Daginn eftir leik, vika í næsta leik, um að gera að opna umræðurnar aðeins.
Mér finnst við hæfi að spyrja augljósrar spurningar: Hvað er eiginlega að breskum blaðamönnum?
Fyrir Chelsea-leikinn skrifaði James Lawton hjá Independent stórskrýtna grein þar sem hann hélt því fram, beinum orðum, að King Kenny væri búinn að standa sig nokkurn veginn jafn vel og Roy Hodgson með Liverpool. Notaði einhverja útúrsnúna tölfræði til að sýna fram á það (tók Evrópudeildina inní og svona). Rob Gutmann hjá The Anfield Wrap og Paul Tomkins voru fljótir að rústa þessari grein hans og þar með ætti málinu að vera lokið.
En neinei, Lawton greyið virðist vera búinn að sannfæra sjálfan sig (og eflaust einhverja aðra) um að það sé farið að hitna undir Dalglish hjá Liverpool. Hann virðist vita það betur en við Púllarar því þessi afhjúpun kemur flestum okkar á óvart. Eftir sigurinn á Chelsea í gær ákvað Lawton svo að leiða pistil sinn um leikinn með þessari fyrirsögn: Bellamy lifts Dalglish pressure and piles it on Villas Boas.
Bellamy (??) lyftir pressunni af Dalglish og flytur hana yfir á Villas Boas.
Bellamy, sem lagði upp eitt mark en gerði annars lítið umfram aðra félaga sína í gær. Pressa á Dalglish, hvaða pressa? Og ertu viss, Lawton, að Villas Boas hafi ekki verið undir pressu fyrir leikinn í gær?
Ótrúleg grein, ótrúleg umfjöllun. Ef maður tryði Lawton myndi maður halda að Dalglish væri búinn að drulla jafn mikið á sig með Liverpool og Hodgson gerði og að Bellamy hafi hreinlega verið að bjarga starfi hans með stórkostlegri frammistöðu í gær.
Sjáið þið dæmið svona? Nei? Ég hélt ekki.
Svo er það að sjálfsögðu fyndnasta fyrirsögn helgarinnar, frá Oliver Holt í Mirror: Young Reds step up as Chelsea’s aging stars fade.
Já, hinir ungu Rauðu rústuðu ellilífeyrisþegum Chelsea í gær. Fyrir utan það náttúrulega að Dalglish tók ungu strákana Carroll, Henderson og Downing út úr liðinu og setti í staðinn inn hina rúmlega þrítugu Kuyt, Bellamy og Maxi og þeir unnu Chelsea. Sennilega elsta lið í meðalaldri sem við höfum stillt upp í vetur.
Þetta eru mennirnir sem reyna að sannfæra okkur um að Arsenal séu ungir og efnilegir, þegar United eru með yngra lið að meðalaldri. Þetta eru mennirnir sem reyna að sannfæra okkur um að Fabio Capello viti ekki hvað hann er að gera, og að Roy Hodgson sé þjálfari á heimsmælikvarða. Þetta eru mennirnir sem tala eins og Gareth Bale sé besti leikmaður Englands, þegar hann er ekki einu sinni besti leikmaður Tottenham.
Látið aldrei nokkurn mann segja ykkur að enskir blaðamenn hafi vit á fótbolta. Þeir sem vita hvað þeir eru að skrifa eru undantekningin, ekki reglan, þar í landi.
Einnig: Liverpool er núna ósigrað lið í síðustu 9 leikjum, 6 sigurleikir og 3 jafntefli, í öllum keppnum. Liðið er í 4.-7. sæti, jafnt Chelsea, Tottenham og Arsenal að stigum og búið að mæta öllum þessum liðum á útivelli, og hefur fengið fæst mörk allra liða á sig í deildinni, 11 talsins. Aðeins þrjú efstu liðin hafa tapað færri leikjum en Liverpool og bara Tottenham, City og United hafa betri árangur á útivelli.
Ég veit ekki með ykkur, en það kalla ég ekki pressu á King Kenny.
Alveg sammála þér, hundleiðinnlegir þessir bresku blaðamenn.
Er einhver búin að sjá lið helgarinnar hjá Sky?
Ekki einn Liverpool maður í liðinu sem sigrar Chelsea á útivelli.
Fáránlegt
Bellamy? En skemmtilegt grín. Ætli sé ekki bezt að halda sig frá umfjöllun um leikinn og horfa þess í stað á mörkin tvö aftur og aftur? Ég fæ ekki nóg af þeim.
Stórkostleg blaðamennska, algerlega stórkostleg!!!
Og, já, sammála Davíð, fáránlegt að fá ekki einn mann í lið helgarinnar eftir að vinna Chelsea á útivelli. Þeir hefðu getað valið úr fínum frammistöðum, Lucas, Adam, Johnson, Skrtel og Reina hefðu allir getað farið í þetta lið, en nei, það þurfti að búa til pláss fyrir Matthew Etherington (sem tapaði fyrir QPR), Ashley Williams sem tapaði líka og Joleon Lescott sem fékk á sig jafnmörg mörk og Liverpool á móti töluvert slakara liði á sínum heimavelli. Og já best af öllu, Paul Robinson sem fékk á sig 3 mörk, þar af eitt sem hann átti skuldlaust sjálfur og var valinn í “Alls ekki lið helgarinnar” í Sunnudagsmessunni 🙂
Ég lærði að hætta að pirra mig á ensku pressunni þegar ég var tólf ára gamall. Hlæ út í þessa kjána.
YNWA
Mesta pressan á Dalglish er sú sem hann setur á sjálfan sig.
Þeir eru teljandi á fingrum annarar handar þeir fjölmiðlar í UK sem eitthvað vit er í. Á hverjum degi eru gefin fjöldi dagblaða í anda DV og Séð og Heyrt, uppfull af slúðri af “fræga” fólkinu og fyrirsögnum með upphrópunarmerkjum sem eiga að selja.
Flottur póstur og frábær svör hjá Tomkins og TAW við þessum mögnuðu greinum Lawton. Við ættum samt að vera orðin vön svona bjánum að skrifa greinar um Liverpool án þess að skoða heildarmyndina eða bara hreinlega hafa staðreyndir á hreinu eins og þessi fábjáni er að gera. Það eru nú ekki of margar svona greinar finnst manni um Dalglish þó augljóslega vanti ekki hjarðirnar af blaðamönnum sem og öðrum sem vonast til þess að endurkoma hans fari illa.
