Uppfært 2: Leik lokið og þetta var skemmtilegt 3-3 jafntefli. Okkar menn voru meira með boltann allan tímann en Valerenga komust í 2-0 á fyrstu 18 mínútum leiksins. Glen Johnson átti talsverða sök í báðum mörkum og greinilegt að hann er aðeins á eftir öðrum í undirbúningstímabilinu, en þetta var fyrsti æfingaleikur hans eftir smávægileg meiðsli. Staðan í hálfleik var 2-1 eftir að Carroll hafði sett fyrirgjöf frá Downing í netið. Okkar menn komu svo til baka í seinni hálfleik – fyrst jafnaði Agger eftir hornspyrnu Aquilani þegar um 10 mínútur voru eftir og svo kom hann Liverpool yfir nokkrum mínútum síðar. Valerenga-menn náðu þó að jafna úr óvæntri sókn í uppbótartíma og lokatölur 3-3.
Allir varamenn leiksins komu inná á síðustu 25 mínútum leiksins, þannig að byrjunarliðið fékk mikinn spilatíma í dag. Aðeins Reina, Carragher, Spearing og Kuyt kláruðu allar 90 mínúturnar. Okkar besti maður í dag var að mínu mati Stewart Downing, á meðan Charlie Adam og Jordan Henderson virkuðu góðir en þó aðeins mistækir á mig á miðjunni. Þá var mikill léttir að sjá Agger góðan í vörninni, auk þess sem Aquilani og Shelvey lífguðu vel upp á sóknarleikinn með innkomu af bekknum.
Þetta var allavega betra en síðustu tveir leikir. Nú eru tólf dagar í mót og línurnar aðeins farnar að skýrast með byrjunarliðið og leikmannahópinn og þessi leikur gerði mönnum bara gott. Nú er aðeins einn æfingaleikur eftir, Valencia á Anfield um næstu helgi.
Uppfært: Byrjunarliðið fyrir leikinn er komið:
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Robinson
Henderson – Spearing – Adam
Kuyt – Carroll – Downing
BEKKUR: Doni, Ngog, Sama, Sterling, Flanagan, Aquilani, Shelvey, Kelly.
Ef Gerrard, Meireles og Skrtel eru meiddir og Lucas/Suarez eru ekki klárir í að byrja fyrsta leik myndi ég giska á að þetta séu tíu af ellefu leikmönnum sem byrja fyrsta deildarleik hjá okkur. Aðeins myndi ég gera ráð fyrir að Martin Kelly kæmi inn fyrir Jack Robinson og Glen Johnson yrði þá vinstra megin.
Hvað sem því líður, þá er þetta feykisterkt lið hjá okkur í dag. Vonandi skilar þetta góðum leik.
Okkar menn eru komnir til Noregs, þar sem ætlunin er að spila æfingaleik gegn Valerenga í kvöld. Klúbburinn hefur þegar heiðrað fórnarlömb hryðjuverkanna í Osló og Útey fyrir rúmri viku og King Kenny hefur staðfest að Raúl Meireles verði ekki með í kvöld vegna meiðsla. Martin Skrtel og Steven Gerrard missa einnig af vegna meiðsla auk þess sem Lucas Leiva og Luis Suarez byrja víst ekki að æfa fyrr en á morgun.
Allir aðrir verða með í þessum leik sem getur að vissu leyti (vonandi) kallast fyrsti alvöru æfingaleikur liðsins. Þ.e., leikur þar sem Dalglish ætlar að stilla upp sterku liði, láta menn spila meira en 45 mínútur (og því ekki skipta alveg um lið í hálfleik) og reyna að leggja áherslu á spilamennskuna. Það hefur verið frekar dapurt að horfa á fyrstu fjóra æfingaleiki liðsins, við vonum að þetta verði skemmtilegra og öflugra í kvöld.
Leikurinn er sýndur kl. 17:00 að íslenskum tíma á LFC TV á netinu og í sjónvarpi. Ég uppfæri þessa færslu með byrjunarliðinu fyrir leik og svo leikskýrslu eftir leik.
Já, og John W. Henry segir að stefnan sé sett á 4. sætið í Úrvalsdeildinni þetta árið, að það að komast í Meistaradeildina sé aðalmarkmið tímabilsins. Ég er sammála honum.
er med mida a leikinn i kvøld…..vona ad hann verdi betri en vid fengum ad sja a fimmtudaginn….:)
YNWA
Er leikurinn ekki kl. 19:00? Hann er allavega á stöð 2 sport 2 á þeim tíma.
Sá að Pepe Reina og Glen Johnson ferðuðust með liðinu til Noregs. Sá það rétt í þessu á LFC TV. Verður gaman að sjá hvort þeir fái mínútur í kvöld, hvort Reina sé orðinn betri eða hvað.
Skv. opinberu vefsíðunni er leikurinn kl. 18:00 að breskum tíma, sem er 17:00 hjá okkur. Ef Stöð 2 Sport 2 ætla að sýna hann kl. 19:00 verður það þá væntanlega óbein útsending.
KAR: Þá eiga þeir ekki að vera að auglýsa leikinn í beinni ef hann er svo ekki í beinni á þeim tíma sem þeir auglýsa hann.
Finn ekkert hvort hann sé í beinni á einhverri af aukarásunum
Vitiði um einhverja bari sem ætla sýna leikinn í kvöld ?
tékkaðu á players 😉
Leikurinn í beinni á ESPN UK þannig að allir barir sem hafa aðgang að sky afruglara ættu að vera með útsendingu
Ég held að Stöð 2 hafi áður auglýst leik mikið seinna en hann var í rauninni. En samt hófu þeir útsendingu á réttum tíma þ.e.a.s á undan auglýstum tíma!
Er leikurinn sýndur á Liverpool stöðinni á Fjölvarpinu?
væri alveg til í að einhver væri með þetta á hreinu, stöð 2 sport 2 auglýsir hann klukkan 18, 50 með B fyrir aftan eins og hann sé í beinni en samt er hann klukkan 17 sem er á hreinu.
Svo er spurning hvort hann sé sýndur á Liverpool sjónvarpsrásinni
Það er greinilegt að þeir hjá 365 vita ekki hvað klukkan er og hvaða dagur er. Þeir auglýstu leikinn í sjónvarpinu í gær að hann væri á laugardegi og svo auglýsa þeir að hann sé í beinni kl 18:50 (19). Það er allavega á hreinu að hann byrja kl 17 í ISK tíma (6 UK tíma).
Ég sendi póst á Stöð 2 og þeir sögðu mér að hann verði sýndur kl 17:00, þetta eru mistök í dagskránni
#6 og #7
Players er lokaður milli 25.júlí og 2. ágúst, eins óskiljanlegt og það hljómar á miðju undirbúningstímabili og alveg heilir 3 leikir á dagskrá á þeim tíma.
