Opinn þráður – Suarez og glugginn!

Gleðilegt ár öll, við treystum því að það boði hamingju okkur til handa.

Fréttir dagsins snúast auðvitað um 115 blaðsíðna dóm FA gegn Luis Suarez. Þar rökstyðja þeir dóm sinn og mér finnst bitastæðasti útdrátturinn á BBC – en þar er talað um að rifrildi Suarez og Evra hafi verið “í illu” og Suarez hafi notað orðið negro á niðrandi hátt gagnvart Evra en ummæli Evra um Suarez hafi ekki átt að særa hann. Þó Evra hafi byrjað rifrildið með að tala niður til systur Suarez á spænsku!

Þeir ákveða svo að Suarez hafi verið “ótrúverðugur” gegn því að Evra hafi virst “traustur” og til þess var horft í dómnum þegar Suarez var dæmdur í bannið, fyrir það að m.a. að “skaða ímynd enskrar knattspyrnu á heimsvísu”. Ekkert sem ég les segir annað en það sem Einar Örn hefur lýst fyrir okkur, mitt mat allavega ennþá…

Liverpool er búið að gefa út yfirlýsingu þar sem að það ætlar að fara yfir málið með lögfræðingum sínum og Suarez sjálfum. Ég hef trú á áfrýjun en þó er spurning hvernig félagið metur þá áfrýjun gagnvart aðdáendum sínum og hvort nafn klúbbsins hafi farið illa út úr þessu máli öllu. Sjáum til.

En svo er “Leikmannaglugginn” opnaður aftur og við erum strax búin að díla! Danny Wilson var í gær lánaður til Blackpool og er ætlunin að hann leiki þar til vors. Wilson var keyptur til liðsins árið 2009 sem efnilegasti miðvörður Bretlandseyja en hefur ekki náð sér á strik. Vonandi nær hann sér í sjálfstraust og leikreynslu hjá snillingnum Holloway og snýr aftur öflugur í vor.

En, þráðurinn er opinn elskurnar!

78 Comments

  1. Manngreyið hann Suarez er rétt farinn að læra ensku og mér finnst ekki skrítið að hann virki ótrúverðuðgur við skýrslutöku…

    og þetta er byggt á ,, orði vs. orði “….. how…. ef þetta færi fyrir FIFA/UEFA dómstólinn þá mundu þeir sennilega loka F.A útibúinu á Englandi og setja upp skóbúð í staðinn… 

  2. Það er nú grunsamlegt ef Suarez margbreytir frásögn sinni hvað gerðist.

  3. Ég er búinn að lesa meirihlutann – eða allavega bitastæðasta hlutann – í rökstuðningi FA, og þó mér sé afar illa við að taka undir með þeim, þá finnst mér þeir rökstyðja sitt mál ágætlega.

    Comolli talaði við Suarez á spænsku eftir leikinn til að fá hans viðbrögð við þessu. Suarez ræðir einnig við Kuyt á hollensku um þetta mál. Bæði Comolli og Kuyt skilja Suarez á sama hátt og líst er í kærunni, að hann hafi talað niður til Evra. Það sem gerir Suarez ótrúverðugan er að hann segir sjálfur ekki hafa gert það heldur sagt eitthvað allt annað.

    Að því leyti finnst mér rökstuðningur FA vera góður.

    Hinsvegar finnst mér FA ekki gera nóg til þess að færa sönnur á málatilbúnað Evra. Þegar Suarez brýtur á Evra við endalínuna, spyr Evra af hverju hann hafi brotið af sér. Evra segir að Suarez hafi sagt að ástæðan væri sú að hann væri svartur. Suarez segir að það hafi verið venjulegt leikbrot. FA hefur að mínu mati ekki “sannað” að Suarez hafi haft rangt fyrir sér og Evra rétt fyrir sér.

    Málið er því þannig vaxið í mínum augum:

    1 – Suarez kallaði Evra umræddu orði.
    2 – Evra tók því illa.
    3 – FA hefur ekki gert nóg til þess að færa “sönnur” á hvað raunverulega gekk á.

    Og því stendur eftir orð gegn orði. Þá þarf að leysa úr málinu. Og þar sem Suarez er ótrúverðugur – og það er vel rökstudd hjá FA – þá er lítið annað í stöðunni en að taka undir málatilbúnað Evra.

    FA má hinsvegar fá skömm fyrir að hafa ekki gert meira til að upplýsa málið á þessum tveimur mánuðum sem það hefur tekið. Þeir viðurkenna að Suarez hafi rætt við Maxi, Coates og Lucas um þetta mál, en FA sá ekki ástæðu til þess að ræða við þá.

    Að mínu mati hefði FA frekar átt að komast að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að Suarez hefði gerst sekur um kynþáttaníð. Hér væri hinsvegar um að ræða menningarlegan misskilining, og því ekki hægt að sanna af eða á um sekt Suarez. Þá mætti gefa Suarez aðvörun og jafnvel sekta hann um ákveðna upphæð og sú upphæð fari til góðgerðarmála. Þannig hefði enginn verið sigurvegari í þessu máli, bæði Evra og Suarez þætti illa að sér vegið en þetta væri samt hinn gullni meðalvegur.

    FA var aftur á móti undir miklum þrýstingi til að komast að niðurstöðu, og því fór sem fór.

    Ég held að það séu engar líkur á því að Suarez fái lengra bann ef hann áfrýjar þessu, þó svo að FA hóti því. Jafnvel þó svo fari þá vona ég – því ég efast ekki eitt andartak um að Suarez hafi ekki meint þetta á þennan hátt sem hann var sakfelldur fyrir – að Suarez fari með þetta jafnvel til almennra dómstóla til að hreinsa nafn sitt. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi og hann hefur minn stuðning til þess.

    En gleðilegt ár, Liverpool menn og konur um allt land. Megi nýtt ár vera okkar mönnum gæfuríkt 🙂

    Homer 

  4. Hvar lærði Evra svona góða spænsku? Ég er ekki viss um að ég treysti mér til að rífast skiljanlega við Agger á menntaskóladönskunni minni

  5. Eftir að hafa rennt yfir þetta finnst mér niðurstaðan verulega hæpin. Það sem meira er, mér finnst Evra mun ótrúverðugri, ýkir trekk í trekk, og er sá sem á yfirleitt frumkvæðið í aggresívu tali.

    Þeir leggjast yfir videoi strax daginn eftir með Evra og hann fær tækifæri til að prjóna sína sögu.
    Gera mikið úr því að Suarez hafi potað i handlegg Evra sem Evra varð ekki einu sinni var við en finnst tilvalið að túlka sem rasisma eftirá í video rabbinu með FA.    
     
    Suarez þarf að notast við túlk í yfirheyrslum sem alltaf er erfitt og sem mér sýnist að rannsakendur nýti sér til að segja framburðinn ótrúverðugan. Suarez á erfitt með að svara einni spurningunni og það er eins og spyrjandinn sé með eina hugsun á lofti og Suarez skilji ekki alveg hvað spyrjandinn vill frá fram og svarar með aðra hugsun á lofti, heiðarlega og án þess að vera að segja eitthvað sér í hag.  

