Opinn þráður: EKKERT að frétta

Það er mánudagur og það er ekkert að frétta … ennþá. Látum okkur leiðast saman, ræðið það sem ykkur sýnist hérna.

82 Comments

  1. Utd er að minna mig svolítið á Bob Dyllan og Herbert Guðmundsson.  Þeir kunna ekkert að syngja og það vita það allir… nema þeir sjálfir og örfáir vitleysingjar sem líta upp til þeirra.
    Þrátt fyrir það ákveða þeir að troða upp á Wembley og bjóða uppá ömurlegt show.

  2. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær Einar Örn sér Dylan-kommentið þitt Di Stefano. Hann er allt eins líklegur til að banka uppá hjá þér vopnaður eftir svona móðgun. 🙂

  3. @ Di Stefano
     
    Fara varlega í það að dissa Meistara Bob Dyllan og líkja honum við Hebba (sem að ég held að sé LFC stuðningsmaður, allavega er sonur hans það) og ManYoo. Ekki nóg með að þú gerir það heldur kallarðu mig vitleysing í þokkabót!!
     
    Skamm!!!

  4. Þið eruð að misskilja hann, Dyllan var ekkert að meika það! Dylan er hinsvegar önnur saga!

    Svo er SSteinn á leið heim til þín út af þessu dissi á Herbert Guðmundsson.

  5. FRÁBÆRT, ekkert að gerast einmitt þegar ég má vera að því að lesa svona slúður, alveg hreint magnað, GEÐVEIKT!!

  6. Sé fram á langt sumar þar sem maður segir “ég ætla bara taka einn slúðurhring” óþæginlega oft… helvítis helvítis hvað ég nenni þessu ekki! Stundum vildi ég að maður gæti slökkt á fótboltaáhuganum yfir sumarið og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu.

  7. Ssteinn var að lækka forgjöfina um helgina. Nýja settið hans er alveg að gera sig greinilega…

  8. Gísli H:

    Persónulega finnst mér best að spila nægilega mikið af fótbolta sjálfur, spila golf, drekka bjór og gera mitt besta að horfa á íslensku knattspyrnuna jafnvel þó hún sé eiginlega ekkert annað en leiðinleg! En það styttir stundir!

  9. Hehe, ég er í mjög sambærilegum pakka sem gerir lífið vissulega mun bærilegra. Stoppar mig nú samt ekki í að kíkja á þetta helvíti hvert einasta skipti sem ég kíki í tölvu!

  10. Ég er að fara að spila leik í firmadeildinni í Bergen í dag. Það verður án efa hellirigning. Þetta eru helstu fréttirnar úr heimi knattspyrnunnar í dag.

    Ef einhver í hinu liðinu hitar upp í United bol mun ég að sjálfsögðu stugga við honum þannig að hann detti beint í poll. Ég er á því að slík framkoma sé siðferðilega verjandi.

  11. Swansea komnir í 3-0 gegn Reading,

    fyrsta Welska liðið á leiðinni í úrvalsdeild

  12. Ég á 2 ára brúðkaupsafmæli á morgun! Áfram Liverpool! (Notabene: ég bý með konu minni og fjórum dætrum… og allir halda auðvitað með Liverpool!)

  13. Jæja þá er það orðið ljóst hvaða lið munu verða í úrvalsdeildinni næsta tímabil.

    1. QPR liðið sem á nóg af peningum og gætu komið á óvart á sínu fyrsta tímabili.
    2. Norwich gaman að sjá hvort að þeir hafi eitthvað fram að færa.
    3. Swansea, ég hef ekki séð þá spila en menn segja að þeir séu að spila góðan fótbolta.

    Hverju spá menn um líf þessara liða ?

  14. Ég var kannski of fljótur á mér, staðan er 2-3 núna og hellingur eftir  🙂

  15. swansea norwich falla QPR lendir i 12 sæti ef þeir fá ekki stig dreginn af sér

  16. Man United will inveil a new 19 time banner – to represent how many time they managed to touch the ball in the final at Wembley on sadurday night !!!!

  17. Grindavík – ÞÓR í kvöld, held að mínir menn í Þór sæki stig í Grindavík. Annars er það sorglegt hversu ömurlegur íslenski boltinn er.Ég er búin að sjá nokkra leiki á Stöð 2 sport í Maí og ég hreinlega held að Liverpool undir stjórn Hodgsons hafi verið skárra en þessi íslenski bolti. Ætla samt að sjá mína menn í ÞÓR í kvöld svona til að drepa tímann og svo Pepsi mörkin þar á eftir.