Ég hringdi niður á Ölver fyrr í dag og eru þeir með leikinn klukkan 5 líklegast í þráðbeinni.
Tek það fram að fótboltapub sem á að vera heimavöllur stuðningsmannaklúbbs Liverpool á Íslandi og skella svo bara í lás þegar boltinn er byrjaður að rúlla er ekki að skora mörg stig. Alveg sama hvort það eru æfinga(markaðs)leikir eða the real deal.
Finnst Players hafa skorað nokkuð mikilvægt sjálfsmark með sína sumarlokun!
kv.
Freysinn
Ef menn finna góðan link á netinu fyrir leikinn þegar hann byrjar, þá væri vel þegið að fá hann hér inn svo maður geti nú horft á leikinn 🙂 takkfyrir
http://myp2p.eu/broadcast.php?matchid=122902&part=sports
Veit einhver hvort að Veigar Páll verði með Valerenga í kvöld?
Ég efast um að Players sjái gróða í því að hafa staðinn opinn um verslunarmannahelgi, þar sem Players er fyrst og fremst skemmtistaður, þegar helmingur af borgarbúum fara út úr bænum yfir helgina. Annars er Ölver ekki verri staður en að leiknum vonandi sinum við að við ætlum okkur top 4 og skellum bara 4 mörkum á þetta. 🙂
Veigar átti stórleik með Stabæk í gærkvöldi.
Hann hlýtur bara að vera í stúkunni í kvöld.
Gott að sjá að John Henry er ekki með höfuðið í skýjunum.
Það er eðlilegt markmið að keppa um CL sæti á komandi tímabili.
13 dagar í að tímabilið hefjist 🙂
Það er kominn tími á að Liverpool noti undirbúningstímabilið sem Undribúning en ekki tóma vilteysu. Önnur stórlið eru mikið búin að vera að spila með sín sterkustu lið á meðan Poolarar stilla upp furðulegum liðum og leikmönnum sem líklega spila lítið sem ekkert í vetur. Til að bæta gráu ofan á svart verða tveir bestu menn liðsins væntanlega lítið sem ekkert með í startinu á tímabilinu, Gerrard og Suarez. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en ég óttast erfitt start á seasoni Poolara.
Get einhver sagt mér afhverju við erum að spila við Valerenga meðan City er að spila við Inter, United við Barcelona og Arsenal eru með mót á sínum heima velli með sterkum liðum þá erum við að mæta norsku liði!! Verð að segja að þetta undirbúningstímabili hefur ekki verið upp á marga fiska enda liðið verið að spila frekar illa í þessum leikjum sérstaklega varnarlega. Maður hefði alveg verið til í að sjá Liverpool á móti erfiðum andstæðingum.
Vitiði hvort leikurinn sé sýndur á LFC TV?
The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Robinson, Henderson, Downing, Adam, Spearing, Kuyt, Carroll. Subs: Doni, Ngog, Sama, Sterling, Flanagan, Aquilani, Shelvey, Kelly.
Auðunn, Liverpool spilar við Valencia í næsta leik á Anfield.
Já svo má ekki gleyma því þó við erum að spila við lið í Noregi þá er deildin á fullu skriði þar og því liðin “heit” og á tánum í stað þess að vera að spila við lið sem eru líka á undirbúningstímabilinu.
Það hefði nú samt verið skemmtilegra að mæta aðeins sterkara liði í Noregi. Er eitthvað samb milli Valerenga og Liverpool ?
Af hverju ekki að fá Joey Barton frýjan frá Newcastle, gætum kannski hent Pouslen í þá í leiðinni. Ég væri alveg til í að fá einn Barton í stað Poulsen ( http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=112336 )
Sterkt byrjunarlið. Virkar eins og alvöru leikur í vændum. Vita menn eitthvað hvað er að frétta af Fabio Aurelio? Ekki í hóp í dag? Ekki djóka með að hann sé meiddur!
Lfc Tv er búið að slökkva á útsendingunni á meðan leik stendur.
Flottur gjörningur með rósirnar þarna. Virðingarvert að gera eitthvað aðeins meira en einnar mín. þögn alltaf.
Flott lið…LOKSINS!
Vona svo sannarlega að við fáum ekki á okkur 3 mörk í þessum leik 🙂
YNWA
Spennandi byrjunarlið, þetta verður áhugavert.
so far so good
Jinxaði þetta
Er farinn að hafa smá áhyggjur af vörninni.
þetta eru farin að vera mörg mörk á móti litlum liðum.
Hvað er í gangi með varnarleik þessa liðs? Þetta var fyrsta sóknin þeirra!
1-0.. frábært :/
Orðið 1-0…Fannst Carra líta frekar illa út í þessu marki. Fyrir það fyrsta átti hann að elta senterinn út þannig að hann hefði ekki átt að fá að snúa með boltann fyrir framan teiginn og síðan fylgdi hann ekki manninum eftir þegar hann kom inní teiginn.
Jæja ! Þetta er ótrúlegt, ótrúlegt !
Og víti en ekki hvað…. Þetta er að fara að vera lékegasta vörn allra tíma.
Vörnin hjá LFC lítur skelfilega út, 2-0
Þetta boðar alls ekki á gott. Sama sagan, endalaust.
Erum við að tala um 2-0 fyrir Valerenga? Hvað er í gangi. Virkilega sterkt byrjunarlið Liverpool en getur samt sem áður ekki staðið af sér tvær sóknir. Djöfull
Nú voru gloríur hjá Glenn Johnson í vörninni að kosta annað mark….Þetta lítur hreint ekki vel út.
Var ekki talað um að styrkja vörnina fyrir tímabilið? Þýðir ekkert að reyna að reddar sér í janúar eins og á síðasta tímabili þetta þarf að gerast strax
Þegar lið frá Noregi er með metri sókn en Liverpool FC þá er einhvað að, efast um að þeirra sókn hafi kostað 35.m.punda…
Þegar stórt er spurt, þá spyr maður sig – Hvurslags varnarleikur er þetta eiginlega??
Veit ekki hvort þetta sé alfarið vörninni að kenna. Miðjan er alveg að skíta á sig. Eru allt of aftarlega.
Downing er reyndar búinn að sýna fína spretti
Henderson er hins vegar að valda vonbrigðum
Spurning hvort að Hyypia sé tilbúinn að taka eitt tímabil í viðbót…?
Það er verið að taka Glen í rassgatið ekkert flóknara en það
Vil bara benda mönnum á, þetta er hálfgjört varalið hjá Vålerenga.
Þetta er eins og sigti, bara aðeins fleiri göt!!
Fullkomlega sammála þér jonasb, miðjan er í skotgröfunum. En vörnin er engu að síður slök, Johnson og Carra á hælunum.
