Eftir töluverðan eltingaleik frá lokum leiktímabilsins var það staðfest núna í kvöld að Stewart Downing mun leika með Liverpool FC á næsta leiktímabili, eftir að við keyptum hann frá Aston Villa fyrir eitthvað á bilinu 16 – 20 milljónir punda.
Kenny Dalglish yfirgaf æfingabúðir LFC í Asíu á fimmtudag til að ganga frá málinu, og strax þá heyrðist í ánægðum varafyrirliðanum, Jamie Carragher um kaupin.
Stewart Downing er fæddur 22.júlí 1984 og verður því 27 ára á allra næstu dögum. Hann er 180 sentímetrar á hæð og passlega þungur í samræmi við hæð!
Knattspyrnuferilinn hóf hann á heimaslóðum sínum í Norð-austrinu, nánar tiltekið í Middlesbrough, sem hafa í gegnum tíðina selt okkur ágætis leikmenn, Graeme Souness fremstan þar í flokki, en auðvitað gleymum við ekki Ziege-málinu. Fyrsta leik sinn fyrir félagið lék hann vorið 2002, þá 17 ára gamall, gegn Ipswich Town í Úrvalsdeildinni.
Það var þó ekki fyrr en tímabilið 2003 – 2004 sem hann varð fastur maður í liði Boro’, eftir reyndar að hafa hafið leiktíðina sem lánsmaður hjá Sunderland. Á þessum tíma var Steve McLaren stjóri félagsins, með það í evrópukeppnum og í efri hluta deildarinnar og á þessu tímabili vann liðið enska deildarbikarinn, League Cup, með Downing innanborðs. Næsta leiktímabil lék hann landsleik nr. 1 af 27 hingað til þegar hann kom inná í leik gegn Hollandi í febrúar 2005. Slæm meiðsli haustið 2005 styttu það tímabil töluvert en hann var þó í lykilhlutverki í lokahnykk Boro’ í UEFA keppninni það ár, sem endaði með tapi í úrslitaleik vorið 2006. Eftir það fór að halla undan fæti hjá liðinu, sem svo féll úr deildinni vorið 2009.
Downing var lykilmaður og alltaf ljóst að hann færi ekki niður um deild með því en það kom þó mörgum á óvart þegar Aston Villa greiddi 10 milljónir punda fyrir hann þá um vorið, enda Downing meiddur og á hækjum þegar skrifað var undir, eftir slæm meiðsli sem hann hlaut í lokaumferðunum, einmitt í leik gegn Villa. Auk þessara 10 hljóðaði kaupverðið upp á aðrar 2 milljónir eftir ákveðið magn leikja, og þá upphæð fékk Middlesbrough í vetur, þannig að kaupverðið telst 12 milljónir í heild.
Síðustu 2 leiktímabil hefur Downing svo verið fastamaður á Villa Park, bæði á hægri og vinstri kanti. Eftir fínt tímabil 2009 – 2010 má þó segja að síðastliðið tímabil hafi frægðarsól hans virkilega risið, hann var valinn leikmaður ársins hjá öllum sem tengjast Aston Villa – bæði leikmönnum, aðdáendum og fjölmiðlum. Enda var ljóst frá vori að liðið hugðist gera mun meira til að halda honum en Ashley Young, nýji stjórinn McLeish meira að segja sagði hann ekki til sölu lengi vel, allt þar til miðvikudaginn 13.júlí að Downing fór formlega fram á sölu frá Villa, gaf þar eftir stóra upphæð sem hann hefði átt rétt á (talað um 1.5 milljón punda) og gerði öllum ljóst að hann vildi fara í rauða treyju.
Svo, eftir 223 leiki og 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni er Stewart Downing nú orðinn leikmaður Liverpool Football Club. Töluverð umræða verður alltaf um kaupupphæðir en mér finnst óþarfi að minnast á slíkt. Við höfum í gegnum tíðina alltof oft misst af leikmönnum vegna þess að við guggnuðum á að borga uppsett verð (Pato, Dani Alves, Malouda og Jovetic anyone?) en þarna var farið eftir leikmanni sem Kenny Dalglish lagði mikla áherslu á að fá.
