Æfingaleikur: Hull City í dag (Uppfært: 3-0)

Uppfært (KAR): Leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna í Hull. Staðan var verðskulduð 2-0 í hálfleik en liðið sem lék fyrri hálfleikinn var hrikalega slappt í dag. Aquilani og Coady einu tveir sem gátu eitthvað að mínu mati en slappur hálfleikur. Leikmennirnir sem léku þennan fyrri hálfleik eru annað hvort til sölu eða að reyna að spila sig inn í pælingar Kenny Dalglish en enginn þeirra gerði sér neina greiða með frammistöðunni í dag.

Nýtt lið kom svo inná í hálfleik og var sem hér segir:

Jones

Flanagan – Kyrgiakos – Wilson – Insúa

Henderson – Spearing – Adam

Kuyt – Carroll – Downing

Seinni hálfleikurinn var miklu betri. Miðjan og sóknin skipuð þeim sex leikmönnum sem ég gæti alveg ímyndað mér að byrji fyrsta deildarleik í sínum stöðum (í fjarveru Suarez og Lucas og meiðslaveseni Gerrard) og liðið sótti nær allan hálfleikinn, átti nokkur góð færi en náði ekki að skora. Hull City skoruðu úr nánast einu sókn sinni í seinni hálfleik þegar Insúa klikkaði á rangstöðulínunni og þeir sluppu í gegn. Samt, miklu, miklu betri leikur eftir hlé og Downing, Carroll, Adam og Flanagan bestir í fínu liði.

Ég hef engar áhyggjur af tapi í æfingaleik og ég hef ekki áhyggjur þótt liðið hafi ekki náð að skora í dag en eftir þrjá fyrstu æfingaleikina verða Dalglish og Clarke að herða varnarvinnuna aðeins. Liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í leik, níu í þremur leikjum, og það er áhyggjuefni. Vonandi verður unnið í þessu fyrir næsta leik.

Upphaflega færslan er hér fyrir neðan.


Hugur manna er augljóslega í Noregi í dag, en engu að síður spila okkar menn æfingaleik gegn Hull City kl. 14. Leikurinn verður sýndur í beinni á LFC TV Online (ekki sjónvarpsstöðinni) og klúbburinn hefur staðfest að leikmenn muni bera sorgarbönd til minningar um fórnarlömb þessara ótrúlega grimmu árása í Osló og Útey.

Liðið sem hefur leik í dag er:

Doni

Kelly – Carragher – Ayala – Robinson

Coady – Poulsen – Aquilani

Cole – Ngog – Maxi

BEKKUR: Jones, Flanagan, Insua, Degen, Carroll, Henderson, Kyrgiakos, Kuyt, Downing, Spearing, Wisdom, Wilson, Hansen, Adam.

Doni byrjar í sínum fyrsta leik, Ayala, Coady og Robinson fá að byrja. Margir á bekknum. Þetta verður fróðlegt.

83 Comments

  1. Hvernar skyldi Kenny fara að byrja að stilla upp sínu sterkasta liði, fyrir utan Lucas, Gerrard og Suarez auðvitað.
    Og svo er Degen á bekknum, hvað er þessi maður ennþá að gera í þessum hóp. Svo virðist vanta Agger (meiddur ?) Skrtel og Johnson.

  2.  
    Henderson og Downing í hóp, lýst vel á það 🙂
    Ættum að taka þetta léttilega en þar sem þetta eru bara æfingaleikir þá skiptir svosem úrslit ekki máli heldur að þeir nái að koma sér í æskilegt form fyrir leiktíðina, en það er alltaf gaman að sjá slatta af mörkum og ég tippa 4-2 fyrir okkur.
     
     
    YNWA

  3. Svo er Peter Gulacsií markinu hjá Hull á eftir en hann er í láni frá Liverpool.
    Veit einhver af hverju Agger og Johnson eru ekki að spila ?

  4. Agger þarf eki að vera meiddur þó hann sé ekki í hóp, það er einfaldlega ekki pláss fyrir alla því við erum með hátt í 40 manna hóp og um að gera að gefa ungu strákunum eins og Ayala, Robinson og Coady sénsinn og svo fáum örugglega að sjá eitthvað frá Downing, Henderson, Adam og kannski Degen í seinni hálfleik.