Búinn að sjá nokkra leiki hjá utd og chelsea upp á síðkastið og við erum nokkrum ljósárum á eftir þessum liðum!
Jæja ég held það sé nokkuð öruggt að við verðum að styrkja þessa vörn… hvort Shawcross sé lausnin á því veit ég ekki, en eitthvað verður að gera.
Ánægður með Downing, eini ljósi punkturinn á þessum fyrstu 30 mín
Hvar er Maxi?
Ekki bara vörnin léleg, sóknarleikurinn er vandræðalega hugmyndasnauður.
Þetta er 18 ára gutti að taka Glen johnson í rassg…. hefur spila með varaliðinu hjá Valerenga. verður bara gaman að sjá hvort þetta virkar eitthvað betur á sunnudaginn á móti Valencia
Þessi miðja er “shocking”, Lucas og Meireles eða Aquilani labba inní þetta lið.
Er Glen Johnson veikur? Hann á ekki séns í þennan kantara.
Aquilani inná fyrir Henderson í hálfleik
Glen Johnson er að dr…. á sig ítrekað.
Agger er það ferskasta í sóknarleiknum. Ekkert vit í því
Strákar!!
Hugsið um lélegt fótbolta lið Liverpool er lélegra (sagt og skrifað ótrúlega grátlegt en satt)
Kv. Grjótharður Púllari 🙁
Jaaaá meistari Andy
Voðalega er hann Adam klaufalegur í þessum brotum sínum. Stórhættulegt dæmi.
En munur að fá mann eins og Agger inn í þetta lið, barátta og flottir sóknartilburðir ; )
Er ekki orðið tímabært að setja Aquilani inná? Það vantar allt spil í þessa trukka á miðjunni. Downing góður, Agger góður og þá er það upptalið.
Nenni ekki að vera neikvæður en Downing er búin að vera flottur í þessum hálfleik.
Aquilani hefði virkað miklu betur en C. Adam gegn svona þéttu liði, Downing virkar góður, keppnisfylingur í honum. Carroll virkar eitthvað svo þungur á sér? Glen Johnson er bara ofmetinn bakvörður.
Fyrri hálfleikur: Vörnin er skelfileg. Ljósi punkturinn er að skotfóturinn á Agger er aftur mættur til leiks eftir langa fjarveru! Downing nokkuð hress. Henderson vonbrigði.
Koma svo í seinni hálfleik!
Miðað við spilamennskuna í þessum æfingaleikjum stefnir í að við byrjum tímabilið með NÚLL stig!!!!
Hvað eigum við að gera!!!!!!!!!!????
Já og Lucas er búinn að vera ömurlegur, ekkert sést í leiknum.
ég skil ekki suma hérna seigja að henderson sé vonbrigði eftir einn hálfleik
Skil ekki hvað er verið að láta Downing hanga út á hægri kanti þegar við erum með carroll í boxinu.
Það er greinilega tvennt sem er í gangi í þessum undirbúningsileikjum. Í fyrsta lagi hafa verið gefin út fyrirmæli um að forðast meiðsli. Í öðru lagi er greinilegt að Dalglish er að leita að leiðtoga.
Eisi Lucas er ekki enn byrjaður að æfa veit ekki hvað þú ert að væla útaf hans framistöðu
Tók eftir því í samantektinni að Spearing er búinn að vera inná allann tímann…
Dapurt er það. Liðið virkar þungt og þreytt. Vörnin mjög slök, miðjan enn verri og ekki mikið um sóknartilburði. Enn ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og hef trölltrú á að liðið verði öflugt í vetur. Eigum við ekki bara að kenna erfiðu æfingarprógrammi um.
Við eigum eftir að negla þá í seinni hálfleik 🙂
á einhver af þessum 11 liverpool mönnum eftir að spila í vetur? afhverju setur kóngurinn ekki okkar bestu menn inná völlinn, frekar en þessa stráka??
Þótt að þeir líti alveg eins út okkar bestu menn, þá skal enginn segja mér að þetta ´seu þeir!!
Jan Molby, kaldhæðni er samskiptatækni sem fullorðið fólk notar til þess að gera, óljóst, grín að einhverju.
Hér er dæmi “Jamie Carragher er svo góður skotmaður að hann lætur skotin hans Ronnie Koeman líta út eins og innköst”
Þetta myndi útleggjast sem kaldhæðni.
Hér er annað dæmi, en hér æsast leikar og málin gætu farið að vandast.
“Vegna þess að ég sit uppi í sófa og horfi á Liverpool spila fótbolta og les ALLAR fréttirnar á NewsNow þá hef ég rétt á því að gagnrýna Kenny Dalglish vegna þess að ég veit betur en hann, hvað hefur hann svo sem gert?!”
Þetta hljómar eins og kaldhæðni, kæri Jan, en er nú samt sem áður hugarfarið hjá stórum hópi af handónýtum stuðningsmönnum Liverpool FC.
Svona svona, þetta er að mörgu leyti fyrsti leikurinn hjá þessum mönnum saman. Voru sprækir fyrstu 10, skitu á sig næstu 25, en fóru að rísa upp í restina. Staðan ætti að vera 1:0, þar sem vítið átti ekki að vera víti og markið hans Carrols var pjúra hendi. Glen og Agger góðir sóknarlega en ekki varnarlega. Agger virðist halda að sókn sé besta vörnin, gengur þó ekki alltaf upp, menn verða líka að geta varist. Það er eitthvað samskiptaleysi þarna í vörninni en það ætti að vera auðvelt að laga það fyrir byrjun móts. Ef Glen stendur sig ekki þá höfum við alltaf sprækan Kelly tilbúinn á hliðarlínunni. Adam er skelfilegur varnarmaður, fáránlegt brotið rétt fyrir utan teig þegar hann rauk aftan í manninn. Downing er búinn að vera frábær, Kyut hleypur og hleypur, klúðrar og hleypur meira. Hvar er spearing…sést ekki.
Nú vil ég fá blússandi sóknarleik, hraðan og skemmtilegan reitarbolta og 5 mörk. Sé engan tilgang í að setja Aquilani inn á ef hann er ekki hugsaður sem Liverpool leikmaður í vetur. Úrslit í þessu leik skipta litlu máli nema fyrir stoltið en það eru fáir aðrir á bekknum sem geta breytt leiknum…
Kenny hefur sett nýja útgáfu af Spearing inná í hálfleik 🙂
Menn virðast eitthvað eiga erfitt með að taka á móti boltanum stundum, en þetta er bara æfingaleikur, hef engar áhyggjur af þessu. Menn komast í allt annann gír þegar tímabilið sjálft byrjar ! Er 1000% viss um það.
Eisi 72. Byrja ekki öll lið með núll stig?? Eða er búið að breyta þessu eitthvað?
Miðað við histeríuna í kringum þessa ÆFINGAleiki þá mætti halda annað, Toni.
