Liverpool Football Club er þessa dagana að breyta talsvert því fyrirkomulagi sem hefur verið á miðaúthlutun til stuðningsmannaklúbba um allan heim. Á komandi tímabili þá verður algjörlega hætt með pappírs miða á völlinn eins og tíðkast hefur alla tíð, í staðinn koma svokölluð Smartkort. Þetta þýðir einfaldlega að allir þeir sem ætla sér að fara í ferð í vetur (tímabilið 2011/2012) VERÐA að ganga í hinn opinbera stuðningsmannaklúbb Liverpool Football Club. En hvað fá meðlimir fyrir það að ganga í þann stóra klúbb.
Eftirfarandi fylgir í kaupunum:
3 mánaða frí reynsluáskrift að LFCTV á netinu
Rafrænt fréttabréf mánaðarlega sem inniheldur einkaviðtöl og efni sem kíkir á bakvið tjöldin hjá LFC
Upphitunarpóstur í tölvupósti fyrir alla heimaleiki í ensku úrvalsdeildinni
Gjafapakki sem inniheldur USB lykil með sérstöku Liverpool efni á, að auki silfraður LFC penni
10% afsláttur í Liverpool búðinni, hvort sem um ræðir í gegnum netið eða opinberri verslun LFC
40% afsláttur af áskrift að LFC Weekly tímaritinu
30% afsláttur af áskrift að LFC Programme tímaritinu
10% afsláttur af opinberum LFC bókum
20% afsláttur af öllum Legends Tours og Anfield Stadium Tour & Museum (http://www.liverpoolfc.tv/history/tour-and-museum)
10% afsláttur af Anfield Experience og Ultimate Anfield Experience (http://www.theanfieldexperience.com/)
10% afsláttur af mat í Boot Room Sports Cafe, Anfield
Afslættir og tilboð frá samstarfsaðilum og fleira
Sitt eigið Smartkort, sem verður virkjað sérstaklega þegar viðkomandi ætlar sér á völlinn og verður því miðinn inn
Verðið fyrir þetta er 18,99 pund, eða 3.600 krónur.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Liverpoolklúbbinn á Íslandi í heild sinni, sem og alla meðlimi hans og þá sem hafa einhvern hug á því að fara á völlinn í vetur, að bregðast hratt við og ganga í alþjóða stuðningsmannaklúbbinn. Fjöldi íslenskra meðlima þar inni mun ákvarða þann fjölda miða sem klúbburinn fær úthlutað á leikina í vetur. Það er því mikið í húfi fyrir alla, bæði þá sem ætla sér á völlinn í vetur og eins þá sem hafa hug á því að gera það í nánustu framtíð.
Þeir sem gengu í All Red klúbbinn í fyrra, hafa væntanlega fengið boð um endurnýjun ganga bara frá henni eins og fram hefur komið í tölvupóstinum. Við viljum þó biðja viðkomandi aðila um að senda okkur upplýsingar um sig, númer á Fan Card og í raun upplýsingarnar sem beðið er um hér að neðan, svo auðveldara verði fyrir okkur að halda utan um þetta og ganga fá miðamálum þegar þar að kemur. Allir hinir, sem vilja ganga frá aðgangi geta gert það í gegnum Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Það sem senda þarf er eftirfarandi:
Nafn
Kennitölu
Heimilisfang
Póstnúmer
Sveitarfélag
E-mail
GSM númer
Ástæðan fyrir því að félagið (LFC) vill fá E-mail og GSM númer er að viðkomandi aðili mun fá sendan tölvupóst eða sms sé hann búinn að fá sæti á leik. Þar kemur fram hvaða sæti og hvar það er staðsett. Endilega sendið okkur þessar upplýsingar á felagaskraning@liverpool.is og við göngum frá málunum fyrir ykkur. Skráningarfrestur er til 4. júlí nk. Greiðsluna er hægt að inna af hendi með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
0537-26-116662
kt: 460896-2319
Ég er með tvær spurningar:
1) Til að forðast allan misskiling. Ef ég vill fara á völlinn, þarf ég að vera í Liverpool klúbbnum á Íslandi líka eða dugar að skrá sig í þennan klúbb?