  5. Ég ákvað að kaupa mér bara mánaðaráskrift á 800kr, mér finnst ótrulegt samt að enginn hérna er búinn að bölva því að liverpool séu í “bláu” búningunum

  6. eg var að fara að gera það… finnst eins og að eg sé að halda með cyti í lok seasons

  7. Viktor, 4.99 er nú nær því að vera 1000 kall en 800 því pundið er næstum 190 kall.

  8. Ég er búinn að segja þetta lengi, Aquilani verða okkar bestu “kaup” í sumar, mark my words!!

  9. #26

    Það er nú bara ekki svo skrítið.. það er verið að hræra með vörnina fram og aftur..  þetta eru jú einu sinni æfingarleikir.. 

  10. #27

    Það er ekki eins og við höfum verið að spila á móti einhverjum stórliðum. Vörn Liverpool á að standa sig betur með rándýrum topp atvinnumönnum burtséð frá einhverjum skiptingum og hræringum. Mitt mat. 

  11. getur please einhver reddad mér góðum link á leikinn !.. gleymdi mér og vaknaði of seint !! linkarnir uppi eru svo lélegir !!!

  12. Slappt !  Eins og ég hef alltaf sagt, vantar einn góðan varnarmann í viðbót. 

  13. Hvað er með Gerrard – er hann ekkert á leiðinni tilbaka?  Hvað varð um “kem sterkur í pre-season” loforðið?  

  14. Allt annað að sjá liðið í byrjun síðari hálfleiks.
     
     Jones – Flanagan, Wilson, Kyrgiakos, Insua – Spearing, Adam, Henderson – Downing, Carroll, Kuyt.

  15. Finnst mönnum bara allt í lagi að vera að tapa fyrir Hull Ciy 3-0, mér er sama þó þetta sé æfinga leikur þetta er alla vega ekki til að skapa neina bjartsýni sem er kannski ágætt.

  16. Fyrir leik þá fannst mér allt of langt í tímabilið. Núna finnst mér allt of stutt. Það þarf að slípa menn mikið betur saman.
    Þó þetta séu æfingaleikir þá hefur það klárlega áhrif á sálfræðu hliðina ef menn tapa á móti hull 3-0 eða vinni 3-0
     

  17. Mér finnst bara allt í fínasta lagi að tapa þessum æfingarleikjum, úrslit skipta afskaplega litlu máli, vil frekar að leikmenn komi sér í sæmilega gott spilaform og samhæfingu fyrir þá leiki sem skipta einhverju máli.
     
    Hvað Gerrard varðar að þá held ég að það sé ekki verið að taka neina sénsa með hann, ef að hann er ekki tilbúin þá á ekkert að vera spila honum, frekar að fá hann til baka þegar skrokkurinn á honum leyfir það.
    Hann hefur líka held ég bara gott af hvíldinni, hann er búin að spila alla þá leiki sem hann hefur getað spilað undanfarin ár og rúmlega það, honum hefur verið spilað þrátt fyrir að vera meiddur og það er ekki eins og það sé skortur á miðjumönnum í hópnum í dag þannig að ég á von á því að Gerrard fái meiri hvíld á þessu tímabili en hann hefur fengið.
    Sem mér finnst mjög gott mál, hann á td ekki að þurfa byrja leiki gegn “lakari” liðunum sem við mætum í deild og bikar.

  18. Það er ekki mjög jákvætt að tapa þessum leik 3-0 hvort sem þetta var æfingaleikur eða ekki, ekkert mikið jákvætt við þennan leik, Hull menn ætluðu alltaf að sækja sigur og náðu því verðskuldað. Þeir voru alltaf með 9-10 menn á bakvið boltann þegar Liverpool sótti og Hull menn voru alltaf fjölmennir í liverpool teignum þegar þeir áttu föst leikatriði, vörnin var slöpp og reyndar bara allt liverpool liðið í dag, vona að þetta verði ekki eitthvað sem við eigum eftir að venjast í vetur.

