Henderson mál að klárast? (Uppfært: JÁ)

Uppfært x 2 (Maggi) The Liverpool way. Stutt og laggott á opinberu heimasíðunni hefur nú verið staðfest að Sunderland hefur samþykkt tilboð frá okkur í strákinn og Henderson sé á leið í læknisskoðun og til að ræða skilmála (sem auðvitað liggur nokkurn veginn klárt). Ekkert er talað um David N’Gog sem hluta af kaupverðinu svo líklega er um “hrein kaup” að ræða.

Uppfært (KAR): Sky Sports segja nú í kvöld frá því að samkomulag hafi tekist á milli Liverpool og Sunderland um kaupin á Henderson. Talið er að kaupverðið sé í kringum 11-13m punda og að David N’gog fari til Sunderland til að fylla upp í 20m punda verðmiðann sem Sunderland settu á Henderson. Við bíðum nú bara opinberrar tilkynningar frá öðrum eða báðum klúbbum.

Jordan Henderson, velkominn til Liverpool. David N’gog, takk fyrir allt og gangi þér vel. Og þið ykkar sem efuðust um kænsku FSG og Comolli, þá virðist sem þeir hafi náð að láta Sunderland meta N’gog á bilinu 7-9m punda upp í kaupin á Henderson. Það kalla ég frábæra vinnu.

Upphafleg grein Einars Arnar er hér fyrir neðan:


Enskir fjölmiðlar, þar á meðal Guardian, virðast telja að Jordan Henderson verði orðinn leikmaður Liverpool jafnvel áður en hann leggur af stað á U-21 mótið með Englandi á miðvikudaginn.

Guardian talar um að verðið sé allt að 20 milljónir punda, en fyrir svona ungan leikmann þá hreinlega hlýtur að vera um að ræða einhvers konar árangurstengdar upphæðir. Henderson er ungur og enskur og það þýðir að hann kostar pening. Ég hef persónulega ekki séð nægilega mikið af honum (nema að hann spilaði vel fyrir Sunderland gegn Liverpool að mig minnir) – en ég er mjög hlynntur þessari nýju stefnu í leikmannamálum hjá Liverpool.

138 Comments

  1. Er þetta einhver brandari?
    Hann er eflaust ágætis leikmaður. En er engnanvegin 20 milljón punda virði.
    Ef þessi kaup ganga í gegn. Þá erum við búnir að eyða 55 milljónum punda fyrir leikmenn sem samanlagt hafa spilað undir 100 leiki í Úrvalsdeildinni og 5 landsleiki fyrir England.

    Þvílík steypa!

  2. Ef ungir og efnilegir leikmenn eins og Henderson (sem btw ég hafði aldrei heyrt um) og Carrol kosta frá 20-35 m pund. Hvað þarf Liverpool þá að borga fyrir menn sem eru búnir að gera nafn í boltanum eins og Schweinsteiger, A. Young, Ageuro og fleiri?. 70-90 m pund? Mér finnst þessi verð og verðtilboð algjörlega út í Hróa Hött og fatta þetta bara hreinlega ekki. Síðan á þessi Henderson örugglega ekki eftir að geta blautan skít en vonandi hef ég rangt fyrir mér!!!

  3. Menn verða líka að gera sér grein fyrir því að strákurinn var að enda við að krota undir 5 ára samning við Sunderland, það hefur töluverð áhrif á verðïð einnig.

    Mér finnst það bara vera djöfulli frískandi tilhugsun að LFC sé að signa unga upprennandi leikmenn, hvort sem þeir eru enskir, pólskir eða færeyskir.

    Ég treysti Kónginum fullkomlega til að búa til flott lið úr þessum efnivið! 

    Djöfull hlakka ég til vetursins!

  4. Það verður nú líka að það það inní þetta að þetta eru ungir Enskir strákar sem gætu verið hjá Liverpool næstu 10-14 árin.
    Það er munur að kaupa svona unga enska stráka eða menn frá Spáni sem að gætu haldist hjá liðinu í 2-4 ár og vilja þá fara í sólina af því að Barcelona eða Real séu á eftir þeim.

    Það er alveg klárt mál að þessi verðmiði 18-20 millur eru rosalegir peningar en það er líka vitað mál að Ferguson hefur verið að spá í þessum strák og ætli Dalglish vilji ekki klára þetta áður en að Henderson brillerar á EM.

  5. Finnst þetta helvíti hátt verð, við verðum að treysta því að KD viti hvað hann er að gera. Ég verð þó að viðurkenna að þegar ég heyri verðið get ég ekki annað en hugsað hvað væri hægt að fá fyrir þennan pening ef ekki væri um ungan Englending að ræða, ég meina common 50-55 millur fyrir Carrol og þennan Henderson, langar ekki að hugsa til þess hvað hægt væri að fá fyrir þennan pening. En hvað um það, KD er maðurinn sem keypti Aldridge, Barnes, Beardsley og framv. svo vonandi er þessi Henderson verðandi topp leikmaður.

  6. Ég ætla að spara stóru orðin þar til komið er í ljós hvort mennirnir sem verið er að orða vð okkur, geti eitthvað eða ekki.  Annars er mér alveg sama hvað menn kosta ef þeir bæta hópinn okkar sem er alltof þunnskipaður.

  7. EF FSG tímir þessari upphæð get ég ekki trúað öðru en að Aguero sé raunhæft skotmark þrátt fyrir háan verðmiða. Ólíkt Henderson er Aguero nafn sem gæti skilað LFC töluverðum tekjum í gegnum treyjusölur svo ekki sá talað um aukna markaðshlutdeild í suður-Ameríku.

    Ég vil samt fá 2-3 stór og góð signings sem bæta byrjunarliðið strax. Þá er ég að tala um leikmenn eins og Mata, Aguero, Young. Svo er auðvitað nauðsynlegt að fá einhvern frambærilegan vinstri bakvörð sem fyrst. ÉG tel einnig að það sé mikilvægt að klára öll kaup helst fyrir miðjan júlí svo leikmannahópurinn nái að taka undibúningstímabilið saman og læri á hvern annan.

    Ég hef fylgst ágætlega mikið með Henderson, hann var nokkuð góður fyrir jól en eftir jól hefur hann dalað töluvert. Ég trúi ekki öðru en að töluverður hluti af upphæðinni verði árangurstengdur.

  8. Persónulega hugsa ég þetta í góðum leikmönnum og einhverju sem skilar sér inn í hópinn hjá okkur. Þ.e. mér gæti ekki verið mikið meira sama hvort FSG eyði 12 eða 20m í leikmann eins og Henderson svo lengi sem þeir hafa efni á honum og týma að kaupa hann. Sl. ár höfum við misst af mörgum góðum leikmönnum með því að týma ekki að borga það sem þurfti og séð þá síðan metna á mun meiri pening nokkrum árum seinna.

    FSG og Comolli eru ekkert að byrja í bransanum og láta ekki plata sig eins og smákrakka á leikmannamarkaðnum og því treysti ég þeim mjög vel til að vita hvað þeir eru að gera. Eins er ég nokkuð viss um að Henderson gæti endað í því að kosta 20m með slatta af klásúlum, ekki bara 20m beint og málið dautt.

