Opinn mánudagsþráður

Meðan við bíðum eftir einhverjum staðfestum fréttum af leikmannamarkaðinum er ágætt að vangavelta aðeins slúður helgarinnar.

* Charlie Adam á að vera koma í dag. Nýjustu fréttir af kaupverði eru 6 milljónir punda + Stephen Darby. Sumir twitterarnir tala um að Jonjo Shelvey fari að auki í lán í eitt ár á Bloomfield Road. Ansi löng þessi Adam-saga öll.

* Raul Meireles á að vera fúll þessa dagana. Í fyrrahaust fékk hann samning til eins árs upp á 30 þúsund pund tryggð og svo átti að tvöfalda samninginn nú í sumar ef aðilar væru sáttir við frammistöðu hans í fyrra. (Eilítið magnað að hans samningur var settur svona upp en ekki hinna snillinganna sem fyrrum stjóri fékk). Miðað við sögu FSG-manna er ekki sjálfgefið að þeir séu tilbúnir að hækka laun hans þrátt fyrir að óumdeilt sé að hann stóð sig mjög vel. “Laun samkvæmt frammistöðu” er lögmálið og ekki virðist á hreinu hvernig þetta fer.

* Juan Mata er nú kominn á radar Wenger, sagt að Arsenal, Liverpool og Manchester City horfi til hans. Persónulega þá er ég ekki viss um að við séum að eltast við Mata, hann vill spila aftan við senter, þó vissulega geti hann verið á kanti, og um þá stöðu eru margir að slást í LFC nú þegar. Ég sé þennan strák ekki sem kantmann í 4-4-2.

* Sex leikmenn unglingaliðs Liverpool FC eru komnir áfram með enska landsliðinu á HM U-17 í Mexíkó. Þegar Borell og Segura komu til starfa hjá LFC voru 5 leikmenn að spila með unglingalandsliðum, í dag eru þeir 25. Liverpool er það lið sem hefur flesta leikmenn í þessum U-17 hópi, þau nöfn sem mest er talað um eru Raheem Sterling á vængnum og strikerinn Adam Morgan.

* Stewart Downing þarf að biðja um sölu frá Aston Villa ef hann vill fara til Liverpool. Sumir tala um að með því þá gefi hann eftir upphæð þá sem hann ætti að fá við félagaskipti og þá muni Aston Villa samþykkja 18 milljón punda tilboð. Gerard Houllier skilur vel áhuga liða á þeim ágæta dreng.

* Slúðurmiðlar hafa talað um Aaron Lennon til Liverpool, ég held reyndar að þetta séu bara viðbrögð við því að Redknapp er búinn að lýsa því að hann þurfi að selja áður en hann fær að kaupa.

Semsagt, enn bíðum við staðfestinga á málum, en þó eru drengirnir Dalglish, Clarke og Comolli komnir til starfa eftir sumarfrí og viðbúið að eitthvað fari að gerast…

Myndin af Raul Meireles er sótt á snilldarsíðuna www.liverpool.is

74 Comments

  1. finnst óvenjulítið verið slúðrað um miðvarðarkaup….en er samt í skýjunum með þessa eigendur og kaupstefnu þeirra…..tilhökkun næsta tímabils er að verða RISA….

    y.n.w.a

  2. Persónulega held ég að þetta miðvarðar tal sé alveg óþarfi. Við erum með Skrtel, Agger, Carra, Soto, Wilson, Kelly og Ayala…..við erum ætlega settir á því sviði ef satt skal segja.
    Vona að Adam verði orðinn Liverpool leikmaður í enda vikunnar og að Downing láti heyra í sér að hann vilji koma til Liverpool!!
    Þetta Lennon dæmi, ætli það sé eietthvað marktækt? Ég held ekki, en væri meira en til í hann.
    Zapata væri flott viðbót og þar með væri miðvarðarmálið komið í réttan gær samkvæmt sumum og vinstri bakvörðurinn líka 😉

    Hlakka til að heyra meira slúður sem að verður svo að veruleika, ekki sögusögnum!

    YNWA – King Kenny Dalglish

  3. Mjög svekkjand ef þetta er rétt að það sé verið að snuða Meireles um samning, þar sem hann hefur fyllilega staðið við sitt, sér í lagi eftir komu K.D.
    Vona að þetta sé ekki rétt.

  4. Ég væri til í miðvörð sem er á sama kalíber og Daniel Agger eða betri, en er ekki alltaf meiddur.

    Between minute 69 against Blackpool and when his season was ended in April against WBA, Liverpool went 631 minutes + stoppage time without conceding with Daniel Agger on the pitch (10 1/2 hours).

  5. Ætlar Charlie Adam er að verða hin nýi Gareth Barry félagsskiptagluggans ?

  6. Eigum að semja við Meireles og ekki orð um það meir. Hann átti frábært tímabil og 60 þúsund pund eru ekki há vikilaun miðað við frammistöðu hans á vellinum.
    Losum okkur við jólasveina einsog Cole, Jovanovic, Polsen og aðra á svimandi háum launum og hækkum launin hjá þeim sem eiga það skilið.

    Sé Meireles spila stóra rullu fyrir félagið á næstu árum. Virkilega skemmtilegur leikmaður.

  7. Var ekki Maggi að skrifa um það pistil fyrir nokkru um samninga sumra leikamma okkar? Samningarnir ku víst vera fáránlegir þar sem leikmönnum er tryggð svo há laun að það yrði erfitt að losa sig við þá. Það er ekki eins og það sé hægt að skella inn Til sölu auglýsingu á Barnalandi þar sem allt selst. Leikmennirnir vilja auðvitað halda sínum launum sem þeir hafa svo það gæti orðið snúið að koma þeim á samngina hjá öðrum liðum. Þetta hlýtur þó að fara að skýrast en tekur örugglega lengri tíma heldur en að ná í aðra leikmenn. 

    Fyrir utan þá er þetta ágætis tilbreyting að vera komnir með leikmenn áður en aðrir eru seldir sbr. síðustu glugga (fyrir utan jan. gluggann). Kemur með kalda vatninu fólk.

  8. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti, þá trúi ég ekki orði af þessum sögusögnum varðandi samninginn hans Meireles.  Að mínum dómi er það ekki séns að maður sem er keyptur á háa upphæð, sem skrifar undir langan samning, sé með eitthvað munnlegt um hækkun eða því um líkt.  Félagið var í söluferli þegar hann er keyptur, ég bara kaupi ekki að þetta sé málið.  Finnst líklegra að Kenny vilji bara fá hæsta value fyrir hann, þar sem hann er 29 ára gamall og myndi ekki vera neinn bókaður byrjunarliðsmaður.

    Annars sammála Sfinni hér að ofan, skil ekki alveg þessa ofuráherslu á að bæta við miðverði.  Striker (fyrir Ngog) + vinstri bakvörður er næst á dagskrá (ef Downing og Adam eru að koma) svo myndi ég meira að segja taka einn hægri kantara áður en farið verður að skoða miðverðina.

