Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.
Okkar menn unnu leik í gær. Það er vert að minna á það, því miðað við umræðuna á þessari síðu síðasta sólarhringinn mætti halda að Wolves hefðu unnið stórsigur á Anfield. Það mætti halda að Charlie Adam hafi ekki búið til mark með einleik og langskoti eftir fyrirgjöf frá Jordan Henderson og góða pressu Andy Carroll. Það mætti halda að vinstri vængurinn hjá okkur væri ennþá vonlaus og illa mannaður. Það mætti halda að liðið væri í sama ruglinu og í upphafi síðustu leiktíðar, þegar liðið var í fallsæti í upphafi október?
Mig minnti að staðan hafi verið verri í fyrra, þannig að ég ákvað að bera saman 6 fyrstu deildarleiki tímabilsins í ár og sömu leiki á tímabilinu í fyrra. Hér er sá samanburður:
Þarna er þetta, svart á hvítu. Engin tölfræði, enginn útúrsnúningur, bara sigrar, jafntefli og töp. Og liðið er það sem af er þessu tímabili að standa sig helmingi betur en á síðustu leiktíð. Fimm stig úr þessum leikjum í fyrra, tíu stig í ár. Á síðustu leiktíð endaði liðið í 6. sæti, 10 stigum frá Meistaradeildarsæti. Dalglish er búinn að bæta liðið um 5 stig nú þegar frá því í fyrra, auk þess sem liðin í 4. og 5. sæti á síðustu leiktíð eru nú þegar fyrir neðan okkur í töflunni.
Í upphafi ágústmánaðar spurðum við lesendur síðunnar hvað væru raunhæfar væntingar til liðsins í vetur. Yfirgnæfandi meirihluti ykkar sagði að Meistaradeildarsæti væru raunhæfar kröfur, aðeins örfáir töldu að liðið gæti ekki náð Meistaradeildarsæti og enn færri töldu að liðið gæti blandað sér í titilbaráttuna.
Í dag, eftir sex umferðir, er liðið í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Newcastle í síðasta Meistaradeildarsætinu, og sex stigum frá toppnum. Okkar menn eru ennfremur búnir að spila útileikina við Arsenal og Tottenham – sem flestir telja að berjist við okkur um þetta fjórða Meistaradeildarsæti.
Ég spyr bara: yfir hverju er eiginlega verið að kvarta?
Við vissum að þetta lið þyrfti tíma til að spila sig saman. Keyptir hafa verið níu leikmenn og sex þeirra hafa verið fastamenn í liðinu í upphafi tímabils. Í fyrstu átta leikjum tímabilsins:
- Luis Suarez: 7 byrjunarlið (1 á bekk)
- Andy Carroll: 4 (4)
- Jordan Henderson: 7 (0)
- Charlie Adam: 7 (0)
- Stewart Downing: 6 (2)
- Jose Enrique: 6 (0)
- Craig Bellamy 1 (2) (aðeins verið gjaldgengur í 4 leiki)
- Sebastian Coates 1 (1) (aðeins verið gjaldgengur í 4 leiki)
Með öðrum orðum: fimm af nýju leikmönnunum eru fastamenn í byrjunarliði og yfirleitt hefur sjötti maðurinn (Carroll eða Bellamy) líka verið í liðinu.
Það er það sem maður kallar nýtt lið. Eftir fyrstu umferðina kallaði ég eftir þolinmæði þar sem þetta nýja lið myndi pottþétt þurfa að spila sig aðeins saman. Það stendur ennþá og úrslitin staðfesta það. Þetta lið hefur á köflum sýnt okkur hvað það getur en stöðugleikann hefur vantað. Það kemur þó þegar líður á tímabilið, en á meðan skulum við ekki tapa okkur í bölsýninni og láta eins og það sé allt ómögulegt.
Dalglish hefur bætt gengið frá því á síðustu leiktíð um 5 stig nú þegar. Adam, Henderson, Carroll og Bellamy eru allir búnir að skora, Enrique og Downing eru að eigna sér vinstri vænginn og Suarez hefur verið frábær það sem af er vetri. Breiddin er góð, leikmannaglugginn var framar vonum og eftir sigurleik um helgina getum við látið okkur hlakka til borgarslagsins um næstu helgi.
Til hvers að kvarta? Í dag sé ég ekki mikið af vandamálum hjá Liverpool. Liðið er enn skrefi frá titilbaráttu, en það er klárlega á uppleið. Að ætla að afskrifa einhverja leikmenn eða pirrast á smáatriðum í dag er bara skrýtið, og ber að mínu mati vott um skort á yfirsýn.
Þetta er gott, og þetta verður betra. Ég er sáttur.
Heyr heyr. Orð í tíma töluð. Verðum að sýna smá þolinmæði og vera með augun á markmiðinu sem er fjórða sætið. Þetta lið á bara eftir að verða betra.
YNWA
Ég varð bara að koma þessu frá mér. Neikvæðnin eftir leikinn í gær hefur verið fáránleg.
Mæli einnig með þessari grein Phil Blundell á The Anfield Wrap: Divvies – A Rant. Hún fjallar nokkurn veginn um sama málefni.
Já hætta þessu bulli og gefa liðinu smá tíma og séns. Við vitum að Stoke eru erfiðir heima og okkur hefur gengið illa á White Hart Lane tala nú ekki um 9 gegn 12. Svo áttum við að fá 3-4 víti gegn Stoke svo ég sé ekki alveg skelfinguna í gangi en það er kannski bara ég.
Næstu 5 leikir liðsins segja til um hvar við endum í deildinni, 1-4 eða 5 og neðar.
Mikið til í þessu hjá þér ég hef fulla trú á að verkefni tímabilsins klárist með stæl þeas enda í topp fjórum og klára bikar í annarri hvorri / helst báðum bikarkeppnunum !!
TR
Flottur pistill hjá þér Kristján eins og ávallt. Held að afskaplega fáir hafi gert einhverjar rósrauðar væntingar til deildartitils á þessu tímabili og það verður greininlega að hamra vel á því. Það er búið að taka svo svakalega mikið til í leikmannahópnum hjá okkur, plús það að fyrirliðinn hefur verið frá í 6 mánuði, að stuðningmenn verða að gefa þessu tíma.
Comolli sagði að núna væri búið að fjárfesta í ákveðnum leikmönnum og það næsta væri að sjá til hvort að sú fjárfesting skili sér. Það er ekki sanngjarnt gagnvart neinum að ætla sér að fella stóradóm um einstaka menn þegar ekki er meira liðið á tímabilið heldur en orðið er.
Takk aftur fyrir góða samantekt.
Þetta er alveg rétt Kristján Atli. Enda held ég að þeir sem gagnrýna Carroll, Adam og Henderson séu ekki að tala um að allt sé ómögulegt og ekkert sé að ganga upp. Ég held líka að margir gleymi því hvað Carroll og Henderson séu ungir og að leikmenn séu að aðlagast.
Það er hins vegar ljóst að menn hafa ekki allir aðlagast eins vel og þar eru þessir þrír á eftir Enrique, Suarez og Downing. Henderson og Carroll sérstaklega hafa tímann fyrir sér og eiga bæði eftir að taka persónulegum framförum ásamt því að aðlagast liðinu en Adam er “fullmótaður” leikmaður sem á ekki eftir að taka miklum framförum á sínum ferli þótt hann eigi vonandi eftir að aðlagast liðinu betur. Ég hef ekki sérstaka skýringu á því af hverju sumir aðlagast betur en aðrir en hugsanlega eru sumir vanari leikstíl liðsins frá sínum liðum heldur en aðrir.
En bottom line í umræðunni – og mér þykir ótrúleg viðkvæmni margra gagnvart rökstuddum skoðunum – er að eftir tiltekna leiki þá hafa ekki allir verið að spila vel. Adam hefur verið upp og ofan, Carroll hefur verið upp og ofan og Henderson hefur verið upp og ofan. Adam og Henderson hafa verið fastamenn í liðinu og Kuyt og Bellamy t.d. hafa verið á bekknum og það er ekkert óeðlilegt við það að menn velti því fyrir sér hvort hinir eða þessir eigi að vera í liðinu. Það þýðir þá ekkert fyrir síðuhalda og pistlahöfunda að býsnast yfir því að sumir séu á annarri skoðun en þeir – meðan hún er vel rökstudd.
Annað bottom line í umræðunni kemur í ljós í vor, þegar liðið annað hvort nær 4. sæti eða ekki. Það sem menn eru að spá í núna er auðvitað hvort þetta fjórða sæti næst og hvort Henderson, Carroll og Adam séu nógu góðir til að klára liðið í það sæti. Síðan auðvitað hvaða stöður muni þurfa að styrkja í komandi leikmannagluggum. Ein óvænt staða sem hefur komið upp er döpur hægri bakvarðastaða vegna meiðsla tveggja fyrstu í þeirri stöðu.
Ég held að Dalglish sé með tvennt í huga. Annars vegar að koma liðinu í 4. sæti og hins vegar byggja upp lið til framtíðar. Ef við skoðum Kuyt og Henderson í því samhengi þá er auðvitað Henderson framtíðarmaður en Kuyt ekki. Carroll er framtíðarmaður en Bellamy ekki. Þessvegna er miklu rökréttara að hafa ungu mennina inni meðan þeir eru svipaðir í getu.
Já og eitt enn: Comolli og Dalglish eru búnir að kaupa 7 leikmenn, það væri ótrúlegur árangur, og í sjálfu sér ósanngjörn krafa að allir þessir 7 leikmenn eigi að slá í gegn. 5-2 væri mjög gott hlutfall.
Ég get bara ekki verið bjartsýnn eða spenntur fyrir næsta leik eða tímabilinu í heild, við vorum svo lélegir í þar síðasta leik….
En að öllu gríni slepptu, maður spyr sig hvort þessi minnihluti sem sagði titilbaráttu vera raunhæfan möguleika sé svona hávær, eða hvort þeir sem sögðu að besti árangur sem við gætum vonast eftir vera CL sæti séu með gullfiskaminni ?