    Mikið djöfull verður þetta langt sumar…en spennandi.

  9. #2 Ef þessi kaup ganga í gegn. Þá erum við búnir að eyða 55 milljónum punda fyrir leikmenn sem samanlagt hafa spilað undir 100 leiki í Úrvalsdeildinni og 5 landsleiki fyrir England.

    Vissulega hafa þeir ekki leikið marga leiki enda eru ekki margir leikmenn 20 ára og 21 árs sem hafa leikið fleiri leiki. Það segir þó nokkuð að þeir hafa þó leikið landsleiki fyrir A-landslið Englands.

    Það ber að hafa í huga að um er að ræða tvo af efnilegri leikmönnum Englendinga og því eðliegt að upphæðirnar séu háar. Ekki gleyma því að við verðum að fjölga Englendingunum í hópnum. Vissulega er ákveðin áhætta falin í þessum kaupum en það ber þó að hafa í huga að um er að ræða langtímafjárfestingu þar sem þetta eru leikmenn sem geta ílengst hjá klúbbnum í 10-15 ár.Hver veit nema þessir leikmenn eigi eftir að þróast í að verða næstu goðsagnir hjá klúbbnum, þá mun enginn spyrja um verð. Það má e.t.v. spyrja þá sömu og eru að væla undan verði á þessum strákum, hvað hafa Utd. verið að gera með góðum árangri?

    Rooney kostaði 26 milljónir punda.
    Ronaldo kostaði um 13 milljón pund
    Rio Ferdinand 23 ára kostaði 31,5 milljón pund
    Michael Carrick þó orðinn 25 ára kostaði 18,5 milljón pund

    Þessar upphæðir eru töluvert hærri séu þær reiknaðar til núvirðis.
    Það fylgir því vissulega áhætta að kaupa unga leikmenn og brugðið getur til beggja vona. Ég tel hins vegar skynsamlegra að setja svo háa upphæð í ung enska leikmenn heldur en leikmenn sem eru 27-30 ára og eiga e.t.v. ekki eins mörg ár eftir. Það ætti síðan að hjálpa Henderson mikið að ná að spila með Gerrard sem gæti hjálpað honum að þróast í frábæran miðjumann.

  10. Ég vil benda á það að Liverpool hefur misst af ekki ómerkari mönnum en C.R(ybaby)onaldo af því að þeir hafa ekki viljað punga út seðlum fyrir unga menn.  Ef ég man rétt þá eru fleiri stór nöfn á sama lista.  Þó að ég muni þetta ekki fullkomlega þá rámar mig í að C.Ronaldo hefði getað komið til L.pool fyrir 4m punda stuttu áður en hann var keyptur til ManUtd fyrir 14m(?)

    Ég held að þessi stefna sé sú rétta fyrir fótboltann í dag, þar sem fótboltamenn toppa ferlana sína mun fyrr en áður og eru fullbúnir fótboltamenn fyrr en áður.  Eina vandamálið fyrir klúbbana er þá auðvitað að koma auga á hverjir eru peninganna virði og hverjir ekki … en það hefur reyndar alltaf verið vandamálið.

  11. Ég treysti kónginum fullkomlega fyrir peningunum. Ef hann vill fá þennan unga og efnilega englending sem var að enda við það að skrifa undir 5 ára samning (þaðan kemur pottþétt upphæðin) þá styð ég hann í því. Vonast til að sjá Mata,Wickham,Henderson,Navas og góðann varnarmann á Anfield á komandi leiktíð

    YNWA

  12. Maður verður bara að treysta því að þetta system sem þeir munu víst nota í að meta verð leimanna standist. Ef þetta er innkaupalistinn þá fáum við sönnun á það á næstu árum.
    Hvað innkaupsverð á Carroll varðar þá finnst mér að þegar fólk er að tala um að við höfum keypt hann á 35 millur þá sé ágætt að hafa það innan sviga ef svo mætti segja. Við borguðum auðvitað 35 fyrir hann, en hefðum aldrei borgað þá upphæð án þess að við hefðum fengið þessa fáránlegu upphæð fyrir Torres. En eins og flestir vita þá var takmark eigendanna að fá 15 milljónir á milli Torres og Carroll sem þýddi að Newcastle gat farið fram á nánast hvaða upphæð sem er, svo lengi sem Chelsea var til í að borga hvað sem er fyrir Torres.. sem varð raunin.
    En tímar hiks og taps á leikmannamarkaði virðist lokið, vonandi að þeir sem við treystum beri gæfu til að velja einhverja sem bæta liðið. Ég ætla allavega að treysta þeim þangað til annað kemur í ljós.

  13. Menn verða líka að ath að þessir ungu strákar (þó dýrir séu) eru yfirleitt á miklu miklu lægri launum en einhverjar evrópskar stjörnur sem koma inn þegar þeir eru 26 plús og spila í tvö þrjú ár í ensku deildinni. Þessar tölur eru fljótar að telja eins og sjá má á Cole okkar. Var ekki verið að tala um að við erum þegar búnir að greiða honum einhverjar 4 millur í laun og það fyrir eitt ár !

    Lýst vel á þetta bara og Kenny veit held ég alveg hvað hann er að gera.

  14. Ég held að þetta gætu verið ágætis kaup, Henderson. En mér finnst mjög erfitt að reyna finna út hvar(stöðu) hann fengi að spila, sérstaklega sem það var í nokkrum leikjum hér á tímabilinum sem að Lucas og Spearing voru að spila það vel að maður fór að pæla hvar maður ætti að fitta Gerrard inn í liðið þegar hann væri orðinn heill. Það er alltaf gott að vera með stóran hóp, og gott mál að kaupa unga leikmenn, en það getur líka orðið  ágreiningur og fýla ef þessi og hinn þurfa að vera einhverja leiki á bekknum og svona. Pure miðjumennirnir okkar eru: Gerrard, Lucas, Meireles, Spearing, Poulsen ( sem mætti alveg selja á 10 þús kall ísl mín vegna), Shelvey, og tæknilega séð Aquilani en hann verður örugglega seldur. Ég held að Shelvey og Spearing mundu kannski sætta sig við að spila ´sjaldnar´, en samt sem áður var það Spearing og Lucas sem átu miðjuna hjá city (Barry, Milner, Yaya) Skiljiði hvað ég meina, ég fatta ekki hvernig þetta á að fitta, en ég treysti samt King Kenny að velja flott lið með þessum sprellum!!