  19. Mér finnst drullulélegt að tapa æfingaleik á móti Hull og hvað þá 3 núll. Æfingarleikir eru til að gera mistök, sá stráka sem eru ekki með fastsæti í liðinnu berjast upp á líf og dauða til að fá fleiri tækifæri í framtíðinni. já og sjá liðið í heild sinni og sjá hvað er að, vörninn fær falleinkunn á mælikvarða 3deildar á íslandi, langt frá mönnum, pressan mjög lélegt og mikið óöryggi, hvort með eða án bolta…. Liverpool sárvantar heimaklassa miðvörð og vinstribakvörð.

  20. Það er hrikalega lélegt að tapa svona leik en okkur vantar ennþá fullt af mönnum.
    Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Aurelio, Lucas, Meirales,Gerrard og Suarez þetta eru 9 leikmenn sem eru í byrjunarliðinu fyrir utan kannski Aurelio.
    Mér fannst svo allt of mikið reynt að finna Carrol í seinni eins og það væri eina leiðin að skora mörk.

  21. Allt vonlaust eftir þennan leik, kaupin á Henderson, Adam, Downing og Carroll öll mistök,, liðið hægt og hugmyndasnautt og ég er farinn að sakna Roy …ég get ekki sagt það. 

    3-0 gegn Hull er auðvitað aldrei boðlegt og Dalglish var ekkert að hrósa liðinu fyrir þennan leik. Úrslitin skipta jafnmikið engu máli fyrir því og ég er a.m.k. alveg pollrólegur yfir þessu. Vantar augljóslega marga í liðið í dag en þeir sem fengu tækifæri geta allir betur.

    Liðið í fyrri hálfleik var reyndar átakanlega lélegt, Aquilani sýndi af og til sæmilega takta en menn eins og Joe Cole fá mann til að fordæma söluna á Nick Barmby, gætum notað hann meira en Joe Cole m.v. það sem hann sýnir í LFC búning… og Barmby er eitthvað í kringum fertugt. 

    Í seinni var það aðallega Flanagan sem ég hafði gaman af að sjá. Hinir heilluðu mig ekkert.

    Hvað um það, við spiluðum í wannabe varabúningi Man City og ég skelli alllri skuldinni á búninginn.  

  22. Missi nú ekki svefn yfir þessum úrslitum þar sem þau skipta nákvæmlega engu máli. Þau fá menn e.t.v. til þess að velta því fyrir sér hvort ekki þurfi að fjárfesta í miðverði og vinstri bakverði. Burt séð frá þeim æfingaleikjum sem eru búnir þá er það klárt að það vantar leiðtoga í vörnina og hann hefur vantað allt frá því að Hyypia yfirgaf sviðið.

  23. veit einhver ykkar hvar hægt er að nálgast highligths úr leiknum og mörkinn?
     

  24. Váá hvað ég er POLLRÓLEGUR yfir þessum úrslitum. Var að horfa á aðeins úr seinni hálfleikl á Liverpool sjónvarsprásinni og mér sýndist menn einfaldlega vera bara á hálfum hraða ef það náði því.

    Þetta á allt eftir að smella saman. 

  25. Skulum öll vera jafn róleg í þunglyndinu og við áttum að vera “high” eftir Asíuferðina.
     
    Ég sagði eftir hana og segi enn að þessi leikur gegn Hull væri bara næsta skref og eftir hann finnst mér mjög líklegt að farið verði að skoða nánar stöðu Joe Cole, Ayala og Wilson fara væntanlega á lán og ég held mig fast við það að við eigum að selja Maxi, vonandi er svo einhver til í að losa okkur við Poulsen.
     
    Þarna var verið að skoða liðið í leik gegn týpísku bresku liði þar sem 9 leikmenn eru fyrir aftan boltann og því miður féllum við á fyrsta prófi, sem reyndar getur þýtt bara fína hluti – við ættum að sjá hver vandinn er.  Ansi margir leikmenn voru kærulausir í sendingum og þriðja markið kemur vegna einbeitingarleysis Insua, Argentínumaðurinn hjálpaði sér ekki þar!
     