    Annars er ekkert að ske í slúðrinu virðist vera, maður er orðinn spenntur eftir að fá að heyra eitthvað detta í hús.

  18. Ásmundur Nr.15

    1. QPR Komnir til að vera, næsta árs Newcastle.
    2. Norwich falla með stæl, aftur.
    3. Swansea næsta árs Blackpool en verða ekki eins góðir og Blackpool.

  19. 1. QPR algert wildcard og verða að kaupa ef þeir eiga að vera næsta árs Newcastle. Newcastle var náttúrulega með Premier-hóp þegar þeir komu upp. Ef Taraabt fer frá QPR þá erum við að tala um menn eins og Heiðar Helguson, James Mackie og Wayne Routledge sem burðarása og restin ekki með Prem-experience. Ef þeir missa Taraabt og kaupa lítið spái ég þeim í fallbaráttu. Ef þeir svo aftur á móti kaupa mikið og halda sínum bestu mönnum geta þeir jafnvel gert betur en Newcastle.
    2. Norwich fellur. Eina sem gæti bjargað þeim eru eigendaskipti og magninnkaup. Vonandi að Pacheco taki heilt season með þeim og taki skrefið upp í knattspyrnuþroska sínum sem allir eru að bíða eftir að hann taki. Einnig verður gaman fylgjast með Hyypia-eftirhermunni Zak Whitbread í hjarta varnarinnar. 
    3. Swansea = Blackpool? Babú spaír þeim í raun 20. sætinu (lélegri en Blackpool) og held að það verði rétt. Gung-ho fótbolti í uppsiglingu, ungir graðir pésar.

  20. Ég horfði á leikinn áðan, og verð bara að segja að Swansea eru bara að spila skemmtilegan bolta.
    Léttleikandi og skemmtilegt lið sem lætur boltan ganga vel á milli sín ekki ósvipað og Bacselona.
    Swanselona vinnur þá líklega báða leikina gegn Man Utd á næsta tímabili : )

  21. Eina sem ég hef séð í dag er eitthvað slúður um það að Comolli sé að móðga menn með of lágum tilboðum. Vona að það sé ekki rétt! 

    Annars held ég að Neil Warnock verði rekinn frá QPR og einhver betri ráðinn. Hann er góður að koma liðum upp en ekkert sérstakur við að halda þeim uppi!

  22. Vitið þið hvort það sé búið að loka Liverpool F.C leikmannaslúður síðunni á facebook ég kemst alavega ekki inn á hana lengur ???????

  23. QPR – 14 sæti
    Norwich – 19 sæti
    Swansea – 11 sæti

    Önnur lið sem falla á næsta ári verða
    Wigan – 20 sæti
    Blackburn – 18 sæti.

  24. Nokkuð spes að spá um stöðu liða eftir ár án þessa að vita nokkuð hvað verði gert í kaupum/sölum/þjálfaramálum. . . kommon verum ekki að eiða orku í þetta bull 🙂

  25. bensmith_Times Ben Smith

    The Young to #MUFC deal is not as advanced as some have reported.
    ——————————————————————-
    Ian McGarry BBC Radio 5 live says young is signing for LFC not MUFC
    ————————————————————–
    Brad Fridel as we mentioned a few days ago has gone to spurs by the looks of it very strong reports now he has signed a 2 year deal at white hart lane
    ———————————————————————————————-
    TabloideSport
    La última oferta por Juan Vargas asciende a 20 M€: Liverpool FC
     
    Smá slúður beint af fréttaveitunni.
     
     
     

  26. Hversu mikið bull er samt twitter ? var ekki friedel nánast búinn að skrifa undir og farinn að æfa með lpool í síðustu viku ?

  27. Við unnum leikinn 6-2 í dag. Fertugur fyrrverandi kantmaður og skaphundur úr Gróttu gerði lítið markvert í leiknum. Þessi leikmaður hætti að reykja fyrir mánuði síðan eftir 20 ára farsælan feril í þeirri íþrótt. Hans framlag í dag var talsvert hóst, ein stoðsending og rangt innkast.