  15. Sandra, ég held að það séu engar líkur á því að Spearing sé að fara að halda þessum mönnum útúr liðinu, vissulega stóð hann sig frábærlega á köflum en hann var að spila með Lucas og Meirales á miðjunni og naut góðs af því. Það sást svo þegar að Meirales meiddist þá gat Spearing litli ekki neitt (ég tek það þó fram að ég vill halda honum áfram en sem VARAMANNI)

  16. Ef áhugi manna liggur frekar peningum og rekstri klúbba fremur en árangri á vellinum þá vil ég benda mönnum á að Arsenal er fínn klúbbur til að styðja 🙂
    Mér finnst ótrúlegt að við séum að kvarta undan því að við séum að borga of mikið fyrir leikmenn þegar það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan við gátum lítið gert annað en samið við samningslausa útbrunna leikmenn sem vildu svimandi há laun.
    Ég vel núverandi “ástand” 🙂

  17. #10 einare.
    Svo sammála öllu því sem þú segir, en langar að bæta við vegna þess að þú nefnir að það fylgi því viss áhætta að kaupa unga leikmenn,,, fylgir því ekki líka hellings áhætta að kaupa aðra leikmenn.
    Juan Sebastian Veron, Andrey Shevchenko og Fernando Morientes :).

    Hver segir það að Aguero verði bestu maður PL, eða að Mata eigi eftir að verða eitthvað betri heldur en Maxi Rodriges. Þetta er alltaf mikil áhætta, hvort sem menn heita Jordan Henderson eða jafnve bara Messi 🙂

    Treystum á Kónginn hann kann þetta !!!!!!!!!

  18. Ég hugsa að við borgum svona 13 fyrir Henderson staðgreitt, svo árangurstengdar greiðslur sem gætu endað í samtals 5 milljónum, gæti því etv hækkað í 18 allt í allt. Líklegt að ef við komumst í CL þurfum við að borga, eftir 50 og 100 leiki hjá Henderson osfv.
    Svo er líklegt að við fengjum toppverð fyrir hann eftir 5 ár, segjum 10 milljónir punda. Þá er þetta nú ekki ýkja mikið, nema auðvitað hann verði vita gagnslaust, sem ég hef enga trú á.

  19. Er það ekki bara nokkuð augljóst að það eru til peningar á þessum bæ og þá er um að gera að nota þá. Allveg er mér sama hversu miklu er eytt á meðan það eru til pengs.Ekki ætla ég að reyna að hafa vit fyrir þessum mönnum því ánægður er ég með þá:)Koma svo eyða meiru og búum til hóp sem getur gert atlögu að enska titlinum.

  20. Ég er ekki endurskoðandi Liverpool og þar af leiðandi er mér alveg sama hvað leikmenn kosta. Ég er stuðningsmaður Liverpool og ég er ánægður með það að liðið virðist stefna í að klára þá díla við leikmenn sem þá langar í, í staðinn fyrir að bakka út úr dílnum þegar söluklúbburinn hækkar verðmiðann aðeins… Ég er töluvert hlynntari því að kaupa 21 árs gamlan Henderson sem á framtíðina fyrir sér heldur en 29 ára gamlan Joe Cole.

  21. Ég skil hvað mætavel hvert mörg ykkar eru að fara með þetta; það er að segja að þetta sé of mikill peningur og allt það, en málið er bara þannig, að ef hann skyldi spila ömurlega (sem ég hef ekki trú á) þá er samt hægt að fá pening fyrir hann eftir tvö ár, vegna þess að hann er ungur. Þetta eru fjárfestingar allt saman. Og ég held þar að auki líka, að peningur sé ekki neitt vandamál hjá FSG, þannig að þetta lagast allt. Ég styð Comolli og Kenny 100% í öllum leikmannakaupum, nema ef þeir ákveða að ná í Michael nokkurn Owen. Þar dreg ég mörkin.

  22. Liverpool á að eyða í unga ferska leikmenn treystum Kenny og Comolli fyrir þessu…. Gæti ekki verið meira sama hvað einhver leikmaður kostar.

    Alltaf verið að kvarta yfir því að Liverpool eigi ekki pening og geti þess vegna ekki verið með “stóru” klúbbunum og keypt unga leikmenn, svo þegar lýtur út fyrir að Liverpool ætli að láta til sína taka þá er kvartað yfir því! Það þarf að auka breiddina.

    Skil þetta ekki….. Kenny keyptu!

  23. Mjög athygliverður listi hérna.
    Fólk var beðið um að gefa því einkunn hversu ánægt það hefði verið mað kaupin á ákveðnum leikmönnum, og svo hvernig þeim fannst við komandi leikmenn standa sig. Leikmönnum þessum var svo raðað upp eftir nettó einkunn. Og það var mikill höfðingi efst, eins og við var að búast.

  24. En við megum samt ekki alveg gera í brók við stuðningsmenn þegar við heyrum tölur nefndar. Henderson kostar 20, ok, borgum 20 ef við getum keypt 3-5 dýra góða leikmenn í viðbót. Þá eru til peningar og þá á að NOTA þá til þess að koma okkur aftur á toppinn. Það væri annað ef liðið væri bara með 20-25 til kaupa og við værum að eyða öllu í Henderson og þyrftum svo að selja 3-4 til að eiga fyrir einum manni í viðbót eins og undanfarin ár.
    Ég segi að það er um að gera að nota peningin ef hann er til, þó svo að 20 millur sé kannski í hærra lagi að þá þurfa liðin að eyða og taka áhættur. Ef þessi peningur er til og KKD vill kaupa manninn að þá á ekki að hika við hlutina.
     
    Ónefnt lið eyddi 31 millu í sinn markahæsta mann, 27 í rooney, 27-30 í ferdinand og svo framvegis, þetta eru svakalegar upphæðir en liðið hefur því miður unnið marga titla undanfarið.
     
    Þess vegna segi ég, eyða peningunum í leikmenn ef þeir eru til, svo getur líka vel verið að eigendur LFC hafi hugsað sem svo, látum 100 m/p til leikmannakaupa og þjálfarinn á eyða þeim hvernig sem er, þá er ekki víst að þeim þyki þetta neinn svaka peningur þó við séum að fara á taugum yfir því hvort hann floppi eða brilleri.
     
    Allavega fyrir mínar sakir er ég hæstánægður með það að LFC sé loksins að verða samkeppnishæft á markaðnum og geti eytt háum fjárhæðum í nokkra leikmenn en þurfa ekki að vera að kaupa ca 8 leikmenn fyrir 30 millur og selja 10 fyrir 15 millur til að reyna að standa á sléttu og svo standa í stað og ekkert geta. Þetta er þó allavega skref framá við segi ég.

  25. Eins mikið og mér lýst vel á Henderson, Jones og Wickham þá hef ég pínu áhyggjur af því hvar leikmennirnir eru sem geta komið og styrkt byrjunarliðið STRAX. Downing, Mata og Enrique væri td 3 leikmenn sem ég væri til í að fá með þessum 3 ungu. Ég er ekki sáttur ef það koma bara 3 svona ungir og efnilegir.