Við erum búnir að sýna fína takta (mismikla þó) í öllum leikjum tímabilsins nema í Spurs leiknum, sem var mikil vonbrigði. Þar fyrir utan erum við búnir að vera langt um betri aðilinn í öllum okkar leikjum og væri ekki ósanngjarnt ef við værum með 5-0-1 í stað 3-1-2 (Áttum að vera búnir að klára S´land í fyrri hálfleik og vorum mikið mikið mikið mun betri gegn Stoke, gerðum í raun allt nema að skora). Af þessum sex leikjum erum við búnir að spila á erfiðum útivöllum sem hafa reynst okkur vægast sagt erfiðir í gegnum tíðina. Emirates (ekki unnið síðan hann var byggður), WHL (gengið hörmulega gegn Harry, tapað þar 4 ár í röð núna að ég held) og Britannia (Stoke farið illa með okkur síðustu tímabil).
Ég skil sumt af því sem menn hafa verið að gagnrýni – en það er staður og stund fyrir slíkt. Ekki eftir sigurleiki, korteri inní mót – sérstaklega mtt þeirra væntinga sem við gerum fyrir tímabilið, með nýtt lið, nýja eigendur og þar fram eftir götunum. EPL er erfiðari deild en svo að lið geti farið úr því að vera border-line drasl, yfir í að ætla að valta yfir deildina án taps og gersigra Manchester liðin á leiðinni þangað. Þetta er ekki þýska- eða skoskadeildin.
Ég hef trú á því að liðið komi til með styrkjast þegar líður á. Þegar leikmenn fara að smella betur saman og þekkja inná liðsfélaga sína. T.a.m. var allt annað að sjá samvinnu LS og AC í gær. Við höfum fengið að sjá nokkra kafla það sem af er tímabili þar sem liðið er að spila hraðann og frábærann bolta – þegar liðið slípar sig betur saman og fer að sýna meiri stöðugleika í leik sínum mun þessum köflum fjölga og við fara að klára leiki sem við höfum verið að tapa stigum í hingað til.
Það er engin hafin yfir gagnrýni – en ég tek undir með mönnum að það er ótrúlega þreytandi og leiðinleg umræða hér leik eftir leik. Virðist ekki skipta máli hvernig við spilum, mönnum tekst alltaf að finna það neikvæða við leik(menn) liðsins. Það er staður og stund fyrir allt.
Við eigum tvo RISA leiki framundan – ég legg ekki í umræðurnar hér ef þeir tapast. Megi guð blessa Henderson, Adam, Carra, og Carroll ef það gerist…. jafnvel Kenny ef hann vogar sér að taka Suarez útaf aftur.
Annars tel ég að þessi umræða fari ekkert í felur, hún er búin að vera viðloðandi í svo langan tíma. Maður las hundruði caps lock (!!!!!1!!1!) pósta í sumar eftir kaup liðsins. Þar sem menn voru alveg brjálaðir yfir að eigendur liðsins væru að ofborga, kemur greinilega illa við veskið hjá mönnum hér á skerinu – og svo ég tala nú ekki um þjóðerni þorra þeirra leikmanna sem keyptir voru. Það hefði verið mun meiri þolinmæði ef Hernderson héti Hendernaldo og Carroll Carroldinho. Enda vita það allir sem eitthvað kunna í fræðunum að þú vinnur ekkert með krökkum eða enskum leikmönnum.
Mig langar bara að nota tækifærið og kvarta yfir bláu treyjunni.
Annars get ég ekkert annað nema verið svoooo sammála þessum pistli.
Comment nr 2 KAR
Varðandi greinina eftir Phil Blundell. Þá verðum við kanski allir að líta aðeins í eigin barm. (þó svo að þetta sé í 2 skipti sem ég commenta hér)
Manstu eftir þessum skrifum?
“Skrtel getur því haldið áfram í bakverðinum gegn Wolves á laugardag, og Adam getur haldið áfram að safna spjöldum!”
Jibbý!
Eða þessum skrifum sem komu eftir óverðskuldað tap geng slöku en heppnu Stoke liði?
“Mér fannst margir leikmenn leika illa: Enrique, Adam og Henderson áttu sína lélegustu leiki frá því að þeir komu til okkar í sumar, Kuyt og Skrtel voru ekki mikið betri á hægri vængnum, Downing var skelfilegur í fyrri hálfleik en batnaði eftir hlé, og Carragher skeit á sig í einvígi gegn Jonathan Walters og gaf vítið sem innsiglaði sigur Stoke.”
Ég verð að halda aðeins áfram með quote frá þér
“Hann skeit á sig, annan leikinn í röð” “Carragher er í slæmu formi þessa dagana” “ég hefði helst viljað sjá Dalglish skipta honum út af strax eftir vítaspyrnuna, snemma í fyrri hálfleik” “Downing var skelfilegur í fyrri hálfleik” “Carragher er að spila eins og hann sé fimmtugur, ekki 33ja ára”
“mjög, mjög, ákaflega illa gert í alla staði hjá Carragher”
Jájá Carra er ekki að spila neinn æðislegan bolta þessa dagana en að hafa Skrtel og Agger saman lýst mér ekki vel á, Skrtel ætti réttilega að fá á sig dæmd 6 víti í leik svo grófur er hann í tsd föstum leikatriðum andstæðingana
Þetta eru allt comment eftir þig félagi. Eftir fyrstu umferðina kallaðir þú eftir ÞOLINMÆÐI, og svo spyrðu lesendur og spjallara hér yfir hverju sé eiginlega verið að kvarta. Bætir svo um betur og bendir á að neikvæðnin eftir leik í gær hafi bara verið fáránleg.
Sorrý Kristján. Ég verð að benda þér á það sama og benda þér líka á að stundum þú ert einn af þeim neikvæðustu hérna á þessari annars frábæru síðu. Ég varð bara að koma með þessa punkta og vonandi verður þetta ekki að einhverju stríði. En endilega lestu greinina eftir Phil Blundell aftur og hafðu þig sem aðdáenda og áhrifaríkan bloggara í huga þegar hann talar um “þessa” stuðningsmenn 😉
YNWA!!!
Frábært innlegg Kristján Atli þó ótrúlegt sé að það virkilega þurfi að sveifla staðreyndunum framan í okkur öll, það er himinn og haf milli ára hjá klúbbnum okkar, ekki bara liðinu.
Það er svo alveg bara magnað þessi viðleitni fólks til að telja það að einstakir leikmenn vinni og tapi leikjum, það er alveg hárrétt í glímu, júdó og hástökki, en í fótbolta eru 11 einstaklingar sem fá fyrirmæli sem lið og það er það sem telur.
Ef að Charlie Adam heldur uppteknum hætti það sem er eftir tímabils mun hann skora 6 mörk og gefa 19 stoðsendingar. Það er bara tölfræðin hér að tala. Síðasta tímabil Xabi Alonso hjá Liverpool gerði hann 4 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 45 leikjum – og takið eftir því að ég er ekki að lasta þann frábæra leikmann á nokkurn hátt. Ef að Adam fer nálægt þeim tölum sem hægt er að framreikna eftir sex leiki þá hlýtur hann að vinna fólk á sitt band.
Las fínan pistil á Lfc-tv – Kop en finn hann ekki aftur þar sem verið er að tala um að ef að Adam hét t.d. Alexandre Rodrigues og væri lipur S.Ameríkubúi en ekki fastur fyrir og ákveðinn Skoti með frekjuskarð væri allt öðruvísi talað um hann. Kaupi það svolítið…
Jose Enrique hefur t.d. átt þrjá afar erfiða leiki í röð (utan frábærrar stoðsendingar á Suarez síðast) en fáir tala um að hann eigi í vanda.
En ég ítreka aftur þá skoðun mína að lið standa og falla í 90 mínútur og eftir hvern leik hefst nýtt. Þegar maður stóð í sturtunni eftir sigurleik sagði maður ekki við vinstri bakvörðinn, “þú verður að standa þig betur næst, sérstaklega í stutta spilinu” eða við senter eftir 1-3 tapleik, “ógeðslega var þetta flott mark hjá þér”. Maður sagði það kannski yfir kók og pulsu eftir tímabil en maður fer bara í hvert stríð til að vinna það, hægt og rólega byggist upp kunnátta á samherjunum og svo sigurhefð þegar menn hafa tengst.
Það finnst mér vera að gerast á Anfield, það skiptir alveg feykilegu máli í fótbolta að berjast og kreista út úrslit, þeir sigrar létu mér líða langbest (sérstaklega eftir malarleik á Sigló) og gáfu held ég besta boostið milli manna. Þegar maður vinnur slíka baráttu með félögunum er maður til í annað stríð.
Auðvitað á kappið ekki alltaf að bera fegurðina ofurliði, en maður vill vinna og safna stigum.
Og eins og Kristján bendir okkur hér öllum á þá eru 100% framfarir milli ára – nokkuð sem er bara frábært. Ætla ekki að velta fyrir mér Everton á laugardaginn, hvað þá Scum eftir það, nú bara gleðst maður yfir góðum sigri, ennþá!!!
Ólafur Daði (#10) – Varstu búinn að bíða lengi með að geta ‘neglt’ mig svona? Þú ert því miður að misskilja hvað ég er að tala um. Það er nákvæmlega ekkert að því að gagnrýna leikmenn, og því síður að grínast aðeins með frammistöðu Skrtel og Adam gegn Tottenham. Ég hef aldrei hikað við að segja það ef leikmenn eru lélegir, jafnvel ömurlegir í leik eða eru að eiga lélegar vikur/mánuði/tímabil.
Geturðu hins vegar bent mér á eitt tilfelli þar sem ég hef afskrifað leikmann eftir aðeins sex deildarleiki? Það er það sem er að gerast hér og víðar og um það var ég að fjalla. Þolinmæði þýðir að fella enga stóra dóma eftir einn, tvo eða sex leiki heldur að dæma þetta lið í vor. Ég er tilbúinn til þess, þótt auðvitað muni ég tala um það ef leikmenn leika illa í millitíðinni.
Annars flott veiði hjá þér. Negldir mig. 🙂
Maggi (#11) segir:
Ég hefði kannski getað bætt því við pistilinn að Everton-útileikurinn tapaðist að sjálfsögðu í fyrra (og Hodgson kallaði það bestu frammistöðu liðsins, sælla minninga) þannig að næsta laugardag gefst Dalglish kostur á að bæta enn fleiri stigum við 5-stiga framförina hingað til.
Ég hlakka til á laugardag. Everton með enga framherja og engann Arteta? Já takk!
Flottur pistill og furðulega þörf áminning.
Annars er deildarkeppnin maraþon en ekki spretthlaup, og sem slík þá erum við í ágætis málum.
Hehe Takk fyrir Svarið Kristján.