Umfjöllunin um Roy Hodgson fannst manni oft á tíðum ævintýralega vitlaus og oftar en ekki þökk sé einmitt þessum James Lawton sem er eflaust frændi Hodgson og fleiri vinum Hodgson sem líklega eiga það flestir sameiginlegt að líka ekki við útlendinga.
Gagnrýnin sem Benitez fékk sem stjóri Liverpool og fær jafnvel ennþá er síðan sér kapítuli útaf fyrir sig og líklega fóru margir að gefa þessu mikið betri gaum á valdaríð hans hjá Liverpool.
þeir sem eru með ollie holt á twitter hjá sér geta tekið eftir því hvernig hann er að fjalla um suarez/terry málin. þrátt fyrir að hann segi að hann sé ekki búnað dæma suarez þá má klárlega lesa á milli línanna hjá honum og það er augljóst að hann er búnað dæma hann, terry hinsvegar er félagi hans og hann talar afskaplega lítið um hann. og já, hann er að skrifa ævisögu john terry ! enn eitt dæmið um hversu hlutdrægir þessir andskotar eru, enginn maður á að hlusta á eitt orð frá þessum mönnum, enda eru þeir endaþarmur fótboltablaðamennsku heimsins
Þröstur, er Ashley Williams ekki í QPR? Correct me if I’m wrong.
Ashley Williams er í Swansea. http://www.skysports.com/football/player/0,19754,11731_233054,00.html… og reyndar líka nokkuð hugguleg amerísk leikkona en það er önnur ella 🙂
Ahhh, Swansea voru samt tussugóðir á móti scums, svo hann fær alveg smá kudos þó hann hafi tapað.
Er þetta ekki bara klassísk Lundúna mikilmennskubrjálæði og botnlaus öfundsýki gagnvart liði úr norðri? Þvæla.co.uk segi ég bara.
Það skiptir mjög miklu máli að við áttum okkur á þessari tilhneigingu blaðamanna, að snúa upp vandamálum í norðrinu. Ekki bara hjá Liverpool, en það er bara þannig að flest blaðanna koma frá London og í flestum tilvikum eru það “sunnanmenn” sem skrifa fréttirnar.
Þessi ágæti maður er náttúrulega hlægilegur en þeir eru ansi margir góðir í viðbót. Svo koma menn á Vísi.is og jafnvel á fótbolti.net og útvarpa þessum fréttum á netið orðalaust. Við eigum að gera athugasemdir við slík vinnubrögð, ég hef gert það á Íslandi þegar mér ofbýður og fengið viðbrögð.
Við eigum að lesa blöðin í Liverpool, Echo-ið veit langbest og mest um klúbbinn okkar og þar eru menn heldur ekkert að tala neitt rósamál þegar illa gengur. Ég hef lesið Times og Guardian á annan hátt en hin blöðin því þar er vandaðasta fréttamennskan, en þar kemur upp norðanpirringur líka.
Ég er fyrir löngu hættur að trúa alls konar samsæriskenningum sem kjánar setja fram, en það pirrar mig mikið að þeir skuli fá að blaðra tóma vitleysu í sínum fjölmiðlum, því staðreyndin er sú að þegar tuttugu fréttir lepja áfram vitleysu fara of margir að trúa ruglinu.
Það er engin pressa á Kenny Dalglish og það þurfa að vera mörg titlalaus ár áður en sú pressa verður til. Eigendurnir sem tóku við hripleku flaki sem var nærri sokkið hafa vel orðið varir við þá áru sem manninum fylgir og hann er lykilmaðurinn í plönum alls klúbbsins. Hvort sem það er unglingaliðið, varaliðið, samskipti út á við bæði við fjölmiðla og almenning og ímynd hans í markaðsmálum. Í öll þessi verkefni er kóngurinn sendur, það gerir hann með gleði og sönnu LFC-hjarta og þess vegna er fullkomið grín að halda að jafntefli gegn Swansea og Norwich skipti hann máli…
“Bellamy lifts Dalglish pressure and piles it on Villas Boas”
Skil ekki ad troda nafni Bellamy í þessa fyrirsögn, en til ad vera alveg hreinskilinn er akvedinn sannleikur i þessu.
Þetta var risastór sigur og tap í þessum leik hefði gert menn ansi svartsýna eftir undanfarin jafntefli. Þá væri heldur enginn að tala um Villas Boas núna.
Eeeeeennnn við unnum og dagurinn í dag er góður 🙂
“Svo koma menn á Vísi.is og jafnvel á fótbolti.net og útvarpa þessum fréttum á netið orðalaust. Við eigum að gera athugasemdir við slík vinnubrögð, ég hef gert það á Íslandi þegar mér ofbýður og fengið viðbrögð.”
Algjörlega sammála.
Sjálfur hef ég gert athugasemdir við svona vinnubrögð íslensku miðlanna og það sem margir aðrir (og jafnvel sjálfir viðkomandi blaðamenn) hafa sagt er að ég hafi verið með stæla eða einfaldlega væl. Hef skrifað nokkrum sinnum hér áður um gæðakröfur á fjölmiðla(menn). Þetta er akkúrat eitt af mörgu sem veldur því að ég telji að gæði íslenskra íþróttafréttamanna eru í lágmarki.
Alveg hjartanlega sammála ykkur piltar. þetta er oft á tíðum fáránlegt hvernig fjallað er um suma leiki í ensku fjölmiðlunum. Rakst einmitt á þetta einhverstaðar að Chelsea tapaði þessum leik en Liverpool vann hann ekki !
En segið mér annað, vitið þið hvort maður getur fundið MOD einhverstaðar á netinu ?
Langar að sjá umfjöllunina um leikinn í gærkveldi. Ætli það sé ekki kallað þá MOD 2.
#3 Þröstur Paul Robinson fiskaði vítaspyrnu á 99 mín í leik Wigan og Blackburn. Hann er markvörður og á ekki mikið að vera í því að fiska þær. Þess vegna fær hann að komast í lið helgarinar. Held að það sé pælingin á bakvið það.
Fyrsta reglan í þessu öllu er auðvitað: ‘Ekki lesa tabloids’. Þetta eina skipti af hverjum 100 sem þeir segja eitthvað rétt og nýtt er ekki virði pirringsins sem allt hitt bullið skapar
Númer tvö er ekki algild regla en nokkuð góð, ef viðkomandi er reglulegur gestur á ‘Sunday Supplement’ á Sky þá er hann yfirleitt bullari.