2) Ef ég er íslenskur ríkisborgari en með lögheimili erlendis og vill fara á völlinn og vera í klúbbnum. Ætti ég að skrá mig sem íslendingur eða í því landi sem ég er búsettur?
Mér finnst þetta slæm þróun að þurfa að kaupa meðlimakort sem gagnast þér bara erlendis upp á afslátti að gera ef þig langar á leik. Þetta er eiginlega auka skattur á miðaverð. Það er eiginlega voða lítið á önglinum sem fylgir þessu korti nema þú ætlir á ferð og ætlar að eyða pening í búðinni og skoðunarferð og annað.
Þar sem það var búinn til nýr þráður um þetta og ég kommentaði í þráðinn á undan þá langaði mig að spyrja þig að þessu Ssteini.
Okei svona aðeins um þessi miðamál, er ekki aaalveg að fatta haha.. En allavega mun maður þurfa að vera skráður í þennan Offical klúbb til að geta keypt ferðir á leiki úti frá vita ferðum, Liverpool klúbbnum á Íslandi, eða bara staka miða að utan? Semsagt í raun er orðið 3600kr dýrara að fara á leik úti? Eða verður verðið eitthvað lækkað fyrir þá sem kaupa þetta smartkort?
En annars þá ætla ég að kaupa mig inn í þennan klúbb, ég er alltaf til í að styrka allt tengt klúbbnum 🙂 Mér finnst 3600kr nákvæmlega ekkert verð svo að ég vona að fleirri kaupi sig inn í þetta. Líka að því fleirri sem kaupa þetta, því fleirri miða fær Liverpool klúbburinn hér heima.
Fói maður fær reyndar 10% afslátt í búðinni þótt maður panti á netinu.
Það er eitt sem ég er ekki að skilja við þetta, ef maður er með svona kort þarf maður þá að hafa samband við Liverpool klúbbinn á Íslandi til þess að fá miða á leik eða er hægt að fá miða kannski á stakan leik í gegnum official Liverpool síðuna?
1. Hvað þýðir þetta samt fyrir ferðir á leiki á eigin vegum?
2. Er öruggt að ég geti fengið miða á leik ef ég geng í klúbbinn?
Ég er ekkert alltof hrifinn af þessu fyrirkomulagi, eiginlega sérstaklega vegna þess hve lítið fylgir meðlima inngöngu.
Ég er til dæmis með aðgang að E-Season ticket og finnst leiðinlegt að borga meiri pening fyrir öðruvísi aðild. Ég hefði viljað fá E-Season með og rukka bara aðeins meira.
Mig langar alveg að ganga í klúbbinn, finnst það ekkert tiltökumál, en hef þó eina pælingu.
Ef ég vil fara á leik þarf ég þá að ganga í Official Liverpool klúbbinn, og ef ég vil fara með íslenska Liverpool klúbbnum þarf ég að ganga í hann líka.
Það er 6600,-kr
Ofan á það bætist svo E-season ticket, sem er rétt undir 8500,- kr. En auðvitað hefur það ekkert með ferðir á leiki að gera. En er engu að síður skemmtilegur hlutur. Þarna er ég þá búinn að borga 14.900,-kr og hefði líklega frekar viljað eignast aðra treyju fyrir sama pening, allavega verður þetta síður til þess að ég kaupi auka treyju.
Þeirra markmið er auðvitað að fá sem mestan pening og því ættu þeir að bjóða upp á pakka. Basic kort til að geta fengið miða á leiki, annað kort sem hefur meiri fríðindi og svo þriðja kortið sem er með öllu, e-Season og læti. Ian Ayre þarf bara að ráða mig í vinnu og málið er dautt…
Ítreka samt að mér fyndist bara gaman að taka Official Liverpool Membership card úr veskinu og skera United men Steven Seagal style!
Ég er ekki meðlimur í íslenska klúbbnum, eiginlega bara vegna þess að ég hef ekki nennt að skrá mig… 3000 er ekki mikill peningur á ári, og ekki heldur ef ég skrái fleiri fjölskyldu meðlimi á hálfvirði, sem er mjög sniðugt kerfi…
Ítreka samt að mér fyndist bara gaman að taka Official Liverpool Membership card úr veskinu og skera United men Steven Seagal style!
haha ég hló upphátt. goodsjit ræma.