Nei. Ég get ekki bent þér á hvar þú afskrifaðir leikmann eftir 6 leiki.
Að hluta til afþví að ég nenni ekki að leita í gömlum póstum um Milan Jovanovic, Antonio Nunez eða Paul Konchescky, en aðalega afþví að ég kann ágætlega við þig og ég vill ekki “negla” þig aftur 😉
Annars respect á að hafa ekki tekið þessari gagnrýni hjá mér ílla.
Ég mundi bara eftir nokkrum níðpóstum um Carragher og svo punktinum um að Adam geri ekkert nema safna spjöldum og það pirraði mig eithvað að lesa það á sínum tíma. svo ofanálag að vita að neikvæði fari í taugarnar á þér.
Kanski var ég búinn að bíða eftir eftir að gefa þér léttann áann fyrir það, en samt ekki einhvernveginn, ég commenta sjaldan hérna þótt ég lesi alla daga.
Takk fyrir mig 😉
PS Vikulegt podcast takk! ég mundi borga fyrir það.
Ég er ekki sammála þessari stemmingu. Það er margt hægt að gagnrýna við uppstillingu og taktík liðsins í dag, jafnvel þó það sé sjálfur Dalglish sem stjórnar.
Það er varla merkilegt að það séu framfarir frá því Hodgson stjórnaði! En sjá menn virkilega framfarir frá seinni hluta síðasta tímabils (fyrir utan þrjá síðustu leikina)?
Það er varla að maður þori að segja það, en mér finnst holningin á liðinu einfaldlega ekki góð og mér þykir uppstilling stjórnars ekki heldur góð. Þar með er ég ekki að segja að Dalglish sé auli (eins og Hogdson) heldur einfaldlega að benda á það sem blasir við.
Ef umræðan um Liverpool má bara vera á einhverjum tilteknum jákvæðum nótum, þá er alveg eins o hægt að sleppa því að hafa umræður – ekki satt?
Skil bara ekki hvað margir eru búnir að afskrifa Liverpool í deildinni og fullt af leikmönnum sem komu bara í sumar eða janúar glugganum, ég ætla alla vegana ekki að fella einhverja stóra dóma fyrr en í fyrsta lagi jan-feb þótt að framistaða liðsins hefur ekki verið eitthvað frábær upp á síðkastið þá eiga menn alveg róa sig og gefa þeim séns, þetta er allt öðruvísi fótboltalið en var á síðasta tímabili og bara enn verið slípa menn saman.
Matti (#16) – ég er alls ekki að segja að menn megi ekki gagnrýna eða að menn eigi bara að vera jákvæðir og loka augunum fyrir því neikvæða. Alls ekki. Það eru neikvæðir punktar í byrjun tímabilsins sem hægt er að ræða. Ég er bara að benda á að það er munur á því hvernig sú gagnrýni er sett fram.
Dæmi, sjáðu hvort þú sérð mun á þessum tveimur setningum:
„Jordan Henderson var mjög slappur í þessum leik og hefur gengið illa að aðlagast liðinu hingað til.“
„Jordan Henderson getur ekki rassgat og verður aldrei toppleikmaður fyrir Liverpool.“
Fyrri staðhæfingin er fullkomlega ásættanleg. Sú síðari er ástæðan fyrir því af hverju ég naga neglur og blóta sprungum í gangstéttum.
Í fimm leikjum er Adam búinn að búa til fjögur mörk, eitt mark og þrjár stoðsendingar. Þriðja stoðsendingin væri þá þegar hann skaut á mark í dag og varnarmaður Wolves stýrði honum svona líka fallega í netið. Ef hann heldur þessu áfram í vetur þá skal ég þakka 7 milljón sinnum fyrir kaupin á honum í lok leiktíðar. Hann er einn af mörgum nýliðum í liði Liverpool, lið sem er að pússa sig saman í byrjun leiktíðar og á að öllum likindum eftir að bæta sig í hverjum leik eða svo til.
Sá einhver sunnudagsmessuna á stöð2 sport? Svakalega fóru umræðurnar um Liverpool leikinn í mig, sérstaklega það sem þessi dökkhærði (veit ekki hvað hann heitir) var að tala um Liverpool. Suarez hefur ekkert getað í vetur og Tottenham yfirgnæfandi mikið betra lið að öllu leyti. Virkilega lélegt hjá mjög dýrri áskriftarstöð að vera með starfsmenn sem rakka niður tiltekin lið.
Eru fleiri en ég að lenda í því að kommentin þeirra hverfa stuttu eftir að þau eru sett inn?
Svar (KAR): Lana, ég henti út tveimur ummælum frá þér um helgina. Annað kommentið var bara sett inn til að leiðrétta innsláttarvillu hjá öðrum ummælanda og hitt var mjög stutt og bætti engu við umræðuna. Vinsamlegast kynntu þér reglur Kop.is áður en þú tekur þátt í umræðum. Við viljum endilega að þú takir þátt í umræðum en ef þú hefur ekkert að segja annað en að leiðrétta innsláttarvillur geturðu alveg eins látið þér nægja að lesa ummæli annarra.
Það var að vísu Martin Kelly sem átti fyrirgjöfina sem mark Charlie Adam kom upp úr.
Annars er ég sammála þér upp að vissu marki. Afskriftir á Henderson (sem hefur átt 2-3 mjög fína leiki, aðra ekki eins góða, hef samt ekki orðið var við hvað hann er búinn að vera jafn hrikalega lélegur og sumir halda fram), Adam og fleiri eru í besta falli bjánalegar. Hins vegar er heldur ekkert að því að benda á augljósa veika punkta í leik liðsins. Og það er þess vegna finnst mér þessi pistill anga af nýju fötum keisarans.
Leikur liðsins í gær gegn Wolves var ekkert sérstakur. Betra lið en Wolves og við hefðum sennilega fengið 2-3 mörk í viðbót á okkur. Vorum að vísu mjög beittir fram á við og er það vel, nýting færanna er eitthvað sem kemur með leikæfingu, betra formi og sjálfstrausti. Miðjan okkar og vörnin áttu hins vegar ekki góðan dag. Adam gerði vel í markinu en hann og Lucas þurfa nauðsynlega að fá box-to-box mann með sér á miðjuna til að fá þetta “yfirferðar”element inn á miðsvæðið. Svipuð pæling og Masch-Alonso-Stevie miðjan var hugsuð. Arsenal og Bolton leikirnir sýna þetta best þar sem Henderson var mun meira inn á miðjunni sjálfri og Dirk vinur minn sá um hægri kantinn. Flæðið í liðinu var fyrir mikið mun betra og miðja andstæðinganna átti aldrei séns. Þetta var hins vegar ekki upp á pallborðinu gegn Tottenham (sá ekki Stoke leikinn þannig að ég get lítið tjáð mig um hann) og að miklu leyti ekki gegn Wolves. Sem betur fer voru gæði okkar leikmanna þeim mun meiri en leikmanna Wolves og þar liggur munurinn.
Þarna finnst mér hins vegar gallinn í umræðunni koma best fram. Meðan verið er að hamast á leikmönnum sem eru ennþá að venjast breyttum og nýjum aðstæðum gleymist þáttur þjálfara í þessu öllu. Ég er 170% sáttur með Kenny og Clark og félaga en það breytir því ekkert að þeir hafa gott af gagnrýni þegar hún á við. Hef svosem engar áhyggjur af því að þeir félagar séu ekki vakandi fyrir þessu en þeir hafa nú samt nú þegar gert nokkur stór mistök. Tottenham leikurinn var algjörlega að þeirra ábyrgð og vissir þættir í leiknum í gær líka. Hvað er svo málið með það að Kuyt er ekki alltaf í liðinu? Ég bara spyr … En það er einmitt út af þessu sem ég er bæði sammála KAR og ósammála. Fáránlegt að ausa skítnum á vissa leikmenn (á þessum tímapunkti) en það er líka jafn fáránlegt að rýna ekki í galla liðsins og skoða það sem má betur fara.
Vörnin er svo núna að líða fyrir skort á sjálfstrausti og óþarflega miklum mannabreytingum. Leiðinlegt að geta ekki treyst á Agger en það er bara þannig og þetta vissu allir. Ákveðin mistök þar að hafa ekki keypt mann sem getur stokkið strax inn og leyst hann af, og komið inn fyrir Carra þegar Agger er með. Kelly fór frábærlega af stað en hefur aðeins gefið eftir sem er sennilega eðlilegt fyrir strák á hans aldri (sem er minn aldur takk fyrir) og sama á við Enrique. Það sem ég myndi vilja sjá batna í hans leik er að hann mætti kíkja framar oftar og vera meiri þáttakandi í sóknarleiknum. Gleymum því samt ekki að bakvörður er fyrst og síðast varnamaður.
Það er a.m.k. sátt um managerinn. Það er ákveðin framför í því. Getum við ekki verið sammála um það drengir?
Egill; Tek undir með þér í sambandi við umræðuna sem átti sér stað í messunni hér fyrr i dag, allt í góðu að gagnrýna liðið en þetta var bara farið út í það að rakka menn niður og hvað Tottenham væru 3-4 levelum fyrir ofan LFC, Stewart Downing, Charlie Adam, Jordan Henderson, Andy Carroll allt titluð slök kaup eftir einungis 6 leiki af tímabilinu og fannst mér þeir fara aðeins yfir strikið þarna ( þá á ég sérstaklega við sá sem var gestur hja þeim i settinu). Þegar ég horfi á svona þætti í tv-inu þá ætlast ég til þess að fá sanngjarna umfjöllun yfir leiki dagsins, allt í góðu að gagnrýna ákveðna leikmenn eða lið, en það var fáranlegt að hlusta á þetta í dag.
Sammála þér, alltof mikið væl hjá sumum þegar Liverpool vinnur ekki með þriggja marka mun. Carrol er enn að finna sig, þarf að skora eitt mark og þá er sjálfstraustið komið í lag. Þú heyrðir ekki Chelsea stuðningsmenn kvarta yfir því hve Lampard var lélegur þegar hann var að skjóta í varnamenn hægri vinstri.
Fyrir nákvæmlega ári síðan vorum við í fallsæti. Roy Hodgson var stjóri að nudda klístruðum puttunum á sér í andlitið yfir hörmulegri spilamennsku manna. Menn eins og Konchesky og Poulsen voru í liðinu og Hodgson barði hausnum stanlaust í steininn með að reyna að koma Joe Cole í gang sem var svo langt frá því besta. Kanabjánarnir áttu klúbbinn og fyrsta sinn síðan ég fæddist hugsaði ég að það væri kannski raunhæfur möguleiki að Liverpool football club gæti fallið!