Ég er Guardian lesandi og verð að viðurkenna að þeirra umfjöllun er alla jafna mjög fín (Þeir ku eiga að vera United biased, en það verða aðrir en ég að saka þá um). Ég myndi amk kaupa áskrift að Guardian ef það þyrfti.
Síðan er það auðvitað þannig að eftir að Twitter kom til hafa blogg ef eitthvað er snarbatnað og nú er svo að hægt er að fá mun betri umfjöllun á þeim, sér í lagi þegar kemur að manns eigin liði. Twitter gefur líka oft mikla innsýn í þessa blaðamenn og þá sér maður betur hverjir eru líklegri til að skrifa af viti.
Hvað varðar útgangspunktinn hér, þá held ég að fátt sé auðveldara en að búa til dálksentimetra og góðar fyrirsagnir en framkvæmdastjóravandi. Og allt of mikið af því bulli, jafnvel þó stundum sé það rétt.
Ég get ekki ímyndað mér að Kenny sé í hættu að missa vinnuna. Ég trúi hins vegar öllu upp á Roman og væri ekkert hissa þó Guus Hiddink kæmi inn í klúbbinn á einhvern hátt núna.
Hvað íslensku miðlana er það álíka vitrænt að lesa um erlenda knattspyrnu í íslenskum miðlum og að ætla sér að smakka kampavín með því að borða suður-afrísk vínber. Að einni vefsíðu undantekinni þó 😀
Stærsti hluti bresku pressunnar er algjört rusl, þetta er einn versti fylgifiskur þess hversu stór knattspyrnan er orðin. Maður verður að vera mjög vandlátur á hvað maður les því annars er mjög auðvelt að pirra sig á fréttum eins og KAR vitnar í. Ég vil meina að þegar maður horfir á leiki síns liðs og fylgir fréttum af 1-2 áreiðanlegum miðlum (m.a. official síðunni) þá er maður í góðum málum og á að geta myndað sér nokkuð góða skoðun á flestum málum er varða liðið.
Það er líka mikilvægt að átta sig á muninum á primary og secondary sources, og líka hvenær maður er einfaldlega að lesa skoðanir einstaklinga. Þessi Independent pistill er t.d. bara sama og að lesa blogg frá James Lawton. Þar sem ég efa að hann geti veitt mér nýjar primary upplýsingar, ég hef lítinn áhuga á hans skoðunum og hann kemur ekki frá Selfossi þá kýs ég að lesa pistlana hans ekki. Svo einfalt er það!
Ég held að léleg fréttamenska eigi ekkert skylt við Bretland umfram önnur lönd! Æsifréttamenska þrífst þar sem fólk er nógu heimskt að láta hana hafa áhrif á sig. Umræðan sem hefur skapast hérna er akkúrat það sem skriffinnar eins og James Lawton stóla á! Með því að nöldra og grenja um æsifréttamensku er einmitt verið að kynda undir henni….
Gleymdu því að blaðamenn eins og Lawton séu að reyna að kalla fram greinar eins og Tomkins og TAW koma með til að svara honum og benda með einföldum hætti á hversu fjandi vitlaus þessi maður er. Gæti trúað að svona vitleysingar þoli ekki twitter enda orðið mikið einfaldara að fletta ofan af svona greinum og benda á góð blogg og góðar grenar sem svara svona fréttamennsku. Efast ekki um að mjög margir hafi aðeins misst álit á Lawton eftir að hafa lesið þessa grein á þessum síðum og ég á bágt með að trúa því að hann sé að sækjast eftir því. Fífl eins og Patrick Barclay er auðvitað undantekning frá þessu en maður má vera ansi illa gefinn til að taka mark á orði sem hann segir.
Chelsea have fined Fernando Torres and Raul Meireles 2 weeks wages after the pair were caught trying to board the bus back to Liverpool. 🙂
Svona því það er opinn þráður.. Frétti að stuðningsmenn Swansea sungu þegar evra fékk boltann í leiknum á móti manchester united, ‘There is only one Suarez’.
Finnst þetta algjör snild, en veit einhver um video af þessu? Er búinn að leita útum allt gjörsamlega, en finn það engan veginni..
Hér er einmitt yndislegt og nýlegt dæmi um “prima” fréttamennsku, unna af Hans Steinari Bjarnassyni.
“Liverpool hefur ekki tapað fyrir Chelsea síðan Kenny Dalglish tók við liðinu, síðan hafa liðið mæst 11 sinnum í öllum keppnum, Liverpool hefur unnið 8 sinnum og þrisvar hefur jafntefli orðið niðurstaðan”
Samkvæmt þessu er c.a. þriðja hver viðureign Liverpool, gegn Chelsea 🙂
Hans Steinar aðeins að misskilja heimildirnar sínar 🙂
það er hinsvegar nauðsynlegt að vinna lið eins og Swansea-Norwich-Wigan-WBA, sérstaklega á heimavelli.
Það er skylda. meðan svo er ekki þá ná menn ekki langt.
Ég tel það sé ekki mikil pressa á Dalglish, en ég tel að það sé mikil pressa á liðinu. Í sjálfu sér er Dalglish að standa sig vel en liðið verður að fara vinna þessa heimaleiki og nýta færin.
Virkilega sáttur með taktíkina hjá Dalglish í gær, það hefur vantað aðeins uppá hana í síðustu leikjum. Frábært að nota Maxi og Bellamy og labba burt með 3 stig af þessum velli !
En aðeins off topic þá átti lýsandinn á Sky í gær frábær orð um Torres vin okkar..
,,Torres may have highlights in his hair, but not so many on the pitch”
Leikjadagskrá í deildinni út desember.
Liverpool – ManCity 27.nóv
Fulham – Liverpool 3.des
Liverpool – QPR 10.des
Aston Villa – Liverpool 17.des
Wigan – Liverpool 20.des
Liverpool – Blackburn 26.des
Liverpool – Newcastle 31.des (bjórinn verður opnaður snemma á gamlárs.. )
Þetta eru 21 stig, ef við tökum city næstu helgi vil ég sjá öll þessi stig í hús. Þá erum við komir með 43 stig þegar helmingur umferða er búinn. Til samanburðar sigraði man united síðasta season með 80 stig. Eftir áramót fáum við svo Tottenham, Chelsea og Arsenal í heimsókn á Anfield.
Djöfull er ég sáttur við LFC newcastle 31 des. almennilegt
Liverpool – Newcastle verður 30. des en ekki 31. Held að Sky Sports hafi látið færa leikinn.
