Það er opinbert: Andre Villas-Boas hefur verið rekinn frá Chelsea FC. Tapið í gær gegn W.B.A. fyllti greinilega mælinn hjá Roman Abramovich.
Yfirlýsingin segir að Roberto Di Matteo, aðstoðarþjálfari Villas-Boas, verði aðalþjálfari út tímabilið en slúðrið er þegar byrjað að spá í nöfnum eins og Rafa Benítez og Fabio Capello.
Ég? Ég vona að Rafa taki aldrei við Chelsea. Tilhugsunin um hann og heitan Torres, í liði erkifjendanna, er ógleðisvaldandi.
Ræðið það sem ykkur sýnist hér, þetta er opinn þráður.
Þetta á eftir að kveikja í þeim svo einfalt er það. Það yrði svakalegt ef Rafa færi þangað en hann vill vera í ensku svo hann tekur við þeim sennilega.
Þýðir þetta ekki að Chelsea er orðinn klúbbur af annari stærðargráðu en Liverpool. Eru í 5 sæti og með fína möguleika á meistaradeildarsæti og enn í meistaradeildinni og reka þjálfarann sinn sem þeir borguðu fúlgur fjár fyrir. Liverpool sem hefur halað inn 5 stigum á árinu og er í 7 sæti, 10 stigum á eftir meistaradeildarsæti eru ekkert að hugsa um það og það er ekki einu sinni slúðrað í bresku ruslpressunni. Sorgleg þróun að mínu mati.
Mitt mat varðandi Chelsea er samt að Roman er með skituna upp á bak. Tek samt undir það að Rafa má ekki taka við liðinu. Hann nýtur of mikillar virðingar LFC manna til þess að gera það.
Loftur, Chelsea eru og hafa verið af annari stærðargráðu en Liverpool í þó nokkur ár, í það minnsta veskið hjá eigandanum.
Þú ert að líkja saman klúbbi sem var á mörkum gjaldþrots fyrir rúmu ári síðan, og klúbbi sem hefur eytt meiri pening en þekkst hefur á leikmannamarkaði í Englandi þangað til Man City unnu í Víkingalottóinu.
Auðvitað eru það vonbrygði að Liverpool hefur einungis fengið 5 stig það sem af er ári, en við erum búnir að leika gegn öllum sterkustu liðunum í deildinni á þessum tíma.
Það er ekki hægt annað en að taka það með í reikninginn ; )
Svo vil ég að lokum óska King Kenny til lukku með daginn, 61 árs í dag : )
Í ljósi markaþurrðar, fjölda glataðra marktækifæra, vítaspyrna og lélegra skota à mark andstæðinga. Í ljósi óvæntra endurkomna sbr. Henry, Scholes og Keane. Er þá ekki málið að testa Fowler á free transfer?
Eftir að Benitez fékk lítinn tíma til að gera Inter að sínu liði, þá stór efast ég um að hann vilji hoppi á þessa chelsea skútu miðað við hvað fyrrum stjórar hafa fengið mikla þolinmæði. Vill als ekki sjá hann bláann.
Kveikja í hverju? Lykilmennirnir hjá Chelsea eru eldgamlir og ofdekraðir frekjuhundar á fertugsaldri. Terry meiddur, Lampard orðinn eins og lampi á miðjunni, Torres þarf að nærast á brjósti til að verða að manni aftur og Mata nær ekki að mata einn eða neinn.
Andre Villas Boas er maður sem átti að koma til Liverpool. Hefði fengið miklu meiri þolinmæði á Anfield og endurnýjað kynnin við Steve Clarke. Ungur maður með ferskar hugmyndir sem á heima hjá liði eins og okkar. Hjá Liverpool hefði hann fengið mun yngri leikmannahóp og lið sem gæti spilað þann pressubolta sem hann vill. Að fara til Chelsea fyrir Boas var mjög sambærilegt og jafn dæmt til glötunnar og þegar Rafa Benitez fór til Inter. Báðir tóku við gömlu hægu liði, þurrausnu kröftum og hrokafullu liði af Jose Mourinho og báðir reknir eftir hálft ár.
