Kop-gjörið – Vika 6

Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Kop.is áður en þið takið þátt í umræðum á síðunni.


Bíddu, eru ekki þrjár vikur frá síðasta Kop-gjöri?

Jújú, held það nú. Hugmyndin var jú sú að hafa þetta reglulegt uppgjör á þriggja vikna fresti og við skulum halda okkur við það og demba okkur af stað!

Staðan í Kop-deildinni

Í deildinni okkar hafa tvö lið aðeins skorið sig frá síðustu vikur en auðvitað er stutt á milli manna enda tímabilið rétt nýbyrjað. Efstu fimm sætin eftir leikviku númer 6 eru:

1.sæti Die Hard Gunnar Þór Gunnarsson – 405 stig
2.sæti FC Formaður Þorgeir Þorsteinsson – 401 stig
3.sæti Snakkboltar Trausti Ragnarsson – 384 stig
4.sæti Umf. Hrappur Ásgeir Ólafsson – 381 stig
5.sæti Refsarinn Jón Orri Ólafsson – 380 stig

Efsta liðið inniheldur því miður engan Liverpoolmann, en það gera þó hin liðin. Vonum auðvitað að gengi okkar manna í rauðu muni skila einhverju til þeirra sem spila þennan Fantasy-leik í vetur!!!

Kop-pennar

Við erum enn að leita að feitum hestum félagarnir – þó mismikið auðvitað! Sá okkar sem er efstur situr í 129.sæti heildarkeppninnar og það þarf ekki að fjölyrða það að við ætlum þess vegna að einbeita okkur um sinn að innbyrðisdeildinni okkar, staðan þar er eftirfarandi:

1.sæti Södermalm United Einar Örn – 307 stig
2.sæti Kristján Atli FC Kristján Atli – 286 stig
3.sæti Babu Einar Babu – 282 stig
4.sæti Sandur_FC Magnús Þór – 261 stig
5.sæti Pass&Move Sigursteinn – 229 stig

Bestu leikmennirnir

Svona aðeins til að hjálpa fólki við að skoða hvaða leikmenn hafa náð mestum árangri, svona ef að fólk hefur gefist upp á einhverjum leikmönnum (t.d. Wes Brown) er ekki úr vegi að líta á þá sem bestum árangri hafa náð:

Markmenn

De Gea (M.Utd) 34 stig
Begovic (Stoke) 34 stig
Vorm (Swa) 30 stig

Varnarmenn

S. Taylor (Newc.) 34 stig
Bosingwa (Che.) 32 stig
R. Taylor (Newc.) 30 stig

Miðjumenn

Nani (M.Utd) 45 stig
Young (M.Utd) 45 stig
Silva (M.City) 42 stig

Framherjar

Rooney (M.Utd) 59 stig
Aguero (M.City) 59 stig
Dzeko (M.City) 41 stig.

Maður sér þarna að þeir sem taka ákvörðun að kaupa enga United menn inn í sitt lið verða líklega ekki eins ofarlega og þeir sem kaupa svoleiðis vörur!

Liverpoolmenn

Svona í lokin er kannski ágætt að sjá hvaða Liverpoolmenn hafa skilað flestum stigum til eigenda sinna í leiknum…

1. Suarez – 27 stig
2. Adam – 26 stig
3. Henderson – 21 stig
4. Reina – 18 stig
4. José Enrique – 18 stig

Hvað sem vísindin segja um þetta svosem…..

Næst lítum við eftir 9 umferðir, þá vonum við pennarnir að einhver okkar hafi náð inn á topp 100!

17 Comments

  1. Ég hef 304 stig og er því hærri en 90% af pennum kop.is. Það er ánægjulegt. Það er líka sérstaklega ánægjulegt að vera hærri en Babu og SSteinn enda er ég með mikla líkamlega, andlega og vitsmunalega yfirburði á þessa tvo 🙂

  2. Þetta mun gleðja Steina og sennilega koma í gang samsæriskenningunni hans…

    Svo var það þetta með Babu og Wes Brown…

  3. pifff, asnalegur leikur.  Eina ástæðan fyrir því að hinir eru fyrir ofan mig er að ég fékk ekki að taka þátt frá byrjun, maður þurfti að gefa þeim ákveðið forskot.

