Þegar ég var að byrja að horfa á fótbolta var til annað Stoke-lið á Englandi. Það lið var í London og kallaði sig Wimbeldon og stundum þegar ég horfi á leik með Stoke í dag finnst mér vera að horfa á leik með Wimbeldon. Stoke eru bara leiðinlegri og púkinn í mér vonar stundum að þeir fari svipaða leið með þessa tegund af fótbolta og Wimbeldon fór, rakleitt á hausinn undir styrkri handleiðslu Norðmanna sem þó ættu að vita allt um hvernig á að ná árangri í þessari tegund íþrótta. Fótboltinn sem Stoke spilar er í raun bara önnur íþrótt, svona sambland af Rugby sem er mjög vinsælt í Bretlandi og auðvitað fótbolta eins og við þekkjum hann. Ég sá megnið af rugby leik um daginn og svei mér þá ef Stoke liðið myndi ekki ná betri árangri í þeirri íþrótt heldur en fótbolta enda vilja þeir hafa vallaraðstæður svipaðar og er meinilla við það að láta boltann snerta jörðina.
Fótboltinn sem þeir spila er þó engin tilviljun, síðustu þjálfarar þeirra ef ég man rétt hafa verið Gary Megson, Guðjón Þórðarson, Gary Megson aftur (ÓTRÚLEGT),Tony Pulis, Johan Boskamp(05/06) og svo Tony Pulis aftur. Þeir hafa ráðið Megson og Pulis tvisvar og verður það nú að teljast afrek útaf fyrir sig. Eina sem vantar þarna er Sam Allardyce og þá er þetta komið hjá þeim. Mér hefur ekki verið svona illa við neitt lið síðan Sam Allardyce var með Bolton sem hann hafði fengið tíma til að setja handbragð sitt á og móta frá grunni.
Versta við bæði Bolton liðið sem Allardyce stýrði, Stoke liðið sem Pulis er með og jafnvel Wimbeldon liðið frá því í den er að það er fjandanum erfiðara að brjóta þau niður og þau hafa oftar en ekki reynst okkar mönnum erfið. Allra verst er að þessir menn eru að ná árangri með þessari tegund fótbolta og í dag er Stoke lið Tony Pulis bara orðið fjandi erfitt heim að sækja og með góða leikmenn innanborðs. Þeir þrengja völlinn, hafa grasið hærra og planta handklæðum út um allt á hliðarlínunum. Fyrir utan það eru þeir með mjög háværa og góða stuðningsmenn. Þeir stilla upp líkamlega sterkum mönnum og hávöxnum bæði í vörn og sókn og hafa síðan frambærilega kantmenn á sitthvorum kantinum. Ég gæti t.d. trúað því að það hafi verið einkahúmor hjá Tony Pulis gegn íslendingum (sem hann hatar) að fá Eið Smára á láni í fyrra enda leikmaður eins og Eiður aldrei að fara gera nokkrun skapaðan hlut í liði sem Tony Pulis stýrir.
Regla númer 1,2 og 3 gegn þessu liði er að lenda alls alls alls ekki undir, þá ná þeir bókstaflega í tveggja hæða rútu og leggja fyrir framan markið. Brjóta endalaust af sér og tefja miskunarlaust. Allt til að koma mótherjanum úr jafnvægi.
Gefum Stoke samt það að þeir eru gríðarlega góðir í að spila sinn fótbolta og það er alls ekki lausnin að gera eins og Roy Hodgson í fyrra og reyna að sigra þá með þeirra eigin fótbolta. Það segir kannski sitt að við höfum ekki unnið í síðustu fjórum útileikjum gegn Stoke og sá sem skoraði síðast gegn þeim á Brittannia var auðvitað Kyrgakos. Frekar vill ég sjá Liverpool spila svipaðan bolta og þeir gerðu síðast enda var þar einn af þessum típísku leikjum í upphafi tímabils þar sem við bara nýtum ekki færin okkar.
