Opinn þráður

Það er upphitun væntanleg á morgun geri ég ráð fyrir en þar til hún dettur inn er orðið frjálst með því skilyrði að við ræðum fótbolta.

Standið á hópnum er annars ágætt skv. King Kenny, Glen Johnson er sá eini sem er pottþétt ekki með um helgina, Gerrard er farinn að æfa á fullu og jafnvel verið að sjá fram á endurkomu hans í leiknum gegn Brighton. Meiðslapésarnir Martin Kelly og Fabio Aurelio eru síðan báðir farnir að æfa og nálgast endurkomu.

Uppfært: Leikurinn er auðvitað ekki fyrr en á sunnudaginn þannig að upphitun er væntanleg á morgun eða hinn. Allt eftir því hvað SSteinn er orðinn spenntur fyrir leiknum.

37 Comments

  1. Saknaði þess einhver að sjá ekki Liverpool í kvöld í Evrópudeildinni? Tottenham spilaði til dæmis með varalið gegn einhverju grínliði sem enginn þekkir. Vonandi verða þeir þreyttir á sunnudaginn eftir tveggja eða þrggja daga ferðalag og þennan leik.
    Ég saknaði þess í það minnsta ekki.

    Saknaði nú samt CL í vikunni…

  2. Djöfull hlakkar mig til að sjá Gerrard spila, þó það sé “bara” á móti Brighton

  3. @1. Ég sakna ekki leikjanna, en rosalega þykir mér leitt að fá ekki þessar frábæru upphitanir frá Babú, um einhver lið sem maður hafði aldrei heyrt um!

  4. BG, við fáum smá sárabót fyrir það í deildarbikarnum, það verður spennandi að fá að fræðast aðeins meira um Brighton í næstu viku. Upphitanir Babu um þessar fáránlegu borgir eru náttúrulega bara legend… wait for it… dary 🙂

  5. Eiður Smári var að skíttapa fyrir Anderlecht í kvöld. Af hverju í ósköpunum fór maðurinn ekki til West Ham, QPR eða Swansea eða eitthvað?

    p.s. Ég sá Ben Stiller á vappi í bænum um daginn. 

  6. Kunnugleg nöfn þarna á skotskónum fyrir Anderlecht, Jovanovic og Suarez með þrennu 🙂

  7. Maður iðar alveg af tilhlökkun að sjá Gerrard spila!!! Eitthvað sem maður hefur beðið eftir heillengi!

    Ég saknaði ekki þessa ferðalgas í gær, reyndar var ég alltaf sáttur við að við værum ekki í neinni svona deild í ár….finnst það jákvætt! Maður heldur áfram að hugsa um Meistaradeildarsætið í ár…betra en að ná 5 og kannski 2 sæti í þessi Evrópu-deild, ehaggi?

    Ætli Flanno fái ekki byrjunarliðssætið á sunnudaginn? Skrtel átti ekkert rosalega góðan leik í seinasta leik, gaf boltan allt of oft frá sér í leiknum og var bara ekki alveg nægilega samfærandi….Flanno inn!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  8. Held að Flannó sé nú ekki tilbúinn í Bale, fyrst hann var ekki tilbúinn í Seb Larson…

  9. Hr. B – við skulum vona að einn af tveimur góðum leikjum ársins hans Bale sé ekki á sunnudaginn. Í fyrra lentu þeir báðir gegn Inter Milan.

  10. Reyndar rétt hjá mér Elías, báðir á móti Inter, en ég held að Tottenham séu núna komnir með meira solid miðju en í fyrra – sem styður við kantanna. Manni fannst aldrei sömu 2 miðjumennirnir spila tvo leiki í röð í fyrra.
     
    En það er nátturulega alltaf best að henda þessum kjúllum bara beint í djúpu laugina – þá sést hvort að þetta eru framtíðarmenn eður ei, sbr. Kelly á móti Chelsea í fyrra 🙂

  11. Númer 8# Ertu að tala um sama Flanagan og tók A.Cole og Malouda í bakaríið í sínum öðrum leik og kom inná á móti City í sínum fyrsta leik og átti frábæran leik þar.

  12. Aðeins að leiðrétta sjálfan mig, hans fyrsti leikur var auðvitað á móti City en í leik númer 2 var hann á móti Walcott.

  13. Mér varð nú hugsað til þess í gær, þegar maður sá Jovanovic vera að gera ágæta hluti, hvað þessi Evrópudeild er slök.  Fínt að nota frekar dagana á Melwood við að undirbúa liðið undir næsta leik.

  14. Þar sem þetta er opinn þráður þá vildi ég aðeins forvitnast.

    Hvers vegna flutti Liverpool klúbburinn sig frá Players og yfir á Górilluna? (hef ekkert á móti Górillunni, langar bara að heyra ástæðuna)

    Þar sem Górillan er ansi langt frá heimilinu þá hef ég verið að fara á Players aðeins undanfarið….vitið þið til þess að þar séu einhver vandræði? Mjög fámennt alltaf og maturinn sem var svo góður er orðinn eiginlega alveg hræðilega vondur. Gaf þeim tvo sénsa en ég held að þeir fái ekki fleiri…..

    Einhver sem veit hvað veldur? Má búast við að þetta lagist?

    JH 

  15. Væri alveg til í evrópudeildina sökum ýmissa ástæðna:
    1. Fleiri leikir með uppáhaldsliðinu mínu.
    2. Færri leiðinlegir leikir, enda leikmannahópurinn ekki algjörar pulsur lengur.

    3.Fínasta keppni til að leyfa efnilegu leikmönnunum að spreyta sig

    Annars veit ég ekkert af hverju ég er að baula þetta, þegar staðreyndin er allt önnur.
    En mikið hlakkar manni nú til að sjá Liverpool spila alltaf, og tel niður að sjá Gerrard skokka um á vellinum með hinum snillingunum… Er ekki Brighton fínn leikur að byrja á ?

  16. #15 – ég veit ekki hvað það er með Players, er staðurinn er orðin rusl og getur ekki verið langt þar til þeir fara á hausinn. Eins og draugabær. Var það ekki eftir eigendaskipti sem að staðurinn fór að dala ?

  17. Sammála Di Stefano, ég vill evrópudeildina frekar en enga evrópu. Ef menn eru hræddir við álag, þá bara láta eitthvað af þessum efnilegu strákum spila. Svo er bikar alltaf bikar. Ég man að ég fagnaði ógurlega þegar við unnum Alaves.

  18. #12 og #13 Ásmundur
     
    Myndi nú ekki segja að hann hafi nú alveg átt það skuldlaust, hann var nátturulega með Duracell þarna með sér 🙂

  19. Verð nú að viðurkenna að hroki ensku liðanna gagnvart Europa League er farinn að pirra mig. 
    Skoðaði leikmannahópa liða frá öðrum löndum álfunnar og ég satt að segja fann engar vísbendingar um það að lið frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu eða Spáni stilla upp á svipaðan hátt og enskir.
    Ég held að það segi okkur eiginlega bara það að ensk lið eru helseld því fjármagni sem CL og PL gefur í aðra hönd, einfaldlega að það skipti þá öllu máli að ná í topp fjögur.  Stoke og Birmingham stilltu upp fínum liðum í gær, þetta eru þá í raun bara það “stóra” lið sem gefur frat í keppnina.  Í ár er það Tottenham, í fyrra voru það við og spurning hver gerir það í vetur.
    Það sem mér finnst enn verra er að við erum svo sjálfkrafa farin að telja þetta líka.  Ég fór á völlinn þegar Aston Villa kom að spila við FH og gladdist mikið að sjá þá stilla upp góðu liði.  Í gamla daga voru hér að koma Juventus, Barcelona og fleiri stórlið, það búum við að sem fórum og horfðum á snillingana sem spiluðu þá á Laugardalsvellinum.
    Ef að Villareal dragast gegn íslensku liði er ég sannfærður um að við sæjum 85 – 90% af aðalliðinu, en hjá Tottenham kæmi kannski enginn úr venjulegu byrjunarliði.
     
    Er það eðlilegt eða hrokafullt.  Mitt atkvæði er með hrokafullt…..

  20. Ætti bara að vera svoleiðis að sá sem vinnur Europa League ætti að fá umspil fyrir meistardeildarsæti
    mindi gera þesa kepni mun áhugaverðari.

  21. Babú minn, þó þú sért spenntur að bíða eftir næstu upphitun frá mér, þá verð ég að hryggja þig með því að hún er ekki væntanlega fyrr en eftir heila 7 daga 🙂  KAR gæti jafnvel átt eftir að svala upphitunarþörf þinni á morgun eða í kvöld. 

  22. Þetta hér er alveg geggjað. Endilega óskið öllum Arsenal aðdáendum til hamingju með sigurinn gegn spænsku hattagerðarkonunni. Stóri titillinn þeirra í ár.

  23. #15 JH
    Það var einfaldlega orðið tímabært, staðurinn hefur verið á niðurleið síðasta árið og við vildum ekki vera þeir sem slökkva ljósin.

  24. #1 Hjalti Þór.

    Ef Tottenham spilaði varaliðinu eins og þú segir, af hverju ættu þeir þá að vera þreyttir í leiknum um helgina?

    Þeir gerðu 10 breytingar frá leiknum við Wolves sem þýðir að í mesta lagi 1 eða 2 úr liðinu í gær spili á móti okkur.

  25. Ætla að taka undir með Magga #20.  

    Betra að spila í Evrópudeildinni en að spila hvergi.  Og óþolandi þegar fólk talar þessa deild niður.  Sé ekki betur en að þar sé fullt af sterkum og áhugaverðum liðum þar.   

  26. Persónulega er ég feginn að Liverpool sé ekki í EL þetta árið.
    Það hefur sína kosti og galla að vera í þessari deild. Gallarnir eru klárlega þeir að maður sér mun færri Liverpool leiki þennan veturinn miðað oft áður og liðið missir af einhverjum peningaupphæðum. Helsti gallinn við þessa keppni og jafnframt helsti kosturinn að Liverpool sé ekki í þessari keppni eru leikdagarnir. Leikir á fimmtudögum koma sér mjög illa fyrir lið sem ætlar sér að ná langt í jafn erfiðari deild og enska deildin er. Lið í Þýskalandi, Frakklandi og víðar í Evrópu eru með færri lið í deildinni og þau fá gott vetrarfrí. Þá leggja þessi lið misjafnlega mikið í bikarkeppnir í sínu landi en í Englandi er keppt bæði í Deildarbikarkeppni og svo líka um enska bikarinn.
     
    Það er bara staðreynd að það eru yfirleitt lengri og erfiðari ferðalög í EL en í CL og með þann litla hóp sem Liverpool hafði í fyrra að þá tók það á að vera keppa á fimmtudegi og spila síðan erfiðan leik í deildinni á sunnudegi. Ég er ekki hissa á því að lið eins og Tottenham stillu upp vara liði í útileik í riðlakeppni EL þegar það á mikilvægan og erfiðan heimaleik gegn Liverpool á sunnudeginum. Persónulega finnst mér það ekki vera hroki heldur frekar skynsemi.

  27. Sammála einare með að mér finnst þetta vera mun meira skynsemi en hroki hjá Spurs (okkur í fyrra) og þeim liðum sem telja það mikið mikilvægara að ganga vel í deildinni heimafyrir og freista þess þannig að ná í aðalkeppnina, meistaradeildina. Eins er það nú bara stundum þannig að varalið þessara liða eru bara ekkert verri en þau lið sem þau eru að keppa við. Liverpool gerði t.a.m. jafntefli á einum erfiðasta útivelli keppninnar (Napoli) með varaliði og versta stjóra í stögu félagsins. 

    Það má vel vera að þessi hugsunarháttur kallist hroki og ef svo er þá missi ég engan svefn yfir því, Liverpool á að stefna hærra og hefur getuna til þess. Það getur alveg verið gaman af einstaka leikjum í þessari keppni og auðvitað styður maður sitt lið þegar það á leik, en ef maður er alveg hreinskilin þá var ég ekkert að spá í þessari keppni eftir að við féllum úr leik í fyrra og áhuginn var enginn fyrir að fá liðið í þetta mót aftur.

    Þannig að ég sakna Europa League svo sannarlega ekki neitt, sakna þess samt að hafa ekki eins marga Liverpool leiki á viku og áður og 7-8 dagar milli leikja stuttu eftir landsleikjahlé er á mörkum þess að vera gerlegt fyrir heilsuna.

    Vonandi kemur það okkur vel að þurfa ekki að ferðast út um alla álfuna til að spila leiki, heldur hvíla og undirbúa næsta leik heimafyrir. Þó er ég ekki alveg sannfærður um að þessir evrópuleikir séu alltaf af hinu slæma því lið geta komið sér á gott skrið með góðu gengi í þessari keppni og eins eru leikmenn í þessu til að spila leiki, ekki bara æfa fyrir þá. 

    Þáttaka okkar í keppninni á síðasta tímabili var a.m.k. ekkert að hjálpa okkur og ég sakna ekkert pirringsins sem flestir okkar leikir þarna náðu að mynda. 

    Held að sæti í meistaradeildinni fyrir sigurvegarana myndi lyfta þessari keppni helling. 

  28. Sammála Babú, ég sakna ekki evrópudeildarinnar, mundi samt ekkert kvarta þótt okkar menn væru í henni og myndu landa dollunni en ég held einfaldlega að það komi okkar mönnum betur í ár að sleppa þessari keppni og nota tíman á milli leikja á æfingasvæðinu.

    Hef smá áhyggjur af hægri bakvarðastöðunni á Sunnudaginn, Kelly verður bara að spila þenna leik gegn Spurs, vil ekki sjá Skrtel þarna og treysti ekki Flanagan.

    Annars er leikurinn gegn Tottenham Must Win leikur, verðum að taka 3 stig þarna annars held ég að við séum komnir í veruleg vandræði og það alltof snemma.     

  29. Er það algjörlega óhugsandi að Kenny setji Carra í hægri bakvörð og láti Skrtel og Agger leika saman í miðverði? Skrtel og Agger voru mikið saman í miðverðinum á síðasta tímabili eftir að Kenny tók við og héldu hreinu í 5 af 9 leikjum sem þeir léku saman og fengu á sig 6 mörk í þessum 9 leikjum (ef tölurnar á liverpool.is eru réttar). Er það svo fráleitt að hafa þá saman í miðverði en halda Carra inni í liðinu og hafa hann í hægri bakverði?

  30. Afhverju myndum við vilja hafa hann í hægri bakverði ef hann spilar ekki þá stöðu jafnvel og 2-3 aðrir, bara svo að hann fái að spila?

    Out of the question, kemur ekki til greina… 

  31. Villi, viltu hafa Carra á móti Bale? Ekkert illa meint á Carra, en ég held hann ráði ekki við hraðann á Bale.

  32. @Einsi: En þessir 2 (Johnson og Kelly) eru meiddir. Ég er ekki viss hverjum ég treysti helst í þessa stöðu, Flanagan, Skrtel eða Carra. En mér þætti það ekkert fráleitt að setja Carra þangað.
    @Daníel: Vissulega er Bale hraður, en Carra ætti að hafa næga reynslu til þess að stoppa hann. Það er sennilega enginn í varnarlínunni okkar sem gæti náð Bale á sprettinum, en þeir ættu allir að geta lokað á hann áður en hann stingur þá af. Ég hef miklu frekar áhyggjur af því að Carra myndi gera sóknarleikinn bitlausan og hægja á spili út úr vörninni.

  33. Bara trúi því ekki að Skrtel verði í hægri bak í þessum leik og er mér þá alveg sama þó Dalglish hafi hrósað honum fyrir að spila svona úr stöðu. 

    Carragher gæti vel séð um Bale og hefur slökkt á betri kantmönnum en honum sem hægri bakvörður. Sá sem ég vill samt sjá í þessum leik og sá sem ég býst við að byrji ef Kelly og Johnson eru ekki með er John Flanagan. Hann getur haldið aftur af Bale og ég vill hann a.m.k. í öllum tilvikum frekar en Skrtel í bakverðinum.

    Reyndar er Bale ekki sá sem ég óttast mest í Spurs liðinu. Mikið frekar Modric og núna Adebayor.  

  34. Ég vill bara að Skrtel verði seldur í janúar. Mér hefur alltaf fundist hann vera lélegur varnarmaður. Ég sé ekki að við höfum not fyrir hann. Ef bæði Johnson og Kelly eru meiddir þá vill ég frekar Flanagan en Skrtel í bakvörðinn. Svo vill ég sjá Coates í liðinu ef Agger eða Carra detta út. Einnig ef bæði Johnson og Kelly eru heilir þá vill ég Kelly í miðvörðin miklu frekar en Skrtel. Svo ef margir meiðast þá erum við með Andre Wisdom sem var fyrirliði undir 19 liðs Englands og er núna komin í byrjunar lið u21 liðs Englads, þrátt fyrir að vera bara 18 ára. Þannig að alls ekki Skrtel í bakvörðin á móti Tottenham, frekar Flanagan ef Kelly verður ekki með. Hafa Carra í miðverðinum á móti Tottenham ekki bakverðinum.

Ferguson pirraður út í Dalglish … Kelly Dalglish

Tottenham á morgun