  4. Ég hef verið á barmi þess að vera rekinn sem stjóri fantasyliðsins míns í nokkrar vikur. Svo setti ég varavaramiðvörðinn minn hann helvítis Wes Brown sem átti leik lífsins gegn okkur í 1.umferð í liðið á kostnað Ryan Shawcross (sem var að fara spila gegn United) og það var svona líka andskoti sniðugt!

    Þetta er svo heimskulegur og asnalegur leikur að meira að segja Fói virkar ekki eins vitlaus og hann svo sannarlega lítur út fyrir að vera.

  5. ég var neð suarez í liðinu og skipti honum síðan fyrir rooney því hann skilar fleiri stigum, síðan meiddist rooney og suarez skorar!!

  6. Hver er slóðin á KOP deildina?, ég var í henni en náði óvart að henda henni út hjá mér með einhverju fikti en vill komast í hana aftur.

    Ég er í fyrsta sinn í þessu og er með 307 stig núna og er bara nokkuð sáttur við það. Ég gerði samt ömurlega hluti þegar ég seldi Aguero fyrir Dzeko, það var eftir að Dzeko skoraði þrennu gegn Tottenham,  Minnir að Aguero hafi skorað 5 mörk í næstu 2 leikjum þar á eftir. Er samt búin að selja núna Dzeko dyrir Adebayor og þá er framlínan mín Adebayor, Rooney og Suarez. Suarez er samt á síðasta séns hjá mér þar sem hann skorar ekki nægilega mikið. Er bara með 2 púllara, Enrique sem kom inn fyrir síðustu umferð og skilaði stoðsendingu og svo Suarez. Miðjan hjá mér er svo Silva, Barry og Yaya Toure, ætla að koma Gerrard þar inn þegar hann er farin að spila alla leiki….

    Eina sem ég þoli ekki við þenna leik er það að maður má ekki gera eins margar breytingar og maður vill á milli leikja nema fá fullt af mínus stigum.    

  7. Nú er ég ekki sá klárasti í þessum leik en einhver sagði mér að maður ætti að geta umturnað öllu liðinu sínu einu sinni yfir tímabilið án þess að fá mínus stig fyrir það, er það rétt? ef svo er hvernig gerir maður það???

  8. Getur notað wildcard tvisvar sinnum á tímabilinu og þá missiru engin stig, gerir bara þau transfer sem þú vilt og klikkar á make transfer og þá kemur confirm changes, cancel eða play wildcard

  9. Skil ekki menn sem hafa það í sér að hafa Scum og Neverton menn í sínu liði.

  10. þetta snýst ekki um lið heldu leikmenn sem safna stigum og eins og er eru man utd menn með flestu stiginn í flestum stöðum og liverpoll menn með meðal stig. þetta snýst um að vinna 😉

  11. Ég hef það skv. marktækum heimildum að Babu er ennþá að straumlínulaga lið sitt. Ég vinn hann hinsvegar með 100 stiga mun. Annað væri skandall

  12. Nr.14 EÖE
    Sem er besta heimildin fyrir því að þetta er meingallaður leikur og klárlega eitthvað um mútur í gangi! Þú ert með striker sem fokkings neitar að spila 🙂  

    Nr.15 Páló
    Stjörnumenn halda aldrei út heilt season…ég næ þér.  

  13. Bsbu. Stjarnan hefur haldið ágætlega út í sumar, hækkað sig síðan í fyrri umferðinni sem gerist ekki oft.

    Stend við það. Ég vinn þig með 100+ stigum 😉

Framför

Kop.is Podcast #6