  9. eða “vil sjá þá báða hjá L.”, þar sem þetta eru nú bara sögusagnir ennþá (með Mata og Iza, þ.e.a.s.)

  10. Annars sammála Sfinni hér að ofan, skil ekki alveg þessa ofuráherslu á að bæta við miðverði. Striker (fyrir Ngog) + vinstri bakvörður er næst á dagskrá (ef Downing og Adam eru að koma) svo myndi ég meira að segja taka einn hægri kantara áður en farið verður að skoða miðverðina.

    Váá hvað ég er sammála Steina þarna, frekar góðan hægri kantmann en miðvörð en helst bæði.

  11. Var að lesa á Liverpool.is í gærkvöldi um miðamál á Anfield í vetur og núna á að taka pappírsmiðana úr umferð og ALLIR sem ætla á völlinn verða að fá eitthvað smartkort og borga sig inní official klúbbinn einhver 18,99 pund. Þetta er að valda mér smá áhyggjum.

    Hvað þýðir þetta?

    þýðir þetta þá bara að það er ekki lengur hægt að hringja í Lúlla hjá vita og láta hann bara redda sér miða í kop á einhvern X leik td??? 

    Þýðir þetta að allt svartamarkaðsbrask á miðum sé úr sögunni??

    Ef maður er með þetta smartkort verður maður þá alltaf samt að treysta á að klúbburinn geti reddað sér miða á völlinn á þann leik sem maður vill sjá og hefur svo lítið sem ekkert að segja um það hvar maður vill sitja eða fái miða yfirhöfuð?

    Svo svona í fyrsta lagi hef ég lítinn sem engann áhuga á að skrá mig í þennan official klúbb fyrir 3600 kall, þó það sé engin geimvísindalega há upphæð þá þarf ég ekki rafrænt fréttabréf á ensku einu sinni í mánuði eða upphitanir fyrir hvern leik á mailið mitt sem ég les hérna á KOP.IS með glöðu geði fyrir alla leiki.

    Er líka bara að velta fyrir mér td ef 3-4 aðilar úr sömu fjölskyldunni ætla á leik þurfa þeir þá fyrst að skrá sig ALLIR í þennan official klúbb fyrir samanlagt 15000 kall til þess að eiga séns á að fá miða?         

    Kannski eru margar jákvæðar hliðar á þessu máli sem ég sé bara ekki ennþá en fyrir mig hefur hingað til verið afar gott að bjalla í Lúlla bara og hann reddar mér miða á þann leik sem ég vill og það sæti sem ég vill líka og málið dautt.

    Hérna er linkurinn á frétt Liverpool.is   http://www.liverpool.is/News/Item/14501

    Væri gaman ef þeir sem vita nákvæmlega hvernig þetta virkar eins og Steini hef ég trú á gætu frætt mig og aðra sem vilja vita þetta betur um málið….

  12. Ég skil ekki alveg þetta Lennon dæmi ef satt er. Mér finnst hann ekki hafa upp á neitt meira að bjóða heldur en Jermine Pennant og ekki höfðum við áhuga á því að hafa hann mjög lengi.

  13. Jæja maður fer að verða frekar óþolinmóður. Alltaf að segja sjálfum mér að núna fari eitthvað að gerast en svo gerist ekkert. De Gea í læknisskoðun hjá United í dag og það þýðir að United er búið að eyða nálægt 60 milljónum punda í 3 unga leikmenn með Liverpool er komið í 20 millur fyrir einn. Þessi hraða vinna er eitthvað ekki að skila sér hjá þeim félögum! Hef áhyggjur að því að menn hafi ætlað sér meir en efni var til!

  14. Haukur ef við klárum Downing og Adam í vikunni þá erum við líka komnir með 3 nýja leikmenn, vonum bara að það verði raunin.

    Annars hef ég smá áhyggjur af því hvað Man Utd ætlar sér mikið þetta sumarið, þeir eru sennilega ekkert hættir þrátt fyrir að vera búnir að eyða yfir 50 milljónum í 3 leikmenn ef De Gea kemur sem er svona 99% líkur á

  15. Charlie Adam er farinn í golf, verður tilkynntur kl 2 á morgun , búið að ganga frá öllu.

  16. Hvaða máli skiptir hvað Man Utd eyðir miklu á undan okkur?
    Jú vissulega leiðinlegt að missa af Ashley Young en ég held það hafi aldrei verið neinar stór líkur á því að hann kæmi til okkar á meðan eitthvert af CL liðunum sýndu áhuga.
    Phil Jones er efnilegur en ekki veit ég hversvegna honum datt í hug að fara í lið sem er með Vidic, Ferdinand og Smalling alla á undan sér.
    De Gea mega Utd eiga mín vegna, við eigum margfalt betri markmann en þeir núna og það er ekkert leiðinleg tilhugsun.
     
    Verum bara rólegir, hlutirnir fara að gerast bráðum.
    Þetta er ekki kapphlaup.

  17. #18 Haukur

    Held að félagsskiptaglugginn sé nú blanda af kapphlaupi og maraþoni, ef þú ert fyrstur að koma með gott boð í leikmann og klára þetta áður en fleiri lið byrja að skoða hann þá ertu búinn að vinna kapphlaupið.

    En einnig maraþon með leikmenn eins og C. Adam.

    Mér finnst bara rangt að segja að þetta sé ekki kapphlaup vegna þess að þú þarft að vinna fljótt.

  18. Ef þessir orðrómar eru réttir með Meireles eru réttir er þetta skandall og sýnir heimsku gömlu eigendanna, Cole og Jovanovic á himinháum launum en gefum Meireles 30 þúsund pund.

  19. #19 Þetta með kapphlaupið gæti kannski gengið ef þú værir með útsendara einhversstaðar fyrir utan Evrópu sem finnur einhvern snilling í smáliði áður en önnur lið vita af tilvist hans og þú græjar þetta bara mjög hljóðlátt.
    Við hefðum aldrei getað stolið Ashley Young eða Phil Jones með því að hafa hröð handtök, það virkar bara ekki þannig um stærri nöfn í stórum deildum.

  20. Nr. 13 Viðar

    Takk fyrir að benda á þetta, kom alveg af fjöllum og lét nú plata mig í þetta helvíti án þess að vera öruggur um að ætla á heimaleik í vetur. Ágætis pakki svosem en auðvitað bölvað peningaplokk sem fer líklega ekki vel í innfædda.

  21. @19 Jón Bragi

    Ég hugsa að horfa á venjulegt maraþon sé skemmtilegra en það maraþon sem er í gangi um Adam!