  28. Sarah Hughes: Paul, it’s only a game! 
    Paul Ashworth: DON’T SAY THAT! Please! That is the worst, most stupid thing anyone could say! Cause it quite clearly isn’t “only a game.” I mean if it was do you honestly think I’d care this much? Eh? Eighteen years! Eight-teen years! Do you know what you wanted eighteen years ago? Or ten? Or five? Did you want to be Head of Year at North London Comprehensive, I doubt it. I’d doubt if you wanted anything for that long. And if you had, and if you’d spent three months thinking that finally, FINALLY you were gonna get it and just when you think it’s there it’s taken away from you… I mean I don’t care what it is, a car, a job, an Oscar, the baby… then you’d understand how I was feeling tonight. But there isn’t, and you don’t, so…

  29. Ég veit að sjálfsögðu hvað gerðist, hef aldrei gleymt því. Allir sem elska knattspyrnu skilja samt textann. Hann er bara smá svar við því sem Kristján Atli bullar í gríni. Líklega besta “heimspekilega” svar við “bara leikur” sem ég hef lesið eða séð. 

    Ég man líka vel eftir ástæðunni af hverju Paul Ashworth og fleiri þurftu að bíða í öll þessi ár.

  30. “Swansea komnir í 3-0 gegn Reading,
    fyrsta Welska liðið á leiðinni í úrvalsdeild”
    Hélt nú að Liverpool aðdáendur vissu það manna best að úrvalsdeild (PL) er bara annað nafn ekki önnur deild. Swansea var í 1. deild (úrvalsdeild) 81 – 83 endaði í 6 sæti leiktíðina 81/82 en féll svo eftir það.

  31. Áhugasamir (Þ.M.T Einar Örn og SSteinn) Ég skal selja ykkur helstu upplýsingar um Di Stefano, ef þið viljið ná lúkunum í hann fyrir þessar móðganir ! Sel hæsta boði !

  32. Jæja nú fer glugginn að opna, verður fróðlegt að sjá hvað Liverpool gerir í leikmanna málum, get ekki beðið mað að sjá hvað við fáum. Hef trú á (vona)  að verið sé að vinna góða vinnum á bakvið tjöldin og ekkert verði látið uppi fyrrena á reinir. Það hefur aldrei verið meira áríðandi að gera góð kaup á leikmannamarkaðnum en akúrat núna, bara fróðlegt að sjá, hvað skeður… Voum það besta….

    Áfram LIVERPOOL. YNWA…

  33. Reyndar opnar sjálfur leikmannaglugginn ekki fyrr en 1. júlí, en liðin eru oft búin að ganga frá kaupum fyrir þann tíma.

    En skrítin umræða hérna, sér í lagi um hann Hebba vin minn.  Hann er einn af mestu tónlistarsnillingum sögunnar…

    Hvert er verðið Baddi?  🙂

  34. Sælir félagar ég var að skrá mig á Twitter, það er nú ekki beint til frásagnar en ég skráði mig sem follower  https://twitter.com/#!/Damien_Comolli en miðað við tweet hans er farið að renna á mig tvær ef ekki fleiri grímur að þetta sé einhver annar þar sem skilaboð frá honum eru ekki alveg á fagmannlegum nótum.
     
    Myself and Juan Mata are watching a live sex show in Amsterdam. Sharing a booth was a bad choice. Mata is furiously at himself. #lfc
    Paul Scholes had a terrible tackle. His weakest attribute i’d say. His butt cheeks were hot but his cock & balls were wonky & pale. #lfc
    @Dirk_18_Kuyt Have a great time in Rio Dirk. Stay away from Sophia. She has a penis. See you soon. X
     
    Hann getur vissulega verið fyndin en þetta hlítur að vera einhver annar snillingur.

  35. Þá virðist sem að Houllier kallinn sé alveg búinn í þessari íþrótt eftir að hafa ráðfært sig við lækna þá er hann hættur hjá Aston villa. Og sá sem leysti hann af hjá Liverpool er talinn líklegastur í staðinn á Villa Park.

  36. #46 og það er eins og þessi vitleysingur hafi ekkert betra að gera en að koma með falstvít fyrir Comolli, hann tweetar oftar en Ryan Babel!!!