En er ekki pælingin bakvið þetta að reyna minnka svartamarkaðsbrask á miðum, sem “ætti” að skila sér í stabílara og jafnara verði til okkar?
OK, gott mál, ég skrái mig.
En nú ætla ég með famelíuna á leik í haust.
Þarf ég að skrá frúnna og alla ungana í klúbbinn til að komast á leik eða skilja þau eftir í HM?
kv, Dóri
Dóri, taktu krakkanna með en skildu konuna eftir í H&M! Allir vinna!
Ég á nú mjög erfitt með að sjá annað út úr þessu en að klúbburinn sé að reyna að fá peninga beint inn í klúbbinn sem áður hefur farið til “milligönguaðila”. Ég hef a.m.k. áhyggjur af því hvaða áhrif þetta move hefur á hina ýmsu Liverpool klúbba sem eru í flestum löndum og hafa unnið gott starf.
Svosem ekki mikið að því að félagið reyni allt sem það getur til að hámarka tekjur sem þeir fá sjálfir í vasan en það væri miður ef þetta verður til þess að ásókn í stuðningsmannaklúbba minnki og menn þurfi að velja á milli t.d. þessa opinbera klúbbs og t.d. Liverpool klúbb síns lands.
Vonandi, en ég efast ekkert um að svartamarkaðsbraskarar verði fljótir að finna út hvernig þeir geta áfram selt miða/kort á svörtum markaði.
Þarf maður að skrá sig í Íslenska klúbbinn áður en maður fer í þennan til að krækja sér í miða á næsta tímabili?
Og ef svo er… er þá hægt að skrá sig í þann Íslenska í dag?
Hef mikinn hug á að fara á Anfield í haust/vetur. 🙂
Ein pæling ….
þarf maður að greiða fyrir þetta á hverju ári eða gildir þetta í nokkur ár ?
Mér finnst menn nú vera að gera svolítið úlfalda úr mýflugu. Mér er það til efs að þeir sem ætli sér á völlinn séu menn sem hafa ekki efni og áhuga á því að setja 3.600 kr. til viðbótar á ári í LFC stemmningu. Ég vil minna menn á að 3.600 krónur á ári eru 300 krónur á mánuði sem dugir sjálfsagt ekki fyrir pylsu og kók á Fróni og 300 krónur á mánuði eru ca. 10 kr. á dag sem dugir ekki fyrir plastpoka í Bónus.
Ég er a.m.k. tilbúinn að leggja út fyrir þessu svo ég og sem flestir Íslendingar komist á völlinn á næsta tímabili og um komandi framtíð.
Legg til að menn herði sultarólina um þessar 300 krónur á mánuði og byrji einnig að leggja fyrir vegna árgjaldsins fyrir þar næsta tímabil svo við getum forðast sömu umræðu að ári – ;D
Heyr Heyr 11#!
Sorry að ná ekki að svara fyrr, en vonandi skýrir þetta eitthvað.
Til að fara í ferðir á vegum Liverpoolklúbbsins á Íslandi þarftu að vera í honum. Við fáum miðana á hans nafni og fyrir okkar félagsmenn. Við höfum þó ekki verið mjög stífir á því að ef fjölskylda sé að fara saman að allir þurfi að vera í klúbbnum, hefur verið nóg að t.d. pabbinn sé í klúbbnum, þó kona og barn fari með.
Til þess að geta sótt sjálfur um miða á þínu nafni þá þarftu að fara í dýrari pakkann (Adult aðild á 30 pund) og þá skiptir engu máli hvernig þú ert skráður. Best væri þá fyrir okkur hér heima að þú myndir tengja þig íslenska klúbbnum, en gagnvart þér og þeim miðum sem þú átt möguleika á, þá skiptir engu máli hvar þú ert staðsettur.