Það var auðvitað enginn ánægður með þennan bikardrátt, útileikur gegn Stoke. Það er reyndar merkilegt í þessum bikareinvígjum hvað við fáum oft útileik, Af síðustu 12 bikarleikjum hafa 9 verið á útivelli sem er töluverð óheppni en á móti þá var síðasti heimaleikur gegn stórliði Northamton sem sló okkur eftirminnilega út í fyrra.
Á síðustu 20 árum höfum við mætt Stoke fjórum sinnum í deilarbikarnum og alltaf komist áfram í kjölfarið. Tvisvar þurfti að spila tvo leiki til að fá niðurstöðu og einn af þessum leikjum var okkar stærsti útisigur er okkar menn rótburstuðu Gauja Þórða og félaga 0-8 á Brittannia. Reyndar hefur Liverpool aldrei tapað bikarleik gegn Stoke í sögu félaganna. Sjö sinnum höfum við sigrað og þrisvar hafa leikar endað með jafntefli.
Það er morgunljóst að áherslan í ár er deildin, bikarkeppnirnar eru alltaf meira svona með og ágætt tæifæri til að nota hópinn betur þó að við stillum kannski upp örlítið sterkara liði í ár heldur en undanfarið þar sem við erum ekki að keppa í neinni evrópukeppni, ekki eftir að hafa fallið úr leik í Glasgow í æfingaleikjakeppninni.
Því held ég að Kóngurinn stilli upp svona semi sterku liði annað kvöld. Bellamy og Carroll byrja líklega frammi og Suarez fer vonandi á bekkinn. Held að það sé fínt að hvíla Suarez aðeins í þessum leik enda líklegur til að missa vitið fái hann eins dómgæslu í þessum leik og hann fékk í þeim síðasta. Stoke brýtur endalaust og þá er ekki gott að hafa mann sem fær bara ekki aukaspyrnu og verður pirraðari og pirraðari í hvert skipti. Gerrard spilar líklega ekki allann leikinn eða byrjar bara á bekknum og þeir Aurelio, Coates og Kelly koma jafnvel inn í liðið.
Fullkomlega út í loftið tippa ég á þetta byrjunarlið:
Reina
Kelly – Carragher – Coates – Aurelio
Kuyt – Lucas – Adam – Downing
Bellamy – Carroll
Bekkur: Doni, Agger, Suarez, Maxi, Johnson, Henderson, Gerrard.
Sem sagt nokkuð sterkt lið og þarna hef ég ekki páss fyrir menn eins og Spearing sem þó gæti vel komið inn. Flanagan og Robinson koma held ég ekki við sögu í þessum leik og fyst Doni var ekki í markinu í hinum leikjunum efast ég um að hann fái þennan. Maxi er bara alls ekki “hip & kúl” lengur virðist vera og því held ég að hann bara rétt slefi á bekkinn. Skrtel gæti síðan auðvitað verið þarna líka en við þurfum kannski ekki 4 miðverði í hóp á morgun.
Spá:
Stoke hefur einu sinni komist lengra en í þessa umferð á síðastliðnum 33 árum, þeir eru að spila í Evrópukeppni í ár og þeir hafa aldrei slegið Liverpool út í bikarkeppni. Miðað við þetta er það alveg borðleggjandi að við erum að fara tapa þessum leik en ég ætla samt að vera bjartsýnn og segja að við töpum þessu ekki stærra en 1-0. Jafnvel að þetta endi 1-1 svo við þurfum að mæta þessu helvítis ógeðis liði aftur fara í framlengingu. Vont samt að spá til um leik þegar maður veit ekkert um byrjunarliðin hjá hvorugu liði.
er búinn að bíða spenntur eftir upphituninni í allan dag því að leikirnir á móti stoke eru alltaf svo leiðinlegir að það verður að vera einhver skemmtun þegar það er fótbolti.