Til að toppa þessa hringekju er talað um að Boas sé að fara taka við Inter!
Spurning að forða honum frá því og kippa til okkar í þjálfaraliðið og lofa honum að taka við Dalglish eftir 1-2 ár?
Talandi annars um Steve Clarke. Hér er frétt frá fyrr í vetur til upprifjunar þegar við vorum með 10stig af 18 mögulegum. http://www.visir.is/steve-clarke-um-byrjun-liverpool–vid-faum-sjo-af-tiu-mogulegum/article/2011110929095
Þá gaf Clarke liðinu einkunnina 7. Nú erum við með 39 stig af 78 mögulegum sem er hlutfallslega verri árangur og við ekki í séns lengur að komast í CL. Hvaða einkunn fá leikmenn nú hjá Mr.Clarke?
Geymi pistilinn minn um okkar mál í bili, en því miður var þetta aldrei á hjá Vilas-Boas, því miður fyrir þann efnilega stjóra.
Mælikvarðinn á hans getu var að hann vann titla í Portúgal með yfirburðaleikmannahóp en náði vissulega árangri í Europa League sem taka mátti eftir, en fyrst og síðast var þetta einhver tálsýn um “nýjan Mourinho” sem aldrei var á. Þó að hann hafi verið statískur aðstoðarmaður Mótormunns þá er þeirra fótboltafílósófía og stjórnunarstíll eins og svart og hvítt. Hann átti aldrei möguleika á að leysa það hlutverk sem honum var ætlað, að byggja upp nýtt lið og hreinsa til.
Gaman verður að sjá hvað verður um þá leikmenn sem hafa bakkað hann upp að undanförnu, einhvern veginn kæmi mér ekki á óvart þó við sjáum lítið af Luiz, eða vini okkar Meireles.
Chelsea FC er sirkusatriði sem á afar lítið skylt með “eðlilegu” fótboltaliði, þar eru menn reknir og ráðnir á nokkurra mánaða fresti og ég held að þó að Rafa væri klárlega sá maður sem helst ætti að fara þangað ef þeir vilja árangur þá er plottið annað. Di Matteo verður látinn klára tímabilið og svo fær Guardiola 150 milljónir punda til að versla í sumar, og þá kveðja gömlu jaxlarnir bláa búninginn.
En Vilas-Boas fer fljótlega að stjórna Internazionale sem verður lítið skárra fyrir hann held ég, best væri fyrir hann að fara heim eða finna meðallið á Spáni og læra áfram iðnina, þetta var alltaf alltof, alltof stór biti fyrir hann.
En ég er alveg á því að fá bara Fowler aftur hann kann ennþá að nýta færinn sín þótt hann sé 36 ára, gæti ekki verri í að nýta færin heldur en þeir sem fyrir eru. Reyndar gæti hann gert betur með aðra löppina í gipsi og hendurnar hándjárnaðar fyrir aftan bak.
Rafa Benítez fer ekki til Chelsea – ég skal bara lofa ykkur því (upp að því marki að ég þekki manninn ekkert og er ekkert beintengdur til hans). Hann er einfaldlega of mikill Liverpool-maður í sér til að taka við félagi sem hann hefur keppt svo hatrammlega við undanfarin ár.
Ég er alveg með kenningu, og læt hana bara flakka hér:
“Honest”-Harry tekur við enska landsliðinu – Rafa tekur við Tottenham. Mourinho heldur áfram hjá Real, enda að gera ótrúlega hluti þar. Chelsea leitar til DiMatteo til langframa eða þá til Zola, Klinsmann, Vialli-týpu, og verða áfram í ruglinu. Guardiola heldur áfram með Barcelona enda er hann þeirra Kenny Daglish og á það lið með húð og hári. Skuldlaust.
Og Kenny heldur áfram með Liverpool.
Og “næsta tímabil” verður okkar tímabil. Eins og alltaf.
Djöfull væri ég samt til í að Woy taki við enska landsliðinu. “Honest”-Harry er náttúrulega í sínu allra besta starfi sem hann hefur nokkurn tímann haft, og það yrði synd að hann myndi henda því prójekti út um gluggann fyrir landslið sem hefur ekkert í bestu lið heims að gera.