Reglurnar hjá LFC eru þær að enginn fari á leik núna nema að viðkomandi sé meðlimur í official klúbbi. Eins og fram kom hjá mér að ofan, þá er þessi International pakki ódýrari, en honum fylgir ekki réttur til að kaupa staka miða, til þess að geta það líka þarf að fara í dýrari pakkann. Þetta er klárlega aukagjald sem LFC er að næla sér í af sem flestum. Á fundi sem ég átti með aðilum frá LFC síðasta vetur lagði ég til að þetta gjald yrði lækkað verulega þannig að klúbbur eins og hér á Íslandi myndi geta bara sett þetta inn í sitt árgjald og allir meðlimir íslenska klúbbsins færu þá sjálfkrafa inn í þennan. Þau ætluðu að skoða það að leist vel á, en greinilega komst það ekki lengra en þetta, þ.e. niður í 3.600 kallinn.
Sjá svar að ofan með dýrari aðildina. Þessi 3.600 króna aðild er til að komast í klúbbferðirnar.
Sjá að ofan
Ef þú ert að meina klúbbferðirnar, þá er aldrei neitt öruggt því við fáum ekki endalaust af miðum og lögmálið fyrstir koma fyrstir fá. Meðlimir í klúbbnum eru á póstlista og fá sendan tölvupóst 2-4 dögum áður en ferðir eru t.d. auglýstar á liverpool.is og oftast komast menn á þá leiki sem þeir hafa targetað, en ég held nú að flestir þeir sem hafa ætlað sér á leik, hafi fundið einhvern til að fara á á tímabilinu.
Varðandi dýrari official klúbbinn og hvort menn geti verið öruggir með að fá miða þar í gegn, þá er svarið því miður nei. Veit um afar marga (og reyndi sjálfur) sem reyndu og reyndu við marga leiki um leið og sala opnaði, en náðu aldrei inn og fengu því ekki miða.
Þetta er eitt af því sem ég ræddi við félagið um í vetur, það væri hreinlega of lítið value fyrir meðlimi okkar eins og ALL RED var stillt upp í fyrra.
Þannig er það eins og félagið leggur þetta upp. Það er nú samt klárt mál að stjórnarmenn og þeim tengdir munu reyna að lána sín kort fyrir svona einstök tilvik þar sem heilu fjölskyldurnar eru að fara saman á leik.
Meðlimir klúbbsins fylla yfirleitt ferðirnar strax áður en þær eru t.d. auglýstar á liverpool.is, þannig að ég myndi skrá mig í hann. Skráningar opna þann 1. ágúst fyrir næsta tímabil.
Þetta er ársgjald, en það verður reynt að vinna í málunum fyrir næsta sumar, gera þetta einfaldara. Svo er bara spurning hvort hlustað verði á mann þarna úti.
Vonandi hefur þetta skýrt málið eitthvað, þeir þarna úti eru snillingar í að gera einfalda hluti flókna 🙂
Var ekki líka einhver umræða innan Íslenska klúbbsins að það yrði hægt að ganga frá aðild í þann opinbera í gegnum þann Íslenska?
Það fyndist mér mjög sniðugt að þegar maður skráir sig eða endurnýjar árgjaldið hér heima gæti maður hakað við hvort maður vildi ganga í þann enska í leiðinni.
Síðan er það sú spurning ef maður fer með fleiri fjölskyldu meðlimum, þurfa allir að ganga í enska klúbbinn? sem er þá 14.400 fyrir aðild að enska klúbbnum og ef allir þurfa að vera í Íslenska klúbbnum líka að þá bætast við 7.500 kr. eða 29.900 aukalega. Og þetta er áður en ég gæti farið að panta ferð fyrir okkur.
Sýnist að biðin á að ég fari á Anfeild lengist enn frekar.
Sé að þú hefur verið að pikka á sama tíma og ég SSteinn.
Takk fyrir svörin
Jú og það er klárlega það sem við viljum horfa fram á. Vandamálið núna er að LFC setur okkur afar þrönga kosti, við þurfum að skila inn nafnalista yfir alla þá sem ætla í official klúbbinn fyrir 4. júlí. Við vitum jú vel (eins og kemur fram hjá mér hér að ofan) að við náum því aldrei að ná öllum inn í þennan klúbb sem ætla út í vetur, við verðum samt að reyna að hámarka það. Við munum því væntanlega reyna að nota kort okkar stjórnarmanna og þeim sem okkur eru næstir, til að lána upp í slíkt eins og þegar fjölskyldur eru að fara saman. Það er ekki hægt að bæta þessu öllu við á eitt stykki fjölskyldu.