ég ætla að spá þessum leik 3-0 fyrir liverpool og bellamy setji eitt rétt fyrir hálfleik og svo kemur carroll sterkur inn í seinni hálfleik og setur 2. held að byrjunarliðið verði eitthvað svona:
Reina
Kelly – Carra/Skrtel – Coates – Aurelio
Downing – Lucas – Adam – Bellamy
Gerrard
Carroll
þetta verður hundleiðinlegur fyrri hálfleikur þar sem boltinn fer varla útúr miðjuhringnum en seinni hálfleikurinn á eftir að verða góður
Sælir félagar
Það er bara hreinn viðbjóður að þurfa að spila við þessa handklæða-slefandi múrbrjóta. Best væri að vinna þennan leik og vera lausir við þetta andknattspyrnulið sem lengst. Við sjáum til.
Það er nú þannig
YNWA
Við skulum ekki gleyma því að Stoke var í úrslitum FA cup á móti Man City í vor og ætla sér eflaust aftur langt í bikarkeppni/um…
Þeir eru búnir að fá á sig þrjú mörk á heimavelli í þremur leikjum á þessu tímabili, það eina sem kom í deildinni var gegn ManUtd, leikur sem endaði 1-1… Hinir tveir leikirnir voru í evrópudeildinni gegn FC Thun (4-1) og Besiktas (2-1)
Ég gæti trúað því að leikurinn á morgun verði hundleiðinlegur og maður vonar bara að þeir skori ekki fyrsta markið einsog Babú segir… Úrslitin 0-0 væru í raun góð fyrir LFC.
Það er ekki eins og Liverpool sé búið að spila einhvern samba bolta undanfarinn ár… óg ekki eins og stoke hafi efni á að kaupa menn sem geta spilað flottan bolta… !!! Skulum nú ekki fara að væla fyrir leik.
Held að ég fari með rétt mál með að það sé ávallt spilað til þrautar í Carling Cup öfugt við FA bikarinn. En mikið er ég sammála mönnum, þetta handklæðadæmi er svo hörmulegt að það nær ekki nokkurri átt. En hvað um það, við vinnum á morgun, staðfest.
Ég hugsa að Dalglish komi til með að spila sterku liði á morgun. Hinsvegar verðua að rótera eitthvað. Ég vil samt trúa því að Bellamy haldi sæti sínu en Carroll og henderson komi inn fyrir Suares og Kuyt.
Fyrir þá sem hafa efast um ágæti Downin það sem af er þessari leiktíð geta þeir lesið þessa grein og skoðað tölfræði hans. Skv. þessari tölfræði er hann að skapa engu minna en Young, Nasri, Nani og Mata. Það sem gerir það að verkum að hann hefur ekki fengið stoðsendingu það sem af er má rekja til þess að framherjarnir okkar eru lélegir í að klára færin sín sem má einnig sjá neðst í greininni.
Downing er búinn að búa til 19 marktækifæri í byrjun leiktíðar og flest af þeim úr opnu spili eða 14 talsins en ekkert af þeim færum hafa verið nýtt af framherjunum okkar. Suares er skv. þessari grein með 12% færa nýtingu sem er frekar lélegt en betra en hjá öðrum í liðinu því meðal færanýting liðsins er aðeins 9%
http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.anfieldindex.com%2F3735%2Fsuarez-downing-room-improvement-liverpool-fc.html&h=sAQGyQVQ9AQHeB8jfolPGW3TTCRvs7XZ_d1Ui4DrEVxG8-Q
Alveg sammála Babu í þessum pistli, það er ekki tilhlökkunarefni að fara að horfa á Stoke spila, sama við hvern. Líka með það að ég átta mig ekki á hvaða liði verður stillt upp, en tel þó líkur á að við sjáum Agger í byrjunarliðinu.
Svo er það jú þannig að það er spilað til þrautar í Carling Cup mín kæru, það fengum við jú að upplifa síðast þegar við féllum úr leik. Ég vona virkilega að við förum ekki í 120 mínútur plús vító.