  22. Við á Kop spjallinu getum alveg safnað saman þessum 30þ. pundum sem Meireles vill í viðbót á mánuði.

  23. Henry er talinn einn besti afleiðusérfræðingurinn á hlutabréfamarkaðnum í NY og Werner stendur honum lítt að baki. Comolli er virkilega hæfur innkaupasérfræðingur og Daglish er hokinn af reynslu.
    Það þarf enginn að segja mér að þetta einvala lið sé að treysta um of á tilviljanir og einhverja “korter í þrjú panik”.

    80% af því sem þeir gera er löngu ákveðið og svo eru 20% spiluð eftir eyranu t.d. ef aðrir gera mistök. 

    Taktíkin er að sýna ekki á spilin of snemma enda eru umboðsmenn leikmanna með fádæmum fégráðugir menn og algjörlega óútreiknanlegir. Enda sjáum við að sú ágæta stétt manna er gjörsamlega að fara á taugum og hamast við að fleyta sögusögnum um að LFC vilji þennan og hinn leikmanninn í þeirri viðleitni að Comolli og Dalglish tali af sér um raunveruleg markmið.

    Það er verið að spinna fléttu þar sem reynt verður að gera tvennt í einu; fá Dalglish unga og spræka menn til að gera atlögu að PL titli og CL sæti og lækka fastan kostnað LFC með því að hreinsa út leikmenn sem skapa ekki virði fyrir félagið.

    Fyrir okkur Púlara er þetta dálítið frústrerandi að vera svona í myrkrinu en einnig tilhlökkun að sjá hvernig leikmannahópurinn sem fer til Asíu verður.

    Ég held einnig að þessi póker sé áhugaverður fyrir þá sem hafa áhuga á rekstri íþróttafélaga. Ég held að Henry og Werner séu miklir meistarar á sínu sviði eins og hefur sannast með Red Sox. Eina spurningin er hvort þeir hafi getað lært leikjafræðina í fótboltanum nógu hratt fyrir þetta tímabil?

  24. #25 helv…. erfitt að koma þessum 30.000 pundum út til hans eins og gjaldeyris málin eru hérna á skerinu :Þ

  25. Byrjum bara á 30 þúsund íslenskum krónum, hann getur þá kannski fengið sér nýtt tattoo fyrir það 🙂

  26. Var Liverpool ekki í viðræðum við Mata fyrir euro21???   Mér finnst vonlaust ef hann kemur ekki. Ég er spenntastur fyrir honum af öllum þeim sem hafa verið nefndir eða keyptir í sumar.

  27. Ég verð að segja að fyrir mitt leyti þá er ég voða lítið að kaupa þessa orðróma um Mata og Liverpool. Einu skiptin sem maður hefur verið var við þetta þá eru það orðrómar á spjallborðum eða Twitter þar sem nokkrir aðilar halda því sterklega fram að Liverpool hefur átt yfir 10 fundi við umboðsmann Mata.

    Spænskir blaðamenn hafa aldrei, svo ég hafi a.m.k. tekið eftir, talað eitthvað um þessar viðræður milli Liverpool og Mata. Finnst mjög skrítið að ef Valencia eru til í að selja sinn besta leikmann að þeir skuli ekki leka því í blöðin til að fá hærra verð fyrir hann. Allt þetta slúður virðist koma frá Englandi en samt hafa þeir sem ég tek hvað mest álit á; Tony Evans, Tony Barrett hjá Times og jafnvel Rory Smith hjá Telegraph, háttvirtir blaðamenn úti í Englandi með sambönd í Liverpool, ekki neina vitneskju um þennan brjálaða áhuga Liverpool á Mata. Sem er svona hálf furðulegt því þeir eru nú oftar en ekki með puttann á púlsinum yfir þeim leikmönnum sem liðið er hvað mest á eftir.

    Ég myndi taka Mata velkominn og sigla sjálfur til Spánar til að sækja hann og ferja hann svo til Bítlaborgarinnar en ég bara því miður hef á tilfinningunni að hann verði ekki leikmaður Liverpool í sumar og ekki heldur Arsenal. Hef tilfinningu fyrir því að hann muni enda uppi hjá City eða Barcelona, því liði sem tapar baráttunni um Alexis Sanchez.

    Ef ég ætti að veðja þá held ég að flest kaup Liverpool munu koma út ensku deildinni, kannski 1-2 kaup frá Frakklandi, Hollandi eða Þýskalandi, ég hef á tilfinningunni að við munum ekki kaupa úr spænsku deildinni í sumar.

  28. Nei takk, langar ekki í Aaron Lennon
    Já takk, Charlie Adam og Stewart Downing (hefði kosið hann frekar en Ashley Young)
    Raul Meireles staðan mun skýrast eins og allt annað. FSG munu ekki veikja liðið… En salan á honum væri samkvæmt stefnu FSG, það fæst eflaust mestur peningur fyrir hann núna og hann er líklega búinn að ná eða á toppnum á ferlinum.
    Sjálfur bind ég miklar vonir við að Liverpool muni ná í world class númer í sumar og sú staðreynd að Pepe Reina fékkst til að vera áfram styrkir þá trú hvað mest.
    Í pistlinum er talað um 4-4-2 leikkerfið… afhverju haldiði að Liverpool sé að fara að spila 4-4-2? .. Hef sjálfur litla trú á því og væri forvitinn að heyra hvort að mörg lið í dag séu að nota það kerfi og ná árangri… Annars treysti ég Clarke og Dalglish vel í þessum málum og þeir munu ekki bara notast við eitt kerfi. Hvort sem við stillum upp 1 eða 2 strikerum þá skiptir náttúrulega bara mestu að sem flestir drullist inn í boxið þegar við sækjum 🙂
    Ég vona síðan að við losnum við eitthvað af farangrinum á bekknum í sumar… í Liverpool FC eiga helst að vera 2 góðir leikmenn að keppa um hverja stöðu og síðan koma ungstirnin næst í goggunarröðinni… Ég vil frekar hafa 1 mjög góðan leikmann og 1 ungan og efnilegan leikmann um stöðuna frekar en 1 mjög góðan og 1 nokkuð góðan, hugsanlega eldri leikmann (Maxi, Poulsen, Jovanovic etc.)