Burtséð frá því hvað grein Lawton er bjánaleg (grein Tomkins jarðar hana) þá finnst mér samt umræða um að liðið hafi ekki verið að spila vel alveg eiga rétt á sér. Þýðir ekkert endilega að um pressu á Kenny sé að ræða en Chelsea leikurinn í gær sýndi ýmislegt sem betur hefði mátt fara í öðrum leikjum, og hefði þá hugsanlega skilað fleiri punktum í hús.
Hvað þetta varðar erum við t.d. að tala um leikaðferðina. Leikur liðsins (sérstaklega í fyrri hálfleik) varð miklu líflegri og flaut mun betur við að spila 4-2-3-1 og Kenny hefur sennilega séð það í gær að góðar skiptingar og breytingar geta breytt leikjum til hins betra. Mér finnst t.d. aulgjóst að þrír bestu leikir liðsins þetta tímabilið hafa verið gegn Arsenal, Bolton og Chelsea í gær (sá hvorugan Stoke leikinn). Þessir þrír leikir eiga það sameiginlegt að í þeim hefur verið spilað með þrjá menn á miðjunni og skiptingarnar vel nýttar (sérstaklega Arsenal leikurinn, Bolton leikurinn var unninn í hálfleik). Þess vegna hefur mér þótt ansi pirrandi að sjá endalaust reynt við 442 með Henderson á kantinum, þegar það er t.d. augljóst að hans bestu leikir (Arsenal og Bolton, kom að vísu sterkur hægra megin í gær en ég hélt sig mikið á miðjunni) hafa komið af miðjunni. Þetta er alveg vert að ræða án þess að vera jarðaður fyrir að vera of neikvæður.
Batnandi mönnum er hins vegar best að lifa og við getum bara vonað að það eigi líka við um Kenny. Með þessu er ég samt engan veginn að segja að einhver pressa sé komin á kallinn, finnst hann fáránlega flottur og finnst líka alltaf aðdáunarvert þegar menn standa við sínar skoðanir og hafa trú á sínum aðferðum, menn verða hins vegar líka að vera tilbúnir að breyta til og það sýndi Kenny (amk. í gær að hann er tilbúinn að gera).
Það eru ekki blaðamennirnir sem semja fyrirsagnirnar. Rétt að halda því til haga, þannig að hér er Oliver Holt hafður fyrir rangri sök.
Kárinn
Það má vera þó ég búist nú við því að þeir semji þær oftar en ekki sjálfir.
En greinin hjá Holt passar engu að síður lítið við þennan leik enda var ekkert verið að nota ungdóminn að ráði. Skil samt alveg hvað hann er að fara þegar hann er að reyna koma því að að leikmenn CFC eru að verða gamlir og verið sé að kaupa unga leikmenn til Liverpool en liðið sem vann leikinn í gær var ekki ungt og auðvitað hafa CFC alveg verið að eyða helling í unga leikmenn líka.
Burgerinn stendur líka fyrir sínu og sannar enn eitt skiptið heimsku sína:
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður hjá 365:
Liverpool skrefi nær Evrópudeildarsæti á næstu leiktíð. #congratz
Kannski hljómar það eins og ég sé bitur en ég er bara að lyfta augabrúnum yfir þessu en ég er viss um að hann grætur sig í svefn á hverju kvöldi með tóman snakkpokann á maganum.
33#
” Ég er viss um að hann grætur sig í svefn á hverju kvöldi með tóman snakkpokann á maganum”.
Hahaha ég hefði ekki getað orðað þetta betur.
Flott grein og vísan í flottar greinar. Hlutdrægnin er alltof obvious hjá þessum Lundúnablaðamönnum og íslensku fréttaþýðendurnir eru oft ekki mikið betri. Þetta heitir einfaldlega skortur á fagmennsku. Fótbolti.net fær samt smá slack af minni hálfu af því að það eru strákar sem byrjuðu mjög ungir og hluti blaðamannanna þeirra eru unglingar. Þannig að maður gerir ekkert allt of miklar kröfur þangað.
Eitt sem mig langar að væla yfir. Strax daginn eftir frábæran sigur á Chelsea er komin ný færsla í stað þess að leikurinn sé diskúteraður lengur. Svo eftir slakari leiki þá er oft eins og leikskýrslan fái að hanga í marga daga efst á síðunni. Og sérstaklega í landsleikjahléum er ansi lítil virkni hérna, einmitt á þeim tímum sem maður þarf hvað mestu virknina á uppáhaldssíðuna sína. Ég hef minnst á það áður hérna – og ekki taka þessu sem einhverju dissi – að mér finnst stundum vanta meiri ritstýringu á síðuna. Margar mjög flottar greinar koma fram á síðunni, stundum dag eftir dag, og þá jafnvel greinar sem eru ekki “current events”. Greinar sem mætti hinkra með og setja fram þegar lítið er að frétta og lítið að ræða. Gæti gert frábæra síðu enn betri.
Sá þetta á twitter: “Nice footage/tactical analysis of Andy Carroll when he came on for Liverpool against Chelsea yesterday:http://oi41.tinypic.com/2uo1jly.jpg “
Tek það fram að ég er alls ekki í Andy-Carroll-er-rusl-hvað-er-að-frétta?-liðinu, mér fannst þetta bara sniðugt.
Varðandi leikkerfið skil ég bara ekki hvernig menn fá það út að liðið hafi spilað 4-2-3-1 í gær. Er það bara vegna þess að það stóð í leikskýrslunni? Suárez og Bellamy spiluðu klárlega báðir frammi í fyrri hálfleik, sem var besti kafli leiksins: http://www.football-lineups.com/lineup/248104/ . Það sem hinsvegar breyttist frá því í síðustu leikjum var mannskapur (Bellamy inn fyrir Carroll, Maxi fyrir Downing) og útfærslan á kerfinu. Vængmennirnir komu innar á völlinn og linkuðu upp við framherjana sem færðu sig síðan út á vængina eða aftar á völlinn til að skapa pláss. Þetta var mjög flæðandi kerfi en það er ekki endilega samasemmerki milli þess og 4-2-3-1. (Hodgson spilaði t.d. oft með einn frammi á útivelli).
Þó að kerfi sé í grunninn 4-4-2 er ekki þar með sagt að það sé einhæft og leiðinlegt, eina sem það tilgreinir er fjöldi framherja sem að í gær voru klárlega tveir. Annar droppaði vissulega neðar en það hafa þeir alltaf gert, bæði Carroll og Suárez. Það sem breyttist í gær var vængspilið, eins og áður sagði.