    Fyrir mér hefði verið hægt að dæma Suarez í eins leiks bann fyrir að nota orðið Negro einu sinni í svari á öðrum móðgandi frasa, og Evra í tveggja leikja bann fyrir að keyra áfram tilraunir til að hleypa leiknum upp með síendurteknum árásum. 

    Ég vil sjá klúbbinn taka þetta mál áfram því að mínu mati er niðurstaðan verulega ósanngjörn og myndi ekki standa gagnvart neinum óháðum rannsóknarrétti.     

      

  6. þeir leikmenn sem að við erum orðaðir við í dag samkv slúðurmiðlum eru

    Darren Bent og Gary Cahill

    Hvernig lýst mönnum á þessa leikmenn?

    Veit ekki hvað við höfum að gera við Cahill erum ágætlega mannaðir í vörnini með Carra á bekknum, Coates og Wilson einnig getur Martin Kelly leikið í miðverðinum

    Varðandi Darren Bent þá er ég einnig efins held að hann henti ekki í okkar leikkerfi en hann hefur vissulega gott record í markaskorun hvar sem að hann hefur verið

    Væri frekar til í að taka slaginn um Torres aftur held að hann myndi raða mörkum inn fyrir okkur

  7. Það sem mér finnst ótrúlegt við þennan rökstuðning er að strax í upphafi rökstuðningsins kemur fram að Evra hafi rifist við dómara leiksins um það hvort að hann hafi valið gulu eða bláu hlið peningsins í uppkastinu.  Þrátt fyirr það að dómarinn hafi strax í upphafi leiks uppgötvað að Evra var í ruglinu er framburður Evra einn og sér talinn það trúverðugur að það eigi að refsa Suarez sem víti til varnaðar öðrum.

  8. Ég myndi alveg vilja sjá Liverpool reyna að fá Cahill til liðsins.
    Wilson var lánaður í gær og þá væri sterkur leikur að lána Coates líka í úrvalsdeildina þannig að hann fengi að spila fullt af leikjum. Miðið við meiðslasögu Agger þá er erfitt að treysta á hann og þá myndi ég frekar vilja hafa Cahill til staðar frekar en Carragher.
     
    En Darren Bent held ég að yrði ekki besta lausnin á framherjavandamálum liðsins.

  9. Mér líst vel á darren bent en ég held að Gary Cahill se að fara til chelsea.

  10. Darren bent yrði fínn kostur. Okkur vantar einhvern með solid markanef. Hann er líka akkúrat framherjinn sem gæti nýtt skallaboltana af Carroll og Suarez ætti að geta fóðrað hann.

    Cahill rúmorinn virðist nokkuð augljóslega vera tilbúningur í blöðunum. 

  11. Cahill hefur verið skelfilegur á þessari leiktíð að mínu mati. Skil ekki hvað á að vera svona eftirsóknarvert við hann. Væri mun frekar til í Samba hjá Blackburn. 

    Líst vel á Bent ef hann kemur á góðu verði, mitt mat er að hans blómaskeið er runnið á enda en hann sé þó nothæfur liðsmaður.  

  12. Darren  Bent er sjálfsagt ágæis kostur í Janúarglugga.  Hann skorar þegar hann er að spila og hefur gert það reglulega.  27 ára gamall og ætti að eiga alveg 3-4 góð ár inni.   If you feed him, he will score.

  13. Hef verið mikill aðdáandi Darren Bent alveg síðan hann var í Charlton, og hef það eftir Hermanni Hreiðars að það hafi verið unun að horfa á Bent á finishing æfingum, 85% af boltunum fóru inn.  En annað alveg off topic, hjóu menn eftir því á kredit listanum í skaupinu í gær að þá fékk kop.is þakkir, eða nánar tiltekið Einar Örn…

  14. 388. Our findings of fact which are directly relevant to the Charge are as follows: 
    (1) In response to Mr Evra’s question “Concha de tu hermana, porque me diste in golpe” (“Fucking hell, why did you kick me”), Mr Suarez said “Porque tu eres negro” (“Because you are black”). 
    (2) In response to Mr Evra’s comment “Habla otra vez asi, te voy a dar una porrada” (“say it to me again, I’m going to punch you”), Mr Suarez said “No hablo con los negros” (“I don’t speak to blacks”). 
    (3) In response to Mr Evra’s comment “Ahora te voy a dar realmente una porrada” (“okay, now I think I’m going to punch you”), Mr Suarez said “Dale, negro, negro, negro” (“okay, blackie, blackie, blackie). 
    (4) When the referee blew his whistle to stop the corner being taken, Mr Suarez used the word “negro” to Mr Evra. (5) After the referee had spoken to the players for a second time, and Mr Evra had said that he did not want Mr Suarez to touch him, Mr Suarez said “Por que, negro?”.

  15. Þrír punktar….

    FA álítur Evra trúverðugan og Suarez ótrúverðugan!   Á hvaða leik horfðu þessir menn eiginlega og hafa þessir menn fylgst með enskri knattspyrnu!   Það má vera að FA vilji klína ótrúverðugleika á Suarez en það er ekki séns í helvíti að Evra sé trúverðugur í þessu máli.  Hann var á “nippinu” allan leikinn og engu líkara en hann væri að biðja um rauða spjaldið.

    FA dæmir Suarez á líkum (“balance of probability”) en ekki sekt án vafa (“beyond all reasonable doubt”).  Hér er eðlilegri saknæmis reglu refsibrota hent út um gluggann.   Af hverju eiga einhverjar aðrar reglur að gilda hjá sjálfskipuðum eftirlitsaðilum sem geta úthlutað refsingu í formi leikbanns og fésekta?  Með þessu er refsinefnd FA úthlutað dómsvald þar sem menn geta því sem næst dæmt eftir geðþótta. Rugl.

    Sakarefnið er kynþáttaníð.  Þá þarf að komast til botns í því hvort Suarez hafi gerst sekur um slíkt.  Þá er fyrst og síðast litið til ásetnings.   Í þessu máli er nákvæmlega ekki um neinn ásetning að ræða.   Í versta falli hefur Suarez gerst sekur um lægsta stig af gáleysi og ef svo er þá er refsingin í engu samræmi við brotið.  Tek undir með Homer #3 þar sem hann útlistar þetta vel.

    Vona heitt og innilega að Liverpool FC taki þetta mál alla leið.   

    YNWA 

  16. Held að ætti að taka Evra í lyfjapróf. Getrur einhver komið þeim skilaboðum til Liverpool FB ?

  17. Fyrir mér er tvennt í þessu. Annars vegar slæm orðanotkun Suarez, þar sem hann á sér engar málsbætur, sbr. það sem kemur fram hjá hilmari nr. 14. Hitt er stóra málið er það sem Jón H. Eiríksson nr. 15 bendir á og kemur skýrt fram, þetta “balance of probability”, eða að líklega hafi eftirfarandi gerst. Að dæma mann í 8 leikja bann á líkum er algjör fjarstæða. Hann hefði átt að fá 2-3 leikja bann fyrir vikið. Og allir hefðu steinþagað. Ég myndi leggja til að Liverpool og Suarez færu með þetta til vinnumálaréttar Evrópusambandsins þar sem dómurinn skaðar og vegur að “fagmennsku” leikmannsins. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði málinu vísað frá.

    Gleðilegt ár félagar!