Á undanförnum vikum hefur mikil umræða farið fram um ágæti Downing og hann borinn saman við marga, helst Juan Mata. Samanburður er alltaf frekar erfitt vopn þegar gripið er til mannvera sem ekki hafa rauntölur eins og í FM eða FIFA en þó hefur í tölfræði sem birtist á Twitter og eru raktar til Opta mátt finna ástæður þess að FSG, Dalglish og Comolli gengu svo hart eftir því að láta strák skrifa undir.
Í samanburði Downing við alla kantmenn deildarinnar er hann á pari í flestum þáttum. Hvort sem það er heppnað sendingahlutfall, áframhlaup (forward-runs), skot að marki og hlutfall á markið, eða lykilsendingar. Í einum þætti ber hann höfuð og herðar yfir alla leikmenn deildarinnar. Það er allt sem við kemur krossum inn í teig. Fjöldi þeirra í heild, fjöldi á samherja og hlutfall því tengt. Að auki er þarna þriðji leikmaðurinn sem við kaupum í sumar sem er mjög góður spyrnumaður í föstum leikatriðum!
Í samanburðartölfræðinni er á ferðinni lykilatriðið í kaupum okkar á Stewart Downing. Þar er á ferðinni fyrsti hreinræktaði vængmaðurinn sem getur krossað inn í teiginn, með góðan hraða til að komast framhjá bakvörðum og með þann góða kost að geta spilað með hægri og vinstri.
Töluvert er spáð í leikkerfum hér á Kop-inu og þá um leið hvar Downing mun spila. Ég sjálfur tel kaupin á Henderson, Adam og Downing vera merki um að við munum mest spila 4-4-2 (eða 4-4-1-1) með aggressívum vængmanni á öðrum kanti og overlapping bakverði á hinum og síðan 3-5-2 með vængbökum (wing-backs). Í báðum kerfum verður ætlunin að hann muni verða sá sem flýgur framhjá bakverði andstæðinganna. En leikkerfi geta færst til og hann er ýmsu vanur varðandi leikstöður og taktík gegnum tíðina og á að geta aðlagað sig flestu.
Eitt er allavega ljóst. Með kaupum á Stewart er verið að reyna að fjölga vopnum í búrinu okkar fyrir næsta vetur, á þann hátt sem FSG hafa lagt áherslu á. Þarna er á ferðinni dæmigerður solid, tölfræðileikmaður með mikla reynslu, tilbúinn að ná hátindi ferils síns á Anfield.
Við skulum öll vona að sú verði raunin!
Aftur, velkominn Stewart Downing!!!
Já margvelkominn er hann og megi hann dæla svakasendingum í hausinn á Carroll 🙂
Algjör topp leikmaður þarna á ferð og loksins erum við komnir með ALVÖRU kanntmann, hann á eftir að BRILLERA hjá okkur, að við getum barist á leikmannamarkaðinum þegar önnur lið eru að bjóða í leikmenn sem við höfum viljað fá en ekki getað boðið hærra virðist loksins vera alvöru breyting á með nýum eigendum þeir eru svo sannarlega að stimpla sig inn.
Mér lýst mjög vel á þessi kaup, engin aðlögunartími í nýju landi, læra tungumál bull. Leikmaður sem er búinn að standa sig og mun reynast okkur mjög góður, klárlega hápunktur hjá honum og hann veit það sjálfur, enginn furða að hann vildi svona koma til Liverpool. Downing + Carroll = Deadly – Suarez + Kuyt = Deadly. Get hreinlega ekki beðið eftir tímabilinu.