Shelvey að koma inná með númerið hans Suarez á bakinu. Hlýtur að þýða að við séum að fara að seja Suarez.
Menn virðast eiga mjööög erfitt með að skilja kaldhæðni Eisa um þetta allt saman, Lucas er ekki inná og æfingaleikir skipta engu máli uppá frammistöðu liðsins í deildinni og hann hefur valið á benda á það á svona skemmtilega kaldhæðinn hátt.
En það má allveg deila um hvort að öll lið byrji jöfn, enda hefur mörgum verið tíðrætt um að sum dýrin sé jafnari en önnur 😉
Poulsen er betri en Spearing. Þessi mannskapur er ekki að fara að vinna neitt meistaradeildarsæti.
Finnst að menn mættu bjóða sig meira, í hlaup og svoleiðis, heldur staðir þegar þeir eru ekki með boltann
Spearing er for ringe!
Takk Dísa, ég var næstum búinn að gúgla “kaldhæðni” til að athuga hvort ég væri nokkuð að ruglast á þessu miðað viða hvað menn eru, langar að segja tregir, en ætla að segja þunnir 🙂
Ég fattaði alveg kaldhæðnina, enda var ég að fíflast líka 😉
Eg hef aldrei skilið þetta með hann Shelvey. Mér hefur aldrei fundist hann geta skít !
Ahh, tvöföld kaldhæðni!
Afhverju er ekki búið að búa til kaldhæðni font, það getur verið erfitt að skynja svona subtleties í rituð máli.
Annars hef ég engar áhyggjur af þessum leik, eða leikjum, efað þetta verður svona á móti Sunderland, þá skal ég fara að byrja að hafa áhyggjur.
Frekar leiðinlegt samt fyrir LFC aðdáendurnar í Noregi (sem og annarstaðar á þessu undirbúningstímabili) sem að borguðu sig inná þennan “leik”.
SB Nákvæmnlega, gaurinn er orðinn 19 ára gamall og á ekki skilið fleiri tækifæri.
Agger……
Aquilani hvad?
Eisi hann þarf bara að borða betur
Það ætlar enginn að ljúga því að mér að liðið geti ekki notað leikmann af kaliberi Aquilani
Djöfull breytist leikurinn með Aquilani… er ekki að skilja það að við séum að reyna að losna við hann.
Aquilani þurfti eina mínútu til að leggja upp mark og vera næstum búinn að skora 😀 Vill Meireles frekar í burtu en hann !
3 mínútur, frábært skot stoðsending og hitt hornið hefði átt að vera mark, endilega halda þessum manni.
Aquilani er með þetta touch sem þarf finnst mér…
Sammála síðustu ræðumönnum!
jæja Agger aftur 3-2….
Aqua man er búinn að vera rosalegur þessar 10 mín sem hann er búinn að vera inná
Daniel Agger er maðurinn.
Hann er búinn að breyta leiknum algjörlega.
sko
Flott hjá Agger að skora 2, verst hins vegar að hann meiðist bráðum 🙁
Guð minn góður ekki selja Aquilani !!!!!!
Afhverju keyptum við C. Adam þegar við eigum Aquilani..
Sammála mönnum að Aquilani sé góður, en hann vill hreinlega ekki spila í Englandi 🙁
112. Rólegurrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
hver er staðan ? og hverjir skoruðu ?
Aquilani getur gengið inn í hvaða lið sem er nema auðvitað Liverpool.
Fór 3-3…. Carroll með 1 og Agger 2….
Norðmenn skorðuðu á 4 mín í uppbótartíma
þetta er ekki gott að fá á sig 15 mörk í 5 leikjum hef áhyggur að vörninni
Staðan ???
Kalt mat, það vantar vinstri bakvörð. Hvar voru Aurilio og Insua annars í dag?
Er ég eini sem fannst Carragher vera hálfger sulta í dag?
Lét ýta sér í burtu léttilega og var bara ekki eins góður og hann getur verið.
Það sem vantar fyrir leikinn gegn Sunderland er Skrtel við hlið Aggers og einhvern glænýr vinstri bakvörður. Það er bara staðreynd.
Hrikalega verð ég fúll ef Aquilani fer!!!!! það er bara rugl….
People! Bakvörðurinn kemur! Annars held ég að Aquaman verði stórgóður með liverpool í sumar ef hann fer ekki.
Það eru tvær stöður sem að mínu mati þarf sérstaklega að bæta. Það er vinstri bakvörður og miðvörður til að leysa carragher af hólmi því að Carra er bara að verða búinn. Síðan þurfum við holding midfielder til vara fyrir lucas því spearing er ekki nægilegar góður. Shelvey má svo bara vera heima hjá sér en Aqulani má endielga vera áfram því eins og margir hafa bent á þá kom hann ferskur inn á og hafði mjög góð áhrif á leikinn
Fannst Carra líta ílla út í fyrsta og síðasta markinu.
Í fyrra markinu pressar hann ekki boltann og í síðasta markinu er hann skilinn eftir af sóknarmanninum hjá Vålerenga.
Gott að sjá Agger og Carroll skora 🙂
Það er alveg klárt að það verður að koma jafnvægi á varnarleikinn. Það gengur ekki upp að vera fá á sig 3 mörk í hverjum einasta leik og skiptir engu þó að um æfingaleiki sé að ræða. Carra virkaði mjög þungur og mark nr. 1 og 3. skrifast að hluta til á hann. Vinstri bakvarðastaðan er höfuðverkur og það þarf nauðsynlega að manna þá stöðu betur.
Það sem vantar þó sárlegast er leiðtogi í vörnina. Því miður hefur liðinu ekki enn tekist að finna arftaka Hyypia en með brotthvarfi hans missti liðið ekki bara frábæran leikmann heldur einstakan leiðtoga sem var lykilmaður í vörninni.
Er ekki að skilja mat Kristjáns Atla á frammistöðu manna í leiknum. Gat ekki séð að
Charlie Adam væri að gera nokkurn skapaðan hlut í þessum leik.
Aquilani og Shelvey virkuðu líflegir. Hallóóó. Aquilani breytti leiknum þegar hann kom inná eins og hann gerði í síðasta leik. Vona að Henry taki fram fyrir hendurnar á elítunni og stöðvi sölu á honum.
Er þetta ekki bara þrjóska með Aqualini ? Búið að ákveða að hann eigi að fara og búið að versla mann/menn í hans stað. ( þeas vegna þess að hann átti aldrei að gera neitt annað en að mæta á nokkrar æfingar )
Kenny hefur alltaf ætlað sér að byggja upp sterkan breskan kjarna hjá Liverpool. Enska baráttuhunda sem eru ekki með neitt helv væl. Hinsvegar er ekkert sem segir manni að það sé það sem virkar við að koma liðinu í fremstu röð á nýjan leik. Ég persónluega myndi vilja sjá fleiri flinka hraða leikmenn hjá okkur sem geta tekið menn á, sama hvaðan þeir eru, en hvað veit ég, risastór sófakartafla með majónes útá kinn.