En þú getur sjálfur verið skráður í íslenska klúbbinn, þarft ekki að vera með alla skráða þar, þó svo að það væri auðvitað best 🙂 Við munum klárlega reyna að liðka til í þessum tilvikum þar sem heil fjölskylda ætlar sér á völlinn, ekki spurning.
Skilst samt að hægt sé að kaupa hospitality pakka frá klúbbnum án þess að vera með þetta kort (sem er auðvitað dýrara. Er það rétt?
Sammy kallinn að fjúka líka http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/06/29/liverpool-fc-part-company-with-assistant-manager-sammy-lee-100252-28961403/
Þetta verður ekkert mál. Við setjum bara upp “kort óskast” – spjallþráð á liverpool.is. Ég ætla að fá mér kort og verð til í að lána það.
Sammála Ívari.
Ég stefni á að fá mér svona kort og er tilbúinn að lána það.
Stefni á að fara með fjölskylduna á leik en tími hreinlega ekki að skrá hana alla, þyrfti að vera til einhverskonar fjölskylduáskrift
Flott strákar, en munið bara að klára þetta helst fyrir helgina, þurfum að senda nafnalistann út á sunnudagskvöldið.
Ég er nú líka nokkuð viss um að hægt verði að nálgast miða í gegnum ferðaskrifstofur eins og VITA ef menn vilja. Ég fór á leik á Old Trafford í vetur og var þá með kort sem var season ticket. Þessir miðar eru samt klárlega dýrari en þeir sem maður er að fá í gegnum klúbbinn. En þessi möguleiki verður pottþétt fyrir hendi. Margir borga hluta af sínum ársmiða einmitt með því að leigja hann út.
Annars skil ég ekki að menn séu að setja það eitthvað fyrir sig að borga 3600 kr þegar það kostar ekki undir 90.000 kr að fara á leik.
Svona til gamans fyrir þá sem vilja frekar gera þetta á eigin vegum þá kostar það að fara með Tarvel2football á Liverpool-Man U í október tæpar 190.000 kr með flugi (athugaði pakkan á t2f og flug til Man með Flugleiðum) sami pakki á leik á móti Norwich kostar um 140.000 kr. Þannig að það að borga 3600 kr og fá svipaða ferð á 95.000 kr ætti að vera nokkuð góður díll.
Tók alveg rosalega stuttan tíma að afgreiða þetta. Bíð spenntur eftir að geta nýtt mér allt sem er í boði.
Bíð bara eftir símtali v. kreditkorts.
Sammy Lee fékkk stígvélið?? Sá það ekki koma en sé ekki mjög mikið á eftir honum.
Sammála þeim sem benda á að 3600 kall er ekki allt í veröldinni og sé ekki á eftir því í að styrkja klúbbinn. En þegar Ívar kom með sitt innlegg með að geta lánað kortið sitt sá ég ljósið. Pínulítill hluti í mér var eitthvað mótfallinn því að setja peninginn í “ekki neitt” (Liverpool er náttúrulega ekki “ekki neitt”) og þar sem ég er ekki farandi út á hverju ári væri þetta bara ónotað kort hjá mér. En þar sem þetta er rafrænt kort er minnsta málið að bjóða öðrum klúbbmeðlimum uppá að nota það þegar ég er ekki að nota það og ná þannig góðri nýtingu á kortið. 🙂
Snilld, nú er bara að ganga frá inngöngunni.
Mikið vona ég að þetta sé ekki fyrirkomulag sem klúbbar á Englandi séu að fara að taka upp í stórum stíl. Ég sem fótboltaáhugamaður hef gaman að því að skella mér á völlinn og fara þá gjarnan á fleiri leiki en bara Liverpool í einni og sömu ferðinni, aldrei í lífinu færi maður samt að skrá sig í man.utd, everton eða chelsea klúbba til að komast á völlinn þar!
