5,4,3,2,1 … here we go!
Fyrsta staðfesta slúður sumarsins er dottið inn og það er Jordan Henderson sem vinnur silly season þetta árið. Seint í kvöld settu nær allir stærstu miðlarnir ytra inn sömu fréttina; Liverpool hafa boðið 13m punda í Henderson en ekki er vitað hvort Sunderland hafa tekið því eða vilja hærra verð. Sjá fréttir m.a. hjá Guardian, Daily Mail, The Independent og Daily Express.
Ég var mjög hrifinn af Henderson í vetur, fannst hann frábær og þá sérstaklega á fyrri helmingi tímabilsins. Þetta er tvítugur, enskur miðjumaður sem svipar mjög að leikstíl til Steven Gerrard. Hann er sókndjarfur, með gott auga fyrir að opna vörnina og skorar mörk en getur líka setið aftar og barist um yfirráð eða stjórnað spilinu. Af öllum leikmönnum í deildinni, ef ég ætti að velja einn sem gæti verið „arftaki Stevie G“ þá væri það hann. Ég setti hann ekkert á neina óskalista í huganum því maður heyrði snemma að það væri búið að eyrnamerkja hann Man Utd fyrir næsta tímabil og því er þetta heldur betur óvænt ef satt er.
Það er samt athyglisvert að skoða samhengið ef þessi kaup verða að veruleika. Þýðir þetta að Charlie Adam, James McCarthy eða Alberto Aquilani verða ekki hjá okkur á næstu leiktíð? Og ef við erum að eyða 13m+ í tvítugan miðjumann, hvaða skilaboð gefur það Jonjo Shelvey og Jay Spearing? Og hefur svona fjárútlát í miðjumann nokkuð neikvæð áhrif á budduna sem er til fyrir vængmennina sem við þörfnumst svo sárlega?
Kemur í ljós, kemur í ljós. Það eina sem við vitum fyrir víst er að fyrsta alvarlega slúður sumarsins er komið. Hlutirnir verða bara áhugaverðari næstu daga og vikur.
ÚFF við þetta vakna svipaðar spurningar og Kristján Atli spáir í.
Trúi ekki að þetta hafi áhrif á Budduna fjandinn hafi það. Sárvantar kantmennina og vinstri bak….
Kenny segir að LFC sé ekki með neitt sérstakt budget.
1-2 kantmenn, miðjumaður, varnarmaður og vinstri bakvörður er eina sem við þurfum og jafnvel einn framherja. Erum að fara að selja líka leikmenn sem fæst peningur fyrir.
Yrði mjög svo ánægður með kaup á Jordan Henderson. Frábær ungur leikmaður, fastamaður í liði sem er fyrir ofan miðja deild og kominn með mikla og mikilvæga reynslu í Úrvalsdeildinni. Er sammála Kristjáni þegar hann segir að af öllum þessum “næsti Gerrard” leikmönnum þá gæti þessi líklega komist næst því. Spilar margar stöður, kraftmikill, góða yfirsýn, baráttuglaður, flottur á bolta og kemur honum vel frá sér. Getur líka spilað á hægri kantinum og stendur sig oftar en ekki mjög vel þar líka. Gæti komið í svipað hlutverk og Raul Meireles er í þessa dagana; fer á kantana, miðjuna, fyrir aftan framherjana og allt þar á milli, hann gæti vel fengið svipað hlutverk. Persónulega held ég að hann gæti byrjað á kantinum hjá okkur enda er hann góður í að gefa boltann fyrir markið.
Ég er mjög hrifinn af því að við virðumst ætla að fá “best of the British” ungstirnin og finnst mér Henderson flokkast undir þann flokk.
Mér finnst að þeir miðjumenn sem hafa verið hvað mest orðaðir við okkur undanfarið; Henderson, Barton, Adam og McCarthy, eiga það allir sameiginlegt að þeir eru mjög góðir í að spila boltanum, góða yfirsýn og mjög fínir krossarar, einnig geta flestir þeirra (nema kannski að Adam undanskildnum?) spilað vel á köntunum. Mér sýnist eins og þetta sé eitthvað sem við séum að leita af í þeim miðjumanni/mönnum sem við munum koma til með að kaupa í sumar, að þeir geti spilað í tveimur stöðum og komið boltanum hættulega fyrir markið og örugglega verið að leitast eftir því að spila á einum helsta styrkleika Carroll sem er eins og allir vita hausinn á honum.
steve Bruce getur bara ekki átt í viðskiptum við Liverpool ! hann sleppir honum ekki ódýrt ! tvítugur enskur mjög efnilegur miðjumaður! aldrei á 13 milljónir. Bruce hringir í alex f og býður honum alltaf að jafna tilboðið sama hve hátt það er. ég meina hvað haldiði að Dalglish hafi sólað bruce uppúr skónum oft herna 198ogeinhvað! en ég held ég yrði alveg sáttur með þessi kaup en vona bara ekki að hann komi á einhverjar 20 millur frekar hátt.