Í dag er staðan allt önnur. Við erum komnir með betri leikmenn, nýja eigendur og stjóra sem eigendur, leikmenn og stuðningsmenn eru 100% á bak við. Ég viðurkenni að lið eins og Manchester United og Manchester City og jafnvel Chelsea eru aðeins sterkari en Liverpool en aftur á móti eru Arsenal og Tottenham á sama leveli og Liverpool og að mínu mati erum við sterkari en þessi lið. Það var ekki þannig í fyrra. Langt í frá.
Liverpool liðið er búið að tapa tveimur leikjum og eiga enn eftir að slípa sig saman en allir eru sammála að gengið er miklu betra en á sama tíma í fyrra. Síðan skulum við ekki gleyma að Kenny er að byggja upp nýtt lið og kerfið sem hann er að byggja upp hefur vantað sitt aðal tromp sem heitir Steven Gerrard og hann er fer að koma inn í liðið aftur. Kenny hefur byggt upp liðið með tilit til þess að Gerrard er aðal númerið í hryggsúlunni og samt náð fínum sigrum þótt hann hefur ekki verið með.
Eins og marg oft hefur komið fram þurfum við að vera þolinmóðir og gefa gamla tíma til að slípa liðið almennilega. Undanfarin ár hefur t.d. Man.Utd (að vísu ekki núna) byrjað deildina svona la la og síðan toppað á réttum tíma. Hver segir að það sé ekki það sama uppi á teningnum hjá Dalglish?
“Ef ég fæ hattinn þá kemst ég örugglega í stuð” sagði hinn ógleymanlegi karakter Dúddi í myndinni Með Allt á Hreinu 🙂 Ég segi að ef Liverpool fær Gerrard í gírinn kemst það örugglega í stuð! Bíðum með dánarfréttir og jarðarfarir. Kóngurinn veit hvað hann er að gera 🙂
Þetta er frábært KAR. Í gær var ég í svipuðum hugleiðingum, þ.e. ég var einmitt að nördast í því að skoða úrslit okkar í fyrra gegn sömu liðum og ótrúlegt en satt komst ég að sömu niðurstöðu og þú 🙂
Þetta er að vísu ekki 100% áreiðanlegt, (því við spilum þessa leiki ekki á sama tímapunkti) en engu að síður fín leið til að skoða framfarir á liðinu.
Önnur leið til að skoða framfarir er að taka einungis fyrstu sex leiki liðsins í ár og í fyrra og bera saman úrslit í þeim. Sú leið er heldur ekki 100 % áreiðanleg en sýnir þó að það eru einnig verulegar framfarir í stigasöfnun (skiptir annað í raun máli??). Eftir 6 umferðir í fyrra vorum við með 6 stig (Sigur gegn WBA, jafntefli gegn Arse, Birmingham og Sunderland, en töp gegn City og Man Utd) en að afloknum 6 leikjum í ár erum við nú þegar komin með 10 stig.
YNWA,
Ég er kannski ekki alveg með þetta á 100% hreinu en mig minnir að eftir að Carroll skoraði 2 á móti ManC í fyrra þá sagði Hjörvar Hafliða ,,Þetta er ástæðan fyrir því að þessi drengur var keyptur! Sterkur í lofti og getur tekið boltan og hammrað hann.”
Leiðinlegt þegar að menn sem fá borgað fyrir það að tala um fótbolta rakki leikmenn og lið niður….ekki fagmannlegt myndi ég telja.
En ég tel að framtíð liðsins sé björt! Eina sem fer píííínu í mig er Danny Wilson….hvar er hann? Maður hefði haldið að það væri leikmaður sem gæti verið að spila sig inní liðið á þessari leiktíð….en hann er eins og draugur innan raða liðsins. Langar að sjá meira af honum.
Eins og margir hafa sagt hérna eru leikmennirnir að pússa sig saman og hefur það verið að ganga ágætlega undanfarið. Hægribakvarðarstaðan er í rugli hjá okkur eins og er…..Kelly á þessa stöðu samt alla daga fram yfir Johnson og Flanno, þar sem sendingargeta hans er mögnuð, hraðinn er góður og ákveðnin er gríðarleg!!! Hef trú á stráknum, en hann endar sem klassa miðvörður í framtíðinni, vitiði til!
YNWA – King Kenny we trust!
Sfinnur, fyrirgefðu ef að ég er að misskilja þig en hvernig færðu það út að Hjörvar sé að rakka leikmann og lið niður ef hann segir
,,þetta er ástæðan fyrir því að þessi drengur var keyptur! Sterkur í lofti og getur tekið boltan og hammrað hann.”
Er þetta kanski kaldhæðni og ég ekki með kveikt á kaldhæðni-skynjaranum?
Hjörvar var ekki að rakka neinn, vill taka það skýrt fram en maðurinn við hliðina á honum á að hafa sömu fagmennsku og Hjörvar, þ.e að þeir fá borgað fyrir að gera það sama….þetta var smá ábending líka til okkar stuðningsmanna, hvað viðhorfið breytist hratt.
Setti þetta kannski eitthvað asnalega upp en meiningin er sú að margir (rosalega margir) sjá einungis seinasta leik (kannski 2) og gagnrýna leikmann útfrá þeirri framistöðu, ekki hvernig þeir geta spilað einfaldlega þegar að þeir hrökkva í gang.
YNWA – King Kenny we trust!
Aðeins varðandi Messuna í gær þá setti ég þetta á twitter í gær er ég sá umfjöllun um Liverpool:
Alls ekki láta hann (Mikka Nikk) fara í taugarnar á ykkur enda var hann augljóslega að reyna espa Púllara upp og ég efst ekki um að hann mæti spenntur á kop til að kanna viðbrögðin. Var að vonast til að allir myndu sjá í gegnum þetta þegar hann var búinn að tala um Suarez. Hvað Hjörvar og Gumma varðar þá eru þeir að mínu mati mjög gott “combo” í þessum þáttum, Hjörvar mjög vel að sér um öll lið og Gummi bestur þegar kemur að því að lýsa leikjum. Ef einhver saknar t.d. Heimis Karlssonar sem stjórnanda þá er viðkomandi ekki viðbjargandi.
Ég er einn þeirra sem hef alltaf sagt að það þurfi að gefa nýjum leikmönnum og nýjum þjálfara tíma til að setja mark sitt á leik liðsins og aðlagast. Hef stundum verið of þolinmóður að mati félaganna. Að því sögðu er hinsvegar óeðlilegt ef ekki má gagnrýna málefnalega þessa aðila á aðlögunartímabilinu. Ég held við getum fæst sagt að við séum virkilega ánægð með leik liðsins þessa dagana, framfarir en viss vonbrigði. En góðir hlutir gerast hægt og mikilvægt að gefa liðinu tíma og andrými til að spila sig saman.
Mín málefnalega gagnrýni lítur helst að hægri kantinum. Mér er það ljóst að Henderson er kaup núverandi stjórnenda og hann á góða möguleika á að verða stór leikmaður í framtíðinni en spilatíminn sem hann fær vs. Kuyt er mér óskiljanlegur. Henderson hefur ekki verið að spila vel. Kíkjum á hverju þessir tveir hafa skilað á kantinum síðustu vetur.
Henderson
2009/10 1 mark, 5 st í 25 leikjum
2010/11 3 mörk, 5 st í 36 leikjum
Kuyt
2009/10 9 mörk, 4 st í 33 leikjum
2010/11 13 mörk, 8 st í 31 leik
2008/9 12 mörk, 8 st í 35 leikjum
Inní svona „ungt“ og nýtt lið þurfum við reynslu og menn sem leggja sig alltaf 100% fram. Kuyt á að fá meiri tíma, þó svo að Henderson eigi svo að ýta honum hægt og rólega á bekkinn.
Hjörvar og Gummi eru auðvitað báðir united menn í gegn. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þá að sýna hlutleysi gagnvart Liverpool. Þeim tekst það samt merkilega vel þó utd eðlið skíni alltaf í gegn.
Ekkert mál Sfinnur nú náði ég þessu 🙂 var bara ekki alveg að skilja, þetta er fín ábending hjá þér og er ég fyllilega sammála!
Kuyt á að vera á hægri kantinum, hvernig hefur maðurinn ekki verðskuldað það?
Liðið er allt annað þegar kuyt er á kantinum. Miklu meiri barátta og betra flæði í spilinu. Svo má ekki gleyma því að hann í grunninn striker og setur hann reglulega. Eina sem mér finnst algjörlega óskiljanlegt hjá KD þetta season
Alveg á hreinu að Gummi er besti lýsandi í íslensku sjónvarpi, Arnar Björns var skelfing um helgina, verri en Rússinn sem ég hlustaði á í Brighton leiknum!!!
Hjörvar er að mínu viti sá sem hæstu hæðum nær í fagmennskunni sem “analíser” en er kannski að tapa á því að vera í öllum þáttum um fótbolta á stöðinni, sem að sumu leyti drepur líftíma manna.
Horfði ekki á þáttinn í gær, var á ferðalagi, en sá ágæti maður Mikael á það nú til að sleggja ansi fast um fótbolta, algerlega ekki Liverpool aðdáandi og var eins og Babu segir póttþétt að græja eilítið tröllatal á þessari síðu og í samfélaginu almennt. Það er eins með öll stórlið, þegar þau hafa ekki unnið titil lengi (ein so við nú) þá er einfalt að hamast á þeim og finna þeim allt til foráttu. Það munum við líka gera þegar við verðum komin í þessa stöðu. Ég t.d. játa á mig slíka framkomu gegn Blánefjunum úr Liverpoolborg, sem voru stórlið þegar ég ólst upp og ég kvel sem lítilmagnann í dag.
Hins vegar er ég viss um að það skiptir máli að við látum heyra í okkur sem að borgum fyrir stöðina, það á ekki að vera þannig að gestri í settinu geti bara sett fram stórar sleggjur án þess að reikna megi með viðbrögðum. Þó ekki væri nema til þess að sá gestur verði kannski “tónaður niður” næst.