Eins og staðan er í dag, 1. ágúst, þá er Aquilani yfirburðamaður á miðjunni hjá okkur. Hann er betri en Adam, Henderson, Shelvey og Spearing. Óvíst hvernig Gerrard, Meireles og Lucas eiga eftir að koma inn í þetta, en jafnvel þótt þeir færu allir í byrjunarliðið þá ætti Aquilani a.m.k. að vera næstur inn. Bara Dalglish: plís, ekki seljann. Finna leiðir til að gera hann ánægðan í Liverpool!!
Glen Johnson , úfffffff!!
Veit ekki alveg hvort mér líst á þetta hjá Kenny að ætla að selja alla útlendingana og halda í Bretana.
Man Utd > Liverpool
lol
Liverpool stuðningsmenn > Manchester United stuðningsmenn
Í öllu, sérstaklega þó klassa.
lol
Sammála #128
Bæði mörkin í seinni hálfleik koma eftir þrususkot frá Aquilani sem markmaður ver í horn, Aquilani tekur svo hornspyrnurnar sem Agger afgreiðir listavel.
Væri til í að sjá einhverjar heimildir fyrir skrifum margra hérna inni um að Aquilani vilji ekki spila á Englandi. Finnst menn hafa mikið reynt að lesa á milli lína eða hreinlega giska í eyðurnar í þeim efnum. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekkert á móti því að spila fyrir Liverpool. Kannski vill hann frekar spila á Ítalíu en það er ekki þar með sagt að hann vilji ekki spila á Englandi.
Adam átti fínar rispur en var ekki góður í leiknum, Henderson og Downing mjög líflegir og áttu góða kafla. Kuyt var ekki mikið að finna sig í leiknum enda er þessi mannskapur og uppstilling að mínu mati ekki sniðin að hans styrkleikjum.
Vörnin í heild var slök og Spearing út á þekju. Ótrúlegt að hann hafi hafnað lánsamningi hjá Wolves því hann er væntanlega ekki ofarlega í göggunarröð miðjumanna Liverpool.
Brotthvarf Hyypia er vissulega liður í versnandi varnarleik Liverpool síðastliðin tvö tímabil, en öldrun Carra vegur þó þyngra. Tímabilið 2008-09, þegar vörn liðsins var í heimsklassa, spilaði Hyypia ekki nema 16 deildarleiki. Carra spilaði hinsvegar hvern einasta leik og átti frábært tímabil. Núna má þakka fyrir að hann nái 20 góðum deildarleikjum á tímabili og er mun síðri en hann var. Besti maður liðsins í dag, Daniel Agger er of óárennilegur og Soto og Skrtel eru engir varnarstjórar. Gæða miðvörður sem getur hoppað beint inn í liðið er það sem Liverpool vantar helst, þessir æfingaleikir hafa ekki sýnt fram á neitt annað.
Ég ætlaði ekkert að horfa á þennan leik í dag en mágur minn sannfærði mig um annað. En mikil lifandi ósköp voru menn slappir. Ég bara skil ekki hvaða ofurtrú menn hafa á Jay Spearing. Hann bara getur ekki verið hluti af sterkustu heild Liverpool. Hann er svo ydirnáttúrulega lélégur leikmaður að hálfa er nóg. Hann á ekkert erindi í lið sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni, SORRY! Charlie Adam var svo arfaslakur í dag og varnarlega er hann bara mjög lélégur leikmaður. Carragher er svo orðin hægur og staðsetningar hans eru ekki góðar.
Það er nokkuð ljóst að það þarf að kaupa vinstri bakvörð og varnarmann í það minnsta, helst tvo af hverju. Svo varðandi Aquilani þá bara botna ég ekkert í því afhverju menn eru að reyna að losna við hann. Maðurinn breytti leik sem var að fara að tapast og sneri því upp í sigurleik sem endaði svo jafn. Hann var án efa sá leikmaður í dag ásamt kannski Downing sem að sýndi takta og vilja til að vinna þennan leik. Henderson var að reyna en aðrir fá falleinkun hjá mér í þessum leik.
Í fyrri hálfleik þá var eins og Liverpool væri litla liðið í þessum leik, Valeranga lék sér að vörninni og átt í engum erfiðleikum með slaka miðju. Það er engin á miðjunni að verja vörnina þegar Lucas er ekki og ég fullyrði að ef hann hefði verið með þá værum við ekki að sjá eins mikin markafjölda. 15 mörk í 5 leikjum er hrikalega dapurt. Það er himin og haf á milli þess að þetta lið sé klárt í fyrsta leik 13 ágúst!
Menn verða að byrja að vinna og hugsa um þetta af alvöru því eins og þetta birtist mér inn á vellinum þá er eins og sumir þar séu ekki að nenna þessu og fari í þessa leiki með hálfum huga! Sorry það er kannski ekki þannig og leikmenn telja sér kannski trú um annað en þannig birtist þetta.
MJÖG MJÖG MJÖG slappt undirbúningstímabil, eitt það slakasta frá því ég fór að fylgjast með af ráði! Hysja upp um sig brækurnar og drullast til að fara að gera eitthvað, eða þá fara eitthvað annað!
Veit einhver hvort hægt sé að nálgast upptöku af leiknum í heild á netinu??? Væri frábært að fá infó um það
Það er hægt að sjá leikinn allan inn á http://www.liverpoolfc.tv. Það er kannski ekki komið strax inn en kemur örugglega fljótlega
Mín upplifun af nokkrum leikmönnum eftir þennan leik.
Agger og Downing þeir menn sem stóðu sig vel í leiknum að mínu mati. Downing var sífellt ógnandi og átti fínar fyrirgjafir og spretti í leiknum. Agger flottur að vanda. Skoraði 2 mörk og varðist vel þegar hann þurfti.
Allt í lagi menn í dag voru Henderson og Spearing. Aquilani hinsvegar var flottur þessar nokkrar mínútur sem hann spilaði og sammála mönnum um að við eigum alls ekki að selja hann. Búinn að vera besti miðjumaðurinn okkar á undirbúningstímabilinu.
Lélegir menn í dag voru að mínu mati Carragher, Kuyt, Adam, Flanagan, Robinson, Johnson, Kelly.
Ég skil ekki þetta rugl að vera alltaf að dæla háum boltum á Andy Carrol. Það skapaðist hætta í 2 skipti af svona 100 þegar alltaf var verið að dæla boltanum fram. Það komu miklu hætturlegri færi þegar að menn voru að skjóta fyrir utan teig.