Æj ég veit ekki með þetta, er MIKLU hrifnari af Charlie Adam, búin að vera meira áberandi og með miklu betra stats.
Charlie Adam Apps, Goals
2009-2011
Blackpool
78
(28)
Jordan Henderson
2008–
Sunderland
71
(4)
2008–2009
? Coventry City (loan)
10
(1)
Svo er hann líklega ódýrari, ég vel Adam frekar en Henderson.
Já takk! Hörku leikmaður og virðist þar að auki vera með hausinn rétt skrúfaðan á!
Haha, Davíð.
Charlie Adam er 25 ára og búinn að spila í neðri deild á Englandi og í Skotlandi með besta liðinu þar. Henderson er 5 árum yngri og búinn að vera lykilmaður Sunderland síðustu tvö tímabil. Það er greinilegt að þú horfir ekki á fótboltamenn. Stats-hóra.
Rosaleg Gerrard týpa með smá Lampard í sér. Myndi aldrei segja nei við þessum strák enda einn mest spennandi miðjumaður Englands ásamt Wilshere.
Henderson er bara miklu betri leikmaður en Adam í alla staði. Adam skorar úr vítum og aukaspyrnum og getur fátt annað en svona set-pieces. Jordan er með góðar sendingar, spyrnur, er góður varnarmaður og sóknarmaður, hraður og er þessi complete midfielder eins og Steven Gerrard. Þetta er örugglega eini miðjumaðurinn í dag sem getur tekið við af Gerrard.
haha rólegur gaur ekki hægt að bera þessa drengi saman. Finnst þeir báðir mjög spennandi og stats lýgur ekki það þarf að horfa á það líka.
Miðjumenn og miðjumenn. Það er alltaf verið að linka okkur við miðjumenn. Hvað með að finna almennilega varnarmenn og menn á kanntinn. Held að þetta sé ekki staða sem við erum mest stressaðir yfir.
Við erum með Meireles sem stóð sig vel á síðasta tímabili, við erum með Lucas sem var valinn maðurinn tímabilsins og við erum með sjálfan Gerrard í þessari stöðu. Að ógleymdum ungum mönnum eins og shelvey og spearing.
Það mætti segja mér að Lucas verði fyrsti maður í liðið á næsta tímabili enda að standa sig gríðar vel drengurinn. Þá er spurning hvað Kenny er að pæla. Hvað ætlar hann að gera við Gerrrard, Meireles, Spearing ????? Er Gerrard að fara að spila eitthvað free role dæmi ? Fer Suarez kannski á vinstri ?
Æji maður verður bara geðveikur að pæla í þessu. En mikið djöfulli er maður spenntur að sjá hvað Kenny sé að hugsa með þetta lið og hvernig hann mun stilla þessu upp í haust !!
stats lýgur ekki … það er pointless að bera saman þessa 2 þarsem ef það er bara tekin markaskorun, annar tekur víti og hinn ekki , annar er ungur og efnilegur , hinn er 25 ára gamall með 70% tímabils í p l vel spilað á öllum sínum ferli. adam er miðlungs leikmaður í besta falli, henderson er ungur og einn efnilegasti miðjumaður á englandi.
Sky Sports segja núna að tilboði Liverpool hafi verið hafnað. Ef satt reynist þá sjáum við væntanlega fljótlega hvort Comolli og félagar hækka tilboðið eða láta Henderson eiga sig.
Ég horfði á tvo leiki með Sunderland í vetur og í bæði skiptin var Henderson bestur hjá þeim röndóttu. Það kom mér mjög á óvart hvað þessi ungi strákur var kraftmikill og dóminerandi á vellinum.
Það sást langar leiðir að hann er með mikið keppnisskap og er til í að leggja allt að mörkum til að ná árangri. Ég er mikið til í þennan strák en þetta er auðvitað alltaf spurning um peninga. Ég myndi skjóta á að 16-17 mill. væri eðlilegt verð en mér finnst 20+ of mikið.
hvað með að bjóða 14 + Poulsen, Ngog eða J. Cole fyrir Henderson?
Henderson yrðu frábær kaup uppá framtíðina og það er verið að hugsa um hana með þessum kaupum ” ef að þau ganga í gegn” en menn geta alveg verið rólegir á því að segja að Henderson hafi verið betri en C Adam á síðasta tímabili, það er tóm þvæla, C Adam var sennilega besti miðjumaður deildarinnar og það er ekkert skrítið að hann sé í liði ársins á flest öllum..
Ég sá fullt af leikjum með Blackpool og hann C Adam er ekki bara góður í föstum leikatriðum, hann er með frábæran skilning á leiknum og sendingarnar hans inná vellinum eru 1 flokks…
Henderson er hinsvegar með meiri hraða og er gríðarlega efnilegur leikmaður…
Ef þetta gengur eftir held ég að það væri mjög sniðugt að senda Jay Spearing eða Jonjo Shelvey á láni til félags í neðri hluta deildarinnar þar sem þeir fá stærra hlutverk og helmikla reynslu.