Homer
P.s. Ég hef lengi hvatt Liverpool til að kaupa mann að nafni Pavel Progrebnyak, Rússa sem var hjá Stuttgart.
Hann er mokandi inn mörkum núna fyrir Fulham. Kominn með 3 í dag og 5 mörk í 3 leikjum. Tröll að burðum en samt nokkuð liðugur á fótunum. Massaðir Rússar sem hafa hafa fengið skólun í taktík og aga úr þýsku deildinni eru frábær blanda fyrir ensku deildina. Sjá líka sóknarmenn eins og Berbatov, Demba Ba o.fl.
Mikið rosalega vildi ég að við hefðum þennan Progrebnyak fremur en Andy Carroll.
Hef aldrei verið hrifinn af Redknapp, styð þó hans menn í dag og vona ða þeir kremji titilvonir united í ár.
Hef spáð því í nokkurn tíma að Mourinhio hætti hjá Real Madrid i vor og finnst þetta styrkja þá skoðun. Di Matteo tekur við til vors, Mourinhio segir upp sem Spánarmeistari og kemur til Chelsea fullur sjálfstrausts. Hef trú á að reynt hafi verið að fá Rafa en hann hafi neitað.
Þarf ekkert að velta sér uppúr þessu. Maggi #7 er með þetta. Málið dautt.
Síðan hvenær eru Celsea “erkifjendur” LIVERPOOL?
Spurs algerlega yfirspila United í fyrrihálfleik…. og staðan auðvitað 0-1, en ekki hvað?
Þetta er rán um hábjartan dag, að united séu með tvö mörk er glæpur.
Ég mun mögulega fara að gráta ef Benítez fer til chelsea…
En þetta með nýtingu okkar manna er bara hræðilegt, ef við værum með menn sem myndu skora þó það væri ekki nema meðal mikið, þá værum við í baráttunni um 4. og 3. sætið.
Það er bara ekkert flóknara en það, enda erum við að spila oftast flottann og góðann bolta og stjórnum nánast öllum leikjum og sækjum stanslaust, en það virðist bara sem menn séu ekki með þetta drápseðli í sér til að drulla boltanum yfir línuna.
Fyrsta verk í sumar hlýtur bara að kaupa 2 framherja sem geta skorað og eru match winner..
Og svo að loka þar sem þetta er opinn þráður þá hvet ég ykkur til að styrkja gott málefni, margt smátt gerir eitt stórt.
http://www.mottumars.is/keppnin/keppandi?cid=3243
Það er svakaleg flétta að fara í gang núna í þjálfarabransanum. Ómögulegt að spá auðvitað en samt:
Chelsea talaði við Benitez um daginn að taka við af AVB, en hann neitaði.
Murinho klárar spánartitilinn í vor og hugsanlega Meistaradeildina, þá er hans verki lokið hjá Real. Hann vill aftur til Englands.
Murinho tekur við Chelsea í sumar þegar Abromavich býður honum hæstu laun fyrr og síðar í bransanum.
Harry tekur við enska landsliðinu ( ofmetinn stjóri og á ekki eftir að gera neitt af viti með þetta enska lið )
AVB tekur við Tottenham. (passar einhvernveginn vel þar inn í )
Kenny segir upp í sumar/næsta vetur enda var hann fegninn inn til að rétta skútuna af en ekki byggja upp liðið til frambúðar. Benitez tekur aftur við taumum á Anfield enda á hann heima þar.
Fabio Capello tekur við Real.
eða……
Murinho tekur við City eftir að þeir ná ekki titlinum í vor og þá fer öll þessi spá mín út um gluggann.
The news of Andre Villas Boas being
sacked by Chelsea signals the
beginning of the end of Chelsea’s 8
year history.
Snilld.
Og þúfan sem velti efnilegasta stjóra veraldar var hinn vitavonlausi unkle Roy, sem er örfáum stigum á eftir okkur með peningalaust lið sem spilar agaðan varnarleik en hefur samt skorað 4 mörkum meira en rándýrt lið kóngsins okkar. Spurning hvað Roy gerir á Anfield í apríl?
jájá, fjögur stig. Sjáum til þegar tímabilið verður gert upp. Ég mun persónulega láta flengja mig á opinberum stað ef WBA endar fyrir ofan Liverpool.