Ég ætla mér að vera með áhyggjur núna.
var á leiknum í kvöld og klárlega besti maðurinn á vellinum var Aquilani…!!!!! get ekki trúað því að við getum ekki notað hann í vetur…..
Alberto var einfaldlega besti leikmaður liverpool í þessum leik eins og hann hefur verið allt undirbúningstímabilið. Hann gerði meira á 15 min heldur en allir miðjumenn liðsins í 75 min. Spering fannst mér arfaslakur allan tímann, Charlie Adam virkaði alltof þungur, með heimskulegt brot, lélegur varnarlega og kom ekkert út úr honum sóknarlega, Henderson var þó með skynsamleg hlaup og sýndi ágætis takta.
Downing og Agger voru góðir en Aquilani var bestur. Það verður mér alveg óskiljanlegt ef Liverpool selur Aqua nú þegar Gerrard og Meireles eru meiddir. Hann er einfaldlega heimsklassa miðjumaður sem er ekki að fá sanngjarna meðferð hjá Liverpool, því miður virðist elítan í Liverpool ásamt Kenny verða búnir að afskrifa drenginn.
Carragher getur ekkert í fótbolta !!!
Andskotans helvítis fucking skiljiði það !!!
Það á ekki að vera nóg að vera með stórt Liverpool hjarta til að komast liðið… sjá carra og þennan spearing(stafsetn) geta ekkert í fótbolta… t
Það sást á leiknum í dag hversu óskaplega mikilvægir Lucas og Suarez verða fyrir Liverpool á þessu tímabili, vörnin hefur miklu meira að gera þegar Lucas er ekki að hjálpa þeim og sóknarsinnuðu miðjumennirnir munu fá frið til þess að minnka varnarleikinn hjá sér og búa þá til eitthvað meira í sókninni í staðinn, svo var hugmyndarleysið í sókn Liverpool í dag (þangað til að Aquilani kom inná) alveg hrikalegt en Suarez mun koma til með að breyta því til muna. Það er kannski gott að undirbúningstímabilið hefur verið án Lucas og Suarez því að það sést mun betur hverjir eru lélegir og hverjir eru góðir þegar þeir tveir eru ekki til að redda hlutunum. Hlýtur bara að vera að KD sjái hverja þarf að losna við og hvar þarf að bæta við!!
Þið sem haldið að það sé eitthvað nýtt á nálinni að Liverpool séu lélegir á undirbúningstímabili þurfa nú eitthvað að fara að rifja upp síðustu ár!
Ég er kannski sá eini sem er bara virkilega svartsýnn eftir þessa æfinga leiki sérstaklega þegar maður skoðar síðan úrslitin í æfingaleikjum hjá Chelsea, Man City, Man Utd og Arsenal. Ölli þessi lið hafa spilað jafn marga leiki og Liverpool ekkert þeirra hefur tapað leik. Chelsea með markatöluna 12-0 unnið alla sína leiki. Man U unnið alla sína leik og með markatöluna 20-3 og unnið alla leikinina með meira en tveimur mörkum fyrir utan Barcelona, Man City gert eitt jafntefli og unnið hina 4 og með markatöluna 11-2 unnu t.d Inter 3-0. Arsenal hefur síðan gert 3 jafntefli en eru samt með markatöluna 10-5 ég bara get ekki séð hvernig við getum keppt við þessi lið þegar við getum ekki einu sinni unnið varalið Valerenga sem eru að skíta á sig í norskudeildinni og skítum á okkur á móti stórliði Hull.
Það er allt í lagi að gagnrýna og það má líka gagnrýna Kónginn þegar árangurinn er ekki betri en þetta. Já og þetta eru æfingaleikir en mér er nákvæmlega sama þetta eru líka æfinga leikir hjá þeim sem eru að mæta okkur og líka hjá hinum topp liðinum á Englandi. Það er greinilegt að liðið er bara als ekki tilbúið fyrir þetta tímabil og það hlýtur að valda manni áhyggjum.
Ég sá ekki allan þennan leik og get því ekki dæmt um það hverjir voru að standa sig vel og hverjir ekki enda get ég ekki séð að menn hafi verið að standa sig vel þegar þeir rétt merja jafntefli gengn einhverju norsku varaliði.
Maggi við höfum líka ekkert getað síðustu ár og vorum kannski að vonast til að það myndi breytast með nýjum þjálfar og nýjum eigendum!!!!
Sá nú bara síðasta hálftímann í seinni hálfleik en heyrði kunnuglegt stef af þeim fyrri: Johnson gefur mörk, Carra of gamall, Spearing ekki nógu góður, of margir háir boltar á Carroll o.s.frv. So what else is new?
Þó er gott að sjá að menn höfðu þó þá sjálfsvirðingu að berjast fyrir sigri í leiknum og gott að Agger er kominn á ról á ný. Samstarf Downing og Carroll lofar líka góðu og Aquilani sýndi af hverju hnakkrifist er um hann hér á þessu spjalli sem og við flest tækifæri þegar tveir eða fleiri púlarar ræða saman. AA hefur þessa vídd og boltabrein sem þarf til að sigra leiki en spurning hvað verður með hans mál. Miðað við meiðsli Gerrard og þá áherslu John W. Henry að komast í topp 4 á þessu tímabili þá held ég að þeir ásamt Kenny og Commolli verði að hugsa hvort að það sé ekki lúxus sem þeir verði að leyfa sér að splæsa í launin hans. Nú ef að Gerrrard kemur alheill aftur í september og Adam & Henderson smellpassa inn á miðjunni þá er hægt að selja AA í janúar og eflaust mörg lið til í mann á hans kaliberi sem ekki er Evrópubundinn. En miðað við meiðsli Gerrard þá gæti þetta reynst lykilákvörðun, en ef AA vill heim þá fer hann þangað á endanum.
Hins vegar er hörmulegt að fá á sig 3 mörk í fimmta leiknum í röð. Gildir einu þó að þetta séu æfingaleikir eða ekki. Lið í þessum klassa á að gera miklu betur og sérstaklega með varnarsérfræðinginn Clarke á bekknum. Ekki fengu Manchester United á sig þrjú gegn Barca og þó er það sterkasti andstæðingur sem hægt er að mæta. Þetta sýndi bara enn og aftur fram á þörfina á styrkingu í vörnina og það strax. Ef Henry er alvara með CL að ári þá þarf að splæsa í Enrique og Cahill og ekkert bull.