Já, maður veit ekki hvað maður á að halda, en eins og við segjum allir, þá treysti ég Comolly og Kenny algjörlega í leikmannakaupin.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109236
Hann of góður fyrir lið sem er á leið í skítinn!
Persónulega tæki ég Adam fram yfir Henderson alla daga vikunnar.
Mér finnst Henderson bara ekkert sérstakur
http://www.footylounge.com/films//milankakabaros/jordan-henderson-v-stoke-city-05022011-video_dc041407a.html
Miðað við það sem ég hef lesið þá er Charlie Adam pottþétt á leiðinni. Ef við klárum þessi kaup á Henderson þá erum við komnir með hersveit af miðjumönnum. Gerrard, Meireles, Lucas, Adam, Henderson, Spearing, Shelvey og Aquilani. 8 Stykki sem við getum notað í byrjunarliðinu. Ég geri ráð fyrir að Aquilani verði seldur, og ef Adam og Henderson koma þá bara hljóta Spearing og Shelvey að vera lánaðir. Hjá okkur væru þá Gerrard, Meireles, Lucas, Adam og Henderson. Frekar undarlegt finnst mér því þetta eru frekar svipaðir leikmenn. Okkur myndi vanta destroyer á miðjuna, svona Mascherano Sissoko týpu. Yrði þá enn einn miðjumaðurinn keyptur?
Já það er rétt. Hann er of góður fyrir Sunderland maður
Magnað hvað fólk sem rífur hvað mest kjaft kemur alltaf undir dulnefnum og bendi þar á #17…. Persónulega fyndist mér þetta betri kaup en á hinum altalaða Adams…. hann einhvernvegin virkar ekkert afburðarvel á mig, en hvað veit ég, ég sit á sófanum og glápi á alla leiki 🙂
Held að við höfum skotið okkur aðeins í fótinn þegar við kyptum Carroll. Nú vilja öll lið fá 10 mills umfram rétt verð.
Er ekki Sunderland í skítnum? Allir bestu leikmennirnir vilja fara þaðan.
Skemmtilegur leikmaður, hugsa að Henderson sé fullkominn í það að hleypa Gerrard meira upp í sóknina.
Hægri fóturinn á Gerrard + ennið á Carroll = hrollur.
Annars væri ég sáttur með flesta þeirra miðjumanna sem hafa verið orðaðir við LFC undanfarna mánuði, Dalglish aðalástæðan fyrir því. Hann virðist geta fengið flesta til að sýna sig í réttu ljósi.
Þannig ég ætla ekki að velta mér of mikið uppúr þessu, treysti Kónginum, Clarke og Comolli 110% fyrir því sem koma skal.
Mér finnst alveg fínt að fá Henderson. þá verðum við bara að senda Jay Spearing og Jonjo á lán til liða sem voru kannski að koma upp eða eru í neðri hlutanum.. og selja líka Poulsen og Konchesky á þá gaura sem fyrst! og fá einn stöðugan bakvörð og einn miðvörð og kantmenn eins og Ashley Young eða jafnvel Mario Götze.
Óskalistinn minn er svona :
Mats Hummels
Aly Cissokho
Ashley Young
Eden Hazard
Mario Götze
Romelu Lukaku
Gary Cahill
Jordan Henderson
og síðan
Gylfi Sigurðsson. 😀
Henderson verður góð viðbót ef hann verður keyptur. Bruce vill 20milljónir fyrir hann en það er ansi vel í lagt. Ætli verði þá ekki hægt að fá hann á 18. Höldum Spearing sem fjórða kost í djúpan og sendum Shelvey á lán með það sem skilyrði að það verði hægt að kalla á hann ef mikil meiðsli verða. Seljum Aquilani og Poulsen og verðum þá með Gerrard, Meireles, Lucas, Henderson og Spearing. Miðjan fullmönnuð og kemur líklega út á sléttu.
ánægður me gylfa sigurðsson commentið 🙂
ég verð að viðurkenna fávisku mína… en ég veit sama sem ekkert um þennan player.. hef alltaf haldið að hann væri eyrnamerkur hyskinu í manchester united…….
annars er ég eiginlega farinn að vona að það verði fyllt uppí útlendingakvótann hjá liðinu með skynsamlegum kaupum sem fyrst… manni dreymir um að það verði allavega einhver kynntur sem fyrst svo hjólin fara að snúast
Mjög eðlilegt hjá Sunderland að hafna tilboðinu og sjá hvað gerist í framhaldinu. Fínt að fá hann síðar í sumar ef það er möguleiki.