    Ég er hrifin af þessari stefnu og allt það en það þarf að vera jafnvægi í þessu og kaupa líka leikmenn sem geta komið strax inní liðið og styrkt það hressilega eins og ætti að vera augljóst að liðinu vantar. Ég var svo að lesa viðtal við Dalglish á Liverpool.is þar sem hann segir að það verði ekkert keypt nema leikmenn sem eru betri en þeir sem eru fyrir, ekki alveg að skilja þetta ef það á svo að ganga frá Henderson, Jones og Wickham, er semsagt Henderon betri en Gerarrd og Meireles? Jones betri en Carra og Skrtel og Wickham betri en Carroll og Suarez? Auðvitað er svo ekki eins og allir vita en finnst þessir 3 leikmenn ekki falla undir það sem kóngurinn segir með þvi að það verði ekkert keypt nema leikmenn sem eru betri en þeir sem fyrir eru. 

    Ég hefði ekki nokkrar einustu áhyggjur af þessu ef Henry hefði hringt í mig í morgun og sagt mér það að þeir ætluðu að kaupa unga og efnilega leikmenn fyrir 50-80 kúlur en svo yrði liðið sjálft líka styrkt fyrir annað eins í leiðinni en svo gott er það ekki og eins og ég sagði hef ég SMÁ áhyggjur ef það á bara að kaupa yngstu og efnilegustu Bretana sem augljóslega hoppa ekki allir beint inní liðið og koma Liverpool strax næsta vetur í topp 4 baráttu.

    Auðvitað er mikið slúður í gangi og það getur vel verið að Henry og félagar ætli sér að kaupa slatta inn og meira en bara yngstu og efnilegustu Bretana og ég vona svo innilega að það muni verða raunin. Ef þessir menn vilja eyða 100-150 eða 200 milljónum punda þá er það bara eitthvað sem mér finnst frábært og mun ekki kvarta yfir það er á hreinu. Höfum síðustu 5-6 glugga verið að koma út á núlli eða í plús enda sést það best á því að liðið er ekki lengur í Meistaradeildinni og hefur endað annars vegar í 7 sæti og svo í 6 sæti í deild síðustu 2 leiktíðir.   Í guðanna bænum þeir sem eru að kvarta yfir eyðslu í hinn og þennan sleppum því, liðinu veitir ekki af hressilegri styrkingu.  

  26. Kannski er einmitt vandamálið að stuðningmenn vilja yfirleitt skyndilausnir. Kaupa stórstjörnur sem eiga að ganga inn í liiðið og brillera burt sé frá hvernig þær stjörnur passa inn í hópinn. 

    Aftur á móti er kannski kominn tími til að sýna smá þolinmæði og byggja upp nýtt lið sem samanstendur af kjarna af bestu ungu ensku leikmönnunum á markaðnum í dag ásamt uppöldum ungum drengjum.  

    Við gætum verið að líta á eitthvað stórkostlegt Liverpool lið eftir 3-5 ár sem er uppfullt af ungum en þó reynslumiklum mönnum sem hafa þegar spilað saman í nokkur ár undir stjórn King Kenny sem einn hópur og með eitt markmið.

    Ég held að svona aðferðarfræði myndi skila okkur miklu fleiri sigrum og titlum til lengri tíma litið.

  27. Ég er ekki að fara fram á að Liverpool kaupi Aguero og 3-4 aðra slíka leikmenn og ætlast til þess að liðið vinni deildina strax næsta vor enda hef ég enga trú á að leikmaður eins og Aguero sé á leið til Liverpool.

    Ég vill fá jafnvægi í liðið kaupa 2-3 eða 4 leikmenn sem geta styrkt liðið strax og á sama tíma er frábært að kaupa þessa ungu og efnilegu Breta sem fá líka slatta af leikjum og verða svo sennilega frábærir eftir 1-2 eða 3 ár. Ég sé engan hag af því að kaupa bara þessa ungu og efnilegu Breta sem ég tel ekki nóg til þess að koma Liverpool strax í topp 4 enda liðið bara of langt á eftir efstu 4 sætunum. Þessir kallar í FSG hljóta að vilja koma Liverpool strax í topp 4 til þess að fara að moka inn alvöru tekjum aftur og til þess tel ég og líklega fleiri nauðsynlegt  að fá líka inn 2-4 leikmenn sem geta hoppað beint inní liðið og það þurfa ekki að vera menn eins og Aguero og heldur ekki 30 leikmenn. Leikmenn sem hafa verið nefndir eru Young, Downing, Baines, Enrique, Gary Cahill, Charlie Adam og fleiri og það eru svona nöfn sem ég er að tala um að mér finnist Liverpool vanta 2-4 stk af í bland við þessu ungu og efnilegu Breta.

  28. Ef Henderson kostar 20 hvað í fjandanum kostar Mata þá eiginlega ? 

  29. #30 

    Ekkert endilega margfallt meira, svona fyrst að hann er ekki enskur 🙂

  30. Hann er spænskur og þarmeð ódýrari.. Enski markaðurinn er alveg út í hött 🙂 Mata er einhverstaðar milli 18 og 25 milljónir

  31. Takið þessu eins og þið viljið en ég var að fá póst frá áreiðanlegum gæja sem þekkir vel til manns sem vinnur innan Liverpool og þá í þessum “reddunar” málum fyrir leikmenn. Hann var að segja mér að búið sé að bóka hótelherbergi fyrir Henderson í Liverpool borg. Síðast þegar hann fékk þessar upplýsingar f?á félaga sínum þá var verið að finna hús handa Suarez.
    Ég trúi og treysti þessum aðila og vona að hann fari nú ekki að rugla í manni núna en það virðist því vera að komast endahnútur í þetta Henderson mál.

  32. Ekkert breytist hjá sumum , fyrir 12 mánuðum var verið að væla yfir peningaleysi – í dag er verið að væla yfir verði á leikmönnum. Sumum verður bara ekki gert til geðs.
     
    Ég er virkilega ánægður með að eigendur LFC séu tilbúnir að leggja peninga í klúbbinn – eftir allt allt of marga leikmannaglugga þar sem við komum út í mínus er það kærkomið að við eyðum vel og styrkjum hópinn. Ekki bara með leikmönnum sem eru á besta aldri, heldur einnig fyrir framtíðina.

  33. Cole út(vonandi)  
    Henderson inn.  
    Styrking ? Ehh já.  
    Þarf ekkert að ræða þetta.
    Treysti KD.

  34. Ég segi það sama og margir hérna. Peningar eru aukaatriði, fáum bara fleiri góða leikmenn inn! FSG vit hvað þeir eruað gera.

  35. @SkyGraemeBailey: Sunderland and Liverpool have agreed deal for Jordan Henderson, full story to follow shortly #lfc#safc

    Þetta er ansi nærri sýnist manni og N´Gog hugsanlega með sem skiptimynt

  36. Halló.  Hefur engin spáð í einu.  Ef FSG og Comolli eru tilbúnir í að eyða 20 milljónum í leikmann sem spilar stöðu sem við erum hvað sterkastir í, hvað ætli þeir eyði þá miklu í leikmenn í þá stöður sem virkilega þarf að styrkja?   

    Haldið þið virkilega að þeir séu að hugsa “hey eyðum bara öllu budgetinu í einn miðjumann, þurfum ekkert kantmenn eða vinstri bakvörð”.    

