Du du du du duruddududu du ru du dududu – og svo framvegis.
Í dag er 12.ágúst 2011 og það þýðir bara eitt. Á morgun er fyrsti alvöruleikurinn í ensku Úrvalsdeildinni leiktímabilið 2011 – 2012 hjá okkar elskaða liði, Liverpool FC.
Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að benda öllum aðdáendum okkar á að skipt hefur verið um heimavöll á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum nú þakkað fyrir okkur á Players og Liverpool-klúbburinn á Íslandi hefur nú fært heimavöllinn yfir á Górilluna Stórhöfða 17. Endilega smella á linkinn hér að framan til að kynna ykkur þá þjónustu sem þar er í boði.
En aftur að leiknum sjálfum.
Eftir ömurlegt gengi lengst af síðasta vetrar þar sem við flest biðum spenntust eftir því að mótið kláraðist og betri tíð með blóm í haga myndi birtast á nýju tímabili, sem jú núna er að hefjast.
Sumarið hefur verið bara nokkuð viðburðaríkt. Margir leikmanna okkar fengu langþráð sumarfrí, þar sem ekki voru úrslitakeppnir EM og HM í gangi, en þó voru það tveir sem héldu í sína álfukeppni, Copa America, og komu frekar seint til æfinga. Þegar þeir voru mættir höfðu nokkrir nýir leikmenn bæst í hópinn, og væntanlega mun sá nýjasti skrifa undir í dag, ef hann er bara ekki þegar búinn að því. Velkominn José Enrique.
En nóg af sumrinu, við höfum öll velt okkur upp úr æfingaleikjum og vangaveltum um kaup og sölur, snúum okkur nú að alvöru málsins, brauðinu og smjörinu, því að safna stigum í deildakeppni og pælingum hvernig þessi leikur mun ganga fyrir sig.
Byrjunarliðið
Eins og fram kom í podcastinu okkar frá því á þriðjudag teljum við ansi margt liggja á hreinu í uppstillingu liðsins. Þó að Enrique bætist við held ég að hann muni ekki vera í leikmannahóp dagsins þar sem hann hefur ekki fengið almennilega æfingu hjá klúbbnum og því vörnin að mestu klár, miðjuparið þar fyrir framan líka og framlínan að mestu.
Stóra spurningin er hver verður settur fyrir aftan Carroll, sem second striker í 4-2-3-1 kerfi og tilbúinn til að sækja eins og senter í 4-4-2 kerfi. Ég tel þá keppni standa milli Dirk Kuyt og Luis Suarez, sem ég held að sé tilbúinn að leika frá upphafi á morgun – veit að þar eru mér ekki allir sammála – en held mig við það og tippa á eftirfarandi byrjunarlið:
Kelly- Carragher – Agger – Aurelio
Lucas – Adam
Kuyt – Suarez – Downing
Carroll
Á bekknum verða Doni, Flanagan, Kyrgiakos, Spearing, Henderson, Aquilani og N’Gog.
Ég er bara að skjóta út í loftið og vel má vera að ekki verði þetta raunin. Ef að Suarez er ekki talinn tilbúinn til að byrja leikinn held ég að Kuyt fari undir Carroll og Henderson á hægri kant.
Ástæðurnar fyrir þessum skoðunum mínum er að ég er handviss um að ætlun Dalglish er að hápressa þessa mótherja okkar og það eru Kuyt, Henderson og Suarez betri í en Aquilani sem mun svo koma inná í leiknum þegar á hann er liðið. Svo við spáum áfram í okkar lið þá held ég að Charlie Adam muni taka allar hornspyrnur og þar munum við sjá útfærslur sem hafa bara verið teiknaðar upp á æfingavellinum en Dirk Kuyt verður vítaskyttan.
Liðið okkar mun hápressa andstæðingana og reyna að refsa hratt, en ef að Sunderland ná að komast að miðjulínunni mun Lucas detta oní hafsentana og vængsenterarnir loka inn á miðju með það fyrir augum að þrýsta hættunni út á vængina – nokkuð sem var aðalsmerki liðsins eftir að Dalglish tók við með Clarke sem varnarþjálfara. Hvort að Aurelio aftur ræður við þá hættu sem við það skapast kemur í ljós en ég held að Kelly muni standa hana af sér.
Mótherjinn
Eins og þeir sem lásu spána okkar sjá teljum við Sunderland ná góðum árangri í vetur, lenda í 7.sæti eftir ansi mörg innkaup í sumar. Þó er einn aðalásinn þeirra, nýkrýndur fyrirliði John O’Shea, nú þegar búinn að kynnast sjúkradeildinni á Stadium of Light og mun því miður ekki verða með.
Liðið er uppbyggt af physical fótboltamönnum og mun liggja aftarlega á vellinum en tilbúið að sækja hratt. David Vaughan og Lee Cattermole eiga að brjóta upp sóknirnar og flengja boltanum fram á nýja framherjann, Connor Wickham sem lengi vel var líklegur til að vera í rauða búningnum okkar í vetur.