Ömm er ekki nóg fyrir mig að bæta við áskriftina mína á lfctv í all red? Verð ég líka að skrá mig hjá klúbbnum hérna heima? Sem mér þykir ekkert mál reyndar…
SStein, ég er með nokkrar spurningar í viðbót 🙂 þú hefur svo gaman af þeim…
1. Ef ég kaupi kort í gegnum ykkur, munu þið þá geyma það og nýta í ferðir eða fær maður að halda sínu (afhendið þið áskrifendum sínum eigin smart kortum)
2. Þegar þú talaðir um að maður væri ekki öruggur um að fá miða á þá leiki sem maður vildi, áttiru þá við þegar opnar fyrir sölu á hverjum leik fyrir sig eða forkaupin í júlí og September.
3. Er vitað hvernig ferðaþjónustur eins og VITA og Travel to football t.d. munu leysa þetta, verða kannski gefin út einhverskonar einnota kort sem almennir fótbolta áhugamenn geta nýtt sér?
4. Ef ég verð staddur í útlöndum (annarsstaðar en Bretlandi) á svipuðum tíma og það er leikur og mig langar að skjótast á Liverpool leik á heimleiðinni. Hvernig fer ég að því að komast yfir miða?
5. Er ekkert mál fyrir okkur að skrá okkur í Adult membership þó að það sé tekið fram að það sé hugsað fyrir Bretland eingöngu?
Mér finnst nokkuð spes að útiloka þá aðila sem ekki eru die-hard Liverpool aðdáendur frá því að fara á leik. Ég var til dæmis alveg hættur að pæla í fótbolta fyrr en ég flaut með brósa og pabba á Liverpool – Juventus árið 2005. Ekki víst að ég hefði farið með ef það hefði verið eitthvað vesen með miða og kort… Þá hefði ég líklega ekki verið búinn að fara aðra ferð á Anfield, kaupa treyjur, jóla dagatöl, e-season ofl.
Þeir hljóta að hafa einhverja leið til að hinir og þessir geti fengið að fara líka á leik…
Búinn að borga og er til í að lána kortið hægri vinstri.
Líður vel með að standa við bakið á Liverpool fjölskyldunni okkar allra!
borgaði fyrir nokkrum dögum og sendi póst en hef ekkert heyrt frá ykkur, er ekkert reply dæmi á þessu hjá ykkur?
Halldór eru þeir ekki að safna þessu saman til 4.júlí?
það má vel vera 🙂 ekki hugmynd
þetta hlýtur allt að koma í ljós
Sorry guys, var bara að sjá þetta núna. Bjössik, þetta er alls óskyld LFCTV og alveg sér dæmi.
Þá er best að reyna að svara Ghukha:
1. Við sjáum bara um skráninguna, LFC sendir svo beint á ykkur allt dæmið og við komum í rauninni ekki að þessu meira (ekki fyrr en þið ákveðið að fara í ferð með klúbbnum) og þið verðið með kortin ykkar.
2. Bæði. Sé í forsölunni t.d. að menn eiga ekki séns á ManYoo leiknum nema að hafa farið á sama leik í fyrra (að mig minnir). Miklum skilyrðum háð og menn þurfa bæði að vera heppnir og með puttann vel á púlsinum ætli menn sér að næla í miða á eigin nafni í gegnum Adult Membership.
3. VITA Sport hafa fengið miðana í gegnum okkur, en eflaust munu þessar ferðaskrifstofur sem selja á leikina kaupa einhvers konar túristakort og gætu því væntanlega selt það þannig. En ég er ekki viss um þennan lið, þ.e. hvernig hann verður. Veit t.d að VITA eru með einhverja áskriftir að miðum á Emirates.
4. Því miður þá eru litlar sem engar líkur á að þú náir að kaupa þannig miða nema í gegnum svarta markaðinn. Menn komast alltaf á leiki, bara mis dýrt. En leiðirnar eru margar.
