Samkvæmt nýjustu grein Tony Evans hjá The Times (sem hægt er að lesa hér á RAWK, þarf áskrift til að lesa Times) er Liverpool nálægt því að klára kaupin á bæði Charlie Adam frá Blackpool og Stewart Downing frá Aston Villa.
Evans, sem ásamt Tony Barrett hjá The Times er sennilega áreiðanlegasti blaðamaðurinn þegar kemur að Liverpool, segir í grein sinni að Adam muni líklega kosta 8m punda upphaflega með 2m í viðbótarklausum á meðan talið sé líklegt að Downing muni kosta í kringum 16m punda. Við erum því að fá tvo vinstrifótarmenn á miðjuna og vænginn hjá okkur fyrir um 24-26m punda samtals.
Ég er hrifinn af þessum kaupum, ef af verður. Ég merki þetta slúður þar sem þetta eru bara blaðafréttir (hinir miðlarnir eru samt allir að segja sömu sögu: Daily Mail, Mirror (Downing), Mirror (Adam), Sky, Blackpool Gazette) en þegar Tony Evans er annars vegar getum við trúað því nokkuð áhyggjulaus. Þessi tvennu leikmannakaup eru greinilega í vinnslu.
Við erum hér að fá, eins og ég sagði áður, tvo vinstrifótarmenn á miðjuna okkar. Adam er playmaker sem getur opnað þéttar varnir með góðum sendingum auk þess að vera frábær skytta og stórhættulegur spyrnumaður í föstum leikatriðum. Hann er líka leiðtogi, eins og veturinn með fyrirliðaband Blackpool-liðsins sýndi. Ef hann getur sýnt okkur svipaða frammistöðu fyrir Liverpool og hann sýndi tvisvar gegn Liverpool síðasta vetur á hann eftir að slá í gegn á Anfield.
Downing er líka mjög áhugaverður kostur. Fyrir tveimur árum, þegar Middlesbrough féllu og Liverpool var í öðru sæti deildarinnar vildi ég ekki sjá hann þegar við vorum orðaðir. Hann fór til Aston Villa og mér fannst hann ofmetinn. Hann hefur hins vegar spilað talsvert betur með Villa, og verið stöðugt betri en ekki ójafn eins og fyrir Boro, og eiginlega hrifið mig meira og meira. Hann er þessi öskufljóti kantari sem vill keyra upp að endalínunni og finna svo ennið á mönnum eins og Andy Carroll. Á pappírnum ættu þeir tveir sérstaklega að smellpassa saman en við verðum að sjá hvernig Downing gengur að spila undir pressunni sem fylgir rauðu treyjunni. Hann var ekki beint að höndla pressuna með enska landsliðinu síðustu árin, vonandi er hann reiðubúinn í þennan slag.
Það verður í öllu falli að teljast jákvætt, ef þetta klárast fyrir mánaðarmótin, ef Comolli og Dalglish geta farið út á Evrópumarkaðinn frá og með 1. júlí með Henderson, Adam og Downing nú þegar í farteskinu. Ég sé ekki hvernig við getum kvartað yfir því. Við þurfum meira í sumar en þá þrjá, en þetta er ágætis byrjun.
Djöfull vona ég að þetta tvennt gangi eftir núna um helgina eða á næstu dögum og að þetta reynist vera rétt. Frábært ef Henderson, Adam og Downing yrðu allir komnir fyrir júlí lok, þá þarf bara flottan vinstri bak, miðvörð og þriðja senterinn ásamt hægri kantmanni í draumaheimi mínum.
Væri svo gaman ef við færum að sjá eitthvað af ruslinu hverfa á braut, nefni engin nöfn en fyrstu stafirnir eru N Gog, Jovanovch, Poulsen, Konchesky og kannski Cole
Átti að sjálfsögðu að vera að það væri frábært ef þessir þrír yrðu komnir fyrir júní lok en ekki júlí…. Sorrý
Mér lýst hrikalega vel á bæði þessi kaup! Verður afar fróðlegt að sjá byrjunarliðið hjá LFC í fyrsta leik móts.