    Þetta er bara byrjunin, því lofa ég.

  37. Veit einhver eitthvað meira um þennan Henderson?  Hvað getur hann? Hefur spilað tvö síson fyrir Sunderland á miðjunni já en er það endiilega styrkleikamerki?

    Allt í lagi svosem að losna við NGog þar sem hann var bara orðin algjör uppfylling í lokin, en hann á eftir að semja við Sunderland.  

  38. N’gog er hluti af 20m punda pakkanum, ekki til viðbótar við hann. Þannig að við erum að tala um 11-13m punda út og N’gog sem er þá metinn á 7-9m punda, þannig að heildarpakkinn sé 20m punda.

    20m + N’gog væri brjálæðislega hátt. 11-13m + N’gog er mjög gott verð fyrir Henderson.

  39. ÞETTA ER EKKI 20 MILLJÓNIR + NGOG. 

    12-13 MILLJÓNIR + NGOG ER VERÐMIÐINN.

    Varð að hafa þetta í CAPS svo allir sjá þetta og fari ekki að drulla í sig yfir verðmiðanum.

  40. Nenniði svo að hætta að röfla um verðið eins og þið séuð að borga þetta úr eigin vasa!

  41. Þetta er náttúrlega snild að fá hann á 11-13mil + N’gog! Lýst mun betur á það heldur en bara plain 20mil.. Hlakka til að sjá þetta á Offical síðunni og þá getum við fagnað fyrstu kaupunum í sumar og það góð kaup! (Vonandi)

    YNWA!

  42. Nonni, þetta er ekki 20m og Ngog, heldur 13m + Ngog (=20m?, það var allavega það sem sunderland vildi samkvæmt slúðurfréttum).

    Árni, Af okkar miðjumönnum sem við eigum fyrir þá held ég að Henderson sé líkastur Meireles, en held að sé þó aðeins hraðari en hann og Henderson getur spilað á hægri kantinum.

  43. Ég held að þetta sé fínt, sérstaklega að fá 7-9 f. Ngog haha. 🙂 Ég spái að þetta séu fyrstu kaup af 4 í viðbót.
    Það kemur 1 striker fyrst að Ngog er að fara, 1 vinstri bak, 1 vinstri kant og 1 hægri kant !!! Mark my words guys!!!

  44. Díll aldarinnar – að fá 7-9 mp fyrir N´gog er ótrúlega gott.

  45. Hef mikla trú á Henderson, passar frábærlega inn í þetta flæðandi kerfi sem Dalglish er að innleiða á Anfield. Svo liggur við að ég sé jafn sáttur við að N’gog sé farinn eins og að við séum að fá Henderson. Frakkinn gerði fína hluti en þarf að spila meira ef hann á að þroskast sem leikmaður.
    Þetta þýðir að Liverpool sé að fara að kaupa framherja og/eða kantmann. Vonandi heimsklassa kantmann sem þýðir að Kuyt verður einn ef þremur framherjum ásamt Suarez og Carroll.
     

  46. Finnst við vera að borga alltof miklinn pening fyrir þennan leikmann. Líkt og við gerðum með Andy Carroll í janúar glugganum. Auk þess erum við nokkuð vel mannaðir á miðsvæðinu miðað við aðrar stöður sem meiri þörf er á að styrkja s.s. miðvörðinn, vængina og vinstri bakvörðinn.

    Vonum bara að það verði peningur eftir til að styrkja þær stöður.

  47. Hvað er að ykkur hérna ?
    Eruð þið að borga þetta úr ykkar eiginn vasa eða. Það er alls ekki of mikið að borga 13-13 millur +N’Gog fyrir þennan strák.
    Þetta er þrusuleikmaður sem verður 21 árs núna 17 júní og hefur gert frábæra hluti fyrir Sunderland sem og skorað grimmt í þeim leikjum sem hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands.

  48. Krulli # 50 …

    Vel mannaðir á miðjusvæðinu – þannig að vera Spearing í byrjunarliði Liverpool FC síðustu tvo mánuði tímabilsins voru ýmundun hjá mér ? Spearing er ágætur sem annar kostur inn af bekknum – hann kæmist ekki í hóp hjá þeim liðum sem fyrir ofan okkur eru.

    Og plís, ekki tala um Meireles sem miðjumann, hann fúnkerar lang best fyrir aftan strikerana – hefur ekki farið í tæklingu síðan hann kom til Englands og kemur aldrei til með að virka í tveggja manna miðju.

  49. Nei ég er ekki að borga þetta sjálfur reyndar, en ég fæ að heyra það ef hann á eftir að drulla upp á bak… 🙂
     
    Vonandi góð kaup og klárlega mikið efni hér á ferðinni
     
    YNWA

  50. DJÖFULS PENINGAVÆL ER ÞETTA, fÖGNUM NÝJUM MÖNNUM OG BJARTARI TÍMUM

  51. Finnst mönnum virkilega of mikið að borga 11-13 milljónir fyrir einn efnilegasta miðjumann á Englandi? Mér finnst í raun magnað að Ngog skuli vera metinn á 7-9 milljónir. Eru menn síðan ekki búnir að átta sig á því að við erum með nýja eigendur sem eru greinilega tilbúnir að eyða í leikmenn og því finnst mér ekki skipta nokkru máli hvað leikmaðurinn kostar ef það verða keyptir leikmenn í þær stöður sem vantar. Ef það verða ekki keyptir fleiri leikmenn þá er þetta klárlega of mikið annars skiptir það engu máli.

  52. Djöfull væla menn yfir peningum herna.
    Mer fynnst bara kominn timi a að Liverpool eyði svolitið meira enn þeir hafa gert siðustu arin.

  53. Strákar, málið með peningana, að þegar LFC er að fara í sama spor og Chelsea og City eru að gera núna, kaupa leikmenn á risa upphæðir, þá erum við ALDREI að fara get fengið neinn leikmann á góðu verði, lið vita núna að við eyðum öllu sem til þarf í að fá leikmann, Sem dæmi Andy Carroll, okey rosa efni og 2 metra hár með bjór sem hobby 35.milljónir punda takk fyrir. Fengjum ekki einusinni Rigobert Song á 1 m.pund heldur 10 ef við höldum svona áfram.
     
    En það er gott að við eyðum þessum peningum í efnilega leikmenn og vonandi að þeir standi sig vel
     
    Eníga meníga…hættum að talum peninga! 🙂
     
    YNWA

  54. Frábært að fá Ngog metinn þetta hátt! Óska honum bara alls hins besta, (nema þegar hann spilar á móti LFC) og bið Henderson velkomin!  

    Það er svo gaman að LFC sé farið að byggja upp en ekki brjóta niður!!!! 🙂

  55. Voru komnir fimm leikmannagluggar í mínust í röð ? Svo þegar liðið fer í eitt “panik kaup” eins og það er orðað og borgar 11m + handónýtur framherji sem hefur verið drullað yfir í marga mánuði og ár – það fyrir einn efnilegasta leikmann bretlandseyja, gera menn í brækurnar og láta eins og þetta sé okkar fé ?