  37. Það fer að styttast í að við fáum fyrsta svar sumarsins: Fílabeinsstrendingurinn Gervinho segist ætla að tilkynna í þessari viku með hvaða liði hann leikur á næstu leiktíð. Er hjá Lille en hefur verið orðaður við Liverpool, Arsenal og Newcastle, meðal annarra. Gæti verið kyrr hjá Lille en mér finnst m.v. fréttina að hann muni skipta um félag.

    Ég held að hann komi til Englands en hef heyrt allt of lítið af slúðri í kringum hann til að ætla að hann komi til Liverpool. Arsenal eða Newcastle, á það veðja ég.

  38. Ég fékk smá fyrir hjartað um daginn þegar ég sá í fyrirsögn einhvers staðar að Liverpool væri búið að semja við Honda. Svo þegar ég las greinina kom í ljós að þetta var samningur við SA-Asíu deild mótorhjólaframleiðandans Honda. Ójá.

  39. Einhver ágætur maður á Twitter segir eftirfarandi
    #lfc bid 12m for Young, rejected. Were told he didn’t want to move to Anfield. Now told he will listen to all offers.
    Gaurinn er Stephen Martin, kennari og veitingahúsagagnrýnandi búsettur í Liverpool borg… get því ekki sagt að heimildin sé áreiðanleg en hann segist vera með góðan source í þessu.

  40. Umboðsmenn Gervinho og Perotti spottaðir á Anfield.  Sel það ekki dýrara en ég stal því!

  41. Ótrúlega lítið að gerast í slúðri.

    Annars er Biddýar hér fyrir ofan mig afar traustur heimildamaður og svo er hann alveg svakalega hávaxinn.

    Þetta getur ekki verið annað en satt sem hann segir.

  42. Þó lítið sé að frétta,er alltaf hægt að hlægja á kostnað man utd

    Two Manchester united fans walk into the ticket office & ask to buy 2 season tickets, the lady asked. “Are you Circumcised?” They replied “Yes ofcourse”. The lady then says, ” Im Sorry you have to be a complete dick to be a manchester utd fan!

    😀

  43. Já það er sko hægt að treysta orðum Óla B. because he´s got an anus of a ten year old and the skin of a newborn!
     
    Annars gefur þessi þögn manni ágætis tilfinningu enda verið mikil læti síðustu glugga og fátt gott komið úr þeim.
    Now we do it the Liverpool Way!

  44. Ég verð bara að horfa á þennann Meistaradeildarleik aftur ; ) Veit nokkur hvar eða hvort ég get fundið hann á einhverstaðar á netinu ?

  45. 1 stk úrslitaleikur í meistaradeild. Gjörðu svo vel! [Innsk. KAR – Verð að fjarlægja tengilinn því miður þar sem við getum ekki tekið þátt í að deila ólöglegu niðurhali.]

  46. Brotist var inn hjá Messi á meðan úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram, allir leikmenn ManU eru í yfirheyrslu og þurfa að gera grein fyrir því hvar þeir voru á meðan leikurinn fór fram. Djók

  47. Tekið af LFC Transfer Speculations á FB:
    Just to be clear, 1st of June is when English clubs can purchase players from other English clubs only. 1st of July is when we can buy players from other countries.
    YNWA

  48. Einhverjar fréttir af Mr. Waterman? Hefur ráðning nýs þjálfara hjá Juve einhver áhrif á hans mál. Væri til í fá hann til baka. Eigum þá marga möguleika á miðjunni og getum eitt peningunum í eitthvað annað.