Það er margt gott í Messunni og mér finnst umræða um “spúsuhorn” og núna hjá okkur varðandi sleggjur (sem ég ítreka bara að ég hef ekki heyrt) bara sýna það að þessi þáttur er tekinn alvarlega.
Svo aðeins hann Kuyt.
Er á nákvæmlega þeim stað sem ég vill sjá hann, í og úr liði. Finnst hann takmarkaður í þeim leikjum þar sem við stjórnum leiknum en þvílíkt mikilvægur í jaxlagangi og baráttu. Varð samt alveg GEÐTRYLLTUR á þriðju mínútu uppbótar þegar hann ætlaði að sóla vinstri bakvörð, var étinn og löng sending kom fram á vængmann á fullri ferð. Sem betur fer hreinsaði Lucas þá skyndisókn upp, hefði getða kostað margt.
Kostir Kuyt eru margir og gallarnir líka. Ég vill sjá hann í byrjunarliði í næstu tveimur leikjum en svo á bekknum þegar við tökum á móti Norwich.
“en ef þú hefur ekkert að segja annað en að leiðrétta innsláttarvillur geturðu alveg eins látið þér nægja að lesa ummæli annarra.”
KAR, þetta er illa komið fram við góða kjedlingu. Ég hef nú sagt ýmislegt annað á þessari síðu en þetta eina innlegg þar sem ég leiðrétti að nafn Arsenal vallarins væri ekki Emeridge.
Geturðu verið svo vænn næst að setja hornklofa og segja “þetta innlegg hefur verið fjarlægt” svo ég haldi ekki að vélin mín sé full af tröllum, þegar kommentin mín hverfa aftur og aftur.
Sælir piltar
Hvernig er staðan með Glen Johnson og svo jú hinn týnda Aurelio? Spyr nú bara því þetta eru menn sem við getum alveg notað í næstu leikjum og þá sérstaklega Johnson þar sem Kelly hefur nú ekki verið í sínu besta formi og þótt johnson sé ekkert spes í vörn þá munar um minna að fá hann aftur inn í sóknina þar sem ég er farinn að hallast að því miðað við byrjunina hjá okkur þá vinnum við aðeins leikina með því að skora fleiri mörk en andstæðingurinn þar sem við höfum ekki verið duglegir við að halda hreinu.
Svo væri hægt að nota Aurelio sem varnarsinnaðan miðjumann ef eitthvað kemur upp á hjá Lucas, svipaðir í vörn en Aurelio hefur nú alltaf vinninginn í því að senda úrslitasendingar.
Einnig er ég sammála því sem sagt hefur verið að framan að Kuyt þótt hann sé ekki teknískasti þá er hann mikilvægari en margir halda í leik þar sem við þurfum að verjast mikið.
32. Jóhann
Gummi er gallharður Poolari síðast þegar ég vissi, hann nær að sýna mikið hlutleysi gagnvart Liverpool. Svo er gaman að rugludallinum honum Mikka Nikk, maður með harðar skoðanir og má það alveg, en hann hatar ekkert Liverpool, kangt í frá. Hann er bara aðeins að reyna að kveikja í okkur. Ekki svona hörundssárir guys! Bara gaman að þessu!
Einhver sagði mér um daginn að Gummi væri hvorki Man Utd né púllari, ég helt alltaf að hann væri Man Utd en hvað sagði einhver daginn, það var eitthvað fáránlegt West Ham eða eitthvað álíka…
Er einhver með þetta á hreinu með hvaða liði Gumi heldur???
Annars er það alveg á hreinu að Gummi er langbesti íþróttafréttamaðurinn og ekkert nema hlutlaus, Hjörvar er svo frábær í sínu hlutverki, mundi helst vilja hafa þá félaga á skjánum á hverju kvöldi í 1-2 tíma ….
Gummi Ben heldur með Arsenal. Hann er bara svo mikill fagmaður að það þarf ekkert að sjást í sjónvarpinu.
Þetta er nú að verða svolítið kjánaleg umræða um hvaða liði Gummi Ben heldur með, er það ekki?
Það er gæðastimpill á manninn að þetta sést alls ekki.
Það er búið að telja upp a.m.k. 4 lið hérna 🙂
Ætli sú staðreynd að enginn virðist vita með hvaða liði Gummi Ben heldur, segi ekki mest um hversu mikill fagmaður hann er?
Mjög oft hefur maður haft svona ást/hatur samband við Kuyt en þegar að maður áttar sig á því hve mikilvægur hann er þá elskar maður hann gríðarlega.
KD hefur ábyggilega nagað sig yfir því að hafa ekki haft hann í byrjunarliði á móti Tottenham því vinnusemi hans hefði komið að gagni þar, þar sem við vorum orðnir einum færri eftir 27 min….hann hefði hlaupið meira en nokkur hefur gert í leik, ALVEG viss um það.
Kuyt er á góðum stað núna, kominn aðeins yfir sitt besta en er ennþá dýrmætur fyrir liðið.
Svo komum við að G.Johnson….langar að fara að fá hann aftur. Að hafa hann og Kelly alveg heila til þess að takast á við þessa bakvarðarstöðu væri alger draumur. En maður óskar sér stundum um of þegar að maður vill hafa alla heila, ekki satt? 😉
Við tökum Everton 2-0 í næsta leik þar sem Carroll setur bæði eftir stoðsendingar frá Suarez og Gerrard 😉
YNWA – King Kenny we turst!
Mér finnst þessi tölfræði segja afskaplega lítið. Og við erum að bera gengi liðsins saman við árangurinn í fyrra, þegar liðið var í sögulegri lægð. Var á tímabili með verri árangur og þegar liðið féll á sjötta áratug síðustu aldar.
Tökum samanburð við leiktíðina þar á undan 2009 – 2010. Þrír sigrar og eitt jafntefli. 10 stig af 18 mögulegum. Enduðum utan topp fjögur og Rafa rekinn eftir tímabilið. Liv-Sunderland 3-0, Arsenal-Liv 1-0, Liv-Bolton 2-0, Stoke-Liv 1-1, Spurs-Liv 2-1, Liv-Wolves 2-0.
Þannig að miðað við tölfræðina erum við á svipuðum stað og 2009-2010.
Ástæðan fyrir gagnrýni á liðið felst í mínum huga helst í því að liðið er bara ekki nógu sterkt. Auðvitað gerum við miklar kröfur til liðsins og við viljum strax sjá framfarir. En ég held að gagnrýni á liðið sé ekki ósanngjörn. Það sem stendur upp úr í gagnrýninni er eftirfarandi:
-Adam er ekki nógu sterkur. Hann er 25 ára gamall með reynslu úr úrvalsdeildinni og er að leysa Meireles af hólmi. Ég er sannfærður um að ef Meireles væri búinn að spila þessa leiki með okkur í stað Adam þá værum við með fleiri stig. Þannig að þessi ákvörðun um að skipta Meireles út fyrir Adam er a.m.k. vafasöm.
-Kaupin á Henderson eru mjög skrítin. Að eyða 16m punda í leikmann sem er ekki tilbúinn í byrjunarlið er röng ákvörðun. Við vorum í þeirri stöðu að þurfa leikmenn sem gengu beint í liðið og styrktu það. Eftir 2-3 ár getum við farið að eyða 15m punda í framtíðarleikmenn. Ekki núna. Enrique er dæmi um leikmann sem kemur beint inn og styrkir liðið. Við áttum í sumar að setja þessa peninga í annað. Svo er drengnum spilað í stað Kuyt og Maxi, m.a. í erfiðum leikjum eins og Stoke. Það er vafasamt.
-Við erum að spila með 4 manna miðju með Adam og Henderson báða inná. Í nánast öllum leikjum fram til þessa er miðjan okkar bara léleg! Bæði varnar- og sóknarlega. Ég set spurningarmerki við leikskipulagið og val á leikmönnum.
-Við þetta má bæta smærri pælingum eins og að spila Downing á hægri kanti og Skrlt í bakverði.
En þrátt fyrir að vera gagnrýninn má ekki skilja sem svo að maður hafi ekki trú á leikmönnum eða King Kenny. Auðvitað hefur maður það. En mér finnst miðjan alltof veik og að við hefðum átt að halda annað hvort Meireles eða Aqua fram í janúar þar sem Gerrard var meiddur. Við ættum að taka lengri tíma í að koma Henderson inn í liðið og nota leikmenn eins og Kuyt og Maxi meira.
Ég er ánægður með kaupin á Enrique og Downing. Þetta er besti vinstri kantur liðsins í áratugi. Ég held að Carrol eigi eftir að skila sínu og Henderson er efnilegur. Suarez er náttúrulega bara heimsklassaleikmaður. Þannig að þrátt fyrir gagnrýni er margt jákvætt en spilamennskan það sem af er hefur bara verið léleg. Og þá kemur fram gagnrýni hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Ef það væri ekki framför miðað við fyrstu leiki síðasta tímabils og núna þá væri það stórslys. Auðvitað eru málefni klúbbsins í allt öðrum farvegi en fyrir ári síðan og flest allir, ef ekki allir, stuðningsmenn eru ánægðari. En fólk hefur mismunandi skoðanir og vill sjá hina og þessa í liðinu og þetta eða annað leikkerfi. Og gagnrýni á liðið, stjórann eða sérstakan leikmann á fullan rétt á sér.
Jákvætt(að mínu mati); Vinstri bakvarðastaðan loksins orðin vel mönnuð. Gott cover í hægri bak í Kelly og Flanno en auðvitað búið að vera mikil meiðsl hjá Kelly og G.J. Agger að spila meira en venjulega, en kallinn meiddur núna en samt ánægjulegt að hann hafi spilað fyrstu 5 leikina hehe. Lucas orðinn að alvöru def-mid spilara. Heimsklassasóknarmaður frammi sem getur skorað og búið til mörk. Þetta er eina jákvæða sem ég get séð af tímabilinu enn sem komið er, nóg eftir og vonandi eiga jákvæðu punktarnir að aukast.
Neikvætt(algjörlega mín skoðun); Miðvarðastaðan er í lamasessi. Eins og maður hélt að við værum komnir í góð mál fyrir tímabilið. Hélt alltaf að Kelly myndi spila þar en kannski er það framtíðarstaða hans. Carragher er lifandi legend og á alla mína virðingu skilið. En miðað við liðin sem við erum að keppast við verðum við að fara bæta þessa stöðu. Eins og Skrtel byrjaði feril sinn vel hjá LFC þá finnst mér hann hafa dalað alveg hrikalega. Klaufabrot og léleg dekkning eru hans helstu gallar og hann hefur því ekkert að gera liði sem á að vera á uppleið. Svo er Coates spurningamerki en það er mitt mat að ef titilbarátta á að hefjast af alvöru þarf 2 heimsklassa miðverði í liðið.