  18. Hvað er að gerast? Man Utd, Man City og Chelsea töpuðu í sömu umferð og Liverpool vann sinn leik… Skemmtilegt tilbreyting 😀

  19. City tapar fyrir Sunderland. Það þýðir bara eitt: United munu komast á toppinn þegar við vinnum City í deildinni.

    Nema náttúrulega að United tapi aftur. Eigum við ekki bara að segja það?

  20. Las þetta BBC innlegg og jú manni sýnist okkar maður hafa verið full orðaglaður.  Hinsvegar er dómurinn allt of harður ef þetta er það sem að hann er dæmdur fyrir.  Málinu verður áfrýað. 

    Hitt er að ég væri alveg til í Bent framm með Carrol / Suarez.  En Bent er að verða 28 ára í febrúar.  Hann er yfirleitt með 18-25 mörk á sísoni sem væri alveg þess virði fyrir okkur.  Annar sem væri gaman að sjá væri Demba Ba en mér fannt hann ansi góður í síðasta leik.    
    En ef við bætum við okkur striker, hvernig verður þá uppstillinginn á liðinu ef “allir” eru eiginlega heilir?  Í dag erum við með Carrol, Suarez, kuyt og  Bellamy …  

  21. Komiði sæl Liverpool fólk nær sem fjær og gleðilegt nýtt ár.
    Er búinn að renna yfir skýrsluna og ég skil ekki af hverju hún er 115 síður. Alveg rosalega mikið af endurtekningum og maður fær bara á tilfininguna að skýrsluhöfundar séu að sannfæra sjálfa sig um niðurstöðuna. Það er alveg morgunljóst að það eru látin falla mörg miður falleg orð inná vellinum um mann og annan en það er bara engin meining á bakvið 99% af þeim, þau eru eingöngu sögð til að ná mönnum upp og úr jafnvægi og svo eftir leikinn er bara allt búið.
    Ég er als ekki að segja að þetta sé allt í lagi og auðvitað er einhver lína þarna en að mínu viti að þá er Evra of hörundssár í þessu tilfelli og hann viðurkennir það í skýrslunni að hann hafi haldið að Suarez hafi verið að kalla hann “niggara”, Suarez kallar hann “svartan”, þarna er víst einhver munur á.
    Í framhaldi af þessu verð ég að koma inná þann munnsöfnuð sem að leikmenn hafa við dómarana í ensku deildinni, þar komast menn upp með að nota “f” orðið og önnur í þeim flokki án þess að fá svo mikið sem aðvörun, það er bara alveg fáranlegt að mínu viti og þarna hafa þeir ensku skotið sig í fótinn og opnað dyrnar fyrir því virðingarleysi sem að er inná vellinum í átt að andstæðingum einnig.

  22. Suarez kemur ekki vel út úr þessu og hann þarf að biðjast afsökunar og sitja þetta bann af sér, eins fúlt og það er. Eftir það mun ég styðja hann 100%. Hins vegar sýnist mér enginn hafa bent á að Evra hafi oftar en einu sinni hótað því að berja Suarez. Er það kannski ekki bannað? Svo þessi pæling að Evra sé trúverðugt vitni… æi, plís.

  23. Sælir Liverpool menn og konur og gleðilegt fótbolta ár.
    Ég er nú á þeirri skoðun að það eigi að setja í reglur hjá FA að þeir sem eru að spila í efstu deild í Englandi, hvort sem þú ert hvítur, gulur, brúnn eða svartur þá eigir þú bara að spila fótbolta.
    Það sem kemur fyrir inn á vellinum í hita leiksins þá er það gleymt og grafið þegar leikurinn er búinn. Menn eiga bara að takast í hendur og málið er dautt. Það getur margt komið fyrir í hita leiksins sem menn sjá eftir í leikslok. Ef menn á annað borð ganga óslasaðir inn í búningsklefann þá eiga menn að sættast. Verði maður fyrir því að slasa menn í leik ættu þeir að fá bann eins og ef einhver verður á að segja eitthvað óheppilegt. Ég held nefnilega að eftir orðaskak eru menn fljótir að jafna sig, en ekki eftir fótbrot. Einnig ætti að taka meira á leikaraskap og fullornir menn eiga að geta staðið í lappirnar þá það sé nuddað í þeim. Einnig ætti að taka af leikbönn ef þau eru vegna vilausra rauðra spjalda. Leikurinn á að fljóta áfram og menn eiga aldrei að hætta fyrr en dómarinn flautar. Mér fannst tildæmis spjaldið sem Agger fékk vera svolítil fljótfærni hjá dómaranum. Hann stóð upp og ætlaði að halda áfram en dómarinn var búin að flauta.
    Hafið þið það svo sem allra best á nýju ári.
    Bergþór Púlari.

  24. @25 Jú, það er meira að segja sérstaklega tekið fram í dómnum að hótanir falli í sama flokk og niðrandi ummæli.

  25. Suarez bannið er staðreynd og viðbrögð félagsins benda til að nú skuli sætta sig við orðinn hlut. Það er skynsamlegt enda þjónar engum tilgangi að dvelja lengur við þetta mál. Höldum áfram og Suarez þarf að læra að stilla sig framvegis.

    Það verður að segja eins og er að hver er sinnar gæfu smiður og þrátt fyrir stórkostlega hæfileika er Suarez að gefa allt of mikinn höggstað á sér.

    Varðandi styrkingu í janúar blasir við að sóknina þarf að efla. Ef rétt reynist að Lukas Podolski hjá Köln sé til sölu gæti hann verið rétti maðurinn að mínum dómi. Mjög góður skotmaður, fljótur og tekur mikið til sín.

  26. Hvenær byrjar bannið ef Liverpool ákveður að gera ekki neitt?

  27. ég væri til í annan úrugvæa og það er Edinson Cavani! það er drengur sem eg held að myndi smellpassa inni liðið okkar….. eða Alexandre Pato hann er ekki að fara fá að spila hjá Ac Milan á meðan að hann er að sænga með dóttur eiganda Ac Milan  … :/

  28. Ég sá samt eitthverstaðar að það hefðu verið notað við myndbandsupptökur úr myndavélum sem voru ekki tengdar sjónvarpsútsendingunni, það hafa verið sannanir sem hafi ennig verið notaðar.

    En þessir 8 leikir er þetta ekki bara til að sýna það að þú kemst ekki upp með þetta, man ekki betur en að marko materazzi hafi fengið tveggja leikja bann fyrir að kalla mömmu zidane hryðjuverkahóru í úrslitaleiknum á HM hérna um árið þegar zidane skallaði hann (þetta er bara það sem að mig minnir, endilega leiðréttið mig ef að þetta er rangt.) finnst að það hefði átt að vera 2-4 leikir í mesta lagi, 8 leikir er of mikið, ekki afþví að suarez var dæmdur heldur bara almennt fyrir fótboltann, ef að það er bókað mál að þú farir í 8 leikja bann fyrir að láta eitthver orð falla í pirringi inná vellinum þá gæti það breytt miklu í boltanum.