    Næst erum við að fara til Tyrklands og miðað við viðtalið við kónginn er þar ætlunin að fara að fjölga mínútum leikmanna, auk þess sem menn vonast til að Skrtel og Johnson verði eitthvað með þar.  Meireles og Agger ekki með í dag, það segir okkur ekkert fyrr en við sjáum liðskipan miðvikudagsins, ef þeir eru ekki með þar þá má lesa eitthvað í það.  En Meireles hefði nýst okkur í dag, mér fannst hann tilbúinn í svona átakaleiki í fyrra.
     
    En pollrólegur auðvitað, þó það sé ekki gaman að eyða 90 mínútum í það að sjá Liverpool tapa!

  26. Mér finnst bara mjög jákvætt hvað menn voru skítlélegir, í fyrri hálfleik sérstaklega. Ngog, Poulsen og Cole spiluðu eins og þeir gerðu venjulega á síðasta tímabili. Aquilani var sá eini í fyrri hálfleik sem sýndi eitthvað en lélegu liðsfélagarnir hans náðu ekki að nýta sér það. Henderson fannst mér koma öflugastur inn í seinni hálfleiknum.

  27. Og hver var það sem klikkaði á varnarlínunni? Sá drengur hafði ekkert og hefur ekkert að gera í Liverpool.

  28. Ég er svo slakur yfir þessu að það er nánast eins og enginn hafi spilað í dag. Leikurinn var ekki góður en ég tek það góða úr þessu og segi að þetta er köld gusa í andlitið sem á bara eftir að hjálpa mönnum þegar fram í sækir. Menn fara þá ekkert að ofmetnast og telja sig eitthvað hólpna. En það er alveg greinilegt að sumir í dag voru að spila sig úr liðinu. Vilji þeir ekki fara sem eiga ekki heima í liðinu geta þeir hinir sömu þá bara setið á bekknum hjá varaliðinu. Það vita allir hvaða leikmenn ég er að tala um og engin þörf á nafnbirtingum hérna! 

    En eins og ég segi þetta var ekkert annað en döpur æfing þar sem fáir lögðu sig fram. Þetta er ekki það sem koma skal í vetur! 

  29. Sælir drengir, verð að segja að mér fannst verra að sjá varabúningin
    heldur en þessi úrslit.

    ‘Afram Liverpool   
     

      

  30. Sá meiri hlutan af seinni hálfleik og verð að segja að mér fannst þetta bara arfa slakt að tapa 3-0 fyrir Hull er bara ömurlega lélegt og mér er nákvæmlega sama þó þetta sé æfingaleikur. Það á bara að fara í alla leiki til að vinna þá það hefur einmitt verið vandamál Liverpool undan farin ár eða áratugi að geta ekkert á móti lakari liðum og miðað við þessa spilamennsku er það ekkert að skána. Ég er ekkert að fara að missa svefn yfir þessu en mér finnst bara að menn eigi að leggja sig 100% fram í hvaða leik sem er.
     
    Varðandi þessa varnabúninga þá finnst mér þessu umræða svo fáránleg að það er út í hött. Ef þessi búningur er blár þá er aðalbúningurinn okkar hvítur hvaða fjandans máli skiptir það þó það séu nokkrar bláar línur á búningnum.

  31. Mér finnst full ástæða til að hafa áhyggjur. Var þetta ekki æfingaleikur hjá Hull? Hvers vegna ber ekki að taka þessi úrslit alvarlega? Staðreyndin er sú að við erum víðsfjarri því að vera nægilega vel mannaðir. Hvers vegna vinnur Hull okkur tiltölulega auðveldlega? Það er vegna þess að við erum ekki sterkari en þetta. Það er engin afsökun þótt einhverja vanti í hópinn. Það mun gerast oft á tímabilinu. Breiddin í hópnum er bara ennþá langt frá því að vera sambærileg við efstu liðin í deildinni. Hættum að tala alltaf um leikmennina sem við verðum að selja. Það eru leikmenn sem við verðum að kaupa sem munu skipta máli. Staðreyndin er sú að það er bara einn heimsklassa leikmaður í liðinu okkar og við vitum hver það er. Við verðum að fá fleiri slíka ef draumar okkar eiga að rætast.