Annars er þetta mjög flott grein. Það er hreinlega glæpsamlegt hvað menn geta náð langt sem á þessu sviði án þess að hafa hundsvit á fótbolta (í Bretlandi sem og annarsstaðar). Sérstaklega er það merkilegt í ljósi þess að upp eru að koma fjöldinn allur af netsíðum á borð við Tomkinstimes, Anfieldindex, Zonalmarking, Holdingmidfield (og mun fleiri) þar sem fjallað er um fótbolta á mjög gáfulegan hátt. Það eru örfáir á stóru miðlunum með viti (Jonathan Wilson t.d.) en lang flestir eru í tómu rugli eins og dæmin fyrir ofan sína. Þetta er að mínu viti ekkert nema óvirðing við leikinn fallega.
Hlutdrægnin er nú víða sjáið bara Hödda Magg honum tekst að troða liverpool inn í allt saman og er pirraður og leiðinlegur í útsendingum þegar illa gengur hjá liverpool mjög ófagmannlegur,annars held ég að öll stóru liðin fái sinn skerf af lélegri blaðamennsku á sig.
Babu, já það má raunar vel vera að greinin sé vond. Ég hef a.m.k. ekki lesið grein eftir Holtarann í lengri tíma. Hef hvorki gaman af ritstíl hans né skoðunum.
Það er hins vegar staðreynd að blaðamennirnir fá engu ráðið um fyrirsagnir, þeir benda ótt og títt á þetta á Twitter. Þær eru líka stundum í hróplegu ósamræmi við innihald blaðagreinarinnar. Nefni sem dæmi nýlega frétt um að Suarez eigi von á 6 leikja banni, minnir að það hafi verið í Mirror. Hvergi í greininni kom það fram (a.m.k. tók ég ekki eftir því) en stríðsfyrirsögnin var það sem allir gleyptu.
Tek það þó fram að ég er efnislega sammála því sem þú (Babu) skrifar í þessum pistli. Vildi bara árétta þetta með fyrirsagnirnar.
Karl, það er töluvert síðan að Höddi ákvað að vera ekki þulur í Liverpool leikjum…of hlutdrægur og mikill Liverpool maður.
Hann er alls ekki ófagmannlegur, en það getur verið þín skoðun, en þessi fullyrðing hjá þér er ekki rétt. Allavega er það alls ekki þannig sem ég sé hann þegar að hann er maðurinn í boxinu…finnst oftar en ekki skemmtilegra að hlusta á leiki sem hann er en Arnar allavega, en það er MÍN SKOÐUN.
En ég er alveg viss um að þetta hafi verið 4-2-3-1 í gær því maður áttaði sig ekki á því hvort Maxi, Kuyt eða Bellamy væru með 100% stöður því þeir voru á það mikilli ferð.
Manni hlakkar bara til þess að sjá næsta leik! BRING IT!!!
YNWA – King Kenny
Allt í góðu Sfinnur, það má vel vera að hann lýsi ekki lengur leikjum með liverpool en honum tekst nánast alltaf að troða liverpool einhvern veginn í allar sýnar útsendingar svo ekki sé talað um fréttirnar þar sem lítil frétt um liverpool verður oft aðalfréttin hjá honum.
Karl þú ert eitthvað að rugla.
ok menn sjá bara það sem þeir vilja sjá og heyra það sem þeir vilja heyra,veit það bara fyrir víst að stuðningsmenn margra annara liða en liverpool þola Hödda ekki sem íþróttafréttamann vegna hlutdægni og á það reyndar líka við um íslenska boltann og þetta er staðreynd.
góðar umræður og athyglisverðar.
#33, þetta er náttúrulega jafn ófagmannlegt og það gerist, þ.e. hjá HBG. Þarna fer maður sem reynir að fjalla um sportið á þann hátt að Liverpool menn verði pirraðir, þar sem hann styður jú eitthvað lið sem við þolum ekki. Það skal koma skýrt fram hjá honum……., að Liverpool er ekki að berjast um meistaradeildarsæti, þrátt fyrir að vera í þeirri stöðu nú, nei, það er hugsanlegt að þeir gætu náð evrópudeildarsæti. Þvílík skinka.
Ef ég ætti þann miðil þar sem hann skrifar svona, myndi ég ekki vilja hafa hann í vinnu hjá mér, það er ósköp einfalt.
Sfinnur 40# Þín fullirðing hlítur þá að vera rétt???
Ég eins og líklega margir aðrir er búinn að vera að bíða eftir því að Tottenham misstígi sig, en það er bara ekki að gerast. Þeir komust núna rétt áðan í 25 stig og eiga leik inni gegn Everton ef ég man rétt.
Tottenham eru einfaldlega að spila mjög vel því miður, og miðað við leikjaprógrammið sem þeir eiga eftir á þessu ári yrði ég ekki hissa ef þeir verði í öðru sæti deildarinnar í lok árs.
WBA – Tottenham
Tottenham – Bolton
Stoke – Tottenham
Tottenham – Sunderland
Tottenham – Chelsea
Norwich – Tottenham
Swansea – Tottenham
Eru Tottenham að fara tapa mörgum stigum í þessum leikjum?
Nei, því miður.
Ekki get ég skilið hvernig menn geta tekið mark á þessum blaðamönnum, veit ekki betur en þeir hafi spáð Englandi sigri í öllum keppnum síðan 1730. Held að það segi nú bara allt um vit þeirra á fótbolta.
Ég hef nú bara þann háttinn á að lesa helst bara tvær til þrjár síður um fótbolta, kop.is, liverpool.is og síðan fótbolti.net það uppfyllir alveg mína þörf á lesefni um fótbolta og í raun nægir mér að lesa kop.is 🙂 Spurning um að velja gæði fram yfir magn.
Því miður þá fellur fótbolti.net alltof oft í þá gryfju að þýða bara bullið úr Bresku sorpblöðunum.
Tók ekki eftir þessari pressu á Daglish fyrr en eithver spekingurinn í sunnudagsmessunni, sagði að pressan væri núna farinn af Daglish. Liðið búið að spila flottan bolta. Berum saman á móti Stoke á Britannia. Í fyrra var það einn af leiðinlegusu liverpool leikjum sem ég hef séð á ævi minni. Nennti enginn að keppa þennan leik og niður drepandi að horfa á þetta. Núna lendum við undir í miðri viku og vinnum 2-1 sigur.