Held að Downing eigi eftir að gera góða lukku hjá okkur. Í raun finnst mér að liðið þurfi bakvörð sem er ekki svo sókndjarfur .ar sem við höfum C. Adam og Downong á vinstri. sem skilja æntanlega eftir pláss sem og því jafvel betra að hafa passívan bakvörð. Þetta mun að öllum líkindum gera það að verkum að Johnson getur sótt frekar upp hægra megin með Kyut. Mér þætti því líklegra að góður bakvörður sem hefur ekkert endilega hæfileika til að sækja mikið yrð keyptur. vonandi eigum við því eftir að fá einn góðan vinstri bak og striker til að styðja við þá Suarez of A. carrol. Hlakka mjög til að sjá hvernig KKD nær að þjappa mönnum saman.
Flott þetta. Er þá ekki málið að fá einn miðvörð og einn vinstri bakvörð og fylla svo bekkinn af mönnum sem geta komið inn á og klárað leikinn?
Það verður gaman að sjá þennan strák í rauðu treyjunni dúndra honum á hausinn á Carroll !!!
Velkominn Downing
Hazard eða Aguero kemur í ágúst…….MUNIÐ….. það kemur annar leikmaður á undan þeim…..
Frábær kaup þá þurfum við kannski einn góðan miðvörð og einn Striker í viðbót þá erum við vel mannaðir fyrir upcoming season 🙂
Af hverju er óþarfi að minnast á upphæðina sem þessi leikmaður kostar? Hér á þessari síðu hafa þónokkrir einmitt verið á þessari línu, að það sé ekki eins og við stuðningsmennirnir séum að borga fyrir leikmanninn.
En þeir hinir sömu gera sér væntanlega ekki grein fyrir því að peningurinn sem kemur frá stuðningsmönnum út um allan heim fer einmitt í að reka klúbbinn, hvort sem er að borga leikmönnum laun, kaupa leikmenn eða borga skúringafólkinu fyrir að þrífa klósettin eftir leikmenn.
Auðvitað skiptir það miklu máli hvað leikmennirnir kosta, bæði kaupverð og laun. Það þarf enginn að segja mér að Downing sé á einhverjum lúsarlaunum, ég hef heyrt 80 þúsund pund á viku. Adam – 60 þúsund pund og Henderson annað eins. Suarez og Carroll nær hundrað þúsundunum. Á móti kemur að það gengur lítið að losa um pláss á launareikningun. Menn á borð við Cole, Jova, NGog, Poulsen og fleiri, á feitum launatjékka og leggja ekkert fram til iiðsins. Á ensku er þetta einfaldlega kallað ‘dead wood’.
Afsakið, en mér finnst það bara skipta heilmiklu máli að ræða fjármál Liverpool þegar liðið eyðir fúlgum fjár í nýja leikmenn. Það er nú bara rétt ár síðan að Liverpool rambaði á barmi gjaldþrots – og var nær því en flestir halda – vegna þess að fyrri eigendur höfðu bara ekki hundsvit á fjármálum.
Jújú, ég get líka alveg gleymt mér í gleðinni yfir því að FSG er að eyða í alvöru leikmenn (ef hægt er að kalla Henderson, Downing, Adam og Doni alvöru leikmenn, en það er önnur saga), en ég vona svo innilega að þeir fari að losa sig við leikmenn sem eru lítið annað en dragbítar á liðinu, það er ekki síður mikilvægt en að fá gæðaleikmenn til félagsins.
Downing til Liverpool – Frábært, og vertu velkominn. Það er alltaf gaman að fá góða leikmenn til félagsins, og megi Fowler gefa að hann slái í gegn hjá okkur 🙂
Homer.
Homer ertu skyldur Steingrími J ?
Homes, það er áhugavert að hugsa til þess að Downing/Adam og Henderson eru þá samanlagt á lægri launum en Yaya Toure 🙂
Downing,Adam og Henderson átti þetta auðvitað að vera, allir 3 til samans 🙂
Þetta er bara frábært.