  49. Mig langar aðeins að tala um transfer targets fyrir sumarið og spurja hverja myndi vanta á þennan lista að ykkar mati.
    Vinstri bakvörður: Mér dettur í raun bara í hug Enrique frá N’castle. Coentrao segir bara vilja fara til Madrid og síðan höfum við verið orðaðir við Emilio Izaguirre frá Celtic, sem ég get ekki sagt að mér lítist neitt á. Dettur mönnum einhver annar í hug í þessa stöðu? Robinson hefur alveg staðið sig vel en hann er ekki að fara að verða aðal bakvörðurinn á næsta tímabili. Gael Clichy hefur verið orðaður frá Arsenal, en ég sé þá ekki vilja selja til Liverpool, sérstaklega eftir hvernig fór með Ashley Cole.
    Hafsent: Ég vil fá Scott Dann og helst einhvern annan, þótt að það sé ekki nauðsynlegt. Martin Kelly er upphaflega hafsent og ég vil sjá hann fara aftur í þá stöðu. Scott Dann er hreinræktaður poolari og myndi spila frá hjartanu eins og t.d Carra, sem er eitthvað sem við þurfum. Síðan höfum við efnilegan hafsent í Danny Wilson, svo að þetta er staða sem þarf í raun ekki neina virkilega styrkingu.
    Miðjumenn: Ekki staða sem þarf að styrkja mikið, erum með Gerrard, Meireles, Lucas, Spearing og Shelvey. En það væri auðvitað fínt að fá einn eða tvo leikmenn til að hafa meiri dýpt. Liverpool voru nálægt því að kaupa Charlie Adam frá Blackpool í janúar, en þeir vildu ekki selja. Adam átti gífurlega gott tímabil og eiga Blackpool honum mikið að þakka fyrir það hversu vel þeir stóðu sig fram eftir tímabili. Les leikinn vel, getur vel varist og er góður að taka aukaspyrnur. Ef að við fáum hann fyrir lítið væru það virkilega góð kaup. Sergio Canales er ungur leikmaður Real Madrid sem Liverpool hefur orðað við svona við og við. Skapandi sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur lítið fengið að spila á liðnu tímabili, mikið efni sem Zidane talaði vel um. Kæmi ekki á óvart að hann fari í sumar, sérstaklega eftir að Madrid keyptu Nuri Sahin frá Dortmund nú á dögunum. Held að hann gæti verið spennandi kaup þar sem að hann er meira sóknarþennkjandi en Shelvey og Spearing og það er eitthvað í það að akademían fari að skila upp þannig leikmanni í aðalliðið.
    Kanntmenn: Það eru ansi margir sem koma til greina og Liverpool hafa orðaðir við ansi marga.

    Eden Hazard hefur verið orðaðir við flest stór lið í Evrópu og er ungur og mjög efnilegur leikmaður. Í raun er hann sá leikmaður sem mig langar mest að sjá koma til Liverpool í sumar, hann er ungur, fljótur og mjög teknískur. Getur spilað báða kanntana og á bakvið strikerinn. En á sama tíma eru mjög mörg og ef til vill meira spennandi lið að eltast við hann.

    Juan Vargas er leikmaður Fiorentina, fyrirliði perúska landsliðsins, sem hefur líka verið orðaður við okkur. Hann gætur bæði spilað bæði vinstri wing-back og vinstri kannt, snöggur og er virkilega góður að crossa. Til að mynda sagði Gilardino að hann væri bestri crossari sem hann hafði spilað með, annar leikmaður sem ég vildi virkilega vilja sjá til Liverpool.

    Charles N’Zogbia átti fínt tímabil með Wigan á þessu tímabili og hefur verið orðaður við nokkur lið. Veit ekki alveg með hann, en gæti alveg meikað það á hærra leveli en Wigan, en gæti verið dálítið áhættusöm kaup. Það sem er þót gott við hann að hann er ekki prímadonna, allavega af því sem ég hef séð, hann spilar bara fótbolta eins og atvinnumaður.
    Ashley Young og Stuart Downing eru báðir leikmenn Aston Villa. Young er víst annaðhvort á leiðinni til United eða Liverpool, og Downing til Liverpool eða Arsenal. Persónulega finnst mér Young ofmetinn leikmaður og vil helst sjá hann fara til United. Downing er virkilega góður crossari en gæti hinsvegar verið spútnik leikmaður sem nær ekki að leika eftir það góða tímabil sem hann átti að baki núna með Villa. Downing er dálítið 50/50 held ég, eins og N’Zogbia.

    Juan Manuel Mata Er leikmaður Valencia á spáni. Hann er hraður, teknískur og góður crossari og ekki nema 23 ára. Á að baki 11 leiki með spænska landsliðinu og hefur skorað í þeim 4 mörk. Persónulega væri ég virkilega til að sjá hann koma þar sem að hann er einn ef mest upprennandi kanntmönnum í Evrópu.

    Eljero Elia er hollenskur leikmaður Hamburg í Þýskalandi. Hef lítið séð hann spila en það sem ég hef séð hefur lofað mjög góðu. Hraður og teknískur, og leikmenn frá Hamburg hafa oftast staðið sig vel hjá öðrum liðum. Sumir hafa sagt að hann verði bara næsti Babel en ég neita því alfarið, því að þeir hafa svo gríðarlega ólíkan leikstíl.