Þá hugsa ég að ég hætti bara að nota handklæði og kaupi mér alvöru hárþurrku!
Ég sé enga ástæðu til að stilla upp neinu varaliði í þessum leik, en ég skil vel pælinguna að hvíla Suarez. Þetta er ekki það þétt prógramm að það þurfi að hvíla marga menn. Vörnin má vera eins og hún hefur verið undanfarið, þurfum sterka miðjumenn og snögga kantmenn. Ég vil endilega sjá Carroll byrja þennan leik.
Ég held að ég hafi það ekki í mér að horfa á þennan leik, því ég er 99% viss um að maður eigi eftir að verða brjálaður í skapinu yfir spilamennsku Stoke-liðsins. En ég hef engu að síður trú á því að Liverpool taki þetta.
Spái liðinu svona:
Doni
Flanagan Agger Coates Aurelio
Maxi Lucas Adam Downing
Bellamy Carroll
Enginn tilgangur að hætta Gerrard og Suarez í þennan leik að mínu mati. Þó ég vilji vinna þessa keppni þá er áhættan ekki þess virði upp á að klúðra deildinni í kjölfarið.
Meiddist Doni ekki eitthvað í síðustu viku? eða var hann kominn á bekkinn um helgina? Ég vil líka sjá Henderson byrja.
6.
linkurinn hjá þér virkar ekki svo ég set hann hér inn.
http://www.anfieldindex.com/3735/suarez-downing-room-improvement-liverpool-fc.html#tb
athyglisvert.
Vil fá Agger í vinstri bakvörð til að fá meira power í vörnina í föstum leikatriðum, og svo væri ég alveg til í að gefa Henderson sénsinn fyrir adam, þó hann sé kannski ekki jafn harður af sér og adam í návígjum.
Þar sem ég er bjartsýn maður þá ætla ég að spá því að Liverpool vinni þetta 0-2, ég held að það séu bjartir tímar framundan hjá okkar.
Ég skil ekki afkverju allir eru að kvarta undan því að við séum að fara að spila enn einu sinni við Stoke !!!
Nú fá LFC en eitt tækifærið á því að vinna þá og ég fæ að fara upp á Górillu að horfa á LFC á miðvikudegi 🙂
YNWA
14# kannski vegna þess að við viljum komast langt í þessari keppni og Það er hundleiðinlegt og drulluerfitt að vinna Stoke Úti
Ég held að bæði Henderson og Carroll muni koma inn og Carra mun örugglega fá hvíld. Hugsa að Downing og jafnvel Gerrard fái einnig hvíld og Bellamy verði því á kantinum og miðjan verði Henderson, Lucas, Adam og Bellamy. Carroll og Kuyt verða frammi. Kelly, Skrtel, Agger og Enrique munu skipa vörnina.
Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Við munum ná að stýra spilinu og setja inn tvö mörk en fáum á okkur eitt. Mér er alveg sama þó þetta sé Stoke með sinn leiðindabolta og harðsnúna heimavöll, það verður bara enn skemmtilegra að vinna þá vegna þessa!
Það er ALLTAF tilhlökkun að horfa á Liverpool 🙂
Maður er ALLTAF með hnút í maganum fyrir þessa leiki! Hvar er Hyypia núna, we need you!!
Þetta verður, eins og allt geta gefið sér, erfiður leikur og menn eins og Adam, Carroll og Bellamy eru skildugir til að byrja!!!
Ég held að liðið verðu frekar stekrt í þessum leik:
Reina
Johnson – Carra – Skrtel – Enrique
Kuyt – Adam – Lucas – Bellamy
Henderson
Carroll
Bekkur – Doni, Agger, Kelly, Spearing, Maxi, Gerrard, Suarez.
Við þurfum að hafa líkamlega sterka menn inná eins og Skrtel og Carroll fyrir þennan leik, alveg ljóst mál!
Við vinnum þennan leik 1-2 eftir ömurlegan fyrrihálfleik en Henderson og Bellamy skora fyrir okkar menn í seinni….KOMA SVO!