Það er síðan ágætt að fá Aquilani tilbaka heilan heilsu, hann er ábyggilega nógu góður til að vera í byrjunarliðinu hjá okkur.
Ég verð nú reyndar að játa að ég skil ekki af hverju Liverpool ætti að þurfa lána Spearing eða Shelvey ef Henderson kæmi á svæðið. Einn af veikleikum Liverpool í vetur var hversu þunnskipaður hópurinn var og ef að það á að fara lána út leikmenn fyrir hvern einn sem kemur inní hópinn, þá aukast varla gæðin og breiddin í hópnum. Ég er frekar á því að þeir verða allir til staðar og ef menn eru að óttast að þeir séu allir of líkir og það vanti einhverja Mascherano týpu á miðjuna þá blæs ég á þær áhyggjur. Lucas fyllti það skarð fullkomlega í vetur og ég tel að Meireles geti líka leyst þá stöðu detti Lucas út.
Mér líst vel á Henderson, leikmaður sem á framtíðina fyrir sér og myndi án efa falla vel inní lið Liverpool og þá stefnu sem þar í gangi. Leikmaðurinn er á lista yfir efnilegustu leikmenn Evrópu og því ekki óeðlilegt að það þurfi að punga út dágóðri upphæð fyrir hann.
Æj, hef ekki miklar mætur á Henderson, allavega veit ég að það var bull**** að tilboði hefði verið tekið í hann (eins og kom fram í síðasta pistli), en áhugi er klárlega til staðar (ekki það að ég sé spenntur fyrir honum). En klárlega ágætis leikmaður, efnilegur og allt það, en rólegir á Stevie G samlíkingunni. Drykkjarílátið var gagnrýndur hægri vinstri í vetur fyrir það að spila honum of mikið án þess að hann gæti neitt.
En í alvöru talað drengir, hættið með þetta Gylfa Sigurðs djók. Haldið þið virkilega að Liverpool væri að fara að nota varamann Hoffenheim? Bara af því að hann er frá Íslandi? Ryan Babel er fastamaður þar, ekki Gylfi. Shane Long stóð sig fáránlega vel í vetur með Reading, vilja menn hann? Stephen Hunt? En annars, þetta hlýtur að vera djók, þannig að ég hlæ með 🙂
Vill aldrei fá Gylfa. Sorry en hann verður aldrie nógu góður fyrir Liverpool. Minnir mig á D. Gibson hjá United, frábær skotmaður en getur fátt meira.
Þekki nú ekki mikið til hans, en sýnist menn líka vel við hann. Mér finnst þó 20mil of mikið fyrir hann, vill frekar eyða þeirri upphæð í stöðu sem við þurfum meira í! En smá pæling ef við ætlum að kaupa annan miðjumann, ætli þá að Gerrard fái að spila slatta af leikjum á hægri kanntinum? Og auðvitað líka til að auka breiddina veit það..
En með Meireles, Gerrard, Lucas, Spearing, Shelvey og Adam/Henderson þá gæti maður alveg trúað Gerrard til að spila einhvað á hægri kanntinum, Meireles í holunni og svo Lucas og Adam/Henderson á miðjunni.
Henderson Who? Sá svo lítið af fótbolta sl vetur að ég veit ekkert hver þetta er!
rakst á þessa grein áðan og er alveg kjaftstopp og bara reiður ef satt reynsist. Þessir menn eru á fáranlegum launum.
http://www.guardian.co.uk/football/2011/jun/02/liverpool-transfers?
Ég held að þessu tilboði hafi verið hent fram til að fela eitthvað önnur hugsanleg kaup eins og LFC var kanski þegtara fyrir og eins Arsenal hefur oft gert. Væri samt meira til í þennan gaur frekar en Adam
Sammála að LFC skaut sig í fótinn með kauponum á Carroll á 35 m.punda, Núna vilja öll lið fá 10-15m.punda auka fyrir sinn ENSKA leikmann, held að t.d City og Chelsea séu að lenda í svipuðu með sín kaup, þeir bara geta ekki fengið leikmann á undir 15m.punda því það vita allir að þeir eiga nóg af seðlum… “borgaðu meira eða þú getur sleppt því að fá þennan leikmann”
Veit að LFC er ekki í CL eða EL og því ekki mikill séns að fá topp leikmenn, en ég vill fá Aguero til Liverpool strax 🙂
YNWA!
xabi heim
Byrjum á því að henda þeim leikmönnum sem ekki geta gefið á næsta mann carra út og selja lucas að hann hafi verið valin maður ársins er mesta bull sem ég hef heyrt.Hvað skoraði hann mörg ekkert hvað lagði hann upp mörg ekkert algjörlega sendingaheftur þegar kemur í 10+ metra sendingar fá xabi til baka eða ítalann hann kann að búa til.Þegarnxabi fór þá hvarf gerrard og hefur ekkert til hans sést síðan.Það þarf að fara að hætta að kaupa rándýra enska leikmenn bara af því að þeir eru ENSKIR kaupa frekar útlendinga enda deildin vinsæl út um allan heim og það er ekki útaf það eru svo frábærir englendingar.fá xabi heim og FERNANDO TORRES ekki einhverja 35 miljón punda fitubollu. og bjórsullara og 2 erlenda kantmenn og 2 erlenda miðverði ef agger fer ekki að standa í lappirnar.