Erum þá líka komnir með 3 í þessa svo kölluðu ensku reglu í deildinni og það er alltaf jákvæt
Óli B. (#3) sagði:
Meireles farinn, Suarez og Lucas í fríi eftir Copa America. Byrjunarliðið verður: Reina, Johnson Carra Skrtel (vinstri bak), Spearing Gerrard Adam, Kuyt Carroll Downing. Kelly, Henderson, Agger, Flanagan, Wickham allir á meðal varamanna.
Einfalt.
Ókei ég ætla að fara að sofa núna. 🙂
Dalglish veit alveg hvað hann er að gera
Hvað taka Lucas og Suarez langt frí eftir Copa America? ná sennilega ekki fyrsta leik en verða að vera komnir inn í leik 2 PUNKTUR ….
Ef bæði Úrúgvæ og Brasilía færu í úrslit sem enda 24 júlí hvenær koma þeir? 3-4 vikur. Ná þeir ekki Arsenal leiknum?
Downing enganveginn nógu góður fyrir lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttu.
Drengurinn orðinn 27 ára gamall og hefur aldrei verið í hópi bestu vængmanna á Englandi þrátt fyrir að hafa spilað þar í mörg ár. Auk þess bara með 19 landsleiki fyrir England sem er nokkuð slappt miðað við hvað þessi staða er veik hjá Englendingum.
Finnst 16 milljónir punda einfaldlega alltof mikill peningur fyrir slíkan leikmann.
En lýst vel á Charlie Adam enda á sanngjörnu verði!
Þetta lofar góðu og allt tal um að Downing sé ekki nógu góður er bara bull!
Ég verð nú að segja það að lið sem ætlar að berjast um Englandsmeistara titilinn kaupir ekki Adam. Enda verður þetta erfitt hjá Liverpool í vetur aftur er ég hræddur um.
http://www.youtube.com/watch?v=s38jnV1FyKo
lýtur allavega vel út í þessu myndbandi hann downing
Ánægður með þessi kaup og líka bara að fá Adam á snagjörnu verði…. á þessu video hjá honum sigurvini (#10) þá sýnist mér hann downing eiginlega vera bara nokkuð jafnfættur og góður með báðum fótum og það er maður svakalega ánægður með. 😀
#9 Gunnar
Man Utd o.fl. lið voru nú að reyna að fá hann til sín.
Er annars mjög sáttur ef þetta eru kaupverðin á leikmönnunum.
Held að utd havi aldri haft raunverulegan áhuga á Adam. Á miðjunni hafa þeir fleirri og betri menn en hann er. Ekki það að hann sé ekki ágætur. Hann er alveg svona Sunderland góður. Ekki LFC góður. Kannski reynist hann betri en ég er ekki að deyja úr spenning yfir þessum kaupum.
Og já, afhverju kostar hann bara 10m? Hann er ekki samningslaus, hann er klárlega betri en Henderson… Og afhverju er ekki nein önnur lið að reyna að fá hann?
Verður skemmtilegt að sjá hvor eigi eftir að stiga upp og standa sig betur af félugunum, Downing – Liverpool, Young – Man utd. Spurning hvað Aston Villa gera núna, missa báða aðalkantmennina sýna.
Gæti trúað að þeir (aston) mundu kaupa N´Zogbia. Og fá svo líka einhvern eins og gamst petersen frá blackburn, þar er ekki kjaftur sem vill vera þar, þrátt fyrir auðuga nýja eigendur.
Charlie Adam I like, great pass and corners, but who the fuck is Down-ing? We need left winger, not him. Is the 1st of July not yet? Sorry.
Aquilani is coming home. Aquilani is coming home. Aquilani is coming home. 🙂
Maxi also.
Pass and move.
Best regards,
King Kenny
Tad er lika greinilegt ad Kenny vill godan enskan kjarna i lidinu. Daldid sem hefur einkennt Manchester og Chelsea sem hafa unnid titlana undanfarin ar.
Barattan a naesta timabili verdur rosaleg. Liverpool, ManUtd, Chelsea, Tottenham, ManCity, Arsenal. Oll tessi lid aetla ser i top4 og jafnvel meira.
Downing er bara mjög flottur vængmaður eins og nafnið hans gefur til kynna StEwaRt DoWnING= Winger. 🙂 Hann er með mjög flotta krossa sem við þurfum akkurat núna. Sérstaklega þar sem við erum komnir með mann sem getur skallað almennilega.
