en allir poolarar til samans. Það segir allt sem þarf. Gott að fara ekki í evrópukeppni ? hvernig er það ekki gott. Alltaf reynt að finna e-ð jákvætt á því neikvæða. liverpool var stórveldi en er langt frá því í dag. Til lukku enn og aftur með 6.sætið og enga evrópukeppni á næsta ári…..
Hlítur að vera yndislegt að vera poolari, nallari eða chelsea maður í dag…
Manchester United 19”
ok.. þarna segiru að við séum fokkers og gefur klárlega í skyn að þú sért man u maður, nema ef þú ætlaðir að skrifa “Aston Villa 19”
Svo ferðu að rífa kjaft við Magga, og svo segiru að þú viljir ekkert íllt hér, eftir að hafa drullað yfir síðuna fyrir að við skrifum ekki um annað en Liverpool..
Vildi bara láta þig vita hvernig þú hljómar fyrir venjulegum Liverpool stuðningsmanni
Roy aston vill hefur ekki unni meistaradeildina en liverpool hefur gert það.
unnið
Hvernig nennið þið þessu helvítisis rifrildi? Voruð þið ekki að horfa á leikinn? Sáuð þið ekki þetta Barclona-lið?
Ég hef fylgst ansi náið með fótbolta frá árinu 1990. Ég fullyrði það að þetta er langbesta fótboltalið sem ég hef séð. Messi er langbesti fótboltamaður sem ég hef séð. Skiptir ekki einu sinni máli þó markvörðurinn sé ekkert spes og varnarmenn eins og Pique eru ekki þeir bestu í heimi. Ekki furða að Spánn hafi unnið HM með alla þessa leikmenn frá Barcelona.
Æji, ekki fara niður á hans plan og byrja að drulla yfir Aston Villa. Mér finnst það m.a.s. frekar respectable að vera íslenskur Aston Villa stuðningsmaður, þegar nánast allir aðrir hérna styðja lið sem vinnur titla reglulega. Annars skil ég ekki þennan biturleika hjá þér Roy, þú ert á Liverpoolsíðu, bjóstu við því að allir hérna myndu halda með man utd?
Annars kom þessi leikur mér mikið á óvart. Maður vissi náttúrulega fyrirfram að manutd myndu spila aftarlega og ég greinilega ofmat þá þvi ég bjóst við leiðinlegum 1-0 leik en annað kom á daginn. Loksins fékk ég að sjá þetta Barca lið sem allir eru að missa sig yfir, ég hef verið mjög óheppinn með leiki sem ég hef horft á. Alltaf séð þá með leiðinda leikaraskap og 400x sendingar… á sínum vallarhelming. (Ekki séð mikið af þeim) Svakalega fallegt spil hjá þeim og bara unun að horfa á þá leika sér að man utd. Vonandi fáum við að sjá svona bolta hjá Liverpool á næstunni, ég hef alla vega trú á því með réttum kaupum og alla leikmenn motiveraða.
Sælir!
Sorry Roy ég er ekki að kaupa það að þú sért Villa maður eftir þennan reiði/drull pistil þinn! Ert greinilega hreinræktaður United maður og það bitur í þokkabót. Finnst þér virkilega eitthvað óeðlilegt við það að við poolarar gleðjumst yfir óförum United?? Unitedmenn gleðjast svo sannarlega yfir óförum Liverpool og láta það svo sannarlega í ljós. En um virðingu þá hafa leikmenn United margir afrekað margt og fá alveg þá virðingu sem þeir eiga skilið! Fá hana bara ekki hérna inni 😉
@65. Þetta er reyndar kolrangt hjá þér:
http://en.wikipedia.org/wiki/1981%E2%80%9382_European_Cup#Final
Síðast þegar ég vissi þá er þetta Liverpool spjall síða en eingin andskotans Villa eða Manchester United síða,ég gladdist við að sjá þetta ógeðslega united lið niðurlægt og það á englandi.