í mínum draumi vill ég KLASSA vinstri bakvörð og svo eitt surprise, hægri kant eða senter…
Það er svo ekki hægt að neita því að maður er orðinn hrikalega spenntur eftir að seasonið hefjist.
Gaman fyrir Downing að vera allt í einu kominn í lið sem labbar inná völlinn vitandi að þeir geta unnið.
Mjöög sáttur með þessi kaup og við erum komnir með öflugann og þykkann hóp núna strax! Og það á alveg bókað eftir að bætast við 1-2 nöfn..
Vá hvað ég “vorkenni” King Kenny að reyna að velja liðið á næsta tímabili! Ég var að reyna það, það er ekkert grín skal ég segja ykkur…
http://this11.com/boards/1310773084337173.jpg
Og þá erum við með menn eins og: Doni, Skrtel, Aqualini, Adam, Spearing, Maxi, Cole, Kuyt, Kelly, Flanagan, Robinson, Wilson, Poulsen, Pacheco, Insúa, Ngog og fl. sem geta verið á bekknum..
Við erum meira að segja með ágætis “vara”lið: http://this11.com/boards/1310773431127458.jpg
Plús það að við getum alltaf sippað King Kenny inn á völlinn og hann setji hann nokkrum sinnum í netið..
Þetta verður stuð!
Rosalegur er ég ánægður með að fá alvöru kantmann í liðið. Að mínu mati hefur lykillinn að velgegni manchester united síðasta áratug að þeir hafa verið með mjög góða kantmenn. Nægir að nefna Beckham, Giggs, Nani, Valencia og Ronaldo í því samhengi. Liverpool hefur hreinilega ekki haft góðan kantmenn síðan ég veit ekki hvenær.
Þetta eru bara góðir fréttir að fá loksins alvöru kantmann 🙂
Comment #10 er það besta í dag án nokkurs vafa. Staðfestingarblogg þess efnis að nýr leikmaður væri kominn í raðir LFC og það langþráðu kanntmaður náði ekki 10 commentum áður en svona gríðarlega hresst comment sá dagsins ljós. Merkilegt alveg!
Velkominn til Liverpool S.Downing – hef fulla trú á að þessi leikmaður eigi eftir að plumma sig vel í rauðu treyjunni!
Ég er rosalega ánægður með þessi kaup. Man nú eftir síðasta leiknum á móti Villa þar sem að Downing hreinlega gerði grín að Flanno og gjörsamlega fíflaði hann hvað eftir annað. Vona að Downing sýni það að hann eigi heima í byrjunarliðinu.
Hvað varðar næstu kaup hjá okkur, þá held ég að það fari algjörlega eftir því hverja við náum að losna við. Við erum ekki að fara að kaupa framherja ef að Ngog fer ekki, alveg pottþétt ekki að fara að splæsa í annan kantmann, miðjan orðin virkilega “solid”. Aly Cissokho er aðalnafnið sem að er orðað við okkur núna og myndi ég nú ekki slá hendinni upp á móti honum. En spurning um hversu góður varnarmaður hann er, en sóknarlega er hann massívur. Gæti trúað því að hann kæmi eftir helgi og þá værum við búnir að versla inní aðalliðið.
Held að miðvörðunum sem fyrir eru verði treyst fyrir verkefninu allavegana fram í janúar, og ég vona eiginlega bara að við sleppum því að kaupa miðvörð þar sem að Kenny & Clarke tókst að binda þetta feikilega vel saman síðasta vetur.
Allavega, velkomin Downing og sjáum hvað gerist.
Ari Hvað er Y Toure með í laun ?
Hvernig veist þú hvað Y Toure er með í laun ?
Ef þú hefur upplýsingarnar frá fréttamiðlum, hvernig veistu þá hvort þær tölur eru ekki bara kaftasaga ?