Allir sem eru ósammála #37, lækið mitt comment 😀
#37. það skiptir engu máli hvað lucas skoraði mörg mörgk á tímabilinu, vinnan hans á miðjunni skiptir meira máli en hversu oft hann náði að koma boltanum í netið….enda er það ekki hans hlutverk í liðinu. þetta er eins og að segja að Cole ætti meiri skilið að klæðast rauðu treyjunni því hann náði að pota boltanum inn í 2 skipti í vetur.
annars lýst mér vel á að fá Henderson inní liðið fyrir 15-18 mill. hann er ótrúlega efnilegur og þroskaður leikmaður miðað við aldur, minnir mig mikið á Gerrard á sínum yngri árum. Held að Henderson sé betri kostur en Adam.
Fá Henderson, Young, Cahill og enrique inní liðið og henda út Cole, Jova, Aquilani, Ngog og Konchesky. þá held ég að Liverpool ætti að komast í topp 4 á nýjan leik. Og djöfull væri það gaman á sjá King Kenny í evrópu aftur…
Ég held það geri sér allir grein fyrir því að verðið á Carroll fékkst bara greitt útaf aðstæðunum í kringum söluna á Torres. Newcastle hljóta að hafa verið ansi hissa á því að Liverpool hafi tekið verðmiðanum, enda er víðast talað um að þeir hafi gert sér hörkudíl. Þó líklega óafvitandi, hefðu í raun getað sett upp hvaða verð sem er. En Liverpool fékk líka góðan díl, striker sem lofar mjög góðu og 15 milljónir í viðbót (sem voru skilyrðin). Setur held ég lítið fordæmi fyrir almennt verð á leikmönnum. Ef þetta setur einhvern í vandræði þá er það Chelsea, því menn sjá hversu auðveldlega er hægt að beygja á þeim hendina. Eða hvað?
Sjáum svo hvað sumarið gerir við Carroll, hann sló ekki beint í gegn í vor en inn á milli komu flottir taktar. Hlakka til að sjá hann heilan og tilbúinn í slaginn.
Svo sjáum við bara hvað verður úr þessu Henderson dæmi, kannski eru þeir bara að slá ryki í augu annarra eða hafa góða ástæðu til að halda að hér sé réttur maður á ferðinni. Maður getur allavega ekki annað en treyst Dalglish og Comolli fyrir þessu.
Ekki eru menn að kaupa þessa vitleysu með verðið á Carroll. Að verðið á Torres hafi hækkað í beinu framhaldi á uppsettu verði Newcastle á Carroll !
Þetta er eitt mesta bull sem ég hef heyrt. Samkv þessu hefðum við tekið 40 millur í Torres ef Newc hefði verið tilbúið að selja Carroll á 25 millur ? Eða selja Torres á 30 ef Carroll hefði komið á 15 ? Ætlar einhver að halda því fram að það sé heil brú í þessu ?
Ætli þetta hafi ekki verið gert til að róa stuðningsmenn sem vildu ekki sjá enn einn gluggann koma út í mínus auk þess að missa sína einu súperstjörnu.
Nei ég segi kannski ekki í beinu hlutfalli, ólíklegt að þeir hefðu selt Torres á 30 milljónir, en mér finnst ekkert ólíklegt að þeir hafi metið stöðuna svona eftir að hafa heyrt verðið á Carroll. 40 milljónir fyrir Torres hefðu samt ekki verið neitt slor, sérstaklega ef tekið er mið af afköstunum, en hver hefði svosem getað reiknað með því!? Svo er alveg gefið að þeir reyndu að eyða meira, þó það hafi ekki tekist. En afsakið hvað þetta er komið út fyrir þráðarmörk!
Svo að það sé á hreinu þá var það eigandi Liverpool sem tilkynnti okkur það eftir dílinn á Carroll og Torres að Chelsea var tilkynnt það að til að kaupin með Torres gengu í gegn yrðu þeir að greiða 15 milljónum punda meira en við myndum þyrfa til að greiða fyrir annan framherja. Dalglish hefur svo rætt þetta síðan og mér finnst það afar rökrétt að þetta hafi verið gert.
Ef þú, SB, vilt frekar vera með einhverjar samsæriskenningar væri fínt að fá einhverja vísun í eitthvað líkt þessu sem þá styður mál þitt um “að trúa þessu bulli”. Hef ekki staðið Henry eða Dalglish að mörgum lygum hingað til, heldur þvert á móti.