  32. Það er nú svo sem ekkert af því að tapa æfingaleik enda verið að prófa ýmislegt. En mér er sama þó það hefði vantað alla úr byrjunarliðinu þá er ekkert með fullri virðingu fyrir Hull city sem réttlætir það að drulla upp á bak gegn miðlungs fyrstu deildar liði. Að fá á sig 8 mörk í 3 leikjum gegn vægast sagt slökum andstæðingum er bara engan veginn ásættanlegt Menn hljóta að fara í þessa leiki til þess að vinna þá. Vissulega skánaði þetta í seinni hálfleik en þeir tapa honum samt líka.Held bara að það sé full ástæða til þess að kaupa einn ef ekki tvo nýja menn í vörnina og reyna stoppa upp í þennann leka. Þar sem vörnin lítur vægast sagt illa út. Miðjunni og sókninni hef ég engar áhyggjur af. Þeir smella saman. En þetta verður erfitt ef að við þurfum að skora 3 Til 4 mörk í leik til að vinna hann. Kannski er ég full harkalegur en ef þetta er varnaleikurinn sem á að bjóða upp á gegn töluvert sterkari liðum í þokkabót þá tel ég bara fulla ástæðu fyrir því að hafa áhyggjur.

  33. Þó að Liverpool hafi verið að spila æfingarleik þá eru 3-0 úrslit á móti Hull ekki viðunandi. Vörnin hjá Liverpool hefur verið mjög óörugg í þessum 3 fyrstu æfingarleikjum og liðið hefur fengið á sig 9 mörk. Ég sé enga ástæðu til að vera rólegur yfir því. Þetta sýnir vonandi mönnum að Liverpool verður að kaupa miðvörð og vinstri bakvörð fyrir tímabilið, þeir hafa reyndar gert tvær tilraunir til þess en misgáfaðir leikmenn (Clichy og Jones) völdu önnur lið.

    Vinstri bakvarðarstaðan : Aurelio spila aldrei meira en 1/3 af tímabilinu með smá heppni þannig að það gefur liðinu lítið að ætla að stóla á hann. Insua er ekki nógu góður fyrir Liverpool, hann var það ekki fyrir ári síðan og er það ekki í dag. Insua vinnur ekki einn bolta í loftinu og varnarlega er hann hræðilega, úr stöðu og MJÖG slakur maður á mann (spyrjið bara Brynjar Björn). Robinson er ungur og gæti átt framtíðina fyrir sér en hann á tvö ár í það að spila á hæsta leveli. Að spila með Johnson eða Flanagan úr stöðu er enginn lausn fyrir komandi tímabil. Það vantar gæðaleikmann í vinstri bakvarðarstöðuna sem fyrst.
    Varðandi miðverðina þá gildir sama um Agger og Aurelio hann spilar aldrei meira en 1/3 af tímabilinu með smá heppni þannig að ekki er hægt að stóla á hann. Öllum ætti að vera ljóst að Ayala er ekki nógu góður og Wilson þarf meiri reynslu á láni til að verða nothæfur fyrir lið sem ætlar sér í toppbaráttu deildarinnar.  Kyrgiakos er orðinn hægari en fyrir ári síðan og þar sem hann les leikinn ekki eins vel og snillingurinn Hyypia þá kemur það niður á varnarvinnu hans. Carra er að eldast hratt, mér fannst tímabilið í fyrra það slakasta sem hjá honum hingað til í búningi Liverpool, hann á topps 2 ár eftir þar af annað sem varamaður líkt og hlutskipti Nevilsysturinnar var hjá Manu. Þá er bara Skrtel eftir sem var mjög dapur fyrir áramót en náði sér á strik eftir áramót og var góður. Hann er engu að síður ekki miðvörður nr 1 hjá liði sem vinnur úrvalsdeildina. Klassa miðvörð í sumar, já takk

    Krizzi

  34. #53 starri

    Ég veit nú ekki betur en að við séum alveg med minnsta kosti 2 ef ekki 3 heimsklassa leikmenn.

    Reina, Suarez og Gerrard og svo erum við alveg með fullt af góðum leikmönnum, en ég er alveg sammála ykkur að það er ekki ásætanlegt að fá svona mikið af mörkum á sig

  35. Ef við metum stöðuna kalt og yfirvegað er Suarez eini hágæða leikmaður okkar. Reina er ekki í hópi þeirra allra bestu. Gerrard var heimsklassa leikmaður en er það ekki lengur.