Svo að það er alveg ljóst að við erum ekki að fara inn í einhvern sultuleik á Anfield í fyrstu umferð, verðugir mótherjar sem munu krefjast aga og grimmdar gegn.
Samantekt
Verður hrikalega gaman að sjá fyrsta alvöru leikinn á tímabilinu. Mikill hraði strax frá byrjun, hasar fram eftir fyrri hálfleik þar sem mikið verður um aukaspyrnur og pústra. Staðan 0-0 í hálfleik en í upphafi þess síðari setur Suarez gull af marki sem þýðir að Sunderland þurfa að koma framar á völlinn. Í blálokin tryggir svo Carroll okkur sigurinn og fagnar vel fyrir framan Kop stúkuna, en hleypur þó alveg völlinn á enda og brosir framan í Sunderlandaðdáendurnar.
2-0 sigur og málið látið
KOMA SVO!!!!!!
Þetta er hárrétt byrjunarlið. Vel gert.
Þetta verður sigur í fyrsta leik, hef engar áhyggjur! Hef meiri áhyggjur af bröndurum sem geta fylgt því að heimavöllur Liverpool á Íslandi heiti Górillan! Var spáð í því eða?? haha
Ég komst á þá skoðun eins og þú Maggi ja ætli það hafi ekki verið á Þriðjudaginn að Suarez muni spila þennan leik. Ég spái þaraf leiðandi sama liði og þú.
Svaka dagur á morgun, rútuferð suður snemma í fyrramálið með Þórsurunum, maður sér svo aðalleikinn sem er Liverpool-Sundeerland á Ölver þar sem upphitun fyrir bikarleikinn fer fram og hleypur svo yfir á laugardalsvöll og sér Þór taka dolluna og rífa hana með sér til Akureyrar.
Maggi mætir þú ekki á laugardalsvöllinn í RAUÐU?
Annars spái ég að okkar menn vinni á morgun 3-1 .. við komumst í 2-0 sitthvorum megin við hálfleikinn með mörkum frá Suarez og Downing, Sunderland minnkar muninn þegar sirka 10 mín eru eftir áður en Carroll tekur svo 3 markið og fagnar eins og Maggi talaði um í upphituninni.
ÞETTA ER AÐ SKELLA Á, DJÖFULL ER ÉG SPENNTUR
Þumall á upphitunina…vel gert !
Ég spái 3-0. Kuyt með 2 og Adam með neglu fyrir utan teig ! 🙂
Guð minn almáttugur og heilagur Shankly. Þetta er að byrja strákar.
Þetta er svakalega erfiður leikur og lítið hægt að sjá fyrir sér en ég held að þú sért nokkuð nærri byrjunarliðinu þó svo að ég haldi að Suarez byrji á bekknum og henderson byrji inn á í stað hans þá vænanlega á hægri kantinum og Kuyt í holunni.
En þó svo þá held ég að við byrjum leiktíðina með stæl og tökum þetta 4-1 með mörkum frá Carroll x2, kuyt og downing setur eitt á debutinu sínu.
YNWA. Koma svo þvílík gleði.
Algjerlega sammála. Suarez will start. Kæmi mér jafnvel ekki á óvart ef Aquilani myndi byrja enda er hann búnað vera að spila mjög vel. En það er ljóst að það verður mjög áhugavert að sjá hvernig liðið verður. Koma svo!!
Steve Kean, þjálfari Blackburn, hefur lýst yfir miklum áhuga á að kaupa Sol Bamba frá Leicester. Burtséð frá því að Sven Göran segi að hann sé ekki til sölu, hversu geðveikt væri ef Blackburn myndi stilla upp miðvarðaparinu Bamba og Samba á þessu tímabili?
Vá þetta er bara að byrja á morgun ekki smá spenntur.
Ég ætla að tippa á þetta byrjunarlið á morgun.
Reina
Kelly-Carragher-Agger-Aurélio
Kuyt-Aquilani-Adam-Downing
Suáres-Carroll
Bekkur: Doni, John Flanagan, Sotirios Kyrgiakos, David N’Gog, Joe Cole, Jordan Henderson,Lucas Leiva
Spái því að Leiva og Henderson komi inn á í síðari hálfleik.
Úrslit 3-0
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/one-of-happiest-days-of-my-life
Enrique til Liverpool – staðfest
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/one-of-happiest-days-of-my-life
Jóse Enrique til Liverpool (staðfest)
hahaha siggi gátum ekki gert þetta meira eins.
Hermikráka 🙂
Af hverju er Meireles lagður svona mikið í einelti á þessari síðu? 😉
Hann verður nú allavega á bekknum
Svo er spurning hvort Enrique byrji ekki bara… http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/one-of-happiest-days-of-my-life
Afhverju er verið að leggja Meireles í einelti? Hann er meiddur og því ekki í liðinu. En já þetta er að skella á. Spái að við tökum þetta 2-0 Carrol setur bæði.