Jordan Henderson er góður leikmaður, og enskur, sem skiptir máli. Hann verður örugglega ekki stærstu kaupin ef þau takast en klárlega leikmaður sem flott væri að sjá í rauðu treyjunni. Við vitum öll að það er einfaldlega þannig að góðir “heimamenn” kosta mun meiri en af erlendu markaðnum og ef þú tekur ekki þátt í þeim leik þýðir ekki að væla yfir því að liðið sé ekki samkeppnishæft!
Þess vegna er KD nú að vaða af stað í unga og efnilega Englendinga, því hann veit að öll önnur lið sem stefna á toppinn eru að horfa í þessar áttir. Þess vegna var frábært að ná í Andy Carroll óvænt frekar en að sjá hann annars staðar, eins og með þennan Henderson.
En bara gaman að sjá að menn eru lagðir af stað!
Tottenham búnir að staðfesta Brad Fridel
http://www.tottenhamhotspur.com/news/articles/friedel-agrees-move-030611.html?utm_source=twitter&utm_medium=social-media&utm_campaign=friedel-agrees-move-030611
Held að önnur lið séu ekkert að spá í hvernig við reiknuðum dæmið út þegar við keyptum Carroll. Þau vita það að við ungan strák fyrir gríðarlegar upphæðir þannig að eðlilega vilja liðin keyra verðið upp þegar við bjóðum í efnilega englendinga.
Jordan Henderson er vængmaður stupid
Nýir búningar hjá Liverpool?
http://visir.is/styttist-i-akvordun-um-framtid-aquilani/article/2011110609760
Emmi, Henderson er miðjumaður að upplagi, en hefur hinsvegar spilað marga leiki á hægri kantinum.
Rétt kobbih – og við eigum ekkert að vera að spá í upphæðir út frá neinu öðru en okkur sjálfum, greiða það sem þarf þegar við getum það.
Díllinn með Carroll er akkúrat dæmið með það, öllum var ljóst að hann vildi fara. Allir helstu leikmenn félagsins hafa síðan hann fór sagt að það var réttasta ákvörðunin fyrir klúbbinn á þeim tíma, hann var í gríðarfýlu og allir búnir að fá nóg (nema Dalglish sem reyndi að snúa honum).
Þá var bara eitt eftir, að fá sem mest fyrir hann og finna replacement. Díllinn gekk fullkomlega upp, seldum hann og fengum ungan og hráan stórefnilegan senter og eigum aðrar 15 milljónir til að styrkja sóknarleikinn.
Við getum líka grætt, ef við t.d. ákveðum að selja Jay Spearing verður hann með háan verðmiða. Sjáið t.d. kaup Villa á Warnock. Hann kostaði 7,5 milljónir punda og er lítið betri en annar enskur sem við keyptum í fyrrasumar í sömu stöðu!
Allar upphæðir verða að skoðast í samhengi við mjög margt, en fyrst og síðast þarf það að skoðast hvað klúbburinn ræður við og vill gera til að vera samkeppnishæfur! Mér skilst reyndar að hæsta verð á núvirði sem við höfum greitt (með því að framreikna vísitölu) sé Cissé, svo Collymore og svo Carroll. Peningar eru afstæðir og í sjöunda sæti í fótbolta, þeir eru bara verkfæri til að ná árangri. Hvort sem senterinn kostar 1 milljón eða 50 á hann að skora.
Og sá fílfalegi málflutningur að telja það að Torres muni bara hrökkva í gang fyrirvaralaust á meðan að Carroll leysist upp í bjórfroðu er óskhyggja annarra stuðningamanna og eitthvað sem enginn Liverpoolaðdáandi með sjálfsvirðingu á að hlæja að, hvað þá tala um! Fernando Torres hefur skorað reglulega fyrir einn stjóra í heimi og eitt lið. Hann var ekki bara að skora lítið fyrir Chelsea, hann gat ekki blautan í leikjum liðsins, en samt tekst einhverjum að tala um það að við höfum farið illa út úr þessum viðskiptum.
Siggi “Break” – give it to me – now!
Til hamingju með daginn Liverpool fólk. 119 ára í dag. Hvernig væri að fá eina flotta afmælisgjöf í dag eða eins og einn nýjan leikmann?
Nr 43
“Svo að það sé á hreinu þá var það eigandi Liverpool sem tilkynnti okkur það eftir dílinn á Carroll og Torres að Chelsea var tilkynnt það að til að kaupin með Torres gengu í gegn yrðu þeir að greiða 15 milljónum punda meira en við myndum þyrfa til að greiða fyrir annan framherja”
Finnst einhverjum þetta meika einhvern sens ? Þessi staða hefur kannski komið upp í blálokin þeas að Newcastle hafi hækkað verðið á Carroll á síðustu stundu og við ýtt því yfir til Chelsea. En það þýðir þá líka að við vorum tilbúnir að selja Torres á lægri upphæð en Chelsea var tilbúið að borga fyrir hann sem er heldur ekkert frábært og lofar ekkert góðu.