Ætli scummararnir fari á endursýninguna í 3d?
Roy að fá sér í könnu og hefur slegið inn vitlausa vefsíðu 😉 Sober up old bugger and smell the coffee. 😉
Ég hef ekki séð annan eins “úrslitaleik” manutta virkaði eins og utandeildarlið á móti barca. Þeir voru ekki einu sinni mættir. Mikið var að þeir fara að spila að eigin getu ! ! ! !
Og giggs hugsaði bara um að komast uppá hótel með garndma wales 😉 Gat ekki görn, hugur hans var uppá hóteli 😉
Mætti halda að þið púllarar hafi unnið eitthvað. Við Utd menn stöndum allavega uppi með einn titil og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Annað en þið!
ÞVÍ LÍK NIÐURLÆING HAHAHAHAHAHAHAHAHA
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki er Kristján Atli mikill spámaður. 🙂
Þetta var nú meiri snilldin. Manu voru algjörir áhorfendur í þessum leik og litu vægast sagt illa út. Það virðist vera málið að menn tala um að þetta Baca lið sé svo ofboðslega gott að ManU hafi aldrei átt neinn séns í þessum leik. Menn tala minna um að United skeit all hressilega á sig !!
Ég hef sagt það áður að þetta United lið átti ekkert heima í þessum úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ég hef sjaldan séð þá eins slappa og í vetur þó þeir nái oft á tíðum í úrslit í sínum leikjum og þar spilar Old Trafford stórt hlutverk.
Þeir fengu seinni leikinn heima í hverri einustu viðureign í keppninni í ár, þeir mættu liði sem er um miðja deild í þýskalandi í undanúrslitum. Stærsti árangur þeirra í ár var að vinna strugling Chelsea í þessari keppni, seinni leikurinn heima að sjálfsögðu.
Þeir stóðu sig vel í Bikarnur en töpuðu um leið og þeir fóru af Old Trafford !
Þeir unnu deildina með sennilega lægsta stigaskori sem sést hefur lengi vel.
Þeir eru klárleg bestir í englandi en mörg liðin þar hafa oftast leikið betur líkt og United.
Mín skoðun bara……
Uppkast af nýja Warrior búningnum? http://4.bp.blogspot.com/-CaXy21-Xzao/TeIIv140wnI/AAAAAAAABBo/pk1dvmGDiFw/s1600/cncptsht2a.png
Hef verið Barcelona stuðningsmaður í yfir áratug og trúði að það þyrfti stórslys til að United myndi vinna, Sá að Fergie reyndi að finna svör við spili Katalóníumanna en það voru greinilega ekki nægilega mikil gæði í leikmannahópnum hjá honum og hálfgerð hneisa að Valencia hafi ekki fengið tvö gul spjöld.
Verst þykir mér þó að sjá United menn koma hingað inn og byrja að djöflast í Liverpool mönnum, lýsir bara aumingjaskap að geta ekki bara tekið því að þeir mættu fótboltaliði sem er með Mastersgráðu í listinni og lét þá líta út fyrir að þeir hafi verið nýbyrjaðir á leikskóla.
Eini maðurinn úr United liðinu sem að Barcelona myndi að ég gæti trúað að væri nægilega góður til að spila með þeim er Vidic.
En hvað var málið með að setja Scholes inná ? Get ekki séð að hann hafi það sem til þarf til að snúa á Barcelona liðið, held að Júdas hefði verið líklegari til að búa til mörk.
Barcelona er besta fótboltalið allra tíma í dag.
Hahahahaha – þessi Roy er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.
Að byrja skrif sín á “Manchester United 19”, gera svo grín af því að LFC sé ekki í evrópukeppni og að það hljóti að vera leiðinlegt að vera LFC-, Chelsea- eða Arsenalstuðningsmaður í dag og enda svo “rantið” sitt á sjálfsævisögu þar sem hann þykist vera Aston Villa maður vegna þess að hann bjó í B´ham.