Ég er líka mjög sáttur með að fá Charlie Adam því að hann er með ban eitraðann vinstri fót sem nýtist okkur bara vel. Hann er einnig flottur playmaker og með flotta sendingagetu. Wickham er líka bara eintóm snilld. Mata,Dann,Clichy og einhvern varamarkvörð og ég er sáttari en Shaquille O’Neal þegar hann fær útborgað.
Hari #13 – Er Adam ekki bara svona ódýr af því að blackpool féll? Svo spyrðu hvers vegna við séum eina liðið á eftir honum, ég hef alveg séð hann orðaður við fleiri topplið en reyndar hvergi hjá neinum áreiðanlegum miðlum. En vil líka minna þig á að það var enginn að berjast við okkur um Suarez og hann hefur ekkert reynst okkur neitt svakalega illa 😉
afh í fjandanum kaupum við ekki Aaron Lennon og Charles N’zogbia ? bara pæling 😉
Krulli nr. 7. vandamál Englendinga hefur ekki verið algjör skortur á vængmönnum vinstra megin, heldur sú árátta að reyna að spila þremur miðjumönnum í 4-4-2 kerfi. Ef liðið hefði verið valið með tilliti til hvaða stöður þarf að fylla en ekki hvaða leikmenn þurfa að vera inná þá væri Downing búinn að spila miklu fleiri leiki með landsliðinu.
Einhvað um að vera á Melwood í morgun
http://yfrog.com/2q3mxz
Þetta á víst að vera yfirlæknir LFC og einhver leikmaður að koma úr lækiskoðun
Dalglish, Steve Clarke og Commoli allir á svæðinu…..
Mér líst vel á þessi kaup (ef þau ganga í gegn) Adam getur klárlega stjórnað miðjunni og Downing hefur sýnt að hann getur spilað á báðum köntunum og komið með snilldarbolta í teiginn.
Stutt og laggott ég er sáttur það sem af er sumri, nema kannski með veðrið á Akureyri
Downing er einn besti vinstri kantmaður í ensku deildinni og þeir sem telja hann meðalmann hafa greinilega ekki hugmynd um hvað hann var að gera á fyrsta tímabili sínu með Villa, og þrátt fyrir slæmt gengi Villa í vetur var hann einn fárrra þar sem ollu ekki vonbrigðum og var valinn þeirra player of the season. Maður skoðaði aðeins Downing og Young umræðurnar á Villa foruminu í vor og flestir voru sammála um að því fylgdi meiri blóðtaka að missa Downing, sérlega í ljósi þess hvað honum gekk vel að finna Darren Bent með baneitruðum krossum. Auk þess skilaði hann 7 deildarmörkum sl. tímabil. Svona leikmann hefur vantað á Anfield, nánast í allan tímann frá því Dalglish var síðast við stjórn og nú minnnist maður þess þegar Barnes var að finna kollinn á Rush og Aldridge í teignum.
Nýjustu fréttir um að Meireles og þá aðallega konan hans séu ekki að fíla lífið í norður Englandi,, fá mig líka til að vera ennþá sáttari með að leikmannahópurinn sé sífellt að verða breskari.
Varðandi spánna hjá Kristjáni í #4, þá fyndist mér það sérlega súrt að sjá Spearing þarna inni í stað Henderson, þó ég eigi svosem alveg von á að Henderson byrji á bekknum, ásamt Skrtel sem missir stöðuna útaf nýjum miðverði, auk þess sem ég sé fram á að annar kantmaður verði keypur, jafnvel Mata eða leikmaður í svipuðum klassa. En Spearing nær tæplega inn í 18 manna hóp, nema mögulega í deildarbikarnum.
Það verður hart barist um allar stöður á Anfield í vetur.
Verður athyglisvert að sjá uppstillinguna í fyrsta leik. Sama með leikkerfið.
————-Suarez – Carroll————-
Downing – Lucas – Gerrard – Henderson
Fréttir í dag herma líka að Meireles verði seldur ef viðunandi tilboð býðst. Það er vel skiljanlegt, en fyrst þarf samt að selja aðra menn sem spila svipaðar stöður, til dæmis Cole og Jovanovich finnst mér.