KK tapaði ekki einum leik fyrir AVB á tímabilinu, sigur á Brúnni í tveimur leikjum. Það verður nú að teljast ansi gott.
Roy Hodgson er og verður alltaf versti þjálfari LFC frá upphafi.
Að Chelsea; Ian Wright sagði Roman hugsanlega hafa neglt síðasta naglann í líkkistu liðsins. Engum þjálfara með réttu ráði dytti til hugar að setjast í þetta sæti þar sem enginn tími er gefinn fyrir breytingar. Byltingin hefur hugsanlega étið börnin sín og það kæmi mér ekki á óvart ef Roman reyndi að selja liðið í sumar.
Þetta eru hins vegar fín tíðindi fyrir LFC, Roberto Di Matteo gat ekki þjálfað WBA og hann mun ekki ráða við prímadonnurnar í Chelsea. LFC á að stefna að því að enda tímabilið ofar en Chelsea og senda þar með fyrrum leikmönnum liðsins löngu töng.
Get ekki tekið undir það að stórlið séu of mikið mál fyrir AVB, en leikmannahópur og stjörnustælar Chelsea var það kannski. Varla eru menn eins og Drogba að að sætta sig við það að maður sem er ári eldri en hann setur sig á bekkinn. Hann gat ekkert hreyft við þessum prímadonnum og þeir hlustuðu ekkert á hann.
Ég hef mikla trú á AVB og tel að hann getur gert frábæra hluti með rétta fólkið í kringum sig. Grant kom þeim í úrslit í Meistaradeildinni og það var ekki nógu gott. Ancelotti vann deildina, lenti síðan í öðru sæti út af óheppni og það var ekki nógu gott. Þótt þú verður heimsmeistari ertu samt í hættu um að missa starfið þitt ef þú ert þjálfari Chelsea.
Stal þessum:
Skemmtileg staðreynd.Rafa Benitez,Roy Hodgson,Carlo Ancelotti and now Andre Villas-Boas have all been sacked while managing Torres
Hvaða, hvaða…
Flott ef Rafa tekur við Chelski.
Hann kemur Torres aftur í gang, selur okkur svo hann á spottprís og hendir Mata/Sturridge með í kaupbætur
Lýst allaveganna betur á að Rafa taki við þeim heldur en Mourinho, Liverpool vegna.
Ég held að það skipti engu máli hver kemur og þjálfar þetta drasl. Sá maður mun ekki ná árangri með þessar prímadonnur. Vonandi fer þetta celski lið að fara á sinn rétta stall, enda um miðja deild.
Rafa fer aldrei til þeirra held ég.
YNWA
Er hægt að sjá hversu marga sigra við höfum í deildinni eftir að Lucas meiddist. ?
Grunar að þar liggi eitt af vandamálum okkar .
Trausti two times spyr:
4 sigrar í 13 deildarleikjum síðan hann meiddist, 16 af 39 stigum mögulegum.
Áður en hann meiddist hafði liðið unnið 6 af 13 deildareikjum og fengið 23 stig af 39 mögulegum.
Við. Söknum. Lucas.
ætli það sé eitthvað til í þessu eða eru menn að búa til fréttir ?
http://www.sport.is/enski-boltinn/2012/03/03/enski-boltinn-lenti-kenny-dalglish-i-ordaskaki-vid-suarez-og-reina-eftir-leikinn-i-dag/
Nr. 28
Blm. á Anfield sögðu stuttu eftir leik að það væri nákvæmlega ekkert til í þessum fréttum. Væri þetta ekki líka orðið stærra mál ef svo væri?
Takk fyrir það KAR. Svosem ekkert spes árangur áður en Lucas meiddist en með þeim árangri værum við 3 stigum frá Arsenal og blessuðu fjórða sætinu. Við Púlarar eigum nú skilið að komast á smá run í lok tímabils….. Sjáum hvað setur
Ég finn það á mér að Rafa taki við Chelsea