    Við vorum einfaldlega langt frá því að vera samkeppnishæfir – og kominn tími á að styrkja hópinn. Fyrir næsta tímabil og framtíðina.

    Ég er viss um að ef SAF eða Wenger hefðu fjárfest í kauða fyrir þennan pening væri verið að skæla yfir því afhverju Liverpool væri aldrei að kaupa þessa ungu & spennandi leikmenn eins og þeir snillingar.

  56. Ef við hugsum til baka og skoðum síðustu félagskiptaglugga, hefur maður þá ekki alltaf verið drullusvekktur yfir því að Liverpool sé ekki samkeppnishæft. En nú eru breyttir tímar Liverpool er orðið samkeppnishæft á leikmannamarkaðinum, við þurfum ekki endalaust að leita eftir samningslausum leikmönnum líkt og Joe Cole (sem ég batt reyndar miklar vonir við).
    Ef Liverpool ætlar sér að kaupa einhvern leikmann þá er það bara gott og vel ef þeir borga þá upphæð sem þarf til. Vonandi er Henderson bara einn og nokkrum ungum og efnilegum bretum sem koma til liðs við okkur. Það sem af er hafa þessir nýju eigendur staðið við það sem þeir sögðu, byggja upp lið til framtíðar sem á að vera samkeppnishæft á öllum vígstöðum.
     

  57. Ngog varla meira en 4 milljóna virði. Mætti því segja að við séum að fá Jordan á 15-17 milljónir. Ég sé bara ekki vandamálið við þetta. Það verður einfaldlega að vera grimmur á markaðnum til að toppa hin stórliðin, ef maður ætlar ekki að vera endalaust að keppa um að komast í UEFA cup þá verður að borga aðeins aukalega.
    Svo skildist mér að manchester united hafi boðið í hann á síðustu stundu.

  58. Þetta eru góðar fréttir við  erum að fá einn efnilegsta miðjumann englands erum að losa okkur við N’gog sem er gott þar sem hann á enga framtíð hjá liverpool og ég held að wicham gæti komið nuna sem replesment fyrir hann og hann á víst að vera svaka efnilegur þó ég viti ekki mikið um hann.En allavega er þetta skref í rétta átt og nú væri draumur að fá jones,mata,downig og einhver vinstri bak og þá erum við orðnir vel settir.
    Y.N.W.A
     
     
     

  59. Nú vill ég fá Charlie Adam líka og þá erum við orðnir helvíti góðir á miðjunni. Svo fara að einbeita sér að vinstri bak og Miðverði og svo einn góðan vinstri kantara!

  60. gera menn í brækurnar og láta eins og þetta sé okkar fé ?

    Róum okkur aðeins yfir fjármálaumræðunni, það er alveg í lagi að tala um verðmiðann og velta þessu aðeins fyrir sér enda stór partur af öllum leikmannakaupum. Persónulega finnst mér þetta verð (20m) út úr öllu korti en gæti ekki verið meira sama svo lengi sem FSG er til í að greiða þetta. Markaðurinn á Englandi er bara svona og hefur verið það lengi.

    Eins er ljóst að N´Gog er ekki gefins ef Henderson kostar 20m.

    Hvað varðar að koma út í plús eða mínus á leikmannamarkaðnum þá eru þetta bara fyrstu leikmannakaupin í sumar. Fleiri eiga eftir að koma og það er alveg morgunljóst að slatti af leikmönnum á eftir að fara í staðin. Þó ég sjái það alls ekki fyrir mér í sumar þá er vert að benda á að við keyptum 2 stór nöfn í janúar og komum samt út í plús.

    BTW við erum ekki enn búnir að kaupa Henderson og hvað þá búnir að fá verðmiðan uppgefinn. Sky, Gaurdian og allir þessir trúverðugu miðlar staðfesta það ekki fyrir mér, Echo eða opinbera síðan gera það.

  61. Ef þetta er rétt þ.e. 13mGBP+Ngog þá er þetta frábær díll fyrir þennan efnilega leikmann.  Munið að Ngog kostaði okkur 1-2GBP á sínum tíma.

  62. Líst ansi vel á þetta.. að fá “7-9” mills fyrir N’gog er frábært. 

    Varðandi leikmenn einsog Aguero þá er ekkert víst í fótbolta, ófá dæmi um að menn hafi floppað í ensku. Liverpool eru einnig þekktir fyrir að segja pass við upprennandi leikmönnum útaf verði sem seljast svo á miklu meiri pening seinna. Frekar að kaupa leikmenn sem eiga eftir að afreka eitthvað og eru hungraðir eða menn sem hafa afrekað eitthvað og eru að renna sitt skeið.

    Og að Carroll, hvernig getur einhver haldið því fram að hann hafi verið of dýr. Tæknilega séð kostaði hann ekki krónu. Liverpool krækti í heitann, ungann, öflugan og síðast en ekki síst enskan striker sem býður upp á meiri vídd í sóknarleikinn. Það sem hafði veruleg áhrif á verðið á honum er það að hann er enskur, ungur og Newcastle gátu ekki keipt hann striker í staðinn. En samt sem áður komum við út í plús eftir sölu á Torres og Babel og kaup á Suarez og Carroll.

    En að öðru varðandi leikmannakaup þá tel ég að það sé mikilvægast að styrka vörnina. Við getum ekki treyst á 17-18 ára stráka í bakvörðum heilt season. Vinstri bakvörður og miðvörður eru Nr.1 á listanum hjá mér. Ef Agger heldur sínum meiðslavandræðum áfram þá meika ég ekki að horfa á Liverpool með Carrah og Skrtle varpandi háum boltum fram allann leikinn. Það vantar vel spilandi miðvörð. Liverpool geta alltaf skorað mörk, búnir að kaupa 2 leikmenn til þess (auðvitað og endilega bætið samt við) og miðjan er feikna sterk með þessum kaupum.

  63. Ég veit ekkert um Henderson, þannig að ég ætla ekkert að segja. Treysti bara King Kenny og riddurum hans. En fyrst einhverjir eru að kvarta yfir of lítilli áherslu á góða evrópska leikmenn er vert að minna á það að núna er áherslan á enska leikmenn, því sá gluggi er opinn. Liverpool getur ekki keypt leikmenn af evrópumarkaði fyrr en síðar í sumar (og eitthvað segir mér að þreifingar séu í gangi þótt þær fari mishátt).

  64. SÁTTUR! 
    en það er ekki langt síðan að menn* voru að væla um að Liverpool væri ekki að eyða eins og önnur stórlið og svo þegar við eyðum háum upphæðum í unga leikmenn fara menn að væla um að við séum að eyða of miklum pening haha gaman að því. 

    *sumir ekki allir

  65. Ég ætla bara að vona að LFC eyði 200 milljónum punda í leikmenn.  Vilja menn endilega fara að spara núna ?
    Bull og vitleysa – bara bruðla eins og crazy ef það er til cash !