Mér finnst líka ennþá að okkur vanti heimsklassa miðvörð, sem fer í byrjunarliðið. Helvíti að hafa misst af David Luiz til Chelsea, en það eru fleiri flottir þarna úti. Ég vil fá mann sem er 23-24 ára, sem getur sent boltann vel frá sér. Hann má spila með Carragher í byrjunarliðinu, Skrtel og Agger næstir inn. Draumurinn væri auðvitað að Agger haldist heill, en það hefur sýnt sig að það er of dýrt að treysta á það…
það er ekki sens að Agger sé inní myndini hjá okkar mönnum. Hann er meiðslahrúga ,Frábær leikmaður en skiptir ekki máli þar sem hann er ekki meira með en 1/3 tímabils. Ég vona samt að ég hafi rangt fyrir mér með þetta.
Fyrst Liverpool vorum tilbúnir að bjóða 19 milljónir í Phil Jones, þá er ég alls ekki búinn að afskrifa það að við verðum í baráttunni um að fá Gary Cahill eða Chris Samba. Báðir eru mun betri en Jones er í dag og tilbúnir að koma beint inn í byrjunarliðið. Cahill er t.d. með ágætis hraða og er sérlega lofaður fyrir góðar sendingar og er hann mun betri í build up play en Carra og Sktel.
Ef peningarnir eru til, þá sé ég margt vitlausara en að borga 15-17 milljónir punda fyrir Cahill.
Nei takk. Leikmaður sem getur ekki sætt sig við það að byrja leik á bekknum ætti að fá sér annað starfsumhverfi.
http://www.101greatgoals.com/liverpool-want-to-sign-sacked-diego-from-wolfsburg-roma-eye-ajaxs-goalie-aston-villa-target-den-haags-winger/97045/?
Er orðinn verulega þreyttur á þessarri langloku með Adam og Downing og reyndar allt þetta Júní slúður. Sem betur fer er stutt í Júlí.
Mér líst bara vel á þessi kaup ef af verður.Mörgum finnast þeir ekki nógu góðir.Þeir eru kannski ekki í heims klassa en ég held að það sé verið að kaupa það sem vantar í liðið.Ekki bara einhver nöfn.
Mér lýst vel á Downing, enda bráðvantar mann í hans stöðu og hann hefur reynslu af því að spila fyrir alvöru lið (Aston Villa voru fyrir ofan okkur á þarsíðustu leiktíð).
Adam er hinsvegar mun meira risk. Hann verður 26 ára á þessu ári og hefur í rauninni bara átt eitt gott tímabil á ferlinum. Var mjög slakur hjá Rangers og hefur nánast ekkert spilað fyrir (skoska!) landsliðið. Hann hefur aldrei spilað á stórmóti, aldrei í Evrópukeppni og aldrei hjá liði sem stýrir leiknum. Meireles er að mínu mati mun traustari leikmaður, hefur fimm sinnum fleiri landsleiki á bakinu, Meistaradeildarleiki, HM ofl. auk þess sem hann var einn besti maður liðsins á síðasta tímabili. Ég skil því ekki alveg hversvegna menn eru svona ólmir í að skipta á þeim.
Svo getur auðvitað verið að Adam verði snilld á næstu leiktíð og þá er þetta bara fínt.
Fjórum sinnum fleiri landsleiki átti þetta að vera.
Ef leikmanni og/eða fjölskyldu hans líður illa á því svæði sem hann býr á, er þá ekki þjóðráð að reyna að fá sem mest fyrir hann og sýna honum þannig þá virðingu að leyfa honum að fara, svo lengi sem hann komi hreint fram við félagið.
@7, krulli. Stewart Downing hefur spilað fleiri landsleiki en Ashley Young. Á síðasta tímabili spilaði Downing 3387 mínútur í 38 byrjunarliðsleikjum og skoraði 7 mörk og 7 assist.
Ashley Young spilaði 3053 mínútur í 34 byrjunarliðsleikjum og skoraði 7 mörk og 10 assist í deildinni.
Downing er fæddur 22 júlí, 1984 og því enn bara 26 ára, Krulli. Ashley Young fæddur 9 júlí 1985 og því bara 1 ári yngri en Downing. Downing hefur unnið Carling Cup og lent í 2 sæti í Uefa Cup og því reynslumeiri en Young að mínu mati. Young kostaði eitthvað í kringum 16-18 millur þrátt fyrir að eiga 1 ár eftir á samningum. Liðið sem keypti Young vann titilinn í fyrra og ætlar að reyna það aftur. Svo að mínu mati getur Downing alveg verið í liði í toppbáráttu. Ekki mikill munur á stats hjá þessum leikmönnum.