Það sér hver heilvita maður að þetta er í meira lagi loðið. Ef við hefðum náð svaka díl við Newcastle og fengið Carroll á 25 þá hefu þessi 15 milljóna rök fokið út um gluggann. Hefðu eigendurnir þá komið fram og sagt hafa vilja minnst 25 millur og annann framherja ?
Annars vona ég bara innilega að Carroll verði besti framherji deildarinnar og eigi eftir að blómstra fyrir Liverpool í framtíðinni.
Elska þessa síðu. eru menn ekki að grinast með kaup af manni sem maður varla tekur eftir hjá skíta liði sunderland. maður ætti vera spenntari fyrir stærra nafni en þetta. Vonandi verda kaup á meira spennadi leikmönnum í sumar. Koma svo Liverpool
Heyr ! Heyr ! Maggi Mark. 😉 Skil ekki í mönnum sem eru ða drulla yfir Carrol. Einn mest spennandi framherjinn í boltanum í dag.
YNWA
Ég veit nú ekki til þess að menn séu almennt að drulla yfir Carroll. Mér persónulega lýst vel á kauða og vona að hann nái að setja mark sitt á Liverpool FC. Hinsvegar er ég ekkert sannfærður að við höfum greitt rétt verð fyrir hann, en það er kannski allt annað mál og skiptir engu máli.
Svo er þetta líka örlítið viðkvæmt og því best að sleppa því að ræða þetta frekar.
Held að það átti sig allir á því að þetta var mjög hátt verð fyrir Carroll. En það er ástæða fyrir því.. Hann er enskur, hann var ný búinn að skrifa undir samning og við keyptum hann á síðasta degi félagsskipta gluggans, þannig að Newcastle gátu ekki fengið mann í hans stað á þessum stutta tíma sem eftir var gluggans.
Ég persónulega hef trölla trú á drengnum, sérstaklega ef við fáum góða kanntmenn til að mata hann. Hann er ungur og á sinn besta tíma eftir.
SB.
Þetta var nákvæmlega eins og þú lýsir. Chelsea fékk ekki að vita hvern við vorum að kaupa, en var sagt að það væri á hreinu að Liverpool seldi ekki Torres fyrr en væri orðið ljóst að sá maður kæmi og þá skyldu Chelsea greiða 15 milljónum meira en við yrðum að greiða fyrir okkar mann.
Þeir fengu hins vegar leyfi til að tala við umboðsmann Torres um samningstilboð Spánverjans til að flýta fyrir viðskiptunum. Um kl. 19:00 samþykkti Newcastle endanlegt tilboð okkar í Carroll og Chelsea fékk um leið að samþykkja 50 milljónirnar. Þá fékk Torres leyfi til að fljúga niður til London en ekkert leyfi til að fara í læknisskoðun fyrr en Carroll hefði lokið sinni.
Það varð svo úr að Carroll stóðst okkar skoðun og þá fór Torres í gegnum “speedskoðun” og gekk frá sínum málum, en fór svo í nákvæmari skoðun eftir miðnættið.
Ég er algerlega sammála þér að svona er ekki vaninn að gera hlutina, en ég gladdist mjög að sjá eigendurna okkar standa í lappirnar og sýna pung í þessu máli öllu.
En svo erum við bara rólegir sko!
hvað segja menn um nýjustu Juan Mata orðrómana sem eru að brjótast út núna á twitter ?
Höddi, tek þetta með rétt rúmlega rosalegum fyrirvara en Mata er mjög mikið velkominn er eitthvað er til í þessu.
Þessi er með þetta https://twitter.com/#!/LFCKopite1892
Alberto Aquilani spilaði fyrstu 24min í kvöld fyrir Ítalíu og fór svo útaf meiddur. Vonandi er það ekki alvarlegt uppá möguleg félagsskipti eða endurkomu til Liv. Er ekki annars byrjunarliðsmaður á miðjunni í Ítalska landsliðinu meira virði en þessi skitnu 6m pund sem Juve er tilbúið að borga? Til að toppa þetta þá eigum svo eftir að borga Roma 4.4m punda lokagreiðslu í júní :l
“Ég er algerlega sammála þér að svona er ekki vaninn að gera hlutina, en ég gladdist mjög að sjá eigendurna okkar standa í lappirnar og sýna pung í þessu máli öllu”
Sammála þér Maggi, held einmitt að þetta hafi verið líka verið svoldið statement frá þá tiltölulega nýjum eigendum Liverpool.
Svo vonar maður bara að Clarke og Kenny komi steve G í sitt gamla form fyrir næsta tímabil og þá gætum við verið í mjög góðum málum því hann er jú sannarlega einn af betri fótboltamönnum sinnar kynslóðar:
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/clarke-cannot-wait-for-stevie
Ég verð að spyrja ykkur twitter sérfræðinga, hvaða gaur er þetta sem er með Comolli twittið. Það er ekki glætan að þetta sé að koma frá honum sjálfum.