Og fyrst þú ert að nota upplýsingar frá slúðurblöðum (því ég veit að laun Y Toure hafa aldrei verið gefið upp obinberlega) afhverju ertu þá að nota þær tölur sem viðmiðun.
og að síðustu afhverju ert þú að velta fyrir þér hvað miðjumaður Manchester City er með í laun ?
Toure er með á bilinu 185-220 þusund pund á viku í laun 🙂
ok
Það hefur verið talað um það að Y. Toure er launahæsti leikmaður deildarinnar og hafi 250.000 pund á viku… Sel það ekki dýrara en ég stal því 🙂
Verð að fá að bæta mínum pælingum varðandi verð á leikmönnum inn í umræðuna… Það virðist allaveganna vera miklar áhyggjur meðal stuðningsmanna af því hversu mikið er borgað fyrir leikmenn…
Eins og FSG setja þetta upp þá eru þeir ekki að fara að eyða peningum sem ólíklegt er að hægt sé að fá til baka… Allir leikmennirnir sem þeir hafa keypt munu hafa gótt endursöluverð og launakostnaðurinn er eitthvað sem þeir hafa miklu meiri áhyggjur af.
Hvað svo sem Downing kostaði þá hefur hann sýnt það að hann er frábær leikmaður og Liverpool mun ekki koma út í tapi ef/þegar hann verður seldur eftir 3 ár, þá 30 ára gamall.
Velkominn til Liverpool Stewart Downing 🙂
Downing vertu velkominn og meigi þínir fínu fyrirgjafir, boltalausu hlaup upp kantinn, stannslaus þrýstingur á bakvörð andstæðingana og aðrir fjölbreyttir hæfileikar gefa Liverpool mörg mörk í þinni þjónustu.
Mikið rosalega er mér sama, þegar ég hef efni á því, og kaupi mér Liverpool búning( og hef ég keypt þá þó nokkra) hvað mikill hluti af söluverðmætinu fer í leikmannakaup eða launakostnað. Það er nefnilega þannig að þegar ég kaupi mér búning vil ég auglýsa árangur og framkvæmdarfræði Liverpool. Ég keypti t.d. EKKI búning þegar Hodgson var við stjórn. I wonder why?
Ég ætla að leyfa mér að vona það, að þeir sem skrifa hér inni og agnúast yfir því að hugsanlega í mestalagi 15% af söluverðmæti varnings frá Liverpool fari í kaup og laun leikmanna, skrifi með jafn afgerandi áhyggjum og á réttum vetfangi, í hvað skattgreiðslur þeirra, í hvaða formi sem þær birtast, eru eyddar og bendi á í leiðinni hverniga þeim skuli útdeilt á sem réttlátasta hátt.
Downing.Henderson.Adams,Caroll og Suares frá þVí kóngurinn tók við. Hvað er hægt að biðja um meira. Væntingar náttúrlega roaslegar fyrir næsta keppnistímabil. TITTILL með stóru og sæti í meistaradeildinni 2012-2013. Ekki óraunhæft. Allt annað er ++++.
Steven Geerad. Er buin að vera meidedur síðan í mars. Kemur sterkur inn eftir meiðslin og fá svona góða leikmenn með sér; nota bene hann gerir þá betri. Hvílík veisla fyrir okkur LIVEERPOOLFAN!!!
Djöfull verður þetta erfitt ár fyrir okkur aðdáendurnar. Þarf maður núna að kaupa 2-3 treyjur og verður maður að fara á 2-3 leiki á ári og kaupa fullt af bollum og veggspjöldum til að fjármagna öll þessi kaup…..fokk! Óþolandi þegar þessir eigendur eyða og eyða peningum í að reyna að styrkja liðið okkar og gleyma því að það erum VIÐ sem þurfum að borga þetta…. common það er ekki hægt að vera svona þunglyndur.