    Eins og komið hefur fram ofar þá er þetta bara hluti af leiknum, ná andstæðingnum úr einbeitingu og gera hann pirraðann, ég hef sjálfur séð þetta og ég er að spila með 2 flokki hérna á Íslandi, menn eiga að sjálfsögðu að hafa vit á því að láta þetta framhjá sér fara EN að sjálfsögðu á þetta ekki að fara út fyrir velsæimisleg mörk og kynþáttahatur á klárlega ekki heima í fótbolta og leiðinlegt er að suarez hafi verið forsæmið.

    Ég hef samt líka lítið séð af því að klúbburinn hafi verið gagnrýndur fyrir aðgerðir sýnar við dómnum hérna af liverpool mönnum sjálfum. Sem dæmi:
    þá var yfirlýsingin sem gefin var út strax eftir ákvörðun dómara ótrúlega ófagmannleg enda tekin út fljótlega. 
    Líka með það að láta leikmenn hita upp í Suarez bolum, að sjálfsögðu eiga þeir að styðja sinn mann og ég styð hann í gegnum þetta en mér finnst klúbburinn hafa getað verið meira professional í þessu og frekar láta þá hita upp í bolum sem stóð á ,, við erum á móti kynþáttahatri” eða eitthverju þessháttar því að þar sem að Suarez var dæmdur og miðað við það sem ég hef lesið þá er hann að fara í þetta bann, þá finnst mér klúbburinn líta frekar illa út því þá styðja þeir hann sem hefur verið dæmdur fyrir kynþáttníð.

    ATH áður en að menn verða eitthvað pirraðir þá er ég ekki að segja að klúbburinn hefði átt taka þessu þannig að henda suarez beint í bann og ekki segja neitt, en mér finnst þeir hafa átt að hugsa aðeins betur og framkvæma svo, því að það eru alveg pottþétt eitthverjir sem eru fastir á því að liverpool liðið styrki þá kynþáttaníðingi og þess háttar kjaftæði, sem að við vitum flestir að er ekki satt.

    Svo kom upp skemmtileg umræða í jólaboði hjá mér. Þá var FA reyndar ekki búið að gefa út þessa skýrslu sína en þar var í umræðu að ef að það kæmu ekki fram neinar haldbærar sannanir þá myndi liverpool pottþéttt áfrýja, þá fara þeir yfir málsgögn aftur og fella málið niður vegna ónægra sannana, þá eru þeir búnir að setja fram ‘statment’ að þú kemst ekkert upp með svona á vellinum. Þetta var ástæða sem að virkaði nokkuð vel þegar hún var í umræðu, því að eins og ég sagði þá var lítið um sannanir í málinu.

    Þó svo að ég fari nokkuð horðum orðum um hvað klúbburinn gerði í sambandi við þetta þá styð ég liverpool og suarez í gegnum þetta í blíðu og stríðu, vildi bara fá að koma þessu frá mér því að ég er lítið sem ekkert búinn að tjá mig um þetta mál, því að ég vissi nánast ekkert um það, frekar en aðrir sem töldu sig vera með þetta allt á hreinu.

    Ég óska annars öllum hérna inni gleðilegs nýs árs og ég er viss um að næsta ár verði bara betra.

    Kv einar 

    Ps. nenni ekki að fá eitthvað rage á mig afþví að ég segji ekki það sama og allir, að ferguson og manutd og evra eigi ekkert gott skilið og FA sé mafía og suarez sé bara saklaus og evra eigi að skríða ofaní holu. Endilega segið ykkar skoðun.

  29. Mitt mat á þessu með Bent, er meðalmennska.. Og við þurfum að fá world class finisher til að komast og vera með top liðunum og spila í meistaradeildinni.

    Svo skil ég þetta ekki með Cahill, til hvers? Höfum ekki verið með svona öfluga vörn í laaangann tíma og við erum með menn til að bakka upp þessa stöðu(Carra, Coates, Kelly..).
    Fyrir utan það þá er hann nú ekki búinn að vera að brillera eins mikið og hann var að gera á síðustu leiktíð, liðið hans neðarlega og að fá á sig helling af mörkum.

    Fyrir mér þurfum við ekki að versla varnarmenn.. Númer 1, 2 og 3 er klárlega finisher á topnnum, sérstaklega ef Suarez er að fara í bann.

    Rosalega erfitt að fara að koma með einhver nöfn svona, enda hef ég ekki hugmynd hvað við eigum af peningum. En til að henda inn hugmynd af nafni og manni sem passar akkurat undir það sem við ættum að leitast eftir, er Higuaín. 

  30. Það er mikilvægt að það komi fram að það fundust engar nýjar eða gamlar upptökur úr leiknum sem varpa ljósi á það sem sagt var. Úr skýrslunni: ?”The footage was not of any real direct assistance in terms of what was said by Mr Suarez in the goalmouth. It was not possible to try and lip-read what Mr Suarez said largely because his face was obscured at the crucial moments, either because his back was to the camera behind the goal, or because his face was obscured by a camera fixed to the back stanchion.”
    Suarez YNWA

  31. Fyrir það fyrsta þá finnst mér rosalega hart að dæma mann í 8 leikja bann fyrir eitthvað sem stendur bara orð gerð  orði.  Auk þess sem fólk hegðar sér mismunandi undir pressu/ við yfirheyrslur.

    Svo stingur í stúf að þeir segja að hann sé ekki kynþáttahatari og Evra segir það sama.  Samt er hann dæmdur fyrir það.  Ef hann er ekki kynþáttahatari hvernig getur hann þá framkvæmt kynþáttarníð ?

     

  32. Um þetta er ekki deilt:

    Evra er ekki mjög sleipur í spænsku og misskildi hvað orðið negro þýðir. Evra hélt að Suarez meinti n1gger og var því í uppnámi og tilkynnti brot. Í skýrslutöku viðurkenndi hann þennan misskilning
    Evra byrjaði rifrildið með því að segja við Suarez: your sisters cunt
    Evra hótaði Suarez ofbeldi: i am going to punch you
    Evra sagði í níðandi tón við Suarez: Suður Ameríkumaðurinn þinn
    Evra taldi dómarann hafa rangt við í uppkasti í byrjun leiksins
    Evra og dómaranum ber ekki saman um hvort Evra hafi klagað um að vera kallaður svartur meðan á leiknum stóð
    Orðið svartur (negro) er ekki kynþáttahatursorð. En hægt að nota það í niðrandi tón rétt eins og nánast öll orð í orðabókinni eftir því hvernig það er sagt 

    Og hér standa orð gegn orði:

    Suarez segist hafa notað svartur (negro) einu sinni en í vinalegum tón. Evra segir hann hafa notað það margoft í einu og sömu málsgreininni

  33. ég veit ekki með aðra en ég er ekki spenntur fyrir Podolski, og varla fyrir Bent. Í fullkomnum heimi myndi ég vilja signa Higuaín en það er nú ansi fjarlægur draumur að mínu mati.

  34. Mig grunar að ef Liverpool kaupir striker í Janúar þá verði það einhver leikmaður sem hefur ekki verið orðaður við okkur, eitthvað óvænt.
     
    Varðandi slúðrið um varnarmann þá trúi ég því ekki að við séum að fara að bæta við okkur í þeirri stöðu, nema mögulega einhvern ungling fyrir framtíðina.
     