    Fleira hef ég ekki um málin að segja í bili…

    YNWA
     

  29. Another Twitter rumour; apparently there’s a Guillem Balague out there who said that Juan Mata will definitely leave Valencia for a Premier League club. Once again, I have never said that Mata will going to any specified destination. The facts are that Juan Mata could leave Spain if a club makes a bid in the region of €18 – 22 million and the player would find it be unlikely to turn down the move if the bid came from a top Premier League outfit. That might happen, it might not.

    mánaðargömul frétt af http://www.guillembalague.com = spænskur fréttamaður

  30. Viðar,
    Mér finnst nú ekki mikill peningur að henta inn 3600 krónum til styrktar klúbbnum! En auðvitað safnast það saman ef það þarf að borga fyrir marga. Síðan er það þannig að þú getur sótt um fleiri en einn miða fyrir þig og þína fjölskyldumeðlimi en auðvitað er betra að fleiri séu í klúbbnum þannig að þá eru meiri líkur á að fá miða. Svona svipað og var í klúbbnum á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá þurftirðu að vera meðlimur til að geta keypt miða á Anfield fyrir 5000 ísk. En hver og einn þurfti að vera meðlimur, líka 12 ára krakkinn sem fór með! En það var áður en þeir skelltu þessu öllu yfir til vita (vonlausra) ferða þar sem þeir rukka 10-15 þúsund krónur fyrir miðann!
    Ef þú ert í klúbbnum sjálfum (official klúbbnum) þá geturðu sótt um miða á því verði sem þeir eru seldir í Bretlandi, án alls íslensks álags og okurs! Þú getur sótt um/keypt miða í ákveðnum stúkum eftir því hvar er laust hverju sinni. Þannig að ef það er laust í Kop og þú ferð strax við opnun á sölunni þá geturðu keypt þá miða.
    Það að setja þetta í pappírslaust form einfaldar allt kerfið hjá þeim varðandi bikar- og evrópukeppnir. Það er þannig að þú þarft að hafa farið á visst marga leiki til að ganga fyrir við kaup á miðum, sérstaklega án útivöllum. Þetta kerfi sér til þess að þú þarft ekki að geyma allar afrifur og senda inn þegar þú sækir um/kaupir miðanna heldur er þetta gert rafrænt þar sem þínar upplýsingar eru geymdar.
    Ég persónulega sé ekkert nema jákvætt við þessar breytingar!

  31. Birkir:

    Með 4-4-2 er í raun átt við 4-4-1-1 kerfið sem Dalglish stillti oftast upp, með Suárez fyrir aftan framherjann.

  32. Sorry en það er bara lítill sem enginn áhugi hjá mér fyrir Aaron Lennon, hann er ekkert búin að sýna á þessu tímabili , er ekki búinn að fá spila á White Hart Lane. frekar myndi ég vilja eyða 23 milljónum Punda í Mata en eh helvítas 20 Milljónum punda í lennon!

  33. Eins og hefur komið fram, þá vill Mata helst spila fyrir aftan center. Þurfum við virkilega þannig leikmann? Er ekki málið að reyna að kaupa hreinræktaðann kantara eins og t.d. Downing?

  34. ‘Eg verð að segja að mér finnst magnað að sumir vilja
    fá ofmetinn Dowining frekar en snildar leikmann Mata.

    ‘Afram Liverpool

  35. @Dude Miðað við það sem maður sá til liðsins eftir að Dalglish tók við, þá vill hann hafa hreyfanleika á mönnum og þá held ég að hreinn kantmaður sem er góður í að æða upp að endamörkum en kannski ekkert sérstakur í öðru henti ekkert sérstaklega vel. Ég er ekki að segja að t.d. Downing sé þannig, en Mata myndi tvímælalaust bjóða upp á mun meiri möguleika þar sem hann er betur spilandi og getur leikið margar stöður.

  36. Mikið rosalega er ég að verað þreyttur á þessu öllu saman.
    Ég get ekki ímyndað mér hvaða leið Adam og Downing tóku til Liverpool. Þeir eru búinir að vera svakalega lengi og það er nú eins og Rauðhetta komst að forðum slatti af hættum á leiðinni. Klára þetta mál og það sem fyrst takk fyrir.
    Svo þetta tal um Meireles. Jamm – af tvemur kostum væri betra að halda honum en það er furðulegt ef hann er jafnvel að fara vegna launa og á sama tíma hafnaði Doni okkur vegna láglaunastefnuna sem virðist vera ríkjandi. Við eigum nóg af meðalmönnum á háum launum. Bjóðum þeim sem við viljum halda almennilegt og út með hina.
    Og með Meireles – eru menn búnir að gleyma að hann var ekkert spes (frekar en liðið) í byrjun tímabilsins og ekkert spes heldur í síðustu 2-3 leikjunum? Þótt ég vildi halda honum og tel að hann eigi alveg skilið aðeins hærri laun þá er þetta ekki Alonso II. Hann er missandi EF við náum að klára eitthvað af þessu sem er í gangi.
    Svo virðist hver leikmaðurinn eftir öðrum vera orðaður við okkur einungis til þess að eitthvað annað lið nái þeim. Nei – minna kjaft og meiri krumla takk fyrir! Farið nú að fókusera á rétta mannskapinn og draga hann inn!

  37. Mereleis er alls ekki ómissandi, myndi alveg droppa Mereleis fyrir Handerson. Því fyrr sem við byrjum að nota Henderson því betra, Gerrard á 1-2 tímabil eftir sem world class og hann hefur ekkert sýnt það undanfarið. Nei það er kominn tími á nýjan kóng í liðið. En Gerrard á klárlega að vera í liðinu en við þurfum að fá nýjan mann til þess að stíga upp.

  38. Jæja…Thetta transfer season er buid ad vera rolegra enn madur bjost vid, tho thad se i raun varla byrjad.  United virdast hvad ferskastir i thessum malum , Chelasea audvitad rett komnir med nyjan stjora svo liklega fara their ad lata til sin taka fljotlega.    Wenger virdist jata sig sigradan med Fabregas og hefst tha leitin ad eftirmanni hans.   Wenger virdist lika vera ad leita ad framherja sem er kannski ekki skritd , RVP meiddur halft timabilid og daninn og ungi frakkinn ekki alveg ad virka thessa stundina.   City hlytur ad kasta fram einhveri sprengju i july , 100 m pund eru ekki malid a theim bænum.   Hja ykkar mønnum virdist allt vera nokkud edlilegt , Adams og Dowing virdast nokkud øruggir og eflaust agæt kaup tho eg se personulega svolitid efins um Adams.  Eg hinsvegar skil ekki alveg afhverju LFC reynir ekki ad landa einu topp midverdi en thad er alveg ljost ad lidin sem hafa skilad bestum arangri sidustu ar th.e United og Chelsea hafa farid langt a godum og mørgum midvørdum !

  39. Sé marga ruglast á þessu, maðurinn heitir Charlie Adam ekki Adams.

  40. Ég skil ekki menn sem segja að við þurfum ekki miðvörð.  Jamie Carragher er á síðustu dropunum og Daniel Agger er alltaf meiddur.  Ég vil fá almennilegan mann til að spila með Skvörta í vörninni!

  41. Nýjasta kjaftasagan er Wayne Bridge. Ætla rétt að vona að það sé brandari.

  42. Jóninn, hvað færð þú út úr því að bera hérna hrein ósannindi á borð?

    En það var áður en þeir skelltu þessu öllu yfir til vita (vonlausra) ferða þar sem þeir rukka 10-15 þúsund krónur fyrir miðann!