Spot the difference?
mér finnst persónulega bara gaman að því að íþróttafréttamennirnir láti í ljós hvaða liði þeir halda með og hata.
Gef þeim samt að þeir taka það að ég held alltaf fram þegar þeir eru að taka beint af erlendu miðlunum og geta heimilda. Það er síðan ekkert frábrugðið því sem mörg af þessum blöðum eru að gera milli miðla nema bara auðvitað ekki þýða þetta á annað tungumál. Blaðamenn eru sjaldan að grafa djúpt í hlutina finnst mér og flestar fréttir eru að því er virðist skrifaðar í miklum flýti og eflaust oftar en ekki af örðum miðlum með breyttu orðalagi.
En af og til koma mjög góðar greinar/fréttir frá íslensku miðlunum (sem og þeim bresku auðvitað) en það er ekki áberandi oft neitt. En ég tek líka fram að ég hef aldrei unnið sem blaðamaður og geri mér líklega alls ekkert grein fyrir hvernig það er að vinna á deadline og/eða skrifa um efni sem ég hef lítið náð að grandskoða (utan þess að ég skrifaði leikskýrslu um 1-2 Árborgarleiki í sumar sem ég sá ekki 🙂 Eins ef ég miða bara við hvað hægt er að kalla fram margar tegundir af mismunandi viðbrögðum af einum og sama leiknum, t.d. bara meðal samherja eins og hér á kop.is þá er auðvelt að ímynda sér að blaðamenn eru ekkert alltaf í öfundsverðri stöðu og ná ekki að gleðja alla.
Sama á auðvitað við um íþróttafréttamenn, Höddi Magg á t.d. ekki séns meðal marga stuðningsmanna annara liða sem vita hvað hann heldur mikið með Liverpool og verða alveg vitlausir ef hann svo mikið sem minnist á þá, þrátt fyrir að hann tali líklega ekkert meira um Liverpool en önnur stórlið í lýsingum sínum. Svipað hjá okkur púllurum með Henry Birgi, hann reyndar veit fátt skemmtilegra en að espa púllara upp sem er mikið í lagi á hans persónulega twitter svæði eða t.d bloggi og stundum bara nokkuð skondið, ekki alveg jafn mikið svo á öðrum af stærstu fjölmiðlum landsins. Kannski á ljóti brandarinn um að einelti sé ekkert annað en hópefli fyrir alla hina smá við hér því líklega finnst flestum öðrum en okkur púllurum gaman af þessum skotum hans á Liverpool í tíma og ótíma.
Tek þó fram að þó ég taki hér aðeins upp hanskann fyrir blaðamenn, eða reyni að skilja þeirra stöðu þá er James Lawton þrátt fyrir það vanhæft fífl þegar kemur að skrifum um Liverpool 🙂
En Babu, mér finnst samt að þessi persónulegi hatur Henry Birgis á Liverpool oft smita frá sér
inn á greinarnar sem hann skrifar sem tengjast Liverpool að einhverju leyti.
T.d. http://www.visir.is/dalglish-og-carroll-skelltu-ser-a-boyzone-tonleika/article/2011110229601
Davíð
Já ég var að reyna að koma því að hérna:
ekki alveg jafn mikið svo á öðrum af stærstu fjölmiðlum landsins.
Áberandi ekki hlutlaus þegar kemur að Liverpool og það gjaldfellir oft þessar fréttir tengdar Liverpool á visi.
“we are scouse not english” Þeir í Liverpool borg líta nú ekki allir á sig sem Englendinga, þannig að pressan er kannski skjóta á þá fyrir það.
http://www.scousenotenglish.co.uk/
Langar aðeins að kommenta á Tottenham liðið.
Þar fer skemmtilega þenkjandi fótboltalið en í leiknum sem ég horfði á í gær var eitthvað þar á ferð sem segir mér að þeir megi við litlu hnjaski án þess að vera í vanda. Þetta er þéttur leikmannahópur og menn að gera hlutina saman, en það eru t.d. ótrúlega fáir afgerandi landsliðsmenn í þessu liði. Vörn og markmaður gærdagsins voru: Friedel – Walker – Kaboul – King og Ekotto. Einhvernveginn ekki einhver eiturvörn er það. Liðið tikkar auðvitað um Modric sem er frábær og Parker sem leikur nú afar vel. Sá hefur misst 10 – 15 leiki öll síðustu tímabil og ef hann er í burtu kemur sennilega Huddlestone inn eða Sandro. Kantarnir Lennon og Bale auðvitað öskufljótir og til mikilla vandræða, eins og Van der Vaart sem á þó líka í töluverðum líkamsvanda. Adebayor mjög sterkur frammi.
Varamannabekkur gærdagsins var Cudicini, Gallas, Bassong, Defoe, Sandro, Pienaar og Dos Santos. Eftir leik sagði Redknapp lið sitt hafa hæfileika til að verða meistarar. Hefur þá sennilega gleymt 0-3 tapi fyrir United og 1-5 tapi gegn City heima frá því haust. Ég horfi á þetta Tottenham lið og verð auðvitað að viðurkenna að við steinlágum fyrir þeim, þó rauð spjöld hafi skipt máli. En það er að mínu mati ekkert sem segir það að Tottenham sé komið lengra á veginn en við í vetur og ég er ekki viss um það að þeir séu að fara á eitthvað run næstu vikur. Það sést vel á því að í Europa League er bara kjúklingalið á ferð og þeir voru eitt fárra liða sem setti upp varalið í Carling Cup að meira að segja stjórarnir treysta ekki á breiddina í hópnum og þegar leikjaálagið fer að aukast þá verður gaman að sjá hvernig þeir fara út úr því þarna nokkrir sem hafa iðulega átt erfitt þá…
Sanni, hvar fullyrði ég eitthvað? Segi aldrei neitt sem bendir til þess að ég sé að staðhæfa eitthvað þar sem ég skrifa…ef svo er benntu mér endilega á það og ég skal éta það.
Og ef þú ætlar í segja að ,,Hann er alls ekki ófagmannlegur” sé fullyrðing þá þarftu alvarlega að læra að lesa á milli línanna.
YNWA – King Kenny we trust!
“F1 Boss has Sick Nazi Orgy with Five Hookers”.
– News of the World, 30. mars 2008.
I rest my case.
Finnst menn eru að tala um Tottenham þá sá ég seinni hálfleik Tottenham-Villa í gær. Verð að viðurkenna að það er unun að horfa á Modric. Hann er svona fimm sinnum betri en Adam og boltameðferðin og sendingargetan hjá honum er afbragð.