YNWA – King Kenny we trust!
Reikna með að Dalglish stilli upp sterku liði í þessum leik og gæti séð fyrir mér að hann hvíli Adam og setji Lucas, Gerrard og Henderson inn á miðjuna…
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Aurelio
Lucas – Henderson
Bellamy – Gerrard – Downing
Suarez
Með svona uppstillingu ætti hann sterk vopn í Carroll og Adam á bekknum.
Ef Dalglish vill frekar spila 4-4-2 þá vona ég að hann hafi Gerrard frekar á hægri kantinum heldur en Henderson.
Reikna með sterku liði í kvöld. Gerrard og Suarez með. Held að hvíla Gerrard núna hjálpar ekkert þar sem hann er að komast í gírinn og þarf playing time. Verður fróðlegt að sjá uppstillinguna allaveganna. Koma svo!
Held að liðið ætti alltaf að líta út svona:
Reina
Johnson Kelly Agger Enrique
Downing Lucas Henderson Bellamy
Stevie G
Suarez
Henderson og Kelly í sínum stöðum.
Svo væri fínt að fara að losna við Kuyt. Helst í janúarglugganum… Fínn leikmaður en ekki winner – ekki frekar en aðrir Hollendingar… Höfum ekki hampað dollu með þennan mann í liðinu… T.d. er Inter búið að sýna honum áhuga síðastliðin tímabil…
Ég las einhversstaðar að Stoke hefðu um daginn eytt 11 mínútum af 90 min leik í innköst og handklæðaþukl. Ótrúlegt að ekki sé búið að taka fyrir þetta.
Við þurfum að skora 2 mörk í þessum leik og ef við gerum það er þetta sigur. Nú reynir á sóknarmennina okkar að klára þessi endalausu færi sem við höfum verði að skapa í undanförnum leikjum.
Reina
kelly agger skrtel enrique
Lucas
gerrard henderson/downing
suarez
bellamy carroll
Væri alveg til í að sjá svona, held að suarez myndi njota sín mun betur svona.
Væri til í að sjá liðið e-ð á þessa leið…
Reina
Kelly Coates Agger Aurelio
Kuyt Lucas Gerrard Bellamy
Carroll Suarez
1-0 tap. Staðfest. Leggið alla ykkar peninga á þetta.
Kv. Súri gæinn.
Liverpool transfer news
Steven Gerrard and jose enrique haven’t travelled with squad.
Aurelio að fara að byrja í vinstri bak eins og getið er um í upphituninni?
Suarez og Gerrard út úr liðinu, takk. Að öðru leyti er mér einhvern veginn sama hvernig liðið verður, Liverpool á bara að vinna Stoke alla daga ársins. Allavega 364 daga ársins, þannig það yrði týpískt að þessi eini dagur sem Liverpool getur slysast til þess að tapa gegn þeim verði í kvöld.
Mér er sama. Þetta er í keppni sem mér er sama um, og ég skal alveg gefa Stoke sigur ef það þýðir að Liverpool nær að klifra upp um eitt eða tvö sæti í deildinni.
Athyglisverð þessi grein sem Di Stefano #11 bendir á. Ef eitthvað er að marka þessa tölfræði hjá Downing, að hann sé að búa til svipað mörg færi fyrir samherja sína eins og Nani, Young, Mata og Nasri, þá verður að leyfa mönnum að gagnrýna framherjana okkar, án þess að þeir hinir sömu falli í þvílíkan baklás og bölvi gagnrýnendum í sand og ösku.
Talandi um framherja – Carroll í byrjunarliðið í kvöld. Ef hann getur ekki skorað gegn Djók, þá ætti Daglish að setja hann umsvifalaust … í byrjunarliðið í næsta leik og sjá hvort hann skori ekki þá 🙂
Homer
Dreymdi í nótt að ég væri á leið á Anfield að sjá þennan leik, en ég lagði of seint af stað til Liverpool og missti af leikum, sem endaði 0-1 fyrir Stoke. En þar sem leikurinn er á Brittania hlýtur hann að enda 0-1 fyrir LFC!