  35. Já, þetta eru ekkert sérstaklega góðar fréttir fyrir okkar menn en ég tel að fljótlega í Janúar verði keyptur einn striker, einhver no-name sem er fæddur markaskorari!!

    Ég veit ekki með ykkur en Evra mætti í þennan leik með svo vitlausu hugarfari að það er eiginlega furðulegt hvernig þetta fór fram allt saman.
    En samt sem áður notar Evra niðrandi orð um Suarez á svipuðum tímapunkti í leiknum en Suarez sér ekki ástæðu (skilur hann ekki?) til þess að gera mikið úr því, annað en grey Evra.
    Það má vera að þetta sé einhver misskilningur og bara tungumálaörðuleikar en það sem mér finnst hálf asnalegt er að þetta er orð gegn orði. 

    Af hverju er ekki talað við alla þá sem Suarez talar við, Coates til dæmis og fleiri, einhvern sem skilur hans mál og allt þar fram eftir götunum.

    En já, við þurfum að kaupa striker sem getur klárað færðin fyrir okkur því við erum með nóg af mötunarvélum.

    YNWA – King Kenny we trust! 

  36. Ég hefði viljað sjá Gylfa Þór til Liverpool á láni og svo hugsanlega keyptur eftir það,  mikið framtíðarefni í holuna hans Gerrards !!!!!!!!

  37. 45: Ertu til í að segja af hverju þú vilt hann? Er það útaf því að hann er Íslendingur?

  38. #46
    Hann er teknískur leikmaður með góða sendinga getu, frábærar horn og aukaspyrnur, ekki skemmir fyrir að hann er Íslendingur.  heilt yfir er hann ekkert síðri leikmaður en Downing og verður bara betri með aldrinum (hann er 22 ára)

  39. Mæli með þessari grein um Suarez/Evra málið, frá Brian Durand. Fer ágætlega yfir skýrsluna og þá veikleika sem hann sér í henni og segir að séu gapandi. 

    Suarez: What now?

  40.  
    Gleðilegt nýtt ár félagar.
     
    Varðandi það að fá nýjan framherja þá er það mín skoðun að Liverpool ætti að reyna að fá Gonzalo Higuaín frá Real Madrid. Þetta er klassa leikmaður, góður að klára færin og hann fengi að spila meira hjá Liverpool heldur en hjá Real Madrid. Annar kostur er Edinson Roberto Cavani Gómez leikmaður Napolí , er samt ekki viss um að hann sé á lausu en frábær framherji. Ef Liverpoolmenn ætla sér að komast í meistaradeildina á næstu leiktíð þá verða þeir að kaupa topp klassa leikmenn.
     

  41. Gleðilegt nýtt ár og vil ég þakka þessum frábæru mönnum sem halda úti þessari síðu fyrir að stytta manni stundir á undanförnum árum.

    En svona í tilefni tímamóta langar mig að benda á eitt atriði sem ég held að myndi bæta þessa síðu örlítið, ef það er þá hægt.

    Það er að upphitanir fyrir leiki kæmi aðeins fyrr inn á siðuna, sérstaklega þegar lítið annað er í gangi. Oft eru upphitunarþræðirnir ansi stutt uppi og því skapast oft frekar lítil umræða fyrir leiki. Menn virðast hika við að skrifa inná aðra pistla nema þá sem efstir eru hverju sinni og því myndi þetta hjálpa til held ég. 

    Annars bara takk fyrir mig. 

  42. Ég væri til í að sjá Liverpool fara á eftir Junior Hoilett hjá Blackburn, hann er 21 árs, skruggufljótur, tektnískur kantmaður með flottar sendingar. Hann er að renna út af samning hjá þeim þar sem hann vill ekki skrifa undir hjá þeim.

  43. Ég skil ekki hvernig fólk sem skrifar hérna gertur ennþá verið að efast um þetta Suarez-Evra dæmi. Ef maður rétt rennir yfir skýrsluna ser maður að þetta á við frekar sterk rök að stiðjast, margir skrifa hérna að enginn hafi heyrt í Suarez en Valencia og Anderson fóru báðir eftir leik og tilkynntu þetta.Hættiði nú að saka alla um samsæri gegn Liverpool og brosð.

     

  44. # 53 United

    Þetta er rangt hjá þér. Þeir heyrðu hvorugir neitt, frekar en neinn annar. Evra sagði þeim hins vegar eftir leikinn hvað gerðist og Valencia ætlaði fyrst að fara með Evra að tilkynna þetta. Þeirra vitnisburður er því bara það sem Evra sagði inn í klefa strax eftir leik. Betra að hafa staðreyndirnar á hreinu 🙂

  45. Sæl öll og gleðilegt ár.

    Mér finnst það alltaf jafn merkilegt þegar Man.utd stuðningsmenn koma hingað inn og segja okkur að gera þetta og hitt…#53#  Það eina sem kemur út á mér brosi þessa dagana er að í sunnudagsmessunni síðustu var valin pappakassi vikunnar og það var sjálfur Sir. Alex ég hló jafnlengi af því og þegar þeir töpuðu fyrir neðsta liðinu..hahahahah., En að mér dytti í hug að fara inn á spjall svæði Man. utd. stuðningsmanna og tjá mig þar og gera lítið úr þeim..nei aldrei til þess ber ég of mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum annarra liða og myndi svo mikið vilja sjá það hjá öðrum liðum  þ.e.a.s að þeir beri virðingu fyrir öðrum og leyfi þeim að hafa sínar síður fyrir sig.

    Um Evra og Suarés málið mun ég aldrei ræða við Man.Utd stuðningsmann því þeir hafa að eigin áliti alltaf rétt fyrir sér, og staðreyndir þurfa þeir ekki að hafa á hreinu því þeir hagræða þeim bara eftir því sem þeim hentar….sbr. innlegg 53

    YNWA 

  46. Það er nú óþarfi að ásaka mann um hagræða staðreyndum eins og mér hentar, ég las bara vitlaust úr þessu og viðurkenni það fúslega en ég stend hinsvegar á því að það er nokkuð augljóst hvað fór fram á Anfield og ég skil ekki hvernig maður geti neitað þessu. 

    Svo líka ef það á að þykja asnalegt að kommenta á stuðningsmanna síður annars liða þá finnst mér það nú frekar heimskulegt.

    Og að lokum þá gerði ég nú ekki lítið úr neinum og verð að segja að mér finnst sumir á þessari síðu (ekki allir) full viðkvæmir fyrir allri gagnrýni á Liverpool. 

  47. “Svo líka ef það á að þykja asnalegt að kommenta á stuðningsmanna síður annars liða þá finnst mér það nú frekar heimskulegt.”

    af hverju ertu þá að kommenta hér inni?

  48. Af hverju ætti ég ekki að kommenta ? Lastu ekki það sem ég skrifaði ?

    Mér finnst meira en sjálfsagt að stuðningsmenn annara liða kommenti á síðuna en það virðist fara í taugarnar á mörgum sem ég hreinlega skil ekki. 

  49. Til hvers erum við hér á íslandi að tuða yfir þessum dóm. 
    Sama hvað við tuðum og ræðum þetta. þá breytum við engu hvað gerist þarna úti.
    Skil ekki hvað menn nenna að eyða orku í að skrifa um þetta hér og tuða.
    Þetta fer bara eins og það og við hér á þessar eyjum getum ekki gert neitt í því punktur. 