  66. Virkilega góð tíðindi og bara byrjunin á því sem koma skal! Ef þetta reynist rétt að Liverpool sé að borga 11-13 milljónir punda plús Ngog þá eru þetta bara kjarakaup að mínu mati! Hann á eftir að margborga sig þessi ungi drengur!

  67. Flott!!

    Mér líst vel á kaup Kennys, kaupum efnilega “heimamenn” sem þarf ekki að kenna ensku og sem hafa spilað í enskaboltanum. Auðvita vill maður sjá stórnöfn aftan á rauðu treyjunni en það kostar meira og er meiri áhætta.

    In King Kenny I trust!

  68. Henderson bjó til fleiri færi fyrir samherja sína heldur en alllir þeir sem eru taldir hér upp á síðasta tímabili.

    Looks good

    Og er enskur

    Jordan Henderson made more chances in 2010/11 than: Young, Bale, Nani, Silva, Kuyt, Jarvis, Downing, Johnson, Zog & Lennon. #Impressive

  69. mér er farið að lýtast ágætlega á þetta… ég skil samt ekki alveg afhverju við erum að fá hann á díl uppá 20 milz þegar utd eru orðaðir við young á 16 sem er miklu “sannaðri” leikmaður hefur verið með 9 mörk og ca 12 assists síðustu 3-4 tímabil held ég

  70. Það er frekar einfalt Óli, Young á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur hingað til neitað að skrifa undir nýjan samning. Við ættum að þekkja þetta, sbr sú staða sem upp kom hjá Owen 2004/05 þegar hann fór til Real Madrid. Valkostur a að selja hann nú og fá amk eitthvað fyrir hann – valkostur b að missa hann frítt að ári.

  71. Phil Jones er ekki á leiðinni til okkar samkvæmt SkySports, hann er víst á leiðinni til manutd 🙁
    Sky Sports sources understand Phil Jones is not heading for Anfield but is in fact having a medical ahead of signing a five-year deal with Manchester United. We’ll bring you more details as we get them.

  72. Sky Sports sources understand Phil Jones is not heading for Anfield but is in fact having a medical ahead of sign five-year deal with MUFC
    Helv…man utd!

  73. Ferguson er snillingur að ná í svona unga stráka – bara 16 millur, það er gjöf en ekki gjald. Afhverju getum við aldrei náð í þessa ungu efnilegu stráka ? :S

  74. Ef hann vill fara til ManUtd frekar en Liverpool þá er það bara þannig.

  75. Eyþór er ekki einn ungur og efnilegur strákur í læknisskoðun akkúrat núna hjá okkur?

    En ef menn voru tilbúnir að borga 16 milljónir fyrir þennan 19 ára dreng sem hefur afar litla reynslu og það klikkar svo er þá ekki bara málið að smella sér á eitt stk Gary Cahill frá Bolton í hvellinum í staðinn? Cahill kæmist líka beint í liðið okkar að öllum líkindum og myndi sennilega styrkja vörnina strax annað en Jones sem ég sé ekki að væri að fara að styrkja liðið okkar fyrr en eftir 1-2 ár líklega.

  76. Það er náttúrulega alveg glatað að missa af Jones. Einn efnilegsati miðvörður heims í dag og alveg ÖMURLEGT að Manchester United fái hann 🙁

  77. Breaking News: Negotiations have broken down between Manchester United and Blackburn’s Phil Jones. A close source told us that “Apparently at this time Ryan Giggs does not accept the breast size of Phil Jones’s wife”. This is a huge celebration for Liverpool fans, as he looks on the verge of signing at Liverpool. This will mean he will have a medical at the same time Sergio aguero signs for Liverpool, and Didier Drogba realises he is better at acting than playing football and then retires.

    Draumur? Neiheijjj 

  78. rorysmith_tel of telegraph Says #LFC could now move for Mamadou Sakho after losing on Jones

    Ég væri alveg til í þennan leikmann.

  79. Tekið af Twitter

    ToppoLFC Josh Topley

    by JimBoardman

    Steve Kean has said on a local radio station that Jones isn’t even having a medical at MUFC and that MUFC haven’t agreed a fee yet???

  80. Það liggur við að þetta hefði mátt vera akkúrat öfugt miðað við hvað liðunum vantar í dag. Henderson til United og Jones til Liverpool.

    Annars bara gaman gaman og loksins smá fjör í þessum glugga.

  81. Alveg sammála Ásmundi nr. 94. Vona að við náum að krækja í M. Sakho ef ekki tekst að fá P. Jones.

  82. Henderson er besti og efnilegasti leikmaður Englands undir 21 árs. Jones er bara peð miðað við hann.
    Nú er bara spurning hvaða lið fær fyrirliðan okkar, hljótum að losa okkur við hann nuna meðan við fáum einhvað fyrir hann. Meireles og Henderson á miðjuni, og Lucas fyrir aftan ef við spilum með 3 á miðjuni.. höfum ekkert lengur að gera við Gerard nema kannski frammi hægrameginn.. en ég held að hann verði frekar seldur meðan við fáum einhvað fyrir hann..

  83. Losa okkur við okkar besta leikmann? Eru menn á lyfjum? Ég hélt að í uppbyggingu þá myndu menn reyna halda í sína bestu leikmenn og bæta við sig gæðaleikmönnum.  Og þvílíkt virðingarleysi gagnvart okkar hetju til svo margra ára að tala svona, ættir að skammast þín!!!  Þoli ekki vanþakkláta stuðningsmenn sem skortir alla tryggð. Gerrard verður hjá Liverpool þar til hann hættir, engin spurning. Eftir að hafa staðið á bakvið klúbbinn öll þessi ár á hann skilið að við stöndum á bakvið hann og af sjálfsögðu gerum við það!

  84. Liverpool er að sýna klærnar með þessu. Ef við næðum Jones, sem reyndar virðist ekki að fara að gerast, þá værum við að taka 2 heitustu ungu bitana á enska markaðnum. Ég veit ekki með ykkur en það er spennandi. Svo er þessi Connor Wickham ansi líklegur til hreyfings líka, en Liverpool getur ekki keypt alla…

    Við viljum unga leikmenn, við viljum góða leikmenn, margir vilja enska leikmenn…. Varla hélt einhver að leikmenn sem hafa alla 3 kostina væru ódýrir.  

    Þessi kaup eru samt ekki að fylla í stóru skörðin sem við höfum núna. Vantar enþá vinstri bak, kantmann og miðvörð. Aquilani heim og miðjan er virkilega vel mönnuð.

    Comolli og Dalglish eru rétt að dýfa tánni í vatnið, ég hef trú á að stór “cannonball” sé í vændum. Ég er allavega spenntur!

  85. er ekki hægt að setja Gerrard í þetta Phil Jones mál? Hann gerði fína hluti í Phil Collins málinu hérna forðum, en annars YNWA , lifi Dalglish byltingin.

  86. er Íslenskur læknir að vinna hjá Liverpool , djöfulsins tíma tekur þetta, eða er svona langur biðlisti?