  36. Þeir sem eru ósammála Starra í #57 – gerið like við þetta comment.

    Afsakið orðbragðið en þvílíkur [Ritskoðað – ekkert skítkast. -KAR].

  37. Starri 57. Reina ekki með þeim allra bestu, hvernig færðu það út. Reina hefur unnið flesta golden gloves af öllum markmönnum á Englandi.

  38. Er hægt að bjóða þokkalega innrættu fólki upp á umræðustíl eins og Elías 58 viðhefur? Og það er látið átölulaust af hálfu ritstjórnar.

  39. Starri þú kallaðir þetta algjörlega yfir þig sjálfur, að koma með svona heimskulega yfirlýsingu eins og að Reina sé ekki einn besti markmaður í heimi á skilið skítkast.   Mér fannst þú sleppa vel með að vera aðeins kallaður [Ritskoðað – KAR].

  40. Er eiginlega bara sáttur að liverpool skíti uppá bak í þessum æfingaleikjum þar sem þeir stilla upp svona mörgum drasl leikmönnum.Við náum 6 sætinu næsta season ekkert mehe

  41. Ef ég væri í fm og myndi eyða 100 millum svona þá myndi ég restarta fljótt.Þetta eru ágætis leikmenn sem muna ekki skila okkur neinum titlum sem mer finnst mjög lélegt eftir svona eyðslu.ég er mjög ánægður að menn opna loksin veskið en við hefðum bara getað gert svo miklu betur.Þegar carrol er inna spilum við bara háum boltum að það mun verða þannig næsta season.ég vona að þetta springi í andlitið á mer því geðheilsa mann er undir alla laugardaga.Áfram liverpool

  42. Vó, eru menn að tapa sér út af þessum eina æfingaleik? Draga djúpt inn andann….Dalglish er að undirbúa seasonið, eins gott að hann hafi sterkari taugar en sumir sem tjá sig hér! Ég á ekki orð!

  43. @65

    Þetta var feitt deflection , sést bara illa á þesusm myndavélum.

  44. Starri (#60) segir:

    Er hægt að bjóða þokkalega innrættu fólki upp á umræðustíl eins og Elías 58 viðhefur? Og það er látið átölulaust af hálfu ritstjórnar.

    Þú verður aðeins að slaka á. Það er laugardagskvöld og við horfum ekki endilega á þessa síðu allan sólarhringinn. Ég var bara rétt að sjá þetta núna og ritskoðaði skítkastið.

    Hitt er svo annað mál að menn verða að fara milliveginn í því að panikka yfir tapi í æfingaleik í júlí, og því að vera pollrólegir yfir 3-0 tapi gegn neðrideildarliði. Rétt viðbrögð eru einhvers staðar þarna á milli – leikurinn skipti ekki máli og fínt svo sem að varnarbrestir eru að koma fram í júlí en ekki september, en þeir eru samt greinilega þarna og það verður að vinna í þeim.

    Ég treysti Dalglish og Clarke alveg til að vinna úr þessu. Kannski þarf að bæta hópinn enn frekar – við vissum alltaf að það yrði erfitt að leysa hvert einasta vandamál í þessum eina sumarglugga – en við vitum að ekkert mun gerast í þeim efnum fyrr en talsverð fækkun hefur átt sér stað í núverandi hópi.

    Menn mega alveg hafa áhyggjur. Samt óþarfi að panikka. Höldum okkur aðeins þar á milli og sjáum hvað setur í næsta leik. Það eru ennþá þrjár vikur og þrír æfingaleikir í mót og eins og Babú og fleiri bentu á hér að ofan vantaði haug af leikmönnum í dag. Slökum bara aðeins á.

  45. Luis Suarez. Skilgreiningin a markaskorara. Tegar hann er ad spila er aldrei vafi hvernig leikmadur er a ferd. Djofull er eg anaegdur ad hafa hann innanbords. 

    Downing, Carroll, Aquilani, Adam. I algjorri hreinskilni eru menn alveg hrikalega blindir tegar teir eru ad meta tessa menn. Er Downing eitthvad meira en medalkantmadur a enskan maelikvarda, held ad innst inni hafi allir her frekar viljad N’Zogbia eda Young. Helst er tad Adam sem eg hef tru a ad hafi eitthvad fram ad faera i vetur. 