Miðjan er sorgleg að mínu mati. Einhverjir sem muna kannski eftir pælingum mínum um hana fyrir stuttu og mun því ekkert fjölyrða um hana. Aðeins Lucas og Gerrard sem eiga skilið sæti þar. Adam fínn squad player en ekkert meira en það. Athyglisvert að sumir benda á tölfræði Adam vs. Alonso. Alonso var svo mikið betri í að vinna boltann og koma honum í spil en Adam að það nær engri átt. Auk þess að Alonso var playmaker, Adam er það ekki. Ég held að ef Adam á að njóta sín hvað best þarf hann defmid gaur hliðina á sér og annan playmaker, semsagt 3ja manna miðja. Einnig virðist Adam hafa þol í 60 min., ekki meira. Það sást í Sunderland og Wolves leiknum að það var bara keyrt í gegnum okkur að það lá við að LFC væri statt á erfiðum útivelli að verja eins marks forystu.
Kantarnir; Margir hverjir rosaánægðir að loksins væri LFC komið með kantmenn í Downing og Henderson og nú myndi tröllið frammi fá fyrirgjafirnar. Downing er búinn með 6 leiki í deild og 0 mark og 0 stoðsending. Henderson 1 mark. Downing er samt ekkert búinn að spila illa en þetta sýnir að kantspilið er ennþá í rugli. Henderson er efnilegur og á eftir að verða betri, ekki spurning en come on! Maður myndi ætla að Kuyt, Maxi og Bellamy væru allir á undan honum í byrjunarliðið. Þetta skil ég bara hreinlega ekki.
Dalglish; Af hverju er hann búinn að skipta um leikstíl? Hvað var að þessu 4-3-3 kerfi sem virkaði mjög vel eftir áramót fram að lokun síðasta tímabils? Maxi sem brilleraði og var loksins búinn að aðlagast er núna bara frystur, fyrir utan cc leiki. Meireles að stjórna spilinu og allt í blússandi. Ég tek það fram að ég vill sjá 4-4-2 en LFC er bara ekkert með mannskapinn í það. Bellamy með þrusuleik í Brighton leiknum en fékk ekki séns á móti Wolves. Uppstilling og skiptingar hjá Dalglish eru ekki mér að skapi (örugglega ekki einn um þá skoðun)þessar vikurnar og vill sjá ýmsar breytingar í komandi leikjum. Henda Henderson á bekkinn. Lucas og Gerrard á miðjuna og fremstu 4 á að nota einhverja af eftirtöldum; Suarez, Kuyt, Downing, Maxi og Bellamy
Gummi Ben er Manchester United maður og það er STAÐFEST !!! Ég sá líka þetta moment í Sunnudagsmessunni í gær og fannst Mikki Nikk vera að fara með fleipur og einfaldlega tala um eitthvað sem hann hefur ekki hundsvit á. Hann gefur sig út fyrir að vera svakalegan sparkspeking en kemur svo með einhverja svona speki um Liverpool sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Tottenham liðið með betri mann í hverri stöðu og svo framvegis. Hann er bara ótrúleg týpa og finnst mér það þættinum ekki til framdráttar að vera með hann í settinu. Hlýtur að hafa verið redding.
Meirels vs. Adam verður alltaf umræða og fínt að taka hana. Veit að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru kannski ekki eins góður mælikvarði og við sófaáhangendurnir hér, en þeir voru það margir sem kusu Charlie Adam sem besta leikmann deildarinnar að hann var þar í topp sex og liði ársins.
En gott að heyra það að svoleiðis leikmaður er bara “squad-player” virði í okkar liði í dag. Annars er bara ljóst að ég er ósammála þeim sem hafa tekið Adam núna formlega af dagskrá sem Lfc-leikmann og kannski ekki til neins að vera að rífast um þetta. Ég aftur á móti ætla að mótmæla þeirri staðreynd að Xabi Alonso hafi verið góður að vinna boltann, þetta er frábær leikmaður, en það að vinna bolta er ekki hans styrkleiki. Og Charlie Adam er settur upp sem playmaker, svo að því leytinu til er hann að spila sömu stöðu og Xabi. Hans kostir munu svo að sjálfsögðu koma betur í ljós ef Gerrard verður settur í sama hlutverk og hann var á miðjunni hjá Rafa. Dæmum þetta betur þá.
Samt ágætt að við munum það að Gerrard átti afar erfitt sem annar tveggja inni á miðjunni í því kerfi og ég dáist enn að þeim sem telja hann öflugan sem annan miðjumanninn í 4-4-2 kerfi. Þar finnst mér hann alltof oft detta út úr stöðu varnarlega og langt fyrir aftan það svæði sem hann skapar mesta hættu. Og þrátt fyrir oft flottar langar sendingar þá er tölfræðin hans yfir heppnaðar sendingar langt frá því að vera góð. Mér finnst hann því alls ekki sá sem á að vera við hlið Lucasar, bara alls ekki. Ekkert frekar en leikmenn sem nú eru farnir á braut.
Svo finnst mér eilítið snemmt fyrir okkur að reikna með að Kenny Dalglish fari að spila 4-2-3-1 þó svo að það hafi virkað hjá Rafa Benitez með þann mannskap sem var þá. Ég er viss um að í ákveðnum leikjum verður það virkjað en í öðrum leikjum, t.d. gegn Wolves á Anfield, er ég ákaflega glaður að sjá okkur stilla upp ákveðið 2 framherjum. Það að sjálfsögðu þýðir að við erum oft einum færri inni á miðju og þurfum að fá töluvert líf í vængspilið í stað þess að þræða okkur í gegnum miðjuna. Í dag erum við bara með einn “out and out” kantmann í Downing, en Henderson hefur verið látinn leysa það og ég sé alveg Johnson verða öflugan fyrir utan hann.
Dalglish er að kaupa inn í lið sem ætlar að vera aggressívt í pressu og fara hratt upp völlinn. Við skoruðum um helgina eitt mark úr skyndisókn og markramminn bjargaði Wolves tvisvar eftir mjög hraða sókn upp vængina. Einmitt af því að við vorum með öfluga hlaupara vinstra megin. Martin Kelly var rólegri en vanalega í hægri bakverðinum, sennilega bara að fara varlega eftir meiðslin, en þegar Johnson verður píla utan á Kuyt eða Henderson er ég sannfærður um að 4-4-2 mun svínvirka. Enda t.d. United spilað þetta kerfi reglulega undanfarin ár á Englandi, en líka 4-2-3-1.
Svo að mín skoðun er sú að öll kaup sumarsins eru í anda þess sem Dalglish, Clarke, Keen og jafnvel eigendurnir sjá fyrir sér sem framtíðarlið Liverpool.
Eftir ömurleikann í klúbbnum frá janúar 2009 til nóvember 2010 finnst mér við vera á ótrúlega góðum stað með marga hluti og finnst hámarkskrafa vetrarins vera CL sæti og vonandi bikarsigur á Wembley. Þannig verður hægt að vekja risann betur og bæta þá inn í liðið leikmönnum sem taka stóra skrefið. Allir þeir leikmenn sem voru keyptir í sumar koma sem lykilleikmenn liða sinna og sú staðreynd mun telja þegar líður á veturinn og við munum þurfa að nýta okkur breidd leikmannahópsins. Það verður aldrei hægt að spila á Englandi með 13 góða leikmenn, heldur minnst 22 eða tvo í hverri stöðu.
Við erum nær því nú en ansi oft áður!
Auk þess sem við höfum nú í fyrsta skipti ansi lengi krækt í menn sem stór ensk lið hafa verið að eltast við, t.d. Henderson (sem United vildi fá) og Downing (sem Arsenal vildi fá) þó við höfum misst af Phil Jones.
Af þessum ástæðum er ég bara mjög bjartsýnn, en auðvitað viðurkenni ég það að á sama tíma í fyrra sá ég klúbbinn minn vera jafnvel næsta Newcastle, Portsmouth eða Leeds. Sumir töldu það bölsýni, en því meira sem ég les um stöðuna, því vissari er ég um að það var ekki óraunhæf hræðsla…..
Palli (#46) – Þetta eru góðir punktar hjá þér, takk fyrir mótrökin. Ég er með nokkra punkta:
Tímabilið 2009/10 enduðum við með 63 stig, í vor enduðum við með 58 stig. 63 stig hefði skilað okkur upp fyrir Tottenham í 5. sætið og helmingi nær Arsenal í 4. sætinu, sem sýnir að deildin var sennilega erfiðari 2009/10 heldur en á síðasta tímabili. 10 stig úr þessum leikjum er að mínu mati ásættanlegt hjá liði sem er á uppleið. Lið Rafa fyrir tveimur tímabilum var á niðurleið. Að sama skapi gerum við kröfu um meira en 10 stig úr þessum sex viðureignum á næstu leiktíð, ætli liðið að halda áfram að bæta sig.
Ég er ósammála þér hérna. Auðvitað er alltaf hægt að segja ef, en Meireles var í liðinu í þessum sex viðureignum í fyrra þegar liðið náði bara fimm stigum þannig að það er varla eins og það sé hægt að færa rök fyrir því að Adam inn fyrir hann hafi veikt liðið. Ég var sáttur við þessi skipti, þótt ég hafi viljað halda Meireles áfram. Adam er eins og okkar Michael Carrick – það getur verið eftir 1-3 ár að liðið verði komið á það level að hann sé ekki lengur fastamaður í liðinu, að Javi Martinez eða Joao Moutinho eða einhver álíka verði kominn sem hirðir af honum leikstjórnandastöðuna. En í dag er Adam okkar besti leikstjórnandi og einn sá besti í deildinni, og talsvert betri en það sem við höfðum í fyrra (Poulsen, Gerrard sem leikstjórnandi, og svo Spearing á köflum). Ég er sáttur við Adam og þótt það sé hægt að gagnrýna ýmislegt hjá honum (of mörg spjöld, lítið úthald að því er virðist) hefur hann samt skilað mörkum og stoðsendingum nú þegar.