Það eru því tveir kostir, sá líklegri að hann sé sár Utd maður sem stundi þessa síðu eins og þeir margir gera og réð ekki við sig eftir yfirspilunina í gær. Eða að hann sé svona hrikalega illa gefinn maðurinn að hann telji sig í aðstöðu til þess að gera grín að LFC, Chelsea og Arsenal sem Aston Villa maður. Spurning hvor kosturinn sé betri.
“Réttir upp fimm fingur”, LFC 5
Líklega hafa leikmenn Schalke verið hálffegnir að hafa ekki slysast í úrslitaleikinn. Þetta var leikur kattarins að músinni Mér fannst yfirburðir Barca jafnvel meiri en 2009.
Ferguson var líka í ruglinu í upptaktinum að leiknum þegar hann fór að röfla um að hann hefði lært á Barca og þóttist vita hvernig ætti að stöðva flæðið í leik liðsins. Það er einhverskonar understatement of the year með öfugu formerki. Vera má að Ferguson hafi steppað upp yfirlýsingagleðina til að færa pressuna af Giggs en í dag, í ljósi yfirburða Barca, eru ummælin bráðfyndin.
Á meðan Fergie þóttist hafi fundið tilgang lífsins voru Pep og hans menn miklu taktískari. Þeir hreinlega jusu lofi á ManU og leikmennina. Scholes átti að vera jafnoki Xavi og Iniesta hélt því fram að Carrick væri í hópi bestu miðjumanna heimsins! Darren Fletcher betri en Puyol og annað var eftir þessu. Líklega hafa leikmenn Scum verið farnir að trúa því að þeir væru jafngóðir ef ekki bara betri en Barca sem skylfu á beinunum af hræðslu við að mæta snillingunum í ManU.
Svo var það bara gamla slam, bam thank you mam og Scum voru teknir í staðinn þar sem sólin ekki sín. Eitt eftirminnilegasta atvikið var skotið á gamla frethólkinn þar sem hann sat á bekknum og kreppti hnefana og hreinlega skalf og nötraði yfir frammistöðu sinna manna.
Ég skal þó gefa Scum að þeir tóku tapinu af karlmennsku sem er nýtt á þeim bæ. Ekki sama vælið og venjulega um dómarann og heldur ekki gróf brot og tuddaskapur eins og venjulega.
Ég tel að sigur ManU í PL sé meira vitnisburður um afturför hjá Chelsea og Arsenal frekar en meiriháttar afrek hjá Ferguson. Þetta lið er klárlega á allra síðasta snúningi og þessi niðurlæging í gær til sannindamerkis um það.
Video af Masch tileinka liverpool stuðningsmönnum sigurinn og viðbrögð Neville, PRICELESS hehe
Voðalega finnst mér þessi þráður hafa farið á lágt plan eitthvað!
Hvað um það, ég get ekki sagt að þessi úrslit eða þróun leiksins hafi komið mér nokkurn skapaðan hlut á óvart og því til sönnunar vorum við með þríþætt veðmál nokkrir félagar.
500 kr fyrir að giska á hvaða mínútu fyrsta markið kæmi
500 kr fyrir að giska á fyrsta markaskorara
500 kr fyrir úrslit leiksins.
Ég setti 3-1 fyrir Barca og að David Villa myndi skora á 27.mínútu!
Helvítis Pedro 🙂
Þessi leikur sýnir vel hvað þetta Barca lið er gott því það er eitt að sundurspila United, við höfum alveg gert það líka á þessu ári, en að gera þetta með þessum hætti í stærsta leik ársins er magnað. Með boltann eru þeir svakalegir og án bolta er Barca jafnvel ennþá meira impressive.
Í þessum ham eru bara tveir þjálfarar sem geta séð við þessu Barcelona liði…..Houllier og Benitez 🙂
@Babu
Mourinho sá nú líka við þeim bæði í fyrra með Inter og svo í konungsbikarnum á Spáni með Real!