Sigurjón (#34) – frábær tölfræðisöfnun hjá þér og þú færir góð rök fyrir máli þínu, en þegar ég las þetta gat ég bara hugsað eitt: greyið Aston Villa, eru að missa 14 mörk og 17 stoðsendingar úr sínu liði. Það kalla ég ansi stórt skarð fyrir þá að fylla. Hvernig ætli Darren Bent hafi það í dag?
Ef þetta gengur í gegn þá má búast við því að viðskipti Liverpool á enska markaðnum séu búin í bili. Forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar flóðgáttir opnast 1. júlí. En fyrst Downing kemur (líklega), er þá ólíklegra að Liverpool bjóði í Mata?
Já og þeir eru líka að missa tvo enska leikmenn og það gæti reynst þeim erfitt þegar home grown reglan hefur meira vægi. Bent er örruglega að verða stressaður því allir sem vinna vinnuna hans eru að fara og hann gæti þurft að leggja meira á sig til að skora.
Ég er með fína lausn á vandamálum Bent, hann getur bara komið til okkar með Downing, þessi drengur skorar allsstaðar og það væri ekki slæmt að eiga hann til þess að styðja við sóknarlínuna, gætum jafnvel séð Downing og Suarez á köntunum í einhverjum leikjum og Carroll og Bent frammi….
Hvað er málið með Raul, afhverju ætlum við að sela hann?
Er Adam svona rosagóður????!??
http://visir.is/alsiringur-ordadur-vid-liverpool/article/2011110629335
hver er þetta?
Adam skrifar að öllum líkindum undir í kvöld. 4,5 ára samningur og 60.000 pund á viku segir slúðrið (LFC Globe).
Hversu áreiðanlegt er LFC Globe?
Það eru margir pennar að tala um þetta núna.
Pault86 Paul Thompson
Its not official yet but Charlie Adam is now an LFC player.
KOPWATCH Kopwatch
Adam deal is sealed. need to wait for official club statement now. Welcome to Liverpool #LFC @Charlie26Adam
LFCGlobe LFC Globe
4-and-a-half year deal for Adam, on £60,000 per week, if what we’re hearing is true. #LFC
Spurning hvort þetta verði staðfest á morgun eða mánudag.
Adam ekki í höfn skv. Daily Mail
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2008145/Liverpool-refusing-budge-6m-valuation-Charlie-Adam.html?
Koma svo!
KAUPA KAUPA KAUPA
Daily Mail er ekkert allt of áreiðanlegt, tek frekar mark á þeim tvíturum sem nefndir eru í innleggi 44.
LFC-globe: fjögurra og hálfs árs samningur???? Eitthvað furðulegt við það.
Þessir tveir eru pottþétt góð viðbót við hópinn og síðan er undir þeim sjálfum að koma sér í byrjunarliðið. Það er alls ekki sjálfgefið að þeir labbi beint inn í lið en Dalglish er greinilega að fá aukna vídd í hópinn með því að kaupa leikmenn sem eru ólíkir þeim sem eru fyrir. Þá er hann væntanlega að hugsa um Adam sem leikmann sem getur komið með hárnákvæmar sendingar upp í hornin og rifið göt á þéttar varnir smærri liðanna sem koma á Anfield til að pakka í vörn. Það er eitthvað sem við höfum átt í erfiðleikum með síðustu ár. Downing er síðan gott mótvægi við t.d. Maxi eða Cole, fínt að hafa einn krossara vinstra megin og einn sem leitar inn á við. Hef reyndar grun um að Maxi verði seldur og spurning hver staða Cole er hjá Dalglish. Gæti allt eins trúað því að hann fái annað ár hjá félaginu.
Svona miðað við hópinn núna finnst mér enginn þessara þriggja, Henderson, Adam og Downing, vera menn sem ég setti í byrjunarliðið – Lucas, Meireles og Gerrard allir skör ofar. Þeir auka hins vegar breiddina og styrkja hópinn tvímælalaust.
http://www.liverpool.is/News/Item/14499 þetta væri fínt
Duncan Alexander
Charlie Adam & Jordan Henderson put in a total of 426 crosses in the PL last season – should be good news for Andy Carroll.