Ég er mjög ósammála þér þarna og verð að segja að mér finnst stórskrýtið að þú ætlir að fella þann stóradóm strax að þetta hafi verið röng kaup. Ég lít svo á að Dalglish hafi verið að borga hátt fé í tvítugan, fjölhæfan, enskan leikmann sem getur verið lykilmaður í liðinu í áratug eða meira jafnvel ef hann stendur sig. Ef hann stendur sig ekki er hægt að selja hann á fínasta fé þannig að tapið verði ekki of mikið.
Ég tek hins vegar undir það með þér að það er sérkennilegt að Dalglish skuli hafa byrjað með hann í öllum leikjum það sem af er á kostnað Kuyt og Maxi, sem voru að spila best allra undir stjórn Dalglish í vor. Sérstaklega þar sem Henderson spilaði á stórmóti í sumar og ætti því að þurfa smá hvíld ef eitthvað er.
Þetta er einfaldlega rangt. Miðjan er góð í fyrri hálfleik gegn Sunderland, allan leikinn gegn Arsenal og Bolton, seinni hálfleikinn gegn Stoke og fyrri hálfleikinn gegn Wolves. Liðið missti móðinn í seinni hálfleik gegn Sunderland og Wolves, miðjan byrjaði illa gegn Stoke en vann sig inn í það og allt liðið skeit á sig gegn Tottenham. Ég sé hins vegar ekki í einum einasta leik einhverja örugga sönnun þess að Adam, Henderson og Lucas geti ekki virkað sem miðja. Það er líka allt of snemmt að dæma þá þegar Gerrard er rétt að koma inn. Gefum þessari nýju miðju tíma til að spila sig saman og kynnast Gerrard líka aðeins og svo getum við farið að dæma þá.
Ég tók að gamni til tölfræði meistaranna á síðustu leiktíð (man ekki hvað það lið heitir) úr þessum sex viðureignum sem við höfum leikið og verið að ræða núna. Þeir náðu sér í 13 stig af 18 mögulegum (4 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap) og markatöluna 7-3. Færri mörk skoruð en Liverpool núna en færri fengin á sig. Munurinn er einn tapleikur hjá okkur sem þeir sigruðu. Það er ekki svo mikill munur ef þið pælið í því.
Það er hægt að velta þessu öllu fryrir sér fram og til baka. En það er nú bara þannig að það verður ekki hægt að dæma liðið fyrr en í fyrsta lagi eftir jólatörnina að mínu mati og við eigum því ekki að fella neina sleggjudóma fyrr en í fyrsta þá ef við þurfum að gera það.
Sælir Poolarar nær og fjær,
ég hef bara lesið pistilinn hans nafna míns en ekki litið á umræðukerfið um hann.
Langar bara að segja að mér finnst það í góðu lagi að gagnrýna liðið þó að það vinni leik og jafnvel leiki, ef að sú gagnrýni er gerð málefnalega og menn færa ágætis rök fyrir henni. Mér finnst menn vera ansi hörundsárir gagnvart slíku hérna inni og skil ekki hvernig menn fá það út að þeir sem að slíkt gera séu eitthvað minni stuðningsmenn en aðrir sem að gagnrýna ekkert eða það sem að verra er bara þegar að illa gengur!!
Ég hef sagt þá skoðun mína hérna að mér finnst það lið sem að hefur verið að spila fyrstu leikina sé of hægt í sinni sóknaruppbyggingu og að ég sakni þeirra sem að voru látnir fara og að hópurinn sé of einsleitur á miðjunni, þetta á jafnt við um sigur- eða tapleiki okkar. Vona bara að það komi meiri kraftur með Gerrard inní leik okkar sem að mér hefur fundist vera fjarverandi hingað til á tímabilinu.
Þessi Mikki Nikk er nú hreint út sagt ekki alveg til útflutnings, talandi um að Liverpool sé klössum fyrir neðan nallana og Tottenham, að kaupin í sumar hafi verið léleg. Og að LUCAS LEIVA sé lélegur. Var hann að horfa á hestinn hans Emils í Kattholti spila fótbolta? Ég þori að veðja að hann hefur aðeins séð hann spila örfáa leiki.
þann dag sem þessi kall verður aftur í messunni verður sannarlega ekki horft á þennan annars frábæra þátt á mínu heimili.
afhverju er alltaf deletað commentunum mínum?… alveg sama hvað ég skrifa þau hverfa eftir 5 mín…
Svar (KAR): Ég henti út einu kommenti frá þér, ekki mörgum, og ég henti því út af því að það var örstutt og bætti engu við umræðuna. Þér er sjálfsagt að taka þátt í umræðunum en þá bið ég þig um að vanda þig og skrifa eitthvað sem vert er að lesa.
Það hvort Liverpool er í framför eða ekki fer eftir viðmiðinu. Það hlýtur t.d. að vera framför hjá félaginu að það eru ekki allir sammála um að reka þjálfarann, nefni engin Roy.
Það boðar svo ekki gott fyrir Adam að vera borinn saman við Alonso, enda sáu það allir hvað sá leikmaður var góður – en það var reyndar áður en tölfræðin varð vinsæl í ensku deildinni, þannig að hann var kannski bara lélegur ;o)
Og fer ekki umræðunni um umræðuna að verða lokið? Þetta er farið að minna á spjallið á Liverpool.is stuttu áður en mistókst að bjarga því frá því að verða að þeim sandkassa sem það er í dag. Það eru of fá “léleg” komment/troll í gangi hérna til að gera e-ð mál útaf þessu, menn ættu að leggja það á sig að umbera þetta. Knattspyrna er líka meira list en fræði og meira trúarbrögð en vísindi, þannig að öfgar eru innbyggðar og þ.a.l. eðlilegar í umræðunni.
Kristján (Komment nr. 50)
Takk fyrir svörin. Vil taka það fram að mér finnst þú rökstyðja mál þitt vel en ég er samt ekki sammála öllu. Kannski er glasið bara hálftómt hjá mér…
En eins og ég sagði í fyrra kommentinu þá er maður auðvitað að gera miklar kröfur til liðsins.
Ég vil svara nokkrum punktum:
-Er Adam nógu góður? Auðvitað er of snemmt að dæma hann, ég viðurkenni það vel. EN ég hef orðið fyrir vonbrigðum og mér finnst hann ekki vera af því kaliber sem playmaker hjá Liverpool á að vera. Ég horfði líka á hann í síðasta landsleik sínum með Skotlandi og þar olli hann líka vonbrigðum. En vonandi hef ég bara rangt fyrir mér og hann eigi eftir að sanna sig. Jan Molby var aldrei sá hraðasti á velli en hann skilaði sínu hlutverki frábærlega. Adam minnir helst á hann af þessum gömlu góðu.
-Punkturinn minn varðandi Henderson er ekki sá að það séu mistök að hafa keypt hann. Alla jafna kvitta ég alveg uppá það sem þú segir og það er klárlega það sem vakir fyrir King Kenny og félögum. En alla jafna átti bara ekki við í sumar hjá Liverpool að mínu mati. 16m punda í sumar áttu að fara í örugg kaup sem myndu strax skila árangri inni á vellinum. Þessi upphæð hefði nánast dugað til að landa Mata. Ég er ekki að segja að hann hefði komið – þó einhverjir ITK´s vilji meina að áhugi hafi verið fyrir hendi af hálfu beggja aðila snemma í sumar. En slík kaup hefðu skilað sterkari miðju strax í upphafi. Við vorum hreinlega ekki í stöðu í sumar til að setja svona háa upphæð í framtíðarmann, því miður. Ástandið í klúbbnum var slíkt. Ég hef trú á þessum strák. En að mínu mati var þetta vitlaus forgangsröðun. Þannig að ég tek sérstaklega að fram að ég er ekki að fella dóm um leikmanninn heldur fremur áhersluatriði klúbbsins í glugganum.
-OK – ég segi að miðjan hafi verið léleg hingað til og auðvitað er það kannski fullmikið sagt og þú nefnir ágæt dæmi um annað. En t.d. þegar maður horfði á liðið á móti Spurs og bar saman miðjuna við þeirra! Þar voru Bale, Modric, Parker og Klasnic á móti Downing, Lucas, Adam og Henderson. Þetta var bara dæmt til að tapast. Og við höfum í gegnum tíðina tapað svona leikjum en við höfum sl. ár verið með sterkari miðju á pappírnum en Spurs. Þetta breytist auðvitað með Gerrard. Bottom line hjá mér er bara sú tilfinning að sjá þessa miðju spila, sem klárlega er fyrsta val Dalglish fram til þessa, að þetta sé ein veikasta miðja Liverpool síðan ég fór að horfa á liðið (sem var fyrir ca. 35 árum).
-Ég er alveg sammála þér um að gefa miðjunni tækifæri. Tek aftur fram að þó ég setji fram gagnrýni er ég ekki að dæma þessa leikmenn úr leik hjá Liverpool. Hef í raun bara efasemdir um Adam af þeim sem keyptir voru í sumar.
40 gummi er utd maður. En rétt að það er merki um góðan knattspyrnuspeking að það skín ekki í gegn. Líka jákvætt sem messan er að gera sá þáttur stendur erlendum knattspyrnuþáttum alveg jafnfætis.
Ekki það að það skipti máli en Gummi Ben og Hjörvar Hafliða eru báðir man utd menn. En þeir eru bara báðir fagmenn og því sést það ekki.
Mikið svakalega fer það í mig þegar menn eru að segja að ef við hefðum verið að spila á móti betra liði en Wolves þá hefðum við tapað. Hafa virkilega engir af þeim sem segja þetta keppt í íþrótt? Tjah það hef ég allavega gert og stundum fór það þannig að við unnum liðið sem var á toppnum með 5 mörkum eða meira (í handbolta) en unnum svo kannski neðsta liðið viku seinna með 1. Bara að benda á að maður gírar sig mismunandi fyir mismunandi lið og hver leikur er í rauninni einstakur. Það sem ég er sem sagt að segja að það er frekar ólíklegt að við hefðum spila nákvæmlega svona á móti manu td.
Lið vikunar hjá sky við eigum eitt stykki vinstri bakvörð þar
Eins gott fyrir okkar menn að girða sig í brók.Erfiður leikur framundan og allt það.En eftir að sjá leikinn á móti wolves aftur og (aftur) þá er stutt í að liðið fari að klikka saman það er hökt á miðjunni en margt jákvætt að gerast og Charlie Adam á eftir að plumma sig.Eigum við ekki bara segja að LIVERPOOL maskínan fari í gang á móti everton.