Ætli Giggs og Rooney hafi þjappað sér saman fyrir leik með því að öskra á hvorn annan : svo tökum við þessar mellur ? 🙂
hahaha Hallur ég held þú hafir verið að búa til einn góðan brandara þarna 😉
Það má geta þess að Suarez er að spila á móti Þýskalandi núna http://atdhenet.tv/37457/watch-germany-vs-uruguay
Er Imogen Thomas mella?
Ritskoðað – Og af því að ég er eigandi og ritstjóri þessarar síðu þá mun ég ritskoða þessi ummæli líka. Það er ekki beint gáfulegt af þér að endurtaka ummæli sem þegar höfðu verið ritskoðuð og halda að þú komist upp með það. Og já, við leyfum skítkast á Hicks og Gillett en ekki aðra. Ef þú ert ósáttur við það er þér frjálst að stofna þína eigin síðu með þínum eigin reglum. (Kristján Atli)
@Hafliði
Þú verður að koma með dæmi um hvernig illa var talað um menn máli þínu til rökstuðnings. Roy greyið Hodgson fékk kannski slæma útreið hjá sumum en ég er ekki sammála því að síðuhaldarar hafi lagt hann í eitthvað sértsakt einelti! Hann var bara ekki starfi sínu vaxin og í þokkabót þá móðgaði hann aðdáendur liðsins og veitti þar með fullt skotleyfi á sjálfan sig. Eigendur fyrrverandi áttu svo ekkert gott skilið enda voru þeir að kæfa klúbbinn og að setja hann í gjaldþrot. Réttmætar skoðanir á þeim sem bæði forsvarsmenn þessara síðu og lesendur höfðu og hafa á þeim! Benitez og Houllier fengu alveg sína gagnrýni hérna einnig á sínum tíma eða allavega Benitez þar sem Houllier var á braut þegar þessi síða er búin að ná flugi! Ég las þetta comment þitt og það var erfitt að lesa eitthvart grín úr því!
Kristján Atli útskýrir og sannar mál mitt mjög vel með þessari ritskoðun sinni. En sorry, Houllier og Benitez eru frábærir, Hicks, Gillette og Hodgson fávitar….núna hljóta allir að vera sáttir 🙂 Ég biðst innilegrar afsökunar að hafa vogað mér að vera á annarri skoðun(jafnvel þó hún væri sett upp sem grín) en þið hinir miklu síðuhaldarar og predikarar, ég mun reyna mitt allra besta til að svona gerist ekki aftur, ó þið miklu menn.
PS, þið ættuð kannski að setja á áberandi stað þessa reglu að bannað sé að vera á annarri skoðun en þið predikararnir, bara svo maður asnist ekki til að vera með sjálfstæða skoðun eða sjálfstæðan húmor á goðin ykkar….bara vinsamleg ábending 🙂
Haukur Logi, ég er alveg sammála um vonleysi G&H ásamt Hodgson, það er ekkert málið. Málið er að það mátti drulla yfir þá af miklum móð en það má ekki einu sinni koma með saklaust djók á Houllier og Benitez…afþví að er virðist það samræmist ekki skoðunum predikarana. En hey, þeirra síða og þeirra reglur, við sótsvartur almúginn verðum bara að lúta því, þeir eru einræðispredikararnir og þeir ráða 🙂 Sjálfstæð skoðun á goðunum þeirra virðist bönnuð hér inni sem og allt grín á goðin. Ég og við verðum bara að taka því 🙂
Hárrétt hjá þér Hafliði, hárrétt.
Og hana nú.
Haukur Logi”Mourinho sá nú líka við þeim bæði í fyrra með Inter og svo í konungsbikarnum á Spáni með Real!”
Haha já vel gert að sjá við þeim í þeim leik! en ekki hinum…