    Ég get alveg sagt þér hvað er satt og rétt í þessu, og þú ert fjarri sannleikanum.  Miðarnir eru keyptir beint frá Liverpool FC og koma inn í ferðirnar á kostnaðarverði, 0 krónur í álagningu.  En breytingin er sú að allir miðar sem klúbburinn fær, fara í ferðir.  Þær hafa verið að kosta um 95 þúsund krónur á manninn, innifalið þar er flugið til og frá Manchester, gisting í 3 nætur með morgunverði á góðu hóteli, miði á völlinn og rútur til og frá flugvellinum í Manchester.

    Síðan er það þannig að þú getur sótt um fleiri en einn miða fyrir þig og þína fjölskyldumeðlimi en auðvitað er betra að fleiri séu í klúbbnum þannig að þá eru meiri líkur á að fá miða. Svona svipað og var í klúbbnum á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá þurftirðu að vera meðlimur til að geta keypt miða á Anfield fyrir 5000 ísk. En hver og einn þurfti að vera meðlimur, líka 12 ára krakkinn sem fór með!

    Þetta er heldur ekki rétt hjá þér.  Þetta er einmitt breytingin sem er að verða núna, það þurfa allir að vera í þessum opinbera klúbbi hjá LFC, það fer enginn inn á völlinn á þessu tímabili nema meðlimir, enda verða engir pappírs miðar núna.  Ef þið ætlið 3 saman (fullorðin) og ætlið á eigin vegum, þá þurfið þið öll að taka fulla aðild (adult) til að þið eigið séns á að ná miðum.  Sú aðild kostar rúmar 5.500 krónur í stað þessara 3.600 króna.  Það var ekki ákvörðun Liverpoolklúbbsins á Íslandi að hætta að redda einstaka miðum á leikina, þetta er bara búið að breytast hjá LFC og allt er orðið mun þyngra í vöfum en það var.

    En það er rétt sem þú segir varðandi þetta pappírslausa, fyrir utan það að það þurfa allir að vera með kort til að komast inn á völlinn og því er ekki nóg bara fyrir þig sjálfan að vera meðlimur. 

    Mér þykir miður að menn séu hér að reyna að drulla yfir það sem verið er að reyna að gera fyrir meðlimi hér á Íslandi og fara með hrein og klár ósannindi til þess.

  43. En svona til að svara þér líka Viðar, þá ætla ég að reyna það eftir fremsta megni.

    þýðir þetta þá bara að það er ekki lengur hægt að hringja í Lúlla hjá vita og láta hann bara redda sér miða í kop á einhvern X leik td???

    Það verður klárlega erfiðara, en oft eru menn að leigja út ársmiðana sína og því alltaf möguleiki að komast eftir öðrum leiðum. 

    Þýðir þetta að allt svartamarkaðsbrask á miðum sé úr sögunni??

    Nei, svo sannarlega ekki.  Ársmiðarnir verða áfram leigðir út, og væntanlega byrjar líka svartamarkaðdæmi með meðlimakort sem náð hafa að tryggja sig á leiki.  En eins og áður sagði, þá mun þetta minnka braskið og gera mönnum erfiðara um vik.

    Ef maður er með þetta smartkort verður maður þá alltaf samt að treysta á að klúbburinn geti reddað sér miða á völlinn á þann leik sem maður vill sjá og hefur svo lítið sem ekkert að segja um það hvar maður vill sitja eða fái miða yfirhöfuð?

    Klúbburinn fékk miða á 14 leiki á síðasta tímabili og var með ferðir á þá alla.  Því miður fær hann ekki nema 25-40 miða á hvern leik og þeir því oft fljótir að fara.  En meðlimir (íslenska klúbbsins) fá að sjálfsögðu alltaf fyrst að vita af ferðunum í gegnum póstlista. 

    Svo svona í fyrsta lagi hef ég lítinn sem engann áhuga á að skrá mig í þennan official klúbb fyrir 3600 kall, þó það sé engin geimvísindalega há upphæð þá þarf ég ekki rafrænt fréttabréf á ensku einu sinni í mánuði eða upphitanir fyrir hvern leik á mailið mitt sem ég les hérna á KOP.IS með glöðu geði fyrir alla leiki.

    Við erum að hvetja menn til að fara í klúbbinn vegna þess að þeim mun fleiri frá Íslandi sem eru þar inni, þeim mun fleiri miða fáum við úthlutað og því fleiri sem komast á völlinn.  Fyrir aðila eins og þig sem ferð út allavega einu sinni á ári, þá færðu margfalt þennan kostnað tilbaka bara með afslættinum sem þú færð í Liverpool búðinni á Anfield eða í miðbænum.  Held að sölupunkturinn sé nú ekki með fókus á þetta rafræna fréttabréf eða upphitanirnar. 

    Er líka bara að velta fyrir mér td ef 3-4 aðilar úr sömu fjölskyldunni ætla á leik þurfa þeir þá fyrst að skrá sig ALLIR í þennan official klúbb fyrir samanlagt 15000 kall til þess að eiga séns á að fá miða?

    Liverpool FC er búið að gefa það út að enginn fari á völlinn framvegis nema með sitt smartkort.  Við vitum það þó alveg að menn eiga eftir að “lána” þessi kort manna í millum. 

    Maður er hundfúll með þessa breytingu, þetta gerir allt í kringum þessi mál mun erfiðari, en við þurfum bara að aðlaga okkur að þessu, er búinn að vera í sambandi við fólkið þarna úti, þetta er svona og þeim verður ekki haggað (ekki á þessu tímabili).  Auðvitað hefði verið best ef við hér heima hefðum getað keypt bara 100 svona kort og verið með þau í nafni klúbbsins.  Við munum svo sannarlega halda áfram að pressa á það.

  44. 48. SSteinn says:

    28.06.2011 at 09:52 “Ég get alveg sagt þér hvað er satt og rétt í þessu, og þú ert fjarri sannleikanum. Miðarnir eru keyptir beint frá Liverpool FC og koma inn í ferðirnar á kostnaðarverði, 0 krónur í álagningu”

    Þetta er algjört kjaftæði. Fór á bikarúrslitaleikinn 2006 og sú ferð kostaði hátt í 150þús kall. Fyrrverandi starfsmaður ferðskrifstofunnar viðurkenndi fyrir mér að þeir hefðu fengið miðana á leikinn á 30þús og áframselt þá á 60þús. Rest fór í flug og hótel í 2 nætur.

    Það er ekki séns í helvíti að ferðaskrifstofa sé með 0% álagningu á miðana.  Trúi ekki að einhver sé svo barnalegur að trúa því.

  45. Þetta er algjört kjaftæði. Fór á bikarúrslitaleikinn 2006 og sú ferð kostaði hátt í 150þús kall. Fyrrverandi starfsmaður ferðskrifstofunnar viðurkenndi fyrir mér að þeir hefðu fengið miðana á leikinn á 30þús og áframselt þá á 60þús. Rest fór í flug og hótel í 2 nætur.