Hehe trúðu mér, hann hefur helvíti margt annað að gera en dunda sér á twitter geri ég ráð fyrir.
Já ég veit það enda hafði ég ENGA trú á því að þetta væri hann, mér finnst bara skrýtið að það skuli ekki vera búið að loka á hann. Hann er bara í bullinu.
Djöfull er það slæmt að núna sé 3 júní og maður er komin með uppí kok og lengra en það af slúðri. Djöfull verða næstu vikur hrikalega erfiðar sérstaklega ef það dregst á langinn að tilkynna að eitthvað sé klárt.
http://www.youtube.com/watch?v=mBsk69cBhpM flott myndband með henderson… hann hefur greinilega gott auga fyrir lokasendingunni sem er gott 🙂
Ég tel að Aquilani hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Kaupin á honum tróna klárlega í 2. sæti yfir furðulegustu kaup Liverpool Benitez. Hann var keyptur í einhverju óðagoti þegar að ljóst að var Benitez hafði tekist að fæla Alonso frá klúbbnum og var búinn að missa af Barry til City. Ekki var það til að minnka dramatíkina að leikmaðurinn var keyptur meiddur og ekki var gert ráð fyrir að hann myndi spila fyrr enn eftir áramótin. Þá átti leikmaðurinn eftir að spila sig í form og aðlagast nýjum aðstæðum. Eðlilega náði hann ekkert sýna fyrsta árið sitt. Þegar annað tímabilið rann upp var leikmaðurinn lánaður til Ítalíu. Þá var nú alveg ljóst að hann myndi ekki ná að aðlagast enska boltanum og hann var ekkert að fara spila með Liverpool þá leiktíð.
Furðulegustu kaup Liverpool má klárlega telja kaupin á Robbie Keane. Írskur nagli, með mikla reynslu og Liverpool aðdáandi í æsku. Þetta gat ekki litið betur út á pappírnum fyrir utan eftirnafnið. En því miður þá bráðnaði leikmaðurinn eins og smjör í búningnum. Sjálfstraustið hvarf og leikmanninum var skilað með aföllum aftur til Tottenham. Þetta fíaskó í kringum Keane var lýsandi fyrir ástandið hjá Liverpool á þessum tíma þar sem hver höndin var uppi á móti annarri. Því miður fyrir Keane þá hefur hann aldrei náð sér almennilega á strik frá því að hann missti flugið hjá Liverpool.
Undir stjórn Benitez þá áttu sér stað önnur furðuleg kaup eins og á Pennant á tæpar 7 milljónir punda. Leikmaður sem var ekki nægjanlega góður fyrir Arsenal á sínum tíma og var einhverra hluta vegna nægjanlega góður fyrir Liverpool. Vissulega verslaði Benitez fleiri kaup sem vöktu spurningar eins og á þeim Nunez, Josemi, Kromkamp og Voronin en upphæðirnar voru það lágar að það mega teljast áhættulítil kaup. Oft má hitta á góða leikmenn fyrir lítinn pening sbr. Hyypia en þegar háum upphæðum er eytt í leikmenn þá er gerð meiri krafa um að slíkir leikmenn standi undir væntingum.
Houllier átti nú nokkur furðuleg kaup eins á Diouf sem á sínum tíma kostaði 10 milljón pund sem er talsverð hærri upphæð að núvirði. Kaupin á samlanda hans Diao vöktu ekki síður spurningar á sínum tíma (5 milljón pund) en hann ílengdist þó 5 ár í herbúðum Liverpool með útlánum þó. Önnur nöfn sem koma uppí hugann eru Jean Michel Ferri sem voru fyrstu kaup Houllier, Diomede, Barmby og Sean Dundee.
Vissulega áttu þessir stjórar góð kaup eins og slæm kaup en þessi upptalning er á frekari við um furðuleg kaup sem maður setti spurningar við strax í upphafi.
Já það væri ekki verra ef við fengjum allavega einn leikmann svona til þess að byrja á að ræða um.
En það hlýtur að fara að gerast eitthvað bráðlega, slúðrið segir að liverpool vilji klára málin með Henderson fyrir miðvikudaginn útaf landsleiknum.
einare: Vonumst eftir að King Kenny geri ekki furðuleg kaup 🙂 ég hef allavega trú á honum og traust.
nei gleimdu honum… Þetta er “Fake”
Áhugavert:
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8556182/Liverpool-signal-youthful-intent-with-8million-offer-for-Ipswich-Town-striker-Connor-Wickham.html?
Þetta finnst mér afskaplega áhugaverður leikmaðru, titlaður næsti Shearer en maður hefur svo sem áður heyrt talað um næsta eitthvað og það getur vissulega brugðið til beggja vona.