    Aron Lennon leikmaður Tottenham þekkja flestir. Ég veit ekki alveg af hverju hann er orðaður við okkur, átti ekki neitt gífurlega gott tímabil að baki 35 leikir, 3 mörk og 7 assist. En ef King Kenny sér hann fyrir sér í XI þá treysti ég þeirri ákvörðun.

    Adam Johnson er leikmaður Man City sem ég væri mjög mikið til í að sjá til Liverpool. Í mínum augum er hann svona “complete winger” með assist og mörk sem getur spilað báða kannta. Held að hann sé mjög realistic target þar sem hann svo virðist að Mancini meti hann ekki mjög mikið.
    Strikerar: Ég vil sjá N’gog fara þar sem að honum hefur einfaldlega farið aftur sem leikmanni á síðastliðnu tímabili, hefur einfaldlega ekki það sem til þarf. Það er ekki mikið af virkilega efnilegum í akademíunni hjá okkur þannig að við þurfum að versla eitthvað í þessa stöðu, helst ungan en á sama tíma reyndan. Þessi heitustu prospect í boltanum í dag eru sennilega Neymar og Lukaku, og persónulega sé ég hvorugan þeirra koma til Liverpool. Við buðum í Mario Gomez fyrir ári síðan en því var neitað og nær ómögulegt er að hann fari frá Bayern eftir að að hafa verið markahæsti leikmaður Bundesligunnar á nýliðnu tímabili. Sá eini sem mér dettur í hug er Gervinho, leikmaður Lille í Frakklandi. Hraður og sterkur framherji, dálítill in-and-out striker sem er duglegur að skora. Væri mjög gaman að sjá Liverpool reyna að taka bæði Gervinho og Hazard frá Lille, en það er þó ólíklegt. Lille unnu frönsku deildina á dögunum og eru á leiðinni í meistaradeildina á næsta tímabili, ólíkt Liverpool sem er ekki í Evrópukeppni.
    Þetta eru mínar pælingar um leikmannakaup sumarsins sem ég hef mestmegnis byggt á því hvaða leikmenn hafa verið orðaðið við liðið síðastliðna mánuði. Reyndar kæmi mér það ekki á óvart ef King Kenny og Damien Comolli kaupi einhverja leikmenn sem hafa aldrei verið orðaðir við liðið og geri þetta bara “The Liverpool Way” og tilkynna leikmannakaupinn þegar þau eru gengin í gegn. Hvað sem gerist þá er maður bara spenntur að vita hvaða leikmenn munu koma til okkar í sumar, þetta verður snilld, er viss um það!
    Endilega segðir ykkar skoðun vinir!
    -Sævar YNWA

  50. Kommentakerfið eitthvað að stríða mér við uppsetningu á þessu commenti, vonandi getiði lesið þetta með góðu samt!
    YNWA

  51. Joey Barton, fee agreed – 4.5million. That’s the big rumours going round tonight, think there’s something in this.. #LFC @Joey7Barton (Er einnig á RAWK frá einhverjum sem þykir frekar áreiðanlegur)

    Tekið af LFC leikmannaslúðurssíðunni á facebook.

    Væru menn til í Barton?

  52. Joey Barton gæti jafnvel orðið Liverpool leikmaður á morgun. Maður verður að bjóða hann velkominn með alla sína kosti og galla.

  53. Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkrum vikum að gera mér ekki upp mjög sterkar skoðanir fyrirfram á þeim leikmönnum sem koma til Liverpool, hversu spenntur eða áhugalaus ég kann að vera fyrir viðkomandi leikmanni.
    Að því sögðu vil ég taka fram að ég er ekki spenntur fyrir C. Adam eða J. Barton.
    En ef Kóngurinn vill fá þá til liðs við okkur, og telur þá styrkja liðið þá bíð ég þá velkomna.

  54. Prófessor Vandráður sagði nú eitt sinn: ,,Engar fréttir eru góðar fréttir” – ég hugsa að það sé tilfellið hjá okkur. Vona bara að þeir séu að vinna í því að fá góða leikmenn til liðsins, en ekki að tala um að fá góða leikmenn til liðsins.