  50. #58 – united

    Kannski vegna þess að flestir stuðningsmenn annarra liða sem rata hingað gera lítið 
    annað en að espa upp aðdáendur þessarar síðu. 

  51. Halló aftur…

    United þú viðurkennir að hafa lesið vitlaust út úr skýrslunni og það er bara gott að viðurkenna eigin mistök þú færð stóran + fyrir það. En nú langar mig til að vita einn hlut Hvernig veistu hvað fram fór umræddan leik á Anfield? Varstu staddur þar og kannski við hlið þessara heiðursmanna?

    Ég skil hins vegar alveg að þú stendur með þínum manni eins og ég stend með mínum manni en að segja það hér inni á okkar síðu að þú vitir nákvæmlega hvað hafi farið fram finnst mér svolítið hrokafullt.

    Mín skoðun á þessu er sú að báðir aðiliar hafi látið skapið hlaupa með sig, eins og Evra sagði sjálfur þá er Suarez ekki kynþáttahatari. Besta lausnin hefði verið að láta báða fara i leiks bann og fara svo að vinna að því saman að sýna fólki að það er hægt að vera félagar eftir svona og þeir ættu svo að fordæma kynþáttfordóma saman.

    Hvorugur ætlaði sér neitt illt…

    Ég stend hins vegar við að mér finnst mér barnalegt að æða inn á spjallsíður hjá því liði sem mér finnst minnst varið í og fara að spjalla þar um hluti sem ég hef ekki áhuga á að tala um. Við ættum öll að vera með uppbyggilega umræðu á okkar eigin síðum og láta andstæðingana í friði, nema þú hafir eitthvað uppbyggilegt um málið  að segja ekki að fullyrða að þú VITIR nákvæmlega hvað fram fór það veit
    engin nema þessir tveir og þeim ber ekki alveg saman.

    En United vonandi áttu bæði gott og gjöfult ár framundan og megi alltaf besta liðið vinna alla leiki.

  52. Finnst sumir hlægilega bjartsýnir á þennan félagsskiptaglugga, ekki að það sé neitt slæmt, sýnir bara hvað andrúmsloftið kringum fjárhag félagsins hefur breyst mikið undanfarið 😛

    En hinsvegar get ég ekki setið á því hvað mér finnst það fráleitt að halda því fram að nöfn á borð við Higuaín, Cavani, Hazard ofl. séu líkleg skotmörk. Þetta eru allt menn sem vilja spila í meistaradeildinni og ólíklegt að þeir taki sénsinn á því að koma nema að það markmið náist fyrst.

    Væri til í að sjá viðskipti í anda þeirra sem Harry Redknapp og félagar hafa verið að stunda undanfarið, næla sér í flotta “low-profile” leikmenn á raunhæfu verði, sem fyrst og fremst passa inní leikskipulagið og heildarmyndina. Finnst klúbburinn bara því miður ekki enn vera kominn upp á það level að geta keppt við stærstu liðin um stóru bitana á markaðnum. 
    Þarf að nást góð liðsheild fyrst sem skilar einhverju af sér og sendir skilaboð út til þessara leikmanna sem menn dreymir um að sjá rauða frá toppi til táar.
     
    Annars er ég vongóður um að sú spilamennska sem hefur verið uppá síðkastið fari loksins að skila sér, tala nú ekki um ef Gerrard nær að hrista þessa meiðsla hrinu af sér.
    Það plús 1-2 skynsöm leikmannakaup og fjórða sætið gæti vel orðið okkar 🙂

    En hvað varðar leikinn á morgun þá eru City eins og jólaskrautið, það verður tekið niður í janúar 😉
    Gleðilegt nýtt ár! 

  53. Tek ekki undir að það sé asnalegt hjá stuðningsmönnum annara liða að tjá sig á spjallborðum eða vefsíðum annara liða. Mikið í lagi svo lengi sem það er á málefnalegum nótum. United hefur auðvitað rétt á sinni skoðun.

    En United, nr. 56 þessu er ég mjög osammála hjá þér og veit meira að segja um United menn sem hrista hausinn og hafa ekki mikla trú á sínum manni í þessu máli:

    það er nokkuð augljóst hvað fór fram á Anfield og ég skil ekki hvernig maður geti neitað þessu.

    Þetta er fullkomlega orð gegn orði og FA hefur nákvæmlega engar sannanir í höndunum í alvarlegustu ásökunaratriðunum. Þeir taka öllu sem Evra segir trúanlega og gefa honum töluvert betra færi til að koma sinni skoðun á framfæri (með því að hafa video fyrir framan sig þegar hann lýsir atburðum).

    Evra var eins og bjáni í þessum leik frá fyrstu mínútu, hann var engu minna að espa Suarez upp frekar en öfugt og sagði nú sitthvað sjálfur án þess að fá svo mikið sem aðvörun fyrir. Evra sakar Suarez um að hafa kallað sig niggara þegar hann fór til dómara eftir leikinn (ef ég hef lesið mig rétt til um þetta). Hann segir við franska stöð að Suarez hafi yfir tíu sinnum kallað sig n-orðinu en það lækkar svo í 7 sinnum í dómnum og þar er aldrei talað um niggara.  

    Suarez játar að hafa kallað hann negro einu sinni en hafði ekki grænan grun (að hans sögn) að það væri móðgandi og hefur lofað að nota þetta orð ekki aftur á Englandi.

    Það má vel vera að hægt sé að túlka þetta sem kynþáttaníð, en það er ekki verið að dæma hann í þetta bann fyrir þetta sem hann hefur þó játað að hafa sagt við Evra. Það er samt í raun eina sönnunin sem þeir hafa og mjög grátt svæði enda þeir að tala saman á spænsku.

    Suarez játar alls ekki að hafa sagt “af því að þú ert svartur” og ekki heldur kallað hann negro ítrekað. Þetta er eitthvað sem Evra heldur fram en enginn annar heyrði. Evra hefur áður setið svona fund hjá FA (árið 2008) og var þá talinn ótrúverðugt vitni sem var að ýkja hlutina, hann er aftur uppvís af því núna en það er fullkomlega horft framhjá því og útfrá hans orðum og engu öðru er Suarez gefin mjög hörð refsing sem er kannski ekki svo mikið mál þannig séð því það er líka stórskaðað hans nafn og ímynd sem er mikið alvarlegra mál.

    Honum er jafnvel hótað að ef hann verði “uppvís” af þessu aftur, eða réttara sagt verði ásakaður svona aftur þá geti það leitt til ævilangs banns frá fótbolta. 

    Eins og komið var inná í þessum þræði þá orðar Brian Durrand þetta ljómandi vel http://thekop.liverpoolfc.tv/_Suarez-What-now/blog/5685541/173471.html  

    Hvorum manninum sem við trúum í þessu þá er þetta helvíti langt frá því að vera rétt hjá þér (United #53)

    Ég skil ekki hvernig fólk sem skrifar hérna gertur ennþá verið að efast um þetta Suarez-Evra dæmi. Ef maður rétt rennir yfir skýrsluna ser maður að þetta á við frekar sterk rök að stiðjast,

    Skýrslan virðist við fyrstu sýn ansi hreint gloppótt og skrítið hvernig engar sannanir m.v. fjölda manna og myndavéla vinna ekkert með Suarez í þessu máli.