Það er bara eðlilegt að það taki svoldin tíma að losa okkur við leikmenn sem passa ekki inn í pakkann. Það má búast við að það taki okkur 2 til 3 ár að jafna út þennann hóp og hafa hann eins og Kenny og FSG vilja hafa þetta.
Ég er þó gríðarlega sáttur að FSG menn láta þetta ekki stoppa sig, þó það gangi illa að losna við aðra leikmenn.
Menn verða líka aðeins að vera rólegir yfir komandi tímabili, við erum búnir að vera eftirbátar topp liðanna í nokkur ár núna og það tekur tíma að byggja þetta aftur upp.
ÉG yrði gríðar sáttur ef við myndum ná inn í topp 4, og nokkuð langt í FA Cup !
Liverpool: Jones, Flanagan, Robinson, Carragher, Agger, Coady, Adam, Meireles, Spearing, Cole, Carroll.
Byrjunarliðið komið á lFC TRANSFER SPECULATIONS, ENGINN KANTARI!!! NEMA kannski hinn edurfæddi J.Cole
Þröstur Citymaður hvað ert þú að gera á spjallsvæði Liverpool mann? Ef Liverpool aðdáendur mega ekki tala um laun þrællana hjá city á Liverpoolbloginu veit ég ekki hvar þeir mega það.
Þröstur Citymaður er klárlega á re-freshinu. Í þau fáu skipti sem Shitty er nefnt á nafn í neikvæðri merkingu þá er hann dottinn hér inn. sbr þegar hann missti legvatnið við pistil penna kop.is hér í vor.
Hverjum er ekki sama hvað Yaya er með í laun ? Og ætlar þú í alvöru að fara að verja launastefnu City ? Hún kanski sleppur ef þið komið svona útúrkorti sponsor samningum í gegn til að rétta af bókhaldið eins og þið eruð að reyna þessa daganna ? Stærsti sponsor díll í sögunni hjá liði sem hefur aldrei verið neitt, er ekki neitt og mun aldrei vera neitt. Tímabundin velgengni þökk sé olíupeningum sem væru betur varið í eitthvað annað þessum síðustu og verstu.
Ef ég man rétt þá var Yaya að greiða hæstu skatta fótboltaleikmanna í englandi skv úttekt sem var gerð í vetur/vor. En fróðir menn segja mér að það haldist oftar en ekki í hendur við launatekjur. Þetta eru víst oftast reiknaðar % stærðir af heildarlaunum.
Er það ekki líka frekar kjánalegt að koma inná LIVERPOOL BLOGG undir City fána og fetta fingur út í að menn séu að tala um leikmenn M.City ? Ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni, það er deginum ljósara. Þröstur, steinn, glerhús … slæm blanda.
http://myp2p.eu/broadcast.php?matchid=122849&part=sports
leikurinn í beinni…var apð byrja
Jæja Charlie Adam búinn að skora.
Adam með sitt fyrsta úr víti.
Ekkert sérstaklega sannfærandi hjá okkar mönnum, ekki að skapa mikið þó við séum með boltann mest allann tíma. Aldrei víti by the way ; )
Þetta víti kom upp úr jólasveinapokanum. Carroll virkar annars mjög þungur, það er varla að hann geta drepið bolta.
Glæsileg aukaspyrna hjá mótherjunum.
Fyrirgefið bölsýnina en mér sýnist Dalglish vera búa til hundleiðinlegt lið. Ég sé þetta fyrir mér, endalaust af háu boltum á hausinn á Carrol. Lucas Leiva og Adam voru 3 og 5 grófustu leikmenn síðasta tímabil svo þeir verða væntanlega hressir þarna á miðjunni og svo Downing að dæla boltunum inní teig. Effektíft en hundleiðinlegt. Spurning hvað Suarez hugsi núna?
1-7-2 verður væntanlega formationið.
Já, menn bara svona hressir hér 🙂
Hvergi sagði ég að bolla-kaup og treyjusala væri það sem héldi liðinu á floti, en það er víst ekki nógu fínt að synda aðeins á móti straumnum. Ég – leiðinlegi gaurinn í partíinu, það er að segja.