Ef Liverpool fengi svona mann á miðjuna (höfðum þannig mann sem hét Alonso og er svipað góður og Modric) þá værum við í harði samkeppni um 1-2 sæti.
Adam er góður ekki misskilja og hann átti frábæran leik á móti Chelsea. En hann spilar ekki alltaf í þessum klassa ólíkt mönnum eins og Modric.
Dan Kennett @DanKennett (af Tomkins Times) kemur með nokkra góða punkta fyrir þá sem halda í fullri alvöru að Hodgson hafi bara verið óheppinn á Anfield og allir þar verið vondir við hann, væri t.d. fín lesning fyrir James Lawton:
Hann setti þetta fram í 6 tweet-um:
1/6 Time for some more stats to show what a good manager Hodgson is and why he was “unlucky” at
#LFC2/6 At
#LFC Hodgson had Torres & Gerrard on the pitch together for more PL games and more minutes than any other season3/6 In Hodgson’s 20 PL games, SG&FT played 85% of all minutes together (1530/1800) and completed 90mins 13 times
#LFC4/6 Contrast with SG & FT playing time in 07/08: 27 games out of 38 (71%); 08/09 a mere 14/38 (37%); 09/10 19/38 (50%)
#LFC5/6 Hodgson also had Agger available for 9 games and only chose to play him at CB once. x5 on bench x3 left back
#LFC6/6 Hodgson preferred Skrtel/Carra 3 times and evem Skrtel/Soto twice http://bit.ly/jRaUVA
#LFCÓtrúlegt að nokkrum manni hafi verið illa við hann.
(ATH: Ekki láta það skemma fyrir Dan Kennett að hann er fáránlega líkur Fóa m.v. twitter profile myndina 🙂
(ATH: Ekki láta það skemma fyrir Dan Kennett að hann er fáránlega líkur Fóa m.v. twitter profile myndina 🙂
Babu ég held bara að þetta er ég! Hann hefur stolið prófílmyndinni af mér bölvaður. En ég fyrirgef honum. Auðvelt að fá marga fylgendur með svona stórglæsilegan mann á forsíðu 😉
Fer á leik í janúar og þá er bara spuringin, hvar er best að éta í Liverpool? Þá erum við að tala um svona flott en kostar ekki hvítuna úr augunum?
#43 Karl Brunahani , hvernig væri nú að þora að skrifa undir nafni ?
Eruði búnir að sjá pistilinn á .net? Drottinn minn dýri!
http://fotbolti.net/articles.php?action=article&id=117722
Þetta segir hann um Nani:
Hvað er hægt að segja um Nani ? Er eigingjarn, pirrandi, dýfir sér (stundum)
Stundum? Það þarf að rota þann sem skrifaði þetta bull. Ef Nani dýfir sér bara (stundum) þá hlýtur Suarez að dýfa sér aldrei.
Og þetta segir hann um Suarez:
Einstaklega pirrandi leikmaður. Dýfir sér útum allan völl (samkvæmt öllum nema Liverpool mönnum) og andlitið á honum er einfaldlega að öskra : Kýldu mig. Virðist alltaf vera pirraður á velli, hefði gott af einu „round house kick“ í andlitið.
Hann á þetta „round house kick“ sjálfur skilið karlgreyið
63: Gaurinn sem skrifar þetta er manutd-fan þannig að þessi skrif hans koma ekki á óvart. Bara ekta manutd-maður sem reynir að pirra LFC-menn
Tryggur, efsta hæðin á Liverpool One mall-inu úti, þar er Nando’s… snilldar staður ! Ekki verra að fara í bíó á eftir það ! (Sama hæðin) annars er staðurinn sem Jamie nokkur Carragher á við hliðina á Hilton hótelinu… lúkkar eins og pöbb en fínn veitingastaður á kvöldin ! Maður labbar á milli Hiltons og Carragher-staðarins þegar maður fer í mall-ið ! Sjálfur Carra er stundum viðstaddur 😉 og leikmenn hittast stundum þarna og fá sér eitthvað að borða.. fullt af sjónvörpum þarna svo þú getur fengið þér einn kaldan með hinum leikjunum !
Þessi gerði nú líka frægan pistil þarna:
http://visir.is/var-fyndnastur-i-baejarvinnunni/article/2011711229981
Takk Baddi, skoða þetta:)
Nr 63. Joi
Er fyndnasti maður íslands kominn með nýtt nickname á Fotbolta.net og farinn að skrfa sem United maður?
Ekki ástæða til að hafa vitleysuna af fótbolti.net pistlinum eftir.
En ástæða til að spyrja hvort það er eðlilegt að menn telji ofbeldi gegn einhverjum það eðlilegan hlut að hægt sé að lýsa því sem eðlilegum hugsunum.
Er bara rasandi að nokkrum manni með snefil af sjálfsvirðingu detti í hug að skrifa svona!!!
Þið afsakið en ég verð að fá að beina athyglin annað í eitt augnablik.
Nú fyrir ekkert all löngu síðan lauk leik Liverpool og Sunderland hjá varaliðinu. Ég fylgdist með þessum leik og það er hrein unun að horfa á hvað Liverpool á gommu af efnilegum leikmönnum í akademíuni. Það var nefnt hér fyrir stuttu að ekkert lið ætti eins efnilega leikmenn og við og því sé framtíðin björt. Þessi leikur sýndi mér það svo sannarlega. Ecclestone kom aftur í liðið eftir að hafa verið á láni og hjá Rochdale og það virðist hafa gert honum mjög gott. Hann átti frábæran leik sem og aðrir leikmenn.
Ég gæti talið hér upp gommu af nöfnum sem ég hlakka gífurlega til að sjá í náinni framtíð en ég tel að leikmenn eins og Coates, Ecclestone, Shelvey, Sterling og Spearing séu menn sem fara fljótlega að banka mjög fast uppá. Sumir eru auðvita búnir að spila fyrir aðalliðið og jafnvel búnir að fá nokkur tækifæri eins og Spearing og Shelvey.
En eins og áður hefur komið fram þá er framtíðin svo sannarlega björt!