    Svo hef eg svakalegar ahyggjur ad Gerrard sem kominn yfir haedina miklu. Ju godur leikmadur, en eg helt hann aetti 2-3 ar eftir a haesta stigi boltans. Virdist sem hans frabaera framlag undanfarin ar tegar hann hefur borid tetta felag a herdum ser hafi tekid sinn toll af skrokkinum. 

    Afsakid neikvaednina en tetta er bara min tilfinning. Svo to tad se audvitad engin astaeda til ad panikka er mikilvaegt ad sigra lika aefingaleiki og bua til sigurhugarfar. Hugarfar um ad sigra hvern einasta helvitis leik. Sa t.d. United vera undir a moti Chicago i halfleik i kvold, held tad se alveg bokad ad Ferguson bryndi fyrir sinum monnum ad klara tann leik sem teir og gerdu. 

  46. úff, fékk standara yfir aqualini. En mosti allt blóð úr honum þegar ég fór að horfa á restina. Verð reyndar að viðurkenna að ég sá bara fyrri hálfleik, en ítalinn íðurfagri er og hefur alltaf haft það sem þarf, einnar snertingar maður og svona glimmrandi myndarlegur 🙂

  47. Ég var svartsýnn eftir þennan leik og commentaði að þetta væri nú ekkert jákvætt hérna.
     
    Þegar ég les yfir öll commentin verð ég meira og meira bjartsýnari á tímabilið því hversu langt er síðan liverpool menn voru svartsýnir fyrir tímabil, ég veit ekki betur en að við höfum alltaf sagt að næsta tímabil er okkar tímabil og það hefur örugglega verið svoleiðis frá því við unnum síðast enska deildarbikarinn og ekki höfum við unnið hann síðan ég fæddist, kannski er þetta okkar tímabil núna af því að allir eru svo svartsýnir.

  48. Ég er alveg slakur yfir þessu, meira svo of slakur sagði frúin í gærkvöldi.
    Er ekki málið að leyfa mönnum að spila sig saman og spara stóru orðin þar til á hólminn er komið?

  49. Ég er hundóánægður með þetta tap,

    En er ánægður með sorgarböndin, þetta er klassi. Vildi að ég gæti sýnt Noregi stuðning eða samúð.  

  50. Þetta er allt að hrynja eins og spilaborg!!!  Bara ef við ættum Carra í allar stöður…

  51. Vá að tapa fyrir Hull 3-0, hvað gerðist!…á liðið ennþá svona mikið í land? Eru varamennirnir í liðinu ekki betri en þetta. Voru þeir kannski að spila snillingarnir sem voru keyptir í fyrra: Joe Cole, Konchesky, Jovanovic, Brad Jones, Meireles, Poulsen. Ég er án gríns farinn að halda að Hogdson hafi verið Unitedmaður.

  52. Í viðtali eftir leikinn við Dalglish fannst mér hann segja að liðið hefði tekið 90 mín æfingarleik á æfingarsvæðinu með öllum hópnum á fimmtudaginn þannig að leikmenn gætu verið eitthvað þreyttir en hann sagði engu að síður að þetta væru ekki viðunandi úrslit.
     
    Ef að liðið hefur spila heilan “leik” á æfingu tveim dögum fyrir þennan leik er augljóst að það er verið að horfa á þrek, þol og samspil hjá leikmönnum. Það er tilgangur þessara leikja en ekki endilega úrslitin.