Einnig finnst mér Kenny hafa vannýtt þessi æfingaleiki að ákveðnu leyti með því að ætla bara að taka leikinn í kvöld hálf-alvarlega og svo þann síðasta al-alvarlega. Allt í lagi að taka Asíu-leikina eins og gert var en síðan hefði mátt auka ögn fyrr að spila sitt sterkasta lið saman og reyna að láta þá stilla sína strengi. Eins og staðan er í dag er þetta ansi vanstillt og nú er bara einn æfingaleikur eftir til fínstillinga. Nú ef hann vildi leyfa öllum að spila þá bara að fjölga æfingaleikjunum um 1-2 og splitta upp í hálfgert A og B lið þar sem að menn í söluglugganum (Poulsen, Cole, Ngog o.fl.) leiða B-liðið ásamt kjúklingum gegn slakari mótherjunum en þannig væru fleiri að fá 65-75 mín. En líklega hefur spilað inni í hræðsla við meiðsli, endurkoma sumra úr meiðslum og stórmótum en fyrir minn smekk hefur þetta verið full miklar random uppstillingar til að nokkuð fáist út úr þessu.
En það er ekkert marktækt að kvarta yfir því að sumir leikmenn séu of hægir eða álíka. Á æfingatímanum er æft stíft á hverjum degi og stundum jafnvel á leikdegi. Þetta er gert til að byggja upp formið og oft eiga menn mun minni orku í þessa leiki frekar en á venjulegu tímabili þegar farið er varlegar í málin rétt fyrir leik. Þetta er gert til að toppa á réttum tíma og vonandi verður það raunin þrátt fyrir þessi ákveðnu fyrirvara sem maður setur við stöðuna í dag.
Jákvæðir punktar í dag voru loksins nokkrir fannst mér:
Pepe Reina spilaði 90 mínútur, sem væntanlega þýðir að hann verður 100% klár í mótið.
Daniel Agger kláraði allan leikinn og virkaði í betra standi en lengi áður. Mikið væri nú gott að sjá hann hafa náð tökum á líkamanum sínum, þvílíkur munur að hafa menn sem geta bæði sótt og varist af krafti.
Stewart Downing. Punktur. Sáum öll í dag hvað hann mun bæta í okkar leik, hann kemur boltanum inn á hættuleg svæði, með báða fætur góða og fínan hraða.
Andy Carroll skoraði með hægri, auðvitað hendi en kláraði vel. Markmaðurinn varði vel frá honum í seinni þegar hann fattaði að Downing myndi skila bolta til hans. Er að komast í betra spilform.
Hápressan í seinni hálfleik var flott – unnum boltann framarlega og norski markmaðurinn hélt þeim á floti. Sýnist ljóst að KD og SC leggja upp með 4-2-3-1 með hápressu. Fæ vatn í munninn þegar við sjáum Gerrard og Suarez með í þeirri pressu!
Alberto Aquilani átti frábæra innkomu. Er alveg handviss um að allir á Anfield sjá það eins og við en eitthvað annað er á ferðinni. Umboðsmaðurinn hans hefur sagt hann frekar vilja vera á Ítalíu en hann sé leikmaður Liverpool á meðan ekkert gerist. Held við þurfum ekkert að ræða þetta frekar, höfum farið yfir alla þættina oft og skulum sjá hvað verður. En hann var virkilega flottur í þessum leik og með hans innkomu lifnaði yfir Shelvey og sóknarleiknum.
“Hlutlausu” punktarnir fannst mér vera:
Jordan Henderson, orkumikill strákur sem er með flott auga fyrir spili. Í fyrri hálfleik átti hann erfitt með pressuna – en náði sér á strik í því í þeim seinni. Vona að við sjáum hann úti á kanti móti Valencia, sýndist hann vera mjög hraður.
Glen Johnson, byrjaði illa en vann sig svo inn í það sem var að gerast. Skipti miklu að sjá hann aftur í liðinu og svo var Kelly loksins að sýna eitthvað í sumarleikjunum þegar hann kom í RB.
Dirk Kuyt, kominn í sitt stand. Hleypur stanslaust, stjórnar pressunni en á afar erfitt með að spila boltanum frá sér.
Neikvæðu punktarnir fannst mér vera:
Varnarvinnan á miðsvæðinu var hryllileg, sérstaklega þegar Spearing og Adam spiluðu saman! Menn mega alveg skamma Carra og Johnson fyrir varnarvinnuna, en mörkin fara öll í gegnum miðjuna okkar áður en boltinn dettur út á kant og þar bara fá hafsentarnir enga hjálp! Hefði viljað sjá hvern Reina var að fara að skamma í fyrsta marki Vålerenga, en tippa á miðjumennina! Jay litli er sannarlega búinn að vera ömurlegur í þessu hlutverki sem Lucas leysti svo vel í fyrra og mikið vona ég að sá brasilíski verði tilbúinn í fyrsta leik. Svæðið fyrir framan miðja vörnina okkar hefur litið hryllilega út í sumar og svei mér þá að Poulsen vinur okkar leysti þetta betur en Spearing. Adam fannst mér lenda í vanda því hann var aftar en honum var ætlað vegna vandræða Spearing. Þetta var klárlega rætt í hálfleik því Spearing var neðar í seinni, en síðustu mínúturnar var hann aftur í ruglinu og varnarleikurinn var ótraustur. Bring back Lucas – NOW!
Vinstri bakvarðarstaðan er vandræðastaða. Einfalt. Var á því um tíma í vor að við gætum sparað okkur pening að kaupa þar en er alls ekki á því lengur. Robinson og Flanagan litu ekki vel út í dag, Insua búinn að vera lélegur og Aurelio á eilífðarstefnumóti við læknana okkar. Forgangsatriðið hlýtur að vera að fá vinstri bakvörð í þennan hóp. Annars verður farið á okkur á þeim væng frá fyrstu mínútu deildarinnar.
Charlie Adam var oftjúnaður í dag held ég, óð í skrýtnar tæklingar og fékk á sig alltof mörg brot. Er handviss um að hann verður látinn horfa á upptöku af þessum leik og bent á að hugsa meira um aðra hluti en að henda sér í menn út í eitt!
En annars var þarna skemmtilegur leikur og ég er handviss um að þjálfarateymið komst að mörgu um sitt lið í dag. Við þurfum að laga til djúpu stöðuna á miðjuna til að geta hápressað andstæðinginn eins og við viljum og við þurfum meiri gæði í spilið út úr vörninni, sérstaklega í vinstri bakverðinum. En við sáum líka að við getum verið mjög beittir fram á við og mér sýnist það vera áætlun kóngsins, sækja og taka áhættur.
Það er ég glaður með. Hlakka til að sjá Valencia leikinn!
Ef að Daglish lætur Aquilani fara er hann mongó
Léleg frammistaða í dag, en voðalega þurfa sumir að líta þetta dramatískum augum. Auðunn G (146), Chelsea, Man. U., Man. City fá engin stig fyrir þá sigra, né fyrir glæsilega markatöluna úr þessum æfingaleikjum sínum.