HoddiMagnusson Hörður Magnússon
Alltaf athyglisvert þegar brunahanar út í bæ alhæfa um hluti sem þeir halda að séu réttir.#þreytandiþjóðsögur
Ég hugsa að þessu sé beint að karli brunahana
Vil taka upp hanskann fyrir HÖDDA ,frábær lýsandi og þulur lifir sig vel inn í leikina.Skárri en kollegi hans sem þylur upp einskis nýtar upplýsingar og ártöl allan leikinn,þið megið geta upp á um hvern ég er að tala.Fyrir utan það er Höddi LIVERPOOL maður og við tölum ekki illa um svoleiðis menn hér!
Þessir fotbolta.net drengir eru því miður ótrúlega hlutdrægir í umfjöllun sinni, allt of miklir utd menn. Minna þó á síðunni þeirra en þættirnir þeirra á xinu (united.net) eru allt of hlutdrægir þegar talað er um enska boltann. Finnst það samt,þrátt fyrir augljósa galla þeirra, vera góðir útvarpsmenn.
Finnst allavegna mjög gott að það sé komið annar vinkill sem að jafnar þetta út fyrir mig, en það er Kop.is podcastið. Frábært framtak þar á ferð.
Svo finnst mér eiginlega öll sú umfjöllun sem að Henry Birgir gerir um Liverpool vera náttúrulega óþolandi,löngu búinn að ganga of langt.Ætti ekki að líðast á alvöru fjölmiðli. En bið menn að gæta þess að drulla ekki yfir menn út frá öðru en skrifum þeirra. Allt tal um holdafar osfrv. er vandræðalegt
Höddi er algjört topp eintak, fáir sem hafa jafn mikið vit á þessum hlutum, Gummi Ben og Hjöbbi eru á sömu línu. Tók þátt í þættinum hjá þeim .net mönnum um helgina, og fannst þeir virkilega góðir í því sem þeir voru að gera, og almennt séð eru þeir að gera virkilega góða hluti, bæði á síðunni og í þættinum. STÓR löstur á þeirri síðu er þessi S*n árátta í þeim. Það dregur úr credibility overall að vitna eða þýða upp úr þeim sora miðli, skil bara ekki af hverju þeir vanda sig ekki betur þegar kemur að því að meta þá miðla sem menn þýða upp úr.
Ég reyndar skil ekki þessa pistla á síðunni hjá þeim heldur. Þessi svokallaði “fyndnasti” maður Íslands er líklegast ófyndnasti penni sem ég hef lesið, og þessi pistill núna er bara út í hött. Ég myndi telja að þetta setji síðuna bara niður, og það á bara ekki við hérna að illt umtal sé betra en ekkert umtal. Svona síður verða fyrst og fremst metnar á því hversu traustar þær eru og á hversu faglegum nótum hlutirnir séu settir fram. Svona pistladæmi á bara einfaldlega ekki heima á svona síðu.
Henry Birgir er svo bara algjörlega sér Elín út af fyrir sig. Ég veit ekki af hverju, en alltaf þegar ég sé nafnið hans, eða heyri á hann minnst, þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann, Ronald McDonald. Sem sé trúður sem stendur fyrir ódýran og alls ekki góðan burger (ekkert að setja út á vaxtarlag, hann er kallaður burger af mörgum). Get ekki að þessu gert, fæ bara alltaf mynd af Ronald þegar ég heyri þetta.
Höddi Magg og Gummi Ben eru klárlega bestu íslensku þulirnir í dag, þeir sem halda öðru fram eða að það halli á einhvern hjá þeim , eru bara ekki alveg með hlutina á hreinu.
Ætlaði engan að særa með þessum ummælum um Hödda og tek það fram að oft hef ég gaman að honum þegar hann missir sig og lifir sig inn í leikinn og ég veit það vel að hann veit helling um leikinn enda gömul markamaskína. Skil það líka vel að þegar maður heldur með einhverju liði þá er örugglega mjög erfitt að sýna algert hlutleysi veit það allavega að ég gæti það ekki. Vildi bara benda á að Liverpool er ekki bara lagt í einelti og Hödda tekst ekki alveg að fela það að hann sé poolari. En þetta er bara mitt álit.
Fann þessa tillögu að lagi fyrir Lucas Leiva:
To Queens “we will rock you”
Buddy youre a Redman, hardman,
playing for our team,
gonna be the best man one day,
Youve got blood on your face,
your tackling is Ace,
Spraying through balls all over the place.
Lucas, Lucas, Leiva!
Lucas, Lucas, Leiva!
Góð grein um Lucas sem best “holding midfielder” í PL.
http://www.anfieldindex.com/4237/lucas-leiva-the-brazilian-against-the-world.html
Get verið sammála þér í því að Hödda takist ekki að fela það að hann sé poolari en alltaf gaman af honum samanber lýsingin chelsea-arsenal algjör snilld!
Flott grein um liðið: http://leftbackinthechangingroom.blogspot.com/2011/11/pass-and-move-its-liverpool-groove.html#more
Jæja Napoli gerðu okkur greiða og slóu City vonandi aðeins niður í sjálfstrausti og eru þeir í virkilega vondum málum í CL.
Eina sem ég hef útá Hödda að setja er að hann gerir eins og Gaupi að öskra þegar að leikmaður skítur í áttin að marka,hugsið þetta svona” og Gerrard skítur á markið, en framhjá. Allt annað er bara fínt hjá honum. Annars góð grein hjá Kristjáni Atla, breskir blaðamenn og aðrir eru oft og tíðum að spóla einhverju upp= vindur í vatnsglasi. 🙂
Ég myndi líka öskra ef Gerrard myndi skíta á markið.
Breskir blaðamenn eru oft á tíðum stórfurðulegir. Mér fannst það koma einna best í ljós þegar kosið var um HM 2018. Fyirir kosninguna gerði enska pressan lítið annað en að grafa undan framboðinu og saka menn innan FIFA um spillingu og síðan urðu þeir æfir þegar mennirnir sem þeir sökuðu um spillingu kusu ekki England. Bretar geta haldið því fram að mútur og spilling hafi í komið í veg fyrir að England fékk ekki HM 2018 en ég held að þegar allt kemur til alls var það hinn týpíski innistæðulausi enski hroki og breska pressan sem drápu framboðið.
Ég held að máltækið “you can’t have your cake and eat it too” eigi vel við um breska blaðamenn.
Eini miðillin sem ég tek mark á er http://www.liverpoolfc.tv því allt annað er rusl.
Að Hödda Magg, þá er hann toppeintak og frábær lýsir. Ég hef rosalega gaman af því þegar hann lifir sig inní leikina sem hann fær og sama þó það sé Utd leikur þá er gaman að hlusta á manninn.