Ég er ekki að fíla þessar Meireles sögusagnir, maðurinn á fullt erindi í liverpool, vil hann áfram ekkert rugl.
Núna eru nokkrir miðlar að tala um Aron Lennon frá Tottenham, hvað finnst mönnum um það? Talað um að kaupverð væri sennilega ekki undir 20 milljónum punda.
Ég hef lengi hrifist af þessum leikmanni og það væri hreint útsagt fábært að hafa Downing og Lennon á sitthvorum vængnum.
Getur það virkilega verið að okkar menn séu að spá í að kaupa bæði vinstri og hægri kantmann uppá einhverjar 35-40 milljónir punda?
Gefum okkur það að Cole og Jovanovich fari þá væri ekki slæmt að vera með Maxi og Downing öðrum megin og Kuyt og Lennon hinum megin.
Þetta um lennon má sjá hér http://www.ourkop.com og einnig í News of the World, people og líklega á fleiri stöðum.
enn virðast hafa afar misjafnar skoðanir á Lennon og mig langar að vita hvað mönnum hér inni finnst um hann…. Fyrir mitt leiti er þetta ekki spurning JÁ TAKK
#56#
Lennon er að mínu mati besti enski kantmaðurinn í ensku deildinni þannig að ég mundi vilja fá hann á 25 mills!!!
það yrði draumur í dós!!!
YNWA
#53
Mín skoðun er sú að Lennon er langt frá því að vera nógu góður í Liverpool, allavega í byrjunarliðið. Hann er gríðarlega fljótur á fyrstu metrunum en hann er ekki góður spilari og er alltaf með augun á boltanum, hann horfir aldrei upp.
Síðan eru krossarnir já honum ekki upp á marga fiska og ekki finnst mér hann heldur neitt sérstakur skotmaður.
Svona virkar hann á mig venjulega. En það kemur eiiiiiinstaka sinnum fyrir að hann á hrikalega góðan leik en það er bara langt frá því að vera nógu gott. Hann er bara ekki nógu góður, ekki nógu stapíll.
Ég held að það væru mikil mistök að selja Meireles. Við getum samt ekki verið að hrúga að okkur miðjumönnum. Það eru bara svo margir sem geta spilað á miðjunni í hverjum leik. Ef við náum að klára kaupin á Adam og Downing, þá erum við með Adam, Gerrard, Lucas, Meireles, Spearing, Cole, sem geta allir verið á miðjunni, hvort sem þeir eru framarlega á miðju eða varnarsinnaðir. Svo þá sem geta spilað á vængjunum, Gerrard, Kyut, Downing, Aurelio, Johnson og eflaust er ég að gleyma einhverjum.
Ég ætla að vona að við kaupum einn sterkan varnarmann, og þá helst Cahill frá Bolton. Við þurfum að styrkja vörnina hjá okkur, væri líka gott að fá einn bakvörð.
YNWA
Það er auðvitað mjög slæmt ef þetta sé satt að Meirales hafi tekið á sig launalækkun til þess að liðka fyrir sölu sinni til Liverpool á sínum tíma en verið lofað kauphækkun sem að núverandi eigendur vilja ekki standa við. Meirales er frábær miðjumaður og ef að Adam fær 60.000 pund á viku þá á Meirales ekki að vera á 30 þús pundum.
Hvað er markmiðið með kaupunum á leikmönnum í sumar? Að verða Englandsmeistari? Hvenær?
Annað, er að fíla nýju eigendurnar. Ætli þeir hefðu ekki gott af því að spila Football Manager? Það er allavega nóg af tölfræði þar.
Mjög ánægður með að fá C.Adam. Alveg svakalegur keppnismaður þessi drengur.
Hver getur gleymt leiknum hjá Blackpool gegn Tottenham þegar hann klúðraði víti en fékk svo annað 1 mín seinna og reif boltann af Dj Campell(minnir mig) og ÞRUMAÐI tuðrunni í netið.
Svona menn vill ég fá til Liverpool.
Ég er mjög sáttur með vinnu comolli og dalglish varðandi kaup en ég vil sjá þá einhverja hreyfingu í losun lélegra leikmanna hjá okkur. Ég veit að ég þarf ekki telja upp fyrir neinn liverpool mann hverjir þurfa að fara.