  53. Herra ritstjóri, Kristján Atli! Það sem ég gerði var að halda fram skoðunum á einstökum leikmönnu og þær færði ég fram af ákveðni en í fullri kurteisi og án allra stóryrða. Þetta hélt ég að væri vettvangur til þess. Það sem síðan gerist er að það er byrjað að ausa yfir mig persónulegum svívirðingum og kallaður ýmsum ónefnum. Það gerist þótt ég hafi einungis sagt skoðun mína á getu einstakra leikmanna. Hef aldrei sagt neitt nema það sem viðkemur mati mínu á þeim sem leikmönnum. Sumir hafa svo sannarlega gengið lengra en það hérna á vefnum og komist upp með það. Svona framkoma er ekki sæmandi stuðningsmönnum okkar ástsæla félags. Þú “hreinsar” út með því að taka út eitt orð. Síðan segirðu: “Hitt er svo annað mál að menn verða að fara milliveginn í því að panikka yfir tapi í æfingaleik í júlí, og því að vera pollrólegir yfir 3-0 tapi gegn neðrideildarliði. Rétt viðbrögð eru einhvers staðar þarna á milli – leikurinn skipti ekki máli og fínt svo sem að varnarbrestir eru að koma fram í júlí en ekki september, en þeir eru samt greinilega þarna og það verður að vinna í þeim.” Ber mér að skilja þessi skrif þín svo að þú sért að meina að ég hafi þrátt fyrir allt átt þetta skilið því ég hafi lýst of fljótt yfir óánægju minni með liðið? Að skoðun mín hafi verið þess valdandi að ég var kallaður þessum ónöfnum og skoðanir mínar jafnvel réttlætt það. Ef svo er þá ertu kominn út á hálann ís í röksemdum þínum. Nú er mikið rætt um umburðarlyndi gagnvart skoðunum annara og ekki að ástæðulausu. Voðaatburðir hafa gerst í næsta nágrenni við okkur sem rekja má til skorts á umburðarlyndi. Hugsum til þess.

  54. Hvernig væri nú að róa sig aðeins yfir þessu tapi. Vissulega ert það skítt að tapa fyrir Hull en þetta er bara æfingaleikur. Æfingaleikir eru nú einu sinni ætlaðir til að hrista liðið saman og sjá hverjir erindi eiga í það.

    Ef við horfum á liðið sem byrjaði þennan leik þá erum við að sjá kannski í mesta lagi einn eða tvo sem eiga eftir að vera í byrjunarliðinu í haust, Carragher og kannski Aquilani.

    Í markinu stóð maður sem var keyptur til að vera varaskeifa fyrir Reina sem var þar að auki að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Í varnarlínunni sáum við, auk Carragher, þá Robinson, Kelly og Ayala sem eru ungir menn á uppleið sem að öllum líkindum verða ekki fastir byrjunarliðsmenn, Ayala er jainvel á förum á láni ef eitthvað er að marka slúðrið.

    Á miðjunni voru Coady, Poulsen og Aquilani. Coady er klárlega fyrir framtíðina og mun væntanlega vera mikið á bekknum í vetur. Poulsen, það þarf nú sennilega ekki að tíunda það hér hvert álit stuðningsmannanna er á honum og það kæmi mér virkilega á óvart ef hann fengið mikið að spila í vetur, þar að segja ef hann verður ekki seldur sem flestir vonast nú eftir. Aquilani er eitt stórt spurningamerki, hann er klárlega góður knattspyrnumaður en hann ku vera til sölu fyrir rétt verð og því er erfitt fyrir því að spá í hvaða hlutverki hann verður í vetur.

    Frammi voru síðan Cole, Ngog og Maxi. Þetta eru menn sem allir hafa verið orðaðir burt frá félaginu og miðað við þessa frammistöðu þá hafa þeir ekki gert mikið í því að sannfæra Dalglish um að halda sér.

    Liðið í seinni var skipað leikmönnum sem sennilega eiga margir hverjir eftir að spila stærra hlutverk í liðinu í vetur, enda skilst mér að þeir hafi spilað mun betur.

    Lítum á björtu hliðarnar, forráðamenn liðsins eru að stilla strengina og reyna að finna út í hvaða stöður þarf að kaupa til að styrkja liðið.

    YNWA! 

  55. Starri

    Það að þú skulir draga fjöldamorðin í Noregi inn í það að einhver hafi verið með skítkast út í þig á spjall síðu Liverpools gerir þig að mesta aumingja í heimi, djöfull geturu þú verið hörundsár yfir einhverju anskotans kommenti á spjallsíðu.

    Starri, láttu þér vaxa eistu eða eggjastokka því maður líkir ekki saman fjöldamorðum frænda sinna við harðort komment í sinn garð! 

Góð grein um félagaskipti

Uppbyggingin og tiltektin…