Þessir æfingaleikir í Asíu, Tyrklandi og Noregi nýtast upp á framhaldið og línur skýrast varðandi leikmenn (hverjir eiga að víkja og hverjum á að halda hjá liðinu) og leikskipulag komandi tímabils. Hver veit t.d. nema að ákveðið verði að halda Aquilani vegna góðrar frammistöðu í æfingaleikjunum. Ég er handviss um að a.m.k. tveir leikmenn í viðbót verða keyptir til að styrkja liðið fyrir lok leikmannagluggans, en líklega á að klára sölu(r) fyrst, t.d. á Jovanovic.
Svo held ég að ágætt sé að Kenny sé aðeins að dempa væntingarnar til liðsins (og sín) á undirbúningstímabilinu fyrir þá sem trúa að Liverpool vinni deildina strax næsta vor. Þá verður aðeins minni pressa á mönnum í fyrsta deildarleik gegn Sunderland, sem er jákvætt.
Ég veit vel að þau fá engin stig fyrir þessa sigra en þau hafa alla vega getuna sem til þarf til að vinna þessa leiki. Liverpool hefur bara ekkert verið að sýna í þessum leikjum það sem af er og það hlýtur að valda áhyggjum það eru rétt tæpar tvær vikur í fyrsta leik og þessum leik í dag vorum við líklega með það lið inná sem mun byrja leikinn á móti Sunderland eftir tvær virkur. Þetta lið var 2-1 undir á móti varaliði Valerenga ekki aðaðliði heldur VARALIÐI. En þú heldur sem sagt Guðmundur F að Kenny Daglish sé bara að gera þetta viljandi til að depa vætningarnar. Ég hafði nú ekki miklar væntingar til þessa tímabilis en var svona farinn að sjá að við gætum líklega verið að berjast um 4. sætið en miða við það sem ég hef séð hingað til þá tel ég ekki miklar líkur á því. Ég bara get ekki verið salla rólegur yfir því þegar liðið getur ekki einu sinni haldið hreinu á móti liðum eins og Hull, Valerenga og úrvalsliði Malasýu.
Góð samantekt hjá Magga á frammistöðum leikmanna og greining á leiknum. Hjartanlega sammála því að varnarmönnum okkar er vorkunn af þeirri varnarvinnu sem var í gangi á miðjunni. Spearing á einfaldlega ekkert í það að leysa stöðu Lucasar fyrir okkur. Hefur hvorki aga né les leikinn nægilega vel til að fylla í skörðin fyrir vörnina. Er bara orkubolti og vasaútgáfa (bókstaflega) af breskum box-to-box miðjumanni. Fór langt á adrenalíninu og góðum Kenny-fíling þegar hann fékk sinn séns í fyrra og stóð sig betur en búist var við. Er fínn í hópinn meðan hann sættir sig við lág laun og sitt hlutverk sem varaskeifa, en Conor Coady er margfalt efnilegri leikmaður en Jay.
Meireles er sá eini sem er nátturlegur leikmaður í þessa stöðu hjá okkur (get ekki talið Poulsen með hehehe) en AA hefur einnig spilað svona aftarlega á miðjunni en þá meira sem djúpt liggjandi leikstjórnandi a la Alonso. Báðir myndu gera mun betur en Jay í þessari stöðu en líklega verður annar hvor eða jafnvel báðir farnir á næstunni.
Menn þurfa kannski að fara varlega í að benda á yfirburði Aquilani í þessum leik, það vantaði jú Suárez, Gerrard, Lucas og Meireles. Hann var eini miðjumaðurinn þarna sem hefur spilað eitthvað að viti fyrir liðið.
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/valerenga-liverpool-friendly-august-2011-14292151/
Allt það helsta úr leiknum
Hvernig fá samt menn út að Shelvey sé lélegur og “megi vera heima hjá sér”? Hann er 19 og klárlega með efnilegri miðjumönnum í heimi og ef hann væri svona lélegur þá væri Dalglish líklega ekki að nota hann, hann er meðal annars fyrirliði u19 og læti. Hann stóð sig betur en C. Adam og Henderson til samans. Annars fannst mér Shelvey, Aquilani, Downing og Agger stóðu sig klárlega best í dag.
goðmundur f fa engin stig ut ur þessul leikjum , ekki reyna ad fegra þetta .. þetta er til skammar.
Dettur í hug að Reina sé að skamma Charlie Adam eftir fyrsta markið sem er eini af þremur miðjumönnum sem bakkar ekki… Finnst nú samt að Jay Spearing hefði mátt gera miklu betur…
Vålerenga eiga um 15 sendingar á milli sín í uppbyggingunni að þessu marki… virkaði allt of létt.
Að “ná” jafntefli gegn varaliði í norsku deildinni (dæs). Hvað getur maður sagt?
Það er ekkert að marka þessa æfingarleiki.
http://mbl.is/sport/enski/2011/08/01/sjotti_sigurleikur_bolton_i_rod/ Eigum við að hafa einhverjar áhyggjur af þeim?
Ef það er ekki komið á hreint núna að okkur vantar varnarmenn (Hafsent og V.bakvörð) þá mun það aldrei vera á hreinu..
En annars á maður ekkert að vera að væla yfir æfingarleikjum, hef trú á að menn verði tilbúnir í alvuruna 13.ágúst.
In King Kenny we trust!
Helv við megum ekki alveg missa okkur yfir Aqualini þó hann hafi staðið sig manna best í þessum æfingaleikjum. Var það ekki Voronin sem fór á kostum hérna á undirbúningstímabilinu fyrir nokkrum árum, gat svo ekki blautan þegar á hólminn var komið.
Svo er nú ekki eins og það sé biðröð eftir Aqualini á markaðnum. Hvers vegna ætli það sé ? Juve td keypti alla sína lánsmenn frá í fyrra nema Aqualini !
Semsagt ekki er allt gull sem glóir !
PS: In King Kenny we trust ! Þetta minnir mig á svona cult stemningu einhverja og læt þetta fara aðeins í taugarnar á mér. Maðurinn er mannlegur og þarf svo sannarlega að sýna það að hann rétti maðurinn til að stjórna Liverpool FC þó hafi verið það í fyrra.
SB, ástæðan fyrir því að Juve kaupir ekki Aquilani er að þeir fengu Pirlo frítt.
Og plís ekki bera saman Voronin og Aquilani.
Vúhú,þetta fer allt að bresta á og maður lifandi hvað þetta tímabil á eftir að verða skemmtilegt!!! langt síðan ég hef verið jafn bjartsýnn fyrir tímabil og nú.Fyrir mér var bara gaman að horfa á þennan æfingaleik í gær og fór ég ekki framá meira en að sjá nokkur mörk og nýju mennina okkar í rauðu treyjuni 😉 sbr. henderson,adam og downing svo var ekki leiðinlegt að sjá sterling koma inná og sýna hversu mikið efni þessi drengur er.
og enn fáum við 3 mörk á okkur reina stóð sig vel en vörnin er í molum vona að við byrjum deildina ekki svona