Það sem ég var að reyna að koma á framfæri var að þó að þetta sé ekki ‘okkar’ peningur sem er verið að eyða hérna hægri vinstri í rétt-yfir-meðallagi-góða leikmenn og þess vegna ættum við bara að þegja og njóta veislunnar, er bara asnalegur hugsunarháttur. Við, stuðningsmenn út um allan heim kaupum varning, aðgang að TV-inu, og svo framvegis og svo framvegis, og það er drjúgur hluti af tekjum Liverpool.
Það er ekki langt síðan að félaginu var bjargað frá gjaldþroti á elleftu stundu, en núna þegar við erum komnir með sykurpabba fyrir eigendur þá skiptir engu máli, að því virðist, að hér sé bætt endalaust inn í leikmannahópinn. Og það meira að segja á miðjuna, sem var klárlega ekki veikasti hluti Liverpool á síðustu leiktíð.
Persónulega er mér ekki sama um hvernig Liverpool sé rekið sem fyrirtæki, kannski af því ég er sjálfur í atvinnurekstri og sé ekkert nema tölur og debit og kredit og færa tölur í rétta dálka.
Downing, flott að kaupa kantmann þó ég sé ekki sannfærður um ágæti hans. En ég vil líka sjá leikmenn fara frá félaginu, leikmenn sem gera 0 fyrir liðið og eru sáttir svo lengi sem þeir fá ógeðslega mikið borgað.
En hey! Það er ekki eins og þetta séu mínir peningar …
Homer
Það er s.s. nóg að heildareyðsla fari yfir 40-50 milljónir punda (samtals nettó í tvo glugga í röð) til þess að eigendur séu kallaðir sykurpabbar ? Er þá ekki til annað heiti yfir hundraða milljóna punda hóp City og Chelsea ? Frekar ósanngjarnt að setja FSG í sama hóp.
Annars ef þú, Homer, hefur lesið þér eitthvað til um FSG – þeirra áætlun með vörumerkið og liðið LFC, sögu þeirra í Bandaríkjunum og annað í þeim dúr sérðu að stefnan er og verður alltaf að klúbburinn verður sjálfbær. En sem atvinnurekandi ættir þú að þekkja, að í hverjum rekstri fellur til stofnkostnaður.
Það eina sem kemur til með að dæma FSG er sagan – þó ég vilji ekki missa mig í bjartsýninni (ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá er það að dæma menn af því sem þeir gera, ekki því sem þeir segja), þá vil ég heldur ekki sjá glasið sem hálftómt. Ég ætla ekki að falla í þennan gríðarlega skemmtilega og hressa hóp sem kallar öll ný kaup léleg (já eða hálf góð), telur okkur greiða yfir markaðsverð í hvert einasta sinn og skilja svo ekkert í því hversvegna við kaupum ekki Messi, Xavi já eða þennan argentínumann sem gerir svo mörg flott skæri á youtube. Ég leyfi mér að hlakka til næsta tímabils, temmilega bjartsýnn og raunsær.
En segðu mér góði Homer, þar sem þú hefur svona miklar áhyggjur að Liverpool sem fyrirtæki og hvernig það er rekið – ásamt því að vera með mjög svo sterkar skoðanir á þessum kaupum LFC í sumar. Þú getur ekki haldið og sleppt, hvernig í veröldinni ætlar þú að styrkja liðið (með langt yfir-meðalgóða leikmönnum) en samt vera réttu megin við núllið ? Ertu með svona hrikalegt pókerface, góður samningsmaður eða gerir bara eins og Micky Rourke og mætir með meðlimi Hells Angels í samningsviðræðurnar og færð langt-yfir-meðalgóða-leikmenn á “Poulsen-verði” ? Mátt endilega svara því og setja Kdalglish@lfc.tv sem cc.