#60 Ég man eftir einum sem reif boltann af samherja sínum eftir að hafa klúðrað tveimur vítum áður í sama leik. Hann þrumaði boltanum yfir marki í þriðju spyrnunni, sá leikmaður hetir Martin Palermo og ég vil ekki sjá hann í Liverpool. Sé samt Adams alveg fyrir mér í Liverpool, þó svo að ég líti ekki alveg að það sé forgangsleikmaður sem Liverpool þarf í dag.
Vorum við ekki orðaðir við Eric Lamela hjá River Plate fyrir stuttu,
núna væri kannski séns að fá hann á sanngjörnu verði þar sem að River var að falla um deild.
Mjög spennandi leikmaður þar á ferð!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
finnst þetta léleg framkoma af stjórn Liverpool ef satt er! maðurinn var frábær á síðustu leiktíð á miklu lægri launum en joe cole, poulsen, konchesky, jovanovic og fleiri http://www.liverpool.is/News/Item/14500
Ég verð að segja að ég mjög ósáttur ef Raúl M sé á leið frá félaginu tel hann betri en flesta miðjumenn sem eru nú þegar hjá félaginu eða orðaðir við félagið. Ég verð líka að segja að ég veit bara voða lítið um C. Adam en ég tel mig all vega vita að Raúl Mereiles er betri leikmaður en hann og því finnst mér í raun fáránlegt ef Raul þarf að víkja fyrir C. Adam.
Moves for Blackpool midfielder Charlie Adam and Stewart Downing, of Aston Villa, are both nearing completion. Adam, who scored in Blackpool’s victory at Liverpool last season, has also been linked with Manchester United and Tottenham, but the Scotland international is expected to finalise a £8m transfer today, with Jonjo Shelvey moving to Bloomfield Road on a season-long loan.
Downing could follow Adam to Anfield after just two seasons at Villa Park. The England winger will hand in a transfer request, a week after seeing team-mate Ashley Young sold to Manchester United.
26 Nýjustu fréttir um að Meireles og þá aðallega konan hans séu ekki að fíla lífið í norður Englandi,, fá mig líka til að vera ennþá sáttari með að leikmannahópurinn sé sífellt að verða breskari.
Veit ekki hvort tetta er satt en svona frettir fa mig alltaf til ad gapa af undrun. Geri rad fyrir ad Meireles se bara af almugafolki i Portugal og mer finnst magnad hvad menn geta tynt ser i tessum heimi. Tarna er hann ad tiggja fleiri milljonir a viku fyrir ad spila fotbolta med lidi sem aetlar ser langt. Fjolskyldan getur keypt allt sem hugurinn girnist og skortir ekkert. Eftir ferilinn (ennta ungur madur ta) getur hann svo lifad eins og kongur tad sem eftir er. Ef konan er med heimtra getur hun svo farid i helgarferdir allar helgar eda tess vegna latid fljuga med alla aettina fra Portugal til Liverpool! Eg bara botna ekki i tessu. Myndi madur ekki syna sma audmykt i sporum svona manns?
Jónsi, ættli fréttir um að hann/konanhans séu með heimþrá séu ekki einmitt til þess ættlaðar að kalla fram svona attitjút svo menn geti sætt sig við söluna á honum? 🙂
Hann hefur sagt að hann elski lífið í Liverpool og að hann vilji spila þar út ferilinn ef ég man rétt, ég tel þennan mann vera þvílíkann meistara og ef það er satt að hann hafi sætt sig við 30k samning til að geta komið og spilað fyrir Liverpool þá er óafsakanlegt að selja hann eftir 1season!
Ég vil ekki sjá Aaron Lennon. Hann er eins óstöðugur og íslensk veðrátta. Þurfum ekki þannig mann.
Flott að fá nýja menn, en nýjustu slúður fréttir segja að Aguero sé að fara í Juventus og Mata í Arsenal. Það líst mér ílla á. Ég hefði frekar viljað þá tvo heldur en Adam og Downing (í fullkomnum heimi þá hefði ég viljað þá alla). Aguero hefði átt að vera fyrsti maðurinn sem við keyftum, hann vill klárlega koma til okkar þar sem hann á að vera stuðningsmaður Liverpool og honum er sama að hann sé að fara til liðs sem er ekki í evrópukeppni þar sem Juventus er ekki í evrópukeppni. Algjör mistök ef hann fer til Juventus!!!