    Enda fékk klúbburinn ekki einn einasta miða á þann leik.  Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur ekki fyrir öllum ferðum hjá ferðaskrifstofunum og hefur ekkert vald yfir því hvernig þeir selja sínar ferðir og á hvaða verðum.  Einu ferðirnar sem við höfum eitthvað um að segja eru þær sem við sköffum miðana inn í og þær ferðir hafa kostað 95 þúsund krónur (á síðasta tímabili).  Það er sem sagt ekki lagt ofan á miðana sjálfa sem klúbburinn kemur með inn.  Skora á þig að bera saman allan pakkann sem ég taldi upp inni í þessari tölu og skoða hvað þú færð út (flug, hótel, morgunmatur, miði á kostnaðarverði, transport).  Bara flugið er orðinn ferlega stór hluti af þessu.

  46. SSteinn
    Síðast þegar ég fór á Anfield þá fékk ég miða í gegnum klúbbinn heima á Íslandi, þá var það þannig að hver og einn sem fór á völlinn (við vorum 8 saman) þurfti að borga árgjaldið í klúbbinn til að eiga kost á að kaupa miða í gegnum klúbbinn, ég borgaði árgjald meðal annars fyrir konuna mína til að hún fengi miða líka! Þú getur leitað í ykkar skrám ef þú trúir því ekki, þetta var Liverpool-Tottenham janúar 2007! Ég sendi einmitt fyrirspurn hvort allir þyrftu að vera meðlimir og það var sagt já frá klúbbnum! Ég er alls ekki að kvarta yfir því, mér finnst það að vissu leiti eðlilegt, sérstaklega þegar um fullorðna er að ræða, líkt og núna í gegnum official klúbbinn.
     
    Hins vegar var ég engan veginn sáttur þegar klúbburinn heima sendi alla sína miða til vita ferða. Þar fékk ég þau svör að það væri aðeins hægt að kaupa ferðir í heild sinni til að fá miðann á því verði sem klúbburinn sjálfur fékk þá, ef ég vildi stakan miða þá kostaði hann 10-15 þúsund kall! Þannig að SSteinn, ég lýg ekki! Álagning vita ferða er auðvitað einhver, kannski er hún ekki á sjálfum miðanum, alla veganna ekki opinberlega, en hún er klárlega einhver, annars væri þeir ekki að standa í þessu, ekki gefa þeir sína vinnu við þetta!
     
    Það eru ekki allir tilbúnir að kaupa pakkaferðir á leiki, sumir vilja dvelja lengur o.s.frv.. Vera með þann sveikjanleika sem þeim hentar, þar á meðal ég og flestir sem ég þekki. Ég hef látið klúbbinn, og þar á meðal þig SSteinn, vita af því af mér fannst þessi miðamál í gegnum klúbbinn mun verri eftir breytinguna! Á meðaæ annars tölvupósta einhvers staðar okkar á milli um þessi mál. Hins vegar skil ég alveg að vissu leiti að stjórn kúbbsins hafi viljað koma þessum málum af sínum höndum og yfir á aðra, það er jú heilmikill vinna sem fylgir þessu og óeigingjörn.
     
    Hvar var ég að drulla annars yfir hvað Liverool klúbburinn heima á Íslandi hefur gert fyrir sína meðlimi? Ég veit nú ekki betur en að ég sé ennþá að borga í klúbbinn heima á Íslandi, jafnvel þótt ég búi nú erlendis. Meðal annars til að styðja það ágæta (oftast alla veganna) starf sem þar fer fram. Ef þú vilt SSteinn þá get ég alveg hætt því! Gagnrýni er af hinu góða, réttmæt gagnrýni sérstaklega, og það á við í þessu dæmi sérstaklega! Ég held að flestir átti sig á því að það er verri þjónusta að borga 95.000 krónur fyrir miða, flug og hótel en 5000 fyrir stakan miða, 40.000 fyrir flug, 30.000 fyrir hótel og þá er eftir 20 þús fyrir leigubíl á völlinn og tilbaka! Það er nefnilega venjulega hægt að fá mun betri díla á flugum og hótelum en ferðaskrifstofur eru að bjóða ef menn nenna að eyða smá stund á netinu!

  47. Ég veit að ég er að skifta um umræðuefni hérna, en ég var að lesa að Ipswich var að samþykkja tilboð frá Sunderland í Wickham!!! Núna lítur út fyrir að við fáum ekki Aguero, Mata eða Wickham. Spurning hvort að Liverpool séu ekki að eyða og miklum tíma í Downing og Adam. Svo finnst mér Lennon ekki eiga að vera fyrsti kostur hægra megin og alls ekki fyrir 20 millj, þó að hann sé enskur.

  48. Já, alveg sammála því, gagnrýni er alltaf góð sé hún á réttum forsendum.  Auðvitað væri best að geta veitt þessa þjónustu eins og hún var möguleg á sínum tíma.  Þá var hægt að kaupa og panta staka miða á leikina, nokkrum vikum fyrir leikdag.  Í dag er þetta ekki möguleiki og þurfum við nú orðið að panta þann fjölda af miðum sem okkur vantar, fyrst í júlí (leikir fram að áramótum) og svo í desember (leikir eftir áramótin).  Í tölvupósti sem ég sendi þér á sínum tíma, kom ég einmitt inn á það að við værum ekki í sömu stöðu og áður gagnvart miðum.

    Ég held að um sé að ræða ákveðinn misskilning í þessu öllu saman.  Málið er að VITA ferðir fá oft sjálfir miða eftir ákveðnum leiðum, enda oft á tíðum ekki sérlega margir miðar sem klúbburinn fær.  Miðarnir frá klúbbnum fara í sjálfa ferðina, en stundum hafa þeir selt staka miða, sem þeir hafa fengið eftir öðrum leiðum.  Enda selst yfirleitt mjög hratt upp í klúbbferðirnar. 

    Varðandi yfirdrullið, þá tók ég “án alls íslensks álags og okurs!” sem þú værir að tala um klúbbinn, ef það er ekki, þá biðst ég afsökunar á að saka þig um slíkt.  En vonandi heldur þú áfram í klúbbnum, það er best þegar hann er sem sterkastur.  Reyndar kostar miði á Anfield (beint af félaginu) nær 9.000 krónum í dag.  Og auðvitað er alltaf hægt að detta á díla ef menn eru heppnir, en t.d. flug á MAN næst að ég held sjaldnast á 40 þúsund fram og tilbaka, held að menn teljist heppnir ef þeir detta inn á flug undir 55 þúsundum, oft er þetta um og yfir 70 þúsund.  Þá hafa menn option reyndar að fara í gegnum London, en lestartransport í kringum leikdaga eru oft á ótrúlegum prísum.