    Veit ekki hvað klúbburinn gerir í þessu en finnst þeim varla stætt á að áfrýja þessu ekki eftir yfirlýsinguna sem gefin var út og allann stuðningnn við Suarez. Ég vona allavega að við fáum Lord Grabiner aftur í janúar og tökum þetta mál eins langt og hægt er að taka það.

    Luis Suarez er enginn engill og eins og áður hefur komið fram ekki alsaklaus í þessu máli, en Patrice Evra trúi ég ekki í eitt augnablik og trúi öllum andskotanum upp á hann. Jafnvel því að ýkja þetta mál langt út fyrir raunveruleikann.

    og Eyþór #59, með sömu rökum væri hægt að segja að þessi síða sem og flest allar bloggsíður séu tilgangslausar?

  54. Babu, aðalmálið í þessu er að hann hafi viðurkennt að hafa sagt negro einu sinni. Það er einmitt nóg fyrir FA að dæma hann í bannið, auðvitað vilja þeir sýna fordæmi. Ef hann vissi ekki að ‘negro’ væri kynþáttaníð í Evrópu, þá er hann mögulega heimskari en Balotelli.
    Þar sem allir hérna inni vita að fótboltamenn reyna að bögga hvor annan á vellinum, Suarez notaði einfaldlega vitlaust orðalag, kannski hart fordæmi en nauðsynlegt ef við viljum sparka racism úr boltanum. Þeir sem segja að þetta sé ekki kynþáttaníð ættu að skella sér í verri hverfi Lundúnar og prófa að kalla menn negro.
    Afskipti KK og LFC í þessu máli hafa heldur ekki hjálpað klúbbnum þó ég skilji vel að menn vilji verja sína leikmenn. Líklega hefði verið lang best að gera ekki neitt (líkt og Chelsea gerir með Terry), því aðrir stuðningsmenn munu ekki hætta að nota nafnið Klanfield eða syngja um Suarez sem rasista í bráð. 
     

  55. Það er í fyrsta lagi ekki rétt hjá þér enda voru þeir að tala saman á spænsku og Suarez notaði orð sem hann segist nota allajafna þegar hann talar sitt móðurmál, hann er ekki sammála merkingunni sem Evra setur í setninguna enda segist Suarez hafa sagt “Afhverju svarti” ekki “Af því að þú ert svartur”. Á þessu er munur. 

    Bendi annars aftur á grein Durrand, þetta er t.d. góður punktur

    Bearing in mind the credibility ceded to Evra over Suarez, the panel accepted the United player’s version that the offending term was used on ‘probably’ seven occasions. Suarez maintained that it was only a single occasion. (The initial referee’s report states that Ferguson and Evra came to him after the game and reported that Luis Suarez had used the term ‘n1gger’. Yet this contradiction in evidence is conveniently brushed aside)

     
    Þetta bann er ekki 8 leikir og 40.þús pund bara vegna þessa orðs sem Suarez hefur viðurkennt að hafa sagt.  

    Hér er svo nokkuð áhugaverður punktur frá landa Suarez
    http://forums.liverpoolfc.tv/showpost.php?p=6859329&postcount=1148

  56. Ég er búinn að lesa yfir allan rökstuðninginn í kærumálinu og verð að taka undir með Echo-inu í dag að lesturinn var á löngum köflum óskemmtilegur fyrir okkur Liverpool menn. Það er augljóst að ekki var kastað til höndunum heldur allt skoðað í þaula. Það er hins vegar jafn augljóst að endalaust verður deilt um þetta mál og lyktir þess.
     
     
    Það virðist ljóst að nokkuð er um ósamræmi í vörn Suarez. Í flestum tilvikum, ef ekki öllum, þar sem gefnar voru skýringar á ósamræminu ákvað nefndin að hafna þeim skýringum. Í einhverjum tilvikum virðist ekki hafa verið gefnar neinar skýringar á meintu ósamræmi. Sú hugsun læddist að mér að vörninni hefði verið ábótavant hjá Suarez. Skýrslan birtir ekki öll gögn málsins og því ekki beint hægt að draga þessa ályktun, en það virðist engu að síður hafa mátt útskýra betur fyrir nefndinni einstök atriði í ósamræminu. Einnig veltir maður því fyrir sér af hverju vitnisburðir frá Lucas, Coates og Maxi voru ekki lagðir fram. Athugið að það var ákvörðun Liverpool/Suarez að gera það ekki. Studdu þeir ekki við málstað Suarez eða taldi félagið sig vera það öruggt með málið að þess væri ekki þörf?
     
     
    Það er einkum tvennt sem mér finnst standa upp úr í úrskurðinum en bæði varðar það sönnunarbyrðina. Dómurinn talar um að almennt geti hún verið tvenns konar, án alls vafa eða dæmt á líkum. Í svona málum er dæmt eftir líkum en vegna alvarleika kærunnar viðurkennir nefndin að í þessu máli sé sönnunarbyrðin enn þyngri en ella. Hitt er að sýna þarf fram á sekt Suarez en ekki öfugt, þ.e. Suarez þarf ekki að sanna sakleysi sitt heldur hvílir sönnunarbyrðin á kærandanum (FA). Hins vegar virðist þessu vera kastað fyrir róða þegar á reynir. Dómurinn ákveður að trúa Evra alfarið og hafna öllum vörnum Suarez. Allt vafasamt er túlkað Evra í hag en Suarez óhag. Sem dæmi má nefna að Kuyt og Evra bar ekki saman um orðalag Kuyt þegar hann sagði Evra að standa upp eftir að Suarez hafði sparkað í hnéið hans. Nefndin fannst óþarfi að skoða þetta ósamræmi nánar og ekki skipta máli varðandi trúverðugleika Evra. Comolli og Mariner dómara leiksins bar heldur ekki saman um hvort Comolli hefði sagst tala “fluent spanish” eða bara “spanish” þegar hann hafði eftir orð Suarez. Þetta fannst nefndinni hins vegar skipta máli og er greinilega eitt af mörgum litlum lóðum á vogarskálina. Einnig mætti nefna að ekki ber á öðru en að Suarez sé látinn blæða fyrir að kunna ekki ensku og reynt að snúa út úr misgóðum þýðingum í hita leiksins. Orðum dómsins sjálfs um aukna sönnunarbyrði og að Suarez ætti að njóta alls vafa fylgir því ekki athöfn. Segir eitt en framkvæmir annað.
     
     
    Í þessu ljósi virðist áfrýjun blasa við. Það er hins vegar ekki endilega víst að það sé það skynsamlegasta í stöðunni. Aðilar eru búnir að koma sínum sjónarmiðum að og dómurinn skoða málið ítarlega. Jafnvel má halda því fram að bannið sé ekki ýkja langt. Fyrst Suarez er dæmdur á annað borð, er lágmarks viðmiðunar refsing 4 leikir. Og fyrst Evra er tekinn trúanlegur er Suarez ekki dæmdur fyrir að segja Negro einu sinni, heldur 7 sinnum alls (ef ég man töluna rétt) sem á að sýna fram á ásetning Suarez. Þar að auki er ætlun nefndarinnar að niðurstaðan sé öðrum víti til varnaðar. Refsihækkun um 4 leiki (og því 8 alls) er því ekki endilega svo rosalega mikið.
     