Síðan er hér áhugavert viðtal við Tom Werner stjórnarformann Liverpool http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/08/12/liverpool-fc-chairman-tom-werner-we-will-spend-big-to-bring-glory-back-to-anfield-100252-29224401/2/
Eru menn svona vissir á að Suarez byrji á morgun. Held að Kongurinn taki ekki séns á honum og hendi honum inná ef mark vantar í leikinn
Já sjitt hvað maður er urrandi spentur fyrir morgundeiginum!!!! svipuð tilfining og sjá alla pakkana undir jólatrénu þegar maður var lítill polli og maginn fór í mínus af spenningi 😉
Það er nokk klárt að þetta verður samt einginn barnaleikur að legja þetta sunderland lið en ég tel að það hafist ef Suarez byrjar og dettur í gírinn … vörnin okkar hefur ekki verið neitt brjálæðislega samfærandi svo ég spái fyrsta leik tímabilsins 3-2 og verðru sigur markið skorað á 92. mín
Auðunn 14 – Nei hann er ekki meiddur, hann spilaði t.a.m allan seinni hálfleikinn með Portúgal gegn Lúxemborg.
Djöfull er ég búinn að bíða eftir því að sjá loksins fyrstu leikskýrslu tímabilsins, its finally on!
Ég held hins vegar að við fáum á okkur mark á morgun, tökum þennan leik 3-1, Downing setur hann í fyrsta alvöru leiknum sínum sem og Kuyt og Carrol.
djöfull hef ég saknað þess að lesa leikskýrslunar hérna!
Risastór broskall!
Ég er ógó spenntur en er enn í vafa með Suarez… er sáttur við byrjunarliðsspána samt. Var með Suarez frammi í Fantasy Premier League, tók svo út en er að velta fyrir mér að setja hann inn aftur.
Þetta verður töff leikur á morgun, mikið af stolti og tilfinningum og nýjum mönnum sem vilja standa sig … ég spái því 1:0 þar sem Carroll tryggir sigurinn um miðbik leiksins.
Áfram Liverpool alltaf!
ég spái 5-1 rústi hjá okkar mönnum !
Charlie byrjar með geðveikri aukaspyrnu og svo tekur hann horn og Agger skorar. 2-0
síðan skorar einhver S’land maður..
2-1 í hálfleik.
í byrjun seinni hálfleiks skorar Andy Carroll með skalla.
síðan skorar Luis Suarez eftir að hafa slátrað vörninni hjá S’land.
Síðan gulltryggir Lucas Leiva okkur 5-1 sigur !!
YNWA. !
Af forvitni. Hver er ástæða þess að skipt var um heimavöll?
Nú Brynjar Þá er þessi síða ekki sú eina sem leggur hann í einelti því samkvæmt þessari síðu er hann meiddur. http://www.lfconline.com/feat/ed12/liverpool_v_sunderland__match_preview_692450/index.shtml. En það er rétt að hann er ekki skráður meiddur í Fantasy leiknum og hann spilaði líka á móti Lux en menn halda greinileg að hann sé enn þá meiddur samanber síðan hér að ofan.
Langt síðan ég var svona spenntur fyrir leik, enda langt síðan síðasti leikur sem skipti máli var spilaður.
Það sem geriri þennan leik við Sunderland extra spennandi er að sjá hvort kaupin í sumar bæti þá góðu spilamennsku sem liðið sýndi undir hans stjórn á síðustu leiktíð.
Nú er liðið búið að eiga lélegt pre-season sem hefur haldið stuðningsmönnum á jörðinni og engar bólu-væntingar til tímabilsins heldur einkennist umræðan af almennri jákvæðni í garð hópsins og stjórans.
Ólíkt tímabilinu í fyrra er mjög skemmtilegt að velta fyrir sér byrjunarliðinu enda hópurinn breiður og lítið um “óvinsæla” leikmenn sem stjórinn neyðist til að hafa í liðinu.
Mark:
Reina hinn Spænski er nr. 1 og verður það í vetur, Doni á bekknum.
Vörn:
Kelly hinn efnilegi og öflugi þar sem Johnson er lítillega meiddur
Carra hinn síungi og stöðugi
Agger hinn heili (eins og er), þetta er nokkuð öruggt þar sem Skrtel er meiddur, gott tækifæri fyrir Agger að halda sér heilum og eigna sér þetta sæti
Aurelio hinn ofurviðkæmi, hefur spilað töluvert á pre-season og gert vel, ólíklegt að Enrique hinn nýi hoppi beint inn í staðinn.
Miðja:
Kuyt hinn sívinnandi verður hlaupandi um allt hægra megin á vellinum en veit af Henderson og Maxi á bekknum, hefur þótt Kuyt vera óvenju stirðbusalegur á undirbúningstímabilinu, en hann er maður stóru leikjanna og fyrsti leikurinn er stór.
Lucas hinn misvinsæli mun líklega verða þarna, en þó má ekki gleyma trú stjórans á Spearing, tippa samt á Lucas.
Adam hinn nýi (Alonso) er með nokkuð garanterað byrjunarliðssæti að mínu mati. Mikil trú á honum.
Aquilani hinn óljósi er þarna inni að mínu mati í stað Suarez, hefur spilað vel og haldist heill. Ef hann fær ekki mínútur í þessum leik tel á að hans framtíð hjá liðinu sé engin.
Downing hinn örvfætti mun fá tækifæri til að eigna sér stöðu vinstri kantmanns og heilla stuðningsmenn og eyða efasemdum um eigið ágæti.
Sókn:
Carroll hinn hárfagri mun tróna einn á toppnum með taglið sitt flagsandi í augum mótherjanna.
Bekkurinn:
Doni verður fastamaður í þessari stöðu í vetur
Johnson er tæpur en gæti verið í hópnum, Enrique eða Flanagan gætu þó komið í hans stað
Wilson gæti trúað því að hann verði þarna í sínum síðasta leik fyrir Liverpool í bili, áður en hann fer á lán amk.
Henderson mun fá spilamínútur í leiknum en verður á bekknum til að byrja með, eða hvað?
Maxi á skilið að vera í hópnum, flottur leikmaður að hafa. Hægt að treysta á að hann skili sínu þegar kallið kemur.
Cole er líklega ekki byrjunarliðsmaður lengur, en gæti átt fast sæti á tréverkinu í vetur.
Suarez verður ekki fastamaður á bekknum í vetur, en væri gott að hafa hann til taks en helst ekki nota hann að svo stöddu.
Aðrir leikmenn (ekki pláss)
Ngog er síðasti strikerinn á blað og verður það nema að hann fari annað
Enrique, var að koma nýr inn, en gæti svosem alveg verið í hópnum
Pacheco er ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar, líklega hans síðasta tímabil til að sanna sig…. ef tækifæri gefst
Shelvey hefur á brattann að sækja í vetur
Kyrgiakos til ég að víki fyrir Wilson í þessum leik en muni eiga fast sæti á bekknum í vetur
Poulsen er víst þarna ennþá en verður með minniháttar hlutverk í vetur
Meireles (er hann ekki tæpur vegna meiðsla?) annars ætti hann að eiga pláss á velli eða bekk amk.
Gerrard er meiddur
Skrtel er meiddur
úfff…. ég er farinn að hallast að því að hópurinn sé aðeins of stór, sérstaklega þegar kemur að stöðu miðjumanna.
En flottur hópur hjá flottur liði og það boðar bara gott.
Spái erfiðum leik og tæpum 2-1 sigri þar sem Carrol setur eitt og Kuyt eitt.
Fyrir 50,5 milljón punda eyðslu síðan í janúar. Höfum við fengið Suarez, Carroll, Downing, Adam, Henderson, Enrique. Chelsea hefur eytt 50 milljón punda síðan í janúar í Torres. Við höfum eytt aðeins meira en Chelsea síðan í janúar og fengið 6 leikmenn, Chelsea 1. Fólk er að segja að við séum að eyða of miklu í leikmenn. Fólk er að tala um hvað við erum búin að eyða miklu síðan í janúar en staðreyndin er sú að við erum að eyða svipað miklu í leikmenn og stóru liðin.
Ætla að spá liðinu svona:
Reina
Johnson Carra Agger Aurelio
Henderson Adam Lucas Downing
Kuyt
Carroll
Aquilani, Suarez og Enrique koma svo inn af bekknum og fá að spreyta sig í 15-30 mínútur.
Ætla að halda mig á jörðinni og spá leiknum 1-1.
Adam setur mark í fyrsta leik en Gyan jafnar undir lokin. Svekkjandi jafntefli niðurstaðan.
@26 við erum búnir að eiða nær 100 heldur en 50, bara suares og caroll eru 50
Arnar, ég held að Sigurjón sé að tala um Nettó eyðslu
Kominn fiðringur í mann, fyrsti leikur á morgun. Hef góða tilfinningu fyrir leiknum og tímabilinu, tel Kenny geta komið okkur aftur á meðal fjögurra efstu.
Ennfremur ef Cahill kemur fyrir 1. sept. verð ég hæstánægður með kaup sumarsins, væri ekki verra að láta Ngog fara yfir og borga því aðeins minni upphæð fyrir topp enskan miðvörð.
Koma svo drengir, byrjum tímabilið á sigri!!!
Sælir félagar
Ég er að spá í að fara á leik í nóv (liverpool – Man City). Er ekki alveg með þessi miðamála á hreinu. Eg er ekki skráður í klúbbinn en sonur minn er skráður, Getur einhver þarna úti leiðbeint mér um það hvernig ég a að snúa mér í þessum málum? Er ekki alveg með þessi smartkort á hreinu.
Kveðja Sverrir
@28 rétt hjá isloga ég er að tala um nettó eyðslu
Ég spyr eins og GBE í #23. Er einhver ástæða fyrir því að “heimavöllurinn” var færður, eða var þetta bara spurning um að breyta til??
@33 Samkvæmt því sem Mummi segir þá var bara verið að breyta til og enginn önnur sérstök ástæða gefin upp.
@31 Sverrir þú ættir að geta fundið svör við þessu öllu hér http://www.kop.is/2011/06/28/14.40.39/
#33 Sverrir er að spá í miðamál og #34 Auðunn G benti á eldri færslu um skráningu í opinbera klúbbinn.
Ég hef einmitt aðeins verið að velta þessari skráningu fyrir mér. Ég millifærði 3000 kallinn og sendi tölvupóst með umbeðnum upplýsingum. Síðan hef ég ekkert heyrt, hvorki fengið staðfestingu frá íslenska klúbbnum að skráningin hafi verið send út né heyrt neitt einasta bofs frá þeim að utan. Og nú er þetta loksins að bresta á.
Getur SSteinn eða einhver annar góður vinsamlegast upplýst hvernig þessi mál standa?
Hver er linkurinn á fantasy premier league? Annars hefur maður engar áhyggjur á meðan þessi snillingur er að spila! http://www.youtube.com/watch?v=K4V9GEOTmyE snilldar myndband fær bara gæsahúð af þessu. Hann verður einn af 3 bestu leikmönnum á þessari leiktíð, giska ég á
36: http://fantasy.premierleague.com/
Já ég meinti deildin hjá kop.is?
#36 snilldarmyndband; just cant get enough.
Luiz Suarez er snillingur :).
ÉG vill fá poulsen i byrjunarliðið
Maður bara brosir eins og bjáni þegar maður horfir á Suárez spila fótbolta. þvílíkur karakter sem þessi gaur er!
Og svo spái ég 3-1 sigri okkar, með mörkum frá Carroll, Downing og Suárez, sem kemur inn á í blálokin.
Fabregas til Barca á næstu klst samkvæmt Sky! Ég var að hugsa um það hvernig Barcelona getur stilt upp sínu sterkasta liði og ég fékk nánast í hann!
—————- Valdes ————–
Dani Alves — Puyol — Piqué – Abidal
—– Xavi — Iniesta — Fabregas —
Sanchez ———————- Messi
David Villa
Bekkur: Pinto, Mascherano, Pedro, Busquets, Afellay, Adriano, Maxwell,
Laff!
Thiago kemst ekki einu sinni á bekkinn hjá þeim 🙁
#36 Ég var með gæsahúð allan tímann í þessu myndbandi. Ég veit ekki hvernig ég á að haga mér þegar ég sé myndbönd með honum, var einmitt að skoða gömul mörk frá honum þegar hann var ungur með lubba og þau eru ekkert lítið glæsileg mörg þeirra. 🙂
hver er kóðinn á fantasyið hjá ykkur á kop.is?
Jæja félagar, þá er þetta bara að byrja á morgun, é vill bara óska ykkyr alls besta í vetur og veit að ánægjustundirnar ykkar eiga eftir að verða fleirri þetta tímabil heldur en síðustu tuttugu ár… Við vinnum titilinn og það sem meira er að Man Utd á eftir að ger upp á bak þetta tímabil…. Eigið öll góðar stundir i vetur…
Áfram Liverpool… YNWA…
Þarf maður ekki að borga í klúbbinn til að njóta sérkjara á hinum nýja heimavelli? Á skráningarblaðinu á liverpool.is er ennþá talað um tímabilið 2010-2011
Poulsen verður eflaust metinn á 8 mills eftir næstu leiktíð. Ég reikna með því að hann verði “cult hero okkar liverpool manna og skori sigurmark á móti man utd. Það mun gera það að verkum að leikmenn united þurfa áfallahjálp sem mun koma þeim í mestu lægð sem þeir hafa upplifað í 30 ár. Aldrei að segja aldrei!
Sælir félagar
Fín byrjunarupphitun og er sammála byrjunarliðinum og fyrirvörum. Ég held þó að Sunderland muni setja eitt og við 3. Sem sagt 3 – 1 í fyrsta leik og tónninn gefinn fyrir tímabilið.
Það er nú þannig.
YNWA
Lúxus vandamál dagsins er að reyna að velja aðeins 3 leikmenn Liverpool í fantasy liðið mitt, usss hvað það er skemmtilega erfitt.
Annars spái ég 3 – 0 fyrir Liverpool. Stútfullur af bjartsýni fyrir þetta tímabil.
Lýst vel á Górilluna (styttra heim eftir ölið fyrir mig), skál fyrir því.
Ég er nokkuð bjartsýnn á þetta og set því hreinan 1 á þennan leik. Agger kemur með eitt og Adam eitt. Hefði viljað sjá Degen spreyta sig en á ekki von á því.
Segðu mér Sigkarl. “Þetta er nú þannig” slúttarinn hjá þér notar þú hann líka í töluðu máli? Endar þú samtöl t.d. við konuna þína á “það er nú þannig”?
Dæmi; “Góða nótt elskan mín, það er nú þannig.” “Varstu í klippingu ástin mín? Það er nú þannig.” “Eigum við að skella okkur á ball mín kæra? Það er nú þannig.”
Bráðskemmtilegt hjá þér!
ég segi að hann stilluur tessu upp svona: http://this11.com/boards/1313170386147430.jpg
Það er greinilega hægt að láta saklausustu hluti fara í taugarnar á sér.
Það er nú þannig.
Sælir félagar.
Ég var að velta fyrir mér hvort að þið vissuð um stað á Laugarvatni þar sem hægt væri að horfa á leikinn?
Kv.
PFA fans’ player of the year – Meireles
EPL’s best tackler – Lucas
LFC’s player of the year – Lucas.
Sunderland’s young Player Of the Year – Henderson
Newcastle United’s player of the Year – Enrique
Aston Villa’s Player Of the Year – Downing
Blackpool’s Captain – Adam
Juventus Player Of The Year – Aquilani
Nufc best goal scorer(before coming to Liverpool FC) – Carroll
Ajax’s captain – Suarez
Copa America’s best player – Suarez
Best captain – Stevie G
Best manager – King Kenny
Best team ever – Liverpool FC
Best football song – You’ll Never Walk Alone.
Best EPL keeper – Reina
http://www.youtube.com/watch?v=KFfCKy0nKr0
Players var góður, en ROSALEGA lýst mér vel á Górilluna, hljómar mjög spennandi og ekkert nema jákvætt að breyta til og hrista upp í þessu, : )
Lindinn á Laugarvatni sínir leiki.. best að hringja bara a undan ser 486 1262 😉
Jeminn ég var nú orðin frekar spenntur, en eftir lesturinn hérna held ég að ég sofi ekki nótt, farið að jaðra við múgæsingu well done stákar.
Held að kenny neyðist til að nota Suarez í þessum leik. Í þessu stuði sem hann er í þessa dagana þá fer hann sennilega bara sjálfur inn á völlinn ef hann fær ekki að byrja. Vona líka að Aqua byrji, meðan liðið er enn að mótast og menn að koma úr meiðslum vill ég frekar keyra yfir andstæðingin strax og skora 2 til 3 mörk áður en hann nær að standa upp aftur. Sendir líka ákveðin skilaboð til annara liða að byrja af krafti strax, no more passive agressive miðjumoð sem er dæmt til að enda á jafntefli.
Ég skýt á það að þessir 11 byrji á morgun. Reina,Kelly,Carragher,Agger,Aurelio,Kuyt,Spearing,Adam,Downing,Aquilani og Carroll.
Á bekknum verða Doni,Flanagan,Kyrgiakos,Lucas,Suarez,Cole,Maxi.
Gorillan? Eru menn ad grinast med nafnid a tessum stad?
Dave Usher frá The Liverpool Way-spjallborðinu var að twitta rétt í þessu að Aqullani og Joe Cole verði ekki í hóp á morgun, en að Suarez, Kuyt, Enrique og Spearing byrji allir. Hann er frekar áreiðanlegur varðandi inside info (hefur þetta sennilega beint frá Spearing eða Carra sem hann þekkir).
Hvernig gæti líklegt byrjunarlið þá litið út? Ég myndi giska á…
Reina
Kelly – Carra – Agger – Enrique
Kuyt – Spearing – Adam – Downing
Carroll – Suarez
Ég sé allavega ekki hvernig Kuyt og Suarez byrja inná nema að Carroll víki. Ég er nokkuð viss um að Adam og Downing byrja þennan leik. Ekki nema Adam sé á bekknum og Carroll inni. En þetta er allavega áhugavert ef satt reynist.
Uppfært: Sumir á Twitter eru að tala um að Lucas sé á bekknum. Ég breytti liðinu að ofan, það hlýtur þá að vera nokkurn veginn svona ef Lucas er á bekk.
Ég vil bara sjá leikstíl á morgun. Svona ætlum við að spila. Pass´n move og gredda framávið. Jú, það koma leikir í nóvember á skítavöllum sem verða ljótir og vinnast á klafsi eftir hornspyrnu. Það element þarf líka að vera til staðar, en svona generalt verður liðið að hafa leikstíl; einhverja stefnu. Mannskapurinn getur gert það sem Daggliss vill, gæðin eru slík. Þetta er klúbbur með sál og sögu og hann á að hegða sér sem slíkur. Ídentítedið á að leka af liðinu. Titlar og árangur koma svo í kjölfarið. Kannski ekki strax, en það er bannað að panikka og skransa út á tún eftir eitt, tvö ár. Bara halda fökking karakter. Það skilar sér að lokum… eða hvað?
Afhverju ætti Spearing að vera inná ef Aquilani, Mereiles og Lucas eru á bekknum? Vona að það sé ekki satt.
#23 GBE – Það var einfaldlega orðið löngu tímabært.
#31 Sverrir – Ef þú ert að spá í að kaupa miðana sjálfur á leikinn þá er orðið uppselt á þann leik.
http://www.liverpoolfc.tv/tickets/latest-ticket-news
#35 Gummi Daða – Við sendum einhverjar 450 skráningar út til Liverpool fyrir rúmum mánuði síðan, við bíðum ennþá eftir því að Liverpool FC sjálft klári að keyra þær í gegn og senda skírteinin til allra. Vegna þeirra fjölda skráninga sem við fengum á afskaplega stuttum tíma þá var gjörsamlega vonlaust að svara öllum.
#47 Kortið frá því í fyrra er fullgilt þangað til ný kort verða send út um miðjan næsta mánuð.
Spearing hvað ? hann er að fara í mínar fínustu eins og Lucas vinur minn GERÐI EINU SINNI
Spearing í byrjunarliðinu? Eru menn að djóka með það?
Er því miður ekki með kort frá því í fyrra. Ætla aftur á móti að borga gjaldið í ár.
Ég verð vonsvikinn ef Spearing verður í byrjunarliðinu.
Sælir félagar
Skaginn tapaði sínum fyrsta leik í mótinu í kvöld. Þórður þjálfari er gegnhell púllari og vonandi gefur þetta tap ekki tóninn fyrir okkur á morgun.
Ég vona að þetta fari ekki í taugarnar á neinum einum né öðrum.
Það er nú þannig.
YNWA
oh èg var ad vona ad thad leidindargerpi, þòrdur þ.ì ÍA væri man.utd fan!
Þetta lið er haft eftir einum heimildarmanni: Reina, Kelly, Carragher, Agger, Aurelio; Lucas, Adam; Kuyt, Suarez, Downing; Carroll.
Verulega spennandi að sjá og finnst mér þetta lið fremur líklegt, myndi giska á of snemmt fyrir Enrique en vona að honum bregði fyrir á morgun.
Sá á Twitter að JE byrji, vegna þess að Aurelio er meiddur. #surprise
Þau skilaboð ganga nú útum allt á Twitter að Aurelio hafi meiðst á æfingunni í dag og sé ekki klár í bátana.
http://www.youtube.com/watch?v=tj_ZaTI72DA&feature=player_embedded
Mikið svakalega er gaman að sjá svona eins og á 2.25.
Kuyt er svo kurteis.
3-0 fer þessi leikur, eða 4-1.
Hættu Sigurkarl, þú ert kominn með gullt spjald.
Getur enska deildin fengið 5 meistaradeildar sæti?
Var að horfa á myndband af Jose Enrique á youtube……..Hversu leiðinlegt er að horfa á myndband af vinstri bakverði….hann fær boltann og……….hann sparkar fram…
Afhverju er Enrique í tink top í videoinu?
80 Biggi
Þetta er GPS og hjartsláttarmælar sem eru notaðir á æfingum til að fylgjast með ástandi leikmanna
http://gpsports.com/gpsports_website/index.php?category=7&page=
http://www.youtube.com/watch?v=PNoHUCqGOBI&feature=player_embedded
mikið rosalega vona ég að þetta standist…, http://www.clickliverpool.com/sport/liverpool-fc/1214067-liverpool-fc-table-%C3%83%E2%80%9A12million-offer-for-boltons-gary-cahill.html?
Vona svo að Rauði Herinn fari af stað með hvelli á morgunn….þetta er eins og að vera 5ára og bíða eftir aðfangadagsmorgni…
Y.N.W.A
er draumadeildinn ekkert í gangi þetta árið ????
Get ekki loggað mig inn á fantasy.premierleague.com.
Er einhver annar í sama vanda? Get ekki búið til lið fyrir leikinn í dag.
LEIKDAGUR!!!
Þvílík og önnur eins spenna.
Veit einhver hvar er hægt að sjá Liverpool leikinn á Hellu?
#84, Þráinn. Vandamálið liggur hjá síðunni en ekki þér. Hún höndlar greinilega ekki spennuna sem er í loftinu. Vonandi kemstu inn til að smíða lið áður en það verður um seinan.
Fann staðinn á fyrir Hellu á liverpool.is. Kanslarinn: http://is-is.facebook.com/pages/Kanslarinn-Restaurant/70817397991
Er í sömu málum. Síðan lá niðri í gærkvöldi líka og það styttist í deadline-ið. Væri fúlt að missa af fyrstu umferð.
Annars þarf ég að finna pöbb í verahvergi þar sem fjölsk vill fara á þennan blessaða ís-dag !!!
Þráinn – FPL síðan liggur niðri vegna álags….
#65 Mummi
Takk fyrir þetta. Mjög skiljanlegt að þið séuð ekki að standa í að svara hverjum og einum. Þetta er fyrst og fremst lélegt af klúbbnum úti að keyra ekki í þetta af fullu og klára í tíma.
Ég komst inn í Fantasy áðan til að klára að stilla upp liðinu. Þið sem eigið það eftir getið þá drifið í þessu núna!
Við byrjum með látum í dag og vinnum 4-0 !!!!
Stutt í það, þrír tímar í fyrsta leik.
Twitter ekki enn búinn að uppfæra byrjunarlið frá í gær, en ég óttast það að Spearing verði látinn byrja á kostnað Lucasar, hefur verið arfaslakur á undirbúningstímabilinu og Lucas þarf ekkert lengri tíma til að aðlagast Adam á miðjunni. Sjáum til.
Viðar Skjóldal, ætlaði heldur betur að mæta rauður á Laugardalsvöllinn í dag og læra söngva Mjölnismanna, en það breyttist seint í gærkvöldi. Ferlega svekktur að vera ekki með og mun senda alla strauma sem ég get í Laugardalinn.
En fyrst þurfum við að sjá þrjú stig heima á Anfield og solid start!
Er þráðlaust net hjá Górillunni?
Ég bara neita að trúa þvi eftir öll þessi kaup á miðjumönnum að Spearing muni byrja. Getum við ekki haft Adam og Aquilani/Henderson á miðjunni. Við erum á heimavelli og það þarf varla að vera með sérstaklega varnarsinnaða miðju.
Loksins!!!!!! 3-0 sigur, Spearing með 3
Gleðilegan leikdag allirsaman 😀
Maður er orðinn all verulega spenntur fyrir leiknum á eftir. Allt annað en sigur væru bara vonbrigði og ekkert annað.
Áfram Liverpool!
Fyrir þá sem nenna ekki á Górilluna, þá er um að gera að mæta á Ölver og horfa á Liverpool leikinn og um leið lenda í alvöru (breskri) pre fótbolta stemningu þegar Mjölnismenn mæta á staðinn og hita upp fyrir ÞÓR-kr.
Því eins og þið vitið þá eru allir (ekki kr-ingar) Þórsarar í dag.
!”#$%$#” á ekki til orð, spenna spenna spenna.
Sælir allir. Ég er nýfluttur til Danmerkur og er ekki enn búinn að fá sjónvarpsáskriftina mína í hús. Hvar horfi ég á Liverpool í Århus?
Er einhver sérstakur staður betri en annar – þar sem e.t.v. Íslendingar/Liverpoolmenn hittast?
Kv. Óli
Bjartur og fallegur dagur fyrir réttláta og rangláta. Liverpool sigur í fyrsta leik og svo taka KR-ingar dolluna heim seinni partinn. Verður alvarlega frábær dagur.
Óli G #100
Ég bý reyndar í Odense þannig að ég þekki ekki alveg pubbana í Aarhus, en testaðu þetta:
http://www.thegoldenlion.dk/
Frederiksgade 76
8000, Denmark
8612 6035
Óli G #100
Hér er sést á kort hvar pubbinn er:
http://map.krak.dk/query?what=map&hits_on_map=1&mop=yp&disable_ka=1&geo_area=&search_word=Frederiksgade%2076%208000%2C%20Denmark%208612%206035
Á einhver link á góða síðu sem að hægt er að sjá leikinn??
Sorry með mig strákar en er ég sá eini sem er með hann beinstífann að hamast á F5 takkanum að bíða eftir staðfestu byrjunarliði?
Veit e-r hvort leikurinn verði endursýndur á einhverri stöð2sport rásunum seinna í kvöld ?
Fuck my life er að vinna og get ekki horft live
Takk kærlega Kalling #102 og #103. Ég kíki á þennan!
Poulsen er loksins að fatta það sem allir aðrir eru fyrir löngu búnir að sjá “My future needs to be resolved in August and preferably as soon as possible,” Poulsen told Danish television station TV2″
Ætli Kenny hafi ekki þurft að stafa þetta ofaní hann…”drullaður þér í burtu maður!”
Enginn Kuyt í starting XI!
Starting XI: Reina; Flanagan, Carragher, Agger, Enrique; Henderson, Lucas, Adam; Suarez, Carroll, Downing.
Link: http://lfcglobe.com/enrique-and-suarez-start-vs-sunderland/5923/#ixzz1UugzYXU9
Sællir félagar er mega spenntur fyrir leiknum en kemst ekki út að horfa á hann er einhver með góðan link?
Flott byrjunarlið, ef þetta er staðfest. Svo kemur Gerrard inn fyrir Henderson í okkar sterkasta byrjunarlið, ansi spennandi. Glen Johnson einnig fyrir Flanagan.
Klukkutími í þetta!!!
Lyst vel a starting lineuppid! Suarez setur hann i dag!
Flott byrjunarlið en það sem stingur mann er það að bekkurinn er rusl, Enginn þar sem getur komið inná og breytt leiknum. Vantar alveg menn eins og Aquilani og Cole uppá sitt besta á bekkinn.
Ef við lendum í vandræðum getum við ekkert gert. Þess vegna verðum við að fá betri leikmenn í hópinn til að hafa sterkan bekk og sterkt byrjunarlið.
En ég ætla samt að vera bjartsýnn og spá því að við fáum okkar fyrstu þrjá puntka í hús í dag.
Áfram Liverpool
GET EKKI BEÐIÐ !!!!!!!!!!
Suarez ekki með touchið í lagi, spurning hvort hann hefði átt að hvíla í dag…
Og ég hafði greinilega rangt fyrir mér 😀