  87. Shii! Samhvæmt þessum sumarfrísmyndum þá lýtur út fyrir að krakkinn hann W. Rooney sé með kollu
    Ganga í erfðir þessi  skallagen

  88. Nokkuð augljóst að stóruliðin á englandi eru ekkert að hika við það að negla í gegn kaupum á efnilegustu ensku strákunum, spái því að næstu kaup sem ganga í gegn á englandi verði pottþétt Connor Wickham og ég vona innilega að það verði til Liverpool sem kaupi hann. Miðað við þau video sem maður hefur séð af honum virkar hann gríðarlega sterkur og áhveðinn ásamt því að vera vinnuhestur. 

  89. #107  Gaman að sjá að Carroll er bara í blávatninu í fríinu 🙂

  90. Verð nú að segja að ég fagna þessum kaupum innilega. Ekki hafði maður séð mikið af Suarez eða Hyypia þegar þeir komu (sbr. póst nr. 25 frá Boris). Hins vegar geta öll kaup verið failure en það er síðan stjórans að ná því besta út úr þessum strák sem og öðrum hjá félaginu. Nú verður hægt að horfa á leiki Englands í U-21 með áhuga, fylgjast með því hvernig hann lítur út þessi strákur. 

    Hins vegar held ég að sé ljóst að Aquilani er á útleið eftir þetta. Miðjan verður þá Gerrard, Meireles, Lucas, Henderson, Shelvey og Spearing. Gæti verið gott að lána Shelvey í gott fyrstudeildarlið og hafa Henderson og Lucas sem 4 og 5 kost.

    Ég tek hins vegar undir áhyggjur manna þar sem miðjustaðan er ekki sú sem hvað helst þarf að styrkja. Vonandi er þetta vísbending um að Liverpool sé að og muni berjast um heitustu bitana á markaðnum í sumar og þetta sé bara byrjunin. Phil Jones er annar biti en það er útilokað að við munum ná þeim öllum. Sennilega er verið að klára þessa ungu breta fyrir EM og þessvegna eru þeir fyrstir í röðinni. Ætli vinstri bakvarðarstaðan og kantstöðurnar verði ekki í vinnslu meðan á EM stendur.

  91. Ívar Örn 115# Þú segir að það gæti verið flott að hafa Henderson og Lucas sem 4 og 5 kost.
    Hvernig ertu að sjá þetta fyrir þér ?
    Og hvað halda menn að sé í gangi hjá þeim ef þeir eru líka að spá í C.Adam
    Er þá einhver á útleið. Ég held að Shelvey og Wilson séu nokkuð örugglega á leiðinni í lán.
     
    Er kenny ekki að fara að spila 4-3-3 að mestu á næsta tímabili, og því þarf kannski að bæta við miðjumanni ( Adam)

  92. Gleymum því ekki að Lucas hefur fest sig í sessi sem akkerið á miðjunni og var besti maður liðsins á síðasta tímabili. Hann verður enginn fjórði eða fimmti kostur næsta vetur, heldur fastamaður.

  93. #117 Ég ætla rétt að vona að menn fari ekki að tryggja sæti sitt í byrjunarliði Liverpool á grundvelli frammistöðu fyrri tímbila. Eðlilegast að allir byrji við sama borð og berjist fyrir sæti í liði sínu. Fastamenn liðsins á næsta tímabili eiga vera þeir sem koma vel undirbúnir til leiks á því tímibili og eru í besta forminu á þeim tímapunkti.

  94. Einare 118

    Lucas verður ekkert fastamaður í liði Liverpool á næstu leiktíð vegna þess að hann var besti leikmaður liðsins á leiktíðinni sem var að ljúka heldur vegna þess að þessi drengur hefur engin vandamál, aldrei meiddur og bætir sig á hverju ári í þokkabót. Sé ekki að það sé nokkur einasti möguleiki á öðru heldur en að Lucas verði fastamaður í liði Liverpool ALLA næstu leiktíð og sennilega næstu leiktíðir þar á eftir líka.

  95. Suarez að setjann fyrir sína menn gegn Hollandi , virkilegur fagmaður.

  96. djöfull eru þessi landslið vel mönnuð, allt fagmenn upp til hópa , og sjávar og sveita.

  97. # 121  Viðar
    Ég minntist ekki einu orði á Lucas í kommenti mínu enda er ég alveg sammála um að hann var besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Athugasemd mín var að benda á að menn eiga ekki að hafa áskrift í byrjunarlið heldur eiga menn að byrja við sama borð þegar þeir mæta á Melwood í júlí og þá eiga þeir að  berjast fyrir sæti sínu og vinna sér inn virðingu. Það hefur Lucas svo sannanlega gert.

  98. Hreinlega veit ekki um betri leikmann en Kuyt í hornspyrnum, hvernig hann hengur nálægt markmanninum og reddar sér og skorar þarna er unun.. frábær leikmaður.

  99. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109531
     
    Hér er verið að orða Scott Dann, varnarmann Birmingham við Liverpool.
    Hann er 24 ára, fæddur í Liverpool og sagður stuðningsmaður LFC. Átti víst góða leiktíð á síðasta ári með Birmingham sem féllu.
    Það sem mér þykir sjokkerandi við þetta er verðmiðinn, en hann á að vera í kringum 10 milljónir.
     
    Ég skil ekki hvernig það er fengið út, 10 stórar kúlur. Er verið að treat-a okkur einsog City?
    Um leið og við mætum á svæðið er boozt-að verðinu upp um 30-40 prósent?

  100. Smá viðbót. Þetta er tekið af Wikipedia, eitthvað sem vert er að bæta við:

    He (Scott Dann) is a former Liverpool F.C. season ticket holder.

  101. Mér persónulega lýst rosalega vel á Scott Dann og ekki er verra að hjartað slái í takt við búninginn.
    En hvernig er með þessi nöfn sem tröllriðu öllu hérna fyrir 18-24 mánuðum eins og Ryan Shawcross ofl?

  102. Ásmundur: Henderson og Spearing átti þetta að vera. Samkvæmt mínum kokkabókum er Lucas nr. 3 á eftir Meireles og Gerrard. Svo kemur Henderson nr. 4 og Spearing nr. 5. Ætti að duga að hafa 5 miðjumenn í þrjár stöður.

    Reyndar held ég að Dalglish geti vel hugsað sér demantamiðjuna sem Kristján Atli var alltaf að kalla eftir, þ.e. ef við erum með öfluga sóknarbakverði báðum megin og Suarez og Carroll frammi. Þá þyrftum við líklega 6 miðjumenn í hóp en þá teldust auðvitað Maxi og Kuyt í þann hóp.

  103. Ég skil ekki alveg hvernig menn hugsa Gerrard og Meireles sem aðalteymið á miðjunni. Sú tveggja manna miðja er ekki að fara að virka nema hugsanlega gegn liðum sem hafa engan áhuga á að sækja. Það þarf einhvern agaðan vinnuhest til að binda miðjuna saman og Lucas hefur sannað sig í því hlutverki.

Soccernomics-stefna FSG eða hávært slúður?

Opinn þráður – YouTube myndbönd