Ég veit ekkert verra en Stoke á útivelli.
Liverpool hefur spilað flottann bolta undanfarið og hefur stjórnað á vellinum en það er ekki nóg og því held ég að þeir séu búnir að laga þetta að koma boltanum inn. þeir hafa skapað sér færi og nú er að klára þau og sá tími er kominn. Held að þetta fari 0-3. LIVERPOOL er komið í gírinn. 🙂
Ég spái því að leikurinn endi 1-1 en við klárum þetta í framlengingunni
með tveimur mörkum frá Bellamy og Skrtel.
Mig dreymdi í nótt að ég væri mættur á Anfield þar sem ég kom að luktum dyrum og allt slökkt í kringum Anfield þar sem leikurinn var á Brittania. Ég ráfaði eitthvað um borgina og kom að melwood þar sem ég hitti Fabio Aurelio sem hafði meiðst í upphitun fyrir leik sem sagði mér að staðan hefði verið 0-3 þar sem Carroll hefði skorað 2 og Jamie Carragher 1 🙂
Alltaf gaman af þessum fótboltadraumum hjá ykkur strákar 🙂
Ég hló upphátt að ummælum nr 31.
Alltaf gaman að þessum fótboltadraumum.
Leikurinn fer 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.
Svo vinnur Liverpool eða Stoke í vítóinu.
Þessi leikur snýst um að ná fram leiðréttingu eftir síðasta leik gegn Stoke.
Þessi leikur verður að vinnast, við verðum að gera kröfu um að vera sem lengst í þeim bikarkeppnum sem eru í boði, sérstaklega í fjarveru Evrópukeppna.
Svo vil ég þakka B #20 fyrir þennan brandara:
“Fínn leikmaður en ekki winner – ekki frekar en aðrir Hollendingar…”
Ég pissaði smá í brókina af hlátri 🙂
Ég held að flóðgáttir opnist í kvöld og liverpool fer að nýta þessi færi, þetta fer 4-0 og Carroll með 2, hendo og Bellamy. Suarez maður leiksins með 3 stoðsendingar.
Mikill spámaður þessi Jói #33 en eitthvað af þessu gæti verið rétt, ekki ertu að vinna á veðurstofunni?
0-2 í frekar leiðinlegum leik.
Mörkin koma úr óvæntri átt.
Vinnum stókarana nokkuð auðveldlega 3-1. Carroll með þrennu.
SKY SPORTS BREAKING NEWS: Man Utd matches have been moved from Sky Sports to the Adult Gay channel, apparently the sight of 11 assholes being hammered for 90 min every week was to explicit!!
Rumoured lineup – Pepe, Kelly Carra Coates Agger, Spearing Lucas Maxi Henderson, Suarez Carroll. Flott lið ef satt reynist
#39 vona nú að miðjan verði eilítið sterkari í þessum leik. Held okkur veiti ekki af að reyna að stjórna þessum leik, þ.e. vera sterkari á miðsvæðinu.
#39
Tel engar líkur á að við vinnum Stoke á útivelli með þessa miðju, vonandi er þetta ekki rétt.
ÉG VIL SJÁ BELLAMY !!!!!
Glen Johnson að twitta rétt í þessu, sé ekki að hann sé í hóp í kvöld þá.
Liðið í kvöld og subs
Liverpool: Reina, Kelly, Agger, Coates, Carragher, Lucas, Spearing, Henderson, Maxi, Carroll, Suarez. Subs: Doni, Aurelio, Kuyt, Adam, Bellamy, Skrtel, Flanagan.
Sá sem bað um agger í bakvörðinn hlýtur að vita eitthvað meira en við hinir;)
Fagna því að Maxi fái loksins sénsinn, grunar að hann setji mark af því tilefni.