  55. Víst það má tala um allt og lítið að frétta nema þetta Barton slúður, sem ég ætla ekki að segja orð um..

    En svona til að stytta ykkur stundirnar þá er ég með hérna sport sem þið Púllarar getið farið í!

    http://www.facebook.com/pages/Icelandic-Planking-Community/192966034082463

    Ég er með þessa síðu ásamt 2 félögum mínum og ég á alveg eftir að fá Liverpool Planking þangað inn! Svo ég skora á ykkur (sérstaklega þá sem eru Kop.is pennar) að taka mynd af einu Planki og senda á síðuna!

    Fyrir þá sem ekki vita þá er Planking mjög tilgangslaust en klikkað stuð, eins kjánalegt og þetta lýtur út fyrir að vera. Reglurnar eru ekki flóknar:

    Alltaf að beina hausnum niður.
    Vera með allann líkamann þráðbeinan, hendur með síðu og lappir saman beint.
    Takið mynd af því og póstið á síðuna.
    Skýrið plankið eins og ‘Eitthvað Planking’ eða ‘Eitthvað Plank’.
    Og verðið alltaf örugg og ekki gera áhættu planking.

  56. Þetta plank drasl er það asnalegasta sem ég hef séð. Getiði ekki gert parkour eða eitthvað svalt?

  57. @Óliprik

    hahahahaha þetta er svo tilgangslaust að ég grét úr hlátri! Takk fyrir mig! Ekki hlegið svona mikið lengi!

  58. @Ási: Það vita allir að þetta er asnalegt.. Thats the point. Allavega annað hvort dont like it or like it 🙂 Og ef þú vilt gera parkour þá styð ég það fulls hugar og join’a klárlega það 😉

    @Haukur Logi: I know man! Enda á þetta líka bara að vera fyndið og hafa gaman af litlu tilgangslausu hlutunum sem gleður einföld hjörtu. Mín var ánægjan! Hláturinn lengir lífi!

  59. Skil ekki alveg thetta Barton sludur… passar allavega ekki inn i thessa nyju innkaupastefnu klubbsins. Ja nema fyrir thad ad hann er med haug af “personulegum vandamalum” sem eg er ekki ad sja ad King Kenny se ad fara ad nenna ad hjalpa honum med! OF gamall, OF klikkadur og i stødu sem vid erum nokkud vel mannadir fyrir. Held ad vid ættum ad passa sæti fyrir einhvern annan a bekknum…

  60. Auðvitað á að fá Barton. Það er búið að vera pínlegt að horfa uppá undanfarin ár hvað Liverpool er uppfullt af altarispissudúkkum sem ekkert þora að segja eða gera. Með tilkomu Suarez, Carroll og Barton erum við komin með þríeyki sem þorir að svara fyrir sig og er með stæla og kjaft.  Mér hefur fundist þetta eitt stæsta vandamál liðsins, hvað það vantar alvöru töffara í þetta lið, alvöru menn sem þola ekki að tapa. Barton flokkast þar svo sannarlega. Fyrir utan auðvitað að vera alveg þrælgóður leikmaður og líklega einn besti enski miðjumaðurinn í vetur, ef ekki sá besti.

  61. Ég get ekki sagt að ég sé rosalega spenntur fyrir Barton en það er líka verið að ræða mikið um Jordan Henderson hjá Sunderland og það er leikmaður sem ég er spenntur fyrir, hann er 20 ára.

    On the 13th January 2011, Jordan Henderson was listed on the Fifa website as one of thirteen young players to watch, he ranked alongside Atletico Madrids David De Gea and Anderlechts Romelu Lukaku. Fifa also added Henderson is “Composed, athletic and powerful, Henderson has been hailed as “the best young British footballer there is” by his Sunderland manager, Steve Bruce. Fabio Capello also recognised the midfielder’s talent by handing him a first senior England cap in November, while Sir Alex Ferguson has expressed a public interest in prising Henderson from his hometown team.

  62. Ég sakna enska boltanns og er kominn með fráhvarfseinkenni á mjög háu stigi 🙁

  63. Var að detta inn á Twitter að Sunderland hafi samþykkt tilboð okkar í Jordan Henderson en hann ræðir ekkert sín mál við félagið fyrr en eftir evrópumótið (u-21)

  64. Væri gaman ef Kop.is kæmi með amk vikulega silly season fréttir 🙂 bara svona til að hafa eitthvað að gera þar til í júlí.

Heysel: 26 árum síðar

Leikmenn til Liverpool #1