     
    Óli G bendir í athugasemd nr. 49 (og Babu síðar sýnist mér) á ágæta grein um næstu skref þó auðvitað sé hún hlutdræg okkur. Ég tel mjög litlar líkur á að bannið verði fellt niður. Jafnframt er það áhætta að áfrýja því bannið gæti orðið enn lengra. Þannig virkar bara FA. Hins vegar er klúbburinn búinn að setja sig í þá stöðu að hann á erfitt með að áfrýja ekki. Ekki má heldur gleyma því að lengd bannsins sem slíks ætti ekki endilega að skipta höfuð máli, þ.e. hvort það sé 4, 8 eða enn fleiri nokkrir leikir. Aðalatriðið er að búið er að dæma Suarez fyrir rasisma. Sá stimpill mun fylgja honum ævilangt. Til þess að ná þeim stimpli af honum gæti verið vænlegast að áfrýja en játa um leið. Viðurkenna að Suarez hafi gerst brotlegur (misconduct) sem myndi þýða 4 leikja bann en áfrýja rasisma hlutanum. 

  57. Tékkið á þessu kommenti spjallsvæði liverpoolfc.tv: http://forums.liverpoolfc.tv/showpost.php?p=6859329&postcount=1148 (og umræðan í kjölfarið er líka áhugaverð: http://forums.liverpoolfc.tv/showthread.php?p=6859329#post6859329)

    “I am a native speaker of Montevideo, a PhD in Spanish by Stanford, and currently a professor of Spanish at Brown University, and if I was called to court on this, I would categorically deny that Suarez, who lived his adult life in Montevideo—despite being born in Salto—could have said other than “vos sos negro”. There is no way in the world he could have said to Evra, spontaneously and as a reaction to Evra’s words and attitudes, “porque tu eres negro”—and much less “tues negro”, that doesn’t exist. Simply “tues” is no Spanish.
    Despite of that, the FA makes it stand and transcribes it in their report, and substantiate their conviction on these words.” 

  58. #68 athyglisverð grein í meira lagi, skora á menn að kíkja á greinina.

  59. ógeðslegt að sjá framgöngu Kenny Daglish (hvernig hann brást t.d. við þegar Andre Marriner vildi tala við hann í dómaraherberginu eftir leik) og Liverpool í heild sinni í þessu máli – svartur blettur á annars sögufrægu félagi.

    Ættuð að skammast ykkar. 

  60. Hvað er að framgöngu Dalglish í þessu máli?
    Hann hefur ekki verið okkur til skammar hingað til og hefur svo sannarlega ekki verið það í þessu máli.
    En annað, hefur þú eitthvað við t.d. framgöngu Patrice Evra að athuga í þessu máli?

  61. Við hvernig viðbrögðum býstu Rúnar?  “OK elsku dúllan mín, við skömmumst okkur öll fyrir Kenny Dalglish, takk fyrir að vera hérna með okkur”?  Ætlarðu að reyna að halda því fram að þitt input hérna hafi verið sett inn með einhverju öðru markmiði en að koma af stað einhverri drullu?

  62. Rúnar, þú átt hreinlega ekki skilið að fá málefnanlegt svar fyrir svona kjaftæði.
    Hef engan áhuga að leggja svör í pappakassa eins og þig.

  63. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=119609    United menn eru svo þröngsýnir að það er ekki hægt að tala við þá um fótbolta !!!!! er þessum Bjarna gæjja alvara ?? hvernig væri að fá álit frá einhverjum sem heldur með hvorugu liðinu, hann gerir ekki annað nema rakka yfir liverpool og allt í kringum liðið, þvílíkur fáviti ! lesið þetta. svona fyrstu fimm setningarnar eru um málið sjálft. Svo var þetta auðvitað United fan sem gerði þennan pistil.. ef ég eða annar liverpool maður hefði skrifað pistil um þetta mál þá hefði ég hiklaust skotið united niður en að fá álit frá þriðja aðilanum myndi ekki drepa neinn.. er það ? Hann talar um léleg kaup sem Dalglish hefur gert. Meina auðvitað er erfitt að redda sér leikmönnum á seinasta degi janúar gluggans og að vera enskur er ennþá dýrara 35M voru mistök já en allir gera þau. Ferguson: Mame Diouf = 6M, Bébé = 7,5M, Gibson og Evans ólust upp þar en afhverju er hann ekki löngu búinn að losa sig við þessa aumingja ? Owen = 0 en er á hærri launum en þeir…       ef einhver ætlar að tjá sig um málið milli Suárez og evra á fótbolti.net þá væri best að það væri hlutlaus aðilli. Við gætum þess vegna sent inn pistil um hvað United eru fucked up lið…

  64. Vandamálið við þennan “frábæra” (eða þannig) pistil hjá Bjarna sem er birtur á fotbolta.net er að mér sýnist þetta ekkert vera frumskrifaður pistill heldur virðist þetta vera meira eða minna unnið upp úr erlendum pistlum, sérstaklega frá Guardian sem hafa verið einstaklega harðir í afstöðu sinni gegn Liverpool í þessu máli samanber eftirfarandi pistla:
     
    http://www.guardian.co.uk/football/2012/jan/03/liverpool-loyalty-luis-suarez-contrition  
    og
    http://www.guardian.co.uk/football/blog/2012/jan/05/kenny-dalglish-luis-suarez-judgment

    Það er gjörsamlega verið að rakka klúbbinn okkar niður í svaðið, bæði í enskum fjölmiðlum og íslenskum sem apa þetta að sjálfsögðu upp eftir þeim erlendu. Ég veit að aðstendur þessarar síðu eru búnir að fá alveg hundleið á þessu máli en það væri nú samt afskaplega gott að fá einn pistil frá sjónarhóli Liverpool manna til að maður geti bent fávísum united stuðningsmönnum á að lesa um staðreyndir málsins. Staðreyndir eins og það eina sem virðist sannað er að Suarez viðurkenndi að hafa einu sinni notað orðið negro í samhenginu “Por que negro”, eða “af hverju negro”. Skýrslan telur engu að síður víst að Suarez hafi sagt þetta 7 sinnum, ég skil ekki alveg hvernig þeir geta fullyrt það bara af því að Suarez var ótrúverðugt vitni.

    Hins vegar er ég alveg sammála þessum pistli í einu að Liverpool FC (og fjölmiðlamenn frá Liverpool) hefur staðið sig afskaplega illa í því að halda upp vörnum á opinberum vettvangi og leyfa pistlum eins og þessum sem skíta út okkar fína klúbb að standa alveg ósvöruðum. Væntanlega af því að FA er búið að hóta klúbbnum einhverjum refsingum er þeir tjá sig um þetta opinberlega en það hljóta að vera einhverjar leiðir fram hjá því, eins og að “leka” út einhverjum upplýsingum til Paul Tomkins eða í Liverpool Echo. Ég er alla veganna orðinn ansi þreyttur á að lesa svona einsleitan óhróður um Liverpool FC.

Áramótauppgjör Kop.is

Hvíl í friði Gary Ablett.