5. Nei, held ekki. Allavega var mín áskrift sjálfkrafa endurnýjuð í Adult.
Halldór, við erum fyrst og fremst að taka saman listann núna, munum senda hann til LFC á sunnudagskvöldið og greiða fyrir hann í einu lagi.
olræt kúl þá bara sjáumst við sprækir í setberginu 🙂
Halldór ertu klikkaður?
Maður heldur sig a.m.k. í 1 km fjarlægð frá þeim stöðum sem SSteinn mundar golfkylfu! 🙂
Ég veit að LFCTV er óskyllt dæmi,en er ekki nóg að vera í ALL RED til þess að fá miða,svo segir allavega undir þeirri skráningu…
Adult Member Benefits
Priority access to all available tickets for Barclays Premier League home games. Members will also be able to purchase tickets in advance for the 2011-12 season in two stages; July and November. To purchase tickets for the first half of the season in July, you must be a Member by 7th July 2011
Ekki það að það skipti máli, en þeir voru víst að leggja nafninu ALL RED, einmitt þegar maður var að byrja að venjast því 🙂 En jú, hárrétt hjá þér, munurinn á þessum tveimur aðildum eru þeir að International áskriftin kostar 19 pund og þar færðu aðgang að miðum eingöngu í gegnum þinn klúbb (í þessu tilviki Liverpoolklúbbinn á Íslandi). Hin aðildin, Adult, þar getur þú sótt um miða núna í júli (ef þú borgar fyrir þann 7unda) og hún kostar 30 pund. Það er gríðarlega erfitt að næla þar í miða, en engu að síður möguleiki ef menn leggja sig fram. Reyndar eru þeir með alls kyns priority dæmi, því þetta er sniðið að stuðningsmannaklúbbunum á Englandi, og kemur út þannig að ef þú hefur farið á X leik, þá máttu sækja um.
Það skiptir Liverpoolklúbbinn á Íslandi engu máli hvorn valkostinn menn velja, svo framarlega að menn velji ICELAND-ICELAND í branch reitnum (eða heitir hann Supporters Club). Það hjálpar öðrum meðlimum mikið og eykur framboðið á miðum sem við getum boðið upp á. En við getum ekki sett Adult aðildina inn í okkar pakka (sem sagt séð um það fyrir viðkomandi að skrá og greiða), menn þurfa að gera það sjálfir.
Gleymdi að svara Babu 🙂
Já, ekki skrítið þótt þú haldir þig í kílómeters fjarlægð, högglengdin er gígantísk og það færi bara með þig að horfa á þetta (þ.e.a.s. standir þú fyrir aftan mig), hvað þá að fá boltann í (gegnum) þig,
Takk fyrir svörin SSteinn. Nú þarf maður bara að ákveða hvort farið verður í International eða Adult, skrái svo familiuna í íslenska klúbbinn í ágúst
Vil minna þá sem hafa sent okkur skráningu í official klúbbinn, en hafa ekki ennþá millifært, að gera það hið fyrsta. Við þurfum að senda frá okkur listann fyrir miðnætti í kvöld og aðeins þeir sem hafa greitt verða á listanum.
Flott Ghukha, vertu velkominn um borð 🙂
Er hægt að senda inn skráningu núna ?
Sæll Valdi,
Hentu inn skráningu og millifærslu, við náum örugglega að troða henni með.
Done 🙂
góðan dag,
mig langaði að vita hvort einhver þarna úti gæti bent mér á hvernig sé best fyrir mig að nálgast miða á leik Arsenal vs Liverpool þann 20.ágúst næst komandi. ætlaði að fara með tvo syni mína með mér. okkur myndi þá vanta 3 miða á leikinn. ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að hafa samband við Arsenal klúbbinn úti eða liverpool klúbbinn? eða á ég að hafa samband við Liverpool kúbbinn hér heima?
ég er ekki í liverpool klúbbnum en er stuðningsmaður liverpool, ég er hvorki skráður meðlimur hér heima né úti.
kv,
steini
hvernig væri best fyrir mig að snúa mér í þessu máli?
kv,
steini
Takk fyrir svarið SSteinn,ég er búinn að vera erlendis en maður er svo vel kæ-rastaður að konan reddaði þessu bara í dag í gegnum ykkur eðaldrengi,Íslenskt í gegn skal það vera.