    Vonandi á Liverpool FC eftir að þróa þetta kerfi sitt enn frekar og auðvitað væri ideal dæmi ef við næðum hreinlega að næla okkur í eina 50 ársmiða og gætum útvegað meðlimum þar með staka miða á leikina, en það er bara í draumum manns og verður aldrei fyrr en nýr leikvangur verður byggður eða þessi stækkaður.  En það er ekki vegna þess að vinnan sé of mikil í þessu, okkur er bara sniðinn þröngur stakkur í þessu orðið, það er bara af sem áður var hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

  49. Ég er alveg sammála Óla B hérna og hef sagt það líka áður. Liverpool vantar einn klassa miðvörð.   Besta í stöðunni væri Cahill hjá Bolton.  Vörnin virkaði ekkert alltof sannfærandi á síðasta tímabili.   Agger er lítið sem ekkert með og Carra fer að komast á aldur þar sem erfitt er að spila kannski 55 leiki á tímabili.

    Þau skilaboð koma frá Blackpool að ekkert tilboð sé komið í Adam.  Kannski er eigandi Blackpool að reyna að vekja önnur lið , til að pumpa upp verðið á honum.   Mér finnst það fáránlegt þegar eignarhaldið er orðið svona á leikmönnum í fótbolta.

  50. Ein létt spurning á þig Ssteinn fyrst þú ert að svara varðandi miðamál, ég leitaði að póstfanginu þínu en fann það ekki.
    Ég og vinur minn verðum í London í heimsókn hjá vini okkar á milli 18. og 22. ágúst, á sama tíma spilar Liverpool annan leik sinn í deildinni á Emirates. Ef við ætluðum að fá miða í away-stand á þann leik þyrftum við þá að hafa samband við einhvern ársmiðahafa og kaupa miða af honum? Ganga ársmiðahafar ekki fyrir á útileik? Hversu mikið vesen helduru að það væri? Er kannski einhver sem þekkir einhvern ársmiðahafa (eða einhvern sem ætlar að kaupa sér núna í júlí) sem væri tilbúinn að selja okkur miða?
    Öll hjálp væri gífurlega vel þegin.
     
     

  51. Veit ekkert um ferdir a Anfield og hef bara sed einn LFC leik um ævina og thad i London.  En eg hef ekki annad heyrt fra vinum og kunningjum ad menn hafi verid mjøg anægdir med tjonustu LFC manna a Island vardandi ferdir a leiki og ad mønnum hafi almennt thott verid sanngjarnt.   Mer finnst alltaf merkilegt thegar menn kvarta yfir thjonustu sem er veitt endurgjaldslaust , arsgjald i klubbinn getur ekki talist hatt 🙂
    Hvernig væri annar ad KK splæsti i Nymar..djøfull væri gaman ad sja hann i enska boltanum.

  52. #55 Er ekki Tottenham að reyna allt núna til að tryggja sér Cahill? Annars væri ég ekki á móti honum.

  53. Hörður 55…

    Hafðu samband við Lúlla ( Lúðvík ) hjá vitaferðum. Hann getur örugglega reddað ykkur miðum á Emirates, þarft líklega ekki þetta smartkort frá Liverpool þar sem þetta er heimaleikur Arsenal. Það verður aldrei auðvelt samt að fá miða á þennan  leik með stuðningsmönnum Liverpool enda þeir ekki nema sirka 5000 á þessum leik en ef einhver getur reddað þér eða ykkur slíkum miðum þá teldi ég það vera Lúðvík hjá Vita.

    Hann reddaði mér slíkum miða á Stamfird Bridge núna í febrúar og var ódýrari en úrval útsýn og ÍT ferðir sem líka gátu reddað mér miða með stuðningsönnum Liverpool á Stamford Bridge, en þessir miðar eru ekkert gefins bara láta þig vita af því. Ég borgaði fyrir minn miða á Stamford Bridge 235 pund sem er nú bara 40 þús kall sirka.

    Takk Steini fyrir svarið frá þér, já þetta er svo sannarlega orðið flóknara núna en mér var svo sem búið að detta í hug að menn gætu haldið svartamarkaðsbraskinu áfram sem sennilega verður raunin. 
    En auðvitað hefði verið best eins og þú segir ef klúbburinn hefði getað fengið bara einhver 100 svona kort og ekki skil ég af hverju það er ekki hægt.         

    En auðvitað eru ferðaskriftofurnar að taka eitthvað fyrir að redda þessum miðum fyrir okkur það er alveg á hreinu enda EKKERT nema eðlilegt við það að þær taki eitthvað fyrir það að redda manni miða sem maður getur ekki reddað sjálfur, hvort þær taka 10,20 eða 30 þús fyrir miðann er mér alveg sama um, maður fær bara verð uppgefið og tekur ákvörðun hvort maður vilji miðann eða ekki.

  54. Ég er farinn að halda að menn ætli að láta gott við sitja með Henderson og nota Poulsen í byrjunarliðinu á næsta tímabili! 

    Varðandi þessi miðamál þá hef ég ágæta reynslu af VITA ferðum og því sem klúbburinn hefur haft upp á að bjóða. En auðvitað er ekkert fullkomið í þessum heimi!

  55. “Ég er farinn að halda að menn ætli að láta gott við sitja með Henderson og nota Poulsen í byrjunarliðinu á næsta tímabili! ”
     
    Það er einn og hálfur mánuður þangað til tímabilið byrjar, mæli með chill pillu 😉

  56. Það er lyfseðilsskilt Hafliði og erfitt að fá slíka vegna læknaskorts! Svo er ég alveg rólegur og það eru bara örfáir dagar í að æfingar byrji. Leikmannahópurinn átti að vera klár þá svona miðað við þau ummæli forráðamanna Liverpool voru hér á vordögum!

  57. @ 61 Haflidi….

    Gallinn er bara sa ad verdid hækkar bara eftir thvi sem nær dregur…Kapitalisminn i hotnskurn , frambod og eftirspurn 🙂

    Kaupid bara 1.stk topp midvørd og topp 4 er godur møguleiki

  58. Okei svona aðeins um þessi miðamál, er ekki aaalveg að fatta haha.. En allavega mun maður þurfa að vera skráður í þennan Offical klúbb til að geta keypt ferðir á leiki úti frá vita ferðum, Liverpool klúbbnum á Íslandi, eða bara staka miða að utan? Semsagt í raun er orðið 3600kr dýrara að fara á leik úti? Eða verður verðið eitthvað lækkað fyrir þá sem kaupa þetta smartkort?

    En annars þá ætla ég að kaupa mig inn í þennan klúbb, ég er alltaf til í að styrka allt tengt klúbbnum 🙂 Mér finnst 3600kr nákvæmlega ekkert verð svo að ég vona að fleirri kaupi sig inn í þetta. Líka að því fleirri sem kaupa þetta, því fleirri miða fær Liverpool klúbburinn hér heima.

  59. Mín skoðun er sú, ef það hefur farið framhjá einhverjum, að miðamálin eins og þau voru í “gamla” dag voru frábær, 5000 kall (kostnaðarverð) fyrir miða i gegnum klúbbinn á Íslandi. Þá var lífið einfalt og gott!
     
    Eftir að það hætti þá var ekki lengur hægt að kaupa staka miða á völlinn heldur bara pakkaferðir. Þá fór þjónustan mun versnandi, þá bættist “íslenskt álag og okur” á miðaverðið sem áður fékkst. Það var kannski ekki álag á miðann sjálfan en álag ferðaskrifstofunnar kom annars staðar á pakkann. Margir vilja og hafa skipulaggt sínar ferðir sjálfir frá A til Ö og það var í raun það eina sem hægt var að setja út á skipulag miðamálanna að það var ekki lengur hægt að fá klúbbamiðanna staka, heldur aðeins í pakkaferðum. Þess vegna er nokkuð ljóst að vita ferðir græddu nú eitthvað á að selja þessar pakkaferðir og þar af leiðandi græddu þeir á klúbbamiðunum sem áður voru seldir á kostnaðarverði.
     
    Það er alveg rétt sem SSteinn segir að breytt þjónusta á Liverpool klúbbnum úti kallar á breytt skipulag hér heima. Mér finnst þetta jákvæðar breytingar að miklu leiti því þetta á að auðvelda okkur venjulegum aðdáendum að fá miða á skikkanlegu verði, þ.e. ef við getum ekki nýtt okkur pakkaferðirnar sem eru í boða frá klakanum. Það verða ákveðið margir miðar í boði á hvern leik fyrir meðlimi klúbbsins og þeir tala um að þú eigir að geta fengið að meðaltali miða á fjóra leiki á ári! Það var alla veganna þannig í fyrra þegar ég var í All Red klúbbnum, vonandi breyttist það ekki mikið en það er samt hætt við því ef margir skrá sig í klúbbinn. Hins vegar flækir þetta málin þegar kemur að aðdáendaklúbbum út um víða veröld og þá miða sem þeir hafa verið að fá. En ætli það verði ekki þannig að ef 100 manns á Íslandi sem eru í Liverpool klúbbnum heima skrá sig í All Red eða official klúbbinn þá fái Liverpool klúbburinn 100*2 eða 3 miða á ári (fer eftir fjölda félagsmanna í official klúbbnum). Þá er bara spurningin hvað gerist ef einstaklingur ákveður að sækja sjálfur um miða í gegnnum sína aðild, hvort að hann fái það svar að hann hafi fengið sína 2-3 miða og geti ekki fengið fleiri miða þetta árið? Kannski SSteinn viti eitthvað um það?

  60. Óháð öllum kaupum þá eru mestu gleðifréttirnar þær að Sammy Lee er farinn. 🙂
    Þa getum við farið að spila fótbolta aftur.

  61. Ég fór á old trafford um árið og var með stuðingmönnum Liverpool á þeim leik! Lúlli reddaði því

  62. Jæjja James Milner orðaður mjög mikið við okkur núna, búinn að sjá þetta á alveg helling af miðlum í gegnum ‘NewsNow’ og Twitter. Hefur hann eitthvað verið að spila að viti á kanntinum? Og hvernig hefur hann verið þar? Finnst allavega vera komnir nóg af miðjumönnum ef Adam er að koma líka.. Annars flottur leikmaður að mínu mati. Hvað finnst mönnum um þetta?

    Hér er svo einn af mörgum linkum á þetta: http://www.click-manchester.com/sport/manchester-city/1213454-liverpool-eye-manchester-city-midfielder-james-milner.html

  63. Þegar Comolli var hjá Tottenham, var hann þá ekki að berjast við að kaupa upp skástu bresku leikmennina og fylla liðið af sæmilegum leikmönnum með enskan ríkisborgararétt. Þau kaup virtust ekki gera mikið gagn fyrr en nokkrum árum eftir að hann verslaði þessa kalla. Margir af þeim eru að gera góða hluti í dag.
    Mér sýnist vera nákvæmlega sama uppi á teningnum hjá Liverpool.  Allar alvarlegar pælingar virðast byggja á því hvort leikmennirnir séu með breskan ríkisborgararétt.  Hann einblínir á efnilega leikmenn í litlum liðum eins og takmarkið sé að taka bestu spilin af litlu körlunum. Við hinsvegar þurfum að vera að bera okkur saman við stóru liðin og finna út hvernig við endum í fyrsta sæti í deildinni, ekki hvernig við endum ofan við Aston Villa, Newcastle og Everton. Því finnst mér miður að LIverpool sé að einbeita sér svona að bretum því bresku strákarnir eru að spila gamaldags fótbolta.  Það var leiðinlegt að missa af Zapata og það verður enn leiðinlegra að missa af Mata á kostnað varamannsefna eins og Wayne Bridge, Aron Lennon, Henderson og Downing.

  64. Þá er bara spurningin hvað gerist ef einstaklingur ákveður að sækja sjálfur um miða í gegnnum sína aðild, hvort að hann fái það svar að hann hafi fengið sína 2-3 miða og geti ekki fengið fleiri miða þetta árið? Kannski SSteinn viti eitthvað um það?

    Ég held að það sé enginn kvóti á þessu hjá þeim, snýst eiginlega meira um hversu heppinn þú ert að ná miðum. Enda sögðu þeir í fyrra t.d. “að meðaltali…”  Veit um marga sem náðu engum miðum, en hef heyrt af aðilum sem náðu miðum.

    En ætli það verði ekki þannig að ef 100 manns á Íslandi sem eru í Liverpool klúbbnum heima skrá sig í All Red eða official klúbbinn þá fái Liverpool klúbburinn 100*2 eða 3 miða á ári (fer eftir fjölda félagsmanna í official klúbbnum).

    Stuðningsmannaklúbbarnir geta að hámarki fengið 40 miða á leik.  Þeim mun fleiri sem eru í official klúbbnum, þeim mun nær 40 miða markinu komumst við.  Í fyrra fóru einungis 48 í ALL RED og tengdu aðild sína við íslenska klúbbinn, en við vorum þá á aðlögunartímabili og sluppum með það.  Það verður ekki það sama uppi á teningnum í ár.  Við þyrftum að ná inn um 400 manns á skrá hjá þeim.

  65. Nýjustu slúður fréttir segja að Wickham sé að fara í læknisskoðun til Sunderland! Ég trúi því ekki að við gátum klúðrað þessu!!! Strákurinn er Liverpool aðdáandi og gríðarlegt efni.

Adam og Downing á leiðinni

Miðar á Anfield fyrir 2011/2012 tímabilið