Heilt yfir mjög fín umræða hérna. Ef maður tekur mark á þeim sem eru jákvæðir þá erum við á réttri leið og við munum ná CL sæti í vetur. Það er enn verið að fínstilla græjurnar en allt að koma. Samkvæmt þeim sem eru neikvæðir eigum við ekki séns í CL sæti og næstu tveir leikir munu örugglega tapast.
Ég tel að liðið sé á réttri leið. Ég verð að viðurkenna að það var átakanlegt að horfa uppá miðjuna og Skrölta í leiknum á móti Tottenham en ég trúi því að Kenny hafi líka séð þetta og muni gera viðeigandi ráðstafanir þegar við lendum aftur í svipaðri stöðu. Það koma líka alltaf inn á milli leikir sem eru undir pari, hjá ÖLLUM liðum. Og…það gerðist líka hjá gullaldarliðum Liverpool. Ég man vel eftir því. Það gat alveg verið “basl” stundum að leggja “smærri” liðin. Og skipti þá engu máli þó John Barnes væri á kantinum, Kóngurinn frammi, Molby á miðjunni eða Hansen í stuði í vörninni. Svona er boltinn bara stundum…
Sumir hafa ekki trú á Charlie Adam en ég ætla ekki að afskrifa hann strax. Mér finnst það hreinlega óskynsamlegt. Kenny veit örugglega af veikleikum hans en ætlar sér hinsvegar að nota styrkleika hans sem geta verið gríðarlegir. Það er frábært að sjá svona sparkvissan spilara kominn á miðjuna hjá okkur aftur. Varðandi hraðann þá nefnir Palli að ofan að Molby hafi verið hægur en ég hef einmitt verið að hugsa um hvort Adam geti verið líkari Molby en Alonso, sem átti aldrei að leyfa að fara ,,að heiman.”
Henderson er annar leikmaður sem er mikið gagnrýndur. Að mínu viti er hann kannski búinn að fá að spila aðeins of mikið en hann hefur samt í heildina staðið sig ágætlega og ég hef mikla trú á þessum strák í framtíðinni. Mig grunar líka að hann hafi fengið að spila meira en ella því Gerrard er að mæta og þá fer Henderson á tréverkið og fær mun færri mínútur.
En… mikið hlakka ég til næstu helgar! Ég er alveg viss um að við náum góðum úrslitum… 3-2 í mögnuðum leik. Suarez, Carroll og Adam, með “Riise neglu” og allir sáttir 🙂
Samt vafasamt að bera saman úrslitin gegn nákvæmlega sömu liðum í fyrra. Styrkur þeirra liða er til dæmis mjög misjafnt. Við mættum til að mynda Arsenal-lið sem gat ekki rassgat, Sunderland-liði sem var það lélegast í deildinni fyrstu umferðirnar og Bolton hefur ekki unnið leik. Verður einfaldlega alltaf erfitt að bera saman lið milli ára.
Í raun held ég að enginn sé ósáttur með þessi tíu stig þannig séð. Málið er bara að sem Liverpool-aðdáandi vill maður innst inni vinna hvern einasta leik og er aldrei fullkomlega sáttur með neitt annað.
Nú hafa Liverpool tekið að meðaltali 1,66 stig úr leik í 6 leikjum, sem að skilar okkur 63 stigum í lok tímabils ef horft er til þessarar tölfræði, miðað við byrjunarprogramið sem að við höfum átt þá finnst mér þetta alltílagi ekkert meira en það.
En þessi 63 stig eru alveg klárlega ekki að fara að skila okkur meistaradeildarsæti, þyrftum helst að næla í 70 stig til að vera safe.
En hef bullandi trú á þessu og við tökum framherjalausa Everton menn í kennslustund á Laugardaginn!
Fyrst að Ágúst Bjarni byrjaði að tala um meðaltal stiga liðsins þá hef ég haldið utan um tölfræði liða í toppbáráttunni í deildinni síðustu fimm ár enda hef ég ákaflega gaman af slíkri tölfraði, ætlaði reyndar ekki að skrifa um það fyrr en eftir ca 10 umferðir þegar 1/4 af deildinni er búinn en fyrst umræðan er að fara inná þennan hlut ætla ég að fá að vera með.
Liverpool hefur nú fengið 1,66 stig að meðaltali úr leik, sem hefur aldrei síðustu fimm ár skilað Cl sæti, en er þó meira en við fengum tímabilið 2009/2010 en þá fengum við 63 stig eða rétt undir 1,66 stigi að meðaltali.
Lægsti stigafjöldi í 4 sæti síðustu fimm ár eru 68 stig, eða 1,79 stig að meðaltali í leik, en meðaltal stiga í leik hjá liðum sem lent hafa í fjórða sæti síðustu fimm ár eru 1,86 stig svo það sést að það vantar alls ekki mikið uppá, og taka verður tillit til þess að í þessum þremur leikjum af sex sem við höfum spilað er á þremur mjög erfiðum útivöllum, svo meðalstigafjöldinn gefur ekki nákvæmari mynd fyrr en eftir amk 10 leiki mundi ég halda. Þótt meðalstigin geti vel breyst eftir það, ættum við að vera búinn að spila svona þokkalega jafnt við slök lið og sterk lið, heima og úti.
Meistarar síðustu fimm ára hafa mest verið með 2,36 stig að meðaltali úr leik (man.utd) árið 2008/2009, þegar við lentum í öðru (það má geta þess að stigafjöldi okkar þá, 2,26 stig í leik hefði dugað til sigurs 3 af hinum 4 árunum) og minnst verið 2,1 (man.utd í fyrra), en að meðaltali síðustu fimm ár hafa meistararnir verið að fá 2,27 stig að meðaltali úr leik.
Sigur í næstu tveimur leikjum og við erum komnir með 2 stig að meðaltali í leik, sem er meðaltal liða sem lent hafa í þriðja sæti síðustu fimm ár. Svo það þarf ekki mikið uppá, á meðan við höldum okkur nálægt fjórða sætinu eftir því sem líður á tímabilið, desember-janúar, meðan liðið slípast saman þá hirðum við Cl sæti eftir áramót, og kæmi mér ekki á óvart þótt við mundum hirða 3 sætið af Chelsea.
Samantekt af Carroll úr síðasta leik. Mér finnst áhugavert að sjá hvað hann er að koma boltanum oft á rétta staði http://www.youtube.com/watch?v=zVPvCxA-mGo&feature=player_embedded
Spilamennska liðsins
Sé horft á Liverpool liðið má segja stigafjöldin sé alveg ásættanlegur. Miklar mannabreytingar hafa orðið á liðinu frá því í fyrra og því ekki óeðlilegt að það taki tíma finna rétta taktinn. Kröfur um að Liverpool “eigi” að vinna Wolves, Sunderland eða Norwich með þriggja eða fjögurra marka eru algjörlega óraunhæfar og ósanngjarnar. Það að vinna Wolves 2-1 á heimavelli eftir tvo tapleiki eru góð úrslit sem gefa 3 stig og gott veganesti í næsta leik. Persónulega hef ég verið nokkuð sáttur við spilamennskuna það sem af er en helsta vandamálið hefur verið óstöðugleiki í leik liðsins. Liðið hefur átt frábæra kafla og síðan dottið niður á lægsta plan. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt miðað við mikið breyttan hóp og ég hef fulla trú að stöðugleiki á eftir að nást þegar það líður á veturinn. Brýnasta verkefni þjálfarateymisins um þessar mundir er að efla varnarleik liðsins, það á ekki bara við öftustu línu heldur varnarleik alls liðsins.
Spilamennska einstakra leikmanna
Ekki nóg með sumir hafa verið duglegir að gagnrýna liðið þá hafa einstakir leikmenn fengið á sig að mínu mati óverðskuldaða gagnrýni. Leikmenn sem hafa spilað 5-6 leiki fyrir félagið hafa fengið þá dóma að vera ekki nægjanlega góðir fyrir félagið. Leikmenn sem jafnvel eru taldir með efnilegustu leikmönnum í Evrópu eiga ekki skilið að vera í Liverpool vegna þess að þeir hafa ekki heillað stuðningsmenn liðsins uppúr skónum í sínu fyrstu leikjum fyrir félagið. Ég er á þeirri skoðun að ungir leikmenn verða að fá að spila til þess að verða betri, menn taka ekki framförum á bekknum. Ég er virkilega ánægður með Dalglish að láta ekki skammtímasjónarmið ráða för og gefa ungum leikmönnum séns og sýna þeim þolinmæði. Ég man þegar Gerrard steig sín fyrstu spor, þá í hægri bakverðinum og á miðjunni, hann var ekkert að heilla mann uppúr skónum í fyrstu leikjunum sínum en hann fékk sinn tíma og ég efast um að menn sjái eftir þeim tíma í dag. Kannski voru einhverjir hér sem bölvuðu því að Gerrard væri látinn spila í stað Rob Jones eða Vegard Heggem á sínum tíma eða þá þegar hann leysti Redknapp af á miðjunni?.
Persónulega nenni ég ekki að lesa comment sem byrja með hástöfum og upphrópunarmerkjum á einstökum leikmönnum. Það er einfaldlega ekki hægt að dæma nýja leikmenn af 5 eða 6 leikjum og með ólíkindum að sumir “stuðningsmenn” séu búnir að afskrifa einstaka leikmenn. Meira segja eftir leikinn á móti Sunderland þá voru sumir farnir rakka niður Henderson og Adam sem voru að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og fyrsta leik á nýju tímabili.
Ég tek undir hvert orð hjá Kristjáni í þessum pistli. Góðir hlutir gerast hægt.
Fín samantekt af Carroll. Það sem mér finnst áberandi er að hann er ekki alltaf fremsti maður, hann er líka að gefa fyrir og svona. Auðvitað á hann að vera inni í teig en ekki fyrir utan hann.
Sjá til dæmis eftir 55 sek, hann er alltof lengi að fara inn í.
Eftir 1.06, af hverju er hann ekki að teygja sig í þennan bolta og Downing að senda fyrir?
Eftir 2.50 á boltinn auðvitað að fara út á frían mann á kantinum og Carroll á að vera inni í teig.
Eftir 3.26, af hverju er hann að bera boltann upp frá miðjunni?
Hann gerir margt vel en er bara ekki að koma sér í nógu mörg færi. Hverju sem um er að